Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Jólagjöfin fæst í verslunum Lyfju
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.
Skoðaðu úrval gjafavöru í jólahandbókinni á lyfja.is
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
Enn er óvissa hjá Airport Associates vegna framtíðar WOW air
GAMALDAGS JÓLABALL Í BRYGGJUHÚSI DUUS
Alls fengu 237 starfsmenn Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air, sent uppsagnarbréf í upphafi vikunnar. „Við hörmum að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða og vonumst til að geta afturkallað þessar uppsagnir svo fljótt sem kostur er, þegar flugáætlun skýrist,“ sagði Sigþór K. Skúlason, forstjóri Airport Associates en mikil óvissa hefur verið með rekstur WOW air flugfélagsins. Starfsmenn APA fengu þessar upplýsingar á fundi sem yfirstjórn fyrirtækisins hélt sl. föstudag. Á fundinum voru einnig forráðamenn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Lýstu þeir áhyggjum sínum yfir þessari ákvörðun APA. Sama kvöld og fundur með starfsmönnum var haldinn komu nýjar fréttir um hugsanlega aðkomu erlendra aðila að WOW air. Sl. föstudag greindi flugfélagið frá uppsögn fimmtán starfsmanna félagins á Keflavíkurflugvelli. Sigþór K. Skúlason, forstjóri APA sagði við VF sl. þriðjudag að engar nýjar fréttir hefðu borist af framtíð WOW air og að allir biðu þeirra í þeirri von að þær væru jákvæðar.
Eftir starfsmanna fund með yfirstjórn Airport Associates.
TVÖ JÓLABLÖÐ VÍKURFRÉTTA Í DESEMBER Framundan eru tvö stór blöð hjá Víkurfréttum í desember. Fyrra jólablaðið okkar kemur út fimmtudaginn 13. desember og það seinna þann 20. desember. Ritstjórn blaðsins hvetur alla þá sem þurfa að koma að efni eða auglýsingum að vera tímanlega á ferðinni. Auglýsingadeild er í síma 421 0001 og með póstfangið andrea@vf.is. Fréttadeild er með síma 421 0002 og póstfangið vf@vf.is.
Unga kynslóðin kom saman í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa um síðustu helgi til að föndra jólaskraut og skreyta Stofuna í Bryggjuhúsinu. Framundan er skemmtilegur viðburður en um komandi helgi verður haldið jólaball í anda þeirra jóladansleikja sem haldnir voru í Keflavík upp úr aldamótunum 1900. „Nú lítum við um öxl og rifjum upp þennan 100 ára gamla merkilega viðburð með jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu í anda gömlu skemmtananna. Frú Ása Olavsen tekur á móti börnunum eins og forðum og dansað verður í kringum jólatréð.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
■
Auðvitað mætir jólasveinn af gamla skólanum á svæðið. Við hvetjum fjölskyldur til að koma saman og njóta þess að líta til baka á gamlar hefðir og upplifa einfaldleika jólanna og hinn sanna jólaanda,“ segir í tilkynningu um dansleikinn í blaðinu í dag. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Jólatrésskemmtunin fer fram sunnudaginn 9. desember og hefst stundvíslega kl. 14, dagskrá verður lokið kl. 15. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
■
FRÉTTASÍMINN 421 0002
Desembertilboð 129
150
734
kr/stk
kr/stk
kr/stk
áður 198 kr
áður 299 kr
50% Croissant með skinku
35%
Hátíðarblanda 0,5L
áður 1.048 kr
Opnum snemma lokum seint
S U Ð U R N E S J A
30%
Úrval af smurbrauði
Krambúðin Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24
MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
2
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
SEXTÍU TONNA SLÖKKVIBÍLL Á SAFN
Lionsklúbbur Njarðvíkur afhenti styrki Tveir slökkvibílar Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru formlega afhentir Byggðasafni Reykjanesbæjar til varðveislu á mánudag. Annar bíllinn er sextíu tonna trukkur og þurfti lögreglufylgd frá Keflavíkurflugvelli að safnahúsi Byggðasafns Reykjanesbæjar á Fitjum. Hinn slökkvibíllinn er á hefðbundnari nótum. Annar slökkvibíllinn er stærsti slökkvibíll á Íslandi fyrr og síðar
og var í þjónustu Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli til margra ára.
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Hann var notaður á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Slökkvibíllinn er á risastórum dekkjum og átti, þrátt fyrir þyngd sína, að komast út fyrir flugbrautir ef flugvélar myndu farast við flugvöllinn. Minni slökkvibifreiðin var hins vegar notuð sem almenn slökkvibifreið á Keflavíkurflugvelli á tímum Varnarliðsins. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur nú tekið við varðveislu bifreiðanna. Þeim verður komið fyrir í safngeymslunni á Fitjum og eru fyrsti vísir að alvöru flugvallarminjasafni um Keflavíkurflugvöll. Sagan er mikil og margir talsmenn þess að sögunni verði gerð skil á Suðurnesjum og að safnmunir glatist ekki útaf svæðinu. Myndirnar voru teknar þegar bílarnir tveir voru fluttir til byggðasafnsins. VF-myndir: Hilmar Bragi
Lionsklúbbur Njarðvíkur afhenti nýlega styrki til nokkurra aðila á svæðinu en klúbburinn er meðal annars með árlegt jólahappdrætti þar sem bifreið er í fyrsta vinning. Að venju eru veglegir vinningar í happdrættinu að þessu sinni, m.a. Toyota Aygo X2018 bifreið að verðmæti tæpar 2 millj. kr. Þá eru fleiri vinningar, iPhone X, sjónvarpstæki og fleira. Við upphaf happdrættisins núna afhenti klúbburinn styrki til eftir-
talinna félaga: Íþróttafélagið Nes vegna Special Olympics sem fer fram á næsta ári, Fjölsmiðjan, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Líknar- og hjálparsjóður Njarðvíkurkirkna og til nokkurra einstaklinga í bæjarfélaginu. Samtals að upphæð 1.300.000 kr.
Lögreglan með hert eftirlit í jólamánuðinum „Lögreglan á Suðurnesjum mun efla eftirlit með ölvunarakstri í desember og janúar og þá sérstaklega um helgar en markmiðið verður að fækka og koma í veg fyrir ölvunarakstursbrot.Því miður þá eiga þau til að færast í aukana í þessum mánuði. Talsvert er um bæði jólahlaðborð og jólaglögg og við hvetjum alla þá sem ætla að fara á slíkar samkomur að skilja bílinn eftir heima. Endum ekki jólagleðina í ölvunarakstri,“ segir í tilkynningu Lögreglunnar á Facebook.
Tíu þinglýstir kaupsamningar
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á Suðurnesjum 16. nóvember til og með 22. nóvember 2018 var 10. Þar af voru sjö samningar um eignir í fjölbýli, tveir samningar um sérbýli og einn samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 375 milljónir króna og meðalupphæð á samning 37,5 milljónir króna.
FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
REYKJANESBÆR
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
GRINDAVÍK
VOGAR
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
12°
4kg
4°
40kg
-20°
150kg
14°
1250kg
12°
75kg
FRÁBÆR HELGARTILBOÐ Í NETTÓ Heill kalkúnn franskur
1.198
-20%
-50%
Léttreyktur lambahryggur Kjarnafæði
Sænsk skinka Kjötsel
KR/KG
2.158
Gæðabiti frá Opal Sjávarfang
ÁÐUR: 2.698 KR/KG
-20%
KR/KG
998
KR/KG
ÁÐUR: 1.995 KR/KG
Úrvals Black Angus Dry Aged kjöt frá Skare
Reyktur & grafinn lax 1/2 flak
-20%
3.559 ÁÐUR: 4.449 KR/KG
KR/KG
Appelsínur
Nautahryggjasneiðar & Entrecote
129
KR/KG
ÁÐUR: 258 KR/KG
-50%
5.598
-30%
ÁÐUR: 6.998 KR/KG
Jólablað Nettó er komið út!
Humar án skeljar 800 gr
3.499 ÁÐUR: 4.998 KR/PK
KR/KG
KR/PK
Fleytifullt blað með frábærum tilboðum, girnilegum uppskriftum og skemmtilegum fróðleiksmolum. Blaðið berst inn á öll heimili og er jafnframt fáanlegt í verslunum Nettó.
Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda 6. - 9. desember 2018
Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
VERSLUN&VIÐSKIPTI
ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjórnar sjómannadeildar, ásamt trúnaðar-mannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra samkvæmt lögum félagsins. Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasasta lagi klukkan 15:00 föstudaginn 14. desember 2018. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing tilskilins fjölda félagmanna samkvæmt reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn VSFK og nágrennis
Gjafavara sem minnir á Ísland
Gamlir Keflvíkingar muna vel eftir Stapafell. Nafnið er ennþá til þótt verslunin hafi breyst töluvert í áranna rás og fært sig um set ofar í götunni en verslunin byggir á gömlum góðum grunni. Í dag rekur Oddgeir Garðarsson Stapafell við Hafnargötu. Verslunin hefur síðustu árin breyst í minjagripaverslun og lagt áherslu á að bjóða vörur fyrir túrista og þá sem vilja eignast eitthvað dæmigert íslenskt. Verslunin býður upp á mjög fjölbreytt úrval gjafavöru.
Jólastemning í desember
OPNUNARTÍMI Á FITJUM YFIR HÁTIÐARNAR:
AÐFANGADAGUR 11 TIL 13 // JÓLADAGUR LOKAÐ // ANNAR Í JÓLUM LOKAÐ GAMLÁRSDAGUR 11 TIL 14 // NÝÁRSDAGUR LOKAÐ
ISSI VERÐUR Á FERÐALAGI FRAM AÐ JÓLUM MÁNUDAGAR
ÞRIÐJUDAGAR
MIÐVIKUDAGAR
SANDGERÐI KL. 18–20 hjá Grunnskólanum
GARÐUR KL. 18–20 hjá gamla pósthúsinu
GRINDAVÍK KL. 18–20 á Festisplani hjá Geo hótel
ÞAÐ FER EFTIR VEÐRI OG VINDUM HVORT OPNUNARTÍMARNIR STANDIST
GERUM TILBOÐ Í EINKASAMKVÆMI OG HEIMSÓKNIR Í FYRIRTÆKI
FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR HAFIÐ SAMBAND Í TÖLVUPÓSTI Á ISSI@ISSI.IS
! r u t t á þ Líflegur Laufabrauð í Sandgerði Föstudagsfjör í Grindavík Gamaldags jólaball í Reykjanesbæ
„Ég keypti Stapafell á sínum tíma og held ennþá í þau góðu viðskiptatengsl sem tilheyrðu gömlu versluninni. Þess vegna er ég með vörur frá sömu heildsölum og voru í gömlu versluninni. Þetta er skemmtileg og vönduð gjafavara sem ég vil halda áfram að bjóða upp á. Það eimir því ennþá af gamla Stapafelli hér innandyra má segja. Í dag erum við þó flesta daga ársins að selja vörur sem túristar vilja eignast sem minningu um Ísland og auðvitað kaupa Íslendingar vörur hérna til að senda til útlanda og svona. Í desember breytist þó stemningin töluvert því þá eru Íslendingar í meirihluta viðskiptavina en hér er fullt af fallegri jólavöru,“ segir Oddgeir sem leggur áherslu á að þjóna bæjarbúum eins vel og hann getur, ekki bara útlending um.
Íslensku jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði
„Við erum þeir einu sem bjóðum upp á íslensku jólasveinana hér í bæ en þeir fást annars bara upp í flugstöð. Það eru margir að safna þeim og auðvitað Grýlu og Leppalúða. Við erum með allt settið og einnig jólaóróana með þeim og jólakúlurnar líka. Við erum með fleira sem minnir á jólin, t.d. postulínskönnur og kökudiska með jólateikningum. Handgerðu sápurnar frá Óla Halldórs Keflvíkingi eru til sölu hérna en þær eru mjög vinsælar. Svo er ég með íslenskt kryddsalt í úrvali sem einnig er flott gjöf. Allskonar áletraðir stuttermabolir. Landsliðsbolina vinsælu, ýmiskonar smáhluti og fleira og fleira. Það er bara að koma hingað inn og skoða allt úrvalið hérna,“ segir Oddgeir hress og heldur áfram að telja upp úrvalið sem er ótrúlega mikið.
BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR VÍKURFRÉTTA
Suðurnesjamagasín öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
Lopapeysa er ekki bara lopapeysa
„Ég er að líka að selja íslenskan lopa fyrir þá sem eru að prjóna heima. Hérna er ég með íslenska ull í allskonar litum, kambgarn, plötulopa, hosuband og kembu sem notað er
í að þæfa. Við seljum þessar vörur á betra verði þó víðar væri leitað, t.d. ódýrara en hjá Álafoss. Svo erum við með allskonar hlýlegar gjafir eins og handprjónaðar ullarhúfur, vettlinga og mjög vandaðar lopapeysur á sanngjörnu verði en ég er með konur hér innanbæjar sem prjóna fyrir verslunina. Ég sel eingöngu handprjónaðar lopapeysur og sel á mun lægra verði en fæst í almennum túristabúðum. Ég kaupi af keflvískum konum og það er mjög þægilegt að þær eru búsettar hér innanbæjar, bæði fyrir þær og mig. Ef mig vantar eitthvað sem viðskiptavinurinn er farinn að biðja um þá panta ég það og þær búa það til. Þetta eru flinkar konur sem hafa staðist gæðaprófið má segja en ég lærði það á sínum tíma þegar ég var að taka við allskonar lopapeysum eftir hrun frá allskonar prjónakonum að lopapeysa er ekki bara lopapeysa. Þær sem ekki gengu vel frá undir handarkrika t.d. voru að selja mér vöru sem kom gat á eftir stuttan tíma og það var ekki nógu gott. Þær konur sem ég versla við í dag eru með mjög vandað handverk, virkilega vel prjónaðar vörur. Þetta er mjög góður hópur,“ segir Oddgeir og hefur greinilega mikið vit á prjónaskap í dag, alla vegana meira en blaðamaðurinn sem er að fræðast af honum sérfræðingnum um fallegan frágang í handarkrika. Svona lærir maður eitthvað nýtt og verður sérfræðingur í einhverju alveg óvart.
Hvað með jólin hjá kaupmanninum sjálfum?
„Jólin eru slökun hjá mér eftir alla traffíkina. Ég, eins og aðrir kaupmenn, vonast auðvitað eftir góðri jólaverslun heimamanna. Desember er einn af þessum góðu mánuðum. Þá kemur líka allt annað fólk og verslar. Þá er gaman að hitta alla Íslendingana sem koma hingað inn, þegar maður er yfirleitt í kringum útlendinga. Hjá mér sjálfum á jólunum er það fjölskylda mín, fólkið sem maður vill vera með. Mér finnst gaman að spila Trivial og svona. Já, og púsla. Ég er samt að púsla allt árið. Alltaf með púsl í gangi. Það er svona ritjúal hjá mér að fá mér heitt te á morgnana þegar ég vakna og setjast niður og púsla í svona tuttugu mínútur, þannig byrja ég daginn. Svo fer í sundlaugina og syndi áður ég fer í vinnu og tekst á við verkefni dagsins,“ segir Oddgeir hress í bragði.
Frábær desembertilboð! Opnum snemma - lokum seint
734
129
kr/stk
kr/stk
50%
áður 1.048 kr
áður 198 kr
150 kr/stk
áður 299 kr
30%
35%
Croissant með skinku
Hátíðarblanda 0,5L
Úrval af smurbrauði
279 kr/stk
30%
áður 398 kr
25%
380
559
áður 507 kr
áður 799 kr
kr/stk
kr/pk
30% Monster Energy
20%
Knorr snackpot carbonara
Pick Nick vefja Tikka Masala
30% 29%
559
797
áður 699 kr
áður 1.139 kr
kr/pk
Dagens Pasta Alfredo
Innri — Njarðvík Tjarnabraut 24 Opnunartími: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar
kr/pk
SS nautgripahamborgarar 4x120g
99 kr/stk
áður 139 kr
Góa Appolo Stjörnurúllur
6
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
SPURNING VIKUNNAR
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Haugabræla í byrjun desember
Veistu hvers vegna við höldum jól, á einhver afmæli þá?
Gísli Grétarsson:
„Nei ég veit ekki. Jú, Tobba og Ísak eiga afmæli á jólunum.“
Helga Margrét Steinarsdóttir:
„Af því að Jesús á afmæli á jólum.“
Valgerður Björk Theodórsdóttir:
„Nei, ég veit ekki.“
Þökkum frábærar viðtökur
Við erum hálfsárs og bjóðum þess vegna upp á léttar veitingar n.k. föstudag milli kl. 16.00 og 18.00
3. til 9. desember
HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR
höldum við fyrstu Aðalvikuna þar sem við bjóðum alla báta á 1.000 kr. og 2 fyrir 1 af gosi og bjór.
Orange & more... | Hafnargötu 86 | Reykjanesbæ | Pöntunarsími: 779 0300 Orangestreetfood.com | Facebook: orange and more
AFLA
„Útaf því að þá á Jesús afmæli.“
FRÉTTIR
Alexander Emil Skúlason:
Sjósókn frá Suðurnesjum getur oft á tíðum verið mjög erfið, sérstaklega vegna þess að tvær af aðallöndunarhöfnunum, Sandgerði og Grindavík, eru við opið haf. Ekki neinir firðir eða þess háttar sem geta skýlt bátunum. Og það var einmitt það sem gerðist núna í lok nóvember og byrjun desember, því þá kom haugabræla og bátar komust svo til ekkert á sjó. Nokkrir skipstjórar á línubátunum sem voru að róa frá Sandgerði lásu þó í veðurspárnar, færðu báta sína yfir til Grindavíkur og náðu þannig eins dags forskoti á bátana frá Sandgerði miðað við róðrana. Reyndar voru bátarnir ekki margir sem fóru til Grindavíkur og voru þeir að veiðum mjög grunnt úti, rétt utan við Hópsnesið og áleiðis að Krýsuvíkurbjarginu. Meðal þeirra báta sem annars gerðu þetta voru Stakkavíkurbátarnir Katrín GK, Óli á Stað GK og Guðbjörg GK. Andey GK var þarna líka en hún hafði farið um miðjan nóvember til Grindavíkur, verið var að gera smá breytingar á Andey GK og kom hún þess vegna til Grindavíkur á undan hinum, Aftur á móti heldur bátunum áfram að fjölga sem eru að koma til Suðurnesja því að Dóri GK og Von GK komu báðir frá Neskaupstað 26. nóvember og náðu báðir einni löndun áður en þessi brælutíð gekk yfir. Von GK kom með 5,6 tonn í einni löndun og Dóri GK 3,8 tonn í einni. Eitt uppsjávarskip hefur komið sína hingað og er það Hákon EA sem kom til Helguvíkur með úrgang, eða hrat eins og það er kallað. Hákon EA frystir síldina um borð og landaði 89 tonnum af hrati í Helguvík, hann sigldi síðan til Reykjavíkur og landaði þar um 3 þúsund tonnum af frystri síld. Fyrst maður er kominn inn á síldina þá er ansi gaman að skoða landanir á síld hérna á Suðurnesjum. Hún er enginn núna árið 2018 og þar með er það útrætt og pistilinn búinn. Nei, ekki alveg. Við skulum fara í smá ferðalag aftur til ársins 1983 og skoða hvað var um að vera í
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
síldarlöndunum þá, miðast þetta við október og nóvember 1983. Grindavík: Þar var t.d. Skúmur GK með 384 tonn í níu á reknet. Arney KE 274 tonn í fimm á nót. Hafberg GK 595 tonn í sex róðrum á nót. Sighvatur GK 263 tonn í tveimur á nót. Sigurður Bjarnarson GK 93 tonn í einum. Sandgerðingur GK 93 tonn í einum á reknet. Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 122 tonn í tveimur á Reknet. Hópsnes GK 626 tonn í sex á nót. Sigurjón Arnlaugsson HF 88 tonn í einum á nót. Happasæll GK 458 tonn í fjórum á nót. Helga RE 96 tonn í einum. Hrafn Sveinbjarnarson II GK 620 tonn í ellefu á nót. Hrafn Sveinbjarnarsson III GK 583 tonn í sjö á nót. Vörður ÞH 604 tonn í átta á nót. Skarfur GK 588 tonn í átta, Geirfugl GK 573 tonn í átta. Boði GK 548 tonn í sex. Sandgerði: Arney KE 30 tonn í einum. Sigurður Bjarnarson GK 95 tonn í einum á nót. Happasæll GK 148 tonn í einum á nót. Geir Goði GK 646 tonn í sex róðrum á nót og má geta þess að Geir Goði GK var með aflahæstu síldarbátum á þessari vertíð 1983. Mummi GK 620 tonn í fimm róðrum og mest 163 tonn. Keflavík: Sigurjón Arnlaugsson HF 96 tonn í einum. Þetta eru nokkuð mörg nöfn sem koma hérna fram að ofan og ég er nokkuð viss um að lesendur þessa pistils kannast við þó ekki við nema einn bát af þessum sem eru nefndir hérna að ofan. Allt eru þetta bátar sem voru lengi á Suðurnesjum, og jú tveir aðkomubátar, Sæunn Sæmundsdóttir ÁR og Sigurjón Arnlaugsson HF. Reyndar er það með Sigurjón Arnlaugsson HF að þótt að hann væri skráður í Hafnarfirði þá réri hann alltaf á vertíð á línu bæði í Sandgerði og í Grindavík og var aflinn af bátnum unnin í Garðinum svo kannski má kalla þann bát líka sem Suðurnesjabát.
SUÐURNESJAFYRIRTÆKI Í FREMSTU RÖÐ! VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA Í HÓPI FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKJA Á SUÐURNESJUM SKV. ÚTNEFNINGU CREDITINFO
TEFAL ShALLoW
30cm Premium Stainless Steel
kr. 14.900,-
ST510 Sléttujárn
HD380 Hárblásari
GoTT ÚRVAL hÁRSNYRTITÆKJA FYRIR KARLA oG KoNUR
PoTTAR oG PÖNNUR Í GÓÐU ÚRVALI
BlueTooth heyrnartól Mj771
kr. 23.500,-
Ný ryksuga fyrir jól
Verð frá 14.900,-
65“ 70.000 KR AFSLÁTTUR QE65Q7F
kr. 349.900,-
Þrifalegu ruslaföturnar. Margar gerðir og úrval lita.
SWITCH
Pressukönnur. Nokkrar stærðir.
Verð frá 4.990,-
SANGEAN ÚTVARP WR-1 AM/FM WALNUT
hLJÓMTÆKJASTÆÐA - hM26 kr. 56.900,Úrval NINTENDO leikja
FM/AM útvarp / Innbyggt loftnet - hægt að tengja aukaloftnet við / Hátalari 3”: 7W RMS / Aux inngangur / Tengi fyrir heyrnartól
kr. 23.500,-
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
Opnunartímar: Virka daga kl. 11-18. Laugardaga kl. 11-15.
ormsson
HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535
30W (15W + 15W RMS) (8Ω) / Class D Magnari / 2-Way Bass-Reflex Hátalarar / Bass Enhancer (P.BASS) / CD-Audio, CD-R/-RW (MP3) / USB Tengi (MP3) / AM/FM Útvarp m. 30 stöðva minni / Innbyggt Blueooth 4.1 / Bluetooth Auto Connect
kr. 44.900,-
nýr vefur Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði
8
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
Fullveldishátíð Suðurnesja haldin í Duus Safnahúsum í Reykjanesbæ:
Leikfélag Keflavíkur flutti leikþátt sem byggður er á atburðum tengdum spænsku veikinni fullveldisárið 1918.
Gestir á Fullveldishátíð Suðurnesja.
„Við skuldum þeim sem byggðu grunninn“ - sagði Jóhann Friðrik Friðriksson í ávarpi á Fullveldishátíð Suðurnesja 1. desember sl. Fullveldishátíð Suðurnesja var haldin 1. desember í Duus Safnahúsum. Sveitarfélögin á Suðurnesjum stóðu sameiginlega að menningardagskrár í tilefni 100 ára afmælis fullveldis íslensku þjóðarinnar. Um var að ræða blandaða dagskrá af tónlist, sögulegum fróðleik, leikþætti og gamanmálum. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, setti dagskránna og flutti ávarp þar sem hann sagði m.a.: „Hér komum við saman, íbúar í sveitafélögunum á Suðurnesjum til þess að fagna fullveldi þjóðar. Rétt eins og raunir þær sem yfir landslýð dundu á fullveldisárinu höfum við Suðurnesjamenn aldrei látið deigan síga þótt
gefið hafi á bátinn. Við einfaldlega stöndum allt af okkur, brosum framan í storminn og höldum ótrauðir áfram. Þannig er líf okkar allra mótað af þeim raunum sem við tökumst á við dags daglega. Þegar horft er yfir 100 árin frá fullveldi, sjá allir að framtíð okkar er skínandi björt. Aldrei hefur staða okkar verið betri, hvort sem við lítum til okkar nærsamfélags
Jóhann Friðrik Friðriksson.
Valgerður Guðmundsdóttir klæddist peysufötum í tilefni dagsins.
Karlakór Suðurnesja söng fjögur lög.
! u ik v i r a s s e þ í r u tt á þ r u Áhugaverð BESTI SJÓNVARPSÞÁTTUR VÍKURFRÉTTA
Suðurnesjamagasín öll fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is
Eiríkur Hermannsson. hér á Suðurnesjum eða til landsins okkar í heild. Þeirri stöðu má þakka óþjrótandi vilja okkar til framfara. Því er ekki úr vegi að horfa til framtíðar. Hvernig verða okkar næstu 100 ár? Hvert stefnum við Íslendingar, hverjar eru okkar vonir og þrár? Á tímum tæknibyltingar, gervigreindar og aukinnar sjálfvirkni er erfitt að sjá hvernig við munum móta framtíð barnanna okkar. Mun okkur bera gæfa til þess að skila landi okkar og auðlindum ólöskuðum í hendurnar á næstu kynslóðum? Erum við að tryggja þeim það samfélag sem mun efla heilsu þeirra og lífsgæði? Erum við að sýna þá fyrirmynd í orðræðu, samskiptum og áherslum sem komandi kynslóðir geta verið stoltar af? Munu þau horfa til okkar og fagna framförum, rétt eins og við stöndum hér í dag og fögnum 100 ára fullveldi lands og þjóðar. Við skuldum þeim sem byggðu grunninn að velferð okkar að standa okkur vel. Stöndum með þeim gildum sem
skiluðu konum kosningarétti 1915, stöndum með þeim gildum sem tryggja öllum mannréttindi hér á landi. Verum áræðin! Þorum að elta drauma okkar. Heiðrum minningu þeirra sem lögðu mikið á sig til þess að við hefðum frelsi og fullveldi með því að tryggja lífshamingju barnanna okkar með samvinnu, sanngirni og manngæsku að leiðarljósi. Þannig verður framtíð okkar frjálsu og fullvalda þjóðar best tryggð. Aðeins þess vegna munu komandi kynslóðir horfa til okkar með aðdáun er fram líða stundir.“ Eiríkur Hermannson sagnfræðingur flutti einnig erindi þar sem hann dró upp mynd af samfélaginu hér suður með sjó og í Reykjavík árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda þjóð í skugga hörmunga eins og spænsku veikinnar sem dró tugi Suðurnesjamanna til dauða á fáeinum dögum. Kom m.a. fram í erindi hans að 3% íbúa í Garði hafi látist úr veikinni og ekki hafi verið hægt að halda jarðarfarir í þrjár vikur, þar sem fólk var of veikt til að taka grafir eða mæta í jarðarfarir. Karlakór Keflavíkur söng fjögur lög og Leikfélag Keflavíkur flutti leikþátt sem einnig var byggður á atburðum 1918. Ari Eldjárn endaði svo dagskrána með uppistandi og fékk fólk til að hlæja rækilega. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, kynnti dagskránna sem var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
JÓLIN KOMA SNEMMA Í ÁR
Gámatilboð á gleðilegum jólatrjám Jólatrén koma með innbyggðri jólaseríu og eru auðveld í samsetningu. Þau koma í tveimur eða þremur hlutum, sem er einfaldlega smellt saman og síðan er bara að stinga seríunni í samband og njóta gleðilegra jóla.
20%
afsláttur af jólatrjám meðan birgðir endast
Jólatré „norsk fura“ 1,8m m/100 ljósa seríu. Hvít ljós. Tvær gerðir af greinum sem gefa raunverulegra útlit.
12.990,-
10.392,Jólatré „norsk eðalfura“
Jólatré „hálanda fura“
1,8m m/120 ljósa seríu. Blönduð ljós. Tvær gerðir af greinum sem gefa raunverulegra útlit.
1,8m m/100 ljósa seríu. Hvít ljós
7.490,-
14.490,-
5.992,-
11.592,-
JÓLASERÍURNAR Á MÚRBÚÐARVERÐI Mikið úrval – gott verð
100 Ljósa LED útisería, 8 metra, 80 Ljósa LED LED ljósaslanga marglita, stýrt í gegnum útisería, samtengjanleg. 10 metra 4.995 síma 4.595 kr. 4 metra 2.495 kr. 20 metrar, 200 ljósa 3.495 kr.
Reykjavík Reykjanesbær
Kletthálsi 7.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16
Fuglavík 18.
Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
kr.
Grýlukerta LED sería, úti / inni 10 metra 5.995 kr.
Gott verð fyrir alla, alltaf !
10
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
DRAUMALAND Í 31 ÁR
DRAUMALAND býður upp á einstaka gjafavöru sem Nanna hefur stundum sjálf flutt inn frá útlöndum Það má kannski segja að verslunin Draumaland hafi verið draumaverkefni Nönnu en hún hefur rekið þessa verslun í hjarta bæjarins í 31 ár og haft mjög gaman af. Verslunin býður upp á einstaka gjafavöru sem Nanna hefur stundum sjálf flutt inn frá útlöndum en hún fer öðru hvoru til útlanda að leita að spennandi gjafavöru fyrir Draumlandið sitt. Nanna Soffía Jónsdóttir er eigandi Draumalands og tókum við hana tali einn fallegan góðviðrisdag.
VERSLUN&VIÐSKIPTI
Ilmolíulampar mjög vinsælir ZOLO & CO er smekkleg verslun sem leggur áherslu á að selja öðruvísi og fallega skrautmuni fyrir heimilið. „Allir munir eru til sölu sem þú sérð hérna inni,“ segir Valgeir Elís Marteinsson hressilega en hann stóð vaktina í versluninni ZOLO & CO á Hafnargötu þegar við litum við einn dag í síðustu viku. Verslunin tilheyrir samtökunum Betri bær. ZOLO & CO er lítið fjölskyldufyrirtæki sem rekur þessa sérlega smekklegu verslun sem leggur áherslu á að selja öðruvísi og fallega skrautmuni fyrir heimilið. Rúna Óladóttir sem rak vinsæla verslun á Hafnargötunni fyrir tveimur áratugum er ein af eigendum.
tónlist úr símanum eða ipad, þvílík snilld. Þessir lampar eru sem sagt fallegt ljós, hátalari og svo geturðu kælt kampavín í þeim. Ótrúlega flottir. Hér gengur allt út á stíl,“ segir Valgeir hress í bragði.
Jólatraffíkin er að byrja
„Fyrir utan það að vera með truflaðislega flotta stóla, þá erum við með öðruvísi hluti sem tekið er eftir. Rúna Óla er með snyrtistofu hér fyrir innan, þar býður hún upp á varanlega förðun meðal annars. Hér er líka tannhvíttunarstofa, þar er boðið upp á tannhvíttun með laser. Að auki erum við með vape verslun með miklu úrvali, en við erum mjög ströng á því að viðskiptavinir verði að vera orðnir 18 ára til þess að fá afgreiðslu. Þetta er ótrúlega skemmtileg og blönduð verslun sem virkar vel,“ segir Valgeir að lokum og hvetur fólk til að kíkja inn og sjá allt sem fæst hjá þeim.
„Þetta er búið að vera gaman og gefandi. Maður hittir fullt af fólki í miðbænum. Húsnæðið er mitt eigið sem betur fer en ég ákvað að kaupa það á sínum tíma til þess að tryggja mér staðsetninguna. Ég er með allskonar gjafavöru. Ég fer stundum til útlanda og er dugleg að finna skemmtilega muni. Við erum með Georg Jensen og Rosenthal hérna hjá okkur og það er svo gaman að selja svona flotta og vandaða vöru. Allt svo hnökralaust frá þessum framleiðendum, gæðavara út í gegn. Svo elegant og flott. En ég reyni líka að vera með ódýrari vörur. House Doctor er mjög vinsæl gjafavara, Sia og svo erum við með fallega skrautmuni, kerti og servíettur frá Heklu Íslandi, margt flott frá henni. Ég er einnig að flytja inn sjálf alveg æðisleg ilmkerti frá Ameríku, svo guðdómleg kerti, hef
Blómaverslun einnig
Fersk afskorin blóm eru einnig seld í Draumalandi. „Já við erum stór í lifandi blómum. Hér útbúum við kransa fyrir jarðarfarir og fleira. Það er heilmikið að gera í blómunum hjá okkur. Við finnum alveg fyrir jólaverslun strax í október þegar sumir byrja að undirbúa jólin tímanlega en aðaltíminn er auðvitað núna og í desember. Þorláksmessa er engu lík og stemningin þá er frábær hérna niðri í bæ, allir svo glaðir og nóg að gera hjá öllum,“ segir Nanna brosandi.
Snyrtistofa og tannhvíttun
VERSLUN&VIÐSKIPTI
„Ilmolíulamparnir eru mjög vinsælir hjá okkur, fólk er að kaupa þá allan ársins hring. Núna finnum við að jólatraffíkin er að fara í gang. Við erum með fullt af fallegri gjafavöru. Rúna pantar mjög takmarkað magn af hverri vöru til þess að þú sjáir ekki þessa hluti inni á hverju heimili. Þegar varan klárast hjá okkur þá er hún líka búin. Við viljum ekki hafa svona IKEA fíling á hlutunum hérna inni frekar að hver hlutur sé einstakur og spennandi. Við erum með mjög flotta ilmlínu sem samanstendur af spreyjum, kertum og ilmstöngum sem er sérframleitt
fyrir okkur. Það kemur jólailmur, sér herrailmur ofl ofl. Svo er Lavender koddaspreyið brjálæðislega vinsælt en sá ilmur hefur róandi áhrif, æðislegt að spreyja einu spreyji yfir rúmfötin þegar búið er að búa um á morgnana. Við erum með mikið úrval af alls konar ilmvörum sem hafa mismunandi áhrif á okkur. Það er t.d ekki að ástæðulausu sem dagmömmur eru með ilmolíulampana og flensuolíu og/eða lavender olíu. Allt sem þú sérð hérna inni er til sölu, öll húsgögn, myndir, ljós og skraut. Gólf lamparnir, já og líka borð lamparnir sem hafa innbyggðan hátalara eru einnig mjög töff, en í þá sendum við
Gaman að selja gæðavörur
aldrei kynnst annarri eins gæðavöru. Þau heita Voluspa og eru mjög vinsæl. Svo erum við með falleg og vönduð sængurföt, rúmteppi og handklæði. Ekki má gleyma að minnast á barnahornið okkar en þar bjóðum við upp á falleg vöggusett, íslenska hönnun frá Blómkolli og svo hef ég sjálf látið framleiða vöggusett sem eru mjög vinsæl,“ segir Nanna.
Reyklaus desember Nanna Soffía Jónsdóttir er eigandi Draumalands. VF-mynd: Marta Eiríksdóttir
Sumir fá vöðlur í jólagjöf VEIÐIBÚÐ KEFLAVÍKUR er við Hafnargötu og einblínir á sjó- og ferskvatnsveiðar
20% afsláttur af Nicorette í Reykjanesapóteki Saman hugum við að heilsunni
Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.
Veiðibúð Keflavíkur er við Hafnargötu en heildsalan Rapala ákvað að staðsetja fyrirtæki sitt hér suður með sjó en þeir eru einir af stærstu framleiðendum af fiskveiðivörum í heiminum. Verslunin er útibú frá Norðurlöndum en Rapala var stofnað í Finnlandi árið 1936. Sigurður Ásgeirsson er verslunarstjóri og Norðmaðurinn Egil Aagaard-Nilsen er umboðsaðili. Þeir eru báðir búsettir á Suðurnesjum.
Alþjóðlegt fyrirtæki við Hafnargötu
„Við einblínum á fiskveiðar, bæði sjó- og ferskvatnsveiðar. Hingað er vinsælt að koma til að kaupa gjafir handa veiðimanninum. Við erum með úrvals vörur frá einum stærsta framleiðanda í heimi á sviði frístundaveiða. Heildsalan Rapala ákvað að staðsetja okkur hér við Hafnargötuna og það gengur fínt. Við fluttum af höfuðborgarsvæðinu hingað suðureftir sem hentar okkur báðum betur en
við erum búsettir hérna. Við erum að þjónusta allt landið héðan. Rapala er ein af vinsælustu beitum í Ameríku og er einnig mjög vinsæl á Asíumarkaði. Við erum með allt frá veiðistöngum til veiðifatnaðar. Sjóstangir, hnífar, spúnar og öll verkfæri sem tengjast þessu hobbý. Góðan úrvals fatnað, björgunarvesti, vöðlur, flotgalla og allskonar veiðihatta. Kast stangarsett fyrir byrjendur og lengra komna. Við erum með úrvals vörur fyrir veiðimanninn,“ segir Sigurður
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
11
ALLTAF VINSÆLT AÐ GEFA TÆKNILEGA GJÖF
Jóna sjónfræðingur og Linda verslunarstjóri.
OMNIS er tæknifyrirtæki og slagorð okkar er „upplýsingatækni í heimabyggð“ fyrir fólk og fyrirtæki. Omnis er staðsett í húsi gömlu símstöðvarinnar við Hafnargötu. Húsið stendur við eitt helsta kennileiti bæjarins, símamastrið sem á árum áður var alltaf skreytt með hundruð marglitra jólaljósa yfir jólin. Björn Ingi Pálsson er eigandi og rekstrarstjóri Omnis í Reykjanesbæ. Björn Ingi er gamalreyndur í tæknibransanum en hann hefur verið í verslunarrekstri með tölvubúnað í Reykjanesbæ frá árinu 1994.
VERSLUN&VIÐSKIPTI
þangað ef viðskiptavini okkar vantar eitthvað þaðan. Við reddum því sem redda þarf,“ segir Bjössi brattur.
Sumir leyfa sér meira um jól
OPTICAL STUDIO hóf rekstur í Keflavík 1982 og hefur vaxið fiskur um hrygg
Það var í maí 1982 sem Gleraugnaverslun Keflavíkur opnaði. Í dag nefnist verslunin Optical studio og er Linda Ólafsdóttir verslunarstjóri en hún hefur starfað í versluninni í langan tíma. Verslunin hefur undanfarin 36 ár verið við Hafnargötuna í Keflavík en hefur vaxið fiskur um hrygg því Optical rekur einnig verslanir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og í Smáralind. Eigandi Optical er Kjartan Kristjánsson en fyrirtækið er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja á Suðurnesja 2018. „Við erum að selja sjóngleraugu allan ársins hring. Sólgleraugu eru líka að seljast yfir vetrartímann því þá er sólin lágt á lofti hér heima og við megum ekki gleyma því að nota sólgleraugun einnig þá og vernda augun. Fólk ferðast einnig til sólarlanda yfir veturinn og margir kaupa sólgleraugu hjá okkur fyrir fríið. Fyrir skíðafólk erum við með það flottasta í skíðabransanum en það eru hjálmar og skíðagleraugu frá Oakley, mjög smart og mikil gæðavara. Við erum með
fullt af flottum gleraugum frá Gucci og Ray Ban svo eitthvað sé nefnt. Hjá okkur geturðu einnig fengið sjónina mælda af sjónfræðingi. Það er mjög áríðandi að láta mæla í sér sjónina þegar maður þarf að byrja að nota gleraugu því þá færðu nákvæmlega það sem passar sjón þinni. Við fáum hingað einnig reglulega augnlækna en við viljum veita íbúum svæðisins eins góða þjónustu og mögulegt er,“ sagði Linda.
„Við erum á besta stað með góðar rætur. Omnis er tæknifyrirtæki og slagorð okkar er „upplýsingatækni í heimabyggð“ fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum einnig umboðsaðili fyrir Símann og þjónustu þeirra. Hér er mikið að gera allt árið um kring en við erum umboðsaðilar fyrir Smith & Norland, erum með Siemens og Bosch vörur þaðan. Við seljum einnig Hewlett Packard tölvur, Dell og Lenovo svo eitthvað sé nefnt. Opin kerfi, Nýherji sem heitir núna Origo og Advania eru samstarfsaðilar okkar ásamt A4. Hér erum við einnig með almenna tölvuþjónustu og viðgerðaverkstæði.Tæknilausnir finnum við fyrir hvern og einn þannig að fólk á ekki að þurfa að fara til Reykjavíkur því við erum með daglegar ferðir
VERSLUN&VIÐSKIPTI
Fólk kaupir gleraugu allt árið
Allt í einni verslun
Aðspurður um hvort jólaverslun sé byrjuð hjá þeim þá segir hann fólk vera að kaupa tæknivörur allt árið en nálægt jólum séu þó sumir að leyfa sér meira. Þá er fólk að gefa sjálfu sér jólagjöf eða gjöf fyrir heimilið. „Við erum með mjög breiðan aldur viðskiptavina. Allt frá börnum til eldri borgara. Sumir nota jólin til að endurnýja heima hjá sér, eldhúsið
kannski og þá vantar ný heimilistæki. Einhverjir réttlæta stærri gjafakaup um jólin og gefa sjálfum sér eitthvað sniðugt sem kostar aðeins meira. Þá fær öll fjölskyldan að njóta þess. Við erum með alls konar smávöru einnig á heimilið. Heilsuúrin frá Garmin hafa verið mjög vinsæl en þau mæla allt mögulegt þegar fólk hefur þau á úlnliðnum sínum. Starfsmenn í Leifsstöð hafa td. verið að mæla skrefin á vaktinni sinni. Þetta tæki er fyrirferðarlítið og mjög forvitnilegt, það mælir allt mögulegt. Einhverjir mæla svefnstigin sín yfir nóttina með þessu úri eða fylgjast daginn eftir með svefnhreyfingu sinni yfir nóttina. Þá getur fólk séð eftir nóttina hversu lengi það svaf djúpsvefni. Þetta úr mælir einnig hjartslátt og fleira og fleira,“ segir Bjössi kampakátur að lokum.
Starfsfólk Omnis fv. Stebbi, Bjössi, Ellen og Gurrý.
KÓSÍKVÖLD 6. desember
VERSLUN&VIÐSKIPTI
Full búð af nýjum jólafötum
Opið til 22.00
Sigurður Ásgeirsson verslunarstjóri. en hann er sjálfur mikill áhugamaður um veiðisport. Þegar aðspurður hvort konur séu að veiða fisk þá segir hann þeim vera að fjölga. „Jú jú konur eru líka að veiða en karlar eru mun fleiri. Þetta
er yndislegt hobbý sem hefur verið karllægt af einhverri ástæðu en konum hefur fjölgað undanfarin ár. Við aðstoðum fólk við að velja bestu jólagjöfina handa veiðimanninum, ekkert mál,“ segir Sigurður.
Veitingar og afslættir í boði Verið tímanlega með auglýsingar og efni í næstu tvö tölublöð Víkurfrétta sem eru jólablöðin okkar 2018
n i n n i v d n u ús
þ x e S m u i t æ m ð r e v ð a n ó r k a n ó j l l i m ö j s a k k u l l i k i m í v þ t g l y f ð getur
u a k n n i a l að gera jó
Þa
Langar þig í nýjan
JÓL AÐ
iPhone XR64?
iðum sem eru ekki Skilaðu Jólalukkum vík, tó-verslanir í Njarð með vinning í Net r tu ge davík og þú Iðavöllum eða Grin r. nninga í desembe unnið glæsilega vi þrisvar sinnum Við munum draga ga í tölublöðum og tilkynna vinnin . .is í jólamánuðinum Víkurfrétta og á vf
3 ❱❱ iPhone XR 64GB f frá NETTÓ 2 ❱❱ 120.000 kr. gjafabréTTÓ Grindavík
10 ❱❱ 15.000 kr. matarkörfur í NE Njarðvík 10 ❱❱ 15.000 kr. matarkörfur í NETTÓ 20 ❱❱ Konfektkassar frá Nóa & Síríus
. DESEMBER ÞRÍR ÚTDRÆTTIR: 11., 18. OG 24
Ska Ska
fm
Skafm
ið
ÞÚ FÆRÐ JÓLALUKKU VF Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM:
Skafmið
a
MEÐAL 6.000 VINNINGA:
r a g n
na
m u j s e n r u ð upin á Su
JÓLALUKKA VÍKURFRÉTTA
ER Í BOÐI HJÁ YFIR 20 VE R S L Í REYKJANESBÆ OG GRIND UNUM AVÍK. ALUKKA FÆST EF KEYPT
ER Ð HÁMARKI ÞÓ FIMM MIÐA FYRIR 5000 KR. EÐA MEIRA, . SKAL NÁLGAST HANN HJÁ SÉ VINNINGUR Á MIÐANUM VIÐKOMANDI GEFANDA.
202102810281081 8
afm
iða
leik ur
Vík urf rétt kur ao Víku gv rfré ers ðalei tta o lan kur V g aá vers íkurf Suð lana rétta ur o á g ver aleikur slana Suður nesju Víkurfr á Suð nesju m étta og u m verslan a á Suð rnesjum urnesju m
mið
alei
KOMDU Í FLUG ❱❱ 10 ICELANDAIR ferðavinningar DEKUR OG MATUR ❱❱ 5 vegleg gjafakort frá BLÁA LÓNINU JÓLAMATURINN ❱❱ 30 KEA hamborgarhryggir og 30 KEA hangilæri frá NETTÓ JÓLAKALKÚNNINN ❱❱ 10 4 kg. kalkúnar bíða í NETTÓ ÍSKALDUR JÓLAÍSINN ❱❱ 50 stk. Daim Emmessís hringir frá NETTÓ JÓLAOSTURINN ❱❱ Við erum að tala um 15 stórar ostakörfur frá MS MEÐ JÓLAKAFFINU ❱❱ … í des er gott að fá piparkökur. 500 jólapiparkökur 300gr. bíða eftir að vera sóttar JÓLAÖLIÐ ❱❱ … Já, þið þekkið það. 2000 2 ltr. Egils Applelsín 2000 2 ltr. Coca Cola VINSÆLUSTU JÓLABÆKURNAR ❱❱ 10 bækur: Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald 10 bækur: Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur 10 bækur: Þrekvirki í Djúpinu eftir Óttar Sveinsson GOTT Í GOGGINN ❱❱ 35 pítsutilboð og kók frá LANGBEST 40 pítsutilboð frá FERNANDO’S 200 ísar í brauðformi frá BITANUM 100 snúður og tíu Héðinsbollur í SIGURJÓNSBAKARÍI 15 OLSEN OLSEN langlokur og KÓK 50 KFC máltíðir 30 hádegisverðir á RÉTTINUM 10 súpa og brauð í SIGURJÓNSBAKARÍI 10 hádegisverðir á SOHO 10 hádegisverðir HJÁ HÖLLU í Grindavík 10 hádegisverðir fyrir tvo á CAFÉ DUUS FYRIR RÆKTINA ❱❱ 100 boost í LÍKAMI OG BOOST í Sporthúsinu 12 mánaðarkort í SPORTHÚSINU 20 FIT 60 rafbækur frá EINKA.IS VANTAR ÞIG SENDIBÍL EÐA FLUGELDA? 50 gjafabréf hjá SENDIBÍLALEIGU SUÐURNESJA 10 flugeldavinningar frá BJÖRGUNARSVEITINNI SUÐURNES BÍÓ, NETIÐ OG FJÖRIÐ ❱❱ 50 bíómiðar í SAMBÍÓUNUM í Keflavík 10 net- og áskriftir frá KAPALVÆÐINGU 4 Super WIFI sendar frá KAPALVÆÐINGU SPORTIÐ OG LEIKHÚS ❱❱ 40 miðar á leiki KEFLAVÍKUR í Inkasso-deildinni 2019 30 miðar á leiki KEFLAVÍKUR í Domino’s-deildinni 2018–2019 5 ársmiðar á leiki KEFLAVÍKUR í Domino’s-deildinni 2018–2019 20 aðgöngumiðar á sýningar LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR SEXTÍU GJAFABRÉF FRÁ TUTTUGU VERSLUNUM SEM BJÓÐA UPP Á JÓLALUKKU Í ÁTJÁNDA SINN Ef þú verslar fyrir 5000 kr. eða meira færðu skafmiða sem getur fært þér veglegan vinning. Skilaðu skafmiðanum ef hann er ekki með vinning í verslanir NETTÓ og þú átt annan möguleika á vinningi
14
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
Skreyttu Bryggjuhúsið fyrir gamaldags jólaball
Á fyrsta sunnudegi í aðventu var fjölskyldum boðið að stíga út úr amstri hversdagsins og njóta þess að koma saman í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa þar sem búin voru til kramarhús, jólahjörtu og músastigar og salurinn skreyttur. Fyrir um 100 árum síðan stóð Duusverslunin fyrir jólatrésskemmtunum fyrir bæjarbúa í Bryggjuhúsi sem er elsta húsið í Duushúsalengjunni. Allt upp undir 300 börn komu þar saman og dönsuðu í kringum jólatréð og voru mörg þeirra að sjá þar jólatré í fyrsta sinn. Síðastliðin tvö ár hefur þessi saga verið rifjuð upp og haldið gamaldags jólaball í Bryggjuhúsi. Helgina áður hefur verið boðið upp á föndurstund
þar sem fjölskyldur útbúa skreytingar á jólatréð og í salinn en einnig til að taka með heim. Hefur þetta verið einstaklega vel heppnuð samverustund og því verður leikurinn endurtekinn í ár. Sunnudaginn 9. desember verður síðan haldið gamaldags jólaball í anda Duusverslunar.
Jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsi „Ég ætla að muna eftir ykkur á jólunum,“ með þessum orðum kvaddi kaupmannsfrúin Ása Olavsen börnin í Keflavík sem hún hafði boðið til sín í veislu, í fínasta hús bæjarins Fischershús, einn fagran sumardag í kringum aldamótin 1900. Frú Ása var eiginkona Ólafs Olavsens forstjóra og meðeiganda Duusverslunar. Og frú Ása stóð við sitt. Upp frá þessu stóð Duusverslunin fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum í Bryggjuhúsinu um tuttugu ára skeið. Þar komu saman öll börn bæjarins og úr nágrannabyggðum, allt upp undir 300 börn og sáu þá mörg þeirra jólatré í fyrsta sinn. Skemmtunin hófst seinnipartinn og stóð fram undir miðnætti. Dansað var í kringum jólatréð, söngvar sungnir og veitingar reiddar fram. Um miðnættið tók fullorðna fólkið við og skemmti sér fram eftir nóttu. Ljóst er að þessar skemmtanir hafa verið mikil upplyfting á þeim tíma þegar Keflavík var aðeins fátækt þorp og fátt við að vera. Kannski hafa þær haft svipað gildi og Ljósanótt fyrir okkur í dag.
Gamaldags jólatrés skemmtun í Bryggjuhúsi
Nú lítum við um öxl og rifjum upp þennan 100 ára gamla merkilega viðburð með jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu í anda gömlu skemmtananna. Frú Ása Olavsen
Viðburðir í Reykjanesbæ Hæfingarstöðin - opið hús Opið hús að Keilisbraut 755 föstudaginn 7. desember kl. 13-16. Heitt á könnunni og búðin að sjálfsögðu opin. Hægt verður að panta vörur úr Hæfó prentsmiðju. Vonumst til þess að sjá sem flesta. Duus Safnahús - jólaboð Ásu, jólatrésskemmtun Jólatrésskemmtun í anda Ásu Olavsen kaupmannsfrúar Duusverslunar verður haldið í Stofunni Bryggjuhúsi sunnudaginn 9. desember kl. 14-15. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Bókasafn Reykjanesbæjar - jólaskiptimarkaður Miðvikudaginn 5. desember kl. 18-20 verður hægt að skiptast á notuðum leikföngum, sparifötum barna og barnabókum.
tekur á móti börnunum eins og forðum og dansað verður í kringum jólatréð. Auðvitað mætir jólasveinn af gamla skólanum á svæðið. Við hvetjum fjölskyldur til að koma saman og njóta þess að líta til baka á gamlar hefðir og upplifa einfald-
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fræðslusvið – forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskjóls (Stapaskóla) Fræðslusvið – þroskaþjálfi Stapaskóla Velferðarsvið – matráður Hæfingarstöð í 50% starf Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks Heilsuleikskólinn Heiðarsel – Leikskólakennari/ starfsmaður
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
leika jólanna og hinn sanna jólaanda. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Jólatrésskemmtunin fer fram sunnudaginn 9. desember og hefst stundvíslega kl. 14 og dagskrá verður lokið kl. 15.
Ratleikur og óskalistar til jólasveinanna
Á aðventunni stendur fjölskyldum einnig til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hingað og þangað um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna. Nánari upplýsingar er að finna á reykjanesbaer.is
Jólabækurnar færðu í Nettó
Útkall - Þrekvirki í djúpinu
Stúlkan hjá brúnni
4.339 kr.
Siggi sítróna
4.549 kr.
Verstu börn í heimi 2
3.249 kr.
Steindi í orlofi
2.599 kr.
Vísindabók Villa - Truflaðar tilraunir
3.779 kr.
3.704 kr.
SÖGUR
GUÐRÚN EVA ÁSTIN TEXAS MINERVU DÓTTIR BJARTUR
SÖGUR
Aron - Sagan mín
4.479 kr.
Hornauga
4.874 kr.
Níu líf Gísla Steingrímssonar
4.949 kr.
Tilboðin gilda 6. - 9. desember
Ástin, Texas
4.549 kr.
16
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
Grindvíkingarnir fyrir framan Alþingishúsið.
Ungmennaráðskrakkar úr Grindavík fóru á fund hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis Með besta útsýnið á aðventunni Hlynur Þór Valsson er sagður besti háhesturinn í Sandgerði og þó víðar væri leitað. Hann bauð því upp á úrvals útsýni þegar kveikt var á jólatrénu í Sandgerði á fyrsta sunnudegi í aðventu. Miklu fleiri myndir frá jólaljósatendrunum verða í Víkurfréttum í næstu viku. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
„Það var áhugavert og skemmtilegt að fara á fund hjá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Við fórum þrjú frá ungmennaráðinu á fundinn þar sem við sögðum þeim frá niðurstöðum málþingsins sem við héldum í Grindavík,“ sagði Karín Óla Eiríksdóttir, formaður Ungmennaráðs Grindavíkur. Það vakti athygli þegar ráðið stóð fyrir þingi um öryggi í umferðinni. Fjöldi ungmenna víðs vegar af landinu mætti á þingið og meðal annarra gesta var Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra „Fyrirkomulagið var þannig að við byrjuðum á því að kynna okkur. Ég
sagði síðan frá málþinginu, hvernig við settum það upp, hvað við gerðum og svo greindum við frá niðurstöðunum. Svo spurðu þau okkur spurninga. Svo vonum við auðvitað að niðurstöður okkar skili sér áfram,“ sagði Karín Óla.
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 12-17 og kl. 12-22 á Þorláksmessu
Þremenningarnir úr Ungmennaráðinu, Hrafnhildur Una Magnúsdóttir, Friðrik Þór Sigurðsson og Karín Óla Eiríksdóttir með Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni úr Grindavík og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Suðurkjördæmis.
Ungmennin á fundinum með umhverfis- og samgöngunefnd.
Jólasælkeramarkaður á Park Inn
Nánar á jolathorpid.is
Systur úr Oddfellow-stúkunni Eldey ætla að standa fyrir jólasælkeramarkaði á Park Inn hóteli í Reykjanesbæ fimmtudaginn 6. desember. Á boðstólum verður ýmislegt tengt jólum, allt heimalagað, s.s. sörur, marengsbotnar, rauðkál, paté, brauð, leiðisgreinar, jólasápur og margt fleira. Allur ágóði rennur til líknarmála.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
17
Gefum góð jól í anda ömmu Regínu Þær hittust nokkrar frænkurnar afkomendur Regínu Guðmundsdóttur sem lést í lok október, þá 100 ára gömul. Amma Regína var límið í fjölskyldunni þeirra segja þær og eftir andlát hennar þá vildu frænkurnar varðveita þennan ættarþráð vel á milli sín og stofnuðu hóp sem þær kalla Kvenskörunga. Markmið þeirra er ekki bara að halda áfram að hittast öðru hvoru, heldur einnig að láta gott af sér leiða í anda ömmu þeirra. Við hittum stöllurnar einn kaldan dag í desember heima hjá Regínu Rósu Harðardóttur til að forvitnast betur um góðverkið sem er framundan hjá þeim frænkum og vonandi fleirum því allir mega vera með.
Amma Regína Guðmundsdóttir Gleðjum þá sem þurfa mest á því að halda
„Þetta byrjaði allt með því að Sólveig Gígja frænka komst að því að Fjölskylduhjálp er í vandræðum og vantar hjálp frá okkur bæjarbúum. Við ákváðum að hittast og baka smákökur saman fyrir jól og gefa í matargjöf Fjölskylduhjálpar eftir að hún sagði okkur frá þessari erfiðu stöðu hjá samtökunum,“ segir Regína Rósa. „Já, ég er nemi í félagsráðgjöf og var að vinna verkefni þar sem ég kynnti mér og tók viðtal við Fjölskylduhjálpina í Reykjanesbæ. Mér brá að heyra hvað það eru margir sem þurfa á hjálp að halda og að samtökin þurfi á meiri
stuðningi að halda frá borgurum sem eiga eitthvað aflögu. Samtökin þurftu að sleppa úthlutun í nóvember til að eiga fyrir desemberúthlutun og ekki víst að það dygði til. Einnig kom það fram hjá þeim að séð verður fram á mikla aukningu þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Sá elsti er 97 ára gamall sem leitar hjálpar hjá þeim,“ segir Sólveig og Regína Rósa bætir við: „Svo við ákváðum að hjálpa til í anda ömmu Regínu en hún var svo gjafmild. Við ætlum að hittast um miðjan desember og baka smákökur sem við setjum í marga litla plastpoka og afhendum Fjölskylduhjálp fyrir 21. desember en þá er síðasta úthlutun fyrir jól. Þetta geta fleiri gert en við, bakað eða gefið matvörur. Gleðjum þá sem þurfa mest á því að halda og gefum góð jól er yfirskriftin okkar.“
Amma Regína snerti marga
Þær Kvenskörungar eru barnabörn og barnabarnabörn Regínu Guðmundsdóttur en afkomendur hennar eru orðnir 22. „Amma Regína var límið í fjölskyldunni okkar og fjölskyldan hittist oft í kringum hana. Hún var góð vinkona okkar allra og fleiri. Það sáum við svo vel þegar hún lá á dánarbeðinu en þá komu ungar stelpur með
Njarðvíkurkirkja 9. desember Kl.: 17:00 – Aðventusamkoma
Frænkurnar funda saman. Fremst er Regína Rósa, Sólveig Gígja, Magga og Sandra. tárin í augunum sem höfðu unnið á hjúkrunarheimilinu sem vildu þakka henni fyrir sig. Amma sagði alltaf þegar maður kom í heimsókn til hennar að hún ætti ekkert að gefa en hún gaf manni samt svo mikið bara með nærveru sinni. Við fjölskyldan vissum alveg hvað hún var æðisleg en að hún hafi snert svona marga sáum við þarna undir lokin. Amma var dugleg að prjóna og það eiga margir tátiljur eftir hana en hún prjónaði fram undir það síðasta. Með því að koma þessu átaki af stað fyrir Fjölskylduhjálp er alveg í anda ömmu
okkar. Hún myndi gera það sama í okkar sporum ef hún vissi að hægt væri að létta undir með fjölskyldum fyrir jól, svo að allir geti átt gleðileg jól. Fjölskylduhjálp vantar fleiri gefendur fyrir þessi jól,“ segir Regína Rósa.
Sýnum kærleikann í verki
Kvenskörungarnir hittust og þá fór boltinn að rúlla. Skólar ehf. hafa ákveðið að styrkja þetta verkefni með því að borga hráefnið í baksturinn ef einhverjir þurfa en þá þarf fólk að koma með kvittun til þeirra. Frænk-
urnar vilja hvetja alla sem geta til að vera með en þær eru með Facebookhóp sem þær nefna Réttum hjálparhönd - fyrir fjölskylduhjálp Reykjanesbæjar. Sólveig Gígja Guðmundsdóttir tekur við pöntunum á Facebook og í gegnum Messenger. Tilgangur þessarar síðu er að fá fleiri til að vinna að þessu göfuga verkefni og gleðja þá sem þurfa á aðstoð að halda. Auk þess er hægt að styrkja Fjölskylduhjálp með frjálsum framlögum, kt. 6609032590 inn á reikning 101-2666090. Margt smátt gerir eitt stórt.
Fjölbreytt dagskrá, s.s. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Emílía B. Óskardóttir, kirkjukórinn og Camilla Rut og Rafn. 24. desember Kl.: 18:00 – Hátíðarguðsþjónusta Aftansöngur 25. desember Kl.: 11:00 – Hátíðarguðsþjónusta 31. desember Kl.:17:00 – Hátíðarguðsþjónusta Aftansöngur
Ytri-Njarðvíkurkirkja 16. desember Kl.: 17:00 – Aðventusamkoma Fjölbreytt dagskrá, s.s. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Valdimar og kirkjukórinn. 23. desember Kl.: 11:00 – Jólaball Jólasveinninn mætir á svæðið 24. desember Kl.: 23:30 – Jólavaka Helgileikur fermingarbarna 25. desember Kl.: 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta 1. janúar Kl.: 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta Einsöngur Bylgja Dís Gunnarsdóttir
Laus störf í Stapaskóla Þroskaþjálfi
Forstöðumaður Stapaskjóls
Í Stapaskóla, sem er útibú frá Akurskóla, er fjölbreyttur og skemmtilegur hópur nemenda úr 1. – 4. bekk og starfsfólks. Í skólanum eru um 100 nemendur og 15 starfsmenn. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu. Þroskaþjálfi hefur m.a. það hlutverk að halda utan um og framfylgja ráðgjöf fagaðila.
Frístundaheimilið Stapaskjól býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir 6 – 9 ára nemendur. Markmið starfsins er að hver og einn einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.
Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að starfa sem þroskaþjálfi • Reynsla af vinnu með börnum og unglingum á grunnskólaaldri er kostur • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar • Íslenskukunnátta
Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði tómstunda-, uppeldisfræða eða félagsmálafræða • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum er skilyrði • Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi • Hæfni til að skipuleggja faglegt starf og veita því forystu • Sjálfstæði, frumkvæði og sköpunargleði • Jákvæðni, sveigjanleika, ábyrgðarkennd og áreiðaleika • Íslenskukunnáttu
Umsóknarfrestur er til 17. desember. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um störfin. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um störfin. Um er að ræða 100% stöður. Nánari upplýsingar um störfin veitir Gróa Axelsdóttir skólastjóri Akurskóla, groa.axelsdottir@akurskoli.is, sími 420-4550. Arkís arkitektar
18
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
VIÐTAL Kristín Fjóla Theodórsdóttir
FS-INGUR VIKUNNAR
kristinfjola00@gmail.com
INGIBJÖRG ER ALGJÖR SNOOZARI FS-ingur vikunnar heitir Ingibjörg Anna Guðlaugardóttir og býr í Njarðvík. Hún er átján ára nemi á félagsvísindabraut. Ingi-
björg er algjör snoozari og sefur yfir sig sem er galli að mati hennar sjálfrar en henni finnst helsti kostur sinn vera hvað hún er opin og félagslynd. Hver er helsti kostur FS? Félagslífið myndi ég segja. Hver eru áhugamálin þín? Snjóbretti, Crossfit, ólympískar lyftingar og að vera með vinum mínum. Hvað hræðistu mest? Dauðann. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Lovísa Kristín verður stjarna í módelbransanum, þið heyrðuð það fyrst hér! Hver er fyndnastur í skólanum? Belgrín Sólbrá Bergsdóttir. Hvað sástu síðast í bíó? A Star Is Born. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Nocco og tyggjó klárlega. Hver er helsti galli þinn? Ég er algjör snoozari og sef yfir mig. Hver er helsti kostur þinn? Ég er mjög opin og félagslynd. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Þetta klassíska; Snap chat, Instagram og Spotify. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Ég myndi breyta öllum áföngum þannig að þeir væru símatsáfangar. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki og traust. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Það er ágætt, mættu samt vera fleiri sem taka þátt í því. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég ætla að verða lögregluþjónn. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Það er stutt í allt og ég á marga kunningja.
Við getum alltaf meira en við höldum
Uppáhalds...
...kennari? Hanna. ...skólafag? Félagsfræði. ...sjónvarpsþættir? Friends og The Bodyguard. ...kvikmynd? The Notebook. ...tónlistarmaður? Kanye West og Travis Scott. ...leikari? Kevin Hart.
Ninna Stefánsdóttir fór í kakó- og jógaferð til Guatemala. Níu mánuðum síðar fæddist bókin Macramé. „Mig hafði alltaf dreymt um fallegt bóhem herbergi. Við maðurinn minn vorum nýbúin að festa kaup á okkar fyrstu íbúð hér í Keflavík og ég sá fyrir mér stórt vegghengi yfir hjónarúminu. Ég komst hins vegar að því, eftir þó nokkra leit á vefnum, að það væri einfaldlega of dýrt fyrir okkur að kaupa svona stórt hengi, nýbúin í miklum framkvæmdum og bæði í fullu námi með tvö lítil börn. Ég varð því hreinlega að hnýta vegghengið sjálf eða bíða með að kaupa það.“ Ninna gat hins vegar ekki beðið og fór að kynna sér Macramé á YouTube, dreif sig í Skartsmiðjuna og keypti sér hampsnæri og lyklakippuhringi. „Þá var ævintýrið byrjað og enn þann dag í dag sé ég ekki fyrir endann á því.“
Macramé var getin í Guatemala
Bókin Macrame, hnútar og hengi, kom út í nóvember en þar má finna sýnikennslu á algengustu hnútunum sem notaðir eru í macramé, fjórar uppskriftir af blóma- og vegghengjum,
VIÐTAL
Íslenskir handgerðir hrútar úr birki og ull og jólavörur í úrvali.
jurtalitunarkafla og hugmyndakafla. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Ninna og Íris Dögg Einarsdóttir, mágkona hennar og nú meðhöfundur, voru staddar í kakó-og jógaferð með Kamillu Ingibergsdóttur í Guatemala í janúar síðastliðnum. „Við mágkonurnar sátum í hnýttum hengistólum á töfrandi kaffihúsi við Lake Atitlán og erum að dást að fallega bóhem stílnum sem einkenndi staðinn þegar Íris sagði við mig að
nú myndum við gefa út bók. Ég heyri setninguna ennþá og sé fyrir mér svipinn á henni þegar hún sagði þetta. Þarna vissi ég að við værum að fara
Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is
Verið velkomin á jólaopnun á vinnustofu okkar að Iðavöllum 9c. Opið alla fimmtudaga kl.17-20 og laugardaga 11-15 til jóla.
www.birchandwool.com shop@birchandwool.com
Ninna að hnýta.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
19
Íris Dögg og Ninna.
Frá æfingu Kvennakórs Suðurnesja á mánudagskvöld. VF-mynd: Marta Eiríksdóttir
Jólatónleikar til heiðurs Maríu guðsmóður Miðvikudagskvöldið 12. desember klukkan 20:00 lýkur Kvennakór Suðurnesja afmælisárinu með fallegum og hátíðlegum jólatónleikum undir yfirskriftinni Ave Maria líkt og árið 2015 en þá hélt kórinn einnig Ave Mariu tónleika í Keflavíkurkirkju sem var mjög vel tekið af áhorfendum. Á tónleikunum mun kórinn, ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum, flytja nokkrar af fallegustu tónlistarperlum sem samdar hafa verið um Maríu guðsmóður við hugljúfa stemningu og kertaljós. Einsöngvari verður Birta Rós Arnórsdóttir og hljóðfæraleikarar verða Geirþrúður F. Bogadóttir á píanó, Ragnheiður Eir Magnúsdóttir á þverflautu, Ína Dóra Hjálmarsdóttir á blokkflautu og félagar úr Bjöllukór Tónlistarskólans í Reykjanesbæ. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir.
Hvers vegna María mey? að gefa út bók. Íris hefur aðstoðað mig mikið síðustu tvö ár og þá ekki bara með því að taka myndir, heldur með því að hvetja mig til þess að fara með þetta lengra. Það er dýrmætt að hafa fólk í kringum sig sem hvetur mann áfram þegar maður þarf á því að halda,“ segir Ninna. Síðar meir komust stelpurnar svo að því að eigandi Sölku bókaútgáfu, Dögg, sem gaf út bókina þeirra, var einnig með í ferðinni. ,„Það má því segja að bókin hafi komið undir í Guatemala og fæðst svo níu mánuðum síðar.”
Hugmyndaflugið hnýtir hengin
Það sem heillað hefur Ninnu hvað mest við macramé er að ekki þarf að fara eftir neinni ákveðinni uppskrift, heldur fær hugmyndaflugið að ráða förinni. „Þegar ég byrjaði með námskeið í Litlu Hönnunar Búðinni í Hafnarfirði ákvað ég að láta á það reyna að kenna þátttakendum einungis grunnatriðin og hengja svo upp nokkur hengi til að gefa hugmyndir. Það hefur enn ekki gerst að tveir nemendur hnýti eins hengi og það finnst mér frábært. Mig langaði að gera það sama í bókinni sjálfri og því eru uppskriftirnar einfaldar og hugmyndakaflinn ríkulegur. Við getum alltaf meira en við höldum.”
Veisla á vinnustofu Sossu á laugardag
Viðbrögð bókarinnar hafa verið góð og segir Ninna að fólk sé forvitið um þessa aðferð og margir séu glaðir með að macramé sé að koma aftur. Ninna sjálf sá um að hnýta hengin í bókinni, Íris Dögg tók ljósmyndir og umbrot og hönnun voru í höndum Rakelar Tómasdóttur. „Ég hafði aldrei áhyggjur af því að bókin yrði ekki falleg. Með stelpurnar með mér gat þetta ekki klikkað.” Útgáfuhóf bókarinnar var svo haldið í höfuðborginni í stúdíó hjá Hlín Reykdal á Granda en söngvarinn Valdimar var fenginn ásamt Erni Eldjárn til að spila á fögnuðinum. „Kvöldið var fullkomið og það kom okkur skemmtilega á óvart hversu margir mættu til að fagna með okkur. Við erum þakklátar fyrir það.“ Stelpunum þótti það hins vegar ekki nóg að halda útgáfuhóf einungis í höfuðborginni og því verður blásið til veislu í Keflavík þann 8. desember næstkomandi á vinnustofu Sossu. Teitið verður á milli klukkan þrjú og sex. „Þar verður bókin á sérstöku tilboði en auk þess verður hægt að fá macramé verk og allt sem þarf til að búa til sitt eigið. Þá verða allar vörur frá MARR einnig í boði í jólaboðinu ásamt veitingum, heitu kakó og bubblum.“
Við litum inn á æfingu hjá kórnum í vikunni. Það var fagur kórsöngur kvenna sem tók á móti okkur en við tókum tali þær Guðrúnu Karitas Karlsdóttur formann kórsins og Aðalheiði Gunnarsdóttur, varaformann og spurðum þær hvers vegna kórinn hefði valið að syngja eingöngu þetta kvöld til heiðurs guðsmóðurinni. „Við gerðum þetta árið 2015 og vakti mikla lukku. Það ár var 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og konur mikið í umræðunni. Við vorum efins áður en við héldum þá tónleika en svo þegar við sáum fjöldann sem kom og vildi hlusta á söngva tengda Maríu mey þá hefur það blundað í okkur að endurtaka leikinn. Hún virðist stundum gleymast í umræðunni um jól, konan sem færði okkur Jesú,“ segir Guðrún.
Fullt á síðustu tónleikum
„Já það var full kirkja þá og við vonum að það gerist aftur núna. Efnisvalið á tónleikunum er svipað og 2015, sumt er þó ekki með núna en nýjar perlur teknar inn í staðinn.
Það er svo falleg tónlist sem samin hefur verið um Maríu og við verðum hálfmeyrar þegar við syngjum um hana,“ segir Aðalheiður. „Við sem erum mæður tengjum vel við Maríu og þessi tónlist snertir við okkur. Þetta er svo hjartnæm tónlist sem bæði karlar og konur tengja við en þegar við vorum síðast með samskonar tónleika þá voru karlar einnig fjölmennir. Miðasala gengur mjög vel þetta árið einnig og við hvetjum fólk sem langar að koma að hafa samband við okkur sem fyrst og tryggja sér miða fyrir tónleikana. Við hlökkum mikið til og vitum að gestir okkar munu finna þennan jólafrið í hjarta eins og við finnum þegar við syngjum þessa fallegu söngva um Maríu,“ segir Guðrún. Hægt er að panta miða með tölvupósti: kvennakorsudurnesja@gmail.com eða hafa samband við kórkonur á facebook síðu kórsins Kvennakór Suðurnesja og kaupa við innganginn ef ennþá verða miðar afgangs það kvöld. Miðaverð er 2000 kr. í forsölu og 2500 kr. við innganginn. Frítt fyrir grunnskólabörn.
ALHLIÐA
BIFREIÐA-, SMUR- 0G HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI
Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu
Ljósmyndir: Íris Dögg og Salka
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
OPNUNARTÍMI: MÁN–FIM: 8–17 FÖSTUDAGA: 8–16 Grófin 19, 230 Keflavík, Símar: 456-7600 & 861-7600 bilathjonustan@bilathjonustan.is
20
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Ásdís Arna stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní í minningu sonar síns, Björgvins Arnars, sem lést aðeins sex og hálfs árs eftir löng veikindi:
Ásdís með börnum sínum Eyrúnu Örnu og Ægi Arnari við leiði Björgvins.
Árið 2015 stofnaði Ásdís Arna Gottskálksdóttir góðgerðafélagið Bumbuloní í minningu sonar síns, Björgvins Arnars. „Það er mikið áfall og sorg að eignast langveikt barn,“ segir Ásdís Arna sem eignaðist Björgvin Arnar þegar hún var 32 ára gömul. Björgvin Arnar var greindur með hjartagalla aðeins sjö mánaða gamall og fór þá strax í tvær hjartaþræðingar og þrjár hjartaaðgerðir í Boston í Bandaríkjunum í yfir tveggja mánaða dvöl þar. Þessi tími var mjög erfiður og í raun algjör rússíbanaferð. Hjartagallinn var erfiður viðureignar og var því sett í Björgvin Arnar stálloka og var allur þessi tími barátta á milli lífs og dauða. Foreldrar Björgvins Arnars þurftu að jafna sig á einu áfallinu á fætur öðru og herða sig upp til að standa sig fyrir drenginn sinn. Árin á eftir voru erfið og álagið kom í bylgjum. Björgvin Arnar var mjög viðkvæmur í lungum og var gjarn á að fá svæsnar lungnabólgur og þá urðu spítalavistirnar langar og erfiðar. Stundum voru það tveir mánuðir í senn og var þá löngunin í að komast heim sterk. Umönnunin var mikil en Ásdísi var það mikilvægt að hafa hann heima eins mikið og hægt var til að hann gæti verið í sínu eðlilega umhverfi og lifað eins eðlilegu lífi og hægt var miðað við aðstæður.
Styrkir fjölskyldur barna sem glíma við sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma ar. ir Björgvin Arn ft e i fn e d yn m ð pjöld me Kort og merkis
Ég finn mikla þörf hjá mér að halda minningu Björgvins Arnars á lofti og fannst tilvalið að útbúa kort með lestinni hans og raða saman stöfum sem hann skrifað ...
VERSNANDI HEILSA MIKIL RÁÐGÁTA
En þarna varð sú von að engu, vonin sem hafði haldið mér gangandi öll þessi ár ...
Það að heilsan var alltaf að versna var læknunum mikil ráðgáta. Því að oftast er það þannig að þegar börn eru búin að fara í aðgerð til að laga hjartagalla þá ná þau oftast að braggast og komast á legg. En það átti ekki við um Björgvin Arnar. Hann þyngdist illa og lengdist ekkert. Einnig fékk hann augntif í bæði augun og var þá sjónin allt í einu orðin mjög slæm. Hann var alltaf að fá sýkingu í lungun og þurfti að fjarlægja stóran hluta af vinstra lunganu þegar hann var fjögurra ára. Það er í raun ótrúlegt hvað hann var duglegur og lét sínar takmarkanir
ekki á sig fá. Hjartalæknirinn hans var óstöðvandi í að reyna að finna hvað væri í raun og veru að honum. Það hlyti að vera einhver sjúkdómur sem væri undirliggjandi sem myndi skýra þau líkamlegu einkenni sem voru að hefta eðlilegan líkamlegan þroska. Þegar Björgvin var sex ára fékk hann
Skafmiðal ei
kur
Jólatréssala
hefst laugardaginn 8. desember kl. 14:00 Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum.
Opið virka daga kl. 17–20 og um helgar kl. 14–20 Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála
Björgvin Arnar dvaldi mikið á sjúkrahúsum. Hér er hann með móður sinni árið sem hann lést.
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Það var ótrúlegt að finna stuðninginn og sjá allt það fólk sem tók höndum saman og gerði þetta allt fyrir mig ...
loks greininguna sem var genagalli sem engin hefur greinst áður með á Íslandi. Með greiningunni fékk Björgvin Arnar hrikalegan dóm, þ.e. að lífslíkur hans væru engar. „Ég hélt að ég myndi ekki lifa það af að fá þessar hræðilegu fréttir. Einnig hélt ég alltaf í þá von að þegar loks kæmi niðurstaða þá myndi fylgja einhver úrræði fyrir hann. En þarna varð sú von að engu, vonin sem hafði haldið mér gangandi öll þessi ár.“ Björgvin Arnar lést svo í ágúst 2013 aðeins sex og hálfs árs gamall, einungis hálfu ári eftir að hann fékk greininguna.
SAMFÉLAGIÐ STÓÐ ÞÉTT VIÐ BAKIÐ
Ásdís bjó í Innri Njarðvík með Björgvin Arnar og fann mikið fyrir því að búa í litlu samfélagi sem stóð þétt við bakið á henni. „Hvar sem ég kom var fólk tilbúið að gera sitt besta fyrir okkur. Sem dæmi var starfsfólkið á leikskólanum Holti okkur yndislegt og sá tími sem Björgvin Arnar gat verið þar var honum dýrmætur,“ segir Ásdís. Skömmu áður en Björgvin lést skipulagði bróðir Ásdísar, Ólafur Gottskálksson, minningartónleika sem
Jólalukka
r Víkurfrét
2018
ta og vers
lana á Su
ðurnesjum
UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Bjarkartún 2, Garður, fnr. 2289457, þingl. eig. Halldóra Margrét Magnúsdóttir og Shaun Roger Busch, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 11. desember nk. kl. 09:25. Hlíðarvegur 78, Njarðvík, fnr. 209-3545, þingl. eig. Enok Holm Fanndal, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 11. desember nk. kl. 10:00. Kirkjuvegur 52, Keflavík, fnr. 2089688, þingl. eig. Rafal Sobczak, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 11. desember nk. kl. 09:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 28. nóvember 2018
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg. var um leið söfnun fyrir Ásdísi. „Það var ótrúlegt að finna stuðninginn og sjá allt það fólk sem tók höndum saman og gerði þetta allt fyrir mig, alveg ómetanlegt.“
TEIKNAÐI LESTIR OG ÍÞRÓTTAÁLFINN
Björgvin Arnar var mikill listamaður og teiknaði lestir og Íþróttaálfinn tímunum saman á töflu sem hann átti. „Ég finn mikla þörf hjá mér að halda minningu Björgvins Arnars á lofti og fannst tilvalið að útbúa kort með lestinni hans og raða saman stöfum sem hann skrifaði til að selja og styrkja þannig fjölskyldur langveika barna sem eiga um sárt að binda og standa í þeim sporum sem ég var eitt sinn í.“ Bumbuloní selur tækifæriskort, jólakort, jólamerkimiða og fjölnota poka á heimasíðu sinni www.bumbuloni. is. Fyrir hver jól styrkir Bumbuloní fjölskyldur barna sem glíma við sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma. „Jól og áramót voru alltaf frekar erfiður tími hjá mér. Það er erfitt að útskýra hvers vegna en jólin eiga að vera tími fjölskyldunnar og áramótin tímamót fyrir nýtt ár sem geymir ævintýri fyrir flest alla. Nema að ég kveið fyrir nýju ári, hvað það myndi bera í skauti sér fyrir son minn og yfirleitt var reynslan sú að það byrjaði með löngum spítalavistum yfir þá mánuði sem helstu flensurnar eru.“ Því styrkir Bumbuloní fjölskyldur fyrir jólin til að rétta þeim vinavott og kærleik og vonandi að létta aðeins undir í fjárfrekasta mánuði ársins.
21
Vínbúðin Grindavík óskar eftir starfsmanni Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Helstu verkefni og ábyrgð
Hæfniskröfur
Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun • Umhirða búðar
•
•
Reynsla af verslunarstörfum er kostur Jákvæðni og rík þjónustulund • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Almenn tölvukunnátta •
Starfshlutfall er 93,8% – mánudaga til fimmtudaga 10.30-18.30 og föstudaga 10.30-19.30. Unnið er annan hvern laugardag frá 10.30-14.30. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember nk. og umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist. Nánari upplýsingar: Guðlaug Íris Margrétardóttir – grindavik@vinbudin.is, 426 8787 og Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700.
STYÐJA TÓLF FJÖLSKYLDUR FYRIR JÓLIN
Hingað til hafa fjórtán fjölskyldur fengið styrk og nú fyrir komandi jólahátíð er stefnt á að styrkja tólf fjölskyldur. Fjölskyldur af Suðurnesjum hafa fengið styrk og mun það verða aftur fyrir þessi jól. „Mér finnst gott að geta gefið til baka og haldið minningu Björgvins Arnars á lofti í leiðinni, hann var líf mitt og yndi, fullur af hlýju og kærleik, því er Bumbuloní góðgerðafélagið mitt hjartans mál og alveg í hans anda.“
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Bifvélavirki – Auto Mechanic Við hjá HEKLU leitum að hæfileikaríkum bifvélavirkja eða lærling á þjónustuverkstæði okkar í Reykjanesbæ.
We are looking for an addition to our great team of automotive mechanics and apprentices at HEKLA in Reykjanesbær.
Starfssvið:
Job description:
Viðgerðir og viðhald á bifreiðum
Car repairs and maintenance
Hæfniskröfur:
Qualifications:
• • • • • • • • •
Sveinspróf eða reynsla í viðgerðum er kostur Góð íslensku- eða enskunnátta í ræðu og riti Tölvukunnátta Sjálfstæði í vinnubrögðum Metnaður Vandvirkni Góð íslensku- eða enskukunnátta Liðlegheit í samskiptum og létt lundarfar Stundvísi og almenn reglusemi
• Associate’s degree or experience in automotive mechanics • Good written and verbal communication skills in English as well as understanding of cultural differences • Computer user skills • Able to work without supervision • Ambition • Precision work • Punctuality
Yfir 150 manns starfa hjá HEKLU hf. Félagið er með umboð fyrir Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi og er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu við nýjar og notaðar bifreiðar. Höfuðstöðvar HEKLU hf. eru við Laugaveg 170-174 í Reykjavík og umboðsmenn eru um land allt.
Umsóknarfrestur er til og með 9. desember. Umsókn óskast fyllt út á www.alfred.is/hekla Application deadline is December 9th. Please fill out an application at www.alfred.is/hekla
SUÐURNESJAMAGASÍN FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og vf.is
22
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
Lýðræðisfundur um læsi:
Skoðanir nemenda skipta máli
Kennarar og annað skólafólk í grunnskólum er sífellt að leita leiða til að efla lestur og lesskilning ásamt því að reyna að efla áhuga á lesefni almennt. Kennarar í Njarðvíkurskóla vildu fá nemendur með sér í lið og fá hugmyndir frá þeim sjálfum til að vinna úr, í því skyni að gera breytingar á lestrarumhverfi, lesefni og áherslum, í takt við fjölbreyttar og ólíkar þarfir nemenda með von um aukinn áhuga á lestri. Var því ákveðið að halda lýðræðisfund með nemendum í 5.–10. bekk sem lestrarteymi skólans stóð fyrir. Var nemendum skipt upp í sex til níu manna hópa og fengu allir hóparnir sex spurningar. Voru þetta spurningar eins og: „Hvað myndi auka áhuga þinn á lestri?“ og „Hvernig getum við nýtt tæknina til að efla læsi?“. Einnig var spurt hvernig
heimilin geta stutt enn betur við nemendur, hvernig lestrarspretti nemendur myndu vilja hafa innan skólans, hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá innan skólans sem myndu auka áhuga þeirra á lestri, og hvert áhugamál þeirra væri óháð bókum eða lesefni. Fundirnir gengu afar vel og komu fjölmargar frábærar hugmyndir
frá nemendum. Þegar spurt var um hvernig heimilin gætu stutt betur við lestrarnám og áhuga nemenda fannst nemendum t.d. að lestrarfyrirmyndir væru mikilvægar og að þeir gætu gert eitthvað skemmtilegt með foreldrum sínum þegar þeir væru búnir að lesa.
Þáttur foreldra skiptir máli
Þeim fannst mikilvægt að foreldrar
væru til staðar og hlustuðu þegar þeir væru að lesa og að fjölskyldan færi oftar saman á bókasafn. Þeir töldu að heimabókasafn eða bókakassi myndi hjálpa til við að auka áhuga á lestri og að foreldrar læsu fyrir þá þó þeir væru komnir á unglingastig. Einnig kom hugmynd um að vera með kósýkvöld heima og lesa saman. Sumir hóparnir veltu því einnig fyrir sér hvort það væri kannski nóg að lesa bara í skólanum. Þegar spurt var um hvernig tæknin gæti mögulega hjálpað til við að efla læsi komu fram hugmyndir um að nýta betur rafræn bókasöfn, vera með meira efni á hljóðbókum og nýta spjaldtölvur enn betur en gert er nú til lesturs. Þær breytingar sem nemendur myndu vilja sjá innan skólans til að auka áhuga þeirra á lestri eru t.d. að skapa notalegt lestrarumhverfi, vera með fjölbreyttara lesefni og finna leiðir til að gera ritmálið sýnilegra í öllum skólanum. Lokaspurningin var um lestrarspretti skólans og voru nemendur beðnir um að koma með sínar skoðanir á þeim. Voru þær allt frá því að sleppa þeim alveg og yfir í það að hafa þá oftar en nú er. Einnig komu þar hugmyndir um meiri keppni í lestri, alls kyns þemu og lestrarmaraþon.
Fjölmargar áhugaverðar hugmyndir komu fram, t.d. að vera með áskrift að tímaritum, vera með „lesa bara í símadag“ og vera með fleiri fyrirlestra um bækur. Niðurstöður fundanna hafa verið kynntar fyrir nemendum og niðurstöður sendar foreldrum í tölvupósti. Ef hugmyndir nemenda eru dregnar saman má sjá að þeir óska eftir notalegra lestrarumhverfi, fleiri stöðum innan skólans þar sem bækur og lesefni er sýnilegt, fjölbreyttara lesefni og auknum stuðningi frá foreldrum. Er ljóst að nemendur í Njarðvíkurskóla hafa sterkar skoðanir á lestri og lestrartengdu efni og áttu þeir afar auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri. Framundan hjá lestrarteymi skólans er vinna við að fara betur yfir hugmyndir nemenda og koma af stað breytingum í samstarfi við stjórnendur og nemendur, með von um aukinn áhuga og betri skilning á fjölbreyttu lesefni, með það að markmiði að koma enn betur til móts við þarfir og áhugasvið nemenda. Lestrarteymi Njarðvíkurskóla
Bára Helgadóttir - Minning f.17.09.1938 d. 7.11.2018 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
KARL MAGNÚS KARLSSON Heiðarhvammi 8, Keflavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 7. desember kl. 13. Magnea Inga Magnúsdóttir Þorsteinn Magnússon Karl Magnússon Kaja Ósk Skarphéðinsdóttir Kristjana Magnúsdóttir Elías Sigvarðsson Magnús Sverrir, Þorsteinn, Jenný, Kristjana Björg, Aníta Rún, Guðríður Elísabet, Magnús Ægir, Björgvin Bjarni, Elías Snær, Alfreð Jenni, og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir og amma
KRISTRÚN SAMÚELSDÓTTIR Pósthússtræti 1, Keflavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 23. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Karl Karlsson Inga Dóra Karlsdóttir Rúna Björg Sverrisdóttir Unnur Birta Sverrisdóttir Katla Líf Sverrisdóttir
Elsku mamma mín nú er komið að kveðjustund. Að eignast góða mömmu er ekki sjálfgefið. Ég var svo heppin að eiga bestu mömmu sem hægt er að hugsa sér og í henni mína bestu vinkonu. Þú varst mikil fjölskyldukona og við, börnin þín og okkar fjölskyldur, vorum þér allt. Þegar ég hugsa til baka þá man ég aldrei eftir því að þú hafir skammað mig, alltaf svo ljúf og góð. Ég var fimmtán ára þegar ég kynntist Hafsteini og þú tókst honum strax opnum örmum. Við eigum fjögur börn og líf okkar hefði ekki verið eins ef við hefðum ekki átt þig að. Sú hefð skapaðist að þú komst alltaf á páskadagsmorgun með páskaeggið þitt og opnaðir það með okkur. Á aðfangadag komstu svo með pakkana þína í fallega jólasveinapokanum þínum og naust dagsins og kvöldsins með okkur. Við áttum margar góðar Spánarferðir, sumarbústaðaferðir og ferðir í fallegu Víkina þína saman. Ég og Hafsteinn hefðum ekki haft tækifæri á að ferðast og gera allt sem við höfum gert tvö saman nema því þú komst alltaf og sást um heimilið á meðan. Við fórum áhyggjulaus í
og stúlkuna frá Indlandi sem þú styrktir síðustu ár. Það sem þú varst stolt af henni og nú er komið að mér að taka við og halda áfram að styrkja þessa stúlku. Þú fluttir á Nesvelli fyrir þremur árum í íbúð við hliðina á tengdamömmu. Það var svo gaman að fylgjast með því hversu fallegt samband þið áttuð og hugsuðuð vel um hvor aðra.
fríið og vissum að börnin okkar voru í góðum höndum hjá ömmu Báru. Þú varst svo mikill klettur í lífi mínu, stóðst svo sterk og hjálpaðir mér þegar ég þurfti að takast á við erfið veikindi. Það leið aldrei sá dagur að við heyrðum ekki í hvor annari eða hittumst, ég kom til þín eða þú til mín. Nafnið Amma Bára festist fljótt við þig og allir í kringum okkur kalla þig Ömmu Báru enda ekki skrítið þar sem þú tókst alltaf öllum opnum örmum. Þú varst þeim eiginleika gædd að mega ekkert aumt sjá og hugsaðir alltaf um þá sem minna máttu sín, eins
BÁRU HELGADÓTTUR Njarðarvöllum 6, Njarðvík
Sérstakar þakkir til starfsfólks d-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Jóhanna G. Egilsdóttir Skúli H. Hermannsson Helgi G. Steinarsson Aneta Grabowska Árni Einarsson Áslaugur S. Einarsson Guðrún Jóna O´Connor Arnar Einarsson Guðfinna Eðvarðsdóttir Guðlaug Einarsdóttir Hafsteinn Ingibergsson barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma, mikið ofboðslega á ég eftir að sakna þín en ég veit að faðmurinn sem tekur á móti þér er stór og hlýr; bræður þínir, foreldrar og fleiri sem þú saknaðir alltaf svo mikið. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring Sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Þín elskandi dóttir, Guðlaug
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Eitrun súrefnisríka sjávarloftsins Trabantinn verður notaður
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
Elsku Jóhanna, Helgi, Árni, Áslaugur og Arnar missir okkar er mikill. Ég er stolt og þakklát að tilheyra hópnum okkar sem mamma hélt svo vel utan um. Ég elska ykkur.
Í tengslum við kísilverið sem Arion banki keypti og haldinn var fundur um í Stapa 21 nóvember síðastliðinn, var hægt að skilja sem svo á frummælendum að framkvæma ætti einhverskonar barbabrellu og uppfæra verksmiðjuna í toppstand fyrir ekki svo fáa smáaura. Svipað og ef einhver reyndi að breyta Trabant í Benz. Það er misskilningur. Eftir að hafa gluggað í drög að tillögu matsáætlunar hjá Verkís verkfræðistofu, sem hægt er að lesa á netinu, er það á hreinu að þeir ætla að nota „Trabantinn“ áfram (http://stakksberg.com/reports/kisilverksmidja-helguvik-matsaaetlun-drog.pdf). Til að minnka mengunina sem hann mun valda ætla þeir að hafa hann eins lengi og hægt er í gangi. Svo ætla þeir að setja á hann auka púströr (skorstein), sem vísa á beint upp í loftið og ná hátt upp. Strompinn á að nota í þau skipti sem drepst eða drepa þarf á vélinni og setja þarf í gang aftur, því þá er mengunin mest segja þeir. Hún er sáralítil ef vélin er alltaf á fullum snúning (áætl. sex
tonn af eiturefnum á dag). Að öllu gamni slepptu er margt upplýsandi í drögunum. Arion ætlar einungis að setja einn ofn (Trabant) í gang áður en verksmiðjan verður seld. Þetta kom ekki skýrt fram á fundinum. Eftirfarandi úrbætur sem eru sagðar „umfangsmiklar“ fóru eflaust ofan garðs og neðan hjá mörgum, en voru tíundaðar í Stapa.
Endurbæta á: • Meðhöndlun á flutningi og geymslu hráefna • Verklag við málmsteypu • Meðhöndlun á steyptum málmi • Ofn og stoðkerfin í ofnhúsi, • Afsog frá búnaði í ofnhúsi (m.a. vegna tilfella þegar steypa þarf í sæng) • Hreinsun útblásturs og meðhöndlun ryks • Mannvist í ofnhúsi • Innleiða umhverfisstjórnunarkerfi • Setja upp neyðarskorstein (eins og bent er á hér í fyrstu málsgrein) • Breyta á meðhöndlun og geymslu framleiddrar vöru • Lagfæra á lóð og umhverfi innan lóðar
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
fimmtudagur 6. desember 2018 // 47. tbl. // 39. árg.
23
Kanar sjá ekkert annað en Ameríku
– Valur Orri er enn einn Suðurnesjamaðurinn sem gerir það gott í háskólakörfunni í Bandaríkjunum Valur Orri Valsson fæddist nánast með körfubolta í höndunum. Hann hóf feril sinn í meistaraflokki með Njarðvík aðeins fjórtán ára gamall og þekkir lítið annað en að spila körfubolta í fremstu röð. Hann stundar nú nám við Florida Institute of Technology í Bandaríkjunum þar sem hann þurfti að sitja á bekknum sitt fyrsta tímabil árið 2016. „Það var mjög líklega það erfiðasta sem ég hef gert en ég var alltaf að æfa sem hjálpaði auðvitað aðeins. Ég þurfti bara að hugsa aðeins lengra en það tímabil. Mig langar að mennta mig og klára þann áfanga, það dreif mig áfram,“ segir Valur en regluverk í háskólaboltanum gerði það að verkum að hann þurfti að sitja á tréverkinu fyrst um sinn. Síðan þá hefur allt legið upp á við og hann var lykilleikmaður í liðinu á síðasta tímabili. Valur er núna meðal stigahæstu manna liðsins með tíu stig að meðaltali en hann leiðir liðið með 7,4 stoðsendingar í leik. Lífið getur verið ljúft í Flórída að sögn Vals sem nemur markaðsfræði í háskólanum. Valur segist hafa bætt leik sinn síðan hann kom til Bandaríkjanna, hann sé orðinn yfirvegaðri en áður. Þegar hann hélt af landi brott var hann að eiga sitt besta tímabil í Domino’sdeildinni með Keflvíkingum.
Stundum óbærilegt að vera utandyra
„Það besta við að búa hérna er auðvitað sama gamla góða svarið sem maður gefur alltaf, það er að sjálfsögðu veðrið. Þó það sé nú stundum óbærilegt að vera of lengi úti. Það eru allir rosalega næs og kurteisir hérna líka sem ég hef gaman af. Það eru fáir gallar en ef ég ætti að nefna einn þá væri það kannski að Flórída er ekki fyrir gangandi vegfarendur, það þarf að fara allt á bíl.“ Vali gengur vel að samræma nám og körfubolta en boltanum fylgja oft talsverð ferðalög. „Stundum getur maður fengið alveg upp í kok þegar maður er búinn að vera í skólanum og á æfingu í um sex til átta tíma á dag. En það venst rosalega vel og maður hugsar bara að þetta er það sem ég skráði mig í og það þýðir ekkert að dvelja við það.“ Hvað tekur við að námi loknu? „Það er aldrei að vita. Ég hugsa rosalega lítið út það eins og staðan er núna. Best að klára þetta bara eitt skref í einu, annars fer hausinn a manni alltaf á yfirsnúning.“
Einungis þrjár til fjórar af þessum endurbótum eru til þess fallnar að minnka mengun á andrúmslofti bæjarbúa. Úrbæturnar munu samt sem áður ekki minnka eiturefnalosunina niður fyrir sex tonn á dag (sólarhring).
Við hvað er miðað?
Allar tölulegar upplýsingar í matsáætluninni eru aðeins áætlaðar (líka tonnin af eiturefnum). Minnst er á rauntíma mælingar frá síðasta ári, sem allar voru innan umhverfisviðmiða. Viðmiðin eru ef að líkum lætur komin frá ESB. Þeir sem hafa ferðast víða þekkja þá sviðatilfinningu, sem við stundum verðum fyrir vegna mengunar í erlendum stórborgum og á sumum svæðum þungaiðnaðar t.d. í Mið-Evrópu. Áratuga aðlögun, jafnvel í kynslóða tali gerir fólkið sem býr við þessar aðstæður líklega sljótt og værukært fyrir súrefnisleysinu. Vel er þekkt hvernig íbúar hæstu fjallahéraða heimsins þola minna súrefni í andrúmsloftinu en þeir sem búa t.d. við sjávarsíðuna.
Við skulum líta til Noregs þar sem kísilver eru staðsett í þröngum fjörðum og í einhverjum tilvikum í bæjarkjörnum. Um aldir hafa Norðmenn yljað sér við viðareld. Þeir eru því vanir sótögnum og reyklykt í andrúmi sínu frá aldaöðli. Að auki má gera sér í hugarlund að í skjóli skógi vaxinna djúpra dala leitar heiti reykurinn upp fyrir trjátoppana og jafnvel upp fyrir fjallsbrúnirnar, áður enn hann berst með vindinum, en mannfólkið, sem er flest í innan við tveggja metra hæð frá jörðu, sleppur að mestu við sárustu áhrif hans. Við eigum ekki því láni að fagna á Suðurnesjum, að heit menguninn frá kísilverinu í Helguvík muni svífa í logni upp fyrir trjátoppa og leggi þaðan af stað í loftþynningar ferlið. Um leið og hún kemur út frá verinu tekur golan eða rokið og feykir henni á íbúabyggðina ef vindar blása þannig. Hér er því ekki saman að jafna norskri eða evrópskri súrefnislítilli lognmollu og sérstaklega eiturefna blönduðu, súrefnisríku sjávarlofti, sem hér mun ríkja ef fer sem horfir.
Viltu „vera memm“?
Á Íslandi og sérstaklega á Suðurnesjum hafa íbúar svæðisins í aldanna rás andað að sér fersku súrefnisríku sjávarlofti, stundum þegar blæs af hafi blandað örfínum saltögnum. Líklega er það þess vegna, sem þeim sundlar þegar mengun takmarkar súrefnismagn andrúmsins. Við minnumst þess þegar fiskmjölsverksmiðjan (gúanóið) var í gangi í Keflavík og lyktina lagði yfir bæjarbúa. VOC er þessi mengun skammstöfuð og þýðir rokgjörn lífræn efnasambönd. Húsmæður urðu að taka allan þvott inn af snúrum, loka öllum gluggum og þola fnykinn (VOCið) löngu eftir að vindáttin breyttist. Nostalgían kemur stundum upp hjá sumum þegar Fiskimjölsvinnsla Síldarvinnslunnar í Helguvík og ferska, súrefnisríka sjávarloftið eru samferða yfir byggðina, sem gerist endrum og eins en hvergi í því mæli sem var frá gúanóinu. Nú vill Arion banki „vera memm“ eins og stundum er sagt og bæta í súrefnisríka sjávarloftið u.þ.b.
Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart varðandi Flórída? „Nei, ekkert sem kom mér mikið á óvart. Flórída er bara frekar rólegur staður þar sem margt aldrað fólk frá öðrum fylkjum dvelur yfir veturinn. Svo dýrka ég hvað Kanar sjá ekkert annað en Ameríku.“ Settir þú þér markmið fyrir tímabilið? „Ég setti mér það markmið að vera á topp fimm yfir stoðsendingahæstu menn i D2 (annarri deild) í landinu. Annars er það mikilvægast fyrir mig að mæta á hverja einustu æfingu eins og ég vil mæta í leiki.“
NÚ KOMA TITLAR TIL REYKJANESBÆJAR
Valur fylgist ennþá vel með gangi mála heima í efstu deildum á Íslandi. Hann bindur miklar vonir við liðin í Reykjanesbæ og spáir titlum í bæjarfélagið. „Það er eiginlega ómögulegt að segja, finnst mér, karlamegin. Ég vona að sjálfsögðu að Keflavík vinni. Einnig vill ég sjá Njarðvík gera vel. Vona að þau skipti þessu sín á milli þar sem Kelfavík datt út úr bikarnum. Annars verður þetta KR, Njarðvík, Keflavík eða Tindastóll.“
TVÖFALT HJÁ STELPUNUM
„Kvennameginn verður þetta Keflavík, tvöfalt. Þær hafa alltaf verið mitt lið i kvennaboltanum enda mamma grjótharður Keflvíkingur þar. Jón Guðmunds og Maggi Gunn eru svo að stjórna þessu. Er til betri blanda? Annars fylgist ég mjög mikið með. Reyni að horfa á alla leiki sem eru sýndir og Körfuboltakvöld að sjálfsögðu,“ segir Valur Orri úr sólskinsfylkinu Flórída. eythor@vf.is
sex tonnum af eiturefnum alla daga ársins (rúml. 2.000 tonn á ársgrundvelli). Fyrir þá sem þekkja til í efnafræði þá eru eftirfarandi eiturefni m.a. tilgreind í matsáætluninni brennisteinsdíoxíð (SO2), köfnunarefnisoxíð (NOx), svifryk (PM10), fjölhringa arómatísk vetniskolvetni (PAH16), þrávirk lífræn efni (POP) og ekki má gleyma rokgjörnu lífrænu efnasamböndunum (VOC). Bæjarbúar eru búnir að fá smjörþefinn af þessari loftblöndu. Nú er það á forræði kjörinna fulltrúa að meta hvort andrúmsloft íbúa sé meira eða minna virði en „sokkinn kostnaður?“ Arion banka. Standa í lappirnar og segja nei þegar þeir spyrja „viltu vera memm“ við að eitra súrefnisríka sjávarloftið.
Reykjanesbæ 28. nóvember 2018, Tómas Lárusson
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Nokkrir alþingismenn á Klaustri lítilsvirtu samstarfsmenn sína með afar niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum á dögunum. Ekki nóg með það heldur dúndruðu þeir eiturpílum yfir nánast allt og alla í samfélaginu, fáeinir sluppu. Afsökunarbeiðnirnar sem fylgdu á eftir voru svo langt frá því að vera einlægar eða frá hjartarótum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á áfengi, þótt vissulega hagi menn sér öðruvísi þegar þeir eru blekaðir eða aumingja, Marvin. Þetta var ekki létt glens hjá þingmönnunum, þetta var illa innrætt baktal. Höfum það á hreinu. Meira að segja Suðurnesin fengu létt skot á sig en það kemur manni svo sem ekkert á óvart, það er nóg að skoða fjárframlög ríkisins hingað suður til að sjá að það er litið niður á svæðið og hefur alltaf verið. Allir þingmenn samsekir í því máli. Áfengisneysla á vinnutíma, það er ljómandi gott að vera á Alþingi. En það er komið meira en nóg af umræðunni um þetta mál, ekki er hægt að þverfóta fyrir réttlætisriddurum og sjálfskipuðum siðapostulum þessa lands sem aldrei hafa sagt eða gert neitt rangt, þeir heltaka umræðuna. Reyndar hefðu þessir ágætu þingmenn átt að segja af sér daginn eftir að mínu mati en það þekkist varla að axla ábyrgð hér á landi. Þá hefði þetta mál sennilega fjarað út? Ekki hjá þessum hópi sem gaggar hæst, hann heimtar blóð. Sennilega gapastokk á Austurvöll. Samfélagsmiðlar eru svo vettvangur skoðanaskipta, það er eðli þeirra. Hver og einn sem hefur aðgang að samfélagsmiðlum getur sagt sína skoðun á öllu milli himins og jarðar. Í athugasemdakerfinu eru engar siðareglur og fjölmiðlar keppast um að hafa sem mest „kjöt“ á beinunum og þá trekkir hið neikvæða mest að því miður.
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
LOKAORÐ
Nærumst við af neikvæðni?
Sími: 421 0000
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Það finnst mér stóra frétt þessarar viku, öll athyglin sem þetta mál hefur fengið og allur sá ótrúlegi fjöldi frétta sem sagður hefur verið um málið. Nú vil ég benda á tvær magnaðar fréttir í liðinni viku sem svo sannarlega hefðu átt skilið meiri athygli og umfjöllun en voru í raun kaffærðar af Klaustursmálinu. Hin fyrri er frétt af ágóðaleik fyrir Bjarka Má Sigvaldason sem fór fram í Kórnum en þar mættust erkifjendur HK og Breiðabliks. Bjarki Már er fyrrum leikmaður HK sem hefur barist við krabbamein í sex ár og á nú lítið eftir. Viðtalið við hann og konuna hans á Stöð 2 er svo sannarlega þess virði að grafa upp, magnað fólk. Hin fréttin er af ótrúlegu afreki Einars Hansberg Árnasonar sem réri 500 km til styrkar Kristínu Björgvinsdóttur og börnum hennar, en hún missti mann sinn skyndilega nú í lok október. Ungur maður sem í blóma lífsins sem tók eigið líf, sú sorglega staðreynd að sjálfsvíg eru ein helsta dánarorsök ungra karlmanna hér á landi vekur mikinn óhug. Kannski eitthvað sem þingmenn ættu að eyða meira púðri í að skoða og finna lausnir á? Að róa 500 km er eins og að taka tólf maraþon og er afrek Einars því magnað. Þarna eru tvær fréttir um ótrúlegan náungakærleik og öfluga samstöðu fólks sem hverfa í hafsjó neikvæðninnar. Veljum meira af jákvæðum fréttum.
Fögnuðu fullveldi í flugstöðinni með bollakökum
Hundrað ára fullveldisafmæli Íslands var fagnað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þann 1. desember sl. á áberandi hátt. Farþegum sem leið áttu um flugstöðina þennan dag var boðið upp á gómsætar bollakökur og falleg skilaboð í tilefni dagsins. Hér eru tvær úr starfsliði Isavia sem fóru um flugstöðina og buðu þjóðlegar bollakökur. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI?
SUMARSTÖRF Í FLUGVERNDARDEILD K E F L AV Í K U R F L U G VA L L A R Isavia leitar að einstaklega þjónustulunduðum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Starfið felst m.a. í öryggisleit og eftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu.
Hæfniskröfur: • Aldurstakmark 18 ár • Gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli • Rétt litaskynjun • Lágmark tveggja ára framhaldsnám eða sambærilegt nám
Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undirbúningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru.
S TA R F S S TÖ Ð : K E F L AV Í K
MUNDI En á jákvæðu nótunum, er Marvin þessi Deep Throat íslenskrar stjórnmálasögu?
UMSÓKNARFRESTUR: 20. JAN ÚAR
UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A