Víkurfréttir 47. tbl. 43. árg.

Page 1

PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA HÁMARKAÐU VIRÐI ÞINNAR FASTEIGNAR FÁÐU TILBOÐ Í SÖLUFERLIÐ FRÍ LJÓSMYNDUN OG FASTEIGNASALI SÝNIR ALLAR EIGNIR PÁLL ÞOR BJÖRNSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI PALL@ALLT.IS | 560-5501 80 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2022 Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Nóa Síríus plötur Red Bull Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign 17. des Gleðilega hátíð! Ég get gert allt sem ég vil gera Meistarahjón og bestu vinir Það er ekkert elsku mamma Freyja fæddist á Freyjuvöllum Jólaskrautið í Grindavík Brons í Keflavík Jón Guðlaugs sjötugur Minningar í myndum SÓLEY INGIBERGSDÓTTIR ÆVINTÝRAFERÐ VINKVENNA UM ASÍU PABBINN TÓK Á MÓTI BARNINU Í FORSTOFUNNI GUÐMUNDUR STEINARSSON OG ANNA PÁLA MAGNÚSDÓTTIR Fimmtudagur 15. desember 2022 // 47. tbl. // 43. árg.

Næsta blað 28. des.

Fjölgað um 8,0% á einu ári

Hlutfallslega mest hefur fjölgun íbúa verið á Suðurnesjum á síðustu tólf mánuðum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Fjölgunin á Suðurnesjum er mest í Reykjanesbæ og var heil átta prósent frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022.

Íbúar Reykjanesbæjar voru samtals 22.009 þann 1. desember. Fyrir

ári síðan voru þeir 20.381. Suðurnesjabær er næst fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með 3.912 íbúa og fjölgun upp á 4,5% á milli ára eða 168 íbúa. Grindvíkingum fjölgaði um 76 á milli ára. Þeir eru í dag 3.665 talsins en fjölgunin var 2,1% á milli ára. Í Sveitarfélaginu Vogum var fjölgun upp á 4,1%. Þar eru íbúar 1.393

þann 1. desember sl. og fjölgaði um 55 á síðustu tólf mánuðum.

Samtals er íbúafjöldi á Suðurnesjum 30.979 manns. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021 sem er um 3,4%. Öll sveitarfélög á Suðurnesjum, utan Grindavíkur, eru því vel yfir landsmeðaltalinu.

Samþykkja breytingu á deiliskipulagi við Stað

– umsókn um byggingarleyfi tekin fyrir í næstu viku

Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur samþykkt umsókn Samherja um breytingu á deiliskipulagi fyrir Stað vestan Grindavíkur. Eins og fram kom í síðustu viku hafði nefndin hafnað umsókn Samherja um byggingarleyfi fyrir seiðahúsi við Stað. „Það var kannski gert meira úr þessu en þurfti. Byggingaráformin voru í andstöðu við deiliskipulag sem tiltölulega einfalt er að gera breytingar á þarna út á Stað. Deiliskipulagsbreyting vegna þessa var tekin fyrir og samþykkt í skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar í síðustu

viku. Ég geri ráð fyrir að byggingaráformin komi aftur til nefndarinnar á næsta fundi sem fer fram á mánudaginn kemur, 19. desember. Við höfum átt í góðu samstarfi við Samherja í kjölfarið. Aðstæður til fiskeldis á svæðinu við Stað og á fleiri stöðum vestan við þéttbýli hjá okkur er ákaflega góðar. Stækkun á seiðastöðinni tryggir og styrkir vaxtarskilyrði fiskeldis Samherja við Stað,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri Skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar, í samtali við Víkurfréttir.

ÞÖKKUM
Á ÁRINU
ÓSKUM SUÐURNESJABÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS
SAMFYLGDINA
SEM ER AÐ LÍÐA
opna skrifstofur blaðsins að nýju þriðjudaginn 27. desember kl. 09:00. Við hvetjum auglýsendur til að bóka auglýsingapláss í áramótablaðinu fyrir jól en síðasti skilafrestur auglýsinga í áramótablaðið er á hádegi þriðjudaginn 28. desember. Auglýsingar berist á póstfangið andrea@vf.is. Upptaka frá tónleikunum í Stapa í haust verður á dagskrá Hringbrautar um hátíðirnar. Nánar á vf.is í næstu viku! óskar Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Kiwanis mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18 Opið: Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS 2 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Þetta tölublað Víkurfrétta er það síðasta fyrir jól. Næsta tölublað Víkurfrétta kemur út miðvikudaginn 28. desember. Eftir jól

Gleðilega hátíð

LANDSBANKINN.IS
Eftir að brellumeistarar Hollywood höfðu komið til Reykjanesbæjar með gervisnjó í tonnavís til að skapa veðuraðstæður eins og í Alaska ákváðu veðurguðirnir að taka málin í sínar hendur og skapa alvöru dulúð með því að leggja þokuslæðu yfir Reykjanesbæ. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi með flygildi blaðsins og sýna þær Nettóhöllina og gervigrasvöllinn vestan við húsið, fjölbýlishús í byggingu í Hlíðahverfi og yfir Njarðvík. Engar brellur hjá veðurguðunum Royal Copenhagen matar og kaffistell Georg Jensen gjafavörurnar í miklu úrvali Tjarnargötu 3 Keflavík - Sími 421-3855 #draumaland230 Jólakötturinn frá Heklu Meraki vörurnar vinsælu Jólastjarnan frá Georg Jensen JÓLAGJAFIR sem marga dreymir um í DRAUMALANDI Home Gard glervörur Home Gard jólavörur Kristal kertastjakar í úrvali Nikolas Vahé saltstaukar Le Creuset leirpottar Mumin barnavörur Stelton og Rosendahl kaffikönnur eva solo vínglös Georg Jensen vínglöls 4 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Augnablik sem ylja

Gjafabréf Bláa Lónsins eru einstök og nærandi jólagjöf Í gjafabréfunum koma saman vellíðan, hlýja og umhyggja. Þau geta innihaldið nudd, flotmeðferð, aðgang að Bláa Lóninu eða Retreat Spa, óvissuferð á veitingastaðinn Lava eða inneign fyrir húðvörum okkar. Gefum hlýju um hátíðarnar. Bláa Lónið · Laugavegur 15 · Kringlan · blaalonid.is

Tilvalin förðun fyrir jólahlaðborðið

Ég byrjaði á því að greiða augabrúnirnar og setja smá lit í þær – en annars er hún með svo fínar brúnir að ekki þurfti að gera gera mikið.

Næst voru það augun. Ég byrjaði á því að velja fimm liti sem ég raðaði, frá þeim dekksta til þess ljósasta, í átt að nefi og blandaði vel. Ég ákvað að nota mjúka hlýja tóna, og voru þrír sanseraðir, enda ekki annað hægt þegar maður er á leiðinni í jólahlaðborð. Því næst setti ég svo brúnan eyeliner á hana og setti hann sem allra næst aughárunum. Ég setti svo sama brúna blýantinn í vatnslínuna undir augun.

Þá var komið að húðinni. Ég byrjaði á því að setja smá blautan

highlighter fyrst á kinnbeinin. Yfirleitt set ég smá af blautum highlighter út í farðann en það gefur húðinni svo fallegan ljóma, og það var engin undantekning á því núna. Ég nota alltaf HD-farða, en hann myndast einstaklega vel.

Svo fór pínulítið af hyljara undir augun og þar á eftir uppáhaldsHD-púðrið mitt, sem virkar eins og beauty filter þegar teknar eru myndir. Ég nota aldrei mikið púður, bara set létt undir augu og á þau svæði sem eiga það til að glansa mikið. Svo kláraði ég að setja augnskugga undir augun á henni og setti á hana mascara.

Kinnbeinin voru svo skyggð og bleikur kinnalitur í eplin (eins og við köllum kinnarnar), og því

næst ennþá meiri highlighter (já ég elska highlighter!).

Síðast en ekki síst notaði ég neutral varablýant og fyllti inn í varirnar með honum, og setti svo fallegt gloss til þess að toppa þær. Ég mæli með frekar látlausum lit á varirnar ef verið er að fara eitthvað sem krefst þess að borða, ekkert leiðinlegra en að vera kannski með rauðar tennur eftir varalitinn.

Þá var hún tilbúin – og ekki amalegt að fara svona sæt og fín í jólahlaðborð.

Vörurnar sem ég nota eru aðallega frá Make up forever.

Fyrirsæta: Unnur A. Hauksdóttir.

Förðun: Kristín Wium, förðunarfræðingur frá MASK Makeup school með diploma í leikhús- og kvikmyndaförðun.

Opnunartímar fram að jólum:

Laugardag 17. des. 11–18

Sunnudag 18. des. 13–18

Mánudag 19. des. 11–22

Þriðjudag 20. des. 11–22

Miðvikudag 21. des. 11–22

Fimmtudag 22. des. 11–22

Föstudag 23. des. 11–23

Laugardag 24. des. 10–12

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is w Meðhlýhugogþakklætiíhjartaþakkarstarfsfólk ReykjanesOptikkfyrirfrábærarmóttökuráárinu. Viðóskumviðskiptavinum okkargleðilegrajólaog velfarnaðaránýjuári Jólaopnun hjá okkur: 23. des.: 10–18 24.–27. des.: Lokað 28.–30. des.: 10–18 31. des.–1. jan.: Lokað 2. jan.: 10–18 Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
EFTIR FYRIR EFTIR Jól íMuniðKódagjafakortin Hafnargötu 15 | Sími 421 4440
NÝTT ÚTLIT NÝTT ÚTLIT MEÐ KRISTÍNU WIUM 6 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

OPNUNARTÍMAR UM JÓL

OG ÁRAMÓT

Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.

Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega. Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is

Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!

Bókakonfekt og Jóla-kósý

Bókakonfekt var haldið þann 1. desember í Bókasafni Reykjanesbæjar. Rithöfundarnir Úlfar Þormóðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Jóhann Helgason lásu þá upp úr nýútkomnum bókum sínum við góðar undirtektir gesta og einnig mættu nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fluttu tónlistaratriði

með jólaívafi. Dagskráin var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Við sama tækifæri opnaði sýningin Jóla-kósý í Átthagastofu bókasafnsins en sýningin verður opin allan desembermánuð. Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja mikinn metnað í jólaskreytingar utandyra. Það er líka einstaklega gaman að taka rúnt um bæinn og skoða þessar fallegu skreytingar. Þar sem bærinn okkar stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreytingarnar leynst víða og því finnst okkur tilvalið að smella í laufléttan jólaleik þar sem íbúar geta komið með tillögur að jólahúsi Reykjanesbæjar. Húsasmiðjan ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þeirra húsa sem verða hlutskörpust í leiknum.

Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús sem þér finnst ástæða til að vekja athygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Síðan er tillagan sett hér og myndinni hlaðið inn og götuheiti og númer skráð.

Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 20. desember nk. á vef Reykjanesbæjar. Menningar- og atvinnuráð fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar.

Jóhann Helgason, Úlfar Þormóðsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir lásu úr nýútkomnum bókum sínum. Sýningin Jóla-kósý verður opin allan desember á opnunartíma bókasafnsins.
Hvert er jólahús Reykjanesbæjar? Kósý inniskórnir fást hjá okkur Vinsælu vörurnar frá Devold GÓÐAR GJAFIR HAFNARGATA 29. SÍMI 421-8585 í jólapakkann 8 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Við aðstoðum þig við að finna fullkomnu gjöfina

Yfir fjórar milljónir í styrki frá Lionsklúbbi Njarðvíkur

að halda eða við að liðsinna öðrum sem eru að láta gott af sér leiða hér á svæðinu. Í ár afhenti klúbburinn tæpa milljón en í ár hefur Lionsklúbbur Njarðvíkur veitt styrki á vel yfir fjórar milljónir til þarfra verkefna.

En meðal þeirra verkefna sem Lions hefur styrkt á þessu ári eru:

Velferðarsjóður Suðurnesja, Frú Ragnheiður, Sykursýkisteymi HSS, Reykjalundur og Blindrafélagið ásamt ýmsum öðrum styrkjum.

Til þess að geta veitt slíka styrki og aðstoð er Lionsklúbbur Njarðvíkur með sjóð innan félagsins einmitt til slíkra verkefna. Fjáröflun í þann sjóð er fyrst og fremst Jólahappdrættið en sala á miðum verður fram til 23. desember nk.

Viðskipti Vísis hf og Síldarvinnslunnar

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Vísis hf. í Grindavík og Síldarvinnslunnar á Neskaupstað. Eins og fram kom í frétt Víkurfrétta sl. sumar, þá ákváðu eigendur útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. í Grindavík, að skipta á hlutabréfum Vísis fyrir hlutabréf í Síldarvinnslunni á Neskaupsstað. Viðskipti af þessari stærðargráðu þurfa alltaf að fara í gegnum samkeppniseftirlitið og þann 1. desember voru þau samþykkt. Að sögn Péturs Pálssonar, forstjóra Vísis, líta eigendur Vísis á þetta sem frábært tækifæri fyrir báða aðila en hið nýja fiskvinnsluhús Vísis, sem er með þeim flottari á landinu, getur afkastað meiru en það hefur gert og með þessum viðskiptum mun mikið af þeim bolfiski sem Síldarvinnslan dregur á land, fara í gegnum vinnsluna í Grindavík.

Vísir hf. hefur til þessa ekki verið viðriðið uppsjávarveiðar en þar er Síldarvinnslan sterk og eins hefur síðarnefnda fyrirtækið verið að færa sig inn á fiskeldisslóðirnar. Stækkunarmöguleikarnir eru því miklir: „Kvótastaða samstæðu Síldarvinnslunnar verður gríðarlega sterk en bæði á Síldarvinnslan mikinn bolfiskkvóta en einnig uppsjávarkvóta. Þar höfum við hvergi komið nálægt og því er þetta spennandi fyrir okkur líka. Eins hefur Síldarvinnslan verið

að hasla sér völl í fiskeldi og það er sömuleiðis nýtt fyrir okkur en við getum afkastað miklu meiru í vinnsluhúsunum okkar og lítum þessa breytingu því mjög björtum augum.“

Verða einhverjar breytingar? „Nei, það mun nákvæmlega ekkert breytast við þessi viðskipti nema við munum bara styrkjast og eflast. Allt okkar starfsfólk heldur áfram og stjórnendur verða þeir sömu eftir sem áður hér í Grindavík, eini munurinn að Vísir hf. verður dótturfélag Síldarvinnslunnar. Vísir hf. hefur alltaf stutt myndarlega við bakið á íþróttalífinu í Grindavík og menningunni og það verður engin breyting á því,“ sagði Pétur að lokum.

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga Þökkum viðskiptin á árinu Hlökkum til að elda ljúffengan heimilismat í hádeginu fyrir Suðurnesjamenn árið 2023 Gleðileg jól ALHLIÐA BÍLAVERKSTÆÐI OG DEKKJAÞJÓNUSTA Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla, farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Stofnað 1972 Húsagerðin er umboðsaðili fyrir sænsku gæðagluggana frá www.westcoastwindows.com Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti nýverið styrki til aðila og félaga sem ýmist hafa þurft á aðstoð
Rétturinn
í
ganga
gegn
Skartsmiðjan - Hafnargötu 25 Garn, föndurvörur
skart fyrir skapandi fólk – vefverslun kast.is 10 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Haraldur Árni Haraldsson frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Kristján Carlsson Gränz frá Lionsklúbbi Njarðvíkur, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir frá Frú Ragnheiði og Kjartan Ingvarsson frá Velferðarsjóði Suðurnesja.
og
Allt fyrir helgina! Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu Tilboð gilda 15.–18. desember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. 24% 1.489kr/kg 1.959 kr/kg Hamborgarhryggur

BRONS Í GÖMLU BÓKABÚÐINNI Í KEFLAVÍK

Brons er nýr sportbar sem hefur opnað við Sólvallagötu 2 í Keflavík í húsnæði þar sem Bókabúð Keflavíkur var til margra áratuga. Eigendur eru Blue bræðurnir og fjölskyldur þeirra, Magnús Sverrir og Þorsteinn Þorsteinssynir í Blue Car rental bílaleigunni.

Formleg opnun var síðasta föstudag en framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði og í raun lengur því aðrir aðilar voru komnir langt með staðinn þegar Blue eða Brons bræður sáu tækifæri í því að kaupa hann.

Framkvæmdum er ekki lokið því eftir áramót verður opnaður veitingastaður þar sem boðið verður upp á létta rétti, einnig verður útbúið karaókíherbergi og annar „lounge“ salur verður opnaður.

Á Brons er pílan eitt aðalaðdráttaraflið en slíkir staðir hafa notið vinsælda í höfuðborginni. Einnig er hægt að fylgjast með íþróttaviðburðum á sjónvarpskjám. Að sjálfsögðu er bar þar sem í boði eru allir helstu drykkir. Annar bróðirinn, Þorsteinn eða Steini Blue, fékk nú nafnið Steini „brons“. Hann sagði frá því að sögnin „að bronsa“ væri alkefl-

vísk en þýðir auðvitað að halda fótbolta á lofti.

„Þetta er svona róleg opnun getum við sagt því við eigum eftir að bæta verulega í á staðnum, ekki síst með opnun veitingastaðar. Við vonum að bæjarbúar eigi eftir að koma og njóta veitinga og afþreyingar á nýjum stað. Það má segja að Brons sé góð viðbót í flóru veitinga- og skemmtistaða á svæðinu. Eitthvað nýtt og skemmtilegt fyrir samfélagið,“ sagði Magnús Sverrir í spjalli við Víkurfréttir sem mættu á formlega opnun en þar voru meðfylgjandi myndir teknar.

Bronsfólkið! Magnús og Þorsteinn Þorsteinssynir, Guðrún Sædal Björgvinsdóttir og Elísa Ósk Gísladóttir. VF-myndir/pket Fjölmargir vinir og ættingjar voru í opnunarhófinu á Brons. Sumir rifu í pílu.
12 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Séð inn í hluta húsnæðis Brons. Mynd/Davíð Már
Sólvallagata 2 230 Keflavík bronskeflavik.is Opnunartími: 16:00-00:00 á virkum dögum 13:00-01:00 um helgar Allar nánari upplýsingar um dagskrá og bókanir á www.bronskeflavik.is Við hlökkum til að halda stemningunni á lofti með ykkur. Þétt dagskrá í sportinu í desember: 15. desember HM í Pílu byrjar og verður alla daga fram yfir áramót 17. desember 3. sæti á HM í fótbolta 18. desember Úrslitaleikur HM í fótbolta 22. desember Jólaquiz Brons 23. desember Þorláksmessu dagskrá og jólatrúbador 26. desember Enski boltinn byrjar að rúlla 29. desember Njarðvík vs Keflavík í körfubolta (Upphitun og körfuboltaquiz með kempum og sérfræðingum úr báðum liðum!) Hefur opnað

Íbúar og starfsmenn Hrafnistu Reykjanesbæ

Það sem stendur helst upp úr árið 2022 hjá Nóa Gunnarssyni er þegar hann gekk frá Keflavík til Hafnarfjarðar með Bennsa vini sínum en gangan tók um tólf tíma. Nói telur sig vera jólabarn og finnst skemmtilegast að horfa á jólamyndir, borða piparkökur og drekka jólaöl um hátíðarnar.

Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022?

Að ég labbaði frá Keflavík til Hafnarfjarðar með Bennsa vini mínum, við tókum tæpa tólf tíma í þetta. Að ógleymdri Evrópuferð með móður minni þar sem við keyrðum um allt í heilan mánuð, það var magnað.

Ert þú mikið jólabarn? Já, ég tel mig að vera jólabarn þar sem ég hlakka alltaf til er styttist til jóla.

Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati? Jólastund með fjölskyldunni, jólaboðin öll eru yndisleg og fegurðin frá jólaskreytingunum og ljósadýrðin er svo gefandi.

Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Minnistæðasta er að baka með ömmu Fríðu sem mér þykir afskaplega vænt um.

En skemmtilegar jólahefðir? Að horfa á jólamyndir með Má bróður mínum, borða fullt af piparkökum og drekka jólaöl er ómissandi.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Eftirminnilegasta jólagjöfin sem ég man eftir er dróninn sem mér tókst aldrei að koma á flug sama hvað ég reyndi. Massey Ferguson traktor er ein besta jólagjöfin sem ég hef fengið, ég var fimm ára gamall og bjó út í Luxemburg. Traktor sem ég gat keyrt á út um allt!

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár?

Cool föt og góðir skór eru efst á óskalistanum mínum.

Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag?

Við fjölskyldan höfum undanfarin ár verið með Wellington steik frá Soho sem er algjört lostæti, mæli með henni.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Eitthvað er um útskriftir sem ég mun mæta í og hefðbundin jólaboð, svo ætla ég að nýta jólafríið á milli þess í að borða piparkökur og horfa á jólamyndir. Ég ætla ég að mæta í Sporthúsið og hlaða byssurnar og tek nýju ári fagnandi með bros á vör, gleðileg jól!

jóla

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra

og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu.

Labbaði frá Keflavík til Hafnarfjarðar Nói Gunnarsson Næsta tölublað Víkurfrétta kemur 28. desember. Gleðilega Hátíð VIÐ ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM, BÆJARBÚUM & SAMSTARFSAÐILUM GLEÐILEGRA JÓLA & FARSÆLS KOMANDI ÁRS VANTAR ÞIG FUNDARAÐSTÖÐU FYRIR NÆSTA FUND, VINNUSTOFU EÐA VIÐBURÐ Í JANÚAR & FEBRÚAR? ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF LEIGU Á FUNDARHERBERGJUM HAFÐU SAMBAND VIÐ SALES@COURTYARDKEFLAVIKAIRPORT IS @courtyardkef @thebridge courtyardkef W W W M A R R I O T T C O M / K E F C Y W W W T H E B R D G E S 20% afsláttur af gjafabréfum 15 -23 desember í jólabásnum okkar í andyri hótelsins 14 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Hátíðarkveðjur

Við sendum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum, sem og landsmönnum öllum, bestu kveðjur yfir hátíðarnar. Takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Starfsfólk Motus motus.is

Við hjá Pacta óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hátíðarkveðjur, Starfsfólk Pacta Pacta / pacta.is Njótum aðventunnar

Myglað Cheerios eftirminnilegasta jólagjöfin

„Hljómsveitin Valdimar náði loksins að halda tíu ára afmælistónleikana eftir sí-frestanir,“ segir Þorvaldur Halldórsson, tónlistarkennari og trommuleikari Valdimar. Honum finnst notalegt að hafa jólaskreytingar og kertaljós heima í skammdeginu á aðventunni.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið hefur verið annríkt, mikið unnið og yfirleitt nóg að gera. Eftirminnilegar eru kannski utanlandsferðirnar tvær sem ég fór á árinu; til Englands í sumar að fylgjast með kvennalandsliðinu í fótbolta á EM og svo tónlistarráðstefna sem ég sótti í Indianapolis í Bandaríkjunum í nóvember. Einnig var gaman að hljómsveitin Valdimar náði loksins að halda tíu ára afmælistónleikana í Hörpu í apríl, eftir tveggja ára sí-frestanir.

Ert þú mikið jólabarn? Það vottar alveg fyrir því en allt mjög hóflegt bara. Finnst notalegt að hafa jólaskreytingar og kertaljós heima í skammdeginu á aðventunni, með góðan kaffibolla og smákökur.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Á æskuheimilinu var það alltaf sett upp og skreytt á Þorláksmessukvöld. Það er reyndar allur gangur á því núna á mínu heimili. Ætli það verði ekki sett aðeins fyrr upp núna fyrir hinn yngri, þriggja ára húsbóndann.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Man eftir því sem barn að hafa verið að suða í afa mínum fyrir ein jólin um að segja mér hvað hann ætlaði að gefa mér í jólagjöf. Hann grínaðist alltaf með það að hann ætlaði að gefa mér myglað Cheerios ... sem ég átti nú erfitt með að trúa. En svo á aðfangadagskvöld þegar

rifinn upp þá kom í ljós stærðarinnar Cheerios pakki þar sem tússað hafði verið utan á kassann, MYGLAÐ. Sem betur fer kom nú hinn raunverulegi pakki undan trénu síðar um kvöldið.

En skemmtilegar jólahefðir? Í æsku var það alltaf hefð hjá okkur systkinum að fara með pabba að sendast með jólapakka til fjölskyldu og vina á aðfangadag á meðan að mamma undirbjó jólamatinn. Það var alltaf mjög gaman.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Síðasta gjöfin er yfirleitt keypt á Þorláksmessukvöld eða jafnvel á aðfangadag. Ég er alltaf seinn á ferðinni þegar kemur að gjafainnkaupum.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Malt og appelsín, örlítil snjókoma og einn Jóla Kaldi fyrir svefninn.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Það hlýtur nú að vera fyrrnefndur Cheerios jólapakki – en ég hef fengið margar góðar ómyglaðar gjafir líka, svo sem bækur, flíkur og hljóðfæri.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Það er voða fínt að fá einhverja góða bók. Jú, heyrðu, svo vantar mig sokka.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Léttreyktur lambahryggur með brúnuðum kartöflum, soðnum gulrótum og svo að sjálfsögðu grænum og rauðkáli og síðan brúnu sósunni frá mömmu ef mér tekst að fá uppskriftina frá henni. Svo er það Toblerone-ísinn á eftir.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Ég ætla að reyna að hafa það sem allra rólegast heima. Vonandi upp í sófa með nýju bókina og í nýju sokkunum sem ég fæ í jólagjöf. Aðalmálið er að hafa það huggulegt heima með fjölskyldunni.

Hljómsveitin Valdimar náði loks að halda tíu ára afmælistónleika sveitarinnar. Myndir: Spessi
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Óðinsvöllum 11 • 230 Keflavík • Kt. 450986-1949 • VSK.n 9109 Banki: Íslandsbanki 0542-26-82
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
16
Leikskólinn Völlur
Jólin eru komin í Extra extra.is Reykjanesbæ við komum með til þín Playmobil City Life Spítali Polly Pocket Flugvél Disney Encanto Syngjandi Mirabel 8.999 kr. stk. kr. stk. 11.999 7.999 kr. stk. Stickle Bricks Stór kassi með 281 kubbum Maisto bílar, Ýmsar gerðir. 2 í pakka Human Body Lærðu um líkamann 7.999 kr. stk. kr. stk. 4.499 8.999 kr. stk. Kirkland jólagjafamerkimiðar Kirkland tvöfaldur jólagjafapappír 36m 2.999 kr. stk. 2.699 kr. stk. OPIÐ 24/7

Mesta jólabarn Grindavíkur?

Jólasmákökurnar eiga að vera búnar áður en jólin ganga í garð.

„Víkurfréttir calling…“

Svona hófst Facebook-færsla blaðamanns Víkurfrétta á dögunum en þar var auglýst eftir þeim Grindvíkingi sem teldist vera mesta jólabarnið og voru nokkir möguleikar gefnir á að uppfylla skilyrðin; jólaskreytingar, fjöldi smákökutegunda, stærsta jólatréið, skrýtnustu jólanærbuxurnar svo einhver dæmi séu tekin.

Spjótin beindust fljótlega að Klöru Bjarnadóttur en hún er aðflutt, gift

Ómari Enokssyni. Hún uppfyllti öll þessi skilyrði - þó er ekki vitað um skrýtnu jólanærbuxurnar…

Aðspurð sagðist Klara ekki hafa orðið svo mikið jólabarn eins og hún er í dag, fyrr en hún stofnaði fjölskyldu en að koma að húsi þeirra hjóna að Selsvöllum 14 og hvað þá inn í það, var eins og ganga inn í jólakvikmynd…

Klara byrjar að skreyta í byrjun nóvember, jólatréð er alltaf komið upp á fyrsta degi aðventu og helst

vill hún að þær tíu til fimmtán smákökutegundir sem hún bakar, séu búnar áður en sjálf jólin ganga í garð!

Meðfylgjandi myndir lýsa vonandi jólagleði Klöru og fjölskyldunnar á Selsvöllum 14 í Grindavík, þó vantar aðeins inn í jöfnuna því Ómar sem er erlendis vegna vinnu, á eftir að koma jólasveinum upp sem hanga utan á húsinu, ásamt öðru skrauti fyrir í garðinum. Fjölskyldan stefnir á að allt verði komið upp í byrjun næstu viku, sjón verður sögu ríkari!

Sendum starfsmönnum okkar, viðskiptavinum og bæjarbúum öllum okkar bestu jólakveðjur og óskum þeim farsældar á nýju ári.

REYKJANESHÖFN
GRINDAVÍK
18 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
SENDUM UM LAND ALLT! www.murbudin.is Skemmtilegar gjafir í hörðu pakkana 20ár Gott verð fyrir alla í 2002 – 2022 Höggborvél PDHS 11-20V Tekur allt að 13mm breiða bora - 40Nm 12.468 áður kr. 15.585 FYL GIR R AF H L AÐ A 20% AFSLÁTTUR FYL GIR R AF H L AÐ A Rafhlöðu Bónvél PPOS 10-20V 245mm diskur 11.996 áður kr. 14.995 Þrýstingur: 160 bör Vatnsflæði: 510 l/klst. 31.196 áður kr. 38.995 Verkfærasett í tösku 187 stykki 37.465 TACTIX Verkfærataska með 40 aukahlutum 7.999 Höfuðljós NU32 8.430 20% AFSLÁTTUR Smáhlutabox með spegli 2.395 20% AFSLÁTTUR Verkfærakassar á hjólum Tveir verkfærakassar, sá stærri er með löngu handfangi og á stórum og góðum hjólum 19.799 Trotec Lofthreinsir Hreinsar 99,97 af óhreinindum, vírusum og bakteríum úr loftinu 14.332 áður kr. 17.915 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 13.332 Áður 16.665 kr. Mótor: 1200W Sogkraftur: 17 kPa Stærð tanks: 15L 20% AFSLÁTTUR

Jólatréð fer yfirleitt upp í byrjun nóvember

Elvar Orri, eins og hann er oftast kallaður, er mikið jólabarn og finnst hann ekki vera búinn að skreyta fyrr en jólatréð er komið upp. Árið 2022 var viðburðaríkt ár hjá honum en hann útskrifaðist úr Hárakademíunni, trúlofaði sig, keypti sína fyrstu fasteign og fékk nýjan fjölskyldumeðlim.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið 2022 var æðislegt í alla staði, það er svo margt sem stendur mest upp úr. En það er að ég útskrifaðist úr Hárakademíunni, ég og unnusti minn trúlofuðum okkur, einnig keyptum við okkar fyrstu fasteign og fengum okkur nýjan fjölskyldumeðlim sem er Labrador hundur og heitir Emil.

Ert þú mikið jólabarn? Svo sannarlega, ég hef alltaf verið mikið jólabarn og held mikið uppá jólin. Jólin eru einn af mínum uppáhaldstímum.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Yfirleitt skreyti ég í byrjun nóvember og því fer jólatréð upp á svipuðum tíma og ég skreyti. Ég vil helst hafa það uppi sem allra lengst, mér finnst ég ekki vera búinn að skreyta nema jólatréð sé komið upp.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Fyrstu jólin sem ég man eftir eru jólin þegar ég var sex ára, ég fékk svo dýrmæta gjöf þau jól að þeim mun ég seint gleyma.

En skemmtilegar jólahefðir?

Engar sérstakar jólahefðir, bara njóta hverrar stundar með mínum nánustu og gera það besta úr þessum tíma með mínu fólki.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Ég reyni yfirleitt að vera búinn með þær í byrjun desember til að geta notið um hátíðarnar.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Algjörlega ómissandi að skreyta.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Bangsi sem ég fékk í gjöf frá frænku minni þegar ég var lítill.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Það er ekkert sérstakt á listanum í ár.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það er klárlega hefð varðandi matinn en það er hamborgarhryggur og meðlæti.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla njóta þess að vera með fólkinu mínu.

Guðmundur
Elvar Orri Pálsson
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM 20 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is

Óskum Suðurnejsamönnum og farsældar á nýju ári gleðilegra jóla

Bón- og þrifpakkinn breyttist í demantshring

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2022 er búið að vera viðburðaríkt hjá mér og mínum manni, við byrjuðum árið á að fá covid og vorum að taka íbúðina í gegn hjá okkur, brjóta, bramla og mála svo það var bara verkjatafla og halda áfram. Við eigum þrjú börn og komu þau öll með barn á árinu, í febrúar, mars og maí svo árið er búið að vera yndislegt hjá mér og minni fjölskyldu.

Ert þú mikið jólabarn?

Já ég er mikið jólabarn og nýt þess að skreyta allt hátt og lágt hjá mér.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Venjulega fer tréð upp í fyrstu viku desember hjá mér en núna var það sett upp 6. nóvember og all skrautið líka. Við vorum með jólaboð um miðjan nóvember svo allir kæmust.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Ég var þriggja, að verða fjögurra jólin 1975, þá uppgötvaðist á Þorláksmessu að allt laufabrauðið væri ónýtt svo við stórfjölskyldan fórum í að gera nýtt laufabrauð, um 500 til 600 kökur.

En skemmtilegar jólahefðir? Þegar við förum í laufabrauð þá finnst mér jólin vera að koma.

Gleðilega hátíð

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Oftast er ég búinn í byrjun desember en núna fór ég til Ameríku og kláraði allt þar í enda nóvember.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Góð stund með fjölskyldunni og horfa á fallega jólamynd.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Eftirminnilegasta jólagjöfin var þegar bóndinn ætlaði að vera voðalega fyndinn og gaf mér bón- og þrifpakka fyrir bílinn sem var í glærri tösku. Ég var ekki voðalega ánægð með hann og neitaði að skoða pakkann betur og á jóladagskvöld opnaði ég hann svo hann myndi hætta að stæra sig af fína bónsettinu,

þá leyndist þar demantshringur sem ég vissi ekki af.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Nei einginn óskalisti ég er ánægð með allt nema bílabón

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Ég verð með Hamborgarhrygg sem er alltaf hjá mér ég ólst upp við það og held í þá hefð.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Ég ætla að vera heima að hafa það rólegt um jólinn og hitta fjölskylduna og barnabörninn

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Emma Geirsdóttir er aðfluttur Grindvíkingur en ólst upp á Akureyri. Hún hefur verið virk í félagsstarfi Grindvíkinga síðan hún fluttist í bæinn árið 1999, t.d. í Kvenfélaginu og er í Þórkötlu sem er kvennadeild björgunarsveitarinnar Þorbjörns. Hún hefur alltaf verið mikið jólabarn og eftirminnilegasta jólagjöfin er klárlega gjöf sem leit út fyrir að verða glötuð en breyttist í yndislegustu gjöfina.
Emma Geirsdóttir
22 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐIRNAR

Vínbúðin Reykjanesbæ Vínbúðin Grindavík

Miðvikudagur 21. desember 11-18 Fimmtudagur 22. desember 11-19 Föstudagur 23. desember 10-22 Laugardagur 24. desember 9-13 Sunnudagur 25. desember Lokað Mánudagur 26. desember Lokað Þriðjudagur 27. desember 11-18 Miðvikudagur 28. desember 11-18 Fimmtudagur 29. desember 11-18 Föstudagur 30. desember 10-20 Laugardagur 31. desember 9-14 Sunnudagur 1. janúar Lokað Mánudagur 2. janúar 11-18

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

Miðvikudagur 21. desember 11-18 Fimmtudagur 22. desember 11-18 Föstudagur 23. desember 11-19 Laugardagur 24. desember 10-12 Sunnudagur 25. desember Lokað Mánudagur 26. desember Lokað Þriðjudagur 27. desember 11-18 Miðvikudagur 28. desember 11-18 Fimmtudagur 29. desember 11-18 Föstudagur 30. desember 11-19 Laugardagur 31. desember 10-13 Sunnudagur 1. janúar Lokað Mánudagur 2. janúar 11-18

Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis.
MUNUM EFTIR FJÖLNOTA POKUNUM

„Ég er mjög ánægð með að hafa fengið formlega ráðningu, þetta er skemmtilegt starf og góður vinnustaður og ég er meira að segja farin að kunna vel við þessa Hafnfirðinga. Það er verst hvað þeir eru allir handboltasjúkir, þar er ég alls ekki á heimavelli,“ segir Keflvíkingurinn Júlía Jörgensen en hún var nýlega ráðinn aðstoðar skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði.

Farin að kunna vel við Hafnfirðinga

Keflvíkingurinn Júlía Jörgensen er aðstoðarskólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Hvernig og hvenær lá leið Suðurnesjakonunnar í Flensborgarskólann?

Ég hóf störf við Flensborgarskólann árið 2016. Þá hafði ég verið kennari við hinn dásamlega Myllubakkaskóla í tíu ár og langaði að breyta til og stíga aðeins út fyrir þægindarammann. Flensborg auglýsti eftir félagsgreinakennara og þar sem ég er með BA próf í stjórnmálafræði fannst mér það spennandi og ákvað að sækja um. Ég hef kennt m.a. félagsfræði, stjórnmálafræði, fjölmiðlafræði og vísindaleg vinnubrögð ásamt því að hafa umsjón með nýnemum í áfanga sem við köllum Hámark. Ég tók að mér fagstjórn í félagsvísindum eftir nokkur ár í starfi og endaði svo á því að leysa af sem aðstoðarskólameistari frá því í ágúst 2020. Afleysingin átti að vara í 6 mánuði en dróst á langinn en það var svo í lok nóvember sem ég fékk formlega ráðningu eftir nokkurra vikna umsóknarferli.

Hver eru helstu verkefni aðstoðarskólameistara Flensborgarskólans?

Verkefnin eru ansi mörg og fjölbreytt. Það er í mörg horn að líta í framhaldsskólunum og mikið um að vera flesta daga. Ég vinn í miklu samstarfi við skólameistara alla daga

og er staðgengill hans. Verkefnin eru fjölmörg allt frá því að sinna nemendamálum og því sem upp kemur í daglegum störfum yfir í að sinna innra mati, mætingarmálum, starfsmannamálum, áætlana- og skýrslugerð, teymisstörfum og allt þar á milli. Svo fæ ég líka aðeins að kenna en ég held utan um útskriftarefnin á síðustu önninni sinni og styð við þau á lokasprettinum í námi. Það er alltaf skemmtilegasti hlutinn við starfið, að styðja við og efla nemendur í því sem þau eru að fást við.

Skólinn á sér langa sögu, hverjar eru helstu áherslur í dag? Já, skólinn á ansi langa sögu sem skólastofnun og er með elstu starfandi skólum á Íslandi þó skólastarfið hafi breyst í gegnum tíðina. Hann var upphaflega stofnaður sem barnaskóli árið 1877 en var breytt í „alþýðu- og gagnfræðaskóla“ fimm árum síðar, árið 1882, og aldur skólans er miðaður við það. Við fögnuðum 140 ára afmæli skólans núna í haust en hann hefur verið fjölbrautaskóli síðan árið 1975. Skólinn er áfangaskóli en nýnemar eru hins vegar í bekkjarkerfi á fyrsta námsárinu sínu áður en þeir fara út í áfangakerfið.

Bekkjarkerfið er skólaþróunarverkefni sem snýr að því að halda enn betur utan um nýnemana, gæta að vellíðan þeirra, efla námsmenningu og auka skuldbindingu þeirra í námi. Við tókum fyrstu skrefin í þessu verkefni á meðan heimsfaraldur gekk yfir og við vildum eiga möguleika á því að kenna nýnemum í húsi ef aftur kæmi til fjöldatakmarka. Verkefnið hefur svo þróast og er núna tilraunaverkefni hjá okkur og þykir spennandi nálgun. Við bjóðum upp á stúdentspróf á hefðbundnum bóknámsbrautum auk þess sem nemendur geta valið sérsvið. Íþróttaafrekssviðið er vinsælt

en um 200 nemendur hjá okkur eru íþróttaafreksmenn og margir hverjir sterkir í sinni grein hvort sem það er sund, fótbolti, handbolti eða aðrar greinar. Við erum líka forystuskóli um heilsueflandi framhaldsskóla og í íþróttabænum Hafnarfirði svo það er kannski ekki skrýtið að íþróttaafrekssviðið sé vinsælt.

Hvað með Keflvíkinginn Júlíu og fjölskyldu hennar, býr hún ekki enn í heimabænum og gerir og græjar eitthvað suður með sjó? Jú, svo sannarlega er ég enn í Keflavík og líklega þyrfti mikið til að ná mér þaðan. Það er svo gott að vera heima og er viðurkenni það að þegar ég renni inn í bæinn í lok vinnudags kemur stundum pínu hlýja í hjartað yfir því að vera komin aftur í bæinn minn. Mér finnst svo gott að vera í Keflavík þó ég gæti nú eflaust þrifist annarsstaðar líka. Hér er fólkið mitt auðvitað, foreldrar mínir, hluti tengdafjölskyldunnar og dásamlegu vinkonur mínar. Við höfum stöku sinnum rætt flutning, ég og Helgi maðurinn minn. Hann vinnur í Grindavík svo við erum bæði í keyrslu sem er kannski ekki endilega ákjósanlegt. Allar hugmyndir um flutning hafa þó fallið um sjálfa sig. Við keyptum fyrr á árinu hús foreldra minna sem við erum svo ánægð með svo líklega yrði erfitt að fara þaðan. Krakkarnir eru í skólum í Keflavík, FS og Heiðarskóla, og bæði á fullu í fótboltanum svo allir eru sáttir í sínu.“

..ég viðurkenni að þegar ég renni inn í bæinn í lok vinnudags kemur stundum pínu hlýja í hjartað yfir því að vera komin aftur í bæinn minn. Mér finnst svo gott að vera í Keflavík..

Páll Ketilsson pket@vf.is
Sendum öllum Suðurnesjamönnum bestu jóla - og nýárskveðjur, þökkum fyrir viðskiptin á árinu
Júlía við útskrift í Flensborgarskólanum.
24 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Fjölskyldan saman komin, Júlía, Helgi og börnin Ottó og Þórunn Elfa.

eruMömmukökurnar ómissandi um jólin

Körfuboltakappinn Ólafur Ólafsson hlakkar til að verja tíma með konnunni sinni og börnum og segist ekki þurfa annað. Verkfæri eru á jólagjafalistanum hans og borvél frá konunni er eftirminnilegasta jólagjöfin sem hann hefur fengið.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Það er ekki hægt að gera mikið á veturna þegar tímabilið stendur yfir – en fjölskylduferðalögin í sumar standa upp úr. Okkur finnst gaman að ferðast en við fórum til Danmerkur í fjölskyldufrí og fórum svo í nokkrar skemmtilegar útilegur líka.

Ert þú mikið jólabarn? Já, ég er jólabarn en ekki október/nóvember jólabarn. Ég kemst í jólaskap/jólagírinn 1.–5. desember, eða þegar jólalögin fara hljóma í útvarpinu.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Það fer vanalegast upp um miðjan desember en við ætlum að bíða aðeins með það þar til nær dregur þar sem við eigum einn átján mánaða orkubolta sem heldur að allir kringlóttir hlutir séu boltar.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Fyrstu jólin sem ég man eftir var þegar ég var svona sex, sjö

ára þegar ég fékk bíl í jólagjöf –var mikil bílakarl þegar ég var yngri.

En skemmtilegar jólahefðir? Á aðfangadag förum við alltaf saman í hádeginu til foreldra minna í möndlugraut og hittum þar systkini mín og fjölskyldur þeirra. Annars eru aðrar hefðir svona frekar klassískar, eins og að skreyta tréð saman, laufabrauðshittingur hjá tengdó og svo höfum við Katrín alltaf tekið frá kvöld til að horfa á The Grinch og það hefur verið svona okkar hefð síðan við byrjuðum saman.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Konan mín er mesta jólabarn sem sögur fara af þannig hún sér um að kaupa allar gjafir á okkar heimili – ég þarf bara að kaupa eina jólagjöf það er fyrir konuna.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Mér finnst mikilvægt að stoppa aðeins og njóta samverunnar með fjölskyldunni og njóta þess að sjá börnin mín upplifa

jólin og gleðina sem fylgir. Svo verð ég samt að nefna mömmukökurnar hennar mömmu líka.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Þegar ég fékk borvél frá konunni var ég mjög ánægður.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Það eru fleiri verkfæri í safnið, ég er mjög seinn að skila hlutum sem ég fæ að láni.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Það er verður sellerí/ sveppasúpa í forrétt, hamborgarhryggur í aðalrétt, svo er Toblerone-ís í eftirrétt.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að njóta þess að verja tíma með konunni minni og börnum, ég þarf eiginlega ekkert meira en það um jólin.

VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 25
Opið: Mánudaga-föstudaga 9:00 - 19:00. Laugardaga 12:00 - 16:00. Hringbraut 99 - 577 1150 Starfsfólk Apóteks Suðurnesja óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Þökkum fyrir viðskiptin á árinu Hjá okkur njóta allir sérkjara Félagar í FEB og öryrkjar fá 16% afslátt Verið hjartanlega velkomin Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári Brunavarnir Suðurnesja Hér má sjá nokkra hressa afmælisgesti sem brostu til ljósmyndarans. Gleðileg jól og farsælt komandi ár 26 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Jón Guðlaugsson sjötugur

Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, fagnaði sjötugsafmæli 9. desember og bauð til veislu í húsakynnum Réttarins í Reykjanesbæ. Fjöldi ættingja, vina og samstarfsmanna samfögnuðu Jóni sem lætur vel að sér á þessum stóru tímamótum. Jón byrjaði í slökkviliðinu árið 1974 og vantar því aðeins tvö ár upp á að fylla áratugina fimm. Friðjón Einarsson, stjórnarformaður Brunavarna, færði Jóni gjöf frá stofuninni auk 250

Víðidalur 22-32 fer í sölu fljótlega.

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum.

þúsund króna til Velferðarsjóðs Suðurnesja frá starfsmönnum hennar en afmælisbarnið hafði afþakkað gjafir á afmælinu. Páll Ketilsson heilsaði upp á afmælisbarnið og smellti nokkrum myndum í leiðinni sem við sjáum hér í opnunni. Friðjón Einarsson, formaður stjórnar, þakkaði afmælisbarninu frábær störf og sagði að slökkviðliðsstjórinn hefði verið beðinn um að hætta ekki alveg strax en Jón hóf störf í slökkviliðinu fyrir 48 árum. Þetta ár var stórt hjá kappanum því Brunavarnir Suðurnesja opnuðu formlega nýja slökkvistöð í upphafi árs. Afmælisbarnið með Ástu konu sinni og fjórum börnum þeirra. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, og Gísli Jóhannsson í Húsasmiðjunni sungu lagið „Traustur vinur“ sem var „óður“ til afmælisbarnsins.
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 27
Nokkrir samstarfsmanna Jóns hjá Brunavörnum Suðurnesja litu við.

ÉG GET GERT ALLT SEM ÉG VIL GERA meira að segja flogið

Þrátt fyrir ungan aldur hefur líf Sóleyjar verið mikil rússíbanareið en hún greindist með krabbamein í mars 2021, sama dag og hún lauk síðasta prófinu í flugkennaranáminu, þá aðeins 26 ára að aldri. Þrautseigja hennar og hugrekki hefur komið henni í gegnum stórar áskoranir lífsins og nú hefur hún ekki aðeins sigrað krabbameinið heldur er langþráður draumur hennar, að vinna sem atvinnuflugmaður, orðinn að veruleika og hefur Sóley störf sem flugmaður hjá flugfélaginu Air Atlanta í byrjun næsta árs.

„Þú ert með illkynja brjóstakrabbamein í hægra brjósti og í eitlum. Ég man bara að pabbi byrjaði að gráta og mamma fraus. Ég horfði á mömmu, hristi hausinn og sagði „ég er bara tuttugu og sex ára“. Þetta gerðist allt svo hratt og eina sem ég hugsaði var að ég ætti bara eitt próf

eftir í skólanum og að ég væri orðin veik og gæti ekki flogið. Þó svo að það hafi kannski verið auka atriði þarna,“ sagði Sóley í einlægu viðtali í Suðurnesjamaga-síni í október á síðasta ári. Sóley kláraði síðasta prófið með stæl og útskrifaðist sem flugkennari í kjölfarið. Eftir útskrift tók við langt og erfitt tímabil þar sem hún fór í átta lyfjameðferðir, brjóstnám og geislameðferð. Ferlinu lauk 4. október 2021 og nú ári seinna settist blaðamaður Víkurfrétta niður með Sóley þar sem hún fór yfir lífið eftir krabbamein og breytingarnar sem orðið hafa á þessum stutta tíma.

í raun að fara að sigra heiminn og gera allt á einum mánuði en ég lenti á vegg. Ég var búin að vera svo upptekin að því að berjast og kljást við allt sem fylgir meðferðinni og þegar það var allt í einu búið var ekkert sem greip mann. Það var ótrúlega erfitt og það tóku við margir mánuðir af sjálfsvinnu. Auk þess byrjaði ég að endurnýja flugréttindin mín og fá heilbrigðisvottorðið mitt aftur til þess að mega fljúga. Í gegnum það fór ég hægt og rólega að vinna í að koma andlegu hliðinni á rétt ról.

Ég er ekki sama stelpa og fyrir tveimur árum og það er erfitt að sætta sig við það, oft var ég heima og byrjaði að gráta yfir því. Ég saknaði kannski hársins míns eða saknaði þess að vera „gamla Sóley“ sem gat farið á Crossfit æfingu eða hvað eina. Þannig að þetta var mjög erfið lending eftir þetta allt, sem varð til þess að ég er búin að vera „extra“

þá
„Ég
er ekki sama stelpa og fyrir tveimur árum“
„Það er eitt ár síðan ég kláraði allt saman, í október í fyrra. Ég man að
hugsaði ég með mér „áfram gakk, ég ætla að byrja á fullu í ræktinni, ná mér í gamla góða formið og ætlaði
við mig núna síðustu mánuði og Flugmaðurinn og flugkennarinn
góð
Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein í mars 2021 en er nú að hefja störf sem flugmaður hjá Atlanta.
28 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is

ég vil meina að ég sé að vinna upp síðasta árið af því ég segi ekki nei við neinu. Ég er svolítið búin að vera að leika mér og það er búið að hjálpa mér mikið,“ segir Sóley. Sóley er útskrifuð frá læknum en segist þurfa fylgjast vel með líkamanum sínum og vera á varðbergi sjálf fyrir einkennum. „Ég er alveg laus við það að fara til krabbameinslæknisins en ég er með brakkagenið og því þarf ég að fara einu sinni á ári í eftirlit í tengslum við það,“ segir Sóley en hún þarf samt sem áður að taka svokallað andhormónalyf næstu tíu árin. „Ég þarf að taka það til þess að slökkva á hormónunum því mitt krabbamein var hormónajákvætt og var því mögulega að nærast á hormónunum ef svo má segja. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að ég fái krabbamein aftur.“ Þá segist hún enn vera að læra að lifa með aukaverkunum lyfjanna. „Til þess að einfalda þetta er ég í raun á breytingaskeiði, ég fæ hitakóf og pirringsköst, er með hæga brennslu og er að ganga í gegnum svona hluti sem fylgja yfirleitt breytingaskeiðinu. Þetta er eitthvað sem ég er að reyna að læra inn á og er í raun að læra upp á nýtt hver ég er.“

Sóley hefur þurft að breyta ýmsum lifnaðarháttum í kjölfarið og þarf meðal annars að passa upp á að reyna ekki mikið á hægri hendina

þar sem eitlar hennar voru fjarlægðir. „Ég þarf að hugsa mikið um það hvað ég má gera og hvað hentar líkamanum mínum að hverju sinni og því fylgja ákveðnar takmarkanir. Ég má ekki lyfta þungu eða fara í of heitan pott og þarf alltaf að vera með þrýstingsermi þegar ég fer í flug og mun þurfa að nota hana að eilífu. Þannig að það er margt að læra og endurlæra líka. Læknirinn gefur þér lyfin og segir þér fylgikvillana en hann segir þér ekki endilega hvernig sé best að lifa með þeim. Maður verður svolítið að finna út úr því sjálfur og það tekur tíma og er ekki alltaf auðvelt. Það eru alveg ömurlegt inn á milli en svo fer maður úr því hugarfari og hugsar með sér: Ég er hérna, ég er á lífi og ég get tekið þátt í því. Ég get gert allt sem ég vil gera - meira að segja flogið.“

Ævintýri í háloftunum

Sóley segist þakklát fyrir að geta flogið en hún fór til Krítar á Grikklandi í byrjun september og var þar í fimm vikur að safna flugtímum. „Ég leigði mér flugvél hjá flugskólanum Cretan Eagle Aviation. Ég fann skólann á Google en ég var að reyna að finna einhvern skóla í Evrópu sem væri staðsettur þar sem væri gott veðurfar og er með svipaðar vélar og ég er vön að fljúga. Mig langaði

að safna flugtímum og náði að fljúga í fimmtíu tíma. Ég er búin með allt námið og þarf í raun ekki að bæta við mig tímum en mig langaði að vinna upp síðastliðið ár og fá aðeins fleiri tíma til að troða mér framar í röðina því það er löng röð í flugmannsstarfið,“ segir Sóley.

Hún segir tíma hennar í Grikklandi hafa verið ævintýri líkast. „Ég keypti mér bara „one way ticket“, ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara og vissi ekkert hvort þessi skóli væri viðurkenndur eða hvort það væri verið að svindla á mér. En ég hugsaði bara með mér að ef þetta yrði ömurlegt myndi ég bara koma fyrr heim. Þetta gekk allt svo ótrúlega vel, ég náði að fljúga mikið og leið vel. Ég var að leigja AirBnB íbúð, ég vissi að dagarnir mínir væru að fara að snúast dálítið um að fljúga og vildi þá vera á stað sem væri nálægt veitingastöðum og var því með íbúð miðsvæðis þannig það var stutt í allt. Ég hélt þetta yrði smá svona Spánarfílingur yfir þessu en þetta var allt öðruvísi, það töluðu allir ótrúlega góða ensku og það var allt mjög hreint og fínt. Ég mun klárlega fara þangað aftur, hvort sem að það verður í frí eða að fljúga, ég heillaðist allavega af Grikklandi.“

Sóley fékk skemmtilega heimsókn frá Telmu, vinkonu sinni, en hún er líka flugmaður og starfar hjá flugfélaginu Air Atlanta. „Upprunalega planið var að ég ætlaði að vera ein á Krít. Telma býr svolítið mikið í ferðatöskunni sinni því hún er að vinna um allan heim. Hún sagði við mig í djóki, rétt áður en ég fór út, að hún myndi koma til Grikklands til mín í fríinu sínu. Ég hvatti hana til að koma og svo varð úr því! Hún var hjá mér í tvær vikur, það var ótrúlega skemmtilegt og þar sem hún er líka vanur flugmaður var mjög þægilegt að hafa hana alltaf um borð með mér og svo sakar ekki um að vera með myndatökumann með sér,“ segir Sóley hlæjandi og bætir við: „Það getur verið smá einmanalegt að vera alein í lengri flugum svo það var notalegt að hafa hana með og geta spjallað á leiðinni.“

Draumur varð að veruleika Þrátt fyrir þetta stóra verkefni sem Sóley hefur þurft að takast á við hefur hún aldrei gefið upp drauminn að vinna sem atvinnuflugmaður. Stuttu eftir samtal blaðamanns við Sóley varð draumurinn hennar að veruleika þar sem hún fékk vinnu sem flugmaður hjá Air Atlanta. „Ég frétti að Atlanta væri að leita af fleiri flugmönnum en voru ekki búnir að auglýsa sérstaklega eftir þeim. Ég

Ég þarf að hugsa mikið um það hvað ég má gera og hvað hentar líkamanum mínum að hverju sinni og því fylgja ákveðnar takmarkanir. Ég má ekki lyfta þungu eða fara í of heitan pott og þarf alltaf að vera með þrýstingsermi þegar ég fer í flug og mun þurfa að nota hana að eilífu. Þannig að það er margt að læra og endurlæra líka.

Framhald á næstu síðu. Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! AÐALSKOÐUN Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI VÖKVATENGI 29
„Ég er ekki sama stelpa og fyrir tveimur árum“

Ætlar að njóta þess að lifa drauminn

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða

Ég fór svo til Hollands, þar voru nokkrir aðrir Íslendingar sem ég kynntist en við vorum öll á sama hótelinu. Prófið tók svo við og stóð yfir í heilan dag, í því fólst bóklegt próf, próf í flughermi og viðtal. Daginn eftir að ég kom heim fékk ég tölvupóst um að ég hefði fengið starfið. Þetta gerðist allt sjúklega hratt.

ákvað að senda tölvupóst á þau og athuga nánar með þetta og í raun senda inn umsókn til þeirra. Daginn eftir fékk ég svar um að ég ætti að koma í vikunni eftir til Hollands í próf hjá flugfélaginu. Ég hafði viku til þess að læra og undirbúa mig aðeins, sem ég gerði eins mikið og ég gat. Ég fór svo til Hollands, þar voru nokkrir aðrir Íslendingar sem ég kynntist en við vorum öll á sama hótelinu. Prófið tók svo við og stóð yfir í heilan dag, í því fólst bóklegt próf, próf í flug-

hermi og viðtal. Daginn eftir að ég kom heim fékk ég tölvupóst um að ég hefði fengið starfið. Þetta gerðist allt sjúklega hratt. Ég er mjög spennt, sérstaklega því Telma vinkona mín er líka að vinna hjá þeim,“ segir Sóley og bætir við: „Þetta var alveg draumur áður en hún byrjaði en eftir að hún hóf störf þarna varð þetta aðal draumurinn og það komst eiginlega ekkert annað að. Undirmeðvitundin var að gera allt til að komast þangað. Ferðin sem ég fór til

Grikklands er gott dæmi um það, ég fór út til að safna flugtímum og fá meiri reynslu til þess að komast inn hjá Atlanta - og það gekk.“

„Nú ætla ég að njóta þess að lifa drauminn“

Sóley hefur þjálfun hjá flugfélaginu í janúar og segist vera mjög spennt fyrir komandi tímum. „Þetta er sjúklega spennandi, hver vinnutörn er í raun heimsreisa því flestir sem vinna hjá þessu flugfélagi eru að fljúga um allan heim. Það heillar mig svakalega, ég hef séð það hjá Telmu vinkonu að hún hefur fengið að upplifa ótrúleg ævintýri í gegnum það að ferðast um allan heim. Ég er mjög spennt að hafa eitthvað fyrir stafni, að sjá eitthvað nýtt, prófa eitthvað nýtt, kynnast nýju fólki og fara út fyrir litla Ísland. Ég sé fyrir mér að vera þarna eins lengi og ég get. Mér finnst ég núna geta andað aðeins léttar þó svo að ég sé ennþá að átta mig á þessu. En þetta eru geggjaðar fréttir og mig langar liggur við að öskra þær af Berginu. Auðvitað er viss partur af manni sem mun ekki trúa þessu ekki fyrr en ég byrja því ég hef lent í því að lífið taki u-beygju og ég átta mig á því að það getur alltaf gerst. Það hefur eiginlega verið hugsunin hjá mér hingað til en það þýðir ekki að hugsa þannig lengur. Þetta er að fara að gerast og nú ætla ég að njóta þess að lifa drauminn.“

Sóley keypti sér „One Way Ticket“ til Grikklands. Í krabbameinsmeðferðinni heima á Íslandi.
30 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Það sem stóð upp úr árið 2022 hjá Heru er sumarfríið sem fjölskyldan átti saman en þau ferðuðust um Austurland með fellihýsi. Henni finnst heitt kakó, kertaljós, jólamynd, mandarínur og samverustundir með fjölskyldunni vera ómissandi í kringum jólahátíðina.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Þetta ár hefur verið mjög gott hjá okkur fjölskyldunni og það sem stóð upp úr var sumarfríið okkar saman. Við ferðuðumst um Austurland með fellihýsi sem var dásamleg upplifun.

Ert þú mikið jólabarn? Já, ég hef alltaf verið mikið jólabarn og það jókst bara eftir að ég eignaðist mín eigin börn.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Það er yfirleitt sett upp fyrsta eða annan sunnudag í aðventu.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég get ómögulega munað eftir fyrstu jólunum en ég á margar góðar jólaminningar við að skreyta jólatréð og baka smákökur. Ég man líka hvað heimilið breyttist í hálf-

gjört jólahús þegar jólin nálguðust (og það er ennþá þannig þegar maður kemur heim til mömmu og pabba).

En skemmtilegar jólahefðir? Það eru jólaboðin á jóladag og annan í jólum, svo held ég að maður þurfi bara að fara búa til nýjar hefðir.

Hvenær klárar þú að kaupa jóla gjafirnar?

Ég er vanalega mjög skipulögð með gjafirnar en á það alveg til að geyma jafnvel eina gjöf þar til á Þorláksmessu.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Heitt kakó, kertaljós, jólamynd og mandarínur.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Ég gleymi aldrei bleiku og svörtu Vans skónum sem ég fékk ein jólin.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Nei, það er ekkert sérstakt. Mér finnst samt alltaf gaman að fá einhvers konar upplifun í gjöf.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Já, við erum með rjúpur og það er hefð sem kemur frá manninum mínum… ég þurfti reyndar aðeins að venjast þessu fyrst en er komin á bragðið núna.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla á jólatónleika, sem mér finnst nauðsynlegt til þess að fá smá jólahlýju í hjartað og taka svo rölt í Aðventugarðinn og upplifa jólagleðina sem honum fylgir. Ég hlakka til þess að njóta með fjölskyldunni, samverustundirnar á jólunum gefa manni svo mikið, það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli.

Það eru þessir litlu hlutir sem skipta máli
Hera Ketilsdóttir
Reykjanesbæ SÖLUSÝNING Íbúðirnar skilast fullbúnar að innan með 2mm lituðu áli. Áltrégluggar
Nánari upplýsingar hjá söluaðilum: Stuðlaberg fasteignasala, s. 420 4000 Eignamiðlun Suðurnesja, s. 420 4050 Eignasalan, s. 420 6070 AFHENDING REYNIDALUR 6 VIÐ KAUPSAMNING Föstudaginn 13. mars kl. 17.00–19.00 Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 31
timarit.is Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á timarit.is
Grindinni. Á gólfum í stofum flísar á öðrum rýmum. Ísskápur er að leggja raflagnir fyrir

Tillaga um stuðning við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ, sem undirrituð er af oddvitum allra flokka sem eiga sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í síðustu viku. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir lagði fram tillöguna ásamt greinargerð um stuðning við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ.

Tillagan er þessi: Súlunni verði falið að útbúa kynningu um þau tækifæri sem eru til staðar fyrir atvinnurekendur á svæðinu til að styðja við samfélagið í Reykjanesbæ. Kynningin verði unnin í samstarfi við helstu íþrótta-, tómstunda- og menningarfélög á svæðinu. Kynninguna skal einnig vinna í samstarfi við íþrótta- og tómstundaráð sem og menningar- og atvinnuráð. Í framhaldinu skuli bæjarstjóri tryggja að farið verði á fund stærstu vinnuveitenda á svæðinu og kynningin flutt fyrir þá og opnað á samtalið um tækifæri þeirra til stuðnings við margvísleg samfélagsverkefni í Reykjanesbæ. Kynningarfundir skulu fara fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2023 og í framhaldinu unnið að því að tengja saman aðila á svæðinu. Í greinargerð með tillögunni segir: Á síðastliðnum árum hefur það komið reglulega fram í samtölum við

aðila sem standa að íþrótta-, menningar og tómstundastarfi í Reykjanesbæ að fjármögnun rekstrar og verkefna sé vandasamt og tímafrekt verkefni.

Forsvarsmenn nefna að þeir tali oft fyrir daufum eyrum, ekki hvað síst þegar um að ræða samtal við rekstraraðila sem reki umfangsmikla starfsemi á svæðinu en séu með höfuðstöðvar sínar utan bæjarfélagsins. Skorts á skilningi á þörfum samfélagsins virðist gæta.

Öll þau stærri fyrirtæki sem starfa hér á svæðinu og treysta á að íbúar Reykjanesbæjar séu áhugasamir um störf hjá þeim virðast, út á við, vera mjög meðvituð um sína samfélagslegu ábyrgð. Af því má ráða að þessi fyrirtæki skilji að þau hafi hag af því að starfsmenn þess kjósi að búa í Reykjanesbæ og nýta þar þá þjónustu og afþreyingu sem í boði er. Þessi fyrirtæki hafa flest hver markað sér skýrar stefnur um samfélagsábyrgð og því virðist vera

fullur vilji hjá atvinnurekendum að vera virkur þátttakandi í því samfélagi sem stór hluti starfsmanna þeirra lifir í. Samfélaginu þar sem börn starfsmanna sækja skóla, stunda tómstundir, iðka íþróttir og starfsmennirnir sjálfir eru virkir þátttakendur í viðburðum, menningu og daglegu lífi. Það virðist því ekki skorta yfirlýstan vilja aðila til að vera virkur þátttakandi í daglegu lífi íbúa Reykjanesbæjar en einhverra hluta vegna lítur það þannig

út að einhverjir aðilar í þessum hópi sjái ekki hvaða tækifæri eru til staðar til að styðja við samfélagið í Reykjanesbæ. Reykjanesbær á að opna þetta samtal milli aðila hér á svæðinu.

Mælikvarði árangurs:

• Menningar, íþrótta- og tómstundafélög finni fyrir auknum stuðningi helstu vinnuveitenda íbúa Reykjanesbæjar.

• Stærstu atvinnuveitendur íbúa Reykjanesbæjar verði sýnilegri í daglegu lífi bæjarbúa.

• Umræður um stuðning við samfélagið Í Reykjanesbæ og hin ýmsu félög innan Reykjanesbæjar eigi sér stað tvisvar á ári milli Reykjanesbæjar og atvinnurekenda.

Kynna skal áfangaskýrslur kynningarátaksins ásamt niðurstöðum úr samtölum fyrir bæjarstjórn reglulega á meðan það varir.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir B-lista

Friðjón Einarsson S-lista

Valgerður Pálsdóttir Y-lista

Margrét Sanders D-lista Margrét Þórarinsdóttir U-lista.

Landsnets. Í áherslum umhverfissviðs

fjárfestingaráætlunar fyrir árið

nýjan veg frá mislægum gatnamótum

Njarðvíkurheiði að tengivirki Landsnets. Þessi vegur tengir í leiðinni nýtt efnislosunarsvæði sem þarf að byrja á á nýju ári þar sem efnislosunarsvæðið á Stapa er orðið fullt og því þarf að loka. Vegna framkvæmda við nýtt tengivirki Landsnets kom upp sú hugmynd að flýta þessari framkvæmd þannig að Landsnet gæti nýtt sér þennan veg við framkvæmdir í staðinn fyrir að gera upp eldri slóða sem fara um Patterson.

Eftir samninga viðræður við Landsnet er fyrirtækið tilbúið að leggja fjármagn í þessa framkvæmd ef það má verða til þess að flýta framkvæmdinni.

Hér er um fasta upphæð að ræða og vegurinn yrði eign Reykjanesbæjar eftir framkvæmd. Sett var út verðkönnun á veginn og var verktakafyrirtækið Sveinsverk lægst með um 70% af kostnaðaráætlun.

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fékk á dögunum kynningu á Prentsögusetri. Ráðið þakkar í fundargerð fyrir áhugavert erindi sem varðar möguleika á samstarfi við Prentsögusetur um uppsetningu prentsögusafns í Reykjanesbæ. Erindið samræmist ekki framtíðarsýn menningarmála

og er því hafnað.

Bæjarráð Reykjanesbæjar
hefur samþykkir erindi sviðsstjóra umhverfissviðs þar sem óskað er eftir heimild að samþykkja tilboð frá Sveinsverk, sem var með lægsta tilboðið, í lagningu á nýjum vegi frá mislægum gatnamótum suður að Njarðvíkurheiði að tengivirki
Reykjanesbæjar við gerð
2023 var mikla áhersla lögð á að fá fjármagn til að fara í
suður að
í Reykjanesbæ
Prentsögusetur verður ekki í Reykjanesbæ Atvinnurekendum verði kynntur stuðningur við samfélagsleg verkefni í Reykjanesbæ Á síðastliðnum árum hefur það komið reglulega fram í samtölum við aðila sem standa að íþrótta-, menningar og tómstundastarfi í Reykjanesbæ að fjármögnun rekstrar og verkefna sé vandasamt og tímafrekt verkefni. Ráðist í vegagerð á Njarðvíkurheiði með aðkomu Landsnets vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á AUGLÝSINGASÍMI 421 0001 32 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Óskum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Gleðilega hátíð! MELEYRI

Rafbrauð og jólaveitingar í Bílakjarnanum og Nýsprautun

Rafbrauð

á móti

„Þetta eru skemmtilegar rafbíla nýjungar frá Volkswagen. Gamla rúgbrauðið komið í rafmagn og heitir þá bara rafbrauð,“ sagði Sverrir.

Þessir nýju VW rafbílar vöktu athygli í jólaboðinu en í salnum voru líka mun eldri VW bílar sem gestir nutu þess að skoða um leið og þeir nutu veglegra veitinga.

Elmar Þór Hauksson hefur sungið fyrir Suðurnesjamenn á undanförnum árum en hann er starfsmaður í Bílakjarnanum. Hann tók nokkur jólalög í glæsilegum sal Bílakjarnan á Fitjum í Njarðvík en með honum var enginn annar en Arnór Vilbergsson við hljómborðið. Meðfylgjandi myndir voru teknar í fjörinu.

á sviði vélvirkjunnar og/eða stálsmíði á viðhaldsstöð fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli.

Starfssvið:

| Stálsmíði, vélvirkjun, rennismíði, vélfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi

| Víðtæk reynsla af málmsmíðum

Hæfniskröfur: | Stálsmíði úr svörtu/ryðfríu stáli og áli | Almenn nýsmíði og viðgerðir | Almenn suðuvinna og ál suða

| Öguð vinnubrögð og gott skipulag

| Hæfni í mannlegum samskiptum

| Íslensku kunnátta

| Góð tölvukunnátta

Önnur tilfallandi verkefni Í samræmi við jafnréttisstefnu Icelandair og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um. Umsóknir óskast ásamt ferilskrá eigi síðar en 2. janúar 2023 á https://jobs.50skills.com/icelandair/is/17156

Nánari upplýsingar veita Ásbjörn Halldór Hauksson, asbjornhal@icelandair.is Viktor Smári Hafsteinsson, viktorh@icelandair.is

á fjórum hjólum og ljúfar veitingar voru í jólaboði Bílakjarnans og Nýsprautunar í byrjun desember. Sverrir Gunnarsson og hans fólk tók viðskiptavinum og sýndu á sama tíma nýjustuDIS. Buzz Pro og ID. Buzz Cargo rafbílana frá Volkswagen.
Stálsmiður á viðhaldsstöð Icelandair Viðhaldsskýli Keflavík - Fullt starf Tækniþjónusta Icelandair ber ábyrgð á rekstri og
Icelandair starfar
Sverrir Gunnarsson og Jenný Waltersdóttir, kona hans, í glæsilegum sýningarsal Bílakjarnans á Fitjum.
eftirliti með viðhaldi flugvélaflota Icelandair. Hjá Tækniþjónustu
öflugur hópur sem sér til þess að öryggi, áreiðanleiki og hágæða vinnubrögð séu höfð að leiðarljósi. Við leitum að einstaklingi með fagmenntun eða starfsreynslu
|
34 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
BÍLAKJARNINN Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 35

„Það er æðislegt að fara á hestbak í lok vinnudags, mæta í hesthúsið, moka skít og fara svo á bak. Það er mjög gefandi að vera með dýrunum. Þau eru mjög næm,“ segir Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla í Reykjanesbæ. Helga Hildur og Gunnar Eyjólfsson, maður hennar, eru mikið hestafólk og líf þeirra snýst mikið um hesta og hestamennsku. Helga segir að ný reiðleið í bæjarfélaginu, svokallaður trippahringur, hafi verið lýst upp og komi sér vel á dimmari tímum. „Svo erum við líka með góðar reiðleiðir á Mánagrund og ekki má gleyma reiðhöllinni okkar,“ segir Helga sem svarar hér jólaspurningum Víkurfrétta.

ÆÐISLEGT AÐ MOKA SKÍT OG FARA Á HESTBAK Í LOK VINNUDAGS

Helga Hildur Snorradóttir er með jólahefðir, skreytir piparkökur og bakar sörur.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

„Árið er búið að vera mjög viðburðarríkt. Það fer alltaf mikill tími hjá okkur í hestamennskuna en við förum í hesthúsið á hverjum degi. Við ferðuðumst töluvert á árinu, fórum til Ítalíu og Króatíu með vinnufélögum og í hjólaferð við Balatonvatn í Ungverjalandi með saumaklúbbnum mínum og síðan til Tenerife með góðum vinum. Þessar ferðir voru allar frábærar á sinn hátt. Hjólaferðin er eftirminnilegust þar sem við vorum í einstökum félagsskap Lukkutrölla og með frábæra fararstjóra en það voru þau Anna Lea og Brói sem skipulögðu ferðina fyrir okkur.“

Ert þú mikið jólabarn? „Já, já svona passlega.“

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

„Við setjum jólatréð upp í kringum 20. desember.“

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminniningar?

„Ég man sérstaklega eftir jólaballi Íslenskra aðalverktaka sem amma

Halla bauð okkur alltaf á þegar ég var barn. Það voru alveg sérstaklega vegleg og eftirminnileg jólaböll, man samt aðallega eftir því hvað nammipokinn var stór.

Síðan er skemmtileg minning frá aðfangadegi. Gunni fór með krakkana að sækja jólapakkana og keyra út jólakortin en ég var heima að elda hamborgarhrygginn og gera og græja. Þegar krakkranir komu síðan heim var Gunnhildur dóttir mín heldur betur glöð þegar hún fann matarlyktina í húsinu og hrópaði: Loksins eru bjúgu í matinn.“

En skemmtilegar jólahefðir?

„Við stórfjölskyldan hittumst á aðventunni hjá foreldrum mínum og og skreytum piparkökur og gerum stundum piparkökuhús. Fáum okkur heitt súkkulaði og góðar kræsingar. Síðan hittumst við líka og bökum saman sörur.“

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

„Það er bara allur gangur á því, fer eftir því hvað ég er hugmyndarík.

Núna á ég líklega eftir að kaupa helminginn af gjöfunum en veit ekkert hvað ég á að kaupa.“

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

„Við fjölskyldan erum öll saman á aðfangadagskvöld og ég get eiginlega ekki hugsað mér jólin án barnanna. Jólin hjá okkur byrja klukkan sex þegar kirkjuklukkurnar á Ruv hringja inn jólin. Þá knúsumst við og óskum hvort öðru gleðilegra jóla.“

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

„Það er klárlega bílskúrshurðaopnari. Hver gefur dóttur sinni bílskúrshurðaopnara í jólagjöf? Hann kom reyndar að góðum notum loksins þegar hann var settur upp og virkar enn í dag, tuttugu og eitthvað árum seinna.“

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? „Nei það held ég ekki.“

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

„Við erum alltaf með hamborgarhrygg á aðfangadag og heimatilbúinn ís í eftirrétt. Krakkarnir mega ekki heyra á það minnst að hafa eitthvað annað í matinn.“

Hvað ætlar þú að gera í kringum Helga Hildur tók þessa mögnuðu mynd þegar þau hjónin riðu út á aðventunni.
36 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Helga Hildur og Gunnar kunna best við sig á hestbaki.

Er 100 ára og langar að eignast lítinn ferðabíl næsta sumar

Axel Friðriksson fagnaði 100 ára afmæli sínu í síðustu viku með kaffisamsæti á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Axel býr í þjónustuíbúð á Nesvöllum og er hinn sprækasti en hann hefur verið virkur í húsbílasamfélaginu.

Þegar Axel flutti til Suðurnesja árið 1948 hóf hann störf hjá Karvel Ögmundssyni og starfaði þar í tíu ár. Þaðan fór hann til starfa í frystihúsi í Innri-Njarðvík í átta ár. Starfsferilinn endaði Axel svo hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem hann starfaði í 26 ár. Áður en Axel flutti suður með sjó bjó hann norður í landi og starfaði m.a. við vegagerð og einnig hjá síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Ástæða þess að Axel flutti til Suðurnesja var atvinnuleysi og því var bara að fara á vertíð. Að hans sögn komu vélar mikið við sögu á starfsævinni.

Axel segist hafa upplifað miklar breytingar á þessum 100 árum sem hann hefur lifað og hann fylgst með uppganginum á Suðurnesjum.

Axel er kunnur í húsbílasamfélaginu á Íslandi, enda einn af stofnendum Húsbílafélagsins sem verður 40 ára á næsta ári. Áður en hann fór að stunda húsbílaferðir þá var Axel duglegur að ferðast um landið á jeppum sem hann átti. Hann fór um allt land og ferðaðist einn, þar sem hann er bæði ógiftur og barnlaus. Hann átti m.a. fjóra frambyggða Rússajeppa um ævina sem voru mikið notaðir í hálendisferðir. Hann byrjaði m.a. í Húsbílafélaginu á Rússajeppa.

Axel lagði húsbílnum fyrir ári síðan. Ástæðan var ástand bílsins, sem að að eigin sögn var mun verra er bílstjórans. Húsbíllinn var orðinn ryðgaður, enda alltaf geymdur úti. Axel bjóst ekki við því að fá skoðun á bílinn í vor.

Axel segir það gera mikið fyrir sig að fara í húsbílaferðir. Félagsskapurinn sé góður og á fyrstu árum

Húsbílafélagsins hafi verið bílar sem auðvelt var að fara með inn á hálendið. Í dag séu bílarnir annars konar. Það sé flottara að ferðast í þeim og allt rúmbetra en áður. Axel segist hafa farið allar skipulagðar ferðir Húsbílafélagsins og einnig margar ferðir á eigin vegum, hvort sem það var í Landmannalaugar, Þórsmörk, Fjallabaksleið eða upp á hálendið. Hann hafi m.a. farið einsamall á Gæsavatnaleið. Axel segir náttúru landsins fallega. Þegar hann er spurður hvort einn staður sé uppáhalds, þá segir hann þá marga. Þórsmörk og Landmannalaugar komi þó upp í hugann.

Aðspurður hvort hann sé alveg hættur ferðalögum, orðinn 100 ára gamall, segist Axel vera spenntur fyrir því að verða sér út um lítinn bíl næsta sumar ef heilsan leyfir.

Nánar er rætt við Axel í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta á fimmtudagskvöld kl. 19:30 og sýnt frá móttöku afmælisbarninu til heiðurs.

Skafmiðaleikur Víkurfrétta 2022 Jólalukka Munið að skila miðum með engum vinningi í Nettó Framtíðin er rafmögnuð! 100% rafknúinn strætó, upphafið að rafmagnaðri og grænni framtíð Bus4u Our future is electrifying! A 100% elecric bus is now a part of the Bus4u fleet. G leðileg jól og farsælt komandi ár Seasons greetings and a happy new year Bus4u Iceland ehf. I info@bus4u.is I www.bus4u.is @bus4uiceland #bus4u_iceland
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 37

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Langbest þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða langbest.is

Heimabökuð brún lagterta ómissandi á jólunum

Sunna Líf reynir að klára jólainnkaupin fyrir 20. desember til að koma í veg fyrir stress „korter í jól“. Henni finnst jólasmákökur og heimabökuð brún lagterta vera ómissandi á jólunum en hjá fjölskyldu hennar er einnig hefð fyrir því að vera með lamba hamborgarhrygg á aðfangadag.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Við gátum loksins farið að ferðast aftur að einhverju viti og nýttum okkur það mikið. Það sem stóð upp úr er 100% Ítalíu ferðin til Rómar, Róm er geggjuð borg sem allir ættu að heimsækja.

Ert þúmikið jólabarn?

Svona já og nei, ég elska jólin en leyfi mér ekki að byrja hlakka almennilega til fyrr en eftir að jólaprófin eru búin.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Oftast í kringum þriðja í aðventu eða hreinlega bara þegar við höfum tíma í það.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Veit ekki hvaða jól eru þau fyrstu sem ég man eftir en ég man eftir því þegar ég var yngri fékk ég alltaf að opna einn pakka á aðfangadag þegar klukkan sló sex áður en við byrjuðum að borða jólamatinn.

En skemmtilegar jólahefðir? Ég hef alltaf verið hjá ömmu og afa í Sandgerði með móðurfjölskyldunni um jólin síðan ég man eftir mér og svo á jóladag hefur amma Ásta komið til okkar og ég opna pakkana frá henni og föðurfjölskyldunni með henni.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Það fer rosalega mikið eftir því hversu upptekin ég er í desember.

Reyni samt oftast að vera ekki að stressa mig á jólagjöfum korter í jól og reyni því að klára kaupin fyrir 20. des.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Ætli það séu ekki jólasmákökur og heimabökuð brún lagterta.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Úff, þær eru allar skemmtilegar á sinn hátt. Ætli það sé samt ekki þegar mamma og pabbi gáfu mér ryksugu þó að ég væri ekki flutt að heiman, eða þegar ég fékk STIGA snjósleðann sem var efstur á óskalistanum eitt árið.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Ekkert sem ég man eftir eins og er, finnst líka skemmtilegra að vita ekki fyrirfram hvað ég mun fá í jólagjöf.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Það er alltaf lamba hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur og rauðvínssósa á jólunum hjá okkur og svo er alltaf mandla og möndlugjöf. Möndluhefðin er sú að yngstur fær sér fyrst og svo koll af kolli.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Ég verð vinnandi mest megnið af desember í ár, slepp samt heim úr vinnu á slaginu sex á aðfangadag.

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS JÓLAGJÖFINA FYRIR DÝRIN FÆRÐU HJÁ OKKUR KROSSMÓA - REYKJANESBÆ 38 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Sunna Líf Zan

Sossa bætti við litum og tólum sem hún var hrædd við að nota í myndunum sínum. Skyrtuermin, fingur og tuskur notuð á strigann.

„Jólasýningin er í raun svona þakkir til minna viðskiptavina. Það er gaman að hitta fólkið í léttri jólastund með smá rauðvíni og ostum og jólasöng,“ segir Sossa myndlistarkona en margir mættu á vinnustofu hennar í Keflavík fyrstu helgina í desember.

Það er áratugahefð fyrir myndlistarsýningu hjá Sossu á aðventunni. Hún segir það alltaf skemmtilegt en hvað segir hún um myndirnar núna?

„Ég er svolítið að fara til baka, eiginlega allt frá því ég byrjaði að mála. Ég er að reyna að vera aftur villingur. Þá leyfi ég mér meira,“ segir Sossa og hlær. Bætir síðan við að það sé gott að hafa sýningu, þá sjái hún hvar hún standi en þurfi þó alltaf að spyrja sig, - hvert hún sé að fara í listinni.

„Þegar maður er orðinn gamall þá getur maður leyft sér meira. Nálgast eitthvað markmið sem ég er búin að

vera að stefna að. Maður getur leyft sér að vera frjálsari. Ég var komin í svolítinn þægindaramma og nauðsynlegt að færa sig út úr honum. Í nýjustu myndunum mínum er ég að nota liti sem ég hef ekki notað mjög lengi. Ég hef t.d. lengi verið hrædd að nota grænan lit. Svo hef ég verið að nota önnur verkfæri. Ég hef alltaf notað eingöngu spaða í mínum myndum, en nú hef ég verið að nota fleiri tæki eins og pennsla, tuskur, fingurna og jafnvel ermina á skyrtunni minni.“

En hvernig var tíminn í heimsfaraldri hjá listakonunni?

„Mér gekk bara vel í Kóvid. Þetta var ekki svo mikil breyting hjá mér því ég vinn nær alltaf bara ein. Mér gekk eiginlega betur að selja í faraldrinum. Fólk var meira að huga að húsakynnum sínum, búa til fleiri

veggi og svoleiðis og þá kem ég til sögunnar. Faraldurinn var held ég ekki svo slæmur fyrir margt listafólk þó svo kannski tónlistarfólkið hafi verið í verri málum,“ sagði Sossa Björnsdóttir.

úr þægindarammanum
Út
Tónlistarskonan Magga Stína er góð vinkona Sossu og hefur mætt í síðustu jólaboð og sungið af innlifun, eins og hún gerir svo vel. Vinkonurnar Magga Stína og Sossa.
Hvaða hús er jólahús Reykjanesbæjar 2022? Tekið er við tilnefningum í gegnum heimasíðu Reykjanesbæjar (www.reykjanesbaer.is) til 20. desember 2022. Menningar- og atvinnuráð fer yfir tilnefningar og velur jólahús Reykjanesbæjar. Verðlaun verða veitt í Aðventugarðinum á Þorláksmessu í samstarfi við Húsasmiðjuna. VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 39
Margir vina Sossu mættu á vinnustofu hennar í upphafi aðventu.

Pabbinn tók Lítil fæddist

Gunnhildur Gunnarsdóttir átti heldur óvenjulega fæðingu en hún eignaðist dóttur sína á forstofugólfinu á æskuheimilinu sínu. Gunnhildur og Gylfi Freyr, faðir barnsins, sýndu mikla hetjudáð þegar barnið kom í heiminn með flýti þann 11. júlí 2021 áður en viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Stúlkan fékk síðar nafnið Freyja Mist en Gunnhildur segir það hafa verið „skrifað í skýin því hún hafi eiginlega valið sér þetta nafn.“ Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Gunnhildi sem rifjaði upp þennan örlagaríka dag í lífi fjölskyldunnar.

Laugardaginn 10. júlí 2021 fóru þau Gunnhildur og Gylfi í brúðkaup hjá bróður hans en þá voru tveir dagar í settan dag hjá Gunnhildi. „Ég var þarna í hælaskóm og kjól og var nær allan tímann að hlaupa á eftir Gunnari Elís, eldra barninu okkar. Þegar klukkan var orðin átta að kvöldi til var ég orðin virkilega þreytt en reyndi að draga það að fara heim því þetta var stór dagur í lífi bróður Gylfa,“ segir Gunnhildur en hún átti bókaðan tíma í nálastungur á HSS klukkan níu sama kvöld til að ná að slaka á og sofa betur um nóttina. „Þarna klukkan átta fór ég að verða virkilega þreytt og pikkaði í Gylfa og spurði hvort við gætum farið heim, sem við gerðum.“ Gunnhildur fór í nálastungur klukkutíma seinna og byrjaði þá að fá verki, hún vissi að það þýddi að barnið kæmi í heiminn á næstu klukkutímum eða í það minnsta á næsta sólarhringnum. Það sem hún vissi hins vegar ekki var að ótrúleg atburðarás átti eftir að eiga sér stað. „Ég svaf ekkert alla nóttina fyrir verkjum. Þrátt fyrir það vakti ég ekki Gylfa því ég vildi að hann myndi ná að hvíla sig vel. Það gerði ég af fenginni reynslu

en þegar strákurinn okkar kom í heiminn tók það svo langan tíma svo ég vildi að hann myndi vera úthvíldur til að tækla þessa fæðingu vel,“ segir Gunnhildur og bætir við: „Það er ótrúlegt hvernig lífið er, sem betur fer leyfði ég honum að sofa svo hann var vel í stakk búinn að takast á við það sem átti eftir að gerast. Ég var alla nóttina að berjast við þessa verki og reyna að liggja í rúminu. Ég var á þessum tíma búin að vera í meðgöngujóga hjá Möggu Knúts og þar lærði ég að anda mig í gegnum verkina – eitthvað sem ég kunni ekki þegar ég fæddi strákinn okkar. Kemur í ljós að þegar maður andar sig í gegnum verkina leyfir maður öllu að opnast og líkamanum að gera það sem hann þarf að gera. Ég var staðráðin í að ná að anda mig í gegnum þetta. Ég var uppi í rúmi með jógatónlist í eyrunum og andaði dúpt þar til klukkan var orðin sjö um morguninn. Þá var ég alveg að drepast úr verkjum og hringdi í tengdamömmu og bað hana um að sækja Gunnar Elís, sem hún gerði. Við vorum svo komin upp á HSS um níuleytið á sunnudagsmorgninum.“

40 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Nýfædd Freyja ásamt foreldrum sínum á forstofugólfinu.

á móti barninu í forstofunni með neyðarlínuna á öxlinni Freyja

fæddist á Freyjuvöllum

„Viltu segja henni að barnið sé að koma!“

Anda inn og anda út

Gunnhildur hitti ljósmóðir á fæðingardeildinni sem mældi útvíkkunina hjá henni. „Þú ert bara komin í þrjá í útvíkkun, það er langt í land,“ sagði ljósmóðirin eftir mælinguna. „Ég átti í raun erfitt með að labba út um dyrnar hjá ljósmóðurinni vegna hríða og hún sagðist sjá hversu verkjuð ég væri og mælti með því að ég myndi taka því rólega, fara heim í bað og koma aftur um hádegi.“

Þau Gunnhildur og Gylfi voru ekki með bað heima hjá sér á þessum tíma svo það kom sér vel að foreldrar Gunnhildar voru í útilegu og heima hjá þeim var baðkar. Þangað var förinni heitið, á æskuheimili Gunnhildar á Freyjuvöllum. „Ég lét renna í baðið og kom mér fyrir í því en fannst það frekar óþægilegt

svo ég sat mestallan tímann í hægindastólnum hans pabba, á handklæðinu einu, að anda mig í gegnum verkina – anda inn og anda út. Ég er mjög þrautseig og var staðráðin í að þrauka til hádegis en þetta var rosalegt, ég var svo verkjuð en ég hélt áfram að anda mig í gegnum verkina. Þegar mér leið virkilega illa reyndi ég að rölta upp í rúm og svo aftur til baka í hægindastólinn og svona gekk þetta áfram þar til ég labbaði inn á baðherbergið. Þá var klukkan að verða ellefu og enn var klukkutími í að við áttum að mæta niður á fæðingardeild. Skyndilega leið mér mjög illa og fann að eitthvað væri að gerast og sagði við Gylfa að við yrðum að fara niður á sjúkrahús á stundinni. Hann byrjaði þá að taka til eftir okkur og ég sagði bara; nei, NÚNA!“

Gylfi hjálpaði Gunnhildi að klæða sig í föt og fara út í bíl en hún gat einfaldlega ekki sest í bílinn. „Ég hreinlega náði því ekki, það var eitthvað að gerast. Ég sagði þá við Gylfa að hann yrði að hringja á sjúkrabíl, barnið væri að koma. Hann opnaði hurðina að húsinu aftur og næsta sem ég man er að hann hringdi á neyðarlínuna og ég fór rétt inn um dyrnar og stóð þar með krosslagða fætur til að koma í veg fyrir að barnið myndi koma þá og þegar. Hann var við hliðina á mér í símanum og setti á „speaker“, konan hjá neyðarlínunni var svo róleg og byrjaði að spyrja spurninga eins og hvað ég væri langt gengin og ég var þarna öskrandi: „Viltu segja henni að barnið sé að koma!“ Í sömu andrá fann ég að það væri ómögulegt fyrir mig að reyna að klemma saman fæturna. Þá missti ég vatnið, tók niður buxurnar og fór niður á fjórar fætur í forstofunni, með buxurnar á hælunum.“ Gunnhildur var ekki deyfð eða á neinu verkjastillandi og lýsir hún því hvernig öndunaræfingarnar hjálpuðu henni í átökunum. „Gylfi var allan tímann í símanum á meðan ég var að eiga barnið. Pabbinn tók aleinn á móti barninu með neyðarlínuna á öxlinni og sagði mér að þetta væri stelpa en við vissum það ekki fyrirfram. Þetta var ótrúlegt augnablik, bara við þrjú. Ég man ekki eftir að hafa upplifað einhverja hræðslu, ég treysti Gylfa ótrúlega vel. Hann var rólegur, ekkert stressaður og mikið að hvetja mig áfram,“ segir Gunnhildur. Fjórar mínútur, svo stuttur var tíminn sem leið frá því að Gylfi reif upp tólið þar til stúlkan kom í heiminn. „Hann var nýbúinn að taka hana í hendurnar þegar að hurðin opnaðist og inn komu fjórir sjúkraflutningamenn, tvær löggur og ljósmóðir. Þau voru mjög hissa að barnið væri fætt og athuguðu hvort allt væri ekki alveg örugglega eins og það ætti að vera.“

Eftir þessa hröðu atburðarás var ferðinni svo heitið á fæðingardeildina með sjúkraflutningamönnunum þar sem fjölskyldan fékk góða umönnun. Fyrsta verkefnið eftir fæðinguna var þó að segja fjölskyldumeðlimum frá krafta -

verkinu. „Það var frekar fyndið að við hugsuðum strax að við yrðum að láta foreldra mína vita sem fyrst því það er mjög góð nágrannavarsla á Freyjuvöllunum og fólk er frekar náið þar. Það komu náttúrlega tveir sjúkrabílar og löggubíll á staðinn. Við hugsuðum að við yrðum að láta vita svo það færu ekki einhverjar sögusagnir af stað.“

Skrifað í skýin

Eftir að þau höfðu sagt foreldrum Gunnhildar alla sólarsöguna spyrja þau hvort það liggi þá ekki beinast við að stúlkan myndi heita Freyja. Það sama gerðist þegar þau töluðu við fólkið hans Gylfa, þau spurðu hvort hún ætti ekki að heita Freyja. „Við vorum búin að ákveða allt annað nafn fyrir hana, það er nafn sem við ákváðum fyrir fyrra barnið okkar þegar við héldum að það yrði stelpa. Þegar það kom svo í ljós að

Í sömu andrá fann ég að það væri ómögulegt fyrir mig að reyna að klemma saman fæturna.

Þá missti ég vatnið, tók niður buxurnar og fór niður á fjórar fætur í forstofunni, með buxurnar á hælunum ...

VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 41
Gunnhildur og Gylfi ásamt syni sínum, Gunnari Elís.

það var strákur ákváðum við að ef seinna barnið yrði stelpa þá myndi hún heita því nafni – en svo eftir þessi símtöl litum við á hvort annað og sögðum bæði: „Er þetta kannski bara Freyja?“ og þá sagði pabbi hennar: „Freyja Mist.“ Þá var það eiginlega ákveðið þarna á fæðingardeildinni. Okkur fannst það passa vel við hana, pabbi hennar heitir líka Gylfi Freyr og hann tekur einn á móti henni og hún fæðist á Freyjuvöllum – æskuheimilinu mínu.

Þannig að þetta var eiginlega skrifað í skýin, hún valdi sér þetta nafn,“ segir Gunnhildur.

Og svo varð úr, Freyja Mist var skírð í húsinu sem hún fæddist, á Freyjuvöllum og kom það fáum á óvart þegar nafnið var tilkynnt.

„Það voru nokkrir búnir að giska á að hún myndi heita Freyja, þegar við tilkynntum svo nafnið hennar hátt og skýrt fóru margir að hlæja,“ segir Gunnhildur.

Ótrúleg tilviljun, eða örlög?

Sumir myndu telja það vera magnað að faðirinn heitir Gylfi Freyr og að hún hafi fæðst og verið skírð á Freyjuvöllum en þar með er sagan ekki öll. Hálfu ári eftir að Freyja Mist kom í heiminn komst Gunnhildur að því að önnur af lögreglukonunum sem fóru í útkallið á Freyjuvellina 11. júlí heitir Freyja Mist. „Nokkrum mánuðum seinna var ég að labba með strákinn okkar á leikskólann og hitti eina mömmu sem er lögreglukona. Ég fór að spjalla við hana og hún spyr hvort ég viti hvað lögreglukonan heiti sem kom í útkallið þegar Freyja Mist okkar fæddist og ég hafði ekki hugmynd. Þá sagði hún mér að hún heiti Freyja Mist. Mér finnst þetta svo magnað og ótrúlegt – að við höfum ákveðið að hún myndi heita Freyja út af því að hún fæddist á Freyjuvöllunum og Gylfi Freyr tók á móti henni og síðan heitir lögreglukonan sem fór í útkallið nákvæmlega sama nafni, Freyja Mist.“

Aðspurð hvort Freyjurnar hafi hist og hvort lögreglukonan viti af nafngiftinni segir Gunnhildur: „Þær eru búnar að hittast, fyrir tilviljun. Árni Freyr (leggur áherslu á nafnið Freyr), vinur minn, er

lögreglumaður og hann og Freyja Mist voru að keyra inn Freyjuvellina (leggur aftur áherslu á Freyju) þegar ég var úti að labba með Freyju litlu í vagninum. Þau stoppuðu til að spjalla smá við okkur og ég sagði henni frá þessu. Þá var hún víst búin að heyra þetta en það var gaman að þær skyldu hafa hist. Henni fannst þetta líka magnað og mjög skemmtilegt.“

Hún er bara algjör Freyja

„Okkur þykir vænt um þessa sögu og fyrst að allt fór vel þá finnst okkur þetta æðisleg minning,“ segir Gunnhildur. Freyja Mist kom með hraði í heiminn og nú einu og hálfu ári síðar er hún „óttalaus og öflug“ að sögn móðurinnar. „Hún er ótrúlega dugleg og sterkur karakter. Hún er frekar róleg en hendir sér í allt. Hún á kröftugan, stóran bróður en hún gefur ekkert eftir – sem passar svo vel við nafnið hennar. Það er gaman að segja frá því að merking nafnanna Freyja og Gunnhildur er svolítið sambærileg; sterk kona. Þetta nafn á ótrúlega vel við hana, hún er bara algjör Freyja.“

Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Það voru nokkrir búnir að giska á að hún myndi heita Freyja, þegar við tilkynntum svo nafnið hennar hátt og skýrt fóru margir að hlæja ...
42 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Freyja Mist og Gunnar Elís saman við jólatréð.
VIRKIR DAGAR 8-18 LAUGARDAGA 10-16 SUNNUDAGA 12-16 Til 23. desember Nýtt á byko.is SKOÐAÐU HANDBÓKINA Yfir 200 hugmyndir Jólagjafahandbók Allar jólavörur á 25% afslætti Jólatrén eru komin Stafafura frá Skógræktinni 125-150 CM 5.995 100-150 CM 5.995 Nordmannsþinur 150-175 CM 6.995 150-200 CM 6.995 175-200 CM 7.995 200-250 CM 7.995 Það er eitthvað við lyktina af grenitrjám. Sumir elska að skreyta það á meðan öðrum finnst skemmtilegast að velja það Öll okkar tré eru sérvalin og ættu því öll að geta fundið sitt fullkomna jólatré Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Reykjanesapótek

Nú á tveimur stöðum í bænum!

Fitjum og Hólagötu

Opnunartími á Fitjum: 10–18 virka daga og laugardaga 10–14.

Opnunartími á Hólagötu: 9–20 virka daga og 12–19 laugardaga og sunnudaga.

Viðburðaríkt ár er að baki hjá Antoni Frey Hauks Guðlaugssyni og fjölskyldu en hann ætlar að njóta jólanna með nýju fjölskyldunni sinni.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Þetta ár var mjög virðburðaríkt. Það sem stóð að mestu leyti upp úr voru golferðirnar með félögunum ásamt yndislegum samverustundum og utanlandsferð með vinafólki okkar en það sem stendur mest upp úr er klárlega að hafa orðið faðir í nóvember.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Fyrstu jólin sem ég man eftir er líklega bara fyrir nokkrum árum, þegar að amma og afi voru hjá okkur um jólin, sem var mjög notalegt. Skemmtileg jólaminning er frá því um síðustu jól, þá fórum við fjölskyldan til Spánar og vorum þar yfir jólin og áramótin. Það var skemmtileg tilbreyting.

En skemmtilegar jólahefðir? Mamma eldar góðan jólamat á aðfangadag, svo græjar pabbi veislu á jóldag

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Úff, er ekki búinn að klára þær en búinn að kaupa nokkrar. Ætli síðasta jólagjöfin verði ekki kláruð á þorláksmessu.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum? Að horfa á jólamynd eftir að allir eru búnir að opna pakkana.

þú mikið jólabarn?

Já og nei. Mér finnst matur rosalega góður og á jólunum er alltaf æðislegur matur að hætti mömmu. Vissulega verða þessi jól aðeins meira sérstök með litla stráknum okkar.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Ég og kærastan mín, Erna Freydís, höfum aldrei sett það upp á einhverjum ákveðnum tíma en í ár vildum við gera það áður en drengurinn okkar myndi fæðast – þannig við settum það upp í kringum 15. nóvember.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Ætli það sé ekki Airpods eða takkaskór sem mamma og pabbi gáfu mér.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár? Playstation 5.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld?

Ristaður humar á pönnu og ristað brauð í forrétt og svo svínahamborgarhryggur.

Eru hefðir í mat? Já, það er alltaf svínahamborgarhryggur á aðfangadag.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Njóta með nýju fjölskyldunni minni, ömmum, öfum og vinum.

Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2 260 Reykjanesbæ 260 Reykjanesbæ Vaktsími: 821-1128 Sími: 421-3393 Sími: 421-3383
Ert
Stendur upp úr að verða faðir Óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða
Anton Freyr og Erna Freydís halda heim með yngsta fjölskyldumeðliminn. Myndir úr einkasafni
44 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Gleðilega hátíð

Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Við byggjum nýjan leikskóla fyrir Suðurnesjabæ við Byggðaveg í Sandgerði. Verklok í desember 2023. Húsnæði leikskólans verður 1.135 fermetrar að stærð og fullbúinn verður hann sex deildir.

Skapar minningar í myndum

Það er foreldrum mikilvægt að skapa góðar minningar með börnunum sínum. Minningar í myndum eru ómetanlegar og Kristbjörg

Kamilla Sigtryggsdóttir hefur verið dugleg að mynda dóttur sína, Ingibjörgu Aþenu, frá því hún fæddist á síðasta ári.

Kamilla ákvað að skapa skemmtilegar myndir með dóttur sinni með einni stúdíómyndatöku í mánuði en sýnishorn af myndunum má sjá á þessari síðu. Nokkrar myndir úr seríunni hafa verið prentaðar út og færðar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gjöf. Myndirnar munu prýða veggi ungbarnaeftirlits HSS. „Ég er þeim svo ótrúlega þakklát fyrir frabært utanumhald hjá okkur Ingibjörgu,“ segir Kamilla, sem naut aðstoðar Merkiprents við að útbúa myndirnar sem hún gaf.

46 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Þegar auglýst var eftir mesta jólabarni Grindavíkur á dögunum fengu hjónin Guðrún Bjarnadóttir og Pétur Gíslason nokkuð mörg atkvæði. Þess vegna var gráupplagt að kíkja í heimsókn til þeirra og þar er verkaskiptingin einföld, Gunna stýrir málum innan dyra og Pétur ræður ríkjum úti við. Gunna hefur alltaf verið mikið jólabarn, Pétur var það ekki en smitaðist af konu sinni en hvar byrjar jólagleði Gunnu: „Ég er úr Garðinum og Grindavík og man ekki öðruvísi eftir mér en á báðum stöðum því ég var öll sumur hjá ömmu og afa í Garði en hef annars frá unga aldri búið í Grindavík.

Ég var alltaf nokkuð mikið jólabarn þegar ég var yngri en ég er fædd á annan í jólum. Það jókst svo eftir að ég byrjaði að búa en þá þurfti ég oft að fara út til New York með elstu dóttur mína í læknismeðferð. Ameríkanarnir kunna sko að skreyta og ég kom alltaf klyfjuð af alls kyns jólaskrauti þegar ég kom heim, eitthvað sem sást ekki hér á landi og voru margir íbúar Grindavíkur sem gerðu sér ferð fram hjá húsinu okkar til að skoða dýrðina. Fyrstu jólaminningarnar sem barn, tengjast ferðum út í Garð en þar hittist fjölskyldan öll á jóladegi ef það var fært en amma var fædd á nýársdegi og sú hefð er ennþá við lýði að fjölskyldan hittist öll á nýársdegi í Garðinum, venjulega í íþróttahúsinu. Allir koma með veitingar og við eigum góða stund saman.“

Gunna ræður ríkjum innandyra en Pétur sem er frá Hellissandi, er mjög metnaðarfullur þegar kemur að skreytingum utanhúss en hann er með eftirlíkingu af æskustöðvunum og kirkjunni sem þar er, úti í garði: „Bærinn sem amma mín bjó á heitir Dvergasteinn en ég var mikið hjá

henni sem barn, hún var mjög trúuð og fullyrti að álfar byggju í Dvergasteini og sagðist hún oft hafa verið í hrókasamræðum við þá. Við bæinn er kirkjan Ingjaldshólskirkja og þar sem ég hef gaman af því að búa til og skapa og fæ að ráða ríkjum hér utanhúss, þá datt mér í hug að byggja eftirlíkingu af þessum æskuslóðum mínum. Ég hef mjög gaman af því að bæta jólaljósunum við en annars er alltaf lýsing á þessu og það er mjög algengt að fólk stoppi fyrir utan og taki myndir.“

Fjölskyldan tók upp flotta jólahefð fyrir nokkrum árum: „Í stað þess að við skiptumst á að vera hjá börnunum okkar á aðfangadegi þá borðum við öll saman hér hjá okkur og barnabörnin fá að opna jólapakkana frá okkur en svo halda allir til síns heima og klára að opna gjafirnar þar og fá sér eftirrétt. Við hittumst síðan öll á jóladegi hér hjá okkur og borðum jólahangikjötið en svo erum við öll saman hjá Sigurlaugu og fjölskyldu hennar á gamlárskvöldinu. Við hlökkum mikið til jólanna,“ sögðu hjónin að lokum.

jólaskrautið jók á jólagleðina Gunna skreytir inni, Pétur úti MUNUM EFTIR AÐ GLEÐJA OG NJÓTA UM HÁTÍÐARNAR Fríhöfnin óskar þér og þínum gleðilegrar hátíðar og endalausra ævintýra á nýju ári dutyfree.is VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 47
Ameríska

Meistarahjón og bestu vinir

Hjónin

og

hafa verið saman ... nánast alltaf. Þau kynntust sem börn á leikjanámskeiði, urðu bestu vinir, svo kærustupar og loks hjón. Það er ekki annað að sjá en að þau séu alltaf yfirmáta hamingjusöm og ánægð með tilveruna – og hvort annað. Bæði eru þau afreksfólk í íþróttum, Gummi markahrókur í fótboltanum og Anna Pála var hluti gullaldarliðs Keflavíkur í körfuboltanum.

Víkurfréttir hittu hjónin á fallegu heimili þeirra í Keflavík og við ræddum um lífið fyrir og eftir að íþróttaferlum þeirra lauk en bæði hafa þau náð afbragðsárangri, hvort í sinni íþróttagrein. Anna Pála lék körfubolta með Keflavík og varð Íslands- og bikarmeistari með liðin en Gummi lék fótbolta með Keflavík. Hann lék með liðinu þegar Keflavík lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu árið 2008 en þá varð hann marka-

hæstur í deildinni. Hann er jafnfram leikja- og markahæstur Keflvíkinga í efstu deild. Gummi hefur einnig náð ágætis árangri sem þjálfari en hann var lengi aðstoðarþjálfari hjá Ágústi Gylfasyni og Anna Pála var sjúkraþjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfunni. Nú eru þau hjónin komin á kaf í vinnu með körfuknattleiksdeild Keflavíkur en Gummi var ráðinn framkvæmdastjóri deildarinnar í ár.

REYKJANESBÆR ÓSKAR BÆJARBÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI
Guðmundur Steinarsson Anna Pála Magnúsdóttir
48 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Einhver fíkn

„Sko, ég er bara titlaður framkvæmdastjóri. Við erum fimm í aðalstjórn og níu í varastjórn – og það veitir ekkert af öllum þessum fjölda,“ segir Gummi. „Ég er meira svona verkefnastjóri, sé um að deila út verkefnunum.“

„Þetta er bara einhver fíkn. Þú verður að fá að skipta þér af,“ segir Anna Pála og bætir við að fólk hafi skoðanir og vilji fá að gera eitthvað. „Ég var búin að vera viðloðandi körfuna lengi; ég var búin að

vera í stjórn, búin að vera sjúkraþjálfari hjá kvennaliðinu, búin að vera í kvennaráði og framvegis. Svo hætti Gummi að þjálfa og allt í einu höfðum við allan tímann í heiminum fyrir okkur sjálf og sá tími fór fram í sófanum fyrir framan sjónvarpið –en við nenntum því ekki. Þá spurði Gummi hvað við ættum að gera, við nenntum ekki að fara að vinna í kringum fótboltann því það tekur frá manni sumrin. Okkur langaði að eiga frí á sumrin; við erum ekki lengur með ungabörn, vorum að byrja í golfi og okkur langar að ferðast.

Svo Gummi stingur upp á hvort við ættum að athuga með körfuna og upphaflega fórum við saman inn sem eitt stöðugildi. Við fórum oftar en ekki bæði á fundina en Gummi var oftar í kringum leikina. Ég vissi svo sem frá upphafi að hann myndi aldrei láta það duga að vera bara á hliðarlínunni, gleymdu því, hann þarf að fá að skipta sér aðeins meira af.“

„Það fer fækkandi því fólki sem er tilbúið að taka ákvarðanir – stundum óvinsælar og þú veist að þú átt eftir að fá gagnrýni fyrir,“ segir Gummi. „En það þarf að taka þessar ákvarðanir.

„Og Gummi er bara vanur því að vera óvinsæll inn á fótboltavellinum,“ skýtur Anna Pála inn í og þau hlægja bæði. „Ég meina, þú verður stundum að taka erfiðar ákvarðanir. Þá bara tekur maður það á kassann.“

„Pabbi þjálfaði mikið í yngri flokkunum og var meira viðloðandi starfið hjá yngri flokkunum en bæði mamma og pabbi voru á tímabili í stjórn í fótboltanum. Mamma var fyrsti kvenmaðurinn í stjórn knattspyrnunnar í Keflavík – brautryðjandi,“ segir Gummi. „Hún byrjaði í stjórninni seint á níunda áratugnum og var í þeirri stjórn sem tók þá drastísku ákvörðun að Keflavík hætti að spila í gulu. Þau ætluðu að fara í svart en í þá daga mátti það ekki þar sem dómarar voru svartklæddir. Það

var sennilega árið ‘90 að Keflavík fór í svarbláan búning, eins nálægt svörtum og hægt var.“

Eruð þið bæði héðan úr Keflavík? „Ég ólst ekki upp hérna í Keflavík fyrstu árin, ég bjó á Stöðvarfirði til tíu ára aldurs. Mamma, Helga Sveinsdóttir, er Keflvíkingur í húð

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Okkur langaði að eiga frí á sumrin; við erum ekki lengur með ungabörn, vorum að byrja í golfi og okkur langar að ferðast ...
Guðmundur Steinarsson varð bæði leikja- og markahæsti leikmaður meistaraflokks Keflavíkur í efstu deild í knattspyrnu eftir leik Keflvíkinga og Grindvíkinga í Pepsi-deild karla 2011. Guðmundur skoraði eina mark Keflvíkinga í leiknum sem tapaðist 1:2 og það var 74. mark hans í 215 leikjum í efstu deild. Faðir hans, Steinar Jóhannsson, átti gamla markametið en Sigurður Björgvinsson hafði leikið flesta leiki Keflvíkinga á undan Guðmundi.
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 49
Gummi og Anna Pála eru bestu vinir og þeim leiðist ekki að leika sér saman.

... og til að ég myndi kynnast einhverjum krökkum var ég send með Önnu Maríu frænku á leikjanámskeið. Svo kem ég á leikjanámskeið, tíu ára, og í fyrsta nestistímanum kemur sætasti strákurinn á námskeiðinu og segir: „Hæ, hvað heitir þú?

og hár og við fluttum hingað ‘89 ... og þá kynntumst við Gummi,“ segir Anna. „Ég var látinn kynnast henni,“ skýtur Gummi inn í og Anna segist ekki hafa vitað af því.

Var látinn kynnast henni

Gummi er uppalinn Keflvíkingur og hann segir að það hafi verið mikið sport á þessum tíma að vera vatnsberi hjá karlaliðinu í körfunni. „Það var hart barist um það að fá að vera vatnsberi hjá körfuboltaliðinu hérna í Keflavík, þ.e. karlaliðinu, en ég sjá mér leik á borði og gerðist vatnsberi hjá konunum. Þá voru þær að byrja að vinna.

Pabbi þekkti svo margar af þessum stelpur, bæði úr fótboltanum og svo hafði verið að kenna þeim líka, og hann hengdi mig svolítið á Önnu Maríu [Sveinsdóttur, móðursystur Önnu Pálu]. Þegar að Anna Pála flytur þá voru náttúrlega leikjanámskeið á sumrin og Anna María var leiðbeinandi þar ...“ „... og til að ég myndi kynnast einhverjum krökkum var ég send með Önnu Maríu frænku á leikjanámskeið. Svo kem ég á leikjanámskeið, tíu ára, og í fyrsta nestistímanum kemur sætasti strákurinn á námskeiðinu og segir: „Hæ, hvað heitir þú?,“ og við urðum bestu vinir upp frá þeim degi. Ég hélt alltaf að hann hefði fallið fyrir þessari sveitastelpu sem var nýkomin í bæinn – en svo frétti ég það upp við altarið árið 2008, þegar ég var að giftast honum, þegar Sigfús prestur segir: „... og það var Anna María, frænka Önnu Pálu, sem bað Gumma um að vera ...“ Ég var gapandi hissa og sagði bara: „Ha?“

Þá var hann vatnsberi hjá liðinu og Anna María frænka sagði við hann: „Ég er að koma með frænku mína, sem var að flytja í bæinn, á námskeiðið. Ertu til í að leika við hana og vera góður við hana?“ En hann er kannski búinn að vera aðeins of góður við mig.“

Anna Pála og Gummi hafa eiginlega verið saman síðan þá en þau urðu kærustupar fimmtán, að verða sextán, ára gömul – eða eins og Anna Pála orðar það: „Við erum búin að

Þegar

„Já, ég held að við séum það,“ segja þau bæði. „Okkur finnst líka ofsa gaman að vera saman.“

„Ég held að lykillinn að okkar sambandi sé að við erum bestu vinir,“ segir Anna Pála. „Og eigum sama vinahóp og svoleiðis,“ bætir Gummi við. „Við hittumst í haust, hópurinn sem varð bikarmeistari fyrir tuttugu og fimm árum, og ég held að ég hafi þurft að segja henni frá því svona fimm sinnum. Við erum svo óvön því að gera eitthvað í sitt hvoru lagi.“ Þau hlægja innilega og Gummi bætir við: „Hún spurði mig alla vega þrisvar hvort við ættum að hafa þetta í matinn á laugardaginn.“

Ítarlegra viðtal við Gumma og Önnu Pálu birtist á vef Víkurfrétta, vf.is, um hátíðirnar.

skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsóknarfrestur er til 23. desember næstkomandi. https://verneglobal.bamboohr.com/careers/27

vera bestu vinir í 33 ár, síðan við vorum tíu ára, og höfum verið kærustupar í næstum tuttugu ár.“ maður sér til ykkar þá virðist þið alltaf vera voðalega skotin hvort í öðru.
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Flugvallarbraut 752 262 Reykjanesbær Sími: 415-0235 Email: asbru@asbru.is Bókari Ready for your next job? Check us out at www.verneglobal.com Verne Global gagnaver sem staðsett er á Suðurnesjum leitar að bókara á fjármálasvið félagsins til að sinna almennum bókhaldsverkefnum.
leitum að jákvæðum
Við
og áhugasömum einstaklingi sem hefur reynslu af bókhaldsstörfum og/eða nám tengt bókhaldi. Starfið er laust nú þegar og er 100% staða. Með umsókn
og Anna Pála á leik með Njarðvík – þau gera
Gummi
allt saman.
Brúðkaupsdagurinn.
50 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Sjálfa í sólinni. Hjónin með syni sína tvo á sólarströnd.

50 þús. kr. app inneign í Nettó

1. ÚTDRÁTTUR

Steinþóra Eir Hjaltadóttir, Baldursgarði 12, Reykjanesbæ

Gisting og morgunverður fyrir tvo á Marriott í Reykjanesbæ Jóhanna María Gylfadóttir, Baugholti 17, Reykjanesbæ Lavor háþrýstidæla frá Múrbúðinni Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Bogabraut 961, Reykjanesbæ

20 þúsund kr. app inneign í Nettó Kristín G. Hammer, Miðhópi 8, Grindavík Ragnheiður Garðarsdóttir, Heiðarbóli 9, Reykjanesbæ Ingólfur Ari Þor. Faxabraut 10, Reykjanesbæ Jóhanna María Gylfadóttir, Baugholti 17, Reykjanesbæ Lilja Sigurdís Sigurðardóttir, Fagurhóll 24, Sandgerði Benedikta Bendiktsdóttir, Hafnargötu 23, Reykjanesbæ Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Bogabraut 961, Reykjanesbæ Ásdís Júlíusdóttir, Vatnsnesvegi 13, Reykjanesbæ App vinningshafar sendi upplýsingar á: app@samkaup.is

Ert þú meðal vinningshafa í Jólalukku Víkurfrétta? Þú færð Jólalukku VF í tuttugu verslunum. Þrír útdrættir í desember úr vinningslausum miðum sem skilað er í Nettó verslanir. Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum 25 5 2 Nóa & Síríus konfektkassar Nettó inneignir í appi 3 stk. 50.000 kr. 2 stk. 100.000 kr. LG 65” UHD Smart TV Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember, 9., 16. og 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa, Iðavöllum eða Grindavík. Sjáið þessa útdráttarvinninga! 20 15.000 kr. inneignir í Nettó appi Gisting á Dimond Suites og 3 rétta kvöldverður fyrir tvo Gisting á Courtyard by Marriott í Reykjanesbæ og morgunverður fyrir tvo. Samtals að verðmæti 2 milljónir króna. 2 1 Lavor háþrýstidæla Hér
nöfn heppinna úr fyrsta
Jólalukku
koma
útdrætti í
Víkurfrétta 2022:

Pólarhraðlestin í Andrews

Jólastemmning á aðventustund í Innri Njarðvíkurkirkju

Jólaandinn sveif yfir vötnum á öðrum sunnudegi í aðventu á aðventustund í Innri-Njarðvíkurkirkju. Sr.
Þorsteinsdóttir, prestur, stýrði stundinni sem var hin hátíðlegasta. Tónlistarfólk úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flutti nokkur jólalög og kirkjugestir
kirkjunnar. Hluti kórsins, Vox Felix, söng einnig nokkur lög. Þá
Brynja
sungu jólasálma með kór
flutti Jenný Þórkatla Magnúsdóttir jólahugvekju.
52 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Hátíðarsýning DansKompaní var sett upp í Andrews Theatre laugardaginn 3. desember. Sýningin í ár var byggð á jólaævintýrinu um Pólarhraðlestina og voru dansarar frá fjögurra ára og upp úr sem tóku þátt í sýningunni. „Mikil tilhlökkun hefur verið meðal nemenda og kennara skólans fyrir sýningunni en þetta er í fyrsta skipti sem skólinn heldur hátíðarsýningu á þessari stærðargráðu í desember. Á sýningunni mátti sjá hina ýmsu dansstíla sem kenndir eru við skólann eins og t.d. djassballett, klassískan ballett, street dance, commercial, nútímadans, söngleikjadans ásamt leiklist,“ sagði Helga Á. Ólafsdóttir, skólastjóri DansKompanís.

Ertu með ástríðu fyrir gleraugum?

Við erum spennt fyrir opnun á nýrri gleraugnaverslun á Keflavíkurflugvelli og erum því að leita eftir metnaðarfullum og jákvæðum liðsmönnum í þjónustuteymi Eyesland gleraugnaverslun. Um er að ræða vaktavinnu.

Sölufulltrúi

Starfið felst í almennri afgreiðslu og söluráðgjöf til viðskiptavina um kaup á gleraugum og öðrum vörum verslunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf á spennandi vinnustað.

Starfssvið og hæfniskröfur:

Afgreiðsla í verslun og þjónusta við viðskiptavini

Rík þjónustulund

Jákvæðni og gott viðmót

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Hafa áhuga á gleraugum og augnheilbrigði Íslensku og enskukunnátta er skilyrði Reynsla af verslunarstörfum

Allar nánari upplýsingar veitir Tinna Björt Guðjónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, tinna@provision.is

Verslunarstjóri

Verslunarstjóri ber ábyrgð á rekstri verslunar og hefur umsjón með almennri starfsmannastjórnun. Um er að ræða fjölbeytt, krefjandi og skemmtilegt starf á spennandi vinnustað.

Starfssvið: Hæfniskröfur:

Ábyrgð á daglegum rekstri verslunar Þjónusta við viðskiptavini Samskipti við birgja Aðstoð við innkaup Ábyrgð á vöruframsetningu og áfyllingum Ábyrgð á birgðahaldi í verslun Önnur tilfallandi verkefni

Menntun í viðskipta- eða verslunarfræðum mikill kostur Marktæk reynsla af stjórnun hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtæki Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og reglusemi

Umsóknarfrestir er til og með 31.desember. Umsókn og kynningarbréf sendist á tinna@provision.is

Hjá Eyesland er lögð rík áhersla á lifandi og gott vinnuumhverfi og jafnrétti.

VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 53

Jólabrunch hjá mömmu og pabba er ómissandi

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2022 var bara mjög gott, áttum margar góðar stundir saman á árinu en það sem stendur upp úr eru ferðalög um landið og utanlandsferð til Krítar í september.

Ert þú mikið jólabarn? Já, ég myndi segja það.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Það var alltaf sett upp á Þorláksmessu þegar ég var yngri en það hefur farið upp nokkrum dögum fyrr eftir að ég fór að búa sjálf – en mér finnst alltaf eitthvað svo huggulegt að setja það upp á Þorláksmessu þannig, hver veit? Kannski fer það upp þá í ár.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Skemmtileg jólaminning þegar ég og systir mín sátum fyrir framan jólatréð og sungum jólalög á meðan við biðum eftir að mamma og pabbi voru búin að ganga frá í eldhúsinu og við gætum opnað pakkana.

En skemmtilegar jólahefðir?

Fjölskyldan mín og vinafólk okkar hittist alltaf á Þorláksmessu, við borðum saman kvöldmat niður í miðbæ og löbbum Laugaveginn. Stoppum alltaf við jólatréð á Austurvelli, dönsum kringum tréð og syngjum lagið Göngum við í kringum. Erum alltaf um tuttugu saman og náum við því allan hringinn í kringum tréð. Fullt af fólki stoppar oft og fylgist með og stundum taka aðrir þátt en við tökum alltaf bara þetta eina lag og höfum gert í tuttugu og eitthvað ár.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Það er mjög misjafnt. Reyni að vera snemma í þessu eða að minnsta kosti vera búin að ákveða hvað ég ætla gefa öllum. Er kannski að kaupa seinustu gjafirnar í kringum 15. desember í seinasta lagi.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Jólabrunch hjá mömmu og pabba á jóladag.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? Hmm, hef alltaf fengið mjög fallegar og góðar gjafir en ætli það sé ekki þegar ég fékk fyrsta símann minn.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Svolítið síðan snjallúrið mitt dó og mig hefur langað í nýtt í síðan en ekki látið verða að því að kaupa mér þannig. Ég er búin að óska eftir nýju úri.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Við verðum hjá tengdaforeldrum mínum þessi jól en ég er ekki viss hvað þau ætla hafa. Hefðin sem ég er alin upp við er hamborgarhryggur í aðalrétt með ýmsu góðu meðlæti og rósakálssúpa í forrétt en þessi súpa var alltaf hjá langömmu og hefur haldist þannig síðan.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla reyna slaka á og njóta með fjölskyldunni minni. Búið að vera mikið álag seinustu mánuði og það verður gott að komast í smá frí – komast í gönguferðir og lesa kannski skemmtilega bók.

Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar í Vogum, hefur þann skemmtilega jólasið að ganga með fjölskyldu sinni og vinum niður Laugaveg á Þorláksmessu og dansa í kringum jólatréð á Austurvelli. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Gleðileg jól og farsælt komandi ár www.southair.is 54 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Petra Ruth (l.t.h.) með systkinum sínum.

Hjörvar Hugi Hannesson

Sælla er að gefa en þiggja

Eftirminnilegasta jólagjöf sem Hjörvar hefur fengið var flugmiði til London til að fara á tónleika með uppáhaldsrapparanum sínum. Hann segist vera algjört jólabarn og þykir það skemmtilegasta við jólin vera að verja tíma með fjölskyldunni og að gefa gjafir.

Hvað stendur upp úr hjá þér árið 2022? Það sem stendur upp úr hjá mér er þegar við strákarnir fórum á Gothia Cup í Svíþjóð það var geggjað, ógeðslega heitt en geggjað fótboltaveður. Við fórum að versla og alltaf jafn gaman uppi á hóteli þar sem ég var með Danna og Hirti í herbergi og þeir eru algjörir sprellarar.

Ert þú mikið jólabarn? Ég er algjört jólabarn, ég elska jólin og það er svo gaman að gefa gjafir, opna gjafir og borða geggjaðan mat. Svo auðvitað jólatónlistin og besta er að fá að vera með fjölskyldunni.

Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati?

Það skemmtilegasta er að vera með fjölskyldunni og þegar maður gefur pakka og viðkomandi verður ánægður með hann.

Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Þegar Jenný systir mín gaf mér ferð til London á tónleika hjá uppáhaldsrapparanum mínum þá sem var Lil Mosey.

En skemmtilegar jólahefðir?

Ég held það sé bara möndlugrauturinn, hann klikkar ekki. Mamma gerir besta mjólkurgrautinn.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Ferðin frá systur minni til London, hún var geggjuð -tónleikar, McDonalds, versla og allur pakkinn.

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár? Rakspíri, föt, nýir skór, eyrnalokkar, hátalari til þess að fara með í keppnisferðir og tennis bracelet.

Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag? Hamborgarhryggur og hnetusteik með allskonar meðlæti.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Ég ætla fyrst og fremst að hafa gaman, hitta vini og fjölskyldu, spila með fjöllunni og taka auka æfingar í fótboltanum auðvitað.

Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 55

Syngja óviðeigandiskemmtilega jólalög

Mikið er um að vera hjá dónalega sönghópnum Jólabjöllurnar þessa dagana. Sönghópurinn samanstendur af sjö hressum konum sem koma fram og syngja jólalög á hinum ýmsu viðburðum. Hópurinn hefur ákveðna sérstöðu þar sem lög á borð við Hátíðarsköp, Þvagleki um jólin og Jólaswingið eru iðulega sungin af hópnum.

„Þetta allt byrjaði þannig að hópurinn söng bara þessi hefðbundnu, klassísku jólalög sem við þekkjum öll og svo fór hópurinn að gera eitt og eitt lítið grín hér og þar í lögunum og núna erum við komnar með þetta á eitthvað allt annað „level“. Í dag er vinsælast að fá okkur í svona „dónaprógram“, við erum aðallega í því en tökum hitt að sjálfsögðu líka að okkur með glöðu geði,“ segir Jóhanna María Kristinsdóttir, ein af Jólabjöllunum.

Jóhanna er með Bachelor-gráðu í tónlist frá Listaháskóla Íslands og kennir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Jóhanna er eini meðlimur sönghópsins sem kemur frá Reykjanesbæ, aðspurð hvernig hópurinn varð til segir hún: „Þær voru búnar að vera starfandi í sex ár áður en ég kom inn í hópinn. Þær voru saman í kór og þeim fannst ekki vera nógu mikið sungið af jólalögum, þær ákváðu því að stofna „hliðarkór“ eða litla söngsveit til að syngja fleiri jólalög saman. Árið 2019 fór ég á námskeið hjá Improv Ísland og kynntist Jónu, einni af stofnendum

hópsins, þar berst til tals að ég sé söngkona. Einhverjum mánuðum eftir að námskeiðinu lauk hefur hún samband við mig og biður mig um að syngja með þeim. Ég var til í það, mætti heim til hennar í smá brunch með hópnum og við sungum saman. Ég hef ekki losnað við þær og þær ekki við mig síðan.“

Hvaðan kemur nafnið Jólabjöllurnar?

„Góð spurning, ég þekki það ekki almennilega en við grínumst reglulega með að okkur finnist þetta hræðilegt nafn. Á sama tíma og við gerum mikið grín af því, þykir okkur mjög vænt um það en svo eigum við gælunafn eða hálfgert „alter ego“ sem heitir ekki Jólabjöllurnar heldur „Drjólapjöllurnar“ sem við notum þegar við erum með grínprógramið okkar,“ segir Jóhanna og hlær.

Hvað eruð þið sem hópur að gera þessa dagana?

„Við byrjum að undirbúa okkur fyrir jólatíðina í ágúst, svo við erum búnar að vera í stífum æfingum síðustu

mánuði. Við vorum með tónleika 1. desember á Gauknum, þar tókum við bara dónalög og fullt af nýjum lögum, við vorum líka í Aðventugarðinum í Reykjanesbæ annan í aðventu. Það sem við erum aðallega að gera þessa dagana er að syngja á jólahlaðborðum og litlum samkomum á vinnustöðum. Við höfum samt fengið alls konar verkefni, við höfum mörgum sinnum sungið í miðbæ Reykjavíkur í kringum jólin. Þá erum við að rölta um miðbæinn og koma við hér og þar og tökum nokkur lög.“

Hvernig grín gerið þið í lögunum? „Við tölum oft um að við séum að sérhæfa okkur í því að taka öll fallegu og hugljúfu jólalögin sem Íslendingar elska og eyðileggja þau. Undirstaðan er sú að okkur finnst rosalega gaman að gera grín og dansa svolítið á línunni og vera tvíræðar í því sem við erum að syngja. Þó svo að umfjöllunarefnið sé klúrt, segjum við upp til hópa ekki mikið af einhverjum dónalegum orðum eða

Gleðilega hátíð og verðum í stuði á nýju

ári

DÓNA LEGI
JÓLA BJÖLLURNAR 56 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
SÖNGHÓPURINN

grófu gríni. Okkur finnst gaman að vera með létt grín og vera skemmtilega óviðeigandi. Það er kannski rétt að taka það fram að við erum að taka fullt af lögum þar sem grínið er ekki klúrt á nokkurn hátt.“

Hópurinn syngur þó ekki aðeins jólalög í dónalegum búningi heldur líka þessi hefðbundnu sem við könnumst flest við. En eiga þær það aldrei til að syngja gríntextana þegar þær koma fram sem Jólabjöllurnar en ekki Drjólapjöllurnar?

„Mörg af lögunum sem eru með dónatexta eru upprunalega einhver lög sem við syngjum líka. Við eigum þá alveg ótrúlega erfitt með að ruglast ekki, sérstaklega í lagi sem

heitir Hátíðarsköp, sem er í raun lagið Hátíðarskap í nýjum búningi. „Ég kemst í hátíðarskap“ verður þá að „ég er með hátíðarsköp“. Við eigum alveg á hættunni að ruglast og það hefur alveg gerst en það er þá yfirleitt bara ein okkar sem ruglast en það heyrist oftast ekki þar sem hinar syngja réttan texta.“

Hvert er uppáhaldsjólalagið þitt og hvert er uppáhaldsgrínlagið þitt af þeim sem þið syngið?

„Uppáhalds fallega jólalagið sem við syngjum er I’ll be home for Christmas, það er mjög erfitt að velja uppáhaldsdónalagið því það eru svo mikið af nýjum lögum sem við erum að taka í ár og þau eru

svo ótrúlega skemmtileg. Ég hugsa að það sé lag sem við erum ósammála um hvað heitir en við köllum það yfirleitt Guttorm. Mér finnst það mjög skemmtilegt lag en það fjallar um að árið 2013 var umfjöllun í fjölmiðlum um að starfsfólkið í Húsdýragarðinum borðaði dýrin sem var slátrað á jólahlaðborði eða eitthvað svoleiðis og það er í raun megin inntakið í þessu lagi. Ég held að það lag sé í uppáhaldi eins og er, en það er fljótt að breytast.“

Hvernig verða jólin í ár hjá þér persónulega?

Ég er rosalega mikið fyrir hefðir svona í kringum hátíðir, þá sérstaklega jólahefðir. Ég vil bara hafa

hlutina eins og þeir eru og hafa alltaf verið. Jólin fyrir mér snúast fyrst og fremst um að vera með fjölskyldunni minni. Á Aðfangadag er alltaf möndlugrautur í hádeginu og svo förum við í messu klukkan sex og komum svo heim, pabbi sér yfirleitt um matinn þar sem hann er lærður kokkur - sem er algjör lúxus. Það er aldrei neitt sparað í þessa máltíð en undanfarin ár hefur alltaf verið humar í forrétt, andabringur í aðalrétt og Toblerone ís í eftirrétt. Mamma og pabbi eru búin að vera að berjast núna í þónokkur ár að breyta því en okkur, mér og litlu frænku minni, þykir það mjög erfitt. Við erum svolítið vanafastar og viljum hafa hlutina eins og þeir

hafa alltaf verið. Í ár fengu þau leyfi til að breyta þessu en við þurftum að funda um þetta og það var samþykkt að aðalrétturinn yrði lambahryggur, gegn því að við myndum fá andabringur við eitthvað annað tilefni. Við þurfum ennþá að fá andabringurnar okkar en þær þurfa ekki að vera þarna akkúrat á aðfangadag, það var niðurstaðan eftir stífar samningaviðræður. Annars ætla ég að syngja með Jólabjöllunum og reyna að vera sem mest með fjölskyldunni og hafa það kósý.“

GLEÐILEGA HÁTIÐ og farsælt komandi ár Fyrsta áfanga Hlíðahverfis í Reykjanesbæ lýkur í júlí 2020 ÍBÚÐIR Á SÖLU HJÁ FASTEIGNASÖLUM
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 57
„Í dag er vinsælast að fá okkur í svona „dónaprógram“, við erum aðallega í því en tökum hitt að sjálfsögðu líka að okkur með glöðu geði“

58 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Jólauppskriftir Gígju:

Laxasnittur

Æðislega góðar laxasnittur sem er fljótlegt að útbúa og tilvalið að bjóða fram í jólaboði eða sem forrétt

Innihald: Pönnukökur Graflaxsósa Graflax Rjómaostur Dill

Pavlova með karamellukurli, toblerone og berjum

Innihald: Uppskrift gerir 10 litlar pavlovur

Botnar: 6 eggjahvítur 300 gr sykur salt á hnífsoddi 1 tsk vanilludropar 1 tsk mataredik

Fylling: 500 ml rjómi 1 poki karamellukurl 200 gr Toblerone eða annað súkkulaði 200 gr KEA vanilluskyr

Toppur: Þau ber sem ykkur finnst góð, fallegt að skreyta með súkkulaðispæni, flórsykri og myntu.

Aðferð botnar: Hitið ofninn í 100°C

Eggjahvíturnar eru þeyttar með salti og sykrinum er bætt við rólega á meðan þeytt er.

Þegar eggjahvíturnar eru orðnar alveg stífar er ediki og vanilludropum bætt út í og hrært rólega 3. Á bökunarpappír eru litlar kúlur myndaðar og hola mynduð með skeið í miðjunni 4. Sett í ofninn í eina og hálfa klst. Best er að slökkva síðan á ofninum og leyfa pavlovunni að geymast yfir nóttu inni í ofni.

Aðferð: Ég notaði tilbúið pönnukökuduft, auðvitað hægt að gera pönnukökur eftir amerískri pönnuköku uppskrift líka litlar pönnukökur eru steiktar á pönnu, eins og ein matskeið af deigi. Hægt er að spara sér tíma með því að gera pönnukökurnar kvöldinu áður. Pönnukökurnar eru smurðar með graflaxasósunni og graflax, rjómaostur og dill sett ofan á.

Baileys jólaís með Toblerone og piparkökum

Innihald:

rjómi

1.

2.

3.

4.

Blandan

sett í form og inn í frysti, best er að útbúa ísinn kvöldið áður. Ég hef einnig gert ísinn nokkrum sinnum

Kökuna skreytti ég með jarðaberjum, Toblerone og Mars-íssósu sem er æðisleg með ísnum.

Mars íssósa: 4 Mars-súkkulaðistykki 50 gr rjómasúkkulaði 200 ml rjómi

Allt sett í pott og brætt saman við vægan hita án þess að sjóða.

„Ég held ég sé nokkuð mikið jólabarn, ég elska allt sem tengist jólunum. Það er eitthvað svo mikill sjarmi yfir öllu í desember og ég upplifi ekki neitt jólastress eins og margir,“ segir Gígja Sigríður Guðjónsdóttir, flugfreyja, varabæjarfulltrúi og matarbloggari. Hún hefur í desember deild uppskriftum með lesendum Víkurfrétta. Hér eru þrjár góðar frá henni.

1.
2.
500 ml.
4 egg 1 msk
8 msk
150 gr
100
Aðferð fylling: 1. Rjóminn er þeyttur og restinni er blandað varlega saman við. 2. Rjóminn fer ofan á pavlovuna og þær skreyttar með berjum og því sem ykkur finnst gott. 3
vanilludropar hnífsoddur salt
flórsykur
Toblerone
gr piparkökur
msk Baileys
Aðferð:
Eggin og flórsykurinn er þeytt saman þar til blandan verður létt og ljós.
Saltinu, vanilludropum og Baileys bætt við og hrært.
Tobleroneið og piparkökurnar saxað í litla bita.
Rjóminn er þeyttur sér og svo er öllu blandað saman varlega með sleif.
og slept baileysinu, hann er mjög góður þannig líka.
Gleðilega hátíð!

Lyktin af eplum er besta jólaminningin

Það er ekki nema rúm öld síðan við Íslendingar bjuggum í torfkofum og eðlilega voru jólin haldin öðruvísi á þeim tíma en í hverju liggur mesti munurinn? Heiðurshjónin Willard Fiske Ólason og Valgerður Gísladóttur í Grindavík eru 86 og 85 ára gömul og muna tímana tvenna. Þau hafa alla sína tíð búið í Grindavík þaðan sem Valgerður er en Willard er fæddur og uppalinn í Grímsey og fæddist meira að segja í torfbæ! Hans fyrstu minningar frá jólum eru í kringum sjö ára aldurinn.

GRINDAVÍK

„Þegar ég var ungur bjuggu um 130 manns í Grímsey en á þessum tíma snerist lífið nánast eingöngu um að hafa ofan í sig og á. Grímsey var nokkurs konar matarkista og þar var gott að búa. Eðlilega er ekki hægt að líkja jólunum þá við jólahátíðina í dag, mínar fyrstu minningar eru um sjö ára aldurinn en þá voru engar gjafir enda ekki auðvelt að komast í búð til að kaupa þær. Grímsey var mjög einangruð og það voru ekki ferðir upp á land nema á þriggja vikna fresti. Þegar ég fæddist var engin verslun en svo kom kaupfélag en þá lögðu eyjaskeggjar fiskinn þar inn og gátu fengið vörur á móti. Svo fyrstu jólin mín er ekki mikið um glysgjarnar jólagjafir. Jólatréð var búið til úr timbri og eðlilega var ekki mikið um skraut.“

Fyrsta jólagjöfin sem Willard man eftir var ekki til hans: „Systir mömmu sendi okkur kertastjaka og með fylgdu tvö kerti, annað rautt og hitt blátt. Hún samdi ljóð á sama tíma og það fylgdi með en hún var mikil brandarakerling:“

Þegar rauða kertið út er brunnið, þá seturðu bara bláa kertið í.

Og ef ykkur vantar ennþá meiri kerti, þá verðið þið sjálf að sjá ykkur fyrir því.

„Ég minnist ekki jólagjafa fyrstu æviárin en um tíu ára aldurinn frétti ég af jólagjöfum og ákvað að gefa systkinum mínum og foreldrum eitthvað, átti smá pening en ekki var nú úrvalið í kaupfélaginu upp á marga fiska. Enginn var jólapappírinn til svo ég pakkaði gjöfunum inn í dagblöð og batt fyrir með lopa frá mömmu því ekkert var límbandið heldur til. Svona var þetta frumstætt í byrjun og jólahefðirnar snerust að mestu um að gera betur við sig í mat en eitt lamb fékk alltaf að lifa aðeins lengur en var slátrað fyrir jólin. Ef að það var prestur í eyjunni þá var messað en oftast kom hann milli jóla og nýárs og þá var jólamessa. Ég man líka eftir fjölskylduboðum en systkini foreldra minna bjuggu mörg hver í Grímsey og við hittumst mikið milli jóla og nýárs“

þegar kamarinn færðist inn í hús

Valgerður er fædd og uppalin í Grindavík og ólst upp í Ásgarði og

hennar besta æskuminning var þegar kamarinn færðist í kjallarann í húsinu en fram að því hafði hún þurft að fara myrkfælin út til að gera þarfir sínar við fjósið þar sem kamarinn var. Þröngt máttu sáttir sitja á þessum tíma en foreldrar Valgerðar bjuggu þar ásamt systkinum sínum og mökum þeirra og börnum. Fyrsta jólaminningin er matarkyns: „Mín fyrsta jólaminning er þegar eplin komu í hús en þau þekktust ekki nema á jólunum. Þau voru

eplunum, ég fann ekki lyktina heldur heyrði hana! Þegar ég hugsa til baka þá man ég ennþá þessa lykt, hún var dásamleg en þessa lykt finnur maður ekki lengur neitt sérstaklega enda alltaf hægt að kaupa epli úti í búð. Eins og og hjá Willa þá snerust jólin á þessum tíma um að gera betur við sig í mat. Ég man ekki beint eftir miklu jólaskrauti en við í Grindavík vorum nú væntanlega eitthvað á undan Grímseyingunum að byrja á því.“

Hjónin hófu búskap 1959 og þá var strax orðinn mikill munur á íburði: „Húsin voru orðin betri og stærri en þau voru þegar við ólumst upp og

úrval af jólaskrauti var orðið miklu meira. Í minningunni voru jólin meiri viðburður hér áður fyrr, börnin glöddust meira yfir gjöfunum þá en í dag eiga allir allt. Þjóðfélagið hefur auðvitað breyst og tíðarandinn, svona er þetta bara. Okkar jólahefðir í dag eru þannig að við erum alltaf á aðfangadegi hjá Guðrúnu dóttur okkar og fjölskyldu hennar og þar til í fyrra, héldum við alltaf jólaboð fyrir alla fjölskylduna á jóladegi. Við erum orðin gömul og förum í staðinn í heimsókn til þeirra og njótum jóladagsins hjá þeim,“ sögðu hjónin að lokum.

Mikil þægindi
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 59

Það er ekkert elsku mamma Það er ekkert elsku mamma Ævintýraleg ferð um Asíu

Þær

héldu í Asíureisu í júní en ferðalagið var um það bil tíu vikur. Alls komu þær við í sex löndum, Danmörku, Maldíveyjum, Singapore, Indonesíu, Taílandi

Þær segja ferðina hafa verið algjört ævintýri en þær fóru meðal annars í teygjustökk, syntu með hákörlum, eyddu degi með fílum og lentu í háskalegum aðstæðum úti á sjó.

Hvað varð til þess að þið ákváðuð að fara í Asíureisu? „Ég og Jenný vorum ákveðnar í að fara en vorum ekkert búnar að plana sérstaklega með hverjum. Stelpunum úr vinkonuhópnum langaði mjög mikið með okkur en það var engin einhvern veginn til í að stökkva á það,“ segir Ingibjörg og Jenný tekur undir með henni: „Við tvær vorum staðráðnar í því að fara, við vorum komnar með „docs“-skjal árið 2020 til að plana ferðina.“

Þær Ingibjörg og Jenný spurðu vinkonur sínar hvort þær vildu koma með þeim í reisuna og upphaflega ætlaði Salvör ekki með. „Ég var á Reykjanesbrautinni á leiðinni í skólann og var að hugsa um þetta allt og ákvað að hringja í mömmu. Ég sagði henni frá þessari reisu hjá stelpunum og það fyrsta sem hún sagði var: „Af hverju ferðu ekki með?“ Þegar maður heyrir mömmu

sína hvetja sig í svona í stað þess að kaupa íbúð eða eitthvað þá getur maður ekki annað en látið vaða.

Þar með var það ákveðið, ég sendi á stelpurnar á meðan ég var að tala við mömmu í símann,“ segir Salvör og hlær. „Hugarfarið okkar var svolítið: „Ef ekki núna, hvenær þá?“ Við hefðum séð eftir því hefðum við ekki farið,“ segir Ingibjörg.

Hvað stóð upp úr í ferðinni?

„Við myndum allar segja Balí. Það var svo ótrúlega mikið að gera og skoða þar og mismunandi menning eftir stöðum, þó þetta sé lítil eyja,“ segir Jenný og stelpurnar taka undir með henni. „Við fórum á köfunarnámskeið á Balí, það stóð upp úr. Það var vikunámskeið á lítilli eyju sem var örugglega á stærð við Hrísey. Það var bara ein gata með kaffihúsi, veitingastöðum og endalaust af svona köfunarmiðstöðvum.

Svo fórum við í teygjustökk í Singapore, það var eiginlega skyndiákvörðun og var með því klikkaðasta sem við gerðum, við vorum nýbúnar í skoðunarferð og Jenný fór að skoða teygjustökk og sá að það væri laust eftir tvo tíma og Salvör var ekki til því hún sagði að það eina sem mamma hennar bað hana ekki um að gera væri að fara í eitthvað svona,“ segir Ingibjörg hlæjandi. „Það var líka ákveðin upplifun að fara í „Full Moon Party“ í Taílandi en einu sinni í mánuði, þegar það er fullt tungl, er haldið svona partý á þessari eyju þar sem allir koma saman á strandlengjunni og eru með neonmálningu á sér. Það var magnað að sjá þegar leið á kvöldið að fólk var að sofa á ströndinni,“ segir Jenný.

Stelpurnar segja margt hafa komið á óvart í ferðinni og þær hafi fengið menningarsjokk nokkrum

sinnum. „Það kom okkur á óvart hvernig Maldíveyjar voru, þegar maður hugsar um Maldíveyjar þá hugsar maður yfirleitt um tært vatn, „Bungaloos“ og eitthvað slíkt. Við byrjuðum dvölina okkar þar í svaka lúxus á eyju en fórum svo í eyjahopp þar sem við fórum að skoða „local“ eyjur á Maldíveyjum og það var allt öðruvísi stemmning heldur en maður ímyndar sér þegar maður hugsar um þennan stað. Það þurfti að hylja líkamann rosalega mikið, ekkert áfengi selt þar og mjög mikil fátækt,“ segir Ingibjörg. „Annað sjokkið sem við fengum var í Taílandi þegar við sáum hús, ef svo má kalla, við hótelið okkar sem var ekki með veggjum og gólfið var sandur. Þar sat fjölskylda að horfa á sjónvarpið og lifa sínu lífi. Þetta var rosalega skrítið því við vorum á þvílíkt flottu „resorti“ og svo var fólk að lifa svona nokkrum metrum frá,“ segir Jenný.

Lentuð þið í einhverju eftirminnilegu, einhverju háskalegu kannski? „Einn daginn fórum við á bát til að skoða höfrunga. Þeir eru svo fyndnir þarna úti, við spurðumst fyrir á hótelinu hvort það væri einhver með ferðir til að sjá höfrunga og starfsmennirnir svöruðu, án

þess að hika: „Já, við gerum það.“ Þeir voru samt ekkert að bjóða upp á þannig ferðir en þeir vissu hvar höfrungarnir væru og voru með bát svo við fórum með þeim. Það er kannski rétt að taka fram að við vorum eiginlega einar á hótelinu svo við vorum orðnar mjög góðar vinkonur þeirra sem voru að vinna þar. Við fórum með þeim í bátsferð, einn var með hátalara og við settum á íslenska tónlist og það var mjög skemmtilegt á leiðinni að sjá höfrungana. Svo allt í einu sáum við dökkt ský í fjarska sem var að nálgast okkur, það var einhver stormur í vændum,“ segir Salvör og Ingibjörg bætir við: „Sá sem var að stýra bátnum spurði okkur hvort við vildum hætta að skoða höfrungana og fara aftur í land eða halda áfram. Við héldum að þetta væri ekkert mikið meira en bara smá rigning, svo var þetta ein mesta rigning sem við höfum á ævi okkar séð, það var eins og hellt væri úr fötu. Við vorum þarna úti á þessum litla bát og það sást ekkert í kring, þannig það þurfti að stöðva bátinn. Við vorum búnar að vera þarna í smá tíma úti á sjónum í þessari rigningu og miklu roki. Ég held ég hafi sjaldan verið jafn hrædd. Við sátum öll á gólfinu nema sá sem var

Salvör Björk Pétursdóttir, Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir og Jenný Elísabet Ingvarsdóttir og Malasíu.
60 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

að stýra bátnum. Ef við hefðum staðið þá hefðum við bara dottið útbyrðis því báturinn vaggaði svo mikið. Tengdamamma mín nefndi við mig áður en við fórum út að ef ég yrði einhvern tíman hrædd ætti ég að segja: „Ég ákalla þig, verndarengillinn minn.“ Svo það var það sem ég gerði, ég var þarna allan tímann í bátnum að segja: „Ég ákalla þig, verndarengillinn minn,“ á fullu,“ segir Ingibjörg og gerir hálfpartinn grín af því. „Við komumst svo „heim“ þegar fór að birta til. Þegar við komum í land settum við myndband af þessu á Instagram og við í raun áttuðum okkur ekki á því hversu slæmar aðstæðurnar voru fyrr en við fengum skilaboð frá okkar nánustu,“ segir Jenný.

Var erfitt að vera svona mikið saman í allan þennan tíma?

„Það voru allir búnir að segja við okkur að við myndum fá ógeð af hverri annarri, að við myndum rífast og það yrði alltaf eitthvað vesen. Við vorum búnar að undirbúa okkur undir það en ég held við höfum lært hversu mikilvæg samskipti eru í svona ferðum. Við þurftum að ræða hlutina ef það kom eitthvað upp og leystum þá um leið. Það var svo gaman að sjá hvað það gekk vel hjá

okkur að ræða málin og ef eitthvað er þá styrkti þessi ferð vinasambandið okkar. Maður þarf að velja vel þegar maður fer í svona reisu, maður væri til í að fara með öllum vinkonum sínum en það er margt sem þarf að huga að því ágreiningur eða ósætti myndast svo auðveldlega,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Ferðin ýtti einnig undir ákveðið sjálfstæði hjá okkur, við vorum þarna einar á báti og þurftum að finna út úr hlutunum sjálfar. Það er ekkert elsku mamma í svona aðstæðum. Það var mjög þroskandi.“

Hvað takið þið frá þessu ferðalagi? „Það er það sem er ótrúlega dýrmætt við þessa ferð okkar, við kynntumst mörgu fólki sem við erum búnar að vera í sambandi við. Það var bæði það dýrmætasta við ferðina og líka það erfiðasta því það var erfitt að kveðja alla sem við kynntumst,“ segir Ingibjörg. „Við kynntumst einum strák, Felix, hann er frá Nýja-Sjálandi og á kærustu í Taílandi. Hann er góður vinur okkar og við værum til í að hitta hann einhvern tíman í Taílandi. Hann var á ferðalagi um Evrópu og Ingi-

björg sá að hann væri í Bretlandi og nefndi við hann að hún ætti afmæli í ágúst,“ segir Salvör og bætir við: „Hann kom til Íslands, gisti hjá mér og var með okkur í afmælinu. Hann ætlaði að fara heim miðvikudaginn fyrir Ljósanótt en ákvað að framlengja til að vera yfir hátíðina. Hann fór á Ljósanæturballið, labbaði Þorbjörn, fór í Bláa lónið og Sky Lagoon, smakkaði pylsu, ferðaðist um allt á Camper, sá norðurljósadýrðina sem var þarna á föstudeginum á Ljósanótt og var svo þakklátur fyrir allt. Hann fór alla morgna í bakaríið fyrir mig og mömmu og fór í Nettó til að kaupa gjöf fyrir mömmu til að þakka fyrir gistinguna. Hann vissi ekki að það væri ekki hægt að kaupa áfengi í búðinni svo hann keypti 0% gin handa henni – en það er hugsunin á bak við það sem gildir.“

„Annars var fullt af hlutum sem maður áttaði sig á, eitt sem ég tók eftir var að fólkið þarna úti er svo hamingjusamt, nægjusamt og þakklátt fyrir allt. Einn leigubílstjórinn trúði því varla að ég ætti bíl, hann átti sjálfur ekki fyrir því að endurnýja ökuskírteinið sitt en samt sem áður var hann svo þakklátur og ánægður,“ segir Jenný og Ingibjörg bætir við: „Það opnar svo mikið

augu manns fyrir því hvað við á Íslandi erum í raun heppin.“

Hvað mynduð þið segja við þau sem eru að huga að því að fara í reisu?

„Ég myndi mæla með að vera eins mikið á gistiheimilum og hægt er, þá kynnist maður miklu meira af fólki og það er ódýrara en þau geta samt sem áður verið mjög flott,“ segir Salvör og stelpurnar taka undir með henni. „Við sáum líka smá eftir því að vera með allt planað frá a-ö, það hefði verið gott að hafa smá svigrúm til að breyta til og geta tekið ákvarðanir á staðnum og þurfa ekki að vera bundinn við planið,“ segir Ingibjörg. „Ég myndi mæla með að allir sem geta fari í svona ferð, maður lærir svo mikið. Ég lærði svo mikið um sjálfa mig og um vinkonusambandið okkar,“ segir Salvör. „Það er örugglega þroskandi og gott fyrir alla að fara í svona ferðir, maður sér það svo skýrt hvað við höfum það gott hér,“ bætir Jenný við að

lokum.
mamma í svona aðstæðum mamma í svona aðstæðum „Það er það sem er ótrúlega dýrmætt við þessa ferð okkar, við kynntumst mörgu fólki sem við erum búnar að vera í sambandi við.“ VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 61
Thelma Hrund Hermannsdóttir
thelma@vf.is

Er ekkert minna jólabarn í dag

Adam Sigurðsson man sérstaklega eftir jólunum 2002 en þá fékk hann pakka sem var stærri en hann á þeim tíma og honum fannst það mjög spennandi. Í ár ætlar hann að hafa það notalegt með fjölskyldunni og fara í fjölskylduboð yfir jólahátíðina.

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið hjá mér var bara virkilega skemmtilegt. Ég eignaðist son seint á árinu 2021 og fór árið mestmegnis í það að kynnast honum og verja tíma mínum með honum árinu. Allt sumarið fór í fæðingarorlof sem var æðislegt og svo byrjaði ég í nýrri vinnu í september ásamt því að þjálfa fótbolta hjá Njarðvík.

Ert þú mikið jólabarn? Já, ég er það eiginlega að öllu leyti bara. Fannst fátt jafn skemmtilegt og jólin þegar ég var yngri og er ekkert minna jólabarn í dag.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili? Það er svolítið mismunandi en fer yfirleitt upp á öðrum eða þriðja sunnudegi í aðventu.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Fyrstu jólin sem ég man eftir voru að mig minnir jólin 2002. Fékk þá pakka

sem ég man reyndar ekkert hvað var en hann var stærri en ég á þeim tíma sem mér fannst alveg hrikalega spennandi.

En skemmtilegar jólahefðir?

Möndlugrautur á aðfangadagsmorgun er hefð sem hefur verið í minni fjölskyldu frá því ég man eftir mér. Höfum gert það að hefð að hafa eitthvað skemmtilegt borðspil í verðlaun fyrir þann sem fær möndluna.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Vanalega hef ég beðið fram að síðustu stundu en í ár kláraði ég þetta áður en desember gekk í garð, sem betur fer kannski.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Hamborgarhryggur, piknik franskar og daim ís, jólin væru ekki þau sömu án þessara þriggja hluta.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Fékk snjósleða með stýri þegar ég var tólf ára minnir mig. Stendur enn upp úr.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Aldrei þessu vant er listinn tómur hjá mér. Ég yrði þakklátur fyrir bara hvað sem er.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat? Það verður hamborgarhryggur auðvitað, svo er spurning hvað verður annað með honum. Við höfum haft tvíréttað undanfarin ár og þá hefur það verið folaldakjöt, Wellington-lund eða lamb með hryggnum.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Ég ætla að hafa það eins kósý og ég get með litla stráknum mínum. Við kíkjum í einhver fjölskylduboð ásamt því að hafa það notalegt með nánustu fjölskyldu.

Óskum Suðurnesjamönnum og öðrum landsmönnum gleðilegrar jólahátíðar með ósk um gæfuríkt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðnum árum.

62 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Adam Sigurðsson

Gleðilega hátíð ljóss og friðar

Starfsfólk HS Orku óskar ykkur birtu og gleði um jólin, orku og farsældar á nýju ári.

www.hsorka.is

Ég fæ að lifa og hrærast í tónlist alla daga

Karen J. Sturlaugsson segir að 17. júní standi upp úr á árinu sem er að líða. Enda engin furða en þá veitti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, henni íslensku fálkaorðuna og sama dag var Karen einnig útnefnd listamaður Reykjanesbæjar fyrir árin 2022–2026. „Hann stendur að sjálfsögðu upp úr, það var risastór dagur,“ segir Karen. Karen hefur í nægu að snúast en hún er aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, er stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins og stýrir einnig Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

„Fólk segir að það hægist um hjá manni eftir því sem árin færast yfir – en því er sko ekki þannig háttað hjá mér,“ segir hún brosandi og bendir á skrifborðið sitt sem er yfirfullt af

allskyns skjölum og vinnupappírum.

„Yfir jólatímann er vertíð hjá Bjöllukórnum en við höfum spilað með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum frá árinu 2012 – og oftast í sólóhlutverki. Núna erum við að fara að spila með Sinfóníunni í Hörpu um næstu helgi og það verður þá í ellefta skipti sem við spilum með henni.“

Karen segir að oftast spili Bjöllukórinn frammi í anddyri fyrir gesti

Það eru svo flottir krakkar hér í skólanum, svo er ég að vinna með þessari flottu lúðrasveit í Reykjavík og mig langaði að sameina þetta tvennt ...

Jólakveðja

Félag eldri borgara á Suðurnesjum sendir kærar kveðjur til félagsmanna sinna með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár sem færir okkur gleði, hamingju og samverustundir sem allir geta tekið þátt í.

Við bjóðum nýja aðila velkomna sem eru 60 ára + Umsókn um aðild með nafni, kennitölu og heimilisfangi sendist á netfang: gjaldkerifebs@simnet.is eða í síma: Loftur 860-4407 og Guðrún 899-0533

Með jólakveðju

Fyrir hönd stjórnar, Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður

áður en tónleikarnir hefjast og einnig eftir tónleikana. „Þeim finnst svo jólalegt að heyra í bjöllunum og það er þannig, bjöllukórar eru mjög jólalegir – enda erum við búin að vera að æfa jólalög frá því í ágúst.“

Langaði að sameina þetta tvennt

Karen hefur einnig stýrt Lúðrasveit verkalýðsins undanfarin ár og hélt lúðrasveitin tónleika í Stapa í síðasta mánuði þar sem fram komu nokkrir einleikarar úr hópi framhaldsnemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar auk Bjöllukórsins.

Karen ásamt Birni Sturlaugssyni, eiginmanni sínum, þann 17. júní aftir að hafa verið útnefnd listamaður Reykjanesbæjar þegar þjóðhátíðardeginum var fagnað í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ. Fyrr um daginn hafði henni verið veitt hin íslenska fálkaorða. VF-mynd: pket Jólatíminn er vertíð hjá Bjöllukórnum sem leikur nú í ellefta sinn á jólatónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. VF-myndir: JPK VF-myndir: JPK Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
64 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

„Ég byrjaði með Lúðrasveit verka lýðsins í janúar 2018, það eru komin fimm ár, svo þetta er það sem ég lifi og hrærist í alla daga.

Það eru svo flottir krakkar hér í skólanum, svo er ég að vinna með þessari flottu lúðrasveit í Reykjavík og mig langaði að sameina þetta

Þú veist, ég ætlaði í lögfræði. Svo þróaðist þetta og ég er ekki ósátt með það,“ segir Karen og leggur áherslu á orð sín með látbragði. „Ég er mjög sátt með hvar ég er í dag, fæ að lifa og hrærast í tónlist alla daga og vinna með öllum þessum krökkum. Það er svo gefandi að fá að fylgjast með þeim vaxa úr engu og ná að blómstra, það er ótrúlega gaman,“ segir listamaður Reykjanes-

KÆRI NÁGRANNI! SENDUM ÞÉR OG ÞÍNUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA HÁTÍÐ Opið virka daga 9–19 laugard. og sunnud. 10–14 apotekarinn.is Suðurgötu 2 Sími 421 3200 Afgreiðslutími um jól og áramót: Keflavík 24. des 10–12 25. des LOKAÐ 26. des LOKAÐ 27. des 10–19 31. des 10–12 1. jan LOKAÐ 2. jan 10–19 VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 65
skólastjóri Tónlistarskólans,

Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður í Grindavík, var nýlega kjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins en hann hefur setið á þingi síðan 2013. Margir spyrja sig eflaust hvað felst í því að vera ritari stjórnmálaflokks en í flestum félagasamtökum er ritari hluti af stjórn og hlutverkið að rita fundargerðir. Ekkert slíkt er á herðum Villa: „Þetta orð, ritari, er oft notað þegar mörg félög, lönd eða hópar eru undir einni regnhlíf eins og t.d. hjá Sameinuðu þjóðunum en þar er talað um aðalritara. Helsta hlutverk ritara Sjálfstæðisflokksins er að halda utan um allt innra starfið sem samanstendur af yfir 100 aðildarfélögum um allt land. Þetta nafn var tekið upp fyrir nokkrum árum en þar áður hafði annar varaformaður verið kjörinn til að sinna þessu starfi. Ritari má ekki vera ráðherra en formaður og varaformaður eru í því hlutverki þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við völd. Ég er nýlega tekinn við og hlakka til að hitta sjálfstæðisfólk vítt og breytt um landið og tengja grasrótina betur við kjörna fulltrúa.“

Það er ekki beint hægt að segja að alþingi sé jólafjölskylduvænn vinnustaður en um hálfgerða vertíð er að ræða í aðdraganda jólafrís og mörg lög sem þarf að samþykkja: „Ég er heppinn hvað Sigurlaug konan mín er mikið jólabarn en fjölskyldan veit að í desember er ég ekki mikið heima við því mjög mikið er að gera á þinginu auk þess sem við erum boðnir í ótal jólaboð, útgáfuteiti og annað. Þess vegna er ég nánast ekki með neinar aðra jólaskyldur en kaupa jólagjöf og afmælisgjöf handa Sigurlaugu en hún á afmæli á aðfangadegi. Við erum oftast búin með mest allan jólaundirbúning snemma eða fyrir desember. Stemningin í þinginu er alltaf skemmtileg í desember, við setjum upp jólatré, skreytum og boðið er upp á piparkökur og konfekt svo við upplifum jólaandann eitthvað en það er mikið álag og í raun nett vertíðarstemning

sem er alltaf skemmtileg. Þingið á að fara í jólafrí um miðjan desember en ég man ekki eftir að það hafi gerst, við erum nánast fram á aðfangadag að klára síðustu málin, stundum á milli jóla og nýárs, svo það er alltaf mjög góð tilfinning þegar fríið brestur á og þá fyrst get ég almennilega notið jólaandans í faðmi fjölskyldunnar.“

Villi er úr Skagafirðinum og ólst upp við sínar jólavenjur en var laglega fljótur að tileinka sér jólahefðir jólabarnsins Sigurlaugar: „Sigurlaug er alin upp við miklar jólahefðir og ég hef algerlega leyft henni að stýra öllum jólaundirbúningi. Þótt ég vildi myndi ég varla fá að skipta mér mikið af, ég er fínn í að hengja upp jólaskraut en geri það ekki nema skv. hennar skipulagi, hún stýrir þessum málum og ég er mjög sáttur við það,“ sagði Villi að lokum.

Jólin hjá þingmanninum Ekki mikið heima í desember HEYRNARÞJÓNUSTA Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur - Sími 534 9600 - ww w.heyrn.is Kæru Suðurnesjamenn Óskum ykkar gleðilegra jóla og farsæls k andi árs. Heyrumst á nýja árinu. Nýtt! vefverslun.heyrn.is Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. og því hentugt hversu mikið jólabarn eiginkonan er Tónleikarnir á Hringbraut og í Sjónvarpi Víkurfrétta um hátíðirnar. Nánar á vf.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS 66 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Tíðavörur í grunnskólum Reykjanesbæjar kosta 250 þúsund krónur á ári

Erindi frá ungmennaráði Reykjanesbæjar varðandi ókeypis tíðavörur í grunnskólum sveitarfélagsins var lagt fram á síðasta fundi fræðsluráðs Reykjanesbæjar. Ungmennaráð fagnar því að hugmyndin hafi verið tekin fyrir í fræðsluráði og óskar eftir að málið verði unnið í samráði við börn.

Fræðsluráð þakkar fyrir faglegar og málefnalegar ábendingar frá ungmennaráði Reykjanesbæjar í tengslum við umfjöllun ráðsins um framkvæmd hugmyndar ungmennaráðs um ókeypis tíðavörur í grunnskólum Reykjanesbæjar. Í minnisblaði ungmennaráðs til fræðsluráðs 22. nóvember 2022 er óskað eftir því að tíðavörur verði fáanlegar á tveimur einstaklingsklósettum eða á fleiri en einum stað í skólum sveitarfélagsins þar sem hægt verði að nálgast vörurnar án aðstoðar starfsmanna. Í minnisblaðinu er einnig bent á mikilvægi þess að tilrauninni verði gefin nægjanlegur tími.

„Tíðavörur verði hafðar á salerni grunnskólans í a.m.k eitt ár sama hvað kemur uppá. Dæmi eru um í öðrum stofnunum á landsvísu að eftir eitt til tvö atvik þar sem tíðavörum var dreift um alla veggi og stolið að þá var þessari þjónustu hætt. Leghöfum getur ekki verið refsað fyrir hegðunarvanda nokkurra einstaklinga.“

Fræðsluráð óskaði eftir því að sviðsstjóri fræðslusviðs greindi kostnað við verkefnið. Helgi Arnarson fræðslustjóri segir að stjórnendur skóla hafi tekið jákvætt í erindið. Sumir skólar bjóði þetta nú þegar. Gróf kostnaðaráætlun er að heildarkostnaður fyrir alla skóla á ári nemi 250.000 kr. vegna verkefnisins.

Ráðið tekur undir með ungmennaráði að mikilvægt er að unnið verði áfram með nemendum og skólastjórnendum að útfærslu hugmyndarinnar. Þegar næstu skref verða stigin í málinu verður leitað eftir umsögn ungmennaráðs.

Sendum íbúum Grindavíkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Sendum starfsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár! Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! 67

Reykjanesbær fokkar í rokkinu

Það setti að mér mikil ónot þegar

ég las fundargerð bæjarráðs frá 24. nóvember síðastliðinum þar sem lagt er til að Bókasafn Reykjanesbæjar verði flutt í aðstöðu Rokksafnsins og því fundinn annan staður. Tillagan er liður í því að Hljómahöll verði menningarhús Reykjanesbæjar til framtíðar. Lesendum og bæjarráði til upplýsingar þá er Hljómahöllin veglegt menningarhús nú þegar sem sómi er að. Þegar lagt var í þá vegferð að koma Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í framtíðarhúsnæði og byggja við Stapann þá fléttaðist inn sú hugmynd að koma þar upp rokksafni. Hugmyndin að safninu byggði á þeim litla safnvísi sem komið var upp á Glóðinni seint á síðustu öld og fylgdi faðir minn, Rúnar Júlíusson, henni eftir allt frá því að Glóðinni var lokað. Samlegðin af þessum þremur verkefnum þótti þó nokkur

og var tekin skóflustunga að Hljómahöllinni í janúar 2008. Draumurinn varð þó ekki að veruleika fyrr en í apríl 2014. Það sýndi sig fljótt að menningarhúsið hleypti miklu lífi í samfélagið og hafa fjölmargir gestir lagt leið sína á safnið og sótt ótal viðburði í Hljómahöllina. Svo ekki sé minnst á tónlistarskólinn sem er með þeim glæsilegri á landinu og væri efni í aðra grein. Eins og ljóst er þá er ég ekki alveg hlutlaus en það er svo margt sem er rangt við þá hugmynd að færa bókasafnið í Hljómahöllina. Húsið var teiknað með hliðsjón af því hlutverki sem það átti að gegna. Það er að vera heimili tónlistarinnar. Á sama stað hefðum við grasrótarstarfið í skólanum, söguna til að minna okkur á og viðhalda arfinum og einnig að vera lifandi vettvangur fyrir fjölbreytt samkomuhald. Það að bæta

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

bókasafni við gengur illa upp fyrir það fyrsta vegna þess að reglulega eru samkomur sem hafa í för með sér ónæði og hávaða í mismiklum mæli. Tónlistarskólinn gengur síðan út á að blásið sé í hljóðfæri eða þau strokin og gefa frá sér hljóð sem kemur kannski einhverjum á óvart. Meginreglan hingað til hefur verið að hæfilegt næði sé á bókasöfnum þó mikið hafi lifnað yfir þeim í seinni tíð. Enda finnst mér alveg ómögulegt að vera etja þessum tveimur stórgóðu menningarstofnunum saman í samkeppni um húsnæði. Það er eitthvað svo rangt – en framtíð bókasafnsins og aðstaða þess er efni í enn aðra grein.

Ég hef tekið á móti mörgum hópum á Rokksafninu og hafa allir tjáð ánægju sína yfir safninu og húsinu öllu og þykir mikið til koma. Margir þessara hópa hafa gagngert heimsótt bæinn okkar til að kíkja á safnið enda var hugmyndin líka að draga til okkar gesti með þessari aðstöðu. Nær undantekningalaust hafa hóparnir dvalið lengur og fengið sér að borða á veitingastöðum bæjarins sem hefur fjölgað og bætt sína þjónustu til muna síðustu árin. Hróður safnsins hefur borist víða því á degi íslenskrar tónlistar fékk Rokksafnið sérstaka viðurkenningu, Gluggann, fyrir „að halda úti heimili íslenskrar tónlistar í Reykjanesbæ með hugmyndaríku safni og fjölbreyttri tónlistardagskrá undanfarin ár“. Bókasafnið hefur ekki sama aðdráttarafl fyrir gesti þó mér finnist það frábært og veiti okkur bæjarbúum fyrirmyndarþjónustu.

Það sem vekur síðan mikla furðu er að þeir sem leggja fram þessa tillögu hafa ekkert verið að heyra í bæjarbúum vegna þessa en töluðu hvað hæst um íbúasamráð og íbúakosningar í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Nú er hvorki talað við kóng né prest, jafnvel þó jarða eigi Rokksafnið. Fullyrt er að safnið hafi ekkert aðdráttarafl og síðustu ár nefnd sem dæmi. Þá væri gott að skoða við hvaða aðstæður safnastarf

fór fram í heimsfaraldrinum. Í mínu starfi er ég í miklum tengslum við öll söfn á landinu og ekkert þeirra hefur farið varhluta af veirunni. Það tekur tíma að koma safni á kortið og Rokksafnið okkar er rétt búið að slíta barnsskónum. Er aðeins átta ára og var síðustu tvö ár á sjúkrahúsi.

Nefnt hefur verið að safnið sé ekki lögbundið hlutverk og er það rétt en safnastarfið er í fullum samhljómi við menningarstefnu hins opinbera sem og menningarstefnu Reykjanesbæjar auk nýrrar tónlistarstefnu sem nú liggur fyrir Alþingi. Í þessum stefnum er rík áhersla lögð á að mennta þjóðina í listum og menningu og auka aðgengi almennings að menningararfinum. Og þar sem við á Suðurnesjum lögðum mikið af mörkum í tónlistararfinn þá skulum við ekki slá hljóm Rokksafnsins úr Hljómahöllinni.

Það eina sem ég bið um áður en lengra er haldið er að kíkja aðeins út úr bergmálshellinum, taka púlsinn á bæjarbúum og tengdum aðilum, skoða málið frá ýmsum hliðum og setja Rokksafnið ekki í einhverja óvissu.

Baldur Þ. Guðmundsson, sérfræðingur í menningarog viðskiptaráðuneytinu.
Okkar hjartkæra HALLDÍS S. THORODDSEN andaðist á Karolínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi miðvikudaginn 7. desember. Jórunn Tómasdóttir Skúli Thoroddsen Erik Ribeli Jón Fjörnir Thoroddsen Eloise Freygang Bolli Thoroddsen Ásta Sigríður Fjeldsted Bryndís Stefánsdóttir og bræðrabörn. Ástkær eiginmaður minn , faðir, tengdafaðir og afi HREINN INGÓLFSSON bifreiðarstjóri Framnesvegi 20–22 , Keflavík lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 6. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 16. desember klukkan 12. Eygló Óskarsdóttir Styrmir Magnússon Ólöf Birna Björnsdóttir og barnabörn. og farsæld á komandi ári Úrslit leikja og fréttir af íþróttaviðburðum á Suðurnesjum birtast reglulega á vefnum vf.is sport 68 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Höfundur greinar stendur við veggspjald í Rokkhöllinni þar sem föður hans er minnst. Mynd úr safni Víkurfrétta

Einstaklings

Það styttist óðfluga í jólin og ennþá ber ekkert á snjónum sem við öll viljum hafa yfir hátíðirnar. Mun jólalegra að hafa hvít jól en rauð jól.

Tíðin núna í desember er búin að vera óvenjulega góð og eins og sagt var frá í síðasta pistli þá hafa handfærabátarnir getað róið núna í desember og vekur það nokkra athygli. Þegar þessi pistill er skrifaður er þónokkur fjöldi af færabátum við veiðar í Röstinni.

Einn af þeim bátum sem þarna eru við veiðar er Guðrún GK sem Sævar Baldvinsson er skipstjóri á. Sævar er búinn að eiga feikilega gott ár á færunum, það gott að núna er hann næstaflahæsti handfærabátur landsins – og er ekki nema um sextán tonnum á eftir báti sem er gerður út frá Hornafirði. Sá bátur heitir Sævar SF.

Guðrún GK er búin að róa nokkuð duglega núna í desember á meðan að Sævar SF er ekki eins mikið búinn að róa og því verður fróðlegt að sjá hvort Sævar nái Sævari SF.

Annars eru svo til flestir bátanna komnir suður. Einhamarsbátarnir Gísli Súrsson GK og Vésteinn GK eru komnir suður – og Hulda GK. Eftir eru þá Geirfugl GK, Óli á Stað GK og Gulltoppur GK en þeir eru allir fyrir norðan.

Veiði línubátanna er búin að vera mjög góð, t.d. er Dúddi Gísla GK með 33 tonn í sex róðrum, Sævík GK 50,2 tonn í sjö, landað í Sandgerði og Grindavík, Margrét GK 50 tonn í átta í Sandgerði, Daðey GK 46 tonn í sex í Grindavík og Sandgerði, Hulda GK fimmtán tonn í fjórum, Hópsnes GK 22 tonn í fimm, Geirfugl GK 17 tonn í fjórum á Siglufirði, Katrín GK 14,3 tonn í þremur í Sandgerði og Gulltoppur GK tólf tonn í þremur á Skagaströnd.

Núna er Erling KE hættur á netaveiðum og núverandi Erling KE hefur lokið hlutverki sínu fyrir Saltver ehf. – og í raun hérna á landinu því líklega fer hann í brotajárn. Á meðan verður nýi Erling KE gerður klár til veiða en hann mun hefja veiðar eftir áramótin og samkvæmt því sem ég hef heyrt þá líst mönnum mjög vel á nýja bátinn.

Nýi Erling KE er reyndar um sex metrum styttri en núverandi Erling KE en á móti kemur að hann er þremur metrum breiðari og dekkið er á tveimur hæðum. Sömuleiðis þá eru íbúðir og matsalur mjög rúmgóðar og stórar.

Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann og kom með 12,2 tonn til Þorlákshafnar í einni löndun. Maron GK með 16,7 tonn í þremur og Halldór Afi GK 12,1 tonn í þremur og mest 9,1 tonn sem er nú svo til fullfermi hjá bátnum.

Maron GK og Halldór Afi GK hafa að mestu verið með netin sín við Garðskagavita og þar hefur netabáturinn Kap VE verið líka við veiðar en hann veiðir í sig og siglir svo til Vestmannaeyja með aflann. Kom þangað með 60 tonn í einni löndun. Kap VE hefur reyndar siglt inn til Keflavíkur og legið og lesendur hafa örugglega tekið eftir Kap VE þar.

Eitt sem vekur athygli núna undir lok ársins, og það er kannski ekki það skemmtilegasta að horfa á, en svo til allar einstaklingsútgerðir eru að hverfa. Núna er aðeins einn línubátur að róa frá Suðurnesjum sem ekki tengist stóru útgerðinum. Er það Dúddi Gísla GK sem er í eigu fjölskyldufyrirtækis í Grindavík.

Það eru jú bátar á færum en enginn á línu sem mætti kalla einstaklings- eða fjölskylduútgerðir, þetta er mikil breyting frá því sem var eitt sinn.

Þetta er síðasti pistill fyrir jólin og vil ég því óska lesendum gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.

á
Ð ur N es J
a
F la F r É ttir
su
um
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
-
Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Flísa- og múrþjónusta Gunnars Gröfuþjónusta P. Gíslasonar 69
útgerðir að hverfa

Algirdas Kazulis og Jurgita Kazuliene eru frá Litháen en fluttu til Íslands árið 2005 og búa í dag í innri Njarðvík. Dóttir þeirra, Biata Jokubauskaite var þá þriggja ára og sonurinn Denas Kazulis fæddist árið 2008. Þau hafa haldið í sínar jólahefðir en þær eru nokkuð frábrugðar þeim íslensku, aðallega vegna trúarinnar en hinn almenni Lithái er kaþólskur á meðan kristin trú ríkir á Íslandi.

Jurgita fór yfir helsta muninn: „Helsti munurinn er að við borðum ekki kjöt á aðfangadegi en okkar trú er þannig

ástvinir geti komið og borðað líka eftir að allir aðrir eru farnir að sofa. Svo er vaknað á jóladegi og gjafirnar opnaðar.

Alli eins og hann er kallaður, fór líka yfir hvað skilur íslensku jólin frá þeim litháensku: „Í Litháen er bara einn jólasveinn, hann kemur á jóladagsnóttu og setur jólagjafirnar undir jólatréð. Denas, sonur okkar, fæddist hér og því var kannski pínulítið skrýtið fyrir hann að hitta krakkana í skólanum sem voru alltaf að tala um nýjan og nýjan jólasvein

sem setti gjöf í skóinn svo við urðum að aðlaga okkar jólahefðir að hluta að þeim íslensku. Í Litháen er lítið sem ekkert skreytt utandyra en við höfum tekið upp þá skemmtilegu íslensku hefð, jólaljósin lýsa upp skammdegið í desember. Það sem mér finnst best við íslensku jólin er hvað það er miklu minna stress hér. Í Litháen eru allir á fullu fyrir jólin, mikil umferð og mikið stress en hér á Íslandi er ekkert stress, okkur finnst það æðislegt.“

Öðruvísi jól sumra sökum annríkis

Er búin

með jólaundirbúninginn 1.

Flestir, hugsanlega allir, sjá jólaaðventuna fyrir sér sem tíma til að njóta og drekka í sig jólaandann í aðdraganda hinnar heilögu hátíðar en sumir hafa einfaldlega ekki tækifæri til þess sökum annríkis – við að gera öðrum kleift að gera sig fín(a) fyrir jólin, það á t.d. við um hársnyrtinn Önnu Maríu Reynisdóttur.

Anna klippir og greiðir á hársnyrtistofunni Hárstofan í Grindavík en hún man aðventuna ekki öðruvísi en sveitt með skærin í hönd, nánast til kl. 18 á aðfangadegi.

„Ég reyni að hafa sem reglu að vera búin með þann jólaundirbúning sem snýr að mér 1. desember en minn jólaundirbúningur snýr aðallega að því að kaupa jólagjafir.

desember

Ég hef einfaldlega ekki tíma til að standa í stórum þrifum og baka endalausar smákökutegundir en ég er heppin að því leytinu til að Gaui, maðurinn minn, er meira heima við í desember og mamma er mjög góður bakari. Ég nýt því jólaaðventunnar á annan máta og kvarta ekkert, það er mjög gaman að taka þátt í að gera fólk ánægt með sig áður en jólahátíðin ber upp. Við spilum jólalögin, bjóðum upp á piparkökur svo ég nýt aðventunnar líka. Tímarnir eru breyttir, nú vill fólk gera sig fínt fyrr en áður því það er svo margt í boði á aðventunni, jólatónleikar o.fl. svo húsmóðirin vill frekar vera fín á þeim tíma frekar en bara sveitt í eldhúsinu á aðfangadegi,“ segir Anna.

Í ÚTLÖNDUM
Á
JÓLIN
OG
ÍSLANDI
Ekkert kjöt á aðfangadagskvöldi í Litháen Gleðileg jól og farsælt komandi ár Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen. Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
Algirdas Kazulis og Jurgita Kazuliene eru frá Litháen en fluttu til Íslands árið 2005 og búa í dag í Innri-Njarðvík.
sveitt
skærin í
70 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Anna
María man aðventuna ekki öðruvísi en
með
hönd.
Við tengjum þig við þína nánustu Með ábyrgð að leiðarljósi tryggjum við íbúum á Suðurnesjum örugg samskipti við ættingja og vini allt árið um kring. Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár. Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Íslandshús VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT 28. DESEMBER Skafmiðaleikur Víkurfrétta 2022 Jólalukka VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 71

Nemendur í þriðja og sjötta bekk Stapaskóla söfnuðu 102.500 krónum til styrktar SOS Barnaþorpanna á aðventunni. Nemendurnir eru svo sannarlega með hjartað á réttum stað en í stað þess að gefa jólagjafir sín á milli á litlu jólunum, eins og hefð er fyrir, vildu þau láta gott af sér leiða. Upphæðin sem safnaðist mun renna óskipt til fjölskyldueflingar SOS í Malaví.

Rakel Lind Hauksdóttir, fjármálaog fjáröflunarstjóri SOS á Íslandi, veitti framlagi nemenda Stapaskóla viðtöku nú fyrir jólin. „Það var svo gaman að hitta þessa flottu krakka sem eru í raun fyrirmyndir. Þetta framlag skiptir svo sannarlega máli því án fólks með svona hugarfar, eins og nemendur Stapaskóla, gætu

samtökin ekki verið til staðar fyrir börn í neyð. Ég vil fyrir hönd SOS Barnaþorpanna þakka nemendum fyrir af öllu hjarta. Félagsleg arðsemi framlags frá Íslandi 66-faldast á verkefnasvæði okkar í Malaví svo segja má að krakkarnir í Stapaskóla hafi safnað ígildi um 6,8 milljóna íslenskra króna,“ segir Rakel Lind.

Fjölskylduefling SOS styður við barnafjölskyldur sem búa við krefjandi aðstæður og eiga foreldrarnir á hættu á að missa börn sín frá sér.

Fjölskyldueflingin aðstoðar foreldra barnanna að standa á eigin fótum svo þeir geti annast börnin sín. Verkefnið í Malaví er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og hófst fyrr á þessu ári.

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.
Söfnuðu rúmlega 100 þúsund krónum til styrktar SOS Barnaþorpunum vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á 72 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Samvera er lykilorð aðventu og jóla

Nú hef ég setið á Alþingi Íslendinga í rúmt ár. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að áður fyrr þótti mér sá vinnustaður ekki sérlega áhugaverður þegar á hann var horft úr fjarlægð á sjónvarpsskjánum. Þingmennsku sá ég fyrir mér sem heldur þrasgjarnt starf með takmörkuðum árangri.

Vissulega má með sanni segja að Alþingi sé stærsta málstofa Íslands. Þar er oft talað frá morgni til kvölds og í hreinskilni hefur maður mismikinn áhuga á umræðuefnunum, eðli máls samkvæmt. Vinnustaðurinn gerir hins vegar þá kröfu til okkar sem þar sitjum að við tökum afstöðu til mála hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Ég er oft spurð hvernig mér líki nýja vinnan mín og svara því af hreinskilni að mér líki hún vel. Margt er eins og ég hafði gert mér í hugarlund en annað kom mér á óvart, til að mynda hve góður vinnustaður Alþingi er í raun og veru. Starfsfólkið

er einstakt, umgjörðin öll sömuleiðis og utanumhaldið til fyrirmyndar.

Þingmenn takast vissulega á og það hvessir í salnum. Við deilum, jafnvel harkalega, og það er einmitt sú mynd af Alþingi sem margir hafa – eðlilega. Bakhlið þeirrar myndar er einfaldlega sú að orðræða fyrir opnum tjöldum er hinn sýnilegi hluti starfsins. Í ræðustólnum, framan við kastljós upptökuvélanna, erum við að sinna starfsskyldum að hluta. Við sitjum á Alþingi sem fulltrúar mismunandi stjórnmálaflokka og sjónarmiða og það hlýtur að birtast út á við. En um leið lítum við á okkur sem vinnufélaga, kynnumst sem slíkir, verðum kunningjar og vinir og störfum saman af vinsemd og virðingu líkt og gerist og gengur á vinnustöðum yfirleitt.

Stundum finnst mér hins vegar skorta nauðsynlega virðingu fyrir mismunandi sjónarmiðum víða annars staðar í samfélaginu. Margir gerðu sér vonir um að samfélags -

miðlar yrðu vettvangur heilbrigðs samtals þar sem heill akur skoðana gæti blómstrað í sátt og friði. Sú varð ekki raunin. Fjöldi fólks hættir sér ekki einu sinni út í að tjá sig þarna til að fá ekki yfir sig flaum af rætnum athugasemdum eða jafnvel hreinum fúkyrðum.

Þetta er samfélagslegt vandamál og alvarlegt sem slíkt. Við eigum að virða skoðanir hvers annars, ræða málin hispurslaust og vera reiðubúin að tala okkur að niðurstöðu. Breytt hugarfar í þessa veru er fróm ósk í anda jólanna!

Nú er aðventan gengin í garð með öllum sínum asa, innkaupum, ljósadýrð og samveru. Ég segi samveru því fyrir mér er mikilvægara en flest annað að rækta kærleika og vináttu með sínum nánustu um hátíðarnar. Fátt er dýrmætara en samverustund með fjölskyldu eða í góðra vina hópi. Það er gjöf sem við gefum sjálfum okkur og öðrum og kostar ekkert. Maður er og verður manns gaman.

Hlúum hvert að öðru, sýnum náunganum kærleika nú sem fyrr. Látum gott af okkur leiða í þágu þeirra sem minna mega sín en drögum frekar sjálf úr innkaupum á því sem má vel missa sín þegar að er gáð.

Síðast en ekki síst, sinnum börnunum okkar eins og þau eiga skilið. Andlegri heilsu barna hrakar, það sýna endurteknar kannanir, því miður. Verðmætasta gjöfin fyrir börnin er að veita þeim tíma og verðskuldaða athygli, styrkja þau og styðja.

Ég þakka Reyknesingum öllum fyrir ánægjulega samveru á árinu sem er að líða og hlakka til að eiga góðar stundir með ykkur á nýju ári.

Gleðilega hátíð!

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Suðurkjördæmis.

Starfsfólk Dýralæknastofu Suðurnesja óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Nýárstónleikar Gala 2023 með úkraínskum blæ

Nýárstónleikar Gala í Reykjanesbæ fagna fimm ára afmæli í ár en að þessu sinni verða tónleikarnir með úkraínskum blæ ásamt þekktum klassískum frægum söngperlum og dúettum eftir Franz Lehar, Guiseppe Verdi, Sigvalda Kaldalóns, Mykola Lisenko og Igor Shamo.

Þetta er hátíðardagskrá með fjölbreyttum lögum úr þekktum óperum, söngleikjum, dægurlögum og fleiru. Tónleikarnir verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 1. janúar og hefjast kl. 20.

Flytjendur:

Alexandra Chernyshova - sópran Rúnar Þór Guðmundsson - tenór

Helgi Hannesson - píanóleikari Yana Prikhodko - sellóleikari, gestur frá Úkraínu Stúlknakórinn Draumaraddir.

Miðasala er á tix.is en einnig við dyrnar.

Yfir hátíðirnar verður opið sem hér segir: Föstudagur 23. des.: 9–16.30 Laugardagur 24. des.: Lokað Mánudagur 26. des.: Lokað Laugardagur 31. des.: Lokað Mánudagur 2. jan.: Lokað vegna vörutalningar Venjulegur opnunartími aðra daga

Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða

/ vs@vss.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS
Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ / vss.is
Störf hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Stapaskóli - Frístundaheimilið Stapaskjól Stapaskóli - Kennari á miðstig Háaleitisskóli - Kennari í nýsköpun og upplýsinga- og tæknimennt Velferðarsvið - Deildarstjóri í heima- og stuðningsþjónustu Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 73

Kæru vinir;

Jónatan Jóhann Stefánsson var frá Sólheimum í Garði var sjómaður frá fjórtán ára aldri í 55 ár og lagði móður sinni og systur lið meðan þeirra naut við.

Lokaorð á kveðjustund

Hann var vélstjóri og áhugamaður um vélar allt sitt líf. Hann skyldi virkni þeirra og átti gott með viðgerðir og að halda gömlum og slitnum tækjum gangandi. Hann talaði um vélar og tæki, hann dreymdi vélar og tæki. Vélar, tæki og bátalíkön voru líf hans og yndi.

„Ég hefði aldrei verið til ef þessir bátar hefðu ekki verið á floti,“ sagði Tani einu sinni þegar hann rakti feril sinn til sjós í spjalli okkar.

Tani var Garðmaður í húð og hár en afar stoltur af uppruna sínum. Móðurættin frá Skálum á Langanesi og föðurættin frá Eiðum í Garði. Það er ósk Tana að jarðneskar leifar hans verði komið fyrir í fjölskyldugrafreit að Skálum í faðmi móður hans og fjölskyldu og það munum við Steingrímur og Birgir sjá um þegar fer að vora. Þau tækifæri sem hann varð af í æsku, stutt skólaganga og takmarkað nám, lesblinda og sjóndepra varð til þess að hann þróaði með sér gríðarlega öflugt minni sem varð hans helsta vopn og uppspretta margra gleðistunda þegar aldurinn færðist yfir. Hann lærði lestrarbækur í Gerðaskóla utanbókar til að geta lesið óhikað í kennslustundum.

Bátar og skráningarnúmer, vélar og spil einstök síldarköst og hvenær ný tæki voru tekin í notkun var hans sérsvið. Margir útgerðarmenn- og sjómenn hringdu í Tana til síðasta dags til að fá upplýsingar um búnað báta sem þeir höfðu róið á eða verið eigendur að. Hann vissi hvenær fyrsta astikið var sett í íslenskan bát og hvaða skipstjóri notaði tækið fyrst. Þeir búmmuðu eins og sagt var í fyrstu köstunum en áttuðu sig á því að þeir þurftu að spegla geislann og þá fóru hlutirnir að ganga.

Hann mundi líka öll bílnúmer og símanúmer. Símanúmerin mundi hann með því að breyta þeim í bílnúmer og nöfn eigendanna í minnisbankanum. Ef ég spurði hvort hann myndi númerið hjá Siggu, 8986077 þá kom svarið. Reynir Gísla, Ö 898, Siggi Möllu Ö 60, og Maggi Jóns Ö77.

Villi Árna 8699294. Siggi á Berginu, Halli á gömlu flugstöðinni og Emil leigubílstjóri

Páll Magg. 8679188 Siggi Þórðar, Egill í slippnum og Jón norski vörubílstjóri 8943900 Emil Ö 894, Maggi Þorsteins Ö 39 8986077 Reynir Gísla Ö898 Ö 60 Siggi Möllu Ö 77 Maggi Jónsa á Vörubílastöðinni. Númerið hjá Karli Gauta 8981067. Reynir Gísla Ø 898 og Siggi slembir Ø 1067. Bergþór Ólafsson 8989007. Reynir Gísla og Sverrir bróðir Magga El (90) sjókælir á Listernum (07)

Hann var tvítugur vaktmaður hjá verktökunum sem lögðu Reykjanesbrautina. Var allar nætur frá byrjun maí til loka september að sparka í dekk, skipta um dekk, setja olíu á bíla og sinna viðhaldi. Þar fékk hann innsýn í viðgerðir og reddingar sem síðar gerðu hann að eftirsóttum vélstjóra. Hann telur sig hafa verið fyrsta ökumanninn á Íslandi sem ók um á nagladekkjum.

Tana vantaði aldrei eina mínútu til vinnu hjá verktökunum.

Hann vissi líka eiginlega allt um verkfæri. Þannig vafðist ekki fyrir honum að þylja upp stærðir á verkfærum í tommum og millimetrum.

Hann hikstaði ekki þegar hann sagði að 7/16 amerískar tommur væri sama og 14 mm, 11/16 sama og 17 mm, treikvarttomma sama og 19 mm. En vandinn var að það ekkert í amerískum tommum sem átti við 18 mm sem var algjört viðrini.

Tani var eitt sinn staddur hjá Birni í Kistufelli sem þá var í Brautarholti að kona kom í búðina og vildi kaupa kúplingsdisk. Kúplingsdiskurinn átti að vera með tommu gati og 10 rílum. Björn sagði konunni að þetta væri það gamall diskur að líklega væri hann ekki til í landinu.

Tani með sitt góða minnið mundi þá eftir slíkum diski, rykföllnum uppi á vegg í bílskúrnum hjá Guðna á Garðstöðum í Garðinum en þangað kom hann oft í spjall í frumskóg véla og varahluta. Á spýtu á norðurveggnum héngu ýmsir nytsamlegir hlutir á nöglum. Á þriðja nagla hékk kúplingsdisk úr Rambler 65 sem átti að fara í bíl hjá Guðna en passaði ekki. Diskurinn hékk því árum saman uppi á vegg, rykféll og var öllum gleymdur nema Tana.

Tani segir konunni að trúlega sé þessi diskur til úti í Garði. Það kom allt í ljós að okkar maður

mundi þetta rétt. Konan fékk kúplingsdiskinn með tommu gati og 10 rílum.

Tani gat líka þulið skipanir sýslumanna og bæjarfógeta frá konungsskipunum langt fyrir fæðingu hans og allt til síðasta dags. Þær minningar urðu oft kveikja að heitum umræðum okkar um pólitískar embættisveitingar og enduðu með báli. En aldrei skildum við ósáttir.

Tani var ótrúlega magnaður með hverskonar þung handverkfæri, kúbein, slaghamra og törnara, (stangir til að törn vélum) sem lék í höndum hans. Af þeim afrekum eru til margar frægar sögur á Patró. Hópur manna var að taka meiraprófið og þeir voru í æfingaakstri á bryggjunni þar sem Garðar BA lá og Tani um borð að fylgjast með. Þegar allir voru búnir að aka eftir bryggjunni átti að skipta um dekk á vörubílnum. Þá vandaðist málið.

VG peysuna prjónaði Kristín Kristjánsdóttir frá Einholti í Biskupstungum. Þarna er stofnandi VG # 7 ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem hann ber fulla ábyrgð á sem stofnfélagi og einn helsti hvatamaður að stofnun VG. Það var honum hjartans mál að gefa forsætisráðherra VG peysuna góðu. Tani tekur pokann í síðasta skipti á Njáli RE. Margeir Elentínusson, Jónatan Jóhann Stefánsson og Ásmundur Friðriksson.
og Jónatan Jóhann Stefánsson, VG félagi nr. 7. Jónatan hélt góðu sambandi við félaga sína í VG fram á síðustu daga sína. Hér er hann með jólakort frá Steingrími J. Í vélarrúminu á Hamri GK 224. Tani í safninu sem hann var með heima hjá sér þegar hann bjó í Miðhúsum í Sandgerði. ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON SKRIFAR KVEÐJUORÐ UM JÓNATAN JÓHANN STEFÁNSSON 74 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Steingrímur Jóhann Sigfússon, VG félagi nr. 1

Felgan var svo gróin við nafið að engin leið var að losa dekkið af. Kennarar og fílelfdir nemendur gáfust upp hver af öðrum. Þá hoppar Tani í land með öflugan lykil og felgujárn. Hann biður menn að færa sig og losar allar rærnar bankar hraustlega í felguna og spennir síðan af með kröftugu og réttu átaki. Dekkið féll á bryggjuna eins og ekkert væri.

Ökukennarinn sagði yfir hópinn að Tani væri eini maðurinn sem ætti að fá meiraprófið og það fékk Tani á staðnum. Það kom sér vel en hann hóf leigubílaakstur árið 1977.

Þegar hann gerðist vélstjóri á Garðari BA, 66 ára gömlu skipinu, fór hann ekki frá borði öðruvísi en báturinn, vélin og kramið væri tilbúið í næsta róður. Hann lærði það hjá Verktökunum ungur maður að hafa allt klárt þegar vinnudagur hefst. Það var aldrei kallaður smiðjumaður um borð þrátt fyrir að báturinn væri orðinn 70 ára þegar hann fór síðasta róðurinn frá Patreksfirði.

Tani bjargaði vélstjóranum á Jóni Þórðarsyni BA 180. Hann var að losa hjól á vél bátsins sem kúplaði inn spilið en ekkert gekk.

Tani kunni handtökin og byrjaði á því að svínhita allt draslið framan á krúntappanum á vélinni og kæla svo snögglega með spúlnum. Þá verptist járnið og þvingan var hert í botn og hjólið dróst af öxlinum. Hann hafði lært handtökin hjá Verktökunum í Reykjanesbrautinni þegar þeir lentu í verstu tilfellum við að losa ripperinn af jarðýtum.

Úrræðasnilld Tana varð fræg á Vestfjörðum og enn eru sagðar sögur af þeim afrekum hans. Sjónminni og athygli hans fangaði allt sem snérist að vélum, gangverki þeirra, þrýstingi og öðru sem ekki öllum er gefið að skilja. Hann þuldi yfir mér tímunum saman slíkar upplýsingar og sögur

af vélum sem ég skildi aldrei upp né niður í.

Palli patró hitti okkur félagana í bakaríinu einn morguninn. Hann sagði að Tani sé og hafi verið þjóðsagnarpersóna á Patreksfirði eftir árin sem hann var vélstjóri á Garðari BA og sé í miklum metum hjá fólki á Patró. Garðar var elsti bátur flotans og var honum lagt síðustu vertíðina sem Tani var um borð en þá var báturinn 70 ára gamall. Tana tókst það sem fáum vélstjórum hafði tekist en það var að halda sjötugri vélinni og kraminu gangandi fjórar síðustu vertíðarnar og aldrei var kallaður smiðjumaður um borð. Slíku afreki ná bara hetjuvélstjórar og verður vart leikið eftir.

Tani var alltaf illa verkaður, olíublautur og óhreinn eftir véla- og olíuslag í vélarrúminu en lét sig ekki vanta á dekk. Hann gaf ekkert eftir við netadráttinn og blóðgaði niður aflann eftir hverja trossu með strákunum á dekkinu.

Það er fræg sagan af því þegar þeir á Garðari voru að fara yfir 1000 tonn á vertíðinni. Jón skipstjóri ákvað að gefa körlunum tíma til að skjótast heim eftir löndun og hitta fjölskylduna. Þegar allir voru farnir frá borði var Tani einn eftir um borð, kófsveittur að sinna

viðhaldi í vélarrúminu til að halda kraminu og gömlu vélinni gangandi. Þá kemur um borð Lilja eiginkona Jóns skipstjóra og býður Tana að koma heim til þeirra hjóna til að borða saltkjöt og fara í bað, en þann lúxus hafði Tani ekki getað veitt sér síðan vertíðin hófst fyrir níu vikum. Tani ætlaði bara að þiggja saltkjötið en Lilja krafðist þess að hann færi fyrst í bað. Hann fékk hrein nærföt en Lilja henti þeim gömlu. Það er ástæðulaust að lýsa því sérstaklega af hverju Lilja lét nærbuxurnar róa í ruslið.

Þessu gleyma menn ekki á Patró og Tani þjóðsagnarpersóna í lifanda lífi þar vestra og mikill vinur fjölskyldu Jóns skipstjóra til dauðadags.

Jónatan Jóhann Stefánsson var einstakur maður, sérstakur í háttum og umgengni. Átti engan sér líkan, hann var bara líkur sjálfum sér.

Ég þakka honum skemmtilega og einstaka samferð í hans stíl.

Jónatan með nafna sínum Jónatan Marlow sem er uppspretta gleði hjá Tana.
því þegar þeir á Garðari voru að fara yfir 1000 tonn á vertíðinni.
Jónatan við bílinn sinn með einkanúmerið HBETTY, sem hann hafði til heiðurs góðri vinkonu. skipstjóri ákvað að gefa körlunum tíma til að skjótast heim eftir löndun og hitta fjölskylduna. Þegar allir voru farnir frá borði var Tani einn eftir um borð, kófsveittur að sinna viðhaldi í vélarrúminu til að halda kraminu og gömlu vélinni gangandi.
Það er fræg sagan af Jón
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 75
Vélar frá Vølund Diesel voruí miklu uppáhaldi hjá Tana.

Kvenfélagið Gefn í Garði heldur jólaball 30. desember

Kvenfélagið Gefn í Garði heldur sína árlegu jólatrésskemmtun 30. desember, frá klukkan 15:00 til 17:00 í Miðgarði Gerðaskóla í Garði. Að venju verður boðið upp á fjöruga tónlist, söng og gleði og veitingar að hætti kvenfélagskvenna. Þá er von á jólasveinum í heimsókn með glaðning í poka fyrir yngstu börnin. Aðgangur er ókeypis og vilja kvenfélagskonur hvetja Garðbúa og gesti þeirra til að mæta í jólaskapi með börnunum og hafa gaman saman.

Jólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar í Suðurnesjabæ

Jólahátíðin nálgast enn á ný og allt sem henni fylgir. Íbúar og fyrirtæki skreyta hátt og lágt, jólatónlistin ómar, ungum sem öldnum fer að hlakka til að opna pakka og borða góðan mat með fjöldskyldu og vinum.

Það er því við hæfi að líta yfir farinn veg en árið hefur verið viðburðaríkt og þar má nefna sveitastjórnarkosningar sem fóru fram þann 14. maí 2022. Árangurinn sem við í Framsókn náðum í Suðurnesjabæ var sá sem stefnt var að í upphafi og erum við öllum ævinlega þakklát fyrir góða hvatningu og stuðning. Án þess værum við einfaldlega ekki bæjarfulltrúarnir ykkar í Suðurnesjabæ. Markmið okkar er og hefur alltaf verið skýrt og það er að vera öflugir bæjarfulltrúar í Suðurnesjabæ ásamt því að vera hreyfiafl framfara í samfélaginu.

Eftir kosningar mynduðu svo B listi og D listi meirihluta í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar. Meirihlutinn hefur mótað stefnu með málefnasamningi næstu fjögur árin þar sem leiðarstefið er að efla samfélag í sókn, byggja upp innviði og tryggja lóðarframboð í Suðurnesjabæ. Ásamt því að stuðla að góðum rekstri sveitarfélagsins og tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Suðurnesjabæjar. Þjóðin er að koma mun betur út úr efnahagsáfallinu sem tengt er heimsfaraldri Covid19 en gert var ráð fyrir, það eru þó krefjandi tímar þessa stundina þar sem verð-

bólga er um 10% og stýrivextir hafa ekki verið hærri í 12 ár. Einnig má nefna óvissuna tengda kjarasamningum. Við munum þó ávallt horfa bjartsýn á framtíðina, með það á leiðarljósi að við horfum á það sem samfélagslegt verkefni saman að kveða niður verðbólgu og horfum björt fram á veginn.

Það er friðsælt og fallegt á Íslandi og fátt fallegra en desemberkvöld í froststillum eins og hafa verið á undanförnu, að horfa á stjörnubjartan himinn og sjá jafnvel norðurljósin skína.

Kæru íbúar, nú gengur í garð tími kærleikar og vináttu. Njótum hans saman, við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar.

Anton Guðmundsson og Úrsúla María Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Undanfarin tvö ár hefur nemendum Háaleitisskóla á Ásbrú fjölgað úr 292 í 400. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri Háaleitisskóla, kynnti fyrirkomulag á móttöku barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn í skólanum fyrir fræðsluráði Reykjanesbæjar á dögunum.

Friðþjófur nefndi að farið væri að þrengja að skólastarfinu vegna mikillar fjölgunar nemenda. Vísaði hann þar til beiðni sveitarfélagsins um stuðning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til uppbyggingar sérhæfðrar kennsluaðstöðu fyrir Nýheima.

Friðþjófi er þakkað fyrir áhugaverða kynningu á því hvernig tekist er á við krefjandi aðstæður í Háaleitisskóla þar sem fjölgun nemenda hefur verið mikil. Nýheimar voru settir á laggirnar sem sérstakt móttökuúrræði haustið 2021 að frumkvæði skólans og með traustum stuðningi fræðsluskrifstofu.

Fræðsluráð styður það sem fram kom á fundi barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar þann 28. okt. sl. að stofnaður verði starfshópur sem hefur það að markmiði að styðja betur við börn og foreldra sem tala ekki íslensku sem móðurmál og geta ekki tjáð sig í skóla og samfélaginu.

HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR Við óskum íbúum Suðurnesjabæjar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samskipti á árinu sem er að líða. Verið velkomin í Suðurnesjabæ! Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Sendum félagsmönnum og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarf á árinu sem er að líða.
Þrengir að skólastarfi í Háaleitisskóla vegna fjölgunar nemenda
AUGLÝSINGASÍMI VÍKURFRÉTTA ER 421 0001 76 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um

Hár

Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá segir

að það komi á óvart hversu hár hiti er ennþá fremst í hrauninu í Nátthaga. Hraunið rann í eldgosinu í Geldingadölum 2021.

Rannsóknarstofan gerir að umfjöllun gervitunglamynd sem tekin var 5. desember 2022 og sýnir hitadreifinguna í hraununum í yfirstandandi Fagradalsfjallseldum, þ.e. í hraunbreiðu Geldingadalagossins 2021 og Meradalagossins 2022. Rauði liturinn í myndinni gefur til kynna heit svæði og blái liturinn köld svæði.

Í færslu á síðu Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá segir að eins og við er að búast, þá er verulegur hiti í bæði 2021 og 2022 hraunbreiðunum næst gígunum, enda er þykkt hraunanna mest þar, allt að 100 metrar í tilfelli 2021 Geldingadalahraunsins og um 35 metrar í 2022 Meradalahrauninu, gígunum og hraunbreiðunum frá Fagradalsfjallseldum.

Það sem kemur á óvart er hár hiti í 2021 hrauninu fremst í Nátthaganum, hugsanlega vegna þess að innri kjarni hraunsins í Nátthaga hefur haldist nægilega heitur eftir að

gosi lauk til þess að flæða fram og viðhalda hitaástandinu í hrauninu fremst í Nátthaga. Í hrauninu suðaustast í Meradölum. Þetta er svæðið þar sem bráðin kvika úr kjarna 2021 hraunsins braust út um yfirborssprungu dagana 11. og 12. ágúst 2022 vegna fergingar af völdum nýju hraunbreiðunnar sem hafði myndast í 2022 gosinu. Greinilegt að þarna hefur skotist inn og situr enn þá verulegt magn af heitri kviku sem skýrir upplyftinguna sem varð á 2021 hraunyfirborðinu á þessu svæði samfara kviku útflæðinu.

Kaupfélag Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um gleðileg jól, farsælt nýtt ár og þakkar samfylgdina í 77 ár
hiti fremst í Nátthaga
Hár hiti er í hrauninu fremst í Nátthaganum, hugsanlega vegna þess að innri kjarni hraunsins í Nátthaga hefur haldist nægilega heitur eftir að gosi lauk til þess að flæða fram og viðhalda hitaástandinu í hrauninu fremst í Nátthaga. Mynd frá embætti forseta Íslands Bláiherinnsendiröllum Suðurnesjamönnumkærar þakkarjóla-ognýárskveðjurog stuðninginní27ár. Óskum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar og þökkum góða samvinnu á árinu sem er að líða Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Guðrún, Vilhjálmur, Ásmundur og Birgir VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 77
kemur á óvart

Harry Potter kemur mér alltaf í jólafílinginn

Það sem stendur upp úr á liðnu ári hjá Ástu Margréti er að fimm nánar vinkonur hennar eignuðust börn og það stækkaði hjarta hennar fimmfalt. Þá flutti hún einnig til Noregs yfir sumartímann. Eins og margir hámhorfir Ásta á Harry Potter myndirnar í kringum hátíðarnar en þær koma henni alltaf í jólafílinginn.

Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða

Hvernig var árið 2022 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2022 var bara mjög venjulegt ár hjá fjölskyldunni minni. Það sem stendur mest upp úr fyrir mér er að fimm af mínum nánustu vinkonum urðu mæður og með því stækkaði hjartað mitt fimmfallt. Ég flutti líka til Noregs yfir sumarið sem var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert.

Ert þú mikið jólabarn?

Ég var alltaf mjög mikið jólabarn en núna eftir að amma mín dó, ekki eins mikið. Jólin eru samt yndislegur tími.

Hvenær er jólatréð yfirleitt sett upp á þínu heimili?

Jólatréð á mínu heimili fer oftast upp þremur dögum fyrir aðfangadag.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

gjöfina frá ömmu þá voru þær allar í pakkanum.

En skemmtilegar jólahefðir? Jólahefðin mín er að hámhorfa á allar Harry Potter myndirnar, en þær koma mér alltaf í jólafílinginn.

Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar?

Ég er alltaf á síðasta snúning að kaupa þessar blessuðu gjafir en þær enda þó alltaf undir trénu.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Lakkrístopparnir eru ómissandi fyrir mér.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Myndi segja að það væru barbie dúkkurnar sem ég talaði um fyrir ofan.

Gleðilegt nýtt bílaár!

Ég man vel eftir því þegar ég var u.þ.b. fimm ára, þá keypti amma þrjár Barbie dúkkur sem áttu að vera fyrir mig og frænkur mínar. Hún faldi þær uppi í skáp hjá sér en ég fann þær allar og elskaði þær við fyrstu sín og var alltaf að fara inní skáp bara til þess að skoða þær. Amma komst greinilega að því (hún sagði samt ekkert við mig þannig að ég bara hélt áfram að skoða þær). Allavega, þegar svo var komin tími fyrir mig að opna

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Nei, myndi ekki segja það en ég er alltaf sátt með skartgripi.

Hvað verður í jólamatinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Eru hefðir í mat?

Það verður örugglega bara svínahamborgarhryggurinn, hann klikkar aldrei seint.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár?

Ég held ég verði bara að vinna og eyða tímanum með vinum mínum og fjölskyldu.

SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 78 // VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
Ásta Margrét Karlsdóttir

Helena Orelj

Jólahefðir í Serbíu eru allt öðruvísi

Hvað stendur

2022? Það sem að

úr

En skemmtilegar jólahefðir?

2022 er ferð

Ég fór í æfingaferð með liðinu mínu til Valencia og það var held ég skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í.

Ert þú mikið jólabarn?

Já! Þó svo að ég sé frá Serbíu og jólin þar eru öðruvísi. Ég elska jól og ég elska að skreyta og setja ljósin upp.

Hvað er það skemmtilegasta við jólin að þínu mati?

Það skemmtilegasta við jólin er hvað allir eru í glaðir og í miklu stuði og að fá að verja tíma með fjölskyldunni og vinum.

Átt þú einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Ég á margar en ein sem ég man vel eftir er þegar ég var sirka fimm eða sex ára gömul og jólasveininn ruglaði nöfnunum á pökkunum í gríni, þannig ég fékk körfubolta sem stóri bróðir minn átti að fá, hann fékk bleiur sem litli bróðir minn átti að fá og hann fékk dúkku eða eitthvað svoleiðis.

Jólahefðir í Serbíu eru allt öðruvísi, fyrst og fremst eru jólin 7. janúar en ekki 24. desember. Við gerum ekkert sérstakt, við erum bara öll saman að borða og skemmta okkur.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið?

Besta gjöfin sem ég hef fengið er örugglega körfuboltaskór.

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir jólin í ár?

Óskalistinn minn í ár er frekar langur en ég fæ örugglega pening fyrir ökukennsluna því ég á að byrja í henni í janúar.

Hvað er í matinn hjá þinni fjölskyldu á aðfangadag?

Maturinn er fjölbreyttur, það er fullt af kökum og nammi en mikilvægasta sem við borðum á hverju ári er svínakjöt.

Hvað ætlar þú að gera í kringum jólahátíðina í ár? Í kringum íslensku jólahátíðina verð ég líklega að vinna og safna pening, ég verð í fríi og hef ekkert að gera en í kringum serbnesku jólahátíðina verð ég heima með fjölskyldunni því það er mikilvægast.

Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
og
í
og
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
Helena Orelj kemur frá Serbíu
segir hún jólin vera öðruvísi þar en hér á landi. Þau halda jólin 7. janúar í stað 24. desember og ætlar hún að nýta íslensku jólahátíðina
að vinna
njóta þess að vera með fjölskyldunni yfir þá serbnesku.
upp
hjá þér árið
stendur upp hjá mér árið
til Spánar.
VÍK ur F r É ttir á su Ð ur N es J um // 79

Jólaupplifun

Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar. Flestum okkar hlakkar til jólanna en það er líka hluti fólks sem fyllist kvíða og angist. Mikill kostnaður fylgir nefnilega jólunum og þó svo jólin séu alltaf dýr þá verða þau enn dýrari í ár út af ástandinu í þjóðfélaginu. Helvítis verðbólgan!

Seðlabankastjóri vill reyndar klína þessu öllu upp á tíðar ferðir landans til Tenerife og hefur eflaust ekkert til síns máls en staðreyndin er sú að verðbólga er í hæstu hæðum um þessar mundir – en þrátt fyrir að jólin séu dýr þá er alveg ljóst að þau koma nú samt með öllu fjörinu sem þeim fylgja. Eitt af því sem fylgir jólunum og færir mörgum kvíða eru gjafirnar. Blessaðar gjafirnar eru alltaf mikill hausverkur á þessum bæ því mér finnst eins og allir í kring um mig eigi nánast allt! Bækur klikka reyndar sjaldan, Engin helvítis ævisaga eftir Keflvíkinginn Sævar Sævarsson eru skyldukaup í þessu bæjarfélagi! (Þetta er spons frá Sævari, ég fæ fría áritun.) Undirritaður er reyndar alveg ferlega slappur í að velja jólagjafir og myndi eflaust gefa Gísla Marteini nagladekk ef hann væri á jólagjafalistanum. Ég er bara alls ekki með þetta og læt því yfirleitt konuna um að velja gjafirnar, meira að segja sína eigin gjöf. Það hefur meira að segja klikkað! Staðreyndin er reyndar sú að flestum okkar þyki það betra að njóta samvista með ástvinum og fjölskyldu en að fá veigamiklar jólagjafir en við vitum það öll að gjafirnar skipta líka máli. Kannski er því bara besta gjöfin upplifun eða samvistir með skemmtilegu fólki. Þekki reyndar einn ágætan mann sem gefur ávallt sínum nánustu eingöngu upplifanir í jólagjafir; gjafabréf í leikhús, út að borða eða aðra dægradvöl. Þetta finnst mér sniðugt, þarna er hægt að stjórna upphæðinni sem hentar þínum fjárhag og svona gjafabréf eftir tvö ár af lokunum og leiðindum hitta beint í mark, t.d. að gefa ömmu og afa miða á eitthvað af þessum glæsilegu þorrablótum sem verða loksins snemma á nýju ári, koma þeim út úr húsi í fjörið.

Eftir þessa Covid-tíð þá kann fólk nefnilega að meta það mun meira en áður, frelsið til að fara út og njóta afþreyingar í góðum félagsskap. Ætla sjálfur að einblína á þessar gjafir um þessi jól og hvet ykkur sem ætlið að

gera það sama að horfa hingað heim þegar á að velja afþreyingu. Reykjanesbær/Suðurnesin eru nefnilega stútfull af flottum veitingastöðum og ýmis konar afþreyingu. Því eins og sagt er: „Það þarf ekki að leita langt yfir skammt.“

LOKA ORÐ

Gleðilega hátíð!

Mundi
Upplifðu – Vertu – Njóttu OPNUNARTÍMAR Mán–Fös 12–18 Lau 11–16
vf is Daglegar fréttir um jólin á

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.