Víkurfréttir 45. tbl. 40. árg.

Page 1

400 LAUFABRAUÐ SPA Í SPORTHÚSINU ETNA OG ENOK

magasín

RISA TILBOÐ Á

SVÖRTUM FÖSTUDEGI

SUÐURNESJA

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Lambabógur

899

-25%

KR/KG

ÁÐUR: 1.199 KR/KG

Í NETTÓ !

Nautalund Danish Crown

2.999 ÁÐUR: 4.999 KR/KG

FLEIRI TILBOÐ Í VERSLUN!

Hangigrís úr hnakka

-40%

1.175

-58%

KR/KG

KR/KG

ÁÐUR: 2.798 KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

Tilboðin gilda 28. nóv - 1. des

fimmtudagur 28. nóvember 2019 // 45. tbl. // 40. árg.

Ljósadýrð í Njarðvík

Heilsan verri og ungmenni hreyfa sig of lítið

„Við þurfum að fá miklu fleiri nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar til að til að taka þátt í einhverri hreyfingu eða íþróttum að minnsta kosti þrisvar í viku. Það eru nokkrir skólar aðeins með hreyfingu aðeins þrisvar í viku,“ sagði Anna Sigríður Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Anna segir að í könnunum hafi nemendur sem hreyfa sig fjórum sinnum eða oftar komið mjög vel út og skorað hærra en nemendur annars staðar á landinu. Hins vegar séu of mörg börn sem hreyfi sig ekki neitt eða alltof lítið

og taki ekki þátt í neinum íþróttum. „Það hafa einhverjir skólar bætt við hreyfingu og það er gott. Svo þarf líka að auka upplýsingaflæði og auglýsa æfingar einnig á ensku og pólsku,“ sagði Anna Sigríður. Ástæða fyrir innleggi Sigríðar voru orð forseta bæjarstjórnar um lýðheilsu. Jóhann F. Friðriksson, oddviti Framsóknarflokks greindi frá því að lýðheilsuráð hafi verið sett á laggirnar í Reykjanesbæ, fyrst sveitarfélaga hér landi og lýðheilsufræðingur tekið til starfa. „Ástæðan er m.a. sú að heilsa okkar er verri en annars staðar á landinu,“ sagði Jóhann.

FESTIST UPPI Á GRJÓTI Nokkuð hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Ökumaður sem var á ferð eftir Garðvegi á mánudagskvöld missti stjórn á bifreið sinni í hálku og endaði utan vegar. Þá var bifreið ekið yfir hringtorg á Njarðarbraut. Hún lenti uppi á grjóti og sat föst á því. Bifreið frá Bílaflutningum var fengin til að losa hana.

Enn fremur stöðvaðist rúta í hringtorginu á Reykjanesbraut við Aðalgötu vegna bilunar. Óku ökumenn út fyrir hringtorgið til að komast fram hjá henni með þeim afleiðingum að þremur bifreiðum var ekið á umferðarskilti og einni þeirra var bakkað á annað ökutæki eftir að hafa klesst á skiltið. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum óhöppum.

Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns HAFÐU SAMBAND

511 5008

Frú Ragnheiður hefur störf á Suðurnesjum í janúar Frú Ragnheiður, skaðaminnkun á Suðurnesjum, mun fara af stað í janúar 2020. Undirbúningur er í fullum gangi, en stefnt er að því að sama þjónusta verði í bíl Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum eins og á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum þakklát þeim stóra hóp sjálfboðaliða sem hafa gefið kost á sér í þetta verkefni. Okkur vantar nokkra hjúkrunarfræðinga sem vilja gefa kost á sér sem sjálfboðaliðar á bílinn svo við getum veitt heilbrigðisþjónustu,“ segir á Facebooksíðu verkefnisins.

Bíllinn mun fara um öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og vera á ferðinni mánudaga og fimmtudaga frá kl. 18:30 til 21:00. Einstaklingar geta óskað eftir að fá að hitta bílinn á ákveðnum stöðum með því að senda inn einkaskilaboð eða hringja í GSMnúmer sem verður tilkynnt fljótlega.

UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.