Enski boltinn er hjá okkur Þú pantar Enska boltann hjá Símanum og lætur þá vita að þú sért með áskrift á KTV hjá Kapalvæðingu.
Þriðjudagur 29. desember 2020 // 49. tbl. // 41. árg.
Ekki nógu mikið aðhald Gert ráð fyrir 2,4 milljarða tapi á bæjarsjóði Reykjanesbæjar 2021.
Nauðsynlegt að beita aðhaldi í rekstri en ekki auka annan rekstrarkostnað, segja Sjálfstæðismenn. Miðflokkurinn segir hagræðingu í stjórnsýslunni tekið fálega. Minnihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokksins gagnrýna fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2021 sem lögð var fram til seinni umræðu og samþykkt með atkvæðum meirihlutans á bæjarstjórnarfundi 15. desember. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða fyrir bæjarsjóð verði neikvæð sem nemur 2,4 milljörðum króna en áður hafði verið gert ráð fyrir að afkoman yrði jákvæð um 830 milljónir. Sjálfstæðismenn segja í bókun sinni á fundinum að sú fjárhags áætlun sem nú sé lögð fram fyrir næsta ár litist mjög af erfiðu efna hagsástandi í kjölfar heimsfaraldurs. „Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir bæjarsjóð árið 2021 gerir ráð fyrir tæplega 2,5 milljarða tapi. Áætlað er að tekjur lækki um 224 milljónir, laun og launatengd gjöld hækki um 7,4% m.a. vegna samn ingsbundinna launahækkana og annar rekstrarkostnaður hækki um
11,7%.“ Í bókuninni er bent á að stöðugildum hafi fjölgað um 38% á sama tíma og bæjarbúum hafi fjölgað um 35,5%. „Í erfiðu atvinnuástandi er snúið að beita hagræðingarað gerðum án þess að til uppsagna komi en nauðsynlegt að beita aðhaldi í rekstri, en ekki auka annan rekstrar kostnað,“ segir í bókun Sjálfstæðis manna sem Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokks, lagði fram. Margrét Þórarinsdóttir, Mið flokki, lagði einnig fram bókun þar sem segir að nauðsynlegt sé að hagræða í rekstri bæjarins eins og mögulegt sé án þess að til uppsagna þurfi að koma. „Meirihlutinn tók til lögu Miðflokksins um hagræðingu í stjórnsýslunni, sem hefur blásið út, fálega. Fjármálastjórnun bæjarins fyrir kórónuveirufaraldurinn ein kenndist af útgjaldaaukningu sem ekki reyndist innistæða fyrir. Þannig var hækkun launa sviðsstjóra fyrir ári síðan um 122 þúsund krónur á mánuði sem köld vatnsgusa í andlit almennra starfsmanna bæjarins og
sýnir best hvar forgangsröðun meiri hlutans liggur.“ Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og odd viti Samfylkingar, sagði í bókun frá meirihlutanum að mikil íbúafjölgun hafi kallað á aukna þjónustu og við því hafi verið brugðist og aðhaldi beitt. „Öll umræða um að báknið hafi vaxið er því byggð á sandi.“ Í annarri bókun meirihlutans vegna gagnrýni minnihlutans sem Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Beinnar leiðar, lagði fram kemur m.a. fram að sú fjárhagsáætlun sem nú hafi verið samþykkt sýni í raun hversu mikil óvissa ríki um stöðu mála í Reykja nesbæ. „Samfélagið býr nú við meira atvinnuleysi en við höfum áður þekkt og því reynir verulega á alla innviði þess. Það er ekki auðvelt, við þessar aðstæður, að gera raunhæfar áætlanir, þar sem enginn getur sagt fyrir með einhverri vissu hvað muni gerast á nýju ári.
GÓMSÆTT Á VEISLUBORÐIÐ
Sóttvarðir jólasveinar í aðventugarðinum Jólasveinarnir gættu vel að sóttvörnum á aðventunni og báru grímur eins og reglur segja til um. Þessir sveinar voru í aðventugarðinum í Reykjanesbæ þar sem þeir skemmtu fólki á öllum aldri á Þorláksmessu. VF-mynd: Páll Ketilsson
GOTT VERÐ!
-40% Nauta rib-eye Í heilu
2.759
ÁÐUR: 4.599 KR/KG
KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup
Franskur kalkúnn Heill
Rauð vínber
1.198
KR/KG
599
KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG Tilboðin gilda 29.—31. desember
PÓSTHÚSSTRÆTI 5 REYKJANESBÆ
NÝJAR ÍBÚÐIR VIÐ SJÁVARSÍÐUNA
Grensásvegur 11 - www.eignamidlun.is - Sími 588 9090
Hafnargötu 20 - Reykjanesbær - Sími 420 4000
24 SÍÐUR Í ÞESSARI VIKU • STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Freyjuvellir eru jólagatan í ár í Reykjanesbæ Freyjuvellir 3 best jólaskreytta húsið í Reykjanesbæ
Jólastrákur
á fæðingardeild HSS Jólabarn fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í hádeginu á þriðja í jólum, 27. desember. Foreldrar barnsins, sem er drengur, eru þau Marín Ásta Hjartardóttir og Valdimar Kristinn Kristjánsson. Jóladrengurinn var 53 sm., 4030 kg. og 16 merkur. Hann er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau Diljá Rós Valdimarsdóttur, fjögurra ára, og Hjört Aron Valdimarsson, þriggja ára.
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Prentun: Landsprent
Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
Loftmynd af Freyjuvöllum. Ljósmynd: Ólafur Hannesson
Freyjuvellir var jólagatan í ár í Reykjanesbæ og húseignin við Freyjuvelli 3 var valið jólahús Reykjanesbæjar. Eigendur þess hlutu að launum gjafabréf úr Húsasmiðjunni að upphæð 40.000 kr. og 70.000 kr. gjafabréf var fyrir best skreyttu götuna. Það er Súlan verkefnastofa sem setti leikinn á laggirnar og var hann fyrst og fremst hugsaður til skemmt unar og til þess að vekja athygli á því sem vel er gert hjá íbúum Reykjanes bæjar. Hægt er að sjá nánar um kosn inguna á vefsíðu Betri Reykjanesbær þar sem kosningin fór fram og bjóða fjölskyldunni á rúntinn til að skoða fallega skreytt hús og götur bæjarins, segir í frétt frá Reykjanesbæ.
Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar, afhenti Andra Frey Stefánssyni, eiganda Freyjuvalla 3, og Hirti Zakaríassyni, íbúa við Freyjuvelli, gjafabréf frá Húsasmiðjunni.
300 kíló af virku dýnamíti í tundurskeyti sem eytt var við Sandgerði
SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
Tundurskeytið sprengt utan við Sandgerði, í baksýn má sjá bæinn Klöpp.
845 0900
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Um 300 kíló af virku dýnamíti voru í tundurskeyti sem eytt var við Sandgerði fyrir jól. Togveiðiskipið Pálína Þórunn GK frá Sandgerði fékk tundurskeyti úr þýskum kafbáti í veiðarfæri síðdegis þann 16. desember. Skipið var þá að veiðum skammt frá Sandgerði. Á þeim slóðum sem tundurskeytið kom í veiðarfærið lagði þýskur kafbátur til atlögu við Goðafoss og fleiri skip í síðari heimsstyrjöldinni. Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgis gæslunnar var kölluð út og stjórnstöð Landhelgisgæsl unnar óskaði eftir skipið færi þegar í stað til hafnar í Sandgerði. Sveitin kom til Sandgerðis og undirbjó eyðingu tundurskeytisins sem er eitt það stærsta sem sveitin hefur fengið til eyðingar. Tundurskeytið var
Pálína Þórunn GK frá Sandgerði fékk tundurskeyti úr þýskum kafbáti í veiðarfærin.
300 kílóa dýnamíthleðsla. fest á sérstakt flothylki og það dregið út úr höfninni og komið fyrir á um tíu metra dýpi um 1.500 metra frá landi. Vegna veðurs og sjólags var ekki hægt að eyða skeytinu strax og var það gert daginn eftir. Vann sérað gerða- og sprengjueyðingarsveit og áhöfnin á Tý að undirbúningi eyðingarinnar sem var ansi kraftmikil. Tilkomumikill strókur stóð 30 metra upp í loft eftir að skeytið var sprengt. Þetta er eitt öflugasta tundur skeyti sem komið hefur í veiðarfæri íslensks fiskiskips hin síðari ár. Aðgerðin gekk afar vel og ekki þarf að fjöl yrða um hættuna sem getur skapast af tundurskeyti sem þessu sem komið er til ára sinna.
KVEÐJUM 2020 MEÐ STÆL! -33%
-40%
GOTT VERÐ!
Nauta rib-eye Í heilu
2.759 ÁÐUR: 4.599 KR/KG
Nauta Tomahawk Þýskar – tilbúið á grillið
3.952
KR/KG
ÁÐUR: 5.899 KR/KG
-35%
5.849 ÁÐUR: 8.999 KR/KG
KR/KG
1.287 ÁÐUR: 1.839 KR/KG
KR/KG
GOTT VERÐ!
Wyn ostar 7 tegundir – verð frá
679
KR/STK ÁÐUR: 759 KR/STK
KR/KG ÁÐUR: 1.784 KR/KG
Xtra flögur 3 tegundir
299
KR/PK
GOTT VERÐ! AFGREIÐSLUTÍMI
Rauð vínber
999
KR/KG
Lambalæri
-44%
Hamborgarhryggur
1.198
ÁRAMÓTAOSTARNIR
-30%
Wellington nautalund
KR/KG
Heill kalkúnn Franskur
599
KR/KG ÁÐUR: 1.198 KR/KG
-50%
UM ÁRAMÓT Gamlársdagur Opið 10–15 Nýársdagur LOKAÐ
Tilboðin gilda 29.—31. desember
Lægra verð – léttari innkaup
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Áttugasta jólablað Faxa komið út Óslitin útgáfa í áttatíu ár
Tímaritið Faxi, sem málfundafélagið Faxi gefur út, fagnaði 80 ára afmæli mánudaginn 21. desember. Tímaritið á óslitna útgáfusögu og hafa útgefendur frá upphafi fylgt stefnu, sem sett var fram á fyrstu forsíðu blaðsins, um að leggja áherslu á menningar- og framfaramál á Suðurnesjum. Málfundafélagið Faxi var stofnað af valinkunnum Keflvíkingum 10. október 1939 aðeins tæpum mánuði eftir byrjun seinni heimstyrjaldar innar. Þegar á fyrsta starfsári
vaknaði áhugi Faxafélaga á því að efna til blaðaútgáfu til að skapa vettvang fyrir skrif og umræður um framfara- og menningarlíf á Suður nesjum.
Haraldur Helgason, formaður málfundafélagsins Faxa, tekur við 1. tbl. 80. árg. 2020 Faxa frá Svanhildi Eiríksdóttur, ritstjóra, og Eysteini Eyjólfssyni, formanni blaðstjórnar.
Viðburðir í Reykjanesbæ
Valtýr Guðjónsson, ritstjóri blaðsins, rammaði inn erindi tíma ritsins Faxa í eftirfarandi skrifum í fyrsta tölublaðinu sem kom út þann 21. desember 1940. „Það sem vakir fyrir Málfundafélaginu Faxa í Keflavík er það ræðst í þessa útgáfu er meðal annars þetta: „Sú þögn sem ríkir um menningar- og framfaramál þessa héraðs bæði utan þess og innan er óréttmæt og óholl. Héraðs búum sjálfum þarf að gefast kostur á að fylgjast með því hvað er að gerast í þeirra fjölmenna og athafnasama héraði. Þeir þurfa að skilja og meta það sem þegar hefur áunnist fyrir átök margra og merkra manna. Þeir þurfa að koma auga á hina marg háttuðu möguleika til stærri átaka í framtíð á sviðum menningar og framfara.““ Leitast hefur verið að fylgja þessum leiðarljósum og stuðningur einstaklinga, fyrirtækja og sveitar félaga á Suðurnesjum hefur gert Faxafélögum kleift að segja og skrá sögu Suðurnesjamanna samfleytt í 80 ár í tímaritinu Faxa sem fagnaði 80 ára útgáfuafmæli þann 21. des ember síðastliðinn. Þau 541 tölublöð sem gefin hafa verið út af Faxa eru ein haldbærasta sögulega heimildin um Suðurnesin síðustu 80 árin og má finna þau á stafrænu formi á timarit.is. Þannig hefur Suðurnesjamönnum, og þeim sem vilja fræðast um Suðurnesin, verið tryggt aðgengi að þessum heimildum.
Rétturinn
Nemendur útskrifast í fyrsta sinn úr Fagnámi í verslun og þjónustu Nemendur útskrifuðust í fyrsta sinn úr Fagnámi verslunar og þjónustu úr Verzlunarskóla Íslands skömmu fyrir jól. Námið er unnið í nánu samstarfi við Samkaup sem býður upp öflugt vinnustaðanám sem er hægt að fá metið til eininga. Fagnám verslunar og þjónustu er 90 eininga nám sem kennt er í fjarnámi og við lok námsins öðlast starfsmaður Fagpróf í verslun og þjónustu. „Þetta er auðvitað stór áfangi fyrir þá nemendur sem eru að útskrifast og óska ég þeim til hamingju. Við hjá Samkaupum erum stolt af því að geta veitt þeim hjálparhönd og að geta boðið upp á þann möguleika að hægt sé að stunda nám með fram vinnu. Markmiðið er að gefa starfsmönnum tækifæri til að afla sér aukinnar sérþekkingu og hæfni sem nýtist í starfi ásamt því að þjálfa faglega og persónulega færni hvers starfsmanns,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Þrír nemar útskrifuðust nú í desember en um það bil 40 nem endur eru skráðir í námið. Allir þrír
vinna hjá Samkaupum. Nemendur fengu reynslu sína metna, til frama og eininga. „Öll þrjú eru að stíga áfram næstu skref í starfsþróun, ein til dæmis fer úr því að vera verslunarmaður yfir í það að vera verslunarstjóri. Versl unarstörf eru sífellt að þróast og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með þeim og að fylgjast með þeim vaxa og dafna í starfi,“ segir Gunnur. Samkaup reka 60 verslanir víðs vegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þæginda verslana. Helstu verslanamerki Sam kaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Kram búðin, Iceland og Samkaup strax.
Ljúffengur heimilismatur í hádeginu
Þrettándinn Þrettándaskemmtun verður með breyttu sniði í ár vegna sóttvarnartakmarkana og kemur fæstum á óvart. Við erum þó ekki af baki dottin heldur kveðjum jólin og árið 2020 með glæsilegri flugeldasýningu og bílaútvarpstónleikum með Ingó Veðurguði. • Kl. 19:15 Bílaútvarpstónleikar • Kl. 20:00 Flugeldasýning • Púkar og kynjaverur á sveimi
Opið:
11-13:30
alla virka daga
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Bílaútvarpstónleikar Það verður boðið upp á bílaútvarpstónleika með engum öðrum en konungi brekkusöngsins Ingó Veðurguði. Við hvetjum því alla til að mæta tímanlega til leiks, koma sér fyrir í bílum sínum og syngja fullum hálsi með Ingó sem stýrir söngnum. Þeir sem hafa ekki tök á að vera með í bílum sínum, geta hlustað í útvarpstækjunum heiman frá sér eða í símanum í appinu Spilarinn. Tónleikarnir hefjast kl. 19:15 og væri gaman að sjá sem flesta vera búna að koma sér fyrir ekki seinna en 19:30.
Rauði krossinn á Suðurnesjum færði Velferðarsjóði Suðurnesja framlag sitt til jólaaðstoðar, 350.000 krónur ásamt 76 Bónuskortum með 15.000 króna inneign en tölvuleikjaframleiðandinn CCP færði deildinni 101 kort í jólaaðstoð og 25 kort fóru í jólaaðstoð til Grindavíkur. Subway styrkti Suðurnesjadeildina um 75 máltíðir sem runnu áfram í Velferðarsjóðinn.
Rauði krossinn á Suðurnesjum óskar öllum gleðilegra jóla og far sældar á nýju ári.
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Frú Ragnheiður fékk 500 þúsund króna styrk – bíllinn á ferðinni
Púkar og kynjaverur Það er fátt sem heldur aftur af púkum og kynjaverum sem eiga þrettándann. Þær munu því vera á sveimi um bílastæðin við Hjallaveg og Þjóðbraut á meðan á dagskrá stendur. Hver veit nema þær banki upp á bílrúðurnar ykkar og því best að vera við öllum búinn.
Veglegt framlag frá Rauða krossinum á Suðurnesjum í Velferðarsjóðinn
Öll tölublöð Víkurfrétta frá 1980 og til dagsins í dag eru aðgengileg á
timarit.is
Frú Ragnheiður á Suðurnesjum hlaut 500 þúsund króna styrk til kaupa á æðaskanna úr samfélagssjóði Landsbankans. Æðaskanni er mjög mikilvægur í skaðaminnkandi ráðleggingum fyrir þá sem nota þjónustu Frú Ragnheiðar.
Rauði krossinn á Suðurnesjum vill þakka mikla velvild sam félagsins til verkefnisins. Bílinn er á ferðinni mánudaga og fimmtudaga kl. 20–22 og fer í öll sveitafélög á Suðurnesjum og er fullum trúnaði heitið. Sími 783-4747.
Þú sérð öll tilboðin á byko.is
N A L A S Úer Thafin! Verslaðu í vefverslun BYKO
SENT
ALLA VIRKA DAGA
HEIM
Frí heimsending er á pöntunum yfir 20.000 kr
Verslaðu á netinu á byko.is
Gerðu frábær kaup!
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Primos er ný hár- og snyrtistofa í Reykjanesbæ
Þórdís Lára Herbertsdóttir og Margrét Sörensen, eigendur hár- og snyrtistofunni Primos, með og án grímu.
„Frábærar viðtökur,“ segja frænkurnar Margrét Sörensen og Þórdís Lára Herbertsdóttir sem bjóða hársnyrtingu, snyrtingu og dekur Tvær frænkur úr Reykjanesbæ opnuðu nýlega hár- og snyrtistofu að Brekkustíg 41 í Njarðvík. „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Við áttum ekki von á svona góðum móttökum en erum afskaplega þakklátar og spenntar fyrir framtíðinni,“ segja þær Margrét Sörensen og Þórdís Lára Herbertsdóttir, eigendur hár- og snyrtistofunnar Primos. Þær frænkur voru að vinna á öðrum stofum en það hafði lengi verið draumur hjá þeim báðum að opna eigin stofu með fjölbreytta starf semi í hári, snyrtingu og förðun. „Hugmyndin og undirbúningurinn þróaðist skemmtilega og okkur gekk mjög vel að fá fólk með okkur. Upp haflega ætluðum við ekki að vera með svona marga stóla en niður staðan var sú að við erum með fjóra hárgreiðslustóla, tvo í snyrtingu og tvo í nöglum. Á stofunni starfa lög giltir hár- og snyrtisveinar, fótaað gerða- og naglafræðingar. Við opn uðum 23. nóvember og það er búið að vera mikið að gera frá þeim degi,“ sögðu þær en húsnæðið fengu þær snemma í haust og hófst þá mikil vinna við að breyta húsnæðinu. Þær fengu marga með sér í lið; eiginmenn, vini og ættingja sem hjálpuðu til við að gera stofuna klára. „Það gekk ótrúlega vel og erum í skýjunum
hvernig til tókst. Við erum óendan lega þakklátar öllu þessu fólki sem hjálpaði okkur.“ Primos nafnið á stofunni þýðir frænkur á spænsku og í merki stof unnar eru tvær liljur en Dæja amma þeirra hélt mikið upp á það blóm og hönnunin á því er gerð í minningu hennar. „Við vildum hafa andrúms loftið rólegt og heimilislegt á stof unni og erum mjög ánægðar hvernig til hefur tekist. Við erum með tíma bókanir á netinu og það hefur gengið mjög vel en auðvitað tökum við líka við tímapöntunum í síma,“ sögðu þær Margrét og Þórdís Lára. Þegar Margrét var spurð út í nýja strauma í hárgreiðslu sagði hún að „sítt að aftan“ (mullett) væri komið aftur hjá strákum en hjá konum sé „allt leyfilegt“. Þórdís Lára segir að í snyrtingunni væri það ánægju legt hvað margir karlar væru orðnir fastakúnnar. „Þeir koma í sama og
konurnar, hand- og fótsnyrtingu, andlitsbað og vax. Þetta hefur verið smá feimnismál hjá körlum í gegnum tíðina en það er að breytast. Afi minn sem er um sjötugt er einn af þessum nýju kúnnum og hann er al sæll þegar hann er búinn að vera hjá mér,“ segir Þórdís Lára. Eitt af því sem þær Margrét og Þórdís Lára vildu hafa í lagi þegar framkvæmdir stóðu yfir við stofuna var að hafa gott aðgengi inn í hana og það tókst mjög vel. Það hefur verið annasamur tími fyrir jólin og verður einnig fyrir áramótin en þær eru brattar og hlakka til að taka á móti viðskiptavinum á nýju ári.
Aðstaðan er mjög hugguleg í Primos og tvö herbergi sérstaklega fyrir aðra þjónustu en hársnyrtingu. Hér er Sigrún A. Kjartansdóttir, naglafræðingur að störfum.
Tímapantanir eru í síma 421-5909 eða í appinu fresha.com undir Primos hár og dekur. Páll Ketilsson pket@vf.is
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs.
Ungir sem eldri fá klippingu eða permanent eins og þessi ungi peyi.
Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Mikið úrval af ljúffengu sjávarfangi í áramótamatinn.
Alma Rún Jensdóttir, hársnyrtir með Ingu Jónu Björgvinsdóttur, ömmu sína í stólnum.
Risaflugeldamarkaður Suðurness Frábærir fjölskyldupakkar í níu mismunandi stærðum
Frábærir fjölskyldupakkar í níu mismunandi stærðum
STU TRÍT BBUR STÚILL OG FUR
TRAUSTI
ur allt inniheld ikið akki sem rft og m a Dúndurp þ ú þ u ta sem ki af nein k e það hels r si is ti. Þú m ustur. a tr f af smádó ta ll um. A með þess
TRALLI
rir minni nnaður fy Tralli er ha dhægur, með öllu an H r. l að taka fjölskyldu sem þarf ti því helsta ádóti. sm af rt ve þátt. Tölu
TROÐNI
Eins og nafnið be r með sér er hann troðfullur af gó ðgæti en ekki mi klu af smádóti. Klikk ar ekki.
TRÖLL
I
OPNUNARTÍMARNIR: 28. DES. FRÁ 10 TIL 22 29. DES. FRÁ 10 TIL 22 30. DES. FRÁ 10 TIL 22 31. DES. FRÁ 10 TIL 16 5. JAN. FRÁ 12 TIL 20 6. JAN. FRÁ 12 TIL 18 SÖLUSTAÐUR: HOLTSGATA 51
Tröll inniha slegt vaxta rlagið ldið segir a stó . Þessi er Ekki krt og vilja lí fyrir þá semllt um tið af oma á hugsa sm s kaupamábíl ef þú ádóti. ætlar einn s að vona!
NOTUM ALLTAF
FLUGELDAGLERAUGU -bæði börn og fullorðnir
BÚIÐ ER AÐ OPNA FYRIR NETSÖLU Á BJSUDURNES.FLUGELDAR.IS Þú færð fjölskyldupakka og fleiri vörur á flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes
8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Frá útskrift á haustönn 2020 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson
Kristjana Hildur Gunnarsdóttir kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Vegna samkomutakmarkana var ávarpið tekið upp fyrir athöfnina.
Arndís Lára Kristinsdóttir útskrifaðist af Fjölgreinabraut með meðaleinkunnina 9,62.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja útskrifaði 83 nemendur af haustönn í fámennri útskriftarathöfn
ARNDÍS LÁRA KRISTINSDÓTTIR DÚX FS MEÐ MEÐALEINKUNNINA 9,62 Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 19. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 83 nemendur; 73 stúdentar, tólf úr verknámi, átta úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 46 og konur 37. Alls komu 54 úr Reykjanesbæ, átján úr Suðurnesjabæ, sjö úr Grindavík og einn úr Vogum. Þá kom einn frá Bolungarvík, Húsavík og Garðabæ. Að þessu sinni var útskriftin með breyttu sniði vegna fjöldatak markana. Útskriftarnemendum var skipt í tuttugu manna hópa og kom hver hópur í salinn og tók við skírteinum sínum. Engir gestir gátu verið viðstaddir en þess í stað var dagskránni streymt. Að öðru leyti var dagskráin með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skóla meistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Júlíus Viggó Ólafsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nýstúd entar tónlist við athöfnina en þar lék Kristján Jón Bogason á píanó, Júlíus
Viggó Ólafsson söng og Már Gunn arsson söng og lék á píanó. Við athöfnina voru veittar viður kenningar fyrir góðan námsár angur. Júlíus Viggó Ólafsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skólans, Aron Elvar Ög mundsson, Fanney Lovísa Bjarna dóttir og Thelma Lind Pálsdóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði, Olivia Anna Canete Apas fyrir árangur sinn í fata- og textílgreinum, Eva Rós Jónsdóttir fyrir myndlist og Ronnel Haukur Viray fyrir þýsku. Vigdís María Þórhallsdóttir fékk viður kenningu fyrir árangur í félagsfræði og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum, Kristjana Oddný Björgvinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan ár
Júlíus Viggó Ólafsson söng við undirleik Sævars Helga Jóhannssonar.
angur í líffræði og einnig fyrir efna fræði, Jóhanna Lilja Pálsdóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í spænsku og verðlaun frá Verkfræði stofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði, Margrét Ír Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan ár angur í efnafræði og hún fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suður nesja fyrir góðan árangur í stærð fræði og þá fékk Siguróli Valgeirsson verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í verk- og starfsnámi og hann fékk einnig gjafir frá Johan Rönning, Reykjafelli og Ískraft fyrir góðan árangur í rafiðngreinum. Martyna Daria Kryszewska fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og efnafræði, hún fékk verð laun frá Verkfræðistofa Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf
Kristján Jón Bogason lék á píanó.
Frá útskriftarathöfninni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Athöfnin var sýnd í beinni útsendingu á vef Víkurfrétta og á vef skólans.
frá Landsbankanum fyrir góðan ár angur í stærðfræði og raungreinum og verðlaun frá Hinu íslenska stærð fræðifélagi fyrir góðan árangur í stærðfræði. Eiríka Lín Friðriksdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan ár angur í ensku, spænsku, viðskipta fræði, hagfræði og líffræði. Natalia Jenný Lucic Jónsdóttir fékk viður kenningar frá skólanum fyrir árangur
sinn í íslensku, spænsku, efnafræði og líffræði, hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku, verðlaun frá Verkfræði stofa Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Þekkingar setri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum. Arndís Lára Kristinsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, íslensku og spænsku, hún fékk gjöf frá Lands bankanum fyrir góðan árangur í er lendum tungumálum, verðlaun frá Verkfræðistofa Suðurnesja fyrir ár angur sinn í stærðfræði og verðlaun frá Hinu íslenska stærðfræðifélagi fyrir árangur í stærðfræði. Kristján Ásmundsson skóla meistari afhenti 100.000 kr. náms styrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Arndís Lára Kristinsdóttir styrkinn. Hún útskrifaðist af Fjölgreinabraut með meðaleinkunnina 9,62. Arndís hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu ein kunn á stúdentsprófi.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 9
Áskorun um hjólabrettapall í Innri-Njarðvík
Ný gata fær nafnið Skólatorg
Erindi Gests Páls Auðunssonar, nemanda í 3. bekk í Akurskóla, um að kannað verði hvort möguleiki sé á að búa til hjólabrettapall í InnriNjarðvíkurhverfi, var tekið fyrir á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar fyrir jól. Erindið er stílað á Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykja nesbæjar, sem óskaði eftir umsögn íþrótta- og tómstundaráðs. Ráðið þakkar Gesti Páli fyrir erindið og leggur til að það verði skoðað í væntanlegum starfshópi um skóla lóðir í Reykjanesbæ.
Auglýsa deiliskipulag vegna stækkunar plastverksmiðju á Ásbrú Borgarplast ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Grænásbraut 501 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Gert verði ráð fyrir um 6600 m2 fermetra stækkun sem bætist við núverandi byggingu sem er um 4700 m2. Heildarbyggingarmagn á 28.000m2 lóð verði um 11.321m2. Erindi fyrirtækisins var frestað á fundi umhverfis- og skipulags ráðs Reykjanesbæjar þann 20. nóv ember síðastliðinn og endurbættir uppdrættir með nánari skilmálum varðandi uppbrot og byggingarreiti lagðir fram. Ráðið hefur nú veitt heimild til að auglýsa deiliskipulag stillöguna.
Hvatagreiðslur hækka í 40.000 krónur Reykjanesbær hefur ákveðið að taka upp annað kerfi við útgreiðslu á hvatagreiðslum sveitarfélagsins. Þær verða hækkaðar í 40.000 kr. á nýju ári. Hvatagreiðslum verður úthlutað „rafrænt“ í gegnum skráningarkerfið Nóra. Í stuttu máli þá er helsta breyt ingin sú að greiðslan verður greidd mánaðarlega út til íþrótta- og tóm stundafélaga í stað þess að greiðslan fari til foreldra líkt og núverandi kerfi segir til um. Þegar foreldri skráir barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þá þarf að tengjast Nórakerfinu. Ef æfingagjald er t.d. 80.000 kr. fær foreldrið möguleika á að velja að nýta hvatagreiðslur og getur ráð stafað sjálft greiðslunni – ef foreldrið ákveður að nýta allan styrkinn þá lækkar í þessu dæmi talan sem eftir stöðvar eru um 40.000 kr. Þá fær foreldrið möguleika á að greiða eftir stöðvar með eingreiðslu eða setja í greiðsludreifingu.
JeES arkitektar hafa unnið að skipulagi svæðisins sem mun hafa þetta útlit, gangi hugmyndirnar eftir.
Undanfarin misseri hefur verið unnið að skipulagi byggðar á reit sem markast af Hafnargötu, Suðurgötu, Skólavegi og Vatnsnesvegi. Á bæjarlandi milli baklóða Suðurgötu og Hafnargötu hefur verið mynduð ný gata með aðkomu frá Skólavegi og Hafnargötu. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur verið ákveðið að nýja gatan fái nafnið Skólatorg.
Nýárstónleikar 2021 ÚR KIRKJUM SUÐURNESJA Tónleikarnir verða sýndir á Hringbraut 1. janúar kl. 20:30 í samstarfi við Víkurfréttir Tónleikarnir verða aðgengilegir á vef Víkurfrétta, vf.is, á sama tíma.
Alexandra Chernyshova, sópran. Jóhann Smári Sævarsson, bassi. Rúnar Þór Guðmundsson, tenór.
Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á
vf is
Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarráði Reykjanesbæjar og HS Veitum.
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Efst á baugi hjá bæjarstjóra Reykjanesbæjar innleiðingu Heimsmarkmiða Sam einuðu þjóðanna. Hefur vettvang urinn fengið nafnið Suðurnesjavett vangur og á fjölmennum rafrænum fundi í nóvember sl. samþykktu öll sveitarfélögin að flýta innleiðingu Hringrásarhagkerfisins svokallaða. Verður spennandi að sjá hvernig þessi mál þróast.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ritaði nokkuð ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína um jólin þar sem hann tekur fyrir fjölmörg mál sem eru ofarlega á baugi í Reykjanesbæ um þessar mundir. Pistillinn er hér að neðan. Covid-19 og staðan á Suðurnesjum Líkt og allur heimurinn höfum við Suðurnesjamenn glímt við heims faraldur Covid-19 svo til allt þetta ár. Við sluppum nokkuð vel framan af en því miður kom upp smit í leik skólum og í öldrunarþjónustu rétt fyrir jól með þeim afleiðingum að all nokkrir starfsmenn, nemendur og foreldrar þurftu að fara í sóttkví. Hugur okkar er hjá þeim sem eru veikir og vonandi ná þeir fullum bata á nýju ári.
Neyðarstjórn Reykjanesbæjar Þegar heimsfaraldur Covid19 kom upp sl. vetur var sett á laggirnar neyðarstjórn innan Reykjanesbæjar sem hefur haldið tæplega 60 fundi. Fundargerðir hennar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Á meðal þess sem kynnt var á síð asta fundi neyðarstjórnar var fyrir komulag bólusetningar á vegum HSS en eins og allir vita ríkir enn nokkur óvissa um hvenær hægt verður að bjóða almenningi á Íslandi uppá bólusetningu við Covid-19.
Aðventugarðurinn slær í gegn Sú nýjung var tekin upp á nýliðinni aðventu að bæta í skreytingar og ljós á Ráðhústorginu við Tjarnargötu, fara með þær að hluta inn í Skrúð garðinn og gefa svæðinu nafnið Að ventugarðurinn. Litlum sölubásum var komið fyrir sem og aðstöðu fyrir tónlistarmenn sem stíga vildu á stokk. Er skemmst frá að segja að tilraunin sló í gegn. Mikil ánægja er á meðal bæjarbúa og söluaðila með verkefnið og verður það þróað áfram.
Tjaldstæði í Reykjanesbæ Í sumar spannst umræða á sam félagsmiðlum um að í Reykjanesbæ væri ekki að finna tjaldsvæði eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Sveitarfélagið rak á sínum tíma tjaldsvæði með fullri þjónustu nærri Krossmóa en var gagnrýnt fyrir að vera í samkeppnisrekstri. Var rekst urinn því færður í hendur einkaaðila sem síðan hættu rekstri. Nokkru
síðar hófu einkaaðilar rekstur tjald stæðis og smáhýsa í tengslum við annan rekstur efst á Aðalgötu. Þeim rekstri var svo hætt fyrir nokkrum árum. Reykjanesbær samdi við leigu taka Víkingaheima um rekstur tjald stæðis en sá rekstur náði aldrei flugi. Nú eru einkaaðilar með áform um rekstur tjaldstæðis í tengslum við aðra ferðaþjónustu nærri Reykja nesbraut. Vonandi ganga þau áform eftir.
Atvinnumál Eins og öllum er kunnugt er atvinnu leysi mikið á Suðurnesjum. Lykillinn að lausn þeirrar áskorunar er annars vegar að koma millilandafluginu aftur í gang og hins vegar að fjölga nýjum störfum í öðrum greinum. Nú er unnið að undirbúningi margvís legra verkefna sem vonandi verða að veruleika og skapa ný störf. Má þar nefna uppbyggingu í Njarðvíkur höfn og áform Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur um byggingu og rekstur nýrrar þurrkvíar, áform Samherja um rekstur fiskeldis í Helguvík, fyrir hugaða stækkun líftæknifyrirtæk isins Algalífs á Ásbrú, framkvæmdir og stækkun flugstöðvarinnar og fleiri verkefni mætti nefna. Þá hefur aukin áhersla verið lögð á að skapa jarðveg og aðstöðu fyrir nýsköpun og frum kvöðla m.a. í Keili.
Menntanet á Suðurnesjum Menntunarstig á Suðurnesjum er undir landsmeðaltali. Það breytist vonandi því menntun er undir staða framfara. Metaðsókn er í Keili og aðrar menntastofnanir og nú er unnið að því að koma á laggirnar menntaneti á Suðurnesjum með þátttöku Keilis, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fisktækniskóla Suður nesja og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Bundnar eru vonir við að samstarf þessara mikilvægu menntastofnanna skili margvíslegum árangri.
Flugklasi á Keflavíkurflugvelli Í Flugstefnu íslenskra samgöngu yfirvalda er gert ráð fyrir stofnun flugklasa á Keflavíkurflugvelli. Með flugklasa er átt við víðtækt sam starf margra aðila sem tengjast flugi
Víkingaheimar í hendur einkaaðila á ný
á margvíslegan hátt. Unnið er að undirbúningi og skipulagningu og verður fróðlegt að sjá hverju flug klasinn mun skila.
Tölvuleikjagerð Tölvuleikir verða sífellt vinsælli. Á bak við einn slíkan liggur þrotlaus vinna. Tæknin á bak við tölvuleiki nýtist í mörgum öðrum greinum svo sem við gerð þrívíddarmynda, sjónvarpsþáttagerð og víðar. Tölvu leikjagerð er ekki bara forritun heldur einnig sögusmíð, hönnun, hljóðvinnsla, markaðssetning og margt fleira. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú í boði nám á framhaldsskólastigi í tölvuleikjagerð á vegum Mennta skólans á Ásbrú, sem er ein af grunn stoðum Keilis.
Grunur um rakaskemmdir Öðru hvoru vaknar grunur um raka skemmdir í fasteignum í eigu eða á vegum Reykjanesbæjar. Slík mál eru alltaf tekin föstum tökum enda geta afleiðingarnar verið alvarlegar. Ef grunur um rakaskemmdir vaknar eru kallaðir til sérfræðingar frá ein hverri af stóru verkfræðistofunum sem skoða aðstæður og taka sýni. Sýnin eru svo rannsökuð af þess til bærum aðilum og ef í þeim reynist mygla er strax ráðist í hreinsun, við gerðir og úrbætur. Það eru ekki mörg ár síðan við Íslendingar lærðum að bregðast við rakaskemmdum sem í sumum tilfellum hafa verið áratugi að myndast.
Suðurnesjavettvangur um Heimsmarkmiðin Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í sam vinnu við ISAVIA og fleiri aðila, hafa komið á fót samstarfsvettvangi um
Eins og margir muna var landafunda Leifs heppna minnst árið 2000 með því að Gunnar Marel og áhöfn hans smíðuðu og sigldu fullkominni eftirlíkingu víkingaskips yfir hafið til Norður-Ameríku. Að lokinni siglingu var stofnað félag margra einkaaðila og Reykjanesbæjar sem keyptu skipið, fluttu það heim frá USA og byggðu utan um það safnhús í InnriNjarðvík. Rekstur safnsins gekk ekki eins vel og áætlanir gerðu ráð fyrir og fljótlega var sveitarfélagið langstærsti eigandi, með meira en 99% hlut í félaginu. Frá 2017 hefur rekstur safnsins verið leigður einkaaðilum með kauprétt sem þeir virkjuðu rétt fyrir jól og hafa nú eignast safnið.
Endurfjármögnun og lækkun fjármagnskostnaðar um 200 milljónir Á árinu 2020 hefur verið unnið að endurfjármögnun 8,3 milljarða skulda Eignarhaldsfélagsins Fast eignar, sem nú er alfarið í eigu sam stæðu Reykjanesbæjar, við Lífeyris sjóð starfsmanna ríkisins, LSR. Vonir standa til að með endurfármögnun inni náist að lækka árlegan fjármagn kostnað samstæðu Reykjanesbæjar um rúmar 200 milljónir á ári.
Öryggismyndavélar í skólum Í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2021 er gert ráð fyrir að hafist verði handa við uppsetningu öryggis myndavéla á skólalóðum sveitar félagsins og að verkefnið taki þrjú ár. Er það liður í að auka öryggi á skólatíma og utan hans. Um slíkan búnað gilda strangar reglur um hver má skoða myndefni og af hvað tilefni og er þar m.a. tekið tillit til nýrra per sónuverndarlaga.
Reykjanesbær verður barnvænt sveitarfélag Vinna er hafin við undirbúning inn leiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við félagsmála ráðuneytið og Unicef á Íslandi, undir
merkjum barnvæns sveitarfélags. Er gert ráð fyrir að innleiðingin taki tvö ár.
Minjavernd gamalla húsa Nú er unnið að mótun stefnu um hvernig Reykjanesbær hyggst meta og varðveita gömul hús sem teljast vera sögulegar minjar.
Hvar á næsti skóli að rísa? Nýjasti skólinn í Reykjanesbæ, Stapaskóli, hóf starfsemi í haust. Fyrsti áfangi skólans var byggður fyrir kennslu nemenda á grunnskóla aldri en í skólanum er einnig tíma bundið starfræktur leikskóli fyrir börn á yngsta stigi, frá átján mánaða aldri. Framtíðarhúsnæði fyrir yngsta stig verður byggt í þriðja áfanga. Hönnun annars áfanga; íþróttahúss og sundlaugar, er hafin og munu framkvæmdir hefjast á komandi ári. Þegar þeim lýkur mun bókasafnið, sem nú er skólabókasafn, verða opnað almenningi. Nú stendur yfir vinna við grein ingu og undirbúning ákvörðunar um hvar næsti skóli á að rísa. Fer það m.a. eftir íbúaþróun og aldurssam setningu. Líkleg hverfi eru Ásbrú eða Hlíðahverfi.
Stytting vinnuvikunnar frá áramótum Hluti af lífskjarasamingum margra stéttarfélaga var stytting vinnu vikunnar með þeim skilyrðum að hvorki draga úr þjónustu né auka kostnað. Undirbúningi breytinganna lauk nú rétt fyrir jól og mun vinnu vika margra stétta styttast um a.m.k. 65 mínútur á viku frá 1. janúar nk. Vinnustaðirnir leystu verkefnið á mismunandi hátt og munu breyting arnar verða kynntar á nýju ári.
Valdimar í streymi Hljómsveitin Valdimar mun halda sína árlegu tónleika í Hljómahöll þann 30. desember nk. og verður þeim streymt á Facebook. Góða skemmtun.
Gervigrasvöllurinn tilbúinn í vor Að lokum er rétt að nefna að vinnu við nýjan gervigrasvöll vestan Reykjaneshallar lýkur í vor og hann vígður og tekinn í notkun um leið og aðstæður leyfa. Það verður mikil lyftustöng fyrir alla knattspyrnuiðk endur í Reykjanesbæ.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 11
Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar valin Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2020 hafa verið valin og eigendum þeirra afhentar viðurkenningar frá ferða-, safna- og menningarráði sveitarfélagsins. Tilkynnt var um val á húsunum í útsendingu fésbókarsíðu Víkurfrétta í sérstökum jólaþætti úr Suðurnesjabæ sem unnin var í samstarfi Suðurnesjabæjar og Víkurfrétta. Hlíðargata 43 er ljósahús Suðurnesjabæjar 2020 og Dynhóll 6 er jólahús Suðurnesjabæjar 2020. Eigendur þeirra húsa fengu m.a. gjafabréf frá HS Veitum og konfekt og blóm frá bæjaryfirvöldum. Þá fengu Gauksstaðavegur 2 og Holtsgata 34 sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar. Ferða-, safna- og menningarráð Suðurnesjabæjar lýsir ánægju sinni með framlag íbúa við að lýsa upp skammdegið og ljóst er að mikill metnaður liggur að baki skreytingum í sveitarfélaginu. Ráðið þakkar öllum þeim sem komu með ábendingar við valið. Eigendur Dynhóls 6 með viðurkenninguna.
Dynhóll 6 er jólahús Suðurnesjabæjar 2020.
Hlíðargata 43 er ljósahús Suðurnesjabæjar 2020.
Eigendur Hlíðargötu 43 með viðurkenninguna.
Holtsgata 34 fékk sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar.
Gaukstaðavegur 2 fékk sérstaka viðurkenningu fyrir skemmtilegar skreytingar.
Eigendur Gaukstaðavegar 2 með viðurkenninguna.
Eigendi Holtsgötu 34 með viðurkenninguna.
FRÁBÆRU FLUGELDANA FÆRÐU HJÁ OKKUR! STYÐJUM OKKAR LIÐ
ÁFRAM KEFLAVÍK!
SKOTKÖKUR Í HEIMSKLASSA!
K-HÚSIÐ,
HRINGBRAUT 108, KEFLAVÍK
OPIÐ: 29.des. 15 – 22 30.des. 12 – 22 31.des. 10 – 16
14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Á leiðinni til eins besta liðs Evrópu – Sveindís Jane heldur í atvinnumennsku á nýju ári
Þetta er búið að vera frábært og viðburðarríkt ár fyrir mig og ég er eiginlega bara svolítið þakklát fyrir það ...
VF-mynd: Hilmar Bragi
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 15
Wolfsburg. Með henni Sveindís undirritar samninginn við rður Ingi Bergsson. á myndinni er kærasti hennar, Sigu
Flestir eiga eftir að minnast ársins 2020 með hryllingi en það á sennilega ekki við um Sveindísi Jane Jónsdóttur. Afrekalisti hennar á árinu er langur, hún fór á láni frá Keflavík til Breiðabliks og varð Íslandsmeistari með þeim, þá varð hún markahæst og valin sú besta í Pepsi Max-deildinni. Sveindís kom sem nýliði inn í A-landsliðið, fór beint í byrjunarlið þar sem hún stóð þig ótrúlega vel og eru þær komnar í úrslitakeppni EM – og síðast en ekki síst er Sveindís búin að landa samningi við þýska knattspyrnuliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið í Evrópu. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Sveindísi Jane til að fá að kynnast henni aðeins betur. Samningu við eitt besta lið Evrópu „Þetta er búið að vera frábært og viðburðarríkt ár fyrir mig og ég er eiginlega bara svolítið þakklát fyrir það,“ segir Sveindís Jane. „Ég á ör ugglega bara eftir að líta til baka og hugsa geggjað fyrir mig.“ – Svo er það nýjasta, samningur við Wolfsburg – eitt besta lið í Evrópu. „Já, ég er bara rosalega spennt fyrir þessu. Ég er mjög ánægð og þakklát fyrir þetta tilboð sem ég fékk og ég bara gat ekki neitað þessu.“
að tryggja sér mig og vilja lána mig í sterkari deild en hérna á Íslandi. Ég er mjög sátt við þetta skref.“
Hefur bara verið í kringum gott fólk „Ég er uppalin í Keflavík, á íslenskan pabba en mamma mínn er frá Ghana í Afríku. Ég á fimm systkini en engin
Sveindís Jane fór beint inn í byrjunarlið landsliðsins og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik. Mynd: Fótbolti.net
alsystkini. Bróðir minn og systir, mömmu megin, búa hérna á Íslandi en svo á ég systkini frá pabba sem búa í útlöndum.“ – Hefurðu komið til Ghana? „Já, ég hef einu sinni komið til Ghana, þá var ég fimm ára svo ég man lítið eftir því. Við fjölskyldan ætluðum þangað í september en faraldurinn
eyðilagði það, því miður. Það verður að bíða betri tíma.“ – Áttu mörg skyldmenni þar? „Já, alveg rosalega mörg – þannig að það hefði verið gaman.“ – Og ertu í sambandi við þetta fólk? „Nei, ekki ég en mamma heldur góðu sambandi við þau öll.“
– Ferðu beint til Þýskalands? „Nei, ég verð lánuð í eitt ár til Kristi anstad í Svíþjóð. Wolfsburg er bara
Farsælt komandi ár ... ég verð lánuð í eitt ár til Kristianstad í Svíþjóð. Wolfsburg er bara að tryggja sér mig og vilja lána mig í sterkari deild en hérna á Íslandi ...
Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is
Við þökkum íbúum, fyrirtækjum og samstarfsaðilum á Reykjanesi frábært samstarf á árinu sem er að líða og vonum að allir fari öruggir inn í það nýja. Starfsfólk Securitas Reykjanesi
– Þú gekkst í skóla hérna og átt þína vini, fannstu aldrei fyrir því að þú værir öðruvísi en aðrir? „Nei, alls ekki. Þetta er mjög góð spurning en ég hef aldrei lent í neinu svoleiðis og er mjög þakklát fyrir það. Ég hef bara verið í kringum mjög gott fólk og á mjög góðan vinnahóp, svo það hefur aldrei verið neitt vesen.“
16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Bara fótbolti komist að – Hvenær byrjaðir þú í fótbolta? „Ég var níu ára, þannig að ég byrjaði svolítið seint. Ég var ekki að æfa neitt annað, langaði að fara að hreyfa mig eitthvað svo ég fór í fót bolta því ég átti margar vinkonur í fótboltanum.“ – Hefurðu aldrei æft aðrar íþróttir? „Nei, ég prófaði körfubolta en það var ekki fyrir mig.“ – Hvenær byrjaðir þú svo að spila með meistaraflokki? „Árið 2015, þá var ég fjórtán ára.“
– Og hefur alltaf spilað með Keflavík þangað til í sumar. Voru það ekki viðbrigði, að prófa eitthvað nýtt? „Jú, ég var svolítið stressuð en svo þekkti ég svo margar úr Breiðabliki og það hjálpaði svolítið. Þær tóku mér mjög vel, liðsfélagarnir í Breiða bliki.“ – Var ekki sömu sögu að segja af íslenska landsliðinu, var ekki gott að koma inn í hópinn þar? „Jú, það var aðeins stærra skref fannst mér. Ég var aðeins stressaðri þegar ég var að spila fyrsta leikinn með landsliðinu – en svo eru liðs félagarnir þar líka alveg geggjaðir, góðir karakterar og fyrirmyndir.“
Deiliskipulag í Reykjanesbæ
Fjölskyldan: Anna Sigga Jónsdóttir, systir Sveindísar, Jón Sveinsson, pabbi hennar, Sigurður Ingi Bergsson, unnusti, Sveindís og Eunice Ama Quayson, mamma hennar.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 15. desember 2020 tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst eftirfarandi deiliskipulagsbreyting.
Tillaga að breyting á deiliskipulagi Hafnargötu 22-28, Klapparstíg 3-5 og Tjarnargötu 2 Reykjanesbæ Breyting á deiliskipulagi fyrir svæði-A gamli bærinn í Reykjanesbæ Tillaga kemur til móts við breyttar áherslur og hugmyndir bæjarbúa um uppbyggingu miðbæjarsvæða. Áhersla er lögð á að styrkja stöðu eldri húsa á reitnum og setja þau í lifandi samhengi, jafnvel andstæðu, við vel hannaðar nýbyggingar, búa til skjólgott, sólríkt torg inni á miðjum reitnum, í góðum tengslum við umhverfið, efla blandaða verslun og markaði, minnka vægi skemmtistaða en bæta aðstöðu til viðburða, halda sögu poppmenningar á svæðinu til haga, efla íbúðarhúsnæði og atvinnustarfsemi. í breytingunni felst heimild til nýbygginga á reitnum, aukin áhersla á varðveislu eldri húsa og að viðhalda minnum um hús sem hverfa, auk þess að efla almannasvæði með gerð torgs í tengslum við götur í kring. Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 30. desember til 16. febrúar 2021. Einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. febrúar 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Eða á netfang skipulagsfulltrúa gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is Reykjanesbæ, 30. desember 2020. Skipulagsfulltrúi
Þetta er stórt skref sem ég er að fara að taka núna. Ég er spennt og svolítið stressuð í leiðinni – en það er bara gott stress ...
Sveindís og Sigurður útskrifuðust úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor, þau stefna á háskólanám í Þýskalandi þegar fram líða stundir.
Leiðist að hlaupa – Hvernig ertu að haga æfingum núna á þessum Covid-tímum? „Þetta er búið að vera svolítið fjöl breytt. Þegar það hefur verið samko mubann og liðið ekki náð að æfa saman höfum við fengið styrktar prógram og hlaupaprógram frá styrktarþjálfaranum okkar, þannig að það hefur verið nóg að gera þótt það séu ekki æfingar með liðinu. Þannig að við förum bara út að hlaupa og tökum styrktaræfingar heima.“
Sveindís var mætt í flugeldasölu Keflavíkur til að aðstoða. VF-mynd: Pket
– Er ekki erfitt að halda einbeitingu, bara ein að æfa? „Jú, ég er líka þekkt fyrir að vilja ekki hlaupa mikið. Mér finnst ekki gaman að fara út að hlaupa eða skokka með engan bolta hjá mér. Þannig að þetta hefur verið svolítið erfitt en svo þarf maður að vera þolinmóður og halda áfram að æfa til að ná góðum árangri.“
– Þannig að það eru nammidagar á laugardögum. „Já, ég tek alveg svoleiðis daga. Ég pæli ekki mikið í því.“
– Hugsaður mikið út í mataræði? „Ekki beint en ég reyni að borða hollt. Ég er ekkert að skrifa niður matardagbók eða neitt svoleiðis, ég reyni að borða vel og fæ mér bara að borða ef ég er svöng. Það eiginlega bara svolítið þannig.“
– Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég lít hana bara björtum augum. Þetta er stórt skref sem ég er að fara að taka núna. Ég er spennt og svolítið stressuð í leiðinni – en það er bara gott stress.“
Á kærasta sem er til í að elta hana hvert sem er
Viðtalið við Sveindísi Jane má einnig sjá í sjónvarpi Víkurfrétta.
Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
– Og þú átt kærasta, er hann til búinn að elta þig hvert sem er? „Já, hann er það. Sem ég er líka rosa lega þakklát fyrir. Það gerir þetta aðeins auðveldara, að þurfa ekki að fara ein út. Já, hann er tilbúinn að fara hvert sem er – sem er mjög gott fyrir mig.“ – Er ekki rétt að þið útskrifuðust bæði sem stúdent síðasta vor? „Jú, það er hárrétt.“ – Og hyggið þið á frekara nám? „Já, okkur langar báðum í háskóla. Við finnum okkur eitthvað í Þýska landi, ætlum að taka aðeins lengri pásu úti í Svíþjóð áður en við lærum eitthvað í Þýskalandi – vitum bara ekki alveg hvað. Það kemur bara með tímanum held ég.“ – Þannig að Sveindís Jane veit ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. „Nei, bara alls ekki. Ég er alveg tóm í hausnum en ég finn eitthvað – von andi. Það verður eitthvað að taka við þegar ég hætti í boltanum,“ segir afreksíþróttamaðurinn Sveindís Jane Jónsdóttir að lokum en hún heldur af landi brott í byrjun nýs árs á vit nýrra ævintýra.
síðan 2006 Sveindís Jane, knattspyrnukona
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
54 fengu útdráttarvinning í Jólalukku VF – nöfn allra eru hér!
Þriðji og síðasti útdráttur í Jólalukku Víkurfrétta 2020 fór fram á Þorláksmessu. Dregnir voru út 35 heppnir vinningshafar en fram að því höfðu nítján vinningshafar verið dregnir út. Samtals hafa því 54 vinningshafar verið dregnir út í þremur útdráttum. Tæplega sex þúsund vinningar voru í Jólalukku VF að þessu sinni en hún var í boði í 22 verslunum í Reykjanesbæ og í Grindavík. Þrír stærstu vinningarnir sem dregnir voru úr miðum sem bárust í Nettó verslanir í Njarðvík, Keflavík og Grindavík, voru 60“ LG UHD Smart sjónvörp, alls þrjú stykki, tvö 100 þúsund króna gjafabréf frá Nettó og þrír vinningar voru hótelgistingar hjá Íslandshótelum og ION. Einnig fengu átján manns 15 þúsund kr. gjafabréf frá Nettó, einn vinningur var hreindýrapar frá Kristinsson í Grindavík og annar var Ray Ban gleraugu frá Optical studio. Þá voru dregnir út 25 konfektkassar frá Nóa-Síríusi. Nöfn allra vinningshafa eru hér að neðan: Þriðji útdráttur í Jólalukku 2020 Bryndís Ósk Pálsdóttir, Bogabraut 950, Reykjanesbæ - LG 60” UHD Smart Sjónvarp Ágústa P. Olsen, Bogabraut 961, Reykjanesbæ - 100 þúsund króna gjafabréf frá Nettó Krossmóa Magnea Grétarsdóttir, Baldursgarði 4, Reykjanesbæ - Gisting og kvöldverður hjá ION City hótel ásamt kvöldverði fyrir tvo á Sümac – Meze Menu. (Afhent hjá Víkurfréttum) Sigrún Ögmundsdóttir, Skólavegi 4, Reykjanesbæ - Ray ban sólgleraugu frá Optical Studio Reykjanesbæ Bylgja Baldursdóttir, Miðtúni 10, Suðurnesjabæ - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Gunnar Valdimarsson, Faxabraut 59, Reykjanesbæ - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Agnes Ásgeirsdóttir, Lómatjörn 32, Reykjanesbæ - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Kristín Ósk, Arnarhrauni 1, Grindavík - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Herdís Gunnlaugsdótttir, Baðsvöllum 3 - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Atli Geir Júlíusson, Ásvellir 5, Grindavík - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Konfektkassi frá Nóa Síríusi (afhentur í Nettó, Krossmóa) Harpa Guðmundsdóttir, Selsvellir 6, Grindavík Björgvin Garðarsson, Hátúni 30, Reykjanesbæ Kristín J. Stefánsdóttir, Túngata 7, Grindavík Heiður Dögg Sigmarsdóttir, Súlutjörn 13, Reykjanesbæ Þorleifur Gestsson, Hátúni 32, Reykjanesbæ Ása K. Margeirsdóttir, Víkurbraut 15, Reykjanesbæ Branka Petrusic, Skógarbraut 926, Reykjanesbæ Jóna Rúna Erlingsdóttir, Dalbraut 7, Grindavík Guðmundur Th. Ólafsson, Fífudal 13, Reykjanesbæ Hrönn Sól Guðmundsdóttir, Fífumóa 76, Reykjanesbæ Hjördís Hilmarsdóttir, Melavegi 18, Reykjanesbæ Elín Jakobsdóttir, Sunnubraut 8, Reykjanesbæ Guðný Kristín Þrastardóttir, Kirkjuvegi 38, Reykjanesbæ Aron Elvar Ó. Stephensin, Elliðavellir 17, Reykjanesbæ Svana Jónsdóttir, Skólavegi 36, Reykjanesbæ Páll S. Pálsson, Kjarrmóa 25, Reykjanesbæ Sigríður H. Ingólfsdóttir, Ásvellir 6b, Grindavík Finnrós Helga, Heiðarhrauni 28, Grindavík Helga Rut Guðjónsdóttir, Kirkjuvegi 32, Reykjanesbæ Linda Sigurðardóttir, Gerðavöllum 52, Grindavík Aþena Ósk Stefánsdóttir, Lyngholt 20, Reykjanesbæ Hjörtur Már Atlason, Bogabraut 952 b, Reykjanesbæ Ólína Ýr Björnsdóttir, Birkiteigi 25, Reykjanesbæ Jóna Katrín Gunnarsdóttir, Hamragarði 8, Reykjanesbæ Linda R. Ómarsdóttir, Keilisbraut 744, Reykjanesbæ
a k k u l 2 020 Jóla Skafmiðaleikur Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum
Erla Valgeirsdóttir, aðstoðarverslunarstjóri í Nettó, Krossmóa dró út heppna miðaeigendur úr þúusndum miða sem bárust í Nettó-verslanir í Keflavík, Njarðvik og Grindavík.
Annar útdráttur í Jólalukku VF
Fyrsti útdráttur í Jólalukku VF
Jóhanna Þórarinsdóttir, Heiðarbraut 25, Reykjanesbæ - LG 60” UHD Smart Sjónvarp Margrét Jónsdóttir, Akurbraut 38 - 100 þúsund króna gjafabréf frá Nettó Krossmóa Friðrik Gunnarsson Háaleiti 17 - Gisting og morgunverður hjá Íslandshótelum Anna Sigga Magnúsdóttir, Norðurvöllum 16, Reykjanesbæ Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Unnar Kristinsson Smáratúni 46 - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Jón Snævar Jónsson Hólagata 3 - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Sæunn Kristinnsdóttir, Hellubraut 10, Grindavík- Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Alda Bogadóttir, Skipastígur 26, Grindavík - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Valdís Ósk Sigríðardóttir, Mánagata 3, Grindavík- Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík
Sylwia Wszeborowska, Vatnsnesvegur 36, Reykjanesbæ - LG 60” UHD Smart Sjónvarp Steinþóra Eir Hjaltadóttir, Baldursgarður 12, Reykjanesbæ Hreindýrapar frá Kristinsson handmade í Grindavík Svanhildur Gunnarsdóttir, Efstaleiti 77, Reykjanesbæ - Gisting og morgunveður hjá Íslandshótelum (Afhent hjá Víkurfréttum) Linda Sigurgeirsdóttir, Reykjanesbæ, - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Þorgerður Halldórsdóttir, Smáratúni 19, Reykjanesbæ - Gjafa bréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Einar Ólason, Skólavegi 48, Reykjanesbæ - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Krossmóa/Iðavöllum Þóra K Hermannsdóttir, Árnastíg 10 Grindavík - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Ólína Þorsteinsdóttir, Laut 35, Grindavík - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík Fredrik Bocin, Hraunbraut 2 Grindavík - Gjafabréf að upphæð 15.000 í Nettó Grindavík
Jóhanna Þórarinsdóttir var ein af þremur heppnum sem fékk stærsta vinninginn, gæsilegt LG Smart sjónvarp. Hér er hún með Bjarka Sæþórssyni, verslunarstjóra með sjónvarpið góða á milli sín.
VÍKURFRÉTTIR þakka samstarfsaðilum fyrir þátttökuna í Jólalukku 2020 og óska vinningshöfum til hamingju! Hvetjum vinningshafa til að ná í vinninga sem fyrst. Vinninga í Nettó þarf að ná í fyrir 7. janúar 2021.
Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
FITJUM
SUÐURGÖTU
KROSSMÓA • NJARÐVÍK
IÐAVÖLLUM • KEFLAVÍK
GRINDAVÍK
20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Uppbyggingarsjóður styrkir 39 verkefni með 45 milljónum Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2021. Auglýst var eftir styrkumsóknum í október. Umsóknir sem bárust voru samtals 72 talsins og hljóðuðu styrkbeiðnir upp á rúmlega 193 milljónir króna. Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs úthlutar nú 45.650.000 kr. til 39 verkefna. Skiptingin milli flokka er með þessum hætti: Menning og listir fá úthlutað 20.350.000 kr. Atvinnu- og nýsköpun fær úthlutað 25.300.000 kr. Menningarverkefnið Ferskir vindar er með þriggja ára samning og fær nú 2.000.000 kr.
Dr. Janus Guðlaugsson upphafsmaður Fjölþættrar heilsueflingar 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík fær hæsta styrkinn að upphæð fjórar milljónir króna.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk: Nr. 1. Skráning menningararfs. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að samantekt á ritverkum Hilmars Jónssonar rithöfundar og koma þeim fyrir á heimasíðu í hans nafni sem verður aðgengileg öllum. Hilmar var m.a. listamaður Keflavíkur árið 1994. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð 250 þúsund kr. Nr. 2. Nýárstónleikar frá kirkjum og náttúru Suðurnesja. Umsækjandi og verkefnastjóri: Jón Rúnar Hilmarsson. Flokkur: Menning. Verkefnið er samstarfsverkefni nokkurra aðila sem ætla að flytja Suðurnesjamönnum og lands mönnum öllum hátíðartónleika heim í stofu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 400 þúsund kr. Nr. 3. Sögur sagðar í Sjólyst. Umsækjandi og verkefnastjóri: Erna M. Sveinbjarnardóttir. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að kynningarefni um líf og starf Unu Guðmunds dóttur í Sjólyst og það samfélag sem þá var. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 300 þúsund kr. Nr. 4. Vogar TV – Vogabúinn. Umsækjandi: Davíð Harðarson. Verkefnastjóri: Guðmundur Kristinn Sveinsson. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að menn ingartengdum viðburðum í sveitarfélaginu Vogum ásamt kynn ingarefni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 500 þúsund kr. Nr. 5. Fyrsti kossinn. Umsækjandi og verkefnastjóri: Brynja Ýr Júlíusdóttir. Flokkur: Menning. Verkefnið er í samstarfi við Leik félag Keflavíkur og lýtur að söng leik með tónlist bæði eftir Rúnar Júlíusson og tónlist sem tengist honum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 500 þúsund kr. Nr. 6. Inneignar- og upplýsingakerfi fyrir alþjóðaflugvelli.
Umsækjandi og verkefnastjóri: Sigurpáll Jóhannsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Afurðin verður smáforrit (App) sem mun bæta upplifunina af seinkun eða frestun á flugi á alþjóðavísu fyrir farþega, með ákveðinni upplýsingamiðlun. Verk efnið hlýtur styrk að fjárhæð 500 þúsund kr. Nr. 7. Allra veðra von – sirkussýningar og smiðjur á Suðurnesjum. Umsækjandi: Hringleikur – sirkuslistafélag. Verkefnastjóri: Eyrún Ævarsdóttir. Flokkur: Menning. Markmið er að auka við menn ingarflóru Suðurnesja með fjöl breyttum sirkuslistum, vinnu stofum og sýningum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 700 þúsund kr. Nr. 8. Lest we forget. Umsækjandi og verkefnastjóri: Guðmundur Magnússon. Flokkur: Menning. Heimildarmyndin segir sögu bandarískrar sprengjuflugvélar sem fórst í dimmviðri á Fagradalsfjalli á Reykjanesi þann 3. maí 1943. Verk efnið hlýtur styrk að fjárhæð 700 þúsund kr. Nr. 9. Merking gamalla húsa í Garðinum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Ásgeir Magnús Hjálmarsson. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að varð veita og skrásetja sögu gamalla húsa í sveitarfélaginu Garði í Suð urnesjabæ. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þúsund kr. Nr. 10. KONA forntónlistarhátíð – Sjókonur og snillingar. Umsækjandi: Kammerhópurinn Reykjavík-Barokk. Verkefnastjóri: Anna Hugadóttir. Flokkur: Menning Markmiðið er að varpa ljósi á íslenskan þjóðlaga- og kvæðaarf, atvinnusögu íslenskra kvenna og kventónskáld barokktímans í sam starfið við Tónlistarskóla Reykja nesbæjar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þúsund kr. Nr. 11. Jazzfjelag Suðurnesjabæjar – Tónleikaröð. Umsækjandi og
verkefnastjóri: Halldór Lárusson. Flokkur: Menning. Markmiðið með verkefninu er að efla menningarlíf í Suðurnesjabæ og Suðurnesjum, styrkja íslenskt tónlistarlíf og jazzlistamenningu á Íslandi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þúsund kr. Nr. 12. Soð-upplifun á Reykjanesi. Umsækjandi og verkefnastjóri: Kristinn Guðmundsson. Flokkur. Menning. Verkefnið er Soð-upplifun á Reykjanesi þar sem Soðið mun bjóða upp á martarleikhús, víðs vegar í náttúru Reykjaness. Verk efnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þúsund kr. Nr. 13. Samkomuhúsið Kirkjuhvoll. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps. Verkefnastjóri: Bjarki Þór Wíum. Flokkur: Menning. Markiðið er að gera Kirkjuhvol upp og færa í upprunalegt horf. Samkomuhúsið var byggt árið 1932 og verður saga hússins og notenda þess varðveitt. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þúsund kr. Nr. 14. Sögubók. Umsækjandi og verkefnastjóri: Arnar Stefánsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að þróun á kerfi fyrir fleiri möguleika í bókargerð þar sem barn getur eignast sér hannaða bók með andliti sínu ásamt nafni sem á að efla áhuga ungra barna á lestri og lesskilning (sogubok.is). Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 800 þúsund kr. Nr. 15. Uppbygging á Bakka. Umsækjand: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri: Örn Sigurðsson. Flokkur: Menning. Með verkefninu er haldið áfram við uppbyggingu elstu uppi standandi sjóverbúðar á Suður nesjum. Húsið hefur verið gert upp utanhúss, hér er verið að styrkja uppbyggingu innanhúss. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 16.Vita- sjóslysasýning við Reykjanesvita. Umsækjandi: Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Eiríkur P. Jörundsson. Flokkur: Menning.
Markmið er að vekja athygli á merkri sögu Reykjanesvita og sjó slysa sem voru ástæða þess að viti var reistur á þessum stað árið 1878 og var fyrsti viti landsins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 17. Suður með sjó. Umsækjandi og verkefnastjóri: Páll Hilmar Ketilsson. Flokkur: Menning. Verkefnið er að vekja athygli á Suðurnesjum og fjölbreyttu at vinnulífi og menningu svæðisins. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 18. Listaverkastígur. Umsækjandi: Suðurnesjabær. Verkefnastjóri: Bergný Jóna Sævarsdóttir. Flokkur: Menning. Tilgangur Listaverkastígsins er að færa listina nær íbúum, nem endum og gestum Suðurnesja bæjar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 19. Barnamenning í Reykjanesbæ. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis. Flokkur: Menning. Verkefnið lýtur að því að skapa vettvang fyrir fjölskyldur á Suður nesjum til að njóta listsköpunar barna með skemmtilegum við burðum og sýningarhaldi, þeim að kostnaðarlausu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 20. Rannsóknir á safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Helga Arnbjörg Pálsdóttir. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að rann saka og yfirfara upplýsingar um safneign Listasafnsins, auk þess að kynna menningarstarfsemi og sýna menningararfleifð. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 21. Hlaðan Skjaldbreið. Umsækjandi: Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps. Verkefnastjóri: Helga Ragnarsdóttir. Flokkur: Menning. Markmiðið er að vernda fornt byggingarlag og viðhalda hlöðunni Skjaldbreið og sögunni sem liggur að baki byggingu hennar og notkun. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr.
Ópera um Vigdísi forseta eftir Alexöndru Chernyshovu fær tvær milljónir króna í styrk. Óperan er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, kóra og hljómsveit.
Nr. 22. Gargandi gleði. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halla Karen Guðjónsdóttir. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að kynna leiklist, framkomu og söng fyrir börnum, með því að efla sjálfs traust þeirra og samskiptafærni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 23. Björgunarnet Stakkur. Umsækjandi: Sæmundur Heimir Guðmundsson. Verkefnastjóri: Jón Helgason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að öryggi allra þeirra sem sækja eða vinna við jarðböð og aðra staði þar sem ekki sést til botns. Verkefnið mun ein falda leit og björgun. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 24. Litla brugghúsið. Umsækjandi: Litla brugghúsið. Verkefnastjóri: Guðjónína Sæmundsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefninu er ætlað að styrkja ferðaþjónustu, auka framboð á afþreyingu og efla menningu á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 25. Tjaldarnir okkar – njósnir í nærumhverfi. Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Sölvi Rúnar Vignisson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Markmið verkefnisins er að kort leggja far- og lífshætti valinna tjal dapara sem búa á Suðurnesjum. Að gefa grunnskólanemendum á Suð urnesjum tækifæri til að taka þátt í raunverulegri vísindarannsókn á sviði fuglafræði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 26. Flókasokkar. Umsækjandi: Móbotna ehf. Verkefnastjóri: Ágústa Kristín Grétarsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefninu er ætlað að auka virði íslensku ullarinnar með nýsköpun, sjálfbærni og öflugri markaðssetn ingu. Móbotna sérhæfa sig í úti vistarvörum úr íslenskri ull beint frá bónda. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 27. Eye On Iceland. Umsækjandi: EYE ON ehf. Verkefnastjóri:
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 21
Jólabingó Reykjanesbæjar – 540 manns tóku þátt í einum stærsta fjarviðburði Suðurnesja Fjörheimar Félagsmiðstöð ásamt Súlunni verkefnastofu menningarmála í Reykjanesbæ og Streyma. is héldu án efa einn stærsta fjarviðburð á Suðurnesjum helgina fyrir jól þegar rúmlega 540 manns spiluðu bingó í Jólabingói Reykjanesbæjar. Bingóstjórar voru starfsmenn Fjörheima, þau Thelma Hrund og Ólafur Bergur.
Litla brugghúsið í Garði fær eina milljón í styrk en það var stofnað á árinu og framleiðir bjór. Einar Már Atlason. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Megintilgangur verkefnisins er að ýta undir vöxt ferðamennsku með aukinni landkynningu í formi sem ekki hefur tíðkast áður. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 28. Geopark Ultra. Umsækjandi: Reykjanes jarðvangur ses. Verkefnastjóri: Daníel Einarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að víðavangs hlaupi í Reykjanes UNESCO Global Geopark. Aðdráttarafl náttúrunnar er ósvikið á Reykjanesi en aðals merki þessa viðburðar er að hlaupa yfir jarðfræðileg landamæri Evrópu og Ameríku, yfir brúnna milli heimsálfa. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 29. Markaðssetning á TARAMAR húðvörunum í Asíu. Umsækjandi: Taramar SEEDS ehf. Verkefnastjóri: Guðrún Marteinsdóttir. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Húðvörurnar eru sérstakar að því leyti að þær eru handgerðar úr íslensku vatni, þangi og lækn ingajurtum, eru afburða hreinar og hafa sjáanleg og jákvæð áhrif á húð. Þær eru framleiddar í höfuð stöðvum fyrirtækisins í Sandgerði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 30. Popp og Co. Umsækjandi og verkefnastjóri: Trausti Arngrímsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Tilgangur verkefnisins er að þróa, framleiða og markaðssetja fjölbreytt úrval af íslensku sæl kerapoppi og bæta þannig stoðir undir matvælaframleiðslu á Suður nesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 31. Táraborg. Umsækjandi og verkefnastjóri: Dagný Gísladóttir. Flokkur: Menning. Markmið verkefnisins er að skrásetja einstakan viðburð í sögu Suðurnesja með því að taka viðtöl við þá einstaklinga sem sóttu hina örlagaríku jólatrésskemmtun í sam komuhúsinu Skildi árið 1935 þegar eldur varð laus og tíu manns létust. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.000.000 kr. Nr. 32. Öðuskel – rannsóknir og nýting á Suðurnesjum. Umsækjandi og verkefnastjóri: Halldór Pálmar Halldórsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig best sé að nýta öðu á Suðurnesjum til manneldis og útflutnings með tilliti til árstíma og innihalds snefilefna og þá fyrst og fremst kadmíns. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.500.000 kr. Nr. 33. Nýsköpunarakademía ferðaþjónustunnar. Umsækjandi: Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Verkefnastjóri: Arnbjörn Ólafsson. Flokkur: Atvinnuog nýsköpun. Markmið verkefnisins er að skapa grundvöll fyrir nýsköpun, fræðslu, tengslamyndun, samstarfs
verkefni og vöruþróun fyrir ein staklinga, einyrkja og fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustu á Suður nesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 1.500.000 kr. Nr. 34. Rafræn útgáfa á samtímaóperunni „Góðan daginn, frú forseti.“ Umsækjandi: DreamVoices ehf. Verkefnastjóri: Alexandra Chernyshova. Flokkur: Menning. Óperan er eftir Alexöndru Chernyshovu er í þremur þáttum, samin fyrir tólf einsöngvara, kóra og hljómsveit. Óperan fjallar um líf og störf fyrsta kvenforsetans í heiminum Vigdísi Finnbogadóttur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2.000.000 kr. Nr. 35. Öryggiskrossinn – The Safety Kross. Umsækjandi: Mannvirki og malbik ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Ingi Kristófersson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að þróun Ör yggiskrossins sem er ný tegund merkinga til að loka flugbrautum og akbrautum tímabundið. Varan er hönnuð og handunnin á Suður nesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2.000.000 kr. Nr. 36. Grænt varaafl. Umsækjandi: Vetnis ehf. Verkefnastjóri: Auðunn Freyr Ingvarsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Vetnis er þróunarfélag sem vinnur að því að setja upp fram leiðslu og dreifingu á grænu vetni. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að nýta grænt vetni til að knýja varaaflstöðvar án losunar á CO2. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2.000.000 kr. Nr. 37. Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum. Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Sigurgestur Guðlaugsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Markmið verkefnisins felst í því að kortleggja og skilgreina upp byggingu nýs klasa á svæðinu. Klasinn samanstandi af fyrir tækjum sem að hluta til eða í heild sérhæfa sig í þjónustu við stór og tæknivædd fiskiskip á Norður-Atl antshafi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 2.000.000 kr. Nr. 38. Mermaid – Geothermal Seaweed Spa. Umsækjandi: Mermaid ehf. Verkefnastjóri: Bogi Jónsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun. Verkefnið lýtur að þróun á vand aðri lúxus heilsulind við sjávar síðuna þar sem boðið verður upp á sérhæfð böð og heilsumeðferðir. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 3.000.000 kr. Nr. 39. Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík. Umsækjandi og verkefnastjóri: Janus Friðrik Guðlaugsson. Flokkur: Atvinnu- og nýsköpun Meginmarkmið verkefnisins er að efla heilsu og velferð eldri ald urshópa í sveitarfélögum, með þátt töku þeirra í fjölþættri og mark vissri heilsueflingu, ráðgjöf um næringu og aðra heilsufarsþætti. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 4.000.000 kr.
Þetta var þriðja og síðasta bingóið sem haldið var á vegum Reykja nesbæjar og Fjörheima á rúmum mánuði og tóku samtals yfir þúsund íbúar Reykjanesbæjar þátt. Fjöl mörg fyrirtæki á svæðinu tóku þátt í viðburðinum og gaman var að sjá að þrátt fyrir óvenjulega tíma voru fyrirtæki á svæðinu mjög viljug til að gefa til baka og styrkja verkefnið. Krakkarnir í unglingaráði Fjörheima sáu aðallega um vinningasöfnun fyrir Jólabingóið og stóðu þau sig eins og hetjur. Aðalvinningur kvöldsins var 3x mánaðaráskrift frá Sporthúsinu að verðmæti 32.000 kr., 10.000 kr. gjafabréf frá Skóhöllinni, 5.000 kr. gjafabréf frá air.is, 4.500 kr. gjafa bréf frá Kef restaurant, ilmkerti og
kertastjaki frá Draumalandi og kassi af Malti og Appelsíni frá Ölgerðinni. Heildarverðmæti vinninga var rúm lega 300.000 kr. Spenningurinn var mikill og í lokabingóinu voru tveir með bingó og var dregið um hvor hneppti aðalvinninginn. Þá gerðist það að dregið var sömu spilin þrisvar sinnum í röð og óljóst var
hvort vinningurinn hreinlega gengi út – en að lokum var það Kristólína Þorláksdóttir sem hneppti aðalvinn inginn. Ekki verða haldin fleiri bingó í bráð en ljóst er að eftir síðustu þrjú bingó að algjört bingóæði hefur tekið yfir Reykjanesbæ og nær liggjandi svæði.
JÓL Í NJARÐVÍKURSKÓLA Jólaundirbúningur í Njarðvíkurskóla hefur verið með óhefðbundnu sniði í ár vegna Covid-19-heimsfaraldursins. Við höfum þurft að gera miklar breytingar á skólastarfinu og takast á við margar áskoranir, tileinka okkur nýbreytni og hugsa í lausnum og er jólaundirbúningur og skipulagið í desember hluti af því. Í stað þess að fá heimsóknir frá rithöfundum á sal skólans hafa nemendur hlustað á upplestur frá þeim í gegnum Teams fundarforrit í kennslustofu á skjávarpa og spurt þá spurninga í gegnum tölvuna. Það hefur verið hefð í skólanum að nemendur og starfsfólk komi saman á sal skólans nokkrum sinnum í desember og syngi saman jólalög. Þetta árið ákváðum við að færa sönginn inn í skólastofurnar og hafa stofusöng. Við vorum með jólalegan dag tvo föstudaga í desember þar sem nem endur og starfsfólk var hvatt til að koma í einhverju jólalegu t.d. jólalegum peysum, með jólaglingur, í jóla legum litum o.s.frv. Eins og kom fram hér í upphafi þá þurftum við að finna upp á ýmsum nýjungum og hugsa í lausnum og það sem kom út úr því eru viðburðir sem munu vonandi koma til með að vera. Í frímínútum tvisvar á dag var spiluð jólatónlist sem ómaði um alla skólalóðina og nem endur dönsuðu í takt við diskóljós og sungu með. Kenn arar hafa verið duglegir að fara með nemendur sína í gönguferðir, til dæmis í Barnalund með vasaljós, heim sótt Aðventugarðinn í skrúðgarðinum og farið í göngu ferðir með piparkökur og kakó. Deildarstjórar skólans settu upp Jólamarkað Helenu og Jóhann Gunnars
fyrir kennara þar sem þeir komu og völdu jólaskraut fyrir jólaskreytingdaginn og margt fleira. Nemendur hafa líka verið duglegir að skreyta heimastofurnar sínar og gera jólahurðir. Ein af mörgum hefðum í desember í Njarðvíkurskóla er að starfsfólk skólans hefur skreytt salinn og undirbúið borðhald fyrir hátíðarmálsverð fyrir nemendur en þar sem það getur ekki orðið að því núna þá verða skólastofurnar undirbúnar fyrir borðhald og nemendur borða þar. Starfsfólk og nemendur Njarðvíkurskóla tileinkuðu sér breytta starfshætti á skömmum tíma til að tryggja líðan og hag nemenda með gleði og kærleik að leiðarljósi. Með ósk um gleðileg jól, nemendur og starfsfólk Njarðvíkurskóla.
22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR
Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar 2021
Markast af mikilli óvissu
Horft yfir Gerðaskóla og íþróttamiðstöðina í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VALDIMAR SIGURÐUR GUNNARSSON Vallargötu 25, Keflavík,
lést á Hrafnistu Nesvöllum laugardaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/utforvaldimars/ Sæmundur Valdimarsson Herdís Óskarsdóttir, Gunnar B. Valdimarsson Sigríður H Guðmundsdóttir Sveinn Valdimarsson Brynja Eiríksdóttir, Rúnar Gísli Valdimarsson barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍS JÓN SÆMUNDSSON Austurvegi 5, Grindavík
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Sólveig Árnadóttir Ólafur Ragnar Elísson Hrafnhildur Bjarnadóttir Sæmundur Bjarni Elísson Kristinn Sigurður Jónsson Karen Mjöll Elísdóttir Rúnar Þór Björgvinsson Vilborg Elísdóttir Ómar Björn Jensson Árni Sigurðsson Guðrún Stefánsdóttir Sigurlaug Sigurðardóttir Halldór Einarsson Gunnar Sigurðsson Anna Guðmundsdóttir Kristján Sigurðsson Rannveig Böðvarsdóttir Viðar Smári Sigurðsson Sigurbjörg Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
Fjárhagsáætlun Suðurnesjabæjar fyrir árið 2021 og rammaáætlun fyrir árin 2022–2024 markast af mikilli óvissu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og þeim miklu afleiðingum sem faraldurinn hefur á rekstur og efnahag Suðurnesjabæjar, segir í greinargerð bæjarstjóra sem gerði grein fyrir tillögu um fjárhagsáætlun eins og hún liggur fyrir við síðari umræðu. Afleiðingar faraldursins hafa haft mikil áhrif á rekstur sveitar félagsins á árinu 2020, með til heyrandi tekjufalli og ófyrirséðum útgjöldum. Við gerð fjárhagsá ætlunar fyrir árin 2021–2024 var unnið út frá ýmsum forsendum, svo sem hagspám, áætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga um útsvar stekjur, fasteignamati, áætlun Jöfn unarsjóðs sveitarfélaga og atvinnu ástandi í sveitarfélaginu. Það er ljóst að margir áhrifaþættir eru markaðir mikilli óvissu, í því sambandi skiptir mestu hver verður þróun faraldurs kórónuveiru næstu misseri og ár. Þar skiptir mestu máli að sem fyrst dragi úr atvinnuleysi. Í forsendum fjárhagsáætlunar er álagningarhlutfall útsvars óbreytt frá fyrri árum, eða 14,52%, álagningar hlutfall fasteignagjalda eru óbreytt frá fyrra ári og ýmsir rekstrarliðir eru hækkaðir til samræmis við spá um verðlagsbreytingar. Í þjónustu gjaldskrá eru ýmsir liðir sem snerta barnafjölskyldur óbreyttir að krónu tölu frá 2020 og má þar m.a. nefna leikskólagjöld. Aðrir liðir eru hækk aðir til samræmis við áætlaðar verð lagsbreytingar. Með þeim hætti vill bæjarstjórn koma til móts við barna fjölskyldur í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Í rekstraráætlun A og B hluta eru heildartekjur áætlaðar 4.415,4 mkr.
og framlegð rekstrar fyrir afskriftir og fjármagnsliði 233,7 mkr. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaða neikvæð, þannig að rekstrarhalli samstæðu A og B hluta er áætlaður 142,4 mkr. Bæjarstjórn hefur ekki ráðist í hag ræðingu í rekstri til að mæta efna hagsástandinu og tekjufalli, fjár hagsáætlunin felur í sér að þjónustu stig sveitarfélagsins er ekki skert og áhersla lögð á að viðhalda þjónustu og halda uppi viðhaldi eigna sveitar félagsins, enda er gengið út frá því að um tímabundið ástand sé að ræða. Þrátt fyrir þrönga stöðu og mikla óvissu er áætlað að ráðast í miklar fjárfestingar árið 2021, eða alls 670,8 mkr. Með því leitast bæjar stjórn við að leggja sitt af mörkum við að halda uppi atvinnu. Þar má m.a. nefna að lokið verður við við
Ráðast í miklar fjárfestingar þrátt fyrir þrönga stöðu og mikla óvissu Samhljóða bókun bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar: Fjárhagsáætlun Suðurnesja bæjar fyrir árið 2021, ásamt áætlun til áranna 2022–2024 kemur nú til síðari umræðu og af greiðslu í bæjarstjórn. Fjárhagsá ætlunin felur í sér mikla óvissu vegna heimsfaraldurs Kórón uveiru og þeim miklu afleiðingum sem faraldurinn hefur á rekstur og efnahag sveitarfélagsins. Af leiðingar faraldursins hafa valdið miklu tekjufalli og ófyrirséðum útgjöldum á árinu 2020. Vegna mikillar óvissu um um þróun at vinnu- og efnahagsmála árið 2021 eru ýmsir fyrirvarar um forsendur fjárhagsáætlunar en mestu skiptir hver verður þróun faraldurs kórónuveiru næstu misseri og ár. Í því sambandi er mikilvægast að atvinnulífið nái fyrri styrk og það mikla atvinnuleysi sem nú er hverfi sem allra fyrst. Þrátt fyrir þrönga stöðu og mikla óvissu er áætlað að ráðast í miklar fjár festingar árið 2021, eða alls 670,8 mkr. Þannig leitast bæjarstjórn við að leggja sitt af mörkum við að halda uppi atvinnu. Meðal mikil vægra verkefna má nefna að lokið verður við viðbyggingu Gerða skóla og hafnar framkvæmdir við byggingu á nýjum leikskóla
í Sandgerði. Þá verður ráðist í uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Sandgerði en mikil eftirspurn er eftir íbúðalóðum í sveitarfélaginu og vill bæjarstjórn mæta þeirri eftirspurn með því að halda uppi lóðaframboði. Í fjárfestingaáætlun birtist því stefna bæjarstjórnar um markvissa og myndarlega upp byggingu innviða í Suðurnesjabæ, þannig að aðstæður til fyrsta flokks þjónustu við íbúa sveitar félagsins verði eins og best verði á kosið. Þrátt fyrir áföll vegna Kórón uveirunnar stendur fjárhagur og rekstur sveitarfélagsins á traustum grunni en ávallt er mikil vægt að fara varlega í fjárfestingar og leita ávallt leiða til að hagræða án þess að það bitni á þeirri góðu þjónustu sem íbúar njóta. Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið verk við vinnslu fjárhagsáætlunar og fyrir frábært starf á árinu sem hefur verið erfitt á löngum köflum, enda hafa að stæður verið vægast sagt óvenju legar. Fjárhagsáætlun ársins 2021 og fyrir árin 2022–2024, ásamt þjónustugjaldskrá og gjaldskrá Sandgerðishafnar er samþykkt samhljóða.
Tvær athugasemdir við kirkjugarð og stækkun safnaðarheimilis
Ástkær sonur, bróðir, barnabarn og frændi
GUNNAR MÁR VILBERTSSON Reykjanesbæ
lést sunnudaginn 22. nóvember og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. desember að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Vilbert Gústafsson, Birta Rós og Harpa Sóley Sara Margrét og Viktoría Lynn, Frederick Guðríður Vilbertsdóttir Fríða Felixdóttir Rúnar Lúðvíksson Gústaf Ólafsson og aðrir aðstandendur
byggingu Gerðaskóla og hafnar fram kvæmdir við byggingu á nýjum leik skóla í Sandgerði. Þá verður ráðist í uppbyggingu á nýju íbúðahverfi í Sandgerði en mikil eftirspurn er eftir íbúðalóðum í sveitarfélaginu og vill bæjarstjórn mæta þeirri eftirspurn með því að halda uppi lóðafram boði. Auk þessara framkvæmda eru ýmis minni verkefni í framkvæmda áætlun. Til að mæta fjárþörf vegna fjárfestinga er gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð allt að 550 milljónum króna. Efnahagsleg staða sveitar félagsins er góð og er áætlað að skuldaviðmið í árslok 2021 verði 79,8%, vel undir 150% sem eru þau mörk sem fjármálareglur sveitar stjórnarlaga kveða á um. Áætlað er að handbært fé í árslok 2021 verði 467 mkr.
Stjórn Kirkjugarðs Njarðvíkur og sóknarnefnd Njarðvíkurkirkju hafa lagt fram deiliskipulagstillögu fyrir kirkjugarð Njarðvíkur og safnaðarheimili í Innri-Njarðvík. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins, nýju þjónustuhúsi og stækkun safnaðarheimilis.
Í gögnum umhverfis- og skipu lagsráðs Reykjanesbæjar segir að tillagan hafi verið auglýst og er at hugasemdarfrestur liðinn. Tvær ábendingar komu fram. Bent var á að tryggt yrði að lóðarmörk við Njarð víkurbraut 50d séu virt. Einnig er gerð athugasemd við að spilda sem liggur meðfram Njarðvíkurbraut 44 og er í einkaeign sé innan kirkju garðsmarka. Í gildi er deiliskipulag svæðisins frá 1996, þar sem spildan hefur verið skilgreind sem hluti kirkjugarðsins. Samþykkt var á fundi umhverfisog skipulagsráðs Reykjanesbæjar að senda til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu.
VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR // 23
Breyttur þrettándi Samkomutakmarkanir kalla á breytta útfærslu árlegrar þrettándagleði í Reykjanesbæ. Blysför, brenna og dagskrá við svið verður felld niður en flugeldasýning verður á sínum stað þann 6. janúar.
Gert er ráð fyrir að fólk geti fylgst með henni úr bílum sínum við Ægisgötu og Hafnargötu auk þess sem fólk getur dreifst vel á Bakkalág.
Þá er útfærsla á skemmtidagskrá í undirbúningi, segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, Súlunnar, þann 16. desember síðastliðinn.
Icecross á litlu Sand gerðistjörninni hafnað
Ingi Björn Sigurðsson hefur lagt fram tillögu við framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar að heimilað yrði að keyra Icecross og vera með skautasvell á litlu Sandgerðistjörninni, bjóði aðstæður upp á slíkt, að uppfylltum ákveðnum reglum og skilyrðum. Ráðið telur sig ekki geta orðið við erindinu sökum öryggissjónarmiða, nálægðar við byggð og hversu viðkvæmt svæði er um að ræða. Erindinu er því hafnað.
Enginn aðgangseyrir í menningarhús Reykjanesbæjar
SKÖTUILMUR Á IÐAVÖLLUM
Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar leggur til að enginn aðgangseyrir verði inn á söfn Reykjanesbæjar frá 1. janúar til 31. mars 2021. Staðan verður endurmetin eftir það miðað við þróunina í sam félaginu vegna kórónuveirunnar.
Nú stendur yfir sýning á leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur í Stofunni í Duus Safnahúsum.
46 barnaverndartilkynningar í nóvember Í nóvember 2020 bárust 46 barnaverndartilkynningar til barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar vegna 36 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru átján mál en á sama tíma í fyrra voru tilkynningarnar
50 vegna 45 barna og fjöldi nýrra mála í könnun voru 23. Langflestar tilkynningar bárust frá lögreglu. Í lok nóvember 2020 var heildar fjöldi barnaverndarmála 397 en 361 mál á sama tíma í fyrra.
23% atvinnuleysi í Reykjanesbæ – og 500 atvinnulausir í meira en eitt ár
Það var ekki eins mikið um skötuilm eða -fnyk, eftir því hvað fólki finnst, á Þorláksmessu að þessu sinni. Þeir félagar Sólbjartur Óli Utley í Rétt sprautun og Vernharður Bergsson hjá Rúðunni vildu ekki missa af Þorláksmessuskötunni og tóku fram græjur til
að sjóða hana og tindabykkju að auki utan dyra á Iðavöllunum í Keflavík þar sem fyrirtækin eru. Ilmurinn lá í loftinu þegar ljósmyndari Víkurfrétta stoppaði hjá þeim félögum og smellti mynd af þeim brosandi fullum tilhlökkunar.
óska lesendum sínum gæfuríks nýs árs með þökk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ heldur áfram að aukast og mældist 23% í lok nóvember sem er aukning um 0,7% frá fyrri mánuði. Alls eru því um 3.000 manns atvinnulausir eða þiggja greiðslur vegna hlutabótaleiðarinnar svokölluðu.
Fjöldi þeirra sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá heldur jafnframt áfram að aukast og höfðu um 500 íbúar bæjarins verið á atvinnuleysisskrá í meira en eitt ár um síðastliðin mánaðarmót.
Aðalskoðun óskar öllum Suðurnesjamönnum gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum góðar móttökur við nýju skoðunarstöð okkar að Njarðarbraut 11A
Mundi
facebook.com/vikurfrettirehf
Grímulaus Margeir hefur talað!
twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
LOKAORÐ MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR
K-áramót Þegar jólahátíðin var við það að ganga í garð hélt ég í fávisku minni að ekki væri hægt að toppa rifrildi Kára og Þórólfs um hver hefði átt hugmyndina af því að gera íslensku
Sími: 421 0000
þjóðina að tilraunadýrum fyrir am erískt stórfyrirtæki. Hófst þá Jóla messa Samfylkingarinnar. Einhver fjallmyndarlegur sjálfstæðismaður hafði rambað inn á listsýningu seint á Þorláksmessu. Logi á aðfangadag, Helga Vala á jóladag og loks for maður þingflokksins, öflugasti þingmaður Suðurnesja vildi ólmur komast í vinnuna milli jóla- og nýárs til að ræða málið. Í því er þingmað urinn sérfræðingur. Ræða málin. Minna um efndir. En það þekkja Suðurnesjamenn frá þingmönnum sínum. Ég hélt á tímabili að ég þyrfti að láta efnagreina sykurskertu malt og appelsínblönduna – ég væri að sjá ofsjónir í sjónvarpinu yfir jólin. Hvarf andi jólanna í Covid? Hvað varð um fyrirgefninguna? Íslensk pólitík er svo vitlaus að það heyrist ekki hóst eða stuna þegar borgarar, sem eiga samkvæmt lögum að teljast frjálsir, eru boðnir til
Póstur: vf@vf.is
Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
sölu sem tilraunadýr til erlends stór fyrirtækis. En þegar breyskur maður gengur grímulaus inní mannfjölda uppfullur af anda jólanna, fer allt á hliðina. Fyrirgefningin er víðs fjarri. Allt kapp er lagt á að ná höggstað á einstaklinginn. Því málefnastaðan er engin. Það er ekkert til umræðu nema veiran. Allt frá því ég man eftir mér hef ég glott út í annað þegar ég hef séð fólk ferðast með grímur. Þvílíkt grín. Á innan við ári er búið að takast að gera þær að skyldu. Þetta er í raun fyndið. Ef ég hefði skrifað í lokaorð Víkurfrétta í desember 2019 að ég krefðist þess að þið öll bæruð and litsgrímu meirihluta næsta árs, þá hefði vaknað grunur um einhverja röskun. Ef ég hefði svo bætt í með banni við ástundun íþrótta og banni við skólagöngu hefði ég líklegast verið lagður inn.
Við innlögnina hefði ég tvinnað áfram að ráðherra Vinstri grænna sem allt vill gera fyrir græna framtíð hefði pantað með einkaþotu einn kassa af bóluefni og tekið á móti kassanum með viðhöfn ... nei hættu nú. Raunveruleikinn er ótrúlegri en nokkur skáldsaga. Með tímanum gleymast vondu minningarnar en þær góðu lifa. Keflavík er komið í Pepsi Max, bæði í karla og kvenna. Ég sé Íslandsmeist aratitil í náinni framtíð – og Sveindís Jane. Hún verður alvöru stjarna. Ég kveð grímurnar, veldisvöxtinn, fyrirmyndarfjalægðina, þríeykið og Kára með engum söknuði. Býð velkomið 2021, ár gagnrýninnar hugsunar, brosa, faðmlaga, sigra og kosninga. Gleðilegt nýtt ár.
Hver er maður ársins
Ljósasýning á Garðskaga Óprúttnir aðilar þykjast vera Björgunarsveitin Suðurnes á Facebook Óprúttnir aðilar þykjast vera Björgunarsveitin Suðurnes á Facebook og eru að senda fólki á Suðurnesjum vinabeiðnir í nafni björgunarsveitarinnar. Á síðu þessara aðila er fólk hvatt til að smella á tengil til að taka þátt í leik. Um svikapóst er að ræða og fólk hvatt til að smella ekki á tengilinn.
á Suðurnesjum? Eins og mörg undanfarin ár standa Víkurfréttir fyrir vali á Suðurnesjamanni ársins en valið verður kynnt í Víkurfréttum í janúar 2021. Hvaða Suðurnesjamaður á skilið nafnbótina „Maður ársins á Suðurnesjum 2020“?
Hver er þín tilnefning? Sendu ábendingu á póstfangið vf@vf.is fyrir mánudaginn 4. janúar 2021.
Þaktjón í vonskuveðri í Sandgerði Björgunarsveitir voru kallaðar út í Suðurnesjabæ á sunnudag þegar vonskuveður olli tjóni í bænum. Björgunarsveitafólk úr Garði og Sandgerði reyndi þar að koma böndum á þak á húsi í Sandgerði sem var við það að fjúka. Myndin var tekin á vettvangi björgunarstarfsins.
Við stöndum fréttavakt allan sólarhringinn Vaktsími 898 2222
vf is