Jólasveinn á rauðum traktor
Einn af jólasveinum hennar Grýlu tók léttan rúnt á gömlum en glansandi
traktor fyrir framan Aðventugarðinn í Reykjanesbæ síðdegis á Þorláksmessu. Í garðinum sjálfum var Grýla mamma hans að tala við börnin. Veðrið lék við
og þeir nutu jólastemmningar í Aðventugarðinum og við Hafnargötu þar sem fleiri jólasveinar komu á Rúfdolf jólarútu. Dúettinn Heiður söng í vetrarblíðunni og kaupmenn tóku brosandi á móti viðskiptavinum. Fleiri myndir og myndskeið frá Þorláksmessu má sjá á vef Víkurfrétta, vf.is.
handa henni nautahakk hefði hún ekki flogið í burtu,“ sagði Dagbjört í stuttu spjalli við Víkurfréttir. Myndskeið af uglunni má sjá á vf.is.
„Óveðursdagarnir hafa verið krefjandi en það hefur á sama tíma verið mjög gaman að geta hjálpað fólki í neyð. Okkar markmið er að gera okkar besta í að leysa úr einhverjum hluta vandamálsins,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur. Starfsmenn hótelsins lögðu sitt af mörkum síðustu dagana fyrir jól í að hjálpa ferðamönnum sem urðu strandaglópar í flugstöðinni vegna óveðurs.
„Við vorum með fjórhjóladrifnar rútur og nýttum þær til að taka á móti gestum sem voru einhver hundruð. Síðan vorum við líka að sjá um gesti sem voru að fara á önnur hótel, sem tengjast okkur ekki, vegna veikinda eða fólk með börn. Við „pikkuðum“ þau út úr röðinni og reyndum að hjálpa þeim. Við keyrðum fólkið frá flugstöðinni niður á Hótel Keflavík og gáfum því að borða á meðan við reyndum að leysa úr þeirra vandamálum.“
Þegar leið á fékk hann aðstoð frá keflvískum „höfðingjum“, eins og Steinþór orðar það. „Ég fór bókstaflega út á götu og veifaði að stórum
hjálpa til. Þeir komu fólki meðal annars upp á Ásbrú sem átti gistingu þar.“
Steinþór segir þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem aðstæður sem þessar koma upp en að þetta skiptið hafi þó verið aðeins frábrugðið. „Það hafa komið upp svona tilvik þar sem veður og annað hefur áhrif á þúsundir en á þessum 36 árum hefur það gerst ca. þrisvar, fjórum sinnum. Ef við horfum til áranna 1986 til 2010, þá voru ekki svona margar flugferðir til og frá landinu. Fjöldi ferðamanna er orðinn svo gríðarlega mikill, það eru kannski 50 flug fram og til baka í það minnsta.
Vandamálið í þetta skiptið var hve lengi Reykjanesbrautin var lokuð, það var það sem gerði útslagið. Við gátum ekki beðið í nokkrar klukkustundir og sent svo fólk til Reykjavíkur eða á viðeigandi stað.“
Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn yfir áramótin Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 16.00 Gamlársdag 12.00 - 18.00 Nýársdag ÁRAMÓTAKVEÐJA! VIÐ SÝNUM ALLAR EIGNIR, FÁÐU TILBOÐ Í FERLIÐ. ÁSTA MARÍA JÓNASDÓTTIR ASTA@ALLT.IS 560-5507 UNNUR SVAVA SVERRISDÓTTIR UNNUR@ALLT.IS 560-5506 ELÍN FRÍMANNSDÓTTIR ELIN@ALLT.IS 560-5521 HELGA SVERRISDÓTTIR HELGA@ALLT.IS 560-5523 DÍSA EDWARDS DISAE@ALLT.IS | 560-5510 ELÍNBORG ÓSK JENSDÓTTIR ELINBORG@ALLT.IS | 560-5509 PÁLL ÞOR BJÖRNSSON PALL@ALLT.IS 560-5501 Hjá okkur er allt innifalið Ljósleiðari 10.490 kr/mán. ENGINN AUKAKOSTNAÐUR, FRÍR ROUTER NET SÍMI SJÓNVARP Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 www.kv.is • kv@kv.is 16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Ugla að leita sér skjóls fyrir óveðrinu sem gekk yfir nokkrum dögum fyrir jól upp við eldhúsgluggann hjá Dagbjörtu Vilhjálmsdóttur, íbúa við Birkidal í Innri-Njarðvík. „Uglan sat þarna og starði á mig í tvær, þrjár mínútur. Sjálfsagt köld og svöng, hefði sótt
Ugla leitaði skjóls við eldhúsglugga
rauðum
gesti
„monster“ trukkum en ég þekkti þessa menn ekkert fyrir og bað þá um að hjálpa mér að hjálpa fólki. Þessir miklu höfðingjar, komu og voru þarna allt kvöldið að
Góðverk kom hótelstjóranum í jólaskapið Hjálpaði strandaglópum að fá húsaskjól í illviðri Steinþór Jónsson í flugstöðinni fyrir jól. Fólk var flutt á ofurjeppum úr flugstöðinni til Hótels Keflavíkur. Hver verður maður ársins á Suðurnesjum 2022? Ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2022“ má senda á tölvupóstfangið vf@vf.is. Á síðasta ári hlutu Björgunarsveitin Þorbjörn og Slysavarnadeildin Þórkatla í Grindavík nafnbótina. Hver er Suðurnesjamaður ársins 2022? Miðvikudagur 28. deseMber 2022 // 46. tbl. // 48. árg.
HS Orka eykur framleiðslugetu á Reykjanesi um 22 MW
Öll tilskilin leyfi hafa fengist fyrir stækkuninni og kom það í hlut Alberts Albertssonar að taka fyrstu skóflustunguna ásamt verktökunum. Albert er hugmyndasmiður Auðlindagarðsins sem hefur það markmið að draga úr sóun og fullnýta allt það sem fellur til við jarðhitavinnslu fyrirtækisins. Þá hefur Albert komið að uppbyggingu allra hluta virkjunarinnar í Svartsengi. Framleiðsluaukningin í Svartsengi er fengin með betri nýtingu á núverandi upptekt úr jarðhitageyminum og því við hæfi að Albert tæki fyrstu skóflustunguna. Eftir stækkun mun framleiðslugeta orkuversins í Svartsengi verða 85 MW.
HS Orka hefur tryggt 61,9 milljón dollara fjármögnun frá núverandi lánveitendum til verkefnisins. Þá munu hluthafar HS Orku leggja til viðbótarfjármögnun til að styðja við stækkunina. Fjármögnun verkefnisins undirstrikar það traust sem bæði lánastofnanir og hluthafar hafa á fyrirtækinu og þau verkefni sem það vinnur að til að auka framboð raforku á Íslandi til að mæta þörfum markaðarins.
„Við erum mjög spennt fyrir því að hefja stækkun á virkjuninni í Svartsengi í beinu framhaldi af því að klára stækkun virkjunarinnar á Reykjanesi. Bæði verkefnin ná vel utan um markmið HS Orku um að nýta
sem best þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir þar sem við erum að auka raforkuframleiðslu inná raforkukerfið án þess að fara inná ný svæði, sem dregur úr áhættu og kostnaði,“ segir Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku.
HS Orka var stofnuð 1974 og hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku alla tíð. Nýsköpun hefur alltaf verið hluti af kjarna fyrirtækisins sem sést best á Auðlindagarðinum, þar sem áherslan er á að nýta affalsstrauma frá virkjunum sem auðlind. HS Orka á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir á Reykjanesi auk 9,9 MW rennslisvirkjunar í Biskupstungum.
Tuttugu og níu fylgdarlaus börn í umsjón Suðurnesjabæjar
Barnavernd Suðurnesjabæjar annast fylgdarlaus börn sem koma til landsins, eins og er eru 29 börn í þeirra umsjá en fyrir aðeins ári síðan voru þau færri en tíu. Staðsetning Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar innan sveitarfélagsmarka Suðurnesjabæjar er ástæða þess að barnaverndarþjónusta Suðurnesjabæjar sér um að sinna þeim hópi barna sem kemur með flugi og sækja um alþjóðlega vernd hjá lögreglunni í flugstöðinni. Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur falið bæjarstjóra að fylgja eftir málum þessa hóps með ráðherra um stöðu málaflokksins. Þetta kemur fram í bókun sem bæjarráðið lagði fram á dögunum en bókunin hljóðar svo:
„Mál fylgdarlausra barna, útlendinga í neyð og mál þar sem grunur leikur á mansali sem upp koma í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa hingað til verið á ábyrgð barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar, áður Sandgerðisbæjar, þar sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar er í Suðurnesjabæ. Barnaverndarþjónusta sveitarfélagsins tekur við tilkynningum vegna fylgdarlausra barna og byggir málavinnslan m.a. á lögum um útlendinga nr. 80/2016 og barnaverndarlögum nr. 80/2002. Þessu mikilvæga samfélagslega verkefni hefur sveitarfélagið sinnt af alúð og metnaði síðustu áratugi og hefur mikil sérþekking skapast í kjölfarið hjá sveitarfélaginu.
Nú eru 32 fylgdarlaus börn í umsjá barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar og innviðir komnir yfir þolmörk hvað varðar þjónustuna við börnin og búsetuúrræði. Áætlað er að 1-3 fylgdarlaus börn komi til landsins á tíu daga fresti næstu misseri og ríkir ákveðið neyðarástand. Sveitarfélagið hefur ítrekað komið því á framfæri við Menntaog barnamálaráðuneytið að það geti ekki tekið við fleiri fylgdarlausum börnum að óbreyttu.
Suðurnesjabær skorast ekki undan því að sinna verkefninu áfram og vill sinna því með hagsmuni fylgdarlausra barna að leiðarljósi. Ríkið verður hins vegar að standa undir sinni ábyrgð í málinu með því að móta skýra stefnu og standa straum að kostnaði aukinna stöðugilda í barnavernd Suðurnesjabæjar þannig að hægt sé að tryggja þá þjónustu sem ríkinu ber að veita. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir með ráðherra um stöðu málaflokksins í samræmi við ofangreint.“
Mikilvægt að fylgja málunum eftir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir fjölda fylgdarlausra barna vera að aukast og að innviðir og þjónustugeta sveitar -
félagsins sé komin yfir þolmörk, því þurfi að byggja gott samstarf milli ríkisins og sveitarfélagsins til að tryggja góðar móttökur fyrir börnin. „Þetta er orðið það viðamikið verkefni að það er mikil áskorun fyrir jafn litla félagsþjónustu og er í Suðurnesjabæ að sinna þessum málum eins og vera ber. Við höfum verið að sækja á ríkið í von um aukinn stuðning. Fjármagn og stefnumótun sveitarfélagsins og ríkisins þarf að mæta því sem raunverulega er í gangi,“ segir Magnús.
Hann bætir við að það sé ekki nóg að taka á móti börnunum heldur þarf að fylgja máli hvers og eins eftir. „Það er ekki nóg að taka bara á móti þessum börnum, það verður að taka utan um þau og veita þeim þjónustu. Þetta eru börn sem eru að koma úr allskonar aðstæðum, jafn vel með áföll sem þau hafa upplifað. Því þarf að fylgja eftir í þágu hvers barns fyrir sig.“
En hver eru næstu skref?
„Við höfum síðustu vikur verið í miklu sambandi við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem heldur utan um málefni barna. Það hefur aðeins liðkast og ríkið er aðeins að koma til móts við okkur með því að leggja til fjármagn til að ráða fólk til starfa,“ segir Magnús og bætir við: „Næstu skref hjá mér eru að fylgja eftir bókun bæjarráðs. Ég er núna að fara í það og það er ýmislegt sem við þurfum að ræða við ríkið um þessi mál, almennt. Það er mín skoðun að í fyrsta lagi þurfum við að fá á hreint hver lögbundin skylda okkar er í þessu máli. Við erum með engu móti að skorast undan þessu verkefni, við erum eitt af örfáum sveitarfélögum sem býr að reynslu og þekkingu starfsfólks til að vinna að þessum málum og við viljum
halda því áfram. Ég mun leita eftir þeirri niðurstöðu að gerður verði samningur milli sveitarfélagsins og ríkisins um þetta verkefni og að þetta verði gert með sóma. Að það verði tekið á móti börnunum, haldið utan um þau, hlúð að þeim, þeim veitt öryggi, fæði og heilbrigðisþjónusta með sómasamlegum hætti. Við viljum gera þetta vel og því verður ríkið að standa með okkur í því og bera kostnað af þessu líka.“
María Rós
Skúladóttir, deildarstjóri félagsþjónustu Suðurnesjabæjar, segir verkefnið snúast fyrst og fremst um hag barnanna en mikilvægt sé að kerfin tali saman í slíkum samfélagslegum verkefnum. „Við höfum byggt upp mikla sérfræðiþekkingu í málaflokknum og tökum þetta verkefni föstum tökum. Við erum jákvæð fyrir þessu, við leggjum mikla áherslu á að hlúa vel að börnunum þannig að þau upplifi öryggi og stöðugleika. Okkar ósk er að færa þjónustuna við þau nær og geta þannig veitt þeim enn betri þjónustu. Stór hluti barnanna hefur verið staðsettur á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og barnavernd Suðurnesjabæjar þurft að veita þeim þjónustu þar. Það tekur tíma og krafta og með því að hafa börnin í búsetu í nærumhverfinu getum við sinnt okkar starfi mun betur. Það er algert lykilatriði að kerfin virki, það eru mjög margir sem koma að málum sem þessum. En kerfin þurfa að virka, þau þurfa að ná að tala saman, eins og meginþemað er í öllum stærri verkefnum,“ segir hún.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLAVIRKA DAGA S U Ð URN ES - R E Y K J AVÍK 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
koma til landsins
Mikil fjölgun fylgdarlausra barna sem
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
María Rós Skúladóttir, deildarstjóri félagsþjónustu Suðurnesjabæjar
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar
HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.
Það kom í hlut Alberts Albertssonar að taka fyrstu skóflustunguna ásamt verktökunum. Albert er hugmyndasmiður Auðlindagarðsins sem hefur það markmið að draga úr sóun og fullnýta allt það sem fellur til við jarðhitavinnslu fyrirtækisins. VF-myndir: Hilmar Bragi
2 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Tómas Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Albert Albertsson, sem tók fyrstu skóflustunguna, og Sunna Björg Helgadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs HS Orku.
Keflavíkurflugvöllur er stóra gáttin inn í landið og sem slík þarf völlurinn að vera í stöðugri þróun. Framundan eru spennandi tímar, með mikilli uppbyggingu og auknum fjölda farþega.
Bjóðum framtíðina velkomna
Frá opnun Keflavíkurflugvallar hafa umsvif vallarins þróast með þörfum samfélagsins og sívaxandi fjölda farþega. Þegar fjölgunin fór að líkjast veldisvexti þurfti heildstæða framtíðarsýn fyrir uppbyggingu flugvallarins. Við hjá Isavia vinnum markvisst að því að gera þessa framtíðarsýn að veruleika, og brúa þannig bilið á milli nútíðar og framtíðar.
Sjálfbærni og ábyrg uppbygging eru höfð að leiðarljósi við þróun Keflavíkurflugvallar. Þannig verður hann betur búinn undir framtíðina í sátt við umhverfið og nærsamfélagið.
Isavia tengir heiminn í gegnum Ísland. Við hlökkum til framkvæmda næstu ára og munum halda áfram að taka vel á móti ykkur.
Kynntu þér uppbyggingu Keflavíkurflugvallar á kefplus.is.
Fimmtíu og sex vinningshafar í Jólalukku Víkurfrétta
20 þúsund kr. app inneign í Nettó
Ragnhildur Lúðvíksdóttir, Efstaleiti 51, Reykjanesbæ
Heiður Sverrisdóttir, Fjörubraut 1231, Reykjanesbæ
Ásthildur Guðmundsdóttir, Suðurgarði 6, Reykjanesbæ
Erla Jóna Hilmarsdóttir, Miðtúni 6, Suðurnesjabæ Sandra Ýr Grétarsdóttir, Norðuróp 22, Grindavík
Þriðji útdráttur var á Þorláksmessu kl. 18 og drógu starfsmenn Nettó í Krossmóa út hina heppnu. Tuttugu verslanir og fyrirtæki á Suðurnesjum voru með í Jólalukku Víkurfrétta 2022. Vinningar á skafmiðum voru 5600 talsins en útdráttarvinningar voru 56.
Vinningshafar í 3. útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta 2022
LG 65“ UHD Smart TV - Elmar Geir Jónsson, Háholti 26, Reykjanesbæ.
100 þús. kr. app inneign í Nettó - Ólafía Rún Guðmundsdóttir, Elliðavellir 8, Reykjanesbæ.
50 þús. kr. app inneign í Nettó - Bergþóra Jóhannsdóttir, Fífumóa 7, Reykjanesbæ.
Hótelgisting á Dimond Suites og 3 rétta kvöldverður fyrir tvo - Linda Gunnarsdóttir, Norðurvöllum 46, Reykjanesbæ.
Hótelgisting og morgunverður fyrir tvo á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ - Bára Prayat Thitiprawat, Grófin 18c, Reykjanesbæ.
20 þúsund kr. app inneign í Nettó
Klemens Sæmundsson, Heiðarból 37, Reykjanesbæ
Karolina Poblocka, Beykidalur, Reykjanesbæ Ásgerður Ásgeirsdóttir, Hjallavegi 13 B, Reykjanesbæ Skúli Björnsson, Eyjavöllum 4, Reykjanesbæ Bjarni Rafn Garðarsson, Bragavöllum 12, Reykjanesbæ Jón Þór J. Hansen, Vallargötu, Reykjanesbæ
Nóa & Síríus konfektkassi
Særún Guðjónsdóttir, Íshússtíg 14, Reykjanesbæ
Garðar Örn Arnarson, Norðurvellir 50, Reykjanesbæ
Jón Kjartansson, Aðalgötu 24, Reykjanesbæ
Halla Júlíusdóttir, Lækjarmót 49, Suðurnesjabæ
Jónas Dagur Jónasson, Hamradal 13, Reykjanesbæ
Bogdan Aciobanitii, Stampholsvegi 5, Grindavík
Edda G. Guðnadóttir, Lyngómóa 11, Reykjanesbæ
Valur Ingólfsson, Nónvörðu 2, Reykjanesbæ Powel Piwowarski, Holtsgötu 4, Suðurnesjabæ
Anna Heiða Reynisdóttir, Þverholti 3, Reykjanesbæ
Bjarney Sigurðardóttir, Stekkjargötu 63, Reykjanesbæ
Bergdís Brá, Smáratúni 33, Reykjanesbæ
Esther Júlía Gústavsdóttir, Gónhóli 17, Reykjanesbæ
Einar Valgeirsson, Ásabraut 1, Suðurnesbæ
María Ósk Guðmundsdóttir, Leirdal 17, Reykjanesbæ
Marilyn F. Jónsson, Heiðargerði 3, Vogar á Vatnsl.str.
Alda Sveinsdóttir, Starmóa 8, Reykjanesbæ
Lucyna Andreaczek, Skógarbraut 919, Reykjanesbæ
Karl Steinar Guðnason, Heiðarbrún 8, Reykjanesbæ
Sycwia Nowak, Lerkidal 6, Reykjanesbæ
Guðrún Inga Jóhannesd., Tjarnargötu 27A, Reykjanesbæ
Þorbjörg Guðmundsd., Skógarbraut 1103, Reykjanesbæ
Guðný S. Jónsdóttir, Heimavöllum 9, Reykjanesbæ
Eydís Sól Friðriksdóttir, Háaleiti 17, Reykjanesbæ Hannes Friðriksson, Freyjuvöllum 6, Reykjanesbæ
Vinningshafar í 2. útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta 2022
LG 65“ UHD Smart TV - Aníta B. Sveinsdóttir, Ásabraut 15, Grindavík.
100 þús. kr. app inneign í Nettó - Svava Tyrfingsdóttir, Svölutörn 7, Reykjanesbæ.
50 þús. kr. app inneign í Nettó - Kristín Bergsdóttir, Seljudal 31, Reykjanebæ.
Gisting og morgunverður fyrir tvo á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ - Jón H. Hjartarson, Silfurtúni 9, Suðurnesjabæ.
Inga Ingólfsdóttir, Hafdal 11, Reykjanesbæ
Anna Kjærnested, Hringbraut 79, Reykjanesbæ.
Vinningshafar í 1. útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta 2022
50 þús. kr. app inneign í Nettó - Steinþóra Eir Hjaltadóttir.
Gisting og morgunverður fyrir tvo á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ - Jóhanna María Gylfadóttir, Baugholti 17, Reykjanesbæ.
Lavor háþrýstidæla frá Múrbúðinni - Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Bogabraut 961, Reykjanesbæ.
20 þúsund kr. app inneign í Nettó
Kristín G. Hammer, Miðhópi 8, Grindavík
Ragnheiður Garðarsdóttir, Heiðarbóli 9, Reykjanesbæ
Ingólfur Ari Þor. Faxabraut 10, Reykjanesbæ
Jóhanna María Gylfadóttir, Baugholti 17, Reykjanesbæ
Lilja Sigurdís Sigurðardóttir, Fagurhóll 24, Sandgerði Benedikta Bendiktsdóttir, Hafnargötu 23, Reykjanesbæ
Júlíus Rúnar Bjargþórsson, Bogabraut 961, Reykjanesbæ Ásdís Júlíusdóttir, Vatnsnesvegi 13, Reykjanesbæ
Nýtt bryggjuhverfi í Reykjanesbæ
árið 2021 og samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar tilboð félagsins þann 30. desember sama ár. Reykjanes Investment fyrirhugar að skipuleggja og byggja upp íbúabyggð blandað við verslun og þjónustu. Hún á að taka mið af nærliggjandi starfsemi, framþróun menningar- og ferðaþjónustu á svæðinu auk einstakrar staðsetningar og nálægð við smábátahöfnina
Gróf og menningar- og safnahúsin á svæðinu.
Hugmyndir félagsins, sem má sjá á meðfylgjandi myndum, eru unnar í samvinnu við Nordic - Office of Architecture.
Þrjátíu og sex heppnir Jólalukkumiða eigendur voru með heppnina með sér í þriðja og síðasta útdrætti í Jólalukku Víkurfrétta 2022 í Nettó, Krossmóa. Glæsilegir vinningar voru dregnir út, m.a. 65 tommu LG sjónvarp, 100 og 50 þús. kr. Nettó inneignir og hótelvinningar frá Dimond Suites og Marriott By Courtyard.
Reykjanesbær og Reykjanes Investment ehf. undirrituðu fyrir jól kaupsamning vegna Grófarinnar 2 í Reykjanesbæ og samstarfs- og þróunarsamning vegna nærliggjandi lóða. Reykjanesbær auglýsti þróunarreit, byggingar- og lóðarréttindi á svæðinu til sölu
í
vel á starfssvæði sveitarinnar. Björgunarsveitin Ægir rekur flugeldasölu í Þorsteinsbúð, húsnæði sveitarinnar við Gerðaveg í Garði. Flugeldasalan er í sérstaklega innréttuðu og vottuðu rými sem aðeins þjónar þeim tilgangi að vera flugeldasala fyrir áramótin.Ægismenn hvetja Garðmenn og aðra þá sem vilja styðja sveitina að koma við á flugeldasölunni við Gerðaveg en flugeldasala Ægis er í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Hof í Garði. Tvær milljónir frá Unu í Garði til Ægis Ingólfur Einar Sigurjónsson formaður Björgunarsveitarinnar Ægis og Elín Arnbjörnsdóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar Unu í Garði við torfærutækið sem nýverið var keypt frá Grindavík. VF-mynd: Hilmar Bragi Úr flugeldasölunni í Þorsteinsbúð í Garði. Húsnæðið er sérstaklega vottað til að hýsa sölu og geymslu á flugeldum.
Slysavarnadeildin Una í Garði er öflugur bakhjarl Björgunarsveitarinnar Ægis í Garði og hafa þessar einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar átt í áratuga löngu samstarfi. Una í Garði styrkti nýverið Ægi með tveggja milljóna króna framlagi til kaupa á „Buggy“ torfærutæki. Tækið keypti Björgunarsveitin Ægir af Þorbirni í Grindavík en Ægir hefur tekinn virkan þátt í gæslu á eldstöðvunum í Fagradalsfjalli árin 2021 og 2022. Torfærutækið nýtist björgunarsveitinni
gera hugmyndir ráð fyrir að Bryggjuhverfið í Reykjanesbæ verði. Frá undirritun samninga milli Reykjanesbæjar og Reykjanes Investment ehf.
starfsmenn Nettó drógu út 36
í loka útdrætti Jólalukku VF, þau Mikal Davíð Róbertsson
Ívar Snær Eiríksson,
og Eva María
Elmar Geir Jónsson fékk LG sjónvarp og náði í það á þriðja í jólum. 4 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Svona
Þrír
vinningshafa
Abbey,
verslunarstjóri
Ómarsdóttir. VF-mynd/pket
Allt fyrir helgina! Safnaðu inneign og fáðu betra verð á matvöru með Samkaupaappinu Tilboð gilda 29.–31. desember Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. 2.827kr/kg 4.039 kr/kg í hvítlauksog piparkryddlegi Lambahryggur 30%
ALDREI FLEIRI Í SKÖTU Á ÞORLÁKSMESSU
þetta svo aftur í gang núna og þetta er langstærsta skötuveislan sem hefur verið haldin. Það komu 250 manns frá klukkan 11 til 14 í skötu hjá okkur,“ segir Magnús Þórisson, eigandi Réttarins.
Boðið var upp á hlaðborð með tilheyrandi hátíðarmat; saltfiski, hangikjöti og að sjálfsögðu skötu. Þá nutu gestir matarins við ljúfa tóna Mumma Hermannssonar. Aðspurður hvernig viðtökur gesta voru segir Magnús: „Það voru allir að dásama skötuna en hún kom núna í fyrsta skipti frá Fiskikónginum. Ég tók prufukeyrslu á skötunni daginn fyrir Þorláksmessu og hún var alveg frábær, líklega nálægt þeirri bestu sem ég hef verið með en sú besta kom frá Grétari Einarssyni heitnum úr Garðinum. Það var hrikalega gaman og fólk var ánægt, það var líka mjög góð stemmning yfir mannskapnum. Að sjálfsögðu tók ég lagið með meistara Mumma Hermanns sem hefur spilað á skötumessunni hjá okkur frá upphafi.“
Þakklæti er Magga efst í huga eftir viðburðaríkt ár. „Ég vil fyrst og fremst þakka öllum viðskiptavinum okkar fyrir að standa með okkur á þessu ári, við erum gríðarlega þákklát fyrir hvað komu margir hingað í dag. Starfsfólkið mitt á líka stórt hrós skilið, þau eru búin að standa sig frábærlega á erfiðum tímum í Covid-inu en líka núna eftir að allt fór af stað aftur. Án þeirra væri fyrirtækið ekki neitt.“
Skötuveislan í Leirunni sú fjölmennasta til þessa
Kylfingar í Golfklúbbi Suðurnesja blása jafnan til skötuveislu í golfskálanum í Leiru en þar standa unglingar úr afreksstarfi klúbbsins vaktina enda rennur allur ágóði til barna- og unglingastarfs GS.
Sigurður Sigurðsson, stjórnarmaður í GS, hefur aðstoðað við skötuveisluna síðustu ár og hann sagði að aldrei hafi jafn margir mætt í Leiruna.
Fyrsta heila ár frystitogarans Baldvins Njálssonar GK
Þá er þessu bara lokið, árið 2022 komið svo til á enda og þessi pistill sá síðasti á þessu ári. Það má segja að árið endi með hvelli því að síðustu daga hefur verið gríðarlega mikil snjókoma og allt gjörsamlega á kafi í snjó. Sérstaklega í Grindavík og Sandgerði.
Það koma nokkrir dagar núna, á milli jóla og nýárs, þar sem að einhverjir bátar ættu að geta róið. Til að mynda á öðrum degi jóla var Hulda GK og Óli á Stað GK við línuveiðar utan við Grindavík og Benni Sæm GK var á dragnót við Reykjanesið og þegar þessi pistil er skrifaður er Sigurfari GK við dragnótaveiðar á sömu slóðum.
Dragnótaveiðarnar núna í desember hafa gegnið ágætlega. Siggi Bjarna GK er hæstur af Suðurnesjabátunum og kominn með 76 tonn í tíu róðrum og mest 21 tonn, Benni Sæm GK 58 tonn í sex og mest 18 tonn, Aðalbjörg RE 34 tonn í sex en báturinn byrjaði desember í Reykjavík og kom til Sandgerðis fyrir jólin þar sem hann verður eftir áramótin, Sigurfari GK er með 28 tonn í átta róðrum.
Það er búið að vera frekar rólegt hjá netabátunum, nýi Erling KE mun fara á veiðar eftir áramótin, og eru því aðeins Hraunsvík GK og bátarnir hans Hólmgríms sem hafa róið núna í desember. Hraunsvík GK með 4,9 tonn í tveimur, Halldór Afi GK 19,7 tonn í átta og mest 9,1 tonn í róðri sem er nú nokkurn veginn fullfermi hjá bátnum, Maron GK 38 tonn í níu róðrum og mest 9,6 tonn, Grímsnes GK kom loksins í Njarðvík fyrir jólin og var með 45 tonn í fjórum róðrum.
Grímsnes GK hefur verið við ufsaveiðar síðan í ágúst og landað að mestu sínum afla í Þorlákshöfn, af þessum 45 tonna afla er ufsi um 40 tonn.
Hjá línubátunum, sem flestallir eru komnir suður, eftir eru Geirfugl GK og Gulltoppur GK sem báðir eru fyrir norðan, þá var veiðin nokkuð góð og ef við lítum á nokkra. Fjölnir GK með 434 tonn í fjórum róðrum, Páll Jónsson GK með 392 tonn í fjórum, Valdimar GK 228 tonn í þremur róðrum og mest 116 tonn, Sighvatur GK 194 tonn í þremur, Auður Vésteins SU 122 tonn í tíu en hann er reyndar ekki kominn suður, er ennþá fyrir austan.
Óli á Stað GK með 103 tonn í fjórtán, Margrét GK 99 tonn í fjórtán, Gísli Súrsson GK 94 tonn í ellefu, Sævík GK 89 tonn í tólf, Daðey GK 76 tonn í tíu, Vésteinn GK 65 tonn í sex, Geirfugl GK 46 tonn í átta, Hópsnes GK 41 tonn í níu, Hulda GK 37 tonn í níu, Gulltoppur GK 30 tonn í fimm og Dúddi Gísla GK 58 tonn í ellefu.
Sævar Baldvinsson, skipstjóri á færabátnum Guðrúnu GK frá Sandgerði, hefur átt vægast sagt virkilega gott ár núna, árið 2022, því í byrjun desember var báturinn næstaflahæsti færabáturinn á öllu landinu og var þá um tíu tonna munur á honum og Sævari SF frá Hornafirði, sem er aflahæstur. Fyrir jólin hafði munurinn minnkað og
er núna aðeins um sex tonn á milli bátanna.
Það er nú ekki mikið um það að bátar fari á handfæraveiðar á milli jóla og nýárs og hvort þetta sé lokatalan hjá báðum bátunum kemur í ljós eftir áramótin.
Árið 2022 er fyrsta heila árið sem frystitogarinn Baldvin Njálsson GK er gerður út. Reyndar gengu fyrstu túrarnir nokkuð brösulega því verið var að stilla tækin um borð og fá allt til þess að virka fumlaust. Engu að síður náði Baldvin Njálsson GK að veiða alls um tæp átta þúsund tonn á árinu að aflaverðmæti 3,9 milljarðar króna. Þetta gerir um 520 krónur á kílóið. Gamli Baldvin Njálsson GK náði mest 2,3 milljörðum en hafa ber í huga að sá togari var að mestu í ufsa og karfa. Núna þetta árið var nýi togarinn að mestu í þorsk og ýsu og fiskverð hafa verið mjög há árið 2022.
Annars vil ég óska ykkur gleðilegs nýs árs 2022 og framundan er vetrarvertíðin árið 2023.
Í hugum margra er það mikilvægur þáttur í undirbúningi jólanna að
sér á
á
–
betri. Suðurnesjamenn létu sitt ekki eftir
og að sögn
sem
vegna
gæða
skötu
Þorláksmessu
því kæstari, því
liggja
þeirra
stóðu að skötuveislum þetta árið hefur eftirspurnin sjaldan eða aldrei verið meiri. Metfjöldi í skötuveislu á Réttinum Skötuveislur voru víða á Þorláksmessu en metmæting var í árlegt skötuhlaðborð á Réttinum fyrir þessi jól. „Árið 2020 gátum við ekki haldið skötuveislu en 2021 gátum við haldið hana í „mýflugnamynd“
samkomutakmarkana. Við keyrðum
„Þú manst ekki eftir svona mörgum í einu í skötunni hjá okkur? Krakkarnir hafa varla undan við að bera fram skötu, saltfisk og meðlæti,“ sagði Sigurður þegar Víkurfréttir bar að garði.
a F la F r É ttir á suður N es J u M
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA GUNNLAUGSDÓTTIR Kríulandi 5, Suðurnesjabæ lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 19. desember. Útför mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Halldór Ben Halldórsson. Krakkarnir í Golfklúbbi Suðurnesja stóðu í ströngu enda mættu margir í skötuna. VF-myndir: JPK
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
6 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Magnús Þórisson og starfsfólk á Réttinum. VF-myndir: Thelma Hrund
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Verslaðu í vefverslun BYKO SENT HEIM Frí heimsending er á pöntunum úr vefverslun yfir 20.000 kr 20-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Gerðu frábær kaup! ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÞÚOSÉRÐ LL ÁTILBOÐIN BYKO.IS
Sjókokkurinn sem fór út í eigin veitingarekstur
„Grindavík hefur vaxið sem ferðamannastaður og ferðamenn þurfa að borða. Mikil stemmning fyrir Geimfaraballinu 30. desember,“ segir Láki á Salthúsinu.
GRINDAVÍK
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
Þorlákur Guðmundsson eða Láki í Salthúsinu eins og Grindvíkingar og aðrir þekkja hann best, er matreiðslumaður og hefur rekið veitingastað í Grindavík síðan árið 2005. Láki hafði eins og svo margir grindvískir karlmenn, farið á sjóinn og vann síðustu árin sem kokkur en ákvað að söðla um árið 2005 og hefur ekki litið til baka síðan: „Ég byrjaði ungur á sjónum, vann bæði sem messagutti og háseti en eldamennskan togaði alltaf í mig svo ég endaði sem kokkur síðustu tuttugu árin á sjónum. Ég kunni vel við það en þegar tækifæri gafst á að fara út í veitingarekstur árið 2005 þá stökk ég á það. Gamli Hafurbjörninn sem Árni Björn Björnsson rak við góðar undirtektir til fjölda
ára, hafði breyst í Cactus þegar Hjálmar Erlingsson keypti staðinn en þegar annar veitingastaður í Grindavík, Sjávarperlan, var sett á sölu þá ákvað Hjalli að færa sig þangað og því gat ég keypt Cactus og breytti nafninu í Lukku Láka.“
Sjávarperlan breyttist í Salthúsið og nokkrum árum síðar bauðst Láka að kaupa staðinn.
„Áramótin 2008/2009 keypti ég Salthúsið og rak Lukka Láka samhliða fyrsta árið en einbeitti mér síðan bara að Salthúsinu. Auðvitað var og er um venjulegan opnunartíma veitingastaðar að ræða en mest hefur verið að gera í kringum hópa, þá aðallega ferðamannahópa. Grindavík hefur vaxið sem ferðamannastaður og hingað koma margar rútur allan ársins hring, fullar af ferðamönnum og þeir þurfa að borða. Ég hef myndað góð tengsl
ferðaleiðsögumenn og
koma aftur og aftur.“
Lukku Láka og fyrstu árin
„Til að byrja með varð ég bjóða líka upp á dansleiki og má segja að hljómsveit hafi spilað hjá mér að lágmarki einu sinni í mánuði. Þegar veitingareksturinn fór svo að vefja upp á sig þá sá ég að það var erfitt að samtvinna þetta, að vera með dansleik langt fram á sunnudagsmorgun og með stóran hóp í hádeginu stuttu síðar gekk eðlilega ekki upp. Þess vegna dró ég úr því en er alltaf með eitt og eitt ball við sérstök tilefni, t.d. á sjómannahelginni og ég reyni líka að halda tónleika reglulega og þá helst blústónleika, ég elska þá tónlist.“
Eitt hefur haldið velli nánast undantekningarlaust síðan Láki hóf reksturinn á Lukka Láka árið 2005, grindvíska hljómsveitin Geimfararnir hefur alltaf haldið árlegt jólaog áramótaball en þó hefur hljómsveitin legið í dvala síðan 2018.
„Ég kynntist þessum góðu drengjum strax á Lukku Láka árunum en grindvískt samfélag hefur alltaf verið svona, ef eitthvað grindvískt er í gangi þá mætir heimafólk.
Þeir byrjuðu hjá
Þrjár sorptunnur í stað tveggja?
Ný lög taka gildi um áramót varðandi sorphirðumál, safnað í fjóra flokka. Þó nokkur fyrirhöfn og kostnaður að hafa þrjár sorptunnur.
Á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur 13. desember, var tekið fyrir erindi frá Kölku sem barst öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, varðandi sorphirðumál en Kalka óskar eftir samþykki bæjarfélaganna þess efnis að Kalka sjái um söfnun úrgangs frá heimilum vegna fjögurra úrgangsflokka og sjái líka um fjármögnun söfnunarílátanna. Kalka hefur sinnt heimilissorphirðu Grindvíkinga síðan 2018.
Ný lög taka gildi um áramótin og þá verður þess krafist að sorpi verði safnað í fjóra úrgangsflokka, pappír og plast í sitthvora tunnuna og söfnun á lífrænum úrgangi og almennu sorpu til brennslu í tvískiptri þriðju tunnunni.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri tjáði sig um málið á fundinum og benti á að mikilvægt sé að hugsa þetta gaumgæfilega en við flest heimili er gert ráð fyrir tveimur tunnum og nokkuð ljóst að þó nokkur fyrirhöfn og kostnaður muni hljótast af því að hafa þrjár tunnur.
Fannar kom líka inn á að Sorpa sem sér um sorphirðumál á höfuðborgarsvæðinu, býður upp á tveggja tunnu lausn. Að mati Fannars er mikilvægt að samræmi sé á milli sorphirðufyrirtækja og því var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins þar til frekari upplýsingar liggi fyrir. Bæjarráð hafði fjallað um málið en eftir þessar nýju upplýsingar um þrjár tunnur var ákveðið að skoða þyrfti málið betur.
„Ég bara verð að kasta hrósi á mitt fólk í björgunarsveitum landsins. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hversu mikið þetta fólk hefur lagt á sig síðustu daga við að koma öðru fólki til síns heima og láta tannhjól lífsins snúast,“ skrifar Otti Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í færslu á fésbókina nú um hátíðirnar. Og hann bætir við: „Þetta á líka við um alla hina, sem hafa lítið sem ekkert verið heima hjá sér undanfarið. Þolinmæði, þrautseigja og samvinna einkenna síðustu daga. Ef þið þekkið einhvern sem hefur verið úti að brasa síðustu daga þá væri mjög gott að þakka viðkomandi fyrir og jafnvel gefa honum knús. Við erum öll mannleg en það er einmitt hrósið og þakklætið sem er drifkrafturinn í björgunarsveitarstarfinu.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa átt annríkt frá því fyrsti snjórinn féll nú fyrir jólin. Færðin hefur verið þung á Suðurnesjum og um tíma voru margir vegir ófærir. Þá hefur ófærðin leikið Grindvíkinga sérstaklega grátt en Grindavíkurvegur hefur verið ófær og innanbæjar í Grindavík hefur verið mikil snjósöfnun.
við
þeir
Árin á
á
líka
á
fjölmarga
Salthúsinu, gekk viðskiptamódelið
út
að halda böll.
mér á Lukka Láka en hafa svo verið hér í Salthúsinu síðan. Þeir tók sér nú pásu 2018 en ég fékk þá til að dusta rykið af hljóðfærunum og þeir ætla að trylla Grindvíkinga og vonandi, aðra gesti föstudagskvöldið 30. desember. Ég
heyri á meðal grindvískra ungmenna að mikil stemning er fyrir þessu balli en ég á líka von á því að gömlu aðdáendurnir flykkist á Salthúsið og úr verði ekta frábær, grindvísk stemning,“ sagði Láki að lokum.
Svona sorptunnuskýli eru algeng í Grindavík, eingöngu fyrir tvær tunnur.
Svona líta sorptunnur Sorpu út, tvær tvískiptar tunnur.
Þorlákur Guðmundsson, eða Láki eins og hann er oftast kallaður.
Hrósið og þakklætið er drifkrafturinn í björgunarsveitarstarfinu Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa átt annríkt frá því fyrsti snjórinn féll nú fyrir jólin. Færðin hefur verið þung á Suðurnesjum og um tíma voru margir vegir ófærir. Meðfylgjandi
myndir eru teknar í ófærðinni á Grindavíkurvegi þar sem Björgunarsveitin Þorbjörn og aðrar sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa komið hundruðum til aðstoðar síðustu sólarhringa.
8 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Markmiðið að vera besta útgáfan af sjálfri mér
Esther Júlía spilar sem markvörður í fótbolta með Keflavík. Hennar stærsti draumur er að spila með A-landsliði kvenna í framtíðinni og markmið hennar fyrir árið 2023 er að verða besta útgáfan af sjálfri sér.
Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Held ég sakni líklegast bara kennaranna.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Ég ákvað að fara í FS út af hann var nálægt og það hentaði betur ef ég vildi halda áfram í fótbolta.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið gæti alveg verið betra en gæti líka verið verra.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Elfa Karen Magnúsdóttir verður rosaleg í boltanum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Kamilla Ósk fær titilinn.
Hvað hræðist þú mest? Köngulær eru með því ógeðslegasta sem ég veit um.
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Það sem mér finnst vera heitt á stundinni er Tene en kalt Ísland, væri alveg til í að vera á Tene ef ég gæti.
Hvaða mánuður er besti mánuðurinn og af hverju? Mér finnst júlí vera bestur, þá er mitt sumar, gott veður og fótboltinn í fullum gangi.
Hvað stendur upp úr árið 2022 hjá þér? Þegar ég var valin í yngri landslið fyrr á árinu rétt áður en ég brotnaði síðan.
FS-ingur vikunnar:
Stærsti draumur Jóns Unnars er að verða atvinnumaður í fótbolta. Hans markmið fyrir árið 2023 er að mæta á hverjum degi í ræktina. Eftir grunnskóla stefnir hann að því að verða bifvélavirki. Jón Unnar er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Náttúrufræði.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Viktor Breki, hann verður frægur út af því að hann er svo klár og hann mun verða moldríkur.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Þegar ég og félagar mínir þurftum að horfa á vegg í heilan klukkutíma hjá skólastjóranum.
Hver er fyndnastur í skólanum? Isak Calsdaldo er fyndnastur.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Mig langar til að verða bifvélavirki.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Hugrakkur.
Ertu með einhver nýársheit eða markmið fyrir næsta ár? Ég held að mitt markmið sé bara að vera besta útgáfan af sjálfri mér.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Það sem mig langar mest að gera í framtíðinni er að semja sem atvinnumaður í toppliði og vinna í kringum fótbolta/íþróttir af því sem eftir er, þá sem íþróttasálfræðingur, sjúkraþjálfari eða eitthvað slíkt.
Hver er þinn stærsti draumur? Minn stærsti draumur er að spila leik fyrir A-landslið kvenna einhvern tímann í framtíðinni.
Ætlar að mæta í ræktina alla daga vikunnar
Ungmenni vikunnar:
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað væri það? Ég myndi vilja vera ósýnilegur.
Hvaða mánuður er besti mánuðurinn og af hverju? Besti mánuðurinn er desember, út af því að þá eru jól.
Hvað stendur upp úr árið 2022 hjá þér? Klárlega Gothia Cup.
Hvað ætlar þú og fjölskylda þín að gera um áramótin? Horfa a áramótaskaupið og sprengja saman.
Ertu með einhver nýársheit eða markmið fyrir næsta ár? Að fara í ræktina alla daga vikurnar.
Hver er þinn stærsti draumur? Minn stærsti draumur er að verða atvinnumaður fótbolta.
Hvað ætlar þú og fjölskylda þín að gera um áramótin? Við ætlum bara að vera saman og borða góðan mat, horfa á skaupið og sprengja flugelda.
Aldur:
Áhugamál: Fótbolti og ýmis hreyfing eins og að skíða og fara í ræktina
Nafn: Esther Júlía Gustavsdóttir
17 ára Námsbraut: Íþrótta- og lýðheilsubraut á afreksíþróttalínu
Thelma
thelma@vf.is
Nafn: Jón Unnar Aldur: 14 ára Skóli: Stapaskóli Bekkur: 9. bekkur Áhugamál: Fótbolti, ræktin, vélsleðar og buggy-bílar.
Hrund Hermannsdóttir
Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Suðurnesin eru á miklum vendipunkti
„Tækifærin sem snúa að styrkleikum og elju mannauðsins sem við búum yfir, uppbyggingu sveitarfélaganna okkar og nálægðin við flugstöðina,“ segir Guðný Birna Gunnarsdóttir, FKA kona mánaðarins þegar hún er spurð út í kosti þess að búa á Suðurnesjum. Guðný er fædd í Keflavík og var þar fyrstu 24 ár en hefur síðustu sextán búið í Njarðvík.
Nafn: Guðný Birna Guðmundsdóttir. Aldur: 40 ára.
Menntun: BS-gráða í hjúkrunarfræði, MPa í opinberri stjórnsýslu og MBA í viðskiptum og stjórnun.
Við hvað starfar þú og hvar? Ég starfa sem bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Hver eru helstu verkefni? Út frá starfi mínu hjá Reykjanesbæ er ég í nefndum og ráðum fyrir sveitarfélagið. Ég er varaforseti bæjarstjórnar, stjórnarformaður HS Veitna, formaður fræðsluráðs Reykjanesbæjar og varaformaður í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga. Auk þess er ég í stjórn FKA Suðurnes og var þar fyrsti formaðurinn ásamt því að stofna félagið ásamt núverandi formanni, Fidu Abu Libdeh.
Er eitthvað sem gerir verkefnið eða fyrirtækið einstakt, forvitnilegt? Starf á vegum sveitarfélags sem þú býrð í og hefur alist upp í er mjög gefandi. Þetta er umfangsmikið starf og getur verið snúið að takast á við verkefni líkt og uppbyggingu og þjónustu sér í lagi í ört stækkandi sveitarfélagi eins og Reykjanesbær er.
Eitthvað áhugavert sem þú ert að gera? Fullt af spennandi verkefnum framundan; uppbygging í tengslum við stækkun Keflavíkurflugvallar, uppbygging rafbílavæðingu, uppbygging á nýjum leikskólum, bæði í Innri-Njarðvík og í Hlíðarhverfi Keflavíkur, breytingar í úrgangsmálum, bygging á nýju hjúkrunarheimili og svo má lengi áfram telja.
Hvað hefur þú verið að gera, hvað ertu að gera núna, framtíðarplön (svolítið sagan þín)? Þessa dagana eru sveitastjórnarmálin fyrirferðarmikil en fjárhagsáætlunarvinna okkar er nýafstaðin. Framtíðarplön eru að halda áfram í mínum verkefnum þar sem stefnumótun og uppbygging einkennir mín störf, hjá Reykjanesbæ og hjá FKA Suðurnes sem hefur gengið vonum framar.
Reynsla: Starf mitt sem hjúkrunarfræðingur var á þann veg að lengst af starfaði ég á HSS þar sem ég var
deildarstjóri á bráðamóttöku. Eftir það fór ég í MBA-nám en hóf svo störf sem hjúkrunarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Ég hef verið bæjarfulltrúi fyrir Reykjanesbæ í níu ár.
Hversu lengi hefur þú búið á Suðurnesjum? Alla mína ævi. Var Keflvíkingur fyrstu 24 árin en hef búið í Njarðvík síðustu sextán ár.
Hverjir eru kostir þess að búa á Suðurnesjum? Nálægðin og nándin. Tækifærin sem snúa að styrkleikum og elju mannauðsins sem við búum yfir, uppbyggingu sveitarfélaganna okkar og nálægðin við flugstöðina. Tækifærin liggja einnig í að horfa til nýsköpunar og annarra atvinnuvega. Nýsköpun ætti að vera rauði þráðurinn í stefnumótun Suðurnesja til framtíðar þar sem áhersla ætti að vera á að laða til okkar og stuðla að uppbyggingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Horfa ætti sérstaklega í styrk og þátttöku kvenna en þar getur FKA Suðurnes myndað tengslanet með tengingu kvenna á svæðinu
2021 skráði ég mig í FKA aðalfélagið sem er frábært og mikið af nefndum og atburðum í boði innan þess. Verandi kona á Suðurnesjum með nær engan frítíma velti ég þó fyrir mér hvort ekki væri hægt að flytja félagið nær okkur. FKA var með aðrar landsbyggðadeildir og því fór það svo að við sendum inn formlega beiðni um stofnun FKA Suðurnes en félagið varð eins árs í nóvember síðastliðnum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa en fjöldi skráðra kvenna á Suðurnesjum hefur aukist úr tæplega 20 konum í tæplega 70 konur sem er virkilega gleðilegt.
Hvað varð til þess að þú skráðir þig í FKA? Mig langaði aðallega að rækta tengslanet við aðrar konur í samfélaginu, sér í lagi konur sem væru í svipuðum störfum og verkefnum.
Hvað finnst þér FKA gera fyrir þig? FKA er frábær vettvangur kvenna til að læra af hver annarri. FKA hefur gert mikið fyrir mig, komið mér á vettvang til að efla mig og aðrar konur og stuðlað að því að konur verði meira áberandi í fyrirtækjum, stjórnum og í ákvarðanatöku í samfélaginu okkar.
Heilræði/ráð til kvenna á Suðurnesjum? Suðurnesin eru á miklum vendipunkti og verður næstu ár þar sem uppbygging og verðmætasköpun verða í öndvegi. Við þurfum að grípa það tækifæri og hlúa og laða til okkar fyrirtæki sem munu taka þátt í þeirri vegferð. Atvinnuþátttaka kvenna ásamt fyrirtækjum þeirra, hugviti og nýsköpun mun skipta veglegu máli í þeirri vegferð. Við á Suðurnesjum störfum mikið í kringum þjónustu og ferðamennsku sem er klárlega tækifæri hjá okkar en ásamt því er mjög mikilvægt að hlúa einnig að uppbyggingu annarra atvinnuvega til að atvinnulífið okkar verði ekki einhæft. Við ættum að leggja ríka áherslu á konur og nýsköpun í þessu samhengi, Suðurnesin ættu klárlega að setja sér markmið um að vera nýsköpunarbær Íslands.
Uppvakningar Reykjanesbæjar besta stuttmyndin
Nemendur nýttu nóvembermánuð til að vinna myndirnar, skrifa handrit, skipuleggja tökur og framkvæmd. Keppnin fór fram þann 12. desember síðastliðinn í stóra sal Sambíóanna í Keflavík fyrir fullum sal af nemendum sem skemmtu sér konunglega enda myndirnar frábærar, vel gerðar og skemmtilegar. Kynnar hátíðarinnar voru þau Betsý Ásta Stefánsdóttir og Daníel Örn Gunnarsson. Dómnefndina skipuðu fulltrúar frá Fjörheimum og tilkynnti Ólafur Bergur Ólafsson, formaður dómnefndar, úrslitin. Þær Sóley Guðjónsdóttir, Alexandra
Hver verður maður ársins á Suðurnesjum 2022? Ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2022“ má senda á tölvupóstfangið vf@vf.is.
Maður
ársins á Suðurnesjum frá 1990 til 2021
1990 - Dagbjartur Einarsson 1991 - Hjörtur Magni Jóhannsson 1992 - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson 1993 - Guðjón Stefánsson 1994 - Júlíus Jónsson
1995 - Þorsteinn Erlingsson 1996 - Logi Þormóðsson 1997 - Steinþór Jónsson
1998 - Aðalheiður Héðinsdóttir 1999 - Sigfús Ingvason
2000 - Bláa lónið / Rúnar Júlíusson / Íþróttafélagið Nes
2001 - Freyja Sigurðardóttir / Norðuróp / Fræðasetrið í Sandgerði
2002 - Guðmundur Jens Knútsson
2003 - Áhöfnin á Happasæl KE fyrir björgunarafrek 2004 - Tómas J. Knútsson
2005 - Guðmundur Kristinn Jónsson / Kristín Kristjánsdóttir
2006 - Hjörleifur Már Jóhannsson / Bergþóra Ólöf Björnsdóttir
2007 - Erlingur Jónsson
2008 - Sigurður Wíum Árnason
2009 - Jóhann Rúnar Kristjánsson
2010 - Axel Jónsson
2011 - Guðmundur Stefán Gunnarsson
2012 - Nanna Bryndís Hilmarsdóttir / Brynjar Leifsson
2013 - Klemenz Sæmundsson
2014 - Fida Abu Libdeh 2015 - Sigvaldi Lárusson 2016 - Stopp hópurinn - hingað og ekki lengra 2017 - Elenora Rós Georgesdóttir 2018 - Guðmundur Ragnar Magnússon 2019 - Már Gunnarsson
- Sólborg Guðbrandsdóttir
- Björgunarsveitin
og komið hugmyndum þeirra á framfæri.
Hvernig líst þér á nýja félagið okkar, FKA Suðurnes? Mér finnst FKA Suðurnes frábært félag sem vettvangur samstarfs kvenna. Árið
í 9. bekk Akurskóla báru sigur úr býtum í stuttmyndasamkeppni grunnskóla Reykjanesbæjar í tengslum við lestrarupplifunina Skólaslit 2: Dauð viðvörun. Nemendum á unglingastigi
Nemendur
bauðst að taka þátt í keppninni og tóku þrír skólar þátt að þessu sinni en nemendur Akurskóla, Holtaskóla og Háaleitisskóla sendu inn stuttmyndir.
Rós Þor-
kelsdóttir, Julia Blasik og Thelma Lind Kolbeinsdóttir, úr 9. bekk Akurskóla, stóðu uppi sem sigurvegarar keppninnar með myndina Uppvakningar Reykjanesbæjar.
2021
og Slysavarnadeildin Þórkatla Guðný og Gunni, maður hennar, á góðri stund. Hver er Suðurnesjamaður ársins 2022? Björgunarsveitin Þorbjörn og Slysavarnadeildin Þórkatla hlutu nafnbótina fyrir árið 2021. Nú er komið að því að velja Suðurnesjamann ársins 2022. 10 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
2020
Þorbjörn
Hvað verður gert í Reykjanesbæ árið 2023?
Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2023 til og með ársins 2026 var
samþykkt á bæjarstjórnarfundi
þann 6. desember síðastliðinn og því ljóst hvaða verkefni við sem íbúar munum sjá raungerast á næsta ári og hvaða verkefni fara í undirbúning á næstu árum.
Við fögnum því að áætlunin gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu á A hluta að fjárhæð 233 m.kr. og jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 925 m.kr. í samstæðu A og B hluta á árinu 2023. Það er mjög mikilvægt í okkar huga að tryggja ábyrgan rekstur og ber þessi fjárhagsáætlun þess merki.
Það er mat okkar að gott samstarf sé á milli bæjarstjórnarinnar í heild sinni og er það mikill kostur þegar um stór verkefni í fjórða stærsta sveitarfélagi landsins er að ræða. Þegar verkefni næstu ára eru skipulögð liggur málefnasamningur meirihluta til grundvallar og teljum við að okkur miði vel áfram í því að ná þeim markmiðum sem þar eru sett fram.
Helstu áherslur og verkefni á árinu 2023 eru:
• Hvatagreiðslur vegna íþrótta og tómstunda fyrir 4–5 ára börn verða innleidd í fyrsta sinn. Nýr leikskóli verður byggður í Dalshverfi III og áætlað að taka á móti 50–60 börnum haustið 2023 og fleiri börnum á árinu 2024, en í heildina getur leikskólinn tekið á móti 120 börnum þegar hann verður fullbyggður.
• Framkvæmdir við sex deilda 120 barna leikskóla í Hlíðarhverfi hefjast af hálfu verktaka sem mun skila byggingunni til Reykjanesbæjar en áætlað er að leikskólinn opni árið 2024.
• Bygging íþróttamiðstöðvar við Stapaskóla verður kláruð með viðurkenndum keppnisvelli fyrir
íþróttir innanhúss ásamt sundlaug.
• Vinna heldur áfram við að koma Myllubakkaskóla í starfhæft ástand sem mun taka nokkur ár auk viðgerða á öðru skólahúsnæði, t.a.m. vegna rakaskemmda.
• Nýr vaktturn verður byggður í Sundmiðstöðinni til að auka öryggi sundlaugagesta.
• Unnið verður að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar í samvinnu við ríkið.
• Unnið verður að innleiðingu stafrænna lausna í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna, sem mun einfalda þjónustu við íbúa.
• Vinna við byggingu nýs 80 rýma hjúkrunarheimilis í samvinnu við ríkið heldur áfram.
• Lokið verður við mótun markaðsstefnu Reykjanesbæjar.
• Áframhaldandi innleiðing á umhverfis- og loftlagsstefnu Reykjanesbæjar.
• Áframhaldandi fræðsla og innleiðing á barnvænu sveitarfélagi í samstarfi við UNICEF.
• Heilsustígagerð heldur áfram og stígar kláraðir á Ásbrú.
• Fjármunir settir í endurbætur skólalóða.
• Lyfta sett í 88 húsið til að bæta aðgengi að húsinu.
• Aukinn kraftur í gróðursetningu trjáa og skógrækt sem liður í kolefnisjöfnun.
• Haldið verður áfram með uppbyggingu rafhleðslustöðva fyrir almenning til að styðja við orkuskipti í samgöngum.
• Samstarfssamningur verður gerður við Samtökin ‘78 um hinsegin fræðslu í skólum, íþróttafélögum og fleiri stofnunum bæjarins.
• Unnið verður að úrbótum í íþrótta- og tómstundastarfi í samræmi við niðurstöður starfshópa sem skilað verður á vormánuðum.
Þetta er ekki tæmandi listi og við hlökkum til að fylgja þessum verkefnum úr hlaði og fara strax að undirbúa jarðveginn fyrir þau sem á eftir koma.
Við óskum ykkur farsældar á komandi ári og þökkum fyrir samstarfið og öll uppbyggilegu samtölin sem við höfum átt við íbúa, starfsfólk Reykjanesbæjar og alla bæjarfulltrúa á vettvangi bæjarstjórnar á árinu sem er að líða.
Fyrir hönd meirihlutans, Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Valgerður Björk Pálsdóttir, bæjarfulltrúi.
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í REVÍU?
Leikfélag Keflavíkur óskar eftir þátttakendum, 18 ára og eldri (2005), til að taka þátt í næstu revíu
Kynningarfundur verður þriðjudaginn 3 janúar kl 18:00
Allir velkomnir! Hvort sem þið viljið leika eða taka þátt baksviðs.
Við hvetjum gamla sem og nýa meðlimi til að mæta
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR Í FRUMLEIKHÚSINU, VESTURBRAUT 17!
skil á aðseNdu eFNi Greinar og annað aðsent efni sem óskað er að birtist í Víkurfréttum þarf að hafa borist ritstjórn fyrir hádegi mánudags á netfangið vf@vf.is
Gleðilega hátíð og takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða
v Í kur F r É ttir á suður N es J u M // 11
Fimleikadeild Keflavíkur
Mögnuðjólasýning
Fjöldi fimleikasnillinga sýndu listir sínar á glæsilegri jólasýningu fimleikadeildar Keflavíkur í aðdraganda jóla. Alls voru um 350 iðkendur sem tóku þátt í sýningunum sem var sýnd þrisvar sinnum á einum degi – ávallt fyrir fullu húsi.
Sýningin var byggð á kvikmyndinni Elf og þótti einstaklega vel heppnuð en jólasýningin sneri nú aftur eftir tveggja ára hlé. Á sýningunni var val á fimleikafólki ársins 2022 tilkynnt og er Heiðar Geir Hallsson fimleikamaður ársins 2022, hann byrjaði að æfa áhaldafimleika 2014 og náði langt þar en skipti svo yfir í hópfimleika janúar 2022. Heiðar var valinn í drengjalandsliðið í hópfimleikum sem fór til Lúxemborarg í september og keppti þar á Evrópumeisataramótinu í hópfimleikum fyrir Íslands hönd.
Fimleikakona ársins 2022 er Katrín Hólm Gísladóttir, hún er uppalin Keflvíkingur og hefur æft fimleika frá unga aldri. Hún var lykilkona með hópnum sínum á mótum á árinu. Í sumar var Katrín valin í æfingarhóp Íslenska stúlknaliðsins í hópfimleikum.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, fór á sýninguna og smellti af meðfylgjandi myndum. Heiðar Geir og Katrín Hólm, fimleikafólk ársins. Mynd af Facebook-síðu fimleikadeildarinnar
12 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
FRÁBÆRU FLUGELDANA FÆRÐU HJÁ OKKUR! KEFLVÍKINGAR! STYÐJUM OKKAR LIÐ ÁFRAM KEFLAVÍK! K-HÚSIÐ HRINGBRAUT 108 KEFLAVÍK OPIÐ: 29. des. 13–22 30. des. 13–22 31. des. 10–16
Keflavíkurmær leikur, syngur og dansar í Chicago
Elma Rún Kristinsdóttir er 22 ára listakona, dansari og danshöfundur frá Keflavík. Elma hóf að æfa dans aðeins níu ára gömul en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Árið 2022 hefur verið viðburðaríkt hjá henni en hún átti meðal annars stóran þátt í góðum árangri Team DansKompaní á heimsmeistaramótinu í dansi og er nú í fullum undirbúningi fyrir sýningar á söngleiknum Chicago í uppsetningu Leikfélags Akureyrar.
Hvernig er árið þitt búið að líta út? Þetta er búið að vera stórt ár hjá þér með mörgum persónulegum sigrum ... „Fyrstu mánuði ársins var ég meira og minna í DansKompaní að kenna og æfa á fullu. Ég tók þátt í forkeppni og úrslitakeppni Dance World Cup með Team DansKompaní með góðum árangri. Í byrjun sumars landaði ég hlutverki hjá Leikfélagi Akureyrar í söngleiknum Chicago og í sömu viku og ég komst að því fékk ég pláss í mjög flottu dansprógrammi í skóla í New York. Þá kom að ákvörðunartöku, hvort verkefnið átti ég að velja? Ég ákvað að kýla á Chicago enda draumur að vinna í leikhúsi. Ég kíkti þó til New York í sex vikur áður en æfingar á Chicago hófust í haust. Þar naut ég þess að fara oft og mikið í leikhús og í marga tugi flottra danstíma. Ég varði svo nóvember meira og minna á Akureyri við æfingar á Chicago en kom suður í desember og var þá á fullu í DansKompaní að semja keppnisatriði fyrir Dance World Cup-forkeppnina sem verður 2023. Við erum komin vel á veg með atriðin mín og það verður mjög spennandi að sjá þau á stóra sviði Borgarleikhússins í febrúar.“
Team DansKompaní náði góðum árangri á heimsmeistaramótinu í dansi sem fór fram í San Sebastian í sumar og kom Elma að þrettán atriðum á mótinu, hún var danshöfundur níu þeirra, dansaði í þremur og samdi og dansaði í einu.
Hvað finnst þér um þetta góða gengi DansKompaní á heimsmeistaramótinu?
„Árangur liðsins í úrslitakeppninni var algjörlega framar öllum mínum vonum. Team DansKompaní átti níu atriði sem lentu í topp tíu í sínum flokki sem er sturlað góð frammistaða. Þar af var eitt atriði sem ég var danshöfundur að sem landaði gulli og annað sem landaði silfri, alveg ruglaður árangur sem ég er mjög stolt af.“
Með fleiri en eitt hlutverk í Chicago
Elma fer með hlutverk Maddý, sem og nokkur smærri hlutverk, í sýningunni Chicago.
Nú styttist óðfluga í sýningar, hvernig leggst það í þig? „Það leggst bara nokkuð vel í mig. Það verður ágætis törn núna í janúar fram að frumsýningu og svo taka sýningar við. Svona törn er krefjandi en á sama tíma skemmtileg og gefandi en ég er að dansa, leika og syngja í sýningunni. Ferlið er búið að vera allskonar; lærdómsríkt, gefandi og krefjandi. Sýningin er smátt og smátt að smella saman og ég er mjög spennt að klára að móta heildarútkomuna í janúar og opna dyrnar fyrir gestum.“
Hverju ertu stoltust af á árinu sem er að líða? „Ég hugsa að ég sé stoltust af því hvað ég hef verið dugleg að fylgja því eftir sem mig langar að gera. Bæði hef ég verið dugleg að ferðast ein og í frábærum félagsskap.
Ég hef líka reynt að passa að taka bara að mér verkefni sem ég hef gaman af og ástríðu fyrir að sinna.“
Ertu með einhver áramótaheit eða markmið fyrir næsta ár? „Ég er hvorki dugleg að strengja áramótaheit né setja mér markmið en ég reyni að vera dugleg að hreyfa mig og verja tíma með skemmtilegu fólki sem fyllir mig gleði og þakklæti.“
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hvað langar þig að gera? „Stefnan í framtíðinni er að halda áfram að skapa. Mig langar til þess að semja meira og draumurinn er að vera danshöfundur í atvinnuleikhúsi, helst barnasýningu. Annars finnst mér líka gaman að koma fram sjálf og er spennt að sjá hvað ég mun gera á því sviði á næstunni. Eins þykir mér ofsalega vænt um DansKompaní og held að ég muni alltaf vera með annan fótinn þar.“
Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma@vf.is
Frá æfingalestri fyrir Chicago. þess að fara
Auk
með hlutverk Maddý í söngleiknum Chicago bregður Elma sér í fleiri hlutverk.
Svipmyndir frá Dance Word Cup.
14 // v Í kur F r É ttir á suður N es J u M
Elma brá sér til New York þar sem hún kíkti í leikhús og sótti danstíma.
Glæsileg inniaðstaða Golfklúbbs Suðurnesja
– Tveir golfhermar, níu holu púttflöt og aðstaða til að æfa sveifluna.
Golfklúbbur Suðurnesja hélt opið hús um miðjan desembermánuð í nýlegri inniaðstöðu klúbbsins sem er í gömlu slökkvistöðinni að Hringbraut 125 í Reykjanesbæ. Gestum og gangandi bauðst þá að þiggja kaffi og smákökur auk þess stóð þeim til boða að prófa aðstöðuna og fá kennslu á golfhermana.
Vel var mætt á opna húsið þótt undirbúningur jóla hafi verið í algleymingi hjá flestum. Um fimmtíu manns kynntu sér það sem í boði var og þá gátu gestir tekið þátt í púttmóti og unnið tíma í golfhermunum. Þorsteinn Geirharðsson og hans fjölskylda stóðu uppi sem sigurvegarar eftir daginn.
Sveinn Björnsson, formaður GS, var ánægður með daginn og sagði að almenn ánægja hafi verið meðal fólks með aðstöðuna sem í boði er. „Við munum opna aðstöðuna í byrjun nýs árs og hún verður meira og minna opin í sjálfsafgreiðslu,“ sagði Sveinn. „Það verður opið fyrir bókanir á heimasíðu klúbbsins (gs.is) og svo fær fólk sendan kóða til að
komast
Skömmu fyrir jól hélt glímudeild Njarðvíkur júdómót fyrir alla aldursflokka. Í yngsta flokkum voru allir sigurvegarar enda stóðu allir sig ótrúlega vel. Öll börnin voru leyst út með gjöfum og verðlaunaskjölum þar sem verðlaunað var fyrir átta gildi deildarinnar, þ.e. hugrekki, hjálpsemi, hæversku, sjálfsstórn, vinskap, heiðarleika, kurteisi og virðingu.
Í opnum flokki unglinga sigraði Jóhannes Reykdal Pálsson, í öðru sæti jafnir að stigum urðu Keeghan Freyr Kristinsson, Helgi Þór Guðmundsson og Magnús Alexander Einarsson. Allar viðureignirnar í flokknum voru geysispennandi og jafnar. Jóhannes var sá eini sem sigraði allar viðureignir en hann þurfti að hafa mikið fyrir þeim.
Í lok mótsins voru veittar viðurkenningar fyrir afrek ársins.
Brasilian Jiu Jitsu-kona ársins var Anna Soffía Víkingsdóttir.
Brazilian Jiu Jitsu-maður ársins var Guðmundur Sigurfinnson.
Efnilegasta Jiu Jitsu-manneskja deildarinnar var Rinesa Sopi.
Heimsmeistarinn Heiðrún Fjóla Reykdal Pálsdóttir hlaut titilinn glímukona ársins og bróðir hennar, Jóhannes Reykdal Pálsson, var svo kjörinn glímumaður ársins en systkinin voru einnig valin júdókona og júdómaður ársins. Lena Andrejnko var valin efnilegasta glímukona ársins og Mariam Badawy efnilegasta júdókonan.
ÍÞRÓTTIR
Jóhann Páll Kristbjörnsson
fer að stelast í hermana eða eitthvað slíkt, þá fær það sektir fyrir – en við treystum fólki og búumst ekki við að til þess komi.“
– En getur hver sem er bókað sig á vefnum, líka þeir sem eru ekki meðlimir í GS?
„Já, við viljum að sem flestir geti nýtt sér aðstöðuna og t.d. geta PGAgolfkennarar fengið að leigja tíma í hermana ef þeir svo kjósa. Þetta er unnið í samvinnu við hann Sigurpál [Geir Sveinsson], íþróttastjórann okkar, en hann heldur utan um það sem fer fram þarna.“
Sigurpáll Geir Sveinsson, íþróttastjóri GS, var með sýnikennslu á golfhermunum á opna húsinu og leyfði fólki að prófa. Hann útskýrði hvernig tækin virkuðu í grunninn og hvaða möguleikar væru í boði fyrir kylfinga til að nýta sér hermana við æfingar.
Sigurpáll segir að stefnan sé að hafa opið hús flesta daga vikunnar. „Þegar ég tala um opið hús þá meina ég að allir geta bókað tíma í herma eða æfingaaðstöðuna okkar. Við erum með tvo golfherma, í golfhermi eitt eru sérstakir boltar notaðir en í golfhermi tvö geta kylfingar notað sína eigin bolta og verðið er 4.000 krónur á klukkutímann fyrir félaga í GS en 5.500 krónur fyrir aðra,“ sagði Sigurpáll og bætti við að í aðstöðunni væri nýbúið að leggja nýjustu
gerð af púttteppi með níu holum. Þá væri aðstaða fyrir þrjá til að slá í net og að auki væri kaffiaðstaða og píluspjald. „Við munum setja í loftið á gs.is strax eftir áramót tilkynningu um opnun aðstöðunnar,“ sagði hann að lokum.
inn í aðstöðuna. Við höfum svo myndavélakerfi á staðnum sem tekur upp það sem fer fram og ef fólk er að misnota aðstöðuna, t.d. ef það
Gestir á opnu húsi fengu að prófa golfhermana. Á innfelldu myndinni er Sigurpáll, íþróttastjóri GS, að útskýra hvernig er hægt að lesa út úr þeim upplýsingum sem hermarnir veita kylfingum.
Margir reyndu fyrir sér á glænýrri púttflötinni.
VF-myndir: JPK
Systkinin Heiðrún Fjóla og Jóhannes Reykdal Pálsbörn.
Það lá vel á formanni GS, Sveini Björnssyni, þegar opið hús var haldið.
Úrslit jólamóts Sleipnis og afreksmanneskjur heiðraðar Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Alþjóðateymi Reykjanesbæjar - Málstjóri Garðasel - Aðstoðarmatráður Tjarnarsel - Leikskólakennari Velferðarsvið - Deildarstjóri í heima- og stuðningsþjónustu Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Glæsileg tilþrif sáust á dýnunni. Ekkert gefið
sport
johann@vf.is
eftir.
Arnór Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju, handabrotnaði aðeins þremur dögum fyrir jól og hafði það áhrif á messuhald kirkjunnar um hátíðirnar. Aftansöngur á aðfangadag féll niður en helgistund fyrir börnin, miðnæturmessa og jóladagsmessan voru á sínum stað. Þá mun gamlársdagsmessan falla niður.
Óhappið átti sér stað á miðvikudeginum fyrir jól, aðeins þremur dögum fyrir aðfangadag þegar Arnór var að spila fótbolta en hann fékk fótboltann í hendina með þeim afleiðingum að hann hand-
abrotnaði. Arnór segist svekktur að hafa ekki getað tekið þátt í messuhaldi þessi jólin en er vongóður að geti komið tvíefldur til baka þegar ferlið sem fylgir brotinu klárast.
„Að spila í messum yfir hátíð-
Handarbrot Arnórs organista raskar messuhaldi Óvenjulegur desembermánuður fyrir verslanir í Reykjanesbæ
Jólaverslunin gekk vel að sögn eigenda verslana á Hafnargötunni í Reykjanesbæ. Lokun götunnar vegna tökudaga á þáttaröðinni True Detective í byrjun desember hafði þó áhrif og þá hefur hluti jólaverslunar færst yfir í nóvember. Óveður skömmu fyrir jól setti einnig strik í reikninginn, svo mikið hjá stærri verslunum, eins og Nettó, að hillur tæmdust.
Fjóla Þorkelsdóttir, gullsmiður og eigandi Fjólu, lýsir desember svona: „Þessi mánuður var smá rússíbani sem endaði vel en ég var ánægð með jólaverslunina.“
Þær Steinunn Ýr Þorsteinsdóttir, einn af eigendum Skóbúðarinnar, og Hildur Kristjánsdóttir, ein af eigendum Kóda, taka undir með henni. „Við fengum svakalegt veður stuttu fyrir jól, það setti stórt strik í þetta hjá okkur í ár en síðustu dagarnir fyrir jól voru mjög góðir, ótrúlega gaman og fínt að gera,“ segir Hildur.
Steinunn segir jólatörnina hafa verið nokkuð góða og að hún hafi verið svipuð og undanfarin ár. Hildur hins vegar segir jólatörnina vera breytta frá því hvernig hún var hér áður fyrr. „Jólatörnin er orðin róleg, eða öllu heldur breytt. Fólk er farið að nýta sér afsláttardagana sem eru
nokkrum vikum fyrir. Þannig að jólatraffíkin er orðin breytt og rólegri,“ segir Hildur.
Aðspurðar hvað hafi verið vinsælast í jólapakkann segir Fjóla það hafa verið skartgripi og þær Hildur og Steinunn segja hlý föt og vettlinga hafa endað undir trénu hjá mörgum.
Umfram allt ríkir þakklæti meðal eigenda verslana í Reykjanesbæ, fyrst og fremst fyrir velvild bæjarbúa. „Ég er stolt af bænum mínum, mér finnst alltaf vel tekið í það þegar búðirnar ákveða að vera með eitthvað skemmtilegt eins og kósýkvöld eða eitthvað slíkt þá eru bæjarbúar duglegir að mæta og það er rosalega mikilvægt. Það skiptir máli að vera með samstöðu þegar kemur að verslunum bæjarins,“ segir Hildur.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa, segir að þetta hafi verið góð en krefjandi jól. „Síðustu helgina kyngdi niður snjó sem setti flutningakerfi um allt land úr skorðum og þrýsti jólasölunni á færri daga en við vonuðumst. Allir sem vettlingi gátu valdið tóku aukavaktir, keyrðu út heimsendingar, tóku á móti vörum, fylltu á en önnur verk sem þurfti að sinna sátu á hakanum. Á endanum gekk þó allt upp að lokum og allir enduðu í jólaskapi.“
Er ekki bara best að ... ljúka við Reykjanesbrautina?
Það þykir við hæfi þegar að áramót nálgast að líta til baka yfir árið um leið og maður strengir heit um bæta úr því sem betur má fara á nýju ári. Þetta var í raun frekar undarlegt ár, með atburðum sem fæstir áttu von á, það var rifist um allskonar, sumir sögðu sitt ... og aðrir eitthvað allt annað, svo flaug þetta allt saman í burtu og nýtt tók við. Það er einmitt á svona stundu sem þjóðareinkennið tekur við, maður man fátt af því sem gerðist árinu. Skammtímaminnið nær bara til síðasta fréttatíma og komin tími til að rifja upp hvað það var sem raunverulega gerðist.
Þetta var árið þar sem Covid var sett til hliðar, kominn tími til að hefja það sem við köllum eðlilegt líf. Við máttum loksins hitta fjölskylduna á ný, taka utan um og jafnvel kyssa þá sem okkur þykir vænt um. Pútín hóf hræðilegt innrásarstríð í Úkraínu, með ómældum hörmungum fyrir þá sem þar búa. Drottningin dó í Bretlandi, eldgos hófst aftur í Fagradalsfjalli, það kom vont veður í Keflavík og það er eiginlega það sem þessi síðustu lokaorð ársins munu fjalla um.
Netverjar vöknuðu upp við vondan draum að morgni laugardags, það hafði snjóað um nóttina eins og oft gerist í desember. Það er óhætt að segja að menn hafi verið nokkuð misjafnt stemmdir, sumir fögnuðu en aðrir kveinkuðu hástöfum yfir að ekki væri búið að ryðja allar húsagötur – og klukkan varla orðin átta. Þetta átti eftir að versna, það kom meiri snjór og meiri vindur, eins og líka gerist oft í desember.
Að endingu varð að loka Reykjanesbraut og farið var að fella flug niður. Flugstöðin fylltist af fólki sem annað hvort var að koma eða fara. Af fréttum að dæma húktu ferðamenn þar við þröngan kost og hinar verstu aðstæður. Um tíma var tekið upp áætlunarflug til Reykjavíkur. Þetta var ekki gott fyrir orðstír Íslands sem ferðamannaland og gatnakerfið. Þegar að upp var staðið og vindur var tekinn að hægjast kom í ljós að Vegagerðin var með flestallt í skrúf-
Mundi
unni þegar kom að björgum. Það hafði gerst sem átti ekki að gerast. Flug lá niðri í tvo daga, að sögn Isavia ekki vegna þess að ekki var hægt að fljúga heldur vegna þess að ekki var hægt að komast að flugstöðinni.
Ráðherrra innviða og vegagerðar í landinu sté keikur fram og sagðist tryggja að að slíkt gerðist ekki aftur. Forsætisráðherra sem hafði verið veðurteppt í útlöndum var sama sinnis. Völd ráðherra virtust orðin meiri en skrifað er í gömlu stjórnarskrána – og ljósara en áður að endurnýjunar er þörf. Þeir ráða nú yfir veðri og vindum og veðurstofan óþörf. Kannski var það nú ekki alveg þannig sem þau voru að meina þetta, heldur frekar að nú yrði ráðist í þær nauðsynlegu aðgerðir sem kallað hafði verið eftir af heimamönnum í áratugi. Kaupa alvöru snjóblásara sem réði við verkefnið og fjölga tækjum þannig að hægt væri að ryðja úr báðum áttum þegar að slík ósköp dyndu yfir næst.
Það var örugglega bara gott til lengri tíma litið að Reykjanesbrautin lokaðist. Augu ráðamanna virðast vera að opnast fyrir mikilvægi brautarinnar og hver áhrifin geta verið lokist hún. Til þess að hún lokist ekki þarf að ráðast í aðgerðir á báðum endum hennar, ljúka tvöfölduninni og byggja upp endakaflann fyrir ofan Keflavík, þannig að hægt sé að ryðja hann vel og örugglega. Ég held að þeir ráðherrar sem tjáð hafa sig um þetta mál hljóti að hafa meint einmitt þetta. Er ekki bara best að ljúka við Reykjanesbrautina, þannig að hún verði ekki framar sá veiki hlekkur sem slítur keðjuna þegar kemur að orðspori Íslands sem ferðamannalands og öryggi íbúa á Suðurnesjum? Það held ég væri verðugt verkefni til að takast á við á nýju ári, svo forsætisráðherra og innviðaráðherra geti staðið við orð sín um að slíkt gerist ekki aftur.
Ég óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir hið liðna.
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári.
Arnór! Tíu fingur upp til guðs að þú getir ekki spilað?
LOKA ORÐ
HANNESAR FRIÐRIKSSONAR
óvenjuleg jól í fyrra útaf Covid og loksins núna áttum við að geta gert þetta af fullum krafti en svo gerist þetta óhapp. Ég vona að þetta muni ekki hafa áhrif á mína vinnu eftir allt ferlið. Þó ég verði frá í sirka tvo, þrjá mánuði þá vil ég geta unnið við þetta næstu tuttugu, þrjátíu árin.“
irnar er eitthvað sem ég hef gert síðustu 26 ár og það er stór partur af jólunum hjá mér. Ég var farinn að hlakka svo mikið til því það voru
Arnór með gifsið góða við orgelið. VF-mynd: Thelma Hrund
Það var jólastemmning í Zolo og í Sport 24 á Þorláksmessu.
Jólasveinar komu með rútunni Rúdolf.
Fjömargir kíktu í miðbæinn og verslunarfólk stóð vaktina.