Víkurfréttir 48. tbl. 45. árg.

Page 1


Leikskóladeild úr elsta leikskóla

flytur í fyrsta

steinsteypta

Á dögunum opnaði ný deild leikskólans Tjarnarsels, Tjarnarlundur, í sögufræga húsinu að Skólavegi 1 í Keflavík. Um er að ræða aldursblandaða deild fyrir 25 börn, sem starfar sem útibú frá Tjarnarseli. Þetta markar spennandi nýjan kafla í sögu hússins, sem byggt var árið 1911 sem barnaskóli og er elsta steinhús Keflavíkur. Nú þjónar það yngsta skólastiginu í bænum og hefur fengið glænýtt hlutverk með yfirgripsmiklum endurbótum, segir í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar.

HREINSUM

RIMLAGARDÍNUR OG

MYRKVUNARGARDÍNUR

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Saga hússins er merkileg, en það var reist árin 1910-1911 og markaði tímamót sem fyrsta steinsteypta húsið í Keflavík. Árið 1908 hófst vinnan við að reisa nýtt skólahús en í enda árs voru framkvæmdirnar stöðvaðar vegna kreppu og hófust ekki á ný fyrr en árið 1910. Kostnaðaráætlun fyrir steinsteypt skólahús hljóðaði upp á 9.350 kr. en timburhús kostaði 9.200 kr. Kosið var um tillögurnar, og var samþykkt með 60 atkvæðum gegn einu að reisa fyrsta steinsteypta húsið í bænum og er þetta hús því talið marka upphaf steinsteypualdarinnar í bænum. Húsið hefur alla tíð þjónað sem miðpunktur skólastarfs, þótt það hafi einnig verið tillaga árið 1989 að breyta því í Ráðhús Keflavíkur.

Endurbæturnar á húsinu voru unnar af mikilli vandvirkni, og gamli barnaskólinn fær nú að njóta sín sem nútímalegt skólarými með hlýlegum sögulegum blæ. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari sem hannaði upphaflega bygginguna, hefði án efa verið stoltur af nýju lífi sem húsinu hefur verið gefið. Arkitekt breytinganna, Jón Stefán Einarsson, lagði mikla alúð við að viðhalda sögulegum einkennum hússins og skapa um leið heillandi og praktískt umhverfi fyrir börn og starfsfólk.

„Það er óhætt að segja að endurgerð hússins hafi tekist með afbrigðum vel. Gamli barnaskólinn er elsta steinhús bæjarins, frá árinu 1911 og erum við himinlifandi yfir því að þetta fallega hús sé farið að þjóna skólastarfi á nýjan leik,“ segir Helgi Arnarson, sviðsstjóri menntasviðs.

Betra starfsumhverfi fyrir leikskólann

hús bæjarins

ÓSKUM SUÐURNESJABÚUM

GLEÐILEGRA JÓLA OG

FARSÆLS NÝS ÁRS

ÞÖKKUM SAMFYLGDINA Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA

Opnun Tjarnarlundar hefur mjög jákvæð áhrif á starfsemi Tjarnarsels. „Kennarar fá nú undirbúningsaðstöðu og fundarherbergi á efri hæð hússins, á meðan sérkennslan á Tjarnargötunni hefur flutt í nýtt rými sem uppfyllir nútímakröfur. Þetta bætir bæði vinnuumhverfi starfsfólks og aðstöðu fyrir börn, sem er kærkomin viðbót við þennan elsta leikskóla bæjarins, sem er nú þegar vel á sextugsaldri,“ segja Árdís Hrönn Jónsdóttir, leikskólastjóri Tjarnarsels, og Ingibjörg Sif Stefánsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri. Gleðidagar þegar deildin flutti Þótt deildin hafi formlega opnað þann 28. nóvember, hófst starfsemi hennar í ágúst í bráðabirgðaaðstöðu í Keili á Ásbrú. Það voru því miklir gleðidagar þegar börn og kennarar Tjarnarlundar fluttu með allt sitt í þetta sögulega hús á Skólaveginum. Endurbæturnar eru gleðiefni fyrir alla bæjarbúa og styrkja menntunarog menningarlíf Reykjanesbæjar enn frekar.

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð!

Móna Lísa fær

n Fannst á verkstæði á Fitjum eftir tæp sjö ár

„Ég var búin að fá fullt af símhringingum vegna týndra katta en aldrei var það Móna Lísa. Við vorum búin að kveðja hana í huganum og því var símtalið frá Villiköttum um daginn mjög ánægjulegt,“ segir Margrét Eðvaldsdóttir, „amma“ læðunnar Mónu Lísu. Hún hafði verið týnd og tröllum gefin síðan í janúar 2017. Búið var að losa sig við allt sem tengdist læðunni svo það voru miklir fagnaðarfundir þegar Móna Lísa kom í leitirnar í nóvember.

Það var dóttir Margrétar, Elín Guðrún, sem eignaðist læðuna þegar hún var ungur kettlingur árið 2007.

„Elín Guðrún flutti erlendis árið 2010 svo við tókum við henni og hún var inni á heimilinu alveg fram í janúar 2017 þegar hún gufaði allt í einu upp. Við auglýstum eftir henni á Víkurfréttum, á samfélagsmiðlum og höfðum líka samband við Kattholt þar sem hún er örmerkt. Við leituðum út um allt, fengum margar hringingar, m.a. frá Grindavík en allt kom fyrir ekki, aldrei var það Móna Lísa okkar. Við vorum búin að afskrifa hana, það var mjög kalt á þessum tíma sem hún hvarf og við vorum hrædd um að hún hefði orðið úti. Við vorum búin að losa okkur við allt sem fylgdi henni, kisuklósettið, búrið og bara allt saman. Þau sem eru með dýraverndunarfélagið Villiketti eru að gera ofboðslega góða hluti. Þau fréttu af ketti í gámi við verkstæði á Fitjum og ég fékk símhringingu seint að kvöldi í nóvember. Ég var spurð hvort ég eigi ekki kött sem heitir Móna Lísa. Mér hálfbrá og svaraði að ég hefði átt kött með því nafni en þá var mér sagt að nei, hún væri sprelllifandi og biði þess að komast heim og kona frá Villiköttum kom með hana til okkar. Hvernig henni tókst að lifa í öll þessi ár er önnur saga, einhver góðviljaður hefur gefið henni að borða og þegar ég fór með hana til dýralæknis til að fá ormalyf og athuga með ástandið á henni, sagði dýralæknirinn að hún hafi verið vel á sig komin, einhver hlyti að vera búinn að hugsa um hana allan þennan tíma. Hún var pínu tætt og úfin þegar hún fannst, frekar vör um sig. Mér fannst eins og hún sæi ekki eins vel en hægt og bítandi hefur hún komið til baka

og við erum farin að kannast við hana eins og hún var.“ Þurrmatur en fær túnfisk í jólamatinn

Margrét segir að Móna Lísa taki lokasprettinn í sínu lífi hjá þeim hjónum en kettir lifa venjulega ekki lengur en ca. tuttugu ár. Miðað við það á læðan u.þ.b. þrjú ár eftir í þessu lífi. Spurning hvar hún er með sín níu líf.

„Elín er með tvo ketti, hund og tvö börn og það er alveg nóg fyrir hana. Þess vegna mun Móna Lísa vera hjá okkur og hún virðist vera ánægð með að vera komin heim. Ég var fyrst smeyk við að hleypa henni út en nú er hún farin að taka rölt í kringum húsið þegar veðrið er gott og kemur aftur inn, hún var vön að vera mikið úti. Hún er farin að gera sömu hluti og hún var vön, hún er farin að vekja mig á morgnana en það tók hana aðeins lengri tíma að taka mig í sátt en aðra fjölskyldumeðlimi. Í dag erum við orðnar bestu vinkonur. Yngsti sonur okkar býr hjá okkur og Móna Lísa stökk beint upp í fangið á honum og eins á manninum mínum. Yngsta barnabarnið er sömuleiðis mjög vinsæl hjá Mónu, það er bara yndislegt að hún skuli vera komin til baka. Við verðum að passa okkur á hvað við gefum henni að borða, hún hefur verið að fá blautmat en er farin að geta borðað þurrmat. Á sínum tíma fékk hún bara kattarmat, við vorum ekki að gefa henni fisk eða annað slíkt því það fór illa í feldinn á henni en á jólunum ætla ég að opna túnfiskdós og gefa henni. Henni finnst túnfiskur afskaplega góður,“ sagði Margrét að lokum.

FULL BÚÐ AF NÝRRI OG SPENNANDI GJAFAVÖRU

JÓLAOPNUNARTÍMI

Í REYKJANESBÆ

Laugd. 21.des. - 11 - 18

Sunnud 22 des - 11 - 18

Þorláksmessa - 11 - 22

Aðfangadagur - 10 - 12

Í GARÐABÆ

Laugd. 21.des. - 11 - 16

Sunnud 22 des - Lokað

Þorláksmessa - 11 - 18

Aðfangadagur - lokað

finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is

Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín?

Sendu okkur línu á vf@vf.is

Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum

Rétturinn

Ljú engur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virk a daga

AFLAFRÉTTIR

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Náttúran svaraði kalli margra, í það minnsta núna, að fá smá snjó og sem vonandi helst fram yfir jólahátíðina og þannig að við fáum hvít jól.

Annars þá gaf nú ekki mikið á sjóinn frá því síðasti pistill var skrifaður, en það lægði þó undir rest og nokkrir bátar komust á sjóinn og reyndar þegar þessi pistill er skrifaður þá er töluverður fjöldi báta á sjó frá Sandgerði og Keflavík.

Línubátarnir sem eru að landa hérna hafa veitt ágætlega þó veður hafi ekki beint hjálpað til með sjósókn. Ef við horfum á bátana sem hafa landað hérna, þá er Fjölnir GK með 51,7 tonn í sjö róðrum, öllu landað í Sandgerði nema 14,5 tonnum sem landað var í Grindavík. Margrét GK er með 45,9 tonn í fimm róðrum og mest 10,3 tonn, öllu landað í Sandgerði. Óli á Stað GK 62,4 tonn í átta róðrum og mest 9,3 tonn, öllu landað í Sandgerði nema 7,4 tonnum sem landað var í Grindavík í byrjun desember. Dúddi Gísla GK 40 tonn í sex róðrum og mest 9,1 tonn, öllu landað í Sandgerði, og Hulda GK , 4,3 tonn í tveimur róðrum.

Einhamarsbátarnir eru ennþá fyrir austan, og hefur Vésteini GK gengið ansi vel, kominn með 111 ton í tíu róðrum og mest 17,4 tonn í róðri. Auður Vésteins SU 79 tonn í átta og Gísli Súrsson GK 29 tonn í fjórum. Enginn af þessum bátum er kominn suður og eru bátarnir allir að landa á Stöðvarfirði og Hornafirði. Veðuraðstæður hafa verið erfiðar fyrir fiskflutninga núna í desember, og þá aðalega útaf gríðarlega mikilli hálku, flughálku sem hefur verið á vegum fyrir austan, en þetta er töluverður akstur með fiskinn til Grindavíkur.

Á síðasta vetri kom Auður Vésteins SU að austan snemma í desember 2023 og fór þá beint til Ólafsvíkur, en kom síðan í mars 2024 til Sandgerðis og réri þaðan og frá Grindavík fram í enda apríl þegar að báturinn fór aftur austur.

Vésteinn GK kom mun seinna suður, hann kom fyrst til Sandgerðis snemma í febrúar á þessu ári. Vésteinn GK var ansi lengi síðan í Grindavík en báturinn réri þar fram í júní og fór þá austur.

Gísli Súrsson GK kom á sama tíma og Auður Vésteins SU að austan, snemma í desember 2023 og fór þá beint til Ólafsvíkur. Kom á Suðurnesin um miðjan mars og var í Grindavík fram í miðjan maí þegar að báturinn fór aftur austur. Þórkatla er nafn á bátum sem hafa róið frá Grindavík í hátt í 65 ár. Fyrst var það Hraðfrystihús Þórkötlustaða í Grindavík sem gerði út báta sem hétu Þórkatla GK 97 og Þórkatla II GK 197. Stakkavík ehf. í Grindavík hefur notað þetta nafn á báta sína og þar á meðal bát sem Stakkavík ehf eignaðist árið 2005 sem var 15 tonna yfirbyggður plastbátur með beitningavél sem hét Þórkatla GK 9. Núna hefur enn einn báturinn bæst í þennan hóp með þessu nafni, því að Stakkavík ehf. hefur átt undanfarin ár stálbát sem heitir Rán 91. Fyrirtækið hefur átt

þennan bát í töluvert langan tíma eða síðan árið 2006 og útgerðarmynstur bátsins hefur verið vægast sagt töluvert öðruvísi en allra hinna bátana sem Stakkavík ehf á. Flestir bátanna hafa einungis stundað veiðar með línu en báturinn Rán GK hefur verið á línu, færum, netum, grásleppunetum og skötuselsnetum. Núna hefur þessi bátur fengið nafnið Þórkatla GK 4. Báturinn hefur ekki hafið róðra en hann er útbúinn til veiða með netum.

Annars er þetta síðasti pistilinn fyrir jólin og vil ég óska ykkur lesendur góðir gleðilegra jóla og vonandi eigið þið góðan tíma saman með ástvinum ykkar og fjölskyldum.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum

Þú veist hvar þú færð fallegu gjöfina
Gleðilega hátíð

Hádegisgrill hjá Securitas á aðventunni

Securitas í Reykjanesbæ hefur haft það til siðs á aðventunni undanfarin ár að bjóða starfsmönnum fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við Securitas í hádegisgrill á föstudegi. Grillvagn mætir á svæðið og pílurnar teknar fram. Meðfylgjandi myndir voru teknar í hádegisgrillinu á dögunum þar sem öll fóru södd út í daginn eftir líflegt hádegi.

Gleðilega hátíð

Við færum þér og þínum hlýjar hátíðarkveðjur með ósk um farsæld á nýju ári

HJÁ KEF SPA

LISTINA AÐ NJÓTA

Gefðu þér og þínum ógleymanlega upplifun um hátíðarnar

Bókaðu slökun og dekur yfir hátíðarnar

Listin að njóta

Kynntu þér glæsilegt úrval gjafabréfa á tilboði á kef.is

Vatnsnesvegur 12-14 / 230 Keflavík / 420 7000 / Móttaka er opin allan sólarhringinn

Fimmtungs íbúafjölgun í Vogum

á Vatnsleysuströnd frá ársbyrjun 2024

n „Viðlíka vöxtur á sér vart fordæmi,“ segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri

bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum síðasta föstudag fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun 2026-2028. samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða a- og b-hluta verði jákvæð um 98 milljónir króna og veltufé frá rekstri 258 milljónir króna, eða sem nemur 9,8% af áætluðum heildartekjum ársins. Þetta kemur fram í frétt frá sveitarfélaginu.

Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri, segir að við vinnu við gerð fjárhagsáætlunar hafi ríkt góð samstaða innan bæjarstjórnar um ráðdeild í rekstri. „Framlögð fjárhagsáætlun er afrakstur samvinnu fulltrúa allra flokka ásamt mikilvægu framlagi starfsmanna sveitarfélagsins.

Undirbúningur fjárhagsáætlunar var að ýmsu leyti sérstakur. Viðlíka vöxtur og átt hefur sér stað á sér vart fordæmi og flókið að spegla inn í rekstur komandi ára. Eðli máls samkvæmt eru fjárhagsáætlanir sveitarfélaga varfærnar og byggja í nokkrum mæli á sögulegum gögnum, opinberum áætlunum um þróun hagstærða og markmiðum hvað varðar einstaka rekstrarliði og fjárfestingar. Sveitarfélagið leggur áherslu á ráðdeild í rekstri og ábyrga fjármálastjórn og hefur hverjum steini verið velt við í rekstri sveitarfélagsins nú sem áður.“

Ör fjölgun íbúa og rekstrarleg vandkvæði vegna aðseturskráningar

Íbúum í Sveitarfélaginu Vogum hefur fjölgað um tæp 20% eða um 295 manns frá ársbyrjun 2024 og á slík fjölgun sér vart fordæmi í sögunni. Í ársbyrjun voru íbúar 1.500 talsins en í byrjun desember mánuðar voru íbúar 1.795 talsins.

Aðseturskráðir Grindvíkingar í sveitarfélaginu er um 3,7% af íbúum sveitarfélagsins. Framan af ári voru aðseturskráðir Grindvíkingar hátt í 10% en hlutfallið lækkaði skart þegar grunn- og leikskóli hófust eftir sumarfrí. Ekkert sveitarfélag getur rekið sig með eðlilegum hætti, þegar svo hátt hlutfall íbúa greiðir ekki útsvar til reksturs sveitarfélagsins.

viðsnúningur í rekstri

Viðsnúningur hefur orðið á rekstri sveitarfélagsins undanfarin ár þar sem hagrætt hefur verið í öllum þáttum rekstrar á sama tíma og tekjur hafa aukist í takt við hagsveiflu. Áætlað er að sveitarfélagið uppfylli að nýju jafnvægisregluna árið 2025. Það þýðir að áætlað er að þriggja ára uppsöfnuð rekstrarniðurstaða A hluta og samanlagðs

A og B hluta rekstrar verði jákvæð á árinu 2025. Bæjarstjórn ákvað að þessu sinni að lækka hlutfall

A-hluta fasteignaálagningar úr

0,43% í 0,42%. Það er vilji bæjarstjórnar að leitað verði leiða til að hlutfallið geti orðið lægra í framtíðinni. Á sama tíma er bæjarstjórn meðvituð um hversu berskjaldaður reksturinn er fyrir óvæntum skakkaföllum eins og sagan hefur sýnt.

lausnamiðað hugarfar skilar árangri – markviss uppbygging innviða

Á árinu hefur enn á ný sannast hversu dýmætur mannauður

sveitarfélagsins er, en samhliða örri íbúafjölgun reynir talsvert á lausnamiðað hugarfar sem starfsfólk hefur svo sannarlega sýnt á árinu. Í Stóru-Vogaskóla var til að mynda stofnað lausnarteymi starfsmanna á vordögum vegna

Vöxtur sveitarfélagsins árið 2025 mun að öllum líkindum verða minni en í ár, en haldi vaxtalækkunarferlið áfram má að öðru óbreyttu búast við eftirspurn eftir húsnæði í nálægð við höfuðborgarsvæðið.

fullnýtts húsnæðis og má nú með sanni segja að hver fermetri sé nýttur. Það er því gleðiefni að geta upplýst um að á næsta ári er fyrirhugað að hefja hönnun á viðbyggingu við grunnskólann og standa vonir til að uppbygging geti hafist eigi síðar en árið 2026. Þá er undirbúningsvinna hafin varðandi stækkunarmöguleika eða tilflutning leikskóla á næstu árum. Varðandi önnur fjárfestingarverkefni en uppbyggingu skóla og leikólahúsnæðis næstu ár, má nefna endurnýjun gatna, gönguog hjólastíg yfir Vogastapa, áframhaldandi rakaviðgerðir í Stóru-Vogaskóla og uppbyggingu í íþróttamiðstöð. Áfram verður unnið að endurnýjun gatnalýsingar og að bættu umferðaröryggi. Þá er ótalið að áfram verður unnið að leit að nýju varavatnsbóli fyrir sveitarfélagið.

Markmið um sjálfbæran vöxt sveitarfélagsins

Vöxtur sveitarfélagsins árið 2025 mun að öllum líkindum verða minni en í ár, en haldi vaxtalækkunarferlið áfram má að öðru óbreyttu búast við eftirspurn eftir húsnæði í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Unnið verður markvisst að því á árinu 2025 að tryggja að íbúavöxtur sveitarfélagsins verði sjálfbær næstu ár enda ber sveitarfélaginu skylda að fylgja 64. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórn beri, „að sjá til þess að rekstri, fjárfestingum og ráðstöfun eigna og sjóða sé þannig hagað á hverjum tíma að sveitarfélagið muni til framtíðar geta sinnt skyldubundnum verkefnum sínum“, segir að lokum í tilkynningunni frá Vogum.

Páll Ketilsson pket@vf.is

Besta verðið á jólavörum

Kjötsel, hamborgarhryggur 1.546kr/kg

SS lambahryggur, léttreyktur 4.199 kr/kg

Kjötsel, hangilæri, úrbeinað 4.699 kr/kg

Kjötborðið, Wellington nautalund 6.999 kr/kg

Afgreiðslutímar gætu breyst. Fylgist með á netto.is

Hátt í 50 manns í Vík þegar mest var og mikið stuð

klara Halldórsdóttir er grindvíkingur sem nýlega er flutt í garðinn. klara hefur frá því að hún var lítil stelpa, verið mikil hestakona. eftirminnilegasta jólagjöfin er kertastjaki sem sonurinn heitinn hafði byrjað á.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Þetta ár er búið að vera alls konar eins og hjá öllum Grindvíkingum. Ég er búin að flytja búslóðir nokkrum sinnum, breyting á fjölskylduhögum, flutt inn á nýtt heimili í lok september. Margar áskoranir en margar ljúfar stundir samt sem áður.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum – hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

„All I want for Christmas is you“ kemur fyrst upp í hugann en svo eru svo mörg íslensk jólalög sem er ljúft að hlusta á. Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Love Actually og svo eru Home Alone myndirnar alltaf skemmtilegar.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Við höfum skorið út og steikt laufabrauð frá því ég man eftir mér og það er eina jólahefðin sem ég vildi ekki missa af. Síðustu jól voru mjög óhefðbundin en við gátum þó farið til Grindavíkur í húsið okkar og bakað laufabrauð, rétt náðum að klára áður en við þurftum að fara út úr bænum á tilsettum tíma.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Fjölskyldan, góður matur og almenn kósýheit. Jólasnjór er bónus.

Ég fékk frá Halldóru minni handmálaðan kertastjaka sem bróðir hennar heitinn hafði byrjað á síðustu jólin hans í grunnskólanum en ekki náð að klára. Yndislega Dóra kennari og nafna hennar var svo hugulsöm að geyma muninn svo Halldóra gæti klárað og svo gefið í jólagjöf 3 árum seinna.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Það sem stendur uppúr frá jólahátíðum í æsku eru eiginlega áramótin þar sem stórfjölskyldan safnaðist saman í Vík í mat, samveru, horft á skaupið og svo skotið upp flugeldum. Þarna voru mögulega hátt í 50 manns þegar mest var. Okkur krökkunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og ómissandi.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Mér áskotnaðist fyrir allmörgum árum jólatréstoppur/ stjarna sem var orðin ansi hrörleg en amma og afi í Vík höfðu átt hana og ég hélt mikið upp á.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Það var ekki fyrr en ég átti börn sjálf, þá naut ég þess enn meira að skreyta fyrir jólin og upplifði jólin meira og betur gegnum þau.

Dæturnar eru mikil jólabörn og vilja halda í hefðirnar en síðstu jól og þessi eru auðvitað ekki eins og áður.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Ég hægelda hamborgarhrygg á aðfangadag og svo svínabóg á jóladag, alltaf klassískt og hátíðlegt. En kalkúninn á áramótum er í mestu uppáhaldi og ég er strax farin að hlakka til að matreiða hann og njóta að borða. Pössum okkur að hafa nóg svo það sé örugglega hægt að borða afganga daginn eftir.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Hjá fólkinu mínu, sama hvar það er.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Já engin spurning, jólandinn fyrir mér er umhyggja, samkennd, samvera.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Nei ég er mjög lítillát og hæversk þegar kemur að jólagjöfum og vantar aldrei neitt.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Friður á jörð en það er auðvitað til of mikils mælst.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Ég er vonlaus í áramótaheitum svo það eru engin slík en ég er að fara í geggjaða ferð í lok janúar, þrjár vikur til Tansaníu þar sem við göngum á fjöllin Meru og Kilimanjaro og svo verður slakað á og notið lífsins á eftir. Svo verður veturinn mjög litaður af hestamennsku þar sem yngri dóttirin verður að keppa á fullu með nokkrum Brimfaxafélögum í Meistaradeild ungmenna. Svo er margt á döfinni eftir það, Tene ferð um páskana, hestaferð, útilegur ofl.

SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM

SENDUM ÍBÚUM Í VOGUM BESTU ÓSKIR UM

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR

GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR

Gleðilega hátíð!

Opnunartími fram að jólum í verslun okkar í Krossmóa

18-22. desember 10-22

23. desember 10-23

24. desember 10-13

25. desember Lokað

26. desember Lokað

31. desember 10-13

Þakkargjörðarveisla á Réttinum

Þegar góða veislu gjöra skal þá klikka Magnús Þórisson og hans fólk á Réttinum við Hafnargötu ekki. Þar var haldin þakkargjörðarhátíð í nóvember á ameríska vísu. Suðurnesjafólk kunni vel að meta og fjölmennti í kalkúnn og meðlæti. Meðfylgjandi myndir voru teknar í veislunni.

Sendum Suðurnesjamönnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum viðskiptin og samskiptin á árinu sem er að líða.

Kaupir fallegar jólakúlur og merkir þær nöfnum barnabarna

inga Jóna björgvinsdóttir er ættuð frá Háteig í garði. Hún er gift Freymóði Jenssyni og þau eiga þrjú börn, sjö barnabörn og tvö barnabarnabörn. Þau hjónin hafa búið síðustu tuttugu árin í k eflavík, annars í garðinum. ingu Jónu kannast eflaust flestir við úr dósaseli en hún hefur verið forstöðumaður þess fyrir Þroskahjálp á suðurnesjum síðustu nítján ár.

Hvernig var árið 2024

hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2024 hefur verið okkur gott. Þar sem stendur upp úr er að hafa farið í fyrsta sumarfríið í átján ár og við vörðum því vestur á Snæfjallaströnd.

hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Dansaðu vindur.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Miracle on 34th Street.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Uppáhaldsjólahefðin mín er að kaupa fallegar jólakúlur og merkja þær með nöfnum barnabarnanna minna og ártali og gefa þeim á aðventunni. Þeim finnst það ómissandi. Þau elstu eiga orðið 23 kúlur.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Samveran með fjölskyldunni.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –

Gleymi aldrei uppháum lakkstígvélunum sem ég fékk þegar ég var um tíu ára frá foreldrum mínum. Það er líka ógleymanlegt þegar ég gaf manninum mínum fartölvu í jólagjöf fyrir mörgum árum, því hún kom honum svo á óvart.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Fyrstu jólin sem ég man eftir voru þegar ég sat á pullu fyrir framan jólatréð á aðfangadag og grét yfir því að pabbi var ennþá úti í fiskhúsi að vinna. Klukkan var orðin fjögur og alveg að koma jól. Skemmtilegustu jólaminningarnar eru frá því við bjuggum á Sunnubrautinni úti í Garði með krakkana okkar. Væri alveg til í að geta farið til þess tíma aftur.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Er meira fyrir aðkeypt skraut. Ég átti jólatréstopp sem foreldrar mínir áttu frá þeirra fyrstu búskaparárum. Hann er núna í eigu eldri sonar okkar.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri?

Breytingin er kannski mest í kringum þrifin fyrir jólin. Í denn var ég í tvo daga að þrífa eldhúsið og allt tekið út úr öllum fataskápum og þeir þrifnir. Núna gerir maður þetta jafnóðum allt árið og verður stressið minna fyrir vikið. Annars eru jólin alltaf svipuð hjá okkur.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru ein-

hverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Hreindýralundir eru í uppáhaldi. Humarsúpuuppskrift frá vinkonu minni á Hólmavík er ómissandi að eiga um jólin.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Alltaf heima, því þar líður mér best.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Já og jólaandinn snýst um að gleðja að gleðja fólkið sitt og vera saman.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Að öllum líði vel.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Friður á jörð og allir hafi í sig og á.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Þakklæti er alltaf efst í huga mínum um hver áramót fyrir það liðna. Ég verð alltaf svolítið meyr þá. Svo er bara að vona að næsta ár verði gjöfult fyrir alla. Gleðileg jól.

Leikskólinn Grænaborg við Byggðaveg í Sandgerði. Aðalverktaki var Bragi Guðmundsson ehf.

Gleðilega hátíð

Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða.

Báruklöpp í Garði, Suðurnesjabæ. Þar byggir Bragi Guðmundsson ehf. par- og raðhús.

Hamfarir og körfubolti rauði þráðurinn í nýjum sjónvarpsþáttum

Heimildaþættir um Grindavík á Stöð 2 Sport

Fyrsti þáttur frumsýndur 29. desember.

Byrjaði sem körfuboltasería en varð að einhverju miklu stærra.

„Ég fékk skilaboð seint um kvöld viku eftir 10. nóvember þar sem hugmyndinni var skotið að mér, annar aðili skaut svo sömu hugmynd að mér daginn eftir,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn, leikstjórinn og framleiðandinn garðar Örn arnarson en 29. desember mun stöð 2 sport frumsýna fyrsta þáttinn í sex þátta seríu sem heitir einfaldlega grindavík. rauði þráðurinn í þáttunum er körfuknattleikslið grindvíkinga á síðasta tímabili en fljótlega varð garðari og þeim sem koma að gerð þáttanna ljóst, að þetta snerist um eitthvað miklu meira en bara körfuknattleik.

Garðar er ekkert að flækja heitin á þeim þáttum og kvikmyndum sem hann hefur komið að.

„Fyrsta heimildarmyndin sem ég gerði var um körfuknattleiksmanninn Örlyg Sturluson, ég skírði hana Ölli. Svo gerði ég þætti um annan körfuknattleiksmann, Jón Arnór Stefánsson, þeir þættir heita Jón Arnór og þættirnir um keflvíska knattspyrnumanninn Guðmund Steinarsson heita einfaldlega Gummi Steinars. Þegar hugmyndin að vikulegu þáttunum um körfuboltann fæddist hugsaði ég nafnið lengi, þátturinn fjallaði um körfubolta og yrði í beinni útsendingu á kvöldin; Körfuboltakvöld varð niðurstaðan. Ég er ekkert að flækja hlutina og því heita þættirnir um Grindavík einfaldlega Grindavík.“

Það var ekki Garðar sem fékk hugmyndina að þessum þáttum en viðfangsefnið átti heldur betur eftir að breytast frá því að tökur hófust, ekki löngu eftir 10. nóvember í fyrra.

„Það er alls ekki ég sem á hugmyndina að þessum þáttum og í raun eru þau tvö. Viku eftir rýminguna 10. nóvember fékk ég skilaboð frekar seint um kvöld frá Ólöfu Helgu Pálsdóttur sem er frá Grindavík og hefur verið að vinna við þættina um kvennakörfuna. Hún var að horfa á seríuna um Jón Arnór og sagði að það þyrfti að gera það sama með Grindavík. Daginn eftir skaut Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Umfg, sömu hugmynd að mér. Tveimur dögum seinna vorum við í raun byrjaðir. Fyrsti tökudagurinn var fyrir útileikinn gegn Val en á þessum tímapunkti var lið Grindavíkur eiginlega með allt í skrúfunni. Þeir unnu Hamar viku eftir rýmingu en steinlágu svo fyrir Keflavík og töpuðu líka þessum leik fyrir Val. Það var ekki erfitt að ímynda sér að leikmenn ættu í erfiðleikum með einbeita sér að því að spila körfubolta þegar þeir vissu kannski ekki hvar þeir myndu

gista í næstu viku eða í hvaða leikskóla eða skóla börnin þeirra væru að fara í. Við byrjuðum sem sagt að mynda inni í klefa fyrir leik, í hálfleik og eftir, mynduðum alla leiki liðsins þannig og líka nokkra leiki hjá kvennaliðinu. Fljótlega fæddist sú hugmynd að fylgja ákveðnum leikmanni eftir á leikdegi en eins og sjá má fórum við af stað með körfuboltaseríu í huga, byrjuðum með tómt blað og handritið fæddist einfaldlega eftir því sem atburðarrásinni fleytti fram og hún átti heldur betur eftir að breytast,“ segir Garðar Örn. kúvending í janúar

Segja má að allt breytist fyrir Grindavík og Grindvíkinga í byrjun janúar á þessu ári þegar hið hörmulega slys gerist þar sem maður féll ofan í sprungu og hefur ekki fundist, og hraun tekur þrjú hús. Þættirnir tóku sömuleiðis miklum breytingum þá.

„Þessir þættir fara frá því að vera körfuboltasería sem höfðar til þeirra sem hafa áhuga á þeirri íþrótt, yfir í að vera raunveruleikasería um líf fólks sem er að takast á við ótrúlegar áskoranir. Rauði þráðurinn er auðvitað körfubolti en við þessa hörmulegu atburði í janúar þegar maðurinn fellur ofan í sprunguna og skömmu síðar þegar eldgosið nær inn fyrir varnargarða og tekur þrjú hús, erum við með miklu alvarlegra viðvangsefni. Fram að því var umræða Grindvíkinga að þeir væru að fara flytja fljótlega heim aftur en þetta breytti öllu held ég að mér sé óhætt að segja. Eftir það förum við að fókusera jafn mikið á hinn almenna Grindvíking, eins og körfuboltafólkið. Í flestum tilvikum stuðningsfólk liðsins en líka tekin viðtöl við fólk sem var ekki endilega að mæta á leiki liðsins. Tökur voru í gangi í allt sumar og lauk við eldgosið í ágúst, við vorum að taka upp viðtöl í gömlu dráttarbrautinni í Keflavík þá en öll sitjandi viðtöl voru tekin upp þar. Við brunuðum upp á Patterson-svæðið og sáum eldgosið byrja.“

sýnt út um allan heim?

Garðar hefur í nægu að snúast í vinnu sinni hjá Stöð 2 Sport en þessi sería um Grindavík er sú fimmtánda sem hann kemur að, aðrar eru í smíðum og hann mun á nýju ári fara á kvikmynda- og sjónvarpsþáttahátíðir úti í heimi með það fyrir augum að selja þessa þætti.

„Það eru klárlega tækifæri á að selja þessa seríu. Þetta er verkefni sem þú dettur inn í einu sinni á ævinni og viðvangsefnið er mjög dramatískt. Að fólk sé hrakið frá heimilum sínum og samfélaginu tvístrað út um allt, en á sama tíma séu grindvískir körfuknattleiksmenn og -konur að reyna standa sig inni á vellinum og búa til frábærar samverustundir fyrir Grindvíkinga. Inn í þetta fléttast svo mannlífið í heild sinni í Grindavík, ég vil trúa að við séum með einstaka þáttaseríu í höndunum sem muni eiga erindi annars staðar en bara á Íslandi. Ég er mínum yfirmönnum á Stöð 2 Sport mjög þakklátur fyrir trúna sem þeir

hafa á mér og Sigurði Má Davíðssyni sem framleiðir þættina með mér og er kvikmyndatökumaður. Eins og hjá öðrum fyrirtækjum er sett upp fjárhagsáætlun fyrir hvert ár þar sem ákveðið fjármagn fer í gerð svona sjónvarpsefnis. Budget-ið var löngu búið þegar hugmyndin fæddist og búið var að ákveða í hvað fjármagnið færi á þessu ári en þeir sem stýra þeim málum hjá fyrirtækinu sögðust einfaldlega redda því og hvöttu okkur áfram. Það er mjög gott að fá þetta traust og ég hef mikla trú á þessu. Við sem vinnum á Stöð 2 Sport tókum ákvörðun um að þættirnir yrðu bara sýndir á þeirri stöð en ekki líka á Stöð 2, mig grunar að áskriftum muni fjölga fyrir 29. desember þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Hann verður svo sýndur næstu fimm sunnudagskvöld þar á eftir. Við munum fylgja þáttunum eftir og það verkefni gæti tekið allt að tvö ár, ég mun þá mæta á hátíðir og kynna þættina, ég hlakka mikið til þeirrar vegferðar,“ segir Garðar.

Halldór gunnar Fjallabróðir semur tónlistina

Í allar góðar myndir þarf góða tónlist og það virtist skrifað í skýin að Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson, yrði fenginn til að semja tónlistina í þættina.

Halldór Gunnar á stað í hjarta Grindvíkinga eftir að hann stóð að styrktartónleikum í Hörpu sl. vor en í kynningu á sviðinu munaði minnstu að hann brotnaði saman, harmleikur Grindvíkinga minnti hann á þær hamfarir sem hann sjálfur lenti í á sínum heimaslóðum fyrir vestan. „Ég heyrði lag í sumar sem snerti mig djúpt, Hafið eða fjöllin í flutningi Fjallabræðra. Það fyrsta

sem ég hugsaði að lagið hefði verið samið um Grindavík og var með það á heilanum. Ég hafði samband við Sverri Bergmann upp á að syngja lagið í þáttunum og þannig komst ég í kynni við Halldór Gunnar. Ég sagði Halldóri að ég væri í veseni með tónlistina í myndina og úr verður að Halldór Gunnar ákveður að semja hana. Það eru ekki nema um tveir mánuðir síðan þessi hugmynd fæddist og mig grunar að Halldór Gunnar sé ekki búinn að ná að sinna öðru í leiðinni, hann einfaldlega hellti sér út í verkefnið og að mínu mati er tónlistin fullkomin í þættina, ofboðslega áhrifarík og hún verður gefin út á Spotify. Öll tónlistin í þáttunum er án söngs, fyrir utan þetta lag, Hafið eða fjöllin, Sverrir syngur það í lokaþættinum. Leiðir okkar Halldórs Gunnars áttu greinilega að liggja saman, ég frétti eftir á hvernig hann snerti taug Grindvíkinga á þessum tónleikum í Hörpu og þetta var held ég skrifað greinilega í skýin, að Halldór Gunnar myndi semja tónlistina í þættina, ég er mjög ánægður með að fá þennan snilling í verkefnið. Ég er mjög spenntur fyrir þessum þáttum en þetta er stærsta, ef ekki langstærsta verkefni sem ég hef komið að. Eftirvænting okkar fyrir 29. desember þegar fyrsti þátturinn verður sýndur er gífurleg, ég held að ég hafi sem krakki ekki verið eins spenntur fyrir jólunum! Það verður líka spennandi að fylgja þáttunum eftir og reyna selja þá erlendis. Við erum með þrjá aðra þætti í smíðum, svo er bara að fá næstu hugmynd að verkefni, það er ýmislegt spennandi á borðinu en ekki tímabært að minnast á það hér og nú,“ sagði Garðar Örn í lokin.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Gleðilega hátíð!

Óskum starfsfólki okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári.

Starfið stendur og fellur með fólkinu í landinu

n Suðurnesjahjónin Halldór Halldórsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir hafa upplifað ýmislegt á áratugaferli í starfi hjálparsveita

Segja má að þátttaka í björgunarsveit sé oftar en ekki lífstíll frekar en áhugamál og oft eru heilu fjölskyldurnar afar virkar í starfinu. Það er raunin hjá hjónunum Halldóri Halldórssyni og Ragnheiði Ragnarsdóttur en ferill þeirra í björgunarsveit spannar marga áratugi. Á þeim tíma hafa þau upplifað margt. Erfið útköll, samheldni og einingu sveitarinnar og félagsskap sem jafnast á við fjölskyldubönd.

Halldór hefur víða komið við á björgunarsveitaferli sínum sem spannar tæplega fimm áratugi.

Um nokkurra ára skeið var hann virkur í þremur björgunarsveitum í einu en bætir við að það hafi verið á þeim tíma sem hann var einhleypur enda hafi fátt annað komist að í lífinu en vinnan og sjálfboðaliðastarfið í sveitunum.

„Ég er frá Húsavík og byrjaði þar í björgunarsveitinni Garðari 1977. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur árið 1980 byrjaði ég í flugbjörgunarsveitinni og var þar í þrjú ár eða þar til ég fluttist suður með sjó og gekk til liðs við björgunarsveitina Stakk.“

Í þeirri sveit var fyrir Keflvíkingurinn Ragnheiður Ragnarsdóttir og þar lágu leiðir hjónanna núverandi fyrst saman þó svo að á þessum tíma hafi þau bæði verið bundin í báða skó. Þau voru í gönguhópum og tóku virkan þátt í starfi sveitarinnar og lífið leiddi þau loks saman árið 2017. Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Hjálparsveit skáta í Njarðvík sameinuðust árið 1994 undir merkjum björgunarsveitarinnar Suðurnes og í henni eru bæði Halldór og Ragnheiður enn virkir meðlimir.

ein stór björgunarsveitafjölskylda

Halldór segir félagsskapinn í björgunarsveitum einstakan og

þar komi saman löngunin til að láta gott af sér leiða, að vera innan um gott fólk og njóta útivistar. Ragnheiður tekur heilshugar undir þetta.

„Ég var mikill skáti hér áður fyrr og í björgunarsveitinni í dag eru nokkrir félagar sem voru hjá mér í skátaflokki. Í björgunarsveit koma kynslóðirnar saman og þetta verða eins og börnin manns. Þegar við hittumst á fundi niðri í húsi og erum þarna öll saman þá líður manni eins og þetta sé ein stór fjölskylda. Þegar síðasta gos hófst fór Halldór í útkallið, ég fór niður í hús og fylgdist þar með fjarskiptum og nokkrir úr unglingadeildinni flykktust þangað. Þeim fannst þetta allt svo áhugavert og spennandi að vera með.

„Ég held að það sé mjög gott fyrir unglinga að byrja í unglingadeild í björgunarsveit. Það er gott fyrir alla,“ bætir Halldór við.

Pláss fyrir alla í björgunarsveit

Eins og að líkum lætur hafa þau Ragnheiður og Halldór fengist við afar fjölbreytt verkefni á löngum ferli sínum í björgunarsveit. Halldór fer enn í langflest útköll og Ragnheiður tekur sér meðal annars stöðu í ýmsum gæslustörfum á viðburðum, en var einnig við gæslu í fyrsta eldgosinu á Reykjanesskaga.

„Ég fer oftast niður í hús ef það er útkall og er kannski meira að vinna á bak við tjöldin núna ef svo má segja þar sem ég fer ekki í útkallið sjálft. Ég hef einnig verið mjög virk í starfi slysavarnadeildarinnar Dagbjargar frá stofnun hennar árið 2004. Við höfum séð um ýmsar slysavarnir, fjáraflanir á borð við flugeldasölu, skemmti-

... Einu sinni vorum við á leið í fermingu og skírn hjá barnabörnum. Við Ragnheiður áttum að vera skírnarvottar en svo kom útkall vegna farþegaflugvélar í vanda og ég varð að rjúka í það,“ útskýrir Halldór..

Halldór Halldórsson og ragnheiður ragnarsdóttir í eldlínunni á einu af mörgum eldgosum við grindavík.

„Einu sinni vorum við á leið í fermingu og skírn hjá barnabörnum. Við Ragnheiður áttum að vera skírnarvottar en svo kom útkall vegna farþegaflugvélar í vanda og ég varð að rjúka í það,“ útskýrir Halldór.

„Hann missti bæði af fermingunni og skírninni en náði þó veislunni. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna eru mjög oft að fórna því að geta tekið þátt í fjölskylduviðburðum því útköllin geta komið hvenær sem er,“ bætir Ragnheiður við.

snjóflóð, jarðskjálfti og leit á sjó

Halldór var lengi virkur í björgunarhundasveit Íslands og þjálfaði leitarhunda. Þegar snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri fór hann í bæði útköllin með varðskipum til

fundi, bingó og fleira og erum virkir bakhjarlar björgunarsveitarinnar. Í lengri útköllum höfum við séð um mat og nesti fyrir björgunarsveitafólkið á vettvangi, erum þá í húsi að elda og förum svo með matinn á svæðin. Við erum alltaf til staðar. Núna, þegar ég er að nálgast sextugt, tek ég meiri þátt í gæslu og ýmsum verkefnum niðri í húsi. En þetta togar alltaf í mig og ég er alltaf tilbúin að hjálpa til.“ Halldór segir öll þessi ólíku verkefni skipta miklu máli fyrir starfið í heild sinni og það sé einmitt eitt af því góða við björgunarsveitastarfið – þar er pláss fyrir alla. Fólk taki þátt eftir bestu getu hverju sinni, taki sér jafnvel hlé, til dæmis þegar það er með ung börn, en komi svo jafnan aftur. Sjálfur mætir hann eftir fremsta megni í öll útköll. Björgunarsveitin Suðurnes spilar stórt hlutverk í flugslysaáætluninni á Keflavíkurflugvelli og hann segir afar mikilvægt að mæta í útköll sem snúi að þeirri starfsemi ef fólk mögulega getur.

fór til Haítí eftir jarðskjálfta til að vinna við hjálparstörf.

leitar með hund og minnist erfiðra sjóferða á hamfarasvæðin í aftakaveðri. Auk þess var hann í Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitinni og hann var einn þeirra sem héldu til Haítí í ársbyrjun 2010 eftir öflugan jarðskjálfta sem skók höfuðborgina Port au Prince og nærliggjandi héruð með miklu mannfalli og ómældri eyðileggingu.

„Haítí verkefnið gleymist aldrei. Þarna var hlutverk sveitarinnar fyrst og fremst að bjarga lifandi fólki úr rústunum, en við tókum líka þátt í öðrum verkefnum. Meðal annars leit að látnum. Þetta var ólýsanlegt og óraunverulegt. Öll þessi eyðilegging og að vinna í 40°C hita og sól var erfitt. Fjöldi látinna var gífurlegur og ég gleymi aldrei lyktinni sem lá yfir höfuðborginni.“

Útköllin skipta líklega hundruðum eftir allan þennan tíma og bæði eru þau sammála um að mörg þeirra séu erfið og sitji í þeim. Ragnheiður segir að henni líði seint úr minni leit að félaga þeirra

úr björgunarsveitinni Stakki, sem drukknaði við æfingar.

„Það eru komin mörg ár síðan en þarna voru þrír félagar okkar við æfingar. Hann var í gúmmíbát á meðan hinir tveir voru við köfun. Þegar þeir koma upp var hann ekki í bátnum og við tók mjög umfangsmikil leit. Björgunarsveitir og margir bæjarbúar tóku þátt í leitinni þar sem leitað var meðfram strandlengjunni að félaga okkar. Hann fannst látinn nokkru síðar. Ég man líka vel eftir flugslysinu í Ljósufjöllum árið 1986. Ég hafði alltaf sagt, alveg frá því að ég byrjaði í björgunarsveit, að ég myndi aldrei fara í útkall þar sem flugslys hefði orðið. Mér fannst tilhugsunin um það einfaldlega of erfið. Ég fór upp í björgunarsveitarhús og tók þátt í að setja búnað og fleira í bílana en Halldór fór í sjálft útkallið,“ rifjar hún upp. lífsstíll

Að vera í björgunarsveit er að miklu leyti frekar lífstíll en áhugamál þar sem félagsskapurinn skipar oftar en ekki stóran sess í lífi sjálfboðaliða árum og áratugum saman. Halldór og Ragnheiður segja félagsskapinn vera eitt af því allra besta við björgunarsveitastarfið og að þegar líði að fundi sé alltaf gott að hitta félagana. Útivistin og fjallgöngur, nokkuð sem ávallt hefur verið mikilvægur hluti af þeirra lífi, er jafnframt veigamikill þáttur í starfinu. En hvaða máli skiptir stuðningur Bakvarða og fólksins í landinu fyrir björgunarsveitirnar?

„Starfið stendur og fellur með fólkinu í landinu. Ég veit ekki hvar björgunarsveitirnar væru annars. Þær geta ekki starfað án þessa stuðnings,“ segir Halldór ákveðinn. Ragnheiður tekur undir og bætir við að slíkur stuðningur fari meðal annars í húsnæði, bíla, tæki, búnað og fleira.

„Við stundum líka fjáröflun fyrir sveitina og borgum fatnað og persónulegan búnað sjálf.“ Halldór segir það oft koma fram, sérstaklega hjá erlendum ferðamönnum, hversu gáttaðir þeir eru á þeirri þjónustu sem þeir fá frá björgunarsveitunum ef þörf krefur, og það án þess að þurfa að borga fyrir það.

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu,“ segir hann að lokum.

Viðtalið birtist fyrst á heimasíðu Landsbjargar.

Halldór við leit í útlöndum.
Halldór

OPNUNARTÍMAR

UM HÁTÍÐARNAR

Vínbúðin Reykjanesbæ

Föstudagur 20. desember 11-19

Laugardagur 21. desember 11-18

Sunnudagur 22. desember Lokað

Mánudagur 23. desember 11-20

Þriðjudagur 24. desember 10-13

Miðvikudagur 25. desember Lokað

Fimmtudagur 26. desember Lokað

Föstudagur 27. desember 11-19

Laugardagur 28. desember 11-18

Sunnudagur 29. desember Lokað

Mánudagur 30. desember 11-20

Þriðjudagur 31. desember 10-14

Miðvikudagur 1. janúar Lokað Fimmtudagur 2. janúar 11-18

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is

Heims um ból í Njarðvíkurkirkju færir jólaandann

Pálína Heiða gunnarsdóttir er eins njarðvísk og þær gerast og eiginmaðurinn er sömuleiðis grænn í gegn. Palla eins og hún er jafnan kölluð, hefur unnið hjá icelandair Cargo í yfir tuttugu ár. Palli og Palla eiga þrjú börn, synirnir tveir eru á kafi í körfubolta eins og pabbinn var, kristinn leikur með valsmönnum en elías bjarki er í námi í bandaríkjunum og spilar körfubolta. elsa lind er yngst barna hjónanna og síðasta vor tókust þau á hendur nýtt hlutverk þegar kristinn fjölgaði mannkyninu með dótturinni bríeti björgu. Palla hlakkar mikið til að eyða fyrstu jólunum með barnabarni sínu.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2024 var ár umbreytinga hjá stórfjölskyldunni

þar sem skyldfólkið okkar úr Grindavík þurfti að yfirgefa heimilin sín sem hefur tekið verulega á fyrir þau.

stækkaði hjartað okkar um nokkur númer.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Við finnum að sjálfsögðu til með þeim en erum jafnframt þakklát fyrir að hafa þau nálægt okkur hér í Reykjanesbæ. Við fórum erlendis í sumar að horfa á Elías

Bjarka spila körfubolta með U20 landsliðinu þar sem hann stóð sig vel, svo í haust þá flutti hann til Ameríku og hóf nám í háskóla og er að spila körfubolta þar.

Svo fögnuðum við með Kristni þegar hann varð Íslandsmeistari með Val í körfunni í vor sem var mjög skemmtilegt. Við fórum á fótboltamót til Vestmannaeyja með Elsu Lind þar sem gleðin var allsráðandi og þær stóðu sig vel. En það sem stendur mest upp úr er að sjálfsögðu nýtt hlutverk hjá okkur Palla þar sem við urðum amma og afi í maí og eignuðumst litla ömmuprinsessu, sem

River með Joni Mitchell er uppáhalds akkúat núna en hátíðlegasta lagið er Heims um ból, sungið í Njarðvíkurkirkju á aðfangadagskvöld í miðnæturmessu, þá fær maður jólaandann yfir sig.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Christmas Vacation er mynd sem við horfum á fyrir hver jól með fjölskyldunni og hlægjum af sömu bröndurunum.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Við skreytum saman piparkökuhús með stórfjölskyldunni sem mér finnst skemmtileg hefð. Förum í laufabrauð með Palla fjölskyldu sem er áratuga löng hefð sem gaman er af og svo förum við alltaf í hangikjöt og borðum laufabrauðið sem við gerðum í hádeginu á jóladegi. Við bökum lakkrístoppa og mömmukökur, búum til samverustundir

með fjölskyldunni og vinum. Svo reynum við alltaf að fara á tónleika með Baggalút fyrir jólin því þeir eru svo skemmtilegir.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Hlusta á klukkurnar hringja inn jólin kl 18:00 og fara í miðnæturmessu í Njarðvíkurkirkju.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Ég man eftir því að ein jólin fékk ég skíði frá mömmu og pabba, það var einkar góð gjöf sem ég notaði mikið sem krakki.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Fyrstu jólin sem ég man eftir eru örugglega þegar ég hef verið ca 4-5 ára þegar ég og Erla Svava vinkona mín úr næsta húsi fengum að leika okkur saman á náttfötunum á jóladagsmorgni með nýja dótið okkar. En minningar um jólin er fyrst og fremst dásamlegar samverustundir með fólkinu sem er farið frá okkur og söknuðurinn að hafa þau ekki með okkur á þessum tíma.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu? Ég á handgert gamaldags postulíns jólatré sem ég fékk eftir að amma Palla dó sem mér þykir vænt um og set alltaf upp. Svo á ég jólaskraut frá börnunum sem ég set alltaf upp og finnst mér það skemmtilegt og vekur upp góðar minningar.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Við fjölskyldan erum eiginlega svo til nýbyrjuð að halda okkar eigin jól. En jólin voru alltaf haldin hjá foreldrum mínum, núna hefur það breyst og höldum við jólin heima hjá okkur og bjóðum þeim til okkar sem er líka skemmtilegt, að halda eigin jól en það þarf þó allt að vera eins og það var hjá mömmu og pabba og má litlu breyta því þetta er hátíð hefða. Maður kann líka betur að meta hvað mamma og pabbi

lögðu mikið á sig við að halda jólin hátíðleg fyrir okkur ár eftir ár.

Hver er uppáhaldsmaturinn

þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Við erum með humar, hamborgarhrygg og heimalagaðan ís á aðfangadag. Sósan verður að vera uppbökuð alveg eins og mamma gerir hana og svo heimalagaður í a la pabbi sem hann græjar fyrir okkur á hverjum jólum og er agalega góður gamaldags ís. Ásdís Björk mágkona mín gerir líka rosalega góðan ananasfrómas og við kíkjum í heimsókn og fáum ís og frómans á aðfangadagskvöld.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Heima hjá mér með öllu mínu uppáhalds fólki að skapa skemmtilegar minningar.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Ég trúi á jólaandann hann er yfir og allt um kring – mér finnst

ég alltaf vera meyrari og mýkri

með árunum og maður þakkar fyrir að hafa fólkið sitt hjá sér.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Gleði- og friðarjól og samverustundir með fjölskyldunni og vinum númer eitt, tvö og þrjú.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Friður á jörð

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Halda áfram að gera skemmtilega hluti, hitta skemmtilegt fólk, ferðast og heimsækja Elías Bjarka til Ameríku. Síðast en ekki síst kynnast nýju ömmu og afa prinsessunni og verja tíma með henni.

Gleðilega hátíð og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

ÞÚ FINNUR ALLAR OKKAR ÞÆTTI ÁYOUTUBE-RÁS VÍKURFRÉTTA OG VF.IS

Hreinsar „history“ í tölvunni hjá Askasleiki fyrir jólin

bjarni sigurðsson er formaður skotdeildar keflavíkur. Hann starfar sem forstöðumaður upplýsingatækni hjá isavia. bjarni er kvæntur bryndísi björg Jónasdóttur og þau eiga fjögur börn. bjarni stefnir á fleiri fjallgöngur á nýju ári og er með sérstakan samning við jólasveininn askasleiki.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Við skötuhjúin tókum upp á því að gifta okkur í febrúar 2024 eftir að hafa verið saman síðan 1996. Tveimur dögum áður byrjaði að gjósa. Við héldum okkur við planið, elduðum á gasi og annarsstaðar þar sem við komumst í rafmagn, ég fór í skítkalda sturtu brúðurin í ískalt bað. Henni er ennþá kalt. En hún sagði já.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum? Þau eru svo mörg. En þessa dagana e.t.v. Driving home for christmas með Chris Rea. Það kemur reglulega á fóninn þegar ég er á heimleið í bílnum þessa dagana og ég tengi vel við það og syng hástöfum með.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin? Die Hard!

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Ég og Askasleikir gerðum smá samning. Frúin fær sem sagt skógjöf frá honum á hverju ári. Í staðin kíki ég á tölvuna hans, hreinsa history og svona.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að hlusta á kirkjubjöllurnar hringja inn jólin á aðfangadag.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum – hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Ég og systkinin mín fengum Nintendo NES í jólagjöf saman væntanlega árið 1988. Ógleymanlegt.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir –áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð?

Ég myndi segja heimagert þó svo að við kaupum flesta dótið. Mér þykir ósköp gaman að föndra sjálfur en hef haft lítinn tíma í það.

Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Ætli það séu ekki jólin 1982 eða 1983. Ég hef verið á jólaballi í samkomuhúsinu í Garði og jólasveinninn var í hvítum hælaskóm. Seinna frétti ég að Marta á Bjarmalandi hafi verið að leysa sveinka af.

Jólakveðja

Félag eldri borgara á Suðurnesjum sendir kærar kveðjur til félagsmanna sinna með ósk um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, með von um gleði, hamingju og góðar samverustundir.

Við bjóðum alla aðila velkomna sem eru 60 ára + Skráning fer fram á heimasíðu félagsins febs.is

Það er jólakúla sem alnafni minn Bjarni í Hausthúsum átti.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Frá því að verða eftirvænting í streitu en nú í dag, kæru- og æðruleys. Þetta reddast!

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum?

Hreindýra file.

Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili? Hreindýraborgarar.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Heima hjá fjölskyldunni, hef oft pælt í þessu en get ekki hugsað mér að vera annars staðar.

Trúir þú enn á jólaandann? Já,

Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Það verja tíma með þeim sem manni þykir vænt um og sjá gleði þeirra.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Heitur pottur, keyptan á svörtum fössara.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Fría græna orku og hreint vatn handa öllum. (Ég veit þetta eru tvær gjafir)

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Fleiri fjallgönguferðir en í ár.

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð og farsælt

komandi ár

með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Rauði dúkurinn hennar mömmu var ekki dúkur

eva rut vilhjálmsdóttir starfar í íþróttamiðstöðinni í garði. Jafnframt þjálfar hún 7. og 6. flokk kvenna hjá reyni/víði og og er gjaldkeri í stjórn knattspyrnufélaginu víði. unnusti evu rutar er guðmundur björgvin Jónsson. Þau eiga tvö börn, sem eru Heba lind guðmundsdóttir, átján ára, og Jón grétar guðmundsson, fimmtán ára.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr? Árið hefur verið viðburðaríkt þar sem alltaf er eitthvað um að vera í kringum okkur og oftast bara mjög skemmtilegt. Það sem stendur upp

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Holiday

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

úr eru ferðalögin og samverustundirnar með fjölskyldunni og ekki má gleyma öllum fótboltaleikjunum sem við fjölskyldan mættum á út um allt land. Það að Víðismenn fóru upp um deild er án efa eitt af því sem stendur upp úr á þessu ári ásamt brúðkaupi sem okkur var boðið í Valencia hjá leikmanni Víðis.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum? Ó helga nótt.

Þorláksmessuhittingurinn með stórfjölskyldunni og vinum þar sem við komum saman í allskonar leikjum og að sjálfsögðu í fótbolta og endum svo samveruna á góðum saltfiski eða skötu hjá mömmu og pabba í Akurhúsum.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að hafa tengdaforeldra mína hjá okkur á aðfangadag og jólabrönsinn hjá foreldrum mínum á jóladag og gamlárspartý með allri stórfjölskyldunni.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –

hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Eftirminnilegustu jólagjafirnar eru líklega þær sem amma Kalla bjó til og eru þær sérstaklega dýrmætar í dag.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég man vel eftir jólunum sem barn enda var mikið gert úr því að halda jólin hátíðleg á mínu heimili. Ég man eftir einu mjög skemmtilegu atviki um jólin en mamma með sitt stóra heimili lagði mikið upp úr því að gera allt svo fínt og fallegt á jólunum og þegar við fjölskyldan vorum sest við glæsilega matarborðið sem svignaði af veitingum þá tók Anna systir eftir að fallegi rauði dúkurinn hennar mömmu var ekki dúkur heldur sturtuhengi sem Anna hafði gefið henni. Það er enn hlegið að þessu í dag og mamma lætur ekki hanka sig á þessu aftur.

heldur sturtuhengi

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð?

Ég er beggja blands. Mér þykir vænt um það sem mér er fært og er handunnið en ég föndra alls

OPNUNARTÍMAR UM

JÓL OG ÁRAMÓT

Starfstöðvar Kölku í Helguvík, Grindavík og Vogum verða lokaðar á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag.

Að öðru leyti verða starfstöðvar fyrirtækisins opnar eins og venjulega.

Sjá nánar á heimasíðu fyrirtækisins: www.kalka.is

Við óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða!

Framúrskarandi fyrirtæki 2024

ekki sjálf svo ég hef oftast keypt mitt skraut.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Helstu breytingarnar eru kannski þær að núna í dag er ég að sjá um utanumhaldið og undirbúning jólanna eftir að hafa á yngri árum verið meira að njóta þeirra án ábyrgðar.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Ég er alin upp við það að fá rjúpu á jólunum og hún er alveg ómissandi. Við sjálf erum með fyllt lambalæri.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Ég myndi mest af öllu bara vilja verja þeim heima. Það er margt við jólin og hefðirnar sem ég myndi ekki vilja missa af.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig? Já, ég myndi segja það. Það er aðallega tilhlökkunin að eiga góðar stundir með fjölskyldunni, skapa fleiri minningar og finna gleðina og friðinn sem fylgir hátíðinni.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Nei, ekki þannig. Ég er mjög nægjusöm og þakklát fyrir allt sem ég fæ. Ef börnunum mínum líður vel þá er það líklega besta gjöfin.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Að öll börn i heiminum finni frið í hjarta og hafi gaman af lífinu.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Ég er ekki komin það langt í huganum en ætli það verði ekki á þá vegu að setja sjálfa mig ofar á forgangslistann, skapa fleiri minningar og njóta lífsins. Næsta ár verður frábært. Stelpan útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja og strákurinn útskrifast úr Gerðaskóla. Ég ætla að ferðast með fjölskyldunni og fylgja mínum mönnum í Víði eftir út um allt land.

Skafmiðaleikur Víkurfrétta , verslana og fyrirtækja á Suðurnesjum

Jólalukka

100 þús. kr. Nettó inneign - Magnea Hauksdóttir, Lómatjörn 26, Reykjanesbæ

50 þús. kr. Nettó inneign - Árný Þöll Ómarsdóttir, Melbraut 9, Garði .

Gisting á Courtyard by Marriott - Sjöfn Lena Jóhannesdóttir, Mávabraut 8, Reykjanesbæ

Negara ilmolíulampi frá Zolo og Co. - Hanna Gróa Halldórsdóttir, Þórsvöllum 3, Keflavík

15 þús. kr. Nettó inneign - Júlíana M. Nilssen, Trönudal 5, Reykjanesbæ

15 þús. kr. Nettó inneign - Sigríður A. Hrólfsdóttir, Ásabraut 33, Reykjanesbæ

15 þús. kr. Nettó inneign - Einar Bjarnason, Ásgarði 2, Keflavík

15 þús. kr. Nettó inneign - Hjörtur Níels Róbertsson, Skógarbraut 1111b, Reykjanesbæ

15 þús. kr. Nettó inneign - Sigurbjörg Eiríksdóttir, Heiðarbæ, Sandgerði.

15 þús. kr. Nettó inneign - Njáll Trausti Gíslaon, Tjarngötu 31, Keflavík

15 þús. kr. Nettó inneign - Sveinn Jónsson, Móavöllum 4, Reykjanesbæ.

11 nýir vinningshafar!

VF er boði hjá þessum aðilum

vöru.

HÓLAGÖTU OG FITJUM

Við drögum út glæsilega vinninga þrisvar í desember.

Þriðji og lokaútdráttur með 38 vinningum er 23. desember. Skilaðu miðanum þínum (með engum vinningi á) í Nettó í Krossmóa eða Nettó Iðavöllum. KROSSMÓA IÐAVÖLLUM Samtals að verðmæti um 2 milljónir króna!

Sorporkustöð er framtíðin

n Hagkvæmt að byggja sorporkustöðv á Suðurnesjum sem gæti þjónað öllu landinu. n Gæti framleitt bæði rafmagn og heitt vatn og yrði staðsett í grænum iðngarði

Mjög hagkvæmt er að byggja sorporkustöð í Helguvík/Bergvík á Suðurnesjum sem gæti tekið við öllum brennanlegum úrgangi sem til fellur á Íslandi, um 140 þúsund tonn, þar af um 120 þúsund á suðvesturhorni landsins. Í stöðinni yrði notast við hringrásarkerfi þar sem úrgangur er brenndur og notaður til orkuframleiðslu, á heitu vatni og rafmagni. Kostnaður gæti verið á milli tuttugu og þrjátíu milljarðar. Framkvæmdir gætu tekið tvö til þrjú ár.

Fulltrúar Sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku á Suðurnesjum, Sorpu í Reykjavík og aðilar frá Umhverfisráðuneytinu hafa að undanförnu kannað grundvöll fyrir byggingu slíkrar stöðvar og undirbúið stofnun félags um áframhald þess máls. Þeir heimsóttu nýlega og kynntu sér sorporkustöðvar í Finnlandi sem nýta úrgang til að framleiða raforku og heitt vatn en Finnar hafa verið leiðandi í nýtingu sorporkustöðva með umhverfisvænni nálgun. Ísland framleiðir í dag um 140 þúsund tonn af brennanlegum úrgangi og stór hluti af honum er sendur erlendis í orkuendurheimt. Meðal samstarfsaðila í byggingu sorporkustöðvar gæti verið HS Orka sem gæti nýtt heitt vatn frá stöðinni og lagt meiri áherslu á framleiðslu rafmagns. Finnland hefur áralanga reynslu af því að nýta úrgang til orkuframleiðslu, en með því að bæta tækni hefur Finnum tekist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þessi tækni felur í sér háþróaða ryk- og mengunarhreinsun sem tryggir að útblástur frá sorporkustöðvum sé sem minnstur. Samkvæmt skýrslum frá stjórnvöldum hefur sorporkuvinnsla í Finnlandi verið talin vera betri kostur en urðun eða hefðbundin sorphirða, þar sem hún skilar bæði orku og dregur úr losun metans.

leysir vanda Íslendinga

Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku segir málið

Hvað eru sorporkustöðvar?

Sorporkustöðvar umbreyta úrgangi sem ekki er hægt að endurvinna í orku, oftast í formi rafmagns og hita. Þetta ferli kallast orkunýting úrgangs (Waste-toEnergy, WtE). Í stað þess að urða úrgang, sem getur valdið mengun, er honum brennt við háan hita í sérhæfðum ofnum, og orkan sem myndast er notuð.

Sorporkustöðvar í Finnlandi eru mjög tæknilegar og snyrtilegar. Þær eru staðsettar í stórum borgum eins og Helsinki og Tampere, sem vinna úr úrgangi frá milljónum íbúa. Stöðvarnar nýta einnig tækninýjungar til að hámarka endurvinnslu og orkunýtingu, t.d. með því að nýta fjölbreytta úrgangsflokka (plast,

mjög spennandi og ferðin til Finnlands hafi styrkt þá trú hans og fleiri í undirbúningshópnum um að bygging sorporkustöðvar í Helguvík/Bergvík á Suðurnesjum sé besti kosturinn í úrgangsmeðhöndlun fyrir landið allt. Hann segir að ný sorporkustöð á Suðurnesjum gæti leyst vanda Íslendinga til næstu áratuga.

„Bygging sorporkustöðvar gæti tekið tiltölulega stuttan tíma eða um tvö til þrjú ár og fyrir minna fé en við höfum reiknað með í undirbúningsvinnunni. Heildarkostnaður er áætlaður 20-30 milljarðar.

Stöð sem myndi taka við 130 til 140 þúsund tonnum af úrgangi myndi geta tekið við nær öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi og hentar til brennslu. Þetta er lyktarlaust og snyrtilegt og tilfinningin sem maður fékk í heimsókninni til Finnlands er eins og að maður sé í orkuveri. Orkuframleiðsla er búbót en stöðin getur framleitt um 12 megavött af rafmagni og um 140 lítra á sekúndu, um 80 gráðu heitt.“

Steinþór segir að gerður hafi verið samanburður á að byggja eina stóra stöð sem yrði staðsett á Suðurnesjum eða tvær. „Við höfum gert samanburð á því að byggja eina stöð sem myndi sinna öllu landinu og að byggja eina heldur minni á suðvesturhorninu og aðra litla eða 20 þúsund tonna stöð í Eyjafirði. Það er mun hagkvæmara á nær allan hátt að byggja eina stöð. Áskorunin fyrir okkur er að ná saman um þetta, landið um kring og þannig tryggja hámarks hagkvæmni í þessu. Þörfin fyrir

pappír, lífrænt efni o.s.frv.). Með háþróaðri hreinsitækni er mengun í lágmarki. Þá framleiða þær hita og rafmagn fyrir samfélög.

Hverjir eiga?

Eigendurnir í Finnlandi eru að stærstu leyti sveitarfélögin í nærsamfélagi sorporkustöðvanna en þó eru dæmi um að einkaaðilar komi að rekstrinum með þeim. Í grænum iðngarði?

Staðsetning nýrrar sorporkustöðvar í grænum iðngarði í Helguvík/Bergvík á Suðurnesjum gæti verið vítamínssprauta fyrir uppbyggingu í því verkefni og framtíðarsýn sem Kadeco, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbær vinna að og er hluti af nýrri Þróunará-

sorporkustöð er mikil því Íslendingar eru að flytja mikið magn sjóleiðina til útlanda.“

Niðurgreiðsla fjárfestingar hröð Ýmsar leiðir eru mögulegar í fjármögnun en rekstur sorporkustöðvar stendur vel undir slíkum skuldbindingum. Niðurgreiðsla fjárfestinga í Finnlandi hefur verið hröð í háu orkuverði síðustu árin en nýjungar í orkunýtingu eru mjög áhugaverðar. All nokkur störf skapast, m.a. fyrir tæknimenntað fólk. Mannaflaþörf svona stöðvar er um tuttugu til þrjátíu manns að meðaltali í um 130 þúsund tonna stöðvum í Finnlandi. Auk beinna starfa kemur fjöldi verktaka að starfseminni, m.a. í viðhaldi. Framleitt er allan sólarhringinn og unnið er á vöktum. Í vinnu undirbúningshópsins hefur komið fram að uppbygging brennslu sé stórt verkefni en með byggingu sorporkustöðvar væru Íslendingar að færa innviði til úrgangsmeðhöndlunar inn í samtímann og nýta virðisauka af úrganginum okkar hér heima. Sérfræðiþekking myndi skapast og góð störf og síðast en ekki síst viðbótar orkulind. Allt saman gert í sátt og samlyndi við nærumhverfið. Óvissa ríkir þó um frekari flokkun og hvernig orkugildið gæti endað en mögulega gæti það nálgast 11 Mj/ kg með aukinni flokkun. Steinþór segir að ný skref í flokkun heimilissorps hafi verið stigin á Suðurnesjum fyrir ári síðan og gangi vel. Verði sorporkustöð reist í Helguvík mun Kalka þó hafa áframhaldandi hlutverki að gegna m.a. með móttöku á ýmsum úrgangi sem ekki er heppilegur fyrir nýja stöð.

ætlun sem var kynnt nýlega. Nákvæm staðsetning hefur ekki verið ákveðin en þó í nágrenni við Kölku.

Hvað verður reykháfurinn hár?

Á þessum myndum má sjá útlit nokkurra sorporkustöðva, í Vín í Austurríki, Kaupmannahöfn í Danmörku, Rotterdam í Hollandi, Tokyo í Japan og Tampere

í Finnlandi. Sjá má

á þessum dæmum að talsvert er lagt í útlit stöðvanna, síst kannski í Tampere en íslenski hópurinn

Náttúran í bakgarðinum

Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar sagðist eftir þessa kynningarferð til Finnlands vera mun jákvæðari fyrir svona byggingu.

„Við búum við það að vera með ótrygga náttúru í bakgarðinum. Þegar Njarðvíkuræðin fór og heita vatnið síðasta vetur upplifðum við eitthvað nýtt. Við skoðuðum stöð í Finnlandi sem tekur 120 þúsund tonn af úrgangi á ári en hún sér 30 þúsund manna samfélagi fyrir heitu vatni. Aukaafurð af þessari vinnslu sem hægt er að nýta á Suðurnesjum. Það eru 550 stöðvar í Evrópu og yfir þrjú þúsund stöðvar í heiminum. Við þurfum að rýna nánar í þetta. Hvernig á t.d. að flytja úrganginn, á að keyra Reykjanesbrautina og eða sigla. Við þurfum að kynna þetta vel fyrir okkar íbúum eftir erfiða reynslu í byggingu stóriðju í Helguvík sem hefur ekki gengið. Þess vegna var mjög gott að sjá með eigin augum þessar stöðvar í Finnlandi sem allar ganga mjög og eru í sátt við samfélagið og nærumhverfið.“

Framtíðarlausn

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ segir alveg ljóst að sorporkustöð sé framtíðarlausn fyrir Ísland.

„Það var mjög áhugavert að heimsækja stöðvar í Finnlandi og ótrúlegt að sjá hvernig þetta virkar. Allt svo snyrtilegt, mengunarlaust og magnað að sjá hvernig hægt er að framleiða raforku og heitt vatn, eitthvað sem kemur sér mjög vel í ljósi orkuöryggis á Suðurnesjum. Þetta er mjög spennandi lausn til framtíðar og ég myndi vilja sjá þetta fara í gang sem fyrst.“

Mikilvægt að vanda til verka og upplýsa bergný, Magnús og elín

„Ef tekin yrði ákvörðun um að staðsetning á sorporkustöð verði í Helguvík eða Bergvík væri um mjög stórt akkerisverkefni að ræða fyrir svæðið og kæmi miklu lífi á hringrásargarðinn,“ segja Elín Guðnadóttir og Bergný J. Sævarsdóttir hjá Kadeco en þær voru í íslenska hópnum í Finnlandi.

„Í samtölum við gestgjafa okkar í Finnlandi var alltaf tekið fram að ef Íslendingar ætli að setja upp hátækni sorporkustöð er ætíð mælt með því að koma stöðinni fyrir í hringrásargarði þar sem hægt væri að nýta hliðarafurðir sem verða til. Frá því að okkar verkefni hófst við að byggja upp sýn fyrir hringrásargarð í Helguvík og Bergvík hefur komið fram að sorporku-

heimsótti þá stöð meðal annars. Eitt af því sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum á Suðurnesjum var hár reykháfur á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Á myndunum má

og suðurnesjabæjar.

stöðin myndi einnig auka verulega á orkuöryggi á Suðurnesjum og landinu öllu í raun. Þegar litið er til umhverfissjónarmiða má ætla að það sé betri kostur að brenna sorpi hérlendis og nýta hliðarafurðir hér á landi í stað þess að flytja það úr landi þar sem aðrir nýta sér góðu áhrifin. Mikilvægt er að vanda til verka og upplýsa samfélagið um öll þau áhrif, m.a. útlit slíkrar brennslu.“

sjá háa reykháfa en í Tampere er hann 75 metra hár. Þegar útlit bygginganna og umhverfi er í lagi hefur hæð þeirra ekki truflað fólk.

eru fulltrúar kadeco
Páll Ketilsson pket@vf.is
Hópur frá Íslandi kynnti sér sorporkustöðvar í Finnlandi nýlega en Finnar eru mjög framarlega í rekstri þeirra.
rekstur sorporkustöðva í Finnlandi hefur gengið mjög vel. Þær eru tæknilegar og mjög snyrtilegar og mengun er í lámarki.

ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

25-70% AFSLÁTTUR

50-70% JÓLAVÖRUR (ekki Twinkly)

30% TWINKLY 30% LEMAX

40% LEIKFÖNG OG SPIL (ekki snjóþotur og sleðar)

30% PLASTBOX 25% SMÁRAFTÆKI

25% HARÐPARKET, FLÍSAR OG BAÐPLÖTUR

25% RAFMAGNSVERKFÆRI

25% HANDVERKFÆRI

40% VALDAR VÖRUR

ÞÚ SÉRÐ ÖLL TILBOÐIN Á BYKO.IS

Fékk tvisvar sinnum purusteik um jólin

ásdís björk kristinsdóttir er Njarðvíkingur í húð og hár sem á ættir að rekja til grímseyjar. Hún ólst upp

í innri-Njarðvík og unir hag sínum vel þar í dag ásamt eiginmanni sínum, Jóhanni axel thorarensen, flugstjóra hjá icelandair, og þremur börnum. ásdís starfar á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka í kópavogi og hefur gert í yfir tuttugu ár.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið er búið að vera mjög gott fyrir okkur fjölskylduna. Júlía Björg elsta dóttir okkar útskrifaðist úr

FS í vor og erum við mjög stolt af henni. Einnig hjálpuðum við pabba að selja æskuheimilið mitt og flytja í nýtt raðhús nær okkur Palla bróður. Það var mikil vinna að fara í gegnum þetta risa hús en með góðri samvinnu okkur systkinanna og maka þá gekk þetta allt saman vel upp. Svo urðum við Jóhann bæði fimmtug í sumar, hann í júní og ég í ágúst. Ég bauð honum til Skotlands að spila golf og var það virkilega skemmtilegt og héldum við smá veislu fyrir hann þegar við komum heim. Við héldum svo fjölskylduboð fyrir mig í sumarbústað í Húsafelli um verslunarmannahelgina en systir mín og eiginmaður hennar frá Miami komu og voru með okkur líka. Frábærir dagar með allri

fjölskyldunni. Svo er margt annað sem stendur upp úr eins og frábær skíðaferð til Ítalíu með góðum vinum, fjölskylduferð til Tenerife um páskana, geggjuð ferð með gönguhópnum mínum á Siglufjörð og svo skemmtilegar veiðiferðir með Jóhanni í sumar.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Ég á ekkert eitt uppáhaldslag en mér finnst Sigurður Guðmundsson og Memfismafían eiga mörg falleg lög eins og Það snjóar og Jólin eru hér. Einnig finnst mér lagið White Christmas Makes Me Blue með Randy Travis mjög fallegt.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Love Actually er alltaf góð og svo höfum við fjölskyldan haldið í þá hefð að horfa á Scrooge.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Palli bróðir og Palla konan hans bjóða okkur fjölskyldunni og fjölskyldunni hennar Pöllu alltaf í aðventukaffi og krakkarnir skreyta piparkökuhús. Þetta finnst okkur öllum vera ómissandi hefð en Palli setti saman einhvern 14 hús núna um helgina fyrir aðventukaffið í ár. Einnig er ómissandi að fara í aðventuferð í höfuðborgina með vinahópnum. Einnig hittist stórfjölskyldan á aðventunni og skerum út laufabrauð, það er alltaf skemmtilegt.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að gera ananasfrómas fyrir aðfangadag er eitthvað sem ég sleppi aldrei, það minnir mig alltaf á ömmu Sigrúnu því ég hljóp alltaf yfir til hennar þegar hún var að gera frómasinn í gamla daga og fékk að hjálpa henni.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Við vorum alltaf hjá ömmu og afa fyrstu jólin mín og fram eftir aldri. Þar voru líka systur pabba og börnin þeirra þannig að það var alltaf rosalega mikið fjör að borða saman og opna svo pakkana. Afi las á alla pakkana og stóðum við barnabörnin í röð og dreifðum pökkunum. Það gat stundum reynt á þolinmæðina að bíða eftir öllum að opna pakkana svo hægt væri að detta í leik með nýja dótið. Það er oft hlegið að því þegar margir fengu tölvuspil eitt árið, Palli bróðir sýndi einhverja svakalega takta og geiflur við að spila nýja Donkey Kong leikinn svo annað eins hefur aldrei aftur sést. Þessi hefð, að vera öll saman hjá ömmu og afa, var eitthvað sem enginn vildi breyta en það kom þó að því að við hættum að komast öll fyrir. Þá hélt ég áfram að njóta aðfangadags með ömmu og afa og mömmu og pabba. Það eru mjög dýrmætar minningar í ljósi þess hvað mamma kvaddi okkur allt of snemma.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu? Ég er bara fyrir bæði, við notum skraut sem krakkarnir hafa búið til en svo höfum við líka verslað skraut í gegnum tíðina. Ég hef svo bætt við einu skrauti á jólatréð á hverju ári, sem er prentuð mynd á álplötu eða gler, af fjölskyldunni það árið.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varst eldri? Eftir að hafa alltaf verið hjá ömmu og afa og svo hjá mömmu og pabba á aðfangadag þá fórum við að halda okkar eigin jól. Pabbi er hjá okkur og svo borða tengdaforeldrar mínir alltaf með okkur annað hvert ár. Við erum svo heppin að Palli og Palla búa við hliðina á okkur og fjölskyldan kemur alltaf í ís og frómas eftir að gjafir hafa verið opnaðar. Þá set ég möndlu í frómasinn eins og amma gerði og einhver fær spil í möndlugjöf. Það er mjög notalegt að geta verið öll saman.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Purusteik er klárlega uppáhaldsjólamatur fjölskyldunnar. Ég ólst upp við það hjá ömmu og afa á aðfangadag og Jóhann fékk alltaf purusteik hjá ömmu sinni og afa á jóladag. Ég græddi því heilmikið þegar ég fékk purusteik tvo daga í röð. Ég geri alltaf ananasfrómas fyrir aðfangadag eins og amma gerði. Einnig geri ég sherrýís eftir uppskrift frá ömmu Jóhanns sem okkur finnst líka

alveg ómissandi. Að lokum geri ég líka Tobleroneís eftir uppskrift frá Önnu tengdamömmu.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju? Mér líður best heima í faðmi fjölskyldunnar. Við Jóhann bjuggum í nokkur ár í Jacksonville í Flórída, þegar við vorum þar í námi, og í öll þau skipti sem við ætluðum að prófa að halda jólin í Bandaríkjunum þá guggnuðum við alltaf á því og rétt náðum heim á Þorláksmessu eða aðfangadag. Heima er því best og okkur hefur ekkert langað til að prófa eitthvað annað.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig? Já ég trúi á jólaandann, mér finnst hann snúast um samveru með fjölskyldunni og vinum og sýna væntumþykju.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Að allir í fjölskyldunni séu heilsuhraustir og líði vel.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Ég myndi gjarnan óska þess að hægt væri að binda endi á þessi endalausu stríð og fólk fengi frið. Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Ég ætla að vera duglegri að spila golf en það fór afskaplega lítið fyrir því á þessu ári. Það styttist líka i skíðaferð með vinahópnum svo árið byrjar vel.

Gleðilega hátíð

Sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og þakkir fyrir þátttökuna og samveruna á fjölbreyttum viðburðum í tilefni 30 ára afmælisárs sveitarfélagsins.

Jólakveðja, Reykjanesbær

Ung húsmóðir í Garðinum er ábyrg fyrir því að bæjarbúar komast fyrr í jólagírinn en margir aðrir. Hún reykir nefnilega allt sitt kjöt sjálf og hvað minnir meira á jólin en góður ilmur úr reykkofanum? Kristbjörg Kamilla Sigtryggsdóttir hefur reykt kjöt og fisk síðustu sjö ár. Hún hefur haft aðgang að reykkofa við heimili foreldra sinna skammt utan við þéttbýlið í Garðinum. Kamilla, eins og hún er jafnan kölluð, bjó einnig í nokkur ár í Skiphól í Út-Garðinum og var með reykkofa á lóðinni. Núna er Kamilla flutt í Teiga- og Klapparhverfið í Garði en hefur látið duga að vera með lítinn reykofn á sólpallinum. Það er græja sem er á pari við það að vera með gott útigrill. Unnendur góðrar matarlyktar myndu þó segja að það komi bæði meiri reykur og lykt frá grillinu heldur en reykofninum. Kamillu langar að setja upp reykkofann á lóðinni heima hjá sér en heldur að hún fái meira næði með hann í „sveitinni“ á Garðskaga hjá foreldrum sínum.

úr reykkofanum hjá Kamillu

kald- og heitreykt

Þegar blaðamaður Víkurfrétta hitti Kamillu voru hún og kærasti hennar, Gísli Eysteinn Helgason, að kveikja upp í eldstæðinu við reykkofann. Það var fimmta daginn í röð sem kveikt var upp í eldstæðinu. Það er talsverð vinna að raða viðeigandi eldiviði í eldstæðið þar sem blandað er saman taði, birkigreinum, spæni, sagi og tryggja það að þetta brenni allt rétt og endist í um sólarhring. Reykinn frá þessu leggur svo um rör inn í reykkofann þar sem kjötið er hangandi. Reykurinn er kaldur en allt í kofanum er kaldreykt. Í ofninum sem Kamilla er með heima á sólpallinum er hins vegar hægt að velja um kaldreykingu og heitreykingu. Ofninn er þannig að jafnvel er hægt að vera með kjöthitamæli og fylgjast með því þegar réttum kjarnhita er náð og maturinn tilbúinn á veisluborðið. Kamilla er kjarnakona og þrátt fyrir að hafa lent í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum fer hún áfram á hnefanum. Hún fer til veiða og hefur skotið gæsir og sjófugla. Þá fór hún til hreindýraveiða síðsumars en þó aðeins til að fylgjast með.

Hreindýr í reykkofanum

Afurðir úr hreindýraveiði rötuðu þó í reykkofann hjá Kamillu þó hún hafi ekki fellt það dýr. Þar mátti sjá hreindýralæri, hreindýratungu og jafnvel hreindýrahjörtu sem eru afrakstur veiði vinar hennar. í kofanum er einnig reykt lamba- og sauðakjöt ýmiskonar. Læri og frampartar, hvort sem er á beini eða úrbeinað.

Það sem vakti þó einna helst athygli blaðamanns voru sviða-

kjammar sem Kamilla var að taka úr reykingu daginn sem útsendari blaðsins kíkti í kofann. Kjammana sýður hún svo og vinnur í reykta sviðasultu, algjört lostæti sem

asta reykinn þegar þetta er skrifað. Þá eru reyndar væntanlegir nokkrir fuglar í hús sem verða reyktir fyrir jólin.

Frá haga í maga

hefur vakið óskipta athygli segir Kamilla.

Það er farið að líða að lokum tímabils reykingar. Aðeins tvíreyktu lærin eru að drekka í sig síð-

Kamilla heldur úti síðu á samfélagsmiðlum undir nafninu Frá haga í maga. Þar sýnir hún frá veiðum, verkun og matargerð. Það var einmitt í gegnum samfélagsmiðilinn sem hún kynntist kærasta sínum. Hann kemur austan frá Höfn í Hornafirði. Kamilla var í eggjatínslu með hundinum sínum, honum Darra, í sumar og sýndi frá því á Instagram. Gísli Eysteinn hafði verið að fylgjast með Kamillu og sá að þau áttu margt sameiginlegt þegar kom að því að nýta náttúruna. Sjálfur stundar hann veiðar, stundar eggjatínslu og fer jafnvel til berja og tínir sveppi til matargerðar. Hann er einnig sjómaður að atvinnu. Var á togara í áratug og á í dag tvær trillur. Og talandi um myndarskap í eldhúsinu þá gerðu Kamilla og móðir hennar um 650 hrossabjúgu nýverið. Þegar þessi staðreynd kom upp á borðið varð unnustinn Gísli Eysteinn ein augu og eyru og kominn með ákveðna vissu fyrir því hvað verður í matinn á næstu vikur á mánuði. Hvað duga 650 bjúgu í marga mata?

Dóttirin tekur virkan þátt

Kamilla á dótturina Ingibjörgu

Aþenu og leyfir henni að taka virkan þátt í öllu umstanginu í eldhúsinu og undirbúningi fyrir reykingu. Ingibjörg hefur meðal annars aðstoðað við að reita gæsir og síðast þegar mamma hennar fór í veiðiferð var krafa um að hún kæmi nú með eina gæs heim því það væri svo gaman að skoða gogginn. Kamilla mun verja jólunum austur á Höfn. Ef að kærastinn klikkar algjörlega á jólamatnum ákvað Kamilla að skella í „Litlu jólin“ nú í desember þar sem svínahamborgarhryggur „Frá haga í maga“ var á borðum. Uppskriftina að þeirri eldamennsku er að finna hér að neðan.

Svínahamborgarhryggur

„Frá haga í maga“

Svínahamborgarhryggur

1 rauðvín

6-8 hvítlauksgeirar

2 stórir rauðlaukar

6 greinar ferskt garðablóðberg

4 greinar ferskt rósmarín

1 bolli vatn

Setjið allt saman í steikarpott og hellið rauðvíni yfir hrygginn, setjið lokið á og á 150 gráður. 50-60 mínútur fyrir hvert kíló. Þegar hryggurinn er tilbúinn, takið hann út og hækkið ofninn í 200 gráður. Náið ykkur í soð fyrir sósuna. Setjið gljáa yfir hrygginn og inn í ofn í 5 mínútur.

Gljái Púðursyku SS sinnep Rauðvín

Sósa Soð, rifsberjahlaup, gráðostur, villikraftur, nautakraftur, rauðvín, rjómi.

Allt soðið saman og smakkað til og þykkt með maizena mjöli.

kamilla hefur verið dugleg að fara til veiða, hvort sem það er á gæs eða sjófuglaveiðar. Þá kastar hún fyrir silung og fer með hundinn sinn, hann darra, í eggjaleit í hei ðinni ofan við garðinn. darri fer allt á nefinu og kemur með tugi eggja úr hverri eggjatínsluferð.

Það voru einmitt eggin sem darri var að finna sem kveiktu áhuga gísla eysteins á kamillu. Hundurinn darri hefur því samband þeirra á samviskunni í dag.

á instagramsíðunni Frá haga í maga deilir kristbjörg kamilla myndum frá matreiðslu á villibráðinni sem hún veiðir og gerir lesendur svanga.

Í ofninum sem kamilla er með heima á sólpallinum er hins vegar hægt að velja um kaldreykingu og heitreykingu. Ofninn er þannig að jafnvel er hægt að vera með kjöthitamæli og fylgjast með því þegar réttum kjarnhita er náð og maturinn tilbúinn á veisluborðið.

Saga reykingar allt frá landnámi

Á Suðurnesjum eru einungis örfáir reykkofar þar sem kjöt- og fiskmeti er reykt með þessu gamla lagi. Reyking kjöts og fisks hefur verið stunduð í margar aldir og á sér rætur í hefðbundnum matvælageymsluaðferðum. Þessi aðferð, sem var algeng í mörgum löndum með köldu loftslagi, var notuð til að lengja geymsluþol matvæla og bæta bragðið.

Hefðin að reykja kjöt og fisk hófst líklega á landnámsöld eða skömmu síðar. Hún var þróuð sem hluti af sjálfsþurftarbúskap þar sem lítil aðföng voru tiltæk og nauðsynlegt var að varðveita mat fyrir veturinn. Reyking var algeng í öðrum norrænum löndum og gæti hafa borist til Íslands með norrænum landnámsmönnum.

Íslendingar byggðu sérstaka reykkofa eða reykhús þar sem kjöt og fiskur var hengt upp og reykt með reyk frá eldiviði, oft birki, sauðataði eða mýrarþurrku.

Þetta var sérstaklega mikilvægt til að koma í veg fyrir að maturinn myglaði eða skemmdist.

Fyrir daga kælitækni var reyking ein helsta aðferðin til að auka

geymsluþol matvæla, ásamt söltun, þurrkun og svo súrsun.

Reyking matvæla hefur bæði praktíska og bragðtengda kosti.

Reykur inniheldur efni sem hafa rotvarnareiginleika. Þau hindra vöxt baktería og sveppa sem valda skemmdum.

Með reykingu tapar matur hluta af raka sínum, sem hægir á skemmdarferlum.

Reyking gefur matvælum einstakt og ríkulegt bragð sem margir kunna að meta. Tegund viðar eða eldiviðar hefur áhrif á bragðið, sem gefur möguleika á fjölbreyttum útfærslum.

Reyking hefur þróast úr nauðsyn í matargerðarhefð og hefur menningarlegt gildi. Reyktur matur er oft tengdur hátíðum, t.d. hangikjöt á jólum á Íslandi. Reyking drepur einnig sumar bakteríur og örverur sem geta verið til staðar á hráefnum, sem gerir matvælin öruggari til neyslu. Í dag er reyking ekki eins nauðsynleg til varðveislu matvæla vegna kælitækni, en hún hefur haldist vinsæl fyrir bragðið og hefðina. Hangikjöt, reyktur lax og reyktur fiskur eru dæmi um mat sem nýtur mikilla vinsælda á Íslandi.

ÞYRLAN EINA VONIN

Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Til taks – Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands fyrstu 40 árin. Í bókinni er, eins og nafn hennar gefur til kynna, rakin saga þyrlusveitar Landhelgisgæslu Íslands fyrstu fjóra áratugina. Sagt er frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar, viðamestu verkefnum þyrlnanna og sviplegum atburðum í rekstri þeirra. Tveir af höfundum bókarinnar, þeir Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson, eru reyndustu þyrluflugmenn okkar og hafa þeir, ásamt fleirum auðvitað, komið mörgum til bjargar. Þriðji í hópi höfunda er Júlíus Ó. Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður.

Ert þú að hefja nýja lyfjameðferð? Þá er Lyfjastoð eitthvað fyrir þig!

Lyfjastoð samanstendur af tveimur viðtalstímum með lyfjafræðingi. Viðtölin fara fram á fyrstu vikunum eftir að þú hefur nýja lyfjameðferð.

Svona virkar þjónustan:

Lyfjastoð

Reykjanesapótek Ný lyfjameðferð

Hvað þarft þú að vita um lyfin þín?

Lyfið sjálft

Hvers vegna og hversu lengi á ég að taka lyfið? Hversu langan tíma má ég gera ráð fyrir að taki lyfið að byrja að virka?

Tæknileg atriði

Pantaðu viðtalstíma á lyfjastod@reykjanesapotek.is eða í síma 421-3393

Samtalsmeðferð með lyfjafræðingi sem samanstendur af tveimur viðtölum í sérútbúnu viðtalsrými. Viðtölin taka u.þ.b. 15 mínútur þar sem farið er yfir eftirfarandi atriði: : góðar venjur í lyfjameðferð : helstu atriði tengd meðferðinni þinni : tæknileg atriði tengd lyfjunum þínum og þeim vandamálum sem gætu komið upp í lyfjameðferð

Reykjanesapótek: Hólagötu 15 Fitjum 2 Vaktsími: 821-1128 Sími: 421-3393 Sími: 421-3383

Opnunartími: Opnunartími: 9–20 virka daga 10–19 virka daga 12–19 um helgar 11–15 laugardögum

Er erfitt að taka lyfið? Skiptir einhverju máli hvenær ég tek lyfið? Hvað geri ég ef ég gleymi að taka lyfið?

Óvenjulegar aðstæður Hverjar eru þekktar aukaverkanir lyfsins og er eitthvað sem ég get gert?

Er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga, eins og tengt mat, fæðubótarefnum eða öðrum lyfjum?

Fjölmargar myndir prýða bókina, sem ætti að höfða til allra landsmanna, enda koma þyrlur Landhelgisgæslunnar nánast við sögu á hverjum degi og þar leggja menn sig í líma við að bjarga lífi þeirra sem staddir eru í hættu. Hér á eftir fer lítilsháttar efni úr bókinni og er gripið niður í frásögn Sigurðar Snæfells Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Hellissandi: Snemma morguns þann 14. mars 1987 fengum við fregnir um að fiskibáturinn Barðinn GK-475 væri vélarvana í nauðum við Hólahóla á Snæfellsnesi. Björgunarsveitir voru ræstar út frá Hellnum, Arnarstapa, Ólafsvík og Hellissandi, og héldum við út á nesið. Áhafnir nærstaddra báta brugðust við og dældu út olíu til að róa brotin en svo fór að Barðinn kom inn í öldurótið og barst inn að klettunum þar sem hann skorðaðist fastur. Brim var mikið er við komum á strandstað en fyrir sjónum okkar blasti við toppurinn af mastrinu. Í byrjun var reynt að hafa samband við áhöfnina en án árangurs. Leitað var strax við klettana að skipverjum og þurftum við að passa okkur að fá ekki brak úr bátnum yfir okkur en sjógangurinn var svo mikill að það kastaðist hátt upp í loftið og féll allt í kringum okkur. Fluglínutækið var komið upp og gert klárt til að freista þess að bjarga áhöfninni. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar kom svo á vettvang og var það eina vonin á þessari stundu um að bjarga mætti áhöfninni. Þyrlan byrjaði að hífa áhöfnina frá borði. Hún þurfti að lenda og losa sig við fyrstu mennina áður en hinir voru sóttir sem eftir voru um borð. Þar tók björgunarsveitin á móti mönnunum og hlúði að þeim. Aðstæður voru slæmar á strandstað meðan á björguninni stóð og þurfti að vera vel á verði því brotsjórinn gekk yfir klettana og bátinn.

Í kringum hádegi fjaraði og sjógangurinn varð minni, og var þá fært að fara um borð í Barðann. Við

fórum tveir um borð, báturinn hallaðist á stjórnborða og fór ég aftur í stýrishúsið eftir bakborðssíðu hans, og varð ég að hafa mig allan við svo ég missti ekki jafnvægið. Á dekkinu voru netadræsur og brak sem ekki hefði verið gæfulegt að lenda í. Ástandið inni í stýrishúsinu var skelfilegt, þar sem brotsjórinn hafði hrifsað stóran hluta af tækjum og búnaði með sér og var það hreinlega horfið. Það var ströng áminning um að ekki má vanmeta kraftinn í Ægi, konungi sjávar. Inni í kortaklefanum mátti greinilega sjá ummerki eftir sjóinn. Eftir smá yfirferð fann ég bara eitt armbandsúr sem hékk uppi á vegg og var það hið eina sem hægt var að bjarga af persónulegum eigum áhafnarinnar. Það var ánægjulegt að geta skilað því í réttar hendur. Er ekki neinn vafi á því að kortaklefinn bjargaði áhöfninni, því ekki hefði verið möguleiki að hafast við í stýrishúsinu. Ekki var gerð tilraun til að fara um vistarverur undir dekki þar sem sjór var um allt. Tel ég það mikla gæfu að Barðinn skorðaðist þannig að hann fór aldrei yfir á bakborða, þrátt fyrir gríðarlegan sjógang sem dundi á honum linnulaust á meðan þyrluáhöfnin sinnti hinni frækilegu björgun.

Eftir tíu daga var farið í eftirlit á strandstað. Þá var nánast ekkert eftir af bátnum.

Höfundarnir, frá vinstri: benóný ásgrímsson, Júlíus Ó. einarsson og Páll Halldórsson.
barðinn í nauðum.

á nýju ári

Óskum Suðurnesjamönnum

gleðilegra jóla og farsældar

Safna fé fyrir göngustíg að Prestvörðunni

Séra Sigurður B. Sívertsen á hug og hjörtu þeirra Helgu Ingimundardóttur og Kristjönu Kjartansdóttur og þannig hefur það verið lengi. Sérstaklega er það varða sem séra Sigurður reisti nokkru eftir atburð sem varð í janúar 1876 í Leirunni sem er þeim hugleikin. Þar lenti hann í miklum hrakningum í ofsaveðri sem gekk yfir Suðurnesin og varð næstum úti. Varðan er við þekkta þjóðleið þar sem farið var milli Garðs og Keflavíkur fyrr á öldum. Nú vilja þær Helga og Kristjana láta leggja göngustíg að Prestvörðunni og gera hana þannig aðgengilegri almenningi.

ungir menn leituðu vörðunnar

Saga vörðunnar var mörgum kunn en staðsetning hennar féll fólki úr minni eftir því sem árin liðu. Það var síðan árið 1979 sem tveir ungir menn úr Keflavík gerðu út leiðangur í að finna vörðuna. Hana mátti þekkja af áletraði steinhellu. Skemmtilega frásögn má finna í tímaritinu Faxa frá 1999. Þar segir Ragnar Snær Karlsson frá því þegar hann og mágur hans, Hjörtur Magni Jóhannesson, síðar prestur að Útskálum og Fríkirkjunni í Reykjavík, leituðu vörðunnar. Þeir gengu um heiðina í Leirunni. Eftir töluverðan tíma settust þeir niður til að hvíla sig hjá einni vörðunni. Datt þá Ragnari í

hug að velta við hellu einni sem var við vörðuna og viti menn, hér var hellan með áletruninni komin í leitirnar. Þeir voru búnir að finna Prestsvörðuna. Helga Ingimundardóttir hefur tekið saman fróðleik um Sigurð Sívertsen og prestvörðuna hans. Í samantekt Helgu segir m.a.: „Í holtinu fyrir ofan Leiruna í Garðinum eru steinvörður sem reistar voru til að vísa mönnum veginn hér áður fyrr og sumar jafnvel notaðar við fiskveiðistjórnun frá fyrri tíð. Þessar vörður eru í dag mikil menningarverðmæti og minna á þann tíma er mikill fjöldi fólks varð úti. Ein varðan var þó reist af annarri ástæðu - eða til þess að minnast atburðar sem átti sér stað fyrir um það bil 148 árum og margir kölluðu, með réttu, kraftaverk.“

Óhultur í náðum

Um Prestsvörðuna og atburðinum sem varð til þess að séra Sigurður lét reisa hana er fjallað í samantekt Helgu og þar vitnar hún í dagbókarfærslu séra Sigurðar um atburðinn: „Sunnudaginn 2. janúar 1876 gjörði mesta ofsaveður á landsunnan sem varaði alla nóttina. Fuku skip og brotnuðu. Annað veður þvílíkt datt á laugardagskvöldið 22. janúar, með fjarskalegri rigningu upp úr útsynnings éljagangi og frosti. Þá um kvöldið er ég kom frá Keflavík, er ég skírt hafði þar barn, varð ég viðskila við

samferðamann minn við Bergsenda, en af því að ég sá ekki lengur til vegar, fór ég afleiðis suður fyrir veginn fyrir ofan Leiru. Treysti ég mér þá ekki til að halda áfram, ef ég kynni að villast suður í heiði. Var og hesturinn hlaupinn frá mér. Lagðist ég þá niður og ætlaði að láta fyrirberast, en um nóttina var gerð leit að mér af sóknarfólki mínu, fyrir tilstilli sonar míns. Leið svo hin óttalega nótt, að enginn gat mig hitt, þar til um morguninn, að tveir heimamenn mínir hittu mig og var ég enn með rænu og nokkru fjöri, þó að nokkuð væri að mér dregið. Hugði enginn maður, að ég þá nótt mundi hafa afborið lífið, og var það auðsjáanlega drottins almættis dásemdar verk, að ég skyldi lifa svo lengi í því veðri, en mér leið vel og mér fannst eins og yfir mér hefði verið tjaldað, og vissulega var ég undir hlífðartjaldi með föðurlegri varðveizlu. Guði sé lof fyrir þessa lífgjöf. Þetta tilfelli í lífi mínu vil ég ekki gleyma að minnast á og gefa guði dýrðina“.[BÁ5] Nokkru eftir þennan atburð lét séra Sigurður reisa vörðuna til að minnast þessa dásemdarverks. Á hellu sem snýr í austur á vörðunni lét hann tilhöggva dagsetninguna og vers úr Biblíunni, nánar úr Davíðssálmi, 4. kafla, 9. vers: 1876 21. JAN Í FRIÐI LEGST ÉG FYRIR Í FRIÐI ER ÉG ÞVÍ ÞÚ EINN DROTTINN ERT ÞAÐ SEM LÆTUR MIG BÚA ÓHULTAN Í NÁÐUM. Í Davíðssálmum hljómar þetta svona: Í friði leggst ég til hvíldar

kristjana kjartansdóttir
Prestvarðan í heiðinni í leirunni, beint upp af golfskálanum.
séra sigurður b sívertsen.

Frá göngumessu sem haldin var við Prestvörðuna síðasta sumar. og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum.

vilja gera Prestvörðuna aðgengilegri

Þær Helga og Kristjana vilja gera vörðuna aðgengilegri almenningi með því að leggja að henni göngustíg sem yrði fær sem flestum. Prestvarðan er um 600 metra upp í heiðinni beint upp af golfskálanum í Leiru og gangurinn þangað er nokkuð þungur í móanum. Með því að leggja malarstíg væri auðveldara að komast að vörðunni.

Þær stöllur hafa leitað til Suðurnesjabæjar varðandi verkefnið. Þar var tekið vel á móti þeim en þeim vísað með verkefnið á sjóði sem mögulega styrkja svona framkvæmdir. Suðurnesjabær vann kostnaðaráætlun fyrir þær sem notuð hefur verið til grundvallar þegar sótt er um stuðning við verkefnið. Nú liggur fyrir umsókn hjá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja varðandi verkefnið.

Sjálfar eru þær Helga og Kristjana í bóksölu en nýverið barst þeim verðmæt gjöf frá einstaklingi sem ekki vill láta nafns síns getið. Það eru 100 endurprentanir af riti sem kallast Útfararminning og var gefin út eftir útför sr. Sigurðar B. Sívertsen árið 1897. Það er sama ár og gamli vitinn á Garðskaga var reistur. Í samráði við gefandann eru bækurnar seldar á 3.500 krónur og er ágóðinn lagður inn á reikning í Landsbankanum sem nefnist Prestvarðan: reikn. 012305-004577 kt. 200743-4319. Til að kaupa bókina má finna þær Helgu

S. Ingimundardóttur eða Sjönu

Kjartans á Facebook.

Þær Helga og Kristjana segja blaðamanni einnig frá því að vestur í Bandaríkjunum er einnig söfnun í gangi á meðal ættingja sr. Sigurðar B. Sívertsen þar. Þar hafa á stuttum tíma safnast um 2.000 dollarar í stígagerðina.

Jól í

Kóda

Munið gjafakortin

Opnunartímar fram að jólum: Laugardag 21. des. 11–18

Sunnudag 22. des. 11–18

Mánudag 23. des. 11–22

Þriðjudag 24. des. 10–12

„Ljóst er að græni iðngarðurinn er spennandi framtíðarsýn og gífurleg tækifæri eru fólgin í svæðinu og tengingum þess fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum,“ segir Pálmi Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco en Þróunarfélagið, Reykjanesbær og Suðurnesjabær efndu til opins fundar um grænan iðngarð í Helguvík og Bergvík í síðustu viku. Fundurinn fór fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði og var vel sóttur.

Verkefnið er samvinnuverkefni Kadeco, Reykjanesbæjar, Reykjaneshafnar og Suðurnesjabæjar og miðar að því að í Helguvík og Bergvík verði starfrækt samhangandi athafna- og iðnaðarsvæði sem byggir á framsýni, nýsköpun, sjálfbærni og hringrásarhugsjón.

Fundarstjórn var í höndum Magnúsar Stefánssonar, bæjarstjóra í Suðurnesjabæ sem einnig situr í bakhjarlahópi verkefnisins. Þá kynntu Bergný Jóna Sævarsdóttir og Elín Guðnadóttir frá Kadeco verkefnið ásamt því að segja

Græni iðngarðurinn er spennandi framtíðarsýn Frá

frá nokkrum lykilverkefnum sem þróunarfélagið vinnur að þessa stundina. Bergný og Elín fóru yfir helstu áherslur í tengslum við grænan iðngarð sem miða meðal annars að því að á svæðinu skapist tækifæri fyrir fjölbreytni við val á starfsemi, að horft sé til hátæknistarfa, hringrásar og græns iðnaðar og að svæðið og fyrirtækin verði samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Í kjölfar kynninga sköpuðust góðar og gagnlegar umræður meðal viðstaddra um verkefnið, áskoranir og tækifæri.

Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári

Blóm og gjafavara

Heimilisvara, lampar, kertastjakar, púðar, styttur, húsgögn.

blomaskurvillu.is

Frí heimsending í Reykjanesbæ ef pantað er fyrir meira en 15.000 kr.

Hafnargata 54, Keflavík, Iceland

Sími: 863 2008

Póstur: villaeinars@gmail.com

Hafnargötu

Rjúpan að hertaka Grindavík?

„Það var magnað að koma til grindavíkur í sumar og sjá þessa breyttu hegðun fuglanna,“ segir sölvi rúnar vignisson, fuglafræðingur hjá Þekkingarsetri suðurnesja en þeir íbúar grindavíkur sem búa í bænum í dag hafa tekið eftir nýjum grindvíkingum má segja, fjölmargar rjúpur hafa leitað skjóls inni í bænum. sölvi segir að klár tengsl séu á milli þessarar breyttu hegðunar rjúpunnar og annarra fuglategunda, við mun minna mannfólk í bænum. sölvi kom tvisvar sinnum til grindavíkur í sumar til að kanna stöðu fugla og kom honum sjónin sem blasti við, vægast sagt spánskt fyrir sjónir.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Þetta er ekkert nýtt í dýraheiminum segir Sölvi, að dýr leiti skjóls í yfirgefnum bæjum og borgum.

„Búsvæði rjúpunnar er í grennd við Grindavík en hún verpir mest í mólendi og nóg er af því í grennd Grindavíkur og í raun á öllu Reykjanesinu. Rjúpan étur lauf af stærri jurtum eins og Víðirunnum og Álftasóleyjum og hún verpir eins og flestir fuglar, á vorin og svo heldur hún sér á þeim slóðum sem auðveldast er fyrir hana að finna æti. Karrinn sem er karlfuglinn býr sér til nokkurs konar óðal, er lengur hvítur en kvenfuglinn sem ber heitið hæna en eins og við vitum þá er minni snjór en áður tíðkaðist. Þess vegna leitar rjúpan inn í byggðir þar sem hægt er að reyna fela sig, hvort sem er á hvítum þökum eða heyrúllum

Sendum

t.d. Rjúpan leitar líka oft inn í bæi þegar hún er að flýja fálka og önnur rándýr, líf hennar hefur alltaf verið markað harðri lífsbaráttu. Karrinn er ekki við eina fjöl felldur þegar kemur að makaleit,

hver karri er með nokkrar hænur í vasanum og þannig fer einmitt rjúpnatalning fram, við göngum ákveðin svæði og teljum Karrana, margföldum þá tölu með viðmiðunarfjölda hæna og fáum út tölu.

Við förum alltaf á sömu slóðir, svið sem nær nokkurn veginn frá Vogum að Fagradalsfjalli. Þegar ég byrjaði í þessu fyrir rúmum áratug, töldum við ekki nema fjóra til fimm karra en í dag eru þeir 25 svo rjúpu hefur greinilega fjölgað hér á Reykjanesinu og það er auðvitað jákvætt. Það hefur verið bannað að skjóta rjúpu að undanförnu, bæði vildu fræðingarnir sjá samanburð á svæði þar sem ekki var leyfð veiði, og á svæðum sem það var leyfilegt. Þessum rannsóknum er löngu lokið en hvort veiðimönnum verði aftur gefið skotleyfi á rjúpuna, treysti ég mér ekki til að segja til um. Ég held að það verði alla vega ekki leyft á okkar svæði sem heyrir undir Geopark, það er mikið um ferðafólk á svæðinu og það gefur auga leið að slíkt fer ekki vel með skotveiði.“

álft í Nettó

Þegar Sölvi fékk leyfi til að kanna stöðu fuglamála í Grindavík, þá sjaldan sem það leyfi fékkst frá

Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum fyrir liðið ár!

yfirvöldum, blasti við honum skrýtin sjón.

„Það var einfaldlega allt annað að koma til Grindavíkur í sumar en nokkurn tíma áður. Krían var á óvenjulegum stöðum, hún hefur mest verið austur í hverfi og vestur í Staðarhverfi en í sumar sá ég hana í massavís á götum inni í Grindavík. Ekki bara að krían hafi hagað sér óvenjulega, það var mikið um æðarfugl inni í bænum og ég rakst líka á álft sem var á bílastæðinu við Nettó. Það var eins og hún væri að koma úr matarinnkaupum og ég hafði á tilfinningunni þegar hún leit á mig, að hún væri að hugsa með sér hvað í andskotanum ég væri að gera þarna! Einhver hefði haldið að álftinni líði betur úti í náttúrunni en fyrir utan Nettó svo hvað hún var að vilja þarna er ekki gott að segja til um. Kannski var eitthvað æti þarna á þessum tímapunkti eða hún að leita sér að nýjum varpstað, það er ekki gott um það að segja. Fuglafræðin mín nær ekki það langt að ég sé farinn að geta lesið hugsanir fuglsins, það er kannski það næsta sem maður reynir að gera en að öllu gamni slepptu þá kemur þessi hegðun fuglanna og dýra yfir höfuð, ekki á óvart. Fuglinn sækir

smyrill vaktar rjúpurnar í grindavík.

að ofan má svo sjá rjúpu uppi á þaki á einu íbúðarhúsi í grindavík.

í skjól og þegar ekki er truflun af manndýrinu, er hann í toppmálum í bæ eins og Grindavík. Ýktara dæmi eru t.d. í Chernobyl árið 1986 en þá þurrkaðist fjórtán þúsund manna borg út á einu augabragði og enginn hefur snúið til baka. Þar hefur dýralífið blómstrað, tveggja til þriggja metra há tré vaxa upp úr niðurföllum og þetta segir okkur að náttúran finnur alltaf sinn veg en úlfar og önnur dýr drápust örugglega meira úr krabba og sum dýr stökkbreyttust, sérstaklega þau sem voru nærri upptökunum. Þó svo að nokkrir Grindvíkingar búi í bænum þá er miklu minni truflun en var áður og gleymum því ekki að áður en Grindavík byggðist upp, var pottþétt mjög fjölskrúðugt dýralíf þar og þegar mannfólkið tekur yfir svæðið, finnur dýrið nýja leið, náttúran gerir það alltaf. Að sjá þetta svona berum augum í Grindavík var mjög merkilegt fyrir mig sem fuglafræðing, það var hreinlega magnað að sjá allt þetta fuglalíf inni í bænum, uppi á bílum og á allan hátt að hegða sér allt öðruvísi en í venjulegu árferði,“ sagði Sölvi að lokum.

Sendum íbúum Suðurnesja okkar bestu hátíðarkveðjur og óskir um farsæld á nýju ári.

Þökkum hlýhug og góðar kveðjur á 70 ára afmæli HSS á árinu sem er að líða.

Krefjandi ár í bæjarpólitíkinni í

n Ánægð að geta haldið grindvísk jól á nýjan leik

„Ég er bjartsýn á framtíð bæjarins míns, ég hlakka til þegar fyrstu tillögur um uppbyggingu og endurreisn bæjarins verða kynntar á næstunni,“ segir forseti bæjarstjórnar grindavíkur, ásrún kristinsdóttir. síðasta ár var henni erfitt, hún missti bæði bróður sinn og föður og það að vera forseti bæjarstjórnar var síður en svo einfalt. síðustu jól voru á allan hátt frábrugðin fyrri jólum en ásrún hlakkar til komandi jóla, sem fjölskyldan ætlar að halda í grindavík.

Ásrún og fjölskylda ætla að halda jólin í ár í Grindavík eftir að hafa verið í sumarbústað um síðustu jól. „Við erum með okkar jólahefðir en þær fóru fyrir lítið í fyrra má segja. Við vorum í sumarbústað föðursystur minnar við Flúðir, við fórum þangað strax eftir rýmingu og það fór vel um okkur þar en jólin voru samt ekki eins og við vorum vön. Þetta voru fyrstu jólin okkar annars staðar en heima hjá okkur og það var sérstakt. Það var líka búinn að vera erfiður tími hjá mér í aðdraganda 10. nóvember, pabbi var jarðaður fjórum dögum fyrir rýmingu og bróðir minn kvaddi fyrr á árinu svo árið 2023 var krefjandi og erfitt. Bernskujólin fylgja manni alla tíð en það eru þessar litlu jólahefðir sem ég met svo mikið. Ég lít t.d. á það sem hefð að taka jólaskraut upp úr kössunum, skraut sem geyma minningar liðinna jóla. Eins að fara út í kirkjugarð á aðfangadag með Valdísi systur, setja greinar og kveikja ljós á leiði ástvina sinna. Mér finnst afar hátíðlegt að fara í kirkju á jólunum, ég er glöð að það eigi að halda jólaguðþjónustu í Grindavík á aðfangadag, fyrr en venjulega en það er líka allt í lagi. Það verður notalegt að hitta aðra Grindvíkinga og syngja saman jólin inn, það eru þessi litlu atriði sem ég held að við öll höfum saknað mikið. Eins er ég ánægð með að Villi á Vörinni verði með skötu á Þorláksmessu. Þó svo að skatan sé ekki í sérstöku uppáhaldi þá hlakka ég til að mæta. Annars höfum við fjölskyldan tekið nýja stefnu undanfarin jól, þó svo að í mörgu sé að snúast í desember og aðdraganda hátíðanna þá er mikilvægt að staldra við og njóta augnabliksins. Það er svo notalegt að geta hjúfrað sig heima, kveikja á kerti, hlusta á ljúfa jólatónlist og bíða eftir að birti af degi. Mér finnst jólatónlistin svo mikilvægur þáttur á aðventunni en með henni fylgja kærleikur, gleði og góðar óskir og við það er svo gott að dvelja.

Við hlökkum til að geta notið jólanna á heimili Margrétar eldri dóttur okkar en hún keypti draumahúsið sitt sem ætlunin var og er að gera upp. Gamla læknishúsið sem byggt var fyrir sjálfan Sigvalda Kaldalóns og bjó hann þar um nokkurt skeið. Húsið var hannað af Guðjóni Samúelssyni húsasmíðameistara ríkisins og er því sögufrægt hús. Það verður yndislegt að eyða aðfangadagskvöldi í húsinu og hlusta jafnvel á tónlist Kaldalóns og láta anda hans um leið svífa yfir.“

Öðruvísi bæjarpólitík

Ásrún sem er kennari og er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, átti engan veginn von á því hlutverki sem hún og aðrir bæjarfulltrúar

fengu upp í hendurnar, árið hefur verið mjög krefjandi. „Ég hef kunnað vel við mig í bæjarpólitíkinni en ekkert gat undirbúið okkur fyrir það sem gekk á í fyrra. Ég rifjaði upp um daginn þegar ég svaraði páska spurningum í Víkurfréttum þegar covid var í gangi, þá grínaðist ég með að fínt yrði að fá ekki jarðskjálfta yfir 3,5 á skólatíma. Mér er minnisstæður íbúafundurinn sem var haldinn í ársbyrjun 2020, þar var talað um hvað gæti hugsanlega gerst en ég held að enginn hafi undirbúið sig fyrir það sem síðan varð. Maður vandist einhvern veginn þessum jarðskjálftum en í raun finnst manni ótrúlegt að þetta allt saman hafi raungerst á okkar tíma. Það að reka bæjarfélagið á þessum tímum hefur heldur betur verið mikil áskorun en ég var þakklát fyrir að fá frí frá kennslunni og getað helgað mig bæjarmálunum. Ég mætti nánast daglega í Tollhúsið en keyrslan þangað frá Flúðum tók u.þ.b. einn og hálfan tíma, minni á að þetta eru fáfarnir sveitavegir og ekki mokað eins og maður er vanur heima hjá sér svo stundum festi ég bílinn. Þessi vetur var einfaldlega mjög erfiður og það var krefjandi að vera bæjarfulltrúi á þessum tíma. Það var gott að fá aðstoð frá Grindavíkurnefndinni og ég vil trúa að við séum komin yfir það versta, þessi síðustu eldgos hafa blessunarlega verið fjær Grindavík og ég vona innilega að nú getum við farið að snúa vörn í sókn,“ segir Ásrún

spennandi uppbyggingarhugmyndir

Nú í vikunni verða kynntar hugmyndir um uppbyggingu og endurreisn í Grindavík í kjölfar jarð-

„Þetta er kannski erfiðasta áskorunin fyrir okkur bæjarfulltrúana, á sama tíma og við erum ánægð með að Grindvíkingurinn vilji halda tryggð við bæinn sinn þá viljum við samt hvetja viðkomandi ef hann eða hún er að þiggja þjónustu í því sveitarfélagi sem fjölskyldan býr, að skrá frekar lögheimili sitt þar þannig að útsvarið renni þangað sem þjónustan er þegin.“

hræringanna og er Ásrún spennt yfir þeirri vinnu.

„Við fengum Batteríið Arkitekta til að aðstoða okkur við vinnu rammaskipulags og skoða hvaða möguleika Grindavík hefur upp á að bjóða nú og í framtíðinni. Ljóst er að bærinn verður aðdráttarafl ferðamanna og er mikilvægt að vinna framtíðarskipulag í sátt við íbúa bæjarins. Við stöndum líka frammi fyrir því að þurfa að rífa hús og mikilvægt að vanda til verka þar sem slíkar aðgerðir geta verið erfiðar fyrir íbúa og við þurfum að nálgast verkefnið að virðingu. Kallað var eftir hugmyndum íbúa í haust og það er ánægjulegt að aðalhráefni þessarar fyrstu tillögu

kemur frá fólkinu okkar. Það eru mikil tækifæri fyrir hendi og mjög gott fyrir okkur að fá utanaðkomandi fagaðila með okkur í lið sem þekkja inn á þessi fræði. Rekstur bæjarins hefur verið mikil áskorun, þetta sveitarfélag sem var eitt það öflugasta á landinu hefur heldur betur misst spón úr aski sínum og við þurfum að halda vel á spilunum. Íbúum hefur fækkað um tæp 63% á þessum tíma og atvinnustarfsemi er löskuð.“

bjarnargreiði?

Margir Grindvíkingar vilja halda tryggð við sinn heimabæ og borga sitt útsvar þangað. Ef viðkomandi

er með barn á leik- eða grunnskólaaldri, er samt viðbúið að tryggðin við bæinn, kosti meira en sem nemur útsvarinu sem viðkomandi skilar í bæjarsjóðinn. Ásrún segir að þetta sé alls ekki einfalt mál. „Þetta er kannski erfiðasta áskorunin fyrir okkur bæjarfulltrúana, á sama tíma og við erum ánægð með að Grindvíkingar vilji halda tryggð við bæinn sinn þá viljum við samt hvetja þá sem eru að þiggja þjónustu í því sveitarfélagi sem fjölskyldan býr, að skrá frekar lögheimili sitt þar þannig að útsvarið renni þangað sem þjónustan er þegin. Það var líka ekki til að bæta stöðu bæjarsjóðs að missa fasteignagjöldin, fasteignafélagið Þórkatla er undanþegið fasteignagjöldum. Miðað við að Þórkatla mun eiga rúmlega 90% íbúðarhúsnæðis þá hefði hlutur Þórkötlu í fasteignagjöldum verið 372 milljónir. Grindavíkurbær þarf samt sem áður að standa straum af kostnaði t.d. fráveitu þessara eigna. Við verðum að vera bjartsýn á að þetta verði að einhverjum hluta leiðrétt.

Ég vona bara innilega að nú getum við farið að stíga ákveðin skref að uppbyggingu bæjarins. Ef náttúran gefur okkur grið og allir gangi í takt sé ég þessi skref raungerast. Ég kýs að dvelja ekki í því liðna heldur horfa brött og vongóð fram á veginn. Grindvíkingar hvar sem þeir eru eiga að snú bökum saman og sameinast, sama hver ákvörðun um framtíðarbúsetu er. Við erum öll Grindvíkingar og eigum að bera virðingu fyrir skoðunum hvors annars. Þetta er yndislegt samfélag í þessum yndislega bæ og sama hvað verður, trúi ég að samfélagið verði alltaf til að einhverju leyti. Ég er bjartsýn á framtíð Grindavíkur,“ sagði Ásrún að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

lífshlaup edvards júlíussonar athafnamanns

í grindavík í glæsilegri tveggja binda útgáfu

Áhugaverð og stórmerkileg ævisaga Svarfdælings sem settist að í Grindavík og vann þar mikil afrek í framkvæmdum með öflugu samstarfsfólki.

Edvard Júlíusson fæddist uppi á lofti í gamalli saltfisksgeymslu á Dalvík rétt áður en Dalvíkurskjálftinn reið yfir og íbúarnir neyddust til að flytja að heiman.

Síðar settist hann að í Grindavík.

Hann var farsæll sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður með allt að hundrað manns í vinnu. Þá haslaði

ásmundur friðriksson skráði

hann sér völl í bæjarstjórn Grindavíkur og varð einn af hvatamönnum að uppbyggingu Bláa lónsins sem er einn þekktasti ferðamannastaður heims.

Á gamalsaldri neyddist Edvard í annað sinn á ævinni til að yfirgefa heimili sitt vegna jarðskjálfta – þegar jarðhræringarnar miklu hófust á Reykjanesskaga.

Höfundurinn, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og rithöfundur, er þekktur fyrir fjörlegan stílsmáta sem nýtur sín vel í þessu mikla verki.

Edvard og Ásmundur munu kynna bókina og árita á bílasölunni K. Steinarsson, Njarðarbraut 15 í Reykjanesbæ, í dag, 18. desember, kl. 14.00–17.00.

Boðið verður upp á súkkulaði og vöfflur með rjóma í léttri og góðri stemningu.

„Skiptir engu máli hvort ég er á

Norðurpólnum, Njarðvík eða Nígeríu,

svo lengi sem ég fæ að vera með fólkinu mínu“

Helga sigrún Harðardóttir er fimm barna amma sem býr ein með kettinum tokyo. Hún starfar sem framkvæmdastjóri staðlaráðs Íslands. Helga stundar músaveiðar með heimiliskettinum og elskar jólaskrautið frá barnabörnunum.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjöl skyldu og hvað stendur upp úr?

Árið var annasamt. Mikið af spennandi verkefnum í vinnunni og svo er ég búin að vera að taka EMBA-gráðu frá amerískum háskóla. Það sem stóð upp úr voru ferðalög innanlands. Þrjú af fimm barnabörnum voru til í að koma með mér, eitt í einu, til Vestmannaeyja, á Snæfellsnes og norður í Skagafjörð þar sem við fórum í bátsferðir, river rafting, tjölduðum, gengum á fjöll og „djömmuðum“. Svo gekk ég með Brynju systur og Dóra mági mínum á Grænahrygg í ágúst. Það var algerlega frábært. Þó ég hafi fullt af tækifærum til að ferðast á framandi slóðir, vinnu minnar vegna, þá tekur samvera með mínu besta fólki, fjölskyldu og vinum öllu fram. Loðdýrið Tokyo var síðan dugleg að færa björg í bú. Hún var meira í músum en fuglum þetta árið og kemur gjarnan með þær lifandi. Hún á það til að sleppa þeim inni (oft á nóttunni) svo ég geti veitt þær aftur. Fullkomin samvinna og mikið hagræði í því þegar við getum veitt sömu mýsnar.

allt þegar útvarpsmessan

hljómaði kl. 18 á aðfangadag. Ég var alveg óendalega svekkt þegar sú tilfinning hvarf. En fyrir einhverja skrýtna töfra rataði blikkandi jólasería ofan af velli og í herbergisgluggann minn eitt árið. Það var alveg nýtt og spennandi á þeim tíma en ég get ekki sagt að ég hafi endilega viljað framlengja þær minningar eftir að ég varð eldri.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í

búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Mér finnst heimagert jólaskraut frá barnabörnunum langskemmtilegast en á líka rússneskar neonbleikar, næfurþunnar glerjólakúlur sem góð vinkona gaf mér fyrir löngu síðan. Eftir undarlegum leiðum rötuðu þær úr sífreranum og í ofan í fíngerða pappakassa með rússneskri áletrun inn í bílskúr í Njarðvík. Þá á ég alveg heilu englakórana og hreindýrahjarðirnar sem við Íris mín máluðum saman fyrir jólin þegar hún var sjö, átta ára. Því tengjast góðar minningar. Bleiku jólakúlurnar, englarnir og hreindýrin hanga núna á neonbleiku tré í stofunni hjá mér! Myndi ekki skipta þessu góssi út fyrir jólakúlur úr gulli.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Það snjóar með Njarðvíkingnum Sigga Guðmunds. Gerist ekki betra.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Love Actually.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna? Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að gera grenikransa eins og Gréta handavinnukennari í

Njarðvík kenndi mér að gera. Fullkomið handverk og endalausir möguleikar með handtíndum könglum, reyniberjum og glimmer-bömbum og kúlum.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum – hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Mér finnst best að fá heimagerðar gjafir frá barnabörnunum. Þau hafa málað handa mér alls kyns jólafígúrur og engla í gegnum tíðina sem fyrir óvana gætu sýnst vera klipptir út úr hryllingsmynd en eru það fallegasta sem ég veit!

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ég bjó í Grænás sem krakki og man eftir einhverjum óútskýranlegum heilagleika leggjast yfir

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Ætli jólin hafi ekki verið með meiri íburði um tíma en svo hef ég verið að færast aftur í einfaldleikann undanfarin ár. Gulli minn heitinn var mjög mikill matmaður og veislukokkur og það fór allt á annan endann yfir hátíðarnar og kæliskápurinn, frystiskápurinn og allir eldhússkápar stútfullir af góðgæti. Hann eldaði margrétta og hélt miklar veislur. Eftir að hann féll frá urðu hátíðirnar rólegri. Þessi árin ver ég a.m.k. aðfangadegi með einkadótturinni, tengdasyninum og börnunum fimm en nýt þess að vera svo í rólegheitum heima líka að lesa t.d. nýjustu útgáfu uppáhaldsrithöfundarins míns og Keflvíkingsins, Jóns Kalmans.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum?

Þar er af mörgu að taka en þegar ég var krakki var alltaf hangikjöt á borðum á aðfangadag og hamborgarhryggur hjá ömmu á jóladag. Þó ýmislegt hafi verið eldað heima hjá mér um jólin fylgir alltaf einhver hátíðleiki þessum gömlu góðu hefðum; hangikjöti og hamborgarhrygg, grænum baunum og rauðkáli.

Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Ég geri alltaf Sörur eftir uppskrift frá Krissu Þorvalds, skólasystur minni og vinkonu úr Keflavík, og Dívur eftir uppskrift frá Jóa Fel. Kóksósan með hamborgarhryggnum er líka ómissandi.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Ég hef verið í útlöndum á jólunum en vildi samt hvergi annars staðar vera en með mínu liði, dótturinni og afkomendum af því það er einfaldlega svo allra, allra best. Það skiptir því engu máli hvort ég er á Norðurpólnum, Njarðvík eða Nígeríu, svo lengi sem ég fæ að vera með þeim.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig? Hátíðlegi heilagleikinn sem lagðist yfir allt kl. 18 á aðfangadag er löngu horfinn en jólaandinn

breyttist kannski bara. Ég trúi á jólaanda sem inniheldur manngæsku, auðmýkt og það að vera næs og að hann eigi að viðhafa allt árið.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Ég myndi vilja bæði frið á jörð og góða heilsu til handa öllum sem ég þekki. Er það of mikið?

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Friður. Það er svo óendanlega sárt að horfa upp á saklaust fólk, ekki síst börn, þjást og deyja út af myrkraverkum vondra og klikkaðra karla sem eru að drepast úr valdasýki og frekju.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Áramótaheitið er það sama og síðast. Halda áfram að mæta í líkamsrækt hjá Guðbjörgu Finns úr Sandgerði. Hún er ekkert minna en snillingur. Þá þyrfti ég að fara meira á sjó. Lítill bátur, hann Kátur, sem við Davíð Ólafs, skólabróðir og stórsöngvari úr Keflavík, eigum í félagi við nokkra hljóðfæraleikara og aðra snillinga, liggur bundinn við bryggju við Hörpu allt of stóran hluta sumarsins. Og þá ætla ég að ganga meira á fjöll. Er það ekki eitthvað?

Afgreiðslutími um jól og áramót

24. des Aðfangadagur

Opið til kl. 17:00

25. des Jóladagur

Opnar kl. 11:00

26. des Annar í jólum

Opið 24/7

31. des Gamlársdagur

Opið 24/7

1. jan Nýársdagur

Opið 24/7

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

Hópefli af bestu gerð í Holtaskóla

Í mars 2024 fórum við fimm samstarfsmenn úr Holtaskóla saman til London á fótboltaleik. Á þeim tíma vissum við svo sem ekki mikið um liðin sem voru að fara að mætast og heiðarlega sagt, er erfitt að tala um að þetta hafi verið stórleikur. Þarna voru að mætast liðin MK Dons og Crew Alexandria í fjórðu efstu deild í Englandi.

Við mættum á Stadium MK völlinn, sem óhætt er að segja sé einkar glæsilegur og tekur um þrjátíu þúsund áhorfendur í sæti. Þó svo að við mættum á völlinn og tókum okkar fimm sæti og kannski rúmlega það, þá vantaði kannski aðeins upp á að uppselt væri, svona ca. 24 þúsund manns.

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

stemmning Það er stemmning og fjör að fylgjast með úr stúkunni.

stuðningsmannaklúbbur

Það sem skipti máli var að við elskuðum allt í kringum liðið, stemninguna hjá þessum fáu sem mættu og góður sigur MK Dons hjálpaði alveg til. Við ákváðum í framhaldinu af ferðinni, að mæta í skólann eftir þetta á föstudögum í MK Dons fótboltabúningunum sem við keyptum þarna ytra. Úr verður að þessir fimm sem fóru að mæta í búningum urðu fljótt að tíu, svo tíu að tuttugu. Stemningin í kringum liðið í skólanum fór því jafnt og þétt að aukast og stuðningsmannahópurinn vægt til orða tekið, ört vaxandi. Úr verður að stofnaður er stuðningsmannaklúbbur, þar sem farið er að skrifa greinar um leiki liðsins og í rauninni allt sem tengist þessum skemmtilega klúbbi.

Íslendingarnir

Á skólaárinu 2024 var svo á dagskrá námsferð hjá Holtaskóla til London. Var því alveg kjörið að slá tvær flugur í einu höggi og skella sér á leik hjá MK Dons. Hafði því formaður MK Dons klúbbsins á Íslandi samband við félagið og lét vita af þessari væntanlegri heimsókn. Félagið tók heldur betur vel í þetta, þar sem við fengum til að mynda 50% afslátt af miðaverðinu og Simon Crampton sem er „Sporting operations director“ hjá MK Dons tók á móti okkur við komuna á völlinn. Þar sýndi hann okkur það helsta á vellinum, fékk leikmenn til að koma og heilsa upp á okkur og margt fleira. Koma okkar á svæðið var meðal annars auglýst á facebook-síðu klúbbsins MK Dons og birt mynd af hópnum, auk þess var þetta auglýst vel á aðal stuðningsmanna síðunni og skrifaðar greinar um ferð Íslendinganna. Það er einnig gaman að segja frá því að við vorum bókstaflega á allra vörum og lentum ansi oft í því að vera spurð á vellinum: „Já eruð þið Íslendingarnir.“

Leikurinn var síðan hin besta skemmtun þar sem nóg var af

...Stemningin í kringum liðið í skólanum fór því jafnt og þétt að aukast og stuðningsmanna hópurinn vægt til orða tekið, ört vaxandi. Úr verður að stofnaður er stuðningsmannaklúbbur, þar sem farið er að skrifa greinar um leiki liðsins og í rauninni allt sem tengist þessum skemmtilega klúbbi...

Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og frið á nýju og spennandi ári.

Hjá M k dons
Hópurinn saman komin á leikvelli félagsins. að neðan

Árleg hefð að velja jólatré

í Heiðmörk

n Sonja Kjartanssdóttir flýgur um loftin blá og er mikið jólabarn. Byrjar alltaf tímanlega að undirbúa jólin.

Sonja Kjartansdóttir elskar að ferðast en hún flýgur um loftin blá sem flugmaður hjá Icelandair. Hún og fjölskyldan eiga skemmtilega jólahefð þegar þau fara í Heiðmörk og ná í jólatré. Fjölskyldan er á leið utan á skíði á nýju ári og Sonja segir okkur frá mörgu skemmtilegu í tengslum við jólin.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2024 var að mestu leyti mjög gott, fyrir utan veikindi sem gerðu vart við sig hjá pabba mínum. Við vorum dugleg að ferðast erlendis með fjölskyldu og vinum og keyptum okkur fellihýsi sem ég er spennt að nota meira næsta sumar. Ferð okkar til Ítalíu í sumar er líklega það sem stendur upp úr. Þar dvöldum við í litlum krúttlegum 500 manna bæ sem heitir

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að hitta og knúsa mína nánustu. Spila með vinum og fjölskyldu og fara í kirkjugarðana með kerti.

Airole og er uppí fjöllum við landamæri Ítalíu og Frakklands. Þetta er ekta ítalskur smábær þar sem mikil rólegheit eru, lítil enska er töluð, þröngar götur, vinalegt fólk og maturinn frábær.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Jólalag sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er lagið „Þú komst með jólin til mín“ með Björgvini Halldórs og Ruth Reginalds. Það vekur upp ljúfar æsku minningar.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Mér og strákunum mínum finnst Home Alone myndirnar alltaf skemmtilegar.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Við höfum farið undanfarin ár í Heiðmörk og valið okkur jólatré sem við síðan sögum og tökum með okkur heim. Skemmtileg hefð sem ég mæli með. Fáum okkur heitt súkkulaði, smákökur og styrkjum í leiðinni skógrækt á Íslandi. Jólatrén eru ekki alltaf fullkomin í laginu en það gefur þeim karakter. Þetta er skemmtileg fjölskyldustund.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum – hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst? Ég man sérstaklega eftir bleikri íþróttatösku sem ég fékk þegar ég var 9 ára. Í henni var fimleikabolur og handklæði með nafninu mínu útsaumað sem ég hafði óskað mér.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Þegar ég var um 6 ára þá kom jólasveinninn í heimsókn á aðfangadagsmorgun og gaf okkur risastóra mynd til að lita.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í

búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Mér finnst gaman að blanda þessu saman og er með bæði keypt skraut og svo líka alls konar fallegt sem strákarnir mínir hafa búið til í gegnum tíðina. Skrautið á æskuheimilinu var hvert öðru fallegra, bæði heimatilbúið og keypt og voru jólasveinar sem hreyfðust í uppáhaldi sem mamma keypti í Bandaríkjunum.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Ég er heppin að eiga fallegar minningar frá jólunum þegar ég var barn og fæ hlýtt í hjartað þegar ég heyri jólalög og jólaljósin eru sett upp. Ég þakka foreldrum mínum fyrir það. Þegar ég eignaðist syni mína var ég ákveðin að ég vildi sömu upplifun fyrir þá. Að jólin væru falleg, friðsæl og kósý. Ég upplifi jólin í gegnum strákana mína og þeir stýra ferðinni. Við skreytum, bökum, græjum hressingu handa jólasveininum og ýmislegt fleira. Ég byrja snemma að græja allar gjafir og er yfirleitt langt komin í byrjun desember, slepp þannig við jólastressið í búðunum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Uppáhaldsmaturinn minn er rjúpusúpa hjá Erlu tengdó og hnetusteikin hjá mömmu og pabba en svo finnst mér mjög jólalegt að fá mér graflax með öllu tilheyrandi. Við bökum ekki margar sortir á mínu heimili en uppáhalds uppskriftin mín er grafin gæs sem maðurinn minn veiðir, verkar og grefur.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju? Í Ölpunum á skíðum með fjölskyldunni. Afslappað, jólalegt og mikil útivera í fallegu umhverfi.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig? Jólaandinn fyrir mér er þegar skreytingar og jólaljós fara að koma í glugga og annarsstaðar. Jólalög fara að heyrast í útvarpinu, kveikt á jólatré bæjarins, ilmur af smákökum og almennt jólaskap í fólki. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Við erum að fara í skíðaferð í janúar og það er eitt og annað sem mig langar í fyrir ferðina.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Ást og friður.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Halda áfram að skapa minningar með fjölskyldunni, ferðast og njóta.

Fólkið er okkur allt

Við sendum starfsfólki okkar, fjölskyldum þeirra og öllum Grindvíkingum bestu óskir um gleðileg jól.

Megi samstaða og samhugur okkar og allra Íslendinga vera okkur hvatning á þessum sögulegu tímum.

Visirhf.is

Jól um allan heim hjá fimleikadeild Keflavíkur

Það var sannkallaður jólaandi yfir árlegri jólasýningu fimleikadeildar Keflavíkur en laugardaginn 7. desember voru sýningar allan daginn. Fjöldi fólks mætti og átti skemmtilega stund þar sem börnin og ungmennin sýndu listir sínar á gólfinu í húsnæði deildarinnar. Sýniningin var með alþjóðlegum blæ í ljósi þess að margir iðkendur eru frá fleiri löndum en Íslandi þar sem jólahefðir eru ekki eins. Á sýningunni voru því jólalög frá mörgum löndum.

Félagar heiðraðir Í lok sýningarinnar voru nokkrir félagar deildarinnar heiðraðir fyrir frábæra frammistöðu. Margrét Júlía Jóhannsdóttir, þjálfari deildarinnar og fyrrum iðkandi til fjölda ára, var valin í landslið stúlkna fyrir EM í hópfimleikum sem fór fram fyrr í haust. Margrét ásamt liði sínu nældi sér í bronsið eftir mjög harða keppni við Svía og Dani, sem er frábær árangur. Helen María Margeirsdóttir sem er einnig þjálfari deildarinnar og fyrrum iðkandi til margra ára var valin í landslið blandaðs liðs

unglinga á EM í hópfimleikum. Liðið hennar gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í hópfimleikum og er það í fyrsta skipti sem blandað lið unglinga verður Evrópumeistari fyrir Íslands hönd. Margrét og Helen æfa báðar með Gerplu í dag. Laufey Ingadóttir sem varð Evrópumeistari kvenna með liði sínu en hún gat ekki verið með á sýningunni þar sem að hún er komin aftur til Danmerkur þar sem hún æfir með liði sínu Brommagymnasterna. Laufey var einnig valin í úrvalslið mótsins fyrir trampólínstökkin sín á mótinu. Laufey æfði

áhaldafimleika í Keflavík til fjölda ára og var komin í frjálsar æfingar undir leiðsögn Natali og Dima líkt og Helen og Margrét. guðlaug iðkandi ársins

Fimleikaiðkandi ársins er Guðlaug Emma Erlingsdóttir. Guðlaug Emma er keppandi í 1. þrepi í áhaldafimleikum og hefur hún sýnt gífurlegar framfarir síðasta árið. Á Íslandsmótinu í ár varð hún í öðru sæti á gólfi og svo gerði hún gott betur á Haustmóti sem fram fór fyrr í haust og varð í 2. sæti í fjölþraut, á stökki og gólfi. Guðlaug á framtíðina fyrir sér í fimleikum og hlökkum við til að fylgjast með henni þegar hún fer að keppa í frjálsum æfingum. Sýningastjórar í ár voru Erika Dorielle Sigurðardóttir, yfirþjálfari áhaldafimleika og Eva

Hrund Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri. Eva segir að öll vinna að jólasýningunni hafi farið fram á skrifstofunni, handritsgerð og almennt skipulag en mikil hjálp hafi komið frá iðkendum, þjálfurum, stjórnarmeðlimum, foreldrum og öðrum sjálfboðaliðum.

„Sýningin er engu að síður hugarfóstur hennar Eriku okkar, yfirþjálfara í hópfimleikum, en hún fékk hugmyndina að þessari sýningu fyrir nokkrum árum og var komin langt áfram í undirbúningsvinnu þegar Covid skall á. Við ákváðum því að endurvekja þessa frábæru hugmynd í ár. Erika er jafnframt höfundur fjölmargra atriða á sýningunni.

Aðalleikarar: Elísabet Rós Júlíusdóttir sem fór með hlutverk Heklu, Hrafnkell Máni Másson sem lék jólasveinin og Jóhanna Ýr Óladóttir sem var sögumaður.

Mig langar líka til að þakka stjórnarmeðlimum okkar sérstaklega fyrir ómælda vinnu sem þau hafa lagt á sig síðustu 2 ár í sjàlfboðaliðastarfi, þau hafa gjörsamlega tekið rekstur deildarinnar í nefið í þeirra stjórnarsetu og eiga skilið svo mikið hrós fyrir þeirra framlag.

Við bjuggum til myndasíðu í tilefni jólasýningar og hefur hann Magnús Orri okkar eytt ómældum tíma síðustu daga að taka myndir og myndbönd sem hann hefur og mun áfram deila á nýju myndasíðuna okkar og samfélagsmiðla. Endilega kíkið á þetta flotta efni. Margrét Einarsdóttir, stofnandi deildarinnar, var gestur á síðustu sýningunni og kom hún upp á gólfið og áhorfendur klöppuðu fyrir hennar framlagi. Hún stofnaði deildina fyrir 39 árum síðan en á næsta ári er 40 ára afmælisár deildarinnar,“ sagði Eva.

G l e ð i l e g a h á t

Þ ö k k u m v i ð s k i p t i n

á l i ð n u á r i

Oskar brown er úr garðinum en býr í dag ásamt r obin, manninum mínum, og kisunni þeirra henni Milly, í ewell á englandi. Oskar þekkja mörg úr útvarpinu. Hann er m.a. með útvarpsþátt á trölla FM á föstudögum sem heitir egg, beikon og bakaðar baunir. Hvað getur verið meira breskt? „Í minningunni er jólin á Íslandi alltaf sérstök og það væri frábært að geta upplifað þau aftur,“ segir hann í samtali við víkurfréttir á aðventunni.

Halda íslensk jól á aðfangadag og á jóladagsmorgun

byrja svo ensku jólin

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið var mjög blandað hjá okkur og við upplifðum bæði góðar stundir og slæmar. Ég tók til dæmis þátt í fjórum söngleikjum með áhugaleikfélögum hér í grenndinni, safnaði pening fyrir Cancer Research UK með því að taka þátt í tveimur hálfum maraþonum og fór í yndisleg frí til Póllands og Íslands. Af því slæma má til dæmis nefna það að önnur kisan okkar, hún Molly, veiktist snögglega og við urðum að láta svæfa hana.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Úff, þau eru ansi mörg, og þá sérstaklega „gömlu“ jólalögin sem komu út þegar ég var krakki. Þar á meðal eru: „Hátíðarskap“ með Þú og Ég, „Jólahjól“ með Sniglabandinu, og „Skrámur skrifar Jólasveininum“ með Glámi og Skrámi.

hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Kvikmyndin „Sound of Music“ (Tónaflóð) er sýnd hér í Bretlandi á hverjum jólum og hún er orðin hluti af jólunum hjá okkur. Annars þykir mér afskaplega vænt um myndina „Elf“ með Will Farrell, og reyni að sjá hana um öll jól.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Við Robin höfum reynt að samræna íslenskar og enskar jólahefðir og það má segja að við höldum tvöföld jól. Við höldum íslensk jól á aðfangadag með mat klukkan sex og hlustum á messuna í útvarpinu í gegnum tölvuna, þrátt fyrir það að Robin skilji ekki orð. Þegar við erum búnir að ganga frá eftir matinn þá opnum við íslensku pakkana og hringjum svo í vini og vandamenn á Íslandi og þökkum fyrir okkur. Á jóladagsmorgun byrja svo ensku jólin. Þá eru ensku pakkarnir opnaðir og jólamaturinn er síðan borðaður upp úr hádeginu. Eftir það förum við í göngutúr og slöppum svo af fyrir framan sjónvarpið þegar við komum til baka.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Jólaskraut, jólatónlist, góður matur, og síðast en ekki síst, góð bók til að lesa yfir hátíðarnar.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –

Ég hef fengið stórkostlegar jólagjafir í gegnum árin og hef alltaf verið ánægður með það sem mér hefur verið gefið, en það er tvennt sem að stendur upp úr. Íþróttagalli frá ömmu og afa sem var keyptur í Noregi, og einhverjum árum síðar fékk ég skíðagalla frá mömmu og pabba.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Ég man eftir jólaboði í litlu íbúðinni hjá ömmu og afa í Reykjavík. Öll fjölskyldan var þar samankomin og ég smakkaði

malt og appelsín blöndu í fyrsta skipti. Ætli ég hafi ekki verið sirka þriggja ára.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Ég hef ekkert á móti heimagerðu jólaskrauti, en það jólaskraut sem við eigum er allt úr búð. Það getur vel verið að eitthvað af skrautinu hans Robins eigi sér sögu en því miður þá er mitt skraut bara venjulegt skraut sem ég hef keypt í búðum hingað og þangað síðustu ár.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Ég vann lengi sem flugþjónn og þurfti oft að vinna um jól og/ eða áramót og það var því lítið um fagnaðarlæti. Maður leit bara á þessa daga eins og hverja aðra og gerði lítið í því að fagna jólunum.

Þetta breyttist hins vegar allt þegar ég byrjaði að eiga frí um jólin og þau urðu fljótt aftur hátíðleg.

Hver er uppáhaldsmaturinn

þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Við vorum alltaf með skinku með kartöflum og grænmeti á aðfangadag og kalkún með kartöflum og grænmeti á jóladag.

Þetta breyttist hins vegar allt á síðasta ári þegar ég gerðist grænmetisæta. Ég hef verið að prófa mig áfram með hina ýmsu grænmetisrétti, en á eftir að finna eitthvað sem mér finnst ómissandi sem jólamatur.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir

þú vera og af hverju?

Ætli ég myndi ekki velja Ísland og verja jólunum með fjölskyld-

unni. Ég hef ekki haft tækifæri til þess síðan ég flutti erlendis fyrir tæpum 30 árum síðan. Í minningunni er jólin á Íslandi alltaf sérstök og það væri frábært að geta upplifað þau aftur.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Ég trúi enn á jólaandann og finnst afskaplega gaman þegar desember gengur í garð. Ég syng jólalög með kórnum mínum, skreyti húsið, skrifa jólakort og reyni að eiga góðar stundir með þeim sem mér þykir vænt um. Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Það er alltaf gaman að fá íslenskar bækur og tónlist í jólagjöf, en það er ekkert sérstakt á óskalistanum eins og er.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Friður um allan heim og nægur matur fyrir alla. Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Ég er byrjaður að skipuleggja næsta ár og það verður bæði skemmtilegt og áhugavert. Ég byrja að æfa söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ í janúar, en hann verður sýndur um miðjan maí. Ég ætla að hlaupa mitt fyrsta maraþon í Brighton í apríl og svo kem ég til Íslands til þess að hlaupa hálft maraþon í ágúst. Þetta er svona það sem ég veit um en það á sjálfsagt eitthvað fleira spennandi eftir að dúkka upp og það verður gaman að takast á við nýtt ár.

Hálfkjánalegt að stoppa eftir tvær

Reykjanes II er glæsileg ný ljósmyndabók sem er samstarfsverkefni reykjanes uN esCO global geopark og ljósmyndarans Þráins kolbeinssonar. Í bókinni eru myndir frá eldhræringum síðustu ára í bland við nýjar myndir af stórbrotinni náttúru Reykjanesskagans. Sérstök áhersla er lögð á tinda Reykjaness, þar sem lítt þekktu hálendi svæðisins er gefinn sérstakur gaumur. Eftir að hafa flust til Grindavíkur ásamt eiginkonu sinni hefur ljósmyndarinn Þráinn Kolbeinsson haft Reykjanesið í sérstökum forgangi hjá sér og myndað það hátt og lágt síðustu ár. Árið 2021 gaf Reykjanes Geopark út bók um skagann, Reykjanes I, sem vakti mikla lukku en í henni voru flestar myndirnar eftir Þráin.

Reykjanes Geopark í samvinnu við Markaðsstofu Reykjanes er útgefandi bókarinnar en áður hafa þau unnið að bók um Reykjanesið sem kom út skömmu áður en jarðhræringar hófust á Reykjanesi. Sú bók er nú einnig fáanleg á ný og komin í harðkápu.

Eyþór Sæmundsson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness er ritstjóri bókarinnar en allar ljósmyndir eru eftir Þráin

Kolbeinsson. „Þetta er allt unnið hér í heimahögunum, hönnuður er Keflvíkingurinn Guðmundur Bernhard, Þráinn er svona næstum

hálfur Grindvíkingur og sjálfur er ég Njarðvíkingur,“ segir Eyþór en bókin er einnig prentuð hérlendis.

„Samstarf okkar Þráins er orðið rótgróið en við höfum unnið að þessum tveimur bókum ásamt fleiri verkefnum. Þráinn er auðvitað ljósmyndari í heimsklassa og það er frábært að vinna með honum,

við deilum mjög svipaðri sýn þegar kemur að svona verkefnum. Ég held að þessi bók eigi heima hjá öllum Suðurnesjamönnum. Bæði til þess að sýna gestum og upplifa hversu fallegt og kyngimagnað svæðið okkar er. Ég held að það sé fjölmargt í þessum bókum okkar sem margur heimamaðurinn veit ekki af og kæmi þeim á óvart,“ segir Eyþór.

Fyrir ljósmyndara, hvernig er tilfinningin að fá verk sín svona á prenti og sem svona ákveðið heildarverk, þar sem myndir eru settar upp með texta og mynda hálfgerða sögu?

„Í dag fara flestar ljósmyndir eðlilega beint á netið, sem er gott og blessað, en mér finnst sjálfum

alltaf lang skemmtilegast að sjá þær á prenti, og þá sérstaklega í bókum. Þá líður mér eins og það sé búið að loka hringrásinni, eins og myndin sé komin þangað sem hún á að vera — hún sé komin heim. Og það sem gerir bækur sérstaklega skemmtilegar er að þar er hægt að segja heildstæðari sögur og það er hægt að grípa í þær aftur og aftur og alltaf tekur maður eftir einhverju nýju.“

Áttu þér uppáhaldsmynd í bókinni?

„Margar voru teknar í göngum með vinum og ættingjum svo þær fá auðvitað alltaf sérstakan sess hjá manni. Af þeim er ein af syni mínum, Þresti, þar sem hann er líklega um eins árs gamall á bakinu

eyþór sæmundsson t.v. og Þráinn kolbeinsson.

á Berglindi móður sinni með Sogin í bakgrunni. Hún situr eflaust á toppnum.“

Þú byrjaðir þinn feril að miklu leyti á Reykjanesi áður en jarðhræringar fóru af stað, getur þú lýst því hvaða áhrif allar þessar breytingar hafa á svæðið fyrir útivistarfólk og ljósmyndara eins og þig?

„Reykjanesið er náttúrulega yngsti partur landsins og ber augljóslega merki mikilla eldsumbrota. Það hefur því verið ótrúlega áhugavert að sjá náttúruna verða til og breytast svona beint fyrir framan mann. Maður sér hvern hól og hverja sprungu í allt öðru ljósi eftir það. Fyrir ljósmyndara hefur þetta auðvitað verið algjör draumur, þá sérstaklega fyrstu gosin sem höfðu takmörkuð áhrif á líf fólks á svæðinu. Það er alls ekki sjálfsagt að fá að mynda svona viðburði og sjá þróunina, dag eftir dag.“

Það er sérstakt kynningarverð á bókunum þessa stundina á heimasíðu Reykjanes Geopark þar sem hægt er að kaupa báðar bækur í pakka.

https://reykjanesgeopark.is/web-shop/

Af hverju Reykjanes?

„Í upphafi var það í rauninni af illri nauðsyn. Ég flutti ásamt eiginkonu minni, Berglindi Önnu, til Grindavíkur um það leyti sem við eignuðumst okkar fyrsta barn. Því fylgdi eðlilega lítill svefn og almennt álag sem varð til þess að ég neyddist til að minnka ferðaradíusinn töluvert og eftir sat Reykjanesið, sem fram að því hafði aðeins verið myndað af einhverju ráði af nokkrum kempum. Ég lagðist yfir alls konar kort, bækur og síður og áttaði mig fljótt á því að þetta svæði væri algjör náttúruperla. Næstu ár fóru svo meira og minna í að flakka

um skagann og mynda það sem mér fannst áhugavert. Það sem gerir svæðið sérstaklega skemmtilegt er hvað það er ósnortið þrátt fyrir að vera svona stutt frá höfuðborgarsvæðinu. Og það besta er að ég á ennþá fullt eftir.“

Nú eru komnar tvær bækur í Reykjanesseríunni, er möguleiki á fleirum?

„Er ekki hálfkjánalegt að stoppa eftir tvær? Við getum sagt að það eru nokkrar skemmtilegar og spennandi hugmyndir sem hefur verið kastað á milli.“

Margar myndirnar sem eru í bókinni tók Þráinn í göngum með vinum og ættingjum.

Erindi á afmælishátíð

Kór Kálfatjarnarkirkju 80 ára

n Erindi á afmælishátíð í Tjarnarsal, Vogum, 8. des. 2024

Kálfatjarnarkirkja á sér langa og merkilega sögu, sem ekki verður rakin hér, en árið 1876 kemur fyrst orgel í kirkjuna og núverandi orgel kom árið 1985. Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju var stofnaður 11. desember 1944 og er því jafngamall og lýðveldið Ísland. Stofnfélagar voru 22 og eru allir látnir. Í fyrstu fundargerð kórsins stendur: „Það hefur verið draumur okkar hér á Vatnsleysuströnd um alllangt skeið, að fá Sigurð Birkis, söngmálastjóra hingað suður til þess að leiðbeina okkur í söng og stofna hér kirkjukór. Nú hefur sá draumur ræst. Í dag mánudag 11. des. 1944 var stofnfundur haldinn í Brunnastaðaskóla, fyrsta kennsludag í hinum nýja barnaskóla að aflokinni kennslu og söngæfingu.”

Fyrir stofnun þessa kórs var starfandi sönghópur við kirkjuna. Formaður hans var Guðmundur Þórarinsson frá Skjaldarkoti en hann varð síðar einn af stofnfélögum kórsins.

Sigurður Birkis, þáverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, aðstoðaði við að stofna kórinn, sem hefur starfað óslitið síðan. Ári eftir stofnun sendi kórinn bréf til sóknarnefndar og skólanefndar og vildi að það yrði ráðinn organisti sem jafnframt yrði söngkennari við skólann. Það yrði kórnum í hag enda vilji kórinn efla söng og tónlist í sókninni. Það var samþykkt og ráðinn var organisti úr Hafnarfirði. Fyrsti formaður kórsins var Símon Kristjánsson frá NeðriBrunnastöðum og fyrsti stjórnandi hins nýstofnaða kórs var Stefán

Hallsson kennari. Núverandi formaður kórsins er Þórdís Símonardóttir, dóttir fyrsta formannsins og núverandi stjórnandi er Árni Heiðar Karlsson. Alls hafa formenn kórsins verið 6 og tveir af þeim verið formenn tvisvar. Stjórnendur kórsins, sem jafnframt hafa verið organistar, hafa verið 19.

Sendum íbúum allra sveitarfélaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur.

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Gleðileg jól, farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.

Framúrskarandi fyrirtæki 2024

Tónlistarlíf í tengslum við kirkju og messuhald í Kálfatjarnarkirkju á sér langa sögu. Löngu fyrir stofnun kórsins hljómaði mjög góður söngur í kirkjunni, sérstaklega í preststíð séra Stefáns Thorarensen (1857–1886), en hann var talinn einn besti söngmaður á sinni tíð, enda unni hann mjög söng sem sést best á sönglagasafni hans og sálmum hans í Sálmabókinni. Einnig var áhugi fyrsta organistans Guðmundar Guðmundssonar frá Landakoti á söng gríðarlega mikill. En svo er sagt, að hann hefði haft fjöldan af góðu söngfólki í kringum sig, ýmist vermenn eða heimilisfólk á Landakoti. Það var sagt að heyrst hefði margraddaður söngur undir húsgafli Landakots meðan verið var að spá í hvort sjóveður yrði eða ekki. Í endurminningum Kristleifs Þorsteinssonar fræðimanns frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði segir hann svo frá er hann var við messu á Kálfatjörn: „Strax þegar messan byrjaði var ég svo hrifinn að ég get ekki með orðum lýst. Ég hafði aldrei áður heyrt spilað á orgel og aldrei heyrt margraddaðan söng og svo samstilltan“. Guðmundur þessi var organisti í 40 ár (1876-1916), löngu áður en kórinn var stofnaður. Saga er um einn organista, sem hafi rogast með ferðaorgel á bakinu á milli bæja til æfinga. Eins og áður sagði hefur hinn formlegi kór starfað óslitið í 80 ár og eins og gefur að skilja hafa skipst á skin og skúrir. Oft gekk erfiðlega að manna kórinn vegna fámennis sóknarinnar og stundum hefur gengið erfiðlega að fá organista til starfa. Ein sagan segir, að til að fá organista að kórnum hafi einn kórfélagi lagt það á sig í nokkur ár, að sækja hann til Hafnarfjarðar fyrir hverja æfingu og athöfn og skila honum síðan til síns heima. Kórinn stofnaði á sínum tíma minningarsjóð um Guðmund Kortsson, einn stofnfélaganna, og var sjóðnum ætlað að styrkja ungt fólk í hreppnum til að læra söng og orgelleik. Seinna var þessi sjóður, í samráði við ekkju Guðmundar, sameinaður kirkjusjóði og var varið til kaupa á núverandi orgeli kirkjunnar. Orgelið var vígt 6. október 1985 og kostaði um 1.200.000 krónur á þávirði.

Kórstarf er tímafrekt. Að baki kirkjusöngnum liggur ómældur tími í æfingar og ferðir, en það er

gefandi að starfa í kór. Kórstarfið verður þeim sem því ánetjast eins konar orkustöð sem sótt er í til að hlaða batteríin. Stundum hafa menn óttast að kórinn lognaðist útaf vegna ónógrar endurnýjunar, en í dag er ekkert sem bendir til þess. Þvert á móti hefur kórinn verið að yngjast upp þar sem öflugt söngfólk hefur gengið til liðs við hann. Kórinn syngur við kirkjulegar athafnir í Kálfatjarnarkirkju, en hefur einnig sungið við ýmsar aðrar athafnir, heima og að heiman. Þegar kórinn varð sextugur árið 2004 fóru kórfélagar og makar í menningar- og skemmtiferð til Tíról í Austurríki. Þá hefur kórinn haldið aðventutónleika til margra ára. Að lokum má nefna að kórinn söng í mörg ár við þrettándagleði og syngur enn þegar kveikt er á jólatré, nú síðast í byrjun desember. Kórinn hefur tekið þátt í sameiginlegum kóramótum á vegum Þjóðkirkjunnar. Kórinn fékk Menningarverðlaun Sveitarfélagsins Voga við hátíðlega athöfn sumardaginn fyrsta, 22. apríl 2021. Þá má geta þess að sjö kórfélagar fengu Heiðursviðurkenningu frá Þjóðkirkjunni fyrir framlag sitt á sviði kirkjutónlistar núna í haust. Nú syngur í kórnum fjórði ættleggur í beinan kvenlegg frá stofnfélaga og nokkrir aðrir sem eru afkomendur stofnfélaga. Þeir sem lengst hafa sungið með kórnum hafa sungið með honum í meira en 60 ár og nokkrir eru enn að. Kórinn æfir einu sinni í viku, og ásamt hefðbundinni kirkjutónlist eru æfð margs konar sönglög. Nýir félagar eru alltaf velkomnir og vel er tekið á móti þeim.

Jón Ingi Baldvinsson tók saman í nóvember 2024.

Jón ingi baldvinsson.
kór kálfatjarnarkirkju.

Kæling ehf. og Víkurafl ehf. úr Grindavík hafa sameinast og verður fyrst um sinn talað um „Kæling Víkurafl“ í daglegu tali. Heildarfjöldi starfsmanna verður tuttugu og tveir og höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri er Atli Steinn Jónsson.

„Við samrunan verður til mjög öflugt þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði hitastýringa og sjálfvirknivæðinga. Fyrirtækið selur áfram staðlaðar og sérhannaðar kæli- og hitastýringalausnir auk sjálfstýringa ýmiskonar fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi, fiskeldi, líftækniiðnaði, matvælaframleiðslu og öðrum iðnaði,“ segir í tilkynningu frá nýju sameinuðu fyrirtæki. Fyrirtækið mun einnig veita alhliða þjónustu og vöktun þegar kemur að kælibúnaði, kælilausnum og flestöllum rafbúnaði í fyrirtækjum. Fyrirtækið mun einnig

sjá um öll rafmagnsmál fyrir viðskiptavini sem þess óska. Kæling og Víkurafl hafa komið að mörgum sameiginlegum verkefnum í gegnum tíðina um borð í fiskiskipum og hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í landi. Samvinna í þessum verkefnum hefur gengið afar vel sem var kveikjan að hugmynd eigenda að sameina félögin. Mikil sérþekking liggur hjá báðum félögum, þá einna helst tengt sjávarútvegi en mikill vöxtur og ný þekking hefur myndast hratt hjá báðum félögum við uppsetningar og þjónustu við fiskeldisfyrirtæki.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sendir félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Fulltrúar kælingar ehf. og víkurafls ehf. að lokinni undirritun samrunans.

Einhver hvítvoðungur á Akureyri stal titlinum „Fyrsta barn ársins“

sara dögg eiríksdóttir er kynningar- og þjónustufulltrúi hjá k eflavíkurkirkju. Það hefur ýmislegt verið í boði á aðventunni í kirkjunni og framundan er jólahátíðin með öllum sínum hátíðleika og því nóg að gera hjá söru dögg þessa dagana. sara er líka hluti af Jólaseríunum sem taka að sér að syngja um borg og bý á aðventunni og koma öllum í rétta jólaskapið.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið var viðburðaríkt. Ég fór í fjórar utanlandsferðir, eina með kórnum mínum, Kór Keflavíkurkirkju, þar sem við fórum með U2 messu til Írlands og á sama tíma vorum við að vinna að heimildarmynd um ferðina, sem verður frumsýnd í Bíó Paradís næsta sumar. Ég skipti einnig um starf og starfsvettvang og starfa núna sem kynnis- og þjónustufulltrúi í Keflavíkurkirkju, sem er fjölbreytt og lifandi starf.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Spaceman Came Travelling með Chris de Burgh er í miklu uppáhaldi. Á íslensku heitir það Geimferðalangur. Páll Óskar gerði því góð skil. Mér finnst bæði lagið fallegt og textinn skemmtilegur. Svo finnst mér jólaplata Ellu Fitzgerald í heild sinni alltaf frábær.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Uppáhaldsjólamyndin mín er með Steve Martin og heitir Mixed Nuts. Léttgeggjuð gamanmynd með jólaívafi. Hún er alveg ómissandi í desember. Einnig finnst mér finnsk jólamynd sem heitir Rare Exports virkilega skemmtileg, þó hún fjalli um jólasveininn þá er kannski ekki hægt að segja að hún komi manni beint í jólaskap þannig séð en hún er blanda af dökkum

húmor og fantasíu, þó endar hún vel. Alls ekki fyrir ung börn en mæli með fyrir eldri krakka og fullorðna og þá sem hafa gaman af öðruvísi jólamyndum.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Ég myndi segja að spila og syngja um víðan völl væri skemmtilegasta jólahefðin. Ég hef frá því ég var barn verið í söng og spileríi í desember, með lúðrasveit og kór, svo með jólahljómsveitinni Jólaseríunum sem ég hef verið í yfir tíu ár, mismargar í hljómsveitinni. Við byrjuðum fimm og end-

uðum tvær. Eins og perur á jólaseríu duttu nokkrar út. Í ár erum við þrjár sem erum að spila og syngja og köllum okkur Tríólur. Við ætlum að koma fram í Aðventugarðinum 15. desember og á Þorláksmessu.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Að sé góð stemmning, hátíðleg og að öllum líði vel. Góður matur og falleg tónlist og samvera er það besta við jólin. Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Besta jólagjöfin var fyrsta barnið mitt sem ég átti 20. desember ‘94 og fór heim með á aðfangadag jóla í blíðskaparjólaveðri þar sem snjór var yfir öllu.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Jólin 2017 var ég að bíða eftir barni og var það fjórða barnið mitt og þá var ég að reyna „halda í mér“ fram yfir áramót en ég var skráð 27. desember. Heima fyrir fékk ég ekki að reyna á mig eða gera neitt og það tókst því hún kom á nýársdag. Hún var því miður ekki fyrsta barn ársins, það var einhver hvítvoðungur á Akureyri sem stal þeim titli ...

IONIQ 5

líða.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Móðuramma mín sem mér þótti mjög vænt um átti jötu með Jesúbarninu, Jósef, Maríu og öllum dýrunum. Jötuna fékk amma hjá páfanum í Róm, eins og hún sagði alltaf, og hélt mikið upp á. Ég erfði jötuna eftir hennar dag og þykir mjög vænt um, sem minnir mig alltaf á ömmu Siggu. Stelpurnar mínar hafa svo stundum bætt við jötuna, fleiri dýrum og stökum playmokalli sem er bara skemmtilegt. Einu sinni var búið að skipa Jesúbarninu út fyrir strump en hann skilaði sér sem betur fer fljótlega aftur.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Þá fór ég að skapa eigin hefðir en á sama tíma að halda í eigin bernskujól sem eru alltaf best í minningunni og maður reynir að skapa falleg jól fyrir sína eigin fjölskyldu.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Við erum alltaf með reyktan kjúkling með fyllingu og tilheyrandi meðlæti sem við borðum á aðfangadagskvöld. Okkur finnst ómissandi að hafa mömmukökur og lakkrístoppanna en bestar eru sörurnar með góðum kaffibolla eða púrtvíni.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Ég gæti hugsað mér að vera í fallegu fjallaþorpi í Ölpunum í

miklum snjó við arineld og stjörnubjartan himinn eða á sólarströnd þar sem slökun er í fyrirrúmi og engin fyrirhöfn með jólakokteil á kantinum.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Já, ég reyni mitt ítrasta að skapa sjálf fallegan jólaanda og rými til að njóta. Ég hef alltaf elskað aðventuna og jólin. Ég byrja alltaf að skreyta eftir miðjan nóvember og flest er komið upp fyrsta desember. Þá er komin tími til að njóta aðventunnar. Það er eitthvað töfrandi við frostið og snjóinn í myrkum desember og jólaljósin sem lýsa upp skammdegið, sannkallaðir töfrar. Hvar værum við án þeirra?

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Nei, ekkert. Helst myndi ég vilja fá frí og frið til að prjóna og slaka á. Er hægt að biðja um frí í jólagjöf?

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það? Von.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Ég strengi aldrei áramótaheit en mér finnst áramótin alltaf skemmtilegur tími. Ný byrjun, eitthvað sem er í senn spennandi og veitir von um bjartari tíma. Það er ekki mikið ákveðið á næsta ári nema að ég mun fagna því að verða amma í júní sem er mikið tilhlökkunarefni og heimildarmynd sem ég er að vinna að ásamt fleirum mun líta dagsins ljós. Annars tek ég á móti nýju ári fagnandi og hlakka til.

ÓSKUM SUÐURNESJAMÖNNUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI

Sendum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.

Við óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum, samstarfsaðilum og Suðurnesjafólki öllu, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ár.

Hafði aldrei skrifað ávísun og kunni það ekki

eddi

Minn tími sem skipstjóri á sigurði er síðasta plássið sem ég var í, áður en ég stofnaði mína eigin útgerð. Ég var búinn að vera víða, kynnast mörgu og sá fyrir löngu að ég gæti sjálfur staðið mig vel í eigin útgerð. Hafði áunnið mér traust og úr mínum frjóa sverði óx hvert blómið öðru fallegra. Ég þurfti aðeins að finna rétta bátinn, góða samstarfsmenn og láta drauminn um eigin útgerð ganga upp og verða að veruleika. b

Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á.

Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá

Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð.

Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen.

Þjónusta í boði hjá Bílneti

Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun

Haustið 1964 er ég stýrimaður hjá Willard Ólasyni á Hrafni Sveinbjarnarsyni, Villi bjó í næsta húsi og milli okkar var alla tíð mikill samgangur og góð vinátta. Um borð hjá honum kynntist ég vélstjóranum Jens Óskarssyni og Guðlaugi Óskarssyni sem var beitningamaður hjá okkur. Við náðum vel saman og þarna myndaðist jarðvegur til að láta drauminn minn um að fara í útgerð rætast. Við rottuðum okkur saman um að kaupa bát. Ég var með reynslu frá útgerðinni með pabba og ég gekk með hugmyndina í maganum á mér. Ég hafði frumkvæðið að því að við fórum að skoða þetta

til, svo kaupin geti gengið eftir.

„Þú þarft að fá tvo víxla hjá Guðsteini í frystihúsinu upp á 250 þúsund hvorn og svo vantar mig 100 þúsund í peningum. Restin er áhvílandi lán á bátnum. Þetta er uppskriftin af þínum fyrstu bátakaupum væni minn ef þú vilt að þau gangi upp,“ segir kaupfélagsstjórinn föðurlegum rómi. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja kaupfélagsstjóranum að við ættum kannski bót fyrir boruna á okkur, en við áttum engan 100 þúsund kall. Þá væri það klárlega fífldirfska að segja við nokkurn mann að við værum ábyrgðarmenn fyrir hálfri milljón í víxlum. Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur, börn og hús, dyggði það ekki til. En áhuginn og viljinn sagði okkur allt annað og víxlasúpa hræddi menn ekki sem ætluð sér í eignin útgerð.

Bílrúðuskipti

Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is

Hverra manna ert þú Ég hafði aldrei farið áður í Landsbankann í Reykjavík og gangan þangað inn því mikil óvissuför í mínum huga. En hjá því var ekki komist ef ég ætti nokkru sinni eftir að geta slegið bankastjóra og bankann um 100 þúsund kall og draumur um bátakaup að rætast. Hugurinn er í uppnámi og ég slæ í og úr þegar ég er að stappa í mig áræði og telja mér trú á sjálfan mig og getu. Ég var kominn inn í þennan virðulega banka í fyrsta skipti á ævinni og listaverkin eftir Kjarval og mikilfengleg byggingin heilluðu mig. Ég hefði kannski átt að koma hingað fyrr og skoða þessa ómetanlegu list þó ekki væri annað. En ég var alveg óreyndur í bankaviðskiptum, hafði aldrei þurft á banka að halda fyrir mig persónulega. Átti reyndar kostulegan fund með bankastjóranum í Danmörku sem tók við fullum poka af sænskum seðlum sem greiðsla fyrir síldina forðum. En þá fór ég aldrei í bankann, afhenti honum pokanna á bryggjunni með gargandi svartbak allt í kringum okkur. En ég var og hef alltaf verið passasamur í fjármálum, en þarna var ég í fyrsta skipti á ævinni kominn í stóru tölurnar sem ég hafði aldrei átt við áður. Ég settist inn á biðstofu bankastjórans sem var þéttsetin af fólki sem var væntanlega með svipaðar hugmyndir og ég sem bankastjórinn ætti að greiða úr, með

því að lána okkur peninga. Veggirnir á biðstofunni gáfu forskrift að stemmningunni. Þungbúnar dökkar viðarklæðningar og ljósið frá ljóskúlunni myndaði ótal skugga á fulningarnar og gestina sem ég horfði á og voru örugglega í sömu erindagjörðum og ég. Sækja um lán, kannski voru ekki allir að kaupa bát. Örugglega ekki litla fíngerða konan sem ég tók eftir, hún var ekki að kaupa bát, kannski kjólabúð, eða vantaði gjaldeyri til að flytja inn nælonsokka sem voru nýjasta tíska á þessum tíma. Það var einhver fiðringur í mér, óviss, vissi ekki á hverju ég ætti von og er djúpt hugsi. Þá er loks komið að mér. Ég geng inn á mikilfenglega skrifstofuna og þar situr maður við glæsilegt skrifborð. Hann er alveg teinréttur og skrifborðið fyrir framan hann er autt, nema á því stendur honum á hægri hönd svartur sími. Hann heilsar mér kurteisislega og bendir mér á að setjast í stól beint á móti sér og spyr mig svo: „Hvað er þér á höndum ungi maður?“ Hann horfir á mig og bætir við: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ Ég fór að segja honum alla rulluna sem ég var búinn að semja í huganum og átti að vera söluræðan mín. Ræðan sem réði því hvort ég væri að fara að kaupa bát eða ekki og þessi maður varð að falla fyrir rökum mínum. Hann hlustar með athygli, horfir á mig þangað til að ég hætti loks að tala. Meðan ég talaði hugsaði ég, út úr þessum manni hef ég ekki neitt, hann er ekki að fara lána mér krónu með gati. Þá spyr hann: „Ertu Grindvíkingur, hvaðan ertu og hverjir standa að þér?“ Ég segi honum að ég sé frá Dalvík og hverra manna ég sé. Hann horfir ákveðið í augun á mér, ræðir þetta ekki frekar en segir svo. „Þegar þú ferð niður stigann þá er gjaldkerastúkan á hægri hönd, þar mun bíða eftir þér ávísanahefti með 100 þúsund króna inneign. Ef þú notar ekki heimildina eða kaupir ekki bátinn þá kemur þú aftur hingað í bankann og skilar ávísanaheftinu. Ég hef líklega verið léttstígur á göngunni niður í gjaldkerastúkuna, eftir þessa óvæntu og mögnuðu afgreiðslu. Stærstu hindruninni hafði verið rutt úr vegi fyrir því að ég og við félagarnir værum að uppfylla drauminn um að bátakaupin væru að rætast og framtíðin að taka nýja stefnu.

í Hópsnesi.

Hópsnes stofnað í skugga verkfalls

Það voru fagnaðarfundir þegar ég kem heim til Grindavíkur og hitti fyrir Jens og Gulla með fréttirnar. Við áttum ekkert orð yfir þessa ótrúlega ferð mína í bankann og það einkennilega var að ég gleymdi að spyrja bankastjórann að nafni í öllu stressinu. Það átti eftir að valda mér hugarangri að vita ekkert um þennan velgjörðarmann minn. En seinna var það afi minn á Grund sem leysti gátuna að svo miklu leyti sem það var gert. Okkur félögum var ekkert að vanbúnaði að taka næsta skref í bátakaupunum og fara austur á Fáskrúðsfjörð og skoða bátinn. Tíminn þetta haust hafði liðið hratt á línunni á Hrafni og þetta var allt að gerast korteri fyrir jól. Við pöntum okkur far með Esjunni austur á firði og lögðum í‘ann á nýársdag 1965, sem jafnframt var formlegur stofndagur fyrirtækis okkar Hópsnes h/f. Það byrjuðu margir útgerð með lítið á milli handanna. Ég man vel eftir því að þegar við fórum austur með strandferðaskipinu Herðubreið, þá

áttum við ekki meira en svo fyrir farinu. Við vorum ungir og bjartsýnir og ég hef ekki þurft að taka mörg skref til baka í lífinu. Mín gildi felast í sókn, halda áfram og líta aldrei til baka.

Við skoðuðum bátinn og tókum hann upp á Seyðisfirði og allt reyndist í lagi. Þá var ekkert annað að gera en ljúka við kaupsamninginn sem Kaupfélagið lagði fram og við skrifuðum undir. Við, nýju eigendurnir, kvittuðum undir víxlana og þá var ekkert eftir annað en að greiða 100 þúsund kallinn úr ávísanaheftinu. En þá kom upp svolítið sérstök staða, ég hafði aldrei fyllt út ávísun og hreinlega kunni það ekki. Hafði ekki einu sinni átt tékkhefti eins og það var kallað. Við vorum því blautir á bak við eyrun í viðskiptum, óskrifað blað sem sagan átti eftir að fylla út. Ég fékk því alvanann kaupfélagsstjórann til að fylla út ávísunina fyrir mig upp á 100 þúsund kall og ég kvittaði síðan undir. Þarna var í fyrsta skipti skrifuð út ávísun af reikningi 301, sem er enn til 59 árum síðar. Það er ekki svo

algengur stöðugleiki í fjármálum fyrirtækis, sem enn er skráður á hreint blað.

Það voru stoltir eigendur sem sigldu Búðafellinu SU 90., til Grindavíkur í fyrsta skipti og fljótlega fórum við í að græja bátinn á fyrstu vetrarvertíðina. Það kostaði sitt að kaupa línu og net, baujur og dreka, gera og græja bátinn sem best fyrir það sem í vændum var.

Til að standa undir þeim kostnaði vantaði okkur útgerðarlán. Ég fer aftur í Landsbankann í Reykjavík en nú til þess að fá útgerðarlán.

Þeir sem þá tóku á móti mér byrjuðu á því að skoða stutta viðskiptasögu mína í bankanum.

Þeim var alveg fyrirmunað að skilja hvernig ég hafði fengið lánaða peninga fyrir bátakaupum án þess að setja veð fyrir láninu. Ég fékk engu að síður útgerðarlán, en til þess varð ég að veðsetja húsið mitt og var það lengi undir eftir þetta. Það blés ekki byrlega fyrir nýrri útgerð. Þegar við erum að skrifa undir samninginn um kaupin er að skella á sjómannaverkfall við Suðvesturland. Þegar við komum heim voru flestir bátar bundnir við bryggju og mikil harka í samningsaðilum. Ég sagði strákunum að við héldum okkar striki, við ættum bátinn og gætum róið þrír á línu. Eftir að báturinn var klár beittum við alla línuna sem við áttum og fórum svo þrír í útræðið, fyrsta róðurinn á Búðafellinu. Við

bárum okkur vel, en það var helvíti snúið að róa þrír á línu. Það var rosalegt bras, en það var ekkert gefist upp ef við ætluðum að lifa af. En við vorum að hefja rekstur sem krafðist þess að við gerðum allt sem í okkar valdi stæði til að skapa útgerðinni tekjur. Afborganir á lánum bíða ekki eftir að verkföll leysist, eða spyrja hvort að menn séu ekki örugglega á sjó að afla tekna. Verkfallið leystist í byrjun febrúar og við fórum fljótlega á net og okkar fyrsta vertíð á Búðafellinu gekk vel. Í lok vertíðar var skipt um nafn á bátnum og var hann skráður Hópsnes GK. 77. Það nafn hefur fylgt mér í 60 ár. Sagan af bankamanninum sem lánaði mér 100 þúsund krónur út á andlitið á mér, sótti alltaf á mig. Ég hafði ekki komist að því hver maðurinn var sem lánaði mér allan þennan pening. Og þá hafði ég

aldrei fengið svar við þeirri spurningu, hvernig á því stóð að þessi óvanalega fyrirgreiðsla stóð mér til boða. Sumarið eftir fyrstu vertíðina hitti ég afa minn á Grund og fer að segja honum þessa sögu og reynslu mína úr bankanum. Þegar afi hafði hlustað án þess að trufla frásögn mína segir hann. „Ég er ekki hissa á því að hann hjálpi þér, við erum góðir kunningjar við Svanbjörn Frímannsson. Ég hefði verið mjög hissa ef hann hefði ekkert gert fyrir þig og þá hefði ég látið hann heyra það. Ég var búinn að gera honum gott eitt til.“ Dýpra náði ég ekki í þetta mál og fékk aldrei neitt meira upp úr þeim gamla. En við félagar stóðum við okkar, við fiskuðum vel á Hópsnesið og fjármálin gengu upp. Ég átti eftir að skrifa margar ávísanir, aleinn og óstuddur og við greiddum bæði víxla og lán sem við höfðum fengið.

Rétt fyrir jól kom út fimmta bók Ásmundar Friðrikssonar og sú þriðja á síðustu þremur árum. Ævisaga Edvards Júlíussonar, Eddi í Hóps-nesi sem er tveggja binda verk, er áhugaverð og stórmerkileg saga Svarfdælings sem settist að í Grindavík. Bókin er í senn ævisaga Edda og atvinnusaga Grindavíkur á hans lífsskeiði. Eddi var farsæll sjómaður, skipstjóri og útgerðarmaður, sem kom til Eyja í gosinu 1973 til aðstoðar Eyjamönnum. Þá vertíð varð hann aflakóngur í Grindavík. Eddi var einn af hvatamönnum að uppbyggingu Bláa lónsins sem er einn þekktasti ferðmannastaður í heimi. Eddi flúði Dalvíkurskjálftann 1934 og yfirgaf heimili sitt í Grindavík í nóvember 2023 vegna jarðskjálfta og náttúruhamfara á Reykjanesi.

Félagarnir í Hópsnesi, fv. gulli, eddi og Jens.

Uppgjör við ár áskorana og árangurs

í bæjarmálunum í Suðurnesjabæ

Kæru íbúar

í Suðurnesjabæ!

Senn líður að áramótum og tel ég því mikilvægt að líta yfir farinn veg.

Árið hefur verið tíðindamikið á vettvangi stjórnmálanna og ekki síst hér í bæjarpólitíkinni í Suðurnesjabæ. Margt hefur áunnist og erum við í Framsókn(B) stolt af mörgum þeim málum sem við náðum að klára og höfum unnið markvisst að frá kosningunum 2022. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks (D) Bæjarlistans(O) og Samfylkingar(S) tók til starfa á 71. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, fimmtudaginn 11. júlí 2024. Við í B-lista Framsóknar erum stolt af störfum okkar síðustu tveggja ára í meirihluta Suðurnesjabæjar. Við horfum ánægð yfir farinn veg á þau áherslumál sem flokkurinn kom í framkvæmd. Reynslunni ríkari höldum við áfram og hlökkum til að starfa áfram saman af heilindum fyrir fólkið í Suðurnesjabæ, nú í minnihluta.

grunnskólamenntun sé gjaldfrjáls, án aðgreiningar.

Þetta framfaraskref styrkir samfélagið og tryggir að börn fái nauðsynlega næringu til að læra og þroskast í öruggu umhverfi.

Það er ánægjulegt að sjá þessa framtíðarsýn okkar verða að veruleika.

grettistaki lyft í leikskólamálum

Leikskólamál hafa verið í brennidepli í Suðurnesjabæ, og nú hefur nýr kafli hafist með opnun leikskólans Grænuborgar í Sandgerði. Gamla leikskólahúsnæðið var löngu orðið úrelt, og endurnýjun þess var tímabær og brýn. Við í Framsókn studdum þetta metnaðarfulla verkefni heilshugar, enda markar það stórt framfaraskref í þjónustu við börn og fjölskyldur í bænum.

gjaldfrjálsar skólamáltíðir – stórt framfaraskref

Eitt af áherslumálum Framsóknar í Suðurnesjabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir börn. Þessi mikilvæga hugsjón var samþykkt á síðasta fundi mínum sem formaður bæjarráðs í vor, og voru gjaldfrjálsar máltíðir innleiddar í grunnskólum sveitarfélagsins í haust. Við höfum unnið markvisst að hækkun niðurgreiðslna til foreldra og innleitt systkinaafslátt. Svo kom þessi aðgerð til fulls í kjölfar kjarasamningsgerðar og auðvitað fannst okkur það mikilvægt að Suðurnesjabær yrði fyrirmynd og stigi skrefið til fulls, enda eitt af megináherslum okkar í Framsókn. Við lítum á þetta sem stórt velferðar- og jafnréttismál. Með því að tryggja öllum börnum heita máltíð óháð stöðu foreldra stuðlum við að jafnræði og bætum lífsgæði barna. Á Íslandi er skólaskylda, og því er það eðlileg og réttmæt krafa að

Grænaborg er sex deilda leikskóli sem býður framúrskarandi aðstöðu fyrir bæði börn og starfsfólk. Skólinn, sem er 1.135 fermetrar að flatarmáli, hefur rúmgott eldhús, stoðrými og veglega aðstöðu fyrir starfsfólk. Leikskólalóðin, sem er 3.800 fermetrar, býður upp á fjölbreytt leiktæki og öruggt umhverfi fyrir börn.

Eftir opnun Grænuborgar hefur öllum börnum sem sótt hafa um pláss verið tryggt leikskólapláss. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir bæjarfélagið og stórt skref í átt að jafnari tækifærum og betri velferð fyrir fjölskyldur í Suðurnesjabæ.

Nú þurfum við að huga að samskonar uppbyggingu í Garði og setja í gang markvissa vinnu til að hefja þá vegferð.

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð Í sveitarstjórnarkosningunum

2022 setti B-listi Framsóknar sér skýr markmið um að þrýsta á ríkið að koma á heilbrigðisþjónustu í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið er það stærsta á landinu sem hefur ekki heilsugæslu. Suðurnesjabær, sem er 4.200 manna sveitarfélag sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hefur séð mikla fjölgun íbúa síðustu ár.

Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að heilsugæsluþjónusta verði veitt í sveitarfélaginu. Við í Framsókn hófum tafarlaust samtöl við þáverandi þingmenn okkar í Suðurkjördæmi, Sigurð Inga, fráfarandi fjármálaráðherra, Jóhann Friðrik og Hafdísi Hrönn, til að þrýsta á málið. Einnig áttum við fundi og samtöl við Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra. Með miklum samtakamætti og samvinnuhugsjón að leiðarljósi er þetta mikilvæga réttlætismál nú að raungerast – heilbrigðisþjónusta verður brátt í boði í heimabyggð fyrir okkar íbúa. Þann 30. ágúst var undirrituð viljayfirlýsing um opnun heilsugæslustöðvar í Suðurnesjabæ sem mun opna á nýju ári.

ábyrgð kjörinna fulltrúa mikil

Það er grundvallarskylda okkar, sem störfum í umboði almennings sem kjörnir fulltrúar, að fara vel með fjármuni samfélagsins. Virðing fyrir almannafé krefst ábyrgðar og gagnsæis í allri ákvarðanatöku. Við verðum að spyrja okkur spurninga eins og: Eru þessi útgjöld réttlætanleg? Er verið að hámarka notagildi fjárins? Hvernig mun þessi ákvörðun koma samfélaginu til góða? Óskynsamleg eða óréttmæt ráðstöfun almannafjár getur grafið undan trausti almennings á stjórnvöldum. Það er því hlutverk okkar að tryggja að hver króna sé nýtt á sem skilvirkastan hátt og að forgangsröðun fjárveitinga taki mið af hagsmunum heildarinnar, ekki sérhagsmuna. deilur um íþróttamannvirki í suðurnesjabæ

Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um fyrirhugaða uppbyggingu íþróttamannvirkja í Suðurnesjabæ. Þetta viðkvæma mál hefur skapað talsverðar deilur og hafði bein áhrif á fall meirihluta Framsóknarflokks(B) og Sjálfstæðisflokks(D) í vor. En hvað olli þessum ágreiningi? Í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2024 gerði oddviti D-listans þá kröfu við B-lista að mannvirkið, gervigrasvöllur, yrði sett á dagskrá fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2024. Þetta var krafa Sjálfstæðis-

manna, sem vildu gera ráð fyrir verkefninu á komandi ári. Við í Framsókn töldum þessa kröfu fremur bratta, þar sem verkefnið er mjög fjárfrekt, og ekki væri komin niðurstaða um hvar ætti að reysa það – sérstaklega á sama tíma og við vorum í stórri fjárfestingu vegna byggingar nýs leikskóla.

Samt sem áður var sammælst um að setja 200 milljónir króna í verkefnið fyrir árið 2024 með því skilyrði okkar í Framsókn að ákvörðun um staðsetningu vallarins lægi fyrir í mars/apríl sama ár. Okkur fannst mikilvægt að virða samstarfsflokkinn og setja þetta verkefni inn, þar sem uppbygging íþróttamannvirkja var hluti af málefnasamningi listanna í meirihlutasamstarfinu.

Fyrir lá skýrsla frá verkfræðistofunni Verkís, sem kom út í maí árið 2022. Oddvitar D- og B-lista sammæltust um að setja málið á dagskrá bæjarráðs strax í janúar 2024 til að koma hreyfingu á málið og reyna að ljúka því. Á vinnufundi voru oddvitar D- og B-lista einnig sammála um að eina rökrétta lausnin til að halda kostnaði við rekstur í lágmarki væri að mannvirkið risi á öðrum hvorum aðalvelli Reynis eða Víðis. Í kjölfar þess lagði knattspyrnufélagið Víðir til aðalvöll sinn fyrir verkefnið, þó hann hefði ekki verið tekinn með í skýrslunni frá Verkís. Var þá ákveðið að fara í svokallaða valkostagreiningu á báðum aðalvöllum félaganna. Verkís var falið að meta báða kosti. Ef skoðaður er samanburðurinn í valkostagreiningunni, sem verkfræðingar hjá Verkís gerðu á milli aðalvallar Reynis í Sandgerði og aðalvallar Víðis í Garði, sýnir hann að það er mun hagstæðara að byggja gervigrasvöllinn í Sandgerði út frá kostnaðarsjónarmiðum og styrk innviða. Kostnaður við að byggja völlinn í Sandgerði er áætlaður 472 milljónir króna, samanborið við 509 milljónir króna fyrir Garð, sem gerir 36 milljóna króna sparnað. Auk þess eru innviðir eins og félagsheimili og stærri stúka þegar til staðar í Sandgerði, sem dregur úr viðbótarkostnaði. Sandgerði býður einnig upp á fleiri og betri bílastæði og hefur betri aðstöðu fyrir vallarinnviði með tilbúnum tækjageymslum, almenn-

ingssalernum og steinsteyptri stúku sem rúmar 340 manns. Niðurstaðan er því skýr: Sandgerði er bæði skynsamlegri og hagkvæmari kostur fyrir staðsetningu gervigrasvallarins.

Ef við skoðun kostnaðartölur úr skýrslu Verkís sem kom út í maí 2022 er mismunurinn þar á milli malarvallarins í Garði og aðalvelli Reynis í Sandgerði. Þá eru efri mörkin 121.100.000 ISK krónur í mismun og áætlunin er 80.781.000 ISK krónur í mismun á verðlagi í maí 2022. Mismunurinn er því gríðarlega mikill í kostnaðarauka fyrir bæjarsjóð að setja gervigrasvöllinn á malarvöllinn í Garðinum útreiknað af verkfræðingum Verkís. Bæjarráð fundaði oft og stíft um málið fram á vorið 2024, bæði á formlegum fundum og óformlegum vinnufundum. Sigursveinn Bjarni Jónsson fyrir hönd S-lista lagði fram tillögu í bæjarráði og bæjarstjórn um að reisa ætti mannvirkið á aðalvelli Reynis í Sandgerði. Jónína Magnúsdóttir fyrir hönd O-lista lagði það til á fundi bæjarráðs að mannvirkið ætti að reisa á milli byggðarkjarnanna, en eins og áður hefur komið fram töldu D- og B-listi það óraunhæft vegna mikils kostnaðar, þar sem engir innviðir eru til staðar í miðjunni. Auk þess er eignarhald á þeirri landspildu í blandaðri eigu margra aðila. Ýmsir aðilar voru kallaðir til, þar á meðal forsvarsmenn íþróttafélaganna Víðis og Reynirs og sérfræðingar sveitarfélagsins á sviði skipulagsmála. Við greiningu á eignarhaldi kom í ljós að aðalvöllur Víðis stendur að hluta til í landi einkaaðila, svokallaðri Miðhúsajörð þar sem sveitarfélagið greiðir umtalsverða lóðarleigu, en aðalvöllur Reynirs er í landi sveitarfélagsins.

Við í Framsókn töldum því þrjár ástæður fyrir því að völlurinn ætti að rísa á aðalvelli Reynis: Skýrsla Verkís. Valkostagreiningin. Yfirráð sveitarfélagsins yfir landinu undir mannvirkið. Við reyndum hvað við gátum að mynda breiða pólitíska sátt um málið. Þrátt fyrir þetta var tillögum S- og O-lista í bæjarráði og bæjarstjórn, sem beindust í ólíkar áttir, ítrekað frestað. Við sendum Sjálfstæðismönnum skýr skilaboð: Framsóknarflokkurinn styður skýrslu og valkostagreiningu Verkís bæði gögnin og leggur hag bæjarsjóðs til grundvallar. Á þessum tímapunkti voru allir flokkar tilbúnir með sína afstöðu í málinu nema D-listi Sjálfstæðismanna. samráðsteymi um gervigras sett á laggirnar til að bjarga meirihlutanum

Oddviti D-listans Einar Jón Pálsson lagði til aðeins 30 mínútum fyrir 139. fund bæjarráðs, haldinn 26. mars 2024, að stofnað yrði samráðsteymi. Þar var oddviti D-listans Einar Jón Pálsson efnislega ósammála oddvita B-listans, Anton Guðmundssyni sem þá var formaður bæjarráðs, og fulltrúa D-listans Magnús Sigfúsi Magnússyni í bæjarráði um efnislega afgreiðslu á málinu. Tilgangur teymisins var að koma með tillögu að lausn á máli gervigrasvallar í Suðurnesjabæ.

Í teyminu voru starfsmenn sveitarfélagsins, fulltrúi frá KSÍ (sem þó var aldrei kallaður til fundar), og forsvarsmenn íþróttafélaganna Víðis og Reynis. Þegar niðurstöður samráðsteymisins lágu fyrir og málið var tekið fyrir í bæjarráði á ný, kom í ljós að bæjarráði hafði ekki borist öll gögn í málinu fyrir fundinn. Þrátt fyrir að þessi gögn hefðu borist stjórnsýslu Suðurnesjabæjar höfðu þau ekki verið sett í fundargáttina.

Meðal þeirra gagna var yfirlýsing frá Ólafi Þór Ólafssyni, formanni aðalstjórnar Reynis, þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði ekki haft umboð frá íþróttafélaginu Reyni til að taka ákvarðanir í málinu. Hann hafði því dregið til baka stuðning Reynis við samráðsteymisniðurstöðuna. Samkvæmt pósti sem hann hafði sent öllum í samráðsteyminu ásamt byggingarfulltrúa og bæjarstjóra.

Þessi yfirlýsing hafði afgerandi áhrif á málið. Þar með varð ljóst að verið var að halda gögnum og upplýsingum frá sem höfðu afgerandi áhrif á málið.

Tillaga lögð fram á 143. fundi bæjarráðs 29. maí 2024

Fulltrúar B-lista (Anton Guðmundsson) og D-lista (Magnús S Magnússon) lögðu fram eftirfarandi tillögu:

„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að íþróttamannvirkið gervigrasvöllur í Suðurnesjabæ fyrir bæði lið sveitarfélagsins verði reist á aðalvellinum í Sandgerði. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á aðalvellinum í Sandgerði, eins og til dæmis 340 manna stúka, salernisaðstaða fyrir áhorfendur, vélageymsla og plássgott félagsheimili.

Auk þess leggur bæjarráð til að starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja, sem þegar hefur verið skipaður af bæjarráði, geri þarfagreiningu og skili af sér tillögum um uppbyggingu íþróttamannvirkja til næstu ára.

Starfshópurinn hafi það að leiðarljósi að jafnræðis skuli gætt milli byggðakjarna sveitarfélagsins þegar kemur að frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja.“

Bæjarráð þakkaði verkfræðistofunni Verkís ásamt starfsmönnum Suðurnesjabæjar fyrir þeirra framlag í málinu.

Málið fer fyrir bæjarstjórn

Á 70. fundi bæjarstjórnar, þann 5. júní 2024, var tillagan samþykkt með 2 atkvæðum B-lista, 2 atkvæðum S-lista og 1 atkvæði D-lista, gegn 2 atkvæðum O-lista og 2 atkvæðum frá D-lista, að íþróttamannvirkið – gervigrasvöllur – yrði reist á aðalvelli Reynis í Sandgerði.

Þessi ákvörðun var í samræmi við niðurstöður Verkís og valkostagreiningar sem lögðu til þessa staðsetningu út frá kostnaðar- og rekstrarsjónarmiðum. Í kjölfar þessarar samþykktar sprakk meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Nýr meirihluti var myndaður í sveitarfélaginu. Meirihluti Bæjarlistans (O), Samfylkingar (S) og tveggja fulltrúa Sjálfstæðisflokks (D) tók við, og málið var tekið upp á ný á 74. fundi bæjarstjórnar, þann 6. nóvember 2024. Þar samþykktu 2 fulltrúar D-lista, 2 fulltrúar O-lista og 2 fulltrúar S-lista að byggja gervigrasvöllinn á gamla malarvellinum í Garði, þvert á ráðleggingar Verkís. Á móti greiddu 2 fulltrúar B-lista og Magnús S. Magnússon, sem hafði áður verið fulltrúi D-lista.

Einnig gerðust þau tíðindi í millitíðinni á 149. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 28. ágúst, þar barst erindi frá Knattspyrnufélaginu Víði. Í erindinu var lögð fram tillaga um að staðsetja nýtt íþróttasvæði á miðsvæði milli byggðarkjarnanna í Suðurnesjabæ.

Nýr meirihluti D-, S- og O-lista svaraði erindi Víðis með þeim upplýsingum að bæjarstjórn hefði þegar samþykkt staðsetningu á gervigrasvelli. Á aðalvelli Reynis í Sandgerði Fram kom að unnið væri samkvæmt þeirri samþykkt, þar sem forsendur ákvörðunarinnar hefðu ekki breyst.

Hvenær á að taka mark á samfylkingunni í suðurnesjabæ ?

Það er óumflýjanlegt að spyrja sig:

Hvenær á að taka mark á S-lista? Er það á sumri eða vetri? Í júní samþykkti S-listinn, ásamt B-lista og hluta D-lista, að fylgja niðurstöðum faglegra ráðlegginga Verkís, þar sem lagt var mat á hagkvæmustu og skynsamlegustu lausnina. Í nóvember, aðeins fimm mánuðum síðar, samþykkti

S-listinn hins vegar að hunsa þessar sömu ráðleggingar og velja óhagkvæmari valkost, þvert á þau sjónarmið sem áður voru lögð til grundvallar.

Þessi stefnubreyting vekur upp spurningar um ábyrgð og stöðugleika í ákvarðanatöku. Er verið að taka ákvarðanir með almannahagsmuni að leiðarljósi eða með tilliti til annarra sjónarmiða?

Við í Framsókn teljum mikilvægt að byggja upp íþróttamannvirki í Suðurnesjabæ, en það verður að gera á skynsaman og ábyrgan hátt. Kostnaðarsöm verkefni eins og aukin gatnagerð, bygging nýs leikskóla í Garði, stækkun Sandgerðisskóla og nauðsynlegt viðhald á fráveitum og götum bíða okkar einnig í náinni framtíð. Fjármagn er takmarkað og því verðum við

að taka ákvarðanir með langtímahagsmuni bæjarins að leiðarljósi og setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum.

Það er eina leiðin til að byggja upp sterkt og sjálfbært samfélag. Umsvifamiklar lántökur eru ekki langtímalausnir, þær duga skammt þar sem þær auka á fjármagnskostnað og verðbætur bæjarsjóðs, sem skilar minni rekstrarafgangi.

aukið framboð lóða til úthlutunar –lausn á húsnæðisvandanum

Til að mæta vaxandi þörf á húsnæði í Suðurnesjabæ þarf að auka framboð lóða til úthlutunar. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið undir miklu álagi, og skortur á byggingarlóðum hefur hindrað möguleika fjölskyldna og einstaklinga á að koma sér upp húsnæði. Með því að fjölga lóðum sköpum við ný tækifæri fyrir íbúabyggð.

Það þarf að setja aukinn kraft í það verkefni, til dæmis með þéttingu á óbyggðum byggingarreitum bæði í Garði og Sandgerði.

Markviss rekstrarrýni til framtíðaruppbyggingar

Til að styrkja fjárhagsstöðu Suðurnesjabæjar og tryggja sjálfbæran rekstur til framtíðar er nauðsynlegt að rýna enn betur í rekstur bæjarins. Með því að auka samlegðaráhrif milli stofnana og reksturs sveitarfélagsins getum við aukið rekstrarafgang, sem svo má nýta til mikilvægra fjárfestinga í innviðum og samfélagsþjónustu.

Þessi nálgun stuðlar að betri nýtingu fjármuna og dregur úr þörf á lántökum, sem styrkir fjárhag sveitarfélagsins til lengri tíma. Með ábyrgum og markvissum aðgerðum

tryggjum við að bæjarfélagið geti haldið áfram að vaxa og dafna án þess að auka skuldbindingar á íbúa þess. Þetta er lykillinn að sjálfbæru og vel reknu samfélagi.

Grunninnviðir í almannaeigu Á 56. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar lagði Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og formaður ráðsins, fram starfsáætlun fyrir vatnsveituna. Þar kom í ljós að viðræður væru hafnar við HS Veitur um möguleg kaup á vatnsveitunni í Sandgerði. Á 155. fundi bæjarráðs, þann 4. desember síðastliðinn, lagði Sigursveinn Bjarni Jónsson, oddviti S-lista og formaður bæjarráðs, fram minnisblað frá bæjarstjóra um Vatnsveitu Suðurnesjabæjar.

Minnihlutinn hefur ekki atkvæðisrétt í bæjarráði, og tíðkast það hvergi á byggðu bóli á Íslandi nema í Suðurnesjabæ. Þar samþykkti bæjarráð samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við HS Veitur ehf. um mögulegan samruna Vatnsveitu Suðurnesjabæjar við HS Veitur ehf. Kjarngóðar umræður sköpuðust á síðasta bæjarstjórnarfundi um málið að frumkvæði minnihlutans. HS Veitur eru að stórum hluta í eigu einkaaðila.

Við í Framsókn teljum að grunninnviðir eins og vatnsveita séu lífsnauðsynlegir fyrir samfélagið. Opinber eign á slíkum innviðum tryggir aðgang allra óháð búsetu eða efnahag. Þegar auðlindir og grunninnviðir færast í hendur einkaaðila er hætta á að þjónustan verði ekki lengur veitt á jafnræðisgrundvelli, þar sem hagsmunir fjárfesta geta orðið fyrirferðarmiklir.

Við eigum að standa vörð um vatnsveituna sem almannaeign og tryggja að hún haldist í opinberri eigu. Það er á ábyrgð okkar að tryggja að auðlindir okkar séu ekki seldar frá okkur.

Kæru íbúar Suðurnesjabæjar. Nú fer í hönd tími jólanna. Ég vil óska ykkur öllum gleðilegra jóla og friðsællar hátíðar. Megi þessi tími færa ykkur og fjölskyldum ykkar hlýju, gleði og góðar stundir í faðmi ástvina. Megi árið 2025 verða ykkur gæfuríkt og gott.

Með ósk um gleðilega hátíð, Anton Guðmundsson Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ

Óskum Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða

Skötuhittingur á Þorláksmessu er hefð og samvera með fjölskyldunni mikils virði

Oddný kristrún ásgeirsdóttir er bæjarfulltrúi í suðurnesjabæ og starfar jafnframt sem verkefnastjóri hjá Ferðaþjónustu reykjaness. Hún á tvær dætur og tvö ömmubörn og býr í suðurnesjabæ. „Það var skrýtið að vera ekki hjá mömmu og pabba en með aldrinum finnur maður upp sínar hefðir ásamt því að halda í sem flest frá æskuárum. Jólin hafa breyst mikið frá því ég var barn og að mínu mati svolítið misst sjarma sinn í hraða nútímans, finnst eins og fólk gefi sér ekki tíma til að njóta,“ segir Oddný kristrún þegar hún er spurð út í breytingar á jólum þegar hún hafi orðið eldri.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2024 var nokkuð viðburðaríkt hjá mér. Ég ákvað að selja húsið mitt og keypti mér minni íbúð og stóð í flutningum. Fór í tvær utanlandsferðir og það sem gladdi mig mest af öllu að báðar dætur mínar ættu von á sér, eldri dóttirin eignaðist yndislegan prins í september og yngri dóttirin á von á prinsessu í febrúar 2025. Þannig að ég er orðin tvöföld amma og þriðja ömmukrílið á leiðinni. Lífið hefur leikið við mig og er ég þakklát fyrir það.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Uppáhaldslagið mitt er „Ó helga nótt“, það lag yljar mér um hjarta og gerir jólin svo falleg.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

„Home Alone“ er þessi klassíska sem alltaf verður að horfa á fyrir jólin, kemur manni alltaf í gott jólskap og boðskapurinn góður. Að eiga góða að yfir hátíðirnar er svo gott fyrir sálina.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Skötuhittingur á Þorláksmessu er hefð sem hefur verið frá því ég man eftir mér. Mamma, pabbi, við systkin, börn og barnabörn njótum saman. Eitt af því sem er ómissandi. Á aðfangadag hittumst við í „bröns“ hjá Ágústu systir, elsta dóttir hennar á afmæli þá og hefur það verið hefð í 36 ár að hittast þar og fagna afmæli hennar, þó svo að hún sé löngu flutt að heiman. Samvera með fjölskyldunni er svo mikils virði.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Skötuhittingurinn, jólaskreytingar og samveran með fjölskyldunni.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum – hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst? Ég hef fengið og gefið svo margt fallegt í gegnum tíðina og get ekki nefnt eitthvað eitt sérstakt. Mér finnst allar gjafir vera ógleymanlegar og er þakklát fyrir allt sem ég hef gefið og þegið.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð?

Jólin heima í Presthúsum, mamma alltaf að baka smákökur og faldi þær alltaf fyrir okkur systkinum, við fundum nú alltaf kökuboxin og stálumst í þau. En svo þegar kom að því að bjóða upp á kökurnar þá annað hvort voru allir svo saddir eða mamma hreinlega gleymdi að bera þær fram. Pabbi var alltaf svo öflugur í eldhúsinu á aðfangadag, þá sá hann um kartöflustöppuna, besta stappan sem við fengum, með fullt af sykri. Minningarnar eru annars margar og góðar sem gott er að ylja sér við.

Með jólaskreytingar þá finnst mér bara bæði fallegt og skemmtilegt. Heimagert skraut hefur meiri sjarma og verður persónulegra en það sem við kaupum í búðum.

Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Allt sem stelpurnar mínar hafa gert í gegnum leik- og grunnskóla hef ég reynt að halda vel upp á. Set það alltaf upp hjá mér hver jól.

Fékk eitt sinn fallega jólabjöllu frá Sigrúnu ömmu á Nýjalandi sem mér þykir afskaplega vænt um. Ágústa amma á Borgartúni og mamma hafa gefið mér jóla-óróana síðustu 26 árin sem ég held mikið upp á. Sólrún systir gaf mér afskaplega fallegt útskorið lítið jólatré með jólaséru sem ég elska að setja upp hver jól. Allt skraut sem mér er gefið hefur alltaf góða og skemmtilegar sögur sem ég hugsa um hver jól.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum?

Jólin breyttust nokkuð þegar ég flutti að heiman, fyrstu jólin mín með minni litlu fjölskyldu var í Skagafirði, ég man að ég reyndi að gera allt eins og mamma með jólamatinn sem mér tókst að klúðra en við hlógum bara að því og gerðum

jólin að okkar. Það var skrýtið að vera ekki hjá mömmu og pabba en með aldrinum finnur maður upp sínar hefðir ásamt þvi að halda í sem flest frá æskuárum. Jólin hafa breyst mikið frá því ég var barn og að mínu mati svolítið misst sjarma sinn í hraða nútímanns, finnst eins og fólk gefi sér ekki tíma til að njóta. En ég hlakka alltaf til jólanna, setja upp jólaljósin sem lýsa upp svartasta skammdegið, það elska ég mest.

Uppáhaldsmaturinn yfir jólin er grafinn lax á ristað brauð og graflaxsósa, svo finnst mér hamborgarhryggurinn alltaf góður en hangikjötið stendur alltaf upp úr ásamt kartöflustöppunni hans pabba. Svo má ekki gleyma frómasinu hennar mömmu.

Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir í þínu heimili?

Það sem má alls ekki sleppa á jólunum er appelsínufrómansinn hennar mömmu og jólaísinn. Það koma ekki jól nema það sé allt klárt og tilbúið eftir steikina.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Ég hef verið erlendis yfir jól og áramót og fannst það ágætt en jólin heima eru bara alltaf best. Hér heima hefur maður aðgang að

fólkinu sínu sem er ómissandi yfir hátíðirnar.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig? Já, ég trúi á jólaandann. Ég persónulega finn fyrir frið og ró innra með mér þegar jólaklukkurnar klingja kl 18:00 á aðfangadag. Ég er bara þannig alin upp, að vera trúföst, kærleiksrík og taka ekki öllu sem gefnu. Hugsa vel um mína nánustu og biðja fyrir þeim sem eiga sárt að binda. Trúi því að bænir mínar berist þangað sem þeim er ætlað.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Ekkert sérstakt á óskalistanum, ég er svo þakklát fyrir að vera heilsuhraust í alla staði, á tvær dásamlegar dætur, tvo yndislega tengdasyni, tvö að verða þrjú barnabörn. Get ekki hugsað mér lífið án þeirra og allra fjölskyldumeðlima sem ég er svo lánsöm að eiga. Ég óska þess eins að þau öll eigi góða og bjarta framtíð.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Ef það væri hægt að gefa ást og kærleik með slaufu þá myndi ég senda það út í heim og geim. Ekkert meira sem flestir vilja en að allir eigi gleði og frið í sál og líkama.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Ég set mér yfirleitt ekki nein sérstök áramótaheit en hef einsett mér það síðustu ár að njóta sem mest og best komandi ára því við vitum aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

Ég vil nýta tækifærið og óska öllum gleðilegrar hátíðar og bið fólk að njóta hverrar mínútu og sýna náungakærleik og tillitssemi. Ást og friður til allra.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

Tannlæknastofan Tjarnargötu 2

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

Jólastemmning á Fitjum

Jóhanna Guðrún heillaði jólagesti Bílakjarnans og Nýsprautunar

Bílakjarninn og Nýsprautun buðu viðskiptavinum upp á ljúfa jólastund í húsnæði bílasölunnar á Fitjum í byrjun desember. Fjöldi fólks mætti á staðinn og naut veitinga, tónlistar og samveru.

Elmar Þór Hauksson, starfsmaður Bílakjarnans og söngvari tók lagið en með honum á hljómborðið var enginn annar en Arnór Vilbergsson. Söngdívan Jóhanna Guðrún mætti á svæðið og heillaði gesti upp úr skónum með söng sínum og pósaði svo fyrir ljósmyndara VF sem mætti með vélina og smellti myndum af gestum.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

gestgjarnir, Jenný Waltersdóttir og sverrir gunnarsson buðu í flott jólapartý á Fitjum.

Hefur gefið út þrjár ljósmyndabækur

Man best eftir myndunum sem voru ekki teknar

„Ég var kominn til grindavíkur seinni partinn 10. nóvember og var fram á næsta morgun,“ segir sigurður Ólafur sigurðsson, ljósmyndari eða réttara sagt hamfaraljósmyndari en undanfarin ár hefur hann verið í vinnu hjá slysavarnafélaginu landsbjörgu við að festa á filmu það sem fyrir augu ber þegar slys eiga sér stað. síðan að jarðhræringarnar hófust við Fagradalsfjall árið 2020 hefur sigurður verið ansi mikið í grindavík og mjög mikið á þessu rúma ári sem liðið er frá 10. nóvember í fyrra.

Hann gaf nýlega út ljósmyndabók sem hann nefnir Reykjanes vaknar en í bókinni er sagan sögð í myndum og í texta þar sem við á, allt frá því að fyrsti íbúafundurinn var haldinn í íþróttahúsinu í Grindavík árið 2020. Síðustu myndirnar í bókinni voru teknar um miðjan ágúst, skömmu áður en níunda eldgosið hófst og þar sem jarð-

hræringum á Reykjanesi er hvergi nærri lokið, er líklegt að fleiri bindi muni líta dagsins ljós. alltaf haft áhuga á ljósmyndun

Sigurður hefur frá því að hann man eftir sér, alltaf haft áhuga á ljósmyndun en hann menntaði sig ekki í fræðunum strax.

„Ég var lengi að ákveða mig hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór, minn bakgrunnur er í leit og björgun og ég hef verið í björgunarsveit frá því að ég var gutti. Ég réð mig til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar árið 1997 þar sem ég starfaði með stuttu hléi til 2012. Ég hafði alltaf haft áhuga á ljósmyndun, var með myrkraherbergi þegar ég var ungur og hef

alltaf tekið mikið af myndum en það var ekki fyrr en árið 2010 sem ég fór í ljósmyndaskóla og kláraði námið árið 2012. Uppfrá því varð ég „hirðljósmyndari“ Landsbjargar og hef verið að mynda útköll og önnur störf björgunarsveita og neyðaraðila síðan þá. Ég er í raun björgunarsveitarmaður en bara með öðruvísi hlutverk en hinn hefðbundni. Þó er það að sjálfsögðu þannig að ef það vantar hendur í útkalli þá legg ég myndavélina frá mér og sinni skyldu minni sem björgunarsveitarmaður. Ég sinni annarri ljósmyndun en bara fyrir Landsbjörgu, ég var og er að mynda fyrir fyrirtæki og tek að mér það

sem ég get. Mestur tíminn í ljósmyndun er samt tengt neyðargeiranum með einum eða öðrum hætti.“

Þriðja bókin - reykjanes vaknar Nýjasta bók Sigurðar er sú þriðja sem hann gefur út en áður hafði hann gefið út litla bók fyrir Neyðarlínuna, 112 fólk og svo gaf hann út aðra stóra ljósmyndabók árið 2022, Shooting rescue. Sú nýjasta, Reykjanes vaknar, segir ótrúlega sögu í og við Grindavík síðan íbúafundur var haldinn í íþróttahúsi Grindavíkur í janúar árið 2020.

Hraunið rennur framhjá bláa lóninu í gosinu í nóvember.

„Myndirnar sem ég hef tekið í tengslum við þetta verkefni eru nú að nálgast 100 þúsund og í bókinni eru eitthvað yfir 400 af þeim sem mér finnst segja söguna best. Nokkrar þeirra eru mér eftirminnilegar og vonandi verða þær fleiri en ég er nú þannig gerður að mér finnst alltaf eftirminnilegustu myndirnar sem ég náði ekki að taka af einhverjum ástæðum! Ætli það haldi manni ekki stöðugt á tánum, óttinn við að missa af mikilvægu myndinni.“

„Líklega grunaði engan á íbúafundinum hvað átti eftir að gerast tæpum fjórum árum síðar. Ég hef tekið þátt í að skrifa neyðaráætlanir og hef verið í þessum geira lengi, þess vegna undirbjó ég mig í raun strax undir það versta. Það var farið yfir hvað gæti í versta falli gerst og eins farið yfir rýmingaráætlanir en auðvitað vonuðust allir eftir því að það versta myndi ekki gerast en því miður varð raunin sú. Það eru til neyðaráætlanir fyrir flugslys, hópslys og nefndu það bara, oftast kemur aldrei til þess að grípa þurfi til þessara áætlana en varðandi eldgos á Reykjanesi þá var vitað að það myndi einhvern tíma gerast, sagan segir okkur það. Að það skyldi gerast núna var auðvitað eitthvað sem allir vonuðust eftir að þurfa ekki að upplifa. Það er í raun magnað að vera uppi á þessum tíma núna, síðasta svona skeið var ekki nema fyrir 800 árum síðan. Ég undirbjó mig því í raun strax eftir íbúafundinn undir hvað gæti hugsanlega gerst og ég hef náð að mynda margt markvert sem hefur gerst síðan á þessum íbúafundi. En ég veit að ég mun aldrei ná að segja söguna alla. Ég á fjölskyldu og þarf auðvitað að sinna henni ásamt öðrum skuldbindingum eins og gengur og gerist. Það var til dæmis nánast léttir þegar að ég var í fyrsta skipti fjarverandi í útlöndum þegar eitt af fyrstu gosunum átti sér stað. Fram að því hafði ég verið stressaður yfir því að ég yrði að ná hverjum einasta markverða viðburði en það að missa af heilu gosi gerði það að verkum að ég róaðist aðeins og gerði mér grein fyrir að þetta verkefni yrði alltaf bara mín sýn á þessa atburði. Að því sögðu þá er það samt þannig að ég vil helst ekki missa af neinu og held að heilt yfir hafi ég hingað til náð ágætri yfirsýn, þó að alltaf megi gera betur. Fyrsta eldgosið kemur rúmu ári eftir íbúafundinn 2020 og það kom nýtt gos nánast á árs fresti, þar til þessi hrina byrjaði 18. desember 2023 og sér ekki fyrir endann á,“ segir Sigurður. 10. nóvember

Sigurður náði flestu markverðu sem hefur gerst síðan 2020 og var mættur í Grindavík daginn örlagaríka í fyrra þegar Grindvíkingar þurftu að rýma bæinn. „Ég var ekki mikið á svæðinu fyrir 10. nóvember en fylgdist að sjálfsögðu vel með öllu í gegnum Landsbjörgu. Ég frétti þennan dag hvað var í gangi og var kominn seinni partinn en ég vissi ekki frekar en annar hvað væri að fara gerast. Ég hef komið til Grindavíkur þegar von var á einhverju en ekkert gerðist þá. Um leið og ég kom til Grindavíkur hafði maður á tilfinningunni að eitthvað stórt væri í bígerð, jarðskjálftarnir voru á einhverju öðru stigi en áður hafði fundist. Ég var í bænum fram á laugardagsmorgun og það var auðvitað magnað að verða vitni að þessu. Síðan þá hef farið ófáar ferðirnar á svæðið og jafnvel stöku sinnum lagt mig þegar ég hef tekið þar langar vaktir eða verið að bíða eftir einhverjum atburðum. Ég er með svefnaðstöðu í bílnum og legg bílnum þá við hús björgunarsveitarinnar Þorbjörns þar sem vettvangsstjórnin er. Ef eitthvað gerist og það þarf að rýma bæinn í skyndi, vita þau af mér úti í bíl. Ég hef dvalið mikið í bænum undanfarið árið og hef náð töluvert af myndum, ef ég á að nefna eitthvað eftirminnilegra en annað þá eru það samskiptin við íbúa og viðbragðsaðila. Fyrir mér er myndavélin bara verkfæri til að segja sögu þessarra atburða og sögurnar eru af fólkinu. Að ganga um bæinn þegar fólk í heilu göt-

HAMFARIR Í GRINDAVÍK

unum og jafnvel hverfunum var að tæma heimili sín var ógleymanleg reynsla. Ekki það að taka myndirnar heldur að hitta fólkið, heyra sögurnar og skynja andrúmsloftið. Mjög sérstök reynsla sem ég gleymi sennilega aldrei. Fljótlega á þessu ári þegar ég sá þær þúsundir mynda sem ég hafði tekið, var mér ljóst að nú væri kannski orðið tímabært að festa þær í bók þó að ég hafi ekki strax verið búinn að ákveða hvenær hún kæmi út. Það kom þó fljótlega í ljós að ég gæti ekki beðið mikið lengur með það einfaldlega vegna þess hversu mikið efni var komið sem að mig langaði að hafa með. Síðustu myndirnar voru teknar um miðjan ágúst en rétt eftir að bókin fór í prentun hófst enn eitt gosið eins og til að árétta það að ég væri ekki búinn með verkið. Ég verð því auðvitað áfram á vaktinni þó að ég voni að ég muni ekki þurfa mynda meira í Grindavík, þ.e. að ekki

muni meira markvert gerast þar en að öllum líkindum er þessum jarðhræringum engan veginn lokið. Síðasta svona skeið stóð frá 1210-1240 og ef þetta verður eitthvað svipað, er ljóst að mörg ár eru eftir. Ég vonast auðvitað til þess að næstu eldgos muni hvorki ógna Grindavík né öðrum bæjum eða starfseminni í Svartsengi. Vonandi mun þetta færa sig á þær slóðir sem mun ekki ógna öryggi og hægt verði að líta á þau eldgos eins og þau sem gerðust við Fagradalsfjall sem túristagos. Myndirnar sem ég hef tekið í tengslum við þetta verkefni eru nú að nálgast 100 þúsund og í bókinni eru eitthvað yfir 400 af þeim sem mér finnst segja söguna best. Nokkrar þeirra eru mér eftirminnilegar og vonandi verða þær fleiri en ég er nú þannig gerður að mér finnst alltaf eftirminnilegustu myndirnar sem ég náði ekki að taka af einhverjum ástæðum. Ætli það haldi manni

ekki stöðugt á tánum, óttinn við að missa af mikilvægu myndinni. En auðvitað má maður ekki hugsa þannig og dvelja of lengi við það sem að maður hefði viljað gera betur. Þrátt fyrir töpuðu augnablikin þá náði ég allavega þeim sem ég náði og það er mín saga af þessum atburðum og það er það eina sem maður getur gert. “ sagði Sigurður Ólafur að lokum. Viðtalið við Sigurð var tekið áður en síðasta eldgos hófst en það var það sjöunda á Sundhnjúksgígaröðinni og það tíunda í heildina. Sigurður hefur að sjálfsögðu náð myndum af því síðasta og þær eru meðfylgjandi þessari grein.

GLEÐILEGA HÁTIÐ

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Meistarataktar

hjá Danskompaníi á jólasýningu

Danskompaní fékk Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent í byrjun desember þegar fyrirtækið hélt árlega jólasýningu í Andrews á Ásbrú.

DansKompaní sem hefur starfað í Reykjanesbæ frá árinu 2010 hefur náð sögulegum árangri á undanförnum árum, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi og ber þar hæst árangur nemenda á heimsmeistaramótinu í dansi þar sem skólinn hefur unnið til fjölda verðlauna. Á jólasýningunni sýndu dansararnir sannkallaða meistaratakta.

Helga ásta Ólafsdóttir, skólastjóri og eigandi danskompanís þakkaði fyrir menningarverðlaunin í lok sýningarinnar sem væri glæsileg. Þá þakkaði hún öllum sem hafa komnið að starfinu á margvíslegan hátt. vF/pket.

ORKURANNSóKNASJóÐUR

Deilum við

framtíðarsýn?

Við hjá Landsvirkjun eigum okkur framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við viljum vera stolt af þeirri jörð sem við afhendum komandi kynslóðum. Þessi framtíðarsýn verður að veruleika ef við leggjum öll hönd á plóg. Rannsóknarverkefni sem tengjast orku- og umhverfismálum geta skipt þar sköpum.

Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, þar með eru taldar rannsóknir á sviði umhverfisáhrifa, orkuskipta og loftslagsmála.

Umsóknarfrestur er út mánudaginn 13. janúar 2025.

Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðunni landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur

Grindvíkingar hittast á morgnana í Metabolic hjá Helga Jónasi

n Íslandsmeistari í körfuknattleik og knattspyrnu n Vantaði líkamsrækt eftir keppnisferilinn n Er styrktarþjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu.

„Það vantaði nafn á æfingakerfið, Metabolic, sem á íslensku þýðist líklega best sem efnaskipti, lýsir vel á út á hvað kerfið gengur. Við notum orkukerfi líkamans,“ segir líkamsræktarfrömuðurinn Helgi Jónas Guðfinnsson en hann hefur rekið líkamsræktarstöð sína sem hann kallar Metabolic frá árinu 2011. Helgi byrjaði feril sinn snemma á þessari öld í Grindavík, stofnaði þá Helgasport sem hann rak á efri hæðinni í gamla lagmetinu í Grindavík þar sem nú er Mar guesthouse sem Vísir á og rekur.

Körfuboltaáhugafólk man eflaust eftir Helga, hann lék lengi með Grindavík og íslenska landsliðinu auk þess að leika erlendis sem atvinnumaður. Eftir að skórnir fóru endanlega upp í hillu tók þjálfun við og gerði hann Grindavík t.d. að Íslandsmeisturum árið 2013. Síðasta vetur bauð knattspyrnudeild Breiðabliks Helga vinnu og sér hann um styrktarþjálfun meistaraflokks karla. Eitthvað var Helgi greinilega að gera rétt, Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í lok október í hreinum úrslitaleik

á móti hinu sigursæla liði Víkinga. Líklega eru ekki margir sem geta stært sig af Íslandsmeistaratitli sem þjálfari körfuknattleiks- og knattspyrnuliðs.

vantaði líkamsrækt

Boðið er upp á hópatíma alla daga nema sunnudaga og er Helgi oftar en ekki sá sem sér um æfinguna, þó koma nokkrir áhugasamir að þjálfuninni líka en hvaðan fæddist hugmyndin að Metabolic?

„Þegar ég hætti að spila körfubolta eftir tímabilið 2008/2009 vantaði mig líkamsrækt til að stunda og hugsaði með mér að fleirum en mér þætti kannski ekki nógu skemmtilegt að mæta í hefðbundna líkamsrækt og lyfta lóðum. Mér fannst það aldrei skemmtilegt en það hefur reyndar breyst í dag. Ég hugsaði mér hvað mér gæti þótt skemmtileg líkamsrækt og fann þá upp á þessu æfingakerfi sem styðst má segja við orku kerfi líkamans. Við vinnum með styrk og út hald og ákveðin efnaskipti gerast. Enska orðið yfir það er Metabolic, mér fannst það smellið nafn og ég hóf rekstur stöðvar undir því nafni í Reykjanesbæ árið 2011. Árið 2019 færði ég mig í núverandi húsnæði og uni hag mínum vel að Iðavöllum í Keflavík. Ég var líka að þjálfa í Grindavík, var mættur í íþróttahúsið í Grindavík flesta morgna klukkan sex en því lauk auðvitað í fyrra. Grindvíkingarnir söknuðu greinilega þessara tíma og settu pressu á mig með að bjóða upp á tíma fyrir þau og auðvitað varð ég við þeirri bón. Flestir koma þrjá morgna í viku klukkan sjö, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, en sumir mæta oftar. Ég þarf ekkert að segja fólki frá kostum þess að stunda líkamsrækt, allir vita það eða eiga að vita. Ef fólk vill auka líkur á að eiga gott líf þegar ellikerling fer að kíkja í heimsókn er pottþétt gott

fyrir það að stunda líkamsrækt. Svo hefur verið sýnt fram í rannsóknum að heilinn framleiðir dópamín þegar tekið er á því og það hormón hefur áhrif á geðheilsu okkar. Þess vegna hvet ég alla til að stunda einhverja líkamsrækt.“

Íslandsmeistari í knattspyrnu og körfuknattleik

Helgi Jónas átti frábæran feril sem körfuknattleiksmaður, varð Íslandsmeistari og vann bikarmeistaratitla og komst grátlega nærri að landa Íslandsmeistaratitlinum aftur með Grindavík á hruntímabilinu fræga 2008/2009. Grindavík var 1-2 yfir á móti stjörnum prýddu liði KR-inga með Jón Arnór Stefánsson í broddi fylkingar, átti heimaleik 14. apríl

2009 en á þeim degi hafði liðið orðið Íslandsmeistari árið 1996. KR-ingar hins vegar jöfnuðu og unnu svo oddaleikinn með einu stigi. Keppnisskórnir fóru því með súru eftirbragði upp í hilluna góðu. Helgi tók svo við þjálfun Grindavíkurliðsins fyrir tímabilið 2010/2011 og gerði liðið að Íslandsmeistara tímabilið á eftir. Hann þjálfaði Keflavík um tíma og var aðstoðarmaður Kjartans Atla Kjartanssonar með nýliða Álftnesinga á síðasta tímabili, þegar nýtt kall kom.

„Breiðablik hafði samband við mig í upphafi þessa árs og bauð mér stöðu styrktarþjálfara meistaraflokks karla. Ég reyndi að sameina þetta aðstoðarþjálfarahlutverkinu hjá Álftanesi en það gekk engan veginn upp, þess vegna þurfti ég að segja skilið við Kjartan Atla og félaga. Þetta var frábær tími með Blikunum og ég mun halda áfram. Ég les út úr gögnum úr GPS-vestum sem leikmenn klæðast á æfingum og þannig get ég fylgst vel með álagi á öllum leikmönnum og sniðið þrekþjálfun út frá hverjum og einum. Ég ætla nú ekkert að eigna mér mikið í þessum Íslandsmeistaratitli um daginn, ég held bara að hungur Blika hafi verið meira en Víkinganna sem hafa verið mjög sigursælir á undanförnum árum,“ sagði Helgi.

Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson.
grindvíkingar taka á því í ræktinni hjá Helga Jónasi.
Helgi fagnar Íslandsmeistaratitilinum með Páli axel vilbergssyni árið 2012.

Pétur Pálsson og ástrún

Jónasdóttir á þrekhjólinu.

Keyrir á æfingar í Keflavík

Pétur Pálsson, kenndur við sjávarútvegsfyrirtækið Vísi í Grindavík, var einn þeirra Grindvíkinga sem saknaði æfinganna hjá Helga Jónasi.

„Það var svipað flakk á mér og öðrum Grindvíkingum, við byrjuðum í sumarbústaðanum en á endanum fluttum við í Garðabæ.

Ég hvatti Helga til að bjóða upp

á æfingar í Reykjavík en fyrst það gekk ekki var ekkert annað að gera en mæta bara til hans í Reykjanesbæ. Við æfðum klukkan sex í Grindavík og þetta er svipað fyrir mig núna, ég vakna klukkan sex og er mættur í æfingagallann klukkan sjö og er sestur við skrifborðið mitt í Vísi upp úr átta. Þetta hentar mjög vel en auðvitað hlakka ég til þegar Helgi getur boðið upp á æfingar í íþróttahúsinu okkar í Grindavík. Nú er búið að opna bæinn og ég vona að hann komist hægt og örugglega til fyrra horfs, allavega er ekkert sem mælir á móti því að atvinnustarfsemi sé í

fullum gangi, við erum komnir á sömu afköst og fyrir 10. nóvember.

Það mun taka lengri tíma að byggja samfélagið upp en sem fyrr ætla ég að vera bjartsýnn á framtíð Grindavíkur,“ sagði Pétur.

Leysir Helga af með þjálfaraflautuna

Þegar Helgi Jónas er fjarverandi tekur Ástrún Jónasdóttir oft við þjálfaraflautunni.

„Ég spilaði fótbolta fram eftir öllu en hætti eftir að ég átti eldri dóttur mína, hana Dröfn, árið 1999. Ég var eitthvað búin að æfa leikfimi í íþróttahúsinu en hef fylgt Helga Jónasi eftir síðan hann byrjaði með Helgaport á sínum

tíma í Grindavík. Ég er eiginlega ónýt ef ég kemst ekki á æfingu og æfi alla daga nema sunnudaga, þá tek ég mér frí. Helgi bauð mér að leysa sig af þegar hann kæmist ekki og ég tók því fegins hendi. Ég hef mestalla vitneskju mína frá Helga

GLEÐI LEGA HÁTÍÐ

en ég hef líka aflað mér fróðleiks á netinu, það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt varðandi æfingar og ekki síst teygjuæfingar. Ég og fjölskylda mín búum í Pósthússtrætinu í Reykjanesbæ en ég vinn hjá Vísi í Grindavík. Ég vona að við getum farið að æfa aftur þar sem fyrst en þangað til mun ég mæta til Helga á Iðavellina,“ sagði Ástrún.

ISSI FISH & CHIPS

JÓL OG ÁRAMÓT:

22. DESEMBER: OPIÐ FRÁ 11 TIL 20 ÞORLÁKSMESSA (23. DES.): LOKAÐ OPNUM AFTUR 4. JANÚAR 2025

VIÐ SENDUM HUGHEILAR JÓLA- OG ÁRAMÓTAKVEÐJUR UM LEIÐ OG VIÐ ÞÖKKUM ALLT GAMALT OG GOTT. GANGIÐ HÆGT UM GLEÐINNAR DYR YFIR HÁTIÐIRNAR OG GLEYMIÐ EKKI AÐ KNÚSA HVERT ANNAÐ.

ISSI OG HJÖRDÍS

Hélt að „Skagamenn skoruðu mörkin“ væri Sinclair Spectrum tölva

sandgerðingurinn björgvin guðjónsson býr Odense í danmörku og starfar þar sem Creative director og ráðgjafi á sviði gervigreindar. björgvin er giftur Margréti lind steindórsdóttur og saman eiga þau þrjá drengi – bjarka, breka og braga. „Ég er einn af meðstofnendum snilld ai, fyrirtækis sem ég rek ásamt tveimur öðrum. við hjálpum fyrirtækjum að innleiða stefnumótun og snjallar lausnir með aðstoð gervigreindar. auk þess held ég fyrirlestra og vinnustofur þar sem ég deili minni reynslu og þekkingu á þessu spennandi sviði,“ segir björgvin þegar hann er spurður út í starf sitt. Hann starfar einnig við hin ýmsu aukaverkefni eins og að gera tónlistarmyndbönd, skrifa bækur, markaðssetningu og hanna sjónræn auðkenni (visual identity).

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið 2024 var bæði viðburðaríkt og gefandi fyrir mig og fjölskylduna. Ég stofnaði fyrirtækið Snilld AI og hélt fjölda fyrirlestra þar sem ég deildi reynslu minni af gervigreind og hönnun undanfarin ár. Það er visst frelsi sem fylgir því að reka sitt eigið fyrirtæki, sérstaklega þar sem það gefur mér svigrúm til að vera til staðar fyrir fjölskylduna þegar á þarf að halda. Árið var líka fullt af skemmtilegum viðburðum hér í nágrenninu (strandferðir og jarðaberjatýnsla t.d.). Ég eyddi líka óteljandi

stundum á fótbolta- og handbolta leikjum með drengjunum mínum, sem hefur verið frábært. Á sama tíma fluttu tengdaforeldrar mínir í hús hér í nágrenninu, sem er algjör lúxus. Það er frábært að hafa þau nálægt og ég hlakka sérstaklega til að njóta jólahátíðarinnar saman með þeim.

Brunavarnir

Hvert er uppáhalds lagið þitt sem tengist jólunum?

The Pogues - Fairytale of New York.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Home Alone með strákunum mínum er alltaf góð.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Að skreyta jólatréð saman sem fjölskylda.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Malt og Appelsín ... og grafinn lax með góðri sósu.

Man alltaf eftir að hafa fengið bækurnar

„Skagamenn skoruðu mörkin“ og haldið að það væri Sinclair Spectrum tölva. Það var eina skiptið sem erfitt var að halda aftur af vonbrigðunum. En var samt glaður.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Ætli það séu ekki minningar frá fjölskylduboðum hjá ömmu og afa á Akranesi, þar sem öll fjölskyldan hittist og hafði það gott saman.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Meira fyrir það sem er keypt út í búð eða eitthvað sem hefur komið frá fjölskyldunni.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri?

Minni gjafir, meiri matur og að njóta þess að horfa á fjölskylduna mína taka upp sínar gjafir. Þegar maður eignast börn breytast jólin aftur í ævintýri. Það er yndislegt að upplifa gleðina og spennuna með drengjunum mínum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Hamborgarhryggur klikkar aldrei – og sósan sem konan mín gerir er ómissandi.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Bara með fjölskyldunni, skiptir ekki máli hvar. Helst á köldum stað, aðeins jólalegra.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig?

Algjörlega. Jólaandinn snýst um samkennd, umhyggju og þá einlægu gleði sem kemur með því að gefa af sér.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Headphones sem virka og hygge.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Friðsæld – að allir hefðu tækifæri til að eiga öruggt og rólegt heimili.

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Halda áfram að læra og nýta árið til að þróa nýjar og skapandi lausnir með Snilld – og persónulega hef ég lofað sjálfum mér að eyða tíma með fjölskyldunni minni og stunda meiri líkamsrækt.

Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári

Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða

Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.

Óska Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakka góðan stuðning í nýliðnum kosningum.

Kaupfélag Suðurnesja sendir félagsmönnum sínum bestu óskir um gleðileg jól, farsælt nýtt ár og þakkar samfylgdina í 79 ár.

„Fólkið hérna er bara svo frábært“ segir söngvarinn, tónlistarmaðurinn, bæjarfulltrúinn og nú varaþingmaðurinn sverrir bergmann Magnússon. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í mannlífið í r eykjanesbæ eftir að hann og konan fengu nóg af því að hanga á rauðu ljósi í reykjavík. sverrir er sjálfur frá sauðárkróki, tindastólsmaður í gegn en mætir reglulega á leiki hjá báðum liðunum í reykjanesbæ en hann og fjölskylda hans búa í innri-Njarðvík.

Popparinn sem fór í bæjarpólitík ina

og er orðinn varaþingmaður

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Eftir að hafa búið í höfuðborginni frá því að Sverrir flutti þangað frá Sauðárkróki um tvítugsaldurinn, langaði Sverri að flytja þaðan og kærastan þáverandi og núverandi eiginkona, Kristín Eva Geirsdóttir sem er borgarbarn í húð og hár, n.t. úr Árbænum, var meira en til í tuskið þrátt fyrir að þau væru bara búin að vera saman í hálft ár.

„Kristín var að vinna hjá Airport Associates og var því stefnan tekin hingað eftir að við höfðum ákveðið að flytja úr borginni, það var mikið gæfuspor því Reykjanesbær tók okkur báðum opnum örmum og við gjörsamlega elskum bæinn í dag. Á þeim tíma var tónlistin mín vinna og nánast um leið og við vorum flutt þá leið mér eins og ég væri kominn heim á Sauðárkrók, miklu minni spenna, læti og hasar en í Reykjavík og okkur hefur alltaf liðið mjög vel í InnriNjarðvík. Það tók borgarbarnið Kristínu aðeins meiri tíma að sjá alla fegurðina í þessu en í dag vill hún hvergi annars staðar vera. Eldri dóttir okkar, Ásta Bertha, fæddist á covid-árinu 2020 og eðlilega datt mín vinna sem tónlistarmaður nánast út þá svo u.þ.a. ári síðar var mér boðið stöðu afleysingakennara í Ásbrú og stökk á það og hef kunnað mjög vel við mig í því starfi. Ég fékk síðan fasta stöðu og hef aðallega verið að kenna stærðfræði en svo bjó ég til fag sem heitir Leikjatölvusaga og hef líka kennt ljósmyndun. Það má segja að það sé alltaf gaman hjá mér í þessari vinnu því stærðfræði hefur alltaf legið vel fyrir mér, ég var stundum að hjálpa krökkum á Sauð-

... Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um að færa bókasafnið inn í Hljómahöllina þá er það borðleggjandi rétt ákvörðun að mínu mati og ég er viss um að þeir sem voru eða eru ekki sammála því, munu sjá að þetta er rétt ákvörðun...

árkróki, svo hef ég alltaf verið forfallinn tölvuleikjamaður og hef líka mikinn áhuga á ljósmyndun. Ég hef dottið inn í forfallakennslu í öðrum greinum og finnst það líka gaman en líklega er ég sleipastur á svellinu í stærðfræðinni. Ég hef fundið mína fjöl og tók því ákvörðun um að mennta mig í fræðunum því án réttinda færðu bara eins árs ráðningarsamning, það er ekki mikið atvinnuöryggi fólgið í því. Ég fór þó ekki

í sjálf kennsluréttindin, heldur er að læra stjórnun við Háskólann á Akureyri, var að fara byrja á mastersritgerðinni og ætlaði að ljúka því námi nú fyrir áramótin en svo duttu inn alþingiskosningar svo ég ákvað að slá því á frest. Ég get síðan bætt á mig einu ári og er þá kominn með full kennsluréttindi, ég stefni klárlega þangað en þó veit maður aldrei ævi sína fyrr en öll er, ég hefði þess vegna getað verið á leiðinni inn á þing núna.“

bæjarfulltrúinn sverrir

Sverrir hafði ekki mikið velt pólitík fyrir sér þegar hann fékk óvænt símtal í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.

„Ég hafði ekkert verið að spá í pólitík þegar Óli Thord hringdi í mig og vildi kanna hug minn til þess að vera á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann og Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar höfðu væntanlega ekki hugmynd hvar ég stæði í mínum pólitísku skoðunum en við tókum fund og ég fann fljótt að mínar hugmyndir að samfélagi áttu vel heima innan Samfylkingarinnar og ég áttaði mig á að ég er jafnaðarmaður. Ég ákvað að þetta væri kjörið tækifæri að tengjast samfélaginu betur og er þetta búið að vera mjög skemmtilegt og mjög mikil vinna, sérstaklega til að byrja með. Maður þurfti að setja sig inn í mál og á meðan maður var frekar blautur á bak við eyrun var þetta erfitt í byrjun og í raun fyrstu tvö árin, líka af því að ég var tiltölulega nýfluttur í bæinn. Með tíð og tíma kom þetta og ég kann mjög vel í mig í þessum bæjarmálum, ég held að að það hafi verið fínt að fá rödd aðila sem ekki

er fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ og ég grínast með að ég sé eini Reykjanesbæingurinn í bæjarstjórninni, hinir eru Keflvíkingar eða Njarðvíkingar,“ segir Sverrir. Hljómahöllin fyrsta flokks og rokksafnið verður betra

Sverrir byrjaði strax að láta til sín taka í bæjarstjórnarmálunum.

„Ég er búinn að koma að fjölmörgum málum á þessum tveimur árum sem ég hef setið í bæjarstjórn en stoltastur er ég líklega að því að hafa komið að stofnun sjóðs í Hljómahöllinni sem hefur það að markmiði að nýta salina betur á dögum sem þeir hafa hingað til ekki verið nýttir á. Þetta hefur strax skilað miklum árangri og þessir flottu salir eru nýttir miklu betur en áður og það er jákvætt. Við gefum minna þekktu tónlistarfólki frábært tækifæri að koma sér á framfæri og ég þykist nú þekkja nokkuð vel til í tónlistarbransanum, hef sungið í öllum stærstu tónleikasölum landsins og leyfi mér að fullyrða að aðbúnaðurinn í Hljómahöllinni er á við það besta sem gerist hér á landi. Áður en ég flutti í Reykjanesbæ var ég oft búinn að koma og troða upp í Hljómahöllinni við hin ýmsu tækifæri og það var alltaf tilhlökkun í mér fyrir þeim giggum, allt er svo ofboðslega fagmannlega unnið og hljóðmennirnir fyrsta flokks. Ég er mjög stoltur af Hljómahöllinni og hika ekki við að mæla með staðnum við kollega mína í tónlistarbransanum. Svo er Bergið líka svo hentugur tónleikastaður, mun minni en þá myndast líka bara öðruvísi og jafnvel betri stemning vegna nándar milli tónlistarfólksins og áhorfenda. Það eina sem vantar er kannski salur eins og Bæjarbíó sem tekur um tvö hundruð manns en það er ekki hægt að fá allt er það?

Ef þú spyrð mig hvað mér finnst um að færa bókasafnið inn í Hljómahöllina þá er það borðleggjandi rétt ákvörðun að mínu mati og ég er viss um að þeir sem voru eða eru ekki sammála því, munu sjá að þetta er rétt ákvörðun. Rokksafnið mun síður en svo hverfa, það minnkar kannski í fermetrum en eykst í upplifun. Það er líka útbreiddur misskilningur að bókasafn geymi bara bækur, það er í raun minnsta hlutverk bókasafns að mínu mati, bókasafnið hér í Reykjanesbæ hefur staðið fyrir ótal menningartengdum atburðum og nú færast þær sýningar í miklu betra húsnæði í Hljómahöllinni og þ.a.l. nýtist það húsnæði miklu betur. Stapinn var byggður sem félagsheimili á sínum tíma og er nú aftur orðið að félagsheimili, bara uppfært í útgáfu 2.0. Ég hikaði síðan ekki við að taka sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir þessar nýafstöðnu alþingiskosningar en vissi kannski innst inni að ég væri ekki að fara rjúka beint inn á þing. Ég er varaþingmaður og mun væntanlega fá tækifæri á að leysa þingmann af og setjast tímabundið inn á þing, eigum við ekki að segja að ég hlakki

sverrir ásamt eiginkonu sinni á brúðkaupsdeginum, kristínu evu geirsdóttur, og dætrunum tveim, ástu berthu og sunnu stellu.

til að fara í pontu og halda ræðu, spurning hvort ég verði jafn stressaður þá eins og þegar ég var að byrja bæjarstjórnarferilinn. Margir halda að það sé ekkert mál fyrir mig að fara svona í pontu og halda ræðu því ég er söngvari en þetta er tvennt gjörólíkt, maður syngur bara texta og túlkar hann á sviði en að semja og flytja ræðu er allt annar handleggur en ég er orðinn nokkuð vanur því í dag,“ segir Sverrir. uppvöxtur á sauðárkróki

Það er nokkurn veginn regla að ungt fólk á Sauðárkróki klári framhaldsskólann þar og flyst frá bænum um tvítugsaldurinn, sumir fara eðlilega strax út á vinnumarkaðinn fyrir norðan en þeir sem vilja afla sér frekari menntunar, flytja annað hvort suður eða fara í háskólanám á Akureyri. Sverrir var einn þeirra sem flutti suður. „Æskuminningar mínar frá Sauðárkróki eru bara góðar, það var mjög gott fannst mér að alast þar upp. Ég var strax kominn í íþróttir og snemma er ég byrjaður að syngja í kórum. Körfuboltinn varð fljótlega ofan á og ég get stært mig af Íslandsmeistaratitli í 8. flokki en ég var nú enginn lykilmaður í liðinu, það verður að segjast eins og er. Ég var leikstjórnandi, kallaði mig „dreifarann“ því ég var meira fyrir að gefa boltann en skjóta. Eigum við ekki að segja að ég hafi blómstrað frekar seint inni á körfuboltavellinum, ég fór mikinn í 2. deildinni með liði frá Siglufirði sem heitir Glói, þetta var blanda af Sauðárkrækingum og Siglfirðingum og eftir það vorum við með lið sem er skráð í Varmahlíðinni og heitir Smárinn. Þetta var skemmtilegur tími en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir körfubolta og þó svo að ég sé fluttur í Innri-Njarðvík og sitji í bæjarstjórn Reykjanesbæjar er erfitt að slíta taugina úr manni, ég mun alltaf vera heitur stuðningsmaður Tindastóls. Tryggvi

sverrir á leik keflavíkur og tindastóls í deildarkeppninni á dögunum.

Tindastóllinn ekki svo auðveldlega rifinn úr honum

landsbyggðarlið fái eins öflugan stuðning á útivelli og mínir menn.“

tindastóll

Sverrir mun seint gleyma Íslandsmeistaratitlinum árið 2023. „Það er auðvitað búið að vera einkar skemmtilegt að fylgja liðinu undanfarin ár

heljarinnar sigurhátíð en ég vissi að ef ég myndi mæta í hana myndi ég öskra úr mér lungun og átti að syngja á laugardagskvöldinu á balli á Akureyri, lét skynsemina ráða för. Ég mun síðan aldrei gleyma þegar allt liðið mætti á þetta ball á Akureyri, allir með gullpeninginn um hálsinn og að sjálfsögðu komu þeir allir upp á svið og ég hélt að þakið ætlaði að rifna af Sjallanum

körfuboltann upp á hærra plan, það er mín tilfinning að liðin séu farin að gera meira úr sölu á varningi, það er verið að búa til „fan-zone“ og bara einhvern veginn meiri stemning í kringum körfuboltann í dag held ég. Mér líst vel á byrjun minna manna á þessu tímabili eftir erfitt síðasta tímabil, það var einhver massív þynnka held ég í

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

tók við liðinu eftir að hafa þjálfað Njarðvík, greinilega búinn að finna réttu blönduna. Ég mætti á báða leikina á móti Keflavík á dögunum og varð auðvitað fyrir vonbrigðum með úrslitin, sérstaklega að detta út úr bikarnum en það þýðir ekkert að væla það, nú einbeitum við okkur bara að því að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn. Það verður erfitt, deildin er mjög jöfn og ljóst að Keflavík er komið með ansi líklegt lið eftir nýjustu viðbæturnar í leikmannahópnum.

Ef þú spyrð mig út í önnur áhugamál en tónlistina, tölvuleikina og körfubolta get ég varla sagt að þau séu til staðar, nema auðvitað fjölskyldan. Ég var gallharður stuðningsmaður Leeds United í enska boltanum en eftir að þeir féllu um nokkrar deildir fjaraði nokkuð örugglega undan þeim áhuga og ég sneri mér frekar að NBA, styð Indiana Pacers í þeirri deild en þó ekki þannig að ég sé vakandi á nóttunni til að horfa á mína menn. Það er ansi mikið að gera hjá mér í tónlistinni, í pólitíkinni og uppeldi á tveimur stelpum, Ástu Berthu sem fæddist árið 2020 og svo kom Sunna Stella fimmtán mánuðum síðar. Er ekki vísitölufjölskyldustærðin fimm, þ.e. þrjú börn svo við skulum segja að massívar æfingar standi yfir við frekari fjölgun,“ segir Sverrir og hlær. Flutt suður og tónlistin

S.Á. verkstæði ehf. Fitjabraut 2

260 Reykjanesbæ, Sími 893-1391

Sverrir var ekki gamall þegar hann var farinn að þenja raddböndin, byrjaði ungur í kórum á Sauðárkróki, var kominn í hljómsveit átján ára og væntanlega skemmdi ekki fyrir tónhæðinni sem kappinn kemst upp í, hann söng hástöfum með lögum Mariah Carey og Boyz II Men. „Mér fannst strax sem ungum pjakki gaman að syngja og var alltaf með frekar háa rödd. Þegar ég var í mútum fjórtán ára gamall gerði ég ekki annað en syngja á háu „pitch-i“ með lögum söngvara og söngkvenna sem fara mjög hátt, t.d. Mariah Carey. Ef ég ætti að ráðleggja áhugasömum söngvurum þá alla vega fékk ég mjög góða æfingu út úr þessu og hef nánast ekki lært neinn söng, fór aðeins í Complete vocal technique, ætlaði að taka kennsluréttindin en svo fannst mér ég bara vera búinn að læra nógu mikið, ég mæli með þessu námi fyrir söngvara. Annað gott ráð fyrir söngvara, ef þú ert að ströggla við lag, lækkaðu þá bara tóntegundina. Menn eru allt of oft að rembast eins og rjúpur við staurinn og þá hljómar söngurinn ekki eins vel. Ég byrjaði ekki í hljómsveit fyrr en ég var átján ára, við kölluðum okkur Dallas en nafnið breyttist síðan í Daysleeper þegar við fluttum suður en í millitíðinni vann ég söngvakeppni framhaldsskólanna. Tók lagið Always með Bon Jovi, með texta sem Auðunn Blöndal vinur minn samdi fyrir mig, Án þín. Auðvitað þykir mér gaman hversu vel þetta lag hefur stimplað sig inn og ég slepp nánast aldrei við að syngja þegar þegar við erum að troða upp. Þegar ég flutti suður fór ég strax í Háskólann í Reykjavík og lærði tölvunarfræði. Ég hætti eftir eitt ár og fór að vinna sem „Game Master“ fyrir Eve Online (Game Master þjónustar leikmenn ef eitthvað kemur uppá, bara svona hjálp), vann svo hjá OZ, Íslenskri erfðagreiningu og þaðan lá leið mín á PoppTíVí. Ég spilaði nokkuð mikið með Daysleeper á þessum árum, við gáfum út tvær plötur og svo gaf ég út sólóplötu árið 2008, var búinn að ferðast vítt og breytt um heiminn og semja lög með hinum og þessum. Þetta var skemmtilegt verkefni og gaman

Fóstbræðurnir sverrir og

fyrir mig að fá Eið Smára Guðjohnsen til að fjármagna plötuna, ég er honum enn þann dag í dag mjög þakklátur fyrir það og mér þykir vænt um þessa plötu, þó svo að lítið hafi borið á henni. Mér finnst mjög mikilvægt fyrir söngvara að eiga einhver lög, sama hvort hann semji þau sjálfur eða ekki,“ segir Sverrir.

Fóstbróðirinn Halldór gunnar Fjallabróðir Árið 2009 var Sverrir að selja tölvuleiki fyrir Senu og kynntist þá manni sem stuttu síðar varð nánast að fóstbróður hans, Halldóri Gunnari Pálssyni, kenndan við karlakórinn Fjallabræður. „Ég var búinn að kynnast Halldóri aðeins og þegar hann kom með Fjallabræður í Skagafjörðinn og þeir héldu tónleika ásamt Karlakórnum Heimi. Þeir voru hrikalega skemmtilegir og rifu skemmtilegan kjaft, ég talaði við Halldór eftir tónleikana og sagðist verða að fá að vinna með svona mönnum sem þyrðu að rífa kjaft í Skagafirðinum. Þar með hófst okkar samstarf. Ég gaf út aðra sólóplötu árið 2012 sem ég vann með Halldóri, hann vildi frekar vera á bak við tjöldin, þess vegna var þetta mín sólóplata að titlinum til. Okkar samstarf er einstaklega gott og við eigum frábærlega vel saman á sviði, við vitum alltaf hvað hinn aðilinn er að fara gera og það veitir manni mikla öryggistilfinningu. Okkar þekktasta lag er nú líklega lag sem hann samdi og Magnús Sigmundsson samdi textann við, Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2012, Þar sem hjartað slær. Fleiri þjóðhátíðarlög hafa fylgt í kjölfarið, Ástin á sér stað söng ég með Frikka Dór og það væri nú ekki leiðinlegt ef ég fengi að syngja annað þjóðhátíðarlag. Ég hef verið bókaður á þessa frábæru hátíð allar götur síðan 2010 en ég held að þessi tónlistarveisla í þessu stórbrotna landslagi hljóti að vera á heimsmælikvarða. Það er ofboðslega gaman að standa á þessu sviði fyrir framan fulla brekku af fólki og syngja öll þessi lög. Halldór Gunnar er frábær tónlistarmaður og ég held að það geri sér ekki allir grein fyrir hversu góður gítarleikari hann er. Við höfum verið saman með hljómsveitina Albatross í nokkur ár og í okkar stærsta smelli sýnir hann heldur betur takta á gítarnum í sólóinu við lagið Ég ætla að skemmta mér. Fyrir utan að vera frábær tónlistarmaður er Halldór bara svo góður gæi, við eigum einstaklega gott samband, það gott að ég er guðfaðir dóttur hans og hann er guðfaðir dóttur minnar.

Fyrir utan þessi hefðbundu þjóðhátíðarlög hef ég líka verið hluti af FM95BLÖ, við gefum venjulega út nýtt lag fyrir hverja þjóðhátíð en þó ekki alltaf frumsamið heldur tökum við stundum vinsælt erlent lag og setjum þjóðhátíðartexta við. Þau eru nokkur lögin sem hafa hitt beint í mark og er mjög gaman að taka þátt í því. Hvað framtíðaráformin snertir þá stefni ég á að klára þetta nám mitt, það mun styrkja mig í framtíðinni og vonandi mun ég halda áfram að gefa út tónlist. Ég hef mjög mikinn áhuga á pólitíkinni og vonast eftir að geta nýtt sambönd mín inn í nýja væntanlega ríkisstjórn fyrir Reykjanesbæ og trúi ekki öðru en „Valkyrjurnar” nái að mynda góða ríkisstjórn. Ég hef mjög mikla trú á Kristrúnu, formanni Samfylkingarinnar en greinilega var kominn tími á breytingar í íslenskri pólitík. Ég lít framtíðina björtum augum og hlakka til að njóta lífsins, elska konuna mína og börnin,“ sagði Sverrir að lokum.

Halldór gunnar Pálsson

Almenningsfræðsla skiptir máli í náttúruvá

ari trausti guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrum þingmaður, hefur sent frá sér bókina Náttúruvá – ógnir, varnir og viðbrögð þar sem hann fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. einnig um hættumat, áhættumat, vöktun og skipulagsmál, almannavarnir og neyðarhjálp.

Margvísleg náttúruvá hefur sannarlega fylgt landsmönnum frá upphafi en undanfarið hefur atburðum heldur fjölgað, meðal annars samfara áhrifum loftslagsbreytinga og auknum ágangi á landið. Eldgos, jarðskjálftar, skriðuföll, flóð og gróðureldar hafa verið efst á baugi síðustu árin og höggin stundum fallið óþarflega nærri okkur. Bókin er mikilvægt innlegg í þessa umræðu. Hún geymir ítarlegan fróðleik um flestar hættur sem stafa af náttúrunni, fjallað er um forvarnir, ásamt skipulagi og uppbyggingu náttúruvarna. Hún varðar alla sem landið byggja og um það fara. „Það eru margar tegundir náttúruvár á Íslandi, tíu til fimmtán ef þú telur þær saman. Sú bók sem er til er um náttúruvá af völdum eldgosa og jarðskjálfta. Ég ákvað að taka allt til, hvort sem það eru gróðureldar eða skriðuföll. Það er mjög mikilvægt að svona bók sé til sem nær til almennings, kjörinna fulltrúa, til viðbragðsaðila sem eru að vinna við þetta. Það er kominn tími til að hafa svona bók aðgengilega á íslensku og hún verður líka til á ensku,“ segir Ari Trausti í samtali við Víkurfréttir. Blaðamaður hitti hann að máli á Reykjanestánni á dögunum þegar hann var þar í ferð með áhugafólki um jarðfræði Reykjanesskagans.

Hvernig bók er þetta?

„Þetta er bók sem er kaflaskipt. Það er kafli um hverja tegund náttúruvár og henni er lýst og mótvægisaðgerðum er lýst og þá er sögu fléttað inn í þetta. Seinni hluti bókarinnar fjallar svo um almannavarnakerfið, viðbragðsaðilana, náttúruhamfaratryggingasjóðinn og allt utanum haldið um náttúruvá á Íslandi. Þetta er upplýsingabók fyrir alla.“

Bókin er ríkulega myndskreytt og með kortum. Bókin á að vera auðveld aflestrar og innihalda gagnlegar upplýsingar. Þá er í bókinni vísað í frekara lesefni sem m.a. má finna á heimasíðum.

Það er eins eins og við séum að upplifa náttúruvá meira nú síðustu misseri og ár heldur en mörg ár þar á undan. Það er alltaf verið að vara við náttúrunni.

„Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Það er tvennt sem að ræður því. Það er annars vegar loftslagsbreytingar. Þær eru að framkalla allskonar náttúruvá. Það er að hækka í sjónum og óveður eru að verða algengari. Skriðuföll eru að aukast. Sífreri er að þiðna og jöklar eru að hopa. Það eru flóð úr lónum og það verða alvarleg skriðuföll sem við köllum berghlaup. Svo er það þetta óróatímabil sem við erum að fara inn í hér á Reykjanesskaganum. Það skiptir verulegu máli því þar er eitthvað í gangi sem verður áratugum, jafnvel öldum saman. Svo eru mörg af stóru eldfjöllunum sem hafa verið að safna í sig kviku og að undirbúa eldgos.

Ég held að það sé full þörf á að auka árvekni og auka almenningsfræðslu um þessi mál.“

Stjórn og starfsfólk

Við eru staddir hér á Reykjanestánni þegar þetta viðtal er tekið og Reykjanesskaginn er mest lifandi svæði landsins um þessar mundir. Hvað er að gerast hérna?

„Þetta tímabil sem við vorum búnir að tala um í áratugi er einfaldlega hafið. Það verða hér kvikuinnskot, jarðskjálftar og það verða hér eldgos. Eldstöðvakerfin liggja hér austur eftir Reykjanesskaganum og kannski verða þau öll virk. Við erum að horfa uppá tímabil sem er mjög óljóst og getur orðið okkur að mörgu leyti erfitt og dýrt. Það eina sem við höfum til að bregðast við eru vísindi, mælingar og eftirlit. Við höfum spár og aðgerðir sem hafa sannað sig vel í Grindavík. Síðast en ekki síst er það almenningsfræðsla þannig að fólk sé vel undir þetta búið. Þá þurfa sveitarstjórnir og stjórnvöld að útbúa betra áhættumat vegna þess að skipulagsmál og það sem er í aðsigi fléttast vel saman.“ Við þurfum að læra að lifa með þessu. „Það er engin spurning. Við höfum gert það í þúsund ár og verðum hér vonandi í þúsund ár í viðbót. Við þurfum að læra að lifa með þessu en líka að kunna að bregðast við á þann hátt að það verði sem minnst tjón, svo ég tali nú ekki um manntjón eða slys.“

Dýralæknastofu Suðurnesja óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða.

Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári!

Njarðarbraut 15, 260 Reykjanesbær Sími 420 5000 www.ksteinarsson.is

Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

Sendum öllum Suðurnesjamönnum bestu jóla - og nýárskveðjur, þökkum fyrir viðskiptin á árinu

Eins og í Grinch þá mildaðist í mér hjartað

Fanney grétarsdóttir er í hamingjusamlegri sambúð með gumma kisa og býr á ásbrú. Hún á tvö börn, þau Jóhönnu Jeanne og ástþór grétar. Fanney starfar sem deildarstjóri hjá rauða krossinum á suðurnesjum. „Ég trúi því og hef séð það í starfinu mínu að það eru margir sem eru í jólaandanum allt árið. gefa vinnuna sína og umhyggju allt árið. Það er ekki gott að vera bara í einhverjum jólaanda í desember og svo skíthæll restina af árinu,“ segir hún m.a. í jólaspjalli við víkurfréttir.

Hvernig var árið 2024 hjá þér og þinni fjölskyldu og hvað stendur upp úr?

Árið hefur verið lærdómsríkt. Veikindi í fjölskyldunni sem rættist úr. Verkefni lífsins og svo er árið liðið og nýtt tekur við.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum?

Það er lagið „Ég fer alltaf yfir um jólin“ sungið af Berglindi (Búbbu) frænku – og best þegar hún spilar undir á skemmtara.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Djöflaeyjan, og hafa eftir uppáhaldssetningarnar. Grumpy old men. Svo má ekki gleyma Grinch með Jim Carrey.

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Mér fannst skemmtilegast og fallegast að sjá skó úti í glugga hjá börnunum mínum. Jólasería sem skín á skó í glugga og á sofandi barn, sem er loksins sofnað í spennunni sem fylgir þessu. Jólasveininn lagði mikla útsjónarsemi og vinnu í þetta. Þurfti að vera liðugur og læðast um og skríða á gólfinu eins og sérsveitarmaður til að vekja engan.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Ég hef átt alls konar jól og reyni að laga mig að aðstæðum hverju sinni. Það koma önnur jól. Hafa einhverjar hefðir svo meitlaðar í stein að jólin fari að snúast um þær er streituvaldandi. Við erum soddan Grinchar í minni fjölskyldu að við erum ekkert að troða hverju öðru um tær í nafni jólanna. Dóttir mín heldur jólin úti í Bandaríkjunum hjá pabba sínum og ég væri alveg til í að hafa það eins og í Icelandair auglýsingu og koma henni á óvart. En þökk sé tækninni þá sé ég hana á skjánum og í sumar.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum –hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst?

Hér get ég notað tækifærið og sagt frá því að elskulegir bræður mínir tveir, Elli og Guðni, gáfu mér alltaf bækur sem þá langaði í. Sval og Val, Fúsa froskagleypi til dæmis. Svo lágu þeir í sófanum

eftir matinn og lásu þær. Þetta hefði getað verið efni í sálfræðitíma en er ein af ljúfu minningunum um jólin. Allir fengu bækur. Lesa fram á nótt, borða kaldan kalkún (smygluðum af vellinum af sjálfsögðu), Nóa konfekt og drekka jólaöl. Tala ekki um ef það var snjór úti. Jólagjafirnar frá börnunum mínum eru ómetanlegar og það fallegasta sem hægt er að skreyta með. Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir – áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar? Þetta með bækurnar eru eiginlega ljúfustu jólaminningarnar frá æskunni. Eins og ég hef nefnt þá hef ég átt alls konar jól og sum erfið. Þetta hefur ekki verið uppáhaldstíminn minn. Myrkur og kuldi fara illa í mig. Það er líka tvennt ólíkt að halda jól með fjárhagsáhyggjur og að „eiga fyrir þeim“. Að halda jólin sem einstæð móðir með fjárhagsáhyggjur gat verið strembið. Bestu minningarnar eru hvað börnin mín voru þakklát með allt, lítið sem stórt, og hvað við skemmtum okkur vel. Húmorinn, hláturinn og hugmyndirnar. Eins og þegar bangsinn var settur í holuna í jólatrénu og búin til ævintýraheimur. Gönguferðir og kakó. Jólamyndir og náttföt. Þetta eru bestu minningarnar.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu?

Eiginlega bæði, fallegasta jólaskrautið er það sem börnin hafa búið til og svo á ég jólaskraut frá mömmu sem ég held upp á. Ég er mjög hrifin af „retró“ jólaskrauti. Elska jólakúlur, væri til í risahús til að hafa tíu jólatré með mismunandi þema og lit. Gaman að segja frá því að ég sem var algjör urrandi Grinch er allt í einu farin að versla jólaskraut og hef verið fyrst í röðinni í Fjölsmiðjunni þegar þeir opna jólamarkaðinn. Svo tek ég til og gef þeim aftur til að geta verslað meira! Ég mæli með þessu, styrkir gott málefni og er gott fyrir veskið í leiðinni.

Hvernig breyttust jólin hjá þér þegar þú varðst eldri? Eins og í Grinch þá mildaðist í mér hjartað. Hætti að urra þegar ég heyrði jólalög í nóvember. Það er líka rólegra þegar börnin eldast. Ég sakna ekki pressurnar á þessu öllu, jólaföndur, jólakaffi, jólaþetta og -hitt. Samfélagið á útopnu. Geta ekki notið neins í streitu og hraða. Núna legg ég áherslu á að halda mér fyrir utan að verða gera þetta og hitt. Gef eiginlega alltaf það sama í jóla-

gjöf, engin togstreita og valkvíði. Njóta aðventunnar og þrauka myrkrið með kertaljósum og kósý. Vill frekar hitta fólk bara í janúar og febrúar. Það eru svo leiðinlegir mánuðir, um að gera að hittast þá og hafa skemmtilegt. Núna tel ég dagana um jólin hvað ég get náð löngu fríi í náttfötum. Ég er bara orðin hundgömul sko.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Mér finnst kalkúnn með fyllingu uppáhald. Hamborgarhryggur með öllu er jóla. Blómkálssúpan hennar mömmu í forrétt. En ég spóla ekkert yfir mig ef ég fæ þetta ekki og hef alveg borðað pasta og flatkökur með hangikjöti um jólin alsæl. En smákökurnar ... koma með jólin. Draumadísirnar og smjörkökur. Uppskriftir sem systur mínar hafa „masterað“ frá mömmu. Ég verð aftur tíu ára og sveifla fótunum þegar ég borða þær.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Eini tíminn á árinu sem ég vorkenni mér svakalega yfir því að eiga ekki kvóta er í desember, janúar og febrúar. Þá myndi ég eyða þessum mánuðum þar sem heitara og bjartara.

Trúir þú enn á jólaandann og hvað þýðir hann fyrir þig? Ég trúi því og hef séð það í starfinu mínu að það eru margir sem eru í jólaandanum allt árið. Gefa vinnuna sína og umhyggju allt árið. Það er ekki gott að vera bara í einhverjum jólaanda í desember og svo skíthæll restina af árinu. Jólaandinn er kærleikur, þakklæti og samkennd. Hef það að leiðarljósi fyrir mig allt árið að vera heiðarleg og kærleiksrík. Við mig og aðra.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Það væri auðvitað geggjað að vinna í lottó bara.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það? Friður!

Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Að vera ekki svona helv. alvarleg. Upp með húmorinn og göngutúrar ... það er 2025. Ekkert flókið og ógerlegt.

Kælismiðjan Frost kaupir

allt hlutafé í TG raf

n Hjá félögunum munu starfa alls 100 manns á starfsstöðvum á Akureyri, Grindavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Selfossi og Kolding í Danmörku

Kælismiðjan Frost og TG raf hafa náð samkomulagi um sölu þess síðarnefnda og er hluti kaupverðs greiddur með hlutafé í Frost. Þannig myndast breiður og sterkur eigendahópur beggja félaga og verður samstæðan ein sú öflugasta á sviði kælitækni, rafbúnaðar og sjálfvirkni á Íslandi.

Í yfir 30 ár hefur Kælismiðjan Frost sérhæft sig og verið í fararbroddi í kæli- og frystitengdum iðnaði fyrir matvælaiðnaðinn með það að markmiði að skila framleiðendum og neytendum betri nýtingu og ferskara hráefni. Á tímum mikillar þróunar í sjálfvirkni og upplýsingatækni hefur markmið Frost síðustu fimm ár verið að byggja upp og efla félagið á sviði rafmagns, stýringa og sjálfvirkni.

TG raf er alhliða rafverktaki sem hefur í yfir 20 ár boðið upp á faglega viðhaldsþjónustu og breytingar í skipum ásamt þjónustu rafbúnaðar fyrir útgerðir, verksmiðjur, byggingarverktaka og önnur fyrirtæki með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sviði iðnaðar og sjálfvirkni.

Samstarf félaganna mun mynda stoðir undir enn sterkari einingu á sviði kælitækni, rafbúnaðar og sjálfvirkni með aukinni sérþekkingu, slagkrafti og þjónustustigi við viðskiptavini beggja félaga. Saman geta fyrirtækin boðið upp á mun víðtækari og fjölbreyttari þjónustu á öllum sviðum starfseminnar þar sem hlúð verður að kjarnastarfsemi

beggja fyrirtækja sem stefnt er á að auka og efla til framtíðar.

Fyrr á árinu náði Frost samningi við japanska framleiðandann Yaskawa um dreifingar og umboð á þeirra vörum á Íslandi, þar á meðal iðntölvubúnaði, hraðabreytum, robotum og fleira sem mun styrkja Frost og TG raf í þróun og þjónustu verkefna til framtíðar.

Guðmundur Hannesson, framkvæmdastjóri Frost, mun taka við framkvæmdastjórn TG raf en að öðru leyti mun Tómas Guðmundsson stýra starfseminni sem fyrr. Félögin munu taka sér þann tíma sem þarf til að samþætta starfsemi beggja félaga og tryggja viðskiptavinum bestu þjónustu áfram sem áður fyrr.

Hjá félögunum munu starfa alls 100 manns á starfstöðvum á Akureyri, Grindavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Selfossi og Kolding í Danmörku.

Guðmundur segir að Það er búið að vera afar ánægulegt ferli síðan í vor að kynnast eigendum TG raf og finna að hjá þeim býr mikil reynsla og þekking sem að passar afar vel við hugmyndafræði okkar um aukinn fókus á rafmagns og sjáfvirknisvið til að auka við þjónustustigið hjá okkar viðskiptavinum. Að sama skapi mun reynsla og þekking Frost nýtast viðskiptavinum TG raf.

Það er okkur tilhlökkunarefni að kynnast starfsfólki TG raf betur og efla okkur saman í starfi segir Guðmundur.

Sendum Suðurnesja–mönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla

samningur um kaup á tg raf handsalaður.

Spænskt sjávarréttapasta á aðventunni

„Þegar ég hóf búskap fékk ég strax mikinn áhuga á eldamennsku, ég veit ekkert skemmtilegra en fá vini í matarboð og skemmtilegast finnst mér að leggja fallega á borð,“ segir meistarakokkur frá Grindavík, Valgerður Vilmundardóttir. Hún bauð blaðamanni Víkurfrétta og vinum sínum í aðventu-kvöldverð og getur blaðamaður vottað um snilldina sem Valgerður bauð upp á.

Valka eins og hún er jafnan kölluð, ætlaði sér fyrst að elda hefðbundinn jólamat en ákvað að kalla þetta frekar aðventu-kvöldverð og var ekkert kjötmeti á boðstólnum, það verður jú nóg af því á sjálfum jólunum.

„Eftir að ég tók ákvörðun með breyttan matseðil hugsaði ég vel og vandlega hvað væri við hæfi og þar sem ég er á leiðinni til Spánar fyrir jólin ásamt dætrum mínum, ákvað ég að rifja upp taktana í spænsku aðventu-sjávarréttapasta sem ég fékk á sínum tíma þegar við fjölskyldan brugðum okkur til Spánar í desember. Rétturinn heitir „Catalan Fideuá“ og er með ýmsum sjávarafurðum en ég hef endurgert hann eingöngu með risarækjum og hefur hann alltaf verið vinsæll. Ég gerði líka hvítlauksbrauð frá grunni, hollt og mjög gott brauð

sem mér finnst gaman að búa til. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á matseld og veit fátt skemmtilegra en bjóða vinum í mat og nostra við þau með góðum mat en hugsanlega hef ég mest gaman af því að leggja fallega á borð. Mér finnst

líka gaman að baka og bauð upp á marenz jólatré, það varð jú að vera einhver jólatenging í þessu matarboði.

Jól okkar mæðgna verða með breyttu sniði og ætlum við að halda þau á Spáni að þessu sinni. Við misstum Óla okkar í haust og viljum upplifa einhvern veginn allt öðruvísi jól en venjulega og verður gaman að vera á Spáni að þessu sinni. Við mæðgurnar erum búnar að koma okkur fyrir í fínni íbúð í Sunnusmára í Kópavogi en ég ætla líka að leigja gamla húsið mitt í Grindavík. Okkur líður best þar og munum reyna að dvelja þar eins mikið og við getum og við viljum að sjálfsögðu á endanum flytja aftur heim til Grindavík. Hvenær það verður kemur bara í ljós, þangað til munum við hlúa að hvor annarri og njóta lífsins. Ég vil óska öllum vinum og vandamönnum nær og fjær, gleðilegra jóla og hlakka til að heyra hvernig ykkur finnst þessir réttir sem ég bauð upp á í þessu aðventu-matarboði,“ sagði Valgerður að lokum.

Spænstk sjávararéttapasta

½ kíló Linguine pasta – ferskt eða þurrkað ólífuolía ½ kíló risarækjur

1 bolli hvítvín (helst Chardonnay)

5 matskeiðar smjör

5 matskeiðar niðurrifinn parmesan ostur

1 matskeið kraminn hvítlaukur

2 teskeiðar chiliflögur (eða ferskt chili)

2 matskeiðar söxuð steinselja salt og pipar

Aðferð

Setjið vatn í pott og saltið.

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum

á pakka.

Salt og pipar 20-30 rósmarínnálar

Sjávarsalt, olía, hvítlaukur og parmesanostur.

Vekið gerið í ylvogu vatninu og bætið við sykrinum. Blandið hveiti, salti og jómfrúarolíu í skál. Hellið vökvanum út í hveitið og hnoðið vel saman.

Hitið pönnu með ólífuolíu og steikið rækjurnar í svona hálfa mínútu.

Bætið þá hvítlauknum við, og síðan chiliflögum og smjöri.

Leyfið þessu að blandast saman. Hellið þá hvítvíninu yfir og

bætið parmesan ostinum við. Og að lokum einn kjúklingateningur og ein teskeið hunang.

Leyfið þessu að malla í 2 til 3 mínútur.

Stráið þá steinseljunni yfir og setjið pastað út á pönnuna. Og blandið öllu vel saman.

Berið fram og njótið.

Salat

Salatbland

Pera

Bláber

Pekanhnetur

Fetaostur (ég nota kubb)

Góð olía

Mabel síróp

Focaccia flatbrauð með pomodore og mozzarella

500g hveiti

15g salt

3 msk jómfrúarolía

300 ml ylvolgt vatn

15g þurrger

15g sykur

15-20 svartar ólífur

3-4 msk. jómfrúarolía (aftur)

Látið hefast í rúmlega klukkustund þangað til deigið hefur tvöfaldast að rúmmáli. Fletjið deigið út í olíusmurða ofnskúffu og myndið grópir með fingrunum. Raðið ólífunum á deigið, dreifið jómfrúaraolíunni yfir, saltið og piprið og sáldrið rósmaríinu á milli. Látið hefast í þrjú korter.

Sjávarsalti, olíu og hvítlauk blandað saman, það sett ofan á brauðið áður en það fer í ofninn. Bakið í 200 gráðu heitum forhituðum ofni í tuttugu mínútur.. Látið brauðið kólna í 30 mínútur og sneiðið það svo niður í hentuga bita.

Penslið brauðið með örlítilli jómfrúarolíu og raðið svo þykkum sneiðum af mozzarellaosti yfir.

Á hverju ári leggjum við hjá Landsneti hart að okkur til að tryggja að ljósin í landinu skíni skært – og um jólin fögnum við ljósinu sem sameinar okkur öll og færir okkur hlýju og gleði.

Við þökkum gott samstarf og jákvæð samskipti á árinu. Megi jólin ykkar vera björt og hlý og árið sem fram undan er bjóða upp á spennandi tíma.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Fór til Barcelona og kynnti

sér starfsemi minni

knattspyrnuliða í borginni

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

MARTEINN ÆGISSON Blæðir appelsínugulu Þróttara-blóði

„Ég held að raunhæft markmið fyrir Þrótt sé að vera stöðugt lið í annarri deild knattspyrnu karla en ef allt smellur innan sem utan vallar og gott fólk er í kringum starfið, þá förum við alltaf upp í Lengjudeildina, við höfum t.d. reynsluna af því þegar Hermann Hreiðarsson þjálfaði liðið sælla minninga,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum, betur þekktur sem Matti í Þrótti. Hann hefur verið í þessu draumastarfi sínu síðan árið 2015 og hefur unnið frábært starf, og er hvergi nærri hættur. Á dögunum skellti hann sér til Barcelona og var tilgangurinn tvíþættur, annars vegar að taka sér frí eftir annasamt ár í starfi og hins vegar að kynna sér íþróttastarfið í þessari miklu knattspyrnu- og íþróttaborg og fór hann í þeim tilgangi í heimsókn til nokkurra minni félaga. Hann hefði kíkt á Camp Nou, heimavöll Börsunga, undir venjulegum kringumstæðum en endurbætur eru í gangi á þeim fræga velli og hann á þá heimsókn inni þangað til síðar. En Marteinn kom til baka frá Spáni reynslunni ríkari. Það eru venjulega stóru klúbbarnir sem fara í slíkar heimsóknir, að kynna sér hvernig akademíur virka en Þróttur er stórhuga félag, þetta er félag sem rekið er að langstærstum hluta til af einkar samheldum og vinnusömum sjálfboðaliðum og hefur knattspyrna verið fjölmennasta hópíþróttin en þar eru einnig sunddeild, rafíþróttir og svo almennar íþróttir. Einnig hefur félagið teflt fram meistaraflokki í körfubolta. Þróttarar komust upp í Lengjudeildina í fótboltanum fyrir tímabilið ´22 en fyrir þá sem ekki vita er það næstefsta deildin í íslenskri knattspyrnu. Þeir stöldruðu reyndar bara við í eitt tímabil en hafa síðan þá verið í baráttunni um að komast upp aftur.

Hvað fékk Matta til að halda svona út í víking?

„Þetta hefur blundað í mér í nokkurn tíma, það eru svona akademíur víða á Norðurlöndum og Íslendingar hafa nokkuð mikið farið þangað til að kynna sér fræðin en ég var með augastað á Spáni, Spánverjinn er mjög framarlega í þessum akademíupælingum og þetta var frábær ferð. Ég vildi einfaldlega víkka út minn sjóndeildarhring og sjá hvernig svona frábær íþróttaþjóð eins og Spánn gerir hlutina. Við vorum tveir sem fórum í þessa ferð, vorum allan tímann í Barcelona en það er auðvitað risastór klúbbur og hefði verið gaman að sjá hvernig hlutirnir eru gerðir á þeim bæ, alla vega að fá litla innsýn. Þetta snerist meira um litlu klúbbana í borginni og m.a. vorum við mikið hjá félagi sem heitir Espanyol, fornfrægt félag stofnað árið 1900. Þetta er lið sem mun líklega aldrei ná að keppa við stóru liðin eins og granna sína í Barcelona og núverandi Evrópumeistara Real Madrid. Þeir eru mjög stoltir af akademíunni sinni

sem er talin á meðal þeirra bestu á Spáni. Þeir hafa búið til mjög marga frábæra leikmenn sem þeir selja svo til stóru liðanna á Spáni og annars staðar. Það eru fjögur hundruð börn í akademíu Espanyol og hún var einmitt að fagna 100 ára afmæli á þeim tíma sem við dvöldum. Við vorum boðnir í risastóra veislu og í hana komu margar gamlar kempur úr röðum félagsins, ég og Helgi nutum okkar til hins ýtrasta. Það er fróðlegt að sjá hvernig Espanyol gerir hlutina, þeir eru með akademíu og reyna taka á móti öllum en svo eru þeir líka með öflugt unglingastarf, eru með nokkur lið með ungum leikmönnum og þeir getuskipta hópnum.

Tilgangur minn með ferðinni var að sjá hvernig svona lið eru að gera hlutina og ég kom heldur betur ríkari maður úr þessari ferð. Ég stefni á að fara oftar þangað út og taka þá unga og efnilega þjálfara með mér og eins eru fjölmörg barna- og unglingamót haldin þarna og gaman væri að fara með unga Þróttara til Barcelona,“ segir Matti.“

Fæddur og uppalinn í vogum

Marteinn hefur blætt appelsínugulu Þróttarablóði frá því að hann fæddist árið 1979, mamma hans er þaðan en pabbinn er frá Sandgerði og spilaði með Reyni á sínum yngri árum.

„Pabbi minnir mig reglulega á feril sinn með Reyni en foreldrar mínir, þau Ægir Axelsson og Ásta Björk Marteinsdóttir, ráku bensínstöð í Vogum í tuttugu ár og þar hófst minn vinnuferill. Ég

hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum og þá sérstaklega knattspyrnu og minn uppáhalds leikmaður var alltaf Skagamaðurinn Pétur Pétursson. Ég sá hann skora tvö mörk í bikarúrslitaleik á móti Fram ´86 og eftir það var ekki aftur snúið, hugsanlega er ég eini Suðurnesjamaðurinn sem held með KR en þangað fór Pétur tímabilið eftir bikarúrslitaleikinn. Ég reyndi að fá hann til að taka við liði Þróttar og voru það mér mikil vonbrigði að það tækist ekki en það sakaði

ekki að reyna. Mér fannst alltaf gaman að fara með Nonna bróður á körfuboltaleiki í Ljónagryfjunni, hef alltaf haldið með Njarðvík í þeirri íþrótt, þ.e.a.s. segja þegar við Þróttarar sendum ekki lið til leiks. Annars æfði ég allar íþróttagreinar sem voru í boði í Vogum þegar ég var gutti en aðstæðurnar voru ekki beint til að hrópa húrra fyrir, ekkert íþróttahús fyrr en 1993 svo við æfðum á veturna í Glaðheimum og utan Voga á laugardögum, þar sem var laus salur.

Við vorum með ágætis malarvöll sem við notuðum óspart og túnin þess inn á milli á sumrin og það var mikil bylting þegar gamli grasvöllurinn kom árið 1992, íþróttahúsið svo ári síðar. Fyrir íþróttafíkil eins og mig var þetta sem himnasending og ég æfði allar íþróttir og þá aðallega knattspyrnu með Þrótti upp að 25 ára aldri þegar ég flutti um tíma í Reykjavík. Ég var samt alltaf með puttana í starfinu, hafði verið í stjórn Þróttar og knattspyrnudeildar og svo ákváðum við nokkrir að hætta öllu hálfkáki og reyna gera hlutina betur. Fram að því hafði Þróttur aldrei farið upp um deild en mikill uppgangur var framundan.“

Mikill uppgangur á undanförnum árum

Þróttarar hafa lengi haldið úti yngri flokka starfi og höfðu teflt fram liði í meistaraflokki en það hafði legið í dvala ansi lengi þegar Marteinn og félagar sögðu „hingað og ekki lengra!“

„Við vorum nokkrir félagarnir sem ákváðum að setja meiri metnað í starfið og skrá lið til leiks í Íslandsmótinu í knattspyrnu árið 2008. Fyrsta markmiðið var bara að lifa í fjögur ár og þegar því takmarki var náð og nýr grasvöllur var tekinn í notkun en við höfðum verið á undanþágu á þeim gamla, var ákveðið að spýta almennilega í lófana. Við fengum Þorstein Gunnarsson sem hafði verið formaður knattspyrnudeildar UMFG í Grindavík og framkvæmdastjóri ÍBV í Eyjum, til að taka við þjálfun liðsins. Steini kom með mikla fagmennsku inn í starfið og þarna vorum við má segja komnir á beinu brautina og vissum að góðir hlutir væru að gerast. 2015 komumst við upp úr fjórðu deildinni, árið 2017 fórum við upp í aðra deildina og svo tókst okkur undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar að tryggja okkur sæti í Lengjudeildinni, næstefstu deild á Íslandi. Því miður fékk Hemmi kall frá heimaklúbbnum, það er ekki hægt að taka Eyjarnar úr Eyjamanninum og auk þess urðu breytingar á leik-

mannahópnum. Við féllum nokkuð örugglega en því skal haldið til haga að við unnum einn leik þetta tímabil, á móti Grindvíkingum, ég lifi enn á þeim sigri. Síðan þá höfum endað í fjórða og þriðja sæti svo við sjáum að mjög góður stöðugleiki er búinn að myndast hjá okkur og á honum ætlum við að byggja. Það er mikill getumunur á Lengjudeildinni og annarri deildinni og líklega er ekki raunhæft fyrir lítið félag eins og Þrótt að vera berjast í Lengjudeildinni því fjármagn liðanna þar er miklu meira en okkar. Þess vegna vil ég að við komum okkur vel fyrir í annarri deildinni og séum stöðugt góðir þar og ef svo skemmtilega vill til að við séum með lið sem endar á meðal tveggja efstu liðanna, tökum við sætið í Lengjudeildinni auðvitað

en mér finnst ekki að við eigum að vera með yfirlýst markmið um að komast upp í Lengjudeildina.“

góð staða Þróttar

Marteinn hefur verið í þessu draumastarfi sínu síðan 2015 og er mjög ánægður með stöðu félagsins.

„Ég er mjög ánægður með stöðuna á klúbbnum mínum í dag. Við höfum verið mjög heppnir með

þjálfara, bæði í meistaraflokknum og yngri flokkunum og mér er til efs að til séu duglegri sjálfboðaliðar en þeir sem búa í Vogum. Við erum einstaklega samheldin og stemningin í klúbbnum er alltaf mjög góð, það þykir mér vera mjög mikilvægt. Við tökum reglulega inn nýjar greinar en þá gerist það venjulega þannig að einhver mjög áhugasamur um viðkomandi grein dregur vagninn en ef hann eða hún yfirgefur skútuna, er erfitt að halda henni á floti. Ég tek sem dæmi körfuna, við náðum mjög langt í henni en þegar enginn var tilbúinn til vera í forsvari, var þessu sjálfhætt. Við vorum komnir upp í fyrstu deildina en máttum þá ekki leika heimaleikina í Vogum, eftir það var þetta þungur róður og því miður lognaðist karfan niður. „Ég er mikill Vogamaður og Þróttari, hér líður mér vel og ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna þó verkefnin geti verið krefjandi suma daga. Síminn sefur ekki í þessu starfi. Það er ekki á dagskrá að hætta. Eflaust kemur að því einn góðan veðurdag en þá myndi ég alltaf vilja hjálpa klúbbnum og velja að létta á með stjórnarliðum og öðrum. Ég hlakka mikið til framtíðarinnar og er sannfærður um að hún er björt fyrir Þrótt í Vogum,“ sagði þessi geðþekki maður, Marteinn Ægisson, að lokum.

Ítarlegra viðtal við Martein mun birtast von bráðar á vef Víkurfrétta. www.vf.is

Gleðileg jól og farsælt komandi
Marteinn ásamt Mostafa

Glæsilegt KEF

SPA opnaði nýlega á Hótel Keflavík

Að gera hlutina aðeins betur en fólk reiknar með skiptir öllu máli

Möguleikar á umtalsverðri stækkun á Olís-lóðinni.

„Munum aldrei hætta að bæta og þróa þjónustuna,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri.

KEF SPA & Fitness opnaði á Hótel Keflavík þann 22 október sl. og hefur aðsókn verið umfram væntingar. „Þetta hefði ekki tekist án framúrskarandi starfsfólks og iðnaðarmanna. Ég og Hildur, eiginkona mín, erum afar þakklát fyrir framlag þeirra,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri í samtali við Víkurfréttir.

Hótel Keflavík á orðið 38 ára sögu en það var opnað eftir aðeins fjögurra mánaða framkvæmdatíma árið 1986. Til samanburðar við það afrek að reisa hótel og opna á fjórum mánuðum þá hefur uppbygging KEF SPA verið risastór átján mánaða rússíbani. Steinþór segir þessa nýjustu viðbót við hótelið vera mikilvægan áfanga „og gefur okkur von um bjarta framtíð fyrirtækisins og samfélags okkar allra.“

KEF SPA er opið fyrir alla og hannað fyrir heimamenn. Þá hefur eftirspurn eftir einkaklúbbsaðild verið með ágætum. „Við erum stolt af KEF SPA en við munum aldrei hætta að bæta og þróa þjónustuna okkar til að ná þeirri fullkomnu sýn sem lagt var upp með,“ sagði Steinþór þegar hann sýndi blaðamönnum Víkurfrétta nýju heilsulindina.

Ísland var ekki ferðamannaland

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því hótel Keflavík opnaði dyr sínar í fyrsta sinn árið 1986. „Ferðaþjónustan hefur breyst gríðarlega. Ísland var í raun ekki ferðamannaland. Við byggðum okkar nýtingu á hermönnum í upphafi. Maður sá ekki fyrir sér að það væri fullbókað dag eftir dag með venjulegum ferðamönnum,“ segir Steinþór.

Spurður út í ferðaþjónustuna á þessum árum sem hann hefur verið í hótelrekstri, segir Steinþór:

„Það sem mér finnst mest gaman af því sem ég hef tengst eru flugmálin og að hafa komið hingað með flugfélagið Canada 3000. Það var kannski fyrsta skrefið í að breyta því að það væri bara eitt gott flugfélag, sem Icelandair er. Við erum í dag með 29 flugfélög sem fljúga til Íslands og frá öllum þessum stöðum. Það er það sem gerir fjölbreytnina og möguleikana. Við gætum aldrei byggt upp ferðamannaland þar sem farþegarnir koma bara frá New York og London.“

Hver er þín upplifun af ferðamönnum gagnvart Reykjanesskaganum, því við erum þar?

„Reykjanessið er að vaxa og dafna og við þurfum sjálf að hafa trú á okkar svæði. Við erum með svo margt skemmtilegt hér í kring. Við erum með Bláa lónið og einstaka náttúru. Við erum í dag með

eldgos og það sem því tengist. Við þurfum að gera þetta á jákvæðan hátt.

Ég vil meina að einhvers staðar hafi markaðskerfið hjá okkur á Íslandi klikkað, að reyna ekki að nýta það sem er að gerast. Að eiga falleg norðurljós og nýrunnið hraun. Þetta eru allt tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Við sjálf verðum fyrst að upplifa það og svo bera út boðskapinn til þeirra. Reykjanesið er í raun fjölbreyttara en flest önnur landsvæði á Íslandi.“

Nú hafa orðið hér tíu eldgos síðan 2021. Hvernig hefur það þróast. Fyrst voru þetta túristagos en nú hefur þetta verið alvarlegra síðustu sjö gos. Hvernig hefur þetta haft áhrif á ferðaþjónustuna?

„Ferðamaðurinn upplifir þetta öðruvísi. Hann upplifir t.d. hörmungarnar sem gengu yfir Grindavík öðruvísi en við. Þeir gera sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt þetta er og á sama tíma eru einhverjir hræddir við gosið. Núna lít ég á þetta sem tækifæri og við erum komin hingað og búin að taka ákveðna stefnu. Núna eigum við að líta á hvert gos sem tækifæri til að auglýsa og byggja upp svæðið okkar.“

... Að eiga falleg norðurljós og nýrunnið hraun. Þetta eru allt tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Við sjálf verðum fyrst að upplifa það og svo bera út boðskapinn til þeirra. Reykjanesið er í raun fjölbreyttara en flest önnur landsvæði á Íslandi...

Hver eru viðbrögð ferðamanna við eldgosunum, eru þeir hræddir við að koma eða er þetta orðið eðlilegt?

„Fólk vill koma og það er gaman að við sjáum gosið hérna af svölunum og finnst það vera í mikilli nálægð. Við erum með skjái í móttökunni þegar gosin eru í gangi. Fólk sér þar gosið og hraunið. Þegar horft er út um gluggann sést að þetta er raunveruleikinn. Gagnvart þessum hlutum eru þetta bara tækifæri.“

innviðir hótelsins ráða við töluverða stækkun

Hótel Keflavík hefur verið að stækka reglulega á síðustu árum og herbergjum fjölgað. Á síðasta ári keypti Hótel Keflavík svo svokallaða Olís-lóð og þar er mögu-

leiki á að bæta við herbergjum, hvort sem þau verða fimmtíu eða hundrað og fimmtíu. Steinþór segir að allir innviðir hótelsins í dag séu gerðir til að geta tekið á móti umtalsverðri stækkun.

Diamond Suite er fimm stjarna gisting á Hótel Keflavík sem var innréttuð árið 2016. Aðspurður hvort sú breyting hafi staðið undir væntingum og hvort það séu að koma gestir sem eru tilbúnir að greiða fyrir slíka gistingu, þá svarar Steinþór því til að hann væri ekki á þeirri vegferð sem hann væri á núna nema fyrir það.

„Við erum heppin að hafa tekið ákvörðun að fara alla leið. Það er mikill munur að fara langt og fara alla leið. Það er okkar upplifun að gera hlutina aðeins betur en fólk reiknar með og sé það sem skiptir öllu máli.“

Páll Ketilsson pket@vf.is

n Úra- og skartgripaverslun Georgs V. Hannah í rúma hálfa öld á Hafnargötunni í Keflavífk:

Gullið

glóir hjá Eggerti

„Það er alltaf að verða vinsælla að brúðhjónin komi og láti gera nýja hringa úr gömlu trúlofunarhringunum og jafnvel er öðru skarti frá foreldrum eða öðrum ættingjum bætt við,“ segir Eggert Hannah, gullsmiður en hann rekur skartgripa- og úrabúð fjölskyldunnar á Hafnargötu 49, undir nafninu Georg V. Hannah. Georg, faðir Eggerts er úrsmiður en Eggert ákvað að feta aðra slóð á atvinnubrautinni og lærði gullsmíði. Tækjakostur á gullsmíðaverkstæði Eggerts er með þeim betri sem finnast hér á landi. Það er þó ekki gullsmíðin sem slík sem tekur inn flestar krónurnar. Mesta salan er í innkeyptu silfurskarti. Eggert þarf samt að fá útrás fyrir sköpunarþrá sína og því smíðar hann mikið af gullskartgripum.

Hálf öld á Hafnargötunni

Verslun í þessu húsnæði á Hafnargötu 49 á sér enn lengri sögu en verslunarsaga Hannah- fjölskyldunnar nær.

„Foreldrar mínir keyptu úrsmiðaverslunina sem var hér árið 1968 en pabbi er úrsmiður. Sú búð var ekki búin að vera lengi starfrækt, bara í nokkur ár en þarna hefst fjölskyldureksturinn og hefur verið allar götur síðan. Fyrstu árin var úrabúð, herrafataverslun og efnalaug hérna á neðstu hæðinni en með tímanum yfirtók verslunin alla neðstu hæðina. Þegar ég keypti reksturinn fyrir tæpum tíu árum hætti ég með alla aðra gjafavöru en úr og skartgripi og var þá búðin minnkuð. Mér fannst það einfalda reksturinn, ég get nánast verið einn hér mestan part ársins en fyrir jólin þarf ég fleiri hendur.

Það er löng saga um úrsmiði í fjölskyldunni, Afi, pabbi, bróðir minn og föðurbróðir eru allir úrsmiðir. Stundum er grínast með

að ég hafi farið í vitlausa skólastofu í Iðnskólanum. Ég hefði átt að mæta í tíma í úrsmíði en fór í staðinn í gullsmíðina. Ég var ekki viss hvað ég vildi gera eftir stúdentinn, var að spá í lögfræði en pabbi spurði hvort ég gæti hugsað mér að fara í gullsmíði ef hann kæmi mér að hjá einhverjum í því. Ég væri svo með pottþétta vinnu í búðinni eftir námið. Ég var alveg til í að prófa það og það gekk bara fínt. Það kom aldrei til greina hjá mér að læra úrsmíði. Ég kann best við það að smíða eitthvað með höndunum en það er minni smíði í úrsmíðinni. Sá bransi hefur líka breyst mikið undanfarin ár. Símaúr hafa verið vinsæl og aðallega dýr úr sem eru mekanísk í dag. Það sem vakti fyrir mér þegar ég ákvað að fara í gullsmíði var að vera í viðgerðum á gullskarti. Ég var ekki með neinn metnað fyrir einhverri listsköpun en margir gullsmiðir líta á sig sem listamann en það er bara ekki nógu mikið upp úr því

Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

INGVAR GEORG ORMSSON, Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 7. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13.

Ormur Þórir Georgsson Lilija Kozlova Ólafur Georgsson Sigurjóna Hauksdóttir

Emil Ágúst Georgsson Ásta Gunnarsdóttir

Sigríður Helga Georgsdóttir Svavar Júlíus Gunnarsson

Agnes Fjóla Georgsdóttir Sigurður Kristinsson

Ingvar Georg Georgsson Ása Hrund Sigurjónsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

... Að skapa eitthvað nýtt frá grunni er skemmtilegt og heldur manni ferskum í þessum bransa. Mér finnst athyglisvert hvað fólki finnst skartgripir dýrir en sumir þeirra sem ég hanna og sel kosta á við nýjan iphone sem dugir venjulega bara í nokkur ár á meðan skartgripur getur gengið kynslóðanna á milli

að hafa hér á okkar litla landi. Ég smíða auðvitað nýtt skart líka en ef ég myndi halda samviskusamlega utan um tímann sem fer í hvert skart, og myndi sjá á hvað ég seldi viðkomandi hlut, fengi ég líklega áfall og myndi hætta að hanna og búa til nýtt skart. Að skapa eitthvað nýtt frá grunni er skemmtilegt og heldur manni ferskum í þessum bransa. Mér finnst athyglisvert hvað fólki finnst skartgripir dýrir en sumir þeirra sem ég hanna og sel kosta á við nýjan iphone sem dugir venjulega bara í nokkur ár á meðan skartgripur getur gengið kynslóðanna á milli. Þegar ég smíða eitthvað nýtt þá hef ég gaman af því að hella mér í það og gefa mér góðan tíma. Ég er með dýra muni inn á milli, t.d. armband sem ég smíðaði fyrir tíu árum sem kostar yfir milljón en það fór mikill tími og mikið gull í smíðina. Svona skartgripir seljast ekki oft en munu endast í margar kynslóðir og eru í raun einstakir safngripir og engin hætta á að finna annan svona grip nokkurstaðar.

Mestu viðskiptin í búðinni eru með skartgripi sem ég flyt inn en verðið á þeim er mjög hógvært. Mest kaupi ég í gegnum aðila í Þýskalandi og Danmörku sem eru með mjög góða vöru á góðu verði. Ég legg áherslu á að vera með gott

úrval og á góðu verði sem hentar öllum.“

endurnýting á gulli

Þegar blaðamann bar að garði hjá Eggerti var hann í miðju smíðaverkefni en slík verkefni verða sífellt vinsælli. Þá kemur viðskiptavinurinn með gamalt skart og lætur gera nýtt úr því. T.d. er vinsælt hjá brúðhjónum þegar heitin eru endurnýjuð, að láta gera nýja hringi úr gömlu giftingahringjunum. Einnig er þá oft skarti frá liðnum foreldrum bætt við og

þannig getur sá sem ber hringana tengst fyrri kynslóðum. „Ég geri talsvert af þessu, fólk vill kannski fá öðruvísi giftingarhring en það hefur borið síðustu áratugi en sömu hringarnir samt notaðir. Það er vinsælt að gera nýju hringana veglegri en þá gömlu og jafnvel bæta demöntum í dömuhringinn. Þessi þjónusta er sífellt vinsælli,“ sagði Eggert að lokum.

Sendum starfsmönnum okkar og Suðurnesjamönnum öllum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is
vinsælustu vörurnar eru innfluttir skartgripir sem eggert segir að séu á góðu verði.

„ÞRUMAÐÁÞRETTÁN“

Joey Drummer hélt velli, „El clasico“ framundan

Loksins náði áskorandinn í tippleik Víkurfrétta ekki að sigra og tylla sér þar með á stallinn, Joey Drummer hélt velli á móti Haraldi Frey Guðmundssyni, vann 9-8. Það má segja að „El clasico“ sé næst á döfunni, Keflvíkingurinn Joey Drummer mætir formannni knattspyrnudeildar Njarðvíkur, Brynjari Frey Garðarssyni.

Brynjar ólst upp sem Keflvíkingur en þar sem hann spilaði bara í meistaraflokki með Njarðvík, n.t. frá 2013 fram á covid-ár og er auk þess formaður knattspyrnudeildarinnar í dag, er hann grænn þegar kemur að þessum slag við trommarann. „Ég skipti yfir í Njarðvík 2013 og þegar ég lauk leikmannaferlinum tók ég við stöðu framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar í smá tíma og

hef verið formaður undanfarin ár. Ég er nú á þeim vagni að sameining þessara liða í Reykjanesbæ væri heillavænlegast, þá eru liðin ekki að slást um sömu krónurnar og geta betur nýtt aðstöðuna. Þetta er mín framtíðarsýn en ég geri mér fyllilega grein fyrir að þetta er ekki á stefnuskránni núna en verður vonandi einhvern tíma.

Knattspyrna hefur alltaf verið stórt áhugamál hjá mér og ekki

Óskum íbúum Suðurnesja gleðilegrar hátíðar og þökkum góða samvinnu á árinu sem er að líða. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Guðrún og Vilhjálmur

síst enski boltinn. Ég er gallharður stuðningsmaður Manchester United, við Joey eigum það þó alla vega sameiginlegt. Ég sá stórleikinn á sunnudaginn reyndar bara með öðru auganu, var á fundi nánast allan leikinn en sá lokamínúturnar og það var nóg að þessu sinni. Ég er þannig að ég er alltaf bjartsýnn fyrir hönd minna manna, var það þegar ten Hag tók við og þar áður Ole Gunnar Solskajer. Mér líst vel á þennan Amorim og hef trú á að hann komi okkur til fyrri virðingar en það mun ekki gerast á einni nóttu, það er ljóst. í dag tippa ég mest á tyllidögum en við hjá Njarðvík erum að fara byrja með getraunakaffi á laugardagsmorgnum í aðstöðu okkar við Njarðvíkurvöll. Það verður gaman að fá fólk í kaffi þar sem heimsmálin eru leyst og menn setja svo

tákn á seðilinn og styðja við bak knattspyrnudeildarinnar. Ég skil ekki að flest ef ekki öll lið séu ekki með þetta í gangi í sínum klúbbi, þetta býr til félagsanda og krónur skila sér í kassann, ekki veitir víst af,“ segir Brynjar. Joey finnst alltaf gaman þegar „el clasico“ ber upp. „Þetta eru venjulega mínar stærstu gleðistundir, þegar Keflavík og Njarðvík mætast. Hvort eins mikil athygli verði á þessum tippleik milli mín og Brynjars Freys eins og t.d. þegar körfuboltaliðin frá Reykjanesbæ mætast, skal ósagt látið en mér líður vel á toppnum í þessum tippleik og ætla ekki að gefa sætið eftir strax. Ég ætla mér að enda á meðal fjögurra efstu og þarf því að vera aðeins lengur á stallinum,“ segir Joey.

o o o Crystal Palace - arsenal o o o o o o brentford - Nott.Forest o o o o o o West Ham - brighton o o o o o o ipswich - Newcastle o o o o o o burnley - Watford o o o o o o Cardiff - sheff.utd. o o o o o o leeds - Oxford utd. o o o o o o Millwall - blackburn o o o o o o Plymouth - Middlesbro o o o o o o Q.P.r. - Preston o o o o o o sunderland - Norwich o o o o o o blackpool - stevenage o o o o o o Northampton - Charlton o o o

Sameind í Reykjanesbæ óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við erum staðsett í Heilsugæslunni Höfða, Aðalgötu 60.

Opið kl. 8-12 mánudaga til föstudaga Verið velkomin.

Joey seðill helgarinnar brynjar

Það var jólalegt um að litast í Aðventugarðinum um síðust helgi. Nýfallinn snjór var yfir öllu á sunnudaginn þegar ljósmyndari blaðsins kom þar við með myndavélina til að fanga stemmninguna. Jólasveinar voru á svæðinu og lifandi tónlist. Boðið var upp á heitt kakó og hægt var að grilla sykurpúða. Aðventugarðurinn er opinn um helgar og verður einnig opinn á Þorláksmessu. VF/Hilmar Bragi

Allt fyrir veisluna í Mimosa

Hjá okkur færðu allt fyrir veisluna þína.

Við bjóðum upp á gott úrval af skrauti fyrir öll tilefni; blöðrur, leikföng og aðra gjafavöru, ásamt því að bjóða upp á skreytingaþjónustu.

Endilega kíkið við í verslun okkar eða heimsækið vefverslunina mimosa.is

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Sendum skjólstæðingum

okkar og öðrum íbúum

Suðurnesja hátíðarkveðjur.

Með öðruvísi reynslu á bakinu en flestir

Jón Ingi Jónsson, flugstjóri, vissi sem pjakkur hvað hann vildi verða Jón með eina

„Mamma og pabbi hefðu ekki tekið neitt annað í mál en við myndum halda áfram,“ segir keflvíkingurinn Jón ingi Jónsson, flugstjóri hjá air atlanta. Hann vissi snemma hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór en lét þó ekki drauminn rætast fyrr en hann var orðinn 26 ára gamall. Hann tók þátt í stofnun flugfélags, var svo partur af því að stofna icejet, íslenskt einkaþotufélag og sá um reksturinn á því í nokkur ár, fór í stjórnunarstöðu hjá air atlanta samhliða því að fljúga en hefur síðan 2014 „bara“ verið við stýrið á bumbunni svokölluðu, drottningunni boeing 747.

Lífshlaup Jóns Inga hefur síður en svo verið dans á rósum, 30. nóvember árið 2000 lenti hann í því ömurlega áfalli að missa báða foreldra sína í bílslysi. Það hvernig Jóni Ingi og tveir yngri bræður hans tókust á við áfallið er eitthvað sem allir sem lenda í áfalli, geta lært af.

Þó svo að Jóni Ingi búi í Innri-Njarðvík í dag segist hann vera helblár Keflvíkingur. „Ég er fæddur árið 1972 og tek fyrstu tvö árin í Keflavík en svo ákváðu mamma og pabbi að flytja á Neskaupstað, þaðan sem pabbi var. Hann fór á sjó þar á togara og þarna erum við þar til ég er sex, sjö ára þegar við flytjum aftur suður. Fyrstu æskuminningarnar eru því að austan og í minningunni var gott og gaman að alast þar upp, mikill snjór á veturna og sólrík sumur, maður var frjáls eins og fuglinn við leik úti og kom bara heim til að borða þegar maður var svangur, og til að sofa. Þarna hefst skíðaferillinn sem síður en svo sér fyrir endann á. Pabbi var mikill skíðamaður og varð Austurlandsmeistari nokkrum sinnum þegar hann var ungur. Ég náði að fótbrotna þegar ég var sex ára en lét það ekki stoppa mig og hef alltaf stundað skíðin grimmt, er m.a. búinn að fara í 23 ár í röð á Akureyri á skíði með börnin og kennt þeim öllum. Ég fer sömuleiðis á hverju ári til Austurríkis á skíði. Ég er kominn með mikinn áhuga á fjallaskíðum ásamt Ingibjörgu unnustu minni, og svo eigum við Árni bróðir snjósleða og höfum mikið gaman af því sporti.

Þegar við fluttum að austan settumst við fyrst að í Njarðvík og ég tók fyrsta og annan bekkinn þar og svo fluttum við á Túngötuna

í Keflavík. Ég gekk í Myllubakkaskóla og svo Holtaskóla og fór þaðan í FS á íþróttabraut. Ég kláraði ekki stúdentinn, áhuginn ekki mikill á bókunum en áhugi á íþróttum var mikill. Ég æfði fótbolta með Keflavík upp í meistaraflokk, þó án þess að spila mikið þegar þangað var komið. Ég var og er með skæðan vinstri fót og var hluti af sterkum árgangi í yngri flokkum Keflavíkur, var annað hvort vinstri bakvörður eða vinstra megin á miðjunni. Ég skipti síðan yfir í Njarðvík og spilaði með þeim í meistaraflokknum, þá vorum við að berjast um að komast upp í það sem heitir Lengjudeildin í dag. Ég á bara góðar minningar frá fótboltaárunum, frábær félagsskapur sem ég bý enn að í dag.“

sat á vélarhlífinni og vissi hvað hann vildi verða

„Ég hef verið í kringum átta ára aldurinn þegar ég var að sniglast með afa á rútunni sem hann keyrði hjá SBK. Hann þurfti stundum að keyra upp á flugvöll og sækja menn sem unnu fyrir bandaríska herinn á vellinum og ég fékk að fljóta með. Við fengum að keyra nánast upp að þessum stóru vélum og ég sat á vélarhlífinni agndofa yfir stærðinni og hávaðanum sem kom frá þeim. Mér fannst þetta svakalega svalt og ákvað þarna hvað ég ætlaði mér að verða þegar ég yrði stór. Ég var alltaf með þetta bak við eyrun og fór á einkaflugmannsnámskeið í Reykjavík sautján ára gamall og til að safna flugtímum keypti ég mig inn í Suðurflug. Ég var ungur farinn að vinna fyrir mér í Nonna og Bubba

Fyrir framan City star flugvélina en það var eitt af flugævintýrum Jóns inga.

og var búinn að safna mér smá pening sem átti að nýtast í flugnámið, en tók þá u-beygju og keypti mér bíl í staðinn. Árið 1994 byrjaði ég að vinna í sumarstarfi hjá Icelandair, var í farþegaafgreiðslu að sjá um séraðstoðina, innritun og rampinn, þá að taka á móti og sjá um brottfarirnar á vélunum. Þetta er næst skemmtilegasta starf sem ég hef unnið, vinnumórallinn frábær og breytileikinn og ævintýrin satt best að segja ótrúleg. Þarna finn ég aftur lyktina af fluginu og áhuginn byrjar að blossa upp.

Það er samt ekki fyrr en fjórum árum síðar sem ég fæ nokkurs konar uppljómun og gleymi því augnabliki aldrei. Ég vaknaði með elsta syni mínum á laugardagsmorgni, hann u.þ.b. átta mánaða gamall. Ég var ofboðslega hamingjusamur og sá bara lífið sem beina braut. Ég var að hugsa um framtíðina og spurði sjálfan mig að því hvort það væri eitthvað sem ég myndi sjá eftir að hafa ekki gert þegar ég væri kominn á elliheimilið? Flugið var það eina sem kom upp í hugann. Ég yrði aldrei sáttur nema að hafa látið á

það reyna að læra flugmanninn. Nokkrum mánuðum síðar var ég kominn til Bandaríkjanna í atvinnuflugmannsnám.“

Hvað myndir þú ráðleggja framtíðarflugfólki í dag?

„Klára framhaldsskólann, ekki spurning. Það er orðin ein af kröfunum í dag til að fá vinnu, t.d. hjá íslensku flugfélögunum. Auðvitað er gott að vera góður í ensku en það er eitthvað sem samfélagsmiðlar kenna unga fólkinu okkar í dag betur en ENS103. Síðan þarf auðvitað að safna pening fyrir náminu þar sem flugnám er því miður mjög dýrt og lítið lánshæft.

Þó það fylgi mikill ljómi að vera flugmaður þá þurfa lang flestir að sýna mikla þrautseigju og dugnað til að koma sér í fyrstu borguðu vinnuna. Það er mikið um uppsagnir á veturna, fólk gæti þurft að búa erlendis og vinna á nóttunni, jólunum og missa af ýmsum viðburðum hjá fjölskyldu og vinum. Í krísum eins og 11.september og covid misstu flestir flugmenn vinnuna.

Talandi um covid þá hef ég aldrei flogið eins mikið sjálfur á ævinni þar sem Air Atlanta er mest megnis í vöruflutningum á meðan margir af mínum félögum á Íslandi misstu vinnuna tímabundið.“

City star airlines og einkaflug með þá frægu

Jón Ingi hélt til mekka atvinnuflugnáms í Flórída í Bandaríkjunum á þeim tíma, n.t.t. í Vero beach. Hann byrjaði ekki strax að fljúga að námi loknu og átti eftir að fara aðra leið en flestir flugmenn.

„Það var hagstætt og hentugt að fara út til Bandaríkjanna að læra flugið og ég valdi að læra undir bresku atvinnuflugsmannsreglunum, ég vissi að það gilti hér á landi. Þarna gat maður flogið eins og fuglinn, ekkert veðurvesen og aðstæðurnar upp á tíu. Flugtíminn kostaði bara brotabrot af því sem hann kostaði hér heima. Ég byrjaði námið í maí 1998 og lauk því árið 2000. Ég vann með skólanum hjá Icelandair og gat strax komist í fasta stöðu hjá fyrirtækinu í farþegaafgreiðslunni þegar ég kom heim. Árið eftir mætti 9/11 svo eitthvað lítið var ráðið inn af flugmönnum næstu árin. Fyrsta flugvinnan er í raun hjá sjálfum mér því mér bauðst að taka þátt í stofnun flugfélagsins City Star Airlines, sem ætlaði sér að fljúga með viðskiptamenn frá Aberdeen í Skotlandi þar sem er mikill olíuiðnaður. Með viðskiptaplan stimplað af KPMG byrjuðum við að labba göturnar í leit að hlutafé, ekki auðveld ganga það en nægilegt fé safnaðist til þess að ég hætti hjá Icelandair vorið 2004, flugplanið sá sem sagt til sólar. Komandi ár varð verulega eftirminnilegt þar sem við fórum í að semja við flugvélaeigandann og taka svo á endanum við einni Dornier 328 skrúfuvél. Vélin þurfti að gangast undir stóra viðhaldsskoðun í Bern í Sviss og ég dró stutta stráið að fara með henni í það. Ofan á það að fylgja flugvél í gegnum stóra viðhaldsskoðun, sem ég hafði auðvitað aldrei gert áður, þurftum við að huga að ýmsu. Ég verð að taka það fram að hópurinn á bak við startið á þessu félagi var

algjörlega frábær, flugmenn, fjármál, operation og ferðaskrifstofufólk sem höfðu mikla trú á planinu. Allir vorum við hluthafar í félaginu sem höfðum sett fjármagn í startið. Ég verð að segja frá því að auðvitað gengur ekki allt upp þegar að svona viðamiklu verkefni kemur en það sem stendur efst í mínum huga er liturinn á vélunum. Sko, lógó liturinn var Tag Heuer silfur litur og vélin/vélarnar áttu að vera í þeim lit. Einhvern laugardaginn í Aberdeen lögðum við allar prufurnar frá sprautuverkstæðinu út í sólina og byrjuðum að vega og meta hvað væri næst litnum sem lógóið væri í. Til að gera langa sögu stutta þá var símtalið, eftir að vélin var búin að vera í viku í sprautun í Norwich, mjög vandræðalegt; „strákar, shit þessi litur er miklu dekkri en logóliturinn. Úps, ekki aftur snúið,“ segir Jón Ingi og hlær. Noregur er mjög framarlega í olíuiðnaðinum og mikil eftirspurn var eftir flugi frá Aberdeen til Osló og þangað var byrjað að fljúga árið 2005.

... Þó það fylgi mikill ljómi að vera flugmaður þá þurfa lang flestir að sýna mikla þrautseigju og dugnað til að koma sér í fyrstu borguðu vinnuna. Það er mikið um uppsagnir á veturna, fólk gæti þurft að búa erlendis og vinna á nóttunni, jólunum og missa af ýmsum viðburðum hjá fjölskyldu og vinum. ...

„Nýtt félag, nýtt fólk, ný flugleið, þetta leit mjög vel út og var frábær tími. Ég og Vala, þáverandi unnusta, og Vilborg dóttir okkar höfðum flutt til Aberdeen og bjuggum okkur til fallegt líf þar. Félagið stækkaði og vakti áhuga hjá íslenskum fjárfestum sem hétu Nordic Partners, þeir höfðu keypt fimm Dornier 328 þotur, planið var að breyta þeim í einkaþotur.

Þessir aðilar sáu viðskiptatækifæri í að fljúga til og frá Íslandi. Málin þróuðust á þann máta að ég hætti sem starfsmaður City Star en var ennþá hluthafi. Því miður gekk City Star ekki upp og því ævintýri lauk vorið 2008. Eftir að ég hætti fór ég í að stofna annað flugrekstarleyfi fyrir Icejet ásamt öðru góðu fólki, vélar Nordic Partners fóru á það leyfi. Til að byrja með sá ég um flesta hluti sem komu að hverju flugi, gerði tilboð í viðkomandi flug, rukkaði það, pantaði matinn, bjó til flugplanið, pantaði þjónustunna á flugvöllum og var svo í áhöfninni sem flaug flugið. Mjög skemmtilegur tími! Á endanum

var þetta of mikið fyrir mig einan svo Björn bróðir kom til hjálpar og við unnum í þessu saman í fjögur ár, frábær tími fyrir okkur bræðurna.“

ronaldo og robbie Williams

„Næstu ár voru svakalega skemmtileg og Icejet hafði nóg að gera en við fjármálahrunið 2008 var fótunum kippt undan okkur. Nordic partners fór illa út úr hruninu og áður en varði var Landsbankinn orðinn nýr eigandi af flugvélunum. Ég rétt náði að fljúga einni vélinni frá Íslandi en þarna fer allt í frost má segja. Landsbankinn var aldrei að fara reka einkaflugvélaþjónustu en samt voru þeir með þrjár vélar sem við leigðum af þeim. Þarna setur Bretinn hryðjuverkalögin á okkur vegna Icesave og mér er mjög minnisstætt þegar það kom beiðni frá Bretlandi um flug með Icejet, nafn kúnnans var Mr. G. Brown [Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands 2007 til 2010]. Þar sem hann var nýbúinn að setja hryðjuverkalög á okkur Íslendinga vildi ég kanna þetta betur og eftir frekari samræður við hann gerði hann sér grein fyrir að félagið og fólkið sem myndu fljúga með hann væru Íslendingar. Allt var móttekið og túrinn greiddur fyrirfram þar sem við treystum honum ekki frekar en hann okkur!

Við hjá Icejet flugum með mikið af frægu fólki á þessum árum, eins og hljómsveitirnar Coldplay, Sex pistols, Oasis og Robbie Williams svo dæmi séu tekin en einna eftirminnilegast er að hafa flogið með portúgalska knattspyrnumanninn Christiano Ronaldo. Hann var með mömmu sína, systkini og fullt af börnum. Ég gleymi því aldrei þegar við vorum að smala börnunum eins og lömbum í rétt, hlaupandi sitthvoru megin við flugvélina. Þarna kom sér vel að allir voru í góðu formi!

Við héldum áfram að fljúga með þjóðhöfðingja og merkisfólk til 2010 en þá lauk þessum kafla. Við tók nett hark má segja, ég var að leigja vélar og gera hitt og þetta, flaug flugvélum sem þurfti að flytja á milli staða,

Jón ingi og ingibjörg katrín sem heldur á kristni viljari. svo eru hin börnin fjögur, vilborg, rúnar ingi, almar og arnór darri.

mér bauðst að taka við einkaflugvélaþjónustu í Bretlandi en fann að ég var kominn með nóg af þeim bransa. Fyrr en varði opnuðust næstu dyr fyrir mig,“ segir Jón Ingi.

air atlanta

Jón Ingi var búinn að eiga farsælan starfsferil í flugstöðinni hjá Icelandair í Keflavík og var með augastað á næsta umsóknarferli til flugmanns hjá fyrirtækinu en þá gripu örlögin í taumana.

„Einn eigenda Air Atlanta hitti mig óvænt á Keflavíkurflugvelli og bauð mér starf, bæði sem stjórnanda að sjá um áhafnamál og sem flugmaður. Ég hóf störf árið 2011 og vorið 2012 fór ég í þjálfun á bumbuna svokölluðu. Upp frá því hófst flugferill minn hjá fyrirtækinu. Hugmyndin að stjórnunarstöðu og flugvinnu var að hafa tengingu milli stjórnenda hér á Íslandi við Saudi Arabíu en þar var öll flugstarfsemin á þeim tímapunkti. Ég fór því út og flaug, gat svo komið heim og gefið skýrslu um hvernig málin stæðu úti. Ég var jöfnum höndum í þessu fram til ársins 2015 og hef síðan þá „bara“ verið í fluginu, varð flugstjóri árið 2016 og hef undanfarin fjögur ár einnig verið þjálfunarflugstjóri.

Ég sé ekki fram á neitt annað en fljúga hjá Atlanta þar til flugferlinum lýkur þegar ég verð 65 ára eins og reglan er í dag en mig grunar að það verði búið að breytast þegar að þeim tímapunkti kemur hjá mér. Við förum reglulega í læknisskoðun og ég hef í raun aldrei skilið rökin fyrir því að flugmenn þurfi að hætta að fljúga 65 ára gamlir, af hverju mega aðrir vinna til 67 ára? Þetta hlýtur að snúast um heilsu og ef viðkomandi er við hestaheilsu 65 ára á hann að geta flogið allavega tveimur árum lengur.

Að fljúga hjá Atlanta er ekki fyrir alla, fjarvera frá fjölskyldu er mörgum erfið en þetta hefur hentað mér. Ég er úti í þrjár vikur og þrjár heima. Við gistum alltaf á fjögurra eða fimm stjörnu hótelum þegar við erum að fljúga svo það er ekki undan neinu að kvarta. Ég er að fljúga mjög fjölbreytt flug og þarf oft að takast á við öðruvísi áskoranir, að fara inn á flugvelli í Afríku, t.d. á 747, þar sem aðbúnaður er ekki eins og best verður á kosið. Mér finnst ofboðslega skemmtilegt að fljúga út um allan heim og endalaus fjölbreytni í hverjum þriggja vikna vinnutúr, „it's like box of chocolate, you never know what you get.“ Hvort sem ég er að fljúga til og frá Ameríku, hoppandi á milli flugvalla í Afríku, komandi við í Dubai eða Saudi-Arabíu eða þá að eyða jólum og áramótum í Shanghai eins og planið er fyrir komandi hátíðir. Ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með mánaðarskráninguna, þ.e. hvert ég er að fljúga og einfaldlega uni hag mínum mjög vel hjá þessu fyrirtæki. Ég spila eins mikið golf og ég get í vinnunni, það er ekki amalegt að geta stundað þessa frábæru íþrótt í góðu veðri á frábærum völlum úti í heimi, ég næ stundum að spila meira golf þegar ég er í vinnunni en þegar ég er hér heima.

Ólýsanlegt áfall

Jón Ingi og bræður hans tveir, þeir Árni sem er fjórum árum yngri og Björn Vilberg sem er ellefu árum yngri, upplifðu eina þá verstu martröð sem hægt er að ímynda sér. Á einu augabragði misstu þeir báða foreldra sína í hörmulegu bílslysi þegar tveir bílar keyrðu á hvorn annan á Reykjanesbrautinni. Jón var tilbúinn að opna sig og ræða þessa erfiðu lífsreynslu, ekki síst til að geta vonandi hjálpað öðrum sem lenda í svipuðu áfalli.

„Það er ótrúlegt í raun að rifja þetta upp, ég er 52 ára gamall í dag, pabbi var 49 ára og mamma ekki nema 45 ára þegar þau dóu í blóma lífsins. Það er ennþá óraunverulegt að þetta hafi gerst og sumt er í rauninni í mikilli móðu, það er eins og líkaminn slökkvi á þessum minningum til að hlífa manni. Hvernig við bræðurnir náðum að komast í gegnum þetta og standa allir tiltölulega uppréttir í dag, Bjössi bróðir er ekki nema sautján ára og það hvernig hann hefur tæklað þetta er einstakt finnst mér, hann er alger hetja í mínum augum. Árni er í miðjunni og hefur verið mikill og traustur klettur og einhvern veginn höfum við farið saman í gegnum 24 ár af sorg og söknuði. Þetta var vont, varð verra og svo versnaði þetta mjög mikið en í dag höfum við lært að lifa með því sem gerðist. Ég skil ekki ennþá hvernig við komumst í gegnum þetta. Það var erfitt að horfa upp á ömmur okkar og afa. Það á ekkert foreldri að þurfa grafa börnin sín. Tilhugsunin um tvær kistur hlið við hlið í

Jón ingi og bræðurnir árni og björn vilberg og foreldrarnir

jarðarförinni er nánast óbærileg. Ég á alltaf erfitt með að mæta í jarðarfarir, þær ýfa upp djúp sár en ég reyni að láta mér líða betur við að það sé þó bara ein kista.

Slysið gerist í lok nóvember og jólin nokkrum vikum seinna voru mjög erfið en við bræðurnir ákváðum að þau skyldu verða haldin á Túngötunni, æskuheimilinu okkar. Það voru mjög þung jól eins og öll jól seinustu 24 ár. Jólin eru því miður ekki minn uppáhaldstími þar sem minningin um jólin úr æskunni eru hlaðin umhyggju og gleði. Jólin í dag eru fyrir börnin mín og ég passa upp á að þeirra upplifun á jólunum verði eins og við bræðurnir upplifðum með okkar foreldrum.

Mamma og pabbi voru nýbúin að selja húsið og ætluðu að minnka við sig og þurfa

mér hefði vegnað ef hans hefði ekki notið við á þessum tíma. Reyndar var ég líka með hugfast hvað foreldrar mínir hefðu viljað, þau hefðu ekki tekið neitt annað í mál en að ég myndi halda áfram og ef ég hefði leiðst út í einhverja vitleysu þá er ég viss um að ég hefði ekki fengið að sofa á nóttunni, mamma hefði séð til þess! Þetta hélt mér gangandi og ef ég get á einhvern hátt ráðlagt fólki sem lendir í svona hrikalegu áfalli, þá er það að reyna að losna við alla reiði. Ég spurði mig fyrst um ástæðuna fyrir þessu, af hverju þurftum við bræður að lenda í þessu áfalli en maður getur ekki fengið svör við svona spurningum og því best að vera ekki að eyða tíma sínum í að velta sér upp úr slíku, ekki auðvelt en rosalega mikilvægt ef það er hægt. Ég náði líka sem betur fer að verða ekki reiður. Ég frétti eftir slysið að Bensi hefði sofnað undir stýri en þrátt fyrir það stoppa ég alltaf hjá leiðinu hans þegar ég fer til mömmu og pabba, þau eiga heima í sömu röð úti í kirkjugarði. Þetta var ömurlegt slys og því miður voru okkur bræðrum gefin þessi spil á hendi og við áttum enga aðra kosti en spila úr þeim. Ég held að maður jafni sig í raun aldrei alveg á svona áfalli en maður lærir að lifa með því. Það er kannski hart að segja það en ég held að hægt sé að líta á flestar ef ekki allar stöður sem koma upp í lífinu, eins ömurlega erfiðar og þær geta verið eins og það sem við bræður lentum í; að vera með glasið hálffullt eða hálftómt. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir okkur að drekkja okkur í sorg en það var ekki í boði. Við Árni þurftum að hlúa að yngri bróður okkar, ömmum og öfum, og svo áttum við börn sem við þurftum að vera til staðar fyrir. Við bræður urðum einfaldlega að halda áfram og við vissum að mamma og pabbi hefðu ekki tekið neitt annað í mál. Með því að halda áfram með þessu hugarfari vil ég trúa að vel hafi ræst úr okkur.“ segir Jóni Ingi.

Hamingjan er hér

að rifja upp þegar við þurftum að tæma húsið og fara í gegnum alla þeirra muni og skila húsinu af okkur í leiðinni, fæ alltaf kökk í hálsinn þegar ég rifja þetta upp. Maður sá á þessum tíma hversu mikilvægt er að eiga góða að, ótal margir sem lögðu sig alla fram við að létta undir með okkur. Ég verð að minnast á barnsmóður mína, Berglindi og þáverandi tengdaforeldra, Hjöddu og Sigþór. Ég verð þeim ævinlega þakklátur fyrir stuðninginn sem ég fékk frá þeim. Það sem bjargaði mér samt mest var lítill strákur sem heitir Rúnar Ingi og er elsti sonur minn. Ég varð að halda áfram fyrir hann. Þessi brosmildi, ljóshærði og glaðværi strákur vildi alltaf fá pabba sinn með sér í fótbolta, golf eða út á róló að leika. Ég veit ekki hvernig

Jón Ingi og Berglind slitum samvistum um ári eftir áfallið. Jón Ingi og Vala Rún Vilhjálmsdóttir eignuðust Vilborgu árið 2003 en hún var fyrirliði Njarðvíkurliðsins í körfubolta þegar þær urðu Íslandsmeistarar árið 2022. Hún fór svo í háskólanám í Bandaríkjunum og er heldur betur að standa sig, jafnt í námi og í körfunni. Almar kom næstur, fæddur árið 2009 og er sömuleiðis mikið efni í körfunni. Yngstur er Arnór Darri, fæddur árið 2012 og hann mun ekki gefa systkinum sínum þumlung eftir. Í dag er Jón Ingi hamingjusamur, á fimm börn en þeim fjölgaði óvænt eftir að leik átti að vera lokið. Sambýliskona hans, Ingibjörg Katrín Halldórsdóttir, er níu árum yngri en Jón og þar sem hún átti ekki barn fyrir, var ekkert annað í stöðunni fyrir flugstjórann en að setja aftur í samband. Hann gæti ekki verið hamingjusamari með hinn þriggja ára Kristinn Viljar. „Ég er ofboðslega stolur af öllum börnunum mínum en er leiður fyrir þeirra hönd að hafa ekki fengið að njóta ömmu Vilborgar og afa Rúnars, þessi hugsun stingur pabbann í hjartað við minnsta tilefni. Sem betur fer er tæknin orðin þannig að ég fæ að njóta litla stubbsins meira en á fyrri tímum. Við hringjumst í mynd á morgnana, eftir leikskóla og áður en hann leggst á koddann. Það er af sem áður var, þegar pabbi var á sjónum í mánuð, þá hringdi hann kannski einu sinni í túr og varla að maður næði að tala við hann. Tæknin er blessunarlega orðin miklu meiri í dag. Ég er mjög hamingjusamur í dag og er í rauninni ótrúlega stoltur af okkur bræðrunum eftir þetta áfall sem við lentum í, við höfum allir staðið okkar plikt og vel það. Ég horfi björtum augum til framtíðarinnar og hlakka til að ala Kristinn litla og hin börnin mín upp og verja tíma með þeim og frúnni. Ég veit að ég mun bæta mig í golfíþróttinni og svo skulum við bara sjá hvernig málin þróast, kannski verð ég fluttur eitthvert út í heim en það skal vera alveg á hreinu að ég er og verð alltaf Keflvíkingur,“ sagði Jón Ingi að lokum.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Jón rúnar árnason og vilborg Jónsdóttir.

Bónorð

var hápunktur ársins

Margrét Arna Eggertsdóttir hefur átt skemmtilegt ár, draumur rættist og hún átti margar góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Hún á skemmtilegar jólaminningar og rifjar upp ýmsar hefðir frá jólunum með sinni fjölskyldu. Magga er mikil skíðamanneskja og í skíðalöndunum hitti hún mann sem fór á skeljarnar fyrir framan hana.

Árið 2024 var í raun magnað ár, mörg ferðalög með fjölskyldu og góðum vinum. Draumur sem ég er búinn að eiga í mörg ár varð að veruleika. Starfsemi fyrirtækisins míns gekk einnig vel. Náðum að endurnýja samstarf við þjónustuaðila sem veitti okkur möguleika á að tryggja áfram störf fyrir framúrskarandi fagfólk á okkar sérsviði. Hápunktur ársins var þó bónorð fá yndislegum manni sem ég kynntist í skíðaferð 2023.

Hvert er uppáhaldslagið þitt sem tengist jólunum? Jólastjarna með Sigríði Beinteins.

Hvaða kvikmynd er ómissandi um jólin?

Christmas vacation

Hver er uppáhaldsjólahefðin þín og hvers vegna?

Uppáhalds jóla hefðin er samverustund á heimili mínu í hádeginu á aðfangadag og svo förum við saman út í Hvalsneskirkju og kveikjum á kerti á leiði móður minnar.

Hvað finnst þér vera ómissandi á jólunum?

Ómissandi við jólin eru góðar samverustundir með fjölskyldunni og vinum.

Manstu eftir einhverjum ógleymanlegum jólagjöfum – hvort sem það var sem þú gafst eða fékkst? Ógleymanleg jólagjöf frá æsku er bleik Millet úlpa og Blizzard skíði með fjólubláu logoi frá foreldrum mínum.

Hver eru fyrstu jólin sem þú manst eftir - áttu einhverjar skemmtilegar jólaminningar?

Fyrsta minning mín um jól er fjörug og kröftug. Mamma var með margar hefðir, mikill bakstur á smákökum, allt var þrifið hátt og lágt, jólatré umkringt pökkunum og allir lögðust í hrein og ný straujuð rúmföt á aðfangadagskvöld.

Ertu meira fyrir heimagert jólaskraut eða það sem keypt er í búð? Og áttu eitthvað sérstakt skraut með sögu? Áður fyrr var ég vön að föndra heimatilbúið jólaskraut en í seinni tíð þá hefur keypt jólaskraut orðið fyrir valinu. Ómissandi jólaskraut með sögu er kirkja með ljóði eins og móðir mín átti.

Hvernig breyttust jólin hjá þér

þegar þú varðst eldri?

Jólin breyttust fljótt í lífi unglings stúku árið 1995, því það voru fyrstu jól mín 15 ára gömul án móður minnar vegna óvænts fráfalls sem markaði fjölskyldumynstur okkar.

Eftir það upplifði ég jólaanda og hefðir í gegnum tengdafjölskyldu mína sem var ómetanlegt en

tómið innra með ungri stelpu var þó erfitt. Flúði ég þá tilfinningu með því að vinna mikið yfir jólahátíð sem á að snúast um gleði og samveru fjölskyldunnar. Eftir að ég varð sjálf móðir tveggja yndislega drengja byrjaði ég að skapa hefðir og reyna að færa mínum drengjum og fjölskyldu allt sem mér var gefið í æsku til heiðurs móður minnar. Undanfarin jól hef ég brotið upp hefðbundnar jólahefðir og nýtt jólatímann til að ferðast með drengjunum mínum og upplifa

ógleymanlegar og góðar stundir með þeim.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn á jólunum? Og eru einhverjar ómissandi uppskriftir á þínu heimili?

Uppáhalds jólamatur er kalkúnn og ómissandi eftirréttur er ris a la mande. Auk þess er ómissandi að baka sörur með vinkonu minni því við höfum bakað þær saman síðan 2005. Sú hefð er dýrmæt.

Ef þú gætir varið jólunum hvar sem er í heiminum, hvar myndir þú vera og af hverju?

Ef ég ætti að velja stað til að verja jólum á út í heimi þá væri það í á Ítalíu eða í Austurríki á skíðum með fjölskyldu og góðum vinum.

Trúir þú enn á jólaandann? Og hvað þýðir hann fyrir þig? Ég trúi enn á jólaandann og finnst hann mikilvægur bæði til að gefa og njóta með fólkinu sínu og til að hugsa til þeirra sem eru ekki lengur meðal okkar.

Er eitthvað á óskalistanum fyrir jólin í ár?

Óskalisti fyrir jól hjá mér er að allir vinir og fjölskylda eigi hamingju rík og gleðileg jól.

Ef þú gætir gefið eina gjöf sem myndi gleðja heiminn, hvað væri það?

Gjöf sem ég vildi geta gefið til að gleðja heiminn væri að friður yrði á jörð og allir byggi við góða heilsu. Áramótaheit eða eitthvað sem þú ætlar að gera skemmtilegt á nýju ári?

Áramótaheitið þetta árið er að rækta sjálfa mig og hlúa vel fjölskyldu minni. Nýta öll tækifæri til að gera skemmtilega hluti og njóta lífsins. Líta ekki á lífið sem sjálfsagðan hlut og athafnir daglegs lífs.

Skellur að missa af skötunni

knattspyrnumaðurinn rúnar Þór sigurgeirsson hóf sinn feril í atvinnumennsku í byrjun árs 2023 þegar hann gekk til liðs við sænska b-deildarliðið Öster. Hann staldraði þó ekki lengi við þar, heldur flutti sig yfir til Hollands þá um haustið og gekk til liðs við Willem ii sem leikur í hollensku úrvalsdeildinni.

Höfum fengið margar heimsóknir

Með Rúnari í þessu ævintýri eru Lovísa Guðjónsdóttir, sambýliskona hans, ásamt ungri dóttur þeirra en Rúnar segir að það fari mjög vel um litlu fjölskylduna úti í Hollandi. Við Rúnar byrjum spjall okkar á gengi liðsins.

„Því hefur gengið ágætlega en það kom smá hikst á okkur í síðustu leikjum. Við rétt náðum í stig á móti NAC og töpuðum næstu tveimur, þetta eru leikir sem við áttum að sækja stig í,“ segir

Ég efast hreinlega um að nokkur þeirra myndi setja þetta upp í sig þegar þeir finna lyktina ...

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

Rúnar en liðið hans komst aftur á sigurbraut síðasta föstudag þegar Willem II vann sigur á PEC Zwolle með einu marki gegn engu. „Í leiknum gegn NAC jöfnuðum við á 97. mínútu. Þessir leikir eru svolítið eins og Keflavík á móti Njarðvík ... sinnum svona nítján. Það er mjög mikill rígur á milli áhangenda liðanna og það var tekin ákvörðun fyrir tímabilið að sama hvort við séum að spila hjá þeim eða þeir hjá okkur, og ef við yrðum dregnir á móti hvor öðrum í bikarnum og svona, að það yrðu ekki útistuðningsmenn á vellinum á leikjum þessara liða. Það væri bara ávísun á eitthvað vesen.

Svo er líka svo heimskulegt á vellinum hjá okkur að svæði aðalstuðningsmannanna er við hliðina á stuðningsmönnum gestanna. Á flestum völlum er það þannig að aðalstuðningsmennirnir eru fyrir aftan annað markið og gestirnir eru við hitt markið.“

Ykkur hefur samt gengið ágætlega og þú ert alltaf fastamaður í liðinu.

„Já, ég er allavega búinn að koma við sögu í öllum leikjunum nema einum og er búinn að byrja einhverja þrettán leiki af sextán.“

Og fjölskyldunni líður vel?

„Já, við höfum fengið margar heimsóknir, ég held að það sé ekki búinn að vera sá leikur að það sé ekki einhver á honum frá mér. Það er líka mjög notalegt,“ segir Rúnar en þau búa sunnarlega í Hollandi, alveg upp við belgísku landamærin.

„Ætli ég þurfi ekki að keyra í svona tíu mínútur í suður og þá er ég kominn til Belgíu.“

Það getur orðið kalt í Hollandi og Rúnar segir að hitinn hafi farið undir frostmark fyrir stuttu en síð-

í síðasta leiknum sem rúnar lék með keflavík áður en hann hélt út í atvinnumennsku haustið 2022. vF/JPk

ustu vikurnar hafi aðeins hlýnað.

„Ég var orðinn svolítið stressaður fyrir því hvað myndi gerast því við æfum úti og á grasi. Þegar það var frost í fyrra þá æfðum við á einhverju ömurlegu gervigrasi, þannig að það er fínt að geta æft þar sem við erum að æfa núna.“

Hvað er frúin að gera núna?

„Lovísa er í námi núna, í fjarnámi frá Bifröst. Frá því að við fluttum út hefur hún haft lítið fyrir stafni og það er mjög þreytandi til lengdar að hafa ekkert að gera. Þannig að hana langaði að fara að læra.“

Og hvenær ætlarðu að koma aftur í Keflavík?

„Vonandi ekki alveg strax – en vonandi einhvern tímann,“ segir Rúnar. „Ég er með samning hérna í eitt og hálft ár í viðbót, til sumarsins 2026.

Núna er ég að spila í mjög sterkri deild og vonast til að fá áframhald-

andi samning hér eða að það komi eitthvað annað skemmtilegt upp.“

Halda jólin á Íslandi

Rúnar og fjölskylda bregða sér heim um jólin, Lovísa og dóttir þeirra héldu til Íslands í síðustu viku en Rúnar er að spila 22. desember og flýgur heim að morgni Þorláksmessu.

„Það er skellur að ég missi af skötunni en það er alltaf skötuveisla heima í hádeginu, ég kem ekki heim fyrr en seinni partinn.“

Þú verður bara að taka skötu með þér út og bjóða liðsfélögum þínum upp á kæsta skötu. „Ég efast hreinlega um að nokkur þeirra myndi setja þetta upp í sig þegar þeir finna lyktina –en mér finnst hún góð. Þetta er líka ákveðin stemmning,“ sagði Rúnar að lokum.

Fótboltinn er númer Fótboltinneitt er númer eitt

segir Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Lengjudeildarliðs Keflavíkur

Ásgeir Orri Magnússon varði mark Keflavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu í sumar. Þessi ungi leikmaður stóð sig með prýði og endurgalt traustið því hann var valinn leikmaður ársins á lokahófi Keflavíkur.

Nýlega framlengdi Ásgeir Orri samningi sínum við Keflavík til næstu fimm ára og verður spennandi að fylgjast með ferli hans á komandi árum en það kemur á óvart að Ásgeir er tiltölulega nýbyrjaður í marki. Víkurfréttir spjölluðu við Ásgeir Orra um tímabilið í ár og það sem framundan er. treystir keflavík til að gera sig að betri leikmanni Hvernig fannst þér fyrsta tímabilið þitt sem aðalmarkvörður meistaraflokks?

„Mjög skemmtilegt. Þetta er náttúrulega allt annað en að spila með öðrum flokki, það er mikill munur á því. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri með meistaraflokknum og verð að segja að ég átti mjög gott tímabil,“ segir Ásgeir Orri en hann var valinn leikmaður ársins í meistaraflokki karla á lokahófi Keflavíkur.

Ásgeir skrifaði nýlega undir nýjan samning við knattspyrnudeild Keflavíkur sem gildir út árið 2029, svo forráðamenn vilja augljóslega halda í þennan snjalla markvörð.

„Ég treysti Keflavík til þess að gera mig að betri leikmanni. Þjálfarateymið í kringum liðið er frábært; Ómar [Jóhannsson] markmannsþjálfari og auðvitað Halli og Bói [Haraldur Freyr Guðmundsson og Hólmar Örn Rúnarsson]. Það eru allir toppmenn sem eru í kringum þetta í klúbbnum,“ segir Ásgeir en hann sér um sína styrktarþjálfun sjálfur.

„Ég er hjá Stefáni Sturlusyni sem var styrktarþjálfari hjá Keflavík árið 2022, þegar við vorum í efstu deild. Eftir að hann hætti hjá Keflavík hef ég haldið áfram í fjarþjálfun hjá honum. Ég er frekar metnaðarfullur þannig að ég vil skila inn vinnu í sambandi við styrk og þannig þjálfun.“

Þannig að fótboltinn er númer eitt, tvö og þrjú hjá þér.

„Já, klálega.“

Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir ári síðan en hann hefur lagt námið til hliðar á meðan hann einbeitir sér að fótboltaferlinum.

allt of seint

ÍÞRÓTTIR

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

„Ég ákvað að gera smá pásu á náminu og fókusa á fótboltann. Ég var búinn að hugsa um að fara í flugumferðastjórann en eftir að hafa unnið í vaktavinnu þá sé ég að það hentar mér ekki.“

„Atvinnumennska í fótboltanum er næsta skref sem mig langar að taka,“ segir Ásgeir sem varð tvítugur á þessu ári og má því segja að hann sé ennþá að mótast sem markvörður en það er óhætt að segja ferill hans í marki spanni ekki yfir langan tíma. Ég kom til Keflavíkur á öðru ári í öðrum flokki, var þar á undan sem útileikmaður í Njarðvík.“

Sem útileikmaður? Það er svolítið sérstakt að skipta svona seint á ferlinum.

„Já, ég veit það. Ég tók skrefið þegar tímabilið var að verða búið á fyrsta árinu í öðrum flokki, þá var ég í Njarðvík. Ég segi við þjálfarann að ég sé búinn að vera að hugsa um að skipta yfir í markmanninn.

Hann hló bara að mér og sagði að það væri allt of seint að skipta um stöðu þegar maður er kominn í annan flokk. Ég tók samt skrefið og svo heyrði Keflavík í mér og bauð mér samning. Þannig að það er svolítið fyndin saga.“

Ásgeir byrjaði sem framherji, fór svo á kantinn en gat ekkert þar að eigin sögn, þá fór hann í bakvörðinn og endaði sem miðvörður. „Ég var allt í lagi sem hafsent en var að spila með B-liðinu í Njarðvík. Það lofaði ekki góðu til að fara út í atvinnumennsku en það hefur alltaf verið draumurinn hjá mér. Þá ákvað ég að fara í markmannsstöðuna og þá byrjaði allt að rúlla. Ég sé ekki eftir því núna.“

Hvernig leggst framhaldið í þig hjá Keflavík? Þið voruð ansi nálægt því að komast upp í ár.

„Já, það var frekar súrt. Ég get ekki ennþá sofið almennilega fyrir þessu. Við vorum grátlega nærri því að komast upp, ef við hefðum bara breytt einu jafntefli í sigur þá hefðum við unnið deildina og ekki þurft að spila þessa úrslitakeppni – en við fórum í úrslitaleikinn og enduðum á að tapa 1:0. Ferlega súrt tap.

Núna er planið að fara bara beint upp. Vinna deildina og ekkert kjaftæði. Þó það sé alltaf gaman að spila svona úrslitaleik þá er það alltaf áhætta, það er bara málið.“

Keflavík byrjaði illa í Lengjudeildinni í ár, fékk einungis fimm stig úr fyrstu fimm umferðunum og hafði tólf stig þegar mótið var hálfnað. Keflavík var hins vegar langbesta liðið á seinni hluta mótsins, fékk þá 26 stig og endaði einu stigi á eftir ÍBV sem vann deildina.

„Við byrjuðum mjög illa en ég held að við höfum gert fimm eða sex jafntefli í fyrri hluta mótsins. Jafnteflin gera lítið sem ekkert,“ segir Ásgeir en hann er viss um að bæði lið Keflavíkur fari upp um deild á næsta ári.

„Ég held að bæði karla- og kvennaliðið fari upp í efstu deild, það væri geðveikt,“ segir hann en kærasta Ásgeirs, Anita Bergrán Eyjólfsdóttir, spilar einmitt með kvennaliðinu.

Hvað á svo að gera af sér um jólin?

„Það er náttúrulega langt frí í boltanum þannig að það er bara vinna og verja tíma með fjölskyldunni. Þó það sé frí frá fótboltaæfingum þá er styrktarþjálfunin alltaf inni hjá mér,“ segir markvörðurinn að lokum.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ

Störf í leik- og grunnskólum

Myllubakkaskóli - Kennari á miðstigi (Tímabundin ráðning)

Myllubakkaskóli - Kennari á yngsta stigi (Tímabundin ráðning)

Önnur störf

Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Velferðarsvið - Félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Þjónustufulltrúi

Umhverfis- og framkvæmdasvið - Veitustjóri

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn.

Jólin í ár verða frönsk... en alltaf íslensk... og alltaf eins

Jólin eru og verða alltaf minn uppáhaldstími. Ég held ég hafi skrifað um það hér áður á þessum vettvangi að þegar það kemur að jólum og jólahefðum þá er ég ótrúlega íhaldssöm. Jólaminningarnar mínar frá því að ég var barn á Garðaveginum eru allar dásamlegar – það var alltaf allt eins, og í minningunni var alltaf allt fullkomið. Jólatréð var skreytt á Þorláksmessu, skipt á öllum rúmum á aðfangadagsmorgun, barnaefni í sjónvarpinu um miðjan dag þegar rjúpnalyktin byrjaði að ilma. Rjúpurnar hennar mömmu klikkuðu auðvitað aldrei, og sósan maður lifandi! Himnaríkissæluávaxtasalatið í desert alltaf stórkostlegt. Reyndar verð ég að viðurkenna að það var svo líka eitt annað sem aldrei klikkaði, en það var árlega uppákoman þar sem ég og pabbi rifumst yfir forrétt-

inum, sjálfum möndlugrautnum. Matvöndu mér fannst, og finnst reyndar enn, hrísgrjónagrautur vondur og gat ekki skilið hvernig það yfirleitt mætti hafa vondan mat á jólunum. Óréttlætið var algjört því vonda grautnum fylgdi vinningur – möndlugjöf – sem mig langaði auðvitað alltaf mjög í. Og til að eiga séns í möndlugjöfina þurfti maður að borða vonda grjónagrautinn. Pabba fannst að börn ættu einfaldlega að borða það sem var á boðstólnum, líka á jólunum. Og þá byrjaði hið árlega rifrildi, sem stóð reyndar alltaf frekar stutt yfir...en í minningunni er líka hluti af jólahefðinni. Stundum fékk ég reyndar líka svo möndluna, mjög óverðskuldað, þegar elsku mamma einhvern veginn sá til þess. Allar þessar minningar eru svo góðar.

Svo varð ég fullorðin og fór sjálf að halda jól með minni litlu fjölskyldu – mínum manni, dætrum og sonum. Allt skyldi vera fullkomið – jólatréð sett upp á Þorlák, brakandi hreinu rúmfötin á aðfangadag, rjúpurnar, sósan, almennu notalegheitin og alls enginn grjónagrautur. Ég var farin að bera ábyrgð á því að börnin mín myndu eiga sömu góðu jólaminningarnar og ég. Og það var rosaleg ábyrgð. Myndi ég eyðileggja jólaminningar allra ef rjúpnasósan klikkaði, ef við gerðum ekki alltaf allt eins?

Sem betur fer hefur rjúpnasósan aldrei klikkað (sjö-níu-þrettán), hefðirnar halda sér á notalegan hátt og svo er líka eitt og annað sem hefur þróast í jólahaldi okkar fjölskyldunnar í gegnum tíðina sem eru núna orðnar okkar hefðir. Nú höldum við jólin í þriðja sinn í París – dásamleg frönsk jól

RAGNHEIÐAR ELÍNAR

með öllu því sem því tilheyrir. Við jólakúlurnar hafa bæst nokkrir glitrandi Effelturnar og Sigurbogar, rauðvínið með rjúpunum er sérvalið af vínkaupmanninum í hverfinu, en fyrir utan það verða frönsku jólin okkar samt aldrei sérstaklega frábrugðin þeim á Garðaveginum. Og það er svo notalegt. Kær jólakveðja til ykkar kæru lesendur.

Víkurfréttir koma næst úr laugardaginn 28. desember. Það verður áramótablað og jafnframt síðasta blað ársins frá Víkurfréttum.

Síðasti skilafrestur á auglýsingum og efni í blaðið er til hádegis föstudaginn 27. desember. Auglýsingar berist á póstfangið andrea@vf.is. Efni berist á póstfangið vf@ vf.is.

Fréttavakt verður staðin á vf.is yfir hátíðirnar. Skrifstofa blaðsins er opin alla virka daga kl. 09-17.

Mundi
Þetta blað er pakkinn minn til ykkar!
starfsfólk landsbankans í reykjanesbæ hélt jólapeysudag í síðustu viku og mætti allt í skrautlegum jólapeysum eða búningum í tilefni dagsins. vF/pket

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.