Víkurfréttir 47. tbl. 45. árg.

Page 1


Jólablaðið í næstu viku

Við kynnum ný og vegleg apptilboð á jólavörum á hverjum degi frá 1. til 24. desember.

Viðræður um sameiningu settar á bið

Það er víða búið að skreyta með litskrúðugum jólaljósum

Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna Voga, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar leggur til við sveitarstjórnirnar að beðið verði með ákvörðun um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna þar til fyrir liggur lágmarks yfirlýsing um að stjórnvöld muni koma til móts við sveitarfélögin varðandi þær forsendur sem þurfa að liggja fyrir áður en til afgreiðslu kemur í bæjarstjórnunum. Sameiningarmálin voru tekin fyrir í bæjarráði Suðurnesjabæjar á síðasta fundi. Í erindi verkefnastjórnarinnar er gerð grein fyrir vinnu verkefnisstjórnar og þeim forsendum sem hún telur þurfa að liggja fyrir áður en bæjarstjórnir sveitarfélaganna taka ákvörðun um framhald málsins.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkir samhljóða að beðið verði með ákvörðun um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

Tólf milljarða stækkun og endurbætur í Svartsengi

Framkvæmdir við stækkun og endurbætur jarðvarmaversins í Svartsengi hafa gengið vel á árinu þótt náttúruöflin á Reykjanesi hafi boðið upp á ýmsar áskoranir. Um 90 manns vinna nú dag hvern að framkvæmdinni en fyrsta skóflustungan var tekin fyrir sléttum tveimur árum.

Verkið er nánast á áætlun en óhjákvæmilegar tafir vegna jarðhræringa, eldgosa og gasmengunar hafa að stærstum hluta verið unnar til baka þökk sé samhentu átaki og góðri samvinnu allra sem að verkinu koma. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 12 milljarðar króna og er stefnt að gangsetningu virkjunarinnar síðla árs 2025. Sjá nánar á síðu 4.

Verktakar í Svartsengi hafa á árinu öðlast mikla reynslu í að leggja vegi yfir nýrunnið hraun. Um liðna helgi var unnið að því að leggja nýjan Grindavíkurveg yfir hraunbreiðuna sem rann við Svartsengi 21. nóvember síðastliðinn. Fyrst rann hraun yfir Grindavíkurveg í eldgosinu í febrúar. Eldgosið sem varð í lok maí tók Grindavíkurveg beggja vegna Svartsengis og vegurinn fór svo í þriðja sinn undir hraun í nóvember. Því gosi er formlega lokið og landris er hafið að nýju undir Svartsengi. Miðað við þann tíma sem síðasta landris tók má gera ráð fyrir að dragi aftur til tíðinda seint í febrúar á næsta ári. Myndina tók Ísak Finnbogason, ljósmyndari Víkurfrétta.

Útboð Fríhafnarinnar kært

Útboð Isavia á rekstri fríhafnarverslana í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið kært en nýlega var greint frá því að þýska fyrirtækið Heinemann tæki við rekstrinum í mars 2025 en samningurinn er til næstu átta ára.

Þetta sama fyrirtæki rekur fríhafnarverslanir víða í Evrópu og þar á meðal á alþjóðaflugvöllunum í Ósló og Kaupmannahöfn. Áætlanir gerðu ráð fyrir að Heinemann tæki við fríhafnarverslunum á Keflavíkurflugvelli í mars á næsta ári en nú gæti orðið á því bið þar sem ákvörðun Isavia um val á tilboði í útboðinu hefur verið vísað til Kærunefndar útboðsmála. „Málið er í ferli þar,“

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

segir í svari Isavia við fyrirspurn vefmiðilins FF7.

Vefmiðillinn hefur greint frá því í fréttum að Fríhöfnin hafi keypt inn vörur af íslenskum birgjum fyrir um sex milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er ljóst að þessi breyting mun hafa mikil áhrif á þá en mjög stór hluti tekna þeirra kemur frá sölu varnings til Fríhafnarinnar eða frá 30 til 50%. Heinemann kaupir almennt inn vörur í gegnum vörulager sinn í Þýskalandi.

VF greindi frá áhyggjum Suðurnesjamanna af afdrifum starfsfólks en vel á annað hundrað manns hafa starfað í Fríhöfninni í langan tíma og lang flestir búsettir á Suðurnesjum. Í fyrirspurn

Botndýr

VF fengust þau svör að réttindi og skyldur núverandi starfsmanna færðust yfir til hins nýja aðila og að engar uppsagnir yrðu við breytinguna. Vitað er að all nokkrir starfsmenn hafi þegar ákveðið að hætta störfum þegar þýska fyrirtækið tekur við á nýju ári.

gætu orðið dýr

Lífeyrisskuldbindingum starfsmanna verkefnisins „Botndýr á Íslandsmiðum“ frá árunum 1992 til 2013 er nú kastað milli fjármála- og efnahagsráðuneytis og Suðurnesjabæjar. Unnið var að verkefninu í Sandgerði á sínum tíma. Lífeyrisskuldbindingarnar hafa legið hjá sveitarfélaginu en Sandgerðisbær og síðar Suðurnesjabær hafa unnið að því að ríkið samþykki að taka yfir skuldbindingarnar, enda var starfsemin á höndum ríkisins og stofnana þess á sínum tíma en ekki sveitarfélagsins.

Í erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti varðandi erindi frá Suðurnesjabæ um að ríkið taki yfir lífeyrisskuldbindingar starfsmanna sem unnu að botndýrarannsóknum á árunum 1992-2013 kemur fram að vilji sé til að ríkið taki á sig allt að 50% af heildar skuldbindingu vegna málsins, en skuldbindingin stendur nú í 150 milljónum. Í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar er samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að leita frekari gagna sem geti leitt til þess að ríkið taki á sig meiri hluta skuldbindinganna en fram kemur í erindi ráðuneytisins. Ef það gengur ekki eftir samþykkir bæjarráð samhljóða að fallast á að ríkið taki á sig 50% af heildar skuldbindingu.

Benda á að Suðurnesjabær er leiðandi sveitarfélag í samstarfi sveitarfélaganna

Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum frá 8. nóvember sl. var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar á dögunum. Í erindi Vogamanna kemur fram að Bæjarráð Voga samþykkti samhljóða að óska eftir því við Suðurnesjabæ að ráðinn verði sviðsstjóri Sveitarfélagsins Voga inn í samrekstur sveitarfélaganna tveggja á sviði félagsþjónustu og fræðslumála, í samræmi við tillögur í minnisblaði. Óskað er eftir að gert verði ráð fyrir stöðugildi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Voga í samrekstri sveitarfélaganna í fjárhagsáætlun 2025. Í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir að bæjarráð samþykki samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við Sveitarfélagið Voga um erindið, en bendir á með tilvísun í 96.gr. sveitarstjórnarlaga að Suðurnesjabær er leiðandi sveitarfélag í samstarfi sveitarfélaganna um þau málefni sem samningar milli sveitarfélaganna ná yfir.

Ræða við HS Veitur

um samruna

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við HS Veitur ehf. um mögulegan samruna Vatnsveitu Suðurnesjabæjar við HS Veitur ehf. Minnisblað frá bæjarstjóra um Vatnsveitu Suðurnesjabæjar og eignarhald var tekið fyrir á fundinum. Vatnsveita í Garði er í eigu HS Veitna en vatnsveitan í Sandgerði er í eigu sveitarfélagsins.

Við kynnum ný og vegleg apptilboð

á jólavörum á hverjum degi til jóla.

fimmtudagur föstudagur laugardagur

Með appinu færðu appslátt af öllum vörum í hvert skipti sem þú verslar. Afslátturinn birtist sem inneign í appinu. Inneignina má nýta í verslunum um allt land.

Besta verðið á jólabókum

Ævintýrið mitt eftir Dodda dreka Paul Nicholls

Pipp og Pósý Gleðilegustu jólin!

Frá

rafn Magnús Jónsson, yfirverkefnisstjóri sva7 og tómas Már sigurðsson, forstjóri. Myndir/aron ingi gestsson.

Rífandi gangur í framkvæmdum í Svartsengi

n Kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins í Svartsengi 12 milljarðar. Gangsetning áætluð síðla árs 2025

Þótt náttúruöflin á Reykjanesi hafi boðið upp á ýmsar áskoranir á árinu sem senn er á enda hafa framkvæmdir við stækkun og endurbætur jarðvarmaversins í Svartsengi gengið vel. Um 90 manns vinna nú dag hvern að framkvæmdinni en fyrsta skóflustungan var tekin fyrir sléttum tveimur árum. Verkið er nánast á áætlun en óhjákvæmilegar tafir vegna jarðhræringa, eldgosa og gasmengunar hafa að stærstum hluta verið unnar til baka þökk sé samhentu átaki og góðri samvinnu allra sem að verkinu koma. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um tólf milljarðar króna og er stefnt að gangsetningu virkjunarinnar síðla árs 2025.

Fjöldi stórra og smárra verktaka

Flestir starfsmannanna eru á vegum aðalverktakanna Ístaks, Rafal og HD en fjöldi annarra

verktaka og undirverktaka koma að málum. Verkís hannar virkjunina, Lota fer með forritun á stjórnkerfi og Ellert Skúlason ehf sá um jarðvinnu. Fyrirtækin Dip Work,

LBC, Stjörnublikk, Topplagnir, Ari Oddsson ehf og JRS koma einnig að þessari miklu framkvæmd. Sjö starfsmenn HS Orku vinna að staðaldri við utanumhald verksins en Strendingur fer með byggingaog verkefnisstjórn mannvirkja.

Orkuver í sjö áföngum

Í daglegu tali gengur framkvæmdin undir nafninu Svartsengi 7 (SVA7) sem vísar til þess að hér er um að ræða sjöunda jarðvarmaverið sem reist er í Svartsengi en hið fyrsta var tekið í notkun árið 1976,

tveimur árum eftir að Hitaveita Suðurnesja, forveri HS Orku, var stofnuð. Nýja orkuverið leysir af hólmi tvö af eldri orkuverunum auk þess sem framkvæmdin felur í sér umtalsverðar endurbætur á ýmsum búnaði sem lýtur að heitavatnsframleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er að því að með stækkuninni aukist raforkuframleiðslugetan í Svartsengi um allt að þriðjung en framleiðslugetan er í dag um 66 MW.

boðið í aðventukaffi

Um miðja síðustu viku bauð HS Orka öllum sem koma að verkinu í morgunkaffi í tilefni aðventunnar og smellti ljósmyndarinn Aron Ingi Gestsson meðfylgjandi myndum af hópnum. Það var glatt yfir mannskapnum enda vinnst hratt undan hópnum og farið er að glitta í lokatakmarkið þrátt fyrir allskyns andstreymi af náttúrunnar völdum síðastliðna þrettán mánuði.

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI VALTÝSSON, Skúlagötu 20, Reykjavík,

lést föstudaginn 29. nóvember á heimili sínu eftir stutt veikindi. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 17. desember klukkan 13:00.

Guðrún Bjarnadóttir Karen Bjarnadóttir Georg Aspelund Þorkelsson Jónína Guðný Árnadóttir Sveinbjörn Högnason barnabörn og barnabarnabörn

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Reykjanesbæ,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 30. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 12. desember klukkan 13.

Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.

Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS fyrir frábæra umönnun.

Sæmundur Pétursson

Guðrún Ósk Sæmundsdóttir LaCombe Kirk LaCombe

Helgi Sæmundsson Andrew Ari LaCombe

vinstri: ásta Ósk stefánsdóttir, staðarstjóri Ístaks, sunna björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs,

Óskum íbúum í Suðurnesjabæ til hamingju með nýjan leikskóla

Grænuborg

Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Rétturinn

Geðræktarmiðstöð Suðurnesja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan gekk nýlega frá vali á þrettán samfélagsverkefnum víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Björgin, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja í Reykjanesbæ, fyrir verkefnið Bjargráð, sem snýst um að ræða við notendur, fá fræðslu og meta hver þau bjargráð eru sem talið er að geti nýst notendahópi miðstöðvarinnar sem best.

Björgin er tvískipt úrræði, bæði athvarf og endurhæfing fyrir einstaklinga með hvers konar geð-

heilsuvanda. Björgin stefnir á að nýta Bjargráð sem fræðslutól í formi fyrirlestra og bæklinga og bóka sem geta nýst notendum. Er markmiðið að gera bjargráðin skýr og aðgengileg og virkja notendur til að nýta sér þau bjargráð sem henta þeim best að hverju sinni.

samfélagsstyrkir krónunnar 2024

Krónan valdi nýlega þrettán verkefni víða um land sem hljóta samfélagsstyrk Krónunnar í ár en á hverju hausti eru valin verkefni

úr fjölda umsókna, sem hljóta styrkinn. Langflest þeirra eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins en eiga það öll sameiginlegt að stuðla að jákvæðum áhrifum á uppbyggingu í nærsamfélögunum á þeim þéttbýlisstöðum þar sem Krónan er til staðar. Verkefnin eiga það einnig sameiginlegt að ýta undir umhverfisvitund eða aukna lýðheilsu í formi áherslu á hollustu og/ eða hreyfingu þar sem sjónum er einkum beint að ungu kynslóðinni.

F.v. Heiðdís inga Hilmarsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá krónunni, emelía Nótt Önundardóttir, ráðgjafi hjá björginni, og Jón Þór kristinsson, verslunarstjóri krónunnar á Fitjum.

Rauð jól sjóhunda á Suðurnesjum?

Núna sit ég við tölvuna mína í Sandgerði, er loksins heima eftir mikið flakk um landið og hef skrifað þessa pistla svo til út um allt land. Jólastemmningin ræður ríkjum núna í desember, þennan síðasta mánuð ársins 2024, og þó stutt sé liðið af þessum mánuði þá hefur tíðin bara verið nokkuð góð og bátar hafa komist á sjóinn, þar með talið nokkrir handfærabátar. Desember myndi nú seint teljast vera góður mánuður til þess að stunda handfæraveiðar, út af veðrum sem og lítilli birtu en fjórir færabátar frá Sandgerði hafa farið út, veiðin hjá þeim var treg. Guðrún GK var með 217 kg í einni löndun og af því var ufsi 109 kíló. Teista ÁR var með 72 kíló í einni löndun og af því var ufsi 42 kíló.

Snorri GK var með 143 kíló, af því var ufsi 78 kíló og Dímon GK var hæstur með 225 kíló, af því var ufsi 109 kíló. Reyndar er það nú þannig að verð á ufsa er nú nokkuð gott, þennan dag sem að bátarnir réru þá var meðalverðið um 260 til 270 krónur fyrir óslægðan ufsa, leiguverð á ufsakvóta er á sama tíma um 40 til 50 krónur.

Reyndar er mikil jákvæðni í gangi núna hjá þeim útgerðarmönnum sem gera út handfærabáta því eftir niðurstöður úr nýafstöðnum alþingiskosningum eru menn bjartsýnir á að meira verði gert fyrir færabátanna, við skulum sjá hvernig það fer eftir að ný ríkisstjórn tekur til starfa.

Þónokkrir bátar hafa verið á línuveiðum frá Sandgerði og veiðin hjá þeim verið nokkuð góð. Hópsnes GK er með 11,4 tonn í tveimur róðrum, Dúddi Gísla GK með 35,8 tonn í fimm róðrum og mest 9,1 tonn. Fjölnir GK með 43 tonn í sex róðrum og mest 9,1 tonn, reyndar landaði hann í Grindavík í einni löndun. Margrét GK með 44,8 tonn í fimm róðrum og mest 10,2

tonn og Óli á Stað GK 55,3 tonn í sjö róðrum, mest 8,4 tonn. Svo er nýr bátur að koma til veiða til Sandgerðis núna um áramótin. Sigurður Aðalsteins hefur fest kaup á stálbát með skipaskrárnúmerið 1458 en Stakkavík ehf. átti og gerði út þennan bát í um tíu ár og hét hann þá Gulltoppur GK, hann var síðan seldur til Hríseyjar og gerði þá út á dragnót. Skipstjóri á honum var Grétar Þorgeirsson sem var lengi skipstjóri á Farsæli GK frá Grindavík. Þó svo að Ísey EA hafi verið skráð frá Hrísey þá réri báturinn mjög víða, svo til allt í kringum landið en hérna fyrir sunnan þá landaði báturinn bæði í Grindavík og Sandgerði, þó meira í Sandgerði. Núna hefur báturinn fengið nafnið Margrét GK 27 og skipstjórinn á bátnum er Ástgeir Finnsson, hann er ekki óvanur að róa frá Sandgerði því hann réri á Kristbjörgu HF sem Siggi átti og gerði út frá Sandgerði, líka á dragnót. Báturinn hafði legið í Hafnarfirði í tæp tvö ár en var síðan siglt til Njarðvíkur og var báturinn tekinn í slipp og málaður og unnið að ýmsum lagfæringum. Ástgeir ráðgerir að taka prufutúra milli jóla og nýárs. Reyndar er það nú þannig að það stefnir í að það verði allt að sex

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

dragnótabátar að róa frá Sandgerði eftir áramótin. Það eru Nesfisksbátarnir sem eru þrír, Maggý VE og síðan tveir nýir bátar. Margrét GK 27 og Stapafell SH sem hefur verið að róa frá Reykjavík til veiða í Faxaflóanum en skipstjórinn á Stapafelli SH er Elli Bjössi Halldórsson sem býr í Njarðvík en Pétur Pétursson útgerðarmaður í Ólafsvík gerir út Stapafell SH, hann gerir líka út tvo báta sem báðir heita Bárður SH. Reyndar er ein ansi áhugaverð tenging við Ella Bjössa og Grétar sem var skipstjóri á Ísey EA. Þegar að Farsæll GK var seldur þá var hann seldur til Bolungarvíkur og þar fékk báturinn nafnið Finnbjörn ÍS og skipti þá báturinn um lit og varð fallega gulur á litinn. Skipstjóri á þeim báti var títtnefndur Elli Bjössi.

Núna vantar bara snjóinn til að gera þetta jólalegra en er núna. Veit nú ekki hvort allir séu sammála mér um það að fá snjóinn en allavega í desember þá þarf að vera snjór. Enginn rauð jól, bara hvít og notaleg.

Skafmiðaleikur Víkurfrétta , verslana og fyrirtækja á Suðurnesjum

VINNINGSHAFAR Í FYRSTA ÚTDRÆTTI

50 þús. kr. Nettó app inneign - Helena Svava Hjaltadóttir, Heiðarholti 5, Garði Reykjanes Optikk 30 þús. kr. gjafabréf - Þóra Björk Ottesen, Hringbraut 83, Keflavík

DOMO klakavél frá Húsasmiðjunni - Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir, Faxabraut 7, Keflavík

15 þús. kr. Nettó app inneign - Jóhanna María Gylfadóttir, Baugholti 17, Keflavík

15 þús. kr. Nettó app inneign - Sindri Snær Sigurðarson, Sunnubraut 14, Keflavík

15 þús. kr. Nettó app inneign - Snorri Fannar Ómarsson, Einidal 11, Reykjanesbæ

15 þús. kr. Nettó app inneign - Sólveig Þórðardóttir, Víkurbraut 17, Keflavík

15 þús. kr. Nettó app inneign - Hanna B. Valdimarsdóttir, Blikatjörn 1, Reykjanesbæ

15 þús. kr. Nettó app inneign - Sigríður Eysteinsdóttir, Hrauntúni 6, Keflavík

15 þús. kr. Nettó app inneign - Jóhann Sædal, Mardalur 5, Reykjanesbæ

VF er boði hjá þessum aðilum

af allri vöru.

HÓLAGÖTU OG FITJUM

KROSSMÓA IÐAVÖLLUM

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember.

Annar útdráttur verður 16. og þriðji 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa eða Nettó Iðavöllum.

IÐAVÖLLUM Samtals að verðmæti um 2 milljónir króna!

Piccolo býður upp á hágæða

föt fyrir yngri kynslóðina

„Við sáum þessa búð auglýsta til sölu og þar sem Alma nennti ekki að hanga bara heima með nýfædda dóttur okkar, ákváðum við að stökkva á Piccolo og sjáum ekki eftir því,“ segja þau Jónmundur Aron Tómasson og Alma Dís Sigurbjörnsdóttir en þau eiga og reka barnavöruverslunina Piccolo á Hafnargötu 54 í Reykjanesbæ. Þau tóku við rekstrinum 30. október og eru hægt og örugglega að setja sín fingraför á búðina og hafa m.a. látið hanna nýtt lógó og þegar blaðamann bar að garði var nýbúið að líma það á veggi og í glugga verslunarinnar.

Jónmundur sem hafði átt heima í Hafnarfirði frá sex ára aldri, þegar hann flutti þangað frá Grindavík, er að vinna í Reykjavík og Alma Dís á ættir að rekja til Grindavíkur en lítur þó á sig sem Keflvíking, hún er af hinni þekktu Teigs-ætt í Grindavík en Guðmundur Elvar Jónsson sem var umboðsmaður Shell í Grindavík til fjölda ára, er afi hennar.

„Við fluttum í Innri-Njarðvík árið 2020, um svipað leyti og þessi búð var stofnuð af fyrri eigendum. Yngri dóttir okkar er þriggja mánaða gömul og þegar Alma lýsti yfir áhuga á að fara gera eitthvað í stað þess að hanga bara heim með Ivý, var ég nýbúinn að koma auga á þessa búð til sölu. Ég skaut þessu að Ölmu og hér erum við í dag og gætum ekki verið ánægðari. Við tókum við góðu búi en þó ætlum við að endurnýja vöruúrvalið og erum með okkar hugmyndir í þeim efnum. Við viljum geta boðið upp á góð föt á börn og geta boðið þau á sanngjörnu verði. Við erum líka með barnaleikföng og barnakerrur en höfum ekki farið út í

að vera með barnavagna. Sömuleiðis erum við með bílstóla og flestir þannig að hægt er að snúa barninu 360°. Ég er líka stoltur að geta sagt frá barnabíl-sesunum en ég fór á stúfana eftir að ég lenti

næstum því í bílslysi og var með son minn á sessu sem var laus. Ég þurfti að snarhemla og sessan fór næstum undan drengnum og það getur verið hættulegt. Þess vegna fundum við mjög góða sessu sem festist við aftursætið eins og barnastólar gera, þannig er sessan alltaf undir barninu og veitir því miklu meira öryggi,“ segir Jónmundur. eigin fatalína?

Alma Dís hefur alltaf haft áhuga á fötum og fatahönnuðurinn blundar í henni.

„Ég hef alltaf haft áhuga á fötum og þá sérstaklega barnafötum og þess vegna var þetta eins og himnasending fyrir mig þegar Jónmundur sagði mér frá þessari búð til sölu. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna og hlakka til þegar við verðum komin með okkar vörur til sölu, við erum svo nýlega tekin við og sumt af því sem var til í búðinni er ennþá til sölu. Mjög flott föt en okkur langar til að koma með okkar vörur inn í búðina en fyrsta sending frá okkur er úr jólalínu frá dönsku merki sem heitir Fliink, við erum í viðræðum við önnur falleg merki frá Danmörku og hlakkar okkur mikið til að fara bjóða upp á þær vörur sem okkur sjálfum líst best á. Við erum með stóra sýn á breytingum fyrir búðina og hlakkar okkur mikið til að geta boðið upp á vinsælar og fallegar vörur á flottu verði fyrir fólk á Suðurnesjum. Draumur okkar er síðan að hanna okkar eigin fatalínu undir Piccolo. Ég er ekki lærður fatahönnuður en er með hugmyndir í kollinum hvernig fötin eiga að líta út og hlakka til að finna aðila sem getur hrint þessu í framkvæmd

fyrir okkur. Við viljum bjóða upp á góð gæði og markmið okkar er að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef verið að skjótast með vörur eftir lokun til kúnna hér í Reykjanesbæ, við tökum glöð á móti ábendingum um vöruúrval og fleira, erum alltaf með heitt á könnunni og viljum að fólki líði vel inni í búðinni hjá okkur. Jónmundur er mjög handlaginn, er búinn að taka allt í gegn og mála og við erum afskaplega ánægð með útkomuna, við teljum hlýtt og notalegt andrúmsloft hér hjá okkur. Það er búið að vera mikið álag á Jónmundi, hann er í 100% vinnu í Reykjavík og hefur verið 100% til staðar hér en nú erum þessum breytingum að mestu lokið og ég hlakka til að byggja búðina upp til framtíðar. Við erum lítið fjölskyldu fyrirtæki sem viljum bjóða upp á fallega og sanngjarna barnavörubúð á Suðurnesjum, okkur finnst vanta svona búð hér, það er gott að þurfa ekki alltaf að fara í bæinn fyrir það. Við munum bæta vel í vöruúrvalið fyrir tveggja til tíu ára aldurshópinn á komandi ári,“ sagði Alma að lokum.

„Draumastarfið mitt“ segir Vilborg Einarsdóttir

Blómaskreytingar og gjafavara í Blómaskúr Villu

„Ég hef haft gaman af föndri síðan ég man eftir mér og því er ég að vinna draumastarfið,“ segir Vilborg Einarsdóttir, eigandi Blómaskúrs Villu en hún ákvað að láta á draum sinn reyna um það leyti sem covid var skollið á, og opnaði verslun á Hafnargötunni eftir að hafa verið í bílskúrnum sínum að gera blómaskreytingar fyrir vini og vandamenn. Reksturinn hefur vaxið og þurfti hún að stækka við húsnæðið og unir hag sínum vel á Hafnargötu 54.

Villa var búin að vera vinna hjá Blómavali við blómaskreytingar en vildi verða sinn eigin herra, já eða frú og sér ekki eftir að hafa farið út í sjálfstæðan rekstur.

„Ég var búin að vinna við sitt lítið af hverju og var svo farin að vinna í Blómavali og þá kviknaði áhuginn á blómaskreytingum og ég vissi að þetta langaði mig til að gera og þá fór að blunda í mér að fara sjálfstætt. Ég var aðeins byrjuð

heima í skúrnum að gera blómaskreytingar, þess vegna heitir búðin mín Blómaskúr Villu, mér fannst ekki ástæða til að breyta um nafn þótt ég hafi fært mig hingað á Hafnargötuna. Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf haft gaman að alls kyns föndri og ég hlakka alla daga til að mæta í vinnuna, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri, áhuginn verður að vera til staðar, annars hefur maður ekkert að gera í þessum bransa að mínu mati. Maðurinn minn spurði mig hvort ég væri viss þegar ég vildi opna hér á Hafnargötunni í miðju covid og ég var fullviss, sagði honum að það versta sem myndi gerast væri að við myndum loka. Þegar ég byrjaði var ég bara öðru megin í húsnæðinu, leigði svo hinn hlutann og braut á milli og þar með stækkaði búðin til muna, það veitti heldur betur ekki af. Ég gat ekki annað en hlegið um daginn þegar ég var að skoða myndir af búðinni eins og hún var, þá var ég kannski með fimmtán vörur í hillunum, í dag eru þær talsvert fleiri. Það hefur gengið mjög vel allan tímann, þess vegna stækkaði ég við mig.“

lifir ekki á blómunum einum

Villa segir að nánast sé ógerningur að lifa bara af blómasölu og -skreytingum og þess vegna er Blómaskúr Villu líka gjafavöruverslun.

„Það er alltaf talsvert að gera í alls kyns blómaskreytingum og að selja blóm en ég held að erfitt yrði að lifa bara af því. Það er alltaf vinsælt að gefa konunni eða kærustunni rós eða flottan blómvönd en svo eru alltaf blómaskreytingar við hin og þessi tilefni, brúðkaup og

jarðarfarir t.d. Ætli blómasalan og -skreytingarnar og gjafavörurnar séu ekki bara svipað stórar sneiðar í kökunni, blómin og -skreytingarnar hafa alltaf verið svipað stór en svo bætist gjafavaran við sem er auðvitað bara jákvætt fyrir mig. Gjafavöruna tek ég alla frá Hollandi, það er eitthvað við landið sem hefur alltaf heillað mig og þeir eru með fallega gjafavöru. Þeir eru með öðruvísi vöru sem mig langaði að taka inn og gat komið mér í samband við góðar heildsölur. Ég er aldrei lengi með sömu

vöruna, um leið og eitthvað klárast þá kaupi ég ekki meira af henni heldur finn nýjar vöru, þannig hefur þetta alltaf verið hjá mér. Tíminn fyrir jólin er alltaf stærstur hjá mér og þá er ég auðvitað með jólavörur og svo eru árstíðabundnir fastir punktar eins og vorin, þá er ég með meira úrval af blómum en hina hluta ársins er ég bara með fjölbreyttar gjafavörur sem eiga við öll tilefni. Það eru tískubylgjur í þessu eins og öðru, jólavörurnar eru oft svipaðar ár frá ári en þó alltaf eitthvað nýtt sem gerir starf mitt ennþá skemmtilegra. Gjafavara er alltaf góð í jólapakkann og að sjálfsögðu býð ég upp á innpökkun, það er ekki auðvelt fyrir alla að pakka inn gjöfum en ég vil trúa að ég sé orðin ansi góð í þeirri listgrein. Fólk getur komið með aðra gjafavöru en þá sem ég sel og fengið hana innpakkaða en ég dreg línu við önnur blóm, ef viðkomandi blómasali getur ekki boðið upp á að pakka blóminu vel inn, ætla ég ekki að hlaupa undir bagga. Ég tek öllum fagnandi og hlakka til að hitta Suðurnesjafólk og aðra í aðdraganda jólanna,“ sagði Villa að lokum.

JÓLAVERSLUNIN

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Mjólk og ostur í sjoppunni Úrvalið vex hægt en örugglega

„Síðasta eldgos er búið og þá getum við spýtt í lófana,“ segir Bjarney Mahmutaj Högnadóttir en hún er Grindvíkingur sem hefur staðið í atvinnurekstri síðan 1. janúar árið 2021 þegar hún og eiginmaður hennar, Aljosha Mahmutaj, sem er frá Albaníu, festu kaup á sjoppu í verslunarmiðstöðinni svokölluðu í Grindavík, sjoppu sem hélt nafni sínu, Söluturninn Skeifan, og hefur verið í góðum rekstri en hamfarirnar settu vissulega strik í reikninginn.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Bjarney og Aljosha hafa nýlega fjölgað mannkyninu og var dóttirin Viktoría með mömmu sinni þennan dag, miðvikudaginn 20. nóvember, en þá var Hanna Þóra Agnarsdóttir, sem hefur verið í vinnu hjá hjónunum, á vaktinni og afgreiddi viðskiptavini um pylsur og annað á meðan Bjarney gat sinnt Viktoríu og spjallað við blaðamann.

„Þetta er búið að vera krefjandi ár, því er ekki hægt að neita. Við rýminguna í nóvember í fyrra fórum við í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í Gnúpverjahreppi, svo í íbúð á Selfossi, þaðan

í Garðabæ og erum núna búin að koma okkur fyrir í Hafnarfirði. Við ætlum ekki að kaupa okkur fasteign, við viljum bara koma heim til Grindavíkur en það er auðvitað flókið á meðan ekkert skólahald er í Grindavík. Við erum búin að selja Þórkötlu en viljum gera samning sem gerir okkur kleift að dvelja eitthvað í húsinu. Ég trúi hreinlega ekki öðru en forsvarsfólk Þórkötlu endurhugsi þetta tilboð sem þeir kynntu í síðustu viku. Hver er að fara borga fyrir að sjá um viðhald fyrir Þórkötlu og það er ekkert í því fyrir Grindvíkinginn? Við

reyndum að fá að geyma hluta búslóðar í húsinu en fengum þvert nei, það hlýtur að blasa við hversu gríðarlega stór mistök voru gerð í þessu ferli öllu og mér finnst Þórkatla skulda okkur

heimsókn. Það hefur nú alltaf verið meira úrval hjá okkur en við erum hægt og bítandi að auka við vöruúrvalið, við erum með vefjurnar okkar góðu, subs, crepes og pylsur og allt helsta gos, sælgætið mætti vera meira en úrvalið mun aukast eftir því sem fleiri koma. Þar sem Nettó er ekki opin bjóðum við upp á mjólk, ost og það helsta í ísskápinn en ég vona nú innilega að Nettó muni opna sem fyrst, því þá veit ég að fjöldi Grindvíkinga verður orðinn það mikill og það er gleðiefni.

Grindvíkingum að koma með aðlaðandi mótleik fyrir okkur, bæði til að bjarga þessum húsum frá eyðileggingu en ekki síst til að reyna bjarga samfélaginu sem við öll söknum svo sárt.“

Deildarstjóri

Leikskólakennari óskast til starfa frá og upp úr áramótum 2025 í

Heilsuleikskólann Skógarás, Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum í tölvupósti skogaras@skolar.is eða eða í síma 420-2300.

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2024.

Helstu verkefni og ábyrgð

• Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra

• Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni

• Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga

• Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi

• Ber ábyrgð á foreldrasamvinnu

• Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

• Leyfisbréf kennara eða menntun sem nýtist í starfi

• Æskileg reynsla af leikskólastarfi

• Áhugi á að vinna með börnum

• Færni í samskiptum og samstarfshæfileikar

Fríðindi í starfi

• Heilsuhvetjandi starfsumhverfi

• Samgöngustyrkur

• Viðverustefna

• Heilsustyrkur

Mjólk og ostur í sjoppunni

Hjónin hafa verið dugleg að reyna hafa opið, þau voru búin að opna í desember og svo aftur í janúar og eru komin á fullt núna, eins langt og það nær m.v. núverandi aðstæður.

„Við opnuðum aftur 4. nóvember og höfum verið með opið alla daga frá 11 til 17. Það hefur verið mjög mikið að gera og við kvörtum

Nú er nýjasta eldgosið búið og þ.a.l. gefum við meira í og aukum við þjónustuna. Nú vona ég bara að yfirvöld, Þórkatla og allir Grindvíkingar geti snúið bökum saman og farið að vinna hlutina meira í sameiningu. Það er nóg komið af alls kyns bulli og leiðindum og því miður hef ég á tilfinningunni að þetta ástand sé aðeins búið að sundra okkur Grindvíkingum, þ.e. þeirra sem geta ekki snúið strax til baka eða treysta sér ekki til þess, og þeirra sem eru fluttir heim nú þegar. Við erum öll gul og eigum að sýna hvert öðru umburðarlyndi og skilning. Ég hlakka mikið til þegar ég verð búin að endurheimta yndislega samfélagið mitt,“ sagði Bjarney að lokum.

NÝBURAR

Skólar ehf. hafa samið við Garðabæ um rekstur á nýjum sex deilda leikskóla í Urriðaholti sem opnar í september nk. Skólar ehf. er um 20 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fjóra heilsuleikskóla sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins. Leikurinn, hreyfingin, næringin og sköpunin er okkar Áhersla er lögð á öruggt og hlýlegt umhverfi fyrir leik og þroska þar sem öll börn fá að upplifa leikskólann á sama hátt óháð hreyfigetu.

• Metnaðarfullt starfsumhverfi

• Vilji til að taka þátt í þróun á faglegu starfi og láta til sín taka

• Þrjár heilsusamlegar máltíðir á dag

Skólar ehf. ætla sér að verða leiðandi á sviði heilsueflingar leikskólastarfi á Íslandi þar sem Heilsustefnan er höfð að leiðarljósi og viðmið fyrir faglegt starf og rekstur heilsuleikskóla.

Á góðum vinnustað er líkamleg og andleg heilsa í fyrirrúmi

• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og faglegur metnaður

Það er ekki nóg að börnin séu heilsuhraust,

• Lausnarmiðun

• Góð íslenskukunnátta er skilyrði

• 40% afsláttur af tímagjaldi leikskólabarna í leikskólum Reykjanesbæjar (ef við á)

• Vetrarfrí að hausti og vori, jólafrí og páskafrí

Heilsuleikskólinn Skógarás er fjögurra deilda leikskóli með um 80 börnum. Skólar ehf. er 24 ára gamalt félag sem rekur fjóra aðra Heilsuleikskóla í sveitarfélögunum Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík. Allir leikskólarnir innan vébanda Skóla ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar sem kjarnast um heilsu og lífsgæði nemenda, starfsfólks og nærsamfélagsins.

Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“

Stúlka fædd 7. desember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 2.948 grömm. Lengd: 50,5 sentimetrar. Móðir er Steinunn Ósk Magnúsdóttir. Búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Stefanía Ósk Margeirsdóttir.

Stúlka fædd 7. desember 2024 á ljósmæðravakt HSS. Þyngd: 3.220 grömm. Lengd: 47 sentimetrar. Foreldrar eru Hanna SieriekBasan og Oleksandr Beylekchy. Búsett í Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Rebekka Jóhannesdóttir.

NÝR ÞÁTTUR Á FÖSTUDÖGUM

YOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS

Við sjálfboðaliðar björgunarsveitanna göngum svo sannarlega í takt

Björgunarsveitin Suðurnes fagnaði 30 ára afmæli í apríl síðastliðnum en sveitin er sameinuð úr þremur björgunarsveitum sem eiga sér þó sögu allt til ársins 1931 þegar að Slysavarnardeildin Eldey var stofnuð í Höfnum. Björgunarsveitin hefur stuðlað að öflugu leitar- og björgunarstarfi allt frá stofnun hennar í Reykjanesbæ og hefur mikið mætt á sveitinni og sjálfboðaliðum hennar í kjölfar jarðhræringana á Suðurnesjum undanfarin ár eins og öðrum sveitum á suðvesturhorni landsins og meira að segja landinu öllu. Meginfjáröflun sveitarinnar undanfarin ár hefur verið sala á flugeldum og neyðarkalli björgunarsveitanna. Þess má þó geta að sala flugelda hefur verið frjáls til fjölda ára og í meira en áratug hefur björgunarsveitin haft samkeppni á þeim markaði í Reykjanesbæ, sama hvort um er að ræða íþrótta- og líknarfélög eða einkaaðilar og höfum við félagar ekki hent í orðaskrif í fjölmiðlum þrátt fyrir þá samkeppni.

Nú í ár fengum við sjálfboðaliðarnir þó símtal frá Byko á Suðurnesjum þess efnis að okkur væri boðið að taka þátt í sölu á varningi sem við höfum ekki selt áður en það eru jólatré. Félagar okkar í björgunarsveitum víðsvegar um landið hafa tekið þátt í sölu á jólatrjám við góðan orðstýr í fjöldamörg ár og ákváðum við eftir samtal við okkar félagsmenn að slá til því að fjármagna búnað og þjálfun sjálfboðaliða björgunarsveitanna er krefjandi og jafnframt mjög kostnaðarsamt.

Það var aldrei í samtali okkar ætlun okkar að stíga á tær þess frábæra líknarfélags sem Kiwanisklúbburinn Keilir er og því er það köld kveðja að lesa á degi sjálfboðaliðans þá grein sem kemur frá klúbbnum að við séum taktlausir að þora á markaðinn sem þeir hafa átt árum saman.

Það eru breyttir tímar í samfélaginu okkar hér suður með sjó og fólk hefur hingað til haft val um hvar það eyðir krónunum sínum og meira að segja er það þannig að fólk getur lagt á sama bílastæðinu og ákveðið að kaupa rjómann fyrir jólin í Bónus eða Krónunni. Samkeppnin er hörð og það á líka við um fjáraflanir á svæðinu.

Það má þó sannarlega koma fram með þessum skrifum að með

Hvert er jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar?

Íbúar í Reykjanesbæ eru margir hverjir sannkölluð jólabörn og leggja ofurmetnað í jólaskreytingar. Einnig eru mörg fyrirtæki og verslanir sem leggja sig fram við að glæða bæinn ljósum og lífi í mesta skammdeginu með fallegum utanhússkreytingum eða töfrandi jólagluggum. Þess vegna er líka einstaklega gaman að taka rúnt um bæinn á aðventunni og skoða öll þessi fallegu hús.

„Þar sem bærinn okkar stækkar stöðugt geta glæsilegar jólaskreytingarnar leynst víða og því finnst okkur tilvalið að smella í laufléttan jólaleik þar sem íbúar geta komið með tillögur að jólahúsi og jólafyrirtæki eða verslun Reykjanesbæjar,“ segir á vef Reykjanesbæjar. Ferlið er sáraeinfalt. Ef þú sérð hús eða fyrirtæki/verslun sem þér finnst ástæða til að vekja at-

hygli á fyrir flottar skreytingar, þá smellirðu mynd af húsinu og/eða fyrirtækinu og leggur götuheiti og númer á minnið. Ábendingu er svo komið á framfæri á vef Reykjanesbæjar.

Húsasmiðjan í Reykjanesbæ ætlar að styðja við bakið á þessu uppátæki með gjafabréfi til þess húss og fyrirtækis sem verður hlutskarpast í leiknum.

Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 12. desember næstkomandi. Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar fer yfir tilnefningarnar og velur jólahús og jólafyrirtæki Reykjanesbæjar úr innsendum tillögum. Afhending viðurkenninga fer síðan fram í Aðventugarðinum á Þorláksmessu þar sem sigurvegarar fá einnig afhenta vinninga í boði Húsasmiðjunnar og Reykjanesbæjar.

Val á jóla- og ljósahúsum í Suðurnesjabæ á aðventu

kaupum á flugeldum, neyðarkalli eða jafnvel jólatrjám hjá björgunarsveitinni ertu að stuðla að áframhaldandi öflugu björgunarstarfi í sveitarfélaginu og á landinu öllu. Við erum til taks 365 daga á ári við leit og björgun mannslífa á sjó eða á landi. Sjáumst hress í Byko á Víkurbraut.

Arnar Steinn Elísson. Höfundur er sjálfboðaliði í Björgunarsveitinni Suðurnes.

Nú þegar aðventan er gengin í garð hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið duglegir við að lýsa upp skammdegið og Suðurnesjabæ um leið með hinum ýmsu jólaljósum. Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir vel skreytt og skemmtileg jólahús og er valið í höndum Ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar. Íbúar Suðurnesjabæjar geta nú sent inn ábendingar sem ráðið tekur svo tillit til í vali sínu. Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Suðurnesjabæjar en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða

hringja í síma 425 3000. Hægt verður að senda inn ábendingar til 16. desember næstkomandi. Ferða-, safna- og menningarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að fara í gönguferðir um sveitarfélagið og njóta jólaljósanna, segir á vef sveitarfélagsins.

VERKEFNASTJÓRI FARSÆLDAR BARNA

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (S.S.S.) auglýsir eftir verkefnastjóra farsældar. Markmið verkefnisins er að koma á fót farsældarráði á Suðurnesjum í þágu farsældar barna. Um er að ræða tímabundna ráðningu til tveggja ára sem byggir á samningi milli S.S.S. og Mennta-og barnamálaráðuneytisins. S.S.S. eru landshlutasamtök sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Helstu verkefni og ábyrgð

n Virkt samráð við sveitarfélögin og það starfsfólk sem ber ábyrgð á innleiðingu farsældar

n Virkt samráð við svæðisbundna þjónustuveitendur á vegum ríkis og sveitarfélaga sem og fulltrúa notenda á svæðinu

n Ná yfirsýn yfir þjónustu við börn í hverju sveitarfélagi með kortlagningu

n Mótun aðgerða, verkferla, tíma- og verkáætlana með það að markmiði að koma á farsældarráði

n Stuðla að því að fyrir lok tímabilsins hafi farsældarráð hafið störf og unnið fyrstu áætlun um svæðisbundna forgagnsröðun aðgerða um farsæld barna til fjögurra ára

n Umsjón með verkskilum, fundum og öðrum störfum farsældarráðs

n Annað sem fellur að tilgangi verkefnisins

Hæfniskröfur n Háskólapróf sem nýtist í starfi n Þekking og reynsla af verkefnastjórnun n Haldbær þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu sem og starfsemi sveitarfélaga n Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og jákvæðnii n Framsýni og metnaður n Hreint sakavottorð n Góð rit- og talfærni á íslensku og hæfni í framsetningu upplýsinga á aðgengilegan hátt n Góð samskiptafærni og tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið Við óskum eftir samstarfsfélaga sem hefur áhuga fyrir uppbyggingu samfélagsins sem við búum í og vill taka þátt í fjölbreyttum verkefnum landshlutasamtakanna.

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá á íslensku og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsækjendur sendi kynningarbréf og starfsferilsskrá í gegnum ráðningarvefinn alfred.is

Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSS, Berglind Kristinsdóttir, berglind@sss.is Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2024.

Heiðarból 19 var jólahús reykjanesbæjar 2022.

stjórn lionsklúbbs Njarðvíkur ásamt nokkrum fulltrúum styrkþega sem fengu styrk úr verkefna- og líknarsjóð klúbbsins.

n Lionsfélagar í Lionsklúbb Njarðvíkur:

Lionsmenn hefja sölu á jólahappdrættismiðum og veita styrki

Formleg sala á jólahappdrættismiðum Lionsklúbbs Njarðvíkur hófst sunnudaginn 1. desember í Nettó Krossmóa. Af því tilefni voru veittir styrkir úr verkefnaog líknarsjóði klúbbsins. Í ár fengu m.a. Velferðarsjóður Suðurnesja, Líknarsjóður Njarðvíkursóknar, Lindin Akurskóla, Öspin Njarðvíkurskóla, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ungmennafélag Njarðvíkur, ásamt því að styrkir eru veittir til einstaklinga. Lionsfélagar munu standa vaktina fyrir framan Nettó fram að Þorláksmessu og getur fólk nálgast miða þar.

Þú getur nálgast alla 490 þættina á Youtube-rás Víkurfrétta.

Jakob H Hermannsson, formaður lionsklúbbs Njarðvíkur, og gísli Jóhannsson, formaður fjáröflunarog happdrættisnefndar.

Viðburðaríkt afmælisár hjá Golfklúbbi Suðurnesja

Rekstur Golfklúbbs Suðurnesja gekk ágætlega á sextíu ára afmælisári þar sem hápunkturinn var Íslandsmót í höggleik á Hólmsvelli. Tólfhundruð þúsund króna nettóhagnaður var af rekstri GS á árinu. Sextíu félagar mættu á aðalfundinn sem var viðeigandi á 60 ára afmælisári. Sveinn Björnsson var endurkjörinn formaður. Hann fór yfir skýrslu stjórnar en starfið gekk vel á árinu þó svo að leiknum hringjum gesta hafi fækkað um fjórðung en það var aðallega skrifað á ótíð stóran hluta sumarsins. Leiknir hringir voru 10.911 sem er 1% aukning frá árinu 2023. Á Íslandsmótinu var Hólmsvelli „snúið“ og leikið þannig það sem eftir lifði sumars en mótið var 18.-21. júlí. Nokkur umræða hefur spunnist hvort breytingin sé viðvarandi eða hvort það eigi að snúa vellinum aftur til fyrra horfs. Var greint frá því á fundinum að skoðanakönnun yrði send út til félaga til að heyra þeirra álit. Viðamiklar framkvæmdir og endurbætur voru gerðar á Hólmsvelli vegna Íslandsmótsins, á vellinum sjálfum, í nágrenni klúbbhúss og víðar.

Kylfingar ársins voru kjörin þau Fjóla Margrét og Logi Sigurðsson en hann varð Íslandsmeistari í holukeppni.

Sjálfboðaliðar ársins voru kjörnir þeir Örn Ævar Hjartarson og Gísli Grétar Björnsson.

Velta ársins var 141 milljón króna og gjöld samtals 129,5 mkr. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var því 11,6 mkr. en þegar vaxtagjöld höfðu verið reiknuð var hagnaðurinn 1,2 mkr.

Árgjaldið í GS hækkaði í samræmi við verðbólgu en hæsta árgjaldið er fyrir 27-66 ára og er það 109.500 kr. Fjöldi félaga í GS er nú 757 talsins, konur 27,7% og karlar 72,3%.

Ný stjórn klúbbsins fyrir árið 2025:

Formaður:

Sveinn Björnsson

Aðrir stjórnarmenn: Guðrún Þorsteinsdóttir

Gunnar Ellert Geirsson

Karitas Sigurvinsdóttir

Ragnar Olsen

Vignir Elísson Örn Ævar Hjartarson

Grindvíkingar hentu hátt í 600 tonnum í sumar

Á tímabilinu maí til september árið 2024 hentu Grindvíkingar 593 tonnum á móttökustöð Kölku í Grindavík. Það er aukning um 327 tonn miðað við sama tímabil árið 2023. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Kölku um sorphirðu á svæðinu og greint er frá á vef Grindavíkurbæjar.

Mikill munur var á tilteknum flokkum sorps. Þannig varð aukning í heimilissorpi um 118 tonn, lituðu timbri um 100 tonn, málmum um 50 tonn, húsgögnum um tpkæp 26 tonn og hreinu timbri um 25 tonn. Alls hentu Grindvíkingar 187 tonnum af hreinu timbri, 186 tonnum af heimilissorpi, 89 tonnum af málmum og 41 tonni af húsgögnum á tímabilinu. Þá fóru 18 tonn af raftækjum í ruslið.

Sorplosun í sumar má að stórum hluta rekja til þess að margir Grindvíkingar neyddust til þess að tæma hús sín í tengslum við afhendingu þeirra til fasteignafélagsins Þórkötlu, sem gerði kröfu um að húsin yrðu afhent að fullu tæmd.

Veglegir styrkir frá Kvenfélagi Keflavíkur

á 80 ára afmælinu

Fimm félög eða aðilar fengu fjárstyrk frá Kvenfélagi Keflavíkur og voru styrkirnir afhentir á afmælishátíð félagsins nýlega.

Fjórir fengu styrki að upphæð 150 þúsund krónur hver en það voru Frú Ragnheiður, Geðræktarmiðstöðin Björgin, Gleymmér ey, Leikfélag Keflavíkur og þá fékk Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 250 þúsund krónur.

Þá heiðraði félagið nokkrar konur fyrir óeigingjarnt starf. Þær eru: Ásdís Þorsteinsdóttir, Fríða Bjarnadóttir, Guðrún Björnsdóttir, Helga Valdimarsdóttir, Hjálmey Einarsdóttir, Hjördís Traustadóttir, Kristín Guðnadóttir, Ólína Björnsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Salóme Kristinsdóttir, Halla Gísladóttir, Birna Zophaníasdóttir og Margrét Vilmarsdóttir.

Jólatréssala Kiwanis

Kiwanis er í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum í Njarðvík

Opið:

mánudaga til föstudaga 17–20 laugardaga og sunnudaga 12–18

Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar

Aðventusvellið opið út desember

Aðventusvellið opnaði laugardaginn 2. nóvember og verður opið allar helgar út desember. Öll eru velkomin að koma og njóta dásamlegra stunda saman í góðra vina hópi eða í kósý fjölskylduferð.

Opnunartímar í desember eru föstudaga frá kl. 16:00 til 21:00, laugardaga frá kl. 12:00 til 21:00 og sunnudaga frá kl. 12:00 til 19:00. Skautasvellið er 200 fermetrar að stærð og er umhverfisvænt þar sem það þarfnast hvorki raforku

né vatns. Það samanstendur af sérhönnuðum plötum sem hafa sömu eiginleika og venjulegur ís og þá er einnig minni slysahætta þar sem plöturnar gefa aðeins eftir ólíkt hefðbundnum ís.

Markmið skautasvellisins er að auðga bæjarlífið og auka samverustundir, útiveru og hreyfingu barna og fjölskyldna í sveitarfélaginu, sem er í takt við markmiðin sem stefna Reykjanesbæjar setur fram um að auka vellíðan íbúa og setja börnin í fyrsta sæti.

Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála

Lyfjastoð samanstendur af tveimur viðtalstímum með lyfjafræðingi. Viðtölin fara fram á fyrstu vikunum eftir að þú hefur nýja lyfjameðferð.

Svona virkar þjónustan:

Lyfjastoð Reykjanesapótek

Ný lyfjameðferð Hvað þarft þú að vita um lyfin þín?

Lyfið sjálft Hvers vegna og hversu lengi á ég að taka lyfið?

Samtalsmeðferð með lyfjafræðingi sem samanstendur af tveimur viðtölum í sérútbúnu viðtalsrými. Viðtölin taka u.þ.b. 15 mínútur þar sem farið er yfir eftirfarandi atriði: : góðar venjur í lyfjameðferð : helstu atriði tengd meðferðinni þinni : tæknileg atriði tengd lyfjunum þínum og þeim vandamálum sem gætu komið upp í lyfjameðferð

Pantaðu viðtalstíma á lyfjastod@reykjanesapotek.is eða í síma 421-3393

Snýst um góða stemmningu og menningu

rafíþróttir hafa verið að vaxa í vinsældum síðustu árin en innan ungmennafélagsins Þróttar vogum hefur verið starfandi rafíþróttadeild í rúm tvö ár og þar er það samúel drengsson sem sér um þjálfunina. víkurfréttir heyrðu í samúel og spurðu hann út í starfsemina.

„Ég hef nú ekki verið í þessu frá upphafi en það voru þau Petra og Matti [Petra Ruth Rúnarsdóttir og Marteinn Ægisson] sem byrjuðu á að leggja grunninn að þessu öllu saman, þau voru sem sagt byrjuð í vinnu við að fjármagna starfsemina. Síðan fór ég að koma að þessu svona hálfu ári áður en deildin tók til starfa,“ segir Samúel um upphafið að stofnun deildarinnar.

„Petra og Matti voru búin að sjá að rafíþróttir væru spennandi nýjung og vinsælar hjá krökkum en þau sjálf voru ekkert inni í neinu sem tengist rafíþróttum eða tölvuleikjum yfir höfuð. Þar kom ég sterkur inn í þetta og hjálpaði þeim við að koma þessu í gang, aðstoðaði þau við að velja réttan búnað og svoleiðis. Síðan æxlaðist það einhvern veginn þannig að síðan þá hef ég séð um þetta og verið að þjálfa eitthvað líka.“

samúel drengsson, þjálfari í rafíþróttum.

Fer rólega af stað Hvernig taka krakkarnir í þetta?

„Það gengur svona þokkalega. Ég sjálfur hefði viljað sjá meiri þátttöku en á þessum aldri eru þau

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Drekadalur - Deildarstjórar

Drekadalur - Kennarar

Myllubakkaskóli - Kennari á miðstigi (Tímabundin ráðning)

Önnur störf

Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu Menningar- og þjónustusvið - Sérfræðingur í Stapasafn Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála Umhverfis- og framkvæmdasvið - Þjónustufulltrúi

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Veitustjóri

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? - Almenn umsókn

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

mikið að vilja bara leika sér. Það þarf að ná betur til þeirra og fá þau til að koma inn á æfingar til þess að æfa sig í réttri meðhöndlun og réttum leiðum.

Maður tók eftir þessu um leið og maður byrjaði. Þá var maður mjög stífur á öllu og allar æfingar byrjuðu á hálftíma upphitun, ég lét þau gera samhæfingaræfingar og kenna þeim trixin í bókinni má segja. Þá fóru krakkar að taka upp á því að vera of sein á æfingar, alltaf sömu krakkarnir. Þau vildu bara fara beint í tölvurnar. Þetta var svolítið þannig.

Síðan erum við svolítið að basla við það að við erum í litlu sveitarfélagi og það er ekki auðvelt að ná að manna hópa fyrir hvern leik fyrir sig – en það eru alltaf einhverjir leikir sem standa upp úr.“

Sérhæfa þau sig í hverjum leik?

„Það var upprunalega hugsunin, ég er reyndar búinn að víkja frá því en það er í rauninni yfirleitt þannig að hluti af þeim er að spila ákveðinn leik, t.d. Fortnite.“

læra samskipti og að vinna saman

„Tveir strákar sem eru að æfa kunna t.d. mikið betur á leikinn en nokkurn tímann ég. Þeir eru búnir að spila það mikið að þeir kunna kortið, taktíkina, miðið og þá er mitt hlutverk að beina þeim í að spila sem liðsheild. Það er alltaf vandamálið með þennan aldur. Þú kannast við krakka sem vilja bara fá boltann, það er það sama þarna,“ segir Samúel og hlær. „Þannig að æfingin fer meira út í það að spila sem liðsheild, einn fer í það að

Maður er að reyna að koma því inn hjá þeim að sitja rétt. Passa að þau séu ekki að skemma á sér skrokkinn með því að sitja asnalega á meðan þau eru að spila. Þú nærð engum árangri þannig ...

stýra liðinu og fyrir hina að taka við skipunum frá fyrirliða.“

Samúel segir að auk þess að kenna krökkunum að vinna saman þá sé lögð áhersla á að þau hugi að heilsunni og réttri líkamsbeitingu.

„Maður er að reyna að koma því inn hjá þeim að sitja rétt. Passa að þau séu ekki að skemma á sér skrokkinn með því að sitja asnalega á meðan þau eru að spila. Þú nærð engum árangri þannig – ekki til langs tíma alla vega.

Á æfingum í rafíþróttadeildinni er mikið lagt upp úr því að kenna krökkunum hvernig þau eigi að hegða sér í leikjunum á netinu.

„Ég tek mjög stíft á því sem mætti kannski kalla eitraða menningu, eða Toxicity. Sem sagt að vera ekki alltaf að kenna öðrum um það sem fer úrskeiðis hjá manni, ekki vera tapsár og ekki vera að niðurlægja andstæðinginn,“ segir hann en það er þannig að krakkarnir geta talað saman í tölvuleikjunum og þá er mikilvægt að kunna hvernig þau eigi að koma fram við aðra. „Ég tek það alltaf skýrt fram við þau að það eina sem er verra en tapsár einstaklingur er einstaklingur sem er lélegur í að vinna. Þetta snýst að miklu leyti um þetta, það er að kenna þeim að vera drengilegir. Vera með góða stemmningu og menningu í þessu.“

stelpur velja öðruvísi leiki en strákar

Krakkarnir sem eru að æfa rafíþróttir hjá Þrótti eru í sjöunda bekk og upp í þann tíunda. „Eins og staðan er núna eru bara strákar að æfa hjá okkur,“ segir Samúel. „Við vorum með nokkrar stelpur, náðum að vera með heilan hóp af stelpum en þær týndust út hægt og rólega. Það má segja að áhugasvið þeirra sé öðruvísi þegar kemur að tölvuleikjum, sérstaklega á þessum aldri. Þetta voru stelpur í kringum ellefu, tólf ára og það voru eiginlega þær sem voru duglegastar að mæta í upphitunina. Þær höfðu mjög gaman af því að það væri farið í brennó í upphituninni eða í lokin. Síðan var það þannig að þær vildu minna vera í því að keppa í leikjunum. Þær vildu frekar vera í leikjum þar sem félagslegi hlutinn er meira atriði, að vera að spila með vinum sínum en ekki keppa. Við vorum sein af stað að klára skipulagið á þessari önn. Við þurftum að færa okkur um set í íþróttamiðstöðinni vegna þess að það vantaði meira pláss í skólanum og þá þurfti að gera breytingar – og það þurfti að fara í þær breytingar rétt áður en þetta allt byrjaði. Þannig að það klikkaði svolítið auglýsingavinnan hjá okkur við það. Stefnan er að bæta í þátttökuna á vorönninni og taka rispu í að auglýsa námskeiðin eftir áramótin.“

Samúel situr einnig í stjórn knattspyrnudeildarinnar hjá Þrótti og hann segir meginvanda allrar íþróttahreyfingarinnar í dag sé að það vanti fleiri hendur. „Maður sér þetta yfir allt að það er rosalega erfitt að fá einhverjar aðstoðarhendur í dag. Sjálfboðaliðum fer fækkandi og það er eins og að vinna í lottóinu að fá nýjar hendur sem eru til í að gefa sér tíma í þetta. Þannig að maður stóð bara einn í því að setja þetta upp aftur.“

Hádramatík þegar Narðvíkingar slógu bikarmeistarana úr leik

Njarðvík - Keflavík 76:75

Njarðvík vann dramatískan sigur á bikarmeisturum Keflavíkur um helgina í sextán liða úrslitum VÍSbikarkeppni kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi og hvorugu liði tókst að rífa sig frá hinu. Lokamínúturnar voru sérstaklega æsilegar en þegar rúmlega fjórar og hálf mínúta voru til loka fjórða leikhluta leiddu Keflvík ingar með átta stigum (62:70) en með hörku komst Njarðvík einu stigi yfir (75:74) þegar 1:24 mínútur voru á klukkunni. Sara Rún Hinriksdóttir jafnaði í 75:75 og ein mínúta eftir.

Njarðvík og Keflavík misnotuðu sitthvora sóknina og þegar sjö sekúndur voru til leiksloka var brotið á Brittany Dinkins sem fékk tvö vítaköst. Dinkins setti aðeins seinna skotið niður og Njarðvík því einu stigi yfir þegar sjö sekúndur voru eftir á klukkunni og Keflavík með boltann.

Eftir að hafa tekið leikhlé og ráðið ráðum sínum byrjuðu Keflvíkingar lokasóknina. Jasmine

Dickey fékk boltann og ætlaði að senda inn á Söru Rún en Dinkins komst inn í sendinguna og tíminn rann út fyrir Keflavík sem eru því úr leik þetta árið.

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Grindavík - Snæfell 20:0 Grindavík verður með Njarðvík í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit en Grindavík komst áfram án þess að spila eftir að Snæfell gaf leikinn gegn þeim.

Keflavík og Njarðvík í pottinn en vonbrigði Grindvíkinga halda áfram

Njarðvík - Selfoss 121:87 Njarðvíkingar áttu í litlum vandræðum með lið Selfoss í sextán liða úrslitum VÍS-bikarkeppni karla í körfuknattleik.

Njarðvík tók nítján stiga forystu í fyrsta leikhluta og gerði í raun út um leikinn þar.

Allir Njarðvíkingar komust á blað í leiknum og allir fengu á milli tíu og tuttugu mínútna leiktíma.

Veigar Páll Alexandersson var stigahæstur með 24 stig, næstir honum komu Mario Matasovic og Guðmundur Aron Jóhannesson með 17 stig hvor.

Valur - Grindavík 87:77 Grindvíkingar eru úr leik í VÍSbikar karla eftir tap fyrir Val í 16liða úrslitum VÍS-bikars karla fyrir Val.

Blóðugbaráttahins rómaða‘81árgangs

Ef mið er tekið af tippleik Víkurfrétta á þessu tímabili má nánast slá því föstu að Joey Drummer tapi á laugardaginn því sá sem er á stalli hefur ekki náð að verja stöðu sína síðan Þórunn Katla vann Ray Anthony Jónsson. Joey fær engan aukvisa sem andstæðing, gamlan skólabróður og jafnaldra, Harald Frey Guðmundsson, þjálfara karlaliðs Keflvíkinga í knattspyrnu.

Haraldur átti farsælan feril sem leikmaður og eftir að ferlinum lauk tók þjálfun við. „Ég er af hinum rómaða ‘81 árgangi og stundaði nánast allar íþróttir sem voru í boði en sá síðan að knattspyrna lægi best fyrir mér og valdi þá grein. Við náðum að verða Íslandsmeistarar í öllum flokkum og eftir slíkan titil í öðrum flokki fór ég að láni til Hibernian í Skotlandi. Kom svo til baka og lék með Keflavík þar til atvinnumennska tók við aftur í Noregi. Þaðan fór ég til Kýpur, kom svo heim en fór svo aftur til Noregs en atvinnumannaferli erlendis lauk svo árið 2012. Þá tóku við fjögur tímabil með heimafélaginu og lauk farsælum ferli árið 2016, þá orðinn 35 ára gamall. Ég fór strax út í þjálfun, tók við Reyni Sandgerði og átti fjögur góð tímabil með þeim. Gerðist svo aðstoðarþjálfari hjá Keflavík og var að klára mitt fyrsta tímabil sem aðalþjálfari. Að sjálfsögðu voru mikil vonbrigði að tryggja ekki sæti í Bestu deildinni, við vorum sigurstranglegri í úrslitaleiknum á móti Aftureldingu en eins og við vitum væri ekkert gaman að íþróttum ef allir leikir færu eftir bókinni og því miður var tap hlutskipti okkar. Það sem ekki drepur þig, styrkir þig og við munum mæta brjálaðir til leiks á næsta tímabili, það á að vera skýlaus krafa hjá eins stórum klúbbi og Keflavík, að vera með lið á meðal þeirra bestu. Hvað varðar enska boltann, tippið og andstæðing minn, þá verður mjög gaman að mæta mínum gamla skólabróður. Við erum auðvitað báðir Manchester United-menn en ég tel mig vera einkar getspakan og veit í raun fyrirfram að ég mun taka Joey. Það er ekkert að fara breytast í þessu trend-i sem hefur myndast að undanförnu í tippleiknum, Joey mun ljúka leik en svo mun þetta trend breytast. Ég ætla mér að mæta með

blaðamanni Víkurfrétta á Wembley næsta vor. Ég er strax farinn að skoða hvað annað skemmtilegt yrði að gera í þessari heimsborg,“ sagði Haraldur að lokum. Joey saup kveljur þegar hann frétti hverjum hann mun mæta en var ekki lengi að jafna sig. „Já sæll, það á greinilega að gera allt til að koma mér af stallinum en ég hef litlar sem engar áhyggjur af mínum gamla skólabróður, þó svo að Halli hafi verið góður í fótbolta þá gefur það honum ekkert í svona tippleik. Ég hef nákvæmlega engar áhyggjur af útkomunni í þessum leik og mun líklega tippa með vinstri,“ sagði Joey að lokum.

Deandre Kane og Devon Thomas voru atkvæðamestir í liði Grindavíkur; Kane með 25 og 12 fráköst en Thomas með 21 stig og 8 stoðsendingar.

Keflavík - Tindastóll 81:70 Keflavík vann Tindastól öðru sinni á innan við viku þegar liðið mættust í VÍS-bikarkeppni karla. Leikurinn var harður og frekar jafn þó heimamenn hafi verið líklegri allan leikinn.

Stólarnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta (23:24) en heimamenn sneru leiknum sér í hag áður en fyrri hálfleikur var allur (50:45).

Þótt Keflavík hefði yfirhöndina náðu þeir ekki að hrista gestina af sér og Tindastóll hélt vel í Keflavík lengi vel. Eftir þrjá leikhluta var staðan 66:62 en heimamenn reyndust töluvert sterkari á lokametrunum og lönduðu að lokum ellefu stiga sigri (81:70).

GUÐMUNDUR LEO byrjaði á HM með látum

Sundkappinn Guðmundur Leo Rafnsson úr ÍRB keppir með landsliði Sundsambands Íslands á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug dagana 10. til 15. desember. Mótið fer fram í Búdapest í Ungverjalandi og verður RÚV með beinar útsendingar frá undanrásum kl. 7:55 alla keppnisdagana.

Á fyrsta degi gerði Guðmundur Leo sér lítið fyrir og bætti 25 ára gamalt unglingamet í 100 metra baksundi þegar hann synti á 52,69 og varð í 40. sæti. Gamla metið átti Örn Arnarsson 53,13 sem hann setti á EM25 árið 1999.

guðmundur leo byrjar heldur betur vel á HM. Mynd/sundsamband Íslands á Facebook

Ljósum prýddur Reykjanesbær

reykjanesbær er orðinn ljósum prýddur í aðdraganda jóla. til fjalla má svo sjá hvað hraunbreiðan úr sundhnúkagígagosunum er orðin útbreidd. vF/Hilmar bragi

Ráðherra er úrelt orð

Það virðist vera að fjúka í flest skjól fyrir okkur karlmenn. Konurnar eru að taka yfir völdin, Gamlir stjórnmálaforingjar og fyrrum „ráðherrar“ engjast nú um í örvilnan sinni á skjám landsmanna og er bara alls ekki skemmt. Það sem þeir höfðu helst óttast er nú að raungerast. Þeir geta ekki mikið lengur stýrt og stjórnað og beitt sínu „hvalræði“, konurnar hafa tekið völdin.

Fari svo fram sem horfir verða konur komnar í allar helstu virðingarstöður landsins áður en árið er úti. Forseti Íslands er kona, biskup íslands er kona, ríkislögreglustjóri er kona, og væntanlega

verða það konur sem koma til með að setjast í stóla helstu ráðuneyta, og verða þar með ráðherrar. Það hefur gerst sem formaður Miðflokksins, sem reyndar er alls ekki kona kallaði eftir. Skynsemin hefur tekið völdin.

Ráðherra er karlrembulegt orð, herra sem ræður, arfleið feðraveldisns. Svo virðist vera sem það sé innprentað í stjórnarfar okkar okkar að konur kæmu ekki til greina sem hugsanlegir fulltrúar þjóðarinnar. Þar þyrftu að vera herrar, ráðherrar, sendiherrar.

Aðrar þjóðir fara mildar í þetta, gerðu sér greinilega grein fyrir að konur gætu líka stjórnað. Nota í flestum tilfellum orðið „Minister“,

sem komið er úr latínu og merkir yfirmaður eða kennari. Upphaflega var þetta orð notað innan kirkjunnar en hefur verið notað í pólitískri merkingu í ensku síðan á sautjándu öld.

HANNESAR FRIÐRIKSSONAR

Tímarnir hafa breyst. Áður voru það einungis karlmenn sem þjónuðu störfum ráðherra, það var feðraveldið. Eftir að konur fóru að sinna þessum embættum urðu þær þar með herrar. Ungfrú ráðherra hljómar fáránlega. Af hverju ekki að breyta þessu og titla viðkomandi eftir því hvert starf þeirra er? Forsætisráðherra yrði til að mynda yfirmaður forsætisráðuneytis, menntamálaráðherra yrði yfirmaður menntamála. Eins og viðkomandi titla sig nú þegar á erlendri grundu. Ráðherra í íslenskri tungu er úrelt orð. Nú er tækifæri nýyrðasmiðanna.

Gleðilega hátíð!

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt samhljóða að sveitarfélagið muni ekki kaupa aukinn hlut í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja.

Erindi frá stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þar sem vísað er í erindi frá fjármála- og efnahagsráðuneyti fh. Ríkissjóðs Íslands þar sem fram kemur m.a. að ráðuneytið hafi hafið undirbúning þess að losa um hlut ríkisins í félaginu og í því sambandi er fjallað um leiðir sem séu færar varðandi þá aðgerð. Eignarhaldsfélagið óskar því eftir afstöðu hluthafa í Eignarhaldsfélagi Suðurnesja hf til erindisins.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.