Víkurfréttir 45. tbl. 41. árg.

Page 1

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN KL. 15 - 16.

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

Miðvikudagur 25. nóvember 2020 // 45. tbl. // 41. árg.

Appelsínugult átak Soroptimista Appelsínugular vegan-sápur og snúðar og kleinuhringir með appelsínugulu kremi standa Suðurnesjamönnum til boða í árlegu átaki Soroptimistaklúbbs Keflavíkur. Átakið hefst í dag, 25. nóvember, og stendur í sextán daga. Átakið er alþjóðlegt og heitir „Roðagyllum heiminn“. Hér eru þær Svanhildur Eiríksdóttir og Guðrún Antonsdóttir frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur ásamt Sigurjóni Héðinssyni, bakarameistara í Sigurjónsbakaríi, sem gefur allan ágóða af sölu appelsínugulu snúðanna og kleinuhringjanna átaksins.

SUÐURNESJAMAGASÍN Í ÞESSARI VIKU

Grenndargámar settir upp í Reykjanesbæ

Hrotur héldu vöku fyrir ljósmyndara á fjöllum

Byrjuðu að slást áður en þau kysstust EINNIG Í ÞÆTTINUM

ÍVAR Í LAMBAFELLSGJÁ OG APPELSÍNUGULIR SNÚÐAR HJÁ SIGURJÓNI

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Reykjanesbær greiðir 23 milljónir króna á mánuði í fjárhagsaðstoð Í september 2020 fengu 156 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar tæpar 23,3 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 98 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru rúmar fjórtán milljónir króna greiddar. Í október 2020 fengu 153 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar um 23,2 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 103 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru rúmar fimmtán milljónir króna greiddar. Þetta kemur fram í gögnum velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Heildarfjöldi einstaklinga sem fengið höfðu fjárhagsaðstoð til framfærslu á árinu 2019 voru í október það ár 195 einstaklingar. Það sem af er þessu ári hafa

Enski boltinn er hjá okkur Þú pantar Enska boltann hjá Símanum og lætur þá vita að þú sért með áskrift á KTV hjá Kapalvæðingu.

319 einstaklingar fengið fjárhagsaðstoð sér til framfærslu og hefur einstaklingum á fjárhagsaðstoð því fjölgað um 63,6% á tímabilinu október 2019 til október 2020 eða um 124 einstaklinga. Í september 2020 fengu alls 240 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals rúmar 3,2 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 187 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, rúmar 2,4 milljónir. Í október 2020 fengu alls 239 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, rúmar 3,2 milljónir. Í sama mánuði 2019 fengu 195 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, tæpar 2,5 milljónir króna.

Umhverfissvið Reykjanesbæjar í samstarfi við Kölku hafa í nokkurn tíma verið að undirbúa grenndargámastöðvar til flokkunar í Reykjanesbæ. Þetta yrðu stöðvar sambærilegar stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem íbúar gætu flokkað gler, járn, plast og pappa í. Þá er einnig hugmyndin að Rauði Krossinn verði með fatasöfnun og íþróttafélög og eða Skátarnir yrðu með dósasöfnun. Til að byrja með er áætlunin að fara í fjórar stöðvar, í Dalshverfi, Ásbrú, Njarðvík og Keflavík, auk einnar í minni sniðum í Höfnum. Áætlaður kostnaður við uppsetningar á þessum stöðvum er um 5,5 milljónir króna. Þá er árlegur kostnaður við rekstur áætlaður um 7,5 milljónir króna. Málið var kynnt fyrir bæjarráði Reykjanesbæjar í síðustu viku sem hefur samþykkt erindið og falið sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna áfram í málinu.

HELGIN BYRJAR Í NETTÓ! -44% Hamborgarhryggur

999

KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG

-55%

-50%

Kalkúnaleggir Lausfrystir – 3 í pakka

RTUURR SVAUD AG FÖST Í NETTÓ

Lægra verð - léttari innkaup

399

KR/KG ÁÐUR: 887 KR/KG

Ananas Gold Del Monte

220

KR/KG ÁÐUR: 439 KR/KG

RTUURR SVAUD AG FÖST Í NETTÓ

Tilboðin gilda 26.—29. nóvember

20 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.