Víkurfréttir, 44. tbl. 2017

Page 1

Fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is

Líf og fjör í Hálsaskógi UMFJÖLLUN UM SÝNINGUNA Í BLAÐINU

Fyrstu þríburar Grindavíkur fara á kostum í Suðurnesjamagasíni VF facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Þakið fauk í óveðrinu

Þakið á Hafnargötu 90 í Keflavík fauk í óveðrinu sl. sunnudag. Á þakinu er dúkur og hann rifnaði þegar óveðurslægðin mætti í bæinn. Iðnaðarmenn voru komnir upp á þak strax eftir helgina til að klæða þakið að nýju. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Helmingur sölustaða á Suðurnesjum selja ungmennum tóbak Frá kynningarfundi sem haldinn var í Gerðaskóla í Garði á mánudagskvöld. Þar var skýrsla KPMG um sameiningu kynnt bæjarbúum.

Sameinast Garður og Sandgerði? ❱❱ Kosið um sameiningu sveitarfélaganna í kosningu nk. laugardag Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar fer fram laugardaginn 11. nóvember 2017. Kosning fer fram í báðum sveitarfélögum, í Sandgerði er kosið í Grunnskólanum í Sandgerði og í Garði er kosið í Gerðaskóla. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Bæjarstjórnir beggja sveitarfélaga samþykktu á fundum sínum fyrr í haust að kanna hug íbúa til sameiningar að undangenginni vinnu KPMG sem tók saman skýrslu fyrir sveitarfélögin um kosti og galla sameiningar. Efni þessarar skýrslu hefur verið kynnt á íbúafundum, m.a. í þessari viku. Garðmenn fengu kynningu á mánudagskvöld og Sandgerðingar á þriðjudagskvöldið. Á fundunum bauðst íbúum sveitarfélaganna að koma með spurningar sem margir nýttu sér. Víkurfréttir voru farnar til prentunar áður en

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

fundurinn í Sandgerði fór fram en í Garðinum var m.a. spurt um þróun byggðarinnar, skólamál, þjónustu við aldraða í sameinuðu sveitarfélagi og skuldastöðu sameinaðs sveitarfélags. Eins og fyrr segir verður kosið á laugardaginn. Strax og kjörstöðum verður lokað verða atkvæði talin í hvoru sveitarfélagi fyrir sig og síðan ætla fulltrúar Garðs og Sandgerði að hittast á miðri leið milli byggðarlaganna og tilkynna úrslitin í beinni útsendingu sem verður á fésbókarsíðu Víkurfrétta. Það verður um kl. 23 á laugardagskvöld.

Í 8. gr. laga um tóbaksvarnir frá árinu 2002 er kveðið á um að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Leiki vafi á um aldur kaupandans getur sala því aðeins farið fram að hann sýni með skilríkjum fram á að hann sé orðinn 18 ára. Aðrar kannanir sem Samsuð framkvæmir reglulega eru kannanir um sölu á neftóbaki og áfengi í Vínbúðinni.

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 9. nóvember 2017 // 44. tbl. // 38. árg.

Nærri þrefalt fleiri sölustaðir seldu ungmennum tóbak nú í ár en í fyrra en 48% sölustaða á Suðurnesjum seldu ungmennum, á aldrinum 15 til 16 ára, tóbak. Þetta fram kemur í könnun sem gerð var þann 1. nóvember síðastliðinn á vegum Samsuð, Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Könnunin fór þannig fram að ungmennin fóru inn á alla sölustaði tóbaks á Suðurnesjum og freistuðu þess að fá keypt tóbak. 11 sölustaðir, af 23 stöðum, seldu ungmennum tóbak. Þróun á sölu tóbaks til ungmenna á Suðurnesjum síðustu ár hefur verið eftirfarandi: Árið 2000: 65% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2003: 55% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2009: 21% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2010: 39% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2012: 44% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2014: 32% sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2016: 17 % sölustaða seldu ungmennum tóbak Árið 2017: 48 % sölustaða seldu ungmennum tóbak

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Víkurfréttir, 44. tbl. 2017 by Víkurfréttir ehf - Issuu