Víkurfréttir 44. tbl. 45. árg.

Page 1


Fimmhundruð á flugslysaæfingu

Umfangsmikil flugslysaæfing var haldin á Keflavíkurflugvelli (KEF) síðasta laugardag. Þátttakendur voru um 500 talsins.

Flugslysaæfingar á KEF eru með stærstu hópslysaæfingum sem haldnar eru á Íslandi, en æfingar af þessu tagi eru mikilvægur hluti af heildarviðbragðskerfi Íslands hvort sem um er að ræða flugslys eða önnur hópslys sem geta orðið.

Nú hafa 952 umsóknir um kaup á íbúðarhúsnæði borist Fasteignafélaginu Þórkötlu. Alls hafa 914 umsóknir verið samþykktar og þar af eru 46 umsóknir þar sem félagið féllst á að tímabundnar aðstæður hafi skýrt skráningu á lögheimili annars staðar en í hinni seldu eign. Þegar hefur verið gengið frá 907 kaupsamningnum. Þá hefur afhending farið fram í 823 tilvikum og 785 afsöl verið undirrituð. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 907 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa eru r 69,5 milljarðar króna. Þar ef eru kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 48,3 ma. kr. og yfirtekin húsnæðislán um 21,2 ma. kr.

GRINDVÍKINGAR ÓSÁTTIR MEÐ TILBOÐ ÞÓRKÖTLU

n Eiga nú kost á takmörkuðum afnotum af húsum í Grindavík gegn 30 þúsund krona gjaldi en mega ekki gista.

Margir Grindvíkingar eru ósáttir með nýtt tilboð Þórkötlu um takmörkuð afnot af húsum þeirra í GrindavíÞeir sem hafa selt Þórkötlu hús sín í Grindavík geta nú gert samning um afnot af húsinu, svo kallaðan hollvinasamning. Greiða aðeins hita og rafmagn. Gisting næturlangt eða föst búseta er ekki heimil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórkötlu. Margir Grindvíkingar eru vægast sagt mjög ósáttir við þetta tilboð og hafa lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlum.

Í frétt frá Þórkötlu kemur fram að þeir sem selt hafa Þórkötlu hús sín í Grindavík geti sótt um að gera samning um afnot af húsinu, svokallaðan hollvinasamning. Hollvinasamningur byggir á samstarfi Þórkötlu við seljendur húsa í Grindavík hvað varðar umhirðu, minniháttar viðhald og almennt eftirlit með eignunum. Forsenda er að öruggt sé talið að vera í eigninni og á lóðinni í kring. Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur“ að leigja aðgang að húsinu sem Þórkatla hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur

þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. Þannig geta seljendur viðhaldið tengslum sínum við húsið og í raun „gætt þess“. Meðan samningurinn er í gildi er því gengið út frá því að hollvinur heimsæki eignina og sinnir Þórkatla því ekki hefðbundnu eftirliti á meðan, nema hollvinur óski eftir því sérstaklega. Óheimilt er að gista eða dvelja í fasteigninni

næturlangt og ekki er heimilt að hafa þar fasta búsetu. Kostnaður við hollvinasamning er tvíþættur. Annars vegar borgar hollvinur mánaðarlegan kostnað af rafmagni og hita á fasteigninni. Hins vegar greiðir hollvinur 30.000 kr. einskiptis umsýslugjald þegar samningurinn er gerður. Margir Grindvíkingar hafa lýst óánægju sinni á þessu tilboði Þórkötlu og hafa tjáð sig á Facebook. Bent er á að húsin í Grindavík séu að eyðileggjast því umgengni um þau sé engin. Fyrrverandi húseigendum er boðið að geyma hluta búslóðar sinnar í húsnæðinu en Grindvíkingar fylltu allar húsgagnasölur og ruslagáma fyrr á þessu ári þegar þeim var gert að skila húsum sínum tómum. Almannavarnir telja ekki öruggt að gista í Grindavík og hafa því staðið í vegi fyrir því.

„Þetta er alveg galin nálgun hjá þeim í þessum samningi. Eitt af því sem getur einmitt bjargað grindvísku samfélagi er að afhenda fólki sem á forkaupsrétt á húsunum sínum, lyklana að þeim gegn því að borga hita og rafmagn og sjá um eðlilegt viðhald húsnæðis ásamt því að geta valið það að gista ef það vill. Þórkatla sparar ca. 4-5 milljónir á mánuði áætla ég fyrir hver 100 húsnæði sem þeir afhenda lyklana til fyrrverandi eigenda. Ágætis sparnaður hjá þeim til 1. mars 2026 sem er tíminn sem þeir mega ekki leigja eða selja öðrum eignina,“ sagði Gunnar Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Grindavík m.a. í færslu á Facebook síðu VF. Oddvitar stjórnmálaflokkana í Suðurkjördæmi verða gestir Grindvíkinga á íbúafundi í Kvikunni í Grindavík á laugardaginn kl. 11.

Troðfullt hús á Óperugala Norðuróps í Stapa

óperugalatónleikar sem settir voru á svið í Stapa í tilefni af 30 ára afmæli reykjanesbæjar tókust með miklum ágætum. Húsfyllir var á tónleikunum og sýndu áhorfendur sterk viðbrögð og klöppuðu söngvurum og tónlistarfólki lof í lófa. óperufélagið norðuróp í samstarfi við tónlistarskóla reykjanesbæjar stóð að tónleikunum. Þar komu fram sautján einsöngvarar, kór, barnakór og sinfóníuhljómsveit. Fluttar voru þekktar óperuaríur með kórum, nessun dorma, Casta diva, Habanera, nautabanaarían, dúettar, kórar og senur úr óperum, la boheme, Cavaleria rusticana og Hans og grétu. Stjórnandi var Jóhann Smári Sævarsson og konsertmeistari var una Sveinbjarnardóttir. Myndin var tekin á tónleikunum.

Áframhaldandi samstarf við Háskóla Íslands

Berglind Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Keilis, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu nýverið endurnýjaðan samstarfssamning um aðfaranám Háskólabrúar Keilis sem er námsleið ætluð fullorðnum námsmönnum sem ekki uppfylla inngönguskilyrði í Háskóla Íslands. Greint er frá þessu á heimasíðu Keilis. Háskólabrú Keilis hefur verið í boði vel á annan áratug en markmiðið með náminu er að gefa þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi færi á að hefja háskólanám. Háskóli Íslands ber faglega ábyrgð á aðfaranáminu en Keilir sér alfarið um framkvæmd kennslu í samræmi við námskrá og kröfur háskólans. Sérstakt fagráð, skipað fulltrúum HÍ og Keilis, hefur umsjón með samstarfssamningum og útfærslu hans. Í samningnum er m.a. kveðið á um fjármögnun námsins og samstarf um kynningu þess.

Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands og er námið skipulagt þannig að nemandi í fullu námi skuli að jafnaði ljúka því á tveimur önnum. Hægt er að

stunda námið í fjarnámi eða staðnámi í fullu námi eða á lengri tíma og þá samhliða vinnu. Inntökuskilyrði í aðfaranám Keilis eru þau að umsækjendur séu orðnir 20 ára og hafi lokið ákveðnum fjölda eininga í framhaldsskóla eða skilgreindu starfsnámi. Námið gildir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands að uppfylltum kröfum deildanna. Töluverður fjöldi nemenda eða

tæplega 2600 talsins hefur lokið námi hjá Háskólabrú Keilis og um 80% þeirra hafið nám í Háskóla Íslands. Þá hafa nokkrir nemendur Háskólabrúar hlotið styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands sem er þeim mikill heiður.

Nám í fjarnámi á Háskólabrú hefst næst þann 10.janúar 2025.

Jón atli benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og berglind kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri keilis, undirrituðu nýverið endurnýjaðan samstarfssamning um aðfaranám Háskólabrúar keilis sem er námsleið ætluð fullorðnum námsmönnum sem ekki uppfylla inngönguskilyrði í HÍ. MYnd/kristinn ingvarsson

Már mættur með 30 manna hljómsveit frá Manchester

Tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson er kominn til landsins með þrjátíu unga og efnilega hljóðfæraleikara frá The Royal Northern College of Music Session Orchestra. Már heldur tvenna tónleika hér á landi. Í Salnum í Kópavogi þann 20. nóvember og á fimmtudagskvöldið, 21. nóvember, í Hljómahöll. Sérstakir heiðursgestir sýningarinnar verða hinn eini sanni Laddi og stórsöngkonurnar Ísold og Iva.

NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM

YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS

Haldin var móttaka fyrir Má og hljómsveitina frá Manchester á Hótel Keflavík á mánudagskvöld. Þangað mætti Bjarni Páll Tryggvason, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, og ávarpaði hópinn og bauð hann velkominn til Reykjanesbæjar, þar sem hann mun gista á meðan Íslandsheimsókninni stendur.

Víkurfréttir ræddu við Má eftir móttökuna þar sem hann sagði okkur frá verðlaunum sem honum voru að áskotnast og tónleikunum í vikunni. Már fór með sigur af hólmi í söngkeppni blindra söngvara sem Lions International stóð fyrir í Póllandi. Viðtalið er á vf.is.

Hagstæðasta þakkargjörðarhátíðin Hagstæðasta þakkargjörðarhátíðin

Hagstæðasta þakkargjörðarhátíðin

Veislumáltíð á innan við 2.000 kr. á mann! Fullelduð kalkúnabringa og meðlæti fyrir fjóra.

Gleðilegaþakkargjörð

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÓLÖF GUÐMANNSDÓTTIR, lést þann 26. október 2024. Jarðaförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar.

Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur.

Guðmann M. Héðinsson Guðríður Þorkelsdóttir Ólafía Héðinsdóttir Per Petersen Sigurjón Héðinsson Kolbrún Alexandersdóttir

Margret E. Knútsdóttir Ingvar Eyfjörð María Bengtson Alf Bengtson Tómas J. Knútsson Magga Hrönn Kjartansdóttir

Björn Ingi Knútsson Rakel Linda Kristjánsdóttir, Barnabörn og barnabarnabörn

Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,

GIZUR ÍSLEIFUR HELGASON, kennari og framkvæmdastjóri, lést í Gentofte, Danmörku, þann 4. september sl. Hann var jarðsunginn frá Jægersborg kirkju þann 13. september.

Tryggir að allir séu á sömu blaðsíðu

Sveindís er kona mánaðarins hjá FKA Suðurnes

Víkurfréttir í samstarfi við FKA Suðurnes, félag kvenna á Suðurnesjum í atvinnulífinu, kynna Suðurnesjakonur í félaginu. Markmið með kynningunum er að vekja athygli á FKA konum í atvinnulífinu á Suðurnesjum, fyrirtækjunum þeirra eða verkefnunum sem þær sinna. FKA Suðurnes er hluti af FKA á Íslandi, Félagi kvenna í atvinnulífinu.

Nafn: Sveindís Guðmundsdóttir

Aldur: 32 ára

Menntun: Viðskiptafræðingur úr HÍ

Ég er viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Hvíta húsið og samhliða því hef ég tekið að mér að vera kosningastjóri fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Svo er ég varaformaður FKA Suðurnes.

Minningarstund verður haldin í Lindakirkju í Kópavogi laugardaginn 23. nóvember kl.13.

Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.

Benedicte Helgason

Laura Atterdag Helgason

Bjarke Atterdag Helgason Ágústa Hildur Gizurardóttir Hermann T. Hreggviðsson Ágúst Helgi Helgason Sandra Rós Helgason Sveinbjörn Gizurarson Kristín Linda Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,

MAJA SIGURGEIRSDÓTTIR, Pósthússtræti 1, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 11. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 22. nóvember klukkan 12.

Ásta Ben Sigurðardóttir Erlingur Bjarnason María Ben Erlingsdóttir Hamid Dicko Karmelo Thor Gabríel Elí Ben Eyjólfur Ben Erlingsson Glódís Brá Alfreðsdóttir Sebastían Ben

Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma,

MARÍA GUÐRÚN ÖGMUNDSDÓTTIR, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi þriðjudaginn 12. nóvember. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 25. nóvember klukkan 13.

Ástríður Júlíusdóttir Samúel Ingimarsson Guðrún Júlíusdóttir Einar Júlíusson Ragnheiður Júlíusdóttir Rúnar Guðbrandsson Ásdís Júlíusdóttir Jónas G. Þorsteinsson Sigrún Júlíusdóttir Sigurður I. Hreinsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is

Sem viðskiptastjóri hjá Hvíta húsinu sinni ég því skemmtilega og krefjandi verkefni að leiða frábært teymi hönnuða og texta- og hugmyndasmiða fyrir viðskiptavin okkar Icelandair, bæði á innlendum- og á erlendum mörkuðum. Ég held utan um samskiptin við marga ólíka aðila, hvort sem það eru viðskiptavinir, birgjar eða samstarfsaðilar, til að tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingaflæðið sem og verkefnin séu unnin á sem skilvirkastan máta. Verkefnin mín snúast líka um að setja upp markmið og áætlanir – bæði í tíma og kostnaði – svo allt gangi upp eins og áætlað er. Og þegar áskoranir koma upp, sem gerist nú alltaf í skapandi vinnu, þá er ég viðbúin að leysa úr þeim og tryggja að verkefnin standist áætlaðar kröfur.

Sem kosningastjóri fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi er ég í fjölmörgum hlutverkum. Ég skipulegg dagskrána fyrir efstu fimm frambjóðendurna okkar – Víði Reynisson, Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Sverri Bergmann Magnússon, Örnu Ír Gunnarsdóttur og Ólaf Þór Ólafsson – og sé til þess að kynna þau fyrir sem flesta íbúa, fyrirtæki og stofnanir í kjördæminu, alveg frá Garðskaga til Hornafjarðar. Við höfum því verið á miklu flakki og verðum það áfram fram á kosningadag.

Ég sinni samfélagsmiðlum, tek upp, klippi og birti efni, skrifa fréttatilkynningar og skipulegg viðburði víða um kjördæmið. Skemmtilegasti hluti starfsins er þó klárlega að fá að vera í kringum þessa frábæru frambjóðendur, ég hef trú á því að þau muni hafa mikil og jákvæð áhrif á samfélagið okkar.

Ég er ótrúlega þakklát að fá að vera í þessum störfum þar sem áhugamálin mín fá að blómstra, þ.e. markaðsfræðin, auglýsingabransinn, pólitík og skipulag. Er mjög mikil skipulagsmanneskja og elska að fá tækifæri til að

Ég kem frá brotnum bakgrunni, sem hefur heldur betur gefið mér styrkinn og kraftinn í að verða sú manneskja sem ég er í dag. Ég lærði það ung að það er enginn að fara gera neitt fyrir mig nema ég sjálf og þannig hef ég svolítið lifað, ef mig langar í eitthvað þá berst ég eins og ljón fyrir því.

skipuleggja. Svo elska ég ekkert meira en að eyða tíma með fjölskyldunni minni og svo hef ég ótrúlega gaman af pólitík, líkamsrækt, crossfit og öllu sem tengist góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

Ég kem frá brotnum bakgrunni, sem hefur heldur betur gefið mér styrkinn og kraftinn í að verða sú manneskja sem ég er í dag. Ég lærði það ung að það er enginn að fara gera neitt fyrir mig nema ég sjálf og þannig hef ég svolítið lifað, ef mig langar í eitthvað þá berst ég eins og ljón fyrir því.

Ég missti tvær bestu vinkonur mínar í bílsslysi þegar ég var unglingur og við tók tímabil í lífi mínu þar sem ég upplifði rosalega mikla sorg og vanlíðan og missti þar af leiðandi smá stjórn á lífinu mínu. Ég þyngdist allverulega og upplifði þunglyndi í langan tíma. Einn daginn fékk ég nóg, snéri hugarfarinu mínu við og ákvað að taka stjórn á lífinu mínu aftur. Þá fór lífið að vera gott aftur, ég upplifði hamingju og tók stjórn á líkamlegri og andlegu heilsunni minni. Í kjölfarið komst ég í kjörþyngd og ákvað að kannski gæti ég miðlað reynslunni minni til annarra kvenna og skráði mig í einkaþjálfarann. Starfaði sem einkaþjálfari í þrjú ár og aðstoðaði hundruð kvenna, bæði á Suðurnesjum og úti á landi, að taka stjórn á sinni líkamlegri og andlegri heilsu. Ég á það til að sökkva mér djúpt í verkefni mín og eftir þrjú ár í því starfi brann ég næstum því út, ákvað að setja

það aðeins á hilluna og skráði mig í Viðskiptafræðinám í Háskóla Íslands. Að námi loknu hóf ég störf hjá Hvíta húsinu og hef verið þar síðastliðin tvö ár.

Ég hef búið alla mína ævi á Suðurnesjum. Hér er mikil samheldni og ég upplifi það sérstaklega með tilkomu FKA Suðurnes, í félaginu okkar eru konur sem lyfta öðrum konum upp og maður finnur alveg svakalega vel fyrir því hvað allar eru tilbúnar að aðstoða ef eitthvað bjátar á.

Ég elska FKA Suðurnes, frá mínum dýpstu hjartarótum. Hér eru konur með viðamikla reynslu alls staðar úr atvinnulífinu og eru svo tilbúnar til að deila sinni reynslu áfram. Ég vil vekja athygli á því að þú þarft ekki að vera atvinnurekandi til að vera í félaginu eins og svo margir halda. Þú þarft ekki að vera í starfi til að koma í hópinn okkar, við erum samfélag af konum sem viljum

Ég elska FKA Suðurnes, frá mínum dýpstu hjartarótum. Hér eru konur með viðamikla reynslu alls staðar úr atvinnulífinu og eru svo tilbúnar til að deila sinni reynslu áfram. Ég vil vekja athygli á því að þú þarft ekki að vera atvinnurekandi til að vera í félaginu eins og svo margir halda.

Sveindís með nokkrum frambjóðendum Samfylkingarinnar.

styrkja aðrar konur, lyfta þeim upp og finna tækifærin sem eru svo sannarlega nóg af í okkar samfélagi.

Ástæðan fyrir minni þátttöku hjá FKA er að ég vildi fá að vera partur af þessum magnaði hópi kvenna, læra af þeim og miðla minni reynslu til annarra. Það hefur svo oft sýnt sig að konur eru konum bestar og það hefur svo sannarlega verið mín upplifun síðan ég skráði mig í félagið. Ég hef fengið að tengjast konum með ólíkar reynslur og þekkingu

og þær hafa aðstoðað mig við að finna sjálfstraust og sjálfsöryggi í sjálfri mér sem mér finnst alveg ómetanleg upplifun.

Ég mæli með þessum félagsskap og hvet konur sem eru enn ekki búnar að skrá sig að mæta á opnu viðburðina, heyra í konum sem eru í félaginu og sjá hvað þeim finnst og ef þeim líst vel á þá að skrá sig. Það er ótrúlega gaman að tengjast þessum mögnuðu konum sem eru í FKA Suðurnes.

Kirkjugarður Njarðvíkur Jólalýsing

Byrjað verður að kveikja á jólaljósum í kirkjugarði Njarðvíkur

laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00

Tengigjald er 5.000 kr. fyrir einn kross, 4.000 kr. fyrir hvern kross umfram það.

Opnunartími er sem hér segir:

laugardagur 30. nóv. frá 13:00 til 17:00

mánudagur 2. des. frá 17:30 til 19:00

fimmtdagur 5. des. frá 17:30 til 19:00

föstudagur 6. des. frá 15:00 til 17:00

þriðjudagur 10. des. frá 17:30 til 19:00

laugardagur 14. des. frá 13:00 til 15:00

þriðjudagur 17. des. frá 17:30 til 19:00

laugardagur 21. des. frá 13:00 til 15:00 (síðasti opnunardagur)

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 660 3691 á milli 13-17 alla virka daga.

Halda heiðri Unu Guðmundsdóttur á lofti

Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst var stofnað 18. nóvember 2011. Aðalfundur félagsins var haldinn í Sjólyst síðasta sunnudag, þann 17. nóvember. Þar var stjórn félagsins endurkjörin. Fæðingardagur Unu Guðmundsdóttur er 18. nóvember en ár eru liðin 130 ár frá fæðingu hennar.

Una er mikils metin í Garði og reyndar um allt land og það er hlutverk hollvinafélagsins að halda minningu hennar á lofti. Það er m.a. gert með því að halda Unuhátíð árlega sem næst fæðingardegi hennar. Hátíðin var haldin í ár í sal tónlistarskólans í Garði. Þar var flutt tónlist og boðið upp á veitingar.

Hollvinafélagið sér einnig um Sjólyst eða Unuhús, eins og það er oftast kallað. Þar er opið hús allar helgar yfir sumarmánuðina, frá

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

sumardeginum fyrsta og til loka september. Þar er boðið upp á kaffi og vöfflur ásamt því sem gestir fá fróðleik um Unu og hvaða sess hún á í huga íbúa í Garði. Efsta myndin er frá aðalfundi hollvinafélagisns en hinar tvær voru teknar á tónleikum í tónlistarskólanum.

Systurbátarnir hafa aldrei landað á Suðurnesjum

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Ekki er nú hægt að segja að mikið hafi verið um að vera í höfnunum á Suðurnesjum frá því að síðasti pistill var skrifaður því veðráttan hefur heldur betur verið afleit og ekkert sjóveður verið. Sem dæmi um hversu leiðinlegt veðrið hefur verið í nóvember má nefna að Margrét GK hefur aðeins náð að fara í tvo róðra og er komin með 13,4 tonn. Sömuleiðis hefur Dúddi Gísla

GK aðeins náð tveimur róðrum en náði reyndar þriðja róðrinum um svipað leyti og þessi pistill var skrifaður. Aflinn hjá honum um 12 tonn í þremur róðrum. Í raun þá má segja að allir bátar hafi lítið sem ekkert getað róið eins og dragnótabátarnir Benni Sæm GK og Siggi Bjarna GK, báðir einungis með fjóra róðra. Sigurfari GK með fjóra róðra líka en hann var reyndar á sjónum þegar þessi pistill var skrifaður og var ekki kominn í land, því er ekki vitað um aflann hjá honum.

Rólegt hefur verið hjá netabátunum en þó hóf Erling KE veiðar og hefur landað 10 tonnum í tveimur róðrum, landar í Njarðvík og Friðrik Sigurðsson ÁR er líka kominn á veiðar. Síðasta vetur var Friðrik Sigurðsson ÁR að veiða fyrir Hólmgrím og um 20 tonn af ufsa voru færð af Halldóri Afa GK sem Hólmgrímur á, yfir á Friðrik Sigurðsson ÁR. Svo lesa má úr því

að Friðrik Sigurðsson ÁR eigi að eltast við ufsann því Hólmgrímur hefur gert út all nokkra stóra netabáta eins og Tjaldanes GK og Grímsnes GK, haustin voru oft sá tími sem þessi bátar voru að eltast við ufsa. Eins og staðan er núna er Kap VE eini netabáturinn sem er á veiðum fyrir sunnan sem hefur eitthvað fengið að ufsa. Hefur Kap VE landað 113 tonnum í þremur róðrum og af því er ufsi 37 tonn. Ef við lítum aðeins á togarana þá er enginn þeirra að landa á Suðurnesjum. Sóley Sigurjóns GK er að ganga vel fyrir norðan og er komin með 287 tonn í tveimur löndunum og landar á Siglufirði. Þaðan er aflanum ekið til vinnslu í Garð og Sandgerði.

Jóhanna Gísladóttir GK er með 228 tonn í þremur túrum og landar fyrir austan, á Eskifirði og Djúpavogi. Áskell ÞH 209 tonn í þremur, landað á Neskaupstað. Sturla GK 192 tonn í þremur. Pálína Þórunn

GK 68 tonn í tveimur, landað í Hafnarfirði.

Hulda Björnsdóttir GK fór í annan prufutúr og hefur landað samtals 17,3 tonnum í þessum tveimur prufutúrum, landar í Hafnarfirði því þar fara stillingar fram á tækjum sem eru í skipinu. Reyndar eru stóru línubátarnir að mokveiða fyrir norðan, Sighvatur GK er kominn með 319 tonn í tveimur róðrum og mest 161,7 tonn í einni löndun. Páll Jónsson GK er rétt á eftir með 295 tonn í tveimur róðrum og mest 160.7 tonn í einni löndun. Núna á Íslandi eru aðeins fimm stórir línubátar á veiðum, tveir frá Grindavík, tveir frá Rifi, Tjaldur SH og Rifsnes SH og síðan Núpur BA frá Patreksfirði, en hann og Tjaldur SH eru systurbátar. Og reyndar er það nú þannig að allir þessir þrír bátar; Tjaldur SH, Rifsnes SH og Núpur BA hafa aldrei landað í höfnum á Suðurnesjunum.

Frá aðalfundi Hollvinafélags unu guðmundsdóttur í Sjólist frá síðasta sunnudegi. Þar var húsfyllir. vF/Hilmar bragi

ÞÚ KAUPIR ÁSKRIFT OG FÆRÐ AF EINUM AUKA BÍL

SJÁ NÁNAR Á LODUR.IS

n Sjötíu ára afmæli Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fagnað. Oddfellowar gáfu HSS veglega peningagjöf til tækjakaupa. Stórafmælis HSS minnst út vikuna.

Miklu áorkað á krefjandi tímum

„Okkar verkefni er að byggja upp traust sem hefur ekki verið nægjanlegt. Markmið okkar sem störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er að gera hana að fyrirmyndarstofnun meðal annars með nýrri stefnumótun og öflugu starfi,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri HSS á 70 ára afmælisdegi stofnunarinnar sem haldinn var hátíðlegur með afmælisboði í húsakynnum heilsugæslunnar á afmælisdaginn 18. nóvember en haldið verður upp á tímamótin alla afmælisvikuna.

Guðlaug Rakel sem kom til starfa sem forstjóri HSS fyrr á þessu ári, þakkaði sveitarstjórnarfólki og bæjarstjórum á Suðurnesjum fyrir mikinn stuðning við stofnunina nú sem fyrr og eins bæjarbúum en rödd þeirra væri mikilvæg fyrir HSS og kom berlega í ljós á opnum fundi fyrr á árinu.

gott samband við íbúa

„Það er mjög mikilvægt að vera í góðu sambandi við íbúana og við munum halda áfram að tryggja gott samtal við þá með fleiri opnum fundum. Þar koma fram mikilvægar upplýsingar fyrir okkur. Við erum á þessum stóru tímamótum að gera margt og stofnunin hefur styrkst mjög mikið á undanförnum

árum. Við erum að ljúka við nýja stefnumótun sem inniheldur mikilvæg framtíðarskref, margvíslegar leiðir að aukinni þjónustu við íbúa sem og halda vel utan um starfsfólkið okkar. Þetta allt og margt fleira mun hjálpa okkur að stíga rétt skref í að að auka heilbrigði á Suðurnesjum,“ sagði forstjórinn sem Keflvíkingurinn Guðfinna S. Bjarnadóttir sem var fundarstjóri, lofaði í hástert en hún sagði stofnunina og Suðurnesjamenn heppna að hafa fengið Guðlaugu Rakel til starfa hjá HSS.

Miklu áorkað á stuttum tíma

Í afmælishófinu tóku nokkrir til máls, m.a. bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga og

má m.a. sjá sveitarstjórnarmennina einar Jón Pálsson, Magnús Stefánsson og Fannar Jónasson.

fyrrverandi forstjóri HSS.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum gáfu HSS málverk eftir Sossu sem heitir „Sókn“. F.v. Magnús Stefánsson, Suðurnesjabæ, Fannar Jónasson, grindavík, Halldóra F. Þorvaldsdóttir, reykjanesbæ, guðrún P. ólafsdóttir, vogum og guðlaug rakel guðjónsdóttir, forstjóri HSS. vF/pket.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra sem sagði að stór skref hafi verið tekin á undanförnum árum í þjónustu HSS. „Það er erfitt að lýsa því hvað HSS hefur áorkað miklu á stuttum tíma á krefjandi tímum á undanförnum árum. Nefna má nýja legudeild, nýja bráðamóttöku, efling heilsugæslu, viljayfirlýsingu um nýja heilsugæslu og stóraukna þjónusta við íbúa og framundan er opnun heilsugæsluþjónustu í Vogum og í Suðurnesjabæ. Heilbrigðisþjónustan verður aldrei fullkomin, það er alltaf hægt að bæta sig enda eru sífellt að koma nýjar áskoranir en það er ekki hægt annað en að hrósa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og ég vil óska Suðurnesjamönnum

guðfinna bjarnadóttir, fundarstjóri og axel Jónsson hjá Skólamat.

til hamingju með hana,“ sagði Willum.

unga fólkið og grindvíkingar

Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir sagði áskoranir á Suðurnesjum margar en einnig tækifæri. Hún benti á að niðurstöður úr nýjum lýðheilsuvísum sem nota mætti m.a. til vöktunar á líðan heilsu eftir áföll, sýndu að fylgjast þyrfti vel með afleiðingum sem atburðir í Grindavík hafa haft á fólk. Heilbrigðiskerfið þyrfti að vera undirbúið að taka á móti Grindvíkingum með fjölþætt heilbrigðisvandamál næstu árin. Einnig nefndi hún að í þessum niðurstöðum mætti sjá að fólk á landbyggðinni, m.a. á Suður-

nesjum meti færri andlega og líkamlega heilsu sína góða og fleiri hefðu fjárhagsáhyggjur. Fleiri ungmenni teldu sig útundan í skóla og þó líðan þeirra væri almennt góð og kvíði minni þá mældist meiri notkun þunglyndislyfja, nikótínpúða og orkudrykkja hjá yngra fólki. Þá hreyfðu þau sig minna. Þetta væri áberandi verra á landsbyggðinni.

Tveir starfsmenn HSS, Guðrún Ösp Theodórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir, sögðu frá ánægjulegri reynslu sinni sem starfsmenn á stofnuninni. Þar væri liðsandinn til algerrar fyrirmyndar og samheldni mikil.

konráð lúðvíksson, læknir til margra ára og ástríður Sigþórsdóttir, móttökuritari á HSS, höfðu greinilega ýmislegt um að spjalla.

aspelund, sóttvarnarlæknir sagði áskoranir á Suðurnesjum margar.

Oddfellowar á Suðurnesjum gáfu HSS peningagjöf að upphæð 1.200.000
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra á spjalli við starfsfólk HSS.
bryndís Sævarsdóttir, starfsmaður á HSS og Sigríður Snæbjörnsdóttir,
Hér
guðrún

Mikil íbúafjölgun áskorun fyrir HSS

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í afmælisávarpi sínu að ein stærsta áskorun HSS væri mikil íbúafjölgun á Suðurnesjum sem HSS hafi þurft að bera hitann og þungann af að mestu leyti sjálf. Halldóra sagði mikilvægt að halda áfram uppbyggingu hjúkrunarheimila. „Í erindi frá heilbrigðisráðuneytinu sem sent var Reykjanesbæ í september sl. kemur hins vegar fram að þörf er á 100-150 hjúkrunarrýmum á Suðurnesjum á næstu árum. Miðgildi biðtíma á Suðurnesjum er sá lengsti á landinu eða 254 dagar og því vil ég nota tækifærið og brýna okkur öll því mikilvægt er að undirbúningur við byggingu nýs hjúkrunarheimilis fari af stað af fullum krafti áður en þetta ár er liðið,“ sagði hún og þá

benti hún á mikinn fjölda íbúa af erlendum uppruna og bæta þyrfti þjónustu við þá. „Það er mikilvægt að fjölmennustu hóparnir, t.d. Pólverjar sem eru rúmlega 4200 eða um 17% íbúa, geti annað hvort notið heilbrigðisþjónustu frá pólskumælandi heilbrigðisstarfsfólki eða óskað eftir því að fá túlk til að tryggja að mikilvægar upplýsingar komist til skila á báða bóga. Við verðum að vera lausnamiðuð og þora að hugsa út fyrir kassann. Hvað sem fólki kann að finnast um fjölmenninguna þá er hún staðreynd og ákváðu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ að líta á hana sem tækifæri en ekki ógn. Halldóra sagði að hún hafi ekki upplifað annan eins viðsnúning eins og þann sem hafi orðið hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í tíð núverandi heilbrigðisráðherra.

Ánægjulegt að fá heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ

Unnið er að opnun heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ og sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri á 70 ára afmælisdegi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, það ánægjulegt.

„Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa um árabil beitt sér fyrir því að íbúar sveitarfélagsins, sem eru nú yfir 4.000 talsins, fái notið heilsugæsluþjónustu í heimabyggð. Engin heilbrigðisþjónusta hefur verið í boði í Suðurnesjabæ frá því slík þjónusta var aflögð fyrir allmörgum árum. Það er ánægjulegt frá að segja að nú er unnið að því, í góðu samstarfi Suðurnesjabæjar, forstjóra HSS, heilbrigðisráðherra og þeirra fólki er nú unnið að opnun heilsugæsluþjónustu í Suðurnesjabæ næsta vor. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þetta góða samstarf og einlægan áhuga forstjóra HSS á því að þetta verði að veruleika.

Ingvar ráðinn slökkvistjóri

Fjarðabyggðar

Keflvíkingurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Fjórir einstaklingar sóttu um stöðuna. Ingvar mun formlega hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Ingvar Georg hefur mikla og langa reynslu bæði sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og lengst af verið staðsettur á Suðurnesjum, starfað bæði hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sem og hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þá hefur Ingvar reynslu af störfum fyrir Landssamband slökkviliðsmanna og hann, ásamt félaga sínum, kom á fót eina slökkviliðsminjasafni landsins sem var rekið um tíu ára skeið í Njarðvík.

Hafin er stækkun tveggja gagnavera atNorth á Íslandi, ICE02 í Reykjanesbæ og ICE03, á Akureyri. Stækkunin kemur til vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu gagnavera atNorth frá bæði alþjóðlegum og innlendum viðskiptavinum.

Heildarfjárfesting atNorth vegna stækkunarinnar nemur 41,2 milljörðum króna, en við bætist fjárfesting viðskiptavina fyrirtækisins í tölvubúnaði sem nemur nálægt 300 milljörðum króna. Um er að ræða umfangsmestu stækkun sem íslenskt gagnaver hefur ráðist og innifelur umtalsvart magn af hátæknibúnaði. Leigja þurfti sérhæft flutningaskip til að flytja hluta búnaðarins og kallaður var

til stærsti krani landsins til að hífa búnaðinn inn á lóð gagnaversins. Hönnun gagnavera atNorth miðar að þörfum fyrirtækja sem vinna með mikið magn gagna og þurfa aðgang að búnaði sem ræður við þunga tölvuvinnslu og útreikninga, og nýtur þeirra kosta sem staðsetningin býður upp á, með aðgangi að hreinni orku og sjálfbærri nálgun atNorth. Auk gagnaveranna í Reykjanesbæ og á Akureyri rekur atNorth gagnaverið ICE01 í Hafnarfirði, en hjá fyrirtækinu starfa yfir 160 manns, fyrir utan verktaka. Fyrirtækið leggur sig fram við að nýta þjónustu verktaka og annarra á svæði hvers gagnavers fyrir sig, jafnt hér heima sem erlendis, segir í tilkynningu frá atNorth.

Opinn fundur um heilbrigðis-

og öldrunarmál í meðReykjanesbæ Ölmu

Möller

Suðurnesin hafa búið við mjög mikla fjölgun íbúa á undanförnum árum, auk mikillar aukningar ferðamanna og annarra aðila um svæðið. Allt hefur það aukið álag á starfsemi HSS og hefur því verið mætt af bestu getu og starfsfólkið lagt sig fram um að mæta þeim áskorunum. HSS býr vel að dýrmætum mannauði, hér starfa margir starfsmenn sem hafa góða menntun og hæfni til sinna starfa og það hefur endurspeglast í starfseminni og þeirri góðu þjónustu sem skjólstæðingarnir hafa notið,“ sagði Magnús.

Samfylkingin í Suðurkjördæmi býður til opins fundar um heilbrigðisog öldrunarmál, með Ölmu Möller og frambjóðendum Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Fundurinn fer fram á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ við Tjarnargötu 3, laugardaginn 23. nóvember kl. 12.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Bílgeymsla verði íbúðir og önnur bílgeymsla ekki heimiluð

ingvar georg georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. ástrós tekla, Halla björk, Hugrún og Heiðdís sungu tvö lög í afmælishófi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við mikla hrifningu afmælisgesta. Þær eru nemendur í ungleikhúsinu.

Eigandi Skiphóls, Skagabrautar 64 í Garði, hefur lagt fram fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta bílgeymslu að Skagabraut 64 í tvær litlar íbúðir í tengslum við rekstur þeirrar gististarfssemi sem sömu aðilar reka á svæðinu. Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar tekur jákvætt í erindið og samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Jafnframt er umsækjanda gerð grein fyrir að ekki verði heimiluð ný bílgeymsla á lóðinni verði núverandi bílgeymslu breytt í íbúðarnot.

Svæðisskipulag Suðurnesja 2024 - 2040

SVÆÐISSKIPULAG SUÐURNESJA 2024-2040 VINNSLUTILLAGA TIL KYNNINGAR

Lögð er fram til kynningar vinnslutillaga Svæðisskipulags Suðurnesja 2024-2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frá staðfestingu Svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum. Því hefur svæðisskipulagsnefndin ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins sem tekur til sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaga á Suðurnesjum s.s. íbúaþróunar, atvinnulífs, auðlinda, innviða, samfélags, loftslagsmála og náttúruvár.

Vinnslutillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is). Einnig er hægt að kynna sér vinnslutillöguna á sérstakri vefsjá verkefnisins á vefsíðu SSS (www.sss.is).

Athugasemdum og ábendingum varðandi vinnslutillöguna skal skila í Skipulagsgáttina. Athugasemdafrestur er til og með 24.1.2025.

Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja Eysteinn Eyjólfsson, formaður

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Elías Ármann Gunnarsson

Aldur: 15 ára

Bekkur og skóli: Stóru-Vogaskóli, 10. bekkur

Áhugamál: Eldamennska, íþróttir, tölvuleikir

Eye Of The Tiger er

uppáhaldslagið

Elías Ármann Gunnarsson er fimmtán ára nemandi í StóruVogaskóla sem sameinar áhuga sinn á íþróttum og tölvuleikjum með því að stunda rafíþróttir. Elías er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Stærðfræði og íþróttir.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Jakob

Bjarki Davíðsson og Friðjón Ingi Davíðsson, Jakob: uppistandari.

Hver er fyndnastur í skólanum? Jakob Bjarki Davíðsson.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Eye Of The Tiger.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Biriyani.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín? Cars 2.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Vatn til að

drekka, þurran mat til að borða og fótbolta til að leika mér með.

Hver er þinn helsti kostur? Góður vinur og jákvæður.

ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Fjarflutningar (teleportation).

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Traust.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Fara í MK en veit ekki hvaða braut.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Já, rafíþróttir.

ef þú ættir að lýsa sjálfum/sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Opinn.

Hittu nemendur í fjölmiðlanámi

Fulltrúar þriggja landshlutamiðla; Páll Ketilsson frá Víkurfréttum, Gunnar Gunnarsson frá Austurglugganum (á Teams) og Magnús Magnússon frá Skessuhorni hittu vaskan hóp nemenda í blaðamannsnámi við Háskóla Íslands í síðustu viku. Kennari þeirra er Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Rætt var um fjölmiðlun í víðum skilningi, fjölmiðla á landsbyggðinni, mikilvægi þeirra; tækifæri og áskoranir og gestirnir spurðir spjörunum úr.

Stúlka fædd 16. nóvember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 4.024 grömm. Lengd: 52 sentimetrar.

Foreldrar: Birta Sóley Daníelsdóttir og Karl Sævar Bjarnason. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Stefanía Margeirsdóttir.

Húsasmiðir með reynslu óskast í hóp framtíðar starfsmanna

Drengur fæddur 18. nóvember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 2.944 grömm. Lengd: 48 sentimetrar.

Foreldrar: Bergþóra Hrund Bergþórsdóttir og Árni Geir Fossádal Rúnarsson. Þau eru til heimilis í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen.

Perago Bygg ehf.

Vegna aukinna verkefna leitum við að menntuðum og öflugum húsasmiðum til að bætast í framtíðar teymi starfsmanna Perago Bygg ehf.

Réttu einstaklingarnir gætu hafið störf í byrjun janúar eða eftir nánara samkomulagi.

Aukin verkefni á Reykjanesinu til a.m.k. næstu 12-18 mánaða sem og annars staðar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, m.a. við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn smíðavinna á verkstað við nýbyggingar. Uppsteypa á undirstöðum, steypt/límtrés burðarvirki, frágangur innan sem utanhúss og klæðningar í tengslum við stærri sem smærri byggingarframkvæmdir.

Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf og reynsla í húsasmíði ásamt getu til að vinna sjálfstætt og eftir atvikum leiða smærri teymi. Lagt er upp með að heildar teymið sé samsett af innlendum ásamt erlendum starfsmönnum en geta til að skilja og tala íslensku og ensku er grunn skilyrði.

Frumkvæði, jákvæðni og sveigjanleiki til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum með kröftugum hóp eru mikilvægir eiginleikar og ekki skemmir létt skap og húmor fyrir.

Farið verður yfir umsóknir jafn óðum og þær berast allt fram til áramóta þar sem leitað er að fleiri en einum einstaklingi. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og stutt kynning ásamt meðmælum séu þau til staðar. Öllum umsóknum verður svarað innan fjögurra vikna eftir að þær berast. Áhugasamir geta sent fyrirspurnir eða sótt um með því að senda tölvupóst á adalheidur@perago.is perago.is

Frá og með þessu hausti var fjölmiðanámi við Háskóla Íslands breytt í BA-nám. Skráðir í námið eru tuttugu áhugasamir verðandi blaðamenn. Nemendur hafa farið í stuttar heimsóknir á RÚV og Sýn en ákveðið var að byrja að kynna fyrir þeim töfra svæðismiðlanna og hvað þeir eru að fást við. Eftir kynningar á miðlunum sköpuðust áhugaverðar umræður um fjölmiðlun nútímans og ekki síst hvernig best er að ná eyrum og athygli yngra fólks. Svo er aldrei að vita nema í hópnum leynist framtíðarstarfsmenn á þessum miðlum.

Stúlka fædd 24. nóvember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 4.226 grömm. Lengd: 50 sentimetrar.

Foreldrar: Agnieszka Skrobosz og Marel Pawel Jurkiewicz. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Hugljúf Dan Jensen.

Hópurinn ásamt valgerði kennara sínum.

Suðurhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum

Suðurhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum, opnaði formlega þann 17. október s.l. Þetta er fjórða þolendamiðstöðin á landinu, hinar eru Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri og Sigurhæðir á Selfossi. Allar vinna þær á einn eða annan hátt út frá hugmyndafræði „Family Justice Center“ sem byrjaði að þróast í Bandaríkjunum í lok síðustu aldar. Megininntakið í hugmyndafræðinni er að veita fullorðnum þolendum ofbeldis þverfaglega þjónustu á einum stað, þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum. Það er einnig markmið Suðurhlíðar að efla fræðslu varðandi birtingarmyndir ofbeldis, algengi og afleiðingar þess.

Teymistýra Suðurhlíðar tekur á móti þolendum ofbeldis í fyrsta viðtal sem er jafnframt greiningarviðtal en þau geta orðið 1-3, það fer eftir hvers eðlis ofbeldið er og hvar þjónustunotandi er staddur í sinni vegferð. Tekið er vel á móti fólki á þeirra forsendum í öruggu umhverfi.

Heilbrigð sambönd byggjast á trausti og virðingu hvort sem þau fara fram í eigin persónu á netinu eða síma.

Ef þú finnur þig ekki örugga/n í sambandi og líður ekki vel og finnur fyrir að þú treystir ekki lengur eigin innsæi og sjálfstraust þitt hefur minnkað eða þú farin að efast um eigin dómgreind, upplifir ótta, reiði, kvíða, og finnst þú ekki hafa stjórn á eigin lífi. Gæti verið að þú búir við eða sért í samskiptum við einhvern sem beitir

þig ofbeldi Einkenni þess að vera í ofbeldissambandi getur haft margar birtingarmyndir án þess að viðkomandi átti sig á að um ofbeldi sé að ræða. Gott er að vera meðvitaður um hvað er ekki í lagi í sambandi og ef að eitthvað hringir bjöllum, ætti að skoða það betur. Vegna ört vaxandi tækni í heiminum og fjölda samfélagsmiðla er auðveldara að vera í samskiptum hvar sem fólk er statt. En þau samskipti eru ekki alltaf jákvæð og auðvelt að villa á sér heimildir á bak við tölvuskjá. Stafrænt ofbeldi felst í notkun tækja og tækni, svo sem síma, tölvu og samfélagsmiðla, til að áreita, beita ofbeldi, ofsækja, niðurlægja eða ógna. Stafrænt ofbeldi getur líka verið andlegt og kynferðislegt ofbeldi.

Nokkur einkenni stafræns ofbeldis

• Maki þinn (eða fyrrverandi) er sífellt að hafa samband og athuga hvar þú ert.

• Viðkomandi heimtar að fá að skoða símann þinn, vita lykilorð þín eða að þú deilir staðsetningu þinni með sér.

• Viðkomandi er alltaf að birtast óvænt á stöðum þar sem þú ert.

• Skilaboðin þín eða myndir hverfa.

• Vinafólk þitt fær skilaboð frá þér sem þú sendir ekki.

• Þú færð tilkynningu um AirTag sé virkt nálægt þér.

• Merkir þig á móðgandi eða niðurlægjandi myndum.

• Hótar að tala illa um þig eða bera út sögur á netinu.

• Stelur eða heimtar að fá lykilorðin þín að tölvupósti, bankareikningi eða samfélagsmiðlum.

• Stjórnar hver má vera vinur þinn á samfélagsmiðlum og við hverja þú mátt tala við þar.

• Skráir sig inn á samfélagsmiðla í þínu nafni.

• Hótar að sýna öðrum nektar- eða kynlífsmyndir af þér.

• Sendir þér nektarmyndir af sér þótt þú vildir það ekki.

• Notar einhverja tækni, eins og GPS, AirTags eða vefmyndavélar, til þess að fylgjast með þér.

Samkvæmt breytingu á lögum nr. 19/1940 sem samþykkt var 17. febrúar 2021 er ólöglegt að beita stafrænu kynferðisofbeldi og getur sá sem það gerir sætt sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Það gildir einnig um þann sem hótar að dreifa myndefni, texta eða sambærilegu efni, þ.m.t. falsað efni af öðrum án hans leyfis með þeim tilgangi að vekja hræðslu eða kvíða hjá þeim sem hótunin beinist að. Það er alltaf betra að segja einhverjum frá hvernig þér líður. Þú getur haft samband við Suðurhlíð í Reykjanesbæ sem sérhæfir sig í stuðningi við fullorðna varðandi hvers konar ofbeldi. Engu máli skiptir hversu langt er síðan ofbeldið átti sér stað. Suðurhlíð er þolendamiðstöð fyrir öll Suðurnes en hefur aðsetur að Heilsugæslunni Höfða Aðalgötu 60 Reykjanesbæ. Hægt er að panta tíma á heimasíðunni www. sudurhlid.is, noona.is og í síma 591-7085.

Ef þú ert yngri en 20 ára getur farið inn á Sjúktspjall á vegum Stígamóta sem er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi.

Inga Dóra Jónsdóttir, teymisstýra Suðurhlíðar.

Roðagyllum heiminn og höfnum ofbeldi

Dagana 25. nóvember til 10. desember munu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, standa fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“ eða Roðagyllum heiminn. Á ensku er undirtitillinn „Read the Signs“ eða „Þekkjum rauðu ljósin“. Roðagylltur litur er einkenni átaksins en hann á að tákna bjartari framtíð.

Í ár verður lögð áhersla á ofbeldi á netinu/stafrænt ofbeldi. Algengt er að ungt fólk, sérstakleg ungar stúlkur og konur verði fyrir ofbeldi á netinu. Því er mjög brýnt að grípa til aðgerða til að vekja athygli á því og reyna að koma í veg fyrir að það fái að eyðileggja líf ungra stúlkna og kvenna til frambúðar.

samfélagsmiðlum. Áhrif þess á geðheilsu eru mikil, sem getur leitt til aukins kvíða, þunglyndis, áfallastreitueinkenna, félagslegrar einangrunar og jafnvel sjálfsvíga.

Undanfarin ár hafa ýmis fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar lagt átakinu lið með því að lýsa götur, byggingar, styttur, minnisvarða og heimili af þessu tilefni, okkur öllum til vitundarvakningar. Dagsetningarnar eru valdar í ljósi þess að 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, staðfestur í mannréttindayfirlýsingunni og nær átakið hámarki sínu þriðjudaginn 10. desember, á alþjóða mannréttindadaginn.

Netofbeldi er þegar einhver notar tækni eða tæki til að fylgjast með þér, hóta, ógna, áreita eða niðurlægja. Kynferðislegt stafrænt ofbeldi er myndbirting eða hótanir um slíkt á

Guðbrandur Einarsson, 1. sæti

Sandra Sigurðardóttir, 2. sæti

Tökum höndum saman um að binda endi á netofbeldi og njótum þess að búa í samfélagi þar sem kærleikur og virðing ríkir.

Frá Soroptimistum í Keflavík.

vidreisn.is

ALÞINGISKOSNINGAR 2024

Við erum hér fyrir ykkur

Kæru Suðurnesjamenn.

Við sem skipum 1.-4. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi viljum fara hér yfir helstu stefnumál flokksins og helstu áherslur sem varða Suðurnesin sérstaklega.

Megináherslur Lýðræðisflokksins í komandi kosningum er að auka lýðræði og að lækka vexti. Við viljum efla beint lýðræði, virkja rödd fólksins í landinu og leyfa því að tjá sig í kosningum um mál sem telja má meiriháttar stefnumótandi mál.

Það á við hér á Suðurnesjum sem annars staðar að vaxtakjör til almennings eru orðin óþolandi. Aðferðafræðin við að halda verðbólgunni í skefjum er óviðunandi þar sem hún byggir á því að henda verðbólgunni í fangið á ungu fólki og smærri fyrirtækjum. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans beinast ekki eingöngu að því að draga úr lántöku, heldur er þeim beinlínis ætlað að draga úr neyslu og það er gert með því að skerða fjárráð þeirra. Þessu til sönnunar er fræg ,,tásumyndaumræða” frá því fyrr á árinu. Þetta er í raun fullkomið siðleysi og hver veit hvaða óbeinum skaða þetta veldur í skólakerfinu og barnauppeldi almennt.

íslenskar auðlindir. Við viljum lækka skatta og draga úr þessari útþenslu ríkisins og síðast en ekki síst viljum við verja frelsi einstaklinganna fyrir ásókn ríkisvalds og ásókn stórfyrirtækja. Hver og einn maður á að fá að ráða því fyrst og fremst.

Opinber þjónusta, þ.m.t. heilbrigðisþjónusta og menntun barna, verði betur tryggð. Menntun í grunnskólum landsins verði bætt með áherslu á lestur, skrift og reikning. Skólar, kennarar og foreldrar fái meiru um það ráðið hvað er kennt og hvernig. Við viljum laða fólk í háskólanám fyrir starfsgreinar þar sem skortur er, eins og til dæmis í læknanám.

Við viljum rétta hlut aldraðra og öryrkja. Skerðingar á lífeyri vegna tekna verði afnumdar. Ríkið á ekki að standa í vegi fyrir því að þeir vinni sem það geta. Við viljum styðja fólk til sjálfsbjargar og sjálfsvirðingar auk þess að tryggja öllum sem ekki geta séð um sig sjálfir viðeigandi aðstoð, eftir atvikum í samstarfi við einkaaðila. Að því sögðu þá viljum við einnig að að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu styðji við opinbera heilbrigðiskerfið og öfugt.

Samfylking í Víkurfréttaheimsókn

Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi heimsóttu ritstjórnarskrifstofur víkurfrétta á dögunum og ræddu við starfsfólk um komandi kosningar og hvað þau ætli að gera, komist þau á þing. á myndinni eru víðir reynisson, sem skipar 1. sæti, ása berglind Hjálmardóttir, sem skipar 2. sæti listans, Páll ketilsson, ritstjóri víkurfrétta, og Sveindís guðmundsdóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. vF/Hilmar bragi

Staða framhaldsskólakennara á Suðurnesjum

Framhaldsskólakennarar gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi með því að undirbúa unga fólkið okkar fyrir framtíðina. Þeir kenna ekki einungis bókleg fög heldur leiða nemendur áfram í lífinu, veita þeim stuðning og hvatningu á vegferð þeirra. Við Halla Hrund heimsóttum Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum nýlega og fengum þar kynningu á skólanum og því mikilvæga starfi sem þar fer fram. Eftir kynninguna áttum við fund með kennurum á kaffistofunni, þar sem við fengum að heyra um daglegt starf þeirra og baráttu fyrir réttlátari kjörum.

Við ætlum að setja lög um 4% hámark stýrivaxta og verðtryggingin verður að hverfa. Hún dregur mjög úr mætti stýrivaxtaákvarðana eins og Seðlabankastjóri hefur sjálfur sagt. Nú virðist vera dauðafæri til að koma vaxtastiginu í lag þar sem flestir eða allir flokkar sem bjóða sig fram að þessu sinni hafa það á sinni stefnuskrá. Þeir hafa að vísu ekkert gert í því hingað til, af hverju þá allt í einu núna?

Landsvirkjun og Landsnet verði áfram í eigu ríkisins. Hraðað verði uppbyggingu skynsamlegra virkjanakosta, þ.e. fallvatna og jarðvarma. Við teljum varhugavert að mikilvægir innviðir séu í eigu einkaaðila og hefur það sýnt sig núna í náttúruhamförunum að ábyrgð þeirra er takmörkuð þó að réttindi þeirra til arðgreiðslna sé það ekki.

Alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins verði teknar til endurskoðunar, einkum EES-samningurinn og loftslagssamningar. Hafna ber orkupökkum ESB.

Lýðræðisflokkurinn vill verja íslenska náttúru, landið okkar og

Slíkur rekstur á aldrei að fela í sér mismunun í aðgengi á þjónustunni vegna efnahags.

Full stjórn verði á landamærunum. Hæliskerfið verði lagt niður og eingöngu tekið á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna.

Suðurnesin upplifa núna hamfara tímabil sem ekki sér fyrir endann á. Þjóðin er einhuga um að standa með Grindvíkingum, passa upp á bæinn þeirra og aðstoða við búsetu og á annan hátt.

Reykjanesið er fallegur staður með sterka innviði sem hægt er að rækta mun betur en gert hefur verið. Með þessu kraftmikla fólki sem býr á Suðurnesjunum er hægt að ná en lengra með þetta landsvæði og gera Suðurnesið en áhugaverðara og betra.

Við viljum gera okkar til að greiða fyrir því! Hugsum stórt, kjósum Lýðræðisflokkinn (X-L) fyrir land og þjóð.

Elvar Eyvindsson

Arnar Jónsson

Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir

Bogi Kristjánsson

Miðað við umræðuna í samfélaginu og kjarabaráttu kennara getum við ekki sýnt annað en samstöðu og virðingu fyrir því ómetanlega framlagi sem kennarar veita samfélaginu. Það kom okkur hins vegar verulega á óvart að laun kennara væru mismunandi eftir staðsetningu.

launamunur eftir landshlutum

Kennararnir sem við ræddum við voru á einu máli um að þessu þyrfti að breyta, og við erum sammála. Það er mikilvægt að leggja áherslu á að kjaramál eigi að snúast um grunnlaun en ekki heildarlaun. Allir framhaldsskólakennarar starfa eftir sama kjarasamningi og fyrir sama vinnuveitanda en launamunurinn getur þó verið gríðarlegur eftir landshlutum. Þessi mismunur er óréttlátur og hefur neikvæð áhrif á jafnan aðgang nemenda að menntun á landsvísu. Það er ljóst að óréttmæt kjör geta gert Suðurnesin að óspennandi stað fyrir hæfa kennara, sem endurspeglast í kennaraskorti og hefur áhrif á gæði menntunar á svæðinu.

Stuðningur við kennara og við nemendur með ólíkan bakgrunn

Framsókn leggur mikla áherslu á að styrkja starfsumhverfi framhaldsskólakennara og stuðla að starfsþróun og símenntun þeirra. Flokkurinn vill tryggja kennurum og starfsfólki framhaldsskóla gott starfsumhverfi

Árangurinn er áþreifanlegur

Kæri íbúi á Suðurnesjum. Ég var kosinn á þing fyrir þremur árum síðan. Á þeim tíma var ég með stórt stefnumál sem ég vildi berjast fyrir. Eflingu heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Fram að þeim tíma hafði lítið sem ekkert gerst í heilbrigðisþjónustu og svo var komið að stór hópur fólks sótti sína þjónustu á höfuðborgarsvæðið. Ég vildi sporna við þessari þróun og sýna í verki að Framsókn gæti látið verkin tala. Frá því ég hóf þátttöku í stjórnmálum hef ég barist fyrir bættri heilbrigðisþjónustu, málefnum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja auk þess að leggja áherslu á uppbyggingu hjúkrunarrýma. Ef þú hugsar þrjú ár aftur í tímann til dagsins í dag hefur eftirfarandi gerst á sviði heilbrigðismála á Suðurnesjum.

og nauðsynlega þjónustu til að takast á við áskoranir í breyttu samfélagi. Einnig er stefnt að því að stórefla skólaþjónustu í framhaldsskólum þannig að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda, og þá sérstaklega nemenda með íslensku sem annað tungumál. Sem kona af erlendum uppruna þekki ég betur en flestir hversu mikilvægur slíkur stuðningur er fyrir framtíð barna og líðan þeirra. Með stuðningi, skilningi og virðingu fyrir menningarbakgrunni hvers barns má tryggja að það upplifi sig öruggt og velkomið, og það getur sannarlega breytt öllu. nýsköpun og tæknilæsi í skólastarfi Í heimsókn okkar í Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum sáum við einnig frábært dæmi um hvernig skólinn styður við nýsköpun og tæknilæsi með aðstöðu eins og Fablab. Þessi aðstaða veitir nemendum tækifæri til að vinna að nýsköpunarverkefnum og nálgast námsefnið með skapandi hætti. Hins vegar er FabLab ekki með langtímafjármögnun, sem er áhyggjuefni. Það þarf að leggja meiri áherslu á nýsköpunarverkefni sem hluta af menntastefnu, til að tryggja að þessi mikilvæga aðstaða verði ekki bara skammtímaúrræði heldur verði varanlegur hluti af menntakerfinu.

Framsókn stendur með kennurum: betri kjör og réttlátara samfélag

Með því að leggja áherslu á jafnrétti, nýsköpun og sjálfbærni í menntakerfinu og atvinnulífinu erum við í Framsókn staðráðin í að stuðla að betra og réttlátara samfélagi fyrir alla. Við viljum öll að framhaldsskólakennarar fái þá virðingu og þau kjör sem þeir eiga skilið, enda er menntun grunnur að heilbrigðu og framsæknu samfélagi

Fida Abu Libdeh. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

• Nýr samningur Sjúkratrygginga við Brunavarnir Suðurnesja

• Ný heilsugæsla opnaði við Aðaltorg í Reykjanesbæ

• Ný slysa- og bráðamóttaka var tekin í notkun á HSS

• Ný sjúkradeild var tekin í notkun á HSS

• Hjúkrunardeild var endurnýjuð á HSS

• Rönkendeild var endurnýjuð á HSS

• Geðheilbirgðisteymi HSS flutti í nýtt húsnæði

• Hjúkrunarrýmum í byggingu var fjölgað á Nesvöllum og verða nú 80 talsins

En hvað meira er í farvatninu? Í maí á næsta ári mun opna heilsugæsluþjónusta í Suðurnesjabæ auk þess sem Framkvæmdasýslan vinnur að útboði á nýrri heilsugæslu HSS í InnriNjarðvík. Í Grindavík stóð til að stórbæta aðstöðu HSS í bæjarfélaginu þegar náttúruhamfarirnar áttu sér stað og hafði ég unnið með Fannari Jónassyni bæjarstjóra að þeim verkefnum. Eins og allir vita gripu örlögin inn í. Starfsfólk HSS hefur unnið þrekvirki við að halda utanum skjólstæðinga úr Grindavík og hefur bætt aðstaða hjálpað til í því verkefni. Árangurinn af þessu áherslumáli mínu er því vonandi áþreifanlegur fyrir þig kæri íbúi. Það er mikilvægt að halda áfram að efla þjónustu á Suðurnesjum. Opna þarf heilsugæsluþjónustu í Vogum og fylgja eftir þeim verkefnum sem eru á dagskrá. Ég er stoltur af árangrinum og mig langar að halda áfram að bæta lífsgæði okkar allra hér á Suðurnesjum en til þess þarf ég þinn stuðning. Ég er þess fullviss að það skiptir máli fyrir Suðurnes að eiga öfluga málsvara á þingi. Ég óska því eftir þínu atkvæði í kosningunum 30. nóvember.

Jóhann Friðrik Friðriksson. Alþingismaður og skipar 3.sætið á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Lionsklúbburinn Keilir styrkir Ljósið með sölu súkkulaðidagzatala

Lionsklúbburinn Keilir í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi Ljóssins með því að selja súkkulaðidagatöl fyrir jólin 2024. Ágóði af sölunni mun renna til Ljóssins og Krabbameinsfélags Íslands.

Þetta verkefni er liður í 50 ára afmælisundirbúningi Lionsklúbbsins Keilis, sem verður haldið hátíðlegt í apríl 2025.

Salan er hafin!

Við hvetjum alla landsmenn til að taka þátt og styðja þetta frábæra málefni með því að kaupa súkkulaðidagatal frá Lionsklúbbnum Keili. Þetta er einstaklega skemmtileg leið til að koma sér í hátíðarskap, njóta góðgætis, og styrkja í leiðinni það góða starf sem Ljósið sinnir daglega.

Ljósinu þykir afar vænt um þetta framtak og hlökkum við til að fagna þessum áfanga með Lionsklúbbnum Keili á komandi afmælisári.

Fullkomnaðu útlit brjóstanna

með geirvörtu- og vörtubaugs-tattooi frá Nouveau Contour.

Vaknaðu fersk og tilbúin í daginn með varanlega förðun frá Nouveau Contour.

Hjá okkur ertu í öruggum höndum fagmanna.

Tímabókanir á noona.is/carisma eða í síma 421-7772.

Hafnargata 49 Reykjanesbær

Lionsklúbburinn Keilir

Bingókvöld í Reykjanesbæ með Víði Reynissyni

Samfylkingin í Suðurkjördæmi býður á bingókvöld á kosningaskrifstofunni í Reykjanesbæ, við Tjarnargötu 3, laugardaginn 23. nóvember kl. 20. Bingóstjóri kvöldsins er enginn annar en Víðir Reynisson, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Stapaskóli - Tölvuumsjónarmaður

Önnur störf

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Menningar- og þjónustusvið - Starfsmaður í Stapasafn

Menningar- og þjónustusvið - Sérfræðingur í Stapasafn

Menningar- og þjónustusvið - Þjónustufulltrúi í þjónustuver Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar - Kvk sundlaugavörður

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

LAUS STÖRF Í STÓRU-VOGASKÓLA

UMSJÓNARKENNARA Á YNGSTA STIG SÉRKENNARA

Menntunar- og hæfniskröfur: n Leyfisbréf til kennslu æskilegt n Menntun sem nýtist í starfi n Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður n Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma n Góð tölvukunnátta n Færni í samvinnu og teymisvinnu n Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum n Ábyrgð og stundvísi n Áhugi á að starfa með börnum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Umsóknir skulu berast á netfangið hilmar@vogar.is

Nánari upplýsingar veitir

Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250.

Fengu mikið lof fyrir frábært heimsmeistaramót

Þau gunnlaug Olsen og ellert björn ómarsson fóru fyrir öflugum hópi mótshaldara úr Massa og kraFt [kraftlyftingasambandi Íslands] sem stóðu að baki heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem var haldið í ljónagryfjunni í síðustu viku. víkurfréttir ræddu við gullu Olsen eftir mót til að frétta hvernig hefði gengið að halda þennan gríðarlega stóra viðburð.

„Þetta gekk alveg svakalega vel, alveg framar öllum vonum,“ segir Gulla sem stóð vaktina ásamt öðru Massafólki á heimsmeistaramótinu. „Við fengum gríðarlega mikið lof úr öllum áttum, frá yfirmönnum og forsetum úr þessum kraftlyftingaheimi. Einn sagðist vera búinn að fara á 68 mót á tíu árum og þetta mót stæði upp úr.“

Massafólkið massaði þetta

Í heildina voru um fimm hundruð manns sem komu til landsins í tengslum við mótið, þar af um 240 keppendur, sem gistu allir á hótelunum Courtyard by Marriott og Konvin. „Við sóttum alla í flug og komum þeim á hótel, sóttum þá á hótel og keyrðum á mótsstað og skiluðum næstum hverri manneskju aftur í flug. Við vorum með fjóra níu manna bíla sem voru stanslaust að allan tímann – og ef þetta voru einhverjir merki menn þá sóttum við þá persónulega. Við Elli [Ellert Björn Ómarsson] unnum þetta svolítið eins og við erum, bjartar og glaðar manneskjur, og mótið var eiginlega svolítið í takt við það.“ Gulla segir að ekki megi gleyma að

þakka Massafólkinu fyrir allt þeirra framlag. „Sumir voru að taka sér frí frá vinnu í heila viku til þess að skutla fyrir okkur á níu manna bílunum. Við erum mjög fá í Massa en ótrúlega vel mönnuð,“ segir hún og bætir við að auðvitað hafi þau fengið mikla hjálp frá KRAFT. „Þau stóðu þétt við bakið á okkur líka en það var mjög eftirtektarvert að sjá hvernig fólk var að fórna fríinu sínu, fólk var búið að sækja um frí á þessum tíma bara til þess að hjálpa við þetta mót. Vaka allan sólarhringinn við skutla og sækja í flug, þannig að þetta var rosalega samheldinn og flottur hópur. Fáar hendur sem voru að vinna gríðarlega flott starf þarna.“

Sviðsmynd, ljós og salurinn stórglæsilegur

Gulla segir að allt útlit salarins hafi vakið mikla athygli og þar hafi lýsing og keppnispallurinn sjálfur þótt gríðarlega flott enda hafi mikið verið í það lagt. „Menn sem höfðu farið á tugi móta sögðu þetta mót vera með þeim flottustu sem hafa verið haldin. Berglind og Maggi hjá BM Lausnum eru algjörir snillingar í öllu sem viðkemur ljósamálum, sviðsútliti og tæknimálum almennt – og þau mössuðu þetta með tækniliðinu að utan,“ segir Gulla en mótinu var sjónvarpað um allan heim og þótti salurinn alveg einstaklega glæsilegur á að líta.

guðfinnur Snær Magnússon var að keppa á sínu fjórða heimsmeistaramóti í opnum flokki. Fleiri myndir frá mótinu birtast á vf.is vF/JPk

Handtíndi nýtt hraun í þátttökuverðlaun

Allir sem tóku þátt í mótinu fengu að gjöf einstök þátttökuverðlaun en Gulla handtíndi á einkalóð nýtt hraun og límdi á plexigler. „Ég tíndi einhverja þrjú hundruð mola og límdi á plexigler. Þannig að hver og einn keppandi fékk sinn persónulega stein fyrir þátttökuna. Lógóið okkar er eldur og ís og það var svolítið þemað í mótinu, aðalverðlaunin í mótinu voru líka hraunmolar. Þetta var maður að gera á milli vakta – að líma á nóttunni og elda súpu á daginn,“ sagði Gulla að lokum.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

FÉLAGS- OG FAGGREINAFUNDUR verður haldinn í Krossmóa 4 Reykjanesbæ mánudaginn 25. nóvember kl: 18.00

Dagskrá fundarins.

Kjaramál – kjarakönnun FIT. Lífeyrismál – Samspil ellilífeyris frá lífeyrissjóðum við TR. Önnur mál.

Veitingar í boði félagsins.

Stjórnin

ÍÞRÓTTIR
gulli Olsen var duglegur að standa vaktina með mömmu sinni.

Frábær árangur í hópfimleikum

Nokkrir þjálfarar ákváðu að styrkja liðið

Meistaraflokkur fimleikadeildar

Keflavíkur keppti, í fyrsta skipti eftir margra ára hlé, á haustmóti um liðna helgi. Nokkrar ungar konur, sem höfðu hætt í fimleikum árið 2022 en þjálfa nú allar hjá deildinni, ákváðu að styrkja fámennt lið Keflavíkur í fyrsta flokki og byrjuðu því að æfa aftur aðeins sex vikum fyrir mótið. Þar sem þær þjálfa allar hjá deildinni ásamt því að sinna námi var sókn á æfingar ansi mikið púsl en þær mættu um einu sinni til þrisvar í viku til þess að undirbúa sig.

Liðið skipaði Anna María Pétursdóttir, Ásdís Birta Hafþórsdóttir, Emma Jónsdóttir, Emma Karen Þórmundsdóttir, Hrafnkell Máni Másson, Hugrún Lea Elentínusdóttir, Kamilla Magnúsdóttir, Lovísa Ósk Ólafsdóttir, Margrét Karítas Óskarsdóttir og Snædís Ívarsdóttir. Þær Freyja Líf Kjartansdóttir og Melkorka Sól Jónsdóttir féllu út úr liðinu aðeins viku fyrir mótið vegna óheppilegra meiðsla. Liðið stóð sig frábærlega og lenti í öðru sæti á gólfi, öðru sæti á dýnu, fyrsta sæti á trampólíni og í fyrsta sæti samanlagt með 45,165 stig.

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Eins og fram kom í síðasta tipppistli vann Þórunn

Katla mjög öruggan sigur á Grindjánanum Ray Anthony Jónssyni, þjálfara Reynis í Sandgerði. Það var nákvæmlega engin spenna í gangi í leik þeirra en Ray er þökkuð þátttakan. Þórunn mætir Birgi Má Bragasyni, framkvæmdastjóra Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, í næstu umferð. Birgir Már Bragason tók við starfi framkvæmdastjóra Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, í vor og má segja að hann sé kominn hringinn. „Ég fór í hlutverk Kela Keflvíkings, lukkudýrs Keflavíkur, fyrir ansi mörgum árum og má kannski segja að ég sé kominn hringinn núna, verandi orðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur. Ég var lengi í stjórn körfuknattleiksdeildar og ég myndi segja að ég sé í draumastarfinu, frábært að geta unnið við áhugamálið sitt. Ég vinn fyrir allar deildir en þær eru níu talsins. Knattspyrnudeildin er með sinn framkvæmdastjóra og körfuknattleiksdeildin er með mann í hálfu starfi en ég starfa líka fyrir þessar deildir, veð einfaldlega í öll störf og því má segja að starfið sé fjölbreytt. Ég kann mjög vel við mig en ég er að taka við mjög góðu búi af Einari Haraldssyni sem var framkvæmdastjóri Keflavíkur í u.þ.b. 30 ár.

Ég hef lengi haft áhuga á enska boltanum og Arsenal er mitt lið. Það hefur verið góður stígandi hjá félaginu undanfarin ár en vélin er eitthvað að hiksta á þessu tímabili. Við megum ekki missa Poolarana og City miklu lengra frá okkur en líklega er gott að þessi landsleikjapása hafi verið núna, vonandi er Arteta framkvæmdastjóri búinn að stöðva blæðinguna. Mér líst vel á andstæðing minn, ég er mikill keppnismaður og ætla ekki að sýna Þórunni Kötlu neina miskunn þó svo að hún sé kona, ég fer ekki öðruvísi í keppni en til að vinna,“ sagði Birgir Már.

Þórunn Katla hlakkar til viðureignarinnar við Birgi Má.

„Það var gaman að mæta Ray, alltaf gaman þegar Víðir hefur betur gegn Reyni og Grindvíkingum. Ég þakka Ray kærlega fyrir drengilega keppni. Það verður fróðlegt að mæta Birgi Má, að sjálfsögðu stefni ég á að leggja Keflvíkinginn líka,“ sagði Þórunn.

Seðill

Þakkargjörðarhlaðborð

Fimmtudaginn 28. nóvember

á Réttinum frá kl. 18:00 til 20:00

Matseðill

Madeira villisveppasúpa

Heill hægeldaður kalkúnn

Salvíukryddaðar kalkúnabringur

Kalkúnarillet

Sætkartöflumús

Kryddaðir kartöflubátar

Kartöflustrá

Þýskt kartöflusalat

Brauðfylling

Kornbrauð

Bakað grasker

Smjörsoðinn maís

Bakað rósakál með beikoni

Brokkolísalat

Eplasalat

Trönuberjasulta

Kalkúnasósa

Eftirréttahlaðborð Tiramisu, eplamulningur, pekanbaka, frönsk súkkukaðikaka, vanilluís

Verð 5.900,Lifandi tónlist!

Hafið samband í síma 421-8100 eða á retturinn@retturinn.is

„Afi, hafðu hausinn í leiknum,“ sagði dóttursonur minn alvarlega við mig, strangur og þungur á svip, nýlega þegar við vorum að spila golf saman. Honum líkaði ekki hvað ég var kærulaus í púttunum.

„Það eru púttinn sem skipta máli, ef þú ætlar að ná árangri í golfi,“ bætti hann svo við, umhyggjusamur fyrir afa sínum sem var að bíða afhroð í viðureigninni. Löngu höggin voru samt fín hjá mér.

Datt þetta í hug þegar ég var að skrolla á netinu og fylgjast með kosningabaráttunni. Löngu höggin hafa verið ágæt hjá velflestum flokkunum, þeir kynnt

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR

stefnur sínar og baráttumál hver á sinn hátt en svo nokkur sem hafa misst einbeitinguna þegar að nákvæmari útfærslum leiksins hefur komið, hætt að hugsa um leikinn og farið að einbeita sér að því sem mótspilaranir hafa verið að gera eða sagt í fortíðinni. Hætt að pútta,

farið af vel slegnu gríninu ofan í sandgryfjurnar og haldið að þar ætti að drullumalla.

Svona hefur þetta alltaf verið frá því að ég man eftir mér. Sem flest gert til að ná höggi á manninn, frekar en að ræða málefnin. Með tilheyrandi sársauka fyrir þá sem fyrir verða og vita sig hafa hlaupið á sig, sumir kannski bætt sig á meðan að öðrum verður aldrei viðbjargandi. Eins og oft vill vera. Það styttist í kjördag þar sem við tökum okkar persónulegu ákvörðun um hvernig við viljum að samfélag okkar þróist í vonandi næstu fjögur ár með ákvörðunum sem geta teygt sig langt inn í framtíðina. Flokkarnir hafa slegið löngu höggin og eftirláta okkur púttin, svona svipað og gert er þegar spilað

Enginn brunahani

þar sem 6.000 hænur drápust

Um 6.000 varphænur drápust þegar eldur kom upp hjá Nesbúi á Vatnsleysuströnd um miðnætti á laugardagskvöld. Útkall barst slökkviliði Brunavarna Suðurnesja þegar klukkan var fjórar mínútur yfir miðnætti. Strax var ljóst að bruninn var alvarlegur og því var stórt útkall þar sem allir starfsmenn Brunavarna Suðurnesja voru kallaðir út.

Þegar að var komið logaði eldur í þaki á einu af varphúsum búsins þar sem inni voru um 6.000 fuglar

eða 15% af varpstofni Nesbús á Vatnsleysuströnd. Allir fuglarnir í þessu húsi drápust af völdum elds

er „Texas scramble“ í golfi þar sem besti boltinn er valinn. Næsta hola gekk miklu betur hjá mér. Ég sá að boltinn lá utarlega á gríninu og möguleiki á góðu pari, tækist mér vel upp. Sá að strákurinn var orðinn nokkuð óþolinmóður þar sem ég gekk utan við grínið, beygði mig stirðlega og reyndi að finna sem bestu leið fyrir boltann. Sá svo eina sem virtist geta virkað vel fyrir mig. Léti ég boltann fara hæfilega hratt og í stóru C í átt að holunni átti ég möguleika á pari. Gerði allt eftir bókinni, flottar æfingasveiflur og lét svo vaða. Boltinn fór fyrst hægt og herti svo á sér og endaði í miðri holunni. Gott par og þarna lærði ég vonandi í eitt skipti fyrir öll að það skiptir máli að hafa hausinn í leiknum.

Mundi

Enginn hani að passa púddurnar á Ströndinni!

og reyks. Eldurinn var bundinn við þak hússins og um tíma mátti sjá eldsúlur upp úr nær öllu þaki hússins, eins og sjá má á drónamynd með fréttinni sem ljósmyndari Víkur-frétta tók á vettvangi skömmu eftir að slökkvilið var komið á staðinn.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja mætti með allan sinn tækja-

kost á staðinn og fékk að auki aðstoð frá Slökkviliði Grindavíkur sem lagið til tankbíl en aka þurfti slökkvivatni á staðinn, þar sem ekki er skylda að hafa brunahana í dreifbýli. Slökkvistarf stóð fram eftir nóttu. Kalt var á vettvangi en reyk frá brunastað lagði á haf út. Hagstæð vindátt kom í veg fyrir að reykurinn skaðaði varphænur í öðrum húsum. Þá hélt brunahólfun og því barst eldur ekki á milli rýma. Eigendur Nesbús segja að húsið sem varð eldinum að bráð sé metið á um 150 milljónir króna. Ekki var ljóst þegar blaðið fór í prentun hvort mögulegt sé að endurbyggja húsið sem brann í stað þess að byggja nýtt, þar sem eldurinn var að mestu bundinn við þakið.

JÓLAGJAFAHANDBÓKIN

Skannaðu kóðann til að skoða blaðið

talsverður eldur logaði í þaki hússins þegar slökkviliðið kom á vettvang. vF/Hilmar bragi

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.