Víkurfréttir 48. tbl. 42. árg.

Page 1

Miðvikudagur 29. desember 2021 // 48. tbl. // 42. árg.

1300 skellt sér á skauta

Ekki mælt með að fólk fari að gosstöðvum

n Svellið opið út febrúarmánuð

Vísindaráð almannavarna fundaði á mánudag vegna jarðskjálfta­ hrinu og landbreytinga við Fagra­ dalsfjall. Frá því að skjálftahrinan hófst 21. desember hafa rúmlega átján þúsund skjálftar mælst, þar af nokkrir 4,0 eða stærri að stærð. Niðurstöður mælinga undanfarna daga eru keimlíkar því sem sáust dagana fyrir eldgosið sem hóst 19. mars síðastliðinn. Því er mikilvægt nú að sýna aðgæslu í nágrenni við gosstöðvarnar. Ef eldgos hefst, þá er tímasetning og staðsetning óviss og því er ekki mælt með því að fólk fari í göngu að gosstöðvum við Geldingadali á meðan að þessi hrina er í gangi.

Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Bjarnadætur eru umsjónarkonur skautasvellsins. VF-mynd: pket

Gluggagægir kom á hlaupahjóli á leikskólann Gimli „Hvað heitir mamma þín?“, spurði lítill Njarðvíkursnáði á Leikskólanum Gimli í Njarðvík þegar Gluggagægir mætti í heimsókn til að heilsa upp á krakkana. Sá stutti fékk svarið hjá Gluggagægi: „Grýla, heitir hún.“ Það var skemmtileg jólastemmning í góðu veðri þegar sá rauðklæddi kom á rafhlaupahjólinu. Hann gaf krökkunum mandarínu og ræddi við þau. Mörg voru forvitin og spurðu hann spurninga. Leikin voru jólalög og gengið í kringum jólartré á útisvæðinu og svo fengu krakkarnir piparkökur og kakó. Gluggagægir kvaddi krakkana og hjólaði heim á hlaupahjólinu við mikla hrifningu krakkanna.

Skautasvellið hefur fengið góðar móttökur og yngri sem eldri hafa skellt sér á skauta. Um 1.300 manns hafa skellt sér á skauta á nýju og glæsi­ legu skautasvelli í Skrúð­ garðinum í Keflavík sem opnaði viku fyrir jól. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirritaði samning við systurnar Elínu Rós og Ljósbrá Bjarnadætur fyrir hönd Orkustöðvarinnar ehf. sem verða rekstraraðilar svellsins. Skrúðgarðurinn hefur í gegnum tíðina verði vinsæll áningarstaður bæjarbúa og m.a. stór hluti af hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins ár hvert. Í fyrra vetur var tekin upp ný hefð til að glæða garðinn meira lífi yfir vetrartímann þegar Aðventugarðurinn var opnaður. Mikil ánægja hefur verið með Aðventugarðinn en markmiðið frá upphafi var að byrja smátt og láta hann stækka með árunum. Auglýst var eftir rekstraraðilum til að sjá um svellið og munu systurnar Elín Rós og Ljósbrá Bjarnadætur fyrir hönd Orkustöðvarinnar ehf. halda utan um reksturinn. Markmiðið er að opna skautasvellið samhliða opnun Aðventugarðsins ár hvert og það verði opið a.m.k. út febrúarmánuð.

VF-myndir: Páll Ketilsson

Við tengjum þig, ljósleiðara eða 4g

...og er ekki Kapalvæðing með lægsta verðið? SÍMI OG NET MEÐ ÓTAKMÖRKUÐU NIÐURHALI, FRÍR ROUTER

S æ v a r fé k k tó n li s ti n a b e in t í æ ð í Ke fla v ík - viðtal á síðu 18

ÁRAMÓTAKVEÐJA! Opnunartími Hringbraut:

Opnunartími Tjarnabraut:

Allan sólarhringinn yfir áramótin

08.00 - 16.00 Gamlársdag 12.00 - 18.00 Nýársdag

Sólborg Guðbrandsdóttir, Suðurnesjamaður ársins 2021

Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is

24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.