Vikurfrettir 46 / 2017

Page 1

EINSTÖK MYNTGJÖF TIL MYLLUBAKKASKÓLA

21

KOLRASSA Í ALDARFJÓRÐUNG

Einnig í Suðurnesjamagasíni

S U Ð U R N E S J A

SUÐURNESJAMAGASÍN Á HRINGBRAUT OG VF.IS FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:00

MAGASÍN

! facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

RÚSSAÞOLINMÆÐI Á ÞROTUM HJÁ HÖFNINNI Þolinmæði hafnaryfirvalda í Reykjanesbæ er á þrotum varðandi rússneska togarann Orlik sem legið hefur við festar í Njarðvíkurhöfn í mörg ár. Frágangur skipsins hefur verið ófullnægjandi og hefur Reykjaneshöfn ítrekað verið í sambandi við Hringrás, eiganda skipsins, vegna þess. Skipið sleit sig laust á þriðjudagsmorgun en fyrir snör viðbrögð hafnarstarfsmanna og fleiri tókst að koma í veg fyrir að skipið ræki upp í fjöru

á Fitjum. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri, sagðist í samtali við Víkurfréttir að ítrekað hafi verið haft samband við eiganda skipsins með óskum um betri frágang. Skipið átti að fara erlendis í brotajárn í sumar en ekkert varð úr því þar sem Umhverfisstofnun stöðvaði brottför togarans. Myndin var tekin á þriðjudagsmorgun þar sem sjá má hafnsögubát Reykjaneshafnar ýta skipinu að bryggju á meðan settar voru upp landfestar.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis:

54% félagsmanna VSFK af erlendum uppruna Meirihluti félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er af erlendu bergi brotinn. Greiðendur félagsgjalda á þessu ári eru um 5500 talsins en þeir voru flestir í sumar. 54% greiðenda félagsgjalda eru af erlendum uppruna og koma þeir frá 74 þjóðlöndum. Stærsti hópur erlendra félagsmanna VSFK kemur frá Póllandi eða um 1500 manns. Næst stærsti hópurinn er frá Filippseyjum, tæplega 100 manns. Þriðjungur erlendu félagsmannanna er á aldrinum 20-29 ára. Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, sagði í sam-

tali við Víkurfréttir að margir erlendir félagsmenn VSFK væru mjög meðvitaðir um félagsleg réttindi sín. Kristján sagði að VSFK ýtti undir að erlendu félagarnir færu í íslenskunám og niðurgreiðir félagið allt að 75% af kostnaði við íslenskunámskeið eftir eins mánaðar aðild að félaginu, sem m.a. fer fram hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Þá þarf verkalýðsfélagið oft að eiga við vinnuveitendur sem hefðu tilheygingu til að setja erlent starfsfólk á lægri taxta, sem í dag eru 280.000 kr. á mánuði eða 1615 kr. á tímann.

ÞRÍR VILJA RÍFA GÖMLU FLUGSTÖÐINA Þrjú fyrirtæki sendu inn tilboð í niðurrif á gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Heildarstærð hússins er um 7750 fermetrar. Eftirfartaldir aðilar sendu inn tilboð: Ellert Skúlason ehf. - kr. 98.684.000.-, Work North - kr. 178.090.400.- og Abltak ehf. - kr. 91.371.000.Nú er unnið að mati tilboða hjá Ríkiskaupum og kaupanda sem er Isavia.

Slökkvilið má ekki fara í útköll á Grindavíkurveg Slökkvilið Grindavíkur hefur ekki heimild til að fara á slysavettvang á Grindavíkurvegi nema nauðsynlegt sé að klippa einstakling eða einstaklinga úr bílum eftir slys samkvæmt áreiðanlegum heimildum Víkurfrétta. Grindavíkurvegur er á vatnsverndarsvæði

FÍTON / SÍA

AÐALSÍMANÚMER 421 0000

einföld reiknivél á ebox.is

og er svæðið því í hættu þegar slys verða og olía lekur úr bílum. Hlutverk slökkviliðsins er meðal annars það að hreinsa upp eftir slys, til dæmis olíu og brak. Ef jeppi fer út af veginum og úr honum leka hundrað lítrar af olíu þá eru líkur á því að olían geti eyðilagt drykkjar-

AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

fimmtudagur 23. nóvember 2017 // 46. tbl. // 38. árg.

vatn hér á Suðurnesjum sem getur orðið til þess að matvælavinnsla leggist af á svæðinu. Drykkjarvatn verður því ónýtt í um hundrað ár og ekki mögulegt að bjóða upp á drykkjarvatn úr krönum á flugstöðinni svo dæmi sé tekið. - Sjá nánar á síðu 8 í blaðinu í dag.

FRÉTTASÍMINN 421 0002

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

S U Ð U R N E S J A

MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.