Víkurfréttir 47. tbl. 41. árg.

Page 1

Verð frá 3.890 kr/mán

Sérkjör fyrir elliog örorkuþega

að lágmarki 303Mb/sek og 15 stjónvarpsstöðvar innifaldar

Miðvikudagur 9. desember 2020 // 47. tbl. // 41. árg.

Smelltu hér til að sjá nýjasta Suðurnesjamagasín

Sjá umfjöllun um Aðventugarðinn í Reykjanesbæ á síðu 6 í blaðinu í dag.

Jólablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku Jólablað Víkurfrétta kemur út í næstu viku. Blaðið verður hnausþykkt og með fjölbreyttu efni og fallegum myndum. Blaðamenn Víkurfrétta hafa farið um víðan völl í efnisöflun sinni. Farið verður í tímaferðalag í tilefni af 40 ára afmæli Víkurfrétta á árinu. Við hittum fyrir fólk í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum. Við tölum við fólk innanlands og utan landsteina. Ef þú vilt koma auglýsingu eða jólakveðju inn í jólablaðið þá stöndum við vaktina á vf@vf.is. Við hvetjum ykkur líka til að standa með okkur vaktina og koma með ábendingar um áhugavert efni í alla okkar miðla. Ábendingar má einnig senda á vf@vf.is.

JÓLIN BYRJA Í NETTÓ! -40%

-20% Lambahryggur Léttreyktur

2.848

ÁÐUR: 3.699 KR/KG

KR/KG

Lægra verð - léttari innkaup

-23%

Nautafille Marinerað

3.759

ÁÐUR: 4.699 KR/KG

KR/KG

Pítubuff 6x60 gr – með brauði

1.259

KR/PK ÁÐUR: 2.099 KR/PK Tilboðin gilda 10.—13. desember

PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ

NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA

Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090

Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000

S TÆ R S TA F R É T TA - O G A U G LÝ S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 verði gefið út með lögum – segir í frumvarpi til laga sem Ásmundur Friðriksson er fyrsti flutningsmaður að Ásmundur Friðriksson, þingmaður í Suðurkjördæmi, er fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 og hefur lagt frumvarpið fram á Alþingi. Auk Ásmundar eru þau Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason flutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu hefur Landsnet leyfi til framkvæmda við lagningu raflínu, Suðurnesjalínu 2, samkvæmt aðalvalkosti, valkosti C, í skýrslu Landsnets um mat á umhverfisáhrifum, þrátt fyrir ákvæði skipulagslaga og ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá skulu sveitarfélögin Hafnarfjörður, Vogar, Reykjanesbær og Grindavík birta opinbera tilkynningu þessa efnis innan tveggja vikna frá gildistöku laganna. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmiðið með framlagningu þess er að lögfest verði heimild til að veita Landsneti leyfi til framkvæmdar við lagningu Suðurnesjalínu 2 í landi sveitarfélaganna Hafnarfjarðar, Voga, Reykjanesbæjar

og Grindavíkur. Styrking flutningskerfis raforku á Suðurnesjum er aðkallandi verkefni og hafa Suðurnes verið sett í forgang með þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Mikilvægi framkvæmdarinnar er óumdeilt og framkvæmdin er á skipulagi þeirra sveitarfélaga sem hún liggur um. Þá lauk mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar með áliti Skipulagsstofnunar 22. apríl 2020 en í því var fjallað ítarlega um aðalvalkost framkvæmdaraðila, auk fimm annarra valkosta. Þrátt fyrir þetta hafa orðið óútskýrðar tafir á framkvæmdaleyfum vegna framkvæmdarinnar. Í því sambandi verður einnig að horfa til þess

Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000

Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent

Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

að umrædd sveitarfélög höfðu áður gefið út framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar sem ógilt voru á grundvelli þess að ekki hefði verið fjallað nægjanlega um jarðstrengsvalkosti í mati á umhverfisáhrifum. Úr þeim ágalla hefur nú verið bætt og niðurstaðan er sú að aðalvalkostur sé heppilegastur með tilliti til kostnaðar og náttúruvárhættu á svæðinu. Þá liggur fyrir að framkvæmdin uppfyllir ekki þau viðmið sem sett eru um lagningu jarðstrengja í þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, nema á því svæði sem næst er Hafnarfirði. Þá liggur fyrir að möguleikar til lagningar jarðstrengja á svæðinu eru að einhverju leyti takmarkaðir. Líklegt er að jarðstrengsmöguleikar nýtist betur í öðrum hlutum flutningskerfisins á svæðum sem falla undir viðmið í stefnu um lagningu raflína. Frekari dráttur á framkvæmdum er því óviðunandi þegar um svo mikilvæga framkvæmd er að ræða. Um langa hríð hefur Landsnet áformað byggingu 220 kV raflínu milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, Suðurnesjalínu 2. Markmið framkvæmdarinnar er að auka afhendingaröryggi og flutningsgetu en framkvæmdin er mik-

ilvæg fyrir meginflutningskerfið og tengingu milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Suðurnesjalína 1, 132kV raflína, liggur frá Hamranesi í Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ og er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum en ekki eru til staðar aðrar flutningsleiðir raforku fari hún úr rekstri. Undirbúningur vegna Suðurnesjalínu 2 hefur staðið lengi yfir. Aðalvalkostur Landsnets (valkostur C) fylgir lagnaleið aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013–2025 og felst í lagningu 32 km loftlínu um Hrauntungur. Frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Sveitarfélagsins Voga liggur hún samhliða Suðurnesjalínu 1. Innan þéttbýlismarka Hafnarfjarðar liggur svo 1,4 km jarðstrengur í jörðu á milli Hamraness og Hraunhellu. Raflínan er alls um 33,9 km löng og er stofnkostnaður áætlaður um 2.329 millj. kr. Vegna aukinna jarðhræringa á svæðinu var í kjölfar mats á umhverfisáhrifum farið í frekari skoðun á mögulegum áhrifum eldgosa og jarðhræringa á fyrirhuguð mannvirki. Niðurstöður þeirrar skoðunar eru að loftlína sé mun öruggari valkostur en jarðstrengur við þær að-

stæður sem er að finna á leið Suðurnesjalínu 2. Hvað varðar eldsumbrot og hraunrennsli er áhættan talin mjög sambærileg fyrir þá valkosti sem eru til skoðunar. Þar sem tíðni jarðhræringa á svæðinu með varanlegum höggunarhreyfingum eða mögnunar á hreyfingu við sprungubrúnir er umtalsvert meiri en tíðni eldgosa er talið rétt að miða frekar við slíka atburði við mat á líkum og jarðfræðilegri hættu við Suðurnesjalínu 2. Suðurnesjalína 2 er framkvæmd sem er mikilvæg út frá þjóðarhagsmunum og því þarf ekki að fjölyrða um brýna nauðsyn þess að ráðast í hana. Óviðunandi töf hefur nú þegar orðið á málinu sem hefur velkst í kerfinu árum saman. Flutningsmenn telja ekki ásættanlegt að íbúar svæðisins þurfi að líða fyrir þær miklu ógöngur sem leyfisveiting til þessarar framkvæmdar hefur lent í. Flutningsmenn telja því nauðsynlegt að grípa í taumana til að koma í veg fyrir frekari tafir og flýta því að framkvæmdir geti hafist og leggja sem fyrr segir til að lögfest verði heimild fyrir framkvæmdinni til að eyða óvissu, segir m.a. í greinargerðinni með frumvarpinu.

Nettó veitir 44 milljónum króna til góðgerðamála í ár Rúmlega tíu milljónir króna söfnuðust í góðgerðarátakinu Notum netið til góðra verka sem lágvörurverðsverslunin Nettó stóð fyrir í nóvember. Átakið fól í sér að 200 krónur af hverri pöntun úr netversluninni rann til góðgerðarmála. Það kom svo í hlut viðskiptavina að velja málefni til að styrkja og bárust yfir 2.000 tillögur. Í heild hefur Nettó veitt um 44 milljónir króna til góðgerðamála í ár. „Við hleyptum átakinu Notum netið til góðra verka af stað til að koma til móts við þá sem minnst mega sín. Meirihluti af styrkjunum rennur til samtaka eins og Fjölskylduhjálpar Íslands og annarra samtaka sem sjá um matargjafir. Á sama tíma styðjum við önnur brýn málefni eins og Ljósið og Píeta-samtökin,“ segir Gunnar Egill

Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. „Við erum afskaplega þakklát þeim ótrúlega fjölda viðskiptavina sem kaus hvaða málefni ætti að styrkja. Það er greinilegt að hugur fólks er hjá þeim sem þurfa á því að halda og okkur þótti afar vænt um þann fjölda ábendinga sem okkur barst.“ Söfnunarféð úr Notum netið til góðra verka var veitt ýmsum góðgerðafélögum við hátíðlega athöfn í Nettó Mjódd í síðustu viku í tilefni Nettódagsins. Fulltrúar flestra góðgerðarsamtakanna mættu til að veita þeim viðtöku en sökum Covid19-faraldursins var umfangið minna en síðastliðin ár. Eftir að styrkjunum hafði verið dreift kynnti Gunnar samfélags-

stefnu Nettó fyrir næsta ár auk þess að líta yfir árið sem er að líða. „Við leggjum áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi okkar sem endurspeglar metnað fyrirtækisins til að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Á sama tíma kynntum við umhverfisstefnu Nettó en hún snýr að því að vera leiðandi í umhverfismálum á smásölumarkaði og stuðla að sjálfbærni í dagvöruverslunum. Okkur tókst vel til á árinu sem er að líða og má til dæmis nefna það að við höfum fækkað notkun á einnota plastpokum um 500 þúsund á milli ára. Það má hins vegar alltaf gera betur og við hlökkum til að takast á við næsta ár af enn meiri krafti,“ segir Gunnar Egill.


GOTT VERÐ alla daga 55%

159

38%

kr/stk

áður 359 kr

Croissant m/súkkulaði og hnetum

Toffypops Lyons - 120 gr

Combo tilboð

23%

148 kr/stk

áður 239 kr

298

499

kr/pk

kr/stk

áður 649 kr

Roastbeef samloka

Sómi

28%

179

Hnetuvínarbrauð og Kaffitár bolli

40%

GOTT VERÐ

1.379 kr/pk

áður 2.299 kr

kr/stk

áður 249 kr

Pítubuff m/brauði

6x60 gr - Goði

Collab 33 cl - 2 teg.

577 kr/stk

Tonys súkkulaði 180 gr - 5 teg. Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Kynntu þér ný og spennandi vikutilboð á facebook.com/krambud Krambúðirnar eru 21 talsins. Á Akranesi, Borgarbraut, Borgartúni, Búðardal, Byggðarvegi, Eggertsgötu, Firði, Flúðum, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hólmavík, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Laugarvatni, Lönguhlíð, Reykjahlíð, Skólavörðustíg, Selfossi og Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Samræma niðurgreiðslu hjálpartækja fyrir heyrnarog sjónskert börn

Þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði frestað Þorrablóti Suðurnesjamanna árið 2021 hefur verið frestað. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Knattspyrnufélagsins Víðis. Undanfarin ár hefur þorrablótið verið eitt stærsta þorrablótið á Suðurnesjum en Knattspyrnufélagið Víðir og Björgunarsveitin Ægir hafa sameinast um veisluna síðustu ár.

Í ljósi ástandsins nú á tímum kórónuveiru þykir ljóst að ekki verður hægt að halda allt að 700 manna þorrablót í Garðinum og því verið slegið á frest til ársins 2022.

„Hlökkum til að fagna á annan hátt þegar Víðir leyfir sem allra fyrst. Hlökkum strax til Þorrablóts 2022,“ segir í tilkynningunni.

Velja jólahús og best skreyttu götuna Reykjanesbær ætlar að standa fyrir samkeppni um best skreytta jólahúsið og best skreyttu götuna. Valið er í höndum bæjarbúa og annarra áhugasamra sem eru hvattir til þess að líta vel í kringum sig, senda inn tilnefningar og kjósa í gegnum Betri Reykjanesbær. Ljóst er að þetta verður spennandi keppni þar sem Reykjanesbær er þekktur fyrir mikla ljósadýrð á aðventunni, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Best skreytta húsið

Sendið ykkar tillögur og kjósið um best skreytta hús Reykjanesbæjar. Tilgreina þarf nafn á götu og setja götunúmer í titil og hlaða inn góðri mynd af húsinu þegar tilnefningar eru sendar.

Best skreytta gatan

Sendið ykkar tillögur og kjósið um best skreyttu götu Reykjanesbæjar. Tilgreina þarf nafn á götu og hlaða

inn góðri mynd af henni þegar tilnefningar eru sendar. Hægt er að senda inn tilnefningar og kjósa til og með 20. desember næstkomandi. Afhending viðurkenninga fyrir best skreytta húsið og best skreyttu götuna fara síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunar.

Stór byggingarlóð í boði fyrir verslun og þjónustu í miðbæjarreit Voga

Teikning af hugsanlegri byggingu sem hýsti verslun og þjónustu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Svokallaður Miðbæjarreitur í Sveitarfélaginu Vogum er byggingarlóð sem skilgreind er sem lóð undir verslunar- og þjónustustarfsemi að megninu til. Innan nokkurra ára gæti risið stór bygging, allt að þrjú þúsund fermetrar að

flatarmáli, sem hýsti verslun og þjónustu í sveitarfélaginu. Lóðin er laus til umsóknar. „Nú er búið að útbúa hugmynd að því hvernig svæðið geti litið út eftir að búið er að byggja á því, athugið að þetta er einungis ein

hugmynd að útliti. Undanfarið hefur verið mikið byggt í sveitarfélaginu og þá eru framkvæmdir á Grænuborgar svæðinu komnar á góðan rekspöl og byrjað er að selja þar lóðir. Samkvæmt heimasíðu Grænuborgar, www.graenabyggd. is, munu allar lóðir á svæðinu þar fara í sölu á næstu þremur árum, en þar er gert ráð fyrir um 800 íbúðum þegar svæðið verður fullbyggt en á heimasíðu Grænuborgar má nú sjá skipulag fyrir um helming svæðisins. Það er ljóst að þegar þeirri uppbyggingu er lokið verður kominn góður grundvöllur fyrir verslunar- og þjónustubyggingu á miðbæjarsvæðinu,“ segir á heimsíðu Sveitarfélagsins Voga.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hefur, ásamt fjórum öðrum þingmönnum, lagt fram tillögu til þingsályktunar um samræmda niðurgreiðslu hjálpartækja fyrir heyrnar- og sjónskert börn. Í greinargerð með ályktuninni segir: „Stefna núverandi ríkisstjórnar er að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Eins og kerfið er nú eru mismunandi reglur um þátttöku í niðurgreiðslu eftir því hvort um er að ræða kaup á heyrnartæki annars vegar og gleraugum hins vegar. Öll börn yngri en átján ára fá heyrnartæki greidd að fullu frá Sjúkratryggingum. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu annast endurgreiðslur vegna kaupa á gleraugum fyrir börn. Öll börn fram að átján ára aldri eiga rétt á gleraugnaendurgreiðslum. Börn þriggja ára og yngri eiga rétt á endurgreiðslum tvisvar á ári, börn fjögura til átta ára eiga rétt á endurgreiðslum árlega og börn níu til sautján ára eiga rétt á endurgreiðslum annað hvert ár. Upphæð endurgreiðslu miðast við styrk glerja og er frá 3.500 kr. á gler til 7.500 kr. á gler. Ef um er að ræða sterk sjónskekkjugler er viðbótargreiðsla eftir styrkleika frá 500 kr. til 1.500 kr. á gler. Líkt og hér kemur fram eiga börn á aldrinum níu til sautján ára rétt á endurgreiðslu annað hvert ár en sjón barna getur tekið breytingum innan þess tíma og þarf þá að leggja út fyrir kostnaði þar á móti. Þá þurfa börn oft og tíðum

500 mg töflur

20 stk og 30 stk

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2021–2024 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þarsíðasta miðvikudag. „Það má með sanni segja að áætlunin sé að þessu sinni lögð fram við óvenjulegar aðstæður. Mikil óvissa ríkir um rekstur sveitarfélagsins á næsta ári, einkum á tekjuhliðinni. Þá óvissu má að lang mestu leyti tengja við kórónuveirufaraldurinn, sem enn geisar. Atvinnuleysi hér í landshlutanum og þar með í okkar sveitarfélagi er mikið, og fer vaxandi. Af þeim sökum ríkir óvissa um útsvarstekjur og þróun þeirra. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa lækkað talsvert í ár, áætlanir um framlög næsta árs eru einnig talsvert lægri en verið hefur undanfarin ár. Ríkisvaldið og Samband

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á Sérlyfjaskrá

„Þingmennska er gefandi starf, sem kemur kannski mörgum á óvart. Þingmenn hafa tækifæri til að leggja fram þingmál sem stundum eru samþykkt á Alþingi og geta haft mjög jákvæð áhrif á líf fjölda fólk með einum eða öðrum hætti. Fyrir nokkrum mánuðum hafði móðir úr Keflavík, R. Ása Ingiþórsdóttir, samband við mig og benti mér á ákveðið ójafnræði hvað varðar greiðsluþátttöku hins opinbera hvað varðar kaup á sjóntækjum fyrir börn annars vegar og heyrnartækjum hins vegar. Ég sendi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra í kjölfar þessarar ábendingar frá Ásu og þegar svar barst ákvað ég að leggja fram meðfylgjandi þingsályktun ásamt þingflokki Framsóknarflokksins,“ segir Silja Dögg.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum af stöðunni

Verkjastillandi og hitalækkandi

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.

einnig sérstök gleraugu fyrir sund og íþróttir og þarf að taka tillit til þess. Flutningsmenn tillögunnar telja mikilvægt að öll börn fái þá læknismeðferð og þau hjálpartæki sem þau þurfa án tillits til efnahags foreldra. Það er því mikilvægt að auka þátttöku ríkisins í kostnaði við kaup á gleraugum fyrir börn þannig að þau verði að fullu endurgreidd.“

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

íslenskra sveitarfélaga (fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu) hafa gert með sér sérstakt samkomulag um fjárhagslega viðspyrnu, en enn sem komið er bólar ekkert á útfærslu þeirra aðgerða,“ segir í pistli sem Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum skrifar. Bæjarstjórn lagði fram sérstaka bókun við framlagningu áætlunarinnar af þessu tilefni, sem hljóðar svo: „Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga lýsir þungum áhyggjum af stöðunni, og hvetur ríkisvaldið til að beina aðstoð sinni að þeim sveitarfélögum sem eiga í sem mestum vanda og þar sem staðan er hvað erfiðust.“ Síðari umræða um áætlunina verður að öllu óbreyttu þann 16. desember næstkomandi.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga


Allar jólavörur

Íslensk sígræn

20%

Stafafura frá Skógræktinni

afsláttur 9.-13. desember

Stafafura 100-150 cm Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

4.650 kr.

Jólaskraut, gervitré, Lemax vörur, jólaseríur og -ljós (*ekki lifandi jólatré)

Stafafura 151-200 cm

8.950 kr.

Mannbroddar

Tilboðsverð

Mannbroddar fyrir hálku og ís.

Trén eru ræktuð án eiturefna, enginn áburður er notaður við ræktun fyrir utan 10-15g á hvert tré við gróðursetningu. Flutningsleiðin er stutt og er stafafuran því mun umhverfisvænni kostur en innflutt tré. Að minnsta kosti 10 tré eru ræktuð í stað hvers trés sem fellt er sem jólatré. Stafafura er vinsælasta íslenska jólatréð og er einstaklega barrheldin og ilmandi.

Fæst í öllumum versluKnO BY

Gervitré

2.155

90cm 120 greinar. 120cm 300 greinar 150cm 450 greinar 210cm 1000 greinar

84533870

Verð frá:

Förum varlega

1.2769.676

88968024/28/29/31 Almennt verð frá: 1.595

Við höfum bætt fleiri vörum í jólagjafahandbókina Þú finnur hana á byko.is

Nýtt

Reykskynjarar og slökkvitæki í miklu úrvali Þú færð eldiviðinn hjá okkur

Verslaðu á netinu á byko.is

SUÐURNES KOMDU Í HEIMSÓKN!


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Páll Ketilsson pket@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– opnaður í Reykjanesbæ Aðventugarðurinn í Reykjanesbæ var opnaður formlega á Tjarnargötutorgi og í skrúðgarði sl. laugardag þegar kveikt var á ljósaskreytingum og ljósin tendruð á jólatrénu á torginu. Markmið Aðventugarðsins er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa góða og notalega stemningu fyrir fjölskylduna í aðdraganda jóla. Orðið aðventa er dregið af latneska orðinu Adventus og merkir „að koma“ og á því einstaklega vel við þetta tilefni þegar við undirbúum komu jólanna og bíðum þeirra með eftirvæntingu. Á torginu hafa verið settir upp söluskúrar sem opnir verða á laugardögum frá kl. 12-17 og á Þorláksmessu frá kl. 16-23. Þar gefur að líta handverk, sérvöru, veitingar og varning sem seldur verður í fjáröflunarskyni og verður vafalítið hægt að gera góð kaup í jólapakkann. Óvæntar uppákomur verða einnig í garðinum og aldrei að vita nema jólasveinar og Grýla láti sjá sig. Ljúfir tónar munu óma og til dæmis verður hægt að kaupa sykurpúða og snúrubrauð til að grilla yfir eldstæði. Þá verður einnig boðið upp á jólalegan ratleik í skrúðgarðinum þar sem börn af leikskólum bæjarins eru einnig þessa dagana að hjálpa til við að skreyta.

Hátíðarviðburðir í Reykjanesbæ Aðventugarðurinn 2020

Aðventugarðurinn Tjarnargötutorg

Opið á laugardaginn 12. desember frá 12:00 til 17:00. Jólamarkaður og óvæntar uppákomur.

Jólasveinn dagsins

Stekkjastaur kemur til byggða að kvöldi 11. desember og bræður hans einn af öðrum á hverjum degi til jóla. Hægt verður að fylgjast með uppátækjum þeirra á Facebooksíðu Duus Safnahúsa á hverjum degi kl. 14:00. Ekki missa af þeim.

Jólasýning í Grýluhelli

Sýning á ýmsum munum tengdum jóla- haldi og jólavættum í Átthagastofu Bókasafnsins. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

MYNDSKEIÐIÐ ER AÐEINS AÐGENGILEGT Í RAFRÆNNI ÚTGÁFU VÍKURFRÉTTA


Við bjóðum íbúa Suðurnesja velkomna til okkar


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hærri gjöld og minni tekjur í Reykjanesbæ Hvorki verður dregið úr þjónustu né fjárfestingum, segir meirihluti bæjarstjórnar „Sú fjárhagsáætlun sem nú er verið að leggja fram til fyrri umræðu, sýnir glögglega hversu mikil og neikvæð áhrif kórónuveirufaraldurinn er að hafa á afkomu Reykjanesbæjar,“ segir í bókun meirihluta Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá síðasta bæjarstjórnarfundi. Þá var lögð fram fjárhagsáætlun til fyrri umræðu. „Fyrir ári síðan var lögð fram áætlun fyrir árið 2021 sem gerði ráð fyrir að tekjur sveitarsjóðs yrðu 17,7 milljarðar en nú er verið að gera ráð fyrir 16 milljarða tekjum. Þetta er lækkun upp á 1,7 milljarð króna sem minnkar verulega það svigrúm sem sveitarfélagið hefur til þess að sinna skyldum sínum og bregðast við þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir. Þá hafa rekstrarútgjöld frá fyrri áætlun aukist um 1,2 milljarða sem gerir það að verkum að rekstrarniðurstaða A-hluta verður neikvæð sem nemur 2,4 milljörðum en áður hafði verið gert ráð fyrir að afkoman yrði jákvæð um 829 milljónir. Gert er ráð fyrir að halli samstæðu þ.e. A og B hluta verði 1.888 milljónir en áður hafði verið gert ráð fyrir að

jákvæðri afkomu upp á 1.578 milljónir. Þetta er mikil breyting sem þarna er að eiga sér stað og hægt að bregðast við með ýmsum hætti. Við sem sitjum í meirihluta Reykjanesbæjar teljum eðlilegt að hvorki sé dregið úr þjónustu né fjárfestingum við þessar aðstæður. Slíkt myndi bara auka á vandann sem þó er ærinn fyrir. Mestu máli skiptir að haldið sé þétt utan um þá sem þurfa á þjónustu opinberra aðila að halda. Það er sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga að sjá til þess. Hins vegar vekja fregnir af væntanlegum bóluefnum vonir um að fyrr en varir verði séð fyrir endann á þessu ástandi og hægt verði að lifa eðlilegu lífi á nýjan leik. Við munum þá geta komist fljótt og vel út úr þessum aðstæðum og lagt fram jákvæðari áætlanir en nú er verið að gera,“ segir í bókun meirihlutans. Díana Hilmarsdóttir (B), Friðjón Einarsson (S), Guðbrandur Einarsson (Y), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Jóhann Friðrik Friðriksson (B) og Styrmir Gauti Fjeldsted (S).

Giftingarhringur fannst við saltvinnslu á Reykjanesi Jólalukka 2020

Hver er Sigurveig? spyrja starfsmenn Arctic Sea Minerals um þessar mundir. Fyrirtækið keypti nýverið birgðir af sjávarsalti sem unnið var á Reykjanesi árið 2002 hjá fyrirtækinu Íslensk sjávarsölt. Saltið var leyst upp í stórum tanki til áframhaldandi vinnslu en þegar saltvökvanum var tappað af tankinum sást glitta í óvæntan hlut. Hluturinn reyndist vera giftingarhringur þar sem nafnið Sigurveig er skrifað inn í hringinn.

Egill segir að saltið hafi verið unnið árið 2002 og það sé því að öllum líkindum starfsmaður frá fyrirtækinu Íslensk sjávarsölt sem hafi tapað hringnum við vinnsluna. Ef þú hefur upplýsingar um hver gæti verið mögulegur eigandi hringsins þá má hafa samband við Egil í síma 697-5386 eða á póstfangið egill@arcticsea.is

Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum

Jólaljós, fullveldisdagurinn og dagur íslenskrar tónlistar Jólaljósin í Suðurnesjabær voru tendruð á stærstu jólatrjánum í Sandgerði og Garði 1. desember. Brugðið var út af vananum á þessum óvenjulegu og skrýtnu tímum en upphaflegu áætlanirnar gerðu ráð fyrir því að íbúar söfnuðust saman við trén og gerðu sér glaðan eftirmiðdag við leik og söng. Þá var einnig áætlað að halda upp á fullveldisdaginn með sérstakri dagskrá. Arnar Snær Helgason úr Sandgerðisskóla og Stefanía Líf Birkisdóttir úr Gerðaskóla tendruðu ljósin á jólatrjánum með Magnúsi Stefánssyni en ljósin voru tendruð klukkan 8:20 í Sandgerði og klukkan 9.00 í Garði. Nemendur 1.–7. bekkja beggja skóla fengu að taka þátt í skemmtuninni en eins og reglur segja til um mega þessir nemendur hittast og blandast saman. Þrátt fyrir það var gætt að öllum sóttvörnum og hélt hver bekkur sig saman og átti sitt svæði til að standa á. Allir nemendur stóðu sig með stakri prýði.

MUNDU AÐ FARA MEÐ MIÐA MEÐ ENGUM VINNINGI Í NETTÓ

Jólatréssala

SEX ÞÚSUND VINNINGAR GLÆSILEGIR ÚTDRÁTTARVINNINGAR Jólatrésalan opnar í porti Húsasmiðjunnar ÞÚ FÆRÐ JÓLALUKKUNA Í 15 VERSLUNUM Á SUÐURNESJUM. : iðMEÐ MIÐA ÁN VINNINGS Í KASSA Í NETTÓá Fitjum MUNIÐp AÐ FARA VERSLANIR. í Njarðvík 11. desember O ÞAÐ GETUR FYLGTVirka ÞVÍ MIKIL LUKKAdaga AÐ GERA JÓLAINNKAUPIN framÁ SUÐURNESJUM að jólum kl. 17–20

Sama dag var einnig degi íslenskrar tónlistar fagnað og því þótti við hæfi að fá bræðurna Jón Jónsson og Friðrik Dór í heimsókn en þeir mættu galvaskir á svæðið og

tóku nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra sem tóku vel undir með þeim. Um var að ræða skemmtilega stund á skrýtnum tímum, segir á heimasíðu Suðurnesjabæjar.

Föstudaginn 11. des. kl. 16–20 Laugardaginn 12. des. kl. 12–18 Sunnudaginn 13. des. kl. 13–18

Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála

Þrír fyrrverandi bakverðir í knattspyrnuliði FH, nú kennari, bæjarstjóri og tónlistarmaður. F.v. Guðjón Árni Antóníusson, Magnús Stefánsson og Jón Jónsson.


Jólaafsláttur til félagsmanna í Nettó og Kjörbúðinni

STILBOÐJUR! G SPREN

20%

20%

25%

Hangiframpartur Úrbeinaður

KEA hamborgarhryggur

2.855 kr/kg

1.679 kr/kg

Verð áður 3.569 kr/kg

Verð áður 2.099 kr/kg

Jólahlaðborð fyrir 4–6

Tilboðin gilda 10. - 13. desember

Forréttir + aðalréttir

20%

frá 1.999 kr á mann

Hangilæri Úrbeinað

Forréttahlaðborð fyrir 4–6

3.439 kr/kg Verð áður 4.299 kr/kg

frá 1.125 kr á mann

Gott verð!

Heill franskur kalkúnn Frosinn

Íslenskur kalkúnn

1.494 kr/kg

15%

1.189 kr/kg

Verð áður 1.399 kr/kg

Önnur tilboð ÖLL LEIKFÖNG Á

JÓLAVARA OG SKRAUT Á

20%

40%

AFSLÆTTI

AFSLÆTTI

30% AFSLÁTTUR

af Baylis & Harding snyrtivörum og gjafakörfum


10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Steikt hangikjöt ómissandi um jólin – Skreytir þú heimilið mikið? „Nei, ekki þannig finnst mér, spurning hvort maðurinn minn sé sammála því ha ha. Það fer bara eftir gírnum sem ég er í ár hvert, stundum meira og stundum minna en almennt tel ég mig vera meira „less is more“ týpan þegar kemur að slíku. Að vera með ljós og seríur í skammdeginu til að lífga aðeins upp á finnst mér nauðsynlegt og ég er með þau alveg fram í febrúar og stundum lengur, það fer svolítið eftir veðrinu.“

Díana Hilmarsdóttir heldur í margar hefðir á jólum. Börnin og eiginmaðurinn velja núna lifandi jólatré sem verður skreytt á Þorláksmessu. Díana Hilmarsdóttir, bæjarfulltrúi og forstöðumaður Bjargarinnar í Reykjanesbæ, heldur í margar jólahefðir. Hún byrjaði að kaupa jólagjafir í sumar og jólaljósin fá að standa langt fram yfir jólahátíð. – Hvernig hafa jólagjafakaup gengið á veiruári? „Ég byrjaði að versla jólagjafir í sumar. Ég reyni að vera skynsöm og útsjónarsöm og ef ég dett inn á sniðugar jólagjafir sama á hvaða árstíma það er þá kaupi ég þær og geymi. Mér finnst ofsalega gaman að fara í búðarferðir í nóvember og desember þegar allt er komið í jólabúninginn, ganga um, njóta skreytinganna og

jólaandans en sökum Covid-19 þá þarf maður að fara varlega og útsetja sig sem minnst. Ég hef verslað einhverjar gjafir á netinu í ár og þær fáu gjafir sem ég á eftir að versla mun ég að öllum líkindum panta á netinu eða gegnum síma við viðkomandi verslanir. Stefnan er tekin á að vera búin með jólagjafainnkaupin fyrir miðjan desember. Ég reyni ávallt að versla þær jólagjafir sem ég get í heimabyggð, annað hef ég verslað á netinu og í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Ég og Emelía Nótt dóttir mín erum vanar að sjá um jólagjafainnpökkun og ætlum að gera slíkt hið sama núna, kveikja á kertum, hlusta á jólalög og njóta saman.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

– Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? „Nei, því miður ekki í ár. Við vorum að taka eldhúsið í gegn sem kom í veg fyrir það annars hefði það klárlega verið gert. Ég byrja iðulega að skreyta rétt fyrir fyrsta í aðventu. Ég er búin að setja ljósaseríur og ljósaskreytingar í glugga og búa til nokkrar greniskreytingar á borð með kertum og ljósaseríum. Dóttir mín bíður spennt eftir að láta hendur standa fram úr ermum í skreytingunum.“

– Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? „Ég var alveg ofsalega dugleg áður fyrr að baka en undanfarin ár og sérstaklega eftir að krakkarnir urðu eldri þá fór að draga úr því. Ég er svo heppin með mömmu og tengdamömmu að ég hef iðulega fengið smá hjá þeim t.d. mömmukökur, engiferkökur, súkkulaðidropakökur og lakkrístoppa. Mér finnst engin jól vera ef ég fæ ekki sörur og ég skal viðurkenna það að ég pantaði mér sörur þessi jólin. Annars hef ég bakað þær með mömmu eða hún hefur gaukað til mín boxi þar sem ég vinn frekar mikið og það er lítill tími aflögu. Maðurinn minn hefur bakað piparkökur með börnunum okkar frá því að þau voru lítil og ég má ekkert skipta mér af því, þetta er svona þeirra stund saman sem er dásamlegt. Ég er búin að ákveða að vera dugleg í bakstri þetta árið þar sem ég verð nú að prófa nýja eldhúsið mitt almennilega og mun að öllum líkindum dobbla báða unglingana mína með mér í lið þar.“ – Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19? „Auðvitað er það öðruvísi í ár sökum Covid-19 enda eru þetta algerlega fordæmalausir tímar sem við erum að upplifa. Að sjá bæinn skreyttan og upplýstan bæði af fyrirtækjum, stofnunum og íbúum finnst mér dásamlegt, það gerir alveg ótrúlega mikið fyrir sálartetrið, ég fer ósjálfrátt í meiri jólagír þegar ég er úti að ganga eða keyra og sé fallegar skreytingar og lýsingar. Aðventugarðurinn sem er við Ráðhústorgið og skrúðgarðinn er ég viss um að eigi eftir að vekja mikla lukku sem vonandi mun myndast hefð sem verður fest í sessi hér í bæ. Ég hlakka mikið til að labba um garðinn fallega skreyttan og upplýstan, skoða þann varning sem verður þar til sölu, kaupa mér heitt kakó og ristaðar möndlur og bara njóta. Auðvitað er það skrýtið að geta ekki gert það sem maður er vanur, hitta vini og vandamenn, kysst alla og knúsað og notið samverunnar með öllu fólkinu sínu. Ég held að jólastemmningin verði eins og við veljum sjálf að hafa hana og mín fjölskylda ætlar að gera það besta úr stöðunni og njóta þess að vera saman, fara í göngutúra, spila, hlusta á jólalög, borða góðan mat og klessa okkur saman í sófanum og horfa á góðar myndir og þætti í sjónvarpinu. Ég væri alveg til að fara að fá jólasnjó, nett lag af fallegum jólasnjó, það birtir svo mikið og það verður svo kósý þegar það er smá snjór yfir öllu.“ – Eru fastar jólahefðir hjá þér? „Við skreytum alltaf jólatréð á Þorláksmessu, erum stundum með alvöru tré og stundum gervitré. Ég er meira fyrir gervitré en fólkið mitt vill helst alvöru tré. Í ár verður það alvöru tré sem eiginmaðurinn velur með unglingunum. Jólalögin eru líka hefð, hlustum mikið á jólalög og uppáhaldsjóladiskurinn minn er Nú stendur mikið

Ég var alveg ofsalega dugleg áður fyrr að baka en undanfarin ár og sérstaklega eftir að krakkarnir urðu eldri þá fór að draga úr því ... til með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni. Laufabrauðsgerð er eitthvað sem má ekki klikka og hefur það verið árleg hefð frá því að ég man eftir mér. Við höfum verið saman í þessu stórfjölskyldan í móðurætt en í ár þá ætlum við mamma að gera þetta hjá mér. Ég er mikil matmanneskja og það eru engin jól ef ég fæ ekki steikt hangikjöt og rjúpur. Steikta hangikjötið er gert þannig að það eru skornar þunnar sneiðar af hangilæri og þær steiktar á pönnu upp úr íslensku smjöri. Með þessu þarf að vera alvöru kartöflustappa, grænar baunir og spæld egg. Þetta erum við alltaf með í matinn á gamlárskvöld. Fólk hváir oftar en ekki þegar ég segi því að við steikjum hangikjöt en þessi hefð er orðin 90 ára gömul. Forsagan er sú að langafi Þorgrímur var prestur á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1931 til 1944 og bjó þar með langömmu Áslaugu prestfrú. Langafi nam að hluta til erlendis, talaði ensku, þýsku og grísku. Það var byggð virkjun í Laxárdal í Þingeyjarsýslu í kringum 1930 og bresku verkfræðingarnir sem þar unnu fóru í messu til langafa og einnig til að spjalla við hann enda ekki margir íslendingar sem töluðu ensku á þessum tíma. Þá langaði mikið í Bacon og egg en það var ekki til Bacon og þá datt þeim í hug að steikja hangikjöt í staðinn og úr varð að langamma ákvað að prófa það og það vakti aldeilis kátínu og sló svona heldur betur í gegn. Síðan þá hefur steikt hangikjöt verið ómissandi í okkar fjölskyldu um jólin. Ég mæli með að áhugasamir prófi og muni eftir að drekka nóg vatn. Svo er rjúpan alveg annað „möst“ yfir jólahátíðina og auðvitað sérblandað jólaöl sem þarf að blanda í réttum hlutföllum og í réttri röð sem er malt, appelsín og smá kók. Aðrar fastar hefðir eru jólaboð hjá tengdamömmu á jóladag og ættinni hjá mömmu á annan í jólum en ég stórefast um að af því verði þessi jólin.“ – Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? Það er ekki nein sterk minning sem kemur upp varðandi jól úr barnæsku þannig lagað. Ég man eftir jólum í Ólafsvík þar sem ég bjó til níu ára aldurs. Ég bjó í efstu götunni í bænum og úr stofuglugganum sást niður á bryggju. Pabbi var á sjó á þessum tíma og það var mjög vont veður ein jólin, ég hef kannski verið sex eða sjö ára. Ég stóð í stofuglugganum með mömmu sem hélt á litla bróður mínum, horfði niður á bryggju á þá báta og skip sem voru við bryggju. Jólaljósin á þeim voru á fleygiferð sökum veðurs og ég man að ég var hrædd um pabba og spurði


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11

Gott að eiga eina jólagjöf eftir á Þorláksmessu

Díana með Önundi, eiginmanni sínum, og börnum. mömmu hvort pabbi kæmist ekki örugglega heim til okkar. Annars svona í daufri minningu þá man ég eftir jólabakstri, jólalögum, lykt af smákökum og heitu kakó með þeyttum rjóma en hve gömul ég var man ég ekki.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Já, við fjölskyldan fórum saman í messu þegar ég var yngri. Við fórum ansi oft í miðnæturmessu í Víðistaðakirkju á aðfangadag – en svona í

mínum búskap þá hefur farið minna fyrir því.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Minningarbox um pabba minn sem mamma útbjó handa mér og gaf mér í jólagjöf jólin 2018. Pabbi minn lést í júlí 2014 eftir skammvinn veikindi langt fyrir aldur fram, 58 ára gamall. Að missa hann er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum á lífsleiðinni. Minningarboxið er fallegt glerbox og í því eru hlutir sem tengjast pabba mínum, til dæmis vasaúr sem pabbi fékk í 30 ára afmælisgjöf, veiðikortið

Minningarboxið er fallegt glerbox og í því eru hlutir sem tengjast pabba mínum ... hans, ökuskírteinið hans, Lions-nælan hans, verðlaunapeningar úr frjálsum íþróttum, Liverpool-merki en pabbi var harður púlari, myndir af mér og pabba og margt fleira. Þetta er sú gjöf sem hefur snert mest við mér tilfinningalega. Ég skoða boxið reglulega og nýt minninganna en pabbi var minn besti vinur og ég sakna hans mjög. Einnig er mynd sem dóttir mín og yngri sonur máluðu handa okkur foreldrunum af okkur hjónum mér mjög kær. Þau nutu dyggrar aðstoðar Bryndísar, systur mömmu, sem er mikil listakona.“

Jóhann Sævar Kristbergsson, verkefnastjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, segist gæta hófsemi þegar kemur að jólaskreytingum. – Ertu mikið jólabarn? „Ég get ekki sagt að ég sé neitt svaka jólabarn en gleðst yfir hátíðleikanum.“ – Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? „Já, ekki er hægt að segja annað. Þau voru sett upp í ágætis veðri.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Við gætum hófsemi í þessu máli.“ – Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? „Nei, ekki nema hvað það er alltaf hátíðlegt.“ – Hvað er ómissandi á jólum? „Hangikjöt og samvera.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? „Að vera með fólkinu mínu og frídagar.“ – Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst?

„Nei, frúin sér um það ágæti.“ – Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? „Það er voða gott að klára þau sem fyrst en svo er gott að eiga eina eftir á Þorlák.“ – Hvenær setjið þið upp jólatré? „Setti það upp lengi vel á Þorlák en í seinni tíð hefur það farið upp um miðjan desember.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Kassagítar þegar ég var tólf ára.“ – Hvenær eru jólin komin fyrir þér? „Þegar jólasálmar fara að hljóma.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Hef svo sem engar hetjusögur um messuheimsóknir en samt þá hef ég sótt messur um hátíðarnar.“

VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Í DESEMBER Glæsilegar gjafir í jólapakkana fyrir alla fjölskylduna. Hlökkum til að sjá ykkur.

Apótekarinn Keflavík

Apótekarinn Fitjum

Aðfangadagur 24. desember kl. 9–12

Gamlársdagur 31. desember kl. 9–12

Aðfangadagur 24. desember kl. 10–12

Gamlársdagur 31. desember kl. 10–12

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

Annar í jólum 26. desember kl. 10–14

2. janúar kl. 10–14

Annar í jólum 26. desember LOKAÐ

2. janúar LOKAÐ

27. desember kl. 10–14

3. janúar kl. 10–14

27. desember LOKAÐ

3. janúar LOKAÐ

28. desember kl. 10–19

4. janúar kl. 10–19

28. desember kl. 10–18

4. janúar kl. 10–18

Apótekarinn Keflavík Suðurgötu 2 S: 421 3200

Apótekarinn Fitjum Fitjum 2 S: 534 3010

- lægra verð


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stórt Barbie-hús og túpusjónvarp eftirminnilegar jólagjafir Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir hefur verið dugleg að kaupa jólagjafir á netinu en eftirminnilegasta jólagjöfin sem hún hefur fengið er stórt Barbie-hús sem var jafn hátt henni sjálfri. Undirbúningur hjá ungu fjölskyldunni hefur gengið vel en Ásta og Hermann Unnarsson, maður hennar, eiga fjögur börn og búa í Innri-Njarðvík. – Hvernig hefur gengið að kaupa jólagjafir? „Ég er búin að kaupa nánast allar jólagjafir, það eru mögulega tvær eftir. Ég pantaði þær allar á netinu og nýtti mér afslættina sem hafa verið undanfarið. Það var alveg ofsaleg þægilegt að afgreiða þetta bara svona heima í rólegheitunum.“ – Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? „Ég er vön að skreyta fyrsta í aðventu en það var aðeins fyrr í ár. Ég er ekki með miklar skreytingar, er ennþá að safna mér jólaskrauti en heimilið er þó mjög jólalegt.“ – Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? „Dætur mínar fá að skreyta piparkökur og baka smákökur sér til gamans en ég er meira fyrir osta og kex svo hér er ekki bakað mikið af jólakökum.“ – Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19? „Við fjölskyldan erum vön að taka jólarölt um bæinn og kíkja á jólaþorpið en ætli það verði ekki aðeins

öðruvísi þessi jól. Ég held þó að þessi jól verði bara ansi hugguleg heima með fjölskyldunni.“ – Eru fastar jólahefðir hjá þér? „Að skreyta saman tréð og kíkja á jólasveinana niður í bæ er okkar hefð.“ – Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? „Þegar ég fékk Barbie-hús í jólagjöf á stærð við mig.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Aðeins einu sinni.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Ætli það sé ekki Barbie-húsið eða litla túbusjónvarpið.“ – Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf? „Í dag óskar maður sér ekkert annað en að vera heilsuhraustur.“ – Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? „Við ætlum að vera með hefðbundna hamborgarhrygginn.“

Deiliskipulag í Reykjanesbæ

JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN

FÆRÐU HJÁ OKKUR

Breytingar á deiliskipulagi Nesvalla Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Breytingar á deiliskipulagi fyrir Nesvelli Breytingin felst í að byggingarreitur syðst á lóðinni Njarðarvellir 6 stækkar og heimilt verði að reisa þar allt að fjögurra hæða hús með bílageymslu, sem hafi aðkomu frá Njarðarvöllum og Stapavöllum í samræmi við uppdrátt THG arkitekta dags. 16.11.2020. Tillögurnar eru til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar frá og með 11. desember 2020 til 30. janúar 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. janúar 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is

KROSSMÓA - REYKJANESBÆ


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

Jólin koma þegar kirkjuklukkurnar hringja Berglind Fanney Guðlaugsdóttir, skólaliði í Gerðaskóla, setti jólaljósin upp 1. nóvember og jólatréð fer upp um það leyti þegar fyrsti jólasveinninn er væntanlegur. – Ertu mikið jólabarn? „Já, held það bara.“ – Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? „Já, 1. nóvember.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Passlega mikið.“ – Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? „Þegar dætur okkur voru litlar og fóru í fyrsta skipti einar að kaupa jólagjöf handa okkur. Tilhlökkunin þeirra og spenningurinn, þegar við vorum að opna gjöfina, var svo mikill. Stundin gaf okkur mikið meira en gjöfin sjálf þótt gjöfin var vissulega falleg.“ – Hvað er ómissandi á jólum? „Hamborgarhryggurinn með öllu tilheyrandi, Nóa konfektið og lagtertan auðvitað.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? „Undirbúningurinn, aðventan og fjölskyldu samveran.“ – Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst? „Já, hér er alltaf bakað, brún lagterta, nokkrar sortir af smákökum.“

– Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? „Það er misjafnt en ég reyni að vera búin um miðjan nóvember.“ – Hvenær setjið þið upp jólatré? „Við höfum alltaf sett það upp frekar snemma eða um það leyti sé fyrsti jólasveinninn er væntanlegur.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Þegar ég var átta ára fékk ég jólaplötuna Ég fæ jólagjöf með Kötlu Maríu. Hún var vinsælasta barnastjarna þá.“ – Hvenær eru jólin komin fyrir þér? „Þegar kirkjuklukkurnar hringja kl. 18 og allir prúðbúnir, þá eru jólin komin.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Ne,i við höfum ekki gert það.“

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Löndunum fækkar á Suðurnesjum Þá er desember byrjaður og hann byrjaði heldur betur með látum. Því það var bara spænuvitlaust veður og það komst enginn bátur á sjó í um fimm daga og því er lítið um aflatölur í þessum pistli en þó má geta þess að loksins þegar að bátarnir komust á sjóinn núna á laugardaginn þá hefur veiðin verið nokkuð góð hjá þeim og áfram fjölgaði í bátaflotanum sem er að róa frá Sandgerði, því að Jón Ásbjörnsson RE kom til Sandgerðis frá Þorlákshöfn. Núna eru um tuttugu bátar að róa frá Sandgerði á línu og þeim á eftir að fjölga. Stóru línubátarnir eru ennþá út á landi en þeir eru að koma suður hægt og rólega. Páll Jónsson GK var að koma til Grindavíkur þegar að þessi pistill er skrifaður og Valdimar GK á að koma til Grindavíkur á miðvikudaginn. Það er náttúrlega gleðiefni að bátarnir úr Grindavík landi í sinni heimahöfn en undanfarin ár hefur verið frekar lítið verið um að vera í Grindavíkurhöfn einmitt út af því að línubátarnir þaðan landa ekkert í sinni heimahöfn. Í staðinn fá trukkarbílstjórarnir hjá Jóni og Margeir nóg að gera við að keyra fiskinum frá Austur- og Norðurlandi til vinnslu í Grindavík. Reyndar er fiski nú líka ekið til Sandgerðis og Garðs en það er þó ekki í eins miklu magni og til Grindavíkur. Yfir haustið er það helst togarafiskurinn af Berglínu GK, Sóley Sigurjóns GK og Pálínu Þórunni GK sem er ekin suður – og það alla leið frá Ísafirði. Í byrjun þessara aldar var þetta svo til óþekkt að bátar frá Suðurnesjum væru að landa út á landi og allir þessi fiskflutningar færu fram. Við skulum aðeins skoða þetta nánar. Við skulum bera saman tímabilið 1. nóvember til 8. desember árið 2000 og árið 2020.

Grindavík: Landanir alls 487 og afli alls 8.269 tonn árið 2000. Inni í þessari tölu eru loðna 5.368 tonn tonn af síld og því er bolfiskaflinn 2.901 tonn. Grindavík árið 2002: Landanir alls 54 og afli alls 1.284 tonn. Inni í þessari tölu er afli frá frystitogurunum Hrafni Sveinbjarnarssyni GK og Tómasi Þorvaldssyni GK um 700 tonn og því er bátaafli einungis 584 tonn. Þetta er alveg rosalega mikill munur og sýnir kannski tvo hluti ansi vel. Hið fyrra er að loðnuverksmiðja Fiskimjöls og Lýsis í Grindavík brann og var loðna aldrei brædd þar eftir það, hið seinna er að þrátt fyrir að Grindavík sé ein kvótastærsta höfn landsins þá er lítið af þeim fiski sem kemur í löndun þar, t.d var afli línubátanna frá Grindavík á þessu tímabili árið 2020 alls 2.400 tonn sem öllu var landað út á landi og langmestum hluta af þeim afla var ekið til Grindavíkur til vinnslu. Lítum á Sandgerði sem hefur alltaf verið stærsta löndunarhöfn Íslands. Árið 2000 voru landanir alls 664 og afli 2.912 tonn. Af þessu voru 952 tonn af loðnu og því var bolfiskafli 1.960 tonn sem allt var af bátum. Árið 2020 voru landanir alls 198 og afli alls 874 tonn sem allt er bátaafli.

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Þetta er ekki eins mikill munur og í Grindavík en þó nokkur. Keflavík er munurinn ennþá meiri. Árið 2000 voru landanir alls 265 og aflinn alls 544 tonn. Árið 2020 voru landanir aðeins 37 og aflinn alls 89 tonn. Þetta er ótrúlega mikill munur og eins og sést mjög vel þá er höggið mikið í Grindavík og Keflavík en þó svo að höggið sé mikið líka í Sandgerði þá er samt sem áður mesta lífið í höfnum á Suðurnesjum í Sandgerði og var það þannig árið 2000 og er þannig líka árið 2020. Kannski ekki neitt rosalega skemmtilegur samanburður en því miður þá er þetta bara staðan, bátum hefur fækkað mjög mikið, enda er fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga kannski ekki beint hentugt fyrir nýliða að koma sér á fót báti og hefja útgerð. Talandi um það, þá er nú samt sem áður bjart í Sandgerði því tveir nýir bátar bættust í flotann í Sandgerði núna. Sá fyrri er Gjafar SU sem heitir núna Gjafar GK og mun róa á línu frá Sandgerði og hinn þekkja Sandgerðingar mjög vel, það er Njáll HU sem er orðinn Njáll GK 63 og með heimahöfn í Sandgerði.

JÓLAGJAFIR sem marga dreymir um

Hekla Íslandi

Royal Copenhagen matar og kaffistell í úrvali Georg Jensen kertastjakar

Búddarnir flottu Wood Wick kertin í mörgum stærðum Georg Jensen lampar

Hnetubrjótar í mörgum stærðum Ný jólatröllafjölskylda

Tjarnargötu 3 Keflavík - Sími 421-3855 #draumaland230


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Monika Krus hefur búið á Íslandi í fimm ár og blandar saman pólskum og íslenskum jólahefðum

Langar að vera í sumarbústað um jólin Monika Krus segir að hefðirnar hjá henni hafi breyst eftir að hafa búið á Íslandi í fimm ár en hún er með pólsk litlu jól með pólskum mat og jólasveinarnir þrettán gefa í skóinn – en hún væri til í að vera í sumarbústað um jólin og hana vantar betri bíl. – Ertu byrjuð að kaupa jólagjafir? „Til að vera hreinskilin, nei – en ég er byrjuð að gera lista og mun sennilegast kaupa þær á netinu.“ –Hvað með jólaskreytingar, eru þær fyrr í ár? „Já, þær eru fyrr í ár. Ég fékk dásamlega hjálp við að setja upp ljós í kringum litla húsið mitt. Það var mjög fyndið, því þrjár lágvaxnar manneskjur komu til að hjálpa, þannig að ég þurfti að fá eina hávaxna manneskju til að ná upp á hæsta staðinn. Hann kom auðvitað til að hjálpa okkur.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Dóttir mín væri mjög hrifin af því og þetta árið dreymir hana um stórt jólatré en húsið mitt er svo lítið þannig að ég var að hugsa hvernig ég geti látið draum hennar rætast, við gætum með ánægju verið með stærra tré þetta ár. Ég vil hóflegt jólaskraut og ég elska mest jólakertastjaka því það gefur huggulegt andrúmsloft. Þegar daginn fer að stytta þá fylli ég yfirleitt húsið mitt af kertum, ég elska það.“

– Hvernig sérðu desember fyrir þér í jólastemmningu í ljósi Covid-19? „Mig langaði að fara til Póllands og hitta fjölskylduna mína, ég hef ekkert ferðast á þessu ári vegna Covid. Ég get ímyndað mér notalega tíma með börnunum og nánustu vinum í snjó og fallega skreyttu húsi með góðan mat, bækur og jólamynd.“ – Eru fastar jólahefðir hjá þér? „Ég hef búið á Íslandi í fimm ár þannig að hefðirnar hafa breyst. Við sköpum okkar litlu jól með pólskum mat og jólasveinarnir þrettán gefa í skóinn. Á síðasta ári skárum við sjálf út laufabrauð í fyrsta sinn með börnunum sem var yndislegt. Við skreytum alltaf piparkökur, syngjum jólalög á pólsku og íslensku og opnum pakkana að kvöldi aðfangadags. Við förum líka í marga göngutúra og njótum útiveru. Það er líka alltaf frábært að sjá norðurljós.“

– Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir? „Þegar ég var lítil vorum við venjulega á jóladagskvöld hjá ömmu

– Bakarðu fyrir jólin og ef hvað þá helst? „Ég baka alltaf piparkökur og við erum nú þegar búin að baka þær – þær eru næstum búnar þannig að við verðum að baka aftur, krakkarnir mínir elska að skreyta þær og ég baka ostaköku, eplaköku og súkkulaðiköku með krökkunum.“

pket@vf.is

HARÐUR PAKKI UNDIR JÓLATRÉÐ?

TILBOÐSVERÐ:

4.599.Verð:

5.999.TILBOÐSVERÐ:

6.299.Verð:

8.499.Fávitar

AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM

Ísland - Náttúra og undur

Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Álfabakka 16, Mjódd

saman og pabbi minn spilaði á gítar. Ég held að það hafi verið bestu jólin mín.“

– Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Nei.“

– Hvað verður í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? „Við eldum alltaf það sem okkur finnst best, kjúklingasúpu, Pierogi. Ég borða ekki kjöt þannig að ég borða íslenskan fisk og grænmeti – og auðvitað kökur, kakó fyrir krakkana og „ceremonial“ kakó fyrir mig frá Equador, Perú eða Sierra Leone (www.monia.is).“

– Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Þegar fjölskylda mín frá Póllandi kom til Íslands um jólin. Við vorum tólf manns í 60 fm húsi. Við hjálpuðumst til við undirbúninginn, allir elduðu eitthvað og við sungum

Páll Ketilsson

Café

minni. Fyrstu jólin sem ég man eftir voru þegar ég var kannski fjögurra, fimm ára, ég á mjög stóra fjölskyldu þannig að það var margt fólk við borðið og einnig mörg börn. Pabbi minn spilaði á gítar og við sungum öll jólalög. Það var alltaf gaman og spennandi því allir þurftu að borða matinn áður en það mátti opna gjafirnar. Ég man ennþá eftir þessari tilfinningu. Eitt okkar útdeildi gjöfunum til allra áður en við opnuðum þær. Þetta var frábær dagur.“

Kringlunni norður Kringlunni suður Smáralind Hafnarfirði - Strandgötu 31 Keflavík - Krossmóa 4

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Tilboðsverð gilda til og með 14. desember. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

– Er eitthvað sérstakt sem þig langar í jólagjöf? „Mig langar að fara í sumarbústað, það gæti verið fullkomið að hafa bústað frá 25. eða 26. desember til 31. desember. Nýr bíll væri samt enn betra, minn er gamall og skemmdur. Það fyndna er að ég er ekki að grínast.“

Er aðallega ljósabarn Aron Arnbjörnsson starfar sem 50% trukkabílstjóri og er hobbýbóndi á Stafnesi. Hann hefur ekki verið duglegur við bakstur síðustu ár en ætlar að gera lakkrístoppa í ár og jafnvel tilraunir með aðra toppa. – Ertu mikið jólabarn? „Tja, aðallega ljósabarn.“ – Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? „Já, að sjálfsögðu. Meira að segja trukkurinn er orðinn ljósvæddur.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Bara svona temmilega mikið held ég.“ – Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? „Hittingurinn hjá pabba er alltaf minnisstæður en venjan var að hittast alltaf hjá pabba og gæða sér á eðal jólamat með pabbasósu eins og við köllum hana.“ – Hvað er ómissandi á jólum? „Annað hvort hamborgarhryggur eða Bayonne-skinka, helst bæði.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? „Vera með fjölskyldunni og borða mikið.“

– Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst? „Hef ekki verið duglegur við það undanfarin tíu ár eða svo en er að pæla í að gera lakkrístoppa eða einhverjar tilraunir með margvíslegum toppum.“ – Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? „Ætli ég klári það ekki þegar ég er búinn að kaupa síðustu gjöfina.“ – Hvenær setjið þið upp jólatré? „Það er ekki ákveðið ennþá.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Sem krakki þá var það Stiga sleði en í gamla daga var hægt að nota slíkt, þá snjóaði allan veturinn.“ – Hvenær eru jólin komin fyrir þér? „Á aðfangadag kl. 18.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Nei.“


Til hamingju

Við óskum Nettó í Krossmóum til hamingju með fyrstu grænu verslun Nettó. Allur vélbúnaður, kælar og frystar í versluninni koma frá Kælitækni. Einnig sá Kælitækni um alla uppsetningu á kælibúnaði. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólki Nettó fyrir umburðarlyndi og hjálpsemi á meðan á verkinu stóð.

Rauðagerði 25 108 Reykjavík Sími 440 1800 www.kaelitaekni.is

Kælitækni óskar lesendum Víkurfrétta gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Það sem gerir jólin eru allar hefðirnar og samverustundir fjölskyldunnar Hildur Sigurðardóttir er heimavinnandi ásamt því að vera hótel- og veitingahúsarekandi með eiginmanni sínum. Hildi hlakkar til að njóta jólanna með fjölskyldunni og barnabörnum. – Ertu mikið jólabarn? ,Já, hef alltaf haft gaman af jólunum og sú tilfinning bara eykst hjá mér með hverju árinu sem líður. Ég hlakka mest til að njóta jólanna með fjölskyldunni og barnabörnum mínum Ísabellu Ósk, Alexander Helga og Óskari Erni. Jólin eru hátíð barnanna og bros þeirra eru án efa töfrar jólanna.“ – Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? „Það sem snýr að mér hefur aldrei verið gert eins snemma og í ár en við lýsum alltaf upp hótelið áður en heimilið er klárað.“ – Skreytir þú heimilið mikið? „Ég hef eignast marga fallega jólamuni í gegnum tíðina og marga mjög persónulega. Hef mjög gaman að skreyta og minnast þeirra sem gerðu hlutina, gáfu eða skildu eftir sig. Þessar minningar skapa sanna jólagleði.“ – Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? „Á margar fallegar minningar þegar dæturnar okkar fjórar voru litlar en jólin í fyrra, þar sem ég fékk foreldra mína í heimsókn til okkar í Florida, voru bæði yndisleg og eftirminnileg. Sé fyrir mér að vera þar oftar í framtíðinni með sem flestum í fjölskyldunni.“

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

– Hvað er ómissandi á jólum? „Það sem gerir jólin eru allar hefðirnar og samsverustundir fjölskyldunnar. Hjá okkar fjölskyldu er alltaf stór kalkúnn á borðum og undirbúningurinn er ekki síður mikilvægur en fyrsti munnbitinn.“ – Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? „Heimsóknir til vina og fjölskyldu eru stór partur af jólahátíðinni sem og samvera í bústaðnum okkar við Meðalfellsvatn – en sem hóteleigendur hafa engin jól verið án vinnu en þar, eins og heima, er nú allt orðið jólalegt og fallegt svo jólaandinn helst þar líka.“ – Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst? „Þrátt fyrir að hafa farið í Hússtjórnunnarskóla Íslands og þar lært bæði að baka, elda og það helsta sem tengist heimilsstörfum hef ég ekki verið dugleg við bakstur, sérstaklega síðustu árin. Held þó að fjölskyldan geti tekið undir að eldamennskan og önnur heimilsstörf séu frekar yfir meðallagi svo þetta snýst frekar um áhugasvið en eitthvað annað.“ – Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? „Ég er alltaf mjög snemma með kaup á jólagjöfum en í ár var ég búin að kaupa þær allar óvenju snemma og pakka þeim fallega inn fyrstu vikuna í nóvember. Á Þorláksmessu má segja að það sé hefð hjá mér að bæta einni eða tveimur gjöfum við handa bóndanum og er það skemmtilegast þegar engin pressa er síðasta daginn fyrir jól.“

Glæsilegar jólagjafir! BURBERRY

Skoðaðu úrvalið á opticalstudio.is

KEFLAVÍK

– Hvenær setjið þið upp jólatré? „Uppsetning á jólatréinu hefur algjörlega verið mitt hlutverk og venjulega klára ég að setja upp jólatréið fyrir aðventuna. Í ár var það uppsett og skreytt þann 17. nóvember sem er nýtt met.“ – Eftirminnilegasta jólagjöfin? „Ég hef fengið margar fallegar gjafir yfir árin en sú ánægjulegasta og þá sú eftirminnilegasta er örugglega happadrættisvinningurinn frá Lions á Þorláksmessu árið 1986. Unnum þá fyrsta vinning sem var Mazda 323. Við hjónin vorum þá nýgift og höfðum hafið búskap í bílskúrnum okkar á Bragavöllum. Þessi vinningur kom sér einstaklega vel þar sem við vorum bíllaus og þetta sama ár á fullu að byggja upp framtíðarheimilið og hótelið okkar.“ – Hvenær eru jólin komin fyrir þér? „Jólin og hátíðarbragurinn hefst um leið ég tek af mér eldhússvuntuna og sest með fjölskyldunni við jólaborðið. Það er eins með jólin og annað í lífinu að því meira sem maður hefur fyrir hlutunum því meira nýtur maður þeirra.“ – Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? „Hef nær alltaf sótt messu og finnst það í raun ómissandi þáttur af jólahátíðinni. Hátíðarmessa og svo jólaborðhald í beinu framhaldi skapar þá stemmningu sem jólin eiga að snúast um.“


r a g n i n n i v 0 0 0 6

Nærri

0 2 0 2 a t t é r f r u k í V u k k í Jólalu

Það getur borgað sig að gera jólainnkaupin á Suðurnesjum!

Fylgist s i . f v á ð e m mur re þ g o u g u tt tu í F V u k k Þú færð Jólalu r ú r e b m e s e d í ir tt ræ td ú verslunum. Þrír ilað er í k s m e s m u ið m m u s u la vinnings Nettó verslanir.

! a g n i n n i v r a t t á r d t ú a s s ið þe

Sjá

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 11., 18. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík.

1 3 18

Hreindýraparið vinsæla frá Kristinsson í Grindavík

LG 60” UHD Smart sjónvarp

Nettó gjafabréf 15.000 kr.

2 1 25

Gisting í eina nótt á Íslandshótelum í 2ja manna herbergi með morgunverði

Hótelgisting fyrir tvo á ION CITY og sjö rétta kvöldverður á Sumac

Nóa & Síríus konfektkassar


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nettó opnar fyrstu grænu verslun sína í Krossmóa – Kolefnisspor kælikerfis verslunarinnar lækkar um 99,977% Nýtt vélakerfi fyrir kæla og frysta í Nettó í Krossmóa í Reykjanesbæ kemur til með að spara 40.000 tonn af köldu vatni og lækka kolefnisspor kæla verslunarinnar um 99,977% milli ára. Þessum ótrúlega árangri er náð með því að skipta út kælum og frystum sem ganga fyrir freoni með tækjum sem ganga fyrir koltvísýringi. Á sama tíma má gera ráð fyrir að rafmagnsnotkun tengd kælitækjum í Nettó Krossmóum muni minnka um allt að 60% milli ára. „Þetta verður fyrsta, en alls ekki síðasta, græna Nettó verslun okkar. Markmið er að innleiða þetta kerfi í allar okkar verslanir. Kolvetnisspor okkar lækkar gríðarlega með þessari breytingu. Á sama tíma eru LED-lýsingar í kælunum sem eru flestir lokaðir en það tryggir líka betri vörugæði. Þannig spörum við enn frekar. Þessar breytingar rýma einnig vel við samfélagslega stefnu Nettó og Samkaupa,“ segir Hallur Geir Heiðarsson, rekstrarstjóri Nettó. Verslunin sjálf hefur einnig tekið ýmsum breytingum. Ný ávaxta- og

grænmetisdeild er mun stærri en sú gamla og er nú fremst í versluninni. Á sama tíma hefur úrvalið í lífrænu og heilsudeild verslunarinnar stækkað. „Við höfum orðið vör við breytta hegðun neytenda í kjölfar COVID og einnig sökum breytts lífsstíls. Neytendur eru meðvitaðri um umhverfisfótpor sitt og hvað þeir láta ofan í sig. Því mætum við þörfum þeirra með því að leggja aukna áherslu á holla matvöru. Svo má heldur ekki gleyma því að þeir geta allir fengið vörurnar sendar heim eða sótt þær í gegnum netverslun Nettó. 200 krónur renna líka af hverri pöntun til góðgerðarmála þannig allir vinna,“ segir Hallur. Nettó rekur sautján verslanir um land allt og eina miðlæga netverslun á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að panta mat­vöru af netinu í fjórtán þeirra. Nettó var fyrsta lág­vöruverðs­verslunin til að opna net­verslun fyrir mat­vörur á Ís­landi í septem­ber 2017 og er sama verð í net­versluninni og í verslunum Nettó.

Á myndinni eru þau Sólveig Einarsdóttir frá KSK, Brynja Júlíusdóttir frá Leikfélagi Keflavíkur, Hrefna Magnea Guðmundsdóttir og Jóhanna Andrea Markúsdóttir frá Starfsmannafélagi HSS og Skúli Þ. Skúlason frá KSK. Hvítvínskonurnar mættu óvænt í afhendinguna, enda áttu þær von á veitingum. Þær fengu að vera með á mynd. VF-mynd: Hilmar Bragi

Veittu styrki í tilefni af 75 ára afmæli Kaupfélags Suðurnesja Kaupfélag Suðurnesja, KSK, fagnar 75 ára afmæli á árinu en félagið var stofnað 13. ágúst 1945. Af því tilefni vill félagið vekja athygli á og viðurkenna frábært starf Leikfélags Keflavíkur sem hefur verið duglegt að efla ungmenni á Suðurnesjum í leik og starfi.

Þá hefur starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja unnið við einstaklega erfiðar aðstæður á árinu og seint hægt að þakka því nægjanlega. Kaupfélagið færði því Leikfélagi Keflavíkur kr. 350.000,- og starfsmannafélagi HSS kr. 350.000,- í tilefni þessara tímamóta.

FAGURHÓLL 26 Í SUÐURNESJABÆ – SÖLUSÝNING LÖGBÝLI EIGNAMIÐLUN BÝÐUR SUÐURNESJAMÖNNUM OG ÖÐRUM Á SÖLUSÝNINGU AÐ FAGURHÓLI 26 Í SUÐURNESJABÆ LAUGARDAGINN 12. DESEMBER FRÁ KL 14:00 TIL 16:00.

Við Fagurhól eru verktakar að reisa skipulögð og vönduð raðhús, þriggja til fjögurra herbergja í barnvænu hverfi, í botnlangagötu, þar sem stutt er í helstu mannvirki bæjarins. Íbúðirnar uppfylla skilyrði hlutdeildarláns. Hlutdeildarlán - 5% útborgun. Nánari lýsing eigna: Fagurhóll 2 er 100 fm, fjögurra herbergja íbúð. Verð 37.900.000 kr. Fagurhóll 4 er 88 fm, þriggja herbergja íbúð. Verð 34.900.000 kr. Fagurhóll 6 er 100 fm, fjögurra herbergja íbúð. Verð 37.900.000 kr. Fagurhóll 9 er 99,6 fm, fjögurra herbergja íbúð. Verð 37.900.000 kr. Fagurhóll 11 er 87,5 fm, þriggja herbergja íbúð. Verð 34.900.000 kr. Fagurhóll 13 er 100 fm, fjögurra herbergja íbúð. Verð 37.900.000 kr. Fagurhóll 18 er 89 fm, þriggja herbergja íbúð. - SELD Fagurhóll 26 er 87,5 fm, þriggja herbergja íbúð. - SELD Hver fasteign skilast fullbúin að innan sem utan. Lóðir tyrfðar að hluta til og gott toppefni á innkeyrslu. Eignirnar eru úr timbri, klæddar með gráu bárujárni. Plastumgjörð um glugga, þeir dökkgráir að utan en hvítir að innanverðu. Rennur úr lituðu stáli. Gert er ráð fyrir tengingum fyrir heitum pottum á baklóð. Innihurðir hvítar og stílhreinar og nútímalegar innréttingar, þ.e.a.s. í eldhúsi, á baði og í þvottahúsi. Gert er ráð fyrir parketi á gólfum fyrir utan anddyri, þvottahús og baðherbergi þar sem verður flísaklætt. Gert er ráð fyrir sturtu og upphengdu salerni á baðherbergi. Stofa eignarinnar verður opin og með háum, gólfsíðum gluggum. Útgengt verður út á baklóð. Verktaki hefur boðið kaupendum að velja á milli mismunandi tegunda af gólfefnum, sem og borðplötum. Er það háð samkomulagi við verktaka fyrir kaupsamning. Lögbýli er með í sölu mjög vandaðar og vel skipulagðar eignir í raðhúsi sem staðsett er í botnlangagötu þar sem stutt er í grunnskóla og íþróttahús Suðurnesjabæjar.

Lögbýli minnir á sóttvarnarreglur. Grímur og handspritt verður til staðar og einnig verður heitt á könnunni!

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Lögbýli Eignamiðlun í síma 420-3040 eða hjá: Hauki Andreassyni

löggiltum fasteignasala Símanúmer: 420-3040 og 866-9954 haukur@lmsr.is logbyli@lmsr.is www.lögbýli.is


Munið að skila miðum í verslanir Nettó! með engum vinningi

a k k 20 u 0 l 2 a

Jól

jum lana á Suðurnes rs ve og a tt ré rf u ík Skafmiðaleikur V

Glæsilegir vinningar.

Fylgist með á vf.is

Þú færð Jólalukku

í þessum 23 verslunum og fyrirtækjum FITJUM

SUÐURGÖTU

KROSSMÓA • NJARÐVÍK

IÐAVÖLLUM • KEFLAVÍK

GRINDAVÍK


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FRÚ RAGNHEIÐUR Á SUÐURNESJUM Frú Ragnheiður fór af stað á Suðurnesjum 4. júní síðastliðinn en það tafðist að koma því af stað vegna Covid. Frú Ragnheiður er heilbrigðisþjónusta á hjólum og er verkefni sem hefur verið ellefu ár á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingar sem notað hafa þjónustuna eru tólf, þrettán manns og heimsóknirnar að nálgast eitt hundrað. Margir einstaklinga og félagssamtök hafa styrkt verkefnið og þökkum við fyrir það. Nýlega barst okkur þó jólapakkar til skjólstæðinga, konfekt og gos til að hafa á aðventunni. Ég held í þá vona svo að einhver fyrirtæki verði tilbúin að láta okkur hafa smá jólamat í bakka en við ætlum þá að keyra það út á Þorláksmessukvöld. Verkefnið byggir á hugmyndafræði skaðaminnkunar (Harm Reduction) sem leggur áherslu á að mæta fólki á þeim stað þar sem þau er stödd. Við leggjum frekar áherslu að fyrirbyggja og draga úr hættunni við það að nota vímuefni, í staðinn fyrir að draga úr notkuninni sjálfri. Skaðaminnkun vísar til stefnu, verkefna og verklags sem miðar fyrst og fremst að því að draga úr heilsufarslegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar löglegra og ólöglegra vímuefna án þess þó að draga úr notkuninni. Við aðstoðum fólk á margvíslegan hátt en gerum aldrei neitt nema það sem þau vilja og biðja um. Stundum er það bara þannig að fólk

er einfaldlega er ekki tilbúið til að hætta eða getur það bara hreinlega ekki. Flestir skjólstæðinga eiga flókna og langa áfallasögu sem jafnvel er erfitt er að vinna úr. Við veitum þeim hreinan búnað, sjálfboðaliðar fá þjálfun í sálrænum stuðningi og við reynum alltaf að vera til staðar fyrir skjólstæðinginn. Vaktirnar eru tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og fimmtudögum klukkan 20 til 22. Þá hittum við skjólstæðinga, þeir fá hlýjan fatnað, næringu og búnað, síðan tökum við á móti boxum af notuðum nálum og förgum á viðeigandi hátt. Á vakt eru yfirleitt tveir til þrír sjálfboðaliðar og af þeim er einn heilbrigðismenntaður einstaklingur sem metur þá t.d ef einstaklingur kemur með sýkingar sem er nokkuð algengt hjá þeim sem nota í æð. Læknarnir á bráðamóttöku HSS sinna bakvöktum og meta þá jafnvel

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

STEFÁN BJÖRNSSON Þórukoti

lést á heimili sínu miðvikudaginn 2. desember. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 11. desember kl.14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/utforstefansbjornssonar Einnig hægt að sjá streymi á vef mbl.is. Jóhanna Kristín Árnadóttir Árni Ingi Stefánsson Halldóra Húnbogadóttir Björn Stefánsson Gunnar Stefánsson Guðlaug Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

20 ára gamalt lítið framleiðslufyrirtæki í Keflavík er að hætta

Vélar, verkfæri, efnislager og fleira tilheyrandi til rekstrar á eins eða svipuðu fyrirtæki til sölu. Upplagt fyrir vaktavinnumann/-menn með rétt á tímabundnum atvinnubótum. Upplýsingar í síma 893 4105.

Sigurbjörn Arnar Jónsson siðameistari landsstjórnar Round Table og meðlimur í Keflavíkurklúbbi afhendir Frú Ragnheiði styrk.

dsson með Magnús Ingi Guðmun færði Frú gjafirnar sem hann esjum. rn ðu Ragnheiði á Su

sýkingar með því að hjúkrunarfræðingur sendir mynd. Um tuttugu sjálfboðaliðar koma að verkefninu og þarf fólk að skuldbinda sig að lágmarki í ár og fá sérstaka þjálfun sem fer fram á haustin og vorin. Ég er mjög ánægð fyrir hönd verkefnisins og tel okkur vera mjög heppin með flottan hóp af sjálfboðaliðum, því án þeirra væri verkefnið ekki til. Skjólstæðingahópurinn okkar er yndislegt fólk sem er þakklátt fyrir þjónustuna og margir þakka bara fyrir að við fylgjumst með þeim eða hringjum í þau og athugum hvernig þeim líður, tengjum við félagsþjónustuna eða annars konar þjónustu ef þarf. Þeir skjólstæðingar okkar hér á Suðurnesjum reka heimili og ég veit ekki til þess að það sé einhver sem sefur úti eða inni á vini en

það er alveg líklegt að svo sé. Við erum allavega alltaf með svefnpoka og teppi ef einhverjum vantar. Starfið mitt sem verkefnastjóri er að fylgja þeim málum áfram sem koma inn á vaktinni og halda utan um sjálfboðaliðana og skjólstæðinga. Varðandi efni þá ég upplifi að það er flóknara fyrir fólk að komast í efni á þessum tíma og þá verða þau auðvitað líka dýrara sem getur valdið því að þau verða veikari og þurfa hafa meira fyrir því að komast í þau. Stundum fara þau líka að nota önnur efni en þau eru vön að noti þá getur það jafn vel verið að þau þekki ekki hvaða skammt þau þola. Bíllinn okkar er alveg ómerktur og við keyrum hvert sem er á Suðurnesjum. Á dögunum barst okkur alls konar góðgæti sem fer í jólapakka til skjólstæðinga. Gefandinn, Magnús Ingi Guðmundsson, gaf gjafirnar í nafni Ástrúnar Sigurbjörnsdóttur, Angallu Kelly Abbot og Guðlaugs Smára

Jósefson. Það skal þó tekið fram að þessir einstaklingar voru ekki skjólstæðingar Frú Ragnheiðar. Nokkrir fastir stuðningsaðilar okkar eru Bílaleigan Geysir, Sigurjónsbakarí og Kostur í Njarðvík og viljum við þakka þeim kærlega fyrir. Einnig barst okkur gjöf frá félagasamtökunum Round Table á Íslandi en þau héldu í októberbyrjun fulltrúaráðsfund í gegnum netið sem var í umsjá Keflavíkurklúbbsins. Siðameistari landsstjórnar, Sigurbjörn Arnar Jónsson, sem jafnframt er meðlimur Keflavíkurklúbbsins safnaði sektum og styrkjum frá öðrum klúbbum og meðlimum allt að 316.000 krónur í rekstrarkostnað á frú Ragnheiði hjá Rauða krossdeild Suðurnesja. Bestu kveðjur færum við Suðurnesjamönnum á aðventunni, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar á Suðurnesjum.

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9591, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:00. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8879, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:05. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9586, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:10.

Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9587, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:15.

Garðbraut 15, Garði, fnr. 209-5394, þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 10:00.

Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9590, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:20. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8875, þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:25.

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 8. desember 2020


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Venjur og markmið á nýju ári VENJUR Öll höfum við ákveðnar venjur í okkar daglega lífi. Þær eru mikilvægar og veita okkur góðan stuðning og ákveðið aðhald. Einstaklingar eru misjafnlega vanafastir þar sem sumir ríghalda í sínar venjur á meðan öðrum finnst gott að ögra sér og stíga út fyrir rammann af og til. Einhverjir kannast við að velja sér alltaf sama skápinn í sundlauginni eða ganga alltaf sama hringinn í hverfinu. Flestir skapa sér venjur í bernsku sem þroskast með einstaklingnum fram á fullorðinsár. Við tileinkum okkur nýjar venjur á hinum ýmsu tímabilum ævinnar. Sumar festast í sessi á meðan aðrar deyja út eða nýjar taka við. Erfitt getur verið að breyta venjum sem við höfum tileinkað okkur yfir langan tíma. Dæmi um góðar venjur eru daglegar athafnir eins og að bursta tennur, borða fjölbreytta næringu, hreyfa sig, eiga í góðum samskiptum og bera virðingu fyrir náunganum. Sérfræðingar tala um að það taki einstakling að lágmarki þrjár til fjórar vikur að innleiða nýjar venjur og enn lengri tíma að festa þær í sessi, eins og ýmsar lífsstílsbreytingar. Viðhorf, undirbúningur og skilningur á viðfangsefninu skiptir öllu máli fyrir framhaldið. Við þurfum að vita hvað við raunverulega viljum, hvar styrkleikarnir okkar liggja og með hvaða hætti við ætlum að taka upp nýjar venjur eða forðast gamlan ávana. Stundum er betra að bæta inn góðum venjum til að byrja með áður en við tökum aðrar út. Ef við bætum við hollri næringu þá er einfaldlega minna pláss fyrir það óholla. Okkur hættir til að vilja breyta öllu á einni nóttu. Það eitt getur orðið yfirþyrmandi og afsökunarpúkinn verður háværari.

MARKMIÐ Á áramótum staldrar fólk við og margir setja sér ný markmið. Strengja þess heit að gera einhverjar breytingar á lífi sínu. Oft snúast markmiðin um heilsu og heilsueflingu. Sumir stefna á meiri

hreyfingu, borða hollari mat, hætta að reykja eða taka upp nýja heilsusamlegar venjur. Hvað er það sem þú ætlar að gera á nýju ári? Höfum það í huga að setja okkur einföld og skýr markmið sem eru viðráðanleg í framkvæmd. Finnum út hvaða athafnir í okkar lífi kveikja á þeim tilfinningum þegar við föllum í freistni og förum út af sporinu. Ef við erum veik fyrir sætindi er mikilvægt að tæma nammiskúffuna og eiga nóg af hollum og góðum mat í skápunum. Ef við ætlum að stunda daglega hreyfingu með gönguferðum verðum við að eiga góða skó og útivistarfatnað. Markmiðin þurfa að vera raunhæf og við verðum að vera viss um hver ávinningurinn verður. Mikilvægt er að skrá markmiðin og hafa þau sýnileg. Viðhorf okkar gagnvart breytingunni þarf einnig að vera einlægt og jákvætt. Við þurfum að trúa því statt og stöðugt að þetta sé það sem við viljum og þurfum að breyta. Við getum valið að standa með okkur sjálfum eða svíkjast um. Ef við föllum í freistni þá stöndum við upp aftur og höldum áfram þar sem frá var horfið. Temjum okkur jákvætt hugarfar.

Gangi ykkur vel, sjá frekari slóð á Heilsupistil 19 frá Janusi heilsueflingu www.janusheilsuefling.is/heilsupistill-19-venjur-vidhorf-og-kveikjur/

Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta-og heilsufræðingur

Anna Sigríður Jóhannesdóttir, BA sálfræði og MBA

Bára Ólafsdóttir, MS íþrótta- og heilsufræðingur

Kókoskúlur á aðventu Sykurlausar kókóskúlur 2 bollar döðlur (saxaðar gróft) 1 bolli sjóðandi vatn 3 msk kókosolía 1 tsk vanilludropar

½ tsk salt 3 msk bökunarkakó 1 bolli möndlur eða hnetur (hakkaðar) 2 bollar haframjöl Kókosmjöl

Aðferð: 1. Setjið saxaðar döðlur í pott með vatni og sjóðið í þrjár mín og látið standa í fimm mín. Hellið svo vatninu af döðlunum. 2. Maukið döðlurnar í matvinnsluvél og setjið kókosolíu og vanilludropa saman við ásamt salti og kakó.

3. Bætið hökkuðum möndlum/ hnetum og haframjöli saman við og hnoðið saman í höndunum. 4. Blandan er frekar blaut í sér svo kælið hana í 30 mínútur áður en kúlurnar eru mótaðar. 5. Mótið litlar kúlur, rúllið upp úr kókosmjöli og kælið.

Njótið með góðum kaffibolla eða bjóðið kúlurnar sem eftirrétt.

Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VSFK um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnarkjör og stjórn sjómannadeildar ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimilasjóðs, fræðslusjóðs og trúnaðarmannaráð. Félagið leitar eftir félagsmönnum sem vilja taka þátt í starfsemi félagsins og hvetjum áhugasama til að hafa samband. Tillögum og ábendingum skal skilað á skrifstofu félagsins í síðasta lagi þriðjudaginn 15. desember kl. 12.00. Fylgt er reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Kjörstjórn VSFK og nágrennis. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

ð i í r a k a Jólab itt þ


sport

Miðvikudagur 9. desember 2020 // 47. tbl. // 41. árg.

„Það sem er eftir er bara bónus“ „Þetta er búið að vera flott tímabil,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir, nýkrýndur Noregsmeistari, þegar VF sló á þráðinn til hennar í byrjun vikunnar. „Flott en mjög langt og margt búið að gerast. Það er gott að vera búin með þetta núna, það sem er eftir er svo bara bónus. Við leikum úrslitaleikinn í bikarkeppninni um næstu helgi og eigum tvo leiki í Meistaradeildinni framundan.“ Byrjaði mjög ung í fótbolta

INGIBJÖRG NORSKUR MEISTARI Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir varð norskur meistari um helgina með liði sínu Vålerenga. Ingibjörg skoraði eitt mark þegar Vålerenga sigraði Arnar-Björnar með fjórum mörkum gegn engu í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Vålerenga verður Noregsmeistari. Ingibjörg hefur leikið frábærlega á sínu fyrsta tímabili í Noregi og verið í lykilhlutverki í liði Vålerenga á leiktíðinni en liðið hefur aðeins fengið á sig fjórtán mörk í átján leikjum.

Ingibjörg og liðsfélagar hennar geta enn unnið tvöfalt því Vålerenga mætir LSK í úrslitum bikarsins um næstu helgi. Þá leikur liðið einnig

gegn Bröndby í Meistaradeildinni nú í vikunni. Það er óhætt að segja að síðasta vika hafi verið viðburðarrík hjá Ingibjörgu. Fyrir utan að verða Noregs­ meistari er hún er einn þriggja leikmanna sem eru tilnefndir sem leikmaður ársins í norsku deildinni og þá komst hún einnig með íslenska landsliðinu í lokakeppni EM eftir sigur á Ungverjum.

Ingibjörg byrjaði aðeins þrettán ára gömul að leika með meistaraflokki Grindavíkur, þaðan lá leiðin í Kópavog þar sem hún lék með Breiðabliki í sex ár. Hún hefur verið í atvinnumennsku síðustu þrjú árin, fyrst með Djurgården í Svíþjóð og síðasta árið með Vålerenge í Noregi. Ingibjörg hefur leikið 35 leiki með A-landsliði Ísland sem vann sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Englandi sumarið 2022, auk þess lék hún 32 leiki með yngri landsliðunum. „Það eru orðin tíu ár síðan ég byrjaði í meistaraflokki, þetta er alveg ótrúlega fljótt að gerast.“

Ingibjörg í leik með íslenska landsliðinu. Mynd: Fótbolti.net

VINSÆLU DEVOLD VÖRURNAR

GÓÐAR GJAFIR Í JÓLAPAKKANN

johann@vf.is

– Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta? „Ég held að ég hafi verið um fjögurra ára, bara í leikskóla. Svo var ég líka í körfubolta þangað til ég varð fjórtán ára, þá tók fótboltinn alveg við.“ – Hvað er svo framundan, hvert stefnirðu? „Úff, það er svo margt búið að vera í gangi. Ég verð alla vega með Vålerenga á næsta ári – kannski maður reyni að vinna deildina aðeins öruggar þá. Ég ætla að njóta þeirrar stöðu sem ég er í núna og svo tekur maður bara á næsta ári.“ – Hvernig er svo að spila í Noregi? „Að vera í Noregi er mjög líkt því að vera í Svíþjóð. Deildin hérna er kannski aðeins jafnari en í Svíþjóð, mjög skemmtileg deild. Hún var mjög jöfn alveg í lokin og við enduðum á að vinna á markatölu – gæti ekki verið meira spennandi. Maður vill vera í þannig deild, ekki þar sem maður er að rústa öllum leikjum eða tapa öllu.“

HLÝJIR OG FÍNIR SOKKAR

BELTI OG HANSKAR Í ÚRVALI

Jóhann Páll Kristbjörnsson

– Ert þú bara ein þarna úti, er engin fjölskylda með þér? „Nei, ég er bara ein – en ég rétt slepp heim fyrir jólin. Fer beint heim eftir Meistaradeildarleikinn sem verður 17. desember. Þannig að ég rétt næ í hangikjötið. Ég fæ þrjár vikur í frí og svo fer ég aftur út 14. janúar og við byrjum aftur,“ sagði Ingibjörg að lokum.

Er komið ískur ... Desembertilboð Gildir til 31.12 2020

20%

20% afsláttur af bremsudiskum og bremsuklossum Tímabókanir í síma 456 7600 OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FIMMTUDAGA 8–17 FÖSTUDGA 8–15

Alhliða bifreiðaverkstæði Smur- og hjólbarðaþjónusta Pústviðgerðir - tímareimaskipti

HAFNARGATA 29. SÍMI 421-8585 GRÓFIN 19 ∙ KEFLAVÍK ∙ SÍMAR 456 7600 ∙ 861 7600


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Frábær uppskera hjá Golfklúbbi Suðurnesja „Við getum áætlað að hafa orðið af um þrem milljónum vegna haustmóta sem féllu niður vegna Covid-19lokunar,“ sagði formaðurinn, Ólöf Kristín Sveinsdóttir. Aðalfundur Golfklúbbs Suðurnesja fór fram í síðastu viku. Í ljósi Covid-19-aðstæðna var fundurinn haldinn rafrænt á fundarkerfinu Teams. Metþátttaka var á fundinum en um 60 manns tóku þátt í honum. Ólöf Kristín Sveinsdóttir, formaður klúbbsins, flutti skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem átti sér stað á árinu. Óhætt er að segja að vel hafi gengið á öllum sviðum á árinu 2020, margkonar viðburðir voru haldnir og þátttaka félagsmanna góð. Mótin voru mörg, nýliðaviðburðir vel sóttir og kvennagolfið setti nýtt met í mætingu svo eitthvað sé nefnt. Völlurinn var í góðu standi og gekk reksturinn í heild mjög vel en klúbburinn skilaði sautján milljón króna hagnaði í ár. Þess má geta að Golfklúbbur Suðurnesja hefur enn ekki fengið sérstaka styrki frá sveitarfélögunum vegna Covid-19 eins og mörg önnur íþróttafélög hafa fengið. Þessi innkoma er kærkomin í sjóði félagsins enda er klúbburinn

farinn að huga að endurnýjun á vélum og tækjum sem mörg hver eru komin til ára sinna. Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri GS, flutti sína árlegu skýrslu og fór yfir það helsta sem snýr að þjálfun og keppni kylfinga GS. Kylfingar ársins 2020 eru Guðmundur Rúnar Hallgrímsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir. Venjan er að krýna kylfinga ársins á aðalfundi en þar sem ekki var hægt að halda hefðbundinn fund var brugðið á það ráð að boða þá sem valdir voru í Leiruna daginn fyrir fundinn og þeir krýndir í fámennum hópi og var myndband af athöfninni sýnt á Teams-fundinum. Ólöf Kristín Sveinsdóttir mun halda áfram að gegna embætti formanns golfklúbbsins, aðrir í stjórn árið 2021 eru þau Karitas Sigurvinsdóttir, Rúnar Óli Einarsson, Sigurður Sigurðsson, Sveinn Björnsson, Arnar Ingólfsson, John Steven Berry, Páll Marcher Egonsson og Róbert Sigurðarson.

Guðfinna Sigurþórsdóttir heiðursfélagi GS Guðfinna Sigurþórsdóttir, einn af stofnendum Golfklúbbs Suðurnesja, var gerð að heiðursfélaga á aðalfundinum. Guðfinna hefur verið félagi í Golfklúbbi Suðurnesja óslitið frá stofnun hans og verið virk í starfi klúbbsins. Hún varð fyrsti Íslandsmeistarinn í kvennaflokki og barðist fyrir því á árum áður að konur fengju sama rétt til keppnis og karlar en þegar hún var að stíga sín fyrstu skref var ekkert kvennastarf í golfklúbbum landsins eins og við þekkjum í dag. Guðfinna var krýnd heiðursfélagi á sama tíma og kylfingar ársins og var myndband af afhendingu heiðursskjalsins sýnt á fundinum. Þess má geta að Guðfinna er móðir Karenar Sævarsdóttur sem vann það ótrúlega afrek að verða Íslandsmeistari átta ár í röð.

Pálmi skrifar undir hjá Úlfunum Pálmi Rafn Arnbjörnsson hefur skrifað undir atvinnumannasamning við efstu deildarlið Wolverhampton Wanderers í Englandi. Hann fór til liðsins haustið 2019, rétt áður en hann varð sextán ára, og hefur æft og keppt með yngri liðum liðsins. „Þetta er bara gaman hérna úti. Ég spilaði í síðasta leik gegn Middlesbrough þar sem við unnum 2:1. Ég hef misst af nokkrum leikjum vegna meiðsla en er orðinn góður,“ sagði Pálmi þegar VF hafði samband við hann. Hann varð sautján ára í síðasta mánuði. Forráðamenn Úlfanna segjast hafa vitað af hæfileikum Pálma Rafns og þótt hann hafi þurft að glíma við meiðsli um tíma hafi hann komið sterkari eftir þau. „Honum gekk mjög vel í upphafi og stóð sig vel en vegna meiðsla fékk hann sam-

Páll Ketilsson pket@vf.is

keppni frá öðrum markverði í baráttuna um markvarðarstöðuna. Það gerði þeim báðum gott. Pálmi þarf að halda áfram á sinni vegferð til að tryggja sér fyrsta val í markinu en samkeppnin er góð. Við erum mjög ánægðir með framfarir Íslendingsins og vonandi verður samningurinn til að hjálpa honum til að verða betri,“ segir á heimsíðu liðsins. Víkurfréttir ræddu við Pálma fyrr í haust þar sem hann segist stefna hátt í markinu hjá þessu fornfræga

Þegar Guðfinna var að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni var kvennastarf í golfklúbbum landsins ekki eins og við þekkjum í dag. Í dag er blómstrandi kvennastarf í GS og er það ekki síst fyrir tilstilli brautryðjandastarfi Guðfinnu og hennar samferðakvenna.

félagi. Pálmi gerði samning við Úlfana í lok nóvember 2019, þá aðeins fimmtán ára gamall, og hefur nú í haust æft með átján ára liði félagsins. Pálmi Rafn hafði, þar til hann gekk til liðs við Úlfana, stundað knattspyrnu hjá Njarðvík frá því hann var ungur strákur. Síðustu ár hefur hann verið valinn í yngri landslið Íslands og á hann að baki ellefu landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hefur mest æft með U18 liði Úlfanna en í byrjun eftir að hann fór út æfði hann líka og keppti með U16 liðinu. Í spjalli við Pálma snemma á þessu ári sagðist hann hafa fengið að fara á nokkrar æfingar með U23 og það væri skemmtilegt því þar væru leikmenn sem æfðu og kepptu með úrvalsdeildarliði Wolves. Wolves er stór klúbbur og liðinu hefur gengið vel í efstu deild síðustu tvö árin og stóra drauminn segir Pálmi vera að komast í úrvalsdeildarliðið hjá þeim. „Einnig vil ég halda áfram að vera valinn í landsliðshópa og komast í A-landsliðið,“ sagði Pálmi Rafn sem þakkar mest markvarðaþjálfara sínum, Sævari Júlíussyni, fyrir að hafa haft trú á sér. Pálmi hefur dvalið með móður sinni í Wolverhamton og stundað nám samhliða knattspyrnunni. Hann sagðist koma heim til Íslands í stutt frí fyrir jólin og hlakkaði til.

Mikið líf í fangbragðaíþróttum hjá Njarðvík ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS 2020

Á dögunum fór fram innanfélagsmót júdódeildar UMFN og var öllum sóttvarnarreglum fylgt í þaula. Dómari mótsins var einn af þjálfurum deildarinnar og auðvitað með grímu. Þá voru allir keppendur allir á yngra stigi grunnskóla og æfa allir í sama aldursflokki. Síðast og ekki síst var keppt í hollum og engir á foreldrar máttu horfa á. Í heildina voru 52 keppendur sem tóku þátt í mótinu, tíu á aldrinum fjögurra til sjö ára og átta á aldrinum átta til tíu ára, aðrir (34 iðkendur) kepptu í flokki ellefu ára og eldri. Það sem er einstakt við þetta innanfélagsmót er að mótið var svipað stórt og mót sem Júdósamband Íslands er að halda. Annað sem er sögulegt við mótið er að þetta var langstærsta stúlknamót sem haldið hefur verið á Íslandi fyrr og síðar, 26 stúlkur skráðu sig til leiks sem

var nákvæmlega helmingur allra keppenda á mótinu. Þjálfarar voru rosalega ánægðir með mótið og keppendur skemmtu sér konunglega.

Í lok mótsins voru svo íþróttamenn júdódeildarinnar valdir. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir var valin Júdókona UMFN 2020 en Heiðrún varð önnur í opnum flokki kvenna á Danish Open og einnig önnur á RIG. Efnilegust var Rinesa Sopi en hún hefur staðið sig vel á árinu og er til fyrirmyndar bæði innan vallar sem utan. Júdómaður UMFN árið 2022 er Jóhannes Pálsson en hann sigraði sinn flokk á Afmælismóti JSI í flokki 15–17 ára, hann varð einnig þriðji í sama móti í flokki 15–20 ára þar sem hann keppti aldurs- og þyngdarflokk upp fyrir sig. Efnilegastur varð svo Guðmundur Sigurfinnsson sem hefur bætt sig all svakalega í ár. Heiðrún Fjóla var einnig valin Glímukona UMFN 2020 en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í glímu og tvöfaldur Íslandsmeistari í Backhold. Efnilegust varð Malak Badawy.

Glímumaður UMFN 2020 er Jóel Helgi Reynisson en hann varð annar í Opna franska meistaramótinu í Backhold og lenti í öðru sæti í -90 kg flokki karla á Íslandsmeistaramótinu í sömu grein. Efnilegasti glímumaðurinn og jafnframt sá yngsti frá stofnun UMFN er Helgi Þór Guðmundsson. Heiðrún Fjóla var einnig valin besta Brazilian Jiu Jitsu-kona (BJJ) deildarinnar en hún bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í greininni. Hún sigraði sinn flokk og opinn flokk kvenna á mótinu Blár á leik. Efnilegasta BJJ-kona deildarinnar er Maryam Badawy. BJJ-maður UMFN er Daníel Skarphéðinsson en hann hefur verið vaxandi og varð annar á mótinu Blár á leik. Lúkas Ýmir Víkingsson er efnilegasti BJJmaður deildarinnar en hann er jafnframt sá yngsti sem hreppir þennan titil, einungis tíu ára.


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir

Mundi Það er ekki skafið af þessari Jólalukku í ár!

instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

LOKA ORÐ

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

EXTRA FJÖLBREYTT

INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

Þakklæti

ÚRVAL LEIKFANGA FRÁ COSTCO*

6.999.-

2.499.-

3.499.3.999.-

* BREY TILEGT ÚR VAL MILLI VERSLANA

Þakkargjörðardagurinn er, eins og við öll vitum, haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum ár hvert. Þetta er siður sem festi sig í sessi á 16. öld og snerist upphaflega um að þakka fyrir uppskeru liðins árs og gengur þvert á trú – en hann er ekki eingöngu haldinn hátíðlegur í Ameríku. Kanadabúar halda einnig upp á hann ásamt íbúum Grenada, Saint Lucia og Líberíu. Þjóðverjar og Japanir halda einnig hatíð sem svipar til þakkargjörðardagsins en þá eru upptaldar þær þjóðir sem fagna þessum degi. Þrátt fyrir ástæðu þess að dagurinn er haldinn hátíðlegur til þess að þakka fyrir uppskeru samkvæmt eldgömlum siðum, þá hefur hann haldið sér í sessi og margir vilja meina að hann sé meiri hátíðisdagur en jólin í Bandaríkjunum. Ég er mikið jólabarn, hef alltaf verið. Held það eigi við um ansi marga Íslendinga. Við höldum jólin hátíðleg, gerum vel við okkur í veitingum, uppákomum, fjölskylduboðum og svo gefum við hvert öðru fallegar gjafir. Ég er ekki aðeins jólabarn fram í fingurgóma, ég er fáránlega væmið jólabarn. Á aðventunni fæ ég alls konar skrýtnar hugmyndir hvernig mig langar að gleðja þá sem standa mér næst. Hvernig mig langar að þakka fyrir allt. Best er ef ég fæ hugmynd sem hreyfir við fólkinu mínu og nær að sýna eitthvað sérstakt í sambandi mínu við viðkomandi. Hér er ég að tala um eitthvað sem ég geri frá hjartanu. Handverk, myndabækur, táknrænar gjafir. Kosta yfirleitt minnst en gleðja mest. Auðvitað læt ég eitthvað meira fylgja í pakkanum en þessi hefð er orðin ansi rík á mínu heimili og dætur mínar eru meira að segja farnar að leggja mikið upp úr gjöfum sem snerta hjartað. Í fyrra fengum við maðurinn minn t.d. mjög stórt málverk sem þær bjuggu sjálfar til. Á því voru málaðar setningar sem við erum vön að segja við þær og þær við okkur. Þetta málverk prýðir nú stærsta vegginn á okkar heimili. Þannig að já, það falla oftar en ekki tár á aðfangadag og stundum er mikið grátið. Þakklæti, ást og gleði. Vil ekki hafa þetta neitt öðruvísi. Fyrir mér hafa jólin því alltaf verið táknmynd ákveðinnar uppskeruhátíðar. Eins konar þakkargjörðardagur eða uppskeruhátíð fjölskyldunnar þar sem við fjölskyldan förum saman yfir minningar og þökkum fyrir árið sem er að líða. Kannski er ég á villigötum með þetta en ég fór að hugsa þetta eftir að ég upplifði þakkargjörðardaginn í fyrsta skipti í gegnum dóttur mína sem býr núna í Bandaríkjunum. Fólk er ekki að gefa gjafir en allt er lagt upp úr því að hitta fólkið sitt og borða góðan mat. Stórar veislur og kærleikur. Þannig að við ykkur vil ég segja: „Gefið það sem þið viljið gefa, stórt eða lítið, en prófið að fara aðeins yfir það í huganum hvað þið eruð þakklát fyrir og með hvaða hætti þið viljið þakka fyrir.“ Annars vona ég að við njótum öll aðventunnar í öðruvísi uppsetningu en við eigum að venjast. Þökkum fyrir að fá að prófa hana með öðrum hætti, það er ekkert víst að við fáum það tækifæri aftur.

Sími: 421 0000

4.999.-

3.499.-

4.499.3.999.-

6.999.-

3.499.-

Kemur með Costco til þín... Barónsstíg 4, 101 Reykjavík • Mýrarvegi, 600 Akureyri • Hafnargata 51-55, 230 Reykjanesbæ


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.