Víkufréttir 45. tbl. 45. árg.

Page 1


Sundið er lífið hjá Evu Margréti

Síða 30

SVARTUR FÖSTUDAGUR

2 fyrir 1 af öllum bleyjum og blautklútum frá 2 1 fyrir

Tilboðin gilda aðeins föstudaginn 29. nóvember meðan birgðir endast.

Aðeins þrjú af Suðurnesjum á Alþingi?

Miðvikudagur 27. nóveMber 2024 // 45. tbl. // 45. árg.

DREIFT Á SUÐURNESJUM OG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU • ÓKEYPIS EINTAK

Eldgosið ógnaði innviðum

Tíunda eldgosið á Reykjanesskaga ógnaði innviðum þegar hraun rann að varnargörðum við Svartsengi. Hraunstraumurinn fór yfir lögn sem flytur heitt vatn frá orkuverinu í Svartsengi að Fitjum. Lögnin hefur staðist álagið en um tíma var óttast að hraunið gæti jafnvel komist yfir varnargarða og rofið lögnina innan garðanna. Þá laskaði hraunstraumurinn raflínur að orkuverinu í Svartsengi og hefur raforkuframleiðsla þar legið niðri í viku. Unnið er að því að reisa 30 metra hátt háspennumastur við Svartsengi til að lyfta háspennustrengjum hærra yfir hraunbreiðuna. Á myndinni hér að ofan má sjá yfir byggðina í Reykjanesbæ með eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni í baksýn. Nánar um eldgosið á síðu 8 í blaðinu. VF/Hilmar Bragi Bárðarson

n Sjöþúsund vinningar frá fimmtíu fyrirtækjum á Suðurnesjum auk veglegra útdráttarvinninga

Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2024 sem hefst í lok vikunnar en þetta er í tuttuguasta og annað skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skafmiðaleik í samvinnu við verslanir og þjónustuaðila í desember. Sjö þúsund vinningar verða skafðir af Jólalukkumiðum fyrir þessi jól en þeir eru frá fimmtíu fyrirtækjum.

Þá verða rúmlega fimmtíu vinningar í þremur útdráttum í desember en dregið verður úr miðum (með engum vinningi á) sem skilað er í Nettó verslanir í Njarðvík og Keflavík.

Stærsti útdráttarvinningurinn er glæsilegur rafmagns hægindastóll frá Bústoð í Keflavík en tuttugu og fimm gjafabréf eru frá Nettó, frá tuttugu og fimm þúsund upp í eitthundrað þúsund krónur.

Glæsilegir útdráttarvinningar eru einnig frá Byko, Húsasmiðjunni,

Marriott hótelinu í Reykjanesbæ, Zolo og Co., Reykjanes Optikk, Nóa & Síríus og næst stærsti vinningurinn í Jólalukkunni er frá Hótel Keflavík, gisting á Dimond svítu ásamt kvöldverði og aðgangi að nýju SPA hótelsins.

Í auglýsingum í blaðinu má sjá upplýsingar um vinninga og fyrirtæki sem bjóða upp á Jólalukku 2024.

Mikil spenna er fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram laugardaginn 30. nóvember. Miðað við síðustu skoðanakannanir eru verulegar líkur á því að færri Suðurnesjamenn verði kjörnir á þing en áður. Aðeins Guðbrandur Einarsson sem er í 1. sæti hjá Viðreisn, Sigurður Helgi Pálmason hjá Flokki fólksins og Vilhjálmur Árnason sem er í 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokki eru öruggir á þing miðað við niðurstöður úr könnunum. Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkur hafa mælst stærstir í könnunum í Suðurkjördæmi en þeir og Samfylking ná hver tveimur þingmönnum á þing verði niðurstöður á laugardag í takti við kannanir.

Hvar er kosið

á Suðurnesjum?

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 30. nóvember. Í Reykjanesbæ verður kosið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kjörstaður mun opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Í Suðurnesjabæ er kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla. Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Í Sveitarfélaginu Vogum er kosið í Stóru-Vogaskóla og gengið inn frá leikvelli. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Grindvíkingar kjósa að Skógarbraut 945 á Ásbrú í Reykjanesbæ, í húsnæði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00. Kjörstjórnir vekja athygli á því að kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Skafmiðaleikur Víkurfrétta

DansKompaní og Steinn Erlingsson hljóta Súluna

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024, verður afhent um helgina. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti og verður þetta í tuttugasta og áttunda sinn sem Súlan verður afhent. Að þessu sinni verða veitt tvenn verðlaun og hljóta þau DansKompaní listdansskóli Suðurnesja og Steinn Erlingsson söngvari. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg og vísar í sjófuglinn Súluna í merki Reykjanesbæjar. Á merkinu rís upp hvít Súla sem tákn um lifandi samfélag.

Með viðurkenningunni vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar þakka fyrir það mikilvæga framlag sem í því felst að eiga fólk sem vinnur að uppbyggingu jákvæðra málefna og sem leggur af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti. Það er menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar sem tekur ákvörðun um hver skuli hljóta viðurkenninguna, að undangenginni auglýsingu þar sem óskað er eftir tillögum frá íbúum.

Steinn erlingsson

Steinn Erlingsson baritónsöngvari hefur um árabil verið meðal fremstu söngvara á Suðurnesjum og áberandi í menningarlífi Suðurnesjamanna. Steinn er líklega þekktastur fyrir söngferil sinn með kór Keflavíkurkirkju þar sem hann hefur starfað um áratugaskeið sem kórmeðlimur og einsöngvari. Hann hefur auk þess tekið þátt í ýmsu öðru kórastarfi í gegnum tíðina, um langt skeið með Karlakór Keflavíkur, og oft sem einsöngvari á margvíslegum tónleikum og hvers kyns kirkjulegum samkomum og skemmtunum.

Steinn sem er 85 ára gamall hóf söngferil sinn á fertugsaldri er hann kom í land eftir 20 ára vélstjórn á sjó. Þá ákvað hann að láta drauminn rætast, fór í söngnám og lauk burtfararprófi árið 1985. Hann hélt svo utan til eins árs framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Haustið 1996 sendi Steinn frá sér einsöngsplötu undir titlinum Ó, bjarta nótt og hlaut hún mjög góðar viðtökur og dóma. Steinn

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR

NÁNARI

hefur einnig sungið einsöng inn á nokkrar plötur með ýmsum kórum. Steinn er enn virkur kórfélagi í kór Keflavíkurkirkju og Eldey kór eldri borgara á Suðurnesjum. Steini verða afhent verðlaunin á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 1. desember kl. 20 og eru velunnarar Steins hvattir til að mæta þangað. danskompaní

Listdansskólinn DansKompaní hóf starfsemi sína í Reykjanesbæ í janúar 2010 og sóttu þá um 50 nemendur nám við skólann. Síðan hefur skólinn heldur betur vaxið og dafnað lengst af undir stjórn Helgu Ástu Ólafsdóttur, eiganda

og skólastjóra, og nú sækja vel á fjórða hundrað dansþyrstir nemendur skólann. Í DansKompaní er lagt mikið upp úr því að bjóða upp á gæða dansnám þar sem virðing, sjálfstyrking og samvinna er höfð að leiðarljósi til að stuðla að heilbrigðu og jákvæðu umhverfi fyrir skapandi einstaklinga.

DansKompaní hefur náð sögulegum árangri bæði innanlands og á alþjóðavettvangi og ber þar hæst árangur nemenda á heimsmeistaramótinu í dansi þar sem skólinn hefur unnið til fjölda verðlauna. Þá hafa nemendur DansKompaní fengið hlutverk í atvinnusýningum Þjóðleikhússins og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum auk þess að hafa fengið inngöngu í dansnám

í erlendum háskólum. Er árangurinn vitnisburður um óbilandi vinnusemi, ástríðu og hæfileika nemenda og kennara skólans ásamt öflugu og óeigingjörnu starfi foreldra.

DansKompaní hefur frá upphafi tekið mjög virkan þátt í menningarlífi Reykjanesbæjar og kemur iðulega fram á öllum helstu viðburðum bæjarins með glæsilegum dansatriðum sem hrífa alla viðstadda.

Menningarverðlaunin verða afhent DansKompaní á hátíðarsýningu skólans í Andrews theater á Ásbrú laugardaginn 30. nóvember kl. 16:30 að viðstöddum eldri nemendum skólans og aðstandendum þeirra.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

tekur ekki einn ákvarðanir

n Veðurstofan spilar stórt hlutverk varðandi aðgang að Grindavík

„Það er í mínum verkahring að gæta að öryggi fólks,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum en hann hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Úlfar leggur áherslu á að ákvarðanir um aðgengi að hættusvæðum og rýmingar séu teknar í samstarfi við marga aðila, svo sem Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og aðgerðastjórnir. Hann segir öryggi almennings alltaf í forgangi og vísar til þess að strangar reglur séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir stórslys.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið frammi fyrir miklum áskorunum vegna jarðhræringa og eldgosa á Reykjanesi, ásamt því að sinna öðrum umfangsmiklum verkefnum á svæðinu, svo sem öryggiseftirliti á Keflavíkurflugvelli. Álagið hefur verið mikið, en Úlfar þakkar samstilltu starfsliði og sjálfboðaliðum fyrir að halda hlutunum gangandi.

Hann bendir á að Grindvíkingar hafi stundum gagnrýnt strangar aðgangsstýringar en leggur áherslu á að opnanir bæjarins séu unnar í samráði við sérfræðinga og með varfærni. Þrátt fyrir áskoranir er Úlfar bjartsýnn á framtíð svæðisins og lofar þá vinnu sem unnin hefur verið, til dæmis í varnaraðgerðum við Svartsengi og Grindavíkurveg. „Við verðum að horfa fram á veginn og taka skynsamlegar ákvarðanir. Grindvíkingar geta verið stoltir af því sem náðst hefur hingað til,“ segir Úlfar að lokum.

Ítarlegt viðtal við Úlfar má lesa á vef Víkurfrétta, vf.is.

Tvær sýningar fléttaðar

saman í Gryfjunni

Tvær sýningar hafa verið fléttaðar saman í Gryfjunni í Duus safnahúsum. Það eru annars vegar sýning HS Orku vegna 50 ára afmælis hitaveitu á Suðurnesjum og svo sýning Reykjanes Jarðvangs. Gagarín hannaði efni beggja sýninganna og bera þær því keim hvor af annarri. Sýning HS Orku mun standa til loka mars. Þá flytur hún í Reykjanesvirkjun og verður sett upp þar til frambúðar. Sýning Jarðvangsins verður áfram á sínum stað í Duus sem fastasýning og gestastofa.

Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, veitti Reykjanesi viðurkenningu sem UNESCO Global Geopark árið 2015. Alþjóðlegir jarðvangar UNESCO eru svæði þar sem staðir og landslag með alþjóðlegt jarðfræðilegt gildi eru vernduð og nýtt með heildrænum hætti fyrir verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun. Gagarin hannaði sýningu sem er í Gryfjunni í Duus safnahúsum sem útskýrir svæðið og einstaka jarðfræði þess. HS Orka fagnar nú 50 ára afmæli sínu og hefur verið frumkvöðull í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi frá upphafi. Á þessum tíma hefur fyrirtækið þróað fjölda nýstárlegra lausna sem hafa gert jarðhitaframleiðslu bæði skilvirkari og öruggari. Mörg af þessum byltingarkenndu framfaraskrefum hefur verið deilt á alþjóðavettvangi og þjónað sem

fyrirmyndir fyrir jarðhitavirkjanir um heim allan.

Til heiðurs þessum tímamótum hefur HS Orka sett upp sérstaka sýningu, hannaða af Gagarín, til að varpa ljósi á lykiláfanga í sögu fyrirtækisins og heiðra ómetanlegt framlag starfsmanna þess. Sýningin er í Duushúsum í Reykjanesbæ.

Tímamótasamningur um uppbyggingu miðsvæðis í Reykjanesbæ

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála ­ , efna hags ­ og innviðaráðherra, og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu í síðustu viku samkomulag milli ríkis og Reykjanesbæjar vegna uppbyggingar akademíureitsins svokallaða.

Akademíureiturinn er land í eigu íslenska ríkisins (Sunnubraut 35 sem afmarkast af Sunnubraut til vesturs, Þjóðbraut til norðurs, Afreksbraut til suðurs og Frekjunni til austurs) en með þessu samkomulagi koma aðilar sér saman um að vinna að frekari þróun og þéttingu byggðar á reitnum fyrir miðbæjartengda starfsemi.

Stefnt er að því að auka byggingarmagn reitsins úr 20.000 m² í 54.600 m² og er áformað að 20% af því byggingarmagni verði

undir íbúðabyggð, eða um 120 íbúðir, 43.600 m² er svo áætlað undir verslun og þjónustu. Um er

„Þessi verkefni haldast í hendur“

að ræða þróunarverkefni þar sem gert er ráð fyrir útboði um þróun á deiliskipulagsgerð á reitnum.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir mikil samlegðaráhrif vera á milli uppbyggingar og þróunar akademíureitsins og uppbyggingu íþróttamannvirkja við Afreksbraut.

Eru einhver drög að uppbyggingu farin að myndast á þessum reit?

„Já, við vorum búin að vinna ákveðin drög að skipulagslýsingu sem felur í sér að þarna verði verslun og þjónusta á jarðhæð og síðan íbúðir á efri hæðum. Það á eftir að vinna það nánar og við, sveitarfélagið, sjáum algjörlega um skipulagsvinnuna. Þannig að við skipuleggjum þetta en sjáum fyrir okkur að bjóða út og fá til okkar einhverja áhugasama þróunaraðila sem vilja þennan reit með okkur þannig að hann nýtist bæði íbúum og þeim sem heimsækja okkur sem best.“

Samkvæmt þessu þá er nálægt þreföldun á byggingarmagni sem á að koma fyrir á þessum reit – og nóg er plássið. Væri ekki í raun og veru hægt að koma meiru fyrir?

„Það á eftir að koma í ljós. Við gerum ráð fyrir þessu, 120 íbúðum, og erum að auka nýtingu á lóðinni. Nú byrjar sú vinna af fullum krafti. Það er allt undir í þessu. Við eigum eftir að fá hugmyndir og við höfum kannski einhverja hugmynd og svo kemur einhver þróunaraðili, eins og við sjáum að gerðist á Selfossi og er núna að gerast í Borgarnesi, sem er með einhverjar ennþá betri hugmyndir. Þannig að við þróum þetta saman – og íþróttaakademían er hluti af þessum þróunarreit. Þannig að við sjáum fyrir okkur að hún verði seld inn í þróunarverkefni, þannig að við eigum eftir að sjá breytingu á nýtingu á þessum reit.

Samhliða því munum við hefja uppbyggingu á íþróttasvæðinu við Afreksbraut. Þannig að þessi tvö verkefni haldast í hendur.“

Ef akademían verður seld þá er fimleikadeildin komin út á guð og gaddinn.

„Nei, samt ekki. Við sjáum fyrir okkur að ef við auglýsum akademíuna til sölu, og einhverjir áhugasamir aðilar vilja koma inn í það, að við gerum einhverskonar samkomulag um að geta nýtt þessa aðstöðu á meðan við erum að byggja nýtt hús. Við sjáum að það eru ofboðslega mikil samlegðaráhrif á milli þessa tveggja verkefna.“

Hvernig er staðan á þeirri vinnu? Er einhver hönnunarvinna farin af stað?

„Hönnunin er mjög langt komin. Jón Stefán Einarsson, arkitekt á JeEs arkitektar, er að vinna það með okkur og það er verið að vinna það í nánu samstarfi við íþróttafélögin. Það er búið að kynna þetta

Ráðherra sagði það vera stórt skref fyrir Reykjanesbæ að geta hafið skipulagningu á reitnum sem er á besta stað, miðsvæðis í bænum.

„Ríkið á lóðir og lendur víða, þar sem eru einmitt svona göt í þróuninni,“ sagði Sigurður og átti þá við lóðir sem standa illa nýttar og hamla jafnvel uppbyggingu innan sveitarfélaga. „Húsnæðisstefnan sem var samþykkt á þingi og stefna ríkisstjórnarinnar er að örva húsnæðisuppbyggingu, að koma þessum lóðum og lendum til sveitarfélaganna sem geta þá farið að virkja þær. Til dæmis með svona samkomulagi eins og við gerum í dag, þar sem ríkið á áfram landið en í góðu

fyrir þeim og taka inn þeirra óskir og væntingar, þetta er bara mjög langt komið.“

Ertu með einhverjar tölur um umfangið á þessu mannvirki? Stendur til að koma sem flestum deildum þarna inn og hætta að leigja undir þær húsnæði víðsvegar um bæinn eins og nú er gert?

„Ég er ekki með neinar tölur í kollinum en þarna stendur til að byggja 1.500 manna stúku fyrir knattspyrnuna, reisa fimleikahúsið og vera með sali fyrir aðrar deildir, sem eru nú í víkjandi húsnæði. Við verðum með skrifstofuaðstöðu fyrir bæði Keflavík og Njarðvík þarna, það stendur til að sú aðstaða verði samnýtt þarna. Við verðum líka með sali sem verður hægt að leigja út, bæði tekjuskapandi fyrir félögin og líka þar sem þau geta haldið sitt eigið. Í framhaldinu verður byggður skóli þarna á svæðinu með skólaíþróttahúsi. Þetta verður risastórt og mjög spennandi verkefni.“

Halldóra segir að þarna verði margir æfingavellir fyrir knattspyrnuna en í skýrslu sem var unnin í sambandi við íþróttastarf í Reykjanesbæ var aðstaða fyrir knattspyrnudeildirnar og fimleikana merkt með eldrauðu, þar á eftir komu þessar deildir sem eru í víkjandi húsnæði.

Þannig að þetta verður eitt stórt íþróttasvæði, Laugardalurinn í Reykjanesbæ. Það vantar bara þjóðarleikvang.

„Við erum samt að gera ráð fyrir því að fótboltavöllurinn sem verður þarna, aðalvöllurinn, muni uppfylla skilyrði sem þarf að uppfylla til að halda landsleiki. Við erum með frábæran hóp sem stýrir þessu verkefni, þar er t.d. einn sem er í mannvirkjanefnd KSÍ [Knattspyrnusambands Íslands]. Þannig að við erum að gera ráð fyrir að geta haldið landsleiki, ef það verða ekki A-landsleikir þá erum við alla vega að horfa í U21 árs. Þannig að við getum boðið upp á þennan völl til þess.“

Það eru skemmtilegar fréttir. Þannig að það er ekkert verið að tjalda til einnar nætur þarna.

„Nei, við viljum ekki gera það en það skiptir máli að íþróttafélögin séu saman í þessu. Það verði samvinna á milli þeirra því það er miklu einfaldara fyrir okkur að gera einu sinni frábært en við munum líklega ekki ná að gera það á sitthvorum staðnum. Mér finnst allir vera að ganga í takt og þess vegna skiptir þessi samvinna á milli þessara félaga svo miklu máli.“

samkomulagi við sveitarfélagið hvernig við skiptum ábatanum af uppbyggingunni en tryggjum að sveitarfélagið hafi alla stýringu á þróun og uppbyggingu þess í anda sem viðkomandi sveitarfélag vill.“

Þannig að það eru engin drög komin að einhverri uppbyggingu þarna, þetta er kannski bara fyrsta skrefið.

„Þetta er fyrsta skrefið af okkar hálfu, ég veit að sveitarfélagið hefur verið með í bígerð og ég býst við að þarna verði spennandi þróunarreitur til þess að búa til skemmtilegan miðbæjarkjarna hérna í Reykjanesbæ.“

Myndir: gagarín

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum

Fólkið frá Vörum í Garði í nýrri bók

Út er komin bókin Fólkið frá Vörum í Garði sem Níels Árni Lund hefur tekið saman. Útgáfa bókarinnar var kynnt á samkomu á Garðskaga á dögunum þar sem saman var kominn fjöldi fólks ættað úr Vörum til að kynna sér útgáfu bókarinnar og tryggja sér fyrstu eintökin. Í bókinni er rakin saga útvegsbændanna Halldórs Þorsteinssonar og Kristjönu Pálínu Kristjánsdóttur í Vörum aftur í aldir, einkum þó Halldórs, sem var einn af 15 börnum Þorsteins Gíslasonar og Kristínar Þorláksdóttur í Melbæ í Leiru og síðar Meiðastöðum í Garði. Þorsteinn var kunnur sjósóknari, foringi byggðarlagsins og mikið hreystimenni – þriðji liður frá séra Snorra á Húsafelli. Krist-

jana og Halldór keyptu Varajörð 1910 og stunduðu þar búskap og

útgerð. Þau eignuðust 13 börn. Halldór þótti einstakur skipstjóri og aflakló. Kristjana stýrði stóru heimili og vann við fiskvinnsluna þegar stundir gáfust. Varafjölskyldan var stór þátttakandi í félagslífi Garðsins. Allir bátar Halldórs báru nafnið Gunnar Hámundarson. Við bát og útgerð tóku synir Varahjónanna, Þorvaldur og Gísli, kunnir aflaskipstjórar svo og Þorsteinn Kristinn sem sá um fiskvinnsluna. Undir lok 20. aldarinnar tók þriðja kynslóðin við af þeim.

Bókin er 260 blaðsíður og prýdd fjölda mynda.

Panta má bók með því að hafa samband á netfangið Lund@ simnet.is eða hringja í síma 893 5052.

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

Nóvember er búinn að vera ansi erfiður gagnvart veðrinu en öllum stormum lýkur á endanum. Frá því síðasti pistill var skrifaður þá lagaðist veðrið töluvert og það mikið að meira segja handfærabátarnir frá Sandgerði gátu farið á sjóinn. Reyndar voru margir færabátar á sjó daginn sem þessi pistill var skrifaður en aflatölur voru ekki komnar þegar þessi pistill var skrifaður.

Veiðin hjá færabátunum var frekar treg. Flestir af þeim fóru í röstina að eltast við ufsa. Guðrún GK var með 334 kíló, Dóra Sæm HF með 236 kíló, Dímon GK með 526 kíló og Snorri GK með 340 kíló. Allir þessir bátar lönduðu einu sinni.

Þetta þýddi líka að línubátarnir gátu farið á sjóinn. Dúddi Gísla GK er kominn til Sandgerðis en móðir náttúra ræsti í gang enn eitt eldgosið og við höfum séð hvaða afleiðingar það hafði, allvega varðandi bílastæðið við Bláa Lónið. Dúddi Gísla GK er kominn með 32 tonn í sjö róðrum, þar af eru 5,3 tonn landað í Sandgerði. Margrét GK náði líka að fara út og hefur landað 34 tonnum í fimm róðrum, mest 8,3 tonnum. Reyndar er það nú svo að þessir tveir bátar eru að fá félagsskap því Fjölnir GK er kominn að austan og þegar þessi

pistill er skrifaður þá voru Hópsnes GK og Óli á Stað GK líka að koma suður. Stakkavík ehf gerir út þá báta og út af því sem er í gangi við Grindavík þá er fiskvinnsla Stakkavíkur ehf í Sandgerði, í húsnæði Nýfisks. Hjá netabátunum þá gengur vel hjá Erlingi KE, hann er kominn með 94 tonn í átta róðrum. Halldór Afi GK er með 26 tonn í átta róðrum. Addi Afi GK með 12,4 tonn í sex róðrum og Sunna Líf GK með 10 tonn í sex róðrum. Hjá dragnótabátunum var líka góð veiði. Benni Sæm GK er kominn með 83 tonn í átta róðrum og þar af 24 tonn í einni löndun, sem fékkst eftir brælutíðina. Siggi Bjarna GK með 66 tonn í átta róðrum og mest 19,3 tonn í einni löndun, sem líka var eftir bræluna.

Ef við förum aðeins út á land þá eru stóru línubátarnir að veiða mjög vel. Sighvatur GK er með 449 tonn í þremur löndunum og mest 161,7 tonn í einni löndun, og Páll Jónsson GK með 448,2 tonn, líka í þremur róðrum og mest 160,7 tonn. Mjög lítill munur er á þeim tveimur og báðir eru að landa á Skagaströnd.

Einhamars bátarnir hafa veitt mjög vel, sérstaklega Vésteinn GK en hann er kominn með 153 tonn í ellefu róðrum og mest 25,6 tonn í einni löndun, báturinn er búinn að vera að landa fyrir austan og núna síðast á Hornafirði. Af þessum afla er 101 tonn af þorski. Auður Vésteins SU er með 143 tonn í fjórtán róðrum og mest 19,9 tonn í einni löndun og Gísli Súrsson GK er með 86 tonn í átta róðrum.

Frá kynningu bókarinnar á garðskaga á dögunum. vF/Hilmar bragi

JÓHANN FRIÐRIK

3. SÆ TI SUÐUR

Alþingismaður

— Bætt heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

— Flugstöð Leifs Eiríkssonar í þjóðareign

— Örugg landamæri

Ágæti kjósandi

Á laugardaginn gefst okkur tækifæri til þess að kjósa heimamann á þing sem hefur sýnt það í verki hvernig á að starfa af heilindum og dugnaði í þágu samfélagsins á

Suðurnesjum. Okkar þingmaður, okkar áherslur!

Kjósum Jóhann Friðrik á þing og setjum X við B á kjördag!

Stuðningsfólk

Hraun hefur runnið í gríðarlegu magni frá eldstöðinni á Sundhnúkasprungunni og til vesturs að varnargörðum við Svartsengi. Hraunið náði að bílastæði bláa lónsins á um hálfum sólarhring eftir að eldgosið hófst. Hraunið færði 350 bílastæði á kaf á um tveimur klukkustundum. Hraunið hélt svo ferð sinni áfram og hefur breitt úr sér á svæðinu. Það er allt að níu metra þykkt þar sem það er þykkast. Myndina tók Ísak Finnbogason, ljósmyndari víkurfrétta, í ljósaskiptunum á laugardagskvöld.

Tíunda eldgosið var óvænt

NÁTTÚRUVÁ

Hilmar Bragi Bárðarson

hilmar@vf.is

Sjöunda eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni og það tíunda í hrinu eldgosa á Reykjanesskaganum hófst miðvikudagskvöldið 20. nóvember kl. 23:14. Eldgosið kom vísindamönnum á óvart.

Fljótlega varð ljóst að eldgosið var ekki af sama krafti og gosið sem hófst í ágúst. Það kom þó ekki í veg fyrir að eldgosið ógnaði fljótlega innviðum. Hratt hraunrennsli til vesturs leiddi hraunstrauminn að Grindavíkurvegi, þangað sem hann var kominn um miðja nótt. Tólf tímum eftir að eldgosið hófst var hrauntungan komin að bílastæðinu við Bláa lónið. Bílastæðið fór svo undir hraun á tveimur klukkustundum og þar tók hraunið að breiða úr sér.

Hörð atlaga að varnargörðum

Hraunjaðarinn gerði harða atlögu að varnargörðum við Svartsengi og þar hefur verið unnið allan sólarhringinn að undanförnu. Hraunið er kælt með vatni og varnargarðar hækkaðir. Í öllum hamförunum rofnaði háspennustrengur sem liggur yfir hraunið samhliða Njarðvíkuræðinni, sem flytur heitt vatn úr Svartsengi og á Fitjar. Hún hefur

Hraunið myndaði ála og rann hratt í þeim yfir grindavíkurveginn og vestur með varnargörðunum og að bláa lóninu. Þar færði hraunið bílastæðin á kaf. Þá hefur hraunið gert harða atlögu að varnargörðunum en ekki komist yfir þá. vF/Hilmar bragi

haldið en um tíma var óttast að æðin gæti rofnað með tilheyrandi vandræðum. Voru íbúar Suðurnesja beðnir um að búa sig undir að svo gæti farið. Eldfjallafræðingurinn Ármann Höskuldsson er einn þeirra vísindamanna sem fylgst hefur vel með því sem sem á dagana hefur drifið á Reykjanesskaganum. Hann segir eldgosið sem hófst 20. nóvember vera í meðalstærð og í stíl við öll hin.

eldvörp og reykjanestá taka við af Sundhnúkasprungunni

„Þetta er sama sprungan, Sundhnúkasprungan, sem er í raun jaðarinn á Evr-Asíuflekanum

og á meðan við erum að losa um spennuna þar þá kemst kvikan upp. Við erum komin með nokkur gos hérna sem þýðir að þegar þessi hluti af flekanum er búinn að losa um sína spennu förum við að losa um spennu í Eldvörpum og líklega úti á Reykjanestá,“ segir Ármann í viðtali við Víkurfréttir.

Ármann lýsir aðstæðum þannig að flekamótin eru um tíu kílómetra breið. Gengið er inn á Ameríkuflekann við Brú milli heimsálfa. Inn á Evr-Asíuflekann er svo farið við Sundhnúkasprunguna.

„Við erum byrjuð að losa um spennu þar. Við byrjuðum að losa um spennu austast og svo á eftir að losa spennu hér í miðjunni og við Ameríkuflekann,“ segir Ármann

og bætir við: „Fyrir ári síðan byrjuðum við að losa spennuna syðst á Sundhnúkasprungunni, sem er Grindavík. Þar kemur ekki kvika upp þar sem þetta er tvenns konar ferli. Annars vegar er kvika sem er að koma inn. Svo er það flekahreyfingin sem rífur allt í sundur og kvikan kemst upp útaf því. Það að þetta fór svona norðanlega í ágúst bendir til þess að við séum farin að losa um spennu þar.“

Pípan upp á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells

Eldgosin eiga nær öll upptök sín á miðri sprungunni milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. „Þar er greinilega pípan upp. Síðan fer þetta eins og blævængur upp í flekamótasprunguna. Nú er hleðslan orðin það mikil inni á svæðinu og brattinn er meiri til vesturs og þess vegna fáum við núna meira hraun til vesturs og þennan mikla hraunstraum,“ segir Ármann og vísar til hraunsins sem runnið hefur í miklu magni að Svartsengi. Vegna halla í landinu fer hraunið í ála, kólnar minna og rennur því hraðar í stað þess að breiða úr sér. Hann segir varnargarðana virka vel í þessu ástandi. Landið sé tiltölulega flatt og þar séu kjöraðstæður fyrir varnargarða. Fram hefur komið í fréttum að hraunið sem rann vestur með varnargörðunum og yfir bílastæðin við Bláa lónið er á nokkrum stöðum um níu metrar að þykkt. Það er eins og um þriggja hæða bygging.

Hraun rennur yfir bílastæðin við bláa lónið síðasta fimmtudag. vF/Hilmar bragi

á Sundhnúkagígaröðinni á miðnætti 20. nóvember. vF/Hilmar bragi

Hér
Viðreisn í Suðurkjördæmi Á ferðinni fram að kosningum

Dagskrá

SUÐURLAND

Mömmustund og hádegisverður með

Söndru Sigurðardóttur, frambjóðanda

27. nóvember, 13:00–14:00

Kosningastofa Suðurkjördæmis á Suðurlandi, Austurmörk 2, Hveragerði

SUÐURLAND

Jólakvöld, jólaglögg, jólatónlist með

Dagný Sif söngkonu, Arnari Péturssyni í Mammút og Heimi Eyvindarsyni í Á móti sól

29. nóvember, 20:00

Kosningastofa Suðurkjördæmis á Suðurlandi, Austurmörk 2, Hveragerði

SUÐURNES

Kosningaka með frambjóðendum

Suðurkjördæmis í Reykjanesbæ

30. nóvember, 13:00–17:00

Kosningastofa Suðurkjördæmis

á Suðurnesjum, Grófin 2, Reykjanesbær

SUÐURNES

SUÐURNES

Ka spjall með Guðbrandi Einarssyni á Reykjanesi

27. nóvember, 16:00-18:00

Kosningastofa Suðurkjördæmis á Suðurnesjum, Grófin 2, Reykjanesbær

SUÐURNES

Jólakvöld og jólaglögg með Guðbrandi Einarssyni

29. nóvember, 20:00

Kosningastofa Suðurkjördæmis á Suðurnesjum, Grófin 2, Reykjanesbær

Pub Quiz með Jóni Gnarr og öllum frambjóðendum, skemmtun í boði Breiðbandsins og Guðbrands Einarssonar. *Fríir drykkir á meðan birgðir endast

28. nóvember, 20:00

Brons, Sólvallagata 2, Reykjanesbær

SUÐURLAND

Kosningaka með frambjóðendum

Suðurkjördæmis í Hveragerði

30. nóvember, 13:00–17:00

Kosningastofa Suðurkjördæmis á Suðurlandi, Austurmörk 2, Hveragerði

Verið velkomin á kosningastofur Viðreisnar í Suðurkjördæmi í Veisluhöllinni, Austurmörk 2, Hveragerði og í Grófinni 2, 230 Reykjanesbæ Opnunartímar eru alla virka daga milli kl. 16 og 19 og um helgar milli kl. 13 og 18.

Glæsilegasti leikskóli landsins í Sandgerði

n Stærsta fjárfesting sögunnar hjá Suðurnesjabæ. Vistar 130 börn í sex deildum og kostaði 1.300 milljónir. „Erum í skýjunum með flottan leikskóla,“ segir Arnbjörg Elsa leikskólastjóri

„Þetta er líklega einn glæsilegasti leikskóli landsins en jafnframt lang stærsta einstaka fjárfesting Suðurnesjabæjar til þessa,“ sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, við formlega vígslu leikskólans Grænuborgar í Sandgerði á mánudag.

Grænaborg er sex deilda með tilheyrandi stoðrýmum, eldhúsi og veglegri aðstöðu fyrir starfsfólk.

Gert er ráð fyrir 130 börnum og eftir opnun hans hafa öll börn sem sótt hafa um pláss komist að. Leikskólinn er 1.135 fermetrar að flatarmáli, leikskólalóðin er 3.800 m 2 og stærð aðkomulóðar 2.700 m 2. Heildarkostnaður er um 1,3 milljarður króna.

Grænaborg hóf starfsemi í ágúst sl. og leysir af að fullu leikskólann Sólborgu.

Jón Ben Einarsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Suðurnesjabæjar, var eftirlitsmaður með framkvæmdinni sem tók rúm-

lega tvö ár en fyrsta skóflustunga var tekin í október 2021. Aðalverktaki var Bragi Guðmundsson, byggingaverktaki úr Suðurnesjabæ, en arkitekt og aðalhönnuður JeES arkitektar.

„Það var skipaður starfshópur í upphafi og hann fór og skoðaði marga leikskóla til að fá punkta.

Meðal þátta sem komu fram í þessum heimsóknum var áhersla á hljóðvist og aðstöðu starfsfólks, mikilvægt að vanda til lýsingar og loftræstikerfis. Þetta var allt gert ásamt mörgu öðru. Við framkvæmdina komu margir verktakar og iðnaðarmenn úr Suðurnesjabæ en aðrir, nær allir frá Suðurnesjum.

Þess má geta að sama teikning var notuð við byggingu nýs leikskóla í Hlíðahverfi í Reykjanesbæ en hann opnar á næstu vikum.

Arnbjörg Elsa Hannesdóttir er leikskólastjóri Grænuborgar en skólinn er rekinn af Suðurnesjabæ. Hún sagði að starfið gengi vel og mikil ánægja væri með nýja leikskólann. Börnin eru frá átján mánaða aldri til fimm ára. Hún segir að vel hafi gengið að manna skólann. „Við erum í skýjunum með þetta og allt gengur ótrúlega vel. Allir eru svo samstilltir. Við finnum mjög vel fyrir hvað hljóðvistin er mikilvæg,“ sagði hún.

Páll Ketilsson pket@vf.is

grænaborg er grænn og glæsilegur leikskóli í Sandgerði. vF/hilmarbragi.

Magnús bæjarstjóri flutti ávarp við formlega vígslu grænuborgar og síðan blessaðir Sr. Sigurður grétar Sigurðsson bygginguna og starfið. vF/pket

Magnús, bæjarstjóri, arnbjörg elsa, leikskólastjóri, og karen Sif Sverrisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, höfðu ástæðu til að brosa.

Jón ben einarsson frá Suðurnesjabæ, Jón Stefán einarsson, arkitekt, og Hjalti Már brynjarsson hjá grjótgörðum sem sáu um útisvæðið.

bragi guðmundsson, byggingaverktaki, byggði grænuborg. Hér kemur hann færandi hendi og arnbjörg elsa tekur á móti honum.

Hólmfríður JennýjarÁrnadóttir

1. sæti Suðurkjördæmi

Sviðamessa Lions í Grindavík haldin með pompi og prakt

„Ég samþykkti að taka við formennskunni u.þ.b. einu og hálfu ári áður en þessi ósköp gengu yfir í Grindavík,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson, formaður Lionsklúbbs Grindavíkur en hin árlega sviðamessa þeirra var haldin föstudaginn 1. nóvember. Sviðamessan í fyrra var það síðasta sem gert var fyrir rýmingu og það hefur verið áskorun að halda starfinu gangandi síðan hremmingarnar gengu yfir í Grindavík en mikil stemning skapaðist fyrir sviðamessunni í ár, sem var það fyrsta sem Lions­menn í Grindavík gátu gert í Grindavík.

Oftast hefur sviðamessan verið haldin á Sjómannastofunni Vör en sökum mikils áhuga þurfti að færa messuna í glæsilegan sal Bryggjunnar. Vilhjálmur Lárusson, matreiðslumaður, sem rekur Sjómannastofuna Vör, mætti með pottana og starfsliðið og úr varð dýrinds veisla og höfðu menn á orði að sviðin hefðu bragðast einstaklega vel.

Menn stigu í pontu og ein kona gerði það sömuleiðis, Kristín Linda Jónsdóttir sem er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Venjulega er sviðamessan herrakvöld en Kristín og ein önnur kona úr Sjálfstæðisflokknum héldu uppi heiðri kvenna. Það var ekki bara Sjálfstæðisfólk sem mætti, Miðflokksmenn mættu líka og Bergþór Ólafsson steig í pontu og reitti af sér brandara. Menn sungu saman og söngvarinn Geir Ólafsson sem nýlega gaf Grindvíkingum lag, tók nokkur vel valin lög.

Eiríkur hefði líklega geta valið sér betri tíma til að taka við formennsku í Lionsklúbbi Grindavíkur.

„Ég tók við hlutverkinu í sumar en starfið okkar hefst venjulega á haustin. Þegar allt er eðlilegt er fundað tvisvar sinnum í mánuði. Ég var búinn að samþykkja að taka við formennskunni af Herði Jónssyni sem var á undan mér, u.þ.b. einu og hálfu ári áður og auðvitað gat maður ekki séð fyrir hvað var framundan í Grindavík. Þetta hefur verið krefjandi en klúbbmeðlimir eru samstíga og þetta hefur gengið nokkuð vel myndi ég segja. Það er sniðugt hvernig Lions gerir þetta, það er alltaf starfandi þriggja manna stjórn með formanni, gjaldkera og ritara, svo er varanefnd líka klár og situr fundina með aðalstjórninni árið á undan og er því tilbúin að taka við stjórninni. Þetta er raun svipað og alheimsforseti Lions gerir, hann byrjar sem þriðji varaforseti og gengur svo upp ár frá ári og endar sem forseti, er því búinn að hafa góðan tíma til að kynna sér starfið áður en hann tekur svo við. Alheimsforsetinn var einmitt í heimsókn hjá okkur á dögunum og var gaman að setja sig í hlutverk leiðsögumannsins og segja frá því sem borið hefur á góma í Grindavík frá því að hamfarirnar áttu sér stað. Fabrizio Oliveira var djúpt snortinn að sjá Grindavík ég held að þessi heimsókn hans muni ekki minnka líkurnar á að Grindavík fái rausnarlega aðstoð frá hjálparsjóði Lions en hefð er fyrir því að alheimsforsetinn taki við formennsku í

sjóðnum að loknu starfi sínu sem alheimsforseti.“

tvíburabræður

Það er gaman frá því að segja að Eiríkur og Lionsklúbbur Grindavíkur eru nánast eins og tvíburabræður.

„Lionsklúbbur Grindavíkur var stofnaður 1. maí árið 1965 og ég leit heiminn fyrsta sinni tveimur vikum áður, 16. apríl. Því lít ég nokkurn veginn á okkur sem tvíburabræður en ég er búinn að vera félagi í Lions í u.þ.b. tuttugu ár og kann afskaplega vel við mig í þessum félagsskap. Við ætlum að stefna á að funda einu sinni í mánuði í vetur í stað tveggja, menn eru tvístraðir út um allt og við fengum inni í höfuðstöðvum Lions í Kópavogi og kunnum þeim bestu þakkir fyrir. Hver veit, kannski getum við flutt fundina til Grindavíkur en tíminn verður bara að leiða það í ljós, mönnum fannst frábært að geta haldið sviðamessuna en hún var einmitt það síðasta sem við gátum gert í fyrra áður en ósköpin dundu yfir. Það er gott hljóð í okkur Lionsmönnnum og við munum halda ótrauðir áfram,“ sagði Eiríkur.

Mest í slagtogi við sjálfan sig

Jón Steinar Sæmundsson er ljósmyndari í fremstu röð og hafa myndir hans vakið verðskuldaða athygli. Hægt er að sjá myndir hans á Facebook-síðunni Báta og bryggjubrölt.

„Jú, það má kannski segja að það komi fyrir að ég sé hinum megin við myndavélina en ekki sjálfur í viðtali. Það var gaman að koma á þessa sviðamessu, þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og ég skemmti mér hið besta, sviðin voru einstaklega góð. Ég er ekki félagi í Lions og er ekki í neinum slíkum félagsskap, er bara mest í slagtogi með sjálfum mér.

Hlutirnir eru farnir að líta betur út í Grindavík, búið að opna bæinn og lífið eykst dag frá degi. Ég vinn hjá Vísi og held að mér sé óhætt að segja að við séum komnir á full afköst. Ég hef verið alla daga í Grindavík að undanförnu en við fjölskyldan settumst að í InnriNjarðvík, keyrslan í vinnuna er eins stutt og hugsast getur og við ætlum að sjá hvernig málin þróast og munum væntanlega flytja til baka við fyrsta tækifæri. Ég tek myndavélina eiginlega alltaf með mér, ég hef tekið mjög margar myndir af bátum og skipum og svo hef ég líka myndað talsvert af landslagi. Hvort eða hversu góðar myndirnar eru verða aðrir að dæma um, það er enginn dómari í eigin sök. Ég á

Færðu messuna upp á Bryggjuna vegna fjölda

mikið af myndum af landslaginu hér í kringum Grindavík fyrir þessa atburði, það verður gaman að bera þær myndir við nýjar myndir af sama svæði, gjörbreyttar aðstæður,“ sagði Jón Steinar.

getum séð um okkur sjálf

Björn Haraldsson, öðru nafni Bangsi í Bárunni, hefur ekki látið margar sviðamessurnar fram hjá sér fara.

„Því lít ég nokkurn veginn á okkur sem tvíburabræður en ég er búinn að vera félagi í Lions í u.þ.b. tuttugu ár og kann afskaplega vel við mig í þessum félagsskap.“

„Ég stoppaði stutt við í Lionsklúbbi Grindavíkur á sínum tíma, ég hef venjulega verið hálf utanveltu en ég hef alltaf reynt að koma á þessa sviðamessu ef ég hef verið heima. Mér finnst þessi matur mjög góður og félagsskapurinn er alltaf góður og líklega er þetta besta sviðamessan sem ég hef farið á, það er svo gaman að loksins sé búið að opna Grindavík og ég hef á tilfinningunni að nú sé leiðin bara upp á við. Í gríni hefur mér verið núað

upp úr því að vera ekki fæddur og uppalinn Grindvíkingur en margir þeirra eru flúnir út úr bænum með skottið á milli lappanna en hér er ég ennþá og er ekki á förum. Við hjónin búum í Auðsholti austur í hverfi, þetta er fallegasti staður í heimi og er það næsta við himnaríki að okkar mati. Varðandi framtíð Grindavíkur þá verður þetta að fara í gang ekki seinna en í gær! Það er mjög jákvætt að búið sé að opna bæinn og nú þurfum við bara að losna við Almannavarnir og lögreglustjórann, við getum séð um okkur sjálf,“ segir Bangsi.

gaf grindvíkingum lag

Söngvarinn Geir Ólafsson er venjulega gjafmildur maður og sérstaklega þegar jólahátíðin nálgast en hann hefur undanfarin ár staðið fyrir glæsilegri jólasýningu með galakvöldverði, Las Vegas Christmas show. „Ég er ekki meira „celeb“ en þeir Grindvíkingar sem eru hér í kvöld, þeir eiga heiður skilinn að vera komnir á þessa skemmtun og ætla sér að byggja bæinn upp. Þegar beiðnin um að troða upp á skemmtuninni barst mér var þakklæti það fyrsta sem flaug upp í huga minn, þakklæti yfir að það sé hægt að halda skemmtun hér á nýjan leik. Ég var nýbúinn að gefa Grindvíkingum lag að gjöf en lagið er reyndar bandarískt en með texta eftir Kristján Hreinsson, einn færasta textahöfund Íslands. Hann undirritaði textablaðið og gaf bæjarstjórn Grindavíkur og ég er mjög stoltur að fá að koma að þessu verkefni, ekki síst þar sem heimsfrægir tónlistarmenn spila í laginu. Ég get nefnt menn eins og Bernie Dresel sem er talinn á meðal bestu trommara í heiminum, Don Randi sem vann mikið með Elvis Presley og ótal fleiri. Þetta eru sömu spilarar og spila undir í Las Vegas Christmas show sem ég hef verið með undanfarin ár, þeir gáfu allir vinnu sína við spila inn á þetta lag og ekki nóg með það, þeir spurðu mikið hvernig Grindvíkingar hefðu það. Það var gaman hvernig ég komst í kynni við þessar kanónur, það byrjaði árið 2003 þegar við vorum að reyna að fá Nancy Sinatra til að halda tónleika hér. Það gekk ekki en Don Randi bauð mér í staðinn að koma út til Hollywood og syngja á veitingastaðnum sínum og það gekk mjög vel og góð kynni tókust á með okkur.

Salan á showið gengur vel en þetta er mjög gott kvöld myndi ég segja, það er þriggja rétta galakvöldverður og frábært show, ég hlakka mikið til,“ sagði Geir að lokum.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

30 ára afmælis-Óperugala af bestu gerð

Í tilefni af 30 ára afmæli sveitarfélagsins 2024 samþykkti bæjarstjórn

Reykjanesbæjar í lok síðasta árs að leggja nokkurt fé í sjóð sem einstaklingar, félög, menningarstofnanir o.fl. gætu sótt um styrki í til fjölbreytts viðburðarhalds í tilefni af 30 ára afmæli sveitarfélagsins. Fjölmargar umsóknir bárust og þar á meðal var ein frá óperufélaginu Norðurópi sem hugðist, í samstarfi við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, efna til fjölbreyttra óperugala hátíðartónleika sem fóru svo fram í Stapa Hljómahöll laugardaginn 16. nóvember síðastliðinn.

Norðuróp hefur starfað í Reykjanesbæ frá 2001 en var stofnað á Akureyri 1999 og fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, hefur verið listrænn stjórnandi frá upphafi og hefur félagið flutt fjöldan allan af óperum og óperutónleikum á þessum 25 árum undir hans stjórn. Margir ungir söngvarar hafa fengið tækifæri til að syngja óperuhlutverk á vegum Norðuróps í bland við landsþekkta stórsöngvara og þannig fengið tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á óperusviðinu. Nánari upplýsingar má finna á www.nordurop.is Á þessum tónleikum kom fram fjöldi heimamanna, bæði sem hluti af hátíðarkórnum eða sem einsöngvarar, ásamt kennurum og langt komnum nemendum úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem léku í hljómsveit sem annars var skipuð atvinnuhljóðfæraleikurum úr Reykjavík undir stjórn Jóhanns Smára en konsertmeistari var Una Sveinbjarnardóttir. Út-

koman var í stuttu máli stórglæsilegir hátíðartónleikar af bestu gerð þar sem söngvarar og hljómsveit fóru á kostum og heimamaðurinn Kristján Jóhannsson kynnti hvert atriði af fætur öðru af sinni alkunnu snilld. Í einu atriðinu söng sameiginlegur kór barna úr Barnakór Sandgerðisskóla, Barnakór Gerðaskóla og Englaröddum Keflavíkurkirkju.

Efnisskráin samanstóð af þekktum aríum og kórum úr óperum eftir Verdi, Mozart, Puccini, Bizet o.fl. Fyrir hlé komu fram einsöngvararnir Arnheiður Eiríksdóttir og Dísella Lárusdóttir, sem báðar hafa gert garðinn frægan erlendis, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Aron Cortes, Cesar Alonzo Barrera, sem kom alla leið frá Argentínu af þessu tilefni,

Davíð Ólafsson, Jelena Raschke, Birna Rúnarsdóttir og Rósalind Gísladóttir. Auk þess flutti hátíðarkórinn nokkra óperukóra, þar á meðal einn úr Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar, bróður Jóhanns Smára.

Eftir hlé bættust í hópinn þau Marius Kraujalis, Alexandra Chernyshova, Guðmundur Karl Eiríksson, Júlíus Karl Einarsson, Bragi Jónsson, Bryndís Schram Reed, Linda Pálína Sigurðardóttir og Steinunn Björg Ólafsdóttir. Er skemmst frá að segja að þeir fjölmörgu tónleikagestir sem fylltu Stapann skemmtu sér konunglega á þessum stórviðburði í menningarlífi Reykjanesbæjar og megum við vera bæði stolt og þakklát fyrir að hafa á slíku hæfileikafólki að skipa í bæjarfélaginu okkar. Til hamingju öll sem að undirbúningi og framkvæmd þessa stór viðburðar komu.

Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri

Stórtónleikar Más Gunnarssonar

Tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson, sem nú býr í Englandi og stundar tónlistarnám við „The Royal Northern College of Music“ í Manchester, fékk þá hugmynd fyrir nokkrum mánuðum að halda stórtónleika á Íslandi ásamt 30 manna stórhljómsveit sem skipuð var strengjaleikurum, rythmasveit, blásurum o.fl. Hljómsveitina skipuðu fyrrverandi og núverandi samnemendur Más við sama tónlistarskóla. Tilefnið var útgáfa nýrrar hljómplötu Más.

Við tók mikið undirbúningsferli sem náði hámarki þegar 30 manna hópurinn kom til landsins og flutti tvenna tónleika í liðinni viku; þá fyrri í Salnum í Kópavogi, hvar meðal annars mátti sjá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og þá seinni kvöldið eftir fyrir fullsetnum Stapa Hljómahöll. Á efnisskrá voru gömul og ný lög eftir Má ásamt þekktum lögum annarra höfunda í nýjum útsetningum þeirra Richard Prohm,

Þóris Baldurssonar, Stefáns Arnar og Andrew Jones. Stjórnendur voru Eden Saunders og Andi Stott. Már söng og spilaði á flygilinn fremst á sviðinu og með honum stigu á stokk gestasöngvarar á borð við Ísold systur hans, sem átti stórleik sem og söngkonan, Íva vinkona Más og svo enginn annar en grínistinn og söngvarinn Laddi. Má hefur farið mikið fram í söng og hljóðfæraleik og tónsmíðar hans eru skemmtileg

blanda af ljúfum og fallegum lögum ásamt léttum og grípandi melódíum. Í lok tónleikanna þakkaði Már öllum sem studdu hann við undirbúning og framkvæmd tónleikanna. Þar á meðal voru nokkur af helstu fyrirtækjum svæðisins sem gerðu honum kleift að láta þennan draum verða að veruleika. Til hamingju Már og aðrir sem að þessum stórtónleikum komu. Það verður gaman að fylgjast með þessum unga, hugrakka ofurhuga í framtíðinni.

Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri

Skafmiðaleikur Víkurfrétta , verslana og fyrirtækja á Suðurnesjum

VF er boði hjá þessum

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 9., 16. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa eða Nettó Iðavöllum.

Samtals að verðmæti um 2 milljónir króna!

Sjáið veglega útdráttar vinningana á bls. 15.

Það getur borgað sig að gera jólainnkaupin á Suðurnesjum! Skafmiðaleikur Víkurfrétta

Vinsælustu bækurnar!

Sjáið

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 9., 16. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa eða Nettó Iðavöllum.

DOMO klakavél

Húsasmiðjan, Fitjum, Njarðvík

NEGARA ILMOLÍULAMPI MEÐ FJARSTÝRINGU

Gisting fyrir tvo í lúxussvítu á Diamond Suites og aðgangur fyrir tvo í KEF SPA

Gisting á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ og morgunverður fyrir tvo.

Nóa & Síríus konfektkassar

Nettó inneignir í appi

2 stk. 100.000 kr.

3 stk. 50.000 kr. 20 stk. 15.000 kr.

50 þús. kr. gjafabréf

FURNHOUSE - Bonanza leður hægindastóll m/rafmagni að verðmæti 250.000

afsláttur af öllu dagana 5.-7. júni Gjafabréf 30.000 kr.

Glæsilegir

frá 50 verslunum og fyrirtækjum á Suðurnesjum

SJÁVARSETRIÐ SANDGERÐI

NÝBURAR Stapavika er ótrúlega

Drengur fæddur 25. nóvember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 3.874 grömm.

Lengd: 55 sentimetrar.

Foreldrar: Karen Ingibjörg Sigurðardóttir og Bruno Birins. Þau eru búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Saknar einskis við grunnskólann skemmtilegt verkefni

Ásdís Lilja Lindudóttir er fimmtán

ára nemandi í Stapaskóla sem stundar söngnám og finnst frábært þegar fólk getur tjáð tilfinningar sínar. Hún er vingjarnleg og hugulsöm og Ásdís Lilja er ungmenni vikunnar.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Stærðfræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Magnea bekkjarsystir mín. Hún er mjög góð í handavinnu og hugmyndarík manneskja.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar við í Stapaskóla höldum Stapaviku, ótrúlega skemmtilegt verkefni þar sem við erum öll að gera allskonar rannsóknir. Þar erum við að vinna í hópum, prufa rannsóknina okkar og svo í lokin erum við að kynna rannsóknina. Þetta verkefni er krefjandi og rosa skemmtilegt.

Hver er fyndnastur í skólanum? Kormákur kennari.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Picture you – Chappell Roan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Allt pasta.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Lala Land.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna? Vatn, mjög langa

Ungmenni vikunnar:

Nafn: Ásdís Lilja Lindudóttir

Aldur: 15 ára

Bekkur og skóli: 10. bekk í Stapaskóla

Áhugamál: Syngja og leiklist

lestrarbók og eldspýtur. Ég tel þetta vera hluti sem ég myndi nýta mér á eyjunni.

Hver er þinn helsti kostur?

Er mjög vingjarnleg.

ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja? Að geta teleportað.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar einstaklingar geta tjáð tilfinningar sínar.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Fara í framhaldsskóla.

Stundar þú íþróttir eða aðrar tómstundir? Ég æfi söng. ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugulsöm.

VILTU SLÁST Í HÓPINN

OG TAKA ÞÁTT Í UPPBYGGINGU HSS?

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingum með frumkvæði, faglegan metnað og jákvætt hugarfar.

VIÐ AUGLÝSUM EFTIR: n Geislafræðingum n Hjúkrunarfræðingum n Lífeindafræðingum n Sálfræðingum n Sjúkraliðum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir íbúum Suðurnesja fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónustu. Framundan er víðtæk uppbygging sem byggir á stefnu stofnunarinnar til ársins 2030.

Mohammed Omer fór á námsbraut fyrir erlenda nemendur í FS til að læra íslensku. Mohammed stefnir á að verða bifvélavirki og dreymir um að ferðast um heiminn. Mohammed er FS-ingur vikunnar.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla?

Einskis.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?

Til þess að læra íslensku.

Hver er helsti kosturinn við FS?

Góð íslenskukennsla og góðir kennarar.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?

Það er mjög gott félagslíf í FS.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

MJ, af því að hann er frábær.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Omar, Abdullah og Ali.

SMÁ AUGLÝSINGAR

Hefur þú séð mig?

Nóra týndist 15. nóvember frá Akurskóla, Innri­Njarðvík. Vinsamlegast hringdu í 8565850 ef þú sérð hana, 50.000 kr. fundarlaun í boði.

Missing cat from Akurskóli, Innri­Njarðvík.

Please call 856-5850 if you see her. 50.000 ISK award price for finding her.

Störf í

FS-ingur vikunnar:

Nafn: Mohammed Omer

Aldur (fæðingarár): 17 ára (2007)

Námsbraut: Námsbraut fyrir erlenda nemendur (NFE)

Áhugamál: Bílar

Hvað hræðist þú mest? Ekkert. Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Pass.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Elli Egils.

Hver er þinn helsti kostur? Ég er góður vinur.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?

Að verða bifvélavirki.

Hver er þinn stærsti draumur?

Að ferðast um allan heim.

ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Hjálpsamur. Ég vil vera góð manneskja og mig langar að hjálpa fólki.

boði hjá

Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Drekadalur - Deildarstjórar

Drekadalur - Kennarar

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Leikskólakennari

Njarðvíkurskóli - List- og verkgreinakennari

Stapaskóli - Kennari á leikskólastig

Stapaskóli - Tölvuumsjónarmaður

Önnur störf

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Menningar- og þjónustusvið - Starfsmaður í Stapasafn

Menningar- og þjónustusvið - Sérfræðingur í Stapasafn

Eignaumsýslusvið - Verkefnastjóri viðhalds og verkframkvæmda

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Kynntu þér málið hér: www.hss.is/laus-storf

Áframhaldandi framsókn fyrir

Suðurnes

Kæru Suðurnesjamenn

Við í Framsókn erum stolt af því sem við höfum áorkað fyrir Suðurnes á því kjörtímabil sem er að ljúka. Miklar umbætur hafa orðið í heilbrigðisþjónustu á svæðinu, Reykjanesbrautin heldur áfram að byggjast upp, við höfum skrifað undir samninga um stórkostlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ásbrú, samið við Reykjanesbæ um uppbyggingu á landi ríkisins og síðast en ekki síst höfum við stutt við bakið á Grindvíkingum sem upplifa fordæmalausa tíma.

Fyrir þessar kosningar barst okkur í Framsókn öflugur liðsauki í Höllu Hrund Logadóttur sem leiðir lista okkar í Suðurkjördæmi og Fidu Abu Libdeh. Þær munu ásamt mér og Jóhanni Friðriki berjast áfram fyrir umbótum á Suðurnesjum.

Ég bið um stuðning þinn í kosningunum 30. nóvember svo rödd kjördæmisins hljómi áfram sterk á Alþingi Íslendinga og við stjórn landsins.

FIDA

4. SÆTI SUÐUR Orku- og umhverfistæknifræðingur

JÓHANN FRIÐRIK

3. SÆ TI SUÐUR Alþingismaður

SIGURÐUR INGI

2. SÆ TI SUÐUR Fjármálaráðherra HALLA HRUND

1. SÆ TI SUÐUR Orkumálastjóri

Fulltrúar ungmennaráðs á bæjarstjórnarfundinum í reykjanesbæ. vF/Sdd

Símanotkun, svefnleysi og sund

n Áhugaverð erindi ungmenna á bæjarstjórnarfundi

Símanotkun í skóla, andleg heilsa og upphaf skóladags á morgnana og margt fleira var meðal málefna hjá fulltrúum ungmennaráðs Reykjanesbæjar á fundi með bæjarstjórn Reykjanesbæjar í síðustu viku. Tíu ungmenni fluttu ræðu og hlustuðu bæjarfulltrúar á þau. Hrósuðu bæjarfulltrúar ungmennunum í hástert fyrir áhugaverð málefni og tóku undir þau og lofuðu í sumum tilfellum um að taka þau til afgreiðslu.

Þessir fundir ungmennaráðs með bæjarstjórn Reykjanesbæjar hófust árið 2012 en tvisvar sinnum á ári gefst ungmennunum tækifæri til að koma sínum málefnum á framfæri.

Linda Líf Hinriksdóttir vakti verðskuldaða athygli fyrir frábært erindi sitt um andlega líðan ungmenna.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur ungmennin, að fá að fjalla um málefni sem eru okkur kær. Ég vildi fjalla um andlega líðan okkar ungmennanna, að mínu mati þurfa fleiri sálfræðingar að vera til taks til að tala við okkur, við vitum ekki alltaf hvert við getum snúið okkur. Ég var mjög ánægð með viðbrögðin sem ég fékk frá bæjarfulltrúunum. Ég veit ekki hvaða leið þetta fer núna en þau tóku erindi mínu mjög vel og sýndu því mikinn áhuga. Ég hef því fulla trú á að eitthvað gott muni hljótast af þessu. Ég held að andleg heilsa okkar tengist símanotkun, ég held að mjög gott skref yrði að banna okkur að vera með síma í skólanum. Mér fannst erindi Frosta vera mjög flott,“ segir Linda.

Reykjanesbæjar

Frosti Kjartan Rúnarsson kynnti mjög sniðuga hugmynd til að sporna við símanotkun í skóla, leið sem upprunnin er frá Írlandi. „Ég skil ekki af hverju það er ekki löngu búið að gera eitthvað í þessu, þ.e. að taka símana af okkur í skólanum. Mér fannst flott erindið hjá Kolbrúnu sem fjallaði um lestrarkunnáttu barna, það getur ekki verið tilviljun að ung börn komi vel út í Pisa-könnunum en krakkar í 8. til 10. bekk komi illa út. Ung börn mega ekki vera með síma en við þau eldri megum það. Írska leiðin er þannig að börnin þar fá lítinn sekk með segullæsingu sem síminn fer ofan í og ekki er hægt að opna pokann fyrr en að skóladegi loknum. Ég er viss um að frímínúturnar verði miklu skemmtilegri með þessu, þá förum við að spila á spil, tefla og tala saman en í dag eru bara allir límdir ofan í símaskjáinn,“ segir Frosti.

Aðalheiður Ísmey

Davíðsdóttir vill meina að betra yrði að láta skólann byrja seinna en gert er í dag. Hún hefur áhyggjur af svefnleysi ungmenna.

yrði miklu betra að byrja skólann klukkan níu.

Ég hef lesið rannsóknir um að seinka klukkunni á veturna, ég held að það gæti verið góð hugmynd en auðvitað þarf ekki bæði að gera það og láta skólann byrja seinna. Ég myndi samt vera fylgjandi því að seinka klukkunni, það myndi bæta mikið held ég. Ég myndi vilja taka þetta alla leið, nýta sólarljósið betur á sumrin og þá að flýta klukkunni, seinka henni svo á veturna þegar sólin kemur seinna upp,“ segir Aðalheiður.

Kristinn Einar

Ingvason hefur áhyggjur af umferðaröryggi þar sem hann býr við Grænásbrekku og vill sjá lengri opnunartíma í sundlaugum Reykjanesbæjar um helgar.

„Líklega spilar símanotkun inn í að krakkar fara seinna að sofa í dag en hér áður fyrr en svo eru líka ýmsar aðrar ástæður, íþróttaæfingar eru tiltölulega seint hjá sumum. Ég er t.d. að æfa dans í Reykjavík, er ekki komin heim fyrr en klukkan tíu á kvöldin og á þá eftir að fara í sturtu, læra og svo vil ég auðvitað líka geta kíkt á samfélagsmiðlana. Svo þarf ég að vakna sjö næsta morgun og finn að ég er ekki að fá nægan svefn og það leiðir til þreytu og þ.a.l. til einbeitingarleysis í skólanum. Það

„Ég bý í Ásahverfinu og alla morgna er þvílík umferð og ég er hræddur um að slys muni gerast ef ekkert verður gert. Það er mikið myrkur núna og börn kannski ekki nægjanlega vel upplýst með endurskinsmerkjum. Ég myndi vilja sjá hringtorg þarna og gönguljós, það myndi auka öryggi til muna, bæði gangandi vegfarenda og ökuþóra.

Hitt sem ég vildi koma á framfæri er að hafa lengur opið í sund um helgar. Í dag loka laugarnar klukkan sex og ef maður er búinn að vera keppa um daginn þá kemst maður ekki í sund. Á sama tíma og verið er að tala um að við krakkarnir höngum bara í símanum, í tölvunni eða fyrir framan sjónvarpið, af hverju ekki frekar að leyfa okkur að vera í sundi? Ekki getum við verið í símanum, tölvunni eða að horfa á sjónvarpið þar, er það,“ spurði Kristinn í lokin.

Tónlistin er hér

guðjón Þorgils kristjánsson er sextán ára Sandgerðingur sem hefur vakið eftirtekt fyrir einstaka sönghæfileika sína. guðjón er í söngnámi í tónlistarskóla Sandgerðis og stefnir hátt – enda fullt tilefni til. víkurfréttir ræddu við söngvarann efnilega.

Guðjón, sem er á fyrsta ári á viðskipta- og hagfræði í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, segir félagslífið í FS vera geggjað. „Námið sem ég er í, allir áfangarnir, er bara æðislegt og svo þekkir maður mjög marga. Þetta er samfélag af fólki sem þekkist, svo góður hópur og æðislegt,“ segir hann.

Þú kláraðir væntanlega Sandgerðisskóla í fyrra, varstu virkur þar í félagslífinu?

„Já, ég var í nemendaráði og félagsmiðstöðvarráði. Síðan í endann byrjaði ég í ungmennaráði Suðurnesjabæjar og er þar núna.“

Hvað með í FS, ertu eitthvað kominn inn í félagsmálin þar?

„Því miður komst ég ekki inn í nefnd. Ég sótti um og ég mæli með því að sækja um, þetta er svo rosalega góður lykill. Það eru svo margir sem koma hingað úr bænum og víðar út af því að félagslífið er svo gott. Þetta er svo sniðugt til að efla félagstengslin og eignast góða vini.“

guðjón á

Sigurvegari Samfés

„Ég byrjaði sem krakki á píanóinu en síðan fór ég yfir í sönginn,“ segir Guðjón sem hefur verið í söngnámi síðustu tvö ár. „Ég hef líka verið í kór.“

Hvað með píanónámið, ertu búinn að leggja það á hilluna?

„Sko, ég ætla að gefa mér tíma í það ef ég ætla að taka mér það aftur fyrir hendur. Núna ætla ég að geyma það en ég mun og ætla að klára það,“ segir hann og einbeitir sér nú að söngnum.

Þú ert sigurvegari Samfés, hvernig kom það til?

„Það voru prufur, þetta hét Samsuð. Þá var það þannig, þetta var mjög auðvelt, að þú sagðist bara ætla að vera með. Svo kepptir þú í keppninni Samsuð og ef maður vinnur þá kemst maður í undanúrslitin fyrir Samfés, sem heitir Kraginn hér á Suðurnesjum. Ég þurfti að fara í gegnum þessi tvö stig til að komast í Samfés.“

sviðinu í söngvakeppni Samfés. Mynd úr safni guðjóns

MENNING

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Og þú komst alla leið og endar á því að standa uppi sem sigurvegari.

„Já og ég var fyrsti sigurvegarinn, held ég, í Suðurnesjabæ. Það var ein önnur sem vann úr

Reykjanesbæ, alveg sturluð, og það er svo geggjað að feta í þessi fótspor hérna á Suðurnesjum. Alveg æðislegt.“

tónlistarnámið er virt hér á Suðurnesjum.

„Já, algjörlega. Mér finnst þetta stór punktur hérna í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og bara öllu Reykjanesinu. Tónlistin er hér.“

Hefur það skilað einhverju, fyrir þig sem söngvara, að hafa tekið þátt í Samfés?

„Allan daginn og ég mæli eindregið með því að fara og taka þátt í Samfés. Alveg sama hvort þú ert að byggja þig upp í þessum stigum og komast inn í Samfés eða bara að taka þátt, og þá meina ég í öllu, bara að taka þátt er svo ótrúlega mikilvægt. Ef ég hefði ekki tekið þátt í að gera þetta þá hefði ég aldrei fengið þessi ótrúlega skemmtilegu tækifæri.“

er einn þarna uppi

„Þessi bransi er mjög erfiður, þú þarft að berjast fyrir þínu, en ég hef verið mjög heppinn með tækifæri. Var t.d. að syngja á menntaþingi um daginn og fékk nýlega að koma fram í sjónvarpi með Páli Óskari.

Vá, að horfast í augu við þennan mann er bara draumur.“

Guðjón hefur haft í nógu að snúast og má segja að verkefnin láti ekki á sér standa. Hann hefur verið að koma fram á allskonar viðburðum; hátíðum, ráðstefnum eða tónleikum.

Er ekkert erfitt að koma fram aleinn?

„Ég er einn þarna uppi. Ég er að taka áhættu og það er mjög krefjandi en gaman.“

Hvert stefnir þú með þetta söngnám og söngferilinn?

„Ég er að hugsa um að fara í tónlistarnám, ég er náttúrulega í tónlistarnámi, en að fara í

Ég er einn þarna uppi. Ég er að taka áhættu og það er mjög krefjandi en gaman ...

Listaháskólann og stefna síðan í leiklist. Ég vil ekki vera bara eitthvað eitt, ég vil fara út í söngleiki, vera leikari, söngvari og bara í svona almennri sviðsframkomu. Það væri geggjað.“

En nú er þetta ekki þetta eðlilega umhverfi unglings, að fara út í það að syngja einn fyrir framan hundruðir eða þúsundir. Hvernig taka félagarnir þessu? Hvað finnst þeim um þetta?

„Þeir eru mjög stoltir af mér og hafa, eins og mínir nánustu, komið og horft t.d. á Samfés. Þeir sem komust ekki horfðu á í sjónvarpinu og ég fékk bara runu af skilaboðum, bara endalaus stuðningur úr öllum áttum,“ segir Guðjón en það er einnig rætt við hann í Suðurnesjamagasíni vikunnar.

OPINN KYNNINGARFUNDUR

um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík

Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær boða til opins kynningarfundar um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík. Fundurinn fer fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði, Suðurnesjabæ, fimmtudaginn 5.desember kl.17.30 til 18.30.

Dagskrá:

1. Kynning á framtíðarmöguleikum í Helguvík og Bergvík

2. Umræður

Á fundinum gefst íbúum og áhugasömum aðilum tækifæri til að kynna sér tækifæri svæðisins en Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær hafa á undanförnum mánuðum unnið að sameiginlegri sýn fyrir svæðið. Í lok fundar verður boðið uppá samtöl, kaffi og piparkökur.

Fundurinn er öllum opinn.

guðjón og Sigurbjörg, söngkennarinn hans, hita upp fyrir söngtíma. vF/JPk

Fann fjölina sína í sjávarútvegstengdu námi

Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði hefur búið alla sína tíð í Sandgerði, ef frá eru talin árin er hann stundaði nám í sjávarútvegs­ og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri.

Kristófer Máni flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík.

Hann sagði frá skólagöngu sinni og mikilvægi þess að boðið sé upp á vandað nám sem tengist sjávarútvegi, enda greinin undirstaða velmegunar á Íslandi.

ákvað að þiggja boðið og segja sína sögu

Að loknu hefðbundnu grunnskólanámi fór Kristófer Máni í fjölbrautarskóla. Ýmissa hluta vegna flosnaði hann upp úr náminu, „enda ekki agaður námsmaður á þessum árum,“ eins og Kristófer Máni komst að orði í erindi sínu. „Sjávarútvegsráðstefnan er stór samkoma og ég get varla talist vanur ræðumaður. Ég ákvað að þiggja boðið og segja mína sögu, meðal annars til að minna á mikilvægi menntastofnana sem tengjast sjávarútvegi. Líka til að minna á að það eru ýmsar leiðir færar, þótt maður finni sig ekki í einhverju tilteknu skólakerfi.“

var orðinn áhugalaus um að ganga menntaveginn

Í Sandgerði snýst lífið að stórum hluta um sjávarútveg. Á unglingsárunum vann Kristófer Máni hjá afa sínum í steinbítsvinnslu og kynntist þar atvinnugreininni.

„Eins og gengur og gerist lá leiðin í fjölbrautarskóla en eftir tvö ár var ég orðin gjörsamlega áhugalaus um að ganga menntaveginn, fjölbrautakerfið átti hreinlega ekki við mig og ég hætti námi. Pabbi benti mér fljótlega á Fisktækniskólann í Grindavík og úr varð að ég kynnti mér námið, sem er bæði bóklegt og verklegt. Þetta fyrirkomulag hentaði mér einstaklega vel og kennararnir héldu manni við efnið og veittu auk þess góða innsýn í íslenskan sjávarútveg í víðum skilningi. Samhliða grunnnámi í fisktækni var ég líka í gæðastjórnunarnámi í Fisktækniskólanum, sem tók eitt ár. Ég útskrifaðist 2018 og hafði fullan hug á að mennta mig enn frekar í sjávarútvegi.“

kristófer Máni Sigursveinsson. „Þetta er vel búin hátæknivinnsla og ég díla við krefjandi en skemmtileg verkefni á hverjum degi.“ Myndir/Samherji.is

Sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur

Kristófer Máni sótti um nám í sjávarútvegs- og viðskiptafræðum við Háskólann á Akureyri og fékk inngöngu, enda fyrra nám metið. „Ég fann strax að þessar tvær námsleiðir í Fisktækniskólanum höfðu veitt mér góðan grunn til háskólanáms og ég útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri sem sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur. Námið er fjölbreytt, svo sem að búa til viðskipta-, markaðs- og kynningaráætlanir. Sömuleiðis afla nemendur sér þekkingar á helstu veiði- og vinnsluaðferðum, svo dæmi séu tekin. Þetta nám er klárlega góður grunnur fyrir enn frekara háskólanám og líka til-

ALÞINGISKOSNINGAR

laugardaginn 30. nóvember 2024

Kjörskrá og kjörstaðir í Suðurnesjabæ

Kjörskrá í Suðurnesjabæ vegna Alþingiskosninga sem fram fara þann 30. nóvember 2024, liggur frammi almenningi til sýnis í ráðhúsunum í Garði og Sandgerði frá 8. nóvember og fram að kjördegi.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Einnig er bent á kosning.is - Hvar á ég að kjósa?

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár.

Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 245 og 246 Sandgerði er í Sandgerðisskóla.

Kjörfundur fyrir kjósendur í póstnúmerum 250 og 251 Garður er í Gerðaskóla.

Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjördagur Alþingiskosninga 30. nóvember 2024.

Kjörstaðir opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00. Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur í Sandgerðisskóla sími 893 3730

Yfirkjörstjórn Suðurnesjabæjar

valinn undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu eins og í mínu tilviki.“

krefjandi og skemmtileg verkefni vinnunni

Kristófer Máni er verkstjóri í vinnsluhúsi Samherja fiskeldis í Sandgerði, auk þess sem hann sinnir gæðamálum.

„Þetta er vel búin hátæknivinnsla og ég díla við krefjandi en skemmtileg verkefni á hverjum degi. Við fáum til okkar lifandi

fisk, slátrum og framleiðum alls konar afurðir, ferskar og frystar. Ísland er á heimsmælikvarða í flestu sem tengist sjávarútvegi. Við erum með bestu nýsköpunarfyrirtækin, höfum bestu sjómennina, flottustu vinnslurnar og besta hráefnið. Á síðustu árum hafa orðið miklar tækniframfarir og nýjungar í sjávarútveginum. Þar má nefna brautryðjandi tækni frá Völku og Marel og hámörkun verðmæta á hliðarafurðum í lyfja- og lækningagreinum. Einnig má nefna þá miklu uppbyggingu sem á sér nú stað í landeldi hérna á Suðurlandi. Við eigum hiklaust að leggja áherslu á mikilvægi þess að Ísland bjóði upp á það besta í námi í sjávarútvegstengdum greinum. Við megum ekki missa sjónar á því að sjávarútvegurinn er og verður undirstaða velmegunar á Íslandi,“ segir Kristófer Máni Sigursveinsson verkstjóri í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði.

kristófer Máni flytur erindi sitt á Sjávarútvegsráðstefnunni.

róbótar létta störfin.
bleikjuvinnsla Samherja fiskeldis í Sandgerði.
bleikjan fer aðallega á erlenda markaði.

Aðventuhátíð

AÐVENTU HÁTÍÐ

Allar seríur og jólaskraut

Jólaseríur • Skreytingarefni • Jólastyttur • Jólaservíettur

Jólaskraut • Kerti • Jólaljós Jólapappír • Gervijólatré

SKOÐAÐU BLAÐIÐ

Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar

Samfylkingin er tilbúin til að leiða fram þær breytingar sem þjóðin kallaði eftir á hundruðum funda síðastliðin tvö ár og birtast nú í plani Samfylkingarinnar.

Íbúar landsins eru búnir að fá alveg nóg af háum vöxtum, heilbrigðiskerfi sem virkar ekki, ónýtum húsnæðismarkaði og vilja sjá átak í samgöngumálum.

Þetta birtist okkur vel í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við íbúa í Suðurkjördæmi síðustu vikurnar. Nú er sögulegt tækifæri til breytinga og Samfylkingin er tilbúin til verka með skýrt plan og trausta forystu leidda áfram af Kristrúnu Frostadóttur sem þjóðin treystir best til þess að leiða næstu ríkisstjórn. Við erum líka tilbúin og ætlum okkur að vera öflugir talsmenn fyrir íbúa í Suðurkjördæmi.

aukum öryggi fólks og lögum heilbrigðiskerfið

Það að eiga ekki fastan heimilislækni veldur fólki miklu óöryggi, þetta heyrum við aftur og aftur í samtölum okkar við fólk. Þau sem ekki eiga fastan heimilislækni eru líklegri til að þróa með sér stærri vanda sem skapar aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu og hefur nei-

kvæð áhrif á heilsu fólks. Þessu

ætlar Samfylkingin breyta og sjá til þess að allir íbúar landsins fái fastan heimilislæknir á næstu tíu árum. Forgangshópur verður 60 ára og eldri og þau sem eru með langvinn veikindi. Samfylkingin

ætlar að taka heildstætt á vanda heilbrigðiskerfisins í stað þess að einblína á einstakan biðlista.

Þjóðarátak í umönnun eldra fólks

Fólkið okkar sem byggði upp landið á skilið að fá góða umönnun og búa við örugg kjör. Samfylkingin

ætlar í þjóðarátak í umönnun eldra fólks með því að byggja hratt upp þau hjúkrunarrými sem vantar og efla samþætta heimaþjónustu. Eldra fólk á ekki að lifa við fátækt og Samfylking ætlar að stöðva alfarið kjaragliðnun milli launa og lífeyris með því að binda greiðslur við launavísitölu, hækka frítekjumark ellilífeyris úr 25 í 60 þúsund krónur og koma á frítekjumarki

vaxtatekna þannig að vaxtatekjur upp að 300 þús kr. skerði ekki greiðslur almannatrygginga. lækkum kostnað heimila og fyrirtækja

Við ætlum að negla niður vextina með því að hætta að reka ríkið á yfirdrætti. Það verður að standa betur með ungu fólki og fjölskyldum og laga húsnæðismarkaðinn þannig að hann virki fyrir venjulegt fólk. Það þarf að fara í bráðaaðgerðir á sama tíma og unnið er að langtíma breytingum og Samfylkingin veit hvernig á að gera það og er tilbúin til verka. Þá hefurSamfylkingin þegar lagt fram frumvarp um umtalsvarðar og nauðsynlegar breytingar á fæðingarorlofskerfinu. Við ætlum líka að sjá til þess að lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins hækki í takt við launaþróun með því að binda hann launavísitölu.

Hólmfríður Jennýjar árnadóttir, sem skipar 1. sæti lista vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi og Þormóður logi björnsson, sem skipar 3. sæti listans, heimsóttu ritstjórn víkurfrétta í vikunni til að kynna framboð sitt til alþingis. Þau voru brött þrátt fyrir að ekki hafi blásið byrlega fyrir vg í skoðanakönnunum síðustu daga og vikur. Þau Hólmfríður og Þormóður hafa heimsótt fjölda fyrirtækja á síðustu dögum og farið víða um kjördæmið. Hér eru þau ásamt Hilmari braga bárðarsyni, fréttastjóra víkurfrétta, og Sigurbirni daða dagbjartssyni, blaðamanni. vF/pket

ALÞINGISKOSNINGAR

SVEITARFÉLAGINU VOGUM LAUGARDAGINN 30. NÓVEMBER 2024

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00

Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli

Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna alþingiskosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi.

Fram að kjördegi er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni á opnunartíma.

Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga

Öflugt atvinnulíf og tvöföldun á fjárfestingu í samgöngum

Samfylkingin ætlar að tvöfalda fjárfestingar í samgöngukerfinu með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun. Allir sem reka fyrirtæki vita að það þarf að fjárfesta til að skapa verðmæti, það sama gildir um Ísland. Næsta ríkisstjórn þarf að byrja aftur að fjárfesta og byggja upp sterka innviði til að atvinnulífið geti blómstrað um allt land. Kristrún Frostadóttir fundaði með 250 fyrirtækjum og þetta eru skýr skilaboð sem við tökum alvarlega. Öryggi á vegum úti er lykilatriði, bæði fyrir íbúa landsins og ferðafólk sem sækir landið heim.

eini flokkurinn sem tryggir breytingar

Með því að kjósa Samfylkinguna getur þú verið viss um að þú sjáir þessar breytingar. Valið er skýrt: Viltu lækka skatta eða byggja upp heilbrigðiskerfi og aðra innviði?

Viltu sama fólkið við völd og hefur verið þar í fjölmörg ár eða viltu nýjan öflugan skipstjóra fyrir þjóðarskútuna?

viltu breytingar eða meira af því sama?

Samfylkingin er eini flokkurinn sem leggur áherslur á að byggja upp sterka innviði og er með trúverðuga leið til standa við gefin loforð. Samfylkingin er eini flokkurinn með nýjan öflugan leiðtoga sem er tilbúinn til að leiða fram nauðsynlegar breytingar.

Þetta er sögulegt tækifæri til breytinga - kjósum sterka Samfylkingu fyrir fólkið í landinu.

Víðir Reynisson 1. sæti

Ása Berglind Hjálmarsdóttir 2. sæti

Sverrir Bergmann 3. sæti Arna Ír Gunnarsdóttir 4. sæti

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggt orkuöryggi á

Suðurnesjum

Suðurnesjamenn hafa orðið fyrir gríðarlegum áhrifum af margítrekuðum eldgosum síðastliðin ár, sem nú telja heilan tug á þremur árum. Þessi eldsumbrot og afleiðingar þeirra eru fordæmalausar og við sjáum því miður ekki fyrir endann á þeim. Jarðhræringarnar hafa ógnað byggð, atvinnurekstri og orkuöryggi á svæðinu, þar sem um 10% þjóðarinnar býr. Mikilvæg vernd innviða

Frá því jarðhræringarnar hófust hefur gríðarlega mikil vinna farið í að undirbúa mótvægisaðgerðir, fyrst og fremst til að verja orkuöryggi á Suðurnesjum og byggð á svæðinu. Þær aðgerðir hafa verið margþættar en einna umfangsmest er uppbygging varnargarða. Í þeirri uppbyggingu hef ég lagt áherslu á að verja orkuverið í Svartsengi og byggðina í Grindavík. Varnargarðarnir er einstakir á heimsvísu og hafa átt stóran þátt í því að tryggja orkuöryggi á Suðurnesjum, en uppbygging þeirra hófst fyrir um ári síðan en undirbúningur hafði staðið í nokkur ár. Hefur þrotlausri vinnu og um 10 ma.kr. verið varið til byggingu garðanna. Sú upphæð sem stjórnvöld hafa lagt til uppbyggingu varnargarðanna bliknar þó í samanburði við það tjón sem varnargarðarnir hafa varnað. Tjón sem ellegar hefði orðið á öllum Suðurnesjum með röskun á orkuafhendingu og tjóni á byggð í Grindavík.

Samhliða uppbyggingu varnargarðanna hefur verið unnið að því að verja orkuinnviði og finna vara-orkuuppsprettu fyrir Suðurnesin til að mæta því ef illa fer í Svartsengi. Hitaveitulagnir hafa verið varðar betur fyrir hraunflæði, rafmagnsmöstur hafa verið hækkuð, varaafl hefur verið sett upp við mikilvæga samfélagslega innviði, t.d. sjúkrahús, og leitað hefur verið að varainnviðum til að mæta mögulegum áföllum í Svartsengi. Sú leit hefur skilað okkur Rockville borholunni sem

verður góð viðbót við jarðhita á Suðurnesjum, og verður tekin í notkun strax á nýju ári, sem og varavatnsbóli fyrir stóran hluta Suðurnesja í Árnarétt í Suðurnesjabæ. Ég vil þakka öllum þeim komið hafa að uppbyggingunni - þar á meðal verkfræðingum, iðnaðarmönnum og starfsfólki almannavarna, slökkviliða og veitufyrirtækja. Það er mikil gæfa fyrir íslenskt samfélag að eiga svo öflugt lið eins og það sem hefur unnið sleitulaust síðasta árið við að verja innviði okkar og tryggja orkuöryggi á Suðurnesjum. Sjálfstæðisflokkurinn fremstur í flokki

Mikilvægt er að halda staðreyndum til haga og staðreyndin er sú að Sjálfstæðismenn hafa staðið fremstir í flokki á sviði orkumála og tekið stórar og erfiðar ákvarðanir með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn leggur höfuðáherslu á orkuöryggi landsmanna og við höfum beitt okkur markvisst fyrir því á síðastliðnu kjörtímabili. Við munum halda því áfram.

Jarðhræringarnar á Suðurnesjum hafa verið áminning um þá áskorun sem náttúran getur lagt á samfélag okkar, en þau hafa líka sýnt styrk og útsjónarsemi samfélagsins og þeirra sem standa að verndun og uppbyggingu innviða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt forystu á þessum sviðum, tekið mikilvægar ákvarðanir og staðið vörð um lífsgæði og öryggi íbúa Suðurnesja. Þann 30. nóvember næstkomandi stendur valið um áframhaldandi trausta forystu í þessum mikilvægu málum.

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn –fyrir öfluga vernd innviða, sterkt samfélag og tryggt orkuöryggi fyrir alla landsmenn.

Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Breytum þessu

Ekki láta blekkjast

Kæri kjósandi. Senn líður að því flókna verkefni að kjósa til Alþingis. Þá skiptir sem mestu máli að fólk flykkist á kjörstað og leggi sitt að mörkum til að viðhalda lýðræðinu. Lýðræðið er ef til vill eitthvað sem við tökum mörg sem sjálfsögðum hlut. Sumir gefa sér ekki tíma til að kynna sér málin til hlítar eða telja sér trú um það að atkvæðið skipti ekki máli.

jafnframt

taka á móti fólki á flótta

undan stríði. Því það er jafn kjánalegt og að halda því fram að það sé ekki hægt að byggja elliheimili eða leikskóla vegna aukins innflutnings á orkudrykkjum. Ekki leyfa umræðu sumra sem tengja saman tvö óskyld mál að lita álit þitt á stökum málum.

Fyrir gamlan hund í pólitík hefur þessi kosningabarátta verið alveg einstök. Þar spilar margt inn í. Við í Viðreisn finnum sterkt fyrir því að þjóðin þráir breytingar. Við höfum um árabil verið pikkföst í hjólfari og látið telja okkur trú um að allt sé svo frábært og gott og að hagsmunum okkar sé best borgið með því að standa ein og gera helst ekki neitt, svolítið eins og Bjartur í Sumarhúsum sem sumir telja til átrúnaðargoða sinna en mörg okkar höfum lítið álit á. Um leið og við þurfum sífellt að takast á við verkefni dagsins er algjörlega nauðsynlegt að horfa til framtíðar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir börnin okkar.

Frjálslynd og framtíðarmiðuð

Viðreisn hefur nálgast þessa kosningabaráttu með mikilli virðingu fyrir þeim verkefnum sem þarf að takast á við. Þar er auðvitað efst á blaði staða heimilanna sem mörg hver standa höllum fæti vegna hárra vaxta og sífellt hækkandi matarverðs. Andleg líðan ungmenna er ekki síður forgangsmál og á því

verður að taka með öllum ráðum, útrýma biðlistum og koma börnum í þá meðferð sem þau þurfa á að halda. Börn eiga ekki að vera á biðlista.

Að standa með fólki þar á auðvitað að vera sjálfsagt mál. Þar hefur Viðreisn markað sér skýra stefnu á öllum sviðum, að fólk fái að vera það sjálft og þess vegna líður mér svo vel að skilgreina Viðreisn sem frjálslyndan og framtíðarmiðaðan flokk. nú er tækifærið

Skoðanakannanir undanfarinna vikna staðfesta rækilega að þjóðin er til í þær breytingar sem Viðreisn boðar. Breytingar sem fela í sér að ráðist verði gegn viðvarandi hallarekstri ríkisjóðs sem mun skila sér í minni verðbólgu og lægri vöxtum. Lækkandi vöxtum bæði fyrir ríkissjóð og heimilin í landinu. Að skynja þennan vilja til breytinga út um allt samfélag vekur upp vonir um hér verði hægt að stíga ákveðin skref fram á við. Fyrir okkur öll.

Þjóðin á það skilið. Breytum þessu og breytum þessu saman.

Guðbrandur Einarsson

Oddviti Viðreisnar i Suðurkjördæmi.

Við erum sterkir málsvarar Suðurnesja

Suðurnesin eru einstakt samfélag með gríðarleg tækifæri og gegnir lykilhlutverki í þróun Íslands. Svæðið er miðpunktur alþjóðlegra samgangna, býr yfir einstökum náttúruauðlindum og fjölbreyttu atvinnulífi sem hefur verið burðarás í íslensku hagkerfi. Við þurfum að efla þessa grunnstoðir enn frekar og tryggja að Suðurnesin verði áfram leiðandi afl á landsvísu. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og sterka málsvara sem setja hagsmuni svæðisins í forgang. Framsókn hefur undanfarin ár unnið að því að bæta lífsskilyrði á Suðurnesjum, með sérstakri áherslu á heilbrigðisþjónustu, orkuöryggi, húsnæðismál og nýsköpun.

bylting í heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisþjónustan á Suðurnesjum hefur tekið stórstígum framförum á síðustu árum og þjónustan verið efld.

• Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), sem fagnar 70 ára afmæli, hefur gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur:

• Slysa­ og bráðamóttaka var stækkuð úr 90 fermetrum í 300 fermetra, sem hefur aukið afkastagetu og bætt vinnuaðstöðu. Ný röntgendeild með háþróuðum tækjum hraðar greiningarferlum og styður betri ákvarðanatöku. Endurbætt sjúkradeild með 19 nútímalegum rýmum veitir meiri þægindi og öryggi fyrir sjúklinga. Geðheilsuteymið fékk nýtt húsnæði, sem bætir aðgengi og eflir þjónustu við geðheilbrigðismál.

• Einkarekna heilsugæslan Höfði hefur einnig styrkt heilsugæslu á svæðinu, með þjónustu við stóran hóp og starfar hún samkvæmt

nýju fjármögnunarmódeli fyrir heilsugæslur á landsbyggðinni.

Þessar umbætur eru skýrt dæmi um hvernig markviss stefnumörkun getur leitt til betri lífsgæða og aukins öryggis íbúa.

Orkuöryggi – grunnur að stöðugleika og sjálfbærni

Orkuöryggi Suðurnesja er lykilatriði fyrir þróun svæðisins og lífsgæði íbúa. Svæðið stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna náttúruhamfara og stjórnmálamenn verða að ráðast í aðgerðir fyrir svæðið sem gera ráð fyrir verstu útkomunni, það er að fyrr eða síðar gjósi í Svartsengi.

Halla Hrund Logadóttir, oddviti Framsóknar í Suðurkjördæmi leiddi þá vinnu að stórum hluta sem orkumálastjóri og sem þingmaður kjördæmisins mun hún hvergi slá af kröfum sínum fyrir varnaraðgerðir í þágu Suðurnesja.

Þrátt fyrir áskoranir hefur verið unnið markvisst að því að draga úr áhættu og styrkja innviði á Suðurnesjum:

• Varavatnsból við Árnarétt í Garði: Nýtt varavatnsból tryggir vatnsöryggi í tilfelli hraunflæðis eða skemmda á vatnsæðum.

• Samráð og neyðarviðbrögð: Orkustofnun hefur unnið með almannavörnum, HS Orku og HS Veitum að áætlunum til að tryggja vatns- og hitaveitu í verstu aðstæðum.

Ef þú ert einn af þeim þá hvet þig kæri kjósandi til að taka þátt í lýðræðinu og kynna þér stefnur flokkana. Það má gera það með því að mæta/horfa á pallborð eða fundi hjá framboðum svo er t.d. fínt að taka kosningapróf. Kosningaprófið sem má finna á heimasíðu RÚV er ítarlegt og gott og hægt að sjá hvað hver frambjóðandi svarar og jafnvel rökstuðning hjá þeim sem hafa lagt í það. En hvaða próf eða aðferð sem þú beitir, skiptir vitaskuld máli hvaða fólk er á bak við svörin. Er það fólk sem þú gætir hugsað þér að treysta. Í kosningaprófi eru gjarnan tvö eða fleiri framboð sem koma til greina. Eru með 65% eða meiri svörun við það sem þér finnst og því gott að skoða aðeins hvað skiptir þig mestu máli hjá framboðunum. Kæri kjósandi, það er eitt enn sem ég bið þig að huga að. Ekki láta blekkjast, ekki láta segja þér það að það sé ekki hægt að huga að því að skapa störf og vernda náttúruna á sama tíma. Ekki láta segja þér að það sé ekki hægt að huga að heimilunum og fátækt og

• Nýjar borholur: Nýjar borholur hafa verið boraðar til að auka nýtingu jarðhita og styrkja stöðugleika hitaveitunnar.

Hvað þarf að gera

– langtímalausnir fyrir Suðurnes

• Suðurnesjalína 2: Koma þarf þessu lykilverkefni úr kæruferli og framkvæmd til að styrkja raforkuflutning innan svæðisins og milli virkjana.

• Öflugri neyðarbúnaður: Fjárfesta þarf í varaleiðum og búnaði til að mæta hugsanlegum neyðartilvikum.

• Langtímalausnir fyrir orkuöryggi: Halda þarf áfram þróun nýrra jarðhitakosta á Reykjanesi og tengja hitaveitukerfi við fleiri orkulindir til að tryggja sjálfbærni og öryggi.

Hraðari uppbygging á ásbrú – 800 nýjar íbúðir

Húsnæðismál hafa verið áskorun á Suðurnesjum þó mjög mikið hafi verið byggt en Framsókn mun auka aðgang að hlutdeildarlánum og innleiða skattalega hvata til þess að auka framkvæmdir enn frekar. Með samvinnu ríkisins og Reykjanesbæjar er nú unnið að því að reisa allt að 800 nýjar íbúðir á Ásbrú á næstu þremur árum enda felast veruleg tækifæri í aukinni nýtingu lands í eigu ríkisins. Slíkar framkvæmdir tryggja hagkvæmari húsnæðiskosti fyrir fjölskyldur og einstaklinga og styrkja

Suðurnesin enn frekar sem eftirsóknarverðan búsetukost. nýsköpun og fjölbreytt atvinnulíf

Suðurnesin hafa einstaka möguleika á sviði nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar. Jarðhiti og staðbundnar auðlindir eru lykillinn að því að byggja sjálfbært hagkerfi. Þróun jarðhita og glatvarma gerir kleift að framleiða iðnaðarog heilbrigðisvörur, auk þess sem gróðurhúsarækt getur skapað ferskar landbúnaðarvörur fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað. Framsókn hefur stutt við nýsköpunarverkefni og staðið vörð um Uppbyggingarsjóð Suðurnesja og mun áfram stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og sjálfbærni.

Fyrirsjáanleiki í húsnæðislánum

Til að styðja við íbúðakaupendur leggur Framsókn áherslu á innleiðingu óverðtryggðra húsnæðislána að norrænni fyrirmynd á næsta kjörtímabili. Frá því að Sigurður Ingi tók við stjórnartaumunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur hann lagt mikla áherslu á að horft verði á efnahagsmálin út frá hagsmunum heimilana og var vinna sett strax í gang um útfærslu sem mun klárast eftir áramót. Markmið slíkra lána er að bæta aðgengi að húsnæðislánum með stöðugleika í greiðslubyrði. Slík lán eiga að tryggja:

• Stöðuga greiðslubyrði, sem veitir fjölskyldum fjárhagslegt öryggi og fyrirsjáanleika um mánaðarmót.

• Lægri vexti, sem auðveldar ungu fólki að hefja sín fyrstu húsnæðiskaup.

• Lækkun greiðslubyrði heimila lækkar verulega sem mun auka ráðstöfunartekjur og draga úr fjárhagslegu álagi.

Dæmi: Greiðslubyrði af 50 m.kr. húsnæðisláni, óverð-

Að lokum hvet ég þig til að skoða stefnu Vinstrihreyfingar græns framboðs. Því framboði sem ég er í framboði fyrir í Suðurkjördæmi. Ég stend fyrir og trúi á mikilvægi félagslegs réttlætis, mennskunnar, náttúrunnar og kvenfrelsi. Ég vil vinna að jöfnuði og trúi því að jöfnuður byrji hjá börnunum og endi í ellinni. Á milli þess næst bara jöfnuður með því að huga að jaðarsettum hópum. Ég er stoltur af því góða fólki sem er með mér á lista og styð heils hugar Hólmfríði oddvita okkar og Pálínu sem er í öðru sæti til góðra verka og lýsi mig reiðubúinn fullur tilhlökkunar til að taka við tillögum um mál sem ég get komið á framfæri frá þér kæri kjósandi, sem öflugur varaþingmaður fyrir þær, endi það þannig að við fáum ekki um 30% fylgi.

Þormóður Logi Björnsson Höfundur skipar 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs í Suðurkjördæmi.

tryggt með 5% föstum vöxtum, lækkar úr 481 þúsund kr. á mánuði m.v. frá því áður en vaxtalækkanir hófust í haust, í 292 þúsund kr. Samtals væri árlegur sparnaður upp á 2,2 milljónir króna.

Öruggari landamæri og löggæsla

Framsókn hefur unnið að breytingum á lagaumgjörð er snýr að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og telur mikilvægt að Ísland sé með áþekka löggjöf og hin norðurlöndin. Það er áhyggjuefni ef hugmyndir eru uppi um að einangra málaflokkinn við Suðurnesin í stað þess að dreifa álagi um landið eins og Framsókn hefur talað fyrir. Framsókn vill stórefla landamæragæslu, löggæslu og tollgæslu til þess að takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Mikilvægur þáttur þess er að auka fjárveitingar og bæta starfsaðstæður bæði með nýrri lögreglustöð auk þess að uppfæra þarf aðstöðu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar án tafar.

Framtíð Suðurnesja – með Framsókn

Framsókn er öflugur málsvari Suðurnesja og hefur í forystu sinni lagt áherslu á heilbrigðisþjónustu, orkuöryggi, húsnæðismál og nýsköpun. Með markvissri stefnu og öflugri framkvæmd hefur flokkurinn sýnt að raunverulegar framfarir eru mögulegar. Saman byggjum við enn sterkari framtíð fyrir Suðurnesin.

Halla Hrund Logadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Fida Abu Libdeh

Heimili fyrir fólk en ekki fjárfesta

Öll viljum við og þurfum að eiga húsaskjól, öruggt heimili. Athvarf þar sem okkur líður vel og við getum rekið án þess að þurfa neita okkur um aðrar grunnþarfir. Til að byggja upp öflugt almennt húsnæðiskerfi fyrir almenning á Íslandi er mikilvægt að taka tillit til ýmissa þátta sem stuðla að langtímalausnum og réttlæti á húsnæðismarkaði. Ríkið þarf að stórauka stuðning við framboð á húsnæði með stofnframlögum og uppbyggingu félagslegs leiguhúsnæðis og það sem fyrst. Þar þarf að byggja hagkvæmt húsnæði án þess að fórna gæðum eða umhverfismarkmiðum. Þannig væri stuðningur aukinn við byggingu leigu ­ og búseturéttaríbúða sem eru á viðráðanlegu verði fyrir lág­ og millitekjuhópa. Öruggt húsnæði eru nefnilega mannréttindi.

Þá er mikilvægt að setja takmörk á íbúðakaup til fjárfestinga með aukinni skattlagningu á annarri, þriðju o.s.frv. eign sem gjarnan eru keyptar af fjárfestum í gróðaskyni og koma böndum á Airbnb. Þá er ein leið að stuðla að nýsköpun í húsnæðisformum líkt og sameignar- eða búsetufélögum, sem leið til að draga úr byggingarkostnaði og stuðla að sjálfbærni. Tryggja þarf að húsnæðislausnir henti öllum hópum samfélagsins, þar á meðal eldri borgurum, fólki með fötlun og ungu fólki. Fjárhagslegt öryggi kaupenda og leigjanda er mikilvægt. Þess vegna þurfa lánaskilmálar á almennu

húsnæði að vera sanngjarnir og endurskoða þarf og bæta vaxtakjör á húsnæðislánum. Það þarf að auka opinberan stuðning með auknu fjármagni til verkefna sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi, eins og fjölgun hlutdeildarlána til að auðvelda fyrstu kaupendum að komast inn á húsnæðismarkaðinn.

Um leið þarf að styrkja leigumarkaðinn og setja reglur sem vernda leigjendur og leigusala, og stuðla að langtímaleigusamningum sem tryggja stöðugleika, auka stuðning við leigjendur um leið og koma þarf á leigubremsu. Einnig þarf að huga að endurnýjum eldri bygginga og styðja við endurbætur á eldra húsnæði til að bæta orkunýtingu og stuðla að minni sóun og um leið umhverfisvernd. Nota vistvæn byggingarefni og tækni til að draga úr kolefnisspori í byggingariðnaði.

Um leið þarf að fara í skýra og stöðuga stefnumótun þar sem ríki og sveitarfélög móta langtímaáætlanir sem tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði og taka mið af fólksfjölgun og þörfum samfélagsins. Með þessu stöndum við í VG og munum leggja okkur öll fram um að byggt verði húsnæði fyrir venjulegt fólk á sanngjörnu verði.

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, kennari og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.

Viðsnúningur í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum

Gríðarlegur viðsnúningur hefur átt sér stað í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum síðustu misseri. Mikil og góð vinna hefur átt sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, til viðbótar við það góða starfsfólk sem þar starfar hefur bæst við góður liðsauki og rekstrargrundvöllur stofnunarinnar hefur verið styrktur verulega. Í ár fagnar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 70 ára afmæli, stofnunin hefur verið hjartað í samfélaginu allan þann tíma, hún er mikilvæg stoð í heilbrigðiskerfinu og gegnir stóru og vaxandi hlutverki.

ný bráðamóttaka og sjúkradeild

Á síðasta ári var formlega opnuð ný slysa- og bráðamóttaka HSS á Suðurnesjum. Með opnuninni jókst rými slysa- og bráðamóttökunnar úr 90 fermetrum í 300 fermetra. Hin nýja aðstaða hefur umbylt allri aðstöðu fyrir skjólstæðinga, starfsfólk og sjúkraflutninga og gert starfsfólki kleift að sinna fleiri erindum í heimabyggð. Þá hefur slysa- og bráðamóttökunni jafnframt verið tryggð til viðbótar varanlegt fjármagn á fjárlögum til að efla þjónustuna enn frekar. Á sama tíma og í tengslum við uppbygginguna á bráðamóttöku hefur sjúkradeildin verið flutt og endurhönnuð frá grunni. Nítján ný, rúmgóð rými hafa verið opnuð í samræmi við nútímakröfur og

Komum böndum á stjórnleysið á landamærunum

Alger viðhorfsbreyting

hefur orðið víða í Evrópu og þess sér einnig merki hér á landi í þá átt að landamæri skulu vera örugg og við ráðum því hverjir koma hingað til lands. Fyrir þessu hefur Miðflokkurinn lengi talað fyrir daufum eyrum. Nýverið hafa sumir aðrir flokkar tekið upp sum þessara sjónarmiða okkar, en eftir reynsluna er þessum flokkum ekki treystandi í málefnum öryggis og landamæra. Ráðaleysi undanfarinna ára hefur kostað skattgreiðendur yfir 25 milljarða á ári í bein útgjöld og er þá ótalinn óbeinn kostnaður og tilheyrandi álag á skóla, heilbrigðisstofnanir og aðra innviði. Að undanförnu hef ég átt þess kost að hitta margt fólk á Suðurnesjum. Þrátt fyrir ólíkar áherslur, þá er eitt mál sem flestir nefna þegar spurt er um helsta áhyggjuefnið, það eru vandamál tengd hælisleitendum á svæðinu. Margir á stjórnmálavettvangi reyna að komast hjá umræðu um málið og setja alla útlendinga undir sama hatt. Staðreyndin er sú að yfir 400 milljónir manna hafa frjálsa för hingað til lands innan EESsvæðisins og koma margir hingað til starfa á grundvelli EES-samningsins. Vandamálin hafa minnst með það fólk að gera, þó mikið sé óunnið í því hjálpa því fólki að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi, m.a. með íslenskukennslu. Vandamálin eru tengd tilhæfulausum umsóknum um hæli hérlendis, með tilheyrandi fjáraustri úr ríkissjóði. Í tíð síðustu ríkisstjórnar stóðu landamæri landsins galopin og hingað streymdi fólk sem hafði komið inn á Schengensvæðið suður í Evrópu. Okkur ber

engin skylda til að taka við fólki sem á umsókn afgreidda eða óafgreidda í öðru landi innan svæðisins. Innri landamærin hafa staðið galopin og því vill Miðflokkurinn breyta. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum í málefnum útlendinga. Margir forystumenn í stjórnmálum á Norðurlöndunum viðurkenna nú að stefna þjóða þeirra voru mistök til áratuga. Stefna danskra stjórnvalda er að taka ekki við einum hælisleitanda sem sækir um á danskri grundu. Gerum ekki sömu mistökin og gerð voru í Skandinavíu. Fjölmörg úrræði bjóðast til að vinna að því að verja landamærin. Unnt er að taka upp landamæraeftirlit á innri landamærunum, það hafa fjölmargar þjóðir í Evrópu gert til skemmri eða lengri tíma. Taka má upp áritunarskyldu gagnvart einstökum löndum og í því sambandi taka mið af straumi afbrotamanna frá einstökum svæðum. Það er auðvitað ófært að hér geti starfað fimmtán glæ-

paklíkur óáreittar árum saman án aðgerða af hálfu stjórnvalda. Þessa hópa þarf að greina og leysa upp, afturkalla dvalarleyfi ef um erlenda aðila er að ræða og brottvísa af landinu.

Stefna Miðflokksins er að enginn eigi að koma til Íslands í leit að hæli. Efla þarf löggæslu á landamærum og flýta fyrir brottvísun þeirra sem fyrir liggur að hér fái ekki hæli. Við eigum að bjóða fólki í neyð til landsins og hjálpa því að aðlagast íslenskri menningu og samfélagi. Það fólk eigum við að velja gaumgæfulega í samvinnu við alþjóðastofnanir. Við eigum líka að hjálpa fólki í neyð nær þeirra heimaslóðum. Þar nýtist hver króna a.m.k. tífalt betur en hér á landi. Þannig hjálpum við fleirum. Við ætlum að koma böndum á stjórnleysið á landamærunum og skrifa ný útlendingalög frá grunni. Fullveldi án öruggra landamæra er markleysa.

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri og oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

þjónusta og vinnuaðstaða þar með stórbætt.

bylting í aðstöðu og þjónustu Á síðasta ári var opnuð ný röntgendeild, þar sem tekin voru í notkun háþróuð röntgen- og sneiðmyndatæki sem bæta myndgæði og hraða þjónustunnar. Segja má að með nýrri röntgendeild hafi orðið bylting í bæði starfsaðstöðu og tækjabúnaði, en samhliða opnuninni var tekið í notkun glænýtt röntgentæki sem leiðir til betri myndgæða og hraðari þjónustu og sneiðmyndatæki.

Þá leiðir HSS byltingu í augnskimun með gervigreind í samstarfi við fyrirtækið RetinaRisk. Þetta er mikilvægt skref í að bæta þjónustu fyrir skjólstæðinga, en stofnunin rekur eina stærstu sykursýkismóttöku landsins, með yfir 1.200 einstaklinga í eftirfylgni. Geðheilsuteymi HSS hefur flutt í stærra og betra húsnæði við Hafnargötu 90, sem mun stórbæta þjónustu við skjólstæðinga og aðstöðu starfsfólks. Ný aðstaða er hönnuð með tilliti til aukinna þæginda og bættrar meðferðar, sem er mikilvægt framfaraskref fyrir geðheilbrigðisþjónustuna á svæðinu. Þá standa yfir framkvæmdir við stækkun á Nesvöllum, hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjanesbæ, um 80 rými. Áætlað er að hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun á seinni hluta næsta árs.

bætt heilsugæsluþjónusta

HSS vinnur að því að bæta aðgengi að heilsugæsluþjónustu með opnun nýrra starfsstöðva í Suðurnesjabæ og Vogum. Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um nýja heilsugæslu í Suðurnesjabæ sem stefnt er að opni næsta vor. Þá opnar ný heilsugæsluþjónusta í Vogum í lok árs auk þess sem stefnt að því að byggja nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík. Heilsugæslan er fullfjármögnuð en leitað er aðila til framkvæmda. Til viðbótar við það góða starf sem unnið er í hjá HSS var fyrsta einkarekna heilsugæslan á landsbyggðinni, Höfði á Suðurnesjum, opnuð á síðasta ári og hafa um 9.000 manns skráð sig á stöðina og stóraukið aðgengi að heilsugæsluþjónustu fyrir íbúa á svæðinu. Segja má að bylting hafi átt sér stað í allri aðstöðu, uppbyggingu og þjónustu á kjörtímabilinu. Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur tekið stórstígum framförum á stuttum tíma, með stórbættri aðstöðu, nýjustu tækni, öflugu fólki og fjölgun úrræða. Þessar framfarir styrkja samfélagið og bæta lífsgæði íbúa á svæðinu. Meira svona – Meiri Framsókn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra

Hvers eiga Suðurnesin að gjalda?

Hælisleitendakerfið á Íslandi hefur á undanförnum árum þróast í algerar ógöngur. Hingað hefur flætt mikill straumur fólks sem hefur óskað eftir sk. alþjóðlegri vernd. Mikill fjöldi þessa fólks hefur fengið úrræði á Suðurnesjum en reyndin er sú að úrræðin eru miklu frekar úrræðaleysi með miklu álagi á innviði og samfélögin þar.

Staðreyndin er sú að langflestum hælisleitendum er brottvísað eftir einhverja mánuði eða ár og fá endurkomubann fari þeir ekki innan gefins frests. Þeir fá meira að segja sumir borgað nokkur hundruð þúsund krónur fyrir að fara náðarsamlegast heim til sín.

En af hverju er svona mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd brottvísað? Það er vegna þess að þeir eru einfaldlega ekki flóttamenn eða í þörf fyrir alþjóðlega vernd (hæli). Hér er ekki átt við Úkraínumenn, en þeir hafa

fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs í senn á grundvelli fjöldaflótta. Þeir tugir milljarða af almannafé sem fara árlega í hælisleitendakerfið er því sóað til einskis. Fyrirfram er enda ljóst að langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd hér eru tilhæfulausar, einfaldlega vegna landfræðilegrar legu Íslands. Þá er óþolandi að þessi tilbúni vandi skuli valda jafn miklu álagi á innviði á Suðurnesjum og raun ber vitni, sem og á samfélagið. Það birtist í auknu öryggisleysi, sérstaklega barna og ungmenna, sem geta ekki lengur um frjálst höfuð strokið. Svo er komið að börnum er varla lengur óhætt að fara ein í strætó til dæmis. Skólakerfið ræður illa við álagið og hafa ungmenni jafnvel ekki komist í suma áfanga í Fjölbraut fyrir vikið og lengi má telja. Órói og deilur milli hópa innflytjenda setur svo svip sinn á samfélagið og hefur komið til handalögmála oftar en ásættanlegt er.

Með framangreindum rökum viljum við stöðva þennan straum umsækjenda um alþjóðlega vernd og snúa þeim til baka áður en þeir komast í Íslenska lögsögu og spara þannig mikil óþarfa fjárútlát og mikið og óþarft álag á samfélagið á Suðurnesjum.

Elvar Eyvindsson skipar 1. sæti Lýðræðisflokksins í Suðurkjördæmi

Kári Allansson skipar 1. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík - suður.

Sjálfstæðisflokkurinn

– Býður fram öflugt lið fyrir Suðurkjördæmi

Við í Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi stillum upp öflugum hópi fólks til að vinna hag okkar sem bestan í komandi þingkosningum þann 30. nóvember næstkomandi. Það skiptir máli hverja við kjósum því verkefnin framundan eru fjölmörg og mikilvæg. Við þurfum besta liðið í verkið. Suðurkjördæmi er stórt og fjölbreytt kjördæmi – með frábæru fólki og öflugu atvinnulífi. Á svæðinu er íbúafjölgun mest á landinu öllu, mikið af auðlindum og langflestir ferðamenn sem sækja landið okkar heim. Þessu fylgja óhjákvæmilega vaxtaverkir og áskoranir en jafnframt fjölmörg tækifæri.

Í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er öflugt fólk úr kjördæminu með mikla reynslu og fjölbreyttan bakgrunn, sem bæði reynir á eigin skinni þær áskoranir sem íbúar Suðurkjördæmis upplifa en jafnframt brennur fyrir því að styrkja kjördæmið og öll þau sem þar búa og starfa.

Síðastliðin misseri höfum við þurft að takast á við stórar áskoranir, bæði sem þjóð en líka sem samfélag. Efnahagslífið hefur upplifað áföll eins og heimsfaraldur, stríðsrekstur í Evrópu og náttúruhamfarir. Samhliða þessu margfölduðust umsóknir um alþjóðlega vernd sem reyndi mikið á innviði okkar og kerfi. Sveitarfélög hafa þurft að takast á við áföll í nærsamfélagi sínu, eins og náttúruhamfarir, brottflutning heils sveitarfélags og að orkuöryggi þeirra sé stefnt í hættu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur mætt þessum aðstæðum af festu og ábyrgð þar sem hugað hefur

verið að því að taka utan um einstaklinga og fyrirtæki. Kaupmáttur fólks hefur aukist ellefu ár í röð, hagvöxtur hefur verið hvað mestur í Evrópu, mun meiri en innan ESB, og heimili og fyrirtæki hafa verið varin í gegnum þessar áskoranir. Þá hefur verið gripið til aðgerða til að tryggja orkuöryggi, þar sem innviðir hafa verið í hættu.

Sjálfstæðisflokkurinn býður fram öfluga sveit fólks með reynslu og þekkingu á málefnum kjördæmisins og skýra stefnu til að ná árangri fyrir okkur öll. Við leggjum áherslu á að byggja upp öflugar og öruggar samgöngur, viðhalda þeim mikla árangri sem hefur náðst undanfarið á landamærunum og herða tökin enn frekar. Þá viljum við standa með atvinnulífinu og skapa því betra rekstrarumhverfi en ekki auka skattheimtu þeirra. Við viljum fylgja eftir þeim fjölmörgu orkuverkefnum sem hefur verið komið af stað undanfarin misseri og þannig rjúfa kyrrstöðuna í orkumálunum. Við viljum lækka skatta,

Við eigum betra skilið

Ungt fólk, barnafólk, einstaklingar og einhleypir foreldrar sem ekki hafa þegar fjárfest í húsnæði eru í vanda stödd. Við búum við ástand sem einkennist af ójafnvægi og algjörum ófyrirsjáanleika. Háir vextir hafa hægt á byggingu nýrra íbúða sem eykur enn vandann. Það er ekki á færi hvers sem er lengur að kaupa sér þak yfir höfuðið. Við í Viðreisn viljum tryggja að ungt fólk upplifi að lífskjör og lífsgæði á Íslandi standist samanburð við önnur lönd. Við viljum að fólk sem fer erlendis í nám skili sér aftur heim.

breytum þessu

Það er ekki hægt að leggja meira á heimili sem nú þegar glíma við

þunga byrði vegna verðbólgu og vaxta. Það verður að leita annarra leiða en auknar álögur á almenning og fyrirtæki. Við þurfum nauðsynlega nýja ríkisstjórn sem setur í forgang að ná jafnvægi í ríkisfjármálum og greiða niður skuldir ríkisins. Aðeins þannig er hægt að ná niður verðbólgu og vöxtum fyrir heimili og fyrirtæki. Við í Viðreisn ætlum að lækka verðbólgu og vexti. Við ætlum að fara betur með fé almennings og fækka stofnunum. Það verður að greiða niður skuldir ríkissjóðs en vextir nema um 100 milljörðum á ári. Til að ungt fólk geti fjárfest í húsnæði er nauðsynlegt að tryggja áfram heimild til að nýta séreignarsparnað sem innborgun á húsnæð-

tryggja stöðugleika í húsnæðisuppbyggingu og blása til stórsóknar í menntakerfinu. Þá skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið mæti þörfum okkar og að við tryggjum tímanlega og góða heilbrigðisþjónustu um allt land. Við höfum góða sögu að segja af framförum á því sviði í kjördæminu með nýrri einkarekinni heilsugæslu í Reykjanesbæ, og viljum halda áfram á þeirri vegferð.

Tækifærin eru í Suðurkjördæmi. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins höfum þekkingu og þor til að nýta þau fyrir okkur öll. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember næstkomandi.

Guðrún Hafsteinsdóttir, 1. sæti Vilhjálmur Árnason, 2. sæti

Ingveldur Anna Sigurðardóttir, 3. sæti Gísli Stefánsson, 4. sæti

islánin. Það þarf að losa jarðir í eigu ríkisins fyrir húsnæðisuppbyggingu. Það er forgangsmál að ná tökum á verðbólgunni.

Þetta þarf sannarlega ekki að vera svona og þessu ætlum við í Viðreisn að breyta.

Nýtum kosningaréttinn, munum að kjósa utankjörfundar ef við erum fjarverandi heimilinu á kjördag.

Setjum X við C

Kristín María Birgisdóttir, skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Kjósendur verða að taka í taumana

Skoðanakannanir um fylgi flokka eru ekki geimvísindi en sé rétt að þeim staðið má draga af þeim ákveðnar ályktanir. Ýmsar kannanir sýnast vera á sömu lund, að við taki eftir kosningar ríkisstjórn Samfylkingar og Viðreisnar með hjálpardekki. Hver átti von á þessu? Hvað hafa þessir flokkar unnið til að njóta trausts kjósenda? Báðir eru einsmálsflokkar. Viðreisn er stofnuð um aðild að ESB. Samfylkingin teflir fram einu stefnumáli, skattahækkunum. Hvor flokkur um sig er líklegur til að taka undir stefnumál hins.

Evrópusambandið einkennist á þessu méli af efnahagslegri hnignun og uppdráttarsýki. Hag-

vöxtur er í lægð en atvinnuleysi, ekki síst meðal ungs fólks, er í hæstu hæðum. Skriffinnskubákn mannað af fólki án umboðs kjósenda stýrir móverkinu. Hvaða erindi eiga Íslendingar inn í þetta apparat til að taka við tilskipunum sem miðast að hagsmunun Þjóðverja og Frakka en ekki okkar. Sæti við borðið? Hvaða borð? Við höfum ekki fólksfjölda til að tryggja okkur nein áhrif sem orð væri á gerandi í þessu batteríi. Samfylkingin virðist líta á skattahækkanir sem sjálfstætt markmið, það verði að hækka skatta til að hækka skatta. Hækka skatta er boðorðið. Engin virðing fyrir sjálfsaflafé vinnandi fólks, það sé með réttu hirt í ríkissjóð í

Gott sjónvarp frá Suðurnesjum!

botnlausa eyðslu þar sem engin áform eru um að hafa taumhald á. Aðhald, forsjálni, hófsemi, nei ekkert af þessu kemst á dagskrá. Kynnt er að sögn metnaðarfull stefna í heilbrigðismálum en ekki þarf nema lauslega skoðun til að sjá að þetta eru leiktjöld utan um skattahækkanir yfir a.m.k. tvö kjörtimabil. Miðað við uppgefnar tölur um hlutfalll nýrra skatta af heildarframleðslu þjóðarbúsins má ætla að áform í þessu skyni nemi a.m.k.400 milljörðum á tveimur kjörtímabilum. Til að fá hvað? Aðgang að heimilislækni og heimilisteymi, hvað sem það er, en fátt sagt um nauðsynlega uppbyggingu

„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“

Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum

Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafi aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenni að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í sjötta til tíunda bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. e kki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. i nn á samfélagsmiðlinum t iktok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum.

Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti

Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða al-

hjúkrunarheimila fyrir þjóð sem eldist hratt. Ríkisstjórn þessara flokka væri ekki líkleg til að hafa þau tök á ríkisfjármálum til að tryggja lækkun vaxta sem er stærsta hagsmunamál fólks í yngri kantinum sem leitast við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Því síður væri slík ríkisstjórn líkleg til að verja íslenskt samfélag fyrir öfugþróun með taumlausum innflutningi fólks af fjarlægum slóðum. Kjósendur mega sjá teiknin á lofti. Vilji þeir verja íslenskt samfélag verða þeir að koma í veg fyrir ríkisstjórn þessara tveggja flokka, sem sýnt hafa ágæti sitt í borgar-

menna félagslega líðan. börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra b örn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á instagram þar sem sýnd er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining.

Hvað getum við gert?

Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. a llskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SaFt er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. inn á heimasíðu SaFt má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. BríetBragadóttir

HjördísLáraD.Ingólfsdóttir KristjanaAnnaDagnýjardóttir

stjórn Reykjavíkur sem glímir við alvarleg fjárhagsvandræði og upplausn í skipulagsmálum. Eina viðspyrnan sem dugir er Miðflokkurinn. Atkvæði greitt Miðflokknum tryggir árangur. Kjósendur eiga síðasta orðið. Ólafur Ísleifsson Höfundur skipar 3. sætið á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Tóku þátt í Spartan-hlaupi í Frakklandi

Í byrjun október fóru tólf iðkendur og þjálfarar í SportHIIT Sporthúsinu saman til Saint Raphael í suður Frakklandi til að taka þátt í Spartan­hlaupi. Með þeim fór hópur sem æfir í Boot Camp í Sporthúsinu í Kópavogi.

Birgitta Birgisdóttir úr Reykjanesbæ var í hópnum og hún segir að ferðin hafi verið mjög vel heppnuð og skemmtileg.

„Í Spartan-hlaupi getur þú valið um að hlaupa mismunandi vegalengdir með mismunandi mörgum hindrunum á leiðinni; Sprint sem er 5 km og 20 hindranir, Super sem er 10 km og 25 hindranir eða Beast sem er 21 km og 30 hindranir. Það er líka hægt að taka öll þrjú hlaupin á einu almanaksári og færðu þá svokallaða Trifecta-medalíu. Sumir klára þetta á einni helgi sem er mjög krefjandi en okkar maður, Árni Freyr, kláraði það afrek en við hin létum eitt hlaup duga. Hindranirnar eru miserf-

iðar en hægt er að taka refsingu ef maður treystir sér ekki eða klikkar á hindrun, refsingarnar eru auðveldari í framkvæmd en taka lengri tíma.“

Í hlaupinu voru alls konar fólk í mismunandi líkamlegu formi og fóru allir á sínum hraða og eftir sínum markmiðum.

„Við nutum þess að hreyfa okkur í fallegri náttúru og í frábærum félagsskap og erum öll staðráðin í því að þetta munum við gera aftur, en hægt er að fara í þessi hlaup víðs vegar um heiminn og er þetta því góð leið til að ferðast til nýrra staða og hafa skemmtilegt markmið í leiðinni,“ segir Birgitta.

HS Veitur eru framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki í veitustarfsemi sem telst til mikilvægra innviða. Hjá HS Veitum starfa um 100 starfsmenn á fjórum starfsstöðvum sem sinna margvíslegum störfum. Fyrirtækið þjónar mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins og eru íbúar á veitusvæði HS Veitna tæplega 90 þúsund.

Í fyrirtækinu ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild og virðingu í samskiptum.

Framundan eru spennandi tímar vegna íbúafjölgunar og atvinnuuppbyggingar á veitusvæðinu auk framþróunar í orkuskiptum, tækniþróunar og snjallvæðingar.

Störf í boði n Svæðisstjóri Suðurlands n Verkstjóri rafmagns í Hafnarfirði og Garðabæ n Verkstjóri rafmagns á Suðurnesjum n Tæknistjóri rafmagns n Tæknistjóri vatns og hitaveitu

Allar umsóknir fara í gegnum ráðningarvef Alfreðs nema annað sé tekið fram.

Sjá nánar hér hsveitur.is/störf

Vel mætt á bókmenntakvöld í Suðurnesjabæ

Þrír rithöfundar voru gestir á bókamenntakvöldi Suðurnesjabæjar 18.nóvember. Hallgrímur Helgason rithöfundur leiklas frábærlega upp úr nýjustu skáldsögu sinni Sextíu kíló af sunnudögum. Kristín Svava Tómasdóttir rithöfundur sagði frá og las upp úr ævisögu Dunu, Guðnýjar Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu, m.a. ýmsar skemmtilegar sögur um atvik við undirbúning og gerð nokkurra kvikmynda Dunu. Þórarinn Eldjárn rithöfundur las rímur úr nýrri rímnabók sinni Dótarímur og kynnti að auki tvær nýjar bækur, 100 kvæði og barnabókina Hlutaveikin.

Gestir sem fjölmenntu spurðu höfunda margra spurninga sem var greiðlega svarað og gáfu innsýn í ritstörfin.

Bókmenntakvöldið er hluti viðburða „Kynning á bókmenntaarfinum“ sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Suðurnesjum, styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

ÓSKUM NJARÐVÍKINGUM TIL HAMINGJU MEÐ NÝJA OG GLÆSILEGA KEPPNIS-

OG ÆFINGAAÐSTÖÐU

ICEMAR-HÖLLINA

Sundið er lífið hjá Evu Margréti

n Keflvíkingurinn Eva Margrét Falsdóttir verður á meðal keppenda á Norðurlandamótinu í sundi sem verður haldið í Vejle í

Danmörku í byrjun næsta mánaðar.

n Hefur náð frábærum árangri í sundlauginni frá unga aldri.

n Sigursælasta sundkonan á síðasta Íslandsmóti.

„Ég held að ég hafi verið svona fimm ára þegar ég byrjaði að æfa sund. Ég var fyrst á sundnámskeiðum en ég held að ég hafi byrjað að æfa fimm eða sex ára. Ég var allavega mjög ung,“ segir

Eva Margrét en hún er þriðja í röðinni af fjórum systkinum og þau hafa öll verið í sundi. „Við erum tvö sem erum ennþá að æfa, ég og yngri bróðir minn. Ég held að mamma og pabbi hafi reynt að setja mig í aðrar íþróttir líka en ég hafði ekki áhuga á neinu öðru en sundinu. Ég fór kannski á eina æfingu en fílaði það ekki.“

allt snýst um sundið

Eva Margrét er nítján ára gömul og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðasta vor. „Ég útskrifaðist í maí og var svolítið óákveðin um hvað ég vildi læra, það er svo margt sem mig langaði að gera og ég var líka óviss hvar ég vildi læra. Það er mjög erfitt að æfa sund og vera í háskóla á Íslandi, þannig að ég þurfti að ákveða hvar ég vildi vera. Núna vinn ég í Frístund í Myllubakkaskóla eftir hádegi og svo er ég bara að æfa á morgnana, fer á sundæfingu, lyftingaæfingu og svo

á seinnipartsæfingu eftir vinnu,“ segir Eva sem segist leggja megináherslu á sundið þessa dagana. „Já og ég ætla að hafa það svoleiðis. Þess vegna ætla ég líka að fara út í nám, ég ætla að halda sundinu inni. Núna er ég meira að pæla í Norðurlöndunum og er að fara að skoða skóla í Danmörku í desember. Ég verð svolítið lengi úti og verð eitthvað að keppa með þeim.“

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Það er eins með námið og með sundið, ég þarf að gera sundið hundrað prósent og þá þarf ég líka að gera námið hundrað prósent. Ég gef mig hundrað prósent í það sem ég tek mér fyrir hendur ...

Ertu þá farin að mót þér skoðun um hvaða nám þú ætla að fara í?

„Já, mig langar í sjúkraþjálfunina. Ég er búin að hugsa mikið um þetta og ég er að fara að skoða sjúkraþjálfunina þarna úti en líka verkfræðinám – sem er svolítið ólíkt. Ég hef áhuga á mannslíkamanum og ég hef líka mjög gaman af stærðfræði.

Ég var alltaf helst að pæla í sjúkraþjálfuninni en svo hef ég verið að skoða verkfræðina, þá helst heilbrigðisverkfræði – valið stendur á milli þessa tveggja,“ en Falur faðir hennar er sjúkraþjálfari.

Hvernig gekk þér í stúdentsprófinu?

„Bara mjög vel. Það er eins með námið og með sundið, ég þarf að gera sundið hundrað prósent og þá þarf ég líka að gera námið hundrað prósent. Ég gef mig hundrað prósent í það sem ég tek mér fyrir hendur.“

Segðu mér, hvað gerir þú fyrir utan það að synda?

„Það er stór partur af lífinu hjá mér sem snýst um það að synda, við fáum ekkert mikið frí – en mér finnst gaman að vera með fjölskyldunni minni og vinum. Gott að fara til sólarlanda svona einu sinni á ári og synda í sjónum. Mér finnst skóli mjög skemmtilegur og ég sakna þess núna að vera ekki að læra eitthvað.“

norðurlandamót í desember

„Norðurlandamótið stendur yfir frá fyrsta til þriðja desember og hópurinn fer heim þann fjórða en ég held áfram og fer að skoða skóla sem ég mun keppa með frá tólfta til fimmtánda desember.“

Þú hefur verið að gera góða hluti í sundinu. Hefurðu verið að taka framförum undanfarið?

„Já, ég er alveg ánægð með hvert ég er komin. Ég er svolítið búin að vera í þægindarammanum hérna heima og er kannski meira að vernda það að vera í fyrsta sæti. Ég held að ég muni taka enn meiri framförum þegar ég fer út – bara af því að þá verð ég að elta einhvern.“

Hverjar eru þínar sérgreinar?

„Ég er í fjórsundi, sem er í raun öll sundin, en ég fókusa líka á bringusundið. Þannig að ég er í öllu bringusundinu og öllu fjórsundinu. Ég, eins og flestar fjórsundsmanneskjur, get alveg synt flestar greinar en bringusundið er það sem ég einblíni á.“

Eva segir að bringusundið sé sennilega flóknasta sundið. „Ef eitthvað er „off“ hjá manni fer allt í klessu,“ segir hún og hlær.

Hverjar eru þínar væntingar í sambandi við Norðurlandamótið?

„Á Norðurlandamótinu í fyrra var ég alltaf fjórða sæti, var alltaf hársbreidd frá því þriðja. Við vorum fjórar sem vorum liggur við allar á sama tíma, þannig að mig langar að ná á pall. Það er markmiðið – og líka bara að bæta mig. Það er bara ég sem set pressu á mig. Ég er þarna til að gera mitt besta.“

Og hvað ertu að keppa í mörgum greinum?

„Ég er að keppa í fjórum greinum á Norðurlandamótinu. Ég var í svolítið mörgum greinum á Íslandsmótinu í síðasta mánuði, svo ég ætla að vera í aðeins færri greinum núna. Ég var í sex greinum plús sex boðsundum, þannig að ég stakk mér átján sinnum í laugina út af

undanúrslitum og úrslitum. Það var svolítið mikið,“ segir hún en Eva Margrét var í algjörum sérflokki í fjórsundunum og bringusundinu og vann til sex Íslandsmeistaratitla í einstaklingsflokki kvenna. Eva Margrét sigraði í 100, 200 og 400 metra fjórsundi ásamt því að sigra í 50, 100 og 200 metra bringusundi sem gerði hana að sigursælustu konu Íslandsmótsins. Það var þessi flotti árangur sem tryggði henni þátttökurétt á Norðurlandamótinu.

Þú hefur verið í öllum yngri landsliðum og landsliðsverkefnum.

„Já, ég var alltaf að koma mér inn í landsliðin en svo hefur það orðið aðeins erfiðara síðustu árin. Ég hef alltaf verið í þessum hópum og við erum einmitt að fara í æfingaferð til Tenerife í febrúar. Það verður mjög næs að fá smá sól.“ Þannig að þú hefur alltaf verið vel til þess fallin að keppa í sundi. Hefurðu til dæmis alltaf verið svona hávaxin?

„Já, ég hef alltaf verið mjög hávaxin og ég hætti að stækka mjög seint – veit ekki einu sinni hvort ég sé hætt að stækka,“ segir Eva hlæjandi og bætir við að það sem haldi henni við sundið séu þessar eilífu áskoranir. „Það er svo erfitt að vera í sundinu og hafa ekkert til að stefna að. Það heldur mér gangandi, að komast í þessi verkefni og vera að keppa að einhverju.“ Þetta hlýtur að þarfnast mikils sjálfsaga. Þú ert að mæta á morgunæfingar, síðan ferðu í lyftingar og aftur síðdegisæfingar. „Já, þetta er eiginlega allt lífið manns. Maður fer snemma að sofa af því að maður veit að maður þarf að vakna snemma til að fara á morgunæfingu. Þetta þarfnast mikils sjálfsaga og skipulagningar,“ sagði Eva Margrét að lokum en hún heldur utan á föstudag og hefur keppni á Norðurlandamótinu á sunnudag.

eva Margrét ásamt foreldrum sínum, elínu rafnsdóttur og Fal Helga daðasyni, þegar hún útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Strax farin að vinna til verðlauna. eva með Steindóri gunnarssyni, þjálfara sínum, fyrir „örfáum“ árum síðan.
eva synti frábærlega á Íslandsmótinu í nóvember og vann sex Íslands- meistaratitla í flokki einstaklinga.

Nýrforystusauður í tippleiknum

Það kom að því að Þórunn Katla þyrfti að lúta í lægra haldi, Birgir Már Bragason kom verulega sterkur til leiks og náði níu réttum á móti sjö hjá Þórunni en hún getur unað vel við sitt, hún er komin á toppinn í heildarleiknum með alls 24 leiki rétta. Birgir Már heldur því áfram og mætir Grindvíkingnum og Leedsaranum Helga Bogasyni. Helgi hefur lengi verið starfsmaður Landsbanka Íslands, fyrst í Grindavík en undanfarin u.þ.b. tíu ár á fyrirtækjasviði útibús Landsbankans í Reykjanesbæ, eftir stutta viðkomu í Sparisjóðnum rétt áður en fjármálahraunið 2009 þurrkaði Sparisjóðinn út. Þar sem Landsbankinn er í sömu byggingu og Víkurfréttir var gráupplagt að taka lyftuna af fjórðu hæðinni niður á þá fyrstu og taka kaffibolla með gamla þjálfaranum sínum. Helgi lék lengi knattspyrnu með Grindavík, byrjaði ungur að þjálfa ungviðið, var svo aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla, bæði hjá Guðmundi Torfasyni og Milan Stefáni Jankovic. Svo tók Helgi við meistaraflokki Njarðvíkur og kom þeim upp í næstefstu deild á nokkrum árum. Hann þjálfaði líka kvennalið Grindavíkur og kom þeim í úrslitaleik um að komast upp í efstu deild, en liðið þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Fylki.

„Ég held að þjálfaraferlinum sé lokið en þó veit maður aldrei. Ég bjó í Grindavík fyrir rýmingu en við hjónin erum búin að koma okkur fyrir í Reykjavík, þar eru börnin okkar þrjú og þrjú barnabörn svo það heldur meira í mig en að flytja hingað til Reykjanesbæjar þar sem vinnan er. Það er ekkert mál að keyra upplýsta Reykjanesbautina til og frá vinnu.

Annars er ég gallharður Leeds-ari, tók ákvörðun um fimm ára aldurinn, vildi ekki elta vinina sem héldu með Manchester United, Liverpool og Arsenal. Ákvað að velja hvíta litinn en á þeim tíma var annað hvort hvítur eða svartur litur í boði í sjónvarpinu. Mér hefur gengið vel að breiða út fagnaðarerindi Leeds, við erum nokkrir vinirnir sem styðjum „Súper“ eins og við köllum þá og eins hef ég náð að kristna nokkur skyldmenni. Synirnir tveir eru gallharðir en Sara dóttir mín hefur alltaf verið full sjálfstæð, ég missti hana yfir í Liverpool. Leeds er efst í þessum töluðu orðum, ég geri ráð fyrir að liðið fari beint upp og gef okkur önnur þrjú ár til að fara berjast um titla,“ sagði borubrattur Helgi Bogason að lokum.

Birgir Már var hógvær að vanda. „Ég vil auðvitað þakka Þórunni Kötlu fyrir leikinn, hún er greinilega búin að standa sig vel enda komin á toppinn en að þessu sinni var um ofurefli fyrir hana að etja. Ég er gífurlegur keppnismaður í mér og með vænan skerf af Keflavíkurhroka, sem hefur fleytt mér langt í gegnum tíðina. Fyrst ég er á annað borð mættur til leiks í tippleik Víkurfrétta, ætla ég að feta í fótspor kollega míns hjá Njarðvík, Hámundar Helgasonar. Hann sagði mér að það hefði verið afskaplega gaman að skella sér til London og á Wembley, ég ætla að halda mér á stallinum nægjanlega lengi til að tryggja mig í lokaúrslitin og eftir það verður þetta eins og göngutúr í garðinum að landa sigrinum,“ sagði hinn hógværi Birgir Már.

NÝTT GERVIGRAS Í NETTÓHÖLLINA

Hafist verður handa við að leggja nýtt gervigras í Nettóhöllinni þann 9. desember næstkomandi en núverandi gervigras er komið til ára sinna og þarfnast endurnýjunar. Síðastliðinn föstudag undirrituðu Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Ármann Andri Einarsson, fulltrúi Metatron, samning um kaup Reykjanesbæjar á nýju gervigrasi í Nettóhöllina að viðstöddum fulltrúum frá Reykjanesbæ og knattspyrnudeildum Keflavíkur og Njarðvíkur.

Gert er ráð fyrir að verkið hefjist 9. desember nk. og ljúki 11. janúar 2025, þ.a.l. verður höllin lokuð á meðan vinna stendur yfir.

Fullorðinsfótbolti í árgangamóti Keflavíkur

Árlegt árgangamót Keflavíkr fór fram í Nettóhöllinni fyrir skömmu og þar rifjuðu margar „gamlar“ kempur upp takta frá liðinni tíð. Myndirnar sem Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók tala sínu máli en það sást vel að knattspyrnukonurnar og knattspyrnukarlarnir höfðu engu gleymt – framkvæmdu hlutina bara aðeins hægar.

ármann andri einarsson og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir handsala samninginn.
Hafþór barði birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi reykjanesbæjar, sagði nokkur orð við tilefnið.
Fulltrúar knattspyrnudeilda njarðvíkur og keflavíkur voru viðstaddir undirskriftina.
Stelpurnar

Nýtt upphaf

Neglum niður vextina

með því að hætta að reka ríkið á yfirdrætti

Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum

með bráðaaðgerðum á húsnæðismarkaði

Tryggjum öruggar tekjur alla ævi

með því að hækka lífeyri TR í takt við laun og með nýju fæðingarorlofskerfi

Fastur heimilislæknir sem þekkir þig og örugg heilbrigðisþjónusta óháð búsetu

Hlúum að fólkinu sem byggði landið

með þjóðarátaki í umönnun eldra fólks

Tvöföldum fjárfestingu í samgöngum

með tekjum frá auðlindum og aukinni verðmætasköpun

Velkomin í kosningakaffi á kjördag kl. 13–17 í Tjarnargötu 3. Kosningavakan verður á veitingastaðnum Ráin við Hafnargötu 19, húsið opnar kl. 22.

Við bjóðum upp á akstur á kjörstað, sími 698 1404

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR Kjóstu

Það er komið að þér. Minni öfgar, meiri Framsókn. Við erum með plan. Byggjum íbúðir. Öflug á miðjunni. Hlúum að fólkinu sem byggði landið. Berjum niður vextina. Trygg landamæri, öruggt samfélag. Nýtt húsnæðislánakerfi. Lækkum þessa vexti. Þótt að kosningabaráttan að þessu sinni sé mjög stutt, eða bara um einn mánuður þá eru allir búnir að gleyma því að „Þýska stálið“ mun gefa eftir sæti sitt á Alþingi, nái hann kjöri. Það sem allir vita í dag er að Bubbi í Beinni Leið sér Pírata sem kjörið þriðja hjól undir vagni með Viðreisn og Samfylkingunni í næstu ríkisstjórn, þrátt fyrir að Piratar séu ekki inni á þingi samkvæmt skoðanakönnunum. Bubbi er drulluspenntur fyrir samstarfi, enda þekkir hann litróf stjórnmálanna betur en flestir. G-A-S-Y-C. Listabókstafurinn skiptir ekki máli. Það eru mennirnir og málefnin.

Kjósi Suðurnesjamenn að líta á fólkið og kjósa heimamenn, þá eru einungis tveir flokksleiðtogar í boði. Hólmfríður Árnadóttir í VG og Guðbrandur Einarsson í Viðreisn. Í kosningunum 2021 felldi Bubbi, Hólmfríði eftirminnilega af þingi í endurtalningu. Nú segja skoðanakannanir að líklegra sé að Bubbi verði ráðherra heldur en að Hólmfríður komist á þing.

Hólmfríður þarf nefnilega að líða fyrir það flokkur hennar VG er annar tveggja flokka sem Framsóknarflokkurinn hefur sagt hafa verið óstjórntækan í síðustu ríkisstjórn. Af sannkallaðri Framsóknarmennsku létu Framsóknarmenn það bara yfir sig ganga. Þeir voru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna 2021, en þótti samt óþarfi að slíta stjórnarsamstarfi þótt hinir tveir flokkarnir væru í tómu rugli.

Útreiðin sem ríkisstjórnarflokkarnir fá í skoðanakönnunum er um margt sérstök. Helst mun það vera vegna hárra vaxta, verðbólgu og hás fasteignaverðs. Ef við lítum bara á þetta kjörtímabil, þá ættu Suðurnesjamenn sérstaklega að líta sér nær. Í upphafi kjörtímabilsins var það stórsigur Framsóknarmanna sem tryggði áframahldandi setu ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og VG. Milljörðum var dælt út í hagkerfið vegna heimsfaraldursins til að fólk héldi atvinnu. Svo margir styrkir voru í boði að það er erfitt að nefna þá alla. Ekki síst hafði þetta með ferðaþjónustuna að gera. Og hvaða atvinnuvegur er það sem veitir flestum Suðurnesjamönnum atvinnu?. Svo óheppilega vildi til að í framhaldi heimsfaraldursins hófst eldgosahrina í Svartsengi. Ekki þurfti bara að rýma heilt bæjarfélag á Suðurnesjum, heldur líka að ráðast í uppkaup á öllu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Til að kóróna allt hafa verið byggðir miklir varnargarðar í kringum bæjarfélagið, orkuver HS orku í Svartsengi og Bláa Lónið. Núna síðustu daga hefur svo verið unnið þrekvirki sem litla umfjöllun hefur fengið þar sem starfsmenn Brunavarna Suðurnejsa hafa unnið að hraunkælingu í Svartsengi og eru líklega að bjarga bæði Orkuverinu og lóninu. Hver var það sem hafði kjark og þor til að láta byggja þessa varnargarða? Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins? Á tyllidögum telja Íslendingar sig eina best menntuðu þjóð í heimi. Þegar opinber útgjöld fara fram úr hófi á einum tímapunkti getur það eingöngu leitt til einnar niðurstöðu. Verðbólgu. Verðbólga leiðir svo af sér hærri stýrivexti. Í boði peningastefnunefndar Seðlabankans. Eina leiðin til að berjast við verðbólgu er að lækka ríkisútgjöld. Eini stjórnmálamaðurinn sem ég hef heyrt segja það beinum orðum í þessari kosningabaráttu er formaður Miðflokksins, bara milli þess sem hann skreytti húfur og myndefndi annarra flokka. Í Suðurkjördæmi mælist Flokkur Fólksins nú stærstur. Formaður flokksins lofar því að taka 90 milljarða í skattgreiðslur á ári af lífeyrissjóðunum og er tilbúin í ríkissjórnarsamstarf með hverjum þeim flokki sem samþykkir að hækka lágmarkslaun í 450.000 krónur. Gott og gilt. Ég skil það eftir hjá lesendum sjálfum að reikna hvaða áhrif launahækkunin og 90 milljarðarnir hafa á verðbólgu. Viðreisn lofar að þjóðin fái að greiða atkvæði um Evrópusambandsaðild. Við náum því vonandi áður en Evrópusambandið liðast í sundur. Það væri mjög íslenskt að vera á leiðinni inn, þegar allir aðrir eru á leiðinni út. Eigið gleðilegan kjördag!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.