Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Fimmtudagur 28. desember 2023 // 48. tbl. // 44. árg.
Sjónarspil Það var mikið sjónarspil þegar eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni norðan Grindavíkur að kvöldi mánudagsins 18. desember síðastliðinn. Upphaf eldgossins var gríðarmikið og það langstærsta af þeim fjórum eldgosum sem nú hafa orðið á Reykjanesskaga frá 19. mars 2021. Gossprungan varð fljótlega um 3.800 metra löng og eldsúlurnar náðu hátt til himins. Meðfylgjandi ljósmynd tók ljósmyndarinn Halldór Jónsson úr flygildi yfir byggðinni í Innri-Njarðvík fljótlega eftir að eldgosið braust út. Nánar er fjallað um eldgosið á síðu 4 í Víkurfréttum í dag.
Héldu hátíðleg jól í Grindavík
Síða 8
Allt öðruvísi en heima Körfuboltaævintýri á Tenerife
Síða 12
HVER ER MAÐUR ÁRSINS 2023 Á SUÐURNESJUM? Víkurfréttir hafa staðið fyrir vali Suðurnesjamanni ársins allt frá árinu 1990. Á síðasta ári var það Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur í Reykjanesapóteki, sem hlaut nafnbótina. Nú er komið að vali Suðurnesjamanns árins 2023. Ábendingum um verðuga einstaklinga til að hljóta nafnbótina „Suðurnesjamaður ársins 2023“ má senda á tölvupóstfangið vf@vf.is. Á vef Víkurfrétta, vf.is, má sjá lista yfir menn ársins á Suðurnesjum frá 1990 til 2022.
Síða 14
Oftar en ekki gleðilegt ár
Starfsfólk Allt Fasteignasölu óskar ykkur velfarnaðar á nýju ári og þakkar viðskiptin á árinu 2023.
16 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM