Víkurfréttir 47. tbl. 40. árg.

Page 1

NETTÓ Á NETINU I D N A L L Ó P Í L Ó J

- ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

22

Sparaðu tíma og gerðu matarinnkaupin á netinu. Þú velur um að fá heimsent eða að sækja í Nettó Krossmóum.

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

a k k u l a l ó J a k k u l a l ó J

a á Suðurnesjum n la rs e v g o a tt ré íkurf Skafmiðaleikur V

KONRÁÐ LÆKNIR

32–36

TEDDI & SIGGI TV

48–51

UNGA FÓLKIÐ

53–55

Jólalandið á HSS Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér að leita réttar þíns

Jólalegasta húsið í Garðinum

HAFÐU SAMBAND

20–21

511 5008

42–43 UMFERÐASLYS VINNUSLYS FRÍTÍMASLYS

TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA

S TÆRS TA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABL AÐIÐ Á SUÐURNESJUM ■ AÐAL SÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001■ FRÉTTASÍMINN 421 0002


2

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Gáfu andvirði jólapakkanna til Fjölskylduhjálpar

Veglegur styrkur frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

Starfsmenn Gátstöðva Isavia á Keflavíkurflugvelli komu færandi hendi til Fjölskylduhjálpar í Reykjanesbæ á dögunum. Í stað þess að kaupa pakka og færa hvort öðru á litlu jólunum í vinnunni ákvað starfsfólk gátstöðvanna að safna framlögum frá samstarfsfólki og færa Fjölskylduhjálp nú á aðventunni.

Sérdeildin Ösp í Njarðvíkurskóla fékk 500.000 kr. styrk frá Lionsklúbbi Njarðvíkur á dögunum. Styrkinn á að nota við kaup á munum í skynörvunarherbergi og hreyfisal deildarinnar. Njarðvíkurskóli þakkar Lionsmönnum í Njarðvík kærlega fyrir hlýhug og gjafmildi í garð skólans og eiga nemendur í Ösp sem og nemendur Njarðvíkurskóla eftir að njóta góðs af. Sala á happdrættismiðum í árlegu

jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur er hafin. Sölumenn happdrættismiða eru m.a. í Krossmóa og selja miða og þar er aðalavinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Við upphaf sölunnar veitir Lionsklúbburinn styrki til félagsmála.

Alhliða veisluþjónusta

Báknið ekki að stækka

Rétturinn matstofa býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu

Nærri fimm þúsund nýir íbúar frá árinu 2014 eða 33,5%

Opið frá 11:00 – 14:00 Hafnargötu 90 - Reykjanesbæ

retturinn.is

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir eðlilegar skýringar á fjölgun starfsmanna Reykjanesbæjar og vísar tali um stækkandi bákn til föðurhúsanna. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á fundi bæjarstjórnar 3. desember en sjálfstæðismenn í minnihluta bæjarstjórnar hafa ítrekað gagnrýnt meirihlutann um að báknið sé að stækka, á sama tíma sé ekki hægt að lækka fasteignagjöld meira en raun ber vitni. Í bókuninni frá meirihlutanum segir að frá árinu 2014 hafi íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 4.867 eða 33,5%. „Því hefur verið haldið á lofti að stjórnsýslan í Reykjanesbæ sé að þenjast út sem aldrei fyrr, að báknið sé að stækka eins og það er orðað. Tölur um launagreiðslur sem hlutfall af tekjum segja hins vegar aðra sögu.Vissulega er störfum að fjölga í Reykjanesbæ og á það sínar eðlilegu skýringar. Samkvæmt Gagnatorgi Reykjanesbæjar voru íbúar 14.524 talsins árið 2014 en í október 2019 voru þeir orðnir 19.391. Á sama tímabili hefur nemendum í grunnskólum Reykjanesbæjar fjölgað um 374 eða 18%. Nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar voru 2.072 árið 2014 og eru nú 2.446. Til

að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í Myllubakkaskóla eru nú 369 nemendur og í Holtaskóla eru nemendur 396. Það er því hægt að segja að fjölgun síðustu ára nemi nemendafjölda í heilum grunnskóla. Hver nemandi í grunnskólum Reykjanesbæjar kostar samkvæmt upplýsingum frá fræðsluskrifstofu 1.518 þúsund krónur og því er viðbótarkostnaður vegna þessarar miklu fjölgunar nemenda orðinn tæpar 600 milljónir. Börn í grunnskólum sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál hefur einnig fjölgað verulega og eru nú 25,3% af heildarfjölda nemenda. Fjöldi barna sem fá sérstaka kennslu í íslensku sem öðru tungumáli hefur fjölgað verulega

frá árinu 2014 eða um 55%.Þrátt fyrir að börnum í leikskólum Reykjanesbæjar hafi ekki fjölgað mikið hefur börnum sem hafa annað tungumál en íslensku fjölgað verulega og eru nú orðinn 27,2% allra leikskólabarna eða 255 talsins. Þessar miklu samfélagsbreytingar kalla eðlilega á fjölgun starfsfólks og hefur starfsfólki í grunnskólum fjölgað úr 340 árið 2014 í 464 eða um 37%. Starfsfólki á leikskólum hefur hins vegar fjölgað um tæplega 9% þrátt fyrir að börnum hafi aðeins fjölgað lítillega. Gera má ráð fyrir að samfélagsbreytingin sé að hafa þessi áhrif. Það vekur hins vegar athygli að á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað, hafa útgjöld vegna launa sem hlutfall af tekjum lækkað úr 47% á árinu 2014 í 42% árinu 2018. Öllu tali um að báknið sé að stækka er því vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun meirihlutans.

Ósáttur við áherslur meirihlutans Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við áherslur meirihlutans með auknum álögum á íbúa bæjarins en Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi Fráls afls lagði fram bókun frá flokkunum í minnihlutanum, Frjálsu afli, Miðflokknum og Sjálfstæðisflokki. Fulltrúar meirihlutans, Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lögðu einnig fram bókun þar sem fram kemur að Reykjanesbær ásamt Akranesi og Vestmannaeyjum séu einu sveitarfélögin sem lækki fasteignaskatta nógu mikið á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði til þess að tekjur þeirra muni ekki hækka umfram þau 2,5% sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mælst fyrir. Þá kemur einnig fram í bókuninni að eðlilegar skýringar séu á fjölgun starfsmanna og að álögur á íbúa fari lækkandi. Bókun minnihlutans: „Minnihlutinn er ósáttur við áherslur meirihlutans með auknum álögum á

íbúa bæjarins og harmar sérstaklega að mikil tekjuaukning sé ekki nýtt til að svara ákalli bæjarbúa um hóflega innheimtu fasteignaskatta. Reykjanesbær er að innheimta hæstu fasteignaskatta af öllum bæjarfélögum landsins. ORK sjóðurinn skilar bæjarsjóði rúmum fjórum milljörðum og lögbundnu skuldaviðmiði hefur verið náð. Minnihlutinn er ósáttur við kostnaðarsamar breytingar á stjórnskipulagi bæjarins sem eru illa skilgreindar, illa útfærðar og hafa í för með sér verulega aukin útgjöld. Þá er rétt að vekja athygli á miklum launahækkunum sem meirihlutinn stendur að,

Sunna Jónína ráðin verkefnastjóri framtíðarþróunar Kvikunnar Grindavíkurbær hefur ráðið Sunnu Jónínu Sigurðardóttur sem verkefnastjóra framtíðarþróunar Kvikunnar. Sunna hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun og markaðssetningu en undanfarin ár hefur hún unnið hjá Marel við að markaðssetja sýndarveruleikaefni þar sem m.a. er farið í gegnum hátækni fiskvinnslu Vísis hf í Grindavík. Í starfi sínu hjá Marel hefur Sunna kynnst töluvert atvinnustarfseminni í Grindavík

og ber það helst að nefna sjávarútvegsfyrirtækin. Sunna er með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands og diplómagráðu í hagnýtri ráðstefnutúlkun frá sama skóla. Þá lauk hún diplómanámi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og hefur stundað meistaranám við Háskóla Íslands í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Sunna hefur búið í Grindavík ásamt manni sínum og þremur börnum í rúmt ár.

til stjórnenda bæjarins langt umfram hækkanir launa sem samið var um í lífskjarasamningunum. Hluti minnihlutans samþykkti síðustu fjárhagsáætlun en lagði þar áherslu á 4 atriði sem meirihlutinn hefur ekki tekið tillit til – sérstaklega lækkun fasteignaskatta. Minnihlutinn leggur áherslu á aðhald í rekstri, aukna atvinnuuppbyggingu og skynsamlega uppbyggingu innviða á næstu árum sem er forsenda fyrir lækkun fasteignaskatta.Minnihlutinn samþykkir því ekki fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.“ Gunnar Þórarinsson (Á), Margrét Þórarinsdóttir (M), Hanna Björg Konráðsdóttir (D), Baldur Guðmundsson (D) og Anna Sigríður Jóhannesdóttir (D).

Gera ekki athugasemdir við samruna í Grindavík Grindavíkurbær gerir engar athugasemdir við fyrirhugaðan samruna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur. Samkeppniseftirlitið hefur til meðferðar samruna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. og óskaði er eftir umsögn Grindavíkurbæjar vegna málsins.


Blue Lagoon Home línan: Verð frá 3.900 kr

Dekraðu við þá sem þér þykir vænt um Úrval jólagjafa úr heimilis- og húðvörulínu Bláa Lónsins

Fæst á bluelagoon.is og í verslunum okkar að Laugavegi 15, í Bláa Lóninu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.


Jólaafsláttur til félagsmanna Afsláttur gildir frá 12. – 15. desember í verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar.

-57%

-40%

-41%

-35%

Rúbín jólakaffi Malað/Baunir

Klementínur

Rauð epli

Kjörís Jólaís 1L

599 kr

199 kr

199 kr

399 kr

Verð áður 999 kr

Verð áður 459 kr

Verð áður 339 kr

Verð áður 619 kr

-43%

Hátíðablanda 33cl

-40%

59 kr

Verð áður 99 kr

Okkar Laufabrauð 8stk

Nóa konfekt í lausu 800gr

798 kr

2.298 kr

Verð áður 1.398 kr

Verð áður 3.298 kr

-30%

Quality Street dós 1kg

-18%

1.149 kr

Verð áður 1.399 kr

-50% -14%

-33%

Nóa konfekt pralín kremmolar 525gr

Nóa súkkulaðirúsínur, ljósar 350gr

Coca-Cola, Coke Light, Coke Zero 4x2L

1.899 kr

399 kr

599 kr

Verð áður 2.199 kr

Verð áður 599 kr

Verð áður 1.199 kr


-38% KEA Hangilæri Úrbeinað

-34%

2.975 kr/kg

Verð áður 4.799 kr/kg

NOKKRAR STÆRÐIR

Heill kalkúnn Frosinn

KEA Hamborgarhryggur

995 kr/kg

1.385 kr/kg

Verð áður 1.199 kr/kg

Verð áður 2.099 kr/kg

ALLAR SÉRVÖRUR Á 30% AFSLÆTTI* *Gildir ekki um raftæki eða bækur

Philips 43” UHD Smart TV

54.995 kr

Verð áður 79.995 kr

-25.000 KR

Panasonic 55” UHD Smart LED TV

79.995 kr

Verð áður 129.995 kr

-50.000 KR

Finlux 65” UHD Smart TV

79.995 kr

Verð áður 99.995 kr

-20.000 KR


6

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Telur mikilvægt að tillagan verði samþykkt af Alþingi Stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum var til umfjöllunar í bæjarráði Grindavíkur á síðasta fundi ráðsins. Eins og fram kemur í þingsályktunartillögu þá hefur fjölgun landsmanna undanfarin ár verið hlutfallslega mest á Suðurnesjum og langt umfram meðal fólksfjölgun í landinu. Á árinu 2018 fjölgaði íbúum á Suðurnesjum um 5,2% en árið 2017 var fólksfjölgunin um 7,4%. Samsetning íbúa á Suðurnesjum er einnig ólík því sem gerist í öðrum landshlutum þar sem fjórðungur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Menntunarmöguleikar þurfa að endurspegla þörfina og það fjölbreytta samfélag sem þrífst á Suðurnesjum. Annað atriði sem taka þarf tillit til við skipulag náms á framhaldsskólastigi á svæðinu er hátt hlutfall vaktavinnufólks. Fjölbreyttar námsleiðir og sveigjanlegar kennsluaðferðir verða að vera í boði

fyrir þann hóp, bæði fyrir framhaldsmenntun og símenntun. Í ljósi þessa fagnar bæjarráð Grindavíkur og lýsir yfir ánægju sinni með framkomna þingsályktunartillögu og telur mikilvægt að tillagan verði samþykkt af Alþingi og að skipaður verði starfshópur um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum. Eins tekur bæjarráð Grindavíkur heilshugar undir umsögn frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Kiwanismenn með fulltrúum Fjölskylduhjálpar og Velferðarsjóðs Suðurnesja.

Fjölbrautaskóli Suðurnesja.

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi

ÁSBJÖRN JÓNSSON hæstaréttarlögmaður

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. desember klukkan 13. Auður Vilhelmsdóttir Björg Ásbjörnsdóttir Niels H. Bennike Birna Ásbjörnsdóttir Andreas H. Christiansen Bergrún Ásbjörnsdóttir Jón B. Stefánsson Ásbjörn, Bergur og Eyrún.

600 jólatré bíða nýrra eigenda hjá Kiwanis á Fitjum Árleg sala á jólatrjám er hafin hjá Kiwanisklúbbnum Keili. Sölustaðurinn er í timburdeild Húsasmiðjunnar á Fitjum í Reykjanesbæ. Norðmannsþinur, rauðgreni eða íslensk fura eru í boði eins og undanfarin ár. Þá er einnig til sölu skreytt greni. Kiwanismenn hafa í gegnum áratugina séð Suðurnesjamönnum fyrir lifandi jólatrjám sem þeir annars vegar flytja inn frá Danmörku og einnig selja þeir íslenska furu. Furan er úr Þjórsárdal. Alls eru þetta um 600 tré sem Kiwanismenn í Keili selja Suðurnesjamenn á ári hverju. Fulltrúar frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ hafa síðustu ár verið viðstaddir opnun trjásölunnar því við það tækifæri hafa þeir tekið á móti styrk upp á 100.000 krónur hvor frá Kiwanisklúbbnum Keili. Þarna endurspeglast einmitt tilgangurinn í því að selja Suðurnesjamönnum jólatré. Afraksturinn fer til góðra málefna á Suðurnesjum. Þannig hafa bæði

Fjölskylduhjálp og Velferðarsjóður Suðurnesja notið góðs af þessu verkefni Kiwanis síðustu ár. Bæði hafa fjárframlög og gjafabréf á jólatré runnið

til þessara aðila. Þá eru Kiwanismenn einnig duglegir að veita fé í ýmiskonar líknarmál og samfélagsverkefni á Suðurnesjum. Sölustaðurinn í portinu hjá Húsasmiðjunni á Fitjum er opinn virka daga kl. 17-20, laugardaga kl. 11-20 og sunnudaga kl. 14-20. Allur ágóði rennur til líknarmála á Suðurnesjum.

jólagjöfin fæst hjá okkur

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

HÓLMAR TRYGGVASSON trésmiður Fífudalur 9 260 Njarðvík

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 15. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð.

HAFNARGÖTU 23 • ZOLO.IS

Signý Guðmundsdottir Bergþór Heimir Hólmarsson Sonja Sigurðardóttir Elín Guðlaug Hólmarsdóttir Jens Ólafsson Dagný Elva Hólmarsdóttir Valdimar Jóhannsson barnabörn og barnabarnabarn.


MUNUM EFTIR AÐ GLEÐJA OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR

Fríhöfnin óskar þér gleðilegrar hátíðar og endalausra ævintýra á nýju ári www.dutyfree.is


8

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Jólin í gamla daga

VIÐTAL

Það er alltaf forvitnilegt að heyra hvernig jólin voru í gamla daga, þegar amma og afi voru ung, því þá heyrir maður hvað jólahald hefur breyst ótrúlega mikið. Í dag flæðir allt af gjöfum og girnilegum mat, gosdrykkjum og sætindum. Langflestir fá ný spariföt og fólk lifir frekar auðveldu lífi í allsnægtum, alla vega borið saman við eldri kynslóð þessa lands. Víkurfréttir fóru á ýmsa bæi á Suðurnesjum rétt fyrir aðventu og spurðu út í jólin í gamla daga. Margt kom á óvart í þeim könnunarleiðangri. Það var ekkert talað um jólasveina eða pakkaflóð, hvað þá jólaföt en aðallega um samverustund fjölskyldunnar ásamt hátíðleika jólanna. Aðfangadagur var það heilagur að ekki mátti spila á spil þann dag eða tala hátt sums staðar. Flestir minnast hátíðlegu kertaljósanna og að sveskjur og rúsínur voru algengari en epli. Við tökum hattinn ofan fyrir eldri kynslóð þessa lands og þökkum þeim kærlega fyrir spjallið.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Heiða Sæbjörnsdóttir, Suðurnesjabæ:

Var hrifin af öllum kertaljósunum „Ég fæddist árið 1937 á Nýjabæ undir Sandvíkurheiði, á milli Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Þetta var lítill sveitabær, hálfgerður torbær en samt þiljaður að innan. Í eldhúsinu var móeldavél, þar sem brenndur var mór en annað eldhús var á hlóðum. Það var notað í haustverkin, sláturgerð og flatkökubakstur sem dæmi. Ekkert rafmagn var á bænum okkar, aðeins kalt rennandi vatn og ekkert klósett eða útikamar heldur var koppur úti í fjósi. Hlandinu var safnað í kerald eða tunnu og geymt úti í einhverju horni en það var notað við ullarþvott því ullin varð svo hvít og hrein á eftir. Því næst var ullin skoluð í ánni. Svona var þetta þá og lækurinn notaður til að þvo fötin af okkur á þvottabretti sem pabbi smíðaði. Pabbi okkar var mjög handlaginn og smíðaði allt. Hann var bæði söðlasmiður og járnsmiður. Á bænum var ein belja, eitthvað af kindum og geitum og nokkrar hænur. Silungur var í ám og vötnum. Við vorum tíu systkini og ég var númer átta í röðinni. Elsta systir mín, Eyja er 96 ára og býr hér í Sandgerði eins og ég en foreldrar okkar fluttu hingað árið 1945 með börnin sín. Það var snjóþungt á Nýjabæ þar sem við bjuggum og enginn bílvegur til okkar. Við áttum tvo, þrjá hesta sem við notuðum til að komast til byggða. Ef farið var til Bakkafjarðar um vetur, til að sækja varning, þá var sleði festur aftan við hestinn en á sumrin var mun léttara að fara á hestbaki.

Annars var labbað þangað sem við ætluðum. Mamma mín var blind og ég man ekki eftir henni öðruvísi en með litla sem enga sjón en hún bjargaði sér alveg ótrúlega vel. Hún þurfti stundum að fara til Reykjavíkur til læknis vegna þessa en það var ekki hlaupið að því og tók hana marga mánuði þegar hún fór þangað. Strandskipið kom aðeins á þriggja mánaða fresti til Vopnafjarðar svo þetta var allt mjög tímafrekt.“

Við sungum sálma um jól

„Jólin voru mjög hátíðleg en við vorum innilokuð í snjó á þessum árstíma. Allir voru þvegnir og kannski fékk maður eina nýja tusku, svo maður færi ekki í jólaköttinn, allavega sokka eða brók. Við sungum

sálma en pabbi kunni alla sálmana. Svo var jólaguðspjallið lesið upphátt. Ég man að ég hlakkaði mest til ljósanna um jólin. Það var ekki verið að misnota kertin, þau voru spöruð alla daga nema á jólum, þá voru þau fleiri sem loguðu. Maður fékk kannski eitt kerti í jólagjöf, jafnvel var ein sögubók gefin sem einhver las upp úr fyrir alla fjölskylduna. Gjafir voru heimasmíðaðar af pabba mínum, ég man eftir sprellukarli og fuglum úr beini, hestum og allskonar dýrum. Þetta voru leikföngin okkar. Ég man ég var svo hrifin af öllum ljósunum um jólin, meðal annars á jólatrénu sem pabbi hafði búið til úr spýtum og vafði greinum ef það var hægt að finna þær úti fyrir snjó. Annars var notast við litaðan pappír til að skreyta greinarnar. Kertin voru sett á arma trésins og þau lýstu upp stofuna. Við bjuggum til litla poka til að hengja á jólatréð, það gerði voða mikið að hafa tré. Við borðuðum hangikjöt og eitthvað var af laufabrauði. Engir ávextir voru til þá, þeir voru ekki komnir til okkar en við fengum kannski rúsínur og sveskjur. Það var mikið af leikjum sem við fundum upp á. Telja stjörnurnar á himninum, fara með vísur sem byrjuðu á einhverjum ákveðnum staf. Oft voru þrautir og leikir. Pabbi okkar var mjög glaðsinna og fann alltaf upp á einhverju til að skemmta okkur með. Maður var manns gaman og samveran mikilvæg.“

Elsa Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Suðurnesjabæ:

Hlustuðum saman á útvarpið á jóladag „Ég fæddist árið 1931 á Strjúgsstöðum í Langadal, nálægt Blönduósi og flutti í Sandgerði árið 1973. Ég var sú síðasta í röðinni af fjórum systkinum. Ég fæddist í torfbæ en pabbi var að smíða steinsteypt hús á þessum árum 1930 til 1931 og þangað fluttum við þegar ég var lítið barn. Landið er enn í ættinni og frænka mín býr þarna í dag. Mamma lést árið 1935 þegar ég var á fjórða ári og ég man það voru ráðskonur sem komu á bæinn til okkar eftir árstíðum, þær voru svona misjafnar að gæðum. Þetta voru alls konar konur og því engar fastar jólahefðir heima hjá okkur fyrr en eldri systir mín stækkaði og fór að baka fyrir jól. Við fórum alltaf á jóladag á næsta bæ til föðurbróður míns og þá var hlustað á jóladagskrána í útvarpinu. Þarna sátum við öll saman í kringum útvarpið og hlustuðum, tvær fjölskyldur, við fjögur systkinin og frændi minn og kona hans með sex börnin þeirra.“

Maður fékk yfirleitt einn jólapakka

„Á aðfangadag heima hjá okkur var smávegis af pökkum. Maður fékk yfirleitt einn pakka, kannski spilastokk en annars var ekki verið að gefa mikið af pökkum. Jólatréð okkar var úr spýtu með litlum Hreins kertum sem voru klemmd á tréð með járnklemmum. Frændi minn kom og gaf okkur epli en það var svo lítið og alltaf skammtað í okkur, kannski hálft epli á mann.

Ég man að við fórum í bað fyrir jól í þvottabala en þá var kalda vatnið hitað á kolaeldavél því ekkert heitt vatn var á bænum, aðeins kalt. Við fórum nú samt ekki öll ofan í sama vatnið, því var skipt út. Við vorum með kalt vatn sem kom úr krana og við vorum einnig með klósett inni í húsinu okkar því mamma sagði við pabba að ef hann setti ekki klósett strax í húsið á meðan hann væri að byggja það, þá yrði það aldrei gert. Pabbi söng á jólum en hann átti orgel og við sungum með. Ég fékk stundum ný föt fyrir jól en ekkert endilega um hver jól. Það var nú samt lítið spáð í jólaköttinn. Á stríðsárunum höfðum við ekki efni á að vera að kaupa, þá var allt skammtað og fór eftir fjölskyldustærð hvað fólk fékk að kaupa. Ég fékk kannski kjól eða pils fyrir jól og við þetta notaði ég gúmmískóna mína, það var ekki annað í boði. Ekki átti maður leðurskó heldur var alltaf í gúmmískóm í sveitinni. Við vorum með kindur og kýr, hesta og hænsni á bænum okkar, svo var köttur og hundur. Á aðfangadag fengum við stundum kálfasteik en á jóladag var langoftast hangikjöt. Eitthvað var af laufabrauði en það fór alveg eftir því hvað ráðskonurnar voru duglegar fyrir jól. Stundum var farið í kirkju en þá var gengin um 5 km leið eða farið í hestakerru. Ég á engar ljósmyndir frá þessum tíma því við áttum enga myndavél, það var ekki í almannaeign á þessum tíma.“


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Tilboð gilda til 18. desember eða á meðan birgðir endast.

R Ö J F JÓLA 25-50% afsláttur af allri jólavöru

Tilboðsverð Rafmagnshlaupahjól XZ1200.

34.995

Tilboðsverð Bobsled

8.246

46216263 Almennt verð: 10.995

Tilboðsverð Pottasett

Gourmet 5 stykki.

11.996 41114683

Almennt verð: 15.995

Öll leikföng

IXO VI 3,6V.

8.796 748640056/7

Almennt verð: 10.995

41036746

25%

Tilboðsverð Junior peysa

Þægilega og hlý hettupeysa.

7.496 93445050-53

Almennt verð: 9.995

Almennt verð: 39.995

afsláttur

Pottar- & pönnur

25% afsláttur

25% afsláttur af ljósum & perum

Tilboðsverð Junior buxur

Sérhannaðar vinnubuxur fyrir börn.

8.996 93445040-47

Almennt verð: 11.995

Reykskynjarar og slökkvitæki í miklu úrvali

Tilboðsverð Rafhlöðuskrúfjárn

Skoðaðu jólagjafahandbókina á byko.is

Frábær jólagjöf

Snjóþota

125 Jólagjafahugmyndir

Rafmagnsverkfæri

20% afsláttur

Þú færð eldiviðinn hjá okkur

SUÐURNES


UNDIRBÚÐU JÓLIN Í NETTÓ! RÐ VE ENG SPR JA!

Heill kalkúnn Erlendur

1.198

KR/KG

Kölnarhryggur Hágæða skinka með gljáa

1.979

FRÁBÆRT VERÐ!

ÁÐUR: 2.999 KR/KG

-34%

KR/KG

Grísalærleggir Kjötsel

390

-61%

KR/KG

ÁÐUR: 999 KR/KG

Nautalundir Danish Crown

Hreindýraborgari 120gr 2stk – Kjötborð

Rauðkál

170

-50%

KR/KG

ÁÐUR: 339 KR/KG

ÁÐUR: 4.999 KR/KG

KR/KG

-20%

KR/PK

ÁÐUR: 1.198 KR/PK

-25%

Franskar andabringur

2.497 ÁÐUR: 3.329 KR/KG

958

2.999

-40%

KR/KG

Laufabrauð Okkar

1.087 ÁÐUR: 1.359 KR/PK

-20%

KR/PK

Humar 1kg – Skelbrot

-20%

3.519 ÁÐUR: 4.399 KR/PK

KR/PK

Tilboðin gilda 12. – 15. desember í jólaskapi

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Hamborgarhryggur Úrbeinaður, hunangsgljáður Kjötsel

2.099 ÁÐUR: 2.998 KR/KG

Sænsk skinka Kjötsel

KR/KG

-30%

-40%

1.199

KR/KG

ÁÐUR: 1.999 KR/KG

Hreindýrapaté, Sveitapaté og Gæsapaté Innbakað

3.559

KR/KG

ÁÐUR: 4.449 KR/KG

-21%

-27%

-20% Reyktur og grafinn lax 1/2 flak – Opal

-20%

-20% Hangiframpartur Úrbeinaður – Kjötsel

1.999 ÁÐUR: 2.499 KR/KG

Hangilæri Úrbeinað – Kjötsel

Lambalæri Léttreykt – Kjötsel

1.678

KR/KG

ÁÐUR: 2.299 KR/KG

KR/KG

2.290 ÁÐUR: 2.899 KR/KG

-20%

-20%

-21% Nautalund Wellington

7.998 ÁÐUR: 9.998 KR/KG

KR/KG

KR/KG

Lambafille með fitu 2 stk – Kjötborð

4.399 ÁÐUR: 5.499 KR/KG

KR/KG

-25%

Lambahryggur

2.290 ÁÐUR: 2.889 KR/KG

KR/KG

Hamborgarhryggur Kjötsel

1.199

KR/KG

ÁÐUR: 1.598 KR/KG

VERSLAÐU Á NETINU FLJÓTLEGT - EINFALT - ÞÆGILEGT

NÚ GETUR ÞÚ PANTAÐ MATVÖRU Í GEGNUM VEFVERSLUN NETTÓ* OG SÓTT UM LAND ALLT *Hægt er að fá sent heim að dyrum á Akureyri, Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu. Lágmarkspöntun í heimsendingu er 5.000 kr.


12

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Reynir Brynjólfsson, Vogum Vatnsleysuströnd:

Passað vel upp á jólatréð „Það er nú farið að fenna í sporin. Við vorum sjö systkinin. Foreldrar mínir voru Margrét Þórarinsdóttir og Brynjólfur Brynjólfsson, Ég er í miðjunni og fæddist árið 1934 á Hellum á Vatnsleysuströnd. Við flytjum yfir götuna, gömlu Reykjanesbrautina, að Minna Knarrarnesi, þegar ég er sex ára gamall. Það var gervi jólatré heima hjá okkur með lifandi kertum en kertin voru fest á greinarnar með sérstökum kertaspennum. Það yfirgaf engin jólatréð á meðan það var logandi á því, þá var passað vel upp á það. Við vorum með fleiri hesta, kýr, kindur og hænsni í Knarrarnesi. Faðir minn gerði út trillu en þá voru trillur á hverjum einasta bæ meðfram ströndinni. Það vantaði aldrei mat, alltaf nóg að borða. Faðir minn vann þau verk sem til féllu. Hann vann við rafmagnslínuna gömlu sem lá til Keflavíkur og einnig við höfnina í Vogum en hér er góð smábátahöfn. Móðir mín var húsmóðir framan af en fór svo að vinna í frystihúsi seinna.“

jóladag. Mamma gaf okkur alltaf heitt súkkulaði og smákökur á jólum en hún bakaði hálfmána og gyðingakökur, vanilluhringi, jólakökur með rúsínum og marmarakökur. Svo fengum við einnig pönnukökur um jól. Þetta var svo mikil hátíð. Manni fannst jólin vera í marga daga því þá voru margir frídagar í einu. Maður átti matrósaföt og systur mínar fengu fína kjóla en þær voru í kjólum alla daga því þá þekktist ekki að kvenfólk færi í buxur.“

Rafmagnið breytti miklu

Jólin voru mikil hátíð

„Auðvitað var alltaf farið í bað fyrir jólin en annars var ekki farið eins oft í bað þá, eins og fólk gerir í dag. Heima hjá okkur var lítið baðherbergi í Knarrarnesi, klósett og sturta kom seinna en fyrst var notast við kamar utandyra. Húsið var kynt með kolum og heita vatnið hitað í miðstöðvarkatli sem var sérstakur kútur. Það var alltaf hangikjöt á aðfangadag og

„Þegar rafmagnið kom í Knarrarnesi og jólatréð var skreytt með rafmagnsjólaseríu þá urðu jólin afslappaðri því þá þurfti ekki að vakta tréð lengur. Við vorum með aladdínlampa einnig sem lýsti mjög vel en það voru þessir lampar kallaðir. Við fórum alltaf í kirkju á jóladag, Kálfatjarnarkirkju. Þá fórum við saman, systkinin og mamma, og gengum meðfram sjónum og yfir tún hjá mönnum til að komast í kirkjuna. Maður fékk engar gjafir þannig nema frá foreldrum okkar. Það voru mest prjónaðir sokkar eða vettlingar, kerti og spilastokk en ekkert brjálæði eins og í dag.“

Sendum íbúum Grindavíkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár

Valgerður María Guðjónsdóttir, Grindavík:

Horfðum á öll leikföngin í búðarglugganum „Ég ólst upp í Reykjavík, fæddist árið 1928 og átti heima á Laugavegi 33A en þar leigðum við af móðurbróður mínum þrönga íbúð undir súð. Við vorum voða fátæk en samt var alltaf lagt mikið upp úr jólum. Ég var alltaf send í sveit á sumrin frá fjögurra ára aldri. Heima hjá okkur var rafmagn nýkomið og kalt vatn í krana. En til þess að fara á klósett þá þurftum við að fara út á Vatnsstíg, í kjallarann þar. Við vorum þrjú systkini.“

Við systurnar fengum saman þessa jólagjöf

„Það var mikil dótabúð á Laugavegi 25 sem Kristinn Einarsson átti ásamt danskri eiginkonu sinni. Þangað fórum við systurnar og horfðum á öll leikföngin sem stillt var út í glugga. Þetta voru allskonar mjög falleg leikföng, brúður og bílar. Ég man eftir grænu dúkkusófasetti sem var rosalega flott sem við systurnar fengum svo saman í jólagjöf. Ann-

ars fékk maður ekki margar jólagjafir, fékk bækur, man eftir að hafa fengið Rökkursögur á aðfangadag. Við vorum þvegin oft á ári og fengum alltaf ný föt sem mamma saumaði. Við vorum fljótlega með smíðað jólatré og vöfðum pappír á greinarnar. Aðfangadagur var heilagur og farið í kirkju á jóladag. Það var hangikjöt á jóladag en man ekki eftir kjöti á aðfangadag. Pabbi spásseraði alltaf með okkur niður á höfn þessa jóladaga.“

Nú er bara eitt blað til jóla • Næstu Víkurfréttir koma út 19. desember • Auglýsingasíminn er 421 0001


Birta, hlýja og gleði Rafmagnshitablásari 2Kw Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa

Rafmagnshitablásari 15Kw 3 fasa

18.590

29.990

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

14.590

Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa

8.390

Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa

6.790 Frábær birta

Olíufylltur rafmagnsofn 9 þilja 2000W

Vatnsþétt LED útiljós / bílskúrsljós 28W 60cm 56W 120cm

8.590

Rafmagnsþilofn

4.990

1.995

70W 150cm

2.790 5.490 6.490

Mikið úrval af rakavörðum fjöltengjum IP44 Verð frá kr.

15 metra rafmagnssnúra

Kapalkefli 15 metrar

3.690

2.995

25 metrar kr. 5.490 50 metrar kr. 9.990

Kapalkefli 10 metrar

Kapalkefli, rakavarið IP44 25 metrar

2.890

8.595

VÖNDUÐ GERVITRÉ MEÐ ÁSETTUM LED SERÍUM

Norsk eðalfura

Hálanda fura

180 cm með marglitum ljósum verð

180 cm með hvítum ljósum

9.995,-

5.997,-

Norsk fura 180 cm með hvítum ljósum

16.995,-

40%

19.995,-

11.997,-

10.197,-

afsláttur af jólatrjám meðan birgðir endast

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Reykjanesbær

1.690

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Mikið úrval

Jólaseríur á MURBÚÐARVERÐI

4 0 % afslát tur


14

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Sesselja Sigurðardóttir, Vogum Vatnsleysuströnd:

Kviknaði í trénu á jóladagskvöld Aðfangadagskvöld heilagt

„Ég bjó inn á Hellum Vatnsleysuströnd frá árinu 1954 þegar við hjónin flytjum hingað í Vogana árið 2007, ég og eiginmaður minn heitinn, Brynjólfur Gunnar Brynjólfsson. Við eignuðumst sjö börn en maðurinn minn vann hjá hernum og ÍAV. Ég var húsmóðir enda nóg að gera með stórt heimili. Sjálf er ég fædd árið 1929 og ólst upp á Akranesi en við vorum átta systkinin, einn bróðir og sjö systur. Ég man ágætlega eftir jólunum heima þegar ég var lítið barn en það var ekki til mikið af peningum. Pabbi minn var trésmiður og vann allt sem bauðst. Á vertíðum var hann landmaður við bát, vann í beitningu og flatti fisk, allt gert á höndum. Hann byggði heimili okkar, sem var járnklætt timburhús. Í húsinu var kalt rennandi vatn en heitt vatn kom seinna. Fyrst var kamar utandyra en svo kom klósett inni seinna. Ég var fyrsta barnið sem fæddist í húsinu sem pabbi byggði, allir fæddust heima á þeim tíma og þá kom ljósan og læknir ef einhverjir erfiðleikar voru.“

Mikið lagt upp úr hreinlæti

„Það var mikið lagt upp úr því að við værum hreinleg. Það var miklu meira mál að fara í heitt bað á þessum tíma en við vorum þvegin á eldhúsgólfinu í bala alveg fram til fimm, sex ára aldurs. Maður spáði ekkert í að það væri einhver fyrirhöfn að hita allt vatnið sem þurfti til að þvo okkur. Á þessum tíma sinnti móð-

irin húsmóðurstörfum, komst ekki yfir meira. Það þurfti til dæmis að handþvo allar bleyjur og allan annan þvott. Seinna kom þvottahús niðri og þá fékk móðir mín aðstoð þegar hún þvoði öll sængurfötin og fleira sem kallaðist stórþvottur. Taurullan var niðri og við vorum einnig látin hjálpa strax og við gátum.“

Sendum þér og þínum bestu óskir um

gleðileg jól

og farsæld á komandi ári

„Það var alltaf bakað fyrir jól, smákökur og tertur. Seinna vorum við látin hjálpa til við að baka. Á aðfangadagskvöld klæddu eldri systkinin þau yngri. Allir hjálpuðust að, eldri systur voru látnar sinna þeim yngri. Þá var venja að öll fjölskyldan færi í kirkju á aðfangadagskvöld klukkan 6. Heima hjá okkur var aldrei kvöldmatur á aðfangadagskvöld heldur fengum við eftir kirkju, nýbakað brauð með hangikjötsáleggi, heitt súkkulaði og smákökur. Þetta var mikil veisla og voða hátíðlegt. Það var ekki mikið um pakka en við fengum yfirleitt nýja flík sem mamma saumaði á okkur. Heima var stofan lokuð nema á hátíðarstundu, þegar eitthvað var um að vera. Á aðfangadagskvöld var stofan opnuð og þá vissum við að von var á pakka. Þegar ég var lítil þá fengum við spilastokk sem við máttum opna og leika okkur með en ekki spila spil því það var bannað á aðfangadagskvöld. Það var svo mikil jólahelgi yfir þessu kvöldi. Mikið held ég að mamma hafi verið þreytt að kvöldi aðfangadags. Seinna bjuggum við til jólaskraut, músastiga og þess háttar.“

Eldfimt jólatré

„Á heimili okkar var heimasmíðað jólatré með logandi kertum og pabbi bannaði okkur að skreyta tréð með bómul. Við skreyttum það með pappír. Eitt sinn á jóladagskvöldi kviknaði í jólatrénu. Við hrópuðum upp og pabbi kom stormandi inn, rauk til og vafði trénu strax inn í mottu og kæfði eldinn þannig. Hann fékk brunasár og við systkinin fengum samviskubit því við vorum helst að búa til skraut úr kreppappír sem var mjög eldfimur.“

Guðrún Lovísa Magnúsdóttir, Lúlla, Vogum Vatnsleysuströnd:

Jólaballið heima í stofu er eftirminnilegt „Ég fæddist árið 1922 á Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd, rétt hjá vitanum. Við vorum sjö systkinin. Þegar ég var tveggja ára fluttum við á Sjónarhól á Vatnsleysuströnd. Þetta var steypt hús sem stendur autt núna. Þegar við bjuggum þarna var ekkert rafmagn. Kamarinn var úti, gengum upp tröppur og þetta fór ofan í haughúsið þar sem það blandaðist úrganginum úr fjósinu. Ég man það var alltaf vindur á rassinn á kamrinum. Á bænum voru fimm kýr, fullt af kindum, hænsnin voru við hliðina á búrinu úti. Hundur og köttur voru einnig á bænum. Við sóttum vatn í brunn.“

Aðfangadagur var heilagur dagur

„Ábyggilega var okkur þvegið úr bala fyrir jólin og vatnið hitað áður. Þetta var mikil hátíð, sérstaklega nokkrum dögum eftir aðfangadag en þá fengum við að bjóða krökkum af næstu bæjum að koma heim til okkar að syngja og dansa í kringum jólatréð. Við vorum öll svo dugleg að syngja sálma. Fyrir jólin var alltaf eitthvað saumað á mig en það var frænka mín í Hafnarfirði sem sá um það. Ég man ekki eftir að við höfum

fengið jólagjafir heldur bara gott að borða, alltaf kjöt og heldur meira en á sunnudögum. Jólaballið í stofunni heima er mér minnisstæðast þegar krakkarnir komu. Við vorum með lítið gervitré sem stóð ofan á kassa. Kennarinn okkar kenndi okkur að búa til bréfpoka sem við hengdum á tréð. Aðfangadagur var heilagur dagur, við máttum ekki hreyfa okkur en við máttum syngja sálma. Þegar klukkan sló sex á aðfangadag þá byrjuðu jól. Við kveiktum á kertunum á trénu en jólagjafir voru ekkert atriði.“

Kaupfélagi Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um

gleðileg jól


Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári


16

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Sr. Björn Jónsson var kos­inn prest­ur í Kefla­vík árið 1952 og starfaði hér til árs­ins 1975. Hann var kos­inn prest­ur á Akra­nesi sama ár og starfaði þar til árs­ins 1997 þegar hann lét af embætti sök­um ald­urs. Sr. Björn lést rétt fyrir jólin árið 2011. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Sjöfn Pálfríður Jóns­dótt­ir, búsett á Akranesi.

Jólahugvekja frá árinu 1970

Hvernig jól ætlar þú að gefa barninu þínu?

H

efur þú hugleitt hvernig jól þú vilt gefa barninu þínu? Geturðu gert þér grein fyrir, hvað þér er minnisstæðast og dýrmætast frá þínum bernskujólum? Voru það jólagjafirnar, jólamaturinn, jólaskrautið eða þá fallegu jólafötin, sem þú klæddist á aðfangadagskvöldi? Auðvitað veit ég, að allt þetta, öll tilbreytnin, sem jólahátíðinni fylgdi, hafði sín áhrif. En samt var það eitthvað allt annað, sem orkaði sterkast á barnshugann. Þau jól, sem hægt var að kaupa fyrir peninga, gátu aldrei orðið það, sem mestu máli skipti. Öll hin ytri dýrð var aðeins, þegar bezt lét, fallegar og viðeigandi umbúðir um hina dýru perlu, sem gaf jólunum varanlegt gildi. Vel getur líka verið, að þín bernskujól hafi verið laus við allan þennan íburð, sem einkennir jólin okkar svo allt of mikið nú á tímum. En þrátt fyrir það lifðir þú nokkur, sem ekki verður með orðum lýst. Hjarta þitt var barmafullt af fögnuði, í sál þinni ríkti ósegjanlegur friður. Þú lifðir sanna helgistund. Þú fannst þig í nánd hins heilaga, himneska. Þú lifðir þetta í gleði þinni yfir fallega kertinu þínu, sem logaði og lýsti svo blítt og svo bjart, og svo glatt, að þú varzt sem umluktur ævintýraljóma. Það var sem hin ljúfa og milda birta lýsti þér inn í æðri veraldir, þar sem fegurðin og elskan fóru með óskipt völd. En fyrst og fremst lifðir þú þó helgina, af því að þú skynjaðir hina djúpu, einlægu og falslausu lotningu, sem hvíldi yfir svip foreldra þinna og hinna fullorðnu á heimilinu, þegar jólasálmurinn hljómaði sem hjartans lofgjörð allra þeirra, sem undir tóku, og jólaboðskapurinn var lesinn. Mér kemur í hug einn maður, sem nú er á miðjum aldri. Hann er einn hinna lánsömu, að eiga geymdar í minningunni himneska birtu frá bernskujólum sínum, þótt haldin væru þau í þröngum moldarkofa á nútíma mælikvarða. Hann finnur ennþá, hvernig sælutilfinningin læsti sig út í hverja taug, þegar sungið var: „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér.“ Í vitund hans varð þetta bókstaflega veruleiki. Baðstofan lága breyttist í bjartan og háan helgidóm.

Eitt aðfangadagskvöld er honum minnisstætt. Eftir að húslestri var lokið, gekk hann út á hlað. Hann langaði til að vera litla stund einn með hugsanir sínar, og e.t.v. ætlaði hann líka að þakka Guði fyrir jólin. Himininn var heiður og stjörnubjartur, og bragaði allur í norðurljósum. Harðfennið, sem þakti jörðina svo langt sem augað eygði, endurspeglaði dýrð himinsins á undursamlegan hátt. Þegar drengurinn kom inn aftur skömmu síðar, þá sagði hann við móður sína, himinsæll og glaður: „Mamma nú ljómaði dýrð Drottins í kringum mig.“

Móðirin sagði ekki neitt. Hún brosti bara, hlýtt og blíðlega. Hún þurfti ekkert að segja. Hún skildi drenginn sinn. Fyrir nokkrum árum flutti ég bæn við kistulagningu aldurhniginnar konu. Einn sona hennar, þjóðkunnur maður, var með lítið kerti, sem hann kveikti á. Og meðan á athöfninni stóð, horfði hann sífellt á litla ljósið. Á eftir spurði ég hann og sagði: „Ég var að kalla fram í hugann, og þakka fyrir það fegursta og bezta, sem hún móðir mín gaf mér, jólin, heima í litla bænum okkar.“ Þessi maður átti sömu reynsluna og Matthías, sem forðum lýsti svo fyrstu samfundum sínum við jólabarnið: „Leit ég hann fyrst í litlu kerti meinlaust barn við móðurkné; þá var Ijós, ljós, og ég lét mér nægja lítinn stúf, — því mér lýsti Guð.” Gæfusöm var þessi móðir, að hljóta slíkan vitnisburð við hin jarðnesku leiðarlok. Henni hafði auðnazt, eins og móðirin í Skógum í Þorskafirði, að opna börnum sínum hinn sanna helgidóm jólanna. Og þeir, sem þangað leggja leið sína, finna þar þá auðlegð, sem er öllum heimsins jólagjöfum æðri og meiri. Og nú spyr ég aftur: „Hvernig jól ætlar þú að gefa barninu þínu?“

Salbjörg Björnsdóttir:

Elskar jólaskraut og að skreyta fyrir jólin Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Love Actually er ein af uppáhalds jólamyndunum mínum. Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Ég sendi orðið örfá jólakort, svo sendi ég líka kveðju á Facebook. Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Það er alltaf skötuveisla hjá pabba á Þorláksmessu. Öll fjölskyldan hittist alltaf á aðfangadagskvöld og við fáum okkur heitt súkkulaði, mömmutertu og randalínu. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ég man alltaf eftir því þegar að ég fékk dúkku í jólagjöf frá mömmu og pabba þegar að ég var lítil sem ég var mjög ánægð með, og á hana enn. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Það sem er eftirminnilegast hjá mér á jólunum frá yngri árum,

Séra Björn Jónsson.

NÝTT Í SÖLU

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 KOMIÐ Í SÖLU

Stuðlaberg býður í jólakaffi að Hafnargötu 20, föstudaginn 13. desember frá klukkan 16.30-17.00 og laugardaginn 14. desember frá klukkan 12.00-13.00, þar sem Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ verður kynnt. Hægt verður að bóka skoðanir í framhaldinu fyrir áhugsama kaupendur.

Verð frá 29,9 mkr.

Nánari upplýsingar á studlaberg.is eða í síma 420 4000

VELKOMIN Í JÓLAKAFFI Á SKRIFSTOFU STUÐLABERGS

var þegar að það var jólaboð í fjölskyldunni og þá var alltaf spilað. Hvað er í matinn á aðfangadag? Önd og hamborgarhryggur, með meðlæti eins og Waldorfssalati og brúnuðum kartöflum. Og svo er risalamande í eftirrétt. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Í ár verður það þegar að dóttir mín og fjölskylda koma í heimsókn frá Danmörku til að vera með okkur um jólin. Þá mega jólin byrja því þá er öll fjölskyldan samankomin. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Já, en bara ef ég fengi alla fjölskylduna til að fara með mér. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Ég myndi segja að allt jólaskrautið mitt væri í uppáhaldi, ég elska jólaskraut og að skreyta fyrir jólin. Hvernig verð þú jóladegi? Hef það notalegt í faðmi fjölskyldunnar.


Gleðileg jól, þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og

Gleðilegt nýtt ár

Holtsgötu 56, 260 Reykjanesbæ // 421 2000


18

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Þrír sönghópar sameinuðust á tónleikum Hátíð í bæ, hinir árlegu aðventutónleikar Sönghóps Suðurnesja, voru haldnir í Stapanum í Hljómahöll í síðustu viku. Stjórnandi sönghóps Suðurnesja er Magnús Kjartansson. Sérstakir gestir Sönghóps Suðurnesja voru Kvennakór Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar.

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Sönghópur Suðurnesja hóf tónleikana og flutti nokkur lög. Í kjölfarið komu svo Kvennakór Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar á svið. Kórarnir sungu fyrst einir en sameinuðust svo í lokin í samsöng á hátíðlegum nótum. Ljósmyndari VF var á tónleikunum og tók meðfylgjandi myndir.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

19

„Konan við hafið“ minnisvarði um merka konu Konan við hafið - Ljósmyndabók -

Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst hefur gefið út ljósmyndabókina Konan við hafið. Bókin kom út 18. nóvember 2019 þegar 125 ár voru liðin frá fæðingardegi Unu Guðmundsdóttur.

Una Guðmundsdóttir í Sjólyst í Garði og samferðafólk í máli og myndum

Guðmundur Magnússon kvikmyndagerðarmaður sá um efnisöflun og hafði umsjón með útgáfunni. Svavar Ellertsson annaðist umbrot og Stapaprent sá um prentun, en Oddi sá um bókbandið. Bókin hefur að geyma fjölda ljósmynda af Unu Guðmundsdóttur og samferðarfólki hennar. Einnig eru í bókinni brot úr viðtölum sem Guðmundur Magnússon hefur tekið við fólk sem þekkti Unu. Frásagnir af Unu eftir Ævar R. Kvaran og Guðmund A. Finnbogason gefa bókinni mikið gildi, auk minningarorða sem séra Guðmundur Guðmundsson flutti þegar hann jarðsöng Stefaníu fósturdóttir Unu í ágúst 1953 og minningarorð hans um Unu sem hann jarðsöng í október 1978 Stjórn Hollvina Unu Guðundsdóttur telur bókina góðan minnisvarða um þessa merku konu. Bókin kostar 4000 krónur. Hafa má samband við Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur formann Hollvinafélags Unu í síma 8663998 og Kristjönu H. Kjartansdóttur gjaldkera í síma 8645250.

Ásbjörn Jónsson bæjarlögmaður látinn

Konan við hafið Ljósmyndabók Una Guðmundsdóttir í Sjólyst í Garði og samferðafólk í máli og myndum

Ásbjörn Jónsson, bæjarlögmaður Reykjanesbæjar, lést þriðjudaginn 3. desember sl. 60 ára að aldri. Ásbjörn starfaði hjá Reykjanesbæ frá 2015, fyrst sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og síðar sem bæjarlögmaður til æviloka. Ásbjörn lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1978. Hann lauk cand.jur prófi með 1. einkunn frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1984. Ásbjörn öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1984 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2011. Þá hafði hann réttindi sem löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali á árunum 1987-2008. Ásbjörn starfaði allan starfsferil sinn sem lögmaður á Suðurnesjum. Hann starfaði sem fulltrúi og síðar eigandi Lögfræðistofu Suðurnesja árin 1984-2015 og frá árinu 2015 og allt til æviloka starfaði hann hjá Reykjanesbæ, fyrst sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og síðar sem bæjarlögmaður. Ásbjörn var lykilmaður í endurskipulagningu á fjármálum Reykjanesbæjar og kom að öllum mikilvægum ákvörðunum sem teknar voru í viðræðum

Reykjanesbæjar við kröfuhafa. Þá var Ásbjörn mikilvægur þátttakandi í endurskoðun á skipulagi í stjórnsýslu Reykjanesbæjar og við mótum framtíðarstefnu sveitarfélagsins. Auk lögfræðistarfa gegndi Ásbjörn margs konar trúnaðarstörfum, m.a. fyrir Þjóðkirkju Íslands. Hann var kjörinn á Kirkjuþing árið 2006 þar sem hann var m.a. í forsætisnefnd árin 2006-2010. Þá sat hann í Kirkjuráði árin 2010-2015. Ásbjörn var í stjórn Héraðssjóðs Kjalarnesprófastsdæmis árin 1998-2015. Hann sat í sóknarnefnd Útskálasóknar á árunum 1992-2012 og gegndi að auki margs konar trúnaðarstörfum fyrir Sveitarfélagið Garð. Ásbjörn var virkur í starfi Rótarýklúbbs Keflavíkur um árabil. Hann var dómari við knattspyrnudómstól KSÍ um árabil og var um tíma prófdómari við lagadeild Háskólans á Bifröst. Eftirlifandi eiginkona Ásbjörns er Auður Vilhelmsdóttir. Dætur þeirra eru Björg, Birna og Bergrún. Útför Ásbjörns verður gerð frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. desember nk. kl. 13:00.

Fjölskyldu- og aðventuhátíð á sunnudag

Hlökkum

ingar. n m m e t s u t n ttrar aðve é l r u k k o ð e og njóta m r u k k y já s ð a til

Marína Ósk Þórólfsdóttir og Már Gunnarsson verða með tónlistaratriði Jólasveinn mætir á svæðið með glaðning handa börnunum

Njarðarbraut 15, 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000 www.ksteinarsson.is


20

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

í Garðinum JÓNATAN INGIMARSSON OG ERLA VIGDÍS ÓSKARSDÓTTIR ERU SANNKÖLLUÐ JÓLABÖRN Jólaævintýri Jónatans Ingimarssonar og Erlu Vigdísar Óskarsdóttur hófst fyrir næstum áratug síðan þegar þau ákváðu að rugla saman reitum og Erla flutti í Garðinn. Þau hafa nú búið sér fallegt heimili í Litla Garðshorni að Gaukstaðavegi 2 í Garði. Þar var Jónatan áður með netagerð og seglasaum. Litla Garðshorn er hins vegar víðförult hús. Það stóð fyrst á mótum Vallargötu og Aðalgötu í Keflavík áður en það var flutt að Bala á Stafnesi. Þaðan var húsið svo flutt að Gaukstaðavegi í Garði þar sem unnið hefur verið að endurbyggingu hússins í sem upprunalegastri mynd. Jónatan segir að húsið hafi verið í hans ætt, Garðshorns-ættinni. Við endurbygginguna hefur Jónatan þó gert ráð fyrir öllu jólaskrautinu og rafmagnsinnstungum hefur verið fjölgað umtalsvert þannig að seríur og rafknúið skraut á nú allt sínar innstungur í stað þess að fjöltengi séu um öll gólf. Hófst allt með skrauti í eina eða tvær hillur „Þetta hófst allt með því að við fórum að safna jólaskrauti á eina eða tvær hillur sem við höfðum lausar og síðan hefur þetta þróast og vaxið,“ segir Jónatan. Hann segir að þau Erla fái mikið af sínu jólaskrauti í Kompunni í Keflavík og í Góða hirðinum í Reykjavík og einnig á fleiri stöðum. „Ætli jólaskrautið okkar sé ekki svona 90% endurunnið,“ segir hann en mikið af því skrauti sem þau hafi safnað hefur þurft smá ást og umhyggju. Þannig hefur Jónatan lagað spiladósir og fengið rafknúið skraut til að virka á ný. Erla Vigdís segist alltaf hafa verið mikil jólastelpa og hafi komið með talsvert af jólaskrauti í búið. Þau eru reyndar sammála um að þau séu bæði mikil jólabörn. Það fer ekki á milli mála þegar heimilið er skoðað.

Óteljandi munir? Litla Garðshorn er yfir 100 ára gamalt hús og skrautið á vel við í svona gömlu húsi. Munirnir eru margir. Það hefur verið giskað á að skrautmunirnir séu á milli fimm- og sexhundruð. „Það er eiginlega ekki vitið hversu margir hlutir þetta eru. Þegar barnabörnin hafa komið hingað þá hafa þau reynt að telja og komist upp í rúmlega 300 hluti en þá gefist upp og mikið eftir. Ætli þetta verði nokkuð talið,“ segir Jónatan og Erla bætir við: „Það tekur mjög langan tíma að setja þetta upp og ennþá lengri tíma að ganga frá því“. – Eruð þið með einhverja aðferð við að skreyta. Fara munirnir alltaf á sama stað?

„Nei, það er alveg vonlaust. Það er ekki hægt. Það er ný útgáfa fyrir hver jól,“ segir Erla en bætir því við að jólatrén fái alltaf að standa á sama stað. – Þið skreytið ekki bara inni? „Það eru einhverjir jólasveinar og fígúrur úti og svo erum við með tröll í glugga. Hérna inni tökum við niður muni og skiptum þeim út fyrir jólaskreytingar“. – Svo þegar jólin eru búin, þá þarf að pakka þessu öllu niður og setja í geymslu. Þetta tekur örugglega talsvert pláss? „Já, við erum með gott geymsluloft hér uppi og skrautið tekur mikið pláss og er í mörgum kössum,“ segir Jónatan. – Endar þetta ekki bara með því að þið hafið opið jólahús allan ársins hring?

Reglan um kaupstopp brotin um leið - Finnst ykkur eitthvað vanta? „Já, það vantar alltaf eitthvað,“ segir Jónatan og Erla hlær en þegar hún var nýbúin að setja sér reglu um að kaupa ekki meira jólaskraut sá hún fallega upplýsta bamba í Reykjavík sem hún varð að eignast. Þeir standa nú utan við Litla Garðshorn og eru mikil prýði. Sama dag og blaðamaður Víkur­ frétta heimsótti þau í Garðinn þá viðurkenndu þau einnig að hafa aftur fallið á jólaskrautsbanninu og keypt meira skraut í safnið.

– Þetta er greinilega fíkn. „Já, en þetta er ekkert slæm fíkn,“ segir Erla og Jónatan bætir við: „Það er einhver spilling í gangi hjá okkur“.

Vantar nokkra íslenska jólasveina Talandi um að eitthvað vanti í safnið, þá eru þau að safna íslensku jólasveinunum og ennþá vantar nokkra í það safn. Þau hafa reyndar verið að fá jólaskraut í pakka um jólin frá börnunum sínum. Þá hefur Erla ekki keypt jólapappír í fimm ár en hún saumar fallega jólapoka utanu m allar jólagjafir sem þau gefa. – Á þettándanum, þegar jólin eru búin, er þá bara slökkt og öllu pakkað niður? „Við slökkvum ljósin þá en pökkum þessu bara niður í rólegheitum. Það getur tekið alveg tvær vikur að taka niður allt skrautið og koma því í geymslukassa upp á loft,“ segja þau Erla og Jónatan að endingu.

Í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta er innlit á jólaheimilið í Garðinum þar sem áhorfendur geta fengið að upplifa jólastemmninguna í Litla Garðshorni.

VIÐTAL

– Hvernig jólaskraut er þetta sem þið safnið? „Þetta er bara allskonar. Mikið af jólasveinum og svo erum við með

jólaland sem við erum mjög ánægð með. Það er jólalandið okkar,“ segir Erla.

„Aaaahhhh..., það er ekki gott. Það væri allt of mikið,“ segir Erla og hlær. „Það er viss spenna að fara í það að taka upp dótið og skreyta“. Aðspurð segjast þau helst vilja vera búin að skreyta fyrir 1. desember. Þau byrja í rólegheitum en svo er ekki kveikt fyrr en allt er komið. Erla og Jónatan hafa gaman af því að ferðast og fara mikið um landið á húsbílnum sínum. Þau eru alltaf vakandi fyrir því hvort þau sjái skraut sem þau langar að eignast. Þau hafa samt talað um að nú sé að verða komið nóg en þrátt fyrir það láta þau ennþá undan freistingum.

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

21


Jólin heima í Póllandi 22

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Aneta Grabowska er vinsæll Zumbakennari á Suðurnesjum en hún er fædd árið 1983 og flutti til Íslands fyrir tíu árum. Hún kom þá hingað fyrst í sumarfrí og kynntist íslenskum eiginmanni sínum, Helga Steinarssyni, og eiga þau saman einn son en fyrir átti Aneta eina dóttur sem nú er fimmtán ára. Aneta Grabowska hefur verið í líkamsrækt síðan hún man eftir sér. Hún byrjaði á að kenna þolfimi hér og Tapata en svo fannst henni Zumba svo skemmtilegt að hún ákvað að fá sér Zumbadanskennararéttindi í Englandi. Í dag er Zumbakennsla aðalstarfið hennar.

Hjónin Aneta Grabowska og Helgi Steinarsson ásamt börnum sínum, Wiktoria Nikola og Alex. Alltof mikið af jólagjöfum á Íslandi

„Ég kom hingað í sumarfrí og fannst Ísland svo fallegt land. Ég kynntist manninum mínum sem er íslenskur og ég hef kynnst íslenskum jólum en í ár ætlum við í fyrsta sinn að vera í Póllandi yfir jól með mömmu minni og móðursystur. Það verður gaman að fara þangað með fjölskylduna mína. Jólin í Póllandi ganga ekki svona mikið út á gjafir eins og hér á Íslandi. Mér finnst fólk kaupa allt of mikið fyrir jól, finnst þér það ekki líka?“ spyr hún blaðakonu sem verður kjaftstopp því henni finnst svo gaman að gleðja marga á jólum með jólagjöfum.

Hvernig halda Pólverjar jól? „Við erum kaþólsk og mér finnst gott að fara í kirkju til að hugsa og eiga kyrrðarstund. Það er hefð á aðfangadag í Póllandi að við borðum ekkert kjöt fyrir miðnætti en þá förum við í kirkju og svo þegar við komum heim er vín og kjöt á veisluborðinu. Annars er margra daga undirbúningur fyrir matinn á aðfangadag, 24. desember. Við systurnar hjálpuðum mömmu í eldhúsinu og ein okkar fór með pabba út í skóg að höggva tré sem við skreyttum heima í stofu. Það eru útbúnir tólf hefðbundnir réttir, allt grænmeti eða fiskur, rauðrófusúpa, súrkál og dumplings, sem er eins og fyllt pasta. Það eru líka alls konar kökur og múss. Sett eru allskonar poppífræ í kökur. Mest áríðandi er lítil athöfn á aðfangadag, áður en við borðum saman kvöldmat, en þá stendur sá elsti upp við borðið, pabbi heima hjá okkur, og gefur öllum bita af einu brauði, nokkurs konar oblátu eins og í altarisgöngu. Mamma fékk helminginn en við fengum bita og svo óskum við okkur inn í næsta ár, það sem við viljum láta rætast. Eftir kvöldmat eru jólagjafir opnaðar en pakkarnir undir jólatrénu eru allir merktir frá jólasveininum, sem er í rauðum fötum eins og ameríski Coca Cola-jólasveinninn. Við veisluborðið á aðfangadag er hafður einn aukadiskur og aukastóll fyrir einhvern sem á bágt, einhvern heimilislausan sem fær hvergi að borða þetta kvöld. Þetta er táknrænn aukadiskur. Jólin hjá okkur er meira um tilfinningar og gleði en páskar eru þó miklu stærri hátíð hjá kaþólikkum,“ segir hún.

Ég lærði að tala íslensku og á eftir að læra meira í málfræði svo ég tali vel. Ég er alltaf að segja það við Pólverja, sem ætla að búa á Íslandi, að þau verði að læra að tala íslensku því þá gengur allt miklu betur ...

og slátur, það borða ég ekki. Ég borða heldur ekki pulsur,“ segir hún og bætir við þegar rætt er um hvernig Íslendingar halda jól: „Mér finnst gaman að gefa en mig vantar ekki fleiri hluti. Jólin á Íslandi snúast of mikið, finnst mér, um dýrar gjafir, tölvur og síma og svona. Mér finnst það óþarfi. Okkur vantar ekki fleiri hluti, við eigum frekar að muna eftir þeim sem eru einmana á jólum og þurfa félagsskap á aðfangadag. Þau eiga ekki að vera ein á jólum. Mér finnst íslensk jól frábær, mikil gleði. Þó að mér finnist lífið rólegt og gott vanalega á Íslandi þá eru jólin dálítið brjáluð vegna gjafanna sem fólk er að kaupa til klukkan ellefu

á Þorláksmessukvöld. Þetta skapar bara stress. Það eru skemmtilegar jólasögurnar í kringum íslensk jól eins og Grýla og Leppalúði og þrettán jólasveinar. Sagan í kringum jólaköttinn er líka sniðug. Jólasveinninn minn gefur einfaldar gjafir, má ekki vera of dýrt, það má til dæmis gefa mandarínu. Heima hjá okkur á aðfangadagskvöld, eftir að við erum búin að borða saman, þá setjast allir við jólatréð og einn pakki er opnaður í einu. Á meðan bíða hinir og fylgjast með. Mig langar að óska öllum gleðilegra jóla og bið fólk að hugsa vel um líkama sinn á næsta ári og alltaf, því líkaminn þarf að endast okkur alla ævi.“

Hvað finnst þér um íslensk jól? „Mér finnst miklu léttara jólahaldið hér á Íslandi vegna þess að þið eruð yfirleitt bara með þriggja rétta máltíð. Það er létt að útbúa svona fáa rétti. Við erum með kalkún á aðfangadag heima hjá okkur og svo er ég með marengstertu og franska súkkulaðitertu í eftirrétt. Ég borða hangikjöt og allt íslenskt en ekki skötu

Segir samlöndum að læra íslensku

Aneta talar nokkuð góða íslensku og segir nauðsynlegt að læra íslensku fyrir þá sem vilja búa á Íslandi, annars verður maður alltaf eins og gestur í landinu. „Ég lærði að tala íslensku og á eftir að læra meira í málfræði svo ég tali vel. Ég er alltaf að segja það við Pólverja, sem ætla að búa á Íslandi, að þau verði að læra að tala íslensku því þá gengur allt miklu betur, maður fær betri vinnu og betra að ná sambandi við Íslendinga. Annars verður maður alltaf gestur hér. Ég á íslenskan mann og margar íslenskar vinkonur, börnin mín tala íslensku og líka pólsku og ensku. Ég er farin að hugsa á íslensku því ég er svo mikið með Íslendingum og kenni Íslendingum Zumba. Nauðsynlegt að kunna að tala íslensku,“ segir Aneta með áherslu. Næst spinnast umræður um íslenska málfræði sem hægt er að þjálfa sig betur í með lestri íslenskra bóka. Aneta segist ætla að skoða það. Hvaðan ertu í Póllandi? „Við áttum heima 200 km frá Gdansk, í litlum bæ eins og Reykjanesbæ. Við erum þrjár systurnar. Mamma mín var húsmóðir og pabbi trésmiður þegar ég var að alast upp. Í dag eru mamma mín og systir flutt í Reykjanesbæ og það er voða gott að hafa hluta af fjölskyldunni hér hjá mér en foreldrar mínir skildu fyrir nokkrum árum. Við förum oft í heimsókn til Póllands en ég hef ekki farið á jólum síðan ég flutti hingað,“ segir Aneta greinilega spennt fyrir ferðalaginu heim í gamla landið sitt um jólin.

Ég borða hangikjöt og allt íslenskt en ekki skötu og slátur, það borða ég ekki ...

Aneta ásamt systrum og móður. Frá vinstri: Gosia Bozena, Aneta, Anna Monika og Josefa.

Aneta gefur lesendum uppskrift að frönsku súkkulaðikökunni sem hún er með á aðfangadag. Frönsk súkkulaðikaka með karamellukremi Botn: 200 g sykur 4 egg 200 g suðusúkkulaði 200 g smjör 1 dl hveiti

Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Þeytið sykur og egg saman þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Blandið hveitinu saman við eggjablönduna, sumir vilja sleppa hveitinu en þá verður kakan sérstaklega blaut. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lokin. Smyrjið bökunarfom eða setjið (eins og mér þykir best) bökunarpappír í botninn á forminu og hellið deiginu í formið. Bakið kökuna í 30 mínútur.

Karamellukrem

150 g suðusúkkulaði 70 g smjör 2–3 msk síróp Aðferð – krem: Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

23

Jólastemmning hjá Sossu

Fjölmargir lögðu leið sína á jólasýningu Sossu á vinnustofu hennar við Mánagötu í Keflavík aðra helgina á aðventu. Sossa, sem er einn þekktasti myndlistarmaður Suðurnesja, sýndi þar nýjar myndir að vanda en bauð líka upp á skemmtiatriði eins og undanfarin ár. „Það er orðin hefð að vera með jólasýningu. Hingað koma margir vinir okkar en líka nýtt fólk. Þetta er orðin hefð fyrir jólin,“ sagði Sossa sem sýndi nýtt fólk og liti í myndunum sínum. Anton Helgi Jónsson hefur undanfarin ár lesið ljóð á sýningum Sossu og það gerði hann líka núna. Hluti hljóm-

sveitarinnar Klassart tók nokkur lög og Fríða María söngkona sagði að það væri væntanleg ný plata hjá henni fljótlega eftir áramótin. Það er líka hefð hjá Víkurfréttum að kíkja við á jólasýningu Sossu og myndir með fréttinni voru teknar þar.

Gleðilega

hátíð

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

www.skolamatur.is

Hollt, ferskt og eldað frá grunni


24

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Slökkviliðið heimsótti þriðja bekk Njarðvíkurskóla Í tilefni af árlegu eldvarnarátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna heimsótti slökkviliðið 3. bekk Njarðvíkurskóla. Sýnd var ný teiknimynd sem fjallar um baráttu slökkviálfanna Loga og Glóðar við Brennu-Varg. Myndin byggir á fræðsluefni sem notað hefur verið í eldvarnarátakinu undanfarin ár. Einnig fengu börnin afhenta handbók um eldvarnir heimilisins og fleira fræðsluefni. Farið er yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu. Reynslan sýnir að þessir fræðslufundir með börnunum eru mjög áhrifarík leið til að fá þau og foreldra þeirra til að efla eldvarnir heima fyrir. Að lokinni fræðslu í skólastofunni fóru nemendur út þar sem þau fengu að prufa að halda á brunaslöngu. Eins og meðfylgjandi myndir sýna gætu slökkviliðsmenn framtíðar leynst innan veggja Njarðvíkurskóla.

Vilhjálmur Árnason:

Jólakveðjurnar í útvarpinu eru nauðsynlegar Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Fjölskyldan horfir alltaf saman á myndina Christmas Vacation á aðventunni. Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Þegar strákarnir okkar þrír voru enn yngri vorum við dugleg að senda jólakort með myndum af þeim, en höfum ekki gert það síðastliðin jól. Jólakortin eru hátíðleg og hafa alltaf verið stór þáttur í jólahaldinu, sérstaklega að setjast saman á jóladag og lesa kortin. Maður sendir jólakveðju á aðfangadag á Facebook en það kemur ekkert í staðinn fyrir jólakortin. Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Í grunninn er ég það já. Hefðir eru það sem einkennir jólin og gerir þau hátíðleg finnst mér. Hef samt verið opinn fyrir breytingum eftir að ég flaug á brott úr foreldrahúsum og stofnaði mína eigin fjölskyldu. Nýjar venjur eru að festast í sessi ef svo má segja. Ein venjan sem ég held fast í er að eiga til mikið af graflax og graflax sósu til að borða á milli jóla og nýárs. Jólakveðjurnar í útvarpinu á Þorláksmessu eru nauðsynlegar og hlustum við alltaf á þær á meðan við erum að leggja lokahönd á jólaundirbúninginn. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Maður hefur fengið margar fallegar og góðar jólagjafir. Ein þeirra er alltaf minnisstæðust og tengist það jólahefðunum. Eitt af því sem einkennir jólin og hefur gert lengi eru gömlu góðu Mackintosh Quality Street nammimolarnir. Nema eitt árið gleymdist það í jólainnkaupunum hjá mömmu og pabba og fattaðist ekki fyrr en seint á aðfangadag með tilheyrandi svekkelsi. Það varði ekki

lengi þar sem systir hans pabba hafði fyllt jólagjöfina okkar bræðra af Mackintosh og málið leyst. Ég man nú samt ekkert hvað annað var í þeim jólapakka. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Eftirminnilegast eru eftirréttarboðin heima hjá ömmu og afa á aðfangadagskvöld. Þangað fórum við eftir að pakkarnir höfðu verið opnaðir og hittum stórfjölskylduna, borðuðum risavaxinn og sérútbúinn eftirrétt, svo var spilað og hlegið langt fram á jólanótt. Hvað er í matinn á aðfangadag? Ég held að ég hafi alltaf fengið lambakjöt á jólunum, þá oftast lambahrygg. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar jólaljósin eru komin upp og lýsa upp heimilið í myrkrinu. Fátt betra en að fara sofa við birtuna af jólaljósunum. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Ég hugsa að ég gæti alveg fallist á að prófa það ein jól en er mun spenntari fyrir að fara til útlanda strax eftir aðfangadag og vera fram yfir áramótin. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Ég held mikið upp á ljósajólasvein sem Árni Jóns, vinur hans pabba, gaf mér ein jólin. Ég hélt mikið upp á Árna en hann lést langt um aldur fram. Hvernig verð þú jóladegi? Í náttfötum og rólegheitum heima, lesum jólakortin, skoðum bækur, púslum og setjum saman jólagjafir strákanna ef svo ber undir. Svo förum við fjölskyldan alltaf í hangikjötsveislu hjá mágkonu minni og fjölskyldu hennar um kvöldið.

Vilhjálmur ásamt fjölskyldu sinni.


UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

25

KEILIR MEÐ KOLLHÚFU

Launhækkun til sviðsstjóra Reykjanesbæjar Ósannindi formanns bæjarráðs Á síðasta bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar voru bornar upp á mig rangar sakir af forseta bæjarráðs. Málið varðar launahækkun til sviðstjóra upp á 122 þúsund á mánuði. Mál sem hefur verið gagnrýnt harðlega af bæjarfulltrúa Miðflokksins, verkalýðshreyfingunni ofl. Skal engan undra. Þessar launahækkanir eru alls ekki í takt við það sem er að gerast í samfélaginu og það veit meirihluti; Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar. Á fundi bæjarstjórnar var sagt að ég hafi samþykkt þessar hækkanir í bæjarráði. Það eru hrein ósannindi og það er staðfest í fundagerð. Undir liðnum kjaramál var formanni bæjarráðs falið að vinna málið áfram í tengslum við almenna kjarasamninga. Það var mín afstaða að ekki yrði farið fram úr lífskjarasamningum. Síðan er greinilegt að formaður bæjarráðs vann málið áfram án aðkomu ann-

magasín SUÐURNESJA

Lítið sætt fyrirtæki á Suðurnesjum

Gallerí Skart Valbraut 7, Garði Erum með fallegar gjafavörur. Á góðu verði fyrir þig.

arra verkalýðsfélaga og á skjön við lífskjarasamninginn. Á bæjarstjórnarfundi samþykkti ég fundargerð bæjarráðs, þar var kjaramálinu frestað. Ég hef því aldrei skrifað undir hækkun til sviðsstjóra. Bæjarfulltrúi Miðflokksins, Margrét Þórarinsdóttir flutti breytingartillögu við fjárhagsáætlunina um að afturkalla launahækkun til sviðsstjóra. Meirihlutinn; Framsókn, Samfylking og Bein leið felldu tillöguna. Við þetta má síðan bæta að ég bókaði á bæjarstjórnarfundi furðu mína á miklum kostnaðarhækkunum til stjórnsýslusviðs bæjarins. Ég vísa hreinum ósannindum meirihlutans í minn garð til föðurhúsanna og vænti þess að ég verði beðinn afsökunar af formanni bæjarráðs. Góðar stundir. Gunnar Felix Rúnarsson, varabæjarfulltrúi Miðflokksins.

Full búð af flottum jólafötum munið gjafabréfin vinsælu tilvalin í jólapakkann

ÍBÚAFUND U R

U M NÝ TT A Ð A L SKIPULAG Fimmtudagskvöldið 12. desember verður opin kynning á tillögum sem komust áfram í hugmyndasamkeppni um nýtt aðalskipulag Suðurnesjabæjar. Dómnefnd valdi nýlega tillögur frá þremur teymum til áframhaldandi þátttöku. Fulltrúar frá þeim þremur teymum sem komust áfram munu kynna tillögur sínar í upphafi fundarins og að því loknu gefst íbúum tækifæri til að ræða við höfundana og gefa skriflegt álit sitt á tillögunum í formi gulra límmiða sem safnað verður saman. Athugasemdir verða nýttar í framhaldinu til að velja það teymi sem mun vinna nýtt aðalskipulag í samstarfi við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Íbúafundurinn verður í aðalsalnum í Vörðunni, Sandgerði og hefst hann stundvíslega kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30 og þá gefst tækifæri til að skoða veggspjöld með tillögunum þremur auk þess sem heitt verður á könnunni. Um er að ræða fyrsta sameiginlega aðalskipulag Suðurnesjabæjar.

Við hvetjum íbúa Suðurnesjabæjar til að mæta og segja álit sitt á framtíðinni. Skartgripir, saltkristalslampar, ilmolíulampar og reykelsi.

MIKIÐ ÚRVAL Hlökkum til að sjá ykkur!

Kveðja Villa og Binni Sími 8652818 og opið frá 16 til 21 í desember eftir samkomulagi. Erum líka í Mjódd og Kolaportinu í Reykjavík.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar


26

FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Vill að lækkun sviðsstjóra verði dregin til baka

– gerði ekki athugasemd í bæjarráði

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 3. desember um að 8,9% launahækkun til sviðsstjóra yrði dregin til baka. Tillagan var fell af meirihlutanum sem benti á að hún hafi ekki gert athugasemd í umræðum um málið við sviðsstjóra. „Mig setti hljóða þegar ég fór að rýna fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2020 og sá allan þennan kostnaðarauka við stjórnsýslusviðið. Hækkunin er upp á rúmar 40 milljónir á milli ára. Það sem kom mér mest á óvart var að laun sviðsstjóra voru hækkuð um 8,9% eða 122.000 þúsund krónur og eru orðin 1.420.000 krónur á mánuði. Finnst meirihlutanum eðlilegt að hækka laun þeirra með einu pennastriki. Þvílíkt dómgreindarleysi og þessi ákvörðun er algerlega úr takti við samninga á almennum vinnumarkaði. Ég tel þessar hækkanir hafa verið brot á yfirlýsingu sem Samband íslenskra sveitarfélaga gaf út í tengslum við lífskjarasamninginn í vor en þar er meðal annars talað um verðstöðugleika, að hækka ekki gjaldskrár og að laun hækki ekki umfram 3,8%. Ekki má gleyma að víða eru samningar lausir við viðsemjendur Reykjanesbæjar. Væri ekki nær að meirihlutinn semji strax við starfsfólk sitt og hækka alla um 8,9 %? Ég bara spyr? Samningarnir hafa verið lausir

í rúmlega 250 daga. Þurfti virkilega að hækka þessa embættismenn? Ég velti fyrir mér hvort að sviðsstjórarnir sem eru nýbyrjaðir að vinna hjá stjórnsýslunni hafi ekki samþykkt þau laun sem um var rætt þegar þeir voru ráðir. Eða var búið að lofa þeim hækkun strax? Tveir sviðsstjórar eru nýbyrjaðir, annar er búinn að starfa í einn og hálfan mánuð og hinn í 3 mánuði. Jú, umbunum þeim fyrir vel unnin störf og hækkum laun þeirra um 8,9%. Við stöndum frammi fyrir auknu atvinnuleysi hér á svæðinu sem hefur í för með sér minni útsvarstekjur. Gerir meirihlutinn sér ekki grein fyrir því? Meðan við erum undir Eftirlitsnefnd um fjármálum sveitarfélaga þá er embættisbáknið aukið með tilheyrandi kostnaði þrátt fyrir að rafræna eigi stjórnsýsluna. Þetta er alveg með ólíkindum og við íbúar Reykjanesbæjar eigum að sætta okkur við álögur sem eru í hæstu hæðum og eru að sliga íbúana. Mér hefur verið tíðrætt um systk-

inaafslátt af skólamat og hef komið með nokkrar tillögur varðandi útfærslur á þeirri hugmynd þar sem það þótti of dýrt að veita gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Öllum hugmyndum mínum í þá veru hefur alfarið verið hafnað. Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að þriðja og fjórða barn fái gjaldfrjálsar skólamáltíðir og því ber að fagna. Við eigum að gera betur. Að veita barni tvö 50% afslátt af skólamat þá yrði kostnaðurinn um 23,5 milljónir á ári og fengju 1.229 börn afslátt af 2.164 börnum. Ef veittur yrði 25% afsláttur af barni tvö þá yrði kostnaðurinn 11,7 milljónir á ársgrundvelli. Væri ekki nær að lofa barnafjölskyldum að njóta 25% afsláttar af skólamat í stað þess að eyða 10 milljónum í hækkun á launum sviðsstjóra á ársgrundvelli sem er þvert á lífskjarasamningana. Ætlar meirihlutinn virkilega að hundsa hörð viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar. Hefur meirihlutinn engar áhyggjur af því að samningar eru t.d. lausir hjá 260 félagsmönnum VSFK.

Ég kem því hér með þá tillögu að bæjarstjórn samþykki að dregnar verið til baka þær launahækkanir til sviðsstjóra um 8.9% eða um 122.000 krónur á mánuði.“ Margrét Þórarinsdóttir, Miðflokki. Til máls tóku Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Friðjón Einarsson, Baldur Þ. Guðmundsson, Margrét Þórarinsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Forseti bar upp tillögu Margrétar Þórarinsdóttur og var hún felld með 6 atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn 5 atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Frjáls afls. Til máls tók Friðjón Einarsson (S) og lagði fram eftirfarandi bókun: „Vegna tillögu bæjarfulltrúa Miðflokksins sem nú hefur verið felld vill meirihluti Beinnar leiðar, Framsóknarflokks og Samfylkingar taka fram: Þessi breyting er ekki framkomin að frumkvæði meirihlutans heldur vegna beiðni viðkomandi starfsfólks um samræmingu á launum til jafns við starfsfólk í öðrum sveitarfélögum. 1. Beiðni sviðsstjóra var tekin fyrir utan dagskrár á fundi bæjarráðs þann 24.október og formanni ráðsins falið að eiga viðræður við sviðsstjóra.

Fulltrúi Miðflokksins sat þann fund. Eftirfarandi var síðan bókað á fundi bæjarráðs þann 31. október: Bókun 31. október 4. Kjaramál (2019100102) Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur varðandi kjaramál sviðsstjóra og forstöðumanna og formanni falið að ganga frá málinu. Fulltrúi Miðflokksins lýsti engri skoðun í málinu á þeim fundi. Fundargerðin var síðan samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 5. nóvember síðastliðinn af öllum bæjarfulltrúum, þar með talinn bæjarfulltrúi Miðflokksins. 2. Laun sviðsstjóra voru fyrir endurskoðun kr. 1.298.560 með allri yfirvinnu og að meðtöldum orlofs- og desemberuppbótum. Á Akureyri sem er jafnstórt sveitarfélag eru 9 sviðsstjórar í samanburði við þá 6 yfirmenn sem um ræðir hjá Reykjanesbæ sem fá greitt skv. launakjörum sviðsstjóra. Laun sviðsstjóra á Akureyri eru kr. 1.424.000 og þeir fá síðan greiddar orlofs- og desemberuppbætur. Í Hafnarfirði eru laun sviðstjóra kr. 1.521.000 og til viðbótar orlofsog desemberuppbætur. Því er ljóst að sviðsstjórar í Reykjanesbæ eru þrátt fyrir þessa hækkun, lægri en sviðsstjórar þessara sveitarfélaga og reyndar margra annarra. Það má því halda því fram, að í raun sé hér um leiðréttingu að ræða. 3. Umræddir starfsmenn voru ekki teknir með í starfsmat það sem unnið var hjá Reykjanesbæ á síðasta ári og færði starfsfólki Reykjanesbæjar launahækkun sem nam 6% að meðaltali. 4. Umfang sviða Reykjanesbæjar hefur verið að aukast verulega þrátt fyrir að sviðum hafi ekki fjölgað og því hefur álag á umrædda starfsmenn aukist í samræmi við það, án þess að til hafi komið aukagreiðsla vegna yfirvinnu. 5. Í einhverjum tilfellum var það orðið þannig að undirmenn sviðsstjóra voru komnir upp fyrir þá í launum eftir kjarasamningsbundnar hækkanir. Við teljum að ekki sé á neinn hallað þó að þessi ákvörðun hafi verið tekin og áfram verður markvisst unnið að því að bæta starfsumhverfi starfsfólks Reykjanesbæjar og tryggja samkeppnishæfni sveitarfélagsins.“ Guðbrandur Einarsson (Y), Friðjón Einarsson (S), Eydís Hentze Pétursdóttir (S), Styrmir G. Fjeldsted (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Díana Hilmarsdóttir (B). Fundargerðirnar samþykktar 10-0, bæjarfulltrúi Miðflokks sat hjá.

Reykjanesbær - Launahækkun til sviðsstjóra

Svik og vandræðagangur meirihluta

Á síðasta bæjarstjórnarfundi lagði ég til breytingartillögu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 þess efnis að launahækkun til sviðsstjóra upp á 122 þúsund krónur á mánuði yrði dregin til baka. Tillagan var felld af meirihluta bæjarstjórnar; Framsókn, Samfylkingu og Beinni leið. Sviðsstjórar verða því með 1420 þúsund krónur í laun á mánuði eftir hækkunina. Meirihlutinn telur þessa hækkun vera eðlilega og hefði greinilega viljað hækka sviðsstjórana enn meira ef marka má yfirlýsingu þeirra vegna gagnrýni minnar. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að sviðsstjórarnir hafi beðið um launahækkunina og fengið hana möglunarlaust. Annað hljóð hefur nú verið í strokki meirihlutans þegar kemur að kjarasamningi við VSFK. Gerður er samanburður á launum sviðsstjóra á Akureyri og í Hafnarfirði en ekkert minnst á það að hvorug þessara sveitarfélaga eru undir eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga eins og Reykjanesbær. Menn gleyma því greinilega að gæta verður ýtrustu varkárni í fjármálum bæjarins. Ekki síst í ljósi þess að samdráttur er og atvinnuleysi mest á Suðurnesjum.

Verkalýðshreyfingin svikin Verkalýðshreyfingin hefur brugðist harkalega við launahækkuninni til

sviðsstjóra og kallað hana kalda vatnsgusu frá Reykjanesbæ. Skal engan

undra. Hvað ætlar meirihlutinn að segja við þá 260 félagsmenn VSFK sem starfa hjá Reykjanesbæ og eru búnir að vera með lausan kjarasamning síðan í mars? Fá þeir allir hækkun upp á 9%? Gildir lífskjarasamningurinn ekki í Reykjanesbæ? Sjá má á viðbrögðum meirihlutans að þeir eru að fara á taugum vegna málsins. Grípa þeir þá til þess ráðs að gera mig tortryggilega og segja að ég hafi ekki gert athugasemdir við málið í bæjarráði. Um það vil ég segja: Í fyrsta lagi þá sat ég ekki umræddan fund í bæjarráði heldur varabæjarfulltrúi Miðflokksins og hefur hann gert ítarlega grein fyrir afstöðu sinni hér í blaðinu. Þar kemur skýrt fram af hans hálfu að málið var aldrei borið upp til samþykkis í bæjarráði. Formanni bæjarráðs var falið að vinna það áfram í tengslum við almennar

kjaraviðræður. Mikilvægt er að þetta komi fram. Síðan er greinilegt að formaður bæjarráðs vann málið áfram á bak við tjöldin án aðkomu annarra verkalýðsfélaga og var því síðan laumað í gegn í þeirri einföldu trú að engin tæki eftir því. Málatilbúnaður meirihlutans í garð bæjarfulltrúa Miðflokksins er því hrein ósannindi.

Vandræðagangur meirihlutans er best leystur með því að afturkalla launahækkun sviðstjóra

Heitar umræður sköpuðust um breytingatillögu mína í bæjarstjórn enda ljóst að meirihlutinn er búin að koma sér í veruleg vandræði. Það verður athyglisvert að sjá hvernig flokkur eins og Samfylkingin, sem hefur talið sig vera flokk verkafólks, getur horft

framan í félagsmenn VSFK eftir þetta. Framsókn er á sömu slóðum í vandræðaganginum, hækkar sviðsstjóra verulega í launum en sviku síðan kennara um launahækkun sem þeir lofuðu óspart fyrir kosningar. Bein leið hefur síðan fyrrum verkalýðsleiðtoga í brúnni og verður vandséð hvernig hann ætlar að réttlæta málið. Meirihlutinn á að viðurkenna mistök sín. Hækkun upp á 122 þúsund á mánuði til sviðsstjóra sem höfðu fyrir rúmlega 1300 þúsund í mánaðarlaun er algjörlega taktlaust, er brot á lífskjarasamningi og setur bæjarfélagið í veruleg vandræði í yfirstandandi kjaraviðræðum. Vandræðagangur meirihlutans er best leystur með því að afturkalla launahækkun sviðstjóra. Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Miðflokksins.


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

27

HVATNINGIN:

Lífið, árangur og vonbrigði Afhverju ná sumir árangri en aðrir ekki? Er hægt að snúa vonbrigðum í árangur? Lykilatriði er að átta sig á að það skiptir ekki máli hvort árangurinn er lítill eða mikill. Hvort sem það er í samböndum, heimili, fjölskyldu, vinnu, íþróttum, hreyfingu, viðskiptum eða hverju sem er. Þetta snýst einfaldlega um vana og venjur. Það er í raun jafn auðvelt að venjast því að vera árangursríkur eins og að vera það ekki. Þannig að ef maður vill upplifa sig sem sigurvegara þá þarf aðeins tvö atriði til að ná árangri; Löngun og mikla vinnu. Ef löngunin er nógu mikil þá þarf maður að vera tilbúin/n að leggja vinnuna á sig. Út frá því er gott að búa til lista um það sem maður vill bæta, svo er að forgangsraða því sem mann langar mest til að breyta. Ef listinn er langur þá er mjög mikilvægt að einblína á aðeins eitt í einu, í mesta lagi tvö atriði, sem mann langar mest til að laga eða bæta. Maður þarf að vera raunsær, gera sér grein fyrir því að maður á eftir að klikka nákvæmlega á því sem maður ætlaði sér að gera. Svo þarf að gera ráð fyrir því að það mun ekki allt ganga eins og mann langar í upphafi. Í raun er þetta eina atriðið sem skilur á milli þessara hópa. Sigurvegarar halda alltaf áfram, gefast aldrei upp og læra af mistökum sínum, á meðan hinir gefast upp. Þegar maður veit í hverju maður ætlar

sér að ná árangri, þá eru langtíma markmið ekki góð heldur eru markmið til styttri tíma ávallt vænlegust (1-3 vikur). Síðan er að einblína á daginn í dag og daginn á morgun. Afhverju? Að horfa of langt fram í tímann er aðeins draumur sem er ekki orðinn að veruleika. Vinnan í dag og á morgun og hinn er það sem býr til árangur og gerir drauminn raunverulegan í framtíðinni.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur?

Þú þarft ekki að vera frábær til að byrja en þú þarft að byrja til að verða frábær! Gangi þér vel! Sævar Ingi Borgarsson, Osteópati B.Sc. og eigandi Superforms.

Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

kk2a u 019 l a l ó J kka u l a l Jó

á Suðurnesjum rfrétta og verslana Skafmiðaleikur Víku

Café

Jólalukka Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

Komdu í kaffi

Enginn kynbundinn launamunur hjá Reykjanesbæ Reykjanesbær er með virkt jafnlaunakerfi og stefnir á að fá það vottað hjá óháðum vottunaraðila á þessu ári. Eitt af verkfærum þess er launagreining þar sem laun eru skoðuð út frá eðli starfsins, verkefnum, ábyrgð, menntun, reynslu og hæfni. „Alls eru starfaflokkarnir 21 hjá okkur og starfsheitin 225,“ segir á vef Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær fékk Capacent til að gera óháða greiningu á launum hjá Reykjanesbæ eftir viðurkenndum aðferðum og niðurstaðan frá þeim er afdráttarlaus: „Ekki mælist skýrður launamunur kynjanna hjá Reykjanesbæ“. „Niðurstaðan er staðfesting á vönduðum ferlum við launaákvarðanir hjá Reykjanesbæ og við fögnum því,“ segir jafnframt á vef bæjarins.

Á þá ekki að hækka aðra starfsmenn Reykjanesbæjar? „Starfsmannafélag Suðurnesja lýsir yfir furðu sinni á þessum launahækkunum hjá sviðsstjórum Reykjanesbæjar. Félagar okkar í STFS eru 335 talsins sem eru í starfi hjá bæjarfélaginu og eru samningar ennþá lausir við þau. Samningar losnuðu 31.mars 2019,“ segir í yfirlýsingu sem Starfsmannafélag Suðurnesja sendi frá sér í dag. „Með þessu framferði er bæjarfélagið að semja við sína yfirmenn um meiri hækkun en Lífskjarasamningurinn segir til um, sem er 3,5%. Megum við þá eiga von á sambærilegri hækkun til okkar félagsmanna frá bæjarfélaginu? Starfsmenn Reykjanesbæjar tóku á sig miklar launalækkanir á árunum eftir hrun og hafa sumir aldrei

fengið til baka það sem dregið var af þeim. Við skorum á bæjarstjórn Reykjanesbæjar að endurskoða þessar hækkanir því með þeim er bærinn að segja að hann geti greitt hærri laun. Á þá ekki að hækka aðra starfsmenn Reykjanesbæjar?“ segir Stefán B. Ólafsson formaður STFS í yfirlýsingu fyrir hönd Starfsmannafélags Suðurnesja.

REYKJANESBÆ KROSSMÓA 4

eppni HSS k a g in t y re k s la og jó Fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

magasín SUÐURNESJA


28

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM Andrés Kristinn Haraldsson:

Finnst gott að fara í jólafrí „Mér finnst mjög gaman að baka og hlakka alltaf til að koma í heimilisfræði. Þetta er svona það skemmtilegasta við mánudagana í skólanum. Stemningin í desember er skemmtileg í skólanum okkar. Þá er jólasöngur á sal, piparkökur og heitt kakó, svo erum við skreyta stofurnar. Mér finnst jólin skemmtileg því þá er ég meira með foreldrum mínum og vinum þegar ég er í jólafríi frá fótbolta og tónlistarskólanum.“

Þegar piiparkökur bakast

Þegar fullorðna fólkið segir að börn séu of spennt í desember, segjast þau sjálf vera stútfull af gleði og tilhlökkun vegna jólanna. Það gleymist stundum að svona vorum við sjálf einu sinni og ættum að leyfa börnunum að smita okkur með barnslegri eftirvæntingu sinni í desember.

„Ég er hættur að fá í skóinn og fannst það leiðinlegt þegar það hætti. Ég held það finnist flestum leiðinlegt þegar þeir fá ekki lengur í skóinn. Það var voða spennandi að kíkja í gluggann og gá hvað var í skónum. Á aðfangadagsmorgun fæ ég gjöf að morgni í gluggann. Það eru ákveðnir kostir og gallar sem fylgja því að fá í skóinn eins og í fyrra því ég var svo spenntur að ég vaknaði klukkan sex um morguninn til að kíkja út í glugga og gat ekki sofnað aftur.“

Gaman að gefa gjafir

„Ég er alltaf glaður að fá gjafir. Mér finnst sjálfum mjög skemmtilegt að gefa foreldrum mínum og vini mínum. Ég vel þetta oftast sjálfur. Hápunktur ársins eru jólin. Ég ætla í kirkju á aðventu en ég er að fermast í vor og fer oftar í kirkju núna vegna þess og mér finnst það mjög notalegt. Ég er rosalega heppinn því ég á allt og þarf því ekkert. Mig langar kannski í föt en samveran með fjölskyldunni um jól er mikilvæg finnst mér. Annars held ég að foreldrar mínir viti meira hvað á að gefa mér í jólagjöf, þau hitta alltaf í mark.“

Ragna María Gísladóttir:

Jólaskreytidagurinn mjög skemmtilegur Ég held ég fái ekki lengur í skóinn

Það var jólalegt um að litast í Heiðarskóla í upphafi desember en skólinn hefur það fyrir sið að skreyta skólann í lok nóvember svo allir megi njóta skreytinganna á aðventu. Þá er haldinn sérstakur dagur þar sem allir nemendur búa til skraut og skreyta kennslustofur sínar. VIÐTAL

Ilminn af piparkökum lagði um ganga skólans þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn og áttu spjall við nokkra nemendur á unglingastigi og heimilisfræðikennara skólans um jólahald.

Leiðinlegt að fá ekki lengur í skóinn

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

„Það er gaman að baka en svo finnst mér líka gott að borða deigið. Mamma verður stundum pirruð ef ég borða deigið áður en það fer í ofninn. Mér finnst gaman að baka í heimilisfræði og það er ágætt að búa til mat. Stundum lærum við að búa til hollan mat sem er nauðsynlegt að læra. Ég byrjaði í þessum skóla í haust en var áður í Njarðvíkurskóla. Þar var desember mjög skemmtilegur, aðeins minna að læra og meira af því að búa til skraut og skreyta stofur. Jólahátíðin þar var rosa mikil hátíð og ég vona að það verði einnig hér. Jólaskreytidagurinn í lok nóvember var mjög skemmtilegur hér í Heiðarskóla. Ég er ný í þessum skóla. Mér líður vel og er búin að eignast mjög marga vini.“

„Ég fékk í skóinn í fyrra en ég held að það sé hætt, ég er orðin of stór. Mér finnst það smá leiðinlegt að fá ekki í skóinn lengur. Ég fæ alla vegana afmælisgjafir á Þorláksmessu en þá á ég afmæli og við höldum oftast afmælisveislu fyrir fjölskylduna, stundum koma líka vinir. Ég myndi ekki vilja sleppa jólum, mér finnst gaman að bíða eftir þeim. Ég gef fjölskyldu og vinum jólagjafir en fæ oftast hjálp frá mömmu en mér finnst gaman að velja og gefa gjafir. Sjálfri langar mig bara í föt en annars ekkert sérstakt. Við förum ekki í kirkju á jólum en gæti samt gerst núna því ég á að fermast í vor. Ég hlakka til jólanna og einnig að fermast.“

Jóel Arnarsson:

Hlýleg

. . . r i f a j ar jólag

... hand

a henni,

im e þ a ð e honum

Litlu jólin í skólanum skemmtilegust „Mér finnst mjög gaman að baka. Stundum baka ég kanilsnúða heima eða eitthvað annað og þá hjálpar mamma mér. Desember er mjög spennandi mánuður í skólanum. Litlu jólin eru skemmtilegust en þá fara allir nemendur í fín föt og fá pakka. Það er kósí og jólalegt með jólatónlist og svona. Það væri leiðinlegt ef það væru engin jól í skólanum.“

Vill fá extra flottar gjafir í skóinn í ár

hafnargötu 29 / sími 421 8585 opið: 11-18 virka daga og laugardaga 11-16

„Það er fínt þegar það er enginn snjór í desember því þá get ég spilað fótbolta úti en ég elska fótbolta og er dálítið góður. Mig langar í Liverpool-treyju og FIFA 20 tölvuleik og þá geta fleiri spilað saman. Það er gaman. Ég læt skó í gluggann og vill fá extra flottar gjafir núna. Ég gef fjölskyldu minni jólagjafir, það er mjög skemmtilegt og að sjá hvað allir eru ánægðir með það sem ég gef þeim. Það er gaman að koma á óvart. Sælla er að gefa en þiggja.“

Mamma fékk geggjaða hugmynd

„Við förum í kirkju á aðfangadag klukkan sex, það er mjög hátíðlegt. Allir eru í sparifötunum. Mamma fékk geggjaða hugmynd fyrir þessi jól. Við ætlum að opna pakkana á aðfangadagskvöld í náttfötunum og stóru pakkana á jóladag en þá verður bröns.“


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

29

Ólöf Jónsdóttir, heimilisfræðikennari:

Skemmtileg jólastemning í desember „Mér finnst mjög gaman að kenna í desember. Ég hef verið heimilisfræðikennari undanfarin tuttugu ár og finnst jólahald í skólanum í desember skemmtileg íslensk hefð. Krakkarnir hafa gaman af þessu og við fullorðnu líka. Það er gaman að breyta til og brjóta upp kennsluna, skreyta skólann og upplifa jólastemningu. Við erum með helgileik á litlu jólum, þá er dansað í kringum jólatréð þar sem elstu nemendur leiða þá yngstu, það hefur gengið vel. Allir taka þátt og syngja jólalögin. Það er jólasöngur á sal í desember þar sem íslensk jólalög eru sungin. Kakó og piparkökur á morgnana í desember þar sem tveir, þrír bekkir koma saman í einu. Allt skapar þetta góðan jólaanda í skólanum. Börn af öðrum trúarbrögðum vilja einnig taka þátt. Gaman að því.“

Allir vilja baka piparkökur

„Ég hef haft þann háttinn á að nemendur baka piparkökur fyrstu vikuna í desember og hef ég deigið klárt svo þau þurfi ekki að eyða tíma í að búa það til. Þá hafa þau meiri tíma til að dúlla við piparkökubaksturinn sjálfan. Krakkarnir bíða eftir þessu og eru glöð að fá að baka í upphafi desember, enda eru allskonar viðburðir hjá okkur í desember, til dæmis koma höfundar

í heimsókn á sal og lesa fyrir börnin. Þau vilja öll fá að baka piparkökur og þegar við byrjum svona snemma þá verður enginn bekkur út undan vegna óvæntra viðburða.“

Sérstakur skreytidagur undirbýr aðventu

„Með því að hafa sérstakan skreytidag um mánaðamótin nóvember, desember, verður afslöppuð stemning hjá okkur í Heiðarskóla á aðventu. Nemendur leggja þá metnað sinn í að búa til skraut og skreyta stofurnar sínar enda vilja allir vinna keppnina sem fram fer á sama tíma. Keppnin setur ákveðið

kapp í nemendur og fleiri leggja sig fram um að hafa jólalegt inni í stofunni sinni. Með því að skreyta snemma njótum við jólaskrautsins á aðventu í skólanum í stað þess að skreyta rétt fyrir jólafrí og skilja skólann svo eftir mannlausan og skreyttan yfir jólin. Það tekur líka ákveðið stress af krökkunum að hafa fyrirkomulagið svona finnst okkur. Nemendur virðast rólegri og einbeita sér betur að lærdómnum þegar skrautið er komið upp. Þá er einnig meiri sveigjanleiki og tími fyrir þá viðburði sem eru oft hjá okkur í desember.“

AÐALBÓKARI Staða aðalbókara hjá sveitarfélaginu Vogum er laus til umsóknar. Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir þekkingu og reynslu af bókhaldi. Um 100% starf er að ræða. Helstu verkefni: Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi Umsjón með bókhaldskerfinu Microsoft Dynamics NAV Skilagreinar, milliuppgjör og áætlanagerð Uppgjör og frágangur bókhalds Innra eftirlit Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun í viðskiptafræði eða sambærileg menntun Reynsla og góð þekking á bókhaldi er skilyrði Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg Góð tölvukunnátta Nákvæmni og skipulagsfærni Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar

Nánari upplýsingar veittar á netfanginu helga@vogar.is. Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2019. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og umsóknum svarað þegar gengið hefur verið frá ráðningu í starfið.

Silja Dögg Gunnarsdóttir:

Jólahátíðin er eintómar hefðir Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Mínar uppáhalds eru Home Alone og Pólarhraðlestin.

opna pakkana, lengdist verulega. Þolinmæði hefur aldrei verið mín sterka hlið.

Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Ég sendi yfirleitt alltaf jólakort og svo jólakveðjur í útvarpinu á Rás 1. Það er svo hátíðlegt.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Hamborgarahryggur með öllu og heimagerður vanilluís með Toblerone-sósu.

Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Jólahátíðin er eintómar hefðir og vani hjá minni fjölskyldu. Ég baka auðvitað alltaf nokkrar smákökusortir í desember. Fer í skötuveislu til móður minnar á Þorláksmessu því þá heldur hún upp á afmælið sitt. Þá hittumst við öll móðurfjölskyldan. Ég reyni að kíkja í bæinn á Þorlák, í Reykjavík eða Keflavík, fer reyndar eftir veðri. Svo höfum við haft þá venju að keyra út kortin sem fara til vina innanbæjar og kíkja í kaffi í leiðinni. Jólalögin fá að hljóma alla daga en svo er venjulega mikið álag í vinnnunni minni á þessum árstíma, þannig að maður fær mismikinn tíma til að undirbúnings. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Já, hvað það var hrikalega erfitt að bíða eftir að mamma og pabbi kláruðu að borða. Þoldi ekki þegar pabbi fékk sér aftur á diskinn því það þýddi að biðin eftir að fá að

Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar klukkan slær sex á aðfangadag, kirkjuklukkurnar klingja og útvarpsmessan hefst. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Ég hef verið bæði í Noregi og á Spáni um jólin. Það var ágætt en alltaf gott að vera á Íslandi um jólin. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Já, allt það sem börnin mín hafa búið til og einnig jólakúla, sem tengdamóðir mín heitin gaf okkur fyrir nokkrum árum. Hún er perlusaumuð og gríðarlega falleg. Hvernig verð þú jóladegi? Á jóladagsmorgun förum við á náttfötunum í jólamorgunkaffi hjá foreldrum mínum og þangað mæta einnig systkini mín með börnin sín. Um kvöldið förum við stundum í jólaboð hjá stórfjölskyldum okkar, en það er þó mismunandi á milli ára.

Umsóknir óskast sendar á netfangið einar@vogar.is

Tilvalið í jólapakkann Oakley-hjálmar, margar gerðir og litir, verð frá kr. 20.900 RB3025 kr. 16.900

Litir: 001/51, G 15 L0205

Oakley-skíðagleraugu, margar gerðir, verð frá kr. 7.900


30

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

MYLLUBAKKASKÓLI BYG G Ð U R Á 8 0 T Í MUM Ú R T Í U K Í LÓ UM A F P I PA R KÖ KU D E I G I

„Ég ætlaði bara að gera piparkökuþorp eins og ég hef gert heima undanfarin ár en mamma misskildi mig eitthvað og hélt að ég ætlaði að gera skólann. Þá fór ég að hugsa svo mikið um það verkefni að ég gat ekki hætt við það,“ segir Finnur Guðberg Ívarsson, nemandi við Myllubakkaskóla, sem nýverið bakaði nákvæma eftirmynd af Myllubakkaskóla úr piparkökudeigi.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Verið velkomin

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

ustu ár hefur hann bakað piparkökuþorp sem hann hefur heima hjá sér. Það er næsta verkefni Finns núna þegar Myllubakkaskóli er tilbúinn til sýningar. En hvaðan kemur þessi bakstursáhugi? „Jón bakari í Kökulist bauð mér vinnu fyrir nokkrum árum og eftir að ég byrjaði að vinna við baksturinn hefur í raun ekkert annað komið til greina. Þetta er svo gaman. Pabbi hefur verið með mér í piparkökuhúsagerðinni frá því ég var þriggja ára. Svo hefur þetta farið stækkandi og nú geri ég þetta bara einn.“

Reiki, heilun

getur lagað hina ýmsu kvilla þunglyndi, verki, léttir lund Hef unnið með veik dýr líka með góðum árangri.

Tímapantanir á palina1937@hotmail.com

Helga P. Hrafnan, reikimeistari

magasín

heimagerður brjóstsykur í gluggum og inni í piparkökuskólanum er lýsing sem sjá má í öllum gluggum. Brjóstsykurgluggarnir eru svo festir í með súkkulaði og grýlukerti úr glassúr setja vetrarlegt yfirbragð á piparköku-Myllubakkaskóla. Deigið er kannski ekki það besta til átu og því á Finnur ekki von á því að skólinn verði borðaður þegar jólin eru afstaðin. Deigið var gert þannig að í því væri sem mestur styrkur til að halda uppi byggingunni. Það er því nokkuð hörð piparkaka undir tönn. Finnur Guðberg hefur lengi haft áhuga á því að verða bakari en síð-

SUÐURNESJA

Finn Guðberg dreymir um að verða bakari og fer á samning hjá Jóni Arilíusi í Kökulist í Njarðvík á næsta ári. Fyrir um mánuði síðan fékk Finnur teikningar af Myllubakkaskóla og með reglustikuna að vopni voru teikningarnar stækkaðar í réttum hlutföllum upp á bökunarplöturnar. Hann ákvað að hafa skólann eins stóran og mögulegt væri en Finnur Guðberg hafði aðstöðu í Kökulist í Njarðvík þar sem hann starfar með skóla. Það tók um 80 klukkustundir að fullklára verkið og í það voru um tíu kíló af piparkökudeigi, eitt kíló af súkkulaði og hálft af flórsykri. Þá er


FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

31

Rausnarlegur styrkur til Velferðarsjóðs Suðurnesja Starfsmannafélag Suðurnesja styrkti Velferðarsjóð Suðurnesja með 300.000 króna framlagi nú fyrir jólin. Félagið hefur styrkt Velferðarsjóðinn árlega frá því að hann var stofnaður. Á meðfylgjandi mynd afhendir Stefán B. Ólafsson, formaður STFS, Þórunni Írisi Þórisdóttur, frá Velferðasjóði Suðurnesja, styrkinn.

Greina ítarlega kosti og galla ungbarnaleikskóla og ungbarnadeilda Leikskólavist fyrir börn yngri en 24 mánaða var til umræðu á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Ráðið vill að fjármagn (fyrir húsnæði og rekstur) verði tryggt til stækkunar Hjallatúns auk eins leikskóla í Keflavíkurhverfinu, sem fræðslusvið gerir tillögu um, fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2021. Einnig er það lagt til í fræðsluráði að leikskólinn Völlur á Ásbrú nýti allt sitt húsnæði og að fjármagn verði tryggt í endurbætur á húsnæðinu ef þörf er á. Í tengslum við minnisblað hagdeildar Reykjanesbæjar um ungbarnaleikskóla í Reykjanesbæ felur fræðsluráð leikskólafulltrúa að undirbúa erindisbréf fyrir faghóp sem hefur það að markmiði að greina ítarlega kosti og galla annars vegar ungbarnaleikskóla og hins vegar að setja á stofn ungbarnadeildir í núverandi leikskólum. í fundargerð fræðsluráðs segir að erindisbréfið skuli lagt fyrir næsta fund fræðsluráðs.

REYKJANESHÖFN

Sendum starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og bæjarbúum öllum okkar bestu jólakveðjur og óskum þeim farsældar á nýju ári.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!


32

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Hjónin Ragnheiður Ásta og Konráð ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum.

Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, er kominn á eftirlaun. Hann segir alla daga vera laugardaga núna enda er maðurinn frjáls, ræður frítíma sínum sjálfur og nýtur þess að vera meira með fjölskyldunni. Konráð átti farsælan læknaferil og efalaust eru margar konur sem minnast Konráðs með hlýhug enda hefur hann komið að mörgum fæðingum og aðgerðum en undirsérgrein hans sem kvensjúkdómalæknis tengdust vandamálum í neðri þvagvegum kvenna, eins og þvagleka, leg- og blöðrusigi og þvagærasýkingum svo nokkuð sé nefnt.

Við höfum átt gott líf á Suðurnesjum Fyrsti kvensjúkdómalæknir margra kvenna á Suðurnesjum

„Gjörðu svo vel, fáðu þér brauð með reyktum silungi sem ég veiddi í sumar. Te eða kaffi?“ segir Konráð um leið og hann býður til sætis í eldhúsinu og fer að laga til kaffi. „Konráð, mig langar að rekja úr þér garnirnar,“ segir blaðakona í upphafi samtals. „Já, já. Þú mátt alveg gera það, ég er nýbúinn að fara í ristilspeglun og þær eru hreinar í mér,“ svarar Konráð kíminn. „Konráð, ég man vel þegar þú varst nýfluttur til Keflavíkur og við vinkonurnar rétt rúmlega tvítugar, komnar á þann aldur sem mælt er með að konur fari í kjallaraskoðun. Við vorum rosa-

VIÐTAL

Blaðakona Víkurfrétta mælti sér mót við Konráð einn fagran vetrarmorgun þegar hann var nýkominn heim úr sundi og þjálfun hjá Janusi.

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

lega feimnar við þetta og töluðum um það okkar á milli hvernig maðurinn gæti skoðað allar þessar konur og hvað eiginkonunni fyndist um þetta starf hans.“ Konráð brosir við athugasemd blaðakonu. „Já, ég hef þreifað á mörgum konum enda var þetta starfið mitt, að hjálpa og lækna, sérsvið mitt voru kvensjúkdómar, með sérþekkingu á neðri þvagfærum kvenna. Sjálfsagt hafa einhverjir gárungarnir öfundað mig af því að brauðfæða mig á þessari nánd við konur. Þegar ég fór úr læknasloppnum þá var vinnu minni lokið,“ segir Konráð og er sjálfsagt ekki óvanur þessum vangaveltum þeirra sem ekki þekkja betur til starfa kvensjúkdómalækna.

En yfir í söguna, hvaðan ertu Konráð? „Öll móðurættin mín rekur sig til Suðurnesja. Amma mín, Eydís Guðmundsdóttir, var fædd á Nesjum en afi minn, Vilhjálmur Chr. Hákonarson, frá Stafnesi, sonur Hákonar Eyjólfssonar, óðalsbónda, og konu hans Guðrúnar. Langalangömmubróðir minn var Vilhjálmur Chr. Hákonarson í Kirkjuvogi. Allt voru þetta þjóðkunnir einstaklingar síns tíma, sem mörkuðu djúp spor í þjóðlífi og lífsbaráttu á Suðurnesjum í heila öld. Afi og amma gerðu sér bú á Hafurbjarnastöðum því amma var myrkfælin og þreifst ekki á Stafnesi. Þar voru tíðir skipsskaðar, eftir strandlengjunni allri. Margir urðu einnig úti á Miðnesheiði og fólki fannst vera reimt á þessu svæði. Það má segja að ég hafi alist upp á Garðskaga að hluta, því ég var þar á sumrin frá fimm til tólf ára aldurs hjá ömmu og afa og síðar móðurbróður. Þessi nærvera

við náttúruna hafði mikil áhrif á mig og gerði mig að þeim unnanda náttúrunnar sem ég er í dag. Vilhjálmur afi minn var sigldur maður en faðir hans var mjög efnaður landeigandi og stórútgerðarmaður. Langafi hefði í dag flokkast með fjárfestum en hann átti Kolbeinsstaði, Vallarhús, Sandhól, þar sem golfvöllur Sandgerðinga er í dag, og einnig hluta af Apavatni, jörðina, Laxárdal í Hreppum, eignir í Hafnarstræti, svo nokkuð sé nefnt. Amma var í festum á meðan afi minn ferðaðist út í lönd. Hann stundaði meðal annars laxveiðar og gullgröft í Alaska, þótt afrakstur þess væri fjárhagslega lítill, eða svo sem eins og einn lítill gullmoli, sem fór í hring handa ömmu. Sá týndist fljótlega. Svo þegar hann kom heim stofnuðu þau til fjölskyldu. Ég naut þess að vera hjá þeim í sveitinni á Garðskaga, kom snemma á vorin og var fram á haust. Á þeim tíma var ekkert rafmagn á Hafurbjarnastöðum, vatnið var sótt í brunn, olíulampar lýstu upp myrkrið og kamar, fjaran, eða fjósið nýttist til að skila af sér líkamlegum afurðum. Þarna var fjárhús og fjós, kýr, kindur og hænsni. Ég hafði gaman af því að taka þátt í bústörfunum því búskapur þess tíma krafðist mikils vinnuafls, enda allur háður handafli. Náttúran gat verið óvægin, sjórinn gekk stundum upp á land svo skafa þurfti túnin af þara og skeljasandi áður en heyskapur gat hafist. Afi var mikill tungumálamaður. Hann stofnaði fyrstu lúðrasveitina í Keflavík og rak verslun þar í bæ, lagði drög að fyrsta flugvellinum á Suðurnesjum, ofan á skeljakambinn úti á Garðskaga, sem Bretar notuðu í seinni heimstyrjöldinni. Hann þekkti vel Miðnesheiðina og var síðar fenginn til ráðgjafar um staðsetningu Háaleitisflugvallar, sem í dag er Keflavíkurflugvöllur,“ segir Konráð og rifjar upp söguna.

Sótti kindur í fangelsið í Keflavík

Konráð ásamt Eydísi dóttur sinni (til hægri) í aðgerð.

Það muna sjálfsagt einhverjir eftir því þegar kindur og hestar voru á vappi í bæjarfélögum Suðurnesja á árum áður. Þá voru afmörkuð hólf ekki eins algeng og nú. Konráð á skemmtilegar minningar um þetta.

Afi og amma gerðu sér bú á Hafurbjarnastöðum því amma var myrkfælin og þreifst ekki á Stafnesi. Þar voru tíðir skipsskaðar, eftir strandlengjunni allri. Margir urðu einnig úti á Miðnesheiði og fólki fannst vera reimt á þessu svæði ...

„Kindur voru vaðandi um alla Miðnesheiði og yfir í bæjarfélögin í kring. Fólk í Keflavík vaknaði við það að kindurnar voru búnar að éta blómin í görðunum þeirra að morgni og þá var lögreglan kvödd til aðstoðar. Hún fangelsaði rollurnar, setti þær í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík. Þá þurfti að leysa þær út. Ég minnist þess að fara til Keflavíkur með frænda mínum, leysa út kindurnar hans afa úr fangelsi og fara með þær heim. Í búskapnum var vagnhesturinn Gráni nýttur í allt áður en vélvæðing hófst. Hann dró skítakerruna, slátturvélina og síðar rakstrarvélina. Á honum var farið með mjólkina upp á brúsapall þegar dráttarvélin komst ekki í gang en hesturinn bilaði aldrei. Gráni blessaður, ættaður úr Garði, átti það til að sleppa frá okkur í garðana í heimahögum og éta þar blóm,“ segir Konráð og við skellum upp úr. Já, það er af sem áður var þegar dýrin stór og smá voru á vappi í bæjunum. Gráni komst í Lesbók Morgunblaðsins fyrir þær sakir að vera elsti hestur landsins sem sögur fara af, kominn vel yfir sextugt, ennþá vel tenntur, enda át hann skeljasand með grasinu. Við bræður, Vilhjálmur og ég, heygðum hann undir Langagarði, þar sem húsfreyjan á Hafurbjarnastöðum var grafin upp, landnámskonan, sem nú hýsir Þjóðminjasafnið í formi beinagrindar.“

Fuglamerkingar í ríkidæmi Garðskaga

Konráð nýtur þess að rifja upp sveitasæluna á Garðskaga forðum daga og


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Það var sannarlega mikið líf á skurðdeild HSS í janúar 2004 þegar þar var framkvæmdur tvíburakeisaraskurður. Í heiminn komu tveir kraftmiklir guttar, en foreldrar þeirra eru Margrét Valsdóttir og Hákon Ólafur Hákonarson. Keisaraskurðurinn gekk mjög vel og létu guttarnir strax í sér heyra þegar í heiminn kom, enda mættu þeim grímuklædd andlit starfsfólks skurðstofunnar á þessum tíma. Konráð Lúðvíksson var yfir fæðingunni, en honum til fulltingis eru m.a. barnalæknir, hjúkrunarfræðinar, ljósmæður, svæfingarlæknir og svæfingahjúkrunarfræðingur. Myndin birtist í blaðauka í Víkurfréttum um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Ljósmyndina tók Jóhannes Kr. Kristjánsson.

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

33


34

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

segir að fuglamerkingar með frænda hans hafi líklega kveikt enn betur í áhuga hans fyrir náttúrunni. „Ég átti merkilegan móðurbróður, Hákon Vilhjálmsson, sem hefði sjálfsagt fengið „greiningu“ í dag en hann stóð fyrir fuglamerkingum sem við sendum upplýsingar um til Náttúrugripasafns Íslands. Þannig kviknaði líklega áhugi minn fyrir náttúrunni. Menn vissu ekkert um ferðir farfugla á þessum tíma en þarna vorum við mitt í ríkidæmi farfugla á Garðskaga. Farfuglarnir voru í fjörunni og við fönguðum þá og merktum. Ef þessir fuglar fundust dauðir eða voru skotnir erlendis var farið með fuglamerkið á Náttúrugripasafn svæðisins sem sendi upplýsingar til Náttúrugripasafns Íslands og okkur bárust síðan upplýsingar um afdrifin. Þannig söfnuðust smám saman upplýsingar um aldur fuglanna og ferðir þeirra. Garðskaginn var og er mikil fuglaparadís. Þangað komu fuglaáhugamenn úr öllum heimi til að dvelja í styttri og lengri tíma. Þeir gistu iðulega heima á Hafurbjarnastöðum og voru með aðstöðu í útihúsum. Móðurbróðir minn var 22 árum eldri en ég en í samskiptum okkar var enginn aldursmunur. Eftir vélvæðingu ók ég, þá átta ára gamall, Ferguson dráttarvél og Dodge Weapon, fyrrum herbíl þegar með þurfti. Frændi reykti vafðar sígarettur eða pípu. Ég vildi prófa, svo hann dró fram gamlan koparrörbút úr blöndungi með fittings, tróð í tóbak og gaf mér að mér að reykja pípu sex ára gömlum því við vorum jafningjar. Kaffi var líka daglega á morgunverðarborðinu. Amma lánaði hreppnum fjármuni til að flýta fyrir lagninu símans sem var fésbók þess tíma. Hver bær hafði sína hringingu, við á Hafurbjarnastöðum vorum með tvær langar og tvær stuttar, Einar í Klöpp var með þrjár stuttar. Hringingin sem slík fól ætíð í sér spennuaugnablik. Það var alltaf hægt að lyfta upp tólinu og hlusta. Ef óvarlega var að farið gat hávær rödd öskrað: „Hunskist þið úr símanum Hafurbjarnastaðapakk.“ Sumrin voru

barnshuganum ætíð björt og nóttin var til. Vorið kom, þá fórum við á stórstreymisfjöru um páskaleytið og stungum rauðmaga undir steini, hlustuðum eftir sporðaslætti hans á yfirborði í lognskyngdu lóni, með Snæfellsjökul handan flóans í allri sinn dýrð, á meðan æðurinn kurraði í fjöruborðinu. Og svo kom krían, þessi dásamlegi fugl sem ferðast 36.000 kílómetra frá Suðurskautslandinu til Íslands, til þess eins að nýta hér ljósið sem orkugjafa og sandsílabúskap við strendur landsins til fæðuöflunar. Kvenfuglinn sest á stein þegar ástarlífið hefst og karlinn kemur með síli í nefinu og færir henni. Þá er allt tilbúið fyrir dýrðina. Þau hófu þessa ferð í byrjun mars og eru nú mætt um leið og sumarið. Á þessum tíma þegar ég var drengur var öll Miðnesheiðin og strandlengjan búsvæði hennar. Sílamáfurinn og aukin byggð þjappaði henni saman svo hún gæti auðveldlega varið sig. Norðurkotið og Fuglavíkin eru í dag hennar draumalendur á Suðurnesjum. Þessi fugl átti í hjörtum fjölskyldunnar sérstakan sess.“ Móðir mín, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, skáldmælt, orti til hennar eftirfarandi ljóð árið 1962: Þú ert komin káta kría, komin heim á vængjum skýja, nú mun öll mín ólund flýja, eftir langan vetur. Engum vorsins fugli fagna ég betur. Hrekur burtu deifð og dróma, djarfa raustu láttu hljóma, sittu heil í sólar ljóma, sæl á fornum slóðum. Fagna ég góðum vini vegamóðum. Lítilmagna vörn þú veitir, varga, þegar herja sveitir, sjálfan krumma brögðum beitir, berð á örgum kjóa. Orka býr í álfakroppnum mjóa.

Sérfræðinám í Svíþjóð

Konráð Lúðvíksson fullorðnaðist og

Á þessum tíma þegar ég var drengur var öll Miðnesheiðin og strandlengjan búsvæði hennar. Sílamáfurinn og aukin byggð þjappaði henni saman svo hún gæti auðveldlega varið sig. Norðurkotið og Fuglavíkin eru í dag hennar draumalendur á Suðurnesjum ... Aldingarður æskunnar. fór í sérfræðinám til Svíþjóðar. Árið 1984 flutti Konráð ásamt fjölskyldu til Keflavíkur. Tímarnir hafa sannarlega breyst því Konráð minnist á hversu erfitt það var á þessum tíma að fá stöðu við Landspítalann. Í dag er það auðveldara, því aukin sérhæfing og kröfur krefjast meiri mannafla. Auk þess kjósa margir útskrifaðir, íslenskir læknar að búa áfram erlendis eftir sérnám, m.a. vegna óhóflegs vinnuálags hér heima. „Eftir sjö ára nám í Svíþjóð togaði Ísland í okkur heim aftur, því römm er sú taug sem rekka dregur. Þetta land er land frelsisins. Náttúran er svo yfirgengilega sterk á Íslandi. Ættartengslin toga líka. Við sáum þessa stöðu kvensjúkdómalæknis við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs auglýsta og létum slag standa, þótt vitað væri að hér yrði maður svo sannarlega að standa með sjálfum sér faglega. Í minningunni var Keflavík þess tíma einhver ljótasti bær á Íslandi, með svartri ímynd bæði félagslega og umhverfislega og síst vel tilfallin til að hefja lífsbaráttu fyrir tiltölulega nýútskrifaðan kvensjúk-

Rótarýfélagar taka til í Aldingarði æskunnar.

Sendum öllum Suðurnesjamönnum bestu jóla - og nýárskveðjur, þökkum fyrir viðskiptin á árinu

dómalækni, vitandi að við tæki uppbygging og stöðugar vaktir. Það var ekki auðvelt að koma heim sem sérfræðingur, allir vildu á Landspítalann og læknar sáu þann stað sem ljós heimsins. Sigurður Magnússon, prófessor og yfirlæknir, gaf manni eiginlega vink um það sem þyrfti að gera til að komast inn. Mín leið var að taka undirgrein í kvensjúkdómum, sérmennta mig í vandamálum tengdum neðri þvagvegum kvenna, eins og þvagleka, leg- og blöðrusigum svo og þvagfærasýkingum. Markmiðið var að komast heim, flestir vildu komast heim og vinna hér á landi. Eins og áður hefur komið fram höfðu Suðurnes mjög neikvæðan orðstír. Barnadauði var hærri hér, tíðari fósturlát, sérstakur, sjaldgæfur vanskapnaður tengdur þvagfærum, ákveðin mál sem fóru fyrir Alþingi, mál sem tengdust yfirborðsvatninu sem fólkið var að drekka hér á svæðinu, sennilega mengað vegna starfsemi hersins. Þá ríktu ekki vatnsverndarlög. Eftir að ný vatnsveita var hér lögð hvarf þessi meinsemd úr umhverfinu. Þrátt fyrir allt það neikvæða umtal sem bærinn hafði á sér á þeim tíma og að Keflavík væri ekki vænlegasti kosturinn þá ákváðum við samt að flytja hingað því okkur langaði heim til Íslands. Við byrjuðum á að leigja einbýlishús á Faxabraut. Þetta var erfitt tímabil í bæjarfélaginu, útgerð var að þynnast út og töluvert atvinnuleysi. Það var dálítið menningarsjokk að koma hingað í skólana með börnin okkar þrjú, hið yngsta eins árs. Við vildum taka þátt í samfélaginu, höfðum okkar viðmið frá Svíþjóð og fannst við geta yfirfært þau á þetta nýja samfélag. Ég tók virkan þátt í foreldrafélögum barna og gagnfræðaskólans, auk vímulausrar æsku. Útvarpsfréttir eftir helgar voru ekki jákvæðar fyrir svæðið. Maður sá það einnig glöggt að herinn hafði mikil áhrif á bæjarlífið í Keflavík, miklu meiri en fólk gerði sér almennt grein fyrir. Siðferðið var sérstakt og menn fengu „lánað“ frá hernum. Tiltölulega fáir sóttu sér

Hún er borin og barnfædd í Önundarfirði, hafði sjóinn daglega fyrir augum og lék sér á ströndinni. Við fengum augastað á þessu húsi sem lengi hafði staðið sem útveggir einir, leikvangur barna um árabil. Við ókum hingað gjarnan sunnudagsrúntinn og létum okkur dreyma ... langskólanám, kannski vegna þess að herinn hafði óendanlega þörf fyrir vinnuafl og saug það til sín með hærri launatilboðum. Bílar voru stærri, jólaljósin blikkandi og litrík, mikið af ókláruðum húsum fannst manni og ekki bætti veðráttan, rokið, fyrstu upplifun manns af dvölinni hér. Það tekur heila kynslóð að breyta þessum orðstír sem Keflavík hafði á sér. Kona mín, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, starfaði sem líffræðikennnari á unglingastigi við Holtaskóla og seinna sem sérfræðingur við Þörungaræktarfyrirtækið Bio Process í Höfnum, auk þess að sjá um Frístundaskóla Reykjanesbæjar fyrstu starfsárin. Síðar hefur hún einnig tekið þátt í uppbyggingu safnaðarstarfs Keflavíkurkirkju og verið formaður sóknarnefdar síðastliðinn átta ár. Við hjónin eyddum öllum okkar frístundum með börnum okkar, börðum í sundlaugabakkana, sátum í Suzukitónlistartímum með þeim og tókum þátt í félagsstarfi þeirra. Eydís, dóttir okkar, endaði á því að „synda” alla leið til Ástralíu þar sem hún giftist sundmanni og ílengdist. Með fullri virðingu fyrir því umbótastarfi sem

HEYRNARÞJÓNUSTA Kæru Sunnlendingar Kæru Suðurnesjamenn Verðum á Selfossi í Grænumörk 5.

2. september. föstudaginn nóvember. Óskum ykkar gleðilegra25. jóla og farsæls k andi árs.Björnsdóttir Ellisif Katrín Heyrnarfræðingur veitir faglega ráðgjöf Verið velkominá nýja árinu. Heyrumst

Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu

Heyrn, Hlíðasmára 11, Kópavogur, heyrn@heyrn.is

Tímapantanir - 534 9600

Nánari upplýsingar www.heyrn.is

Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur - Sími 534 9600 - www.heyrn.is


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

35

Pólítísk átök um HSS

„Ég og litla afastelpan mín, Eydís, erum að æfa okkur að spila á píanó.“ bæjarstjórnir hvers tíma beita sér fyrir urðu hér mikil straumhvörf þegar Árni Sigfússon kom sem eldmóður og tók við kefli bæjarstjóra á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu. Hann varð bæjarfélaginu sem vítamínssprauta með áherslu sína á mannræktarstefnu, umhverfisstefnu, menntamál og menningarmál. Þó að það hafi kostað sitt þá verður að

viðurkennast að Árni breytti ásýnd samfélagsins til góðs. Tónlistariðkun hefur alltaf verið eitt af séreinkennum þessa svæðis. Kanaútvarpið gerði sitt fyrir bítlabæinn. Hermann Eiríksson og Herbert H. Ágústsson buðu upp á ókeypis tónlistarnám fyrir börn og lögðu grunninn að þeim fyrirmyndar tónlistaskóla sem hér er starfræktur,“ segir Konráð.

Bærinn breyttist með árunum og þau hjónin eignuðust heimili á klettaborg í Heiðarhorni, á einum hæsta punkti Keflavíkur. „Ein af forsendum konu minnar til flutnings hingað var að hún sæi út á sjóinn. Hún er borin og barnfædd í Önundarfirði, hafði sjóinn daglega fyrir augum og lék sér á ströndinni. Við fengum augastað á þessu húsi sem lengi hafði staðið sem útveggir einir, leikvangur barna um árabil. Við ókum hingað gjarnan sunnudagsrúntinn og létum okkur dreyma. Þegar Hjörtur Zakaríasson mætti til okkar eitt kvöldið á Faxabrautina og bauð húsið falt til byggingar og búsetu hríslaðist um okkur fögnuður, kláruðum við húsið árið 1987 og höfum búið hér síðan. Mörgum stundum eyðum við í garðinum sem aldrei verður fullmótaður, ræktum þar grænmeti og rósir. Lífið í Keflavík hefur verið okkur gott á margan hátt og við áttum glæstan feril hér. Á Suðurnesjum fékk ég að iðka það sem ég hafði lært, það sem lífið færir manni. Þegar ég tók til starfa á Sjúkrahúsi Keflavíkur þá var Kristján Sigurðsson yfirlæknir, hafði verið frá árinu 1971 og var fram til ársins 1992 þegar hann lét af störfum. Kristján var þessi sómamaður og allra hugljúfi, maður sem hafði góða nærveru. Kristján var barn síns tíma, hafði mikla reynslu, enda gerði hann allt, hvort sem það var botnlangaaðgerð eða aðgerð á konum, og var mjög fimur skurðlæknir á árunum fyrir tíma nútímaskurðtækni. Heilbrigðismálin hafa breyst og þróast á öllum þessum árum en það hefur alltaf blásið um sjúkrahúsið. Mikil pólítísk áhrif frá öllum sjö sveitarfélögunum á Suðurnesjum voru í gegnum sjúkrahúsið. Það þótti vegsemd að ná í sæti í stjórn sjúkrahússins, sem var bæði gott og vont því landslagið breyttist við hverjar kosningar. Ef þjónustan var ekki í þökk fólksins þá fór það inn í pólítíkina. Það voru haldnir reglulegir stjórnarfundir þar sem málefni sjúkrahúss-

Konráð Lúðvíksson, kvensjúkdómalæknir, unir hag sínum vel. ins voru tekin fyrir. Minnihlutinn í bæjarpólitíkinni gagnrýndi stöðugt störf meirihlutans. Sennilega hafði neikvæð áhrif á þær fjárveitingar sem ríkið var tilbúið að veita svæðinu því yfirvöld landsins sögðu að fólkið hér hefði herinn og betur borguð laun vegna hans. Daggjöldin ákváðu fjárveitingar ríkisins,“ segir Konráð og manni dettur í hug hvort þetta viðhorf stjórnvalda sé staðnað gagnvart Suðurnesjum? Hvort draugar fortíðar séu enn að hafa áhrif á fjárveitingar til svæðisins, þrettán árum eftir brotthvarf hersins?

Þegar ég kom heim frá Svíþjóð hafði ég þessar hugmyndir um fæðingardeildina í farteskinu og þetta þóttu byltingarkenndar hugmyndir en góðar. Ég lagði upp með það að læknir væri viðstaddur við hverja fæðingu ...

Fæðingardeildin ruddi brautina

„Ég ásamt samstarfsfólki mínu, á þeim tíma, með Sólveigu Þórðardóttur, ljósmóður við hlið mér, lögðum sérstaka áherslu á að hafa andrúmsloftið heimilislegt á fæðingardeildinni og að feður væru alltaf velkomnir. Deildin var opin og mjög vinsæl. Þegar ég kom heim frá Svíþjóð hafði ég þessar hugmyndir um fæðingardeildina í farteskinu og þetta þóttu byltingarkenndar hugmyndir en góðar. Ég lagði upp með það að læknir væri viðstaddur við hverja fæðingu. Konur komu alls staðar af landinu til að fæða börnin sín hjá

okkur. Tæknivæðingin sem hafði hafið innreið sína í fæðingaferlið var hér tekin inn, sársauki og öryggi fengu sérstaka athygli. Við lögðum áherslu á mannlega þáttinn. Yfir 90% vanfærra kvenna af Suðurnesjum fæddu á fæðingardeildinni, aðeins fyrirburafæðingar voru sendar inneftir. Þegar mest lét fæddust hér 306 börn á ári. Flestar konur skírðu börnin sín áður en þær fóru heim og átti fæðingardeildin fimm skírnarkjóla sem velunnari saumaði til að lána.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í desember Glæsilegar gjafir í jólapakkana fyrir alla fjölskylduna. Hlökkum til að sjá ykkur. Apótekarinn Keflavík

Apótekarinn Fitjum

Aðfangadagur 24. desember kl. 9–12

Gamlársdagur 31. desember kl. 9–12

Aðfangadagur 24. desember kl. 10–12

Gamlársdagur 31. desember kl. 10–12

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Annar í jólum 26. desember kl. 10–14

2. janúar kl. 10–19

Annar í jólum 26. desember LOKAÐ

27. desember kl. 10–19

Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200

Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010

- lægra verð


36

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Við reyndum að taka þátt í lífi fólks, bæði í sorg og gleði, þar er oft stutt á milli. Við stofnuðum félagsskap um sorg og sorgarviðbrögð, Bjarma, með séra Ólaf Odd Jónsson sem okkar klett. Viðbrögð við fósturmissi voru á þessum tímum óræð og þokukennd. Þeirri umgjörð var breytt með því að líta á sömu augum og ástvinamissi. Létum við smíða litla kistla og efna til athafnar í líkingu við hefðbundna útför. Foreldrar handfjötluðu fóstrin og áttu samverustundir, með eða án okkar starfsfólksins. Kapella sjúkrahússins þjónaði lykilhlutverki á þessum tímum. Við vorum brautryðjendur í þeirri aðferðarfræði. Á fæðingardeildinni var stofnað Brjóstavinafélag og mikil áhersla lögð á brjóstagjöf. Fæðingardeildin þjónaði vel samfélaginu hér á þessum tíma og gerir enn fyrir þær sem þurfa ekki að hafa lækni viðstaddan fæðingu. Allt er breytingum undirorpið. Skurðsvið sjúkrahússins finnst mér í minningunni hafa staðið á hátindi árið í kringum aldamótin 2000, þegar við vorum með átta skurðsérgreinar og skurðstofan var nýtt til hins ýtrasta. Þegar nýja skurðstofan opnaði á þriðju hæðinni hélt ég í einfeldni minni að hagur og orðstír HSS yrði að eilífu tryggður með öflugri heilsugæslu og aðgengi að stoðþjónustu til að taka við þegar á reyndi. Reyndin

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Ég er frjáls maður, allir dagar eru laugardagar. Nú er ég kominn á eftirlaun. Ég sakna starfsins míns, það er vont en venst. Mér finnst ég samt vilja halda áfram að sinna þessu samfélagi, hafa góð áhrif og taka þátt. Ekki bara þiggja heldur líka gefa ...

varð önnur. Þessi rúm tvö ár sem hún var starfrækt gekk illa að manna svæfingarþjónustuna og einkastofnanir, sem höfðu þá risið, tóku til sín sérfræðingana sem áður störfuðu hér. Ég kom mér upp neti svæfingalækna frá öllum Norðurlöndunum til að halda uppi starfseminni, sótti þá gjarnan á flugvöllinn og kom þeim fyrir í leiguhúsnæði sem við höfðum

Við hjónin í Sidney, Ástralíu.

yfir að ráða. Síðan urðu tíð skipti á framkvæmdastjórum og síðustu þrír voru utanaðkomandi, stjórnin var einnig skipuð utanbæjarfólki sem var afdrifaríkt mitt í öllu þessu samhengi. Við áttum stórkostlega skurðstofu en niðurskurður eftir hrunið leiddi til þess að lögð var meiri áhersla á bráðaþjónustu og heilsugæslu, annað fékk minna vægi,“ segir Konráð alvarlegur í bragði.

Lokun skurðstofu HSS afdrifarík

Gaman að veiða.

Almannarómur segir að HSS sé verbúð nýútskrifaðra lækna. Unglæknar fari þangað í þjálfun en vilji ekki búa í bæjarfélaginu til frambúðar. Þeir koma til að þéna góðan pening í stuttan tíma og þess vegna getur fólk á Suðurnesjum ekki fengið fastan heimilislækni eins og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Næst veltum við upp spurningunni um hvers vegna það gangi svona illa með rekstur og mannaforráð HSS í dag. Konráð segist ekki vilja blanda sér í þær umræður enda hættur störfum. Hins vegar sé svæðið viðkvæmt starfsumhverfi. „Á haustmánuðum árið 2002 hurfu héðan af vettvangi til dæmis allir starfandi heilsugæslulæknar, tólf að tölu, eftir langvarandi réttindaog launadeilu við heilbrigðisyfirvöld og skildu eftir sig sviðna jörð. Þá urðum við fórnadýr réttindabaráttu og þurftum að krafsa okkur upp úr jörðinni á ný. Þetta tímabil var kannski mitt erfiðasta á starfsferlinum. Togstreita var á milli heilsugæslu og skurðsviðs undir lokin, áður

Bestu jóla- og nýárskveðjur sendum við til ættingja og vina með þakklæti fyrir liðnar stundir

en skurðstofu var lokað. Hið opinbera kerfi lokar á víðtæka starfsemi stofnunar sem hefur þjónað íbúum svæðisins í 70 ár. Ég lagðist í tveggja vikna depurð þegar ákveðið var að loka skurðstofunni og fannst dagar mínir taldir hjá stofnuninni. Ég ákvað í kjölfarið að yfirgefa vinnustaðinn minn hjá HSS og fékk ákveðin fráhvarfseinkenni, var búinn að skila löngu dagsverki og taldi mig hafa átt farsælan feril. Sjálfsagt tók það sinn toll af sálinni að vera búinn að þjóna svo mörgum, sjá mörk lífs og dauða og gleðjast og þjást með samferðafólki mínu hér á Suðurnesjum. Líf þess var mitt líf,“ segir Konráð, sem var líklega ekki einn um að fyllast depurð yfir þessum málalokum skurðstofunnar.

Byggði upp öflugt starf á Akranesi

Konráð átti góð ár í starfi alveg þar til skurðstofu var lokað 1. maí 2010 og starfsfólki sagt upp störfum en þá lagðist hann sjálfur í sorg. Fljótlega réði hann sig til Akraness og byggði þar upp öflugt starf á kvennadeildinni í byrjun ásamt Edward Kiernan . Konráð lét af störfum þar, 70 að aldri, eftir að hafa fundið verðuga arftaka til að taka við keflinu. „Mér fannst ég alls ekki tilbúinn að leggjast í helgan stein og gat ekki hugsað mér að yfirgefa skurðþekkingu mína. Ég hafði samband við Akranes og þeir réðu mig strax. Það er allt annað samfélag á Akranesi, á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Menn hafa horft til Akraness sem fólki hefur fundist fá meira fé frá ríkinu en Akranes hefur verið lánsamt því þar hefur afbragðs starfsfólk unnið á heilbrigðisstofnuninni í gegnum árin, þar sem stöðugleiki, föst búseta lækna hefur skipt sköpum. Á Akranesi búa tveir svæfingalæknar og halda uppi sólarhringsvöktum sem hefur mikla þýðingu fyrir HVE. Ég bjó einnig á Akranesi á meðan ég var á vöktum. Það kom fyrir að ég tók með mér konur af Suðurnesjum í bílinn á leið upp eftir til að framkvæma á þeim aðgerðir á Akranesi. Þess á milli sinnti ég sérfræðiþjónustu og mæðravernd hér heima. Mér tókst að kenna það sem ég kunni á Akranesi, áður en ég lét af störfum en ég vildi að þekking mín færi áfram. Ég fékk að upplifa góðan endi á mínu faglega lífi á Akranesi og fyrir það er ég eilíflega þakklátur. Þar endaði ég feril minn,“ segir Konráð.

Mikill gæfumaður

Íbúar og starfsmenn Hrafnistu Reykjanesbæ

Konráð og Ragnheiður Ásta eiga þrjú börn, Eydís er læknir og býr í Ástralíu, Magnús er skurðlæknir og yfirlæknir á Landspítala og yngsta dóttirin, Hanna Björg, lögfræðingur hjá Orkustofnun, sú eina sem býr í Reykjanesbæ. „Ég er mikill gæfumaður. Fjölskyldan er það sem skiptir öllu máli þegar

upp er staðið. Ég á alveg guðdómlega fjölskyldu og börnum okkar hefur vegnað vel. Tengdabörn okkar eru hreinustu gersemar. Við hjónin eigum forsjóninni fyrir að þakka að tímabundnir erfiðleikar hafa þróast farsællega. Nú erum við að endurupplifa góða tíma með því að vera með barnabörnum okkar, ýmist til að berja aftur sundlaugabakkana eða tengjast tónlistarnámi þeirra. Ég og litla afastelpan mín, Eydís, átta ára, erum að æfa okkur að spila á píanó og hún kemur hingað til okkar eftir skóla flesta daga. Fjölskyldan er samhent og við ætlum að vera saman um jólin hér á Íslandi. Eydís og fjölskylda koma hingað yfir jól og áramót. Nú hef ég meiri tíma til að sinna fjölskyldunni og einnig áhugamálunum. Ég hef gaman af því að renna fyrir fisk. Skógrækt hefur átt hug minn í mörg ár og var ég með í að endurvekja Skógræktarfélag Suðurnesja og hafa stofnað Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands. Maður þarf að finna farveg fyrir ræktunaráhugann. Ég hef verið að hlúa að Aldingarði æskunnar ásamt félögum mínum í Garðyrkjufélaginu, reit í skrúðgarðinum sem okkur var úthlutað. Þar höfum við verið að hreinsa burt illgresi, setja niður ávaxtatré og nú nýverið mikið magn haustlauka með hjálp leikskólabarna. Ég fór til bæjarins og spurði hvort þeir ættu ekki spildu sem við gætum lagt alúð við og væri nálægt leikskólum bæjarins. Sumardaginn fyrsta árið 2019 fengum við garðinn og þar höfum við plantað með börnum tré og runna, ávaxtatré og blóm. Það er hollt fyrir börn að kynnast ræktunarstarfi. Á leikskólum bæjarins er yndislegt framsækið starfsfólk sem hefur tekið þátt í þessu verkefni og fleiri hafa komið að Aldingarði æskunnar. Við höfum sótt um styrki og fengið og ætlum okkur stóra hluti í samstarfi við bæinn okkar. Rótarýklúbbur Keflavíkur, sem ég gegni forsetaembætti fyrir öðru sinni, er verndari þessa verkefnis og hefur þar lagt hönd á plóg,“ segir Konráð og er greinilega ánægður með þetta verkefni.

Að hafa góð áhrif á samfélagið

„Ég er frjáls maður, allir dagar eru laugardagar. Nú er ég kominn á eftirlaun. Ég sakna starfsins míns, það er vont en venst. Mér finnst ég samt vilja halda áfram að sinna þessu samfélagi, hafa góð áhrif og taka þátt. Ekki bara þiggja heldur líka gefa. Við hlökkum til að eiga jólin saman og erum búin að panta þrjú hús á Akureyri á nýársdag, eftir formlegt jólahald, en þá ætlum við öll á skíði. Fjölskyldan verður saman um jól og áramót og byrjum einnig nýja árið saman. Barnabörnin eru átta og þau eru bestu vinir og nærast hvert á öðru. Þetta er okkar gæfa,“ segir Konráð að lokum.


Hlýjar hátíðarkveðjur Kadeco – Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sendir landsmönnum öllum hlýjar óskir um gleðilega hátíð með þakklæti fyrir árið sem er að líða. Það eru ótal tækifæri í kortunum fyrir Reykjanesið á nýju ári og við munum

PIPAR \ TBWA

PIPA

SÍA

halda áfram að efla samfélag og atvinnulíf við alþjóðaflugvöllinn.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | www.kadeco.is


38

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Flutt í Krossmóa

Fyrirtækin Motus, Pacta lögmenn og Lögfræðistofa Suðurnesja fluttu starfsemi sína í Krossmóa 4a í Reykjanesbæ á árinu. Þau buðu í innflutningspartý fyrir nágranna sína í Krossmóanum og viðskiptavinu í liðinni viku. Fjölmargir kíktu við og nutu veitinga. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum myndum við tækifærið.

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Framnesvegur 18, Keflavík, fnr. 2087666 , þingl. eig. Jón Kristófer Fasth og Þórunn Björg Baldursdóttir og Eva Dögg Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 09:00.

Reyklaus desember

Hafnargata 26, Keflavík, fnr. 2088004 , þingl. eig. Félagshús ehf., gerðarbeiðendur TM hf. og STS ISLAND ehf. og Ríkisskattstjóri, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 09:20. Hafnargata 26, Keflavík, fnr. 2088005 , þingl. eig. Félagshús ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Sýslumaðurinn á Suðurlandi og STS ISLAND ehf. og Ríkisskattstjóri, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 09:25. Hafnargata 26, Keflavík, fnr. 2088007 , þingl. eig. Leiguíbúðir H 26 ehf. og Félagshús ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Sýslumaðurinn á Suðurlandi og STS ISLAND ehf. og Ríkisskattstjóri, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 09:30. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363853 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:00.

20% afsláttur af Nicorette í Reykjanesapóteki Saman hugum við að heilsunni

Reykjanesapótek • Hólagötu 15 • 260 Reykjanesbæ Sími 421-3393 • Vaktsími lyfjafræðings 821-1128 Opið frá kl. 9:00 til 20:00 virka daga og frá kl. 12:00 til 19:00 um helgar.

Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2095013 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:10. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363837 , þingl. eig. Fenrir Food ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Suðurnesjabær, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:15. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363838 , þingl. eig. Fenrir Food ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamið-

stöðin hf. og Suðurnesjabær, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:20. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363841 , þingl. eig. Fenrir Food ehf., gerðarbeiðendur Tryggingamiðstöðin hf. og Íslandsbanki hf. og Suðurnesjabær, þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:25. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363846 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:30. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363847 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:35. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363848 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:40. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363849 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:45. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363850 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:50. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363851 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 10:55. Strandgata 14, Sandgerði, fnr. 2363852 , þingl. eig. Melaberg ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 17. desember nk. kl. 11:00.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 9. desember 2019


a k k u l a Jól

0 0 60 íkurfrétta V r u ik le a ið fm a k S esjum n r u ð u S á a n la s r og ve

Næstum

! r a g n i vinn

Þú færð Jólalukku í þessum 20 verslunum og fyrirtækjum

a k k u l 2 019 a l Jó a k k u l a l ó J

m na á Suðurnesju urfrétta og versla Skafmiðaleikur Vík

Það getur borgað sig að gera jólainnkaupin á Suðurnesjum! KROSSMÓA • NJARÐVÍK

IÐAVÖLLUM • KEFLAVÍK

GRINDAVÍK


40

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

JÓLAHEFÐIR // ÁSDÍS ELVA SIGURÐARDÓTTIR

Frómas sem hneykslaði í byrjun er uppáhalds í dag

JÓLAHEFÐIR // ÁSGEIR MARGEIRSSON

Þegar ég var barn var jólahefð á flestum heimilum að hafa jólafrómas. Öll heimili voru yfirleitt með sama frómasinn, ananas frómas. Þegar ég varð fullorðin og hóf búskap í Grindavík þá langaði mig okkar fyrstu jól að halda þessari hefð og búa til jólafrómas en vildi breyta og búa til nýtt þema, sem sagt okkar þema. En mig langaði ekki að gera eins og aðrir og vildi búa til minn eigin frómas með öðru bragði. Byrjaði ég á að finna MS bækling sem í var uppskrift af frómas sem mér leist vel á til að búa til á fyrstu jólunum okkar. Í uppskriftinni var ananas, súkkulaðisspænir, piparmintuvanilluskyr, rjómi, sykur. Stolt bauð ég upp á þennann jólafrómas með rjóma um kvöldið og þegar allir voru sestir við borðið og komnir með frómasinn í skál, segir einn fjölskyldumeðlimurinn.„Ætlar þú virkilega að bjóða mér skyr á aðfangadagskvöld?“ Auðvitað dauðbrá mér enda það var það ekki ætlun mín, að bjóða skyr á jólunum í eftirrétt. Það varð uppi fótur og fit við borðið þegar þessi fjölskyldumeðlimur vildi ekki frómasinn. Ég gafst þó ekki upp og ákvað að breyta aðeins uppskiftinni næstu jól og bætti við hann niðurskornu After Eight súkkulaði. Árin liðu og alltaf var þessi nýi jólafrómas borinn fram. Nú er búið að tvöfalda uppskriftina þar sem þetta er orðið að uppáhalds eftirrétti flestra fjölskyldumeðlima. Í dag er hann einnig búinn til á páskum og er tilhlökkunin mikil þegar After Eight frómasinn er lagður á borð. Ég læt þennan uppáhalds eftirrétt fylgja. Verði ykkur að góðu. Jólafrómas 1 dós vanilluskyr ½ dl fljótandi súkkulaði (Hersheys) ½ tsk piparmyntudropar 3 msk sykur 4-5 matarlímsblöð 1 dós ananas kurl 2 pela rjóma After eight súkkulaði súkkulaðispænir Skyrið og sykurinn þeytt saman og dropar og súkkulaði sett eftir á.

Ásgeir Margeirsson og systkini árið 1965.

Er gamaldags þegar kemur að jólahefðum

Ásdís Elva Sigurðardóttir.

Uppáhalds jólafrómasinn.

Matarlímið er sett í ananasvökvann og hægt er að hita það í örbylgjunni og það er látið kólna og sett saman við skyrhræruna. Ananaskurlinu er bætt út í án safans. Rjóminn er stífþéttur sér. After eight súkkulaðið er skorið í litla bita og bætt við skyrhræruna. Allt er hrært saman og stífþeytti rjóminn er síðast bættur saman við og hrærður rólega með sleif. Að endingu er súkkulaðispænunum stráð yfir. Geymist í kæli.

Óskum Suðurnesjamönnum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar með ósk um gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.

Mínir nánustu hafa oft haldið því fram að ég sé nokkuð gamaldags, a.m.k. vanafastur. Það kemur kannski vel fram í kringum jól. Ég er mikið fyrir að halda í hefðir, enda svolítill jólastrákur í mér. Meðfylgjandi mynd sýnir okkur þrjú elstu systkinin á jólum 1965. Þá var ég rétt orðinn fjögurra ára, Ragnhildur systir fimm ára og Árni heitinn bróðir átta ára. Veigar „litli“ bróðir var ekki kominn til sögunnar þarna, enda fæddur 1972.

Hérabróðir í aðalrétt Helsta jólahefðin sem ég hef ekki viljað sleppa, er jólamaturinn. Á okkar heimili var jólamaturinn sveppasúpa í forrétt, hérabróðir (sem sumir kalla svikinn héri) í aðalrétt og heimalagaður ís og eplapæ í eftirrétt. Hérabróðirinn, eplapæið og ísinn lifa enn góðu lífi. Í seinni tíð höfðum við þennan mat í boði í foreldrahúsum á annan dag jóla og síðar til skiptis hjá okkur systkinunum. Nú hefur fjölskyldan stækkað mikið og við Sveinbjörg mín höfum þennan mat á „litlu jólunum“ með börnum og barnabörnum í sveitinni. Þessi matarhefð, sem þarf að fylgja kúnstarinnar reglum í undirbúningi og matseld, kemur frá móðurömmu minni, Ragnhildi „Huldu“ Ólafsdóttur, sem vann lengi í Hagafelli við Hafnargötuna.

Jólaglugginn í Hagafelli Ein sterkasta jólaminningin úr barnæsku var einmitt að sjá jólagluggann í Hagafelli. Þegar hann hafði verið skreyttur máttu jólin fara að koma. Enda var gluggaskreytingin eitt stórt ævintýraland fyrir okkur börnin. Ein eftirminnilegasta jólagjöfin, sem kom mér jákvætt í opna skjöldu og það á unglingsárum, var ekki af stærri gerðinni en góð og mikilvæg var hún. Sigga móðursystir mín, sem hefur lengst af verið búsett í Bandaríkjunum, gaf mér hljómplötu, Best of the Doobies, bestu lög Doobie Brothers. Ekki hvarflaði að mér að hún vissi að Doobie Brothers væri uppáhalds hljómsveitin mín og þetta er án efa sú af mínum plötum sem var lang mest spiluð.

Barnabörnin eru mesta jólagleðin Hjá mér og minni fjölskyldu skapaðist sú hefð að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld. Forrétturinn er reyktur og grafinn lax og best að hafa veitt hann sjálfur. Eftirrétturinn er gamli góði ísinn hennar ömmu. Hann klikkar aldrei. Nú eru synirnir allir þrír fluttir að heiman og komnir með fjölskyldur. Mesta jólagleðin á þessu æviskeiði er að sjá barnabörnin upplifa jólin, en þau eru orðin sjö talsins. Við höfum í tvígang verið erlendis um jólin, einu sinni á Flórída og svo á heimili sonar okkar, sem þá bjó í Svíþjóð. Það er afar ánægjulegt að breyta til og upplifa jólin annars staðar, þó vissulega séu samvistir við fjölskyldu mikilvægar á jólum. Við hjónin höfum verið dugleg að senda jólakort og fáum fjölmörg slík. Það er sérstök gæðastund okkar síðla aðfangadagskvölds að lesa jólakortin. Því miður fer þeim fækkandi, en mér finnast kveðjur á samfélagsmiðlum alls ekki koma í stað jólakorta.

Ekkert jólastress

Auglýsingasíminn er 421 0001

Jólastress hefur ekki verið til á mínu heimili í áratugi. Hún Sveinbjörg mín hefur svo góða stjórn og skipulag á hlutum að það er alltaf allt í góðu horfi. Í seinni tíð hefur jóladagur, við mikinn fögnuð fjölskyldunnar, verið laus við stór jólaboð og því verið rólegheita dagur, með hangikjöti og öðru góðgæti. Og fastur hluti af jólastemmningunni er að fara á hestbak. Gleðileg jól!


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

JÓLAHEFÐIR // BERGNÝ JÓNA SÆVARSDÓTTIR

Bekkjarsystur með árlegt matarboð

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Bjarni Geir Bjarnason:

Jólin koma bara Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Jólabíómyndin sem kemur mér alltaf í jólaskap er náttúrlega Christmas Vacation með Chevy Chase, ég get alltaf hlegið af henni.

Hvað er í matinn á aðfangadag? Frá því að ég man, þá er alltaf hamBjarni Geir ásamt Bangsa, borgarhryggur og við breytum besta vini sínum. því ekki héðan af.

Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Varðandi jólakort þá er Facebook vinsælt hjá okkur. Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Nei, ekkert spes jólin koma bara. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Erfitt að svara þessari spurningu.

„Við erum nú ekki mjög gamlar æskuvinkonurnar og bekkjarsystur úr Sandgerðiskóla, rétt að verða 45 ára, en við erum enn allar saman í saumaklúbb sem heitir Æskurnar mínar úr Sandgerði. Föstudaginn 6. desember er árlegt jólamatarboð okkar, pakkar, hlátur og gaman. Það skemmtilega við þetta er að við erum allar bekkjarsystur í þessum hópi, sumar koma oft og alltaf, en aðrar ekki eins oft. Ein býr til dæmis í útlöndum og nær lítið að koma og vera með okkur. Við hittumst alltaf nokkrum sinnum á ári og núna hefur skapast sú hefð að fara annað hvert ár til útlanda. Þegar við hittumst núna 6. desember má gera ráð fyrir að næsta ferð til útlanda verði plönuð. Á síðasta ári fórum við fimmtán saman til Edinborgar.“

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Já í mínum foreldrahúsum var alltaf komið saman öll fjölskyldan og búið til laufabrauð. Ég verð að viðurkenna að ég sakna þess mikið að við skyldum ekki hafa haldið í þann sið.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

Verndun og viðhald fasteigna

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

41

Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar ég sest niður með fjölskyldunni klukkan sex á aðfangadag, það eru jólin hjá mér. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei, að vera í burtu frá barnabörnunum mínum er bara ekki í boði á þessum tíma. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Já, það er gömul jólalest sem ég held mikið upp á sem að vísu bilaði en hann Brynjar Níelsson rafvirki tók að sér að laga hana og þvílíkur snillingur þessi drengur að nostra svona við að koma öllum ljósum í lag á lestinni, honum verður seint þakkað fyrir það. Hvernig verð þú jóladegi? 25. desember verð ég að túra um landið með hóp svo þetta verða stutt jól í ár hjá mér.


42

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Heimahjúkrunarkonur sigruðu í jólaskreytingakeppni HSS.

Mögnuð jólagleði

Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er sannkallað jólaland. Heimahjúkrun vann jólaskreytingakeppnina

Páll Ketilsson pket@vf.is

Mögnuð jólagleði er á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en efnt var til jólaskreytingakeppni milli deilda á stofnuninni í byrjun mánaðarins. Víkurfréttir voru kallaðar til leiks til að dæma og finna sigurvegara. Það verk var erfitt því metnaðurinn í jólaskreytingum var mikill en Heimahjúkrun sigraði.

Jólastellið á jólaborði Heimahjúkrunar var gert af Ásu Ingibergsdóttur í Vestmannaeyjum.

Sjúklingar og gestir stofnunarinnar njóta nú jólaandans á Heilbrigðisstofnun því hver einasta deild er mikið skreytt, sama hvert litið er. Konurnar í Heimahjúkrun voru vel að sigrinum komnar. Þær settu upp jólaheimili ef svo má segja með öllu tilheyrandi, jólaskreytt matarborð með sérhönnuðu gömlu matarstelli sem kom frá Vestmannaeyjum. „Við fórum ýmsar leiðir í skreytingavinnunni. Við höfum margar unnið saman í mörg ár og samheldnin er því mikil og það kom vel fram í þessu verkefni. Það var haldinn einn fundur í upphafi og svo var haldið af stað, fengin húsgögn og hlutir og eiginmenn nýttir,“ sagði Margrét Blöndal, deildarstjóri Heimahjúkrunar. Halldóra Jóhannesdóttir sem unnið hefur

á HSS í fjörutíu ár sagði að hún hafi aldrei upplifað jafn mikla gleði og fjör frá því hún hóf störf. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og í Suðurnesjamagasíni vikunnar var metnaðurinn í jólaskreytingum magnaður. Allar deildir lögðu mikla vinnu í skreytingar og víða má sjá sérhannað jólaskraut. Keppnin var hörð og í 2.-3. sæti voru D-deildin og Skólahjúkrun. D-deildin státaði af lifandi jólasveini, engum öðrum en Skyrgámi, þekktasta jólasveini Suðurnesja. Skólahjúkrun gerði m.a. sérhannaðan jólasvein úr plastglösum sem hvert og eitt var skreytt með glimmer. Algerlega magnað. Í 4. sæti var Heilsugæslan en á göngum hennar má sjá teiknaðar myndir af nokkrum læknum stofnunarinnar og

jóla-hjartalínurit. Þá vakti beinagrind í jólaklæðum athygli í röntgen. „Ég kom þessu bara af stað. Mér datt bara í hug að gera eitthvað skemmtileg sem minnti á jólin og hafa gaman saman. Það er frábært starfsfólk á HSS og það hefur komið berlega í ljós í þessu dæmi. Mikill samkeppnisandi og skemmtilegheit. Ég hef ekki unnið á vinnustað þar sem svona mikil gleði ríkir,“ sagði Ólafur Sigurðsson, matreiðslumaður stofnunarinnar en hann hóf nýlega störf á HSS og átti frumkvæðið að þessu fjöri sem allir starfsmenn fögnuðu og tóku virkan þátt í. Nú njóta starfsmenn, sjúklingar og gestir afrakstursins. Jólaskreytt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja svo eftir er tekið.

Skyrgámur var hluti af jólafjöri D-deildarinnar. Flott aðkoman á fæðingardeildinni á myndinni að neðan. Jólaandinn í ungbarnaeftirlitinu og á ganginum hjá Slysó.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

43

Jólalegt á fæðingardeildinni. Listaverk á veggjunum innpökkuð.

Snjókallinn flotti í heimahjúkrun, gerður úr plastglösum og fleiru. Tveir jólasveinar eru á fleygiferð upp og niður þegar inn er komið.

Innpakkaðar hurðir og jólatré.

Jólasveinar eru á öllum hurðum lækna á heilsugæslunni.

Sjáiði hurðina hjá kvensjúkdómalækninum. Jólabarn í maga...

Þessi jólasveinn þarf að leggjast inn, er hjartveikur og með gulu...

Kertasníkir á tré og Markús forstjóri með séstakt höfuðskraut

Stúlkurnar á röntgen með jólasveininn sinn.

Ungbarnadeildin lét ekki sitt eftir liggja í jólagleðinni.

Starfsmenn eru ánægðir með nýja kokkinn og fengu jólamat.

Ólafur Sveinn Guðmundsson, matreiðslumeistari, átti frumkvæðið að jólafjöri HSS

Afgreiðslan tekur á móti fólki í jólabúningi

Jólafígúrur og skraut er um alla stofnun. Algert jólaland.

Jólafígúrur hanga á tölvum hjá innkaupadeildinni.


44

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Skáldagáfa

rennur í æðum Skúla Jón Thoroddsen stóð á þrítugu þegar hann hóf að skrifa skáldsöguna Pilt og stúlku sem markar upphaf nútíma skáldsagnagerðar Íslendinga. Skáldsagan, sem kom fyrst út í Kaupmannahöfn vorið 1850, er gamansöm örlagasaga Sigríðar Bjarnadóttur og Indriða Jónssonar sem eftir misskilning á misskilning ofan fá loks að eigast. Í þeirri skáldsögu heyrum við líklega fyrst talað um Gróu á Leiti. Jón Thoroddsen, fyrsta skáldsagnaskáld Íslendinga, var einnig lipurt ljóðskáld. VIÐTAL

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

heiðar. Sjálfur hef ég verið útivistarmaður í þrjátíu ár og gengið mikið um landið okkar. Alla þessa staði í bókinni, sem hún og fleiri fara á hestbaki, hef ég komið á,“ segir Skúli.

Fannst ég skynja nærveru Ínu

Skúli Thoroddsen, sem nýlega gaf út skáldsögu sem ber heitið Ína, á ekki langt að sækja skáldagáfur sínar því Jón Thoroddsen þjóðskáld var langafi hans. Theodóra Thoroddsen skáld, einkum þekkt fyrir þulur sínar og sem samdi Tunglið, tunglið taktu mig, var amma Skúla. Þetta liggur því í genunum. Skúli Thoroddsen, sem er lögfræðimenntaður og einnig lýðheilsufræðingur að mennt, býr í Keflavík ásamt eiginkonu sinni, Jórunni Tómasdóttur, kennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Víkurfréttir mæltu sér mót við Skúla eitt síðdegið í síðustu viku til að ræða um bókina nýju. Er þetta fyrsta bókin þín Skúli? „Árið 2002 hélt ég málverkasýningu á Ljósanótt og gaf út ljóðabók í leiðinni, Í ljósi tímans nefndist hún, bók sem ég gaf út sjálfur í nokkrum eintökum. Ína er fyrsta skáldsagan mín en ég hef verið að dútla við hana undanfarin sex ár, rannsaka og ferðast vegna heimildaöflunar, með öðru. Ég fór svo á eftirlaun í haust og ákvað að ljúka við bókina. Það er mikil gagnaöflun á bak við söguna um Inu von Grumbkow. Ína fjallar um atburði sem áttu sér stað í Öskju árið 1907 þegar tveir Þjóðverjar, Walter von Knebel, jarðfræðingur, og Max Rudloff, listmálari, hurfu þar sporlaust. Ína, unnusta Walters, ferðast til Íslands ári síðar til að leita skýringa á því sem gerðist,“ segir Skúli.

Vofveiflegir atburðir

Bókaútgáfan Sæmundur gefur út bókina um hina listhneigðu og prússnesku Ínu en leið hennar liggur víða um óbyggðir Íslands og kynni hennar af náttúru landsins reynast afdrifarík. Ína er marglaga saga þar sem teflt er saman hræringum í evrópskum lista- og fræðaheimi, umbrotum í mikilfenglegri náttúru á hálendi Íslands og heitum tilfinningum. „Það var algjör tilviljun árið 2005 þegar ég var staddur í Öskju og rakst á vörðu með tveimur nöfnum og ár-

talið 1907. „Hvað er þetta?,“ spurði ég sjálfan mig. Hvaða nöfn eru þetta? Í fornbókabúðinni Fróða á Akureyri rakst ég svo á gamla bók sem var ferðalýsing Inu von Grumbkow, unnustu von Knebel, til Íslands en þar skrifar hún um þennan leiðangur sinn í leit að unnusta sínum við Öskju. Bókin hennar, Ísafold, og allt hið ósagða úr þessari ferð hennar til Íslands vakti áhuga minn á að skoða þessa atburði nánar. Af hverju fóru þessir tveir menn til Íslands? Hvað kom fyrir þá, hvers vegna hurfu þeir sporlaust? Eldgosið í Öskju árið 1875 var eitt af rannsóknarefnum þessara manna en með þeim í för inn að Öskju hafði slæðst ungur ferðalangur. Í þýsku pressunni var fullyrt á sínum tíma að sá hinn sami ferðalangur hefði myrt mennina tvo. Hvernig datt þessari konu í hug að koma hingað og leita að unnusta sínum? Hver var bakgrunnur hennar? Til er ferðalýsing, um þá ferð í íslenskri þýðingu, sem var meðal annars kveikjan að skáldsögu minni. Leið Ínu liggur víða um Ísland og óbyggðir landsins og kynni hennar af náttúru þess reynast afdrifarík. Þá fer ég að grúska og leita,“ segir Skúli og það er ekki laust við að blaðakona verði einnig spennt að vita um afdrif þessara tveggja manna.

Skúli skáldaði í eyðurnar

„Ég gaf mér leyfi til að endursegja þessa sögu með þeim persónum sem ég fann í þessu grúski mínu. Sagan er byggð á þeirri staðreynd að Ina og Reck, sem fór í ferðina með henni til Íslands, giftast seinna en að þessu komst ég eftir að hafa rannsakað líf hennar. Hún var ljósmyndari og tók ljósmyndir á ferð sinni um náttúru Íslands árið 1908. Þessar ljósmyndir hennar er hægt að finna á netinu. Bókin hefst á því að Ina liggur á dánarbeði og fer að minnast þessara tveggja ástmanna sinna. Merkilegast við þessa konu á þessum tíma er kjarkur hennar og vilji til að takast á við sorgina. Ferðin var mjög erfið á hestbaki yfir straumharðar ár, fjöll og

„Það veitti mér mikla ánægju að skrifa Ínu. Þetta er bók um landið sem ég þekki, um ljóð sem ég kunni og list sem ég unni. Það má segja að ég hafi verið heltekinn af þessari konu á meðan ég var að skrifa söguna, ég heillaðist líka af augljósri ást hennar á náttúru Íslands. Hún var lærður listmálari sem lærði í Berlín þegar kvenréttindabarátta var í algleymi, þegar konur vildu fá að vera þær sjálfar. Þessi barátta var öll drepin niður í fyrri heimsstyrjöldinni en náði sér upp með ‘68 kynslóðinni. Bakgrunnur Ínu, samkennd hennar með manneskjum, allt þetta er ég að reyna að fanga í frásögn minni ásamt virðingu fyrir náttúrunni. Mér fannst ég skynja nærveru Ínu þegar ég var í Berlín. Mér fannst hún leiða mig á þá staði sem skiptu máli fyrir söguna. Ljósið og skugginn sem leika saman í málverkinu og tónlistinni, hið trúarlega stef, hvaða áhrif náttúran hefur á okkur. Ína sá málverkið í Íslandi, hún sleppir mannlegum tilfinningum finnst mér í bók sinni og því er ég að reyna að skálda í eyðurnar í bók minni. Bókin er óður minn til hugrökku konunnar og til íslenskrar náttúru. Ég hafði fetað sömu slóð og Ina von Grumbkow á Íslandi, farið á alla þessa staði sjálfur, að því leyti var Ína með mér allan tímann í skrifum mínum. Þessi ferð hennar hingað tengdist afabróður mínum, Þorvaldi Thoroddsen, náttúrufræðingi. Mesta ánægja mín núna er að sjá bókina á prenti, sögu sem ég er búin að vinna að í öll þessi ár. Allt þetta dútl mitt er komið á bók sem ég vona að gleðji lesendur,“ segir Skúli að lokum.

Dagur, afi Mummi og Edda Karen.

Guðmundur Hermannsson:

Pabbi keypti oft eplaog appelsínukassa Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? Ég á tvær jólamyndir sem eru í miklu uppáhaldi en það eru „Miracle on 34th street“, þá upprunalegu, og svo „Christmas Vacation“ Sendir þú jólakort eða hefur Face­book tekið yfir? Nei, ég hef alltaf verið mjög latur við að skrifa og senda kort. Þannig að Facebook sér alfarið um það fyrir mig. Ertu vanafastur um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Jólin eru nánast ekkert annað en hefðir. Þannig að já, ég er mjög vanafastur um jólin. Það er svo sem ekkert sérstakt sem ég geri.Ég fer oftast að leiði foreldra minna, en jólin snúast nær eingöngu um fjölskylduna. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Hmmm ætli það sé ekki hvíti brunabíllinn sem ég fékk í jólagjöf frá Ollu systur hans pabba þegar ég var líklega svona fjögurra til fimm ára. Hún bjó í Bandaríkjunum og það var alltaf

mikill spenningur fyrir gjöfunum frá henni. Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Já, alltaf sest við borð á mínútunni sex og messan í gangi í útvarpinu. Pabbi keypti líka oft epla- og appelsínukassa. Hvað er í matinn á aðfangadag? Oftast svínakótilettur í raspi eins og mamma var með. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Þegar aðventan kemur. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Nei, það hefur ekki gerst. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Tja, ætli það sé ekki gamla gervijólatréð sem foreldrar mínir eignuðust í kringum 1968. Ég veit það út af dagblaðinu í botni kassans sem það er geymt í. Hvernig verð þú jóladegi? Yfirleitt í faðmi fjölskyldunnar.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

45

Gamli bærinn minn – Víkurfréttir höfðu samband við brottflutta og báðu þá að rifja upp gamla tíma. Þar kom margt forvitnilegt fram um hvernig bæjarlífið var á árum áður. Hulda Karen Daníelsdóttir, árgangur ‘53:

Dagur til heiðurs sjómönnum

„Sjómanndagurinn var einn mikilvægasti dagur ársins í huga mínum þegar ég var barn á Þórustígnum í Ytri Njarðvík. Hann var mikilvægari en sumardagurinn fyrsti, 17. júní og jafnvel páskarnir. Á sjómannadaginn vaknaði ég alltaf eldsnemma og gáði hvort búið væri að koma appelsínugulu belgjunum fyrir í sjónum en þeir mörkuðu hve langt kappróðrarbátarnir áttu að sigla í keppninni sem fram fór eftir hádegi. Fiðringur og spenna einkenndu líðan mína og fljótlega eftir hádegi var haldið til Keflavíkur því þar fóru hátíðahöldin fram. Í mínum huga var róðrarkeppnin mikilvægust. Mér var nokk sama hverjir sigruðu stakkasundið eða koddaslaginn, öllu máli skipti að Njarðvík sigraði róðrarkeppnina. Meðan á róðrarkeppninni stóð kölluðum við krakkarnir viðstöðulaust: „Áfram Njarðvík! Áfram Njarðvík!,“ eins og lífið sjálft lægi við. Stundum unnum við erkióvininn, róðrarsveit Keflavíkur, en stundum ekki,“ segir Hulda Karen Daníelsdóttir.

Blómakrans til minningar um sjómenn

Sakna hátíðarhalda á sjómannadag

„Ég man sérstaklega vel eftir sjómannadeginum þegar róðrarsveit Njarðvíkur fleytti blómakrans út á hafið til minningar um þrjá frændur mína sem drukknað höfðu veturinn áður. Allir báru ræðararnir svart sorgarband um upphandlegginn. Róðrarsveit Njarðvíkur tapaði það ár og kom það svo sem engum á óvart því sorgin grúfði yfir ræðurunum. Maður upplifði nokkurs konar spennufall þegar hátíðahöldin voru yfirstaðin. Þá var ekki annað að gera en að rölta í Nýja bíó eða koma við á Ísbarnum til að kaupa sér ís eða annað sælgæti. Síðan var haldið heim, annað hvort með „bössinum“ eða fótgangandi.“

„Þegar ég flutti heim til Íslands eftir sautján ára búsetu í Winnipeg í Kanada komst ég að því, mér til mikillar undrunar, að ekki er lengur haldið upp á sjómannadaginn í Keflavík. Og svei mér þá ef ég fann ekki fyrir bæði söknuði og eftirsjá. Ég velti fyrir mér hvernig litla stelpan sem bjó á Þórustígnum í gamla daga hefði brugðist við þessum fréttum. Ég held að ef hún hefði hitt tímaflakkara á ferðalagi frá framtíðinni sem hefði sagt henni þessar fréttir, þá hefði hún sagt af fullkominni sannfæringu og án hiks; „Iss, eins og það geti skeð.“

Þórir Baldursson gekk í skólahljómsveitina með strákum úr Gaggó tólf ára gamall, þá enn í barnaskólanum.

Þórir Baldursson, árgangur ‘44:

Gaman að alast upp í Keflavík „Það sem mér er einna minnisstæðast úr æsku minni er tenging Keflavíkur við hafið, bryggjurnar og fýluna af gúanóinu. Mér fannst yfirleitt gaman að vera til og vaxa úr grasi í því samfélagi sem Keflavík var á þessum árum. Ég fór í skóla í Reykjavík haustið 1961. Eftir það hefur Keflavík verið staður sem ég heimsæki af og til en fram að þeim tíma var grunnskóli minn að sjálfsögðu Barnaskólinn í Keflavík,“ segir Þórir Baldursson.

eftir hádegi svokölluð „rekstrarsjón“. Þá voru spilaðar plötur á fón eða djúkbox. Ég man eftir því að þá fór maður fyrst að heyra almennilega í bassanum sem var auðvitað æðislegt.“

Eftirminnilegt fólk

„Ungó var aðal skemmti- og ballstaður Keflvíkinga og þar spilaði ég sem barn við mörg alls konar tækifæri svo sem skólaböll, félagsvistir (fimmtudagskvöld) og almenn böll þá með pabba mínum, Balla Júl. Ég spilaði á píanó í hljómsveit Mumma Ingólfs frá fjórtán ára aldri í Krossinum alla laugardaga. Í þeirri hljómsveit var Mummi á gítar, Eddi Kristins á trommur, Erlingur Jóns á bassa. Einsi Júl og Engilbert Jensen sungu og um tíma var Rúnar Georgsson með okkur á saxófón. Eins og sjá má af þessum skrifum þá á ég góðar minningar frá Keflavík þeirra tíma. Aðkoman að bænum hefur tekið stórkostlegum breytingum til hins betra. Ég er stoltur af því að vera frá þessum bæ. Minningarnar þaðan eru mér mjög kærar.“

„Kennaraliðið vekur ljúfar minningar, t.d. Vilborg, ljúfmennið Ragnar Guðleifsson, Framnessysturnar Lauga og Jóna og að sjálfsögðu Erlingur Jónsson, handavinnukennari, sem hafði mikil áhrif á mig fyrir það að hann hafði einhvern veginn lag á að vera jafnaldri nemendanna. Síðan var hann svo flinkur í að skapa skemmtileg verkefni fyrir okkur.“

Herinn og sjoppurnar

„Nærvera bandaríska hersins var auðvitað mikill áhrifavaldur. Þessi gluggi inn í Bandaríkin var einskonar þverskurður af þjóðinni að vestan og kannski voru hermennirnir úr allflestum ríkjum þessa ógnarstóra lands.

Sjoppurnar voru þá ef til vill ágætis mælikvarði á neysluvenjur unglinganna. Það var um tvennt að velja í frímínútum í Gaggó, að fara út Daníelssjoppu, sem var beint á móti hjólreiðaverkstæðinu á Hafnargötunni, og kaupa Freyjukaramellur á fimm aura eða lakkrís. Hinn kosturinn var að fara í Alþýðubrauðgerðina fyrir ofan Nýja bíó og skóvinnustofuna. Þar var á boðstólum vínarbrauð og kók. Ég fæ enn vatn í munninn. Vöruúrvalið þróaðist svo smátt og smátt í það að hægt var að kaupa hamborgara úr kindahakki (a.m.k. tímabundið) á Ísbarnum sem var í skúr á Hafnargötu við enda Tjarnargötu. Svo opnaði Víkin. Maddi á Víkinni innleiddi margt sem manni þótti nýstárlegt. Á efri hæðinni var oft á sunnudögum

Hulda Karen horfir út á sjóinn.

Gleðilega hátíð VÍKURFRÉTTIR

Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ / Sími 420 0100 / vss.is / vs@vss.is

Böllin í þá daga


46

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Guðrún Gamalíelsdóttir, Grindavík:

Fóru í bað í bala fyrir jól

Guðveig (Stella) Sigurðardóttir, Grindavík:

Fékk alltaf bók í gjöf frá mömmu „Ég er fædd í Gerðum Garði árið 1931 og bjó þar til sex ára aldurs. Ég heimsæki stundum tóftirnar þar sem bærinn okkar stóð í Garðinum. Móðir mín var einstæð og kynntist manni sem hún giftist árið 1937 og við fluttum í Miðhús í Þórkötlustaðahverfi, Grindavík. Þar bjuggu einnig foreldrar stjúpföður míns en þetta var þurrabúð, engin húsdýr voru á bænum. Sjómennska var lifibrauðið. Ég man eftir því hvað ég var ólánssöm að eiga afmæli 9. desember og fékk aldrei afmælisveislu því það tók því ekki, það voru að koma jól. Það var allt voðalega hreint á jólum og ég fékk nýja flík, klukku eða kot. Það var mikill munur þegar stúlkur fóru að

ganga í buxum en ekki í kjólgopum. Það var ekkert rafmagn heima hjá okkur, kolaeldavél var í eldhúsinu og kamar undir tröppum. Kalda vatnið fengum við af þökunum en því var safnað saman og þurftum við að bera vatn inn í opnum fötum og ausa úr fötunni. Skólpið úr kömrunum fór út en því var skvett á túnin.“

Drykkja gamla mannsins skyggði á jólagleðina

„Á aðfangadag var allt hreint og fínt en samt var ekki þessi tilhlökkun sem hefði verið æskileg því gamli maðurinn á bænum drakk sig fullan og það skyggði á jólagleðina. Ég var aukagemlingur og þessi gamli maður sem var hálfblindur talaði aldrei til

mín. Mig langaði að eiga pabba eða afa en eignaðist það aldrei. Ég var frekar kvíðin vegna gamla mannsins á aðfangadag. Þó það væru jól þá var allt mjög fábreytt. Við bökuðum þó vanilluhringi og gyðingakökur, svo fengum við sveskjur og rúsínur. Svo komu rauðu eplin með góðan ilm. Mamma gaf mér alltaf bók í jólagjöf en ég var orðin læs þegar við fluttum til Grindavíkur. Kisubörnin kátu hét ein bókin sem ég fékk. Annars var ekki mikið um gjafir. Við hlustuðum á útvarp saman en þá var rafmagnið í það fengið úr rafgeym sem var tengdur í vindmyllu úti. Það var hátíðlegt að hlusta á útvarpið.“

„Ég er fædd árið 1937 og bjó fyrstu tvö árin í gömlum torfbæ á Stað í Staðarhverfi en flyt þá í steinhús sem byggt var þarna. Hjá okkur var ekkert rafmagn, ekkert heitt vatn og kalda vatnið var rigningarvatn sem safnað var. Við vorum samt með vask og krana man ég. Kamarinn var úti við fjós, allt var látið detta ofan í forina þar. Við vorum með margar kindur, tvær þrjár beljur, hest, hænsni, kött og hund, þetta var alvöru sveitabær. Fyrir jól var heimilið þrifið hátt og lágt. Við vorum fimm systkini og ég var númer tvö í röðinni. Við fórum í bað í bala fyrir jólin en annars man ég ekki hvort farið var í bað oftar á árinu. Sjálfsagt fórum við fimm systkinin í vatnið sem var búið að hita og svo var bætt við heitu hreinu vatni. Ætli yngsta barnið hafi ekki farið fyrst ofan í vatnið og svo koll af kolli. Það var mikil fyrirhöfn að hita allt þetta vatn sem þurfti í balann. Það var einhver kattarþvottur á haustin, þetta var alls ekki eins mikill þvottur og er í dag. Eftir jólabaðið var farið beint upp í rúm. Ég fékk alltaf nýjan náttkjól sem mamma saumaði.“

Dýrin fengu meira að borða á aðfangadag

„Á aðfangadag var pabbi alltaf með aukagjöf handa dýrunum sem fengu þá meira að borða en aðra daga. Mamma eldaði lambakubbasteik en þá var lærið skorið niður og steikt. Á Þorláksmessu náði pabbi í hrossabjúgu sem hann hafði reykt í kofanum úti. Við vorum með heimasmíðað jólatré. Hangikjöt fengum við á jóladag og svo fengum við smurbrauð á jólum sem mamma skreytti en það voru afgangar af kjöti. Ég man eftir að hafa fengið bækur í jólagjöf og einnig fengum við heimasmíðuð leikföng, dúkkukommóðu og bíl.“

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Leikskólinn Garðasel – leikskólakennari Fræðslusvið – sálfræðingur Velferðarsvið – starf við liðveislu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen.

Gleðileg jól og komandi ár ár Gleðileg jól farsælt og farsælt komandi ÞökkumÞökkum viðskiptin á árinu semsemeru viðskiptin á árinu eruað að líða líða

Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús - jólasveinaratleikur og jólagjafaóskalisti Skemmtilegur jólasveinaratleikur fyrir fjölskylduna alla aðventuna. Einnig jólagjafaóskalisti sem Skessan í hellinum kemur til frænda sinna jólasveinanna. Opið 12-17 alla daga. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - jólatónleikar Jólatónleikar standa nú yfir til og með 20. desember. Nánari upplýsingar á Facebook, á tonlistarskoli.reykjanesbaer.is og á skrifstofu skólans s. 420-1400. Allir velkomnir.

Þjónusta í boði hjá Bílneti

Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun

• Brekkustíg 38 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • • Fitjabraut 30 • 260 Reykjanesbær • Sími: 420-0040 • GSM: 698-5693 • Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílasprautun • Réttingar • Sprautulökkun • Plastviðgerðir • Mössun • Bílrúðuskipti Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is

Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Laugardagurinn 14. nóvember kl. 11:30. Höfundur bókarinnar Ævintýrið um norðurljósin, Alexandra Chernyshova, les upp og syngur nokkur lög úr óperunni. Allir hjartanlega velkomnir.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

47

Hjörtun okkar jóla – Ný íslensk jólaplata norrænum jazzblæ

Þann 29. nóvember leit dagsins ljós glæný heimabökuð jólaplata á íslensku sem jazzsöngkonurnar Marína Ósk og Stína Ágústs senda frá sér, ásamt gítarleikaranum Mikael Mána Ásmundssyni. Platan hefur verið nefnd „Hjörtun okkar jóla“ og inniheldur tíu norræn jólalög frá Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi. Lögin hafa öll verið færð í skínandi fín jazzspariföt og skarta erlendu lögin íslenskum textum eftir þær Marínu og Stínu. Segja má að andi gömlu jazzplatnanna svífi yfir plötunni. Platan var tekin upp á haustlegum rigningardegi í september undir stjórn Þórðar Magnússonar og fóru upptökur fram

Fyrir rúmum 100 árum síðan stóð Duusverslunin, sem þá var starfrækt, fyrir jólatrésskemmtunum fyrir bæjarbúa í Bryggjuhúsi sem er elsta húsið í Duushúsalengjunni. Allt upp undir 300 börn komu þar saman og dönsuðu í kringum jólatréð og voru mörg þeirra að sjá þar jólatré í fyrsta sinn. Þau voru heldur færri sem dönsuðu í kringum jólatréð um síðustu helgi þegar þessar myndir voru teknar.

ÓTRÚLEGT JÓLAGJAFAÚRVAL

á heimalagaða mátann; allir í sama herbergi og allir tóku upp samtímis. „Hugmyndin að verkefninu kviknaði haustið 2018. Ég fékk skilaboð frá Stínu á Facebook um hvort við ættum

ekki að sjóða saman í jólatónleika. Ég greip í Mikael sem sat við hliðina á mér og spurði: „Ertu með?“ og bókaði hann á staðnum. Við héldum tónleika í Stokkhólmi og í Reykjavík 2018 og fengum margar fyrirspurnir um hvort þetta efni væri útgefið. Okkur þykir afar vænt um þetta verkefni og ákváðum því að taka það upp,“ segir Marína Ósk. Tónlistin á plötunni er hlýleg og var lagt upp með að hún fengi heimalagaðan jólablæ. Útsetningarnar, sem voru að mestu í höndum Mikaels Mána, ilma af gömlu jazzhefðinni sem blandast skemmtilega við nútímalegri tóna. Textarnir eru áferðafallegir og hnyttnir á köflum, en Marína og Stína hafa báðar fengið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir jazzplötur á íslensku með textum eftir þær sjálfar og Mikael fyrir útsetningar. (Jazz á íslensku, Stína Ágústs 2017, Beint heim, Marína & Mikael 2018). „Það kom upp sú hugmynd að hafa lögin á íslensku og við Marína hófumst strax handa við textasmíðar, enda báðar með mikinn áhuga á fallegum textum. Umfjöllunarefnin eru hinar ýmsu hliðar jólanna og aðventunnar; allt frá indælli jólarómantík til hinna gleymnu jólasveina til glitrandi jólafriðar og var mikið lagt í textagerðina,“ segir Stína. Auk þeirra Marínu, Stínu og Mikaels, leika þeir Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur. Platan er komin út á streymisveitum og kemur út í litlu upplagi á geisladisk auk textabókar.

Looking for Employee in Airport Hotel Aurora. Waiter and Assistance in Restaurant

Experienced Waiter or Waitress for catering and service work in our Restaurant and Bar.

Chef and Assistance in Kitchen

Looking for experienced Employee as Chef or Assistance in our Kitchen.

Employee in Hotel Reception

Searching for experienced Employee in our hotel Reception. Good english speaking required.

Við erum í miðbæ Keflavíkur. Verið velkomin! Georg Jensen og Rosendahl gjafavörur - Kerti og úrval af smávöru

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

A service-orientated, punctual and clean minded person is required. Work shift arrangements.

Gjafavöru- og blómabúð Tjarnargötu 3 - Sími 421-3855

Send applications with CV to: hotelairport@hotelairport.is


48

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Varnarliðið fékk leyfi til útvarpssendinga á Keflavíkurflugvelli fyrir liðsmenn sína vorið 1952 og sjónvarpssendinga þremur árum síðar. Ráðamenn þjóðarinnar voru ekki par hrifnir af þessum útsendingum vegna þeirra áhrifa sem þær höfðu á þjóðina. Deilur um útsendingar sjónvarpsefnis á erlendum tungumálum urðu seinna á Íslandi en mest urðu átökin um Kanasjónvarpið svokallaða. Sendingar náðust í fyrstu lítt út fyrir Vallarsvæðið en eftir að sendistyrkurinn var aukinn árið 1963 gátu flestir íbúar suðvesturhornsins náð dagskránni sem byggðist á bandarískum skemmtiþáttum og kvikmyndum. Þetta féll í góðan jarðveg hjá Íslendingum og festu þúsundir heimila kaup á sjónvarpstækjum.

Frumherjar í sjónvarpi – Sigurður Jónsson og Teitur Albertsson unnu hjá AFRTS á Vellinum

Siggi og Teddi að skoða gamlar myndir.

Víkurfréttir rifjuðu upp gamla tíma Kanasjónvarpsins með þeim félögum Sigurði Jónssyni og Teiti Albertssyni en þeir útskrifuðust báðir frá tækniskóla í Bandaríkjunum og unnu í tugi ára við útsendingar fyrir Varnarliðið. Sigurður Jónsson var fyrstur Íslendinga til að læra við tækniskóla í Bandaríkjunum og hefja störf hjá AFRTS, sjónvarpsstöð hersins á Keflavíkurflugvelli. Hann segir svo frá: „Ég hafði verið að vinna á Vellinum eins og margir Íslendingar, vann þar í nokkur ár áður en ég fór einn til Bandaríkjanna árið 1957 og lærði rafeinda- og sjónvarpstækni við tækniskóla í Los Angeles. Það var mjög skemmtilegt. Á þessum tíma, árið 1955–1956, var sjónvarp mjög nýtt hér á Íslandi. Ég hafði séð svona tæki í húsi hjá bandarískum manni sem leigði á Tjarnargötunni en þar var útsendingin öll í snjó, mjög óskýr. Mig langaði að læra þetta og stefndi til Bandaríkjanna í tækninám. Eftir tveggja ára nám ætlaði ég í tölvunarfræði en fór heim um sumarið og kíkti í heimsókn til þeirra á AFRTS, talaði við hermennina sem störfuðu þar

og fékk að skoða sjónvarpsstöðina. Þessi heimsókn á AFRTS, en það hét sjónvarpsstöðin þeirra, American Forces Radio and Television Service, var örlagarík því þeir voru með bilað tæki sem þeir báðu mig að kíkja á sem ég og gerði. Ég lagaði tækið fyrir þá og þeir buðu mér starf sem ég þáði. Ég var fyrsti útlendingurinn sem vann hjá þeim og endaði sem tæknistjóri, yfirmaður allra sjónvarpsstöðva í Evrópu sem voru á vegum bandaríska sjóhersins.“

Ætlaði að verða flugmaður

„Ég byrjaði á að læra flug en fékk ekki læknisskoðun til áframhaldandi flugnáms vegna auga. Þessi heimsókn á Kanasjónvarpið leiddi til þess að ég hóf strax störf hjá þeim. Ég hefði ekki getað fengið betra starf og var mjög lukkulegur hjá þeim. Þeir voru fljótir að gera mig að tæknistjóra sjónvarps og útvarps í Keflavíkurstöðinni og

VIÐTAL

Fyrstur allra Íslendinga

Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

fyrir rest endaði ég sem yfirmaður og tæknilegur ráðunautur útvarpsog sjónvarpsstöðva sjóhersins í Evrópu, Nýfundnalandi og Bermúda. Sverrir Ólafsson hafði samband við mig og spurði út í námið. Sverrir og Teitur Albertsson, æskuvinur hans og frændi, voru áhugasamir um sama nám og ég fór í til LA,“ segir Sigurður Jónsson, sem margir þekkja undir viðurnefninu Siggi tíví.

Frændurnir fylgdu á eftir

„Við Sverrir ákváðum að fara saman út í þetta nám sem Siggi hafði farið í. Sverrir fór með konu og lítið barn en við útskrifuðumst báðir þaðan í nóvember árið 1959. Siggi réði mig fyrst til AFRTS og seinna fékk Sverrir

vinnu á sama stað,“ segir Teitur Albertsson, yfirleitt kallaður Teddi. „Mér fannst ég bera ábyrgð á þeim því ég benti þeim á námið. Teitur fékk strax vinnu hjá AFRTS en Sverrir fékk vinnu við rafeindatækni á öðrum stað á Vellinum til að byrja með. Stuttu seinna urðu umsvifin hjá AFRTS meiri og við fengum leyfi til að ráða einn í viðbót og þá kom Sverrir til starfa. Íslenska sjónvarpið byrjaði einhverjum árum seinna, hófu útsendingar árið 1966 en þá fóru þeir að bera víurnar í okkur alla þrjá enda

þá komnir með góða reynslu í þessum tæknimálum. Við Teddi vildum ekki fara til Reykjavíkur en Sverrir ákvað að flytja þangað og starfa hjá þeim á RÚV. Við þrír vorum fyrstu Íslendingarnir sem höfðum lært þessi fræði í Bandaríkjunum og RÚV vantaði svona menn á fyrstu dögum íslenska sjónvarpsins,“ segir Siggi Jóns.

Sextíumenningarnir höfðu áhyggjur af íslenskri þjóð

Eins og margir muna þá birtu sextíu þjóðþekktir einstaklingar opinberlega

Deilur um Kanasjónvarpið Ýmsum sveið það sárt að bandarískt sjónvarpsefni væri aðgengilegt stórum hluta þjóðarinnar en ekki innlend dagskrá á íslensku. Stjórnarandstöðuflokkarnir og hópar menntamanna sáu Kanasjónvarpinu flest til foráttu og töldu það vettvang fyrir Bandaríkjamenn til að koma áróðri á framfæri og jafnframt ógn við íslenska menningu, tungu og sjálfstæði. Sextíu áhrifamenn undirrituðu í mars 1964 áskorun um að sendingar skyldu takmarkaðar við Keflavíkurstöðina og tíu sinnum fleiri háskólastúdentar gerðu slíkt hið sama í febrúar 1966. Einstaklingarnir voru sextíu talsins en það þótti táknrænt í ljósi þess að þingmenn landsins voru einnig alls sextíu. Þeim þótti það vansæmandi fyrir Íslendinga, sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarpsstöð. Nærri því fimmtán þúsund íslenskir stuðningsmenn Keflavíkursjónvarpsins skrifuðu þá undir áskorun þar sem slíkum takmörkunum var mótmælt og þeirri skoðun lýst að íslensku þjóðerni væri engin hætta búin.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Á þessum árum var Kanasjónvarpið farið að sjást víða um suðvesturhorn Íslands. Þá fóru menn að hafa áhyggjur af íslenskri tungu og þeim áhrifum sem Kanasjónvarpið gæti haft á íslenska menningu ...

Fyrsti sjónvarpssendir á Íslandi. yfirlýsingu í fjölmiðlum árið 1964, sem var um leið bón til Alþingis, þar sem óskað var eftir því að sjónvarpsútsendingar á Keflavíkurflugvelli yrðu takmarkaðar við Varnarliðið sjálft en næðu ekki til íslensks almennings. „Sextíumenningarnir skoruðu á ríkisstjórn landsins að loka. Eftir að íslenskt ríkissjónvarp byrjaði árið 1966 breyttust allar aðstæður því herstöðvum hafði verið gefið sýningarefni á meðan framleiðendur þáttanna vildu fá að selja RÚV vegna sýninga þeirra á sjónvarpsefni. Útsendingarstyrkur Kanasjónvarpsins var aukinn árið 1961 því þó nokkuð var af her-

mönnum í Hvalfirði, í braggaþorpinu þar, að verja olíustöðina. Þegar þetta gerðist fór Kanasjónvarpið að sjást í Reykjavík og þá kom krafa frá hermönnum í Grindavík sem vildu einnig sjá sjónvarpið svo við jukum styrkinn og þá náðu Vestmannaeyingar að sjá. Á þessum árum var Kanasjónvarpið farið að sjást víða um suðvesturhorn Íslands. Þá fóru menn að hafa áhyggjur af íslenskri tungu og þeim áhrifum sem Kanasjónvarpið gæti haft á íslenska menningu. Það var orðið mjög vinsælt að horfa á sjónvarpið, sem auðvitað allir vildu fá að sjá. Fólk fer að kaupa sjónvörp

í kjölfarið, fleiri þúsund tæki seljast. Ég segi að Kanasjónvarpið sé móðir og faðir íslenskra sjónvarpssendinga því ef ekki hefði verið fyrir þessar útsendingar þá hefði íslenskt sjónvarp komið miklu seinna. Afturhaldsöflin stjórnuðu því. Það var mjög auðvelt fyrir íslenskt ríkissjónvarp að byrja á sínum tíma því margir áttu orðið sjónvarp, grunnurinn var lagður með Kanasjónvarpinu. Á þessum árum bjuggu margar amerískar hermannafjölskyldur niðri í Keflavík og í fleiri bæjarfélögum á Suðurnesjum. Þetta fólk bjó á meðal okkar en verslaði mat og aðrar amerískar vörur innan Vallarsvæðisins á mun lægra verði. Af tæknilegum ástæðum gat varnarliðið ekki ekki lokað fyrir sjónvarpssendingar að fullu fyrr en árið 1975 þegar sjónvarpssendingar voru komnar í kapal á Vellinum til þess að loka á útsendingar utan svæðisins. Þessi kapall er til enn þann dag í dag og er til dæmis nýttur af Kapalvæðingu,“ segir Siggi og bætir við: „Kanasjónvarpið

49

Sigurður Jónsson. á Vellinum var deild frá Washington og þarna störfuðu 30–37 amerískir hermenn, allt tæknimenntað fólk og fólk menntað í fjölmiðlafræðum. Ég fékk mínar skipanir frá þessari deild í Washington og árið 1982 sendu þeir mig í þriggja mánaða skóla til að læra stjórnun á útvarps- og sjónvarpsstöðvum á vegum hersins. Það var mjög gott að vinna fyrir herinn og ég var oft sendur út á vegum þeirra á ráðstefnur og námskeið.“ Hvað er eftirminnilegast? „Ég segi það sama og Siggi,“ svarar Teddi: „Það var mjög gott að umgangast Kanana og dásamlegt að vinna á sjónvarpsstöð hersins á Vellinum. Það fylgdu þessu oft námsferðalög til Bandaríkjanna. Við vorum að horfa á sjónvarp beint frá Bandaríkjunum á stöðinni upp frá. Fyrstu árin kom þetta á spólum en svo var þetta gervi-

hnattamóttaka. Það voru alltaf fréttir á hálftíma fresti. Eitt það eftirminnilegasta var árásin á Tvíburaturnana. Það var mjög skrítið þegar við sáum hryðjuverkaárásina á þá turna í New York í beinni útsendingu,“ „Sammála því að 11. september 2001 er dagur sem ekki gleymist. Þarna horfðum við á þessar hryðjuverkaárásir í beinni útsendingu hjá okkur. Ég varð að hringja í aðalstöðina í Washington og spyrja hvað ég átti að gera við útsendinguna því ég varð að fá skipun frá þeim í Bandaríkjunum. Við vorum hluti af Naval Media Center um allan heim en yfirmenn okkar voru í Washington. Þeir sögðu mér að rjúfa ekki útsendingu,“ segir Siggi. „Það var skrítið að sjá þegar seinni flugvélin kom og flaug beint á turninn í New York sem við sáum í beinni útsendingu. Það voru allir sem lamaðir að horfa á þessi ósköp,“ segir Teddi.

Ríkissjónvarp hóf útsendingar 1966 Þessar deilur urðu til að flýta fyrir stofnun Ríkissjónvarpsins sem hóf útsendingar 30. september 1966. Yfirmenn Varnarliðsins skáru þá á hnútinn með því að tilkynna að hermannasjónvarpið yrði takmarkað við Keflavíkurflugvöll, þar sem samningar þess um sýningar á ókeypis sjónvarpsefni væru háðir því að engar aðrar sjónvarsstöðvar sendu út á dreifisvæðinu. Þess má geta að á upphafsárum Ríkissjónvarpsins voru enskir knattspyrnuleikir sýndir með lýsingum enskra þula en það mun hafa komið til af því að leikirnir bárust hingað til lands á filmum þar sem lýsingarnar voru ekki á sérstakri hljóðrás. Kynning íslensks þular, Bjarna Felixsonar, á leikmönnunum fór þó á undan enska textanum.

MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM JÓLAGJÖFUM

Gleðilega hátíð!

SUÐURNESJA

magasín

Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum árið sem er að líða.

KROSSMÓA - REYKJANESBÆ


50

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Fyrstu árin kom þetta á spólum en svo var þetta gervihnattamóttaka. Það voru alltaf fréttir á hálftíma fresti. Eitt það eftirminnilegasta var árásin á Tvíburaturnana. Það var mjög skrítið þegar við sáum hryðjuverkaárásina á þá turna í New York í beinni útsendingu ... Endurmenntun skipti máli

„Við fórum á mörg námskeið því herinn var duglegur að senda okkur í endurmenntun. Það voru fullt af samstarfsmönnum með okkur á vegum sjónvarpsstöðva hersins, eitthvað um 800–900 manns sem unnu með okkur í gegnum árin og dvöldu hér í eitt til tvö ár. Ég hef haldið sambandi við þó nokkuð marga á Facebook,“ segir Siggi. „Ef við ættum að fara að vinna við sjónvarp í dag þá gætum við það ekki, þó það séu ekki nema tæp tuttugu ár síðan við hættum að vinna við þetta, tækninni hefur fleygt svo fram,“ segir Teddi. „Nei, við gætum það ekki án endurmenntunar því tækninni hefur fleygt svo hratt fram á þessu sviði. Ég hætti aðeins á undan Tedda að vinna hjá

Reglum breytt vegna EES Með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu varð nauðsynlegt að breyta ákvæði útvarpslaganna um þýðingarskylduna, enda var tilskipun Evrópubandalagsins sem miðaði að því að afnema höft á dreifingu sjónvarpssendinga innan Evrópu tekin upp í reglusafn EES. Í maí 1993 samþykkti Alþingi frumvarp um breytingar á útvarpslögum þar sem þýðingarskylda íslenskra sjónvarpsstöðva á erlendu efni var lögfest en hún hafði áður verið reglugerðarbundin. Þýðingarskyldan braut ekki í bága við EES-samninginn, þar sem aðildarríkjunum var heimilt að setja sér strangari reglur um dagskrá sjónvarpsstöðva sem þau hefðu lögsögu yfir teldu þau það nauðsynlegt vegna tungumálastefnu sinnar. En vegna reglna EES var beint endurvarp óstyttrar og óbreyttrar dagskrár erlendra sjónvarpsstöðva hins vegar undanþegið þýðingarskyldunni. Þannig var opnaður möguleiki á því að bjóða upp á áskrift að erlendum sjónvarpsrásum hér á landi, sem bæði Stöð 2 og Síminn gerðu innan fárra ára í gegnum fjölvarp og breiðband.

Teitur Albertsson.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum kærlega fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Sjáumst á nýju ári!

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Opnunartími á Langbest yfir jól og áramót: Þorláksmessa 11–22 - Aðfangadag lokað - Jóladag lokað - Annan jóladag opið frá 17–22 Gamlársdagur lokað - Nýársdagur opið frá 17–22


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM hernum, eða árið 2004, en þeir sendu mig á tvær ráðstefnur á ári til að sjá nýjustu tækin. Á þessum ráðstefnum fékk ég einnig að sjá það sem var í þróun á þeim tíma og eitt af því var flatsjónvarp, svona þunn sjónvörp eins og er nánast inni á hverju heimili í dag, en þetta svona sjónvarp þótti þvílík bylting þá – þetta var árið 1986. Tæknin er orðin svo samanþjöppuð í tækjunum í dag,“ segir Siggi. „Við erum rafeindatæknimeistarar og þessi störf hjá Kanasjónvarpinu hentuðu okkur því mjög vel. Við vorum ánægðir í vinnu hjá hernum. Launin voru góð og ekki hægt að hugsa sér betri vinnuveitendur,“ segir Teddi. „Já, herinn var góður vinnuveitandi og borgaði góð laun. Vinnutilhögun og vinnuagi var mikið meiri hjá hernum en við unnum þó samkvæmt íslenskum lögum. Þetta voru góð ár,“ segir Siggi. „Eftir lokun Kanasjónvarpsins fyrir almenning í landinu sáum við áfram þessa þætti í vinnunni okkar. Kúrekamyndirnar og stríðsmyndirnar voru skemmtileg afþreying. Svo voru það auðvitað þættir eins og Combat og 12 O’Clock High sem voru stríðsþættir. Margir sem sáu Kanasjónvarpið á sínum tíma eiga sér örugglega ein-

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

51

hverja uppáhaldsþætti,“ segir Teddi. „Það er gaman að hafa fengið að upplifa þessa tíma með hernum á Íslandi. Öll áhrif sem þeir höfðu á tónlistarmenninguna í Keflavík lifir ennþá. Útvarpið frá þeim gerði það að verkum að hér í Keflavík grasseraði alls konar tónlist, langt á undan öðrum landsvæðum,“ segir Siggi. „Svo fannst okkur gaman að fara í klúbbana upp frá, borða matinn og kynnast öllu þessu fólki sem maður kynntist,“ segir Teddi.

Við lærðum báðir í Bandaríkjunum og hefðum aldrei farið út að læra ef ekki fyrir Kanann. Við áttum ævintýralíf með öllum þeim ferðalögum sem starfinu fylgdi. Margir hermenn hafa viljað koma til Íslands eftir þetta ævintýri ...

Menn hræddust amerísk áhrif á íslenska tungu og þjóð Í bókmennta- og menningartímaritinu Helgafell birtist eftirfarandi grein árið 1954 sem lýsir vel áhyggjum ráðamanna vegna útvarpssendinga varnarliðsins: „Ekkert minnir almenning á Íslandi jafnoft á nærveru Bandaríkjamanna sem útvarp þeirra á Keflavíkurflugvelli. Frá rismálum til miðnættis sendir það út boðskap sinn og er efni þess mörgum kærkomið til þess að fylla upp í hinar löngu þagnir íslenska útvarpsins. Satt að segja er hávaðinn í Keflavíkurstöðinni orðinn svo snar þáttur í skynheimi mikils hluta þjóðarinnar, einkum yngri kynslóðarinnar. Niðurstöður vikulangrar athugunar á efni Keflavíkurútvarpsins eru, svo vægilega sé komizt að orði, dálítið raunalegar. Þær sýna að meginstofn dagskrárinnar er dansmúsík, sú og jazz, sem glymur í eyrum víða, þar sem maður kemur á íslensk heimili og vinnustaði en fullur helmingur dagskrárinnar á virkum dögum, er helgaður

slíku efni, sígild tónlist heyrist þar sárasjaldan. Mjög lítið er þar um fyrirlestra til fróðleiks og skemmtunar. Ætla mætti að hlustendur væru eintómir eirðarlausir og óþroskaðir unglingar. Guðsorð er nokkuð um hönd haft á hverjum degi og sunnudagsmorgnar að mestu helgaðir guðsþjónustu. Eins og til að vega á móti öllum þessum andlegheitum er hlustendum gefinn óvenju kraftmikill skammtur af morðsögum og æsandi leikritum á sunnudagskvöldum. Það er engin leið að útiloka þessa lágmenningu frá íslenzku þjóðinni. Hin þjóðlega alþýðumenning er hætt að veita neitt verulegt viðnám. Sú hætta vofir yfir að hér vaxi upp menningarsnauð lágstétt, ef ekki er spyrnt við fótum.“ (úr bókinni Ísland í aldanna rás 1900–2000, Öldin öll í einu bindi.)

Endurfundir árið 2020 hjá fyrrum starfsmönnum AFRTS

„Við lærðum báðir í Bandaríkjunum og hefðum aldrei farið út að læra ef ekki fyrir Kanann. Við áttum ævintýralíf með öllum þeim ferðalögum sem starfinu fylgdi. Margir hermenn hafa viljað koma til Íslands eftir þetta ævintýri. Árið 2020, í september á næsta ári, er ákveðið að vera með Naval Media Center Reunion en þá vilja menn hittast aftur eftir öll þessi

ár. Þarna verður fullt af fólki sem við Teddi þekkjum en ég er í sambandi við svo marga því ég var mun meira að ferðast vegna vinnunnar. Ég er ákveðinn í að mæta á þennan endurfund, en þú Teddi, kemurðu ekki með?,“ spyr Siggi og Teddi segist ætla að hugsa málið. Það var frábært að fá að spjalla við þessar goðsagnir, mennina sem ruddu leiðina, fyrstir allra Íslendinga til að starfa við útsendingar sjónvarps á vegum bandaríska hersins.

Starfsfólk Airport Associates sendir íbúum Suðurnesja hugheilar jóla- og nýárskveðjur


52

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Ísafjörður

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Siglufjörður Húsavík Dalvík Sauðárkrókur

Akureyri

Blönduós

LÖGMENN ALLRA LANDSMANNA

Akranes Reykjavík

Egilsstaðir

Lögfræðistofa Suðurnesja gekk til liðs við Pacta lögmenn í maí 2015. Hjá Pacta Lögmönnum starfa á þriðja tug lögfræðinga á 14 starfsstöðvum víða um land. Lögmenn Pacta búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á flestum sviðum lagaumhverfis sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

Reyðarfjörður

Markmið okkar er að veita viðskiptavinum um land allt vandaða lögmannsþjónustu og ráðgjöf, byggða á þekkingu, trausti og áreiðanleika.

Hafnarfjörður Keflavík

Selfoss

Við viljum ráða lögfræðing eða lögmann til starfa í Reykjanesbæ Pacta lögmenn óska eftir að ráða lögfræðing eða lögmann með héraðsdómsréttindi til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu Pacta á Suðurnesjum, með starfsstöð á Lögfræðistofu Suðurnesja í Reykjanesbæ. Meðal verkefna eru fjölbreytt viðfangsefni á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og samningagerðar, réttargæsla og verjandastörf í opinberum málum, úrlausnarefni á sviði kröfuréttar, málflutningur og ábyrgð á mætingum í héraðsdóma og hjá sýslumannsembættum. Við leitum að ábyrgum og drífandi starfsmanni sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, getur unnið sjálfstætt og býr yfir mikilli samskiptafærni.

Nánari upplýsingar veitir Róbert Gíslason, rekstrarstjóri Pacta lögmanna, í síma 440 7900 og á netfangið robert@pacta.is. Vinsamlegast sækið um starfið á heimasíðu pacta.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2019. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarupplýsingar.

Pacta lögmenn ı Krossmóa 4a ı 260 Reykjanesbæ ı Sími 440 7900 Akranes ı Akureyri ı Blönduós ı Dalvík ı Egilsstaðir Hafnarfjörður ı Húsavík ı Ísafjörður ı Keflavík ı Reyðarfjörður Reykjavík ı Sauðárkrókur ı Selfoss ı Siglufjörður

Guðlaug María Lewis:

Aldrei leiðinlegt að horfa á Colin Firth í Bridget Jones’s Diary Jólabíómyndin sem kemur þér í jólaskap? The Holiday og Love Actually eru auðvitað æði og svo er aldrei leiðinlegt að horfa á Colin Firth í Bridget Jones’s Diary. Sendir þú jólakort eða hefur Facebook tekið yfir? Facebook hefur algerlega tekið yfir jólakortin. Leiðinlegt en satt. Ertu vanaföst um jólin, er eitthvað sem þú gerir alltaf um hátíðarnar? Jólin eru auðvitað nokkurn veginn fastir liðir eins og venjulega sem er auðvitað það sem gerir þau svo skemmtileg. Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Ljósmynd af gallsteinunum úr sjálfri mér frá eiginmanninum. Ofsalega falleg mynd en tilfinningarnar voru vægast sagt blendnar þegar ég áttaði mig á af hverju hún var.

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu.

Er eitthvað eftirminnilegt í huga þér frá yngri árum þínum á jólum? Það eftirminnilegasta eru aðfangadagskvöld á Faxabrautinni hjá ömmu og afa. Allan uppvöxt minn kom hluti stórfjölskyldunnar þar saman og borðaði jólamatinn og tók upp gjafir. Hátíðleikinn og spenningurinn léku þar stórt hlutverk. Ótrúlegt hvað uppvask getur tekið langan tíma þegar maður er barn. Svo var það auðvitað spenningurinn yfir því hver hlyti möndluna. Langeftirminnilegasta aðfangadagskvöldið er þó það þegar bróðir afa, sem var einstæðingur, var sóttur á Hlévang til að borða með okkur og hann spændi upp í sig Mackintoshið sem ung frænka hafði fengið í möndlugjöf og verið svo kurteis að bjóða öllum einn mola. Hann þurfti svo auðvitað með reglulegu millibili að hleypa út lofti sem safnaðist upp við allt sælgæt-

isátið. Þetta þótti mér drepfyndið og hefur fjölskyldan oft grátið úr hlátri við að rifja upp þessa skemmtilegu sögu. Hvað er í matinn á aðfangadag? Við borðum alltaf svínahamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo hefur sú hefð skapast með mínum börnum að ég geri alltaf súkkulaðimús með hindberjum af því syni mínum finnst hún ómissandi. Hvenær finnst þér jólin vera komin? Jólin eru komin þegar ilmurinn af hamborgarhryggnum fyllir húsið og þegar ríkisútvarpið hringir inn jólin kl. 18 með messunni. Hefur þú verið eða gætirðu hugsað þér að vera erlendis um jólin? Hef aldrei verið erlendis á jólum og finn ekki til löngunar til þess. Áttu þér uppáhaldsjólaskraut? Þegar ég var barn var uppáhaldsjólaskrautið mitt látúns englakertastjaki, þessi með fjórum mjóum kertum og þegar kveikt var á snerust englarnir í hringi og það klingdi í bjöllunum. Mér fannst alltaf mjög hátíðlegt þegar ljósin voru kveikt á þessum kertum. Í hitteðfyrra færði hún Valgerður Guðmundsdóttir mér svo að gjöf svona stjaka sem hún keypti á jólamarkaði í Þýskalandi af því hun mundi eftir mér segja söguna af þessu. Mér þótti mjög vænt um það. Hvernig verð þú jóladegi? Jóladegi ver ég á náttfötunum fram á miðjan dag. Þá klæðum við okkur upp á nýjan leik og förum í mat til foreldra minna ásamt Erni bróður mínum og hans fjölskyldu. Þar fáum við oftast ferskt lambakjöt. Svo spilum við og höfum gaman.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

53

UNGT NÁMSFÓLK FRÁ SUÐURNESJUM Thelma Lydía Rúnarsdóttir, starfsmaður Arion banka og viðskiptafræðinemi:

Gaman að skella sér norður í lotu

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Ég er í vetrarfríi í vinnunni svo það er mjög þægilegt að geta bara einbeitt sér alveg að prófunum. Það eru tvö próf af fjórum búin svo þetta mjakast.“

Birgitta Líndal Þórisdóttir, nemandi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:

Námið sniðið að þörfum hvers nemanda

Hvað ertu að læra? „Ég er að læra viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og markaðsgreinar við Háskólann á Akureyri.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Ég valdi þetta nám þar sem ég, eins og svo margir aðrir, var mjög óákveðin með hvað ég vildi vinna við í framtíðinni. Mig langaði ekki að bíða lengur með að byrja í háskólanámi svo ég ákvað að prófa viðskiptafræðina þar sem hún nýtist í svo mörgum störfum og ég sé alls ekki eftir því. Ég valdi HA því ég hafði heyrt mjög góða hluti um fjarnámið hjá þeim og það

hefur heldur betur staðið undir væntingum. Svo skemmir ekki fyrir hvað það er gaman að skella sér norður í lotu og upplifa félagslífið í skólanum, ætli það standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við námið.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég ætla að skella mér til Póllands í smá frí, versla jólagjafir og hafa það huggulegt fyrir jólin.“

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Prófatímabilið hefur gengið ágætlega.“ Hvað ertu að læra? „Ég tók mér pásu frá framhaldsskóla vegna áhugaleysis og ég er í fjarnámi hjá MSS eins og er. Eftir áramót fer ég síðan í fjarnám í Menntaskólanum við Tröllaskaga og klára stúdentinn þar.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Námið er sniðið að þörfum sérhvers

nemanda og hentar því mér sérstaklega vel þar sem ég er með mikinn athyglisbrest og á erfitt með að einbeita mér inni í skólastofu. Svo var líka bara kominn tími til að að klára stúdentinn.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Eftir prófin ætla ég með mömmu minni og systur til Sviss. Við ætlum að skoða okkur um þar, draga andann djúpt og njóta.“

Síðustu Víkurfréttir fyrir jól koma út fimmtudaginn 19. desember

ERTU AÐ GLEYMA AÐ SENDA JÓLAKVEÐJU?

* Gildir ekki af Philips Hue, tilboðsvörum og lægsta lága verði Húsasmiðjunnar

Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana.

Opið til

19:00

JÓLADAGUR

fimmtudaginn 12. desember

HÚSASMIÐJUNNAR FIMMTUDAGINN 12. DES.

Mörg þúsund vörur á afslætti fimmtudaginn 12. desember Kláraðu jólagjafirnar á lægra verði

Jólastemning

Piparkökur, kaffi og opið til kl. 19 í öllum verslunum, fimmtudaginn 12. desember

25% afsláttur

Allar seríur • Jólaskraut • Gervijólatré • Jólaljós

Gjafavörur • Málning • Philips ljós* • Búsáhöld • Hreinsiefni • Bökunarvörur Rafmagnsverkfæri •Handverkfæri • Smáraftæki • Verkfæratöskur Glös og matarstell • Fatnaður • Blöndunartæki • Parket • Flísar Tröppur og stigar • Snjóskóflur og sköfur • Hillurekkar ...og margt fleira!

Jólagjafahandbók Húsasmiðjunnar er á husa.is 54 blaðsíður af jólagjafahugmyndum


54

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

UNGT NÁMSFÓLK FRÁ SUÐURNESJUM María Bára Arnarsdóttir, geislafræðinemi og sjúkraliði á HSS:

Erna Freydís Traustadóttir, körfuknatt­ leikskona Njarðvíkur og lyfjafræðinemi:

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Það hefur gengið bara mjög vel.“

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Það hefur gengið vel hingað til. Ég er búin að fara í eitt lokapróf af tveimur og fer í það seinna næstkomandi miðvikudag. Ekki síst er ég ánægð með að geta nýtt mér aðstöðuna í HÍ og einnig má nefna bókasafnið hér í Reykjanesbæ sem lengir opnunartímann fyrir okkur.“

Vill bæta samskipti sjúklinga við sérfræðingana

Myndgreiningar og geislafræðin í stöðugri þróun Hvað ertu að læra? „Ég er að læra geislafræði við Háskóla Íslands.“

Brynja Ýr Júlíusdóttir, kennaranemi og ritari Leikfélags Keflavíkur:

Fylgdi eigin sannfæringu og fór í kennaranám Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Prófatímabilið gekk mjög vel. Ég var heppin þar sem ég þurfti bara að fara í tvö lokapróf og var því búin frekar snemma í desember. Mér finnst alltaf þægilegra þegar það eru fleiri verkefni yfir önnina frekar en eitt risastórt lokapróf.“

Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Námið er búið að vera ansi krefjandi og þurrt upp á síðkastið. Grunnurinn er alltaf erfiður og oft á tímum alls ekki skemmtilegur en það sem sker sig úr er að læra um líkamann, hvernig hann virkar og allar þær leiðir sem er hægt að skyggnast inn í hann og skoða. Ég hef alltaf vitað að ég myndi starfa innan heilbrigðiskerfisins, við hvað vissi ég ekki alveg fyrr en ég skellti mér bara í djúpu laugina og sótti um í geislafræðina. Myndgreiningar eru í stöðugri þróun og ein af helstu undirstöðum heilbrigðiskerfisins og þar af leiðandi býður upp á alls konar starfsmöguleika.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Beint eftir prófin ætla ég með bekkjarfélögunum mínum á nýja Röntgen barinn og fagna próflokunum. Mjög viðeigandi finnst mér!“

Hvað ertu að læra? „Ég er í fjarnámi við Háskólann á Akureyri þar sem ég er að læra kennarann.“

Guðrún Elva Níelsdóttir, þroskaþjálfa­ fræðinemi og stuðningsfulltrúi:

Vill stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Prófatímabilið hefur gengið mjög vel. Ég þurfti bara að taka eitt próf núna í desember. Annars voru bara skilaverkefni sem er mjög þægilegt.“

Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Fjölbreytnin við námið er mjög skemmtileg og sveigjanleikinn. Við erum ekki mörg í náminu og því er þetta mjög þéttur hópur og kennararnir hugsa vel um okkur. Ég hafði alltaf hallast að kennaranáminu en fólki í kringum mig fannst það eitthvað tabú, lág laun og svona. En svo ákvað ég bara að hætta að hlusta á það og skellti mér í kennarann og ég sé alls ekki eftir því. Finn það alveg að ég sé á réttri braut.“

Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Auðvitað fólkið sem ég hef kynnst í gegnum námið og svo áfangar sem kveikja á áhuganum og eru spennandi og krefjandi. Ég valdi námið meðal annars vegna þess að ég hef nokkurra ára reynslu af því að vinna í apóteki, bæði hérlendis og í Noregi, og kynnst því hvernig það umhverfi virkar. Það kveikti áhugann og löngunina í að prófa námið. Einnig finnst mér mjög gaman að vinna með fólki og ég myndi vilja hafa áhrif á starf lyfjafræðinga og ekki síst á samskipti milli sjúklinga og sérfræðinga og þess háttar.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég mun eflaust njóta þess að leggja bækurnar aðeins til hliðar. Við eigum einn leik eftir fyrir jól í körfuboltanum og svo mun ég hafa það huggulegt um jólin með fjölskyldunni og vinum áður en við kærastinn minn skellum okkur til Kanarýeyja í smá frí yfir nýárið.“

Hvað ertu að læra? „Ég er að læra þroskaþjálfafræði í Háskóla á Íslands.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta nám er að læra um breytingar og samfélagið sem fólk með fötlun hefur gengið í gegnum. Ég valdi þetta nám því ég vil sjá til þess að ég geti hjálpað fólki með fötlun að lifa sjálfstæðu lífi, vera viðurkennd í sínu umhverfi og hafa jöfn tækifæri.“

VIÐTAL

Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég er búin að kaupa allar gjafir og skreyta allt fyrir jólin. Það er alveg frekar mikið að gera í vinnunni fram að jólafrí, sem byrjar 21. desember, og þá tekur eflaust við allsherjartiltekt heima þar sem þetta verða fyrstu jólin sem ég held sjálf. Jólafríið fer svo í tónleika, leikhús, bústaðaferð og rólegheit með maka og fjölskyldu. Ég er mjög spennt fyrir þessum jólum.“

Hvað ertu að læra? „Ég er á öðru ári í lyfjafræði við Háskóla Íslands.“

Blái herinn sendir öllum Suðurnesjamönnum kærar jóla- og nýárskveðjur og þakkar stuðninginn 2019.

Sólborg Guðbrandsdóttir solborg@vf.is

Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég er ný búin í prófum. Nú er ég að pakka því ég að fara að flytja og ætla að skella mér til útlanda rétt fyrir jólin.“

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu jólaog nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

55

Aníta Rut Adamsdóttir, starfsmaður á HSS og hjúkrunarfræðinemi:

Starfið á spítalanum kveikti áhugann enn frekar

Guðlaugur Ómar Guðmundsson, tónlistarmaður og nemi við félagsvísindi:

Alltaf laðast að hugvísindum

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Það hefur gengið mjög vel. Það er gott að eiga nokkrar vinkonur í náminu sem nenna að læra með manni.“

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Prófatímabilið hefur gengið ágætlega, miðað við að maður hefur alltaf nóg annað að gera.“

Hvað ertu að læra? „Hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.“

Hvað ertu að læra? „Ég er í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Mér finnst skemmtilegast að rýna í viðfangsefnin sem um er að ræða hverju sinni og nálgast þau frá misjöfnu sjónarhorni, svo hægt sé að fá sem nákvæmustu mynd af því sem um er að ræða, í stað þess að setja fram einhliða niðurstöðu sem hefur sér takmarkaða stoð í raun og veru. En ég hef alltaf laðast að hugvísindum og valdi félagsvísindin sem braut inn í afbrota-

Sólný Sif Jóhannsdóttir, fimleikaþjálfari og lífeindafræðinemi:

Skemmtilegt að taka blóð

Hvernig hefur prófatímabilið gengið? „Einu sinni virkaði fyrir mig að kremja allt námsefnið á stuttum tíma fyrir próf, lítill svefn og mikið koffín en þegar ég byrjaði í háskóla þá var það ekki að fara gerast. Því sem ég breytti núna er að ég byrjaði akkúrat mánuði fyrir fyrsta lokaprófið að undirbúa alla kafla í öllum áföngum, passaði að vera með allt frá hverjum áfanga, svo tek ég þennan mánuð og geri samantekt úr öllum glósum. Ef það er eitthvað sem ég skil ekkert í þá mæli ég 100% með Youtubemyndböndum til að útskýra dæmi og teikna upp myndir á sama tíma, hjálpaði mér að fatta betur og á endanum þá næ ég ekki að læra þetta utanbókar nema skilningurinn sé til staðar. Minnkaði stressið, meiri svefn og meira tilbúin í prófin!“ Hvað ertu að læra? „Ég er að læra lífeindafræði við Háskóla Íslands.“

fræði, því áhugi minn liggur þar, en þó er ekkert ákveðið og ég tek þetta á mínum hraða og tek beygjur ef þörf er á.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég ætla að taka stöðuna á sjálfum mér eftir prófin, sjá hvað þarf að bæta og hvar þarf að forgangsraða.“

Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu því sem tengist heilbrigðisfræði, svo þegar ég var að ákveða hvort ég vildi fara í læknisfræði strax eða ekki, þá ákvað ég að skella mér í lífeindafræði fyrst og endaði á að fíla mig mjög vel þar. Það skemmtilegasta við námið mitt

Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það? „Það er án efa skemmtilegast að fá að aðstoða fólk á erfiðustu tímum og miðla til þeirra þekkingu sem ég hef lært í skólanum og frá öðrum heilbrigðisstarfsmönnum. Áhuginn fyrir náminu sjálfu magnaðist líka eftir að hafa fengið að vinna á hjúkrunarmóttökunni á HSS. Frá því ég man eftir mér hefur mig langað að vinna sem heilbrigðisstarfsmaður

finnst mér „anatomy-áfangar“, sem sagt líffærafræði, lífeðlisfræði og frumulíffræði og einning eru blóðtökur mjög skemmtilegar.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég klára síðasta lokaprófið mitt 16. desember og flýg til Florida daginn eftir með fjölskyldunni þar sem við verðum yfir jólin.“

Sendum starfsmönnum og viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með kærum þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í þrjátíu og sjö ár.

og ég heillaðist af hjúkrunarfræðinni. Ég hafði gríðalegan áhuga á að vinna mikið með fólki og fannst gaman hvað hjúkrunarfræðingar áttu í miklum samskiptum við sjúklinga og aðstendendur.“ Hvað ætlar þú að gera eftir prófin? „Ég hugsa að ég fái vinkonurnar mínar út að borða til að fagna próflokunum og hafi það notalegt með mínum nánustu.“

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

magasín SUÐURNESJA

GRIPGÆÐI Á ÖLLUM, ALLT ÁRIÐ

Hjólbarðaþjónustan ehf. Björn Marteinsson og Þórður Ingimarsson

Hjólbarðaþjónustan ehf., Framnesvegi 23, 230 Reykjanesbæ, sími 421 4546


56

MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

Njarðvíkurmærin Inga Karlsdóttir fór með vinkonu sinni til Svíþjóðar áður en hún varð tvítug og var þar í smá tíma og vann meðal annars hjá Volvo en í vetrarfríi sem þær vinkonurnar fóru í til Kýpur hitti hún manninn sem hún hefur búið með í tæp 40 ár þar í landi. Inga sá stráksa á diskóteki og eftir dans og spjall og bréfaskriftir milli Íslands og Kýpur enduðu þau saman og eiga nú fjögur börn, tvo pilta og tvær stúlkur.

Hann vaskar upp og skúrar

Inga og Dimetris fyrir framan heimili þeirra í Nikosíu á eyjunni Kýpur. Að neðan er Inga glaðbeitt í eldhúsinu á veitingastaðnum.

Njarðvíkurmærin Inga Karlsdóttir fór í vetrarfrí til Kýpur, fann eiginmanninn og hefur búið þar í tæp fjörutíu ár. Rekur grænmetisstað og fyrstu uppskriftirnar komu úr Hagkaupsbók „Það var hræðilega erfitt í byrjun, alveg rosalega erfitt. Líka út af því að foreldrar mannsins míns voru ekkert hrifnir af því að hann væri að fara að giftast útlending. Það var eiginlega rosaleg skömm fyrir þau. Hérna voru allir útlendingar kallaðir Englendingar. Þeir voru þá nýbúnir að koma öllum Englendingum í burtu frá eyjunni og svo voru þeir bara að koma aftur og taka mennina þeirra. En þetta gekk svo bara hægt og bítandi. Tók samt nokkur ár, en ég er ennþá hérna og á góðar vinkonur. Það hjálpaði að eignast góða vini,“ segir Njarðvíkurmærin Inga Karlsdóttir. Hún fagnaði sextugsafmæli sínu á Íslandi síðasta sumar en hún hefur búið á Kýpur í 38 ár og ótrúlegt en satt þá hefur hún rekið grænmetisstað í landi þar sem heimamenn telja að grænmeti eigi bara að borða með kjöti.

synirnir Elías og Yianni og dæturnar Elíza og Kristjana.

Víkurfréttir heimsóttu Ingu til Kýpur haustið 2018 en þá var brúðkaup í fjölskyldunni. Sonur hennar, Elías, var þá að ganga í hjónaband. Gifting er stór viðburður á Kýpur og þá fær unga fólkið peningagjafir sem hjálpa þeim inn í framtíðina. Þúsund manns var boðið í veisluna og á brúðkaupsdaginn er ýmsum hefðum heimamanna sinnt.

Þannig það hefur gengið á ýmsu en þú ert mjög ánægð hérna. „Já, já, mér líður vel. Fjölskyldan er nákomin, tengdaforeldrum mínum þóttu rosa vænt um mig á endanum og bara stóðu með mér. Þannig að þetta er allt í þessu fína.“

Eiginmaður Ingu heitir Demetris Hadjipanayi en börnin þeirra eru

Vaskar upp og skúrar

Hvernig eru heimamenn? Eru þeir allt öðruvísi en Íslendingar? „Já, ég held það. Ég held þeir séu ennþá í því fari að karlmenn ráði öllu og að konurnar fái eiginlega ekki neitt að segja. En ég er bara heppin að þetta gengur hjá okkur. Hann vaskar upp og skúrar líka, fer út með ruslið. Þannig að þetta er allt í lagi, segir Inga og hlær. Eru karlarnir á Kýpur ekki vanir því? „Nei, yfirleitt er bara komið inn og beðið eftir að maturinn komi á borðið, að það sé bara hugsað um mann. Þeir eru þreyttir og búnir að vinna allan daginn og konan bara heima. Svona hefur þetta verið í mörg ár.“

Grænmetisstaður a la „Grænn kostur Hagkaups“ Þú fórst ótroðnar slóðir með því að opna grænmetis veitingastað. „Ég er búin að vera með grænmetis

veitingastað í tíu ár. Þetta var svolítið öðruvísi, ég var fyrst að koma með svona stað. En fólk tók vel í þetta, virkilega vel, þó þau væru kannski ekki grænmetisætur eða svoleiðis. Þeim fannst voða gaman að koma og smakka. Ég hef ekki heyrt neitt leiðinlegt, bara gott.“ Hvernig datt þér í hug að gera þetta? „Mig langaði nú alltaf að gera eitthvað. Mér var allavega hrósað fyrir að elda svo vel þannig að ég ákvað að fara út í það að elda og sjá til hvernig það myndi ganga. Mig langaði alltaf að búa til svona grænmetis veitingastað, þó svo ég sé ekki hundrað prósent grænmetisæta sjálf þá finnst mér rosa gott að fá mér grænmetismat. Ég bara skellti mér út í þetta. Ég sá þennan stað, hann var auglýstur í blaði hérna. Ég sótti um og fékk húsnæðið, sem var alveg frábært. Ég vildi koma með nýjung inn á markaðinn og þeim leist vel á það, að það væri einhver að koma inn með nýjar hugmyndir. Mótttökurnar voru síðan bara góðar.“ Inga segir að í húsnæðinu sem hún fékk hafi áður verið gamalt kaffihús. „Það var hérna kona, áður en ég kom, sem eiginlega dó á staðnum. Hún vann hér dag og nótt. Svo þegar þetta var auglýst þá sótti ég um og spurði hvort ég mætti ekki breyta

Inga með Elínu móður sinni og systskinum sínum, f.v. Þórði, Oddgeiri og Jóhönnu.

því, ég hefði svo margar hugmyndir. Ég skrifaði þetta allt niður og þeim leist bara vel á. Svo var náttúrlega basl að koma breytingunni í gegnum kerfið. Heimamenn voru pínu erfiðir og vildu ekki gefa mér leyfi til þess að vera með grænmeti en ég fékk svo mikla hjálp frá bænum líka. Þetta komst sem betur fer í gegn að lokum.“

Réttirnir á veitingastað Ingu kosta flestir tíu til tólf evrur og sumum heimamönnum þykir það jafnvel dýrt. „Já, sumum finnst þetta dýrt en ég bara get ekki lækkað þetta. Við erum búin að vera með sama verð í fleiri ár, ekkert lækkað í kreppunni og ekkert hækkað, eins og þau segja, í góðærinu.“

Hvaðan kom þessi hugmynd hjá þér að fara út í grænmeti? Fannst þér það vanta? „Mér fannst það vanta af því það er svo mikið grænmeti hérna. Mér fannst verða að koma eitthvað nýtt, ekki bara þessa hefðbundnu baunarétti með tómatsósu. Ég verð að segja eins og er, að fyrsta bókin sem ég átti var Hagkaupsbókin, Grænn kostur. Ég byrjaði á því að elda upp úr henni. Það gekk rosalega vel. Svo verða þetta allt þínar uppskriftir á endanum með öllum breytingunum, því það er ekki hægt að nota allt hráefnið sem er til dæmis notað á Íslandi. Maður verður eiginlega að breyta til og nota hráefnið sem er til hér á Kýpur. Það er rosalega mikið af grænmeti hér. Það er ekkert svo dýrt en þegar maður er að búa til grænmetisrétti þá þarf maður rosalega mikið af grænmeti þannig þetta kemur eiginlega bara upp á móti því sem þú ert að borga fyrir kjötmeti og annað.“

Inniveður á sumrin

Dætur Ingu, þær Kristjana og Elíza hafa verið móður sinni til halds og trausts á veitingastaðnum sem hefur vakið athygli, m.a. fjölmiðla í borginni Nikusíu þar sem fjölskyldan býr. „Dæturnar hjálpa alveg rosalega mikið. Svo er ég með eina sem hjálpar við eldamennskuna. Við eldum saman og bökum og svoleiðis. Svo sjá stelpurnar um að brosa til kúnnanna og bera fram matinn, vera indælar.“ Inga er með opið á veitingastaðnum fimm daga vikunnar en er með lokað á sunnudögum og mánudögum. En hvað er vinsælasti rétturinn? „Vinsælasti rétturinn er lasagna með eggaldin og fetaosti. Svo er það líka moussaka sem er kýpverskur réttur, svipaður grænmetisborgurum. Það er svona það vinsælasta.“

Ætlar þú að verða gömul hérna? Ég bara veit það ekki,“ segir Inga og hlær en það gerir hún oft í spjallinu, er henni mjög eðlislægt. „Ég er búin að segja við manninn minn að hann verði að fara mjög vel með mig því ég væri búin að heyra það að konur sem búa í útlöndum vilji fara heim svona um áttrætt. Þannig að hann er búinn að lofa því.“ Hvernig hefur þér gengið að halda sambandi við fjölskyldu og vini, verandi þrjátíu og átta ár í útlöndum? „Bara vel. Þegar ég hitti þau er eins og ég hafi hitt þau í gær. Mér finnst bara svo mikill kærleikur á milli okkar að það er alveg sama hversu langt er á milli okkar.“ Það er nú svolítið öðruvísi veður hérna. „Já, sumrin eru mjög erfið af því að hitinn getur farið upp í fjörutíu, fjörutíu og fimm stig, þannig að þetta verður svona „innihúsaveður”, fyrir okkur sem búum í Nikosíu. Ef maður væri nær sjónum þá væri þetta kannski aðeins öðruvísi.“ Hvernig myndirðu lýsa hinum hefðbundna Kýpverja? Lifir hann allt öðruvísi lífi en Íslendingur? „Hér er til dæmis ennþá þannig að maður lifir eiginlega bara fyrir börnin sín, að byggja fyrir þau hús, kaupa bíl ef þeim vantar og svoleiðis. Þannig að það er kannski aðeins öðruvísi. Ég veit að Íslendingar hjálpa börnunum sínum rosalega mikið en þegar börnin hér fara að heiman þá fara þau bara í hús sem er tilbúið.“ Saknar þú aldrei Íslands? „Ég gerði það fyrstu tuttugu árin. Þá


MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

„Það var hræðilega erfitt í byrjun, alveg rosalega erfitt. Líka út af því að foreldrar mannsins míns voru ekkert hrifnir af því að hann væri að fara að giftast útlending. Það var eiginlega rosaleg skömm fyrir þau“ saknaði ég Íslands og fólksins en núna sakna ég fólksins, meira en endilega Íslands sem lands. Mér finnst það erfiðast. Ef ég ætti ekki ættingja á Íslandi þá myndi ég kannski aldrei fara þangað. Það er fólkið sem gerir landið.“

Marga sem langar til Íslands

Hvað segja viðskiptavinirnir? Vita þeir að þú ert íslensk? „Já og þeim finnst það frábært. Það eru allir að segja við mig hvað þau langi að fara til Íslands. Þau spyrja mig hvert sé best að fara og hvað þeir eigi að gera á Íslandi. Þá fer maður alveg í kleinu og þarf að fara að gúggla og vita hvað er að ske til að geta sagt fólki hvað það eigi að gera. Ég er alltaf með íslenska bók og leyfi þeim að kíkja í bókina og skoða. Það eru rosalega margir sem vilja fara til Íslands. Þegar við fórum í gær út að labba með frændsystkinunum þá var lögreglumaður sem sagði: „Tvö hundruð þúsund Íslendingar og þið eruð öll hér. Þetta var svolítið gaman.“ Njarðvíkingurinn segist ekki fylgjast náið með gangi mála á Íslandi nema það sem tengist fjölskyldunni en hún reynir að koma af og til heim til Íslands. „Kannski á svona þriggja, fjögurra ára fresti. En kaupið er lágt hérna á Kýpur. Um leið og ég segi að ég ætli að fara til Íslands þá vilja allir fara með, þá er ég að tala um krakkana. Það eru allir láglaunaðir þannig að maður verður eiginlega að hjálpa til. Maður safnar bara í nokkur ár og þá geta allir komið með.“ Hvað finnst þér skemmtilegast við að koma til Íslands núna? „Bara rólegheitin, mér finnst það alveg indælt. Það er enginn að stressa sig. Mér finnst alveg æðislegt að geta komið inn til einhvers, hitta frænku mína og þurfa ekkert að vera að gera boð á undan mér. Það finnst mér æðislegt.“ En hvernig gengur unga fólkinu, eins og þínu, að byggja upp fjölskyldu í þessu landi? Það er ekki auðvelt út af því að kaupið er svo lágt, sérstaklega eftir kreppnuna. Þó allt sýnist vera á uppleið þá er þetta erfitt fyrir unga fólkið. Fólk er

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

57

Inga, börn og tengdabörn áttu frábæra tíma á Íslandi í sumar.

Inga með traustum vinkonum sínum sem hafa haldið góðu sambandi við hana.

að fá mánaðarlaun frá kannski fimm hundruð evrum upp í þúsund, ekki meira. Þegar þú ert svo að leigja íbúð þá er það komið upp í helminginn af því, kannski fjögur hundruð evrur. Þannig að það er ekkert auðvelt. Það er erfitt fyrir þau að ákveða að byrja að byggja upp fjölskyldu.“ Þegar þú horfir til baka, 38 ár á Kýpur, er eitthvað sem þú hefðir vilja gera öðruvísi? „Þetta er svolítið erfið spurning sko. Hefðir þú spurt mig fyrir svona fimmtán árum þá hefði ég sagt: Já, ég hefði aldrei komið hingað. En bara út af því að maður hættir að sjá þetta neikvæða og byrjar að halda í allt þetta jákvæða frá Íslandi, sem mér finnst sérstaklega í okkar fjölskyldu suðurfrá. Ég held mikið upp á það góða sem maður hefur frá Íslandi, það er gott fólk þaðan.“

leiðis. Atvinnuleysi er mikið hérna.“ Það er bresk tenging við Kýpur, vinstri akstur og fleira. „Já, eyjan var náttúrlega undir Bretum í fleiri ár og svo loksins þegar þeir fóru þá komu Tyrkirnir og tóku helminginn af eyjunni 1974. En Bretarnir byggðu rosalega margt upp. Þeir byggðu sjúkrahúsin upp og byggðu eiginlega upp lögkerfið, sem var ekkert áður. Þetta var meira eins og í Grikklandi, þar sem það var bara borgað undir borðið. Þannig að þeir skildu eitthvað gott eftir sig hérna.“ Minnist heimahaganna Inga minnist æskunnar í Njarðvík með hlýhug og það hafi verið gaman að alast upp í Njarðvík. Hún missti föður sinn barnung og Elín Þórðar-

dóttir, móðir hennar náði þó að gefa fjórum börnum sínum gott uppeldi. „Okkur skorti aldrei neitt. Mamma vann mjög mikið til að láta dæmið ganga upp. Skólaárin voru skemmtileg og ég ætlaði mér aldrei að flytja til útlanda.“ Inga og börn hennar komu til Íslands í sumar og fögnuðu með henni og ættingjum og vinum heima á Íslandi sextugs afmælinu. Þau fóru á flesta af vinsælustu ferðamannastöðum

landsins og börn Ingu voru alsæl. „Þau náðu að sjá flesta vinsælustu staðina. Við fórum í Bláa Lónið, um Suðurlandið og auðvitað Reykjanesið sem þeim fannst frábært. Þeim fannst svo gaman á Íslandi að dæturnar sögðust vilja vera eftir á Íslandi. Það segir allt.“

Inga fyrir framan æskuheimili sitt við Tunguveg í Njarðvík

Um fimmtíu vinir og ættingjar Ingu mættu til Kýpur til að koma í brúðkaupið. Það hlýtur að hafa verið gaman? „Alveg æðislegt. Ég bjóst nú ekki við svona mörgum. Ég vildi bjóða öllum og vonaðist til að einhverjir myndu koma. En þetta er alveg frábært, alveg meiriháttar. Mér finnst bara eins og ég sé með svona einka ættarmót. Ég elska þau öll.“ Er gott menntakerfi á Kýpur? „Já. Ég held að það sé ágætt. Flestir hér fara til dæmis til Englands í háskóla, þó svo það séu margir háskólar hér. En ég veit að það hafa nokkrir komið frá Íslandi og eru hér í læknisfræði. Ég held reyndar að flestir séu of menntaðir. Það eru margir sem fara í háskóla og síðan í mastersnám. Þá eru miklu meiri líkur á að þeir fái betri vinnu. Þegar kreppan kom þá heyrði maður að fólk sem var kannski með doktorsgráðu í líffræði fékk ekki vinnu. Þetta var erfiður tími og þau sóttu um vinnu í sjoppu og þá var sagt: „Nei, þú ert of menntaður til þess að vera hér, að selja sígarettur og svo-

„Sumrin eru mjög erfið af því að hitinn getur farið upp í fjörutíu, fjörutíu og fimm stig, þannig að þetta verður svona „innihúsaveður“, fyrir okkur sem búum í Nikosíu.

Inga með íslenska hestinum og með fólkinu sínu í Bláa Lóninu.

Skemmtileg bekkjarmynd með skólafélögunum. Inga ætti að finnast nokkuð örugglega á myndinni.

Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða.


58

VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Mikil hefð fyrir bílasölu á Suðurnesjum – segir Bjarki Már Viðarsson hjá Bílasölu Reykjaness sem er með umboð frá BL „Það er mikil hefð fyrir bílasölu á Suðurnesjum þannig að ég get ekki annað en verið bjartsýnn, ekki síst með söluumboð frá BL, einu stærsta bílaumboði landsins,“ segir Bjarki Már Viðarsson, eigandi nýstofnaðrar Bílasölu Reykjaness. Nýja bílasalan er við Holtsgötu þar sem K. Steinarsson var áður til húsa. Njarðvíkingurinn Bjarki starfaði síðast hjá bílaleigu en hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á bílum. „Við erum með öll vörumerkin frá BL bílaumboðinu, Hyundai, Nissan, Renault, Isuzu, BMW, Dacia, Mini, Jaguar, Land Rover og Subaru. Allt þekkt bílamerki.

Bjarki Már á Bílasölu Reykjaness.

Við erum líka tengdir bílasölu notaðra frá BL, Bílalandi, en þar eru mörg hundruð bíla á skrá. Bílaplanið okkar hér er því alls ekki tæmandi listi yfir bíla en stefnum að því að vera samt með eins mikið úrval notaðra á staðnum og hægt er og einnig nokkra nýja bíla í salnum,“ segir Bjarki sem segir að farið verði af stað með látum í janúar á nýju ári. „Janúar verður skemmtilegur mánuður en þá munum við frumsýna nýja bíla allar helgar frá Renault, Nissan, Subaru og Mini. Við munum kappkosta við að bjóða Suðurnesjamönnum upp á fyrsta flokks þjónustu þegar kemur að bílakaupum,“ sagði Bjarki Már.

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Hótel Grænahlíð

Mikilvægt fyrir íslenskan niðursuðuiðnað

„Það hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur og íslenskan niðursuðuiðnað í heild að tengjast þessu öfluga fyrirtæki. Samstarf við Thai Union veitir vörum okkar ákveðið söluöryggi og aðgang að sterku sölu- og dreifikeri sem opnar möguleika á markaðssetningu út úm allan heim á þeim niðursuðuvörum sem er hugsanlega er hægt að framleiða hér á landi,“ segir Guðmundur P. Davíðsson stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Guðmundur segir að Ægir sjávarfang muni halda áfram að framleiða niðursoðna þorskalifur undir eigin merkjum og einkafyrirtækjamerkjum annarra eins og til dæmis verslanakeðja. Vörumerki Ægis sjávarfangs eru iCan og Westfjords. Þá segir hann að samstarf sem verið hefur í sölu- og markaðsmálum á milli verksmiðju Ægis í Grindavík og niðursuðuverksmiðju HG í Hnífsdal verði haldið áfram en hjá þessum tveimur verksmiðjum eru í dag um 30 stöðugildi í framleiðslu- og markaðsmálum.

Vottun um sjálfbærar veiðar skipti máli

Í tilkynningu sem Thai Union hefur sent frá sér vegna viðskiptanna segir framkvæmdastjórinn, Thiraphong

Chansiri, að Ægir sjávarfang hafi í nærfellt aldarfjórðung verið þekkt fyrir að framleiða eina bestu þorskalifur á markaðnum og segir hann að fjárfestingin í Ægi muni styrkja stöðu King Oscar sem leiðandi aðila á markaði fyrir niðursoðnar sjávarafurðir. Thai Union keypti norska fyrirtækið King Oscar árið 2014 en það er með sterka markaðsstöðu í Noregi, Bandaríkjunum, Póllandi, Belgíu og Ástralíu. Þá er í tilkynningu Thai Union sérstaklega tekið fram að allt hráefni Ægis megi rekja til sjálfbærra þorskveiða Íslendinga og að vörur fyrirtækisins séu MSC vottaðar (Marine Stewardship Council) sem af alþjóðlegum sérfræðingum sé viðurkennt sem traustasta staðfesting á sjálfbærri nýtingu sjávarafurða. Þorskalifur er fyrst og fremst unnin í þremur löndum sem hafa aðgang að norður Atlantshafs þorskstofninum en það eru Ísland, Noregur og Rússland og kemur um 70% af heimsframleiðslu niðursoðinnar þorskalifur frá Íslandi. Að sögn Guðmundar P. Davíðssonar stefnir Ægir sjávarfang að því að framleiða 20 milljón dósir af niðursoðinni þorskalifur á næsta ári en til samanburðar má geta þess að árleg framleiðsla Thai Union er um einn milljarður dósa af niðursoðnu sjávarfangi.

Nýjasti báturinn í Sandgerði var í sínum fyrsta róðri þegar þessi pistill var skrifaður. Er það bátur sem heitir Óli G GK, og er í eigu Stellar Seafood. Það fyrirtæki á líka í gegnum annað fyrirtæki bátinn Alla GK, en saman eru þessu fyrirtæki tengd Sigurði Aðalsteinssyni og syni hans, Gylfa Sigurðssyni fótboltamanni. En sem komið er þá er enginn stór línubátur kominn suður en það styttist í þá. Þegar þessi pistill er skrifaður þá er eitt versta veðrið í ár á leiðinni og það þýðir að togarnir sem og stærri línubátarnir, sem hafa verið að veiðum við norður-

land, eru allir að flýja miðin og koma til hafnar. Reyndar kannski ekki öll, því á Vestfjörðum, svo til beint á móti Bolungarvík, er fjall sem heitir Grænahlíð. Í gegnum áratugina þá hafa togarar oft leitað vars þar í verstu veðrunum og núna eru nokkrir togarar komnir undir Grænuhlíð og gengur þessi staður þá undir nafninu Hótel Grænahlíð. Þar voru, þegar veðrið gekk yfir, togarnir Gnúpur GK, Hrafn Sveinbjarnarson GK og Baldvin Njálsson GK. Tómas Þorvaldsson GK var á leið til Grindavíkur. Berglín GK var á leið til hafnar í Njarðvík og Sóley Sigur-

eppni HSS k a g in t y re k s la og jó Fimmtudagskvöld kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

AFLA

Thai Union, eitt af stærstu sjávarafurðafyrirtækjum heims hefur keypt stóran hlut í niðursuðufyrirtækinu Ægi sjávarfangi í Grindavík en það sérhæfir sig í niðursuðu á þorskalifur. Meðal fyrirtækja innan Thai Union fyrirtækjasamstæðunnar eru þekktir framleiðendur eins og King Oscar, Chicken of the Sea, John West, Petit Navire, Parmentier, Mareblu. Thai Union er með 47 þúsund starfsmenn víða um heim og er meðal annars stærsti framleiðandi niðursoðins túnfisks en fimmta hver dós af niðursoðnum túnfiski sem seld er í heiminum er frá Thai Union.

FRÉTTIR

Eitt stærsta sjávarafurðafyrirtæki heims kaupir hlut í Ægi sjávarfangi í Grindavík

Allir komu þeir aftur. Síðan síðasti pistill var skrifaður þá hefur línubátunum fjölgað ansi mikið hérna á Suðurnesjum. Frá Austurlandi þá komu t.d. Dóri GK, Margrét GK og fóru til Sandgerðis. Dúddi Gísla GK og Sævík GK komu til Grindavíkur og hefur Sævík GK landað 4,7 tonnum í einni löndun þar. Dúddi Gísla GK var líka með 4,7 tonn í einni löndun. Í Sandgerði hafa Margrét GK og Dóri róið en aflatölur voru ekki komnar inn þegar þessi pistill var skrifaður. Óli á Stað GK er kominn með 20 tonn í fjórum róðrum, Beta GK 10 tonn í tveimur. Katrín GK 4,1 tonn í einni löndun. Addi Afi GK 3,4 tonn í einni löndun. Alli GK 5,6 tonn í í tveimur löndunum.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

jóns GK var þá þegar komin suður. Netaveiðin í desember byrjar rólega. Halldór Afi GK með eitt tonn í 2 róðrum. Grímsnes GK 5,8 tonn í fjórum og þar af 4,4 tonn í einni löndun. Hjá dragnótabátunum hefur veiðin verið misjöfn. Benni Sæm GK með 5 tonn í þremur. Siggi Bjarna GK með 31 tonn í tveimur og þar af 28 tonn í einni löndun. Inn í þeim afla var þorskur um 26 tonn og má geta þess að allur sá þorskur var skráður sem „VS afli“, sem þýðir að Hafró fær stóran hluta af andvirði aflans. Reyndar lentu þeir á Sigga Bjarna GK í bilun, því að smá bilun kom upp í gír bátsins og er hann núna í slippnum í Njarðvík. Stóru línubátarnir hafa fiskað mjög vel núna í byrjun desember og kom t.d. Jóhanna Gísladóttir GK með 167 tonn í land á Djúpavogi og Sighvatur GK kom með 160 tonn til Siglufjarðar. Páll Jónsson GK kom með 128 tonn í einum róðri á Siglufirði. Valdimar GK með 112 tonn í einni löndun og er þetta með stærstu línulöndunum bátsins frá upphafi. Reyndar fyrir utan þegar að báturinn var að sigla með afla til Bretlands fyrir nokkrum árum síðan. Árið 2009 fór Valdimar GK tvisvar í siglingu. Fyrst með 113 tonna afla og síðan aftur með 135 tonna afla. Fyrri ferðin var í mars 2009 og sú seinni var í apríl 2009.

magasín SUÐURNESJA


a k k u l Jóla rfrétta u ík V r u ik le a ið Skafm ðurnesjum u S á a n la s r e v g o

0 0 0 6 ! r a g n i n n vi

Nærri

r i n a l s r 20 ve i k æ t r i r fy u st u n ó j gþ

o

lunum. s r e v u g u t t u t í F uV Þú færð Jólalukk usum la s g n i n n i v r ú r e esemb Þrír útdrættir í d ttó. e N í r e ð la i k s m miðum se

Það getur borgað sig að gera jólainnkaupin á Suðurnesjum!

! a g n i n n i v r a t t á r d t ú a s s e ið þ

Sjá

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 13., 19. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík.

Fylgist með á vf.is

3 18

Icelandair ferðavinningar

Nettó gjafabréf 15.000 kr.

2 3 25

Nettó gjafabréf 100.000 kr.

Philips 58” UHD Smart TV sjónvarp

Nóa & Síríus konfektkassar


60

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

Landhelgisgæslan sigraði breska flugherinn með dramatískum hætti í knattspyrnuleik Diminykas Milka gantaðist með starfsmanni í Ljónagryfjunni. Khalil Ullah og Reggie Dupree klappa þeim báðum lof í lófa.

KEFLVÍKINGAR GEYSTUST ÁFRAM EFTIR TVO SIGRA Í NJARÐVÍK Keflvíkingar og Njarðvíkingar áttust við í 16-liða úrslitum Geysisbikarkeppninnar í körfubolta síðasta sunnudag í kvenna- og karlaflokki. Það er óhætt að segja að dagurinn hafi verið blár því Keflvíkingar unnu báðar viðureignirnar. Keflavíkurstúlkur unnu öruggan sigur gegn fyrstu deildarliði Njarðvíkur en heimastúlkurnar í Ljónagryfjunni byrjuðu þó leikinn af krafti og voru í foyrstu framan af fyrsta leikhluta. Keflavík tók þá leikinn í sínar hendur og innsiglaði sigur 59:88. Í karlaleiknum var hins vegar meiri spenna en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unnu 68:73. Í karlaflokki komst Grindavík einnig áfram í 8-liða úrslitin þegar liðið vann meistaralið KR með miklum mun eða 110:81. Yfirburði þeirra gulu voru miklir í leiknum.

Páll Orri Pálsson tók myndir í þessum fjöruga leik. Fleiri myndir eru á vf.is.

Njarðvíkingar réðu illa við þá Khalil og Milka. Hér geysist sá fyrrnefndi að körfu UMFN.

Einar Árni þjálfari Njarðvíkinga fór á skeljarnar og biðlaði til dómarans.

Mynd af íslenska liðinu sem vann Breta fyrir 75 árum.

Hart barist í kvennafleiknum. VF-myndir/hilmarbragi.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur jafnaði metin með síðustu snertingu venjulegs leiktíma og markvörðurinn Stefán Logi Magnússon tryggði Landhelgisgæslunni sigur í vítaspyrnukeppni. Landhelgisgæslan sigraði konunglega breska flugherinn með dramatískum hætti í vítaspyrnukeppni í knattspyrnuleik sem fram fór í Reykjaneshöll á föstudagskvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3. 75 ár voru frá síðasta leik liðanna en þá fór breski flugherinn með sigur af hólmi. Lið Landhelgisgæslunnar var skipað starfsmönnum af flugrekstrarsviði, varnarmálasviði, aðgerðasviði, siglingasviði og sprengjusveit. Þá fór Landhelgisgæslan mikinn á leikmannamarkaðnum fyrir leikinn og var með öflug leynivopn í sínum röðum. Knattspyrnukempurnar Stefán Logi Magnússon, Atli Jóhannsson, Björn Pálsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ásgeir Þór Ingólfsson léku allir með liði Landhelgisgæslunnar. Leikurinn var hnífjafn og spennandi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur, jafnaði metin fyrir Landhelgisgæsluna með síðustu spyrnu leiksins en skömmu áður hafði Jóhann Eyfeld, sigmaður, minnkað muninn í 3:2. Þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Stefán Logi Magnússon, markvörður, reyndist hetjan. Stefán varði eina spyrnu Bretanna og skoraði svo úr vítinu sem tryggði Landhelgisgæslunni sigurinn. Marvin Ingólfsson, fyrirliði Landhelgisgæslunnar, tók á móti NATObikarnum úr hendi Ellis Williams, yfirmanns bresku flugsveitarinnar, í leikslok. Lið Landhelgisgæslunnar fagnaði sigrinum að sjálfsögðu með víkingaklappinu. Breski flugherinn hefur undanfarnar vikur sinnt loftrýmisgæslu hér á landi og þessi bráðskemmtilegi leikur markaði lok hennar.

Marvin Ingólfsson, fyrirliði Landhelgisgæslunnar, tók á móti NATO-bikarnum úr hendi Ellis Williams, yfirmanns bresku flugsveitarinnar, í leikslok. Lið Landhelgisgæslunnar fagnaði sigrinum að sjálfsögðu með víkingaklappinu. Á myndinni að ofan má sjá Stefán Loga verja vítið. Hann tryggði liðinu svo sigur í næstu spyrnu.

V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

SÉRHÆFÐUR SKRIFSTOFUS TA R F S M A Ð U R

F L U G VA L L A R S TA R F S M E N N Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

Við óskum eftir öflugum einstaklingi í starf sérhæfðs skrifstofustarfsmanns á Keflavíkurflugvelli. Starfið felur í sér umsjón með gerð vaktskrár og skráningum, utanumhald með innkaupum og yfirferð reikninga. Einnig umsjón með réttindaskrá, endurnýjun áritana og skírteina flugumferðarstjóra. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.

Við óskum eftir að ráða flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvöll. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum, umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna ásamt ýmiskonar tækjavinnu sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins. Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og þolpróf.

Hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Mjög góð íslensku- og ensku kunnátta nauðsynleg • Framúrskarandi skipulagshæfni • Góð almenn tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum Nánari upplýsingar veitir Bjarni Tryggvason, bjarni.tryggvason@isavia.is Starfsstöð: Keflavík

Hæfniskröfur • Aukin ökuréttindi er skilyrði og stóra vinnuvélaprófið er kostur • Reynsla af slökkvistörfum er kostur • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er æskileg • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, standast þarf mat í ensku Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson, gudjon.arngrimsson@isavia.is Starfsstöð: Keflavík

Það var hart barist í þessum ópinbera landsleik Íslands og Englands í Reykjaneshöllinni.

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNARFRESTUR: 22. DESEMBER

61

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A


62

ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

Frábært að enda tímabilið á bikartitli – segir Samúel Kári Friðjónsson sem varð bikarmeistari með norska liðinu Viking. Verið fastamaður í liðinu á tímabilinu „Tilfinningin var frábær. Tímabilið hefur verið frábært og gaman að enda það með svona flottum titli,“ segir Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson en hann varð bikarmeistari með norska liðinu Viking eftir sigur á Haugasundu á Ullevaal, þjóðarleikvangi Norðmanna á sunnudagskvöld. Samúel hefur verið fastamaður í liði Viking frá Stafangri í deildinni en byrjaði á varamannabekknum í leiknum og kom inn á sem varamaður á 75. mínútu.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Zlatko Tripic skoraði úr vítaspyrnu. Þetta var sjötti bikartitill norsku Víkinganna. „Við vorum sterkari fra fyrstu minútu þannig maður fann það svona a sér að við myndum taka þetta. Stemmningin var ótrúleg og þrjátíu þúsund manns á vellinum og frábær stuðningur sem við fengum,“ sagði keflvíski landsliðsmaðurinn sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Moldóvu í undankeppni stórmóts í síðasta mánuði.

LOKAORÐ

V I LT Þ Ú V E R Ð A HLUTI AF GÓÐU FERÐALAGI?

Margeirs Vilhjálmssonar

Hvasst í hrauni

H ÚSVÖRÐU R Í R E K S T R A R S TJ Ó R N S T Ö Ð

VA K T M A Ð U R Í R E K S T R A R S TJ Ó R N S T Ö Ð

Við leitum að ábyrgum og úrræðagóðum einstaklingi með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna störfum húsvarðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Ábyrgur, skipulagður og úrræðagóður einstaklingur með sjálfstæð vinnubrögð óskast til að sinna úthlutun loftfarastæða, innritunarborða og annarra innviða ásamt eftirliti með farþegaflæði flugstöðvar, fasteignum og búnaði.

Um framtíðarstarf er að ræða í krefjandi umhverfi, unnið er á dag- og næturvöktum. Hæfniskröfur

Um er að ræða framtíðarstarf í krefjandi umhverfi þar sem unnið er á vöktum.

• Nám í iðnmenntun eða önnur sambærileg menntun / reynsla

Hæfniskröfur

• Aldurstakmark 20 ár

• Stúdentspróf eða sambærileg menntun

• Góð kunnátta í ensku og íslensku

• Aldurstakmark 20 ár

• Góð tölvukunnátta skilyrði

• Góð kunnátta í ensku og íslensku

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Borgarsson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is Starfsstöð: Keflavík

• Góð tölvukunnátta skilyrði • Reynsla í upplýsingakerfum er kostur Nánari upplýsingar veitir Bjarni Freyr Borgarsson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is Starfsstöð: Keflavík

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum.

UMSÓKNARFRESTUR: 22. DESEMBER

UMSÓKNIR: I S AV I A . I S/AT V I N N A

Yfirstaðið er væntanlega þegar þessi pistill birtist almenningi mesta óveður á Íslandi í áraraðir. Við skulum vona að allt hafi farið vel og í versta falli nokkur trampólín verið til vandræða. Munurinn á því sem ég rita í dag og á ykkur sem lesið á miðvikudag eða fimmtudag er sú að þið vitið niðurstöðuna þegar sest er niður við lesturinn, en ég hef ekki hugmynd þegar ég skrifa. Bara giska. Er bjartsýnn og vona það besta. Ég er að horfa inn í nánustu framtíð, 48 klukkustundir fram í tímann. Ég nota að vísu ekkert Excel skjal en ekkert tölvuforrit hefur gert menn ríkari á skemmri tíma í huganum en Excel. Þar er hægt að setja inn allskyns reikningslegar forsendur og ríkidæmi er handan við hornið. Þegar ég horfi til langrar framtíðar geri ég nefnilega ráð fyrir því að Play flugfélagið verði aðalflugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Icelandair mun flytja með alla sína starfsemi í Hvassahraun, því stækkunarmöguleikar verðandi flugvallar í Hvassahrauni eru svo miklu meiri en á Keflavíkurflugvelli, þar sem plássleysi hamlar stækkun flugvallarins. Isavia gerir bara ráð fyrir því að hægt verði að byggja 34 landgöngurana við Flugstöð Leifs Eiríkssonar en í Flugstöð Dags B. Eggertssonar í Hvassahrauni verða þeir 54. Við verðum nefnilega að horfa langt, langt, langt inn í framtíðina til að átta okkur á því að það er svo miklu, miklu, miklu betra að vera með flugvöll í Hvassahrauni en á Miðnesheiði. Hvað voru Bandaríkjamenn eiginlega að hugsa þegar þeir völdu þessa staðsetningu og gáfu okkur alþjóðaflugvöll og flugstöð. Af hverju gátu þeir ekki valið Hvassahraun? Þar sem enginn býr. Og langt er fyrir alla að fara vinnuna, jafnvel þótt þeir búi í Hafnarfirði. Aldrei þarf að fljúga yfir byggð við lendingar og flugtak. Þetta er hin fullkomna staðsetning fyrir flugvöll. Af hverju hefur enginn rekið augun í þetta fyrr. Eru ekki tugþúsundir manna sem keyra þarna í gegn á hverjum einasta degi? Hvassahraun er svo fáránlega hagkvæmt þegar búið er að gera ráð fyrir öllu fjármagninu sem fæst fyrir byggingarlandið í Vatnsmýri. Svo verður líka hægt að spara ennþá meira, því þegar það verður búið að leggja flugbrautir yfir Reykjanesbrautina þá verður hægt að einfalda hana aftur frá Hvassahrauni og í Reykjanesbæ. Bara nota gamla hlutann. Kaflinn frá Hafnarfirði og í Hvassahraun fer bara í tvöföldun, þegar flugvöllurinn verður klár. Þetta gerir ekkert nema spara peninga. Excel segir 300 milljarða kostnaður og 300 milljarða sparnaður. Jafnt og núll. Þetta verður bara frítt. Einungis tvö erfið mál á eftir að leysa. Hvað á að gera við Hraðlestina hans Runólfs? Og svo hitt - Hvað á að gera við Stopp hingað og ekki lengra hópinn á Facebook? Ef ekki væri fyrir þessar tvær lykilspurningar væri algerlega búið að selja mér þessa hugmynd um flugvöll í Hvassahrauni. Hann í fullkomnum takti við allt sem við sjáum í íslenskum stjórnmálum hvern einasta dag. Fullkominn fávitaskap.


ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

fimmtudagur 12. desember 2019 // 47. tbl. // 40. árg.

63

ÓLÖF FYRSTA KONAN SEM VERÐUR FORMAÐUR GOLFKLÚBBS SUÐURNESJA „Ég verð að viðurkenna að ég þurfti smá umhugsunartíma áður en ég ákvað að taka að mér formennskuna í GS eftir að uppstillinganefnd GS hafði samband við mig,“ segir Ólöf Kristín Sveinsdóttir, nýkjörinn formaður Golfklúbbs Suðurnesja sem fagnaði 55 ára afmæli á árinu. Síðastliðið sumar var Ólöf í kvennaráði GS sem hún segir að hafi verið mjög gaman, enda frábærar konur, að hennar sögn, sem eru duglegar að mæta og spila saman. „Ég kynntist í leiðinni starfinu og fólkinu í klúbbnum betur og sá hvað starfsfólkið og stjórnin lögðu mikinn metnað í að reka góðan golfvöll með skemmtilegu félagsstarfi. Þetta allt og samtal um tækifærin framundan við framkvæmdastjórann hana Andreu gerði það að verkum að ég ákvað að gefa kost á mér.“

Það er ekki langt síðan Ólöf kynntist golfíþróttinni en hún er fyrsta konan sem verður formaður Golfklúbbs Suðurnesja. Þá er kona einnig framkvæmdastjóri GS. Það er því óhætt að segja að konur séu við völd í GS en kvennastarfið í klúbbnum hefur verið ákaflega farsælt á undanförnum árum. „Ég fór á nokkur námskeið en ætlaði nánast aldrei út á völl, það var svo um jólin 2011 fór ég til Flórída, keypti mér golfsett og byrjaði. „Ég hef stundað golfið mismikið síðan þá. Ég gekk í klúbbinn árið 2016 en í blíðunni í sumar var ekki hægt annað en að vera út á velli á öllum lausum stundum. Mitt mottó í golfinu er „það er gaman“ en ekki forgjöfin enda er ég með 31 í forgjöf. Fyrrverandi formaður, Jóhann Páll Kristbjörnsson, og hans fólk er að skila af sér mjög góðu ári bæði

rekstrarlega og eins var blásið miklu lífi í mótahald á árinu. Afreksfólkið okkar stóð sig líka framúrskarandi vel. Ég get ekki annað en verið bjartsýn á næsta ár enda erum við með öfluga starfsmenn, metnaðafulla stjórn og frábæra félagsmenn, en allir vilja sjá klúbbinn sinn vaxa og dafna,“ sagði nýr formaður Golfklúbbs Suðurnesja.

Ólöf Kristín í hópi GS-kvenna í golfferð á Spáni. Á myndinni að neðan er hún með Kristni Jakobssyni, eiginmanni sínum, á golfvellinum.

Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Ólöf Kristín fór holu í höggi á Leirdalsvelli árið 2017.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um

gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!


a n i f ö j g a Jól

færðu hjá okkur

30% afsláttur af Dreamwor ld rúmum

Gegnlitað leður Pier leðursófi Fáanlegur í 3 lengdum - Verð frá 259.000

Dreamworld rúm - Stærð 153x203 cm (dýna og botn) Fullt verð: 213.660 kr - Tilboð: 149.520 kr.

Moomin - Mikið úrval af Moomin vörum, bollar, skálar o.fl.

Iittala - Full búð af glæsilegum Iittala vörum.

Bitz - Fallegur borðbúnaður frá Bitz, tilvalinn undir jólasteikina

Sófaborð - Mikið úrval af sófaborðum í öllum stærðum og gerðum

Secrid veskin - Einstaklega nett og stílhreint veski úr hágæða leðri

Ljósahnettir - Tilvaldir í jólagjöf

HÁTÍÐAROPNUN

20. DES-22. DES 10-22 ÞORLÁKSMESSA 10-23 AÐFANGADAGUR 10-12 TJARNARGÖTU 2 • 230 REYKJANESBÆ • S: 421-3377 • WWW.BUSTOD.IS •

BÚSTOÐ EHF


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.