400 LAUFABRAUÐ SPA Í SPORTHÚSINU ETNA OG ENOK
magasín
RISA TILBOÐ Á
SVÖRTUM FÖSTUDEGI
SUÐURNESJA
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Lambabógur
899
-25%
KR/KG
ÁÐUR: 1.199 KR/KG
Í NETTÓ !
Nautalund Danish Crown
2.999 ÁÐUR: 4.999 KR/KG
FLEIRI TILBOÐ Í VERSLUN!
Hangigrís úr hnakka
-40%
1.175
-58%
KR/KG
KR/KG
ÁÐUR: 2.798 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
Tilboðin gilda 28. nóv - 1. des
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
Ljósadýrð í Njarðvík
Heilsan verri og ungmenni hreyfa sig of lítið
„Við þurfum að fá miklu fleiri nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar til að til að taka þátt í einhverri hreyfingu eða íþróttum að minnsta kosti þrisvar í viku. Það eru nokkrir skólar aðeins með hreyfingu aðeins þrisvar í viku,“ sagði Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Anna segir að í könnunum hafi nemendur sem hreyfa sig fjórum sinnum eða oftar komið mjög vel út og skorað hærra en nemendur annars staðar á landinu. Hins vegar séu of mörg börn sem hreyfi sig ekki neitt eða alltof lítið
og taki ekki þátt í neinum íþróttum. „Það hafa einhverjir skólar bætt við hreyfingu og það er gott. Svo þarf líka að auka upplýsingaflæði og auglýsa æfingar einnig á ensku og pólsku,“ sagði Anna Sigríður. Ástæða fyrir innleggi Sigríðar voru orð forseta bæjarstjórnar um lýðheilsu. Jóhann F. Friðriksson, oddviti Framsóknarflokks greindi frá því að lýðheilsuráð hafi verið sett á laggirnar í Reykjanesbæ, fyrst sveitarfélaga hér landi og lýðheilsufræðingur tekið til starfa. „Ástæðan er m.a. sú að heilsa okkar er verri en annars staðar á landinu,“ sagði Jóhann.
FESTIST UPPI Á GRJÓTI Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Ökumaður sem var á ferð eftir Garðvegi á mánudagskvöld missti stjórn á bifreið sinni í hálku og endaði utan vegar. Þá var bifreið ekið yfir hringtorg á Njarðarbraut. Hún lenti uppi á grjóti og sat föst á því. Bifreið frá Bílaflutningum var fengin til að losa hana.
Enn fremur stöðvaðist rúta í hringtorginu á Reykjanesbraut við Aðalgötu vegna bilunar. Óku ökumenn út fyrir hringtorgið til að komast fram hjá henni með þeim afleiðingum að þremur bifreiðum var ekið á umferðarskilti og einni þeirra var bakkað á annað ökutæki eftir að hafa klesst á skiltið. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum.
Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND
511 5008
Frú Ragnheiður hefur störf á Suðurnesjum í janúar Frú Ragnheiður, skaðaminnkun á Suðurnesjum, mun fara af stað í janúar 2020. Undirbúningur er í fullum gangi, en stefnt er að því að sama þjónusta verði í bíl Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum eins og á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum þakklát þeim stóra hóp sjálfboðaliða sem hafa gefið kost á sér í þetta verkefni. Okkur vantar nokkra hjúkrunarfræðinga sem vilja gefa kost á sér sem sjálfboðaliðar á bílinn svo við getum veitt heilbrigðisþjónustu,“ segir á Facebooksíðu verkefnisins.
Bíllinn mun fara um öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og vera á ferðinni mánudaga og fimmtudaga frá kl. 18:30 til 21:00. Einstaklingar geta óskað eftir að fá að hitta bílinn á ákveðnum stöðum með því að senda inn einkaskilaboð eða hringja í GSMnúmer sem verður tilkynnt fljótlega.
UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS
TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA
S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
Alhliða veisluþjónusta Rétturinn matstofa býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu Opið frá 11:00 – 14:00 Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ
retturinn.is
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
KRISTIANSAND SENDIR JÓLATRÉ Í SÍÐASTA SINN Ljósin á vinabæjartrénu tendruð á laugardag
Ákveðin tímamót verða nk. laugardag þegar ljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand verða tendruð í fimmtugasta og áttunda sinn en það verður jafnframt í síðasta skiptið sem það gerist. Ástæðan er sú að fyrr á þessu ári sleit Kristiansand formlegu vinabæjarsamstarfi við norræna vinabæi sína Reykjanesbæ, Kerava og Trollhättan en bærinn sameinast á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum og endurskoðar af því tilefni alþjóðlegt samstarf sitt. Eftir sem áður verður gott á milli bæjanna eins og bæjaryfirvöld í Kristiansand sýna í verki með því að senda okkur þessa kærkomnu jólagjöf í síðasta sinn. Í ár verður það nemandi úr 6. bekk í Háaleitisskóla sem fær þann heiður á laugardag að kveikja ljósin á jólatrénu á Tjarnargötutorgi. Það verður Mats Benestad sendiráðsritari í sendiráði Noregs á Íslandi sem flytur kveðju frá Kristiansand en svo skemmtilega vill til að hann er einmitt þaðan. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, veitir trénu viðtöku fyrir hönd íbúa og ávarpar viðstadda. Ævintýrapersónur úr Leikhópnum Lottu og jólasveinar líta við. Dagskráin verður með þeim hætti að lúðrasveit
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur jólalög við tréð á meðan gesti drífur að og svo fáum við heimsókn úr Ævintýraskógi Leikhópsins Lottu auk þess sem nokkrir jólasveinar taka forskot á sæluna og dansa í kringum tréð með börnunum. Boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur til að halda hita á mannskapnum. Dagskráin hefst kl. 17 og verður lokið kl. 18.
Ljósin tendruð á jólatré Grindavíkurbæjar
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Kveikt verður á jólatré Grindavíkurbæjar á torginu fyrir framan Íþróttamiðstöðina föstudaginn 29. nóvember kl. 17:30. Nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur leika jólalög í Gjánni og jólasveinarnir kíkja í heimsókn.
845 0900
Unglingadeildin Hafbjörg mun bjóða gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Allir íbúar Grindavíkur og gestir þeirra eru hjartanlega velkomnir!
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Jólaljós tendruð í Suðurnesjabæ á sunnudag Kveikt verður á ljósum á jólatrjám í Suðurnesjabæ á sunnudaginn, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Jólaljósin verða tendruð á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði kl. 17 á sunnudag. Barnakórinn syngur undir stjórn Freydísar Kneifar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng. Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Unglingaráðs Víðis/Reynis. Þá verða jólaljósin tendruð á jólatrénu við Sandgerðisskóla kl. 18. Barnakór Sandgerðisskóla syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurgeirs Sigmundssonar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng. Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Kvenfélagsins Hvatar. Nánari dagskrá fyrsta sunnudags í aðventu í Suðurnesjabæ má sjá í auglýsingu í blaðinu í dag.
Skreytum saman í Bryggjuhúsi Jólaföndur fjölskyldunnar í jólastofunni á sunnudag Fyrir um 100 árum síðan stóð Duusverslunin, sem þá var starfrækt, fyrir jólatrésskemmtunum fyrir bæjarbúa í Bryggjuhúsi sem er elsta húsið í Duushúsalengjunni. Allt upp undir 300 börn komu þar saman og dönsuðu í kringum jólatréð og voru mörg þeirra að sjá þar jólatré í fyrsta sinn. Fyrir tveimur árum dustuðum við rykið af þessari sögu og héldum gamaldags jólaball í Bryggjuhúsi. Áður var boðið upp á föndurstund þar sem fjölskyldur föndruðu skreytingar á jólatréð og í salinn en einnig til að taka með heim. Hefur þetta verið einstaklega vel heppnað og því verður leikurinn endurtekinn í ár. Sunnudaginn 1. desember frá kl. 14 – 16 er fjölskyldum boðið að stíga út úr amstri hversdagsins og njóta
þess að koma saman í jólastofunni í Bryggjuhúsi þar sem búin verða til kramarhús, jólahjörtu og músastigar og salurinn skreyttur. Þar er einnig upplagt tækifæri til að taka jólamyndir af börnunum í jólastofunni. Gamaldags jólaball í anda Duusverslunar verður svo haldið sunnudaginn 8. desember frá kl. 14-16. Allir eru velkomnir á þessa viðburði og aðgangur er ókeypis.
Sýningardagar föstudagur 29/11 kl. 17.00 - 18.00 laugardagur 30/11 kl. 12.00 - 14.00
Nýjar og glæsilegar íbúðir við Reynidal 4, 6 og 8 í Reykjanesbæ
SÖLUSÝNING
Sérlega vandaðar íbúðir í sex íbúða húsum. Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan sem utan. Húsin eru staðsteypt og klædd að utan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar og hurðar eru frá Berki. Sérsmíðaðar innréttingar frá Grindinni. Á gólfum í stofum og herbergjum er 12mm vandað harðparket, en flísar á öðrum rýmum. Ísskápur og uppþvottavél frá AEG fylgja með íbúðunum. Búið er að leggja raflagnir fyrir hleðslustöðvar við hvert bílastæði.
4ra herbergja 101,1 fm2 íbúð - verð: 39,5 mkr. 3ja herbergja 72,2 fm2 íbúð - verð: 32 mkr.
ÁÆTLUÐ AFHENDING REYNIDALUR 8 - STRAX REYNIDALUR 6 - FEB. 2020 REYNIDALUR 4 - MAÍ. 2020
Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: Stuðlaberg fasteignasala, s. 420 4000 Eignamiðlun Suðurnesja, s. 420 4050 Eignasalan, s. 420 6070
Á Ð O B L I T A RIS
I G E D U T S Ö F M U SVÖRT
Í NETTÓ !
FLEIRI TILBOÐ Í VERSLUN! Nautalundir Danish Crown
-40%
2.999
ÁÐUR: 4.999 KR/KG
-63%
-58%
KR/KG
Hangigrís úr hnakka Kjötsel
1.175
KR/KG
ÁÐUR: 2.798 KR/KG
1.898 ÁÐUR: 3.329 KR/KG
KR/KG
99
KR/STK
ÁÐUR: 269 KR/STK
-39%
-43%
Franskar andabringur
Croissant með skinku og osti
Kartöflur 1,5 kg
219
KR/PK
ÁÐUR: 359 KR/PK
-40%
Nautasteik Rib Eye, T-Bone, Sirloin, Striploin eða Dry Aged Black Angus
2.999 ÁÐUR: 4.998 KR/KG
KR/KG
GOTT VERÐ!
-45% Coca Cola 2 L - 3 tegundir
199
Grandiosa calzone 165 gr - skinka
219
KR/STK
KR/STK
ÁÐUR: 399 KR/STK
Tilboðin gilda 28. nóv - 1. des Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
ÖLL LEIKFÖNG Á 20% AFSLÆTTI!
-30% -30% Tramontina stálpottur 6,6 L
9.799
KR/STK
ÁÐUR: 13.999 KR/STK
Tramontina stálskálar 7 í pakka
6.299 ÁÐUR: 8.999 KR/PK
KR/PK
Perur
150
-50%
KR/KG
-40%
ÁÐUR: 299 KR/KG
Franskar kartöflur í ofn 1 kg - Xtra
239
KR/PK
ÁÐUR: 399 KR/PK
Maku panna 4,2 L - casserole
4.199
KR/STK
ÁÐUR: 6.999 KR/STK
-40%
-40%
Maku wok panna 32 cm
2.999 ÁÐUR: 4.999 KR/STK
KR/STK
-40% Nice n’ Easy 250 gr - Mozzarella sticks
347
KR/PK
ÁÐUR: 579 KR/PK
-40%
Maku pottur 4 L - slow cook
4.439 ÁÐUR: 7.399 KR/STK
KR/STK
SÆLGÆTIS- OG SNYRTIVÖRUDAGATÖL Á 50% AFSLÆTTI! LEGO OG PLAYMO DAGATÖL Á 30% AFSLÆTTI!
VERSLAÐU Á NETINU
FLJÓTLEGT - EINFALT - ÞÆGILEGT
ÞÚ GETUR NÚ PANTAÐ MATVÖRU Í GEGNUM VEFVERSLUN NETTÓ* OG SÓTT UM LAND ALLT *Hægt er að fá sent heim að dyrum á Akureyri, Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu. Lágmarkspöntun í heimsendingu er 5.000 kr.
6
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
FSingur vikunnar:
Finnst gaman að pirra Ástu Rún Nú fara prófin að byrja hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og verður því Vala Marie Unnarsdóttir síðasti FSingur vikunnar fyrir jól. Hún ætlar í framtíðinni að giftast ríkum manni og spreða öllum peningunum hans í föt.
Sigríður Etna Marinósdóttir með bækurnar sínar.
Hvað heitirðu fullu nafni? Vala Marie Unnarsdóttir.
Hver er helsti gallinn þinn? Ég kann ekki að spara pening.
Á hvaða braut ertu? Fallbraut.
Hver er helsti kostur þinn? Ég er rosalega kurteis.
Hvaðan ertu og hvað ertu gömul? Ég er úr Reykjavík og því miður ennþá fimmtán ára.
Tvíburarnir Etna og Enok lenda í ævintýrum með jólasveinum - Sigríður Etna Marinósdóttir með myndskreyttar barnabækur fyrir börn, ömmur og afa. Sigríður Etna Marinósdóttir er 28 ára rithöfundur sem er fædd og uppalin á Tálknafirði. Hún er yngst níu systkina. Sjálf á hún tvær stelpur og býr ásamt þeim og manninum sínum í Grindavík.
Hver eru áhugamálin þín? Að pirra Ástu Rún.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi hafa betra fjarvistarkerfi.
Hvað hræðistu mest? Þegar Ásta Rún er pirruð út í mig.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor.
Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ég, því ég er algjör tiktok-stjarna.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er glatað.
„Þegar ég var lítil stelpa þá las ég mjög mikið. Ég var í stórum systkinahópi og það var mikið líf og fjör á heimilinu. Ég segi að ég sé með haus sem stoppar aldrei og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér að lesa. Þegar ég var í grunnskóla þá var þar kennari sem sagði að ég yrði rithöfundur, því ég hafði gaman af því að skrifa sögur,“ segir Sigríður Etna þegar hún er spurð hvernig rithöfundurinn í henni hafi vaknað. „Þegar ég var í framhaldsnámi þá tók ég áfanga um barnabókmenntir og þá kviknaði áhuginn á góðum barnabókmenntum. Ég var búin að kaupa mikið af barnabókum áður en ég átti stelpurnar mínar og maðurinn minn er alltaf að segja að nú sé komið gott. Ég held hins vegar að það sé aldrei komið nóg. Árið 2014 eignaðist ég eldri stelpuna mína og foreldrar mínir höfðu flutt í sveit fyrir vestan. Við vorum duglegar að fara saman vestur og ég sá að henni þótti gaman í sveitinni. Ég sá að við vorum heppnar að fá að upplifa sveitina en það væru ekki öll börn svo heppin. Þá ákvað ég að láta vaða og skrifa bók um þessa hefðbundnu íslensku sveit með smá auka „tvisti“ og fleiri dýrum eins og voru til dæmis í sveitinni hjá mömmu og pabba, sem voru með býflugur. Með seinni bókina, þá fór ég á bóka-
Hver er helsti kostur FS? Halldór bae
Hver er fyndnastur í skólanum? Arna Rún. Hvað sástu síðast í bíó? Finding Nemo. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki takk.
Uppáhalds... ...kennari? Gunnar íþróttakennari. ...skólafag? Nemó. ...sjónvarpsþættir? That 70’s show.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Giftast ríkum manni og spreða öllum peningunum hans í föt. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Allt svo nálægt þér.
...kvikmynd? Finding Nemo. ...hljómsveit? Little Mix. ...leikari? Blake Lively. Rún Arnmundsdóttir UMSJÓN Ásta og Birgitta Rós Jónsdóttir
Í þætti vikunnar:
400 LAUFABRAUÐ SPA Í SPORTHÚSINU ETNA OG ENOK
magasín SUÐURNESJA
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
BLAÐ • SJÓNVARP • VEFUR
AUGLÝSINGASÍMI 421 0000
safnið fyrir jólin og ætlaði að fá jólabækur að láni. Ég komst hins vegar að því að úrvalið af þeim var alls ekki mikið. Þá kom hugmyndin um að skrifa jólabók.“ Söguhetjurnar, Etna og Enok, hverjar eru þær? „Etna og Enok eru systkini og nöfnin á þeim urðu til þegar ég var í háskólanámi. Ég heiti Sigríður Etna og það var strákur með mér í náminu sem heitir Hjalti Enok. Vinkona mín sagði að ef hún myndi eignast tvíbura þá ættu þeir að heita Etna og Enok. Ég fór svo að hugsa söguhetjur og ákvað að hafa þá tvíbura með þessum nöfnum.“ Sigríður Etna segir að fyrri bókin sé með einfaldari texta sem væri bæði auðveldur fyrir foreldra að lesa fyrir börnin sín og einnig fyrir börn sem eru að byrja að lesa. Nýja bókin er hins vegar með helmingi meiri texta og þar er m.a. að finna samtöl á milli Etnu og Enoks. Etna og Enok hitta jólasveinana var kynnt í útgáfuhófi á fjörugum föstudegi í Grindavík í síðustu viku. „Þetta er hugmynd sem ég fékk frá sjálfri mér. Ég vildi sem barn hitta jólasveinana. Bókin spannar öll íslensku jólin. Etna og Enok setja skóinn út í glugga og í hverri opnu mætir nýr jólasveinn til leiks og undir lokin komast systk-
inin í Grýluhellinn og hitta þar alla jólasveinana, jólaköttinn og Grýlu og Leppalúða. Þá er fjallað um bæði aðfangadag og þrettándann. Þetta er ekki bara saga. Bókin er mikið myndskreytt og þú hefur átt í samstarfi við listakonu sem hefur heldur betur skreytt bókina. „Já, ég er með ansi færa listakonu, Freydísi Kristjánsdóttur. Foreldrar okkar eru systkini og hún hefur unnið í mörg ár við að myndskreyta bækur. Ef það eru bækur með myndum eftir hana, þá laðast ég að þeim og myndunum hennar, því hún er ótrúlega fær.“ Spurð fyrir hvaða aldursskeið bækurnar séu, segir Sigríður Etna að þar sem báðar bækurnar séu vel myndskreyttar þá sé auðvelt að tala út frá myndunum og því geti bækurnar hentað börnum frá tveggja ára aldri og jafnvel alveg til átta eða níu ára. Hún segir ömmur og afa hafa verið dugleg að kaupa báðar bækurnar til að lesa fyrir barnabörnin. Sigríður Etna segist glöð með viðtökurnar sem bækurnar hafi fengið og spurð hvort framhald verið á, þá svarar hún játandi. Etna og Enok komi þó ekki á næsta ári, því þá sé hins vegar væntanleg barnabók á öðrum nótum sem gerist hér suður með sjó.
VIÐTAL
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Tinder.
Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
Ein opna úr nýjustu bókinni um Etnu og Enok sem hitta jólasveinana.
SVARTUR .. FOSTUDAGUR .
KÆLISKÁPAR
20%
30%
kr. afsl.
VERÐ
POTTAR OG PÖNNUR
SAHW-M460/XE
SOUNDBAR ÁÐUR 59.900,NÚ 39.953,-
VERÐ
65’’
30%
30%
SAQE65Q70RATXXC
VERÐ
Q70
ÁÐUR 229.900,NÚ 159.781,-
RYKSUGUR
110.000 ÁÐUR 359.900,NÚ 249.900,-
65’’
ÁÐUR 169.900,NÚ 123.405,-
SARB3VRS100WW/EE
OFN
944 188 169
25%
SARB3VRS100SA/EE
HELLUBORÐ
55’’
30%
VERÐ
VERÐ
VERÐ
949 597 378
25%
STÁL ÁÐUR 104.900,HVÍTUR NÚ 73.430,ÁÐUR 99.900,NÚ 69.930,-
SAUE55RU7445UXXC
29.november
EKKI MISSA AF STÆRSTU TILBOÐSVEISLU ÁRSINS ! FYRIR HEIMILIN Í LANDINU FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Skoðaðu okkar á efur nýr vúrvalið nýr vefur
Netverslun Netverslun
Opnunartímar: Opnunartímar: Virka daga kl. kl. 11-18. Virka daga 10-18 Laugardaga kl. kl. 11-15. Laugardaga 11-15 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
ormsson ormsson SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535 LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
*SENDUM UM LAND ALLT
ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
Greiðslukjör Greiðslukjör Vaxtalaust Vaxtalaust allt12 aðmánuði 12 mánuði í alltí að
OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
VIÐTAL
Handverksfólk
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
– í gömlu dráttarbrautinni
Duus handverk er félag utan um handverksfólk á Suðurnesjum. Gerður Sigurðardóttir er bæði formaður og gjaldkeri félagsins. Hún er jafnframt ein af listafólkinu sem er að skapa og búa til fallega muni í handverkshúsi félagsins og staðsett er í gömlu vélsmiðju dráttarbrautarinnar, hjá Duus-húsunum í Reykjanesbæ. Þar er opið alla daga og hægt að hafa samband utan opnunartíma.
Verslun í gömlu vélsmiðjunni
„Við urðum til í maí 2018 eftir að við fluttum úr Pakkhúsinu á Hafnargötunni, húsnæði sem bærinn á og fórum hingað í þetta húsnæði sem bærinn á einnig. Ég fór í það að athuga hvort þeir ættu ekki laust húsnæði handa okkur eftir að við misstum hitt húsnæðið og fengum þá þetta sem varð að vísu að lagfæra áður en við gátum notað það. Þetta er svakafínt og hér fer vel um okkur. Félagsmenn sem selja hér eru í kringum tuttugu talsins og fyrirkomulagið er þannig að þú borgar einn dag á mánuði í vinnu í versluninni fyrir eitt borð með handverki frá þér. Svo borgarðu 15% af því sem þú selur og einnig árgjald í félagið. Þetta gengur bara mjög vel og við erum opin fyrir fleiri félagsmönnum sem vilja selja hér, það er laust fyrir kannski tvo í viðbót. Ef einhver vill ganga í félagið þá er það velkomið,“ segir Gerður.
Afsláttardagar í desember
„Við teljum okkur vera ódýrastu svona verslunina á landinu og erum sanngjörn þegar við verðleggjum handverkið okkar. Hugmyndin er sú að fólk hafi nóg fyrir efniskaupum, þú færð aldrei borgað fyrir tímann sem þú leggur í verkið en fólki finnst gaman að skapa og svo er það félagsskapurinn sem er skemmtilegur. Við fáum bæði Íslendinga og ferðamenn hingað inn í verslun okkar en traffíkin kemur í bylgjum. Margir halda að við séum ennþá í Pakkhúsinu eða að við höfum hætt starfsemi en það er ekki svo, við bara fluttum okkur hingað niður við Duus-húsin. Við erum í jólaskapi frá 1. desember til jóla og veitum 15% afslátt af öllum vörum. Ef þú vilt kaupa einstaka jólagjöf þá fæst hún hjá okkur því hér er aðeins eitt til af hverju, enginn hlutur nákvæmlega eins,“ segir Gerður og býður öllum að koma og skoða úrvalið.
Nýjar sýningar í Duus Safnahúsum
Nokkrar nýjar sýningar hafa verið opnaðar í Duus Safnahúsum. Fyrsta ber að nefna „ÁGÚSTMYNDIR SEPTEMBERMANNA - Myndir úr safni Braga Guðlaugssonar“. Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu á verkum úr safni ástríðusafnarans Braga Guðlaugssonar. Á sýningunni verða verk eftir þrettán íslenska listamenn sem endurspegla mikið umbrotaskeið íslenskrar myndlistar, verkin sem kynslóð eftirstríðsáranna gerði í aðdraganda myndlistarbyltingarinnar sem kennd er við Septembersýningarnar 1947–1952. „FÖR“ er sýning á verkum unnin með blandaðri tækni og einþrykk eftir Elvu Hreiðarsdóttur en sýningin er í Bíósal Duus Safnahúsa..
Sýningin „PERSÓNULEGAR SÖGUR“ er unnin af listakonunni Venu Naskrecka og Adam Calicki í tilefni pólskrar menningarhátíðar sem fram fór í Reykjanesbæ á dögunum. Sýningin fjallar um með hvaða hætti persónuleg tengsl geta myndast á milli fólks af ólíkum uppruna. Vena og Adam eiga það sameiginlegt að vera bæði frá Póllandi og að búa nú í Reykjanesbæ. Að lokum má nefna að Jana Birta Björnsdóttir sýnir verk sem ætlað er að vekja athygli á fjölbreytileikanum í mannlegu samfélagi með því að sýna notkun hjálpartækja í jákvæðu samhengi. Sýningarsalir Duus Safnahúsa eru opnir alla daga frá kl. 12 til 17.
VIÐ HITTUM NOKKRA FÉLAGSMENN OG SPURÐUM ÞÁ ÚT Í HANDVERKIÐ SEM ÞEIR ERU AÐ SKAPA
Ása Björg Ingimarsdóttir:
Vill færa fólki yl og kærleika með sköpun sinni
„Ég er búin að vera að skapa síðan ég var krakki. Ég er alin upp í Skagafirði en flutti hingað suður árið 2013 með manninum mínum sem fór í nám í Keili og eigum við þrjú börn. Ég lærði kvikmyndagerð á sínum tíma en lenti í slysi sem gerði það að verkum að ég varð að taka mér hlé frá þeim störfum. Hér er ég með mjög fjölbreytilegt borð og skapa allskonar. Ég er að hekla, búa til leikföng sem börn geta sett upp í sig. Bý til draumafangara og er nýfarin að búa til kristallaskart og fleira. Þegar ég er að skapa þá hugsa ég einnig um að senda áfram kærleika og knús, ég vil færa yl og kærleika til þeirra sem eignast það sem ég bý til.“
Petrína Sigurðardóttir:
Býr til fjölskyldumyndir úr steinum
„Ég fer út í náttúruna og tíni steina sem ég bý til fjölskyldumyndir úr og allskonar myndir. Ég er sjúk í steina og hef alltaf haft þörf fyrir að skapa, alveg síðan ég var ung. Ég prjóna einnig og sauma. Ég er einnig að endurnýta slípað gler sem ég finn í fjörunni og bý til myndir úr því, allskonar fígúrur. Skjeljar og fleira nota ég úr fjöruferðum mínum.“
Gerður Sigurðardóttir:
Maja Guðbrandsdóttir og Sveinbjörn Dýrmundsson:
„Ég er með hekluð ljós og er einnig að fleyta í myndlist, nota þar aðeins öðruvísi tækni en almennt er gert. Ég er mikil heklukona og var að sýna á Facebook það sem ég var að búa til, þá hafði kona samband við mig og bað mig um að búa til ljósaseríukúlu og þannig byrjaði þetta. Facebook opnaði fyrir fleiri tækifæri, fólk sá það sem ég var að búa til og pöntunum fjölgaði. Ég er að búa til loftljós einnig. Þegar ég skapa þá vil ég gefa fólki ljós í tilveruna, það er hugsun mín.“
„Við hjónin erum að skapa undir ARTWEST en við fluttum í Garðinn árið 2016 frá Súðavík. Íslenskt, handunnið og þjóðlegt er það sem við viljum skapa. Við byrjuðum í handverki á Vestfjörðum fyrir þrjátíu árum og erum að vinna með hraun, skart, tréverk og myndlist. Við teiknum öll form sjálf. Ég kenndi myndlist og Sveinbjörn var smíðakennari, við erum bæði komin á eftirlaun og höfum gaman af að skapa og gerum það saman.“
Vil gefa ljós í tilveruna
Íslenskt og þjóðlegt handverk
R U T SVAR
R U G A D FÖSTU A Ó M S S Í KRO
FJÖLDI TILBOÐA Í VERSLUNUM!
10
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
HVATNINGIN
Ertu svona upptekin(n)? „Ég hef bara engan tíma fyrir ræktina!“
Þetta er ein algengasta afsökun sem er á afsökunarlistanum hjá þeim sem hafa ekki tíma fyrir heilsuna og eru þær ansi margar sem fólk notar til þess að réttlæta það fyrir sér að geta ekki æft. Það er svo auðvelt að finna tíma. Til dæmis með því að vakna fyrr á morgnana ertu strax búin(n) að græða tíma sem þú ættir að geta nýtt í ræktina. En þá ertu líklega með aðra afsökun um að þú getir bara ekki æft svona snemma. Annar vinkill á þetta er að skrá niður hvað þú ert að eyða miklum tíma í sumar athafnir. Skráðu niður tímann sem fer í sjónvarpsáhorf og facebook notkunina! Ég efast ekki um að þú getir skorið niður tímann af þessu hvoru tveggja og náð 30 mínútum eða jafnvel klukkutíma sem þú getur nýtt í ræktina og trúðu mér þú missir ekki af neinu þótt þú sleppir einni klst frá þessum tímaþjófum. Settu þig í fyrsta sæti og ekki missa tökin á heilsunni. Og eitt að lokum þar sem það styttist nú í jólin; Skíttmeða hvað þú borðar á milli jóla og nýárs! Það skiptir máli hvað þú borðar á milli nýárs og jóla!
Njótum, æfum og hreyfum okkur! Bestu kveðjur, Gunnar Einarsson, Einkaþjálfari, Sporthúsið Reykjanesbæ. Styrktarþjálfari A landslið karla hjá KKÍ - Körfuknattleikssambandi Íslands.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Fjölmenni á fjörugum föstudegi í Grindavík Það var líf og fjör í Grindavík síðasta föstudag þegar haldinn var fjörugur föstudagur við Hafnargötuna í Grindavík. Þar er fjöldi fyrirtækja og þjónustuaðila sem gerðu bæjarbúum og gestum glaðan dag. Þetta er í áttunda sinn sem haldinn er Fjörugur föstudagur í Grindavík. Eins og mörg undanfarin ár bauð Þorbjörn hf. upp á fisk og franskar en í tilefni dagsins komu til landsins færustu Fish’n’chips-kokkarnir frá Fishnchickn og Churchill’s í London en þessir veitingastaðir eru stærstu kaupendur á þorskflökum frá Þorbirni þegar kemur að þessum þjóðarrétti Breta. Kvikan iðaði einnig af mannlífi. Þar var skemmtilegur jólamarkaður og
Páls saga Jónssonar GK Eitthvað fór lítið fyrir pistlinum í síðasta blaði Víkurfrétta þótt að ég hafi setið við skriftir fyrir um viku síðan. Það voru þó nokkrir sem höfðu samband og spurðu út í hvar hann væri. Pistillinn fór reyndar ekki í blaðið heldur fór inn á vefinn vf.is.
AFLA
FRÉTTIR
Tíminn líður og það styttist óðfluga til mánaðamóta og þar af leiðandi líður að því að síðasti mánuðurinn á þessu herrans ári 2019 líti dagsins ljós. Þetta þýðir líka að þá loksins fara bátarnir, sem hafa verið fyrir norðan og austan land, að koma suður og þá helst til Grindavíkur. Stóru línubátarnir þaðan hafa allir verið að veiðum fyrir austan og norðan land og hafa ekkert verið að landa í Grindavík í haust nema að nokkrum túrum undanskildum. Nóvember er reyndar búinn að vera mjög góður aflamánuður hjá línubátunum og hafa Grindavíkurbátarnir allir komið með fullfermi í land. Sighvatur GK hefur mest komið með 139 tonn. Páll Jónsson GK 111 tonn, Hrafn GK 112 tonn, Fjölnir GK 132 tonn, Jóhanna Gísladóttir GK 120 tonn, Sturla GK 122 tonn, Kristín GK 106 tonn og Valdimar GK 86 tonn. Talandi um Pál Jónsson GK, þá líður nú að því að núverandi Páll Jónsson GK hætti í útgerð því að glænýr Páll Jónsson GK, sem hefur verið í smíðum í Póllandi, er svo til að verða klár og búist við að hann komi til landsins snemma á næsta ári. Nýi báturinn er 42,36 metrar á lengd eða tveimur metrum lengri en núverandi Páll Jónsson GK og mælist 964 brúttótonn á meðan sá gamli mælist 402 brúttótonn. Munar þarna miklu um að nýi Páll Jónsson GK er breiðari en sá gamli og að auki er nýi báturinn hærri. Gamli Páll Jónsson GK var smíðaður í Þýskalandi árið 1967 og hét fyrst Örfirisey RE. Undir því nafni var báturinn mjög atkvæðamikill á loðnuveiðum og náði því að verða aflahæstur nokkrar loðnuvertíðir undir þessu nafni, Örfirisey RE.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Báturinn var seldur árið 1972 til Akraness og fékk þar nafnið Rauðsey AK og með því nafni var báturinn alveg til ársins 1993 eða í 21 ár. Undir nafninu Rauðsey AK stundaði báturinn mjög mikið loðnuveiðar og var bátnum þá breytt í þá veru sem hann er í dag. Það er að segja að hann var lengdur, byggt yfir hann og ný brú sett á bátinn sem var mun hærri en sú gamla. Báturinn var í Húsavík frá 1993 til 1996 og hét þar Björg Jónsdóttir ÞH. Hann var Arnþór EA frá 1996 til 1999 þegar að hann var seldur til Djúpavogs og fékk þar nafnið Goðatindur SU 57. Hann var með því nafni í tvö ár þangað til Vísir ehf keypti bátinn árið 2001 og fékk þá nafnið Páll Jónsson GK. Báturinn reri ekkert árið 2001 því þá var endalega verið að breyta honum í línubát en fram að þeim tíma hafði báturinn verið með búnað um borð til þess að stunda nótaveiðar, bæði á síld og loðnu. Þess má geta að fullfermi var hjá bátnum, þegar hann stundaði loðnuveiðar eftir breytingar og þegar hann hét Rauðsey AK, var um 620 tonn. Tonnin sem Páll Jónsson GK hefur landað í gegnum þessi 52 ár eru orðin mjög mörg. Ekki hef ég tekið það saman hvað það er mikið enda er nokkuð verkefni að reikna það út. Örlög bátsins verða líklegast þau sömu og örlög annarra báta sem hafa lokið hlutverki sínu hér við land, að fara í síðustu siglingu sína yfir hafið í brotajárn erlendis.
Sigríður Etna kynnti þar nýjustu bók sína, Etna og Enok hitta jólasveinana. Við innganginn voru svo ristaðar möndlur í boði Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Á trésmíðaverkstæði Grindarinnar gat unga fólkið tekið þátt í að útbúa jólaskraut eins og undanfarin ár og í verslunum og fyrirtækjum voru tilboð í tilefni dagsins. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af nokkrum myndum í fjörinu í Grindavík.
Þú mátt ekki miss af þessu!a
SVARTUR FÖSTUDAGUR
30% afsláttur 25% afsláttur Málning
20% afsláttur
Jólaseríur og jólaskraut • Lemax Matar- og kaffistell • Glös • Luktir & kósývara • Búsáhöld • Pottar & pönnur • Leikföng • Barnabílstólar Mottur & dreglar • Föndurvörur Járnhillur • Háþrýstidælur • Allur Dovre Ullarnærfatnaður
Gæludýrafóður • Harðparket • Baðinnréttingar Skil rafmagnsverkfæri • Blá Bosch verkfærasett Allar Cat vörur • Bílafylgihlutir • Hreinsivörur
BOSCH, Einhell og Ryobi rafmagnsverkfæri
25-40% afsláttur
Valdar Snickers vörur
25-70% afsláttur
...og margt margt fleira
Opið til 21 á fimmudag Vöfflur með rjóma og kaffi
Tilboðsverð
Nýtt í BYKO
Rafmagnshlaupahjól
100stk í boði
41036746
XZ1200
29.995 Almennt verð: 39.995
www.byko.is Auðvelt að versla á netinu á byko.is
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 2. desember eða á meðan birgðir endast.
frá fimmtudegi til mánudags!
12
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
Búningsklefar voru endurnýjaðir. Myndir/Ozzo.
Ari og Eva í nýju spa aðstöðunni. VF-mynd/pket.
Hermannaskáparnir fengu að fjúka
„Við þurfum sífellt að vera á tánum og það er gaman að klára svona nýjung sem færir þjónustustig okkar enn hærra,“ segja þau Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir, eigendur Sporthússins í Reykjanesbæ en í síðustu viku opnuðu þau formlega glæsilega spa og búningsaðstöðu í húsinu. „Þetta var búið að vera nokkuð lengi á teikniborðinu og framkvæmdirnar tóku um eitt ár þannig að þetta tók verulega á, ekki síst þar sem við höfum haft starfsemina opna allan tímann og það er ekki auðvelt að láta þetta smella saman því opnunartíminn er langur. En það hafðist og við viljum líka þakka viðskiptavinum fyrir skilninginn og þolinmæðina,“ sagði Eva Lind og Ari bætir því við að nú sé stöðin orðin „alvöru“ því góð spa aðstaða sé eitthvað sem fólk sækir í. Hermannaskáparnir fjarlægðir
Húsnæði Sporthússins var á tímum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli íþróttahús Varnarliðsmanna og margir Suðurnesjamenn kepptu þar t.d. í körfubolta og í sundi. Nú fengu gömlu „hermannaskáparnir“ sem voru í búningsklefunum að fjúka en fyrir tveimur árum var steypt upp í gömlu sundlaugina í húsinu og gerður inni sparkvöllur sem er mikið stundaður. Í þessum framkvæmdum sem nú voru að klárast voru búningsklefar endurnýjaðir, þar voru settir nýir fataskápar og bað- og sturtuaðstaða ásamt nýrri salernisaðstöðu. Þá eru komnir pottar, heitur og kaldur og tvær gerðir af gufubaði. Keflvíski arkitektinn Jón Stefán Einarsson hjá JeES arkitektum hannaði þessar breytingar sem þykja hafa tekist mjög vel.
Breyta gömlum hugsunarhætti
Hjónin eru afar stolt af nýja spa svæðinu en með búningsklefum og sameiginlegu svæði telur það um 500 fermetra. Jón Stefán arkitekt segist mjög ánægður með hvernig til hefur tekist. „Verkefnið var að endurnýja búningsklefa og hanna nýtt baðsvæði með
baðlaug, köldum pott, þurrsaunu og eimbaði í beinum tengslum við búningsklefa. Áhersla var lögð á notandann, að honum líði vel í þægilegu umhverfi. Unnið var með hlýja liti, lágstemmda lýsingu, hljóðvist og náttúrulegar efnisáferðir eins og rustic eik og steinflísar. Með þessu er verið að breyta gömlum hugsunarhætti um að slík rými verði að vera stofnanaleg, heldur mega þau vera persónuleg, rétt eins og baðherbergið heima fyrir,“ segir Jón Stefán.
Hugarfarsbreyting
Ari og Eva Lind segja að frá því að Sporthúsið opnaði í Reykjanesbæ fyrir tæpum sjö árum hafi strax orðið mikil hugarfarsbreyting hjá íbúum svæðisins sem hafi verið fljótir að tileinka sér það sem Sporthúsið hafi upp á að bjóða. Vöxturinn hafi verið
mikill fyrstu árin og fylgir nú vexti samfélagsins en Sporthúsið er vel sótt af íbúum allra sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Það hefur almennt orðið mikil hugarfarsbreyting síðustu ár og margir farnir að stunda holla og góða líkamsrækt, sem er stórt lýðheilsumál. Það fannst mörgum við vera köld að þora í þetta verkefni þegar við hófum þetta haustið 2012. Við höfum sýnt okkur sjálfum og fleirum að það var svo sannarlega þörf á þessu og nú stöndum við með fullbúna stöð með flestu sem þarf í líkamsræktarstöð sem er opinn alla daga vikunnar frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld.“
sem stór tækjasalur er í boði fyrir þá sem vilja stunda æfingar sjálfir eða undir handleiðslu einkaþjálfara sem eru all nokkrir. Þá er að auki fjöldi námskeiða sem stöðin býður upp á, en þau stærstu og vinsælustu eru Superform, Þittform og Crossfit. Suðurnesin eru stórt vaktavinnusvæði og ber tímatafla stöðvarinnar þess merki. Þá hafa hópar úr heilsueflingu Janusar 65+ einnig æft í Sporthúsinu. Útlendingar sem koma til starfa í loft-
Jón Stefán arkitekt og Ari. rýmisgæslu NATO hafa einnig verið duglegir að sækja stöðina. „Það er gott að geta pústað aðeins eftir þetta stóra verkefni. Við sjáum svo til hvað við þurfum að gera næst,“ segir Ari og glottir. Aðaláherslan verður samt áfram að sinna okkar góðu viðskiptavinum vel, jafnt ungum foreldrum sem koma hingað með börnin og nýta sér barnagæslu á staðnum og elstu Suðurnesjamönnunum sem hingað koma en þeir eru á níræðisaldri,“ sögðu þau Ari og Eva.
Fjörutíu hópatímar og fjöldi námskeiða
Í Sporthúsinu eru um fjörutíu hópatímar í boði í hverri viku auk þess
„Það hefur almennt orðið mikil hugarfarsbreyting síðustu ár og margir farnir að stunda holla og góða líkamsrækt, sem er stórt lýðheilsumál. Það fannst mörgum við vera köld að þora í þetta verkefni þegar við hófum þetta haustið 2012.“
Fjöldi fólks, starfsmenn, viðskiptavinir og iðnaðarmenn fögnuðu með Ara og Evu um síðustu helgi. Fleiri myndir á vf.is og viðtal í Suðurnesjamagasíni.
Tvær nýjar gufur, heitur og kaldur pottur og glæsileg baðaðstaða í búningsklefum.
Stórglæsilegar íbúðir, parhús og einbýlishús í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ.
SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 1. DESEMBER MILLI 13:30 OG 14:30
Sölusýning í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ á fullbúnum íbúðum með sérinngangi, parhúsum og einbýlishúsum. Vandaðar innréttingar og tæki. Glæsileg hönnun. • 4ra herbergja íbúðir með sérinngangi, 111 fm. til 147 fm. • Parhús með innbyggðum bílskúr, 204 fm. Afhent fullkláruð án gólfefna.
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
• Einbýlishús með innbyggðum bílskúr, 230 fm. til 250 fm. Afhent fullkláruð án gólfefna eða tilbúið til innréttinga og frágengið að utan.
Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars.
Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar í síma 845-0425 eða edda@fjarfesting.is
FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF
Sími 562 4250 fjarfesting.is
• Borgartúni 31 • 105 Reykjavík • E-mail: edda@fjarfesting.is
Edda Svavarsdóttir Löggiltur fasteignasali GSM: 845 0425
14
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
TJÓNASKOÐUN BÍLAMÁLUN OG RÉTTINGAR BÍLRÚÐUSKIPTI/VIÐGERÐIR INNSTILLING Á ÖRYGGISBÚNAÐI MYNDAVÉL OG FJARLÆGÐARRADAR
Bolafæti 3 – Njarðvík Sími 421 4117 bilbot@simnet.is
Fjöldi fólks á ljóðakaffi í Vogum
Úrbætur vegna loftgæða Úttekt vegna loftgæða og hugsanlegra raka- og mygluskemmda í Myllubakkaskóla sýnir skemmdir á afmörkuðum svæðum innan veggja skólans. Að mati sérfræðinga Mannvits eiga skemmdirnar ekki að þurfa að hafa áhrif á kennslu eða annað starf innan skólans, enda hafi verið gripið til fullnægjandi ráðstafanna. Framkvæmdaráætlun úrbóta liggur fyrir og mun sú vinna hefjast strax sem og vinna við fyrirbyggjandi aðgerðir. Þetta kemur fram á vef Reykjanesbæjar. Síðastliðið haust ákvað Reykjanesbær að fara í úttekt á skólamannvirkjum sem fyrirbyggjandi aðgerð, sem og til forgangsröðunar viðhalds vegna loftgæða grunnskóla. Verkfræðistofan Mannvit hefur víðtæka reynslu af slíkum úttektum húsnæðis og var fengin til verksins. Vísbendingar um örveruvöxt sem líklegast er að komi frá rakaskemmdum fundust á afmörkuðum svæðum innan veggja skólans. Sérfræðingar Mannvits töldu að grípa þyrfti til ráðstafana og eru þær þegar hafnar, en að þeim uppfylltum eigi skemmdirnar ekki að þurfa að hafa áhrif á kennslu eða annað starf innan skólans.
Starfsmenn Mannvits fóru um byggingarnar í fylgd starfsmanna skólans og fengu upplýsingar um hvar rakaskemmdir höfðu orðið og hvar starfsmenn hafa fundið fyrir vanlíðan. Mannvit beindi aðallega sjónum að þeim stöðum sem ábendingar höfðu komið fram um, en einnig voru aðrir hlutar skólans skoðaðir og tekin sýni víða í húsnæðinu. Vísbendingar um örveruvöxt sem líklegast er að komi frá rakaskemmdum fundust á afmörkuðum svæðum innan veggja skólans. Mestu vísbendingarnar fundust í tveimur stofum, textílstofu og stofu 15 og farið verður í að laga þær stofur strax ásamt íþróttahúsi og myndlistarstofu sem þurfa einnig lagfæringar við. Umrædd svæði verða tekin úr notkun á meðan viðgerðir standa yfir. Þegar viðgerðum á skemmdum verður lokið, verður strax ráðist í víðtækar hreingerningar á húsnæðinu og a því loknu verður sýnataka fljótlega endurtekin. Reykjanesbær er að hefja framkvæmdir á þeim svæðum sem báru ummerki um örveruvöxt og verður lögð áhersla á að klára allar viðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir sem fyrst.
Íbúar við Hamradal taka upp nágrannavörslu Nágrannavörslu hefur verið komið upp við Hamradal í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annar og fylgjast með híbýlum þegar nágrannar eru að heiman. Reykjanesbær tók formlega upp nágrannavörslu árið 2008 en verkefnið er samstarfsverkefni umhverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Dóra Steinunn Jóhannsdóttir, starfsmaður umhverfissviðs, afhenti íbúum við Hamradal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var einnig komið fyrir á staurum við götuna. Íbúar og nágrannar í Reykjanesbæ sem vilja taka upp formlega nágrannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Reykjanesbæ í síma 421 6700 eða á netfangið dora.s.johannsdottir@ reykjanesbaer.is. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með nágrannavörslu.
Það var fullt út að dyrum á ljóðakaffi í Álfagerði í Vogunum síðastliðin sunnudag þegar skáldin Eygló Jónsdóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir og Anton Helgi Jónsson lásu úr verkum sínum. Hildur Kristín Thorstensen var kynnir og las einni nokkur ljóð fyrir gesti og hinn sjö ára Óli Hrafn Hlíðar Eyrúnarson lét heldur ekki sitt eftir liggja og deildi með gestum myndskreyttri sögu eftir sig. Það var mikil stemmning meðal gesta og óhætt að segja að viðburðurinn hafi heppnast vel. Menningarfulltrúi Voga- og Vatnsleysustrandar, Daníel Arason, bauð upp á kaffi og veitingar og vakti það mikla lukku. Eygló Jónsdóttir rithöfundur átti frumkvæði að ljóðakaffinu en hún býr í Vogunum og var einmitt valin
til að vera fyrsta skáldið í verkefninu Skáldaskápur sem opnaði á bókasafni Reykjanesbæjar á degi íslenskrar
tungu og er ætlað að kynna ljóðlist á Suðurnesjum. Það er Gunnhildur Þórðardóttir frá Reykjanesbæ sem á frumkvæðið að því verkefni. Gunnhildur var sjálf í fyrsta sæti í ljóðasamkeppni Ljósanætur nú á dögunum og Eyrún Ósk Jónsdóttir í þriðja sæti í sömu keppni. Það er ljóst að það er mikill áhugi á ljóðinu á Suðurnesjum og gróska í ljóðlistinni.
hafnargötu 29 / sími 421 8585
r u g a d u t s ö f r u t r a v S
20%
m skóm u l l ö f a r afsláttu nn 29. nóv. i föstudag
Nágrannar við Hamradal sem tóku við upplýsingum um nágrannavörslu.
opið frá kl 8 til 20 heitt á könnunni
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
Auðlindanýting og ábyrgð Sjávarútvegurinn er burðarás í íslensku efnahagslífi. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki kaupa árlega afurðir af íslenskum tækni- og þjónustufyrirtækjum fyrir milljarða króna. Sjávarútvegurinn er mikilvægur mörgum samfélögum á landsbyggðinni. Um 79% atvinnutekna í fiskveiðum og vinnslu kemur frá launafólki á landsbyggðinni. Ég hef lagt áherslu á þetta í mínum málflutningi á Alþingi. Ég hef auk þess talað fyrir því að stjórnvöld tryggi góð rekstrarskilyrði greinarinnar og horfi ekki framhjá þeim miklu útflutningshagsmunum sem eru í sjávarútvegi. Um veiðigjaldið hef ég sagt að það þurfi að vera sjálfbært til framtíðar. Það megi ekki koma í veg fyrir eðlilegar fjárfestingar í greininni og taka ætti til skoðunar að hluti þess rynni til uppbyggingar í heimabyggð, þeirra fyrirtækja sem greiða gjaldið. Umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks um meinta viðskiptahætti Samherja með veiðiheimildir í Namibíu setti mig hljóðan.
Samherjamálið álitshnekkir
Samherjamálið svokallaða er áfall fyrir íslenskt atvinnulíf. Það er einnig áfall fyrir litla þjóð í Norður-Atlandshafi sem á mikið undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Í viðskiptum sem öðru skiptir orðsporið miklu. Málið vekur upp margar spurningar, sem meðal annars lúta að ráðstöfun arðsins af okkar mikilvægustu auðlind, fiskinum í sjónum. Aflaheimildir eru verðmæti sem ganga kaupum og sölum. Ríkissjóður fær afgjald af nýtingu auðlindarinnar í formi veiðigjalds. Í greinargerð með lögunum um veiðigjald nr. 145 frá 2018 er rætt um sanngjarnt veiðigjald, en lögin voru sett í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hugtakið sanngjarnt kemur óneitanlega upp í hugann nú þegar sjávarútvegsfyrirtækið Samherji hefur orðið uppvíst að meintum mútugreiðslum við kaup á veiðiheimildum í Afríku. Ein af þeim spurningum sem vakna, eftir umfjöllunina, er hvort ríkissjóður fái eftir allt saman sanngjarna hlutdeild af sjávarauðlindinni okkar. Það er að minnsta kosti ljóst að stórt íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki var
reiðubúið að greiða mun hærra verð fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni við strendur Namibíu heldur en greiða þarf í íslenskri lögsögu og beita meintum ólöglegum viðskiptaháttum til þess að komast yfir veiðiheimildir. Samherjamálið verður að rannsaka til hlítar. Staðreyndir málsins verða að koma sem fyrst upp á yfirborðið, frá réttum og þar til bærum aðilum.
Samfélagsleg ábyrgð og siðaðir viðskiptahættir
Íslendingar eru fiskveiðiþjóð sem hefur orðið fyrir álitshnekki vegna þessa máls, framhjá því verður ekki litið. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að lágmarka skaðann með ábyrgum aðgerðum og málflutningi, hér heima og erlendis. Fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fylgir sú sjálfsagða krafa að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð og siðaða viðskiptahætti ásamt virðingu fyrir lögum og mannréttindum.
15
Spurning vikunnar: Ætlarðu að baka fyrir jól?
Arent Garðarsson: „Já, mamma á eftir að plana hvaða smákökur verða bakaðar. Piparkökur eru mitt uppáhald.“
Eydís Ármannsdóttir: „Já, ég ætla að baka m&m smákökur og rúsínu smákökurnar hennar mömmu. Ég baka svona tvær sortir en byrja ekki strax.“
Robert Nowak: „Kannski ef systur minni langar að baka en hún er átta ára og þá hjálpa ég líka til. Mamma á eftir að ákveða hvað verður bakað.“
Silja Ýr Markúsdóttir: „Já, eitthvað. Við gerum engiferkökur, ég og sonurinn, einhverjar þrjár tegundir af smákökum. Ætli ég byrji ekki um helgina.“
Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum
Eldhugar í Hörpu Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum, ætlar að taka þátt í verkefninu Eldhugar, sem mun syngja í Eldborgarsal Hörpunnar 1. desember kl. 16.00. Eldhugar eru 300 manna blandaður kór úr átta kórum eldri borgara af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Hugmyndina að tónleikunum á Garðar Cortes sem einnig stjórnar kórnum. Píanóleikari er Sigurður Helgi Oddsson. Landssamband blandaðra kóra skipuleggur tónleikana. Kórinn mun flytja glæsileg, íslensk kórverk og elskuð lög sem hafa fylgt
íslenskri kóramenningu um áratuga skeið. Einnig verða nokkur jólalög á efnisskránni og fjöldasöngur með öllum áheyrendum. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sinnar tegundar og óhætt að mæla með því að taka þátt í þessum viðburði. Frjálst sætaval er í sal og á fyrstu svölum. Eldey mun syngja fjögur lög í svokölluðu Hörpuhorni kl. 15.00. Kæru íbúar á Suðurnesjum, er ekki tilvalið að fá sér rúnt í Reykjavík og koma við í Hörpunni og hlusta á þessa eldhressu kóra syngja? Þið getið keypt miða beint hjá harpa.is eða haft samband við Soffíu, formann
Eldeyjar, miðvikudag og fimmtudag, sími 844-1233. Miðaverð er 3.000 kr. Þrír kórar syngja í Hörpuhorni. Hörpukórinn, kl. 14.50, Eldey úr Keflavík kl. 15.00 og Kór eldri borgara Reykjavík kl. 15.15. Tónleikar í Eldborg hefjast kl. 16.00. Þeir eru með hléi og verður lokið um kl. 17.45. Vonumst til að sjá sem flesta Suðurnesjabúa í Hörpunni 1. desember næstkomandi. Kórfélagar í Eldey, kór eldri borgara á Suðurnesjum.
Birgir Þórarinsson Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar
Íbúar í álögum – Báknið vex Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2020. Það sem vekur mesta athygli við áherslur meirihluta bæjarstjórnar; Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknar er mikil hækkun til stjórnsýslusviðs bæjarins. Hækkunin er upp á 40 milljónir króna milli ára og er rekstur þess nú komin í 84 milljónir á ári. Laun sjö sviðsstjóra eru hækkuð um 8,9% eða 122 þúsund og eru þá orðin 1420 þúsund krónur á mánuði, er það nokkuð vel í lagt. Á sama tíma gerir hið opinbera ráð fyrir því að laun ríkisstarfsmanna, þar með talið stóru kvennastéttanna, hækki ekki umfram 3,8%. Stöðugildum hefur verið fjölgað í stjórnsýslu bæjarins og má þar nefna nýtt starf aðstoðarmanns bæjarstjóra sem kostar 11,4 milljónir á ári, svo dæmi sé tekið. Nefndum er fjölgað og eykst kostnaðurinn vegna þeirra um 14,7 milljónir. Stöðugt er því bætt í embættismannabáknið í Reykjanesbæ með tilheyrandi útgjöldum á sama tíma og álögur á bæjarbúa eru í hæstu hæðum. Innleiðing rafrænnar stjórn-
sýslu kostar fimmtán milljónir króna. Ætla má að það hefði í för með sér sparnað fyrir bæjarfélagið og fækkun stöðugilda á bæjarskrifstofu, en raunin er þó greinilega önnur. Ekkert bólar síðan á stóra kosningaloforði Framsóknar að hækka laun kennara. Fasteignagjöldin eru þau hæstu á landsvísu og eru orðin verulega íþyngjandi fyrir margar fjölskyldur. Nýta hefði átt hluta af rúmlega fjögurra milljarða króna greiðslu sem bæjarsjóður fékk vegna svokallaðs Magma-skuldabréfs til lækkunar á fasteignagjöldum. Reykjanesbær gefur sig út fyrir að vera fjölskylduvænt bæjarfélag, það getur hins vegar tæplega talist fjölskylduvænt að vera með hæstu fasteignagjöldin á landinu, auk þess sem það dregur úr áhuga fólks að flytja í bæjarfélagið. Það á að vera forgangsmál að lækka álögur á bæjarbúa. Það er hins vegar ekki efst á vinsældalista meirihlutans, þess sjást glöggt merki í fjárhagsáætlun. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ.
400 LAUFABRAUÐ SPA Í SPORTHÚSINU ETNA OG ENOK
magasín SUÐURNESJA
FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
16
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
JÓLAMARKAÐUR
Í FYRSTA SINN Í MIÐHÚSUM
Eldri borgarar hafa verið að búa til handverk í allan vetur í félagsstarfinu í Miðhúsum, Sandgerði, Suðurnesjabæ. Næstkomandi laugardag ætla þeir að vera með jólamarkað og selja handverk á sanngjörnu verði.
Laufabrauð eftir uppskrift ömmu Víkurfréttir litu inn í félagsstarfið og hittu að máli Anne Lise Jensen umsjónarmann Miðhúsa.
Við viljum koma fólki í jólaskap
„Við ætlum í fyrsta sinn að vera með jólamarkað í Miðhúsum, álíka markaður og var alltaf í Listatorgi. Eldri borgarar hafa verið að búa til handverk í vetur og nú langar okkur að hafa jólamarkað laugardaginn 30. nóvember frá klukkan 13 til 17. Eldri borgarar fengu gefins svo mikið garn sem þau hafa verið að vinna úr í vetur. Afraksturinn ætlum við að selja og fer ágóðinn í sameiginlegan sjóð. Við viljum hafa gaman og koma fólki í jólaskap á laugardaginn. Það verður jólatónlist, jólastemning og fjör. Kaffihús verður á staðnum, þar
sem við seljum kaffi og með því. Fyrir utan allt handverkið þá verða sörur og góðu kleinurnar okkar til sölu, heilsubrauð, kryddbrauð, harðfiskur og jafnvel reyktur lax. Jólasveinar eru velkomnir sem vilja kaupa ódýrt í skóinn og þeir sem vilja kaupa ódýrar og fallegar jólagjafir. Ef einhvern langar að vera með borð hjá okkur á laugardaginn þá eru tvö laus borð og það kostar ekkert að vera með en betra að hringja í mig í síma 866 8679,“ segir Anne Lise.
Það var heldur betur jólastemmning í Hólshúsi í Sandgerði um nýliðna helgi. Þar var samankomin stórfjölskylda í laufabrauðsgerð en siðurinn hefur haldist fjölskyldunni í næstum fimm áratugi. „Þetta hófst allt á Melbrautinni í Garði þegar við vorum börn,“ segja þær Guðríður S. Brynjarsdóttir og Helga Hrönn Ólafsdóttir en mæður þeirra, Berta og Svana Jakobsdætur og Alla
amma þeirra, sem var ráðskona á Garðvangi í Garði, skáru alltaf út og steiktu laufabrauð í aðdraganda jóla. Laufabrauðsdagurinn varð stærri með hverju árinu eftir því
sem fjölgaði í fjölskyldunni. Berta lést um þetta leyti fyrir tuttugu árum en stórfjölskyldan ákvað að halda í siðinn og hefur síðustu tvo áratugi komið saman í Hólshúsi í Sandgerði. Síðasta laugardag voru þar fjórir ættliðir að skera út laufabrauð. Gerðar voru átta uppskriftir eða um 400 kökur. Helmingurinn er eftir hefðbundinni uppskrift og helmingurinn með kúmeni. Uppskriftin er frá ömmu þeirra, Aðalbjörgu Valentínusdóttur, frá Hömrum í Reykholtsdal. Þær Helga Hrönn og Guðríður, eða Gauja, segja að þegar flest hefur verið þá hafi 50 manns verið að skera út. Laufabrauðsdagurinn sé hálfgert ættarmót í aðdraganda aðventunnar. Þarna komi fólk saman og eigi góðan dag þó svo ekki taki allir þátt í laufabrauðsgerðinni. Allir koma með eitthvað til að hafa með kaffinu og svo borða allir saman um kvöldið. Meðfylgjandi myndir voru teknar í laufabrauðsgerðinni um síðustu helgi. Einnig verður sýnt frá viðburðinum í Suðurnesjamagasíni vikunnar á Hringbraut og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 20:30.
Kirkjugarður Njarðvíkur
Jólalýsing
Byrjað verður að kveikja á jólaljósum í kirkjugarði Njarðvíkur laugardaginn 30. nóvember kl. 13:00 Opnunartímar eru sem hér segir: Laugardagur 30. nóvember frá 13:00 til 16:00 Þriðjudaga 3. og 17. desember frá 17:30 til 19:00 Fimmtudaga 5. og 12. desember frá 17:30 til 19:00 Laugardaga 7, 14. og 21. desember frá 13:00 til 15:00 (Laugardagurinn 21. desember er síðasti opnunardagur ) Nánari upplýsingar veitir Guðmundur í síma 660 3691 á milli 13 og 18 alla virka daga.
Þessi sýndi lauf áhuga en komst abrauðinu ekki nær því en þetta.
Verið velkomin Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir,
KRISTINN GUÐMUNDSSON
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Ásgarði 12, Keflavík,
sem lést þriðjudaginn 19. nóvember, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 5. desember kl.13. Dagmar Kristín Hauksdóttir Anna Guðbjörg Kristinsdóttir Birgir Stefánsson Jón Ingi Kristinsson barnabörn og systkini hins látna.
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
17
Jól í sveitinni Eldeyjarsystur með sælkeramarkað Oddfellowsystur úr Rebekkustúkunni Eldey í Reykjanesbæ verða með sælkeramarkað fimmtudaginn 5. desember kl. 17 á Park Inn hótelinu í Keflavík. Eldeyjarsystur hafa undirbúið markaðinn vel og munu bjóða margt spennandi og skemmtilegt í upphafi aðventu en allur ágóði rennur til góðra málefna.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Hálsakot á aðfangadag. Fjármálasvið – deildarstjóri reikningshalds Stjórnsýslusvið – safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar Fræðslusvið – sálfræðingur Velferðarsvið – starf við liðveislu
Jólin eru heilög hjá mörgum, hefðirnar alltaf eins og engu má breyta. Sama ár eftir ár en þannig verða til hefðir sem fólki finnst ómissandi um hver jól. Svo eru sumir sem vilja prófa eitthvað nýtt eins og hjónin Venný Sigurðardóttir og Elías Kristjánsson sem ákváðu að halda jól í sumarbústaðnum um síðustu jól og fannst það skemmtileg upplifun. „Eftir miklar endurbætur á Hálsakoti, sumarhúsi þar sem móðir mín, Kristín Sveinbjörnsdóttir, bjó í 23 ár eftir að hafa búið í Keflavík í áratugi, ákváðum við fjölskyldan að eyða jólunum þar í fyrra. Bróðir minn, Skúli Sigurðsson, og mágkona mín, Hlíf Matthíasdóttir, sem bjuggu hér í Keflavík til fjölda ára og fluttu austur í gamalt sumarhús sem þau hafa verið að endurgera að hluta en það hús áttu amma mín og afi, það hús er rétt hjá okkar og er kallað Óðalið. Þessi staður heitir Iða II og er rétt við Laugarás í Biskupstungum. Þetta er eiginlega lítið fjölskylduhverfi þar sem bræður mömmu áttu sín hús og eru nú börn þeirra komin með sín hús eða tekin við gömlu húsunum. Þessi staður er yndislegur og frábært að vera í svona nánu og góðu sambandi við frændfólk sitt. En sem sagt þá tókum við þessa ákvörðun að eyða þarna jólunum í fyrra og vorum mætt tveimur dögum fyrir jól í kyrrðina og myrkrið. Hefðbundinn undirbúningur fór í hönd, skreyta litla kotið og setja upp jólaljós úti. Ekkert pláss var fyrir jólatré svo pökkunum var raðað upp á skáp og á gólfið. Við borðum alltaf rjúpur á aðfangadag enda alin upp við það á þessum degi. Í einhver ár var rjúpuskortur og þá fannst okkur jólin ekki koma eins og þau áttu að gera. Á aðfangadagskvöld borðuðum við öll saman, fólkið mitt sem var í sveitinni. Skúli bróðir eldaði rjúpurnar og gerði sósuna, sósan er mjög mikilvæg með þessum mat. Klukkan sex hringdu kirkjuklukkurnar inn jólin í útvarpinu og aðrar kirkjuklukkur ómuðu
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Hjónin. frá Skálholti og við settumst við matarborðið. Þarna sátum við saman og borðuðum þennan himneska mat á þessum yndislega stað, þaðan sem við eigum öll svo margar góðar minningar. Því miður komst mamma ekki þar sem hún var orðin alveg rúmföst. Á jóladag bættist svo Mási bróðir og fjölskylda í hópinn og við fórum öll í heimsókn til mömmu á hjúkrunarheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Þessi jól voru svo notaleg. Ég held að við Elli höfum aldrei átt eins róleg og afslöppuð jól og erum meira en tilbúin að gera þetta aftur einhvern tímann. Mamma mín, þessi yndislega kona sem öllum þótti svo vænt um, lést 9. júní í sumar, hennar er sárt saknað og verður skrítið að hafa hana ekki hér á jólunum sem nú fara í hönd.“
Ljósin tendruð
á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand
Tökum fagnandi á móti aðventunni með tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu á Tjarnargötutorgi laugardaginn 30. nóvember kl. 17. Heitt kakó og piparkökur Dagskrá: • Jólatónlist lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar • Sendiráðsritari Noregs á Íslandi flytur kveðju og forseti bæjarstjórnar veitir trénu viðtöku • Nemandi úr 6. bekk Háaleitisskóla kveikir ljósin á trénu • Persónur úr Ævintýraskógi leikhópsins Lottu skemmta börnunum • Jólasveinar slá upp jólaballi Dagskrá lýkur kl. 18
Viðburðir í Reykjanesbæ Jólakofinn 2019 - vilt þú taka þátt? Reykjanesbær og Betri bær ætla að bjóða áhugasömum aðilum aðgang að Jólakofanum fyrir sölu varnings. Kofinn verður staðsettur milli Hafnargötu 26 og 28 dagana 7.-23. desember nk. Skráning og nánari upplýsingar á www.reykjanesbaer.is Einstaklingsviðtöl SÁÁ Tvo mánudaga í mánuði eru viðtöl í boði hjá ráðgjafa á vegum SÁÁ. Viðtölin eru ætluð þeim einstaklingum sem eiga við áfengis- og fíknivanda og aðstandendum. Viðtölin eru einstaklingum að kostnaðarlausu. Til að bóka tíma hafið samband við Þjónustuver Reykjanesbæjar í síma 421-6700. Viðtölin fara fram í Fjölskyldusetrinu við Skólaveg. Nesvellir - Sigurður Guðmundssson á Léttum föstudegi Sigurður Guðmundsson verður með tónlistarskemmtun 29. nóvember kl. 14:00 í boði Alzheimer samtaka Suðurnesja. Allir hjartanlega velkomnir. 88húsið - Keflavíkurport Það verður Keflavíkurport í 88 húsinu laugardaginn 29. nóvember og sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00-17:00. Komið og gerið góð kaup. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.00 Bókakonfekt. Hið árlega upplestrarkvöld bókasafnsins. Fram koma Eiríkur Páll Jörundsson, Fritz Már Jörgensson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Skúli Thoroddsen. Föstudaginn 29. nóvember kl. 17.00.Bókakonfekt barnanna. Rithöfundarnir Bergrún Íris Sævarsdóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir mæta og lesa upp úr nýju bókunum sínum. Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Allir hjartanlega velkomnir á Bókakonfekt.
18
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Hjónin Brynleifur og Vilborg með Tínó litla.
Drepfyndin skilaboð að handan
Hundurinn valdi sér eigendur sjálfur
„Ekki vera hrædd við hann Tínó litla, hann lætur bara svona fyrst til að sýna hver ræður en svo tekur hann þig í sátt,“ segir Binni og hlær þegar hann opnar dyrnar. Blaðamaður leyfir hundinum að þefa af handarbaki sínu og þá er sá litli sáttur, fer strax í matardallinn sinn og borðar
svo gesturinn fari ekki að vilja ofan í matinn hans. „Tínó litla sóttum við á dýraspítalann í Garðabæ en þangað hafði kona sem bjargar dýrum af slæmum heimilum komið með hann. Já, það er til fólk sem fer illa með dýr og þessi kona hefur bjargað mörgum dýrum sem hún skilar inn á dýraspítala sem síðan finnur þeim heimili,“ segir hann.
„Tínó var búinn að hitta þrjátíu manns áður en við komum á dýraspítalann til að kíkja á hann. Um leið og hann sá okkur þá kom hann beint til mín, þefaði af mér og settist svo hjá mér en þetta hafði hann ekki gert við neinn, ekki neitt af því fólki sem langaði að eignast hann og fara með hann heim af spítalanum. Dýralæknarnir voru búnir að segja að Tínó fengi sjálfur að velja sér nýja eigendur og það gerði hann svo sannarlega. Við erum mjög ánægð með hann og segjum stundum í gamni að hann sé sonur okkar, hafi komið í hundslíki í stað mannslíkis,“ segir Vilborg og brosir breitt.
VIÐTAL
Við eigum stefnumót við hjónin Brynleif Heiðar Jónsson og Vilborgu Guðrúnu Auðunsdóttur sem reka Gallerí Skart í bílskúrnum á heimili sínu í Suðurnesjabæ, Valbraut 7 í Garði. Það er ekki eingöngu skartið sem lokkar Víkurfréttir á fund þeirra, þau eru einnig næm á það sem aðrir ekki sjá og vildum við svala forvitni okkar í þeim málum. Það fyrsta sem mætir blaðamanni Víkurfrétta í dyrunum er lítill kjölturakki sem heldur að hann sé varðhundur, geltir ákaft og snýr sér í hringi. Tínó heitir hundurinn og er kominn til að vera heima hjá húsráðendum, enda féllu þau strax fyrir honum.
Ég er búinn að heila Tínó og gerði það meira fyrst eftir að við fengum hann því þá var hann í svo miklu áfalli, taugaveiklaður og hræddur við fólk ... Heilun og miðlun
„Ég er búinn að heila Tínó og gerði það meira fyrst eftir að við fengum hann því þá var hann í svo miklu áfalli, taugaveiklaður og hræddur við fólk. Alltaf þegar ég skynjaði að Tínó væri eitthvað dapur þá spurði ég hann hvort hann væri eitthvað slappur, þá rauk hann inn í heilunarherbergi og vildi fara á bekkinn hjá mér. Nú líður honum miklu betur,“ segir Binni og viðurkennir að hann sé heilari og geti miðlað en er núna í hvíld frá þeim störfum.
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
„Ég var alltaf rosalega opinn sem krakki og var að leika mér við krakka sem engin sá nema ég. Frænka mín sagði mér að ég hafi verið skrýtinn krakki. Mér var lokað á tímabili þegar næmnin var farin að trufla mig. Árið 2008 opnaðist ég og allt fór á fleygiferð. Þá sá ég alls konar fólk labbandi í gegnum rýmið, sá fyrir slys og myndir. Fólk var að kalla á mig eftir sjálfsvíg, rótlaust fólk sem bað um fyrirgefningu ástvina sinna. Þetta var ekki gaman að upplifa og auðvitað magnað en ekki þægilegt. Núna hef ég lært á þessa hæfileika og er meðvitaður um þá. Ég loka mér með því að signa mig á morgnana og þegar ég er nýkomin úr baði. Ég gef skipun og óska eftir vernd yfir mig. Áður passaði ég mig einnig á að þvo mér um hendurnar eftir að ég var búinn að heila aðra. Það er áríðandi þegar maður er svona næmur,“ segir Binni. Kannski man einhver eftir því að
Aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja
verða í Stapa, Hljómahöll þriðjudaginn 3. desember kl. 20. Stjórnandi Magnús Kjartansson.
Á dagskrá verða vönduð og skemmtileg jólalög og viðeigandi efni í léttum dúr í anda hópsins. Gestir verða Sönghópurinn Víkingar og Kvennakór Suðurnesja. Miðasala á tix.is, miðaverð kr. 3.000.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg. hefur gaman af því að líta á skjáinn áður en hún fer að sofa. Ég átti alltaf erfitt með að sofna með sjónvarpið í gangi en eftir að við settum saltkristalslampa við hliðina á sjónvarpinu þá rotast ég á hverju kvöldi og sef eins og steinn. Ég mæli hiklaust með saltkristalslampa inn á hvert heimili og inn í svefnherbergi. Þetta hreinsar út neikvæðni,“ segir Binni sannfærandi.
Gjafabúð heima í bílskúr
Binni hannar skartgripina.
hafa verið signdur sem lítið barn. Það gerðu mæður áður og gera kannski enn. Eftir bað þá signdi móðir barnið sitt með því að krossa bringu þess, í nafni guðs, föðurs, sonar og heilags anda, áður en barnið fór í nærbolinn. Þetta gerir Binni og næmt fólk til að vernda sig inn í daginn. Bæði Binni og Vilborg eru næm en henni var lokað af Einari á Einarsstöðum þegar hún var lítil. „Ég er næm frá því að ég var lítið barn en þá lokaði mér læknamiðillinn Einar á Einarsstöðum. Þegar við Binni kynntumst þá opnaðist ég aftur og við höfum nýtt okkur það til góðra verka. Ég lá á spítalanum í Keflavík þegar ég sá Binna sem þá var að heimsækja mömmu sína. Mér leist rosa vel á hann,“ segir Vilborg og Binni bætir við: „Já, hún leitaði mig uppi og í dag erum við hjón.“ Þau horfa hvort á annað og hlæja.
Bænahringur og fyrirbænir
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja er til húsa að Víkurbraut 13 í Keflavík og þangað fer Binni og hittir fólk sem er að vinna í sjálfu sér. „Ég er í bænahring hjá Sáló þar sem við biðjum fyrir fólki sem leitar til okkar með fyrirbænir. Þarna hitti ég annað næmt fólk og við tölum saman um andlega hluti sem aðrir skilja ekki, tölum hreint út og opið. Þegar við hittumst í Sáló þá smellur orka okkar saman, þetta eru eins og gamlir vinir mínir. Þetta fólk snertir ekki áfengi. Fólk sem er næmt á alls ekki að fikta með áfengi því það getur truflað fólk á geði. Áfengi og öll fíkniefni opna áruna, orkusvið okkar, og þá koma alls konar áhrif inn í okkur. Þunglyndi og leiði, sjálfsvígshugsanir og fleira óþægilegt. Gleðin deyr smám saman í manni. Annars vinn ég á vöktum í íþróttamiðstöðinni í Garðinum og líkar það vel. Ég er ekkert að vinna með heilun í dag en ég er að skapa skart úr kristöllum sem getur heilað fólk sem er opið fyrir því,“ segir Binni.
Þetta átti bara að gerast
„Sagan af því hvernig Gallerí Skart varð til hjá okkur er lyginni líkust. Þetta byrjaði allt á því að miðill sagði mér í óspurðum fréttum að ég ætti eftir að vinna við það að búa til og selja skart. Hann sagði líka að ef ég vildi að starfsframinn yrði farsæll mætti ég alls ekki velja verðið sjálfur, heldur þyrfti ég að bíða eftir tákni sem segði mér hversu dýrt ég ætti að selja hvern hlut á. Mér fannst þetta drepfyndið enda kunni ég varla að festa á mig hálsmen hvað þá að búa þau til. Stuttu síðar vann ég handverksborvél í leik og þá kviknaði löngun hjá mér að prófa skartgripagerð. Svo fer mig að dreyma skartgripi og handverksmuni. Við konan förum í stutt frí til Skotlands og ég þræði götur Glasgow-borgar í leit að frekari innblæstri en finn ekkert sem mig langar að kaupa svo ég fer tómhentur heim. Rúmri viku síðar bankar upp á hjá mér kona með fullan kassa af grjóti, ýmis konar efni til skartgripagerðar og umbúðum til að setja þetta allt í. Hún segir að sig
og gull. Svo kaupir fólk stein í gjafir handa vinum og vandamönnum.“
Innblásturinn kemur frá víkingamenningunni og íslenskri náttúru því það stafar svo mikil orka frá hvoru tveggja. Þegar ég er úti að labba þá er ég alltaf með augun hjá mér og lít eftir fallegum steinum sem ég gæti notað í skartgripagerðina ... hafi dreymt að hún ætti að gefa mér þetta allt. Það var þá sem boltinn fór að rúlla,“ segir Brynleifur.
Umhverfisvænar umbúðir
„Gallerí Skart er núna komið úr forstofunni þar sem það var fyrst í einum glerskáp í það að vera 20 fermetrar í bílskúrnum. Einnig erum við með farsælan bás í Kolaportinu en þar erum við allar helgar og seljum ýmsa áhugaverða og fallega hluti. Allar vörurnar okkar koma í umhverfisvænum og endurvinnanlegum umbúðum. Okkur er afar annt um umhverfið enda fáum við innblásturinn og efnin þaðan sem við notum í skartgripagerðina.“
Innblástur frá víkingum og náttúrunni
„Innblásturinn kemur frá víkingamenningunni og íslenskri náttúru því það stafar svo mikil orka frá hvoru tveggja. Þegar ég er úti að labba þá er ég alltaf með augun hjá mér og lít eftir fallegum steinum sem ég gæti notað í skartgripagerðina. Oft set ég þá í gegnum steinaslípivélina til að slétta þá. Svo búum við til hálsmen, eyrnalokka og fleira úr steinunum. Þetta er mjög vinsælt hjá ferðamönnum og Íslendingar eru margir hverjir að uppgötva hversu mikinn fjársjóð náttúra landsins okkar hefur að geyma. Einnig flytjum við inn steypta málmhluti til skartgripagerðar og smáhluti sem tengjast víkingatímanum og Ásatrúnni. Svo fíníserum við efnið og búum til okkar eigið skart úr því,“ segir hann.
Rúnir og galdrastafir
„Við tókum saman rúnatáknin og gáfum út á bók ásamt leiðbeiningum um hvernig skuli leggja rúnir til þess að spá. Við seljum þessa bók og poka af íslenskum rúnasteinum úr fjörunni. Steinarnir eru náttúrulega slípaðir af hafinu og við máluðum rúnir á steinana. Einnig málum við galdrastafi á steina. Það stafar afar góð orka af þessum galdrasteinum og fólk hefur komið til mín sem hefur haft svona stein lengi í vasanum. Margir hverjir eru orðnir alveg rennisléttir öðru megin þar sem fólk hefur nuddað. Fólk getur ekki hugsað sér að skipta út steininum: „Þetta er minn steinn,“ segir fólk og geymir þá eins
„Af því að við erum sjálf mikið á andlega sviðinu þá viljum við endilega deila reynslu okkar og þekkingu með öðrum og bjóðum upp á eitthvað spennandi í búðinni okkar. Við flytjum því inn heilunarreykelsi sem hjálpa til við andlega slökun. Við erum alltaf með gott úrval af reykelsum og getum ráðlagt fólki um ilm sem hentar við hvaða aðstæður sem er. Gallerí Skart selur einnig poka af Epsom-salti en saltið er þekkt úti í heimi fyrir heilsufarsleg góð áhrif sín. Þekktasta leiðin til að nota saltið er að setja það út í bað. Þá setur maður
19
fáeinar matskeiðar í baðið sem losar um bjúg sem og hjálpar gegn streitu. Einnig er hægt að búa til skrúbb úr saltinu með því að blanda um þremur matskeiðum saman við tvær matskeiðar af laxerolíu. Skrúbburinn hreinsar burt dauðar húðflyksur, mýkir húðina og laxerolían hefur mýkjandi áhrif á liðina. Þetta er náttúruleg lækningaraðferð sem hentar til dæmis gigtarsjúklingum,“ segir Binni og Vilborg bætir við: „Við viljum endilega láta það berast að verslun okkar á fimm ára afmæli 5. desember og ætlum við að bjóða upp á 20% afslátt í tilefni þess. Allir eru velkomnir til okkar að skoða og sjá hvort hjá okkur leynist jólagjöf eða afmælisgjöf handa einhverjum eða bara gjöf handa manni sjálfum, það má alveg. Við erum ekki með fasta opnunartíma, fólk kemur bara og bankar upp á hjá okkur eða sendir okkur skilaboð á Facebook en þar erum við Gallerí Skart.“
Saltkristalslampar eyða neikvæðri orku
„Við flytjum einnig inn vinsælu, appelsínugulu Himalaya-saltkristalslampana sem hafa slegið þvílíkt í gegn. Áhrifin af þeim eru einnig ótrúleg. Lamparnir eru sérstaklega þarfir á nútímaheimili þar sem mikið er af rafmagnstækjum. Í kringum þessi raftæki safnast gífurlegt magn af ryki. Saltkristalslampinn afjónar andrúmsloftið og bindur rykið sem verður til þess að loftið afrafmagnast. Saltkristalslampinn tekur einnig burt neikvæða orku og hefur róandi áhrif, minnkar stress. Ef lampinn er settur við hliðina á afruglara þá helst svæðið í kringum saltkristalslampann ryklaust. Við erum með sjónvarp inni í svefnherbergi hjá okkur heima. Ég veit að það er ekki æskilegt en konan
Vilborg sér um að pakka inn.
F YRST I SUNNUDAGUR Í A Ð V ENTU Í SUÐ URNE S JA B Æ, 1. D ES EM B ER 13.00–16.00 – Jól á Bókasafninu í Sandgerði. Jólabíó, jólamyndir til þess að lita, kaffi og piparkökur. 14.00 – Messa í Útskálakirkju. Kirkjudagur Kvenfélagsins Gefnar, tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum í Garði, Söngsveitin Víkingar syngur, kirkjukórinn og barnagospelkór Útskálakirkju syngja. 15.00 – Jólabasar Kvenfélagsins Gefnar í húsi Kiwanisfélagsins í Garði. 17.00 – Jólaljósin tendruð á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði. Barnakórinn
syngur undir stjórn Freydísar Kneifar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng. Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Unglingaráðs Víðis/Reynis.
18.00 – Jólaljósin tendruð á jólatrénu við Sandgerðisskóla. Barnakór
Sandgerðisskóla syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur og við undirleik Sigurgeirs Sigmundssonar, Skjóða og jólasveinar kíkja í heimsókn og gleðja börnin með leik, góðgæti og söng. Kakó og piparkökur til að ylja sér í kuldanum í umsjón Kvenfélagsins Hvatar. VIÐ HVETJUM ÍBÚA OG FJÖLSKYLDUR SUÐURNESJABÆJAR TIL ÞESS AÐ GLEÐJAST SAMAN, LÁTA SJÁ SIG OG SJÁ AÐRA VIÐ UPPHAF AÐVENTU.
20
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Fáum mikið úr samstarfinu
– Þingkonurnar Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný G. Harðardóttir stýra Norðurlandaráði næsta ári Þetta er heilmikil vinna og svo vinnum við líka mjög náið, fyrir utan náttúrlega með norrænum þjóðum í þessu samstarfi, með Eystrasaltsríkjunum, Benelúx-löndunum og fleiri ríkjum og stofnunum ...
Silja Dögg Gunnarsdóttir var kosin forseti Norðurlandsráðs fyrir árið 2020 en Ísland tekur þá við formennskunni af Svíþjóð. Næsta Norðurlandaráðsþing fer fram í Reykjavík í lok október næsta árs. Oddný Harðardóttir var kosin varaforseti Norðurlandaráðs. Víkurfréttir hitti þær stöllur við Norræna húsið í Reykjavík og spurðu þær út í Norðurlandaráð og fleiri mál.
Hvað er mikið mál að vera forseti þarna? Silja: Það er rosalega mikið mál. Það er rosalega gaman held ég líka. Ég mun þá sem forseti bera ábyrgð á nefndarstarfinu vegna þess að Norðurlandaráðsþing, það er rétt eins og íslenska Alþingi, þar eru nefndir um ákveðna málaflokka og við tökum fyrir mál og afgreiðum þau. Þetta eru í rauninni hefðbundin þingstörf þannig að við berum þá ábyrgð á fjármálaáætlun þingsins, nefndarstarfi og öllu innra starfi. Við erum með tuttugu manna skrifstofu í Kaupmannahöfn og starfsfólk þar sem við vinnum náttúrlega mjög náið
með. Þetta er heilmikil vinna og svo vinnum við líka mjög náið, fyrir utan náttúrlega með norrænum þjóðum í þessu samstarfi, með Eystrasaltsríkjunum, Benelúx-löndunum og fleiri ríkjum og stofnunum. Oddný, eru þetta mál sem skipta meðalljónin einhverju máli? Oddný: Já, einmitt, þau eru nákvæmlega þannig. Við tökum fyrir stóru málin, eins og heilbrigðismál, umhverfismál og öryggismál, og tengjum saman norrænu gildin, hvað það sé sem við viljum standa vörð um og hvað það sé sem við viljum fara með í gegnum öll þingin og fela ríkisstjórnunum að gera. Sem dæmi um þetta þá var samþykkt stefna um samfélagsöryggi á þessu síðasta þingi og það er ekki hernaður eða neitt slíkt heldur gerum við okkur grein fyrir því að það er alls konar vá sem getur steðjað að samfélögunum. Það eru farsóttir, það eru tölvuárásir, loftlagsvá, eldgos, jarðskjálftar og það sem við þekkjum. Þar vorum við Norðurlandaráð að segja mjög skýrt hvað það væri sem við vildum að ríkisstjórnirnar gerðu til þess að sameina krafta, þekkingu og tól þannig að ef eitthvað svona kemur upp í einu landi þá sameinist allir um að hjálpa til. Í öllum könnunum sem hafa verið gerðar um norrænt samstarf kemur í ljós að níutíu
VIÐTAL
Það er ekki á hverjum degi sem tvær Suðurnesjakonur eru kosnar sem forseti og varaforseti Norðurlandaráðs. Getið þið sagt okkur frá Norðurlandaráði? Silja: Norðurlandaráð var stofnað, að mig minnir, árið 1952, eins og svo margar alþjóðlegar stofnanir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar til að auka samstarf á milli ríkja. Þetta er samstarf, annars vegar á milli allra norrænu þinganna og svo á milli ráðherra eða framkvæmdavalds ríkjanna, þ.e.a.s. með norræna ráðherranefnd og svo erum við með þing Norðurlandaráðs sem við Oddný munum leiða núna á næsta ári.
Páll Ketilsson pket@vf.is
og eitthvað prósent Norðurlandabúa vilja aukið samstarf og fremst nefna þeir samfélagsöryggi og svo velferðarmál, svo bara þessi norrænu gildi, menningu og sögu sem við viljum standa vörð um. Eigum við Íslendingar fullt sammerkt með okkar frændþjóðum í praktískum atriðum? Er margt sem við getum unnið saman að? Oddný: Við fáum hugmyndir og þetta eru stærri þjóðir, þ.e.a.s. stóru þjóðirnar, síðan eru auðvitað Færeyingar, Grænlendingar og Álandseyjar, sem hafa oft gefið okkur góðar hugmyndir sem við höfum síðan hermt eftir. Við græðum á þessu samstarfi alveg örugglega. Erum við að græða sem ein af litlu þjóðunum í þessu? Silja: Alveg klárlega. Við erum að fá mjög mikið út úr þessu samstarfi og fólk kannski veltir fyrir sér núna hvað þetta áþreifanlega sé sem við erum raunverulega að fá út úr þessu. Rauði þráðurinn í okkar samstarfi er afnám stjórnsýsluhindrana, þ.e.a.s. svona laga og reglna sem koma í veg fyrir
það að við njótum sömu réttinda á hinum Norðurlöndunum af því við viljum gjarnan geta fært okkur þarna frjálst á milli og til dæmis fengið okkar menntun viðurkennda, fengið heilbrigðisþjónustu og annað þegar þess þarf. Við leggjum mikla áherslu á þá vinnu. Eitt af þeim málum sem við í Íslandsdeildinni, við erum sjö í Íslandsdeild Norðurlandaráðs sem er skipuð á Alþingi, það er að það verði leyft að gefa út svokallaða rafræna fylgiseðla að lyfjum. Þú gætir þá farið í þitt apótek og pantað þér fylgiseðil með lyfinu sem skýrir mögulegar aukaverkanir og eitthvað svoleiðis á þínu móðurmáli, hvort sem þú ert Tælendingur, Pólverji, Íslendingur eða Bandaríkjamaður. Þetta myndi líka þýða það fyrir okkur, óbreyttan Íslendinginn, að við gætum verið með sameiginleg innkaup með hinum Norðurlandaþjóðunum og fengið þannig lyf á hagstæðara verði sem myndi skipta mjög marga mjög miklu máli. Oddný: Það eru kannski stóru stjórnsýsluhindranirnar að fá starfsmenntun metna á milli landa. En það er eitt sem mér finnst að við á Alþingi getum lært af Norðurlandaráðsþinginu og það er samstarfið og hvernig norrænu þjóðirnar komast að málamiðlunum. Í Norðurlandaráði, þó svo við séum með þingmenn og svo ráðherranefnd, er enginn meirihluti eða minnihluti sem er starfandi, heldur eru bara flokkahópar og það koma fram þingmál sem við ræðum um í flokkahópunum og finnum við einhverja leið til þess að lenda málum. Þetta er mjög lausnamiðað. Menn fara ekkert í stjórn og stjórnarandstöðu eins og við gerum svolítið oft hérna á Alþingi. Miðjuhópurinn sem Silja er í gerir einhverja athugasemd við tillögu frá okkur Jafnaðarmönnum og þá finnum við einhverja leið til þess að koma málinu í gegn.
Silja: Þetta er mjög gott. Ég er ekki að segja að það sé alltaf auðvelt að finna leiðir til málamiðlana en nú er það hins vegar þannig að ég hef verið mikið í öðru utanríkisstarfi á vegum þingsins utan Norðurlandanna og það er oft auðveldara að finna sameiginlegu leiðirnar í Norðurlandaráði heldur en annars staðar vegna þess að við deilum þessum sameiginlegu gildum sem eru mannréttindi, lýðræði og velferð. Þetta er alveg gegnumgangandi hvað varðar okkar gildi. Sjálfstæðismaður frá Íslandi á mögulega meira skoðanalega sameiginlegt með Jafnaðarmanni frá Norðurlöndunum heldur en hægrimanni frá Ítalíu eða svoleiðis. Við erum svolítið lík og það er margt sem tengir okkur. Oddný: Gullið okkar á Norðurlöndum er traustið. Það er meira traust á milli manna og til stofnana á Norðurlöndum heldur en annars staðar og það er auðvitað friðurinn og friðsamlegar lausnir og svo frjáls samfélög. En hingað heim. Þið eruð að berjast alla daga í þinginu hér heima. Hver eru stærstu málefnin sem snúa að Suðurnesjamönnum þessa dagana? Silja: Það eru nú, eins og svo oft áður og ég held að sú vinna taki nú bara engan enda, stofnanirnar okkar á Suðurnesjum sem við erum stöðugt að berjast við að fá ásættanleg fjárframlög til reksturs, til að tryggja okkur Suðurnesjamönnum sambærilega þjónustu og aðstöðu eins og öðrum landsmönnum. Það er auðvitað heilbrigðisstofnunin okkar og menntastofnanirnar sérstaklega sem við höfum verið að leggja áherslu á. Maður telur sér trú um það að einhverju séum við að fá áorkað og mér finnst vera meiri skilningur núna heldur en þegar ég byrjaði á þinginu fyrir sex árum vegna þess að við Suðurnesjamenn höfum verið að benda á að þessi reiknilíkön sem notuð eru til grundvallar í fjárlagavinnunni séu skökk. Það sé ekki tekið tillit til gríðarlegrar mannfjölgunar sem hefur verið á okkar svæði á undanförnu og okkar alþjóðlegi flugvöllur sem staðsettur er hér og verður vonandi um ókomin ár. Mér finnst skilningur innan ráðuneytanna vera að aukast en auðvitað vildi maður vilja sjá breytingarnar gerast hraðar og við skulum sjá hvernig þessu lýkur núna rétt fyrir jólin þegar við afgreiðum fjárlögin. Oddný, þú hefur nú látið til þín taka í þessu máli. Oddný: Já og ég er alveg að missa þolinmæðina. En nú er það þannig að þingið allt samþykkti að horfa sérstaklega til Suðurnesja og setja
Framtíðarstarf Stofnfiskur hf. óskar eftir að ráða starfsmann í framtíðarstarf í hrognkelsaeldi fyrirtækisins í Höfnum, Reykjanesi.
Í boði er spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki í örum vexti sem hefur á að skipa metnaðarfullu og samhentu starfsfólki.
Starfssvið og ábyrgð:
Menntunar og hæfniskröfur:
- Almenn eldisstörf við eldi á hrognkelsum: - fóðrun og umhirða á fiski, seiðum og hrognum - þrif á eldiskerum og ýmiskonar viðhald - ýmis ábyrgðarverkefni samkvæmt fyrirmælum stöðvarstjóra/aðstoðarstöðvarstjóra
- Fiskeldismenntun er kostur en ekki skilyrði - Áhugi og reynsla af fiskeldi er mikill kostur - Jákvæðni og lipurð í samskiptum - Vinna vel í teymi - Dugnaður, vandvirkni og skynsemi
Skrifleg umsókn ásamt ferilskrá skulu berast á netfangið heida@stofnfiskur.is fyrir 12. desember næstkomandi Frekari upplýsingar um Stofnfisk hf. má nálgast á heimasíðu fyrirtækisins www.stofnfiskur.is Frekari upplýsingar um starfið má nálgast hjá andri@stofnfiskur.is Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM starfshóp í gang til þess að fara yfir þjónustu ríkisins við íbúa Suðurnesja. Ég var mjög ánægð með að það skyldi fara í gegn af því það var viðurkenning á því að þarna ætti að kíkja sérstaklega á þennan landshluta. Nefndin átti að skila 1. desember og hugmyndin með þeirri dagsetningu var að við gætum þá fengið einhverjar tillögur inn í fjárlögin. Þessi nefnd er ekki enn búin að hittast. Það er búið að boða til fundar en fyrsti fundurinn hefur ekki átt sér stað þannig mér finnst þetta ótrúlegur seinagangur og það er ekkert að sjá. Þegar ég segi ekkert þá er það kannski eitthvað pínulítið hér og þar sem varla telur. Það er engin sérstaða sem þú sérð í fjárlögunum fyrir Suðurnesin en sérstaða Suðurnesja er svo hrópandi. Á undanförnum sex árum hefur okkur fjölgað um rúm 30%, meðan á hverju ári er gert ráð fyrir rétt um 1% fjölgun þegar verið er að reikna út fjárframlög til ríkisstofnanna. Fólk á Suðurnesjum veikist og slasast og allt þetta eins og aðrir landsmenn og við þurfum á heilbrigðisþjónustu að halda. Við þurfum á góðri menntaþjónustu að halda, símenntun fyrir fólkið okkar sem er því miður allt of margt atvinnulaust núna. Í Reykjanesbæ eru 6,5% atvinnulausir, 6,4% í Suðurnesjabæ, 5, eitthvað í Vogum á meðan það er lítið atvinnuleysi í Grindavík. Meðaltal atvinnulausra á Suðurnesjum er 5,2%. Það er 3,8% á höfuðborgarsvæðinu öllu. Það verður að líta sérstaklega til Suðurnesja. Íbúasamsetningin er líka mjög sérstök og hún er líka kostnaðarsöm. Silja, þú ert í meirihlutanum í ríkisstjórn. Hvernig stendur á þessu? Silja: Þetta er rosalega góð spurning. Ef ég vissi það þá væri ég bara búin að redda þessu en þetta er náttúrlega bara, eins og við líkjum þessu stundum við risastórt olíuskip, sem er búið að ganga einhvern veginn sömu leiðina áratugum saman og við erum að reyna að breyta stefnunni. Maður væri ekki í þessari baráttu ef maður tryði ekki á að maður næði fram einhverjum breytingum fyrir
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
21
Þetta tekur tíma, þetta er erfitt og við þurfum mjög mikla samstöðu sem ég tel að sé til staðar á Suðurnesjum, á milli þingmanna, íbúa og sveitarstjórnarmanna ... þing og ég vissi það alveg þegar ég settist á þing að það myndi reyna mjög mikið á minn veikasta hlekk sem er óþolinmæðin. Þegar þú ert að tala um stjórnsýslu og breytingar þá tekur þetta allt saman rosalegan tíma en það er ekki þar með sagt að við megum afskrifa að breytingar geti nokkurn tímann átt sér stað. Það er eilíft að vera að minna á sig. Maður upplifir það stundum að þetta sé okkar þingmannanna bara að breyta þessu með handafli því við erum nú ríkisstjórn, þetta er pólitísk ákvörðun, voða einfalt og eitthvað bla, bla, bla. Þetta tekur tíma, þetta er erfitt og við þurfum mjög mikla samstöðu sem ég tel að sé til staðar á Suðurnesjum, á milli þingmanna, íbúa og sveitarstjórnarmanna. Þetta er ekki einhvers eins, tveggja eða þriggja að breyta þegar við erum að taka þetta stóra skip og snúa því til betri vegar sem við erum að reyna að gera. Það er örugglega eitthvað gott í gangi, er það ekki? Oddný: Ég er bara ekki búin að sjá þau, því miður. Silja: Við fengum nú 90 milljónir í fjárauka eftir fall WOW sem var sett inn í menntastofnanir, meðal annars á Suðurnesjum, sem var mjög gott og nú hefur Fjölbrautaskólinn hafið framkvæmdir við að bæta við skólastofum sem er orðið mjög brýnt að gera. Það er verið að gera eitthvað en það þarf að gera meira. Það þarf að gerast hraðar vegna þess að mann-
fjölgunin hefur verið mjög hröð og mjög sérstök. Eins og Oddný benti á þá er íbúasamsetningin líka mjög sérstök á okkar svæði sem taka þarf tillit til í fjárlögunum ásamt staðsetningu flugstöðvarinnar. Þaðan eru að koma sjúklingar, sjúkraflutningar hafa stóraukist, við erum með vinsælasta ferðamannastað landsins, Bláa lónið, og eins og ég segi, mér finnst skilningurinn vera að aukast í ráðuneytunum en þetta er náttúrlega bara vinna og það þarf að halda áfram að grafa skurðinn. Oddný: Mér finnst þetta vera einfalt. Það er bara vilji sem þarf til þess að láta Suðurnesjamenn hafa fjármagn til þess að setja í almennilega þjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntun, löggæslu og almenningssamgöngur. Þetta er allt saman hagur almennings og íbúanna á Suðurnesjum sem eru tæplega 30 þúsund talsins. Silja: Ég vil koma því að við þingmenn Suðurkjördæmis, ég og Oddný og aðrir þingmenn, við erum tíu þingmenn í Suðurkjördæmi og úr öllum flokkum, að við höfum verið mjög samtaka um málefni svæðisins þó okkur greini
stundum á. Ég held við séum sammála um flest og við til dæmis vorum öll á tillögu Oddnýjar varðandi það að tekið yrði sérstakt tillit til Suðurnesjanna og svo var ég að leggja fram þingsályktun nýlega varðandi það að farið verði í stefnuvinnu varðandi framhaldsmenntun á Suðurnesjum. Þar eru allir þingmenn Suðurkjördæmis meðflutningsmenn. Við fundum reglulega og tökum stöðuna á okkar verkefnalista, með ráðherrum málaflokka og brýnum fyrir þeim okkar áherslum og hvað við heyrum heima.
Oddný: Þetta er alveg satt, að okkar fundir eru góðir og jákvæðir, en svo þegar við fáum fjármálaáætlun til næstu fimm ára og leitum að okkar stofnun þá er lækkun, ekki hækkun, lækkun á árinu 2022 og þá fallast manni algjörlega hendur. Þetta á að vera einhvern veginn öðruvísi. Silja: Já, maður verður náttúrlega ekkert hress. Þetta er vinna og við erum ekki búin að afgreiða fjárlögin. Núna er vinnan að laga þetta og breyta þessu áður en greitt verður atkvæði um þau seinnipartinn í desember.
MÁNUDAGA KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
J Ó L ATÓN LE IKAR
7. des. Tjarnarsalurinn – Vogar 12. des. Keflavíkurkirkja – Reykjanesbær
Miðasala inn á tix.is/jolatonleikar og við innganginn Miðaverð aðeins 4.990 kr.
22
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
Suðurnesjamenn öttu kappi í kótilettuveislu Hrafnistu
Suðurnesjamennirnir og þingmennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason voru meðal keppenda í árlegri kótilettuveislu Hrafnistu þar sem m.a. er keppt í kótilettuáti. Keppnin í ár fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í hádegi í síðustu viku og varð Vilhjálmur í þriðja sæti, í öðru sæti varð Sighvatur Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu en keppnina sigraði Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra. 1.000 manns í mat á sjö Hrafnistuheimilum Kótileittudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn“ á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á
Hrafnistu; sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Talið er að um eitt þúsund manns hafi snætt kótilettur á Hrafnistuheimilunum sjö á suðvesturhorni landsins, þar á meðal á Hrafnistuheimilunum í Reykjanesbæ.
Deildarstjóri reikningshalds
Liðsmenn Reykjanesbæjar hirtu flest verðlaun á Boccia-móti á Akranesi
Reykjanesbær leitar að einstaklingi sem er jákvæður, hefur góða samskiptahæfileika og er tilbúinn að starfa í öflugu teymi starfsmanna á skrifstofu fjármála. Deildarstjóri ber ábyrgð á bókhaldi Reykjanesbæjar, stofnana hans og sveitarfélagsins í heild. Gildi Reykjanesbæjar eru framsækni, virðing og eldmóður og viljum við að deildarstjóri reikningshalds endurspegli þá eiginleika. Helstu verkefni • Yfirumsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi • Umsjón með fjárhagskerfinu Navision • Afstemmningar og lokafrágangur á mánaðaruppgjörum • Vinna við árshlutauppgjör og ársreikninga bæjarfélagsins í samvinnu við yfirmann • Dagleg umsjón með reikningshaldi • Skýrslugerð og greiningarvinna úr bókhaldi • Ráðgjöf í bókhalds- og uppgjörsmálum
Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun í viðskiptafræðum • Reynsla af gerð ársreikninga og samstæðureikninga æskileg • Þekking og reynsla af bókhaldi er skilyrði • Góð þekking á lögum og reglum um bókhald og reikningsskil skilyrði • Reynsla af stjórnun æskileg • Greiningarhæfni, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Um fullt starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Boccia-keppendur frá Reykjanesbæ stóðu sig vel á móti sem haldið var á Akranesi fyrr í mánuðinum og unnu fern verðlaun af sex í mótinu en 44 þátttakendur mættu til leiks. Í flokki kvenna sigraði Jóna Björg
Georgsdóttir og Eva Finnsdóttir varð í öðru sæti. Í flokki karla fékk Júlíus P. Guðjónsson önnur verðlaun og Sigurður Lárusson þriðju verðlaun. Flott frammistaða hjá eldri borgurum frá Reykjanesbæ.
Jóna Björg Georgsdóttir og Eva Finnsdóttir gerðu sér lítið fyrir og voru í tveimum efstu sætunum.
Framtíðarsýn Reykjanesbæjar: Fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2019. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Frekari upplýsingar um starfið veitir Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri í gegnum netfangið regina.f.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is
Júlíus og Sigurður, bláklæddir, með verðlaunin eftir góða frammistöðu á Akranesi.
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.
23
„Undir mér komið ef ég vil spila í stærri deild“
– segir Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson sem leikur með hollenska knattspyrnuliðinu Excelsior í Rotterdam
Sveiflur í körfunni
Miklar sveiflur hafa verið á gengi körfuboltaliðanna á Suðurnesjum en hjá körlunum eru Keflvíkingar á toppnum þrátt fyrir tvö töp í síðustu tveimur leikjum. Njarðvíkingar og Grindvíkingar hafa komið til baka eftir erfiða byrjun og UMFN vann t.d. Íslandsmeistara KR í síðustu umferð á útivelli. Keflavíkurkonur unnu KR í síðustu umferð í leik liðanna á heimavelli í bráðfjörugum leik. Grindavíkurstúlkur hafa hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum. Níunda umferðin er leikin á miðvikudagskvöld í þessari viku. Á myndinni má sjá Kötlu Rún Garðarsdóttur, leikmann Keflavíkur, í baráttu við KR-stúlkur í leik liðanna í áttundu umferð. VF-mynd/SkúliSigurðsson/karfan.is.
Ef ég á að vera hreinskilinn þá vil ég komast annað, ég vil spila aftur í efstu deild í Hollandi eða þá fara annað. Ég spilaði í efstu deild í Hollandi á síðasta tímabil og mér finnst ég vera með gæðin til að spila í henni áfram. Á meðan ég er hérna þá bara geri ég mitt besta því það er allt undir mér komið ef ég vil spila í stærri deild,“ segir Elías Már Ómarsson sem leikur með fyrstu deildarliði Excelsior í Hollandi í viðtali við Víkurfréttir. Elías, sem er 24 ára, kom til hollenska liðsins frá Gautaborg fyrir leiktíðina 2018–2019. Liðinu gekk ekki nógu vel á síðasta ári og mátti þola fall í 1. deild. Liðinu hefur gengið upp og ofan að undanförnu og er við toppbaráttuna en þó nokkuð frá 1. og 2. sæti. Elías átti erfitt uppdráttar á undirbúningstímabilinu
og missti nánast af því öllu þar sem hann þurfti að fara í aðgerð á botnlanga. „Það tók mig smá tíma að komast í gang aftur og gott form og vinna mig aftur inn í liðið. Nú er það komið og ég hef verið í byrjunarliðinu síðustu fjóra, fimm leiki og ætla að halda mig þar,“ sagði Keflvíkingurinn sem hefur skorað þrjú mörk á leiktíðinni. Elías hefur nokkrum sinnum verið valinn í íslenska landsliðshópinn og hann segir stefnuna alltaf vera að komast þangað. „Landsliðið stóð sig ágætlega og vonandi
klárar það þetta umspil. Ég vona bara að ég fái fleiri tækifæri með liðinu í framtíðinni. Það er draumur allra að leika með landsliðinu.“ Elías og fjölskyldan kunna vel við sig í borginni Rotterdam. Hann og Tinna Björt Guðbjörnsdóttir eiga soninn Leon Elí sem er ellefu mánaða og svo er annar drengur á leiðinni innan skamms. Svo það er spenningur á heimilinu. „Lífið í Hollandi er rosalega notalegt. Rotterdam er skemmtileg borg. Við búum svona korter frá miðbænum í góðu fjölskylduhverfi þar sem okkur líður vel,“ sagði Elías Már.
Aðventuhelgi, sunnudagsopnun kl. 10-15
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.
Allar verslanir okkar á landsbyggðinni verða opnar á sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu. Sjá nánar á husa.is
SERÍUR & JÓLALJÓS
% 20-40 Gildir til sunnudags
afsláttur
KOLSVARTUR FÖSTUDAGUR 2 9 . n óve m b e r I F y l g i s t m e ð á h u s a . i s
MUNDI
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
Nóvembermánuði fer senn að ljúka og desember með öllum sínum kræsingum og ljósadýrð tekur nú við. Jólamánuðurinn sjálfur er að bresta á með tilheyrandi gleði eða ógleði fólks. Jólin komu þó snemma hjá fjölmiðlum í ár rétt eins og í fyrra. Það virðist nefnilega vera orðin hefð að í nóvember mánuði komi upp stór hneykslismál a.m.k. ef við skoðum síðustu tvö ár en þá hafa komið upp tveir af stærri „skandölum“ síðari ára. Klaustursmálið var í fyrra en þá létu mökkölvaðir Miðflokksmenn allt og alla heyra það með einkar ósmekklegu orðbragði. Ekki einu sinni selir sluppu. Refsing þeirra Miðflokksmanna var mikil en flokkurinn er nú
að mælast með rétt rúmlega 17% fylgi í könnunum og er nú næst stærsti flokkurinn. Hvað segir þetta um hina flokkana? Þetta mál er nú nánast gleymt en það voru þeir Samherjamenn sem sáu til þess að nóvember 2019 myndi blessunarlega standa undir nafni. Skandall tengdur við mútur. Tveir ráðherrar í Namibíu hafa sagt af sér og fólk flykkist út á götu og mótmælir af krafti. Hér heima voru viðbrögð stjórnarliða í rólegri kantinum enda vilja menn bíða eftir niðurstöðu rannsóknar áður en menn láta gamminn geysa en það er reyndar álíka skítalykt af þessu máli og kom úr ofni United Silicon. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar voru
fyrirsjáanleg, þar reyna menn að slá sig til riddara, vinna sér inn pólitísk stig og gráta krókódílatárum fyrir blessað fólkið í Namibíu. Öll kurl eru ekki komin til grafar í þessu máli en framhaldið verður mjög fróðlegt. Fiskidagurinn mikli er samt ekki í hættu. Það sem þessi tvö mál eiga sameiginlegt er það að mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlunum. Þar létu menn allt flakka og mikil keppni fór fram á því hver væri reiðastur og hefði hneykslast mest. Hallgrímur Helgason sigraði. Mótmæli voru svo haldin á Austurvelli vegna beggja mála, keimlík reyndar (sömu ræðumenn og nánast sömu ræðurnar) en betra veður var núna
LOKAORÐ
Nóvemberskandalar
Örvar Þ. Kristjánsson
2019. RÚV sagði fjölda mótmælenda í þúsundum en MBL sagði þar nokkur hundruð. Hvaða skandall poppar upp í nóvembermánuði 2020? Er ekki kominn tími á okkur Suðurnesjamenn?
sjum e n r u ð na á Su a l s r e v étta og r f r u k í kur V i e l a ð i Skafm
a k k u l a ! l u k ó vi
J hefst í næstu
0 0 0 6
Næstum
Jólalukk20a19 Skafmiðalei kur Víkurfré tta
! r a g n i n n i v
r i n a l s r e v ki
og verslana
á Suðurnesju m
20þjónustufyrirtæ og
Voru þau ekki bara að grilla á baðfötunum og vantaði salt?
Spúðu eldi á baðfötum í saltgeymslu Lögreglan á Suðurnesjum var nýverið í eftirlitsferð í umdæminu sem ekki er í frásögur færandi nema að þegar lögreglumönnum var litið inn í saltgeymslurnar að Víkurbraut sáu þeir að þar blossaði upp eldur við og við. Þegar þeir athuguðu málið nánar sáu þeir nokkra aðila klædda baðfatnaði og einnig ljósmyndara sem var að taka myndir af þeim. Út úr þeim stóðu eldtungur við og við og kváðust þau vera að spúa eldi. Í ljós kom að viðkomandi voru að taka myndir fyrir fyrirtæki sitt í auglýsingaskyni. Þeim var sagt að ekki gæti talist eðlilegt að fara inn í byggingar, þótt yfirgefnar væru, til að stunda iðju sem þessa án leyfis. Kváðust þau ætla að afla sér leyfis ef þau teldu sig þurfa að spúa meiri eldi.
Erlendur ferðamaður á ofsahraða Ökumaður sem var á ferð eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 165 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Um var að ræða erlendan ferðamann. Hann gat ekki framvísað ökuskírteini né sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi, sem hann kvaðst þó hafa. Hann greiddi tæpar 190 þúsund krónur í sekt á staðnum. Lögreglan á Suðurnesjum kærði allmarga ökumenn til viðbótar fyrir hraðakstur. Þannig mældist ökumaður sem hafði ekki náð 18 ára aldri á 128 km hraða einnig á Reykjanesbraut og annar ók á 143 km hraða.
Stór kannabisræktun stöðvuð Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu á dögunum. Um var að ræða kannabisgræðlinga í tjaldi og stórar plöntur sem fundust í þremur herbergjum. Samtals var um að ræða vel á þriðja hundrað kannabisplöntur. Auk þess fann lögregla poka með kannabisefnum í við húsleitina. Að auki voru tugir þúsunda króna sem fundust haldlagðar ásamt plöntum og ræktunarbúnaði. Húsráðandi var handtekinn og játaði hann að eiga ræktunina og að hafa staðið einn að henni.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222