Víkurfréttir 48. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 29. desember 2021 // 48. tbl. // 42. árg.

1300 skellt sér á skauta

Ekki mælt með að fólk fari að gosstöðvum

n Svellið opið út febrúarmánuð

Vísindaráð almannavarna fundaði á mánudag vegna jarðskjálfta­ hrinu og landbreytinga við Fagra­ dalsfjall. Frá því að skjálftahrinan hófst 21. desember hafa rúmlega átján þúsund skjálftar mælst, þar af nokkrir 4,0 eða stærri að stærð. Niðurstöður mælinga undanfarna daga eru keimlíkar því sem sáust dagana fyrir eldgosið sem hóst 19. mars síðastliðinn. Því er mikilvægt nú að sýna aðgæslu í nágrenni við gosstöðvarnar. Ef eldgos hefst, þá er tímasetning og staðsetning óviss og því er ekki mælt með því að fólk fari í göngu að gosstöðvum við Geldingadali á meðan að þessi hrina er í gangi.

Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Bjarnadætur eru umsjónarkonur skautasvellsins. VF-mynd: pket

Gluggagægir kom á hlaupahjóli á leikskólann Gimli „Hvað heitir mamma þín?“, spurði lítill Njarðvíkursnáði á Leikskólanum Gimli í Njarðvík þegar Gluggagægir mætti í heimsókn til að heilsa upp á krakkana. Sá stutti fékk svarið hjá Gluggagægi: „Grýla, heitir hún.“ Það var skemmtileg jólastemmning í góðu veðri þegar sá rauðklæddi kom á rafhlaupahjólinu. Hann gaf krökkunum mandarínu og ræddi við þau. Mörg voru forvitin og spurðu hann spurninga. Leikin voru jólalög og gengið í kringum jólartré á útisvæðinu og svo fengu krakkarnir piparkökur og kakó. Gluggagægir kvaddi krakkana og hjólaði heim á hlaupahjólinu við mikla hrifningu krakkanna.

Skautasvellið hefur fengið góðar móttökur og yngri sem eldri hafa skellt sér á skauta. Um 1.300 manns hafa skellt sér á skauta á nýju og glæsi­ legu skautasvelli í Skrúð­ garðinum í Keflavík sem opnaði viku fyrir jól. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirritaði samning við systurnar Elínu Rós og Ljósbrá Bjarnadætur fyrir hönd Orkustöðvarinnar ehf. sem verða rekstraraðilar svellsins. Skrúðgarðurinn hefur í gegnum tíðina verði vinsæll áningarstaður bæjarbúa og m.a. stór hluti af hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins ár hvert. Í fyrra vetur var tekin upp ný hefð til að glæða garðinn meira lífi yfir vetrartímann þegar Aðventugarðurinn var opnaður. Mikil ánægja hefur verið með Aðventugarðinn en markmiðið frá upphafi var að byrja smátt og láta hann stækka með árunum. Auglýst var eftir rekstraraðilum til að sjá um svellið og munu systurnar Elín Rós og Ljósbrá Bjarnadætur fyrir hönd Orkustöðvarinnar ehf. halda utan um reksturinn. Markmiðið er að opna skautasvellið samhliða opnun Aðventugarðsins ár hvert og það verði opið a.m.k. út febrúarmánuð.

VF-myndir: Páll Ketilsson

Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g

...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER

S æ v a r fé k k tó n li s ti n a b e in t í æ ð í Ke fla v ík - viðtal á síðu 18

ÁRAMÓTAKVEÐJA! Opnunartími Hringbraut:

Opnunartími Tjarnabraut:

Allan sólarhringinn yfir áramótin

08.00 - 16.00 Gamlársdag 12.00 - 18.00 Nýársdag

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Hér eru 56 heppnir Jólalukkuvinningshafar Valur, Rut og Ingibjörg unnu stærstu vinningana í þriðja útdrætti Rut Olsen, HeiðarholtI i 42, Keflavík, - Nettó 100 þús. kr. inneign í appi Ingibjörg Bjarnarsdóttir, Seljudal 38, I-Njarðvík, Gisting á Diamonds Suites - Hótel Keflavík, og kvöldverður fyrir tvo Haukur V. Kristinsson, Beykidal 6, I-Njarðvík - Nettó 50 þús. kr. inneign í appi Stína Bárðardóttir, Norðurgarði 19, Keflavík, Háþrýstidæla frá Múrbúðinni Þórey Eyjólfsdóttir, Bogabraut 962, B, Ásbrú - Nettó 15 þús. kr. gjafabréf Ingibjörg Magnúsdóttir, Pósthússtræti 1, Keflavík, Nettó 15 þús. kr. gjafabréf Kristinn Einar Ingason, Völuási 5, I-Njarðvík - Nettó 15 þús. kr. gjafabréf

Þriðji og síðasti útdráttur í Jólalukku Víkurfrétta 2021 fór fram í Nettó, Krossmóa á Þorláksmessu. Dregnir voru út 37 vinningshafar en í fyrri tveimur útdráttum höfðu 19 manns verið dregnir út. Allt glæsilegir vinningar, m.a. 3 Philips 65” Smart sjónvörp, gisting og kvöldverður fyrir tvo á Dimond Suites á Hótel Keflavík ásamt kvöldverði fyrir tvo, háþrýstidæla frá Múrbúðinni, gjafabréf hjá Íslandshótelum og 23 gjafabréf í Nettó, samtals að upphæð á sjöunda hundrað þúsund krónur.

Útdráttur 3 Valur Kristinsson, Starmóa 2, - Njarðvík Philips 65“ Smart TV

Sigurbjörg Ásdís Njálsdóttir, Bogabraut 950, 262, Ásbrú Nettó 15 þús. kr. gjafabréf Þormar H Ingimarsson, Staðarhraun 24a, Nettó Grindavík, 15 þús. kr. gjafabréf Miriam Turno, Gerðavellir 50a, - Nettó Grindavík, 15 þús. kr. gjafabréf Hadda Guðfinnsdóttir, Árnastígur 4 - Nettó Grindavík, 15 þús. kr. gjafabréf Nói/Síríus konfekt (afhent í Nettó, Krossmóa) Helga Jónína Guðmundsdóttir, Heiðarbóli 19, Keflavík

Hér koma nöfn vinningshafa í öllum útdráttum:

Guðmundur Ingvar Jónsson, Nónvörðu 9, Keflavík Guðbjörg K. Jónatansdóttir, Eyjavöllum 5, Keflavík Hanna Dís, Tjarnarbraut 20, I-Njarðvík Þórdís María Guðjónsdóttir, Vallarbraut 12, Njarðvík Einar Ingi Einarsson, Víkurbraut 18, Raufarhöfn Jasmina V. Cranac, Ásgarði 2, Keflavík Jón Kristján Þorgilsson, Faxabraut 67, Keflavík Ingigerður Stefánsdóttir, Fífumóa 5 D, Njarðvík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Kirkjuteig 9, Keflavík Örn Smárason, Háaleiti 26, Keflavík Ingibjörg Jónsdóttir, Holtsgötu 38, Njarðvík Andri og Viktor, Svölutjörn 61, I-Njarðvík Davíð Hansen Georgsson, Fífumóa 2 c, Njarðvík Dögg Halldórsdóttir, Breiðbraut 673, Ásbrú Linda Oddsdóttir, Heiðarhrauni 12, Grindavík Halldóra Katrín Guðnadóttir, Gerðavegi 14, Garði Lilja Víglundsdóttir, Völuás 18, I-Njarðvík Karólína Margrét Baldvinsdóttir, Berjateig 17, Garði Rut Þorsteinsdóttir, Einidal 13, I-Njarðvík Steinar Sigtryggsson, Pósthússtræti 1, Keflavík Heiða Guðmundsdóttir, Suðurvöllum 5, Keflavík

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Elínora Guðlaug Einarsdóttir, Lyngholti 10, Keflavík

Útdráttur 1 Harpa Jóhannsdóttir, Vatnsholti 6, Keflavík - LG 65“ Smart TV

Magnúsína Guðmundsdóttir, Faxabraut 49, Keflavík Bergrún Dögg Bjarnadóttir, Mánagötu 16, Keflavík

Útdráttur 2 Sylwia Kruszewska, Vatnsnesvegur 36 Keflavík - Philips 65“ Smart TV (Afhent í Nettó Krossmóa) Sjöfn Þórgrímsdóttir, Vatnsholti 9B, Keflavík - Nettó 100 þús. kr. inneign í appi Elsa Lára Arnardóttir, Vogagerði 12, Vogum. - Nettó 50 þús. kr. inneign í appi

Gunnlaug B. Jónsdóttir, Grænás 2A, Njarðvík - Nettó 50 þúsund kr. inneign í appi

Jón Halldór Norðfjörð, Vallargötu 29, Sandgerði Íslandshótel gjafabréf (afhent hjá VF)

Dagnýr Vigfússon, Bogabraut 963 B, Ásbrú - Íslandshótel gisting fyrir tvo

Sigríður Guðrún Birgisdóttir, Háaleiti 30, - Nettó 15 þús. kr. gjafabréf Hafrún Gróa Árnadóttir, Suðurbraut 1233 1, Ásbrú - Nettó 15 þús. kr. gjafabréf Bryndís Erlingsdóttir, Dalsbraut 16, Innri Njarðvík - Nettó 15 þús. kr. gjafabréf

María J. Blöndal, Njarðarvellir 36, Njarðvík - Nettó 15 þúsund kr. gjafabréf Pálmi Hannesson, Lágseyla 1, Njarðvík - Nettó 15 þúsund kr. gjafabréf Elsa Lára Arnardóttir, Vogagerði 12, Vogum - Nettó 15 þúsund kr. gjafabréf

Steinunn árnadóttir, Staðarhrauni 14, Nettó í Grindavík 15 þús. kr. gjafabréf

Inga Björg Símonardóttir, Glæsivöllum 15 - Nettó Grindavík 15 þúsund kr. gjafabréf

Hafsteinn Ólafsson, Gerðavellir 11, Nettó í Grindavík, 15 þús. kr. gjafabréf

Birgitta Ýr Vesturhóp 54 Nettó Grindavík - 15 þúsund kr. gjafabréf

Anna Kristín Hjálmarsdóttir, Ásabraut 5, Nettó í Grindavík, 15 þús. kr. gjafabréf

Björn Birgisson, Norðurvör 10 - Nettó Grindavík - 15 þúsund kr. gjafabréf

Sölu- og markaðsfulltrúi

Við leitum að drífandi aðila til að sinna sölu- og markaðsmálum auk vöruframsetningar (visual merchandiser) til þess að ná athygli, auka sölu og stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavina.

Viðkomandi skipuleggur og ber ábyrgð á sölu- og markaðsstarfi fyrirtækisins, framsetningu á vörum og upplýsingum um þær til viðskiptavina. Helstu verkefni og ábyrgð ■ Skipulagning, innleiðing og eftirfylgni með söluog markaðsáætlun ■ Ábyrgð á innra og ytra sölu- og markaðsstarfi, þ.m.t. heimasíða, samfélagsmiðlar, almenn textaskrif á íslensku og ensku og greining sölugagna ■ Innleiðing og eftirfylgni með framsetningu á vörum og upplýsingum (visual merchandiser) þeim tengdum í samstarfi við stjórnendur ■ Samskipti við birgja, hagsmunaðila (s.s. Isavia), þjónustuaðila og samstarfsfólk varðandi málaflokkinn

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Guðbjörg Björgvinsdóttir, Engjadal 4, I-Njarðvík

Menntunar- og hæfniskröfur ■ Reynsla af svipuðu starfi er skilyrði ■ Menntun sem tengist ábyrgð starfsins er kostur ■ Góð kunnátta á Adobe Photoshop og Illustrator er kostur ■ Góð kunnátta á MS Office ■ Framúrskarandi kunnátta á íslensku og ensku, í rituðu og töluðu máli ■ Þekking á Navision er kostur ■ Hreint sakavottorð er skilyrði ■ Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi ■ Skapandi hugur ■ Frumkvæði ■ Sveigjanleiki ■ Drífandi

Um fullt starf er að ræða og vinnutími á bilinu 8/9 til 16/17 virka daga. Starfsstöð viðkomandi er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi í mars 2022. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir Elsa Heimisdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, í gegnum tölvupóst (e.heimisdottir(hjá)lagardere-tr.is). Allar umsóknir berist í gegnum ráðningarsíðu Alfreðs: https://alfred.is/starf/solu-og-markadsfulltrui Umsóknarfrestur er til og með 6. janúar 2022.

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Lagardère travel retail ehf. er íslenskt fyrirtæki sem rekur Mathús, Loksins bar, Loksins bar Reykjavík, Kvikk Café, Segafredo og Nord sem eru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 100 manns. Móðurfélag fyrirtækisins heitir Lagardère og er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi um allan heim. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu fyrirtækisins: www.lagardere-tr.is


Ð O B L I T A T Ó M A R HÁTÍÐLEG Á GILDA: 28.– 31. DESEMBER

30% AFSLÁTTUR

KALKÚNN

Heill – margar stærðir, erlendur

KR/KG

35% AFSLÁTTUR

1.264

5.699

KR/KG ÁÐUR: 7.599 KR/KG

Ribeye-nautasteikur 2 kg steikur - ferskar

1.399 Peking önd 1,8 kg

GOTT VERÐ!

Krónhjartarsteik „Roast“ í trufflumarineringu

KR/KG ÁÐUR: 1.944 KR/KG

25% AFSLÁTTUR

5.699

KR/KG ÁÐUR: 7.599 KR/KG

AFSLÁTTUR

4.199

KR/KG ÁÐUR: 5.599 KR/KG

Wellington nautalund

4.949

34% AFSLÁTTUR

KR/KG ÁÐUR: 7.499 KR/KG

30% AFSLÁTTUR

Ribeye-nautasteikur Smjörhjúpaðar

25%

Humar Skelflettur, 800 g

3.499

KR/PK ÁÐUR: 4.999 KR/PK

16%

AFSLÁTTUR

Humar Skelbrot, 1 kg

3.779

KR/KG ÁÐUR: 4.499 KR/KG

FÁÐU BETRA VERÐ MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Náðu í appið og safnaðu inneign. Þú getur notað Samkaupaappið í öllum verslunum Nettó. Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Í fyrsta sinn á heimsvísu tekist að ala loðnu í eldisstöð n Búið að venja tvö þúsund seiði á þurrfóður.

Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík hefur nú í fyrsta sinn á heimsvísu tekist að ala loðnu í eldisstöð. Loðna er lykiltegund í fæðuvistkerfinu í hafinu í kringum Ísland og mikilvægt er að skilja hvaða áhrif loftslagsbreytingar gætu haft á vöxt, fjölgun og útbreiðslu tegundarinnar á næstu áratugum. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar. Vorið 2021 náðu starfsmenn stofnunarinnar, í góðri samvinnu við loðnusjómenn, að frjóvga og klekja út loðnuhrognum og hefja tilraunaeldi á loðnulirfum. Fóðrað var með örsmáu lifandi dýrasvifi og fljótlega kom í ljós að lirfurnar náðu að vaxa og dafna í stöðinni. Rúmum þremur mánuðum síðar var búið að venja tvö þúsund seiði á þurrfóður. Seiðin eru nú að meðaltali tíu sentimetrar á lengd og búist er við því að þau muni hrygna í stöðinni næsta sumar, aðeins rúmlega ársgömul. Í erindi sem Agnar Steinarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, flutti voru sýndar myndir og myndskeið af þroskunarferli seiðanna og skýrt frá niðurstöðum mælinga. Greint var frá nýjum rannsóknaklefa stöðvarinnar og fyrirhuguðum rannsóknum á áhrifum súrnunar á vöxt og afkomu loðnulirfa. Þá var fjallað um mögulegar eldisrannsóknir á loðnu á komandi árum.

Loðna. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Frá undirritun samnings um smíði bátsins í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

Skipasmíðastöð Njarðvíkur smíðar stálskip eftir 30 ára hlé Agnar Steinarsson t.v. og Ragnar Jóhannsson t.h. Agnar Steinarsson hefur starfað sem sérfræðingur á Fiskeldissviði Hafrannsóknastofnunar frá árinu 1992. Hann hefur haft umsjón með framkvæmd rannsóknaverkefna sem tengjast eldi eða líffræði ýmissa tegunda, svo sem þorsks, lax, bleikju, hrognkelsa, sandhverfu, sæeyrna, ígulkera o.fl. Á undanförnum árum hefur áherslan í rannsóknum að mestu leyti snúið að eldislaxi, svo sem rannsóknum á ófrjóum laxi og framleiðslu á hrognkelsum fyrir laxeldi á Íslandi og Færeyjum. Agnar er með B. Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Osló.

n Stakkavík í Grindavík fær afhent nýtt skip eftir tíu mánuði. n Áhersla á úrvals búnað, minni eldsneytiseyðslu og minna kolefnisspor. Stakkavík hf. í Grindavík hefur samið við Skipasmíðastöð Njarðvíkur um smíði á 29,9 brúttótonna línubát sem veiða mun úr krókaaflamarks­ kerfinu. Báturinn verður fyrsti stálbáturinn sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð í þessum flokki í yfir tuttugu ár. „Þetta eru stór tímamót hjá okkur,“ sagði Þráinn Jónsson, framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem smíðar bátinn í samvinnu við skipasmíðastöð í Tyrklandi. Hermann Ólafsson, eigandi Stakkavíkur, tók undir það og sagði alltaf skemmtilegt að kaupa nýja báta. Stakkavík var fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi til að láta smíða bát í krókaaflamarkskerfið sem fullnýtti allar reglugerðir þ.e.a.s. báturinn er eins stór og mögulegt er miðað við gildandi reglugerð um smíði báta undir 30 brúttótonnum.

Minna kolefnisspor Með þessum kaupum verður Skakkavík aftur brautryðjandi í smíði báta í krókaaflamarkskerfinu því þessi bátur er sérstaklega hannaður með það í huga að minnka kolefnisspor. Með smíðinni er verið að stíga fyrstu alvöru skref í átt að minna kolefnisspori í smíði fiski-

Grjóthrun á Reykjanesskaga síðasta vetur. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

Grjóthrunshætta vegna jarðskjálfta á Reykjanesi Vegna jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesi er aukin hætta á grjóthruni. Nú þegar hafa nokkrir skjálftar mælst yfir 3 stigum og í jarðskjálftum sem þessum getur grjóthrun orðið og jafnvel skriður eða snjóflóð fallið. Enn hafa ekki borist tilkynningar um nýlegt grjóthrun á svæðinu en jörð er frosin og snjóalög stöðug. Ef öflugri skjálftar verða aukast líkur á grjóthruni. Fólk er bent á að fara varlega í bröttum hlíðum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-13:30

alla virka daga

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Það var boðið upp á myndarlega tertu í tilefni samningsins. VF-myndir/pket

báta. Er það gert með því að stækka skrúfuna og minnka skrúfuhraða. Þá eru tvær 214 kw aðalvélar í bátnum sem báðar eru með áföstum 46kw rafal og áfastri vökvadælu sem knýja skrúfuna. Þannig verða vélarnar alltaf keyrðar á besta mögulega álagi sem gefur u.þ.b 25% minni eldsneytiseyðslu en bátur með hefðbundinni skrúfu og hefðbundnum vélbúnað. Aðeins önnur vélin mun vera í notkun á veiðum en báðar á stími. Báturinn verður smíðaður á hefðbundinn hátt. Skrokkurinn er úr stáli og yfirbyggingin úr áli.

Fjölþætt samstarf tæknifyrirtækja Smíði skipsins er upphafið að samstarfi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Akkan-Maritime í Tyrklandi. Skrokkurinn verður smíðaður þar en öll önnur vinna unnin hér heima í samstarfi við íslensk tæknifyriræki. Báturinn verður vel búinn búnaði s.s beitningavélabúnaði frá Mustad, krapakerfi frá Kælingu. Vinnslubúnaður á dekki verður frá Mikro og siglingatæki í brú eru frá Sónar. Vélarnar eru frá Mitsubishi. Vökvakerfið er frá Landvélum/Rexroth. Þá er í bátnum 20kw landvél og tvær öflugar 16“ hliðarskrúfur. Skipasmíðastöð-Njarðvíkur mun afhenda Stakkavík bátinn fullbúinn og tilbúinn til veiða 10. nóvember á næsta ári.

Benchmark fær rekstrarleyfi fyrir eldi í Vogunum Mat­væla­stofn­un hef­ur veitt Bench­mark Genetics Ice­ land hf. rekstr­ar­leyfi til fisk­eld­is í Voga­vík í Vog­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar. Bench­mark (áður Stofn­fisk­ur) er komið langt áleiðis í bygg­ingu nýs hrogna­húss þar sem verða tíu þúsund eldisker. Bench­mark sótti um nýtt rekstr­ar­leyfi vegna 500 tonna há­marks­líf­massa í seiða- og mat­fisk­eldi á laxi í Voga­vík í Vog­um. Um­sókn um nýtt rekstr­ar­leyfi var mót­ tek­in þann 23. októ­ber 2020. Starf­sem­in er einnig háð starfs­leyfi Um­hverf­is­stofn­un­ar. Fram­kvæmd fyr­ir­tæk­is­ ins fór í gegn­um mat á um­hverf­isáhrif­um í sam­ræmi við lög um mat á um­hverf­isáhrif­um.


Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

KROSSMÓA • NJARÐVÍK

IÐAVÖLLUM • KEFLAVÍK

GRINDAVÍK


6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

RITSTJÓRARPISTILL: PÁLL KETILSSON

Suðurnesjasveifla í kófinu Það er óhætt að segja að árið 2021 hafi verið viðburðaríkt og eitt það sérstakasta fyrir okkur Suðurnesja­ menn í langan tíma. Vonir og vænt­ ingar um að veiran væri að hverfa og venjulegt líf væri framundan rættist ekki en eldgos í Grindavík stal senunni stóran part ársins og jafnvel þannig að fólk gleymdi að það væri heimsfaraldur – um stund allavega. Að fylgjast með því þegar bóluefni kom til Suðurnesja í lok ársins 2020 var eins og vítamínsprauta. Nú væri verið að sprauta þessa veiru burt. „Þetta er eitt stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef tekið þátt í á starfsferli mínum,“ sagði deildarstjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í forsíðufrétt Víkurfrétta. Við fylgdumst með því og mynduðum 99 ára gamla konu, fyrst allra almennra Suðurnesjamanna, fá fyrstu sprautu í bólusetningu. Konan fagnaði 100 ára afmæli á miðju þessu ári og er þokkalega hress.

Eldgos í Geldingadölum En „kóvið“ fékk óvænta samkeppni í umfjöllun þegar þúsundir jarðskjálfta skóku Suðurnesin og enn lengra. Við hjá VF erum fréttaþyrstir og það vill svo til að við horfum frá glerturninum í Reykjanesbæ sem skrifstofa okkar er í á fjórðu hæð – að Fagradalsfjalli. Við fengum skrítna hugmynd og gerðumst svo djarfir að skella kvikmyndavél út í glugga sem sýndi frá fjallinu í beinni útsendingu á netinu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þúsundir fylgdust með og áður en yfir lauk voru „innlitin“ á VF gos-síðuna milljón talsins. Netverjar

kommenteruðu og sumir gerðu grín að þessu uppátæki okkar. Ekki voru liðnir nema tuttugu dagar þegar við fengum meldingu um appelsínugulan bjarna yfir fjallinu. Hilmar Bragi, okkar maður á vaktinni, var einmitt á skrifstofunni. Hann smellti frétt á Víkurfréttavefinn og Facebooksíðuna okkar og sagði að eldgos væri hafið. Hljóp síðan út á stórar svalirnar á fimmtu hæðinni og tók mynd af bjarmanum sem sýndi gosið og skellti á netið. Það var fyrsta myndin sem birtist frá eldgosinu. Stóru miðlarnir voru ekki alveg með á nótunum en vöknuðu eftir tíu mínútur eða svo. Við settum í þriðja gír og vorum mættir með græjur til Grindavíkur klukkutíma síðar. Fengum símtöl frá alþjóðlegum fréttaveitum sem vildu myndefni, stóru miðlarnir á Íslandi líka. Það var auðvitað allt lokað og lítið hægt að mynda nema björgunarsveitina Þorbjörn og áhyggjufullan bæjarstjóra Grindavíkur. En svo fór allt í gang morguninn eftir þegar fyrstu myndir frá gosinu fóru að berast frá áhugasömum Suðurnesjamönnum sem margir mættu bara á staðinn, munduðu símana og birtu á samfélagsmiðlum og öðrum miðlum í kjölfarið. Þetta varð síðan vinsælasti og heitasti staður Íslands næstu mánuði og gosið kom Suðurnesjum og Íslandi á heimskortið á ný. Lífið gekk samt sinn vanagang á Suðurnesjum á árinu og atvinnuleysi náði hæstu hæðum þegar fjórði hver var atvinnulaus í lamaðri ferðaþjónustu í heimsfaraldri. Það fór að lagast með vorinu þegar ferðamenn fóru að flykkjast til landsins og hjól atvinnulífsins fóru að snúast á ný, ekki alveg jafn hratt og mikið og fyrir faraldur

en nógu mikið til að atvinnuleysi minnkaði mikið og fór niður fyrir tíu prósent.

Suðurnesin vinsæl Vinsældir Reykjanesbæjar og annarra bæjarfélaga á Suðurnesjum halda áfram að aukast. Nýir íbúar mæta á svæðið og byggðar eru fjöldi íbúða og húsa í öllum sveitarfélögunum – og sér ekki fyrir endann á. Í lóðaúthlutun að nýju hverfi skammt frá gosslóðum í Grindavík var dregið úr 400 umsóknum nú í desember og viðbrögðin við nýju hverfi í Suðurnesjabæ voru svipuð, lúxusvandamál á öllum stöðum. Öll sveitarfélögin nema Vogar á Vatnsleysuströnd státa sig af góðum rekstri en Vogamenn hljóta líka skömm í hattinn fyrir að tefja fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Taka ekki í mál að fá loftlínu sem allir aðrir hafa samþykkt.

Fjölbreytt Suðurnesja fjölmiðlun Við Víkurfréttamenn höfum frá árinu 2013 verið með vikulegan sjónvarpsþátt, Suðurnesjamagasín, sem við sýnum á Hringbraut og Víkurfréttavefnum. Þættirnir eru orðnir á fjórða hundrað og í hverri viku erum við að hitta fólk og ræða við það. Nýir þættir á þessu ári eru fjörutíu og fjölbreytnin er mikil. Leggjum áherslu á fjölbreytni samfélagsins á Suðurnesjum. Nú í lok árs ræddum við til dæmis við Þorbjörgu Bergsdóttur, 82 ára gamla útgerðarkonu úr Garðinum, en fjölskyldufyrirtæki hennar, Nesfiskur, fagnaði nýjum glæsilegum hátæknitogara. Gamla

Hilmar Bragi Bárðarson (t.v.) og Páll Ketilsson hafa staðið fréttavaktina saman á Víkurfréttum í góða þrjá áratugi. Hér eru þeir með Baldvin Njálsson GK í baksýn en þeir sigldu með skipinu á dögunum og úr urðu þrjú innslög í Suðurnesjamagasín Víkurfrétta. VF-mynd: Ásdís Björk Pálmadóttir konan fór til Spánar til að taka á móti honum og sigldi með skipinu heim til Íslands. Nokkrum vikum áður áttum við hjartnæmt og áhrifaríkt spjall við barnabarn Þorbjargar, Sóleyju Ingibergsdóttur, en hún greindist með krabbamein snemma árs, aðeins 26 ára. Hún sagði okkur frá öllu saman og baráttunni sem hún hefur háð. Þar sýndi hún mikinn styrk og kjark, m.a. þegar hún sýndi myndir af sér í krabbabaráttunni. Þær tvær eru fyrirmyndarkonur á Suðurnesjum og öðrum hvatning. Að hitta þær hvetur okkur áfram í því sem við höfum verið að gera í fjóra áratugi – að skrifa samfélagssögu Suðurnesja. Þessi pistill var skrifaður að mestu leyti fyrir jól. Á aðfangadag greindist ritstjórinn með Covid-19 og þarf því að vera í einangrun í tíu daga. Ekki voru einkennin mikil, þó einhver fyrsta sólarhringinn, en þegar þessar línur eru skrifaðar er heilsan meira en þokkaleg. Verst þótti mér þó að missa bragðskynið sem fór

á fyrsta degi. Það hefur því verið skrýtið að vera í einangrun á jólum, borða jólamat á borð við hangikjöt og hamborgarhrygg og finna ekkert bragð. Það hefur margt verið skrýtið í heimsfaraldri en undirritaður var búinn að fara í tvö hraðpróf á þremur dögum áður en veiran smellti sér á mig. Fjármálaráðherra bættist í hóp smitaðra á þriðja í jólum og við heyrum af miklum fjölda sem eru ýmist í einangrun eða sóttkví. Það er því ljóst á öllu að við þurfum að heyja baráttu við heimsfaraldur eitthvað áfram þó fréttir af minni veikindum og færri sjúkrahúsinnlögnum séu jákvæðar. Við hjá Víkurfréttum þökkum samskiptin á árinu sem er að líða og óskum Suðurnesjamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta.

AUGNABLIK MEÐ JÓNI STEINARI

Aðdráttarafl eldstöðvarinnar Þó svo nokkuð sé síðan enda­ lokum gossins hafi verið lýst yfir streyma ferðamenn í hundraðatali á svæðið dag hvern til þess að berja nýrunnið hraunið augum. Enda er þetta algjörlega magnað fyrir­ bæri. Nýtt land, ósnortið og algjör­ lega ógróið líkt og gamla hraunið allt um kring var einhverntíman í fyrndinni. Ekki virðist draga neitt úr þessum forvitnu ferðalöngum það óvissástand sem er nú á svæðinu varðandi yfirvofandi eldgos. Allir sem hætta sér inn á svæðið um þessar mundir fá sms frá Almannavörnum þar um. Í það minnsta dró það ekki kjarkinn úr þessu fólki sem var á ferð um svæðið í veðurblíðunni síðastliðinn mánudag. Jón Steinar Sæmundsson

Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is Umbrot/blaðamaður: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is


Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Þú sérð öll tilboðin á byko.is

A L A S ÚT 30-50% afsláttur af völdum vörum Gerðu frábær kaup!

Verslaðu í vefverslun BYKO

SENT

ALLA VIRKA DAGA

HEIM

Frí heimsending er á pöntunum yfir 20.000 kr

Verslaðu á netinu á byko.is


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Anna Lilja dúx haustannar í FS Að þessu sinni útskrifaðist 51 nemandi; 39 stúdentar, þrír úr verknámi, einn úr starfsnámi og átta af framhaldsskólabraut. Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram föstudaginn 17. desember. Anna Lilja Ásgeirsdóttir var dúx haustannar með 9,15 í meðaleinkunn. Að þessu sinni útskrifaðist 51 nemandi; 39 stúdentar, þrír úr verknámi, einn úr starfsnámi og átta af framhaldsskólabraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Konur voru 26 en karlar 25. Alls komu 37 úr Reykjanesbæ, fimm úr Grindavík, fjórir úr Suðurnesjabæ og þrír úr Vogum. Þá kom einn frá Vopnafirði og Reykjavík. Að þessu sinni var útskriftin með breyttu sniði vegna fjöldatakmarkana en fjöldi gesta var takmarkaður. Til að koma til móts við þá sem ekki gátu sótt athöfnina var dagskránni streymt. Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðmundur Grétar Karlsson, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Sigrún Björk Sigurðardóttir, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Ægir Karl Ægisson, áfangastjóri, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nýstúdentar tónlist við athöfnina en þar lék Ása Bríet Bergsdóttir á píanó og Árni Þór Guðnason á gítar. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Dawid Jan Laskowski fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á íþróttabraut, Hanna Felstau Róbertsdóttir fyrir viðskiptafræði, Jane María Ólafsdóttir fyrir sálfræði og Kristinn Anton Hallvarðsson fyrir árangur sinn í tölvutækni. Vilborg Jónsdóttir fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í efnafræði og stærðfræði, Lára Ösp Ásgeirsdóttir

Anna Lilja Ásgeirsdóttir var dúx haustannar með 9,15 í meðaleinkunn.

Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson

fyrir ensku og stærðfræði, Helena Aradóttir fyrir viðskiptafræði og stærðfræði og Aþena Ýr Ólafsdóttir fékk viðurkenningar fyrir ensku og fata- og textílgreinar. Heiðar Snær Ragnarsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í efnafræði og verðlaun frá Verkfræðistofa Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Tanja Alexandra Sigurðardóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í efnafræði og líffræði og gjöf frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku. Sigrún Björk Sigurðardóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í sálfræði og fata- og textílgreinum og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum. Anna Lilja Ásgeirsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í ensku og líffræði, hún fékk gjafir frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og stærðfræði og raungreinum, verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja

fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum og verðlaun frá Hinu íslenska stærðfræðifélagi fyrir árangur í stærðfræði. Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari, afhenti 100.000 kr. námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Anna Lilja Ásgeirsdóttir styrkinn. Hún útskrifaðist af raunvísindabraut með meðaleinkunnina 9,15. Anna Lilja hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita útskriftarnemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Þær Kara Petra Aradóttir, Oddný Perla Kristjánsdóttir, Rebekka Ír Jónsdóttir og Valý Rós Hermannsdóttir fengu allar 30.000 kr. styrk fyrir góða frammistöðu í tjáningu og ræðumennsku.

Duglegar tvíburasystur. Anna Lilja dúx og systir hennar Lára Ösp Ásgeirsdóttir sem náði líka mjög góðum árangri og fékk tvenn verðlaun.

Ragnheiður Gunnarsdóttir afhenti styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja við athöfnina. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.



10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fyrsti nemandi Menntaskólans á Ásbrú útskrifaður

Ingigerður Sæmundsdóttir.

Ingigerður ráðin forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú Ingigerður Sæmundsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Mennta­ skólans á Ásbrú og mun hún hefja störf 1. janúar næstkomandi. Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) er einn af fjórum skólum Keilis, mið­ stöðvar vísinda, fræða og atvinnu­ lífs, sem var stofnaður árið 2019 í kringum stofnun stúdentsbrautar með áherslu á tölvuleikjagerð. Ingigerður mun halda utan um daglegan rekstur MÁ, þ.m.t. fjármál, mannauðsmál, málefni nemenda og stýra þróun náms í samstarfi við hagsmuna- og samstarfsaðila innan og utan Keilis. Ingigerður mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn. „Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með ráðningunni. Ég hlakka til að taka þátt í frekari þróun skólans með því góða starfsfólki sem þar er fyrir. Ég hef fylgst með starfinu hjá Keili frá upphafi og fannst frábært skref að stofna MÁ á sínum sem jók námsframboð á svæðinu fyrir nýútskrifaða grunnskólanemendur. Menntaskólinn á Ásbrú á eftir að vaxa og dafna enn frekar og horfum við björtum augum til framtíðar,“ segir Ingigerður Sæmundsdóttir, nýráðin forstöðumaður Menntaskólans á Ásbrú. Ingigerður er fædd árið 1969 og er búsett í Reykjanesbæ. Hún býr að fjölbreyttri reynslu úr menntakerfinu síðastliðin 24 ár á bæði grunn- og framhaldsskólastigi auk þess að hafa áður verið virk í bæjarpólitík í Reykjanesbæ um langt skeið. Síðastliðin tvö ár hefur hún rekið ferðaþjónustu á Snæfellsnesi samhliða kennslu og öðrum verkefnum en hyggst nú hverfa frá því. Hún er menntuð með B.ed. í grunninn og er í MBA námi við Háskóla Íslands auk þess að vera menntaður markþjálfi. Hún býr einnig að því að hafa stundað nám í viðskiptasiðfræði við Háskóla Íslands. ,,Við höfum mikla trú á því að Ingigerður verði afar góð viðbót í öflugt teymi hjá Keili og sterkur leiðtogi MÁ,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis. MÁ hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Námið byggir á hagnýtum verkefnum og sterkum tengslum við atvinnulífið. Í MÁ er lögð áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Námsframboð í MÁ er í stöðugri þróun, en í dag er þar einnig starfrækt fjarnámshlaðborð með stökum framhaldsskólaáföngum sem kenndir eru í fjarnámi.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Fyrsta útskrift Menntaskólans á Ásbrú fór fram við hátíðlega athöfn í húsnæði Keilis laugardaginn 18. desember síðastliðinn. Menntaskólinn á Ásbrú hóf starfsemi haustið 2019 þegar fyrsti nemendahópurinn hóf nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og er áætluð útskrift þessa hóps vorið 2022. Þrátt fyrir að stúdentsbrautin sé skipulögð sem þriggja ára nám er möguleiki fyrir hendi að taka námið á lengri eða styttri tíma, eins og átti við í útskrift laugardagsins, þar sem Lovísa Gunnlaugsdóttir útskrifaðist með glæsibrag fyrst allra, á tveimur og hálfu ári, með 9,78 í meðaleinkunn. Nanna Kristjana Traustadóttir, fráfarandi skólameistari MÁ og framkvæmdastjóri Keilis, stýrði athöfninni og flutti ávarp. „Fyrsta útskriftin úr Menntaskólanum á Ásbrú markar afar merkileg tímamót. Það hefur verið ævintýri líkast að sjá nýjan skóla verða til, vaxa og dafna undan-

Nanna Kristjana Traustadóttir, framkvæmdastjóri Keilis, Lovísa Gunnlaugsdóttir, útskriftarnemandi, Kjartan Már Kjartanson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Hjálmar Árnason, fyrrum framkvæmdastjóri Keilis. farin misseri. Framsýni í kennsluháttum og persónuleg nálgun í

Nanna Kristjana Traustadóttir, fráfarandi skólameistari MÁ og framkvæmdastjóri Keilis afhendir Lovísu útskriftarskírteinið.

náminu er vel sýnileg í því að fyrsti nemandinn skuli ljúka stúdentsprófi á fimm önnum. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í slíku starfi,“ segir Nanna Kristjana Traustadóttir. Í upphafi athafnar var tónlistaratriði, Trompet tríó, sem flutt var af Almari Erni Arnarsyni, Bergi Daða Ágússtsyni og Kareni J. Sturlaugsson. Ingibjörg Lilja Guðmundsdóttir, kennari MÁ, flutti hátíðarræðu fyrir hönd kennara og Lovísa sjálf flutti útskriftarræðu. Lovísa var jafnframt verðlaunuð fyrir framúrskarandi námsárangur með gjöf frá CCP og peningaverðlaunum frá Keili.

Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) er einn af fjórum skólum Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. MÁ hefur frá árinu 2019 boðið nemendum að stunda nám á metnaðarfullri stúdentsbraut í tölvuleikjagerð. Námið byggir á hagnýtum verkefnum og sterkum tengslum við atvinnulífið. Lagt er áherslu á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa. Námsframboð í MÁ er í stöðugri þróun, en í dag er þar einnig starfrækt fjarnámshlaðborð með stökum framhaldsskólaáföngum sem kenndir eru í fjarnámi.

„Tækifæri sem fæstir framhaldsskólanemar fá“ Á dögunum fór fram fyrsta útskrift Menntaskólans á Ásbrú. Mennta­ skólinn á Ásbrú hóf starfsemi haustið 2019 þegar fyrsti nemenda­ hópurinn hóf nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð og er því áætluð útskrift hópsins vorið 2022. Lovísa Gunnlaugsdóttir, átján ára Kefla­ víkurmær, útskrifaðist hins vegar hálfu ári á undan áætlun og fær því heiðurinn á því að vera fyrsti útskriftarnemandi skólans. Lovísa útskrifaðist með glæsibrag með 9,78 í meðaleinkunn og var hún verðlaunuð fyrir framúrskarandi námsárangur með gjöf frá CCP og peningaverðlaunum frá Keili. Lovísa valdi nám við MÁ vegna áhuga hennar á tónlist, hljóð- og myndvinnslu. „Ég spila á nokkur hljóðfæri og finnst gaman að syngja með. Ég hef mikinn áhuga á tónlist, hljóð- og myndvinnslu og tengir það vel við námið í MÁ. Námið í MÁ er mjög áhugavert og eru margir möguleikar í því,“ segir Lovísa Gunnlaugsdóttir, fyrsti útskriftarnemi Menntaskólans á Ásbrú. Nemendur frá MÁ útskrifast með staðgóða þekkingu í ýmsu sem tengist tölvuleikjagerð og fleiri skapandi greinum. Námið byggir á hagnýtum verkefnum með sterkri tengingu við atvinnulífið þar sem lögð er áhersla á færni til framtíðar, nútíma kennsluhætti og vinnuaðstöðu í sérklassa.

Lovísa Gunnlaugsdóttir, fyrsti útskriftarnemandi MÁ, ásamt foreldrum sínum, Gunnlaugi Kárasyni og Rakel Ósk Eiríksdóttur.

Áskorun að taka námið á styttri tíma Það hefur verið mikil áskorun að klára stúdentinn á svona stuttum tíma. „Þetta er búið að vera mikil vinna, krefst mikillar skipulagningar og maður þarf að vera staðráðinn til þess að láta þetta ganga,“ segir Lovísa. Skipulagning námsins í MÁ hefur einnig haft sitt að segja „Vendinámið er klárlega framtíðin. Þetta fyrirkomulag hentaði mér mjög vel. Einnig tel ég það vera kostur að

skipta árinu upp í fjórar lotur. Það gefur manni tækifæri til þess að fara dýpra í hvert fag, vegna þess að maður er þá í færri áföngum í einu. Í MÁ hef ég lært ótrúlega margt hagkvæmt sem ég kem til með að nýta mér í framtíðinni, sama hvaða háskólanám ég kem til með að velja mér. Tenging við atvinnulífið er einnig stór kostur. Haldnar hafa verið keppnir í samstarfi við tölvuleikjafyrirtæki.“ Lovísa tók einmitt þátt í keppninni Fyrirtækjasmiðja ungra frumkvöðla 2021 þar sem hún og þrír bekkjar-

Æfir fimleika átján klukkustundir á viku Samhliða náminu í MÁ hefur Lovísa æft fimleika af kappi átján klukkustundir á viku auk þess sem hún þjálfar og dæmir fimleika. Þessi framtakssama stelpa hefur einnig sinnt félagsstörfum í MÁ og hefur hún verið í nemendaráði skólans frá upphafi þar sem tekist er á við fjölbreytt verkefni. Nú síðast tók hún að sér skipulagningu á útskriftarferð Menntaskólans á Ásbrú til Mexíkó þar sem mikil tilhlökkun ríkir fyrir. Stefnt er að því að fara eftir útskrift árgangsins í vor ef aðstæður leyfa.

félagar hennar fengu verðlaun fyrir bestu tæknilausnina/forritunina. Í áfanganum frumkvöðlafræði stofnuðu þau fyrirtækið „Black Sky Games“ og var það tölvuleikurinn þeirra „Total Chaos“ sem skilaði þeim verðlaununum.

„Tækifæri sem fæstir framhaldsskólanemar fá” Lovísa hefur verið í starfsnámi hjá stærsta tölvuleikjafyrirtæki á Íslandi, CCP, núna í síðustu lotu. Lokaverkefni hennar byggist að hluta á þessari reynslu. „Sú reynsla hefur verið skemmtileg og er fræðandi að kynnast tölvuleikjabransanum í gegnum þetta þekkta fyrirtæki. Þetta fer í reynslubankann og er ég mjög þakklát fyrir það tækifæri. Tækifæri sem fæstir framhaldsskólanemar fá.“

Framtíðin björt en óráðin

Lovísa æfir fimleika átján klukkustundir á viku.

„Ég ætla að taka mér vorönnina í að skoða hvað ég vil gera í framhaldinu en á meðan mun ég halda áfram að æfa, þjálfa og dæma fimleika. Ég stefni á háskólanám en hef mjög breytt áhugasvið og það er margt sem kemur til greina,“ segir Lovísa að lokum.


HVER ER MAÐUR ÁRSINS á Suðurnesjum 2021?

Ábendingum um verðuga einstaklinga, konur eða karla, til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2020“ má senda á tölvupóstfangið vf@vf.is. Opið er fyrir móttöku á tillögum til 3. janúar 2022. Maður ársins á Suðurnesjum frá 1990 til 2020:

Ljósmynd: Jón Hilmarsson

1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020

Dagbjartur Einarsson Hjörtur Magni Jóhannsson Guðmundur Rúnar Hallgrímsson Guðjón Stefánsson Júlíus Jónsson Þorsteinn Erlingsson Logi Þormóðsson Steinþór Jónsson Aðalheiður Héðinsdóttir Sigfús Ingvason Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes Freyja Siguðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði Guðmundur Jens Knútsson Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek Tómas J. Knútsson Guðmundur Kristinn Jónsson / Kristín Kristjánsdóttir Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir Erlingur Jónsson Sigurður Wíum Árnason Jóhann Rúnar Kristjánsson Axel Jónsson Guðmundur Stefán Gunnarsson Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson Klemenz Sæmundsson Fida Abu Libdeh Sigvaldi Lárusson Stopp hópurinn - hingað og ekki lengra Elenora Rós Georgesdóttir Guðmundur Ragnar Magnússon Már Gunnarsson Sólborg Guðbrandsdóttir


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Einstakt ár í sögunni Grindavíkurbær var undirlagður vegna eldgossins Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur

Þegar árið 2021 gekk í garð litu íbúar Grindavíkur almennt svo á að lítil eftirsjá hafi verið að árinu sem þá var nýliðið. Mikið hafði verið um um jarðskjálfta, landris og mögulega kvikusöfnun svo gripið sé til orða sem oft voru viðhöfð. Þá hafði Covid-faraldurinn haft veruleg áhrif á lífsgæði bæjarbúa sem og annarra landsmanna. Jarðskjálftahrina Ekki var þess þó langt að bíða að til tíðinda drægi. Að morgni miðvikudagsins 24. febrúar 2021 lýsti ríkislögreglustjóri yfir hættustigi almannavarna vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem þá gekk yfir á Reykjanesi. Í tilkynningu kom fram að engin merki væru um gosóróa á svæðinu. Fyrsti skjálftinn reið yfir laust eftir klukkan tíu, mældist 5,7 og átti upptök sín nærri Keili. Mesta virknin var bundin við Fagradalsfjall og svokallaðan kvikugang á þeim slóðum. Jarðskjálftar mældust í tugum þúsunda en langflestir þeirra voru litlir. Vísindamenn fylgdust vel með gangi mála og vöktun var aukin á svæðinu. Lögreglan, björgunarsveitir og almannavarnanefndir voru í viðbragðsstöðu. Viðbragðs- og rýmingaráætlanir Grindavíkurbæjar lágu fyrir ef á þyrfti að halda. Haldnir voru kynningarfundir í Kvikunni um ástand mála. Fundunum var einnig streymt og upptökur hafðar aðgengilegar á netinu. Eldfjalla- og jarðskjálftafræðingar frá Veðurstofu Íslands auk fulltrúa frá Almannavörnum ríkislögreglustjóra og Grindavíkurbæ fóru þar yfir stöðuna og svöruðu spurningum gesta. Ekki bætti úr skák að rafmagn fór af Grindavík þann 5. mars. Veitufyrirtækinu tókst ekki að koma rafmagni á allan bæinn fyrr en liðnar voru um níu klukkustundir. Rafmagnsleysi hefur víðtækar afleiðingar en við þær aðstæður sem uppi voru í bæjarfélaginu var um enn alvarlegri atburð að ræða. Varðskipið Þór var á nálægum slóðum ef rafmagnsbilunin yrði viðvarandi, enda hægt að tengja kapal frá skipinu í land. Aðfararnótt 7. mars voru skjálftahrinurnar þær öflugustu sem íbúar Grindavíkur höfðu upplifað enda voru upptökin rétt norðan við bæinn. Fáum var svefnsamt enda nötraði jörðin nær stanslaust á tímabili og mældist stærsti skjálftinn 5,0 stig. Um nóttina var boðað til skyndifundar með fulltrúum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands ásamt lögreglunni á Suðurnesjum og bæjarstjóra Grindavíkurbæjar vegna fjölda jarðskjálfta á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Meðal þess sem um var rætt var hvort mögulega þyrfti að rýma hluta bæjarins. Ekki dró til frekari tíðinda að þessu sinni en viku síðar kom skjálfti sem var 5,4 að stærð og átti upptök sín nærri Grindavík. Sá skjálfti var áberandi sterkur og olli því að munir duttu úr hillum eða færðust úr stað.

Ekki var talin ástæða til að loka af svæðið við gosstöðvarnar eða gera aðrar ráðstafanir til að hindra för fólks á staðinn. Það var mikil áskorun fyrir Grindavíkinga og viðbragðsaðila að taka á móti öllum þeim mikla fjölda fólks og bíla sem dreif að strax við upphaf gossins. Samkvæmt teljurum mættu meira en 5.000 manns dag hvern á svæðið sem þýðir að um 1.500 bílum hafi verið lagt í Grindavík eða nágrenni. Bílaröðin náði frá miðbænum í Grindavík og meðfram Suðurstrandarvegi að gönguleiðum að gosstöðvunum sem er nokkurra kílómetra löng leið. Þá var miklum fjölda bíla lagt á Grindavíkurvegi í námunda við Bláa lónið. Umferðarstýring og bílastæðamál urðu því meðal fyrstu verkefna sem taka þurfti föstum tökum. Þar var um að ræða samstarfsverkefni lögreglunnar, björgunarsveita, Vegagerðarinnar, landeigenda og starfsmanna Grindavíkurbæjar. Jafnframt þurfti að bæta móttökuskilyrði vegna fjarskipta á gosstöðvunum og kom Neyðarlínan að þeim málum með mjög myndarlegum hætti. Ofan á þetta bættist við ný áskorun; hertar samkomutakmarkanir vegna fjórðu bylgju Covid-faraldursins. Björgunarsveitir víðsvegar að af landinu komu til aðstoðar og stóðu vaktina mánuðum saman. Að sögn voru um 140 björgunarsveitarmenn mættir til starfa dag hvern, fyrstu dagana. Fremstir í flokki fóru félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Verkefnin voru af margvíslegum

toga. Mikið var um að forvitnir gestir kæmu illa búnir á svæðið og hvað sem öðru leið gat verið hættulegt að vera á staðnum nema viðhafa fyllstu aðgát. Um náttúruvá var að ræða, gasmyndun, brennheitt hraun, erfiðar gönguleiðir, rysjótt veðurfar ásamt myrkri og kulda að vetri til. Björgunarsveitir og sjúkraliðar sinntu fjölmörgum útköllum og komu hundruðum ferðalanga til aðstoðar. Ef ástæða þótti til greip lögreglustjórinn á Suðurnesjum til þess ráðs að loka tímabundið aðgengi að gosstöðvunum vegna álags eða slæms veðurútlits. Um miðjan maí ákváðu Almannavarnir, Grindavíkurbær og aðgerðastjórn vegna eldgossins í Geldingadölum að ráðast í gerð leiðigarðs syðst í Geldingadölum til að minnka líkur á að hraun rynni niður í Nátthagakrika. Einnig var ákveðið að setja upp varnargarða í þeim tilgangi að hefta eða tefja fyrir för hrauntungunnar niður í Nátthaga. Á þessum slóðum eru rafmagnslínur og ljósleiðari og auk þess greið leið fyrir hraunið niður að Suðurstrandarvegi. Um merkilega tilraun var að ræða og reyndust þessi mannvirki standast áraunina mjög vel. Þó fór svo að hraun tók að renna niður í Nátthaga þar sem dalbotninn fylltist smám saman af hrauni. Að vel athuguðu máli ákvað teymi almannavarna að ekki yrði reynt að byggja varnargarða til að koma í veg fyrir að hraun flæddi úr Nátthaga og í áttina að Suðurstrandarvegi. Ástæðan var sú að mikil óvissa ríkti um það hvort sú aðgerð myndi takast af tæknilegum ástæðum og kostnaður myndi hlaupa á mörg hundruð milljónum króna. Sú hryggilega staða var uppi að eigendur jarðarinnar Ísólfsskála áttu á hættu að missa jörðina og mannvirki undir hraun ef það næði að renna úr Nátthaga og yfir Suðurstrandarveginn alla leið til sjávar.

Margir lögðu hönd á plóg Minnst hefur verið á ómetanlegt framlag björgunarsveitanna vegna aðstoðar í tengslum við eldgosið. En það voru fjölmargir aðrir sem áttu sinn stóra þátt í því að ráða fram úr þeim viðamiklu verkefnum og áskorunum sem blöstu við. Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á Suðurnesjum lögðu fram mannskap, tæki og fjármuni og starfsmenn þessara stofnana stóðu vaktina og sátu fundi almannavarna svo mánuðum skipti. Brunavarnir Suðurnesja lögðu til sjúkrabíl sem staðsettur var á svæðinu og starfsfólk til að manna vaktirnar. Um-

Hópsnes og Grindavík. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

hverfisstofnun réði landverði til að hafa eftirlit með umgengni og veita upplýsingar á svæðinu sem og að létta undir með störfum björgunarsveitanna. Landeigendur Hrauns og Ísólfsskála komu mjög myndarlega að því að leysa bílastæðamál, gönguleiðir og margt fleira sem laut að umferð gangandi og akandi ferðamanna á svæðinu. Ríkisstjórnin ákvað að fela hópi ráðuneytisstjóra að leiða nauðsynlega vinnu við undirbúning verndar mikilvægra innviða vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Í hópnum sátu m.a. ráðuneytisstjórar sjö ráðuneyta, bæjarstjórar sveitarfélaganna á Suðurnesjum og starfsmenn frá Veðurstofunni, Vegagerðinni, Ríkislögreglustjóra og Orkustofnun. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra setti á fót starfshóp til að koma með tillögur um uppbyggingu eldgossvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma, en ferðamálastjóri stýrði starfi hópsins. Þessi fjölskipaði starfshópur hélt fjölmarga fundi um verkefnið og lagði fram ítarlegar tillögur til ráðherra. Mikil vinna var í því fólgin að sinna upplýsingagjöf og svara fyrirspurnum innlendra sem erlendra fjölmiðla og annarra áhugasamra aðila um eldsumbrotin. Mæddi þar mikið á starfsfólki Áfangastaðastofu Reykjaness og Reykjanes Geopark. Ferðamálastofa og Safetravel.is sem veittu einnig mikla aðstoð. Starfsfólk Veðurstofunnar og fjölmargir aðrir úr vísinda- og fræðasamfélaginu voru ávallt boðnir og búnir að leiðbeina og leggja á ráðin varðandi sérhæfð málefni. Ríkisstjórn Íslands hélt sinn árlega sumarfund í Grindavík í ágúst. Meðal þess sem um var rætt voru eldsumbrot og jarðhræringar á Reykjanesi, samgöngumál á svæðinu og uppbygging innviða. Jafnframt er rétt að taka fram að einstakir ráðherrar og þingmenn Suðurkjördæmis hafa beitt sér fyrir fjárveitingum og aðstoð vegna eldsumbrotanna og uppbyggingar á svæðinu. Má þar sérstaklega nefna myndarlegt fjárframlag úr Framkvæmdasjóði ferða-

Eldgos í Geldingadölum Eldgosið hófst upp úr klukkan níu að kvöldi 19. mars í Geldingadölum. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá Keili að Fagradalsfjalli og var talið lítið á mælikvarða jarðfræðinnar. Þó að aðdragandinn að gosinu hafi verið langur hófst það nær fyrirvaralaust. Nokkrir gígar opnuðust á upphafsdögum gossins en virknin einangraðist við einn gíg þegar á leið. Nær 800 ár voru liðin frá því síðast gaus á Reykjanesskaganum og um 6.000 ár frá því síðast gaus í Fagradalsfjalli.

Eldur í æðum Fagradalsfjalls. VF-mynd: Jón Steinar Sæmundsson

mannastaða sem ferðamála- og nýsköpunarráðherra beitti sér fyrir.

Mikil athygli og umfjöllun Grindvíkingar fengu eldgos í bakgarðinn hjá sér – óumbeðið. Það var gríðarlega stórt verkefni að takast á við þessa náttúruvá og jarðskjálftahrinurnar sem gengu yfir þar á undan. Varla er hægt að bera þetta álag saman við nokkuð það sem íbúar annarra íslenskra sveitarfélaga hafa búið við undanfarna tuttugu mánuði. Bæjaryfirvöldum, starfsfólki bæjarfélagsins og íbúum Grindavíkur tókst með aðstoð mikils fjölda fólks að leysa aðsteðjandi verkefni þannig að með ágætum getur talist. Teymi almannavarna fundaði hvern einasta virka dag – og oft um helgar – svo vikum og skipti frá upphafi gossins og reglulega fram undir þetta. Grindavíkurbær lagði fram umtalsverða fjármuni og beina aðstoð vegna viðbragða og kostnaðar vegna eldgossins og styrkti björgunarsveitina Þorbjörn fjárhagslega og verðskuldað fyrir hennar mikla framlag. Þeir umferðarteljarar sem komið var upp við nokkrar af gönguleiðunum á gosstöðvarnar náðu ekki til allra sem voru þar á ferðinni. Að mati björgunarsveitarfólks má gera ráð fyrir að meira en 800 þúsund manns hafi lagt leið sína á svæðið, sem gerir það jafnframt að fjölsóttasta ferðamannastað landsins árið 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Cision umfjöllunarvaktinni hefur eldgosið í Geldingadölum notið geysilegrar athygli víða um heim. Uppsafnaður fjöldi lestra/áhorfa í öllum tegundum miðla er yfir 175 milljarðar og auglýsingaverðmæti er áætlað vera rúmlega 49 milljarðar króna. Þetta hefur orðið til þess að koma landi og þjóð rækilega á framfæri, til góða fyrir ferðaþjónustuna og fleiri atvinnugreinar. Goshrinan sem hófst 19. mars stóð í slétta sex mánuði og lauk 18. september. Þann 18. desember voru því liðnir þrír mánuðir frá því síðast sást til hraunflæðis úr eldstöðinni við Fagradalsfjall og var það þá gefið út að þessu tiltekna eldgosi væri lokið, hver svo sem þróunin yrði á svæðinu. Þremur dögum síðar hófst hins vegar kröftug jarðskjálftahrina sem er svipuð undanfara eldgossins í Geldingadölum síðastliðið vor. Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi á Reykjanesi enda ekki talið ólíklegt að kvika sé aftur farin að leita upp í jarðskorpuna. Grindvíkingar hafa orðið óþyrmilega varir við jarðskjálftana að undanförnu og á aðfangadagskvöld reið yfir einn óþægilegasti skjálftinn frá upphafi jarðhræringanna, enda upptökin mjög nærri þéttbýlinu. Munir færðust úr stað og féllu úr hillum. Þegar þessi orð eru rituð á öðrum degi jóla er lítið annað til bragðs að taka en að bíða og sjá hverju fram vindur. Suðurnesjamenn eru nú reynslunni ríkari og viðbúnaður er til staðar ef til tíðinda dregur.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 13

VIÐ ÁRAMÓT Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga

Í lok árs stöldrum við gjarnan við, lítum annars vegar um öxl og förum yfir það helsta sem til tíðinda bar á árinu, og hins vegar skyggnumst við fram á veginn og horfum til þess nýja árs sem í hönd fer. Viðburðaríkt ár Árið 2021 var Suðurnesjamönnum minnisstætt. Árið byrjaði með auknum jarðhræringum, einkum á sunnanverðum skaganum og í nágrenni Grindavíkur. Íbúa Voga fóru ekki varhluta af þessum hræringum, og fundu vel og greinilega fyrir þessum áköfu skjálftum. Jafn undarlega og það hljómar þá voru íbúar hér hálf fegnir eftir að tók að gjósa upp úr miðjum mars, því þá sljákkaði í jarðskjálftunum. Eldgosið með öllu því sem því fylgdi hafði einnig umtalsverð áhrif, fyrir kom að loftgæðin fóru niður fyrir heilsusamleg mörk auk þess sem nálægð spúandi hefur auðvitað einnig sín áhrif. Faraldurinn skæði vill ekki enn yfirgefa okkur og hefur að því leytinu til haft sín áhrif allt árið. Nú í árslok er

Knattspyrnudeild Þróttar í Vogum á gleðistund síðasta sumar þegar liðið tryggði sér sæti í 1. deild á komandi sumri. VF-mynd: JPK markvisst, eftir að það hafði áður náð hæstu hæðum. Rekstur sveitarfélagsins hefur borið þess merki að hinar ytri aðstæður eru erfiðar. Við sjáum sem betur fer hægan en öruggan viðsnúning, ekki síst eftir að hafa ráðist í gagngera skoðun á starfseminni allri. eins og hann sé skæðari sem aldrei fyrr, veiran virðist vera á mikilli ferð í öllu samfélaginu. Við höfum sem betur fer séð atvinnuleysið lækka

Séð yfir hluta byggðarinnar í Vogum. VF-mynd: Hilmar Bragi

Suðurnesin og tækifærin Suðurnesin eru ört vaxandi landshluti, það styttist í að íbúafjöldinn nái 30 þúsund íbúa markinu. Í öllum sveitarfélögunum fjórum er fjölgun íbúa mikil – og talsvert umfram landsmeðaltal. Mikil uppbygging er áformuð hér í Vogum líkt og annars staðar á Suðurnesjum, sem á eftir að skila fjölgun íbúa og íbúða. Slíkum vexti fylgja eflaust vaxtaverkir, það felast miklar áskoranir í því að takast á við þennan mikla vöxt og öllu því sem honum fylgir. Það felast á hinn bóginn mikil tækifæri í vextinum, slagkraftur landshlutans og samfélaganna sem þar eru, eykst jafnt og þétt. Við sjáum mikla framþróun í atvinnu og nýsköpun, þrátt fyrir að

grundvallarstoðin (ferðaþjónustan) hafi látið undan við þær erfiðu aðstæður sem ríkt hafa í samfélaginu öllu undanfarin misseri. Tækifærin hér eru mörg og af ýmsum toga. Landshlutinn er ríkur af auðlindum, bæði í sjó og í jörðu. Það er hlutverk okkar að hlúa vel að þeim vaxtarsprotum sem víða leynast, og veita þeim brautargengi til að eflast og dafna.

Uppbygging innviða Nú hillir undir lok tvöföldunar Reykjanesbrautar, en síðasti kaflinn (frá Hvassahrauni að Hafnarfirði) fer í útboð á nýju ári. Þá er einungis eftir kaflinn frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir. Uppbygging heilsugæsluþjónustu er einnig að taka við sér, þegar hefur verið auglýst eftir nýju húsnæði fyrir starfsemi heilsugæslu, og miklar endurbætur eiga sér samhliða stað á húsnæði HSS. Allt skapar þetta betri aðstæður fyrir mannlífið og eykur á lífsgæðin.

SÚPER

ÚTSALA Gerðu súperkaup

Rafmagnsverkfæri 20-40% • Handverkfæri 20% • Hillurekkar (Avasco) 20% • Loftpressur (Stanley) 20%

Verkfæratöskur 20% • Spray, lökk (Painters Touch) 20% • Ryksugur 20% • Leikföng (Fischer) 35% • Glær lökk (Finess) 20% Vegg og Tak (Málning) 35% • Allar jólavörur 30-50% • Parket 25% • Flísar 35% • Gjafavara 25% Vegg- og loftaþiljur 25% • Strauborð og þvottasnúrur 25% • Matarstell, glös og könnur 30-50%

Hnífapör og eldhúsáhöld 30% • Glös og diskar 30-50% • Pottar og pönnur 20-40% • Klukkur 25%

Bökunarvörur 30% • Herðatré 30% • Moppur og kústar 25 • Hreinsiefni og áhöld 25% • Box og körfur 25% Skálar og eldföst mót 30% • Rykgrímur 30% • Ljós (Gildir ekki af Hue) 25% • Útivistafatnaður 25% Vinnufatnaður 20-25% • Barnaöryggisvörur 30% • Slökkvitæki og reykskynjarar 25% Handsótthreinsivörur 30% • Seríur og jólaljós 30-50% og margt fleira

Skoðaðu útsölublaðið á husa.is

Framtíðin er björt Árið 2022 verður okkur vonandi jákvætt og gott. Markaðsstofa Reykjaness hitti naglann á höfuðið þegar landshlutanum er lýst í einni setningu: „Reykjanes er lífæð landsins þar sem ægifegurð fylgir þér við hvert fótmál.“ Þetta eru orð að sönnu. Við skulum horfa bjartsýn fram á veginn og með jákvæðum hug. Megi árið 2022 verða okkur öllum farsælt, friðsælt og gjöfult. Gleðilegt ár! Nú hillir undir lok tvöföldunar Reykjanesbrautar.


14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viðburðaríkt ár að baki

„Viðbrögð við þessu er að skapa fleiri störf í atvinnugreinum sem ekki tengjast eða eru háð flugvellinum. Í því skyni er nú unnið að mótun atvinnuþróunarstefnu fyrir Reykjanesbæ og verður hún kynnt á næsta ári.“

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ

Árið 2021 hefur að mörgu leyti verið tíðindameira en mörg önnur ár. Heimsfaraldur Covid-19 öðlaðist aukinn kraft í upphafi ársins, eftir að hafa heldur dregið úr honum vikurnar áður. Heimsfaraldurinn stjórnaði okkar tilveru meira en við hefðum viljað og meira en við sáum fyrir að myndi verða. Fyrir utan áhrif á heilbrigðiskerfið, þá birtust afleiðingarnar skýrt í atvinnulífinu með miklu atvinnuleysi, en sem betur fer dró hratt úr fjölda þeirra sem voru án atvinnu þegar leið á árið 2021, samhliða því að dregið var úr samkomutakmörkunum og erlendir ferðamenn fóru að koma í meiri mæli til landsins. Nú undir lok ársins hafði þetta staðið til bóta og dregið hafði hratt úr atvinnuleysinu, enda birtist aukin atvinnuþátttaka með tilheyrandi atvinnutekjum einstaklinga í auknum útsvarstekjum sveitarfélaganna. Fyrir nokkrum vikum gaus svo aftur upp bylgja Covid-19-smita sem vonandi hefur ekki mjög neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og samfélagið í heild til lengri tíma. Nú undir lok ársins hafa dagleg Covid-19-smit slegið öll fyrri fjöldamet og er útlit fyrir að nýtt ár taki við mjög virkum heimsfaraldri frá því ári sem nú kveður.

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar, sem hefur m.a. það hlutverk að fylgja eftir aðgerðaáætlunum og taka ákvarðanir um viðbrögð og framkvæmd samkomutakmarkana og sóttvarnaaðgerða hverju sinni, fundaði mjög oft á árinu og þurfti að láta til sín taka. Aðgerðastjórnin hefur átt mjög gott samstarf við stjórnendur stofnana hjá Suðurnesjabæ, en helst hefur reynt á stjórnendur leikskólanna og grunnskólanna við að bregðast við því sem upp hefur komið. Öllu þessu fólki, bæði stjórnendum og starfsfólki stofnana Suðurnesjabæjar, sem og nemendum skólanna og íbúum almennt, er þakkað fyrir frábært samstarf við þessar óvenjulegu aðstæður og allir eiga hrós skilið fyrir sín störf. Margt fór úr skorðum vegna Covid-19 á árinu. Það þurfti að aflýsa þorrablóti Suðurnesjamanna í Garði, sem samkvæmt venju átti að fara fram í lok janúar. Árshátíð starfsfólks Suðurnesjabæjar var aflýst og bæjarhátíð sem búið var að undirbúa síðsumars var blásin af. Hins vegar tókst að halda ýmsa smærri viðburði í stað bæjarhátíðar og var almenn ánægja með það. Við þurftum ekki aðeins að glíma við afleiðingar Covid-19 á árinu 2021. Eftir mikla hrinu jarðskjálfta hófst eldgos í Geldingadölum við Fagradalsfjall í mars. Reykjanesið er jarðfræðilega mjög virkt svæði bæði vegna Atlantshafshryggjarins sem gengur hér á landi við Reykja-

Undir lok ársins kom hið glæsilega hátækni fullvinnsluskip Baldvin Njálsson heim eftir að hafa verið smíðaður á Spáni. Skipið er í eigu Nesfisks í Garði og er að margra mati eitt fallegasta fiskiskip sem siglt hefur við strendur landsins.

nestá og þeirrar eldvirkni sem liggur undir niðri. Það hafði fram að þessu oft verið fjallað um að líklega sé kominn tími á eldgos á svæðinu, ef litið er til sögulegra gagna um eldvirkni á Reykjanesi. Þetta gos kom upp á besta stað, nánast hvernig sem á það er litið. Fyrir nokkrum dögum var haldið upp á að þessu gosi væri lokið, en nánast sama daginn hófst skjálftavirkni á ný og taldar eru miklar líkur á að eldgos kvikni aftur á svæðinu. Miklar fjárfestingar og framkvæmdir hafa verið á vegum Suðurnesjabæjar á árinu 2021. Unnið var að viðbyggingu við Gerðaskóla og hún tekin í notkun síðsumars. Þá var ráðist í endurbætur á elsta hluta Gerðaskóla, þar sem ástand hússins var orðið þannig að það var nánast ónothæft. Því verkefni lauk fyrir upphaf skólaársins. Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir íbúðarhúsnæði og hefur verið úthlutað lóðum undir rúmlega 100 íbúðir á árinu 2021. Mikil uppbygging innviða, gatna og veitukerfa hefur verið í gangi í Suðurnesjabæ, bæði í Garði og í Sandgerði. Á árinu 2022 verður áfram haldið við uppbyggingu innviða, breytingar og vinnslu á tilheyrandi skipulagi o.s.frv. Fyrir liggja fyrirspurnir um lóðir undir fjölmargar íbúðir. Undir lok ársins hófust framkvæmdir við nýjan leikskóla í Sandgerði og er áformað að hann hefji starfsemi um mitt ár 2023. Auk þessara verkefna var unnið að ýmsum öðrum framkvæmdum, bæði nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum. Þá voru mikil umsvif á vegum Suðurnesjabæjar í sumar og mörg ungmenni höfðu sumarvinnu hjá sveitarfélaginu, vinnuframlag þeirra var mikilvægt og þau leystu vel úr ýmsum verkefnum sem vinna þurfti. Unnið hefur verið að gerð aðalskipulags fyrir Suðurnesjabæ, en í aðalskipulagi eru settar fram áætlanir um uppbyggingu sveitarfélagsins til næstu áratuga og um ýmislegt varðandi mannlíf, náttúrufar og almenna þróun samfélagsins. Vinnsla fyrsta aðalskipulags fyrir nýtt sveitarfélag er spenn-

andi verkefni og því fylgir einnig mikil ábyrgð, þar sem línur eru lagðar til langrar framtíðar um uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins. Þá má nefna að nú í desember var tilkynnt hvaða aðilar munu leiða verkefni á vegum Kadeco við vinnslu þróunaráætlunar um uppbyggingu á landi í eigu ríkisins í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Þetta er gríðarlega mikilvægt og spennandi verkefni, sem getur skipt sköpum um farsæla uppbyggingu, þróun svæðisins og atvinnustarfsemi, sem mun skipta íbúana miklu máli til framtíðar. Þetta er ekki aðeins hagsmunamál okkar á Suðurnesjum, heldur varðar þetta verkefni hagsmuni allrar þjóðarinnar og er von til að vel gangi að vinna úr því. Atvinnustarfsemi sem ekki byggir að mestu eða alfarið á ferðaþjónustu gekk vel á árinu og er þar fyrst og fremst um að ræða sjávarútveginn. Undir lok ársins kom hið glæsilega hátækni fullvinnsluskip Baldvin Njálsson heim eftir að hafa verið smíðaður á Spáni. Skipið er í eigu Nesfisks í Garði og er að margra mati eitt fallegasta fiskiskip sem siglt hefur við strendur landsins. Eigendur Nesfisks og áhöfnin á Baldvin Njálssyni fá bestu hamingjuóskir með skipið og óskir um farsæld og gott gengi. Viðburðaríkt ár er að baki, sem var að mörgu leyti gott ár þrátt fyrir áföll, afleiðingar af Covid-19 og ýmsar aðrar áskoranir sem við stóðum frammi fyrir. Við sem samfélag tókumst saman á við það og leystum mörg mismunandi verkefni í góðri samvinnu. Ég þakka fjölmörgum fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf á árinu, ekki síst á það við um starfsfólk og íbúa Suðurnesjabæjar. Áramót eru jafnan mjög sérstakur tímapunktur þar sem litið er til baka og liðið ár er gert upp. Á sama hátt eru miklar væntingar í upphafi nýs árs og spennandi að reyna að spá fyrir um hvað nýtt ár ber í skauti sér. Að þessu sinni ríkir bjartsýni í huga bæjarstjórans og jafnframt góðar væntingar um að árið 2022 verði okkur öllum hagfellt og kærleiksríkt.

Leitum tækifæra í áskorunum Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Árið 2021 verður lengi í minnum okkar Suðurnesjamanna haft. Ekki bara út af margvíslegum áskorunum sem fylgja heimsfaraldri Covid-19 heldur einnig eldgosi og miklu atvinnuleysi svo dæmi séu tekin. Ef okkur tekst að draga lærdóm af þessa ættum við að koma sterkari út úr árinu en við vorum þegar það hófst. Þröng á þingi

Fjarfundir og fjarvinna héldu áfram Áður en heimsfaraldurinn hófst voru mörg fyrirtæki og sveitarfélög, þar á meðal Reykjanesbær, farin að kynna sér og prófa fjarfundi og fjarvinnu. Þetta var þó afmarkaður hópur áhugsamra einstaklinga af yngri kynslóðinni sem voru móttækilegir og tilbúnir til að prófa sig áfram með nýleg og tiltölulega einföld forrit eins og Teams og Zoom. Þegar heimsfaraldurinn skall á má segja að ungir sem aldnir hafi orðið að hraðspóla í gegnum lærdómsferlið, stökkva yfir nokkur tímabil og læra á þessar nýju aðferðir með hraði. Það hefur tekist vel og nú þykir sjálfsagt að bjóða fólki upp á fjarfundi jafnt og hefðbundna fundi og samtöl þar sem fólk hittist í raunheimum, eins og það er kallað. Þetta er að mínu mati af hinu góða og býður upp á margskonar hagræðingu og tímasparnað, svo ekki sé talað um akstur á milli staða, minna kolefnisspor, betri nýtingu auðlinda o.fl. Starfsmenn Reykjanesbæjar voru nokkuð vel settir. Nokkrum mánuðum áður en faraldurinn skall á hafði verið gert átak í fartölvuvæðingu stórra hópa starfsmanna svo það var tiltölulega auðvelt fyrir fólk að vinna heiman frá sér.

Annað úrlausnarefni sem bíður okkar er betri nýting húsnæðis og meira rými. Starfsemi Reykjanesbæjar dreifist á tæplega 40 vinnustaði víðs vegar um sveitarfélagið. Margt af því húsnæði sem starfsemin fer fram í er komið til ára sinna og að sumu leyti úrelt. Húsakynni og skrifstofur, sem áður hýstu deildir og starfsemi sem þjónaði tíu þúsund manna samfélagi, eru nú þétt setin. Mörg rými sem upphaflega voru ætluð einum til tveimur starfsmönnum eru nú nýtt af þremur til fjórum starfsmönnum svo erfitt getur verið að tryggja tveggja metra bil á milli starfsmanna. Þá eru loftræstikerfi víða orðin gömul og þarfnast endurnýjunar. Til að mæta þessu áskorunum hafa margar deildir, sem það geta, þróað verklag sem gerir ráð fyrir að starfsfólk vinni að hluta til heiman frá sér. Þetta á meðal annars við ráðhúsið við Tjarnargötu. Þar eru nær öll skrifstofurými þétt setin og löngu tímabært að uppfæra og aðlaga innra skipulag hússins, sem var hannað og byggt fyrir 30 árum. Upphaflega hýsti húsið Sparisjóðinn og síðar Landsbankann, Lífeyrissjóð Suðurnesja og hluta af starfsemi bæjarskrifstofunnar en einstaka einingar eins og tæknideild, fræðslusvið og bóksafn voru staðsett annars staðar. Þegar bankinn og lífeyrissjóðurinn fluttu út tók Reykjanesbær húsið alfarið undir starfsemi ráðhúss. Síðan þá hefur bærinn stækkað, ný verkefni verið færð til sveitarfélaga og kröfur til skrifstofuhúsnæðis breyst mikið.

Vinnuvikan stytt Einn liður í Lífskjarasamningunum svokölluðu var ákvæði um tilraunaverkefni á samninsgstímanum sem miðaði að styttingu vinnuvikunnar í tilraunaskyni hjá hluta vinnumarkaðarins. Hjá sveitarfélögnum var markmiðið að styttinging hefði


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15 hvorki í för með sér aukinn launakostnað né skert þjónustustig. Flest sveitarfélög, þar með talið Reykjanesbær, ákvað í fyrstu umferð að fara í lágmarksstyttingu eða um þrettán mínútur á dag. Það hefur gengið að langflestu leyti vel en þó er ljóst að einstaka stéttir hópar hefðu viljað ganga lengra. Besta leiðin til að gera það, án þess að auka kostnað eða skerða þjónustu, er væntanlega sú að stytta opnunartíma lítillega. Það verður þó varla hægt fyrr en stytting vinnuvikunnar verður almennt komin í framkvæmd víðar, t.d. á almennum vinnumarkaði. Þetta hefur ekki verið útfært en þegar samningstíma Lífskjarasamningins lýkur verður reynslan af styttingu vinnuvikunnar rýnd og metin og næstu skref ákveðin.

Uppbygging í Reykjanesbæ hefur verið hröð á síðustu misserum.

Jafnrétti í forgrunni Reykjanesbær, eins og mörg önnur sveitarfélög, fékk jafnlaunavottun í lok árs 2020 og aftur 2021. Það þýðir að ekki sé sjáanlegur munur á launasetningu starfsmanna eftir kynjum en slík vottun er mikilvæg staðfesting á því að starfsfólk geti treyst því að faglega sé staðið að ákvörðun launa. Sveitarfélagið fékki einnig viðurkenningu á árinu frá Jafnréttisvoginni en það er verkefni sem unnið rekið er af Félagi kvenna í atvinnulífinu í samstarfi með forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, RÚV og Pipar\TBWA. Markmiðið er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Í átta manna framkvæmdastjórn Reykjanesbæjar, sem í sitja bæjarstjóri og sviðsstjórar, er kynjaskiptingin jöfn, fjórir karlar og fjórar konur. Í ellefu manna bæjarstjórn sitja sex karlar og fimm konur.

Myglumál Á árinu kom í ljós að ekki hefði tekist að uppræta rakaskemmdir og myglu af þeirra völdum í Myllubakkaskóla. Eftir að í ljós kom að ekki hefði tekist að komast fyrir rót vandans var ákveðið að rýma skólann og fara í víðtækar endurbætur. Þegar þetta er ritað, í lok árs 2021, liggur fyrir skýrsla frá sérfræðingum sem sýnir að verkefnið í heild sinni er umfangsmikið en stefnt er að því að hefja endurbætur strax á nýju ári í nokkrum áföngum. Starfsemin, sem tímabundið er dreifð á nokkra staði, mun því smátt og smátt flytjast aftur í skólann eftir því sem viðgerðum vindur fram.

Samvinna um Heimsmarkmiðin og hringrásarhagkerfið Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í samstarfi við Kadeco, Isavia og Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, héldu áfram samstarfi um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna undir verkefnaheitinu „Suðurnesjavettvangur“. Markmið verkefnisins er m.a. að Suðurnesin verði fyrirmynd annarra landshluta þegar kemur að innleiðingu heimsmarkmiðianna og hringrásarhagkerfisins í samstarfi lykilaðila svæðisins með áherslu á aukna endurvinnslu og endurnýtingu og minna kolefnisspor.

Umhverfis- og loftlagssmálin tekin fastari tökum Á árinu 2021 samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar nýja Umhverfis- og loftlagsstefnu sem á næsta ári verðu byrjað að hrinda í framkvæmd. Nú eru unnið að gerð framkvæmdaáætlunar sem mun vísa veginn að því hvernig markmiðum nýrrar umhverfis- og loftlagsstefnu verður náð með margvíslegum aðgerðum víðs vegar í samfélaginu. Aðalmarkmiðið er að draga úr sóun og minnka kol-

Íbúar Reykjanesbæjar urðu 20.000 á árinu sem er að líða. efnisspor sveitarfélagsins og hefur verið ákveðið að með ársreikningi, sem samkvæmt sveitarstjórnarlögum á að liggja fyrir um miðjan apríl ár hvert, muni nú í fyrsta sinn fylgja svokölluð samfélagsskýrsla þar sem gerð verður grein fyrir framgangi og frammistöðu Reykjanesbæjar í ýmsum þáttum, öðrum er fjárhagslegum stærðum, er lúta að umhverfinu, samfélaginu og stjórnarháttum sveitarfélagsins.

Ný atvinnuþróunarstefna í mótun Eins og allir vita fór atvinnuleysi á svæðinu í hæstu hæðir þegar Keflavíkurflugvöllur svo gott sem lokaði vegna heimsfaraldurs Covid-19. Þá sannaðist enn einu sinni að helstu styrkleikar geta einnig verið helstu veikleikar samfélags eins og okkar. Jafn gott og það er að hafa stóran og öflugan vinnustað eins og eitt stykki millilandaflugvöllur getur verið er það slæmt þegar starfsemin nánast stöðvast. Viðbrögð við þessu er að skapa fleiri störf í atvinnugreinum sem ekki tengjast eða eru háð flugvellinum. Í því skyni er nú unnið að mótun atvinnuþróunarstefnu fyrir Reykjanesbæ og verður hún kynnt á næsta ári.

Áframhaldandi íbúafjölgun Á undaförnum árum hefur íbúum í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum fjölgað um rúmlega þriðjung. Svo mikil auking hefur reynt á innviði og henni hafa fylgt vaxtaverkir. Íbúar Reykjanebæjar voru 15 þúsund árið 2015 en eru nú 21 þúsund. Til þess að geta aukið fjölbreytni í atvinnulífi svæðisins, og mannað flugvöllinn þegar starfsemin þar er komin á fulla ferð, þarf íbúum að fjölga hér enn frekar svo nægt vinnuafl verði til staðar fyrir margs konar aðra starfsemi í framtíðinni. Því þarf sveitarfélagið að skipuleggja ný byggingarsvæði, þétta byggð og hefja uppbyggingu m.a. á Ásbrúarsvæðinu. Slíkri uppbyggingu þarf að fylgja eftir með nýjum skólum og öðrum innviðum. Áfram verður unnið að byggingu annars áfanga Stapaskóla, sem er íþróttahús og sundlaug, á árinu og síðan hefst þriðji áfangi fyrir börn á leikskólaaldri strax í framhaldi af því. Á meðan verður unnið að stefnumörkun og hönnun nýrra skóla m.a. í Hlíðarhverfi og Ásbrú.

Fjölbreytt áhersluverkefni Á síðustu árum hefur verið unnið jafnt og þétt að margvíslegum framkvæmdum. Má þar nefna gatnagerð í nýjum hverfum, frágang gangstétta og göngustíga í eldri hverfum, viðhald og endurbætur á Sundmiðstöðinni við Sunnubraut, nýjan gervigrasvöll vestan Reykjaneshallar og svo mætti lengi telja. Þegar stefnumörkun Reykjanesbæjar; „Í krafti fjölbreytileikans“ tók gildi í upphafi árs 2020 voru eftirfarandi ellefu áhersluverkefni sett fram unnið skyldi unnið að 2020 og 2021. 1.

2.

3.

Bæta almenningssamgöngur með skilvirkara leiðarkerfi og aukinni tíðni. Kerfið nýtist fyrir íbúa í leik og starfi. Sérstaklega verði horft til þess að kerfið nýtist ungu fólki til að efla þátttöku barna í íþróttum og auka vellíðan þeirra. Hvatagreiðslur hækki og verði sambærilegar og hjá öðrum stærri sveitarfélögum landsins, þannig verði hvatt til aukinnar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi barna. Samþætta skólastarf barna í 1.–4. bekk við íþróttir og tómstundir til að auðvelda börnum og foreldrum lífið. Börnin ljúki

almennt skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi fyrir kl. 17:00 á daginn. 4. Áfram verður unnið að uppbyggingu íþróttamannvirkja í góðri samvinnu við íþróttafélög. 5. Opna ungbarnadeildir frá átján mánaða aldri í a.m.k. tveimur leikskólum fyrir haustið 2021. 6. Styrkja fjölþætta heilsueflingu 65+ enn frekar til að fleiri íbúar taki þátt. 7. Uppbygging leiksvæða, hreystivalla, grænna svæða og göngustíga til að auka aðgengi íbúa að aðstöðu til útiveru. 8. Lækkun fasteignaskatta til þess að bjóða fyrirtækjum og einstaklingum upp á starfsumhverfi sem stenst allan samanburð. 9. Auka þátttöku barna og ungmenna innflytjenda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. 10. Hvatt verði til virkra samskipta milli ólíkra hópa m.a. með því að halda þjóðhátíðardag Pólverja hátíðlegan. 11. Öll málaleitan íbúa sem má leysa í fyrstu snertingu verði leyst í fyrstu snertingu með öflugri ferlum og aukinni rafrænni þjónustu.

menni öðlist alhliða menntun en jafnframt að þeim líði vel, þau hafi tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra sem virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Stefnan tekur meðal annars mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Reykjanesbær hefur verið að innleiða síðustu misseri og mun þeirri vinnu ljúka á komandi ári.

Þeim ellefu markmiðum hefur nú að mestu leyti verið náð. Samhliða því var unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum á öllum sviðum sveitarfélagsins í takt við stefnuna. Nú þarf bæjarstjórn að sameinast um ný tíu til fimmtán áhersluverkefni fyrir árin 2022–2023.

Það sem hér hefur verið talið upp að framan er aðeins hluti af því sem er að gerast í Reykjanesbæ. Sterk staða sveitarfélagsins og mikill uppgangur gefur tilefni til að horfa björtum augum til nánustu framtíðar. Það er von undirritaðs að þær áætlanir og stefnur sem nú er unnið eftir nái fram að ganga með aukin lífsgæði íbúannaog betra samfélag að markmiði. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka samstarfsfólki og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og vona að okkur auðnist að finna tækifærin í sem flestum áskorunum sem okkar bíða.

Með opnum hug og gleði í hjarta Reykjanesbær setti sér nýja menntastefnu á árinu sem ber heitið „Með opnum hug og gleði í hjarta“. Henni er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að starfi með börnum og ungmennum hjá Reykjanesbæ til átján ára aldurs. Lögð er áhersla á að börn og ung-

Saga Keflavíkur 1949–1994 Eins og flestir vita varð Reykjanesbær til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994. Fyrir þann tíma höfðu öll sveitarfélögin látið rita sögu sína. Njarðvík í einu bindi, Hafnir í einu bindi og Keflavík hafði lokið við ritun sögunnar til 1949 í þremur bindum. Nú er unnið að ritun fjórða og síðasta bindis af sögu Keflavíkur sem mun spanna tímabilið 1949– 1994, þegar Reykjanesbær varð til. Þessi síðasti hluti verður bæði gefinn út á bók en einnig í vefformi þar sem ýmsir möguleikar á myndböndum og tilvísunum í þegar útgefið efni á margvíslegu formi verða nýttir til hins ítrasta.

Framtíðin er björt og aukin lífsgæði

Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Mikið úrval af ljúffengu sjávarfangi í áramótamatinn.


16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Samstarfssamningur við Íslandsstofu undirritaður Íslandsstofa og Markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Íslandsstofa og markaðsstofurnar hafa unnið náið saman um árabil en núna hefur samstarfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfangastaðastofa sem markaðsstofurnar sinna í sínum landshlutum. Samningurinn er til þriggja ára frá 2021 til og með 2023. „Markaðssetning á áfangastaðnum Íslandi er samvinnuverkefni,“ segir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. „Ísland hefur undanfarin ár markað sér stöðu sem þekktur áfangastaður en það hefur ekki gerst af sjálfu sér og við erum í stöðugri samkeppni við aðra áfangastaði. Árið um kring vinnur fjöldi fólks að því að vekja athygli á Íslandi til að skapa viðskiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum í öllum landshlutum. Við erum lítil í stóra samhenginu en með því að leggja saman krafta okkar náum við slagkrafti og þessir samningar eru liður í að efla gott samstarf.“ Unnið er eftir stefnumótun stjórnvalda um að tryggja sjálfbæran vöxt ferðaþjónustu um allt land í krafti gæða og fagmennsku og að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri þróun árið 2030. Meðal verkefna eru upplýsingamiðlun, samskipti við fjölmiðla og áhrifavalda, ráðgjöf um efni á vef og markaðsverkefni, uppbygging á sameiginlegum myndabanka og fleira. Í tengslum við samningana heimsóttu fulltrúar Íslandsstofu alla landshlutana til að hitta hagsmunaaðila og kynna sér starfsemi og stöðu ferðaþjónustunnar. Markaðsstofurnar stilltu upp dagskrá og sáu um leiðsögn um sína landshluta. Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda um

stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt. Meðal hlutverka Íslandsstofu er að leiða og hafa yfirsýn yfir ímyndar-, kynningar- og markaðsstarf fyrir Ísland sem áfangastað; sinna greiningarvinnu og miðlun gagna; efla og viðhalda viðskiptatengslum á erlendum mörkuðum; og vera gátt að Íslandi sem áfangastað. Markaðsstofur landshlutanna sinna álíka hlutverki hver fyrir sinn landshluta. Þar er skilgreind sérstaða og áherslur í innviðauppbyggingu og markaðsmálum fyrir hvert svæði og sett fram í áfangastaðaáætlun. Markaðsstofurnar gegna því mikilvægu hlutverki við að miðla upplýsingum og markaðsefni frá sínu svæði til Íslandsstofu og veita ráðgjöf ásamt því að taka þátt í ýmsum markaðsverkefnum á grundvelli þessa samnings. „Samstarf Markaðsstofa landshlutanna og Íslandsstofu hefur verið mjög gott á undanförnum árum og mikið áunnist fyrir ferðaþjónustuna um allt land. Með þessum samning höfum við staðfest þetta samstarf með formlegum hætti og munum vinna áfram saman að markaðssetningu á landshlutunum með áherslu á erlenda markaðssetningu. Með samstilltu samstarfi eykst slagkraftur okkar fyrir Ísland sem áfangastað og við hlökkum til að vinna sameiginlega að þeim verkefnum sem framundan eru,“ segir Þuríður Aradóttir Braun, forstöðukona Markaðsstofu Reykjaness.

Merktu yndirnar þínar m a t ó m a r i ár t t e r f r u k i #v

„Við höfum nú fengið heildstæða mynd af uppbyggingu svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll, með tengingum við stórskipahöfn og höfuðborgarsvæðið með greiðri samgönguleið og hvar hentugast er að koma fyrir margskonar starfsemi,” segir Pálmi Freyr.

Vinningstillaga í alþjóðlegri samkeppni skapar forsendur nýrrar atvinnusóknar við Keflavíkurflugvöll Alþjóðlega hönnunar- og skipulagsstofan KCAP, með höfuðstöðvar í Sviss, varð hlutskörpust í samkeppni sem Kadeco hélt um þróunaráætlun fyrir svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll til ársins 2050. Arkitekt hjá fyrirtækinu líkir þróunaráætluninni við íslenska geimferðaáætlun. Vinningstillagan gerir ráð fyrir sérstakri forgangsbraut fyrir hraðar og vistvænar almenningssamgöngur milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og muni laða að fjölþætta starfsemi og fyrirtæki. Mikill áhugi var á verkefninu, sem talið er hafa mikla sérstöðu vegna þeirra möguleika sem felast á svæðinu. Alls sóttust 25 fyrirtæki víða að úr heiminum eftir að taka þátt í forvali. Þrjú þeirra voru valin til að skila mótuðum tillögum byggðum á efnahagslegri greiningu: KCAP, ARUP og Jacobs. Ekki var um hefðbundna hönnunarsamkeppni að ræða heldur var einnig óskað eftir atvinnuþróunar- og fjárfestingaráætlun sem héldist í hendur við alla hönnun. „Við erum mjög ánægð með þennan mikla áhuga. Mörg viðurkennd fyrirtæki, sem sinna stórverkefnum við þróun og skipulag svæða og borga, óskuðu eftir upplýsingum og þátttöku í forvalinu. Þau fyrirtæki sem voru valin skiluðu öll mjög áhugaverðum hugmyndum sem við getum nýtt í framhaldinu. Vinningstillagan er mjög spennandi en á sama tíma raunhæf,” segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Vistvænar og hraðar samgöngur Alþjóðlega teymið sem stendur að vinningstillögunni er þverfaglegt og með mikla reynslu. Meðal þess áhugaverða í tillögunni er hugmynd um að forgangsbraut verði lögð fyrir vistvæna fólksflutninga milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún tengdist Borgarlínu. Þessi farartæki sem tengd yrðu forgangsbrautinni ættu að komast hraðar á milli en einkabílar og nýtast vel farþegum og starfsfólki á flugvallarsvæðinu. „Með þessu verða almenningssamgöngur á svæðinu styrktar og unnið að markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi og sjálfbærni,“ segir Pálmi Freyr.

Yfirveguð dirfska og raunsæi Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt hjá KCAP, segir að hennar félagar hlakki mjög til samstarfsins við Kadeco. Í þróunaráætluninni felist mikil og spennandi tækifæri: „Ég leyfi mér að líkja þróunaráætluninni við íslenska geimferðaáætlun. Svo þýðingarmikið verkefni krefst yfirvegaðrar dirfsku. Það hvernig til tekst ræðst svo auðvitað af viðbrögðum fyrirtækja og almennings. Í þetta sóttum við innblástur í hönnunarvinnunni en nálgumst hana af varfærni og raunsæi. Mikilvæga hluta svæðisins má þróa í áföngum og um leið varðveita með hagkvæmri landmótun þau gæði sem felast í opnum víðernum umhverfis það.“

Styrkleikar svæðisins og alþjóðlegar tengingar Áhersla er lögð á það í starfi Kadeco að svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll þróist í takti við samfélagið og að við uppbyggingu verði sérstaklega horft til styrkleika Suðurnesja. Markmiðið hefur verið að móta heildstæða áætlun sem leggi grunn að þróunarkjarna fyrir atvinnulíf og samfélag á Suðurnesjum og dragi fram markaðslega sérstöðu svæðisins. „Við höfum nú fengið heildstæða mynd af uppbyggingu svæðisins umhverfis Keflavíkurflugvöll, með tengingum við stórskipahöfn og höfuðborgarsvæðið með greiðri samgönguleið og hvar hentugast er að koma fyrir margskonar starfsemi,” segir Pálmi Freyr Randversson. „Keflavíkurflugvöllur er vel tengdur alþjóðaflugvöllur sem býður upp á ótal efnhagslega möguleika. Með heildstæðri sýn um þróun svæðisins

„Vinningstillagan er mjög spennandi en á sama tíma raunhæf,” segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. er okkur ekkert til fyrirstöðu að nýta enn frekar tækifærin og laða að innlenda og alþjóðlega aðila sem vilja búa við þá kosti sem eru til staðar á svæðinu. Við hlökkum til að vinna með teyminu frá KCAP, Isavia og sveitarfélögunum á Suðurnesjum að þessu mikilvæga verkefni.“

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 17

Jólahús Suðurnesjabæjar 2021 er Skagabraut 16 í Garði.

Ljósahús Suðurnesjabæjar 2021 er Stafnesvegur 22 í Sandgerði

Fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ verðlaunaðar Viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ voru afhentar á Byggðasafninu á Garðskaga á stysta degi ársins þann 21. desember. Rakel Ósk Eckard, formaður ferða-, safna- og menningarráðs, tilkynnti um viðurkenningarnar sem að þessu sinni voru fjórar. Ljósahús Suðurnesjabæjar 2021 er Stafnesvegur 22 í Sandgerði og Jólahús Suðurnesjabæjar 2021 er Skagabraut 16 í Garði. Eigendur húsanna fengu hver um sig gjafabréf frá HS veitum sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni. Sérstakar viðurkenningar fyrir fallegar skreytingar fengu íbúar Garðbrautar 77 í Garði og Hólagötu 12 í Sandgerði. Athöfnin fór fram eins og áður sagði á Byggðasafninu á Garðskaga þar sem Magnús Stefánsson, bæjarstjóri, flutti stutt ávarp og Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ, sagði stuttlega frá safninu sem gengur nú í endurnýjun lífdaga og fékk m.a. úthlutun frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja fyrir verkefni sem ætlað er að halda utan um sögu verslunar í sveitarfélaginu. Þá lék Sigurður Smári Hansson nokkur jólalög fyrir gesti ásamt því að boðið var upp á veitingar frá Green Salad Story sem staðsett er í Suðurnesjabæ.

Skagabraut 16 í Garði.

Stafnesvegur 22 í Sandgerði.

Garðbraut 77 í Garði.

Hólagata 12 í Sandgerði.

Sérstakar viðurkenningar fyrir fallegar skreytingar fengu íbúar Garðbrautar 77 í Garði og Hólagötu 12 í Sandgerði.

Hvað gerðist á árinu 2021 í Suðurnesjamagasíni?

FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

FÉKK TÓNLISTINA BEINT Í ÆÐ Í KEFLAVÍK Sævar Jóhannsson, tónskáld og píanisti, kemur úr mikill tónlistarfjölskyldu úr Keflavík og á því ekki langt að sækja áhugann og tenginguna við tónlistina. „Pabbi minn, Jóhann Smári Sævarsson, er óperusöngvari, Sigurður Sævarsson, frændi minn, er tónskáld og tónlistarskólastjóri og frænka mín, Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths, er á kafi í tónlist í Englandi og rekur sitt eigið tónlistarfyrirtæki (MetamorPhonics) auk þess sem amma mín, Ragnheiður Skúladóttir, starfaði sem píanóleikari og kennari í 50 ár,“ segir Sævar þegar Víkurfréttir biðja hann um að segja aðeins frá hver hann er. „Þau vildu samt helst að ég yrði bankamaður eða fengist við eitthvað annað en tónlist,“ sagði hann og glotti. Sævar fór í Tónlistarskólann í Keflavík, var m.a. í stórhljómsveitinni hjá Karen Sturlaugsson; „sem var alveg æðislegt, geggjaðir tímar“. Síðan var hann í ýmsum hljómsveitum, tók þátt í Músiktilraunum eitt ári og var þá í tveimur hljómsveitum sem báðar fengu viðurkenningu (annað sætið og hljómsveit

fólksins). Síðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem Sævar lærði tónsmíðar. „Ég hef oft vaðið í hlutina og prófað ýmislegt, m.a. samið fyrir dansverk, stuttmyndir í samstarfi við nemendur í kvikmyndaskóla Íslands og síðan fékk ég þetta leikhúsverkefni 2019 – Mutter Courage sem Marta Nordal leikstýrði.“

Samdi tónlist fyrir Skugga-Svein sem Leikfélag Akureyrar sýnir eftir áramót Sævar starfar sem tónlistarkennari í Suðurnesjabæ þar sem hann kennir á píanó auk þess sem hann sinnir eigin sköpun og verkefnum sem bjóðast í leikhúsum og kvikmyndum. Hann var að leggja lokahönd á tónlistina í leikverkinu Skugga-Sveinn sem Leikfélag Akureyrar er að setja á svið í janúar (frumsýning 14. janúar). „Þetta er ekki beint söngleikur en það er mikið af músík og sönglögum í verkinu,“ útskýrir Sævar sem hefur nýtt síðustu fjóra, fimm mánuðina til að semja tónlistina fyrir leikverkið. „Það sem gerir tónlistarsköpun flókna fyrir leikhús er að stundum fæðast hugmyndir á æfingum, upp á sviði sem ég þarf að bregðast við, bæta þá við eða breyta einhverju – „Getum við haft músík hérna eða breytt þessu lagi?“ eru spurningar sem ég heyri stundum og þarf þá að bregðast við og koma með breytingar fyrir næstu æfingu,“

VANTAR ÞIG HEYRNARTÆKI? Nýju MORE heyrnartækin eru þjálfuð til að þekkja hljóð. Innbyggt djúptauganet skilar einstaklega nákvæmri hljóðvinnslu og skýrum hljómgæðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur hjá Heyrnartækni verður í Reykjanesbæ 12. janúar við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja.

Tímabókanir í síma 568 6880

Glæsibæ | Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Heyrnartaekni.is | 568 6880

segir Sævar og hlær við. Þetta er mjög lifandi format. Það sem Sævari finnst mest spennandi við tónlistina og sköpun hennar er að vinna með öðrum og þá ólíku tónlistarfólki og öðruvísi listgreinum heldur en hann er sjálfur í og skaut því síðan að, að hann væri einnig að vinna að tónlist fyrir heimildarmynd hjá Önnu Hildi.

Listamaðurinn S.hel/ Sævar Jóhannsson Sævar hefur gefið út þrjár plötur undir listamannsnafninu S.hel og er núna að gefa út fjórðu plötuna þar sem Sony kemur til með að sjá um dreifingu á plötunni. Þetta er fyrsta platan sem hann gefur út undir eigin nafni. Platan mun bera heitið „Whenever You’re Ready“ og kjarni hennar eru orðin „Seigla, Kulnun, Hvíld“ og fjallar platan því í rauninni um þreytu og hvíld – en markmiðið er einnig að skapa hlýlega þægilega tónlist sem vonandi veitir hlustendum einhverja hugarró. „Þetta er nýklassík, Ambient-tónlist í svipuðum geira og Ólafur Arnalds hefur verið að gefa út en einnig kvikmyndaleg eins og Max Richter og Hans Zimmer. Lífræn píanó- og strengjatónlist sem heldur upp á leikgleðina og ófullkomleikann,“ útskýrir Sævar þegar ég spyr hann út í tónlistina hans. Hvernig kemst maður í samstarf við Sony? „Þú þarft náttúrlega fyrst og fremst að vinna í sjálfum þér, skapa áhugaverða og einlæga tónlist sem örvar þig, ekki gera tónlistina sem þú heldur að fólk vilji heyra – en það er bara einn hluti af því, síðan þarf maður að vera duglegur að koma sér á framfæri, spotta tækifærin og mynda tengsl. Ég sótti áhugavert málþing þar sem Atli Örvarsson,

Jón Hilmarsson ungo@simnet.is

kvikmyndatónskáld, og Annette Gentz, þýskur umboðsmaður, töluðum um að þessum bransa er hægt að líkja við röð veggja með fullt af dyrum og þú ert að reyna að opna þær og komast sem lengst. Þú getur ekki þvingað neinar dyr upp en þú getur komið þér fyrir í röðinni fyrir utan þær („align yourself to the possibilities“). Þetta er langhlaup en það er nauðsynlegt að líta vel í kringum sig, vera stöðugt að kynna sig og koma auga á mögulegt samstarfsfólk, fólk sem er á sömu braut og með sömu hugsjón og þú.“

Íslensk tónlist vekur áhuga erlendis Sævar finnur fyrir því að tónlist frá Íslandi sé eftirsótt erlendis. Erlendum aðilum í tónlistinni finnst spennandi hlutir vera að gerast hér og mikil gróska og gerjun eiga sér stað. „Ein kenningin sem Sævar heyrði er að sökum hversu lítið Ísland sé og nálægðin mikil þá ertu allt í öllu í þinni sköpun og þeim þáttum sem snúa að því að koma þér á framfæri og flytja tónlist fyrir áhorfendur. Erlendis er þetta flóknara ferli sem gerir tónlistarfólki erfiðara að koma sér og sinni tónlist á framfæri. Jaðarsenan og frelsið er mikið hérna á Íslandi, fólk er óhrætt við að prófa mismunandi hluti.“

Sumarfrí á dagskránni næsta sumar Þegar ég spurði Sævar hvað annað væri á döfinni á næsta ári, kváði hann við og sagði að gott sumarfrí væri á dagskránni. „Annars er ég komin langleiðina með að semja efni fyrir næstu plötu, haha“.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 19

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Sér Hafró að sér og eykur þorskkvótann?

Nokkrir dagar núna milli hátíða og bátarnir frá Sandgerði eru allir úti. Reyndar var mokveiði hjá bátunum fyrir jólin, eiginlega mjög svo óvænt mokveiði því vanalega hefur desember verið frekar slakur aflamánuður – en ekki þessi. Besta dæmið um mokið var netabáturinn Maron GK sem Hólmgrímur gerir út. Hann lenti í því að vera með átta trossur úti og þegar að búið var að draga sjö trossur voru öll kör og geymslupláss í bátnum orðin full af fiski. Þurfti áhöfnin á Grímsnesi GK því að koma og draga síðustu trossuna. Alls voru um 33 tonn af fiski í þessum trossum. Maron GK fékk tæp 70 tonn alls í fjórum róðrum núna rétt fyrir jólin og sagði Hólmgrímur að aldrei hefði hann fengið jafn mikinn afla á land í desember og núna. Hinn netabáturinn, Halldór Afi GK, var líka að fiska vel og þurfti að tvílanda einn daginn og landaði alls um 33 tonnum í fjórum róðrum. Línubátarnir frá Sandgerði voru líka að mokveiða og sem dæmi tvílandaði Daðey GK, kom fyrst til Sandgerðis með 9,8 tonn sem fengust á níu rekka, eða um 25 bala. Það gerir um 392 kg á bala. Hann lagði fimmtán rekka og fór aftur út til þess að draga hina sex rekkana. Á þann fjölda landaði báturinn 5,8 tonni og eru það 360 kg á bala. Eitt sem olli sjómönnum á línubátunum áhyggjum var að 29 metra togbátarnir eru líka að stunda togveiðar þarna á svipuðum slóðum og línubátarnir eru að veiða á. Ég er ansi oft á bryggjunni í Sandgerði og

því miður hef ég heyrt sögur um árekstra á miðunum þarna fyrir utan. Í samtölum mínum við skipstjóra, bæði á línubátunum og trollbátunum, þá eiga þeir það sameiginlegt að menn vilja vinna þetta í sameiningu og í góðu. Mjög stutt er frá höfn í Sandgerði og þarna út en togbátar frá t.d. Hornafirði, Grundarfirði, Grindavík og víðar hafa verið að veiðum þarna en sigla ekki til Sandgerðis til löndunar heldur til Grundarfjarðar, Hafnarfjarðar, Grindavíkur eða annað. Bærinn verður af þónokkrum tekjumissi vegna þessa – en vonandi munu menn vinna þetta í sátt og samlyndi við hvern annan á komandi vertíð. Reyndar er annað mál sem menn hafa áhyggjur af en það er að þorskkvótinn var skertur um 32.000 tonn núna þetta fiskveiðiár, á sama tíma er mokveiði á þorsk núna í desember og vetrarvertíðin er ekki einu sinni hafin. Spurning hvernig þetta mun verða á næsta ári. Hafró fór í haustrall núna í október og helstu hrygningarstöðvar þorsks eru hérna við Suðurnesin og þeir toguðu á togara skammt utan við Stafnes núna í enda október og síðan beint vestur út frá Sandgerði sem og út af Krýsuvíkurbergi. Reyndar var togað á um 400 stöðum víða við landið en niðurstöður voru þær að þorskvísitala væri lægri núna en hefur verið og kannski kemur það ekki á óvart, því að þeir eru að toga hérna sunnanlands á tíma þar sem að þorskurinn er ekki mikill hérna, helst er það að ýsan sé í nokkru magni hérna á þessum slóðum í október og nóvember. Kanski sér Hafró að sér og eykur þorskkvótann því ekki gengur að hefja vertíð í mokveiði og þurfa síðan að stoppa allt saman. Þessi pistill er síðasti pistill ársins 2021 og já, hann endar eins og þið sjáið á jákvæðum og kannski neikvæðum nótum – en eigum við samt ekki að enda þetta á jákvæðum nótum og segja að vertíðin 2022 verði feikilega góð og að menn vinni í sátt og samlyndi á veiðislóðinni utan við Sandgerði og síðan bara fagni nýju ári, árinu 2022? Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Einar Björgvin Kristinsson – minningarorð Í dag 29. desember hefði elsku pabbi minn, Einar Björgvin Kristinsson, orðið níræður en hann lést á hjartadeild Land­ spítalans þann 11. maí síðast­ liðinn. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að hans ósk. Í til­ efni afmælisdagsins minnist ég hans hér með kærleik og söknuð í hjarta en pabbi var öðlingur mikill sem tók á móti öllum með sínu hlýja brosi og húmorinn aldrei langt undan. Pabbi fæddist og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur í hópi sjö systkina þar sem lífsbaráttan var hörð og fór hann fljótt að vinna sér inn aur með því að selja blöð og bíómiða. Ungur fór hann í sveit í Borgarfirði og vann hann þar bæði sem mjólkurpóstur og kaupamaður. Hann var aðeins fimmtán ára gamall þegar hann réð sig sem kokk á bát frá Vestmannaeyjum með matreiðslubók að vopni því ekki kunni hann að elda. Þar lenti hann í sínum fyrsta lífsháska þegar hann féll útbyrðis en var bjargað af öðrum báti, sagði hann okkur þá sögu oft þegar hann var togaður upp á hárinu og í hann hellt brennivíni til að ná í hann hita. Sjómennskan og störf henni tengdri urðu hans ævistarf. Eftir útskrift úr Stýrimannaskólanum árið 1955 varð hann stýrimaður á togara frá Patreksfirði og vann á vertíð í Vestmannaeyjum. Síðar réð hann sig sem fyrsta stýrimann á Austfirðingi sem lenti í hamfaraveðri við Nýfundnaland í janúar 1959 þar sem þeir börðust fyrir lífi sínu í nokkra daga. Þetta varð eitt mannskæðasta sjóslys á Íslandi því 30 menn fórust með skipinu Júlí þessa örlagaríku daga. Pabbi og mamma, Steinunn Sigþórsdóttir, giftu sig árið 1956 og árið 1960 fluttu þau til Keflavíkur þar sem þau hófu að reka saltfiskverkun í Grindavík. Tveimur árum seinna stofnaði pabbi útgerðina Sjöstjörnuna hf. ásamt Kristni bróður sínum er þeir tóku bátinn Stjörnuna RE á leigu en pabbi talaði um að Stjarnan hafi verið þeim mikið happaskip. Það var mikill stórhugur í þeim bræðrum og keyptu þeir í kjölfarið fjölda báta og gerðu út, fyrst frá Grindavík og síðar Keflavík þangað til að þeir byggðu fiskvinnslu í Njarðvík. Útgerðin vatt upp á sig og þegar mest var störfuðu 200 manns hjá Sjöstjörnunni, til sjós og lands. Sjöstjarnan varð á tímabili afkastamesta frystihús Suðurnesja og fullkomnasta fiskiðjuver á Íslandi og mikill brautryðjandi á mörgum sviðum fiskvinnslu. Sjöstjarnan var fyrsta fyrirtækið utan gömlu Sölusamtakanna sem fékk útflutningsleyfi til að flytja frystan fisk og humar til Bandaríkjanna. Á þeim tíma var það ekki auðsótt mál og þurfti pabbi oft að fara á fund ráðherra og ráðamanna til að berjast fyrir útflutningsleyfum fyrir afurðirnar. Þeir keyptu fyrsta skuttogarann sem kom á Suðurnesin, Dag­ stjörnuna, sem var stórfrétt á þeim tíma.

Árið 1985 hættu þeir bræður rekstri en pabbi hélt áfram að starfa við sjávarútveg. Hann rak fiskvinnslu og útflutningsfyrirtæki í Vogunum og á síðustu árum starfsævinnar rak hann útflutningsfyrirtæki í sjávarafurðum sem aðallega flutti út ferskan fisk á Bretlandsmarkað. Pabbi var mjög félagslyndur og sat í hinum ýmsu stjórnum sem tengdust bæði vinnu hans og áhugamálum. Hann var m.a. formaður Vinnuveitendasambands Suðurnesja og í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna, í stjórn Golfklúbbs Suðurnesja, var meðlimur í Rotary og fleira. Pabbi var alla tíð mjög póli­ tískur en hann gekk ungur í Sjálfstæðisflokkinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og er gaman að segja frá því að hann sat síðast Landsfund árið 2018, þá 87 ára gamall sem fulltrúi Garðabæjar. Pabbi stundaði stangaveiði af mikilli innlifun og notaði á sínum bestu árum hvert tækifæri til að renna fyrir lax en hann veiddi síðast í Elliðaánum þegar hann var 86 ára og naut þess í botn. Hann var mikill golfari og byrjaði að spila í Leirunni hjá GS fyrir rúmum 40 árum en síðustu áratugina spilaði hann á Oddinum og GKG þar sem hann átti sína góðu golffélaga. Pabbi var einstaklega hjartahlýr og barngóður og voru barnabörnin honum allt. Bestu stundirnar voru að spila saman golf í sumarbústað okkar í Kiðjabergi og á Flórída með okkur fjölskyldunni. Pabbi hafði mjög gaman af því að spila bridge, sagði það sína hugarleikfimi, en hann spilaði reglulega með eldri borgurum í Gullsmára. Pabbi var mikill leiðbeinandi og auðvelt að leita til hans en hann var sá í stórfjölskyldunni sem flestir leituðu til ef eitthvað var að og var hann alltaf fús til að hjálpa og veita ráð. Pabbi var ótrúlega duglegur og framkvæmdi meira á sinni ævi en flestir og var aldrei hræddur að takast á við nýjar áskoranir. Við pabbi vorum mjög náin og þegar kveðjustundin kom þá er svo margs að minnast og svo óendanlega margs að sakna en upp úr stendur þakklæti fyrir að hafa átt hann sem pabba, hann var einstakur. Með Guð blessa minningu þína elsku pabbi, þín Auður.


20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

u t t y e r k Best s s n i r a j hús bæ erðlaun fyrir best skreyttu hús og fjöl­ býlishús Reykjanes­ bæjar að mati bæjarbúa voru veitt fyrir jól. Fín þátttaka var í skemmtilegum jólaleik á vefsíðunni Betri Reykjanesbær nú á aðventunni þegar íbúar gátu tilnefnt og greitt atkvæði þeim húsum sem þeim þóttu hvað best skreytt. Í staðinn fyrir að afhenda viðurkenningar í Aðventugarðinum eins og til stóð, þá var ákveðið í ljósi aðstæðna að heimsækja þau sem urðu hlutskörpust í leiknum. Það var Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar, sem afhenti verðlaunin en það var Húsasmiðjan

Vallarás 3.

Þórdís Ósk Helgadóttir afhendir Marcin Hubert Kozlowski og fjölskyldu verðlaunin.

í Reykjanesbæ sem styrkti verkefnið í formi gjafabréfa og eru henni færðar bestu þakkir fyrir framlagið. Þó nokkur fjöldi húsa var tilnefndur og um 700 atkvæði voru greidd. Samkeppnin um efsta sætið reyndist afar hörð og var því tekin ákvörðun um að útnefna tvö hús sem best skreyttu hús bæjarins en það eru húsin við Heiðarbrún 4 og Vallarás 3. Eigendur húsanna hljóta að launum gjafabréf frá Húsasmiðjunni að verðmæti 40.000 kr. Fyrir best skreytta fjölbýlishúsið bar Hornbjargið við Kirkjuveg 1 sigur úr býtum með þeirri umsögn í tilnefningu að það hafi alltaf verið svo jólalegt í gegnum árin með stíl-

Glaðlyndir íbúar á Kirkjuvegi 1 sem voru viðstaddir þegar verðlaunin voru afhent.

hreinum og fallegum rauðum jólaljósum. Íbúar Hornbjargs tóku vel á móti starfsmönnum Súlunnar og myndaðist afar skemmtileg stemning við afhendinguna. Húsfélagið í Hornbjargi hlýtur einnig gjafabréf frá Húsasmiðjunni að verðmæti 40.000 kr. Það er Súlan verkefnastofa sem setti leikinn á laggirnar sem fyrst og fremst var hugsaður til skemmtunar og til að vekja athygli á því sem vel er gert hjá íbúum Reykjanesbæjar. Nú er um að gera að kíkja á niðurstöður kosningarinnar á vefsíðunni Betri Reykjanesbær og bjóða fjölskyldunni á rúntinn til að skoða fallega skreytt hús bæjarins.

Suðurnesja-Sprettur er framsækið verkefni

fyrir nemendur af erlendum uppruna í FS Suðurnesja-Sprettur er framsækið verkefni fyrir nemendur af erlendum uppruna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Meginmarkmið verkefnisins er að fjölga tækifærum ungmenna af erlendum uppruna og auka hlutfalli þeirra meðal útskriftarnemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Öllum nemendum með annað móðurmál en íslensku í FS var boðin þátttaka í verkefninu og þáðu ellefu nemendur það góða boð. Þátttakendur fá margvíslega fræðslu og valdeflingu sem styður þá í námi og daglegu lífi. Nemendur og foreldrar þeirra hafa greiðan aðgang að verkefnastjóra verkefnisins og geta leitað til hans með vangaveltur

sínar. Þátttakendurnir skrifuðu undir samning og skuldbundu sig þannig til þátttöku í námstuðningi, viðburðum, kynningum og ferðum sem verða á dagskrá á meðan verkefnið er í gangi. Ef nemendur eru yngri en átján ára þá skrifa foreldrar þeirra einnig undir samninginn. Hópurinn hefur átt skemmtilegar og fróðlegar samverustundir. Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur boðið þátttakendum á leik í slagveðurs­ rigningu en stemmningin skilaði sér til hópsins sem var vel blautur að leik loknum. Bókasafn Reykjanesbæjar bauð hópnum í heimsókn. Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bóka-

Með forseta Íslands á Bessastöðum.

Hópurinn fór í heimsókn í ráðhús Reykjanesbæjar og er hér með Helga Arnarssyni, fræðslustjóra. safnsins, tók á móti hópnum og afhenti öllum bókasafnskort að gjöf. Ráðhúsið var jafnframt sótt heim og tóku Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, Helgi Arnarsson, fræðslustjóri, og Halldóra G. Jónsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra, á móti hópnum. Nemendur fengu fræðslu um þjónustu bæjarins og sundkort að gjöf frá bænum.

Þátttakendur hafa jafnframt fengið kennslu á þjóðlegum réttum. Móðir eins þátttakandans, Sinam Bapir, heimsótti hópinn og eldaði með honum kúrdískan þjóðarrétt. Skemmtileg stemmning var í hópnum og allir tóku til hendinni við matreiðsluna. Í nóvember fengu nemendur leiðsögn við að skera út laufabrauð þegar þeir heimsóttu Bryndísi Garðarsdóttur, kennara FS í íslensku sem öðru máli. Þar var mikið hlegið og prófuðu nemendur til dæmis malt og appelsín og voru nú ekki alveg sannfærðir um að drykkurinn væri ekki bjór. Þó tókst að sannfæra þau að lokum og gæddu þátttakendur sér einnig á margskonar íslensku jólanammi og piparkökum. Ingibjörg Guðmunda Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, heimsótti hópinn og fræddi um þjónustu HSS sem var mjög gagnlegt og upplýsandi fyrir þátttakendur. Hápunktur annarinnar var heimsókn til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, að Bessastöðum í desember. Þar fékk hópurinn höfðinglegar móttökur. Forsetinn tók á móti þeim með pönnukökum og hjónabandssælu. Auk þess var farið

í jólaljósaskoðunarferð í Hellisgerði í Hafnarfirði, miðbæ Reykjavíkur og að lokum fór hópurinn saman út að borða áður en lagt var af stað heim. Um verkefnið sér Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri með málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aðrir nemendur FS með annað móðurmál en íslensku fá jafnframt stuðning frá Þjóðbjörgu þótt hann sé ekki jafn víðtækur. Suðurnesja-Spretts verkefnið er unnið í samstarfi við Reykjanesbæ, Háskóla Íslands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningamála, er tengiliður Reykjanesbæjar við verkefnið og vinnur Kolbrún Marelsdóttir kennari við FS einnig að verkefninu. Verkefnið fór af stað í ágúst á þessu ári og lýkur því formlega við lok vorannar 2022 en verið er að skoða þróun verkefnisins nemendum FS með annað móðurmál en íslensku til heilla. Verkefnið Suðurnesja-Sprettur er þróunarverkefni styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála sem er innan Félagsmálaráðuneytisins. Verkefnið byggir á verkefninu Sprettur í Háskóla Íslands.


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21

Inga Rut Ingvarsdóttir, Halldór G. Guðmundsson og Þórdís Ósk Helgadóttir ásamt Garðari syni hennar.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Langbest þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða

Langbest er lokað á gamlárs- og nýársdag – opnum aftur hress og kát 2. janúar Heiðarbrún 4.

langbest.is

Starfsfólk Kadeco óskar íbúum Suðurnesja og landsins alls gæfuríks komandi árs. Með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og tilhlökkun til vegferðarinnar sem framundan er.


sport

Pabbi minn er ástæðan fyrir því að ég er í körfubolta

„Ég hef verið með marga leikmenn hjá mér í körfunni í gegnum tíðina en enginn þeirra hefur haldið upp á 40 afmælið sitt á æfingu hjá mér,“ skrifaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga í Facebook-færslu síðasta haust. „Logi Gunnarsson er heldur engin venjulegur leikmaður. Ég fullyrði það að enginn hefur hugsað betur um sig og leggur jafn mikið á sig og hann. Við förum langt aftur í okkar samstarfi og er þvílíkur heiður að fá að vinna með honum aftur í dag. Logi er eins mikil fyrirmynd og hægt er að vera.“

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi? Já, ég reyni alltaf að halda henni. Stutt æfing í hádeginu, borða hollan og góðan mat. Reyni líka alltaf að slaka aðeins á eftir vinnu fyrir leikinn, legg mig stutt. Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta? Í kringum átta ára. Pabbi minn var þjálfari og ég fylgdi honum oft á æfingar. Ætli það hafi ekki komið þaðan, svo spilaði hann lengi með Njarðvík og landsliðinu. Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Michael Jordan.

NAFN: ALDUR:

LOGI GUNNARSSON

40 ÁRA

TREYJA NÚMER:

STAÐA Á VELLINUM:

Hver er þín helsta fyrirmynd? Eins og ég nefndi hér að ofan þá er pabbi minn ástæðan fyrir því að ég er í körfubolta þannig ég verð að segja hann.

14 SKOTBAKVÖRÐUR MOTTÓ:

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum? Það eru nokkur sem standa upp úr. Sem dæmi allir þrír Íslandsmeistaratitlarnir með Njarðvík og að hafa farið tvisvar á stórmót með landsliði Íslands.

GERÐU ALLTAF ÞITT BESTA OG AÐEINS MEIRA Logi Gunnarsson, fyrirliði Subway-deildarliðs Njarðvíkur, hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Njarðvík auk þess að verða bikarmeistari með liðinu í september – og hann stefnir á fjórða titilinn í vor. Logi var um átta ára aldurinn þegar hann hóf að æfa körfubolta en hann varð fertugur í ár og er ekkert að sýna þess merki að hann sé að fara að hætta. Logi svarar nokkrum léttum spurningunum í uppleggi Víkur­frétta að þessu sinni.

Hver er besti samherjinn? Get ekki valið neinn einn, hef spilað með svo mörgum frábærum liðsfélögum í Njarðvík og með Íslandi, einnig í liðunum sem ég spilaði með erlendis. Hver er erfiðasti andstæðingurinn? Hef mætt mörgum erfiðum leikmönnum í gegnum árin. Ætli Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sé ekki sá besti.

Logi og fjölskylda fagna bik armeistaratitli Njarðvíkinga

Hver eru markmið þín á þessu tímabili? Það er að verða Íslandsmeistari með Njarðvík. Hvert stefnir þú sem íþróttamaður? Að verða Íslandsmeistari í vor. Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér? Vel þá leikmenn sem ég hef spilað með. Brenton Birmingham, Jón Arnór Stefánsson, Teitur Örlygsson og Hlynur Bæringsson. Fjölskylda/maki: Er giftur Birnu Björk Þorkelsdóttur og börnin eru þrjú; Sara Björk, þrettán ára, Logi Örn, tólf ára, og Harpa Kristín, sjö ára. Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann? Ég verða segja börnin mín þrjú ☺ Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann? Hef mjög gaman af því að ferðast með fjölskyldunni minni. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu? Borða góða nautasteik. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautasteik. Ertu öflugur í eldhúsinu? Ég er alveg ágætur. Býrðu yfir leyndum hæfileika? Nei, enginn leyndur hæfileiki ☺ Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér? Óskipulag og leti.

vf.is

í september.

Stöðugar uppfærslur og úrslit íþróttaleikja


VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23

Helena Rafnsdóttir á leið í bandaríska háskólaboltann Helena Rafnsdóttir, leikmaður Subway-deildarliðs Njarðvíkur í körfuknatttleik, skrifaði í síð­ ustu viku undir hjá University of North Florida í Bandaríkjunum en þar mun hún dvelja næstu árin við nám og körfuknattleik á skólastyrk. Helena heldur út til Bandaríkjanna í ágúst á næsta ári og mun því ekki leika með Njarð­ víkingum á næsta tímabili. Helena verður fyrsti Íslendingurinn hjá UNF á skólastyrk sem íþróttamaður en skólinn leikur í 1. deild háskólaboltans í ASUNdeildinni. UNF er liðlega 14.000 manna háskóli en í snörpu viðtali á heima-

síðu skólans segir Helena að UNF hafi orðið fyrir valinu þar sem henni leist vel á körfuboltaprógrammið, þjálfarateymið og gæði menntunar.

SVEINDÍS JANE

Karla- og kvennalið ÍRB í Bikarkeppni SSÍ. Myndir af Faceboook-síðu sundráðs ÍRB

Tíu sundmenn ÍRB valdir í Framtíðarhóp SSÍ ÍRB á flesta sundmenn í þessum hóp sem birtur var skömmu fyrir jól. Framundan hjá sundfólkinu er æfingahelgi á vegum Sundsambands Ís­ lands dagana 15.–16. janúar næstkomandi. Fulltrúar ÍRB í hópnum eru: Árni Þór Pálmason Daði Rafn Falsson Denas Kazulis Gísli Kristján Traustason Nikolai Leo Jónsson

Adriana Agnes Derti Ástrós Lovísa Hauksdóttir Elísabet Arnoddsdóttir Freydís Lilja Bergþórsdóttir Gabija Marija Savickaité

Karlalið ÍRB landaði silfri í bikarkeppni SSÍ Bikarkeppnin í sundi fór fram í Vatnaveröld helgina 17.–18. desember. Sundfólk ÍRB stóð sig afar vel og endaði karlaliðið í öðru sæti og kvennaliðið í þriðja sæti. Flott helgi hjá þessu unga og efnilega sundliði. Hart var barist í mörgum greinum og sum úrslit voru með góðum tímum og flottum bætingum. Elísabet Arnoddsdóttir hélt uppteknum hætti og bætti aldursflokkamet meyja í 100 metra flugsundi eina ferðina enn. Afar vel gert hjá þessari ungu sundkonu.

Spennustigið var hátt í bikarkeppninni. Úrslit bikarkeppninnar voru annars þau lið Breiðabliks vann í kvennaflokki og lið SH sigraði í karlaflokki.

TILNEFND SEM ÍÞRÓT TAMAÐUR ÁRSINS Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið tilnefnd sem íþróttamaður ársins hjá RÚV og er hún á meðal tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins. Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu fyrir jól þá tíu sem höfnuðu í efstu sætunum í kjöri samtakanna á íþróttamanni ársins 2021. Samtökin hafa staðið fyrir kjörinu frá 1956 og í ár voru það 29 íþróttafréttamenn í fullu starfi frá átta fjölmiðlum sem greiddu atkvæði. Sveindís Jane knattspyrnukona hjá Wolfsburg lék með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í ár. Hún lék stórt hlutverk í landsliðinu sem hóf undankeppni HM með því að vinna þrjá af fjórum fyrstu leikjum sínum. Sveindís var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og skoraði þrjú mörk. Hún lék í átta landsleikjum á árinu, að meðtöldum vináttuleikjum, og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún var önnur tveggja markahæstu leikmanna Kristianstad í sænsku deildinni þegar liðið endaði í þriðja sæti og komst í forkeppni Meistaradeildarinnar.

legustu í Evrópu ef ekki heimsins. Íslendingurinn varði tímabilinu 2021 á láni hjá Kristianstad frá þýska stórfélaginu Wolfsburg, fyrst og fremst til að öðlast reynslu og þroskast – sem hún gerði frá fyrsta degi. Fljót, hættuleg, góð maður á móti manni átti stóran þátt í gegni Kristianstad í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís lék nítján leiki með Kristianstad og skoraði í þeim sex mörk. Nú heldur Sveindís á ný mið, hún er flutt til Wolfsburg og er orðin hluti leikmannahóps þýska stórliðsins sem lánaði hana til Kristianstad.

Sveindís Jane níunda besta í sænsku deildinni Íslenskir ​​ofurhæfileikar Keflvíkingsins heilluðu Svía á árinu og sænski vefmiðillinn Fotbollskanalen setti Sveindísi Jane Jónsdóttir í níunda sæti yfir bestu leikmenn tímabilsins í sænsku knattstpyrnunni og sagði hina tvítugu Sveindísi Jane Jónsdóttur vera eina af þeim efni-

Sveindís Jane var lykilleikmaður í liði Kristianstad í ár þar sem hún skoraði sex mörk og átti fjórar stoðsendingar í nítján leikjum. Mynd: fotbollskanalen.se

UPPRENNANDI KÖRFUBOLTASNILLINGUR KÖRFUBOLTASNILLINGUR Í NJARÐVÍK NAFN:

HVAÐ FINNST ÞÉR SKEMMTILEGAST VIÐ KÖRFUBOLTA?

ALEXANDER EMIL SKÚLASON

AÐ SKJÓTA OG BLOKKA (VERJA SKOT).

ALDUR:

HEFURÐU EIGNAST MARGA VINI Í KÖRFUBOLTANUM?

8 ÁRA

JÁ, HEF EIGNAST FÍNA VINI ÞAR.

SKÓLI:

HVERJIR ERU BESTU LEIKMENN NJARÐVÍKUR KARLA OG KVENNA?

NJARÐVÍKURSKÓLI

DEDRICK BASILE OG VILBORG JÓNS.

HVAÐ ERTU BÚINN AÐ ÆFA KÖRFUBOLTA LENGI?

HVER ER BESTUR Í HEIMI?

Í FJÖGUR ÁR.

JASON TATUM Í BOSTON CELTICS. VAR SAMT MICHAEL JORDAN.


Allt sem er skemmtilegt LOKAORÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR

n r a b a Jól á aðfangadag Jólabarn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á aðfangadag. Barnið, sem er stúlka, var hún 3.778 grömm að þyngd og 51 sentimetra löng við fæðingu. Móðir er Joanna Krystyna Kuna og faðir Michael Pawel Kuna. Ljósmóðir var Margrét Knútsdóttir.

Það er mjög viðeigandi við áramót að staldra við, skoða árið sem er að líða, strengja heit og spá fyrir um komandi ár. Í áramótalokaorðunum mínum fyrir réttu ári gerði ég einmitt þetta, fór yfir hið „fordæmalausa“ ár 2020 og setti fram „óvísindalegan spádóm“ fyrir 2021. Ég horfði bjartsýn fram á veginn, gaf mér þá forsendu að bólusetning myndi almennt ganga vel, sá fyrir mér að við myndum sjá afraksturinn af þrautseigjunni og að launin yrðu að við gætum komið saman á ný, knúsast og átt eðlileg samskipti við fólkið okkar. Jólin okkar fjölskyldunnar höfðu verið sérstök, frumburðurinn með Covid og við hin í sóttkví. Það þótti fréttnæmt þá og rataði í fjölmiðla. Í árslok 2021 þykir það hins vegar ekki sérstaklega fréttnæmt að vera í einangrun eða sóttkví um jólin, því miður. Heimurinn allur er enn og aftur orðinn undirlagður af þessari ömurlegu veiru sem virðist hata hátíðir meira en flest annað miðað við hvernig henni vex sífellt ásmegin

fyrir jól, páska og verslunarmannahelgar. Hið fordæmalausa 2020 varð fordæmið fyrir 2021, þrátt fyrir að flest allt í óvísindalega spádóminum mínum hefði gengið eftir. Við áttum samt ágæt tímabil inn á milli, a.m.k. tvisvar var öllum hömlum aflétt og þá var gaman að vera til. Við gátum einmitt gert það sem við höfðum þráð, við héldum veislur, knúsuðumst smá, funduðum í raunheimum og ferðuðumst. Lífið var næstum því orðið eins, nema við vorum aðeins skynsamari en áður, heilsuðumst minna með handabandi, þvoðum okkur meira um hendur og héldum okkur heima ef við vorum slöpp. Ekkert nema gott um það að segja. En þá að áramótauppgjörinu. Við matarborðið í gær spurði ég eiginmanninn og synina hvað þeim fyndist minnistæðast frá árinu 2021, hvað hefði verið skemmtilegast og hvað leiðinlegt. Ég hugsaði með mér að það væri af nægu að taka – hjá okkur persónulega var þetta viðburðarríkt ár þar sem eldri sonurinn varð stúdent, eldri dóttirin gifti sig, nýtt barnabarn bættist í hópinn, ég fékk nýtt starf sem þýddi flutninga og nýtt líf okkar allra í París, svo fátt eitt sé nefnt. Að að mati frumburðarins var hins vegar minnistæðast og skemmtilegast á árinu „þegar það var ekkert Covid“. Mér þótti það frekar hallærislegt svar þegar allt þetta sem ég taldi upp og meira til var búið að gerast á árinu en hann útskýrði fyrir mér að almennt hefði hreinlega allt verið svo skemmtilegt í ár þegar það var ekkert Covid, af því að þá hefði

#röðin VF-mynd: HBB

Mundi Mér fannst Verbúðin nú bara ekkert sérstaklega skemmtileg!

verið hægt að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Það er nokkuð til í þessu en því miður er lífið ekki svona einfalt. Hvað ef þetta verður normið næstu mánuðina og misserin, að alltaf loksins þegar við förum að sjá til lands komi upp nýtt Delta eða nýtt Omicron sem slær okkur til baka? Hvað ef Covid verður viðvarandi um langa hríð – getum við þá aldrei gert neitt skemmtilegt? Nei, það gengur auðvitað ekki. Ég ætla aftur að leyfa mér að vera bjartsýn fyrir komandi ári og mín óvísindalega spá fyrir 2022 er sú að við munum læra af reynslunni og læra að lifa með déskotans veirunni ef hún sér ekki sóma sinn í að hverfa af braut. Hugum að sóttvörnum, bólusetjum okkur í topp, sýnum almenna skynsemi, gerum það sem við þurfum að gera – en alls ekki hætta að gera skemmtilega hluti! Og tölum um eitthvað annað en Covid. Tölum um skemmtilega hluti. Ég óska lesendum Víkurfrétta farsæls komandi árs og sendi mínar allra bestu nýárskveðjur frá París.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.