Víkurfréttir 46. tbl. 45. árg.

Page 1


Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála

Jólatréssala Kiwanis

Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík

Opið frá 7. desember:

mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18

Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar

Súluhafar 2024

Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2024, var afhent um helgina. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlíf og menningu samfélagsins með fjölbreyttum hætti. Að þessu sinni voru veitt tvenn verðlaun. DansKompaní listdansskóli Suðurnesja og Steinn Erlingsson söngvari hlutu verðlaunin að þessu sinni. Verðlaunagripurinn er silfursúla eftir listakonuna Elísabetu Ásberg og vísar í sjófuglinn Súluna í merki Reykjanesbæjar. Það var Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, sitjandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem afhenti gripinn. VF/pket og hbb

Færanleg veðursjá sett upp við Voga

Veðurstofa Íslands óskaði eftir því við skipulagsyfirvöld í Sveitarfélaginu Vogum að fá að setja upp færanlega veðursjá fyrir ofan Voga. Í erindinu segir að ekki er gert ráð fyrir miklu jarðraski og er fyrirséð að ratsjáin muni sinna mikilvægu vöktunarhlutverki í næsta eldgosi á Suðurnesjum. Afgreiðsla skipulagsnefndar er að hún gerir ekki athugasemd við erindið. Hins vegar varð næsta eldgos aðeins sólarhring eftir að nefndin samþykkti erindið og því kom veðursjáin væntanlega ekki að gagni við upphaf þess goss.

Tvö blöð til jóla

Nú eru aðeins tvö blöð til jóla hjá Víkurfréttum. Næsta blað kemur út miðvikudaginn 11. desember. Jólablað Víkurfrétta kemur svo út miðvikudaginn 18. desember. Það verður veglegt að vanda. Þar sem vinna við stórt jólablað er tímafrek hvetjum við þau sem ætla að koma efni og auglýsingum í blaðið að vcra tímanlega á ferðinni. Póstfangið er vf@vf.is fyrir efni en andrea@ vf.is fyrir auglýsingar.

Styrkir til Grindavíkurbæjar vegna uppbyggingar samfélagsins nema samtals um átján milljónum króna. Þetta kemur fram í gögnum bæjarráðs Grindavíkur en minnisblað um styrki til Grindavíkurbæjar í kjölfar rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember 2023 var þar til umfjöllunar.

„Bæjarráð Grindavíkurbæjar færir öllum þeim sem stutt hafa við bakið á Grindvíkingum undanfarið ár einlægar þakkir. Stuðningurinn hefur verið ómetanlegur í krefjandi aðstæðum og sýnir stærð og styrk samfélagsins okkar. Hvert framlag, stórt sem smátt, hefur veitt okkur

huggun, von og kjark sem gerir okkur kleift byggja okkur upp á ný, sigrast á ótal áskorunum og halda áfram,“ segir í fundargerð bæjarráðs. Þar kemur fram að alls hafa safnast rúmlega 17.940.000 kr. inn á söfnunarreikning í eigu

Grindavíkurbæjar frá 10. nóvember 2023. Ekki hefur verið hreyft við því fjármagni. Litið hefur verið svo á að styrkirnir sem berast sveitarfélaginu eigi að nýtast við endurreisn samfélagsins og skuli þá horft til verkefna sem ekki eru lögbundin, m.a. til að efla samstöðu og fjölga samverustundum Grindvíkinga. Þá segir að Grindavíkurbær hefur ekki heildaryfirsýn yfir aðrar safnanir sem fóru af stað í kjölfar hamfaranna síðasta vetur.

Vegagerð er hafin yfir hraun sem rann yfir Grindavíkurveg þann 21. nóvember. Slóði hefur verið lagður yfir glóandi heitt hraunið, sem þó er aðeins fær stórvirkum vinnuvélum. Ekki liggur fyrir hvenær fólksbílafær vegur verður lagður yfir hraunið en núna er aðeins hægt að komast til Grindavíkur með því að aka Nesveg eða Suðurstrandarveg. Myndina hér að ofan tók ljósmyndari okkar, Ísak Finnbogason, síðasta sunnudag. Þar sem slóðinn liggur yfir hraunið er það margra metra þykkt en hraunið sem rann að varnargörðunum við Svartsengi hefur verið mælt allt að níu metra þykkt. Vegur

Himinlifandi með niðurstöðurnar

n segir Guðbrandur Einarsson, Viðreisn „Við erum himinlifandi með niðurstöðu kosninganna og þakklát fyrir stuðninginn. Viðreisn rúmlega tvöfaldar þingmannafjölda sinn og það er einnig mikil fylgisaukning við okkur hér í kjördæminu. Ég fer úr tíunda sætinu sem jöfnunarmaður og er nú kjördæmakjörinn í sjötta sætinu. Staða Viðreisnar er því mjög sterk eftir þessar kosningar og allt útlit fyrir að Viðreisn taki sæti við ríkisstjórnarborðið í framhaldinu. Hverjir munu mynda næstu ríkisstjórn er óljóst á þessu stigi en þó ljóst að það eru spennandi tímar framundan,“ sagði Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Best klædd á kjördag

Sverrir Bergmann Magnússon, þriðji á lista Samfylkingarinnar, mætti ásamt eiginkonu og dætrum á kjörstað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja öll í sínu fínasta. Án efa best klædda fjölskyldan á kjörstað. Sverrir er orðinn varaþingmaður. Það er óhætt að segja að þessi þekkti tónlistarmaður hafi komið með krafti til Reykjanesbæjar en hann er bæjarfulltrúi fyrir flokkinn í sveitarfélaginu og hefur látið til sín taka á þeim vettvangi.

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Flokkur fólksins er stærsti flokkur Suðurkjördæmis eftir alþingiskosningarnar 2024. Flokkurinn fékk 20% og 121 atkvæði meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem er næststærstur og tapar einum þingmanni frá því í síðustu kosningum. Báðir flokkar fá tvo þingmenn.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er oddviti

Flokks fólksins en í öðru sæti var

Sigurður Helgi Pálmason en hann er búsettur í Reykjanesbæ.

Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin er þriðji stærstur í kjördæminu með 17,3% og fær einnig tvo þingmenn, báða nýja, þar sem Oddný Harðardóttir, fyrrverandi oddviti, hætti. Nýir þingmenn Samfylk-

ingar eru Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.

Miðflokkurinn hlaut 13,6% atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, en hann hefur áður verið þingmaður kjördæmisins fyrir Flokk fólksins í næstsíðustu kosningum.

Framsóknarflokkurinn fékk 12% atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann. Halla Hrund Logadóttir verður í brúnni fyrir

Framsókn á þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, var í öðru sæti og datt inn á þing sem jöfnunarþingmaður þegar síðustu tölur í Kraganum komu í hús á hádegi á sunnudag. Viðreisn fékk 11,2% og bætti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Eini Suðurnesjamaðurinn í oddvitasæti í kjördæminu, Guðbrandur Einarsson, komst á þing í síðustu kosningum en bætti stöðu sína núna og var sjötti kjördæmakjörni þingmaðurinn í kjördæminu.

Í TAKTI VIÐ MIKINN MEÐBYR

n segir Sigurður Helgi Pálmason, Flokki fólksins

„Úrslitin komu skemmtilega á óvart en voru í takt við þann mikla meðbyr sem við höfðum fundið í kosningabaráttunni. Ég taldi góðar líkur á að ég myndi ná kjöri miðað við gengi okkar í skoðanakönnunum en auðvitað er maður alltaf í óvissu þar til atkvæðin eru talin,“ segir Sigurður Helgi Pálmason en hann skipaði annað sætið hjá Flokki fólksins.

„Á bak við hvert atkvæði er manneskja, manneskja með sína sögu. Frá stofnun Flokks fólksins hefur verið lögð rík áhersla á að eiga raunverulegt samtal við kjósendur. Á síðustu vikum höfum við farið vítt og breitt um kjördæmið og lagt okkur fram um að gefa fólkinu okkar tækifæri að ræða við okkar á samtalsgrundvelli. Því það eru jú þannig samtöl sem bæta skilning okkar um hvað má betur fara í þjóðfélaginu. Við hjá Flokki

fólksins erum afar þakklát fyrir það traust sem okkur hefur verið sýnt og við erum staðráðin í að sýna að ég við getum staðið undir því. Sam-

talinu við fólkið okkar er hvergi lokið og það sýna niðurstöður þessara kosninga.“

Ánægð með varnarsigur n segir Vilhjálmur Árnson, Sjálfstæðisflokki

„Niðurstöður kosninganna voru mun betri en allar kannanir og umræður höfðu gefið til kynna undanfarin misseri. Að því leytinu til erum við ánægð með varnarsigurinn og fundum það í baráttunni hvernig stemmningin jókst með okkur með hverjum deginum. Við fundum að fólk kallaði eftir meiri Sjálfstæðisflokki en voru hvekkt eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf þvert á hið pólitíska litróf. Okkur finnst við ekki hafa notið sannmælis með þeim árangri sem við náðum í fjármálum ríkisins, ná tökum á landamærunum, orkuöflun og breyttu örorkulífeyriskerfi þrátt fyrir fall Wow-air, heimsfar-

aldur, jarðhræringar og tvenn stríð. Við erum stolt af okkar vinnu og endalaust þakklát fyrir allt það öfluga fólk sem tók þátt í kosningabaráttunni með okkur. Markmiðið var vissulega að ná hærra og vera áfram með þrjá þingmenn í kjördæminu og ekki missa fyrsta þingmann kjördæmisins til oddvita sem býr ekki í kjördæminu, það voru vonbrigði. Við erum samt keik og munum áfram leggja okkur öll fram við að fylgja þeim fjörlmörgu málum eftir sem skipta kjördæmið miklu máli,“ segir Vilhjálmur Árnason sem skipaði annað sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

hafðu það mjúkt um jólin

Góðar viðtökur við Marion á nýjum stað

n Herrafataverslunin Marion er flutt í glerhúsið í við Njarðarbraut í Innri-Njarðvík

„Búðin stækkar nánast um helming, það hefur verið mikill erill síðan við fluttum fyrir mánuði og ég á von á mikilli traffík fram að jólum,“ segir María Ósk Guðmundsdóttir, annar eigenda herrafataverslunarinnar Marion en nýverið flutti búðin í stærra húsnæði á Njarðarbraut í Innri-Njarðvík.

María er alsæl með vistaskiptin en mjög mikið hefur verið að gera á nýja staðnum, þar var áður bílasala en búið er að taka húsnæðið í gegn og hentar það fullkomlega fyrir fataverslun og aðra sambærilega þjónustu.

„Við erum búin að vera hér í u.þ.b. mánuð og það hefur verið mun meiri traffík en á gamla staðnum og byrjunin lofar mjög góðu. Það er búið að vera mjög mikið að gera og ekki mun það minnka núna fyrir jólavertíðina.

Palóma opnar í Njarðvík

n „Ánægð að vera búin að opna á nýjum stað,“ segir Linda Gunnarsdóttir

Við erum mjög sátt hér á nýja staðnum, erum að stækka um tæplega helming og allt er mjög bjart og opið. Það skemmir heldur ekki fyrir að Linda í Palómu sé komin hingað líka og fljótlega opnar partý- og gjafavörubúð. Það mun allt iða hér af lífi og það er bara frábært. Gömlu kúnnunum okkar fannst gott að hafa okkur þar sem við vorum en þeir hafa fylgt okkur hingað og mun fleiri hafa uppgötvað okkur eftir að við fluttum okkur. Það er mun meiri traffík hér og okkur á eftir að líða vel.“ sinnir herranum

Marion opnaði í Hólmgarði árið 2022 og hefur vaxið fiskur um hrygg allar götur síðan en búðin sinnir eingöngu herrunum. Hægt er að fá allan fatnað en hvað er vinsælast fyrir jólin?

„Við erum með allan fatnað fyrir allan aldur má segja, allt frá fermingarstrákum upp í heldri menn, hægt að versla allt frá nærfatnaði og sokkum, upp í jólajakkafötin. Það sem er vinsælt núna er stakir jakkar, t.d. ullarfrakkar en ég hef selt mikið af þeim og svo er alltaf vinsælt að setja föt í jólapakkann. Við bjóðum upp á náttföt, kósýföt og bara allt milli himins og jarðar þegar kemur að herrafatnaði. Við tökum mest af fötunum frá Danmörku, Daninn er mjög framarlega í hönnun og við erum líka farin að bjóða upp á þýsk merki. Ég er auðvitað alltaf með augun opin fyrir nýjum merkjum og vil búa mér til okkar stíl og það hefur gefist vel. Við bjóðum líka upp á að stytta buxur og jakka, erum með frábæra saumakonu í Garðinum, við reddum öllu fyrir kúnnann, við leggjum mikið upp úr að veita góða þjónustu.

Við erum mjög ánægð með að taka þátt í Jólalukku Víkurfrétta, við vorum með fyrstu jólin sem fyrirtækið var starfrækt árið 2022 og vildum endilega vera með núna. Allir svona leikir stuðla að meiri umferð og það viljum við sjá. Þeim mun fleiri sem koma í búðina, því betra. Við hlökkum til að taka á móti Suðurnesjafólki og dressa herrana upp fyrir jólin. Við lítum framtíðina mjög björtum augum á þessum nýja stað hér á Njarðarbrautinni,“ sagði María Ósk að lokum

„Þessi staðsetning hentar fullkomlega en hvort ég opni aftur í Grindavík verður bara að koma í ljós,“ segir verslunarkonan Linda Gunnarsdóttir, kennd við Palóma. Linda hefur rekið Palóma í rúm fimmtán ár og fram að rýmingu í fyrra var hún með búðina í verslunarmiðstöðinni svokölluðu í Grindavík. Hún var ekki lengi að opna eftir að hafa þurft að rýma Grindavík, Palóma settist að á Ásbrú en á dögunum flutti hún inn í stærra húsnæði á Njarðarbraut sem hentar óaðfinnanlega. Linda, sem er frá Njarðvík, saknar Grindavíkur en hvort hún muni aftur opna Palómu þar kemur bara í ljós en það er nokkuð ljóst að hún mun ekki hætta með búðina á Njarðarbrautinni.

Það var mikill erill á opnunardeginum en dagarnir á undan fóru í að tæma 40 feta gám sem var stútfullur af vörum.

„Það fór vel um mig upp á Ásbrú en ég gat ekki hafnað þessu tækifæri og mjög skemmtilegt að vera með Maríu í Marion hinum megin í húsnæðinu. Byrjunin lofar svo sannarlega góðu, það er búið að vera mikið að gera að undanförnu, við fylltum 40 feta gám þar sem við vorum í Ásbrú og það voru hæg heimantökin að fá flutning á gámnum, Gunnar sonur minn vinnur hjá pabba sínum hjá Jóni & Margeir.

Þetta húsnæði hentar frábærlega, þetta er mjög bjart og opið og hér er góður andi. Við höfum keyrt heimasíðuna okkar grimmt síðan í covid og ég gæti trúað að þriðjungur sölunnar fari fram í gegnum hana, vefsíðan er sífellt að verða stærri sneið í kökunni og það er bara jákvætt. Búðin er komin til að vera á þessum stað og hvort ég opni aftur í Grindavík verður bara að koma í ljós, þetta er auðvitað hentugri staðsetning hér og þegar ég flyt aftur heim er maður ekki lengi að skjótast hingað. Þetta kemur bara í ljós en ég er mjög ánægð með að vera búin að opna hér, hlakka mikið til að taka á móti viðskiptavinum hér í þessu bjarta og opna rými.“

Pallíettur

Það eru oft sömu hlutir sem eru vinsælir hjá dömunum fyrir jólin og Linda er alsæl með að taka þátt í Jólalukku Víkurfrétta.

„Ég er að taka þátt í Jólalukkunni í fyrsta sinn, betra er seint en aldrei á svo sannarlega við. Svona leikur mun bara auka

á umferðina í búðina, um það snýst þetta og ég hlakka til að taka á móti viðskiptavinum. Það er frábært að geta tekið á móti viðskiptavinum á þessum stað í aðdraganda jólanna, ég man varla hvernig síðustu jól voru, þau eru eiginlega bara í móðu. Það er eins núna fyrir þessi jól eins og venjulega, pallíettur eru mjög vinsælar í jóladressi skvísunnar. Glimmer og pallíettur verður þemað fyrir þessi jól og ég hlakka mikið til að dressa skvísur Suðurnesja upp fyrir jólin. Ég er dugleg að fara út á sýningar og reyni að vera með fjölbreytt fataúrval. Ég á mína föstu viðskiptavini og legg mig mikið fram við að veita þeim persónulega og góða þjónustu. Mjög margar konur versla reglulega í gegnum heimasíðuna okkar og ég held að Palóma eigi bara eftir að vaxa og dafna enn betur á þessum nýja stað, ég hlakka mikið til að taka á móti viðskiptavinum. Ég verð á fullu fram að jólum en svo verður gott að skella sér með fjölskyldunni út til Tenerife yfir jólin,“ sagði Linda að lokum.

linda (t.v.) með tengdadóttur sinni og hægri hönd, alexöndru Marý Hauksdóttur.

5.-8. desember

20-30%

AFSLÁTTUR

ÖLL GERVIJÓLATRÉ

25%

AFSLÁTTUR

ALLAR ÚTIFÍGÚRUR

JÓLATRJÁASALA HELGAR TILBOÐ

Björgunarsveit Suðurnesja verður að selja lifandi og sérvalin Normannsþin og

Stafafuru í BYKO Suðurnesjum

Allur ágóði rennur óskiptur til björgunarsveitarinnar.

Sýnum stuðning í verki og kaupum

lifandi jólatré af björgunarsveitunum okkar.

25%

AFSLÁTTUR

ALLAR ÚTISERÍUR

15%

AFSLÁTTUR

ALLAR TWINKLY JÓLASNJALLVÖRUR

20%

AFSLÁTTUR

ALLAR PATISSE BÖKUNARVÖRUR

NORÐMANNSÞINUR

125-150cm | 151-175cm | 176-200cm | 201-250cm

STAFAFURA

100-150cm | 151-200cm | 201-250cm

AFGREIÐSLUTÍMI

MÁN-FÖS 12-19

LAU 10-18

SUN LOKAÐ

Hönnun og handverk á jólamarkaði í Víkingaheimum

Jólamarkaður verður um komandi helgi, 7. til 8. desember, í Víkingaheimum í Innri-Njarðvík.

Jólamarkaðurinn býður upp á fjölbreytta, fallega hönnun og handverk, sem er fullkomið fyrir jólagjafirnar í ár.

Kaffihúsið í Víkingaheimum verður opið með nýbakaðar piparkökur og jólaglögg til að halda á þér hita.

Jólamarkaðurinn er opinn bæði laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 16 báða dagana.

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Þá er desember kominn í gang og hann byrjar allavega þannig að nokkrir línubátar hafa komist á sjóinn. Í raun fjórir, Óli á Stað GK, Fjölnir GK, Dúddi Gísla GK og Margrét GK. Þeir fóru á sjóinn og komu allir til Sandgerðis, sama dag og þessi pistill er skrifaður.

Eins og ég hef greint frá í þessum pistlum var nóvember frekar erfiður og bátar komust ekki á sjóinn stóran hluta mánaðarins.

Svo í stað þess að horfa á þennan nóvember þá ætla ég með ykkur í ferðalag 30 ár aftur í tímann og skoða nóvember árið 1994 en einungis hafnirnar á Suðurnesjum. Það var nefnilega þannig að fyrir 30 árum var mjög mikið um að vera í höfnunum þremur á Suðurnesjum, reyndar fjórum því að það var landað bæði í Keflavík og Njarðvík. Þó var ein höfn sem bar höfuð og herðar yfir hinar hafnirnar, Sandgerði, en í nóvember árið 1994 komu þar á land alls 1913 tonn af 87 bátum í samtals 710 löndunum. Auk þess lönduðu fjórir togarar í Sandgerði í nóvember 1994 alls 849 tonnum, samtals komu því á land í Sandgerði í nóvember 1994 alls 2.762 tonn. Mikið var um að vera í Keflavík og Njarðvík en samtals komu á land alls 1.168 tonn af 38 bátum í 256 löndunum. Auk þess lönduðu tveir togarar í Njarðvík alls 272 tonnum og því komu á land samtals 1.440 tonn í Keflavík/Njarðvík.

Það vekur nokkra athygli að meiri afli kom á land í Keflavík/ Njarðvík af bátunum heldur en í Grindavík því alls komu á land í Grindavík 1.137 tonn frá 37 bátum í 225 löndunum. Auk þessa lönduðu tveir togarar alls 236 tonnum og Júlli Dan GK kom með 141 tonn af síld til Grindavíkur í nóvember 1994. Samtals komu því á land í Grindavík 1.514 tonn.

Ef við lítum aðeins á bátana og byrjum á Grindavík þá var voru tveir línubátar þar, Sighvatur GK sem var með 235 tonn í þremur

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

túrum og Skarfur GK sem var með 224 tonn, líka í þremur. Þorsteinn GK var á netum og var með 102 tonn í sex róðrum. Sæborg GK var með 86 tonn í fimm á netum, Vörður ÞH með 87 tonn í fjórum á trolli. Reynir GK á balalínu með 66 tonn í þrettán róðrum og Þorsteinn Gíslason GK á balalínu með 59 tonn í tólf róðrum. Togararnir voru Gnúpur GK og Hópsnes GK sem var frystitogari og kom með 143 tonn í einni löndun. Í Keflavík/Njarðvík voru nokkrir bátar sem náðu yfir 100 tonnin, Bergvík KE var á línu og var með 153 tonn í fjórum. Happasæll KE á netum var með 124 tonn í 25 róðrum. Erling KE sem var á rækjutrolli með 106 tonn í sjö túrum. Ágúst Guðmundsson GK á netum með 92 tonn í tíu róðrum. Höfrungur GK á rækjutrolli með 82 tonn í fimm, Svanur KE á netum með 48 tonn í fjórtán. Margir dragnótabátar voru að landa í Keflavík og þar á meðal Haförn KE sem var með 62 tonn í fimmtán róðrum og Eyvindur KE var með 59 tonn í fjórtán róðrum. Togararnir voru Þuríður Halldórsdóttir GK með 153 tonn í þremur og Eldeyjar Súla KE með 119 tonn, líka í þremur túrum. Í Sandgerði bar hæst slagurinn á milli netakónganna Grétars Mars á Bergi Vigfúsi GK og Oddi Sæm á Stafnesi KE en allt árið 1994 réru þessir tveir mjög mikið og voru lang hæstir yfir allt landið miðað við bátana. Þarna í nóvember var Stafnes KE með 148 tonn í tólf róðrum og Bergur Vigfús GK með 127 tonn í átta róðrum. Freyja GK sem líka var á netum var með 111 tonn í 22 róðrum. Sigþór ÞH var með 84 tonn í tíu róðrum á línu. Guðfinnur KE 52 tonn í nítján og Ósk KE 54 tonn í tuttugu róðrum, báðir á netum. Þór Pétursson GK var með 87 tonn í sex túrum á rækjutrolli. Jón Gunnlaugs GK með 75 tonn í tíu á línu, Una í Garði GK 67 tonn í fimm á trolli. Togararnir voru Haukur GK með 180 tonn í tveimur löndunum. Snæfari GK með 20 tonn í tveimur. Ólafur Jónsson GK með 264 tonn í fjórum og Sveinn Jónsson KE með 385 tonn í fimm löndunum. Já heldur betur mikil breyting á aðeins 30 árum. Núna í nóvember 2024 þá er þetta mjög mikið breytt. Miðað við bátana þá komu á land í Grindavík aðeins 76 tonn af þremur bátum. Í Keflavík komu á land 252 tonn og var það allt frá netabátum, mest frá Erling KE sem var með 168 tonn í þrettán róðrum. Í Sandgerði komu á land um 400 tonn frá tíu bátum en reyndar komu tveir frystitogarar til Grindavíkur með samtals 1.285 tonna afla.

Frá jólamarkaðnum í víkingaheimum um síðustu helgi. vF/Hilmar bragi

Við kynnum ný og vegleg apptilboð á jólavörum á hverjum degi frá 1. til 24. desember.

Meðan birgðir endast.

Með appinu færðu appslátt af öllum vörum í hvert skipti sem þú verslar. Afslátturinn birtist sem inneign í appinu. Inneignina má nýta í verslunum um allt land.

Jólaljósin tendruð

í Suðurnesjabæ

Jólaljósin voru tendruð á jólatrjám í Suðurnesjabæ á fyrsta sunnudegi í aðventu. Að vanda voru það yngstu nemendur grunnskólanna í bæjarfélaginu sem sáu um að tendra ljósin. Í Sandgerði voru það þau Arishka og David, nemendur við Sandgerðisskóla, sem sáu um að kveikja ljósin á trénu, sem stendur við íþróttamiðstöðina og grunnskólann. Þau nutu aðstoðar Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra, við

að tendra ljósin. Í Garði voru það Snædís Irja og Elmar Freyr sem kveiktu jólaljósin ásamt bæjarstjóranum. Í bæði Sandgerði og Garði léku nemendur tónlistarskólanna jólalega tónlist og jólasveinar komu í heimsókn. Þá sá ungmennaráð Reynis og Víðis um að gefa öllum sem vildu heitt súkkulaði og piparkökur í kuldanum, en frostið beit í kinnar á báðum stöðum síðasta sunnudag.

Jólatréssala

Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík

Opið frá 7. desember:

mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18

Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur í næstu viku

Kertatónleikar Karlakórs

Keflavíkur fara fram í YtriNjarðvíkurkirkju Þriðjudaginn

10. desember og fimmtudaginn

12. desember kl. 20:00.

Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Jóhann Smári Sævarsson og undirleik annast Sævar Helgi Jóhannsson. Gestir á tón-

leikunum eru Rúnar Þór Guðmundsson einsöngvari og Regnbogaraddir undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur, Miðasala er hjá kórfélögum og við innganginn. Miðaverð er 4.000 kr. í forsölu og 4.500 kr. við innganginn.

Jólastemmning á Garðskaga

Byggðasafnið á Garðskaga stóð fyrir sérstakri jólaopnun á kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Í safnbúðinni, gömlu Verzlun Þorláks Benediktssonar, eru til sölu ýmsar vörur og gjafavara sem eru tilvaldar til jólagjafa.

Þar eru m.a. til sölu vitarnir fimm í Suðurnesjabæ sem hafa verið steyptir í kerti, handgerðir rost-

ungar, tréverk eftir Begga, handsmíðað skart frá Runo, tréseglar og hengi frá ÓS Handverk og ýmislegt annað. Einnig súkkulaði frá Anne Lise og harðfiskur frá Stafnesi. Þrátt fyrir að það blés hraustlega lét fólk það ekki aftra sig í að kíkja á safnið og komast í smá jólastemmningu.

Þá léku Sibba og Kári ljúfa jólatóna í tilefni aðventunnar.

20% afsláttur af öllum spilum & púslum

5. – 12. desember

Taktleysi

Kiwanisklúbburinn Keilir var stofnaður 30. september 1970 og var 54 ára í lok september síðastliðnum. Allt frá árinu 1971 hefur aðalfjáröflun Kiwanisklúbbsins verið jólatrésala og hefur hagnaður sölunnar alltaf runnið til líknarmála.

Fyrir nokkrum árum hóf Byko að selja jólatré í sínum verslunum og þar með talið á Suðurnesjum þrátt fyrir óskir Kiwanisklúbbsins um að gera það ekki og hófu þar með sína

samkeppni á svæðinu. Til að starta sölunni á Suðurnesjum samdi Byko við klúbbinn um að hafa umsjón með fyrstu sölunni gegn þóknun en slepptu því svo árið eftir. Nú hefur Byko samið við Björgunarsveitina Suðurnes um að taka yfir söluna í verslun sinni á Suðurnesjum og rennur allur ágóði af sölunni til styrktar björgunarsveitinni! Eflaust hefur þetta þótt góð hugmynd á skrifstofu Byko í Reykjavík út frá þeirra sýn og

ekkert verið að athuga hvaða afleiðingar þetta hefur í heimabyggð. Kiwanisfélögum er brugðið við þetta taktleysi. Það myndi nú heyrast eitthvað ef Byko tæki upp á

því að selja flugelda á Suðurnesjum og fengju Kiwanisklúbbinn Keili til að taka yfir söluna gegn þóknun. Það er sorgleg staðreynd að Björgunarsveitin Suðurnes sam-

Skafmiðaleikur Víkurfrétta , verslana og fyrirtækja á Suðurnesjum

Jólalukka

Fyrsti útdráttur í Jólalukku 9. des. Skilið miðum í Nettó!

þykkti þessa ráðstöfun að ráðast svona gegn helstu fjáröflun Kiwanisklúbbsins Keilis og ljóst að það er ekkert heilagt lengur þegar kemur að fjáröflun, það má koma fram að ágóði sölunnar í Byko fer í rekstur Björgunarsveitarinnar en ágóði sölu Kiwanisklúbbsins fer í líknarsjóð hans og þaðan allur til góðgerðarmála.

Kiwanisklúbburinn Keilir hvetur Suðurnesjabúa til að koma við og versla jólatré, salan hefst laugardaginn 7. desember kl. 12:00 í porti Húsasmiðjunnar. Hjálpið okkur að hjálpa öðrum. Erlingur Hannesson.

Til þjónustu reiðubúin

Nú að loknum kosningum er okkur efst í huga þau fjölmörgu samtöl sem við áttum við íbúa kjördæmisins síðustu vikur. Við viljum þakka ykkur öllum af auðmýkt fyrir mótttökurnar, fyrir samtölin og stuðninginn sem við fundum svo greinilega fyrir. Niðurstöður kosninganna sýna að þjóðin kallar eftir breytingum. Það er líka ljóst að plan Samfylkingarinnar hefur náð til landsmanna og íbúar á Íslandi treysta Samfylkingunni til þess að leiða áfram þær mikilvægu breytingar sem þurfa að eiga sér stað. Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og við tökum þeirri ábyrgð alvarlega.

Síðustu tvö ár hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á að eiga samtal við þjóðina. Við ætlum að byggja á þeirri vinnu og halda áfram að ferðast um kjördæmið og eiga í virku samtali við ykkur öll, því við erum í þjónustustarfi fyrir ykkur. Samfylkingin vinnur með almannahagsmuni að leiðarljósi, ekki sérhagsmuni.

Nú hefur formaður okkar, Kristrún Frostadóttir fengið umboð til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður og hún hefur fullt og óskorað traust frá flokknum til þess. Kristrún hefur sýnt það og sannað að hún er einstakur leiðtogi og það væri mikið heillaspor fyrir þjóðina ef henni ber gæfu til þess að móta nýja ríkisstjórn um þau mikilvægu verkefni sem Samfylkingin leggur áherslu á; að ná tökum á efnahagsmálum og lækka kostnað heimila, gera nauðsynlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu og þjóðarátak í ummönnun eldra fólks og efla samgöngur og atvinnulíf. Það er okkur sannur heiður að vera treyst fyrir því að vera talsmenn ykkar í Suðurkjördæmi á Alþingi Íslendinga. Við heitum ykkur því að sinna starfinu af heilindum, dugnaði og með hasgsmuni ykkar allra að leiðarljósi. Við erum til þjónustu reiðubúin.

Víðir Reynisson,

3. þingmaður Suðurkjördæmis Ása Berglind Hjálmarsdóttir, 9. þingmaður Suðurkjördæmis Sverrir Bergmann, varaþingmaður Arna Ír Gunnarsdóttir, varaþingmaður

Besta verðið á jólabókum

Minnum á 20% appslátt af öllum bókum 7. desember!

Nammitröllið Huginn Þór Grétarsson

Útkall í ofsabrimi Óttar Sveinsson

Bókaormur Huginn Þór Grétarsson

Stúfur og björgunarleiðangurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir

Vel heppnuð Bókakonfekt í

Bókasafni

Hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar fór fram fimmtudagskvöldið 28. nóvember síðastliðinn. Það voru rithöfundarnir Bragi Páll Sigurðarson, Margrét S. Höskuldsdóttir og Geir H. Haarde sem komu í heimsókn, lásu úr nýútkomunum bókum sínum og svöruðu spurningum gesta.

Kósýbandið sá um tónlistarflutning kvöldsins með alvöru jólastemmningu.

Þá var einnig líf og fjör í bókasafninu laugardaginn 23. nóvember þegar barnakórinn Regnbogaraddir frá Keflavíkurkirkju sungu jólin inn í hjörtu gesta og rithöfundarnar Yrsa Þöll Gylfadóttir og Embla Bachmann kynntu nýjustu bækurnar sínar, Bekkurinn minn og Kærókeppnin. Þar á eftir var vel sótt jólaföndur í boði bókasafnsins á hinu sívinsæla Bókakonfekti barnanna.

Viðburðirnir eru hluti af „Kynning á bókmenntaarfinum“ sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna á Suðurnesjum, styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Báðir viðburðirnir heppnuðust einkar vel og þakkar Bókasafnið öllum sem lögðu leið sína í safnið fyrir komuna.

Reykjanesbæjar

Allsherjaratkvæðagreiðsla

Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VSFK um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjórn sjómannadeildar ásamt trúnaðarráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimlasjóðs og fræðslusjóðs og trúnaðarmannaráð.

Félagið leitar eftir félagsmönnum sem vilja taka þátt í starfsemi félagsins og hvetjum við áhugasama til að hafa samband.

Tillögum og ábendingum skal skilað á skrifstofu félagsins í síðasta lagi föstudaginn 13. desember kl. 12.00.

Fylgt er reglugerð ASÍ þar að lútandi.

Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.

Kjörstjórn VSFK og nágrennis.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

langömmubörnin gunnar logi agnarsson og systkinin Hafþór aron og dagný eir Hafsteinsbörn tóku á móti styrknum fyrir hönd sjóðsins og stilltu sér upp af því tilefni með langömmu sinni.

Minningarsjóð Ölla

Nýverið fagnaði Erna Agnarsdóttir níutíu ára afmæli sínu. Hún var föðuramma Örlygs Sturlusonar, Ölla heitins, sem lést ungur að árum en hann var þá einn besti körfuknattleikmaður landsins og lék með Njarðvík.

Í tilefni þessara merku tímamóta Ernu var slegið til veislu sem börnin hennar héldu henni til heiðurs. Mikill fjöldi mætti til að gleðjast með Ernu og allri fjölskyldunni og vildi hún hvorki þiggja gjafir né blóm. Bað hún þá sem vildu gleðja hana á afmælisdaginn að gefa andvirðið í Minningarsjóð Ölla sem er henni kær og bárust í sjóðinn af þessu tilefni 500.000 krónur.

Íþróttastarf barna hefur verið Ernu hugleikið í gegnum tíðina en sjálf ól hún upp sjö börn sem öll stunduðu íþróttir af kappi. Nokkrir synir hennar urðu meðal bestu körfuknattleiksmanna landsins. Í dag hafa barnabörnin og barnabarnabörnin tekið við og má því segja að íþróttir hafi ávallt verið stór hluti af hennar lífi.

NÝBURAR

Stúlka fædd þann 30. nóvember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 3x230 grömm.

Lengd: 49 sentimetrar.

Foreldrar heita Eydís Ösp Haraldsdóttir og Gísli Jónatan Pálsson. Þau eru búsett í Sandgerði. Ljósmóðir: Ingibjörg Finndís Sigurðardóttir.

Jólamatur

5.–8. desember kl. 18–22

Þriggja rétta maðseðill á kr. 8.900,-

Pantanir berist á kaffigola@gmail.com eða í síma 664-7580

Verið öll velkomin Kaffi Gola, Hvalsnesi

rithöfundarnir geir H. Haarde, Margrét s. Höskuldsdóttir og bragi Páll sigurðarson.
kósýbandið skemmti gestum.
barnakórinn regnbogaraddir frá keflavíkurkirkju sungu jólin.

Ævisaga Edda í Hópsnesi

Á næstu dögum kemur í verslanir ný bók frá Ásmundi Friðrikssyni, rithöfundi og fyrrverandi alþingismanni. Ævisagan Eddi í Hópsnesi er fimmta bók höfundar og sú þriðja á síðustu þremur árum. Hér er um að ræða tveggja binda ævisögu Edvards Júlíussonar í Grindavík en bókatitill verksins er Eddi í Hópsnesi.

Í ævisögunni er fjallað um feril Edda frá því hann fæddist á Grund í Dalvík í september árið 1933. Það er merkilegt að tæplega eins árs flúði Eddi með fjölskyldu sinni að heiman vegna Dalvíkurskjálftans og á meðan ævisagan var í ritun yfirgaf hann heimili sitt í Grindavík vegna jarðskjálfta. Það gerðist með tæplega 90 ára millibili og sagt er frá þessum atburðum í ævisögunni.

Í ritverkinu er fjallað um feril Edda sem sjómanns og skipstjóra á síldarbátum fyrir norðan land og hættur sem fylgdu sjómennsku þess tíma. Þá er fjallað um upphaf og tilurð útgerðar hans og félaga þegar þeir stofnuðu Hópsnes í byrjun árs 1965. Sögð er farsæl saga veiða og vinnslu fyrirtækja

þeirra í Grindavík undir stjórn Edda. Frá árum hans í Síldarútvegsnefnd og skemmtilegum síldarsöluferðum til Rússlands. Þá er pólitískur ferill hans merkilegur og á þeim árum var mörgum góðum verkefnum komið af stað í Grindavík en lengst af var hann forseti bæjarstjórnar á meðan hann sat þar. Aðkoma hans að uppbyggingu Bláa lónsins, saga þess og tilurð gerðist á hans vakt. Frá fyrstu skrefunum, skúrum og aðstöðu sem þætti ekki boðleg í dag til þessa dags. Sagan nær til dagsins í dag þegar Bláa lónið er orðinn einn þekktasti ferðamannastaður í heimi og tekur á móti milljón ferðamönnum á ári. Þegar uppbyggingin var að

fara af stað var gert ráð fyrir 150 þúsund ferðamönnum á ári og þótti sú spá í meira lagi snarbiluð og þingmenn Reykjaneskjördæmis skyldu ekki þá bjartsýni. Frá þessu og uppbyggingunni er sagt ítarlega frá í máli og myndum í ævisögu Edda. Bækurnar eru í fallegu og vönduðu bandi, með lauskápum og bindin bæði í fallegri öskju. Mjög glæsilegur og vandaður

gripur sem inniheldur áhugavert og magnað lífshlaup sem vert er að halda til haga og kemur þar margt á óvart. Ævisaga Edda í Hópsnesi er áhugaverð saga byggðarinnar í Grindavík, atvinnulífsins þar og uppbyggingu þekktasta ferðamannastaðar Íslands, Bláa lónsins, í lipurlega skrifaðri ævisögu og prýða fjöldi mynda frásögnina.

Eddi í Hópsnesi og höfundur verða á bílasölu K. Steinarsson, Kia-umboðinu, Njarðarbraut 15, 260 í Reykjanesbæ, miðvikudaginn 18. desember næstkomandi með bókina til sölu og árita fyrir þá sem vilja eignast þessa ágætu bók. Viðburðurinn verður auglýstur í Víkurfréttum þegar nær dregur.

Bílaþvottur afsláttur 29. nóv.–13. des. 20%

Komdu og prófaðu með kynningarafslætti

Við tökum vel á móti þér og bílnum þínum á nýrri þvottastöð okkar á Hafnargötu Reykjanesbæ. Nýr búnaður gerir þér kleift að velja snertilausan þvott eða með burstum auk þess sem sérstakur undirvagnsþvottur er í boði.

Er ekki tilvalið að renna við og nýta sér 20% kynningarafslátt sem gildir frá 29. nóvember til 13. desember?

Ray tók við liði Reynis fyrir þarsíðasta tímabil og stýrði liðinu strax úr þriðju deild upp í aðra. Það gekk ekki eins vel á liðnu sumri og Sandgerðingarnir fóru sömu leið til baka og munu því leika í þriðju deild á sínu síðasta tímabili undir merkjum Reynis.

„Við náðum strax upp mjög góðri stemmningu á fyrsta tímabilinu mínu og lentum í raun aldrei í neinni lægð, tryggðum okkur örugglega sigur í þriðju deildinni. Við náðum aldrei upp þessari sömu stemmningu í sumar og líklega var um að kenna að of miklar breytingar urðu á leikmannahópnum milli ára. Ég fékk nokkra mjög góða leikmenn að láni fyrra tímabilið en þeir sneru allir til sinna liða fyrir síðasta tímabil og mér tókst ekki að fylla þeirra skörð á sama máta. Því þurftum við að taka inn fleiri útlendinga og þeir náðu ekki þeim hæðum sem við vonuðumst eftir. Ég fékk síðan nokkra leikmenn að láni í glugganum en þá var það bara of seint, sjálfstraustið var farið og við náðum því miður ekki að rétta skútuna við og því varð fall staðreynd. Við vorum inni í öllum leikjum en náðum bara ekki að klára þá, önnur deildin er að sjálfsögðu sterkari en sú þriðja og eftir mannabreytingar og meiðsli í byrjun tímabilsins, sem leiddi til lélegrar byrjunar okkar, hrundi sjálfs-

ÍÞRÓTTIR

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

traustið og við náðum aldrei upp sömu stemmningu og árið áður.“

Ray framlengdi samning sinn um eitt ár, lengri samningur var ekki í boði þar sem lið Reynis verður lagt niður eftir næsta tímabil og í staðinn verður til sameinað lið Reynis og Víðis en ekki er búið að ákveða nafn á nýja liðið í þessum skrifuðu orðum.

„Markmiðið hjá Reyni hefur verið að búa til kjarna heimamanna, hann þarf alltaf að vera til staðar og þó svo að við höfum fallið núna breytist það markmið ekkert. Það eru ungir og efnilegir leikmenn á leiðinni upp og hlakka

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Drekadalur - Deildarstjórar

Drekadalur - Kennarar

Heilsuleikskólinn Asparlaut - Deildarstjóri Heilsuleikskólinn Asparlaut - Leikskólakennari Stapaskóli - Kennari á leikskólastig

Önnur störf

Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Menningar- og þjónustusvið - Starfsmaður í Stapasafn Menningar- og þjónustusvið - Sérfræðingur í Stapasafn Eignaumsýslusvið - Verkefnastjóri viðhalds og verkframkvæmda

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Ray stýrir Sandgerðingum á síðasta tímabilinu sem Reynir

„Ég ætla að búa til kjarna, hann þarf að vera fyrir hendi þegar sameiginlegt lið hefur leik árið 2026,“ segir ray anthony Jónsson sem mun áfram stýra liði r eynis en næsta tímabil verður það síðasta undir merkjum r eynis því búið er að taka ákvörðun um sameiningu r eynis og víðis og mun sameiningin taka gildi tímabilið 2026.

... það verður heiður að fá að stýra þeim á síðasta tímabilinu sem keppt verður undir merkjum reynis, eftir það tekur við nýr kafli í sögu knattspyrnu í suðurnesjabæ og ég held að framtíðin sé mjög björt ...

ég mikið til að vinna með þeim. Hvort markmiðið er að komast strax upp aftur skal ég ekki segja til um núna en við viljum búa til góðan kjarna, ef það tekst er markmiðinu í raun náð. Vinir okkar úr Garði höfðu sætaskipti við okkur, þeir fóru upp úr þriðju deildinni og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim muni ganga. Eftir næsta sumar verður ákvörðun tekin um í hvaða

ray í leik með grindavík á móti keflavík í Pepsideildinni tímabilið 2012.

deild nýtt sameinað lið mun hefja leik, ef Víðismenn halda sæti sínu finnst mér nú líklegt að það verði ofan á en ég veit ekki hvernig þau mál standa, ákvörðun verður tekin um það eftir næsta tímabil. Ég er ánægður að fá að stýra Reynismönnum áfram, það verður heiður að fá að stýra þeim á síðasta tímabilinu sem keppt verður undir merkjum Reynis, eftir það tekur við nýr kafli í sögu knattspyrnu í Suðurnesjabæ og ég held að framtíðin sé mjög björt. Mér líst vel á komandi sameiningu og vona að báðir aðilar geti unað sáttir við niðurstöðuna varðandi vallarmálin en mér skilst að gervigrasið muni rísa í Garðinum en framtíðarkeppnisvöllurinn verði í Sandgerði. Framtíðin er björt í Suðurnesjabæ,“ sagði Ray að lokum.

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Kaltátoppnum

Það virðist vera jafnt kalt úti í dag og á toppi tippleiks Suðurnesja, aðra helgina í röð nær sá sem sat sem fastast ekki að halda sér á stalli. Grindvíkingurinn Helgi Bogason kom geysilega sterkur til leiks og valtaði yfir Keflvíkinginn Birgi Má Bragason, 10-8. Það er ekki nein smá stærð sem mætir í næsta einvígi, einn helsti og dyggasti stuðningsmaður keflvískra íþrótta og Tólfunnar, stuðningssveitar íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Jóhann D. Bianco, eða öðru nafni Joey drummer.

Joey er einn stofnenda Tólfunnar, stuðningsmannaklúbbs íslenska landsliðsins í knattspyrnu en Tólfan vakti heimsathygli með hinu goðsagnarkennda HÚH-i, eða Víkingaklappinu góða, í lokakeppni Evrópumótsins sem haldin var í Frakklandi árið 2016 eins og allir Íslendingar muna svo vel eftir. Íslenska landsliðið stóð sig vonum framar og komst alla leið í átta liða úrslitin gegn Frökkum eftir að hafa slegið sjálfa Englendingana út í sextán liða úrslitum í sólargleðinni í Nice. Fór svo að dvöl að Joey og félaga varð lengri og eftirminnilegri en til stóð.

„Þetta var eitt alvarlegt yndislegt ævintýri og draumi líkast úti í Frakklandi þennan mánuð sem við eyddum þarna úti í EM-gleðinni. Strákarnir okkar voru búnir að taka stórstígum framförum árin á undan með þessari nýju gullkynslóð og við vorum nálægt því að komast í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Stemmning okkar allra í Tólfunni jókst má segja eftir því sem landsliðinu gekk betur og það var helvíti næs þegar Víkingaklappið fæddist, að fá svo að droppa því á Evrópu í öllu sínu veldi. Hugmyndin af því kom í kjölfarið á einu magnaðasta butterfly effecti Íslandssögunnar, þegar Stjarnan mætti Inter Milan í Laugardalnum og ég ákvað að skella mér í Dalinn, þar sem ég heyrði mína menn í Silfurskeiðinni, stuðningssveit Stjörnunnar mæta með þetta heim eftir útileik við skoska liðið Motherwell sem Stjarnan mætti í umferðinni á undan í Evrópukeppninni.

Það er búið að draga mann í alltof mörg viðtöl erlendis út af þessu og það er búið að vera mjög gaman taka þátt í þessu. Ég var auðvitað enginn nýgræðingur í svona stuðningssveitarbrölti, hef alltaf verið dyggur stuðningsmaður minna manna í Keflavík, hvort sem um körfu- eða fótboltaliðin okkar er að ræða. Ég mun halda því áfram en svo væri fínt ef yngri menn færu að spretta grimmir fram og taka við keflinu góða.

Ég er gallharður stuðningsmaður Manchester United og finn hvernig við erum loksins að þokast í rétta átt, þetta er búið að vera erfitt síðan Ferguson hætti. Ég er nokkuð duglegur að tippa og mæti ekki með neitt annað markmið en að vinna þessa veislu,“ sagði Joey Drummer. Helgi átti von á meiri mótspyrnu frá Bigga í síðustu umferð.

„Eftir að ég las hvað Biggi sagði í síðasta pistli bjó ég mig undir blóðuga baráttu, m.v. yfirlýsingar kappans átti ég von á mjög þungum róðri, þess vegna kom mér á óvart hversu auðvelt var að slakta honum. Ég geri ráð fyrir að Joey drummer veiti meiri mótspyrnu, minni getur hún varla orðið,“ sagði nýi stallbúinn, Helgi Bogason. Helgi seðill helgarinnar Joey

Keflvíkingar

snúa heim á ný

k nattspyrnudeild k eflavíkur hefur endurheimt fjóra uppalda leikmenn félagsins fyrir komandi knattspyrnutímabil. s tefan l jubicic, Hreggviður Hermannsson og björn bogi guðnason bætast í hóp leikmanna karlaliðsins og þá snýr a melía r ún Fjeldsted aftur í heimahagana eftir árs fjarveru í á rbænum.

„Ég er virkilega spenntur og ánægður með að koma heim! Ég vildi koma heim í keflavík og koma mínu uppeldisfélagi

upp í deild þeirra bestu, þar sem við eigum heima,“ sagði stefan ljubicic við undirritun samningsins en þessi 25 ára gamli keflvíkingur semur út árið 2026.

Sundkappar ÍRB á NM

Þá hafa keflvíkingar gengið frá kaupum á Hreggviði Hermannssyni. Hreggviður, sem er uppalinn k eflvíkingur, hefur verið fastamaður í liði Njarðvíkinga frá árinu 2021. Hreggviður er 24 ára vinstri bakvörður sem getur leyst nokkrar stöður á vellinum. b jörn b ogi g uðnason hefur gengið til liðs við keflavík. Þessi 21 árs gamli sóknarmaður lék með yngri flokkum félagsins og kom fjórum sinnum við sögu í lengjudeildinni árið 2020 áður en hann samdi við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen árið 2021. björn hefur æft með keflavík að undanförnu og hefur nú gert samning sem gildir út árið 2027. a melía r ún Fjeldsted er komin aftur í heimahagana. e ftir að hafa söðlað um og leikið með Fylki er a melía komin heim á ný en hún á að baki um 90 leiki fyrir keflavík þrátt fyrir að vera aðeins tvítug.

Úrslit leikja og fréttir birtast

vf.is sport

Denas Kazulis, Eva Margrét Falsdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Fannar Snævar Hauksson úr ÍRB hafa verið við keppni með landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í sundi síðustu daga í Vejle í Danmörku.

eva Margrét Falsdóttir.

Keppni hófst á sunnudag og þá varð Eva Margrét Falsdóttir fimmta í 200 metra bringusundi og bætti tíma sinn um rétt rúma sekúndu þegar hún synti á 2:30,09. Eva Margrét keppti í fullorðinsflokki. Þá varð Denas Kazulis áttundi í 100 metra skriðsundi á tímanum 51,46 sem er bæting hjá honum.

Kvennasveitin í 4x100 metra fjórsundi synti á tímanum 4:13,15 og hafnaði í fjórða sæti. Sveitina skipuðu Eva Margrét, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Nadja Djurovic og Ylfa Lind Kristmannsdóttir.

Karlasveitin í 4x100 metra fjórsundi varð í í fimmta sæti á tímanum 3:41,19. Sveitina skipuðu

Fannar Snævar Hauksson , Bergur Fáfnir Bjarnason, Aron Bjarki Pétursson og Ýmir Chatenay Sölvason.

Á öðrum degi gerði kvennasveitin í 4x200 metra skriðsundi sér lítið fyrir og tryggði sér silfurverðlaun í greininni á tímanum 8:15,42 og bætti landsmetið í greininni. Sveitina skipuðu Eva Margrét, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Nadja Djurovic og Freyja Birkisdóttir.

Á lokadeginum varð Fannar í sjötta sæti í 50 metra flugsundi, Eydís Ósk lenti einnig í sjötta sæti í 100 metra skriðsundi og Eva Margrét hafnaði í fjórða sæti 200 metra fjórsundi, öll voru þau alveg við sinn besta tíma.

eydís Ósk kolbeinsdóttir.

Þegar Víkurfréttir fóru í prentun á þriðjudag var keppni í boðsundi ekki lokið en allir keppendur ÍRB eiga sæti í sveitunum.

LIONS GAF HJARTASTUÐTÆKI

Lionsklúbbur Njarðvíkur færði Ungmennafélaginu Njarðvík hjartastuðtæki sem verður í IceMarhöllinni í Stapaskóla. Forráðamenn Lions mættu á körfuboltaleik og tók Hámundur Helgason, framkvæmdastjóri UMFN, við gjöfinni sem Jakob Hermannsson, formaður Lionsklúbbsins, afhenti. VF/SkúliSig

AÐEINS TVÖ BLÖÐ TIL JÓLA

Nú eru aðeins tvö blöð til jóla hjá víkurfréttum. Næsta blað kemur út miðvikudaginn 11. desember. Jólablað víkurfrétta kemur svo út miðvikudaginn 18. desember. Það verður veglegt að vanda. Þar sem vinna við stórt jólablað er tímafrek hvetjum við þau sem ætla að koma efni og auglýsingum í blaðið að vcra tímanlega á ferðinni. Póstfangið er vf@vf.is fyrir efni en andrea@vf.is fyrir auglýsingar.

OPINN KYNNINGARFUNDUR

um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík

Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær boða til opins kynningarfundar um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík. Fundurinn fer fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði, Suðurnesjabæ, fimmtudaginn 5.desember kl.17.30 til 18.30.

Dagskrá:

1. Kynning á framtíðarmöguleikum í Helguvík og Bergvík

2. Umræður

Á fundinum gefst íbúum og áhugasömum aðilum tækifæri til að kynna sér tækifæri svæðisins en Kadeco, Reykjanesbær og Suðurnesjabær hafa á undanförnum mánuðum unnið að sameiginlegri sýn fyrir svæðið. Í lok fundar verður boðið uppá samtöl, kaffi og piparkökur.

Fundurinn er öllum opinn.

„Ég trúi ekki að þú hafir gert mér þetta“. Eiginmaðurinn horfir á mig sorgaraugum þegar hann gengur inn í stofuna, nýkominn heim eftir langan vinnudag, þreyttur og nú afar önugur. „Þú opnaðir bréfið“. Bréfið hafði staðið á borðinu í tvær vikur. Ég bara gat ekki á mér setið. Heilar tvær vikur og enginn virtist ætla að opna það og kanna innihaldið. Ég veit samt vel að bréfið var ekki til mín. Vinur eiginmannsins hafði komið með það alla leið frá Spáni og rétt honum það þögull, eins og um gull væri að ræða. Þeir þurftu ekkert að segja, þeir vissu báðir hvað klukkan sló. Bréfið innihélt svo sem engin ný tíðindi. Verst fannst honum að ég hefði opnað það án hans og þar með brotið hans traust. Svikið hann. Hann hafði verið að bíða eftir því að við myndum opna það saman en nú kemur hann heim og búið er að rífa það upp á öðrum endanum.

„Nei, bíddu aðeins… leyfðu mér að útskýra!“ Ég hafði verið að æfa ræðuna í um það bil klukkustund. Ég vissi vel að þetta yrðu viðbrögðin og ég yrði að geta gert grein fyrir máli mínu, hugsunarleysi mínu og óforskömm. „Það er ekkert sem þú getur sagt til að afsaka það að hafa opnað hráskinkubréfið“.

Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta hefði nú allt saman byrjað vegna þess að ég hafði ekkert borðað yfir daginn, enda kennari. Reyndar ekki komist á salernið heldur en sú afsökun myndi ekki bjarga mér úr þessari klípu. Ég hafði því komið heim sársvöng og beðið í heilar 45 mínútur en vegna anna hjá honum hafði ég hreinlega ekki getað beðið lengur. Hráskinkan sporðrann með nýbökuðu

ÍRISAR VALSDÓTTUR

brauði sem ég hafði jú kippt með mér á leiðinni heim. Því til samlætis runnu heilu sex mánuðirnir sem gift hjón næstum því út í sandinn enda ekki á hverjum degi sem maður verður fyrir hráskinkusvikum.

Tveimur vikum seinna höldum við fjölskyldan í bústað. Restin af hráskinkubréfinu fer ofan í matarpokann en fram að þessu hafði ég reynt að taka sveig fram hjá góssinu svo að fleiri sneiðar snigluðust ekki upp í mig. Pokinn kyrfilega geymdur í skottinu, til öryggis. Á öðrum degi í sveitasælunni vöknum við hjónin, þó enn gift, förum á fætur við óm vindhviðanna sem virðast ætla að hefja bústaðinn á loft. Á borðinu blasir við okkur tómt bréfið. Ekki minnsta arða eftir af spænsku arfleiðinni. Tíminn stöðvast þegar tvö sett af uppglenntum augum nývaknaðra foreldra stara á bréfið. Ég sveifla höndunum eins og til að segja ekki ég. „Góðan dag!“ segir þá dóttir okkar skælbrosandi. „Ég fékk mér jamón serrano í morgunmat“. Ónei… þar fór það. Þögn. Eiginmaðurinn horfir á dóttur okkar. Þögn. Horfir á hráskinkubréfið og svo aftur á dóttur okkar. Löng þögn. Svo skellir hann upp úr og hálfgólar: „En gaman! Mikið er ég hamingjusamur að þér finnist spænska hráskinkan góð, elsku fallega stelpan mín! Þegar við förum til Spánar þá skal pabbi sko kaupa heilan helling handa þér!“

Jólatréð tendrað í Aðventugarðinum

Jólaandinn sveif yfir vötnum í Reykjanesbæ þegar kveikt var á ljósunum á jólatrénu í Aðventugarðinum á fyrsta í aðventu. Áður en tendrað var á ljósunum var boðið upp á aðventugöngu í

nágenni Aðventugarðsins. Í miðri göngunni var LED-húllasýning en þegar komið var aftur eftir göngu í skrúðgarðinn tók Fjóla, frænka Grýlu, við ásamt einum af jólasveinunum sem kunni greinilega á gítar og einnig að syngja. Um næstu helgi, 7.-8. desemeber, verður formleg opnun á Aðventugarðinum með lifandi dagskrá kl. 14–17 allar helgar til jóla og kl. 18–21 á Þorláksmessu. Þá hefur aðventusvellið í skrúðgarðinum opnað.

KÓSÝKVÖLD KÓSÝKVÖLD

Íris, þið lesið þá bara Víkurfréttir saman!

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.