Háhraða internet og hágæða sjónvarp
Opnunartími
EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR frá 6.560 Kr/mán.
mán.–fös. frá 9–20 lau.–sun. frá 11–18
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
Krossmóa 4 | Reykjanesbæ
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Viðburðarríkt og krefjandi ár hjá manni ársins „Þetta ár er búið að vera mjög viðburðarríkt, krefjandi og skemmtilegt,“ segir ElenoraRós Georgesdóttir en hún var valin maður ársins 2017. Víkurfréttir litu til hennar núna rétt fyrir jól en þá var hún nýbúin að baka stóra súkkulaðitertu sem lesendur vefsíðu Víkurfrétta fengu að bjóða í. Keilir á Ásbrú bauð 30 þúsund krónur í kökuna flottu og gaf hana svo til leikskólabarnanna á Velli. Allur ágóði rann í Velferðarsjóð Suðurnesja. Viðtal við Elenoru er á síðu 21 í blaðinu í dag. Víkurfréttir munu velja Mann ársins 2018 á Suðurnesjum í upphafi árs 2019 og leita eftir ábendingum frá lesendum. Lumir þú á ábendingu um einstakling sem á nafnbótina skilið þá viljum við fá ábendingu á póstfangið vf@vf.is.
Jólastemmning í miðbænum Lúðrablástur Jólahljómsveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar setti jólalegan blæ á bæjarlífið við Hafnargötuna í Keflavík á Þorláksmessukvöld. VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI Þrír bæjarfulltrúar á Suðurnesjum meðal umsækjenda um starf forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja:
Nýs forstjóra HSS bíða áskoranir Sjö umsækjendur eru um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Í hópi umsækjenda eru m.a. tveir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ, þau Guðný Birna Guðmundsdóttir og Baldur Þórir Guðmundsson. Þá sækist formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ, Ólafur Þór Ólafsson, einnig eftir starfinu. Umsækjendur eru: Ástríður Sigþórsdóttir heilbrigðisritari, Baldur Þórir Guðmundsson viðskiptafræðingur, Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur B. Sc., MPA í opinberri stjórnsýslu, Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur og stjórnmálafræðingur, Markús Ingólfur Eiríksson PhD í endurskoðun, Ólafur Þór Ólafsson stjórnmálafræðingur, MPA í opinberri stjórnsýslu og Sigurður Hjörtur Kristjánsson læknir. Heilbrigðisráðherra mun skipa í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar á umsækjendum.
AÐALSÍMANÚMER 421 0000
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skrifar grein í Víkurfréttir í dag. Þar segir m.a.: „Frá því ég tók við í embætti heilbrigðisráðherra hefur fjöldi fólks frá Suðurnesjum komið að máli við mig; öldungaráðið, starfsfólk og stjórnendur heilbrigðisstofnunarinnar, sveitarstjórnarmenn, þingmenn, félagasamtök og íbúar. Auk þess sat ég opinn fund með íbúum þar sem þessi mál bar öll á góma. Áhyggjurnar af heilbrigðisþjónustunni sem fram hafa komið á þessum fundum eru margþættar“. Þá segir Svandís: „Nýs forstjóra bíða fjölmörg verkefni;
■
3.271 ÁÐUR: 4.089 KR/KG
KR/KG
FRÁBÆRT VERÐ!
-20% Heill kalkúnn
1.198
KR/KG
FRÉTTASÍMINN 421 0002
-40%
Sirloin & Entrecote
4.199 ÁÐUR: 6.998 KR/KG
■
1. JANÚAR KL.20:00
Allt í áramótaveisluna Skelbrotinn humar 1 kg
AUGLÝSINGASÍMINN 421 0001
áskoranir en ekki síður sóknarfæri í því að efla stofnunina sem lykilstofnun á svæðinu. Mikilvægt er að í slíku uppbyggingarstarfi sé samstarf öflugt við alla þá aðila sem vilja veg stofnunarinnar sem mestan og bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum“. Grein Svandísar er á síðu 22 í blaðinu í dag.
KR/KG
Blik frá Suðurnesjum TÓNLISTARVEISLA FRÁ SUÐURNESJUM Á HRINGBRAUT OG VF.IS AÐ KVÖLDI NÝÁRSDAGS ÞRIÐJUDAGINN 1. JANÚAR 2019 KL. 20:00
Frá gangnamunna í Sámsstaðaklifi lig g ja 270 metra löng aðkomugöng að stöðvarhúsi Búrfellsstöðvar II.
ftirspurn eftir raforku á Íslandi í dag er mikil og mun aukast á sama tíma og fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir vægi loftslagsmála. Hrein, endurnýjanleg orka mun gegna veigamiklu hlutverki í orkuskiptum í framtíðinni. Það að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna orku er eitt mikil vægasta framlag okkar til loftslagsmála á heimsvísu.
Búrfellsstöð II er nýjasta aflstöð Íslendinga. Hún var gangsett 28. júní 2018, en fyrsta aflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð, var gangsett á sömu slóðum tæpum fimmtíu árum fyrr. Nýja stöðin nýtir það vatn sem áður rann fram hjá eldri mannvirkjum og bætir því umtalsvert nýtingu þeirrar auðlindar sem felst í fallvatninu.
Við framkvæmdina var lögð mikil áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar og sjónræn áhrif eru því minni en ella. Vegna þess að fyrir voru aflstöðvar á vatnasvæðinu var hægt að samnýta vegi, raforkuflutningskerfi og uppistöðulón og lágmarka þannig rask. Ábyrg nýting orkunnar er öllum til hagsbóta.
V ið óskum landsmönnum öllum gæfu á ný ju ári og þökkum farsælt samst ar f á liðnum árum.
4
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Anna Margrét Ákadóttir fékk Toyota Aygo X í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur Anna Margrét Ákadóttir datt heldur betur í lukkupottinn í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Hún vann aðalvinninginn, Toyota Aygo X, en dregið var í happdrættinu að kvöldi Þorláksmessu. Happdrættið er stærsta fjáröflun Lionsklúbbs Njarðvíkur og ávallt seljast allir miðarnir, enda til mikils að vinna. Tólf vinningar eru í boði en það kom í hlut elsta Lionsmannsins í klúbbnum að draga út aðalvinninginn og svo draga börn út næstu ellefu vinningana að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.
Vinningsnúmer ársins 2018 eru: 1. 606 2. 72 3. 456 4. 1395 5. 573 6. 2102
7. 1737 8. 2372 9. 1315 10. 1656 11. 1054 12. 1915
Kaupmenn á Suðurnesjum eru almennt ánægðir með jólaverslunina í ár.
Olga og Kristín fengu tvo stærstu vinningana í lokaútdrætti Jólalukku Víkurfrétta
Lokaútdráttur í Jólalukku Víkurfrétta 2018 fór fram í Nettó í Njarðvík á aðfangadag en nærri 20 þúsund miðum var skilað í kassa í Nettóverslanir í Keflavík, Njarðvík og í Grindavík. Þetta er í 18. sinn sem Jólalukka VF fer fram og voru 22 verslanir sem buðu upp á þennan vinsæla skafmiðaleik í jólamánuðinum. Vinningar voru sex þúsund.
Friðrik Ragnarsson afhendir Önnu Margréti bílinn góða.
Olga S. Guðgeirsdóttir fékk þriðja iPhone XR 64GB símann og Kristín Kristmundsdóttir er 120.000 kr. gjafakorti í Nettó ríkari. Þá fékk Anna MaríaRóbertsdóttir Icelandair ferðavinning í þessum þriðja og síðasta lukkudrætti í Jólalukku Víkurfrétta 2018. Hér koma nöfn þeirra sem voru dregin út í þremur útdráttum í desember:
iPhone XR 64 GB:
Bojana Medic dró úr stóra kassanum sem geymdi þúsundir af Jólalukkum. VF-mynd/pket.
Olga S. Guðgeirsdóttir, Birkiteigi 16, Reykjanesbæ Ólöf Björgvinsdóttir, Ásabraut 11, Sandgerði Guðbrandur Helgi Jónsson, Miðtúni 3, Reykjanesbæ (Afhent á skrifstofu Samkaupa í Krossmóa í Njarðvík)
120 þús. kr. gjafabréf í Nettó:
ÓSKUM SUÐURNESJABÚUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝS ÁRS ÞÖKKUM SAMFYLGDINA Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA
Kristín Kristmundsdóttir, Vatnsholi 7b, Reykjanesbæ Sara Magnúsdóttir, Heiðarhorni 11, Reykjanesbæ (Afhent á skrifstofu Samkaupa í Krossmóa í Njarðvík)
Icelandair 50 þús. kr. gjafabréf:
Anna María Róbertsdóttir, Efstaleiti 69, Reykjanesbæ Valdís Ósk Sigríðardóttir, Austurbraut 6, Grindavík Elísabet Lúðvíksdóttir, Miðgarði 10, Keflavík, (Afhent á skrifstofu Víkurfrétta, Krossmóa 4, Reykjanesbæ)
Guðbrandur Helgi Jónsson vann iPhone XR í öðrum útdrætti Jólalukku Víkurfrétta. Hér afhendir Andrea Sif Þorvaldsdóttir frá Samkaup Guðbrandi vinninginn. Nóa & Síríus konfektkassi:
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@ vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
(Afhent í Nettó, Njarðvík) Ioulia Trofimova, Túngötu 5, Sandgerði Særún Thelma Jensdóttir, Mánagötu 11, Reykjanesbæ Sólveig G. Sigfúsdóttir, Aðalgötu 5, Reykjanesbæ Jóhanna G. Aðalsteinsdóttir, Stapagötu 21, Reykjanesbæ Eved Anciszeloska, Hlíðarvegi 30, Reykjanesbæ Kristveig Ósk Jónsdóttir, Hátúni 21, Reykjanesbæ Hrefna Gunnarsdóttir, Blikabraut 10, Reykjanesbæ Eva María Ómarsdóttir, Skólavegi 3, Reykjanesbæ María Guðgeirsdóttir, Smáratúni 9, Reykjanesbæ Hanna Birna Valdimarsdóttir, Blikatjörn 1, Reykjanesbæ Ellen Stefánsdóttir, Smáratúni 21, Reykjanesbæ Ragnhildur Jónsdóttir, Nónvörðu 2, Reykjanesbæ Stefanía Jóhannsdóttir, Víkurbraut 17, Sandgerði Birkir Aron Mikaelsson, Tjarnarbraut 8c, Reykjanesbæ Kristín María Waage, Heiðarbóli 10, Reykjanesbæ Björn Ólafsson, Tjarnargötu 28, Reykjanesbæ Valgeir Ólafur Sigfússon, Arnarsmára 10 Þóra Jónsdóttir, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ Lilja Sigtryggsdóttir, Bjarnarvöllum 20, Reykjanesbæ Ólöf Ósk Þórhallsdóttir, Suðurvöllum 7, Reykjanesbæ
FLUTNINGASPÁ DAGSINS GARÐUR
REYKJANESBÆR
15 þús. kr. gjafabréf í Nettó Grindavík
Kolbrún Jónsdóttir, Laut 16, Grindavík Ingibjörg Magnea Ragnarsdóttir Suðurhópi 1, Grindavík Jóhanna Einarsdóttir, Vesturhóp 32, Grindavík Gylfi Hauksson, Heiðarhraun 27b, Grindavík Anna Björnsdóttir, Staðarhraun 40, Grindvík Brynjar B. Pétursson, Ásvellir 9, Grindavík, Ása Sif Arnarsdóttir, Staðarhraun 24 b, Grindavík Snorri V Kristinsson, Austurvegur 14 Grindavík Laufey Vilmundardóttir, Baðsvöllum 1 Álfheiður H Guðmundsdóttir, Arnarhraun 18
15 þús. kr. gjafabréf í Nettó Njarðvík/Keflavík
Steinunn Guðbrandsdóttir, Brekkustíg 33a, Reykjanesbæ Soffía Helga Magnúsdóttir, Stekkjargötu 87, Reykjanesbæ Guðríður Vilbertsdóttir, Heiðarholti 36a, Reykjanesbæ Paulina Anna Jurczak, Skógarbraut 1102, Reykjanesbæ Guðmundur Björgvinsson, Gónhóli 3, Reykjanesbæ Bergþóra Ólafsdóttir, Ránarvellir 5, Reykjanesbæ Jóna S. Þórhallsdóttir, Skógarbraut 930-2, Reykjanesbæ Veiga Sigurðardóttir, Lyngholti 20, Reykjanesbæ Anna Lára Vignisdóttir, Vatnsholti 22, Reykjanesbæ Elín Arnbjörnsdóttir, Vallargötu 17, Reykjanesbæ
SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANES SANDGERÐI
GRINDAVÍK
VOGAR
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
12°
4kg
4°
40kg
-20°
150kg
14°
1250kg
12°
75kg
til
Komdu og gerðu frábær kaup!
prósent afsláttur
20 40 40 til
prósent afsláttur
Parket & flísar
prósent afsláttur
Búsáhöld, pottar & pönnur o.fl.
Sjáðu öll tilboðin á byko.is 30% Bílafylgihlutir • 30% Mottur og dreglar • 30% Föndurvörur 20-40% Parket og flísar • 30% Inni- og útiljós • 40% Matar- og kaffistell 40% Glös, bollar og könnur • 40% Pottar og pönnur • 40% Bökunarform, eldföst form • 40% Búsáhöld • 40% Klukkur • 40% Myndarammar 40% Kósy vörur, luktir,kerti,vasar,teppi,hillur,borð • 40% Garn • 40% Plastbox 40% Spil og leikföng • 30% Einhell rafmagnsverkfæri • 30-40% af völdum rafmagsverkfærum BOSCH og RYOBI • 30% BOSCH háþrýstidælur 30% Verkfæratöskur og skápar • 30% Kuldagallar • 30% Öryggisskór 30% Áltröppur og stigar • 30% CAT vinnusokkar • 30% Dovre ullarnærföt 30% Járnhillur • 20-50% Blöndunartæki • 30% Allt Damixa 30% Skil rafmangsverkfæri og fjöldi annarra vara á tilboði!
Auðvelt að versla á byko.is - sendum um allt land
20 40 til
prósent afsláttur
Öll blöndunartæki
Birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndbrengl.
25 60
6
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Tvíburar efstir á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja Tvíburarnir Einar og Gunnar Guðbrandssyni voru efstir á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem útskrifaði nemendur rétt fyrir jól. Einar var dúx skólans með 8,82 í meðaleinkunn en tvíburðabróðir hans var rétt á eftir honum með 8,64. Þriðji meðlimur fjölskyldunnar, systirin
Sólborg, líka tvíburi, útskrifaðist á sama tíma. Systir hennar, Sigríður hafði áður útskrifast frá FS. Að þessu sinni útskrifuðust 65 nemendur; 51 stúdent og 20 úr verk- og starfsnámi. Ítarlega verður fjallað um útskriftina í Víkurfréttum í næstu viku.
Tvíburabræðurnir Gunnar (t.v.) og Einar voru efstir á haustönn. VF-mynd/pket
Bekkjarbókasafnið Bókahillan hlaut samfélagsstyrk Krónunnar:
„Mikilvægt að nemendur geti gripið í góða bók“ segir Jóhanna Helgadóttir, umsjónarkennari í 6. árgangi í Háaleitisskóla
Stúlkur í 6. árgangi að setja saman bókahillu.
Tveir strákar glugga í bækur.
þessir aðilar eru að selja notaðar bækur á mjög hagstæðu verði og leggja þannig samfélaginu lið. Bæði með því að gefa gömlum bókum líf og gera fleirum kleift að kaupa bækur. Í mínum huga skiptir svo miklu máli að það séu til bækur á heimilum fólks, sérstaklega fyrir börn og unglinga.“
Jóhanna Helgadóttir, grunnskólakennari í Háaleitisskóla, í Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum að velja bækur fyrir bekkjarbókasafnið. Háaleitisskóli í Reykjanesbæ hlaut samfélagsstyrk Krónunnar fyrir bekkjarbókasafn í 6. árgangi í október sl. „Ég hef lengið verið þeirrar skoðunar að allir bekkir ættu að eiga sitt eigið bekkjarbókasafn. Það eflir og hvetur nemendur til lesturs. Bækur eru þannig bæði sýnilegar og mjög aðgengilegar nemendum þegar þeir hafa lausa stund. Mér finnst mikilvægt að nemendur geti gripið í góða bók þegar verkefnum kennslustunda lýkur,“ segir Jóhanna Helgadóttir umsjónarkennari í 6. árgangi í Háaleitisskóla.
Bókahillan
Í Háaleitisskóla á Ásbrú stunda nemendur af ólíkum uppruna grunnskólanám. Til þess að efla og hvetja nemendur til lesturs, ásamt því að skapa
meiri lestrarmenningu í árganginum langaði umsjónarkennurum árgangsins að setja upp bekkjarbókasafn undir nafninu Bókahillan. Nafnið kemur úr íslenskunámsefni
árgangsins, Orðspor 2. Í lok hvers kafla er fjallað sérstaklega um barnaog unglingabókmenntir í námsefninu og tvær til þrjár bækur kynntar sérstaklega fyrir nemendum, ásamt umfjöllun um höfunda bókanna.
Styrkurinn
„Við sóttum um styrk til þess að kaupa tvær hillueiningar á hjólum og 60 notaðar bækur, 30 bækur í hvorn bekk fyrir sig. Ég lagði mikla áherslu á það að við myndum kaupa notaðar bækur og styrkja þannig á sama tíma tvö góðgerðasamtök í Reykjanesbæ sem eru að gera mjög góða hluti fyrir samfélagið. Það eru Kompan, verslun á vegum Fjölsmiðjunnar, og Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ. Báðir
Framkvæmd og afrakstur verkefnisins
„Það var að vonum mikil gleði að fá þær fréttir að verkefnið okkar hafi hlotið styrk,“ segir Jóhanna. Strax í kjölfar þess að fréttir bárust frá Krónunni að styrkja ætti verkefnið keypti Jóhanna hillurnar tvær. Nemendurnir voru mjög spenntir að heyra fréttirnar og var sú ákvörðun tekin að þeir myndu sjálfir setja hillurnar saman og dekkin undir. Það kom í hlut allra stúlknanna að gera það þar sem þær eru í námsgreininni Hönnun og smíði fyrir áramót. Kennari þeirra, Óskar Birgisson, var þeim innan handar. Jóhanna segir að stoltið og gleðin hafi ekki leynt sér í andlitum stelpnanna þegar þær rúlluðu
bókahillunum inn í stofurnar í kjölfar þess að hafa sett þær saman. „Fyrir vikið eiga þau miklu meira í þessu verkefni,“ segir Jóhanna. Vetrarfríið í skólanum, í október, nýtti Jóhanna ásamt sínum eigin börnum í það að velja og kaupa bækurnar. „Ég fékk alveg frábærar móttökur í Kompunni og Fjölskylduhjálpinni þegar ég kom til þeirra og sagði þeim frá verkefninu. Ég var komin til þeirra í þeim tilgangi að styrkja þeirra góða málefni, en að sama skapi þótti þeim mikið til framtaksins koma og vildu leggja sitt af mörkum til þess að efla lestraráhuga grunnskólabarna. Það fór því svo að ég fór frá þeim með miklu fleiri bækur en ég átti von á því að geta keypt. Það þykir mér ótrúlega vænt um og get ekki þakkað þeim nægilega vel fyrir áhugann og stuðninginn fyrir verkefninu okkar,“ segir Jóhanna. Jóhanna sneri aftur klyfjuð bókum í skólann eftir vetrarfríið og sáu nemendur í 6. JH um að raða bókunum í hillurnar fyrir árganginn. Bókahillurnar eru á hjólum og því auðvelt að færa þær til í stofunum.
Kæru viðskiptavinir!
Gleðilegt nýtt ár Þökkum góðar móttökur á árinu 2018
Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is • www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding
8
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Heimsótti 35 munaðarlausa Heimurinn er alltaf að verða smám saman betri og betri, segir Húni Húnfjörð sem verður að vinna um áramótin en veit að hann fær veislumat hjá mömmu um hátíðarnar. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu sem er að líða? Ég kláraði að lesa 35 bækur á þessu ári. Ég lærði dáleiðslutækni til að hjálpa fólki að heila sig og kláraði Reiki meistaranámið mitt. Ég fór til Keníu og heimsótti 35 munaðarleysingja sem ég hef séð um í meira en tvö ára núna og keypti jörð þarna til að reisa skóla þar árið 2019. Ég fór til Suður Afríku til Cape Town og gekk í þrjá daga upp á Table Mountain fyrir góðgerðamál. Gaf út eitt nýtt lag á árinu og setti tvö lög í Eurovision forkeppnina, sem komust því miður ekki áfram en er samt stór persónulegur sigur fyrir mig. Ég ferðaðist um Ísland og naut mín í náttúrunni og á æðislegar minningar með fjölskyldunni minni eftir þetta yndislega ár. Ég er svo þakklátur fyrir 2018. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Ég hóf samstarf við OM setrið í Reykjanesbæ og starfa þar núna sem heilari og kennari. Ég kláraði að skrifa fimmtu bókina mína sem ég gaf út 15. desember 2018, eftir að hafa skrifað hana í tvö ár. Innihald bókarinnar er úr þjálfunarprógramminu mínu Focus Gym Be you! sem er núvitundar gönguprógram hannað fyrir íslenskar konur. Bókin heitir You Are Freaking Awesome - Waking up to the Secrets You Already Know. Ég stofnaði félag utan um góðgerðastarfsemina og uppbyggingu á skólanum í Keníu og fagnaði því að ná að hlaupa tíu kílómetra undir 50 mínútum í fyrsta sinn á ævinni á árinu. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Ég verð að viðurkenna að ég horfi ekkert á fréttir. Ég forðast það sem heitan eld að velja mér neikvætt lesefni. Ég heyrði samt útundan mér að einhverjir þingmenn hefðu lent í því að samræður þeirra voru teknar upp, eitthvað sem engin átti að heyra. Hver ertu þegar enginn er að horfa? Nei, ég bara spyr! Hvað fannst þér vera stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Helsta fréttin sem ég tengi við Ísland og það sem gerist í mínum veruleika, er hvað það er mikil vitundarvakning á landinu og fólk orðið opnara fyrir því að við finnum öll svör í lífinu með því að horfa inn á við, enda gerist ekkert fyrir utan líkamann okkar í raun og veru. Allt sem við sjáum, finnum lykt af, snertum, heyrum og smökkum er túlkun
heilans og gerist allt inni í okkur og þess vegna alger óþarfi að leita svara fyrir utan okkar eigin líkama. Íslendingar eru magnaðir og frábært að fylgjast með hvað við erum að verða miklu opnari fyrir knúsi og hóli, en áður þekktist. Heimurinn er alltaf að verða smám saman betri og betri. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Naut og humar, vona ég, hehe. Þar sem ég verð að vinna um áramótin, fer það svolítið eftir því hvað hún yndislega móðir mín ætlar að elda. Ég veit það verður veisla! Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Ég fer yfir árið með þakklæti og upplifi svo það sem ég mun áorka enn betur á næsta ári, strax. Leyfi mér að upplifa það eins og það sé nú þegar búið að gerast. Fagna því strax og upplifi sigrana á árinu 2019 með öllum skynfærum, tilfinningum og ímyndunaraflinu. Svo byrja ég að taka öll litlu skrefin sem þarf til að þetta verði eins og ég sé og upplifi það, með opinn huga og opin augu og þá birtast svörin á leiðinni. Þetta svínvirkar og ég mun halda mig við þessa hefð. Strengir þú áramótaheit? Ég nota ekki hefðbundin áramótaheit, heldur upplifi ég það sem mun verða með þakklæti, ást og fagna því eins og það sé nú þegar búið að gerast. Það að langa að gera eitthvað, er ekki sama og gera eitthvað. Það að langa í eitthvað eða biðja um eitthvað, er staðfesting á því að það er ekki í mínum veruleika í dag. Orkan sem ég sendi frá mér með að langa, dregur að mér meiri langanir og frekari vöntun á því sem ég bið um og það er ekki orkan sem ég vil fara með inn í nýja árið. Ég fer því af stað með orkuna sem segir að ég sé nú þegar kominn með þetta inn í líf mitt og þá birtist fólk og tækifæri á leið minni í gegnum árið sem styðja þá orku. Ég held áfram að láta draumana mína rætast 2019 og gef alltaf af mér eins mikið og ég mögulega get.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN SIGURSTEINSSON Sólhaga, Vatnsleysuströnd,
lést á Hrafnistu Nesvöllum föstudaginn 14. desember. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Haukur Aðalsteinsson Jóna Harðardóttir Margrét Aðalsteinsdóttir Pétur Einarsson Gróa Aðalsteinsdóttir Guðbergur Aðalsteinsson Kristjana Aðalsteinsdóttir Helgi Kristjánsson Steinþór Aðalsteinsson Kolbrún Skúladóttir barnabörn og barnabarnabörn
Eldri borgurum boðið til jólaveislu í Suðurnesjabæ Lionsklúbbur Sandgerðis hefur í mörg ár boðið eldri borgurum í leikhús og mat með stuðningi Sandgerðisbæjar. Fyrir nokkrum árum varð sú breyting á að bjóða til veislu í Samkomuhúsinu með skemmtiatriðum og hefur það lukkast vel. Föstudagskvöldið 14. desember var öllum íbúum 67 ára og eldri í Suðurnesjabæ boðið á jólahlaðborð í Samkomuhúsinu. Um 145 gestir mættu í glæsilegt hlaðborð sem Vitinn sá um. Veislustjóri var Ásmundur Friðriksson alþingismaður og Mummi Hermans spilaði dinner-tónlist. Ungur píanóleikari, Haukur Aronsson, lék nokkur lög. Félagar í Lionsklúbbnum eru fjölhæfir og höfðu endurræst Lionskórinn sem hefur legið í dvala í tuttugu ár. Teknar voru nokkrar æfingar áður en stigið var á svið, tókst söngurinn mjög vel og tekin voru aukalög. Vestmannaeyingarnir Herman Ingi og bróðir hans Helgi spiluðu og sungu lög af plötu sem hljómsveitin Hrafnar er að gefa út.
arctic pet ehf. óskar eftir að ráða starfsmann í verksmiðju fyrirtækisins til að sinna viðhaldi og eftirlitsstörfum. Menntun og hæfniskröfur: • Vélstjóra- eða vélvirkjamenntun kostur • Handlagni og úrræðasemi • Fagmannleg vinnubrögð • Áreiðanleiki, stundvís og jákvæðni • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Góð samskipta- og samstarfshæfni Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Borg Sigurdsson, framkvæmdarstjóri í síma 511-1121. Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á gunnar@arcticpet.com Umsóknarfrestur er til og með 13. janúar 2019. arctic pet ehf. er dótturfélag Ítalska fyrirtækisins Sanypet Group. Fyrirtækið framleiðir gæludýrafóður og starfrækir verksmiðju sína í Garði á Reykjanesi. Fyrirtækið er einnig starfandi á Ítalíu, S-Kóreu, Bandaríkjunum og í Rússlandi.
10
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Kiwaniskonur afhentu Velferðarsjóði Suðurnesja styrk
Sameiningin var stóra fréttin Þorvarður Guðmundsson er hættur að strengja áramótaheit. Núna skrifar hann frekar niður markmið sín fyrir nýtt ár og það hefur gengið mun betur. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Það sem stendur upp úr í einkalífinu þetta árið er fæðing fullkomnasta barns sem fæðst hefur að mínu mati. Ég eignaðist sem sagt yndislega sonardóttur 4. júní og á þá orðið tvö barnabörn sem eru mér mjög kær. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Á árinu 2018 fagnaði ég mörgum persónulegum áföngum sem flestir hafa komið í kjölfar náms míns í markþjálfun sem er alveg ótrúlega öflugt verkfæri. Á árinu ákvað ég svo með mjög stuttum fyrirvara að fara í framhaldsnám í markþjálfun og lýk því námi í maí. Áður en að útskrift kemur ætla ég að sækja um alþjóðlega vottun sem ICF markþjálfi. Lífið snýst því að miklu leyti um þessa nýju samskiptatækni bæði í persónulegu lífi sem og í starfi. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Það sem upp úr stendur á árinu er sú umræða að hlúa að okkur sjálfum, ekki keyra okkur endalaust áfram orkulaus með öllu. Umræðan um að ræða tilfinningar sínar og gæta að eigin andlegu heilsu er mér mjög mikilvæg. Ég þekki það allt of vel, bæði persónulega og í starfi, hvað kvíði og vanliðan geta haft takmarkandi áhrif á lífið og framgang þess. Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Stóra fréttin í nærumhverfinu hér á Suðurnesjum er að mínu mati sameining Sandgerðis og Garðs. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að sameinast enn frekar og þekki það að norðan þar sem ég bjó í 18 ár að þar
HM í fótbolta bjargaði sumrinu sameinuðust sjö sveitarfélög í eitt og það var mikið gæfuspor á öllum sviðum þar. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Undanfarin ár hef ég haft einhverja girnilega grillsteik um áramótin með öllu tilheyrandi. Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég geri að þessu sinni en það verður örugglega eitthvað gott. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Þó svo að ég sé maður hefða þá hafa þær breyst svolítið við það að tveir af þremur sonum eru fluttir að heiman og því erum við að skapa okkur nýjar hefðir. Við fluttum á árinu og höfum núna mjög gott útsýni yfir Reykjanesbæ og því vonumst við eftir góðu veðri á gamlárskvöld til að njóta allra flugeldanna sem bæjarbúar eru svo duglegir að skjóta upp. Strengir þú áramótaheit? Undanfarin tvö ár hef ég skrifað áramótamarkmið fyrir nýja árið. Mér fannst svo erfitt að vera alltaf að brjóta heitin sem ég hafði sett, t.d. að grennast, hreyfa mig meira og margt fleira sem allir þekkja. Ég ákvað því að skrifa niður markmiðaskrá og það hefur virkað mikið betur fyrir mig.
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001 Opnunartími yfir jól og áramót Ráðhús -bókasafn og þjónustuver Lokað 23.-26. desember (þjónustuver einnig 22. des.) Opnar kl. 10:00 27. desember Lokað 29. desember-2. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Duus Safnahús og Rokksafn Lokað 24. og 25. desember Lokað 31. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími.
Kristín Elísabet Pálsdóttir heitir daman en flestir þekkja hana sem Stínu. Hún horfir á skaupið með öðru auganu og segir götuna heima hjá sér verða eins og orrustuvöll á gamlárskvöld því skotgleðin er svo mikil hjá eiginmanninum og nágrönnum. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Afmælisferðin með fjölskyldunni til Grikklands, það er ómetanlegt að hafa tækifæri til að ferðast með börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Maðurinn minn varð sextugur og fyrirtæki fjölskyldunnar tók á móti endurnbyggðu skipi á árinu. Ég kom mér loksins af stað með Krílasálma í Grindavíkurkirkju en þá á ég stund með foreldrum og krílunum þeirra. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Fréttirnar frá Heimsmeistaramótinu í fótbolta björguðu sumrinu. Við vorum næstum því best þannig að það skipti ekki máli þó að himnarnir grétu mest allt sumarið. Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Nýtt framboð Rödd unga fólksins kom, sá og sigraði í bæjarstjórnarkosningunum í Grindavík í vor. Vitandi það að ungt fólk sé tilbúið að taka við keflinu gefur okkur von um bjarta framtíð bæjarins. Svo má ekki gleyma að þakka fyrir að byrjað er að bæta Grindavíkurveginn. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Ég er ekki búin að ákveða nýárssteikina en í
gegnum árin hef ég haft eitthvað einfalt þ.e. kjúkling eða lamb og frúmas og ís í eftirrétt. Eitt árið ákváðum við hjónin að fara út fyrir þægindarammann og hægelda dýrindis nautasteik. Það fór ekki vel, það kostaði svita og tár að ná að borða fyrir miðnætti. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Ég fer í messu klukkan fimm og syng með kirkjukórnum, fer heim og fjölskyldan borðar saman. Við horfum á skaupið, reyndar geri ég það með öðru auganu því ég finn mér alltaf eitthvað til að stússast. Þá tekur skothríðin við og gatan verður eins og orrustuvöllur því skotgleðin er mikil hjá eiginmanninum og nágrönnum. Ég lauma mér inn og horfi á árið hverfa í Ríkissjónvarpinu og hlusta á þjóðsönginn. Eftir það hefst partý þar sem systkini og vinir bætast í hópinn. Strengir þú áramótaheit? Ég strengi ekki formlega áramótaheit en oft fylgja hugsanir um að bæta mig á einhvern hátt.
Störf í boði hjá Reykjanesbæ
Sundmiðstöð/Vatnaveröld Opið 23. desember til kl. 16:00 Lokað 24.-26. desember Opið 31. desember til kl. 11:00 Lokað 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Íþróttamiðstöð Njarðvíkur Lokað 23.-26. desember Lokað 30. desember og 1. janúar Aðra daga er hefðbundinn opnunartími. Gleðilega hátíð!
Kiwanisklúbburinn Varða afhenti Velferðarsjóði Suðurnesja styrk nú fyrir jólin. Kiwaniskonur afla fjárins með Vinkonukvöldi sem haldið er árlega og verður næsta Vinkonukvöld 1. febrúar nk. Frá stofnun hefur Varða styrkt einstaklinga og félög í samfélaginu eins og Velferðarsjóðinn. Nú í ár var ákveðið í samráði við forráðamenn sjóðsins að kaupa bíómiða fyrir skjólstæðinga sjóðsins því það síðasta sem skjólstæðingarnir leyfa sér og börnum sínum er að kaupa afþreyingu. Vörðukonum er það mikil ánægja að geta aðstoðað þá sem minna mega sín við að fara í bíó og fá popp og kók.
Fræðsluvið – grunnskólafulltrúi Velferðarsvið – starfsmaður á heimili ungs manns Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
KRISTÍN MARÍA RÁÐIN UPPLÝSINGA- OG MARKAÐSFULLTRÚI Kristín María Birgisdóttir hefur verið ráðin upplýsinga- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar. Um nýtt starf er að ræða en upplýsingamálum bæjarins sinnti áður Siggeir Ævarsson. Með nýju starfi er markaðs- og ferðaþjónustumálum gefið aukið vægi. Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá þessu. Kristín María hefur starfað sem kennari við Grunnskóla Grindavíkur í tíu ár. Hún var auk þess bæjarfulltrúi frá árinu 2010 fram að síðustu sveitarstjórnarkosningum. Kristín María sat í stjórn Kvikunnar, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur í sex ár. Þá var hún m.a. varamaður í umhverfis- og ferðamálanefnd bæjarins í fjögur ár. Hún hefur verið stjórnarformaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í fimm ár og situr einnig í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Samhliða háskólanámi sínu starfaði Kristín María sem fréttamaður, bæði á RÚV og Stöð 2. Kristín María stundaði nám við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi í stjórnmálafræði. Þá er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla frá Háskólanum á Akureyri. Kristín María lýkur MS prófi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands í vor en undanfarin misseri hefur hún unnið að lokaverkefninu. Kristínu Maríu er óskað til hamingju með nýja stöðu og hún boðin velkomin til starfa. Jafnframt er Siggeiri þakkað fyrir vel unnin störf í þágu bæjarfélagsins og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
11
Söngljúfur fimm barna faðir – Efnir til nýárstónleika í Njarðvíkurkirkju
Keflvíkingurinn Rúnar Þór Guðmundsson hefur alltaf haft það í sér að syngja og fylgdi draumnum eftir þegar hann lauk burtfararprófi í söng árið 2008 hér á Íslandi. Eftir það fór hann í framhaldsnám til Ítalíu í sex mánuði og var í einkatímum hjá hinum þekkta Kristjáni Jóhannssyni við Gardavatn. Bjuggu erlendis í nokkur ár
Rúnar Þór og Alexandra Chemishova sópran bjóða til nýárstónleika í Njarðvíkurkirkju 1. janúar klukkan 20:00. Þau verða með einvala lið með sér en þar má fyrstan nefna Hiroshi sem er japanskur fiðluleikari, Helga Hannesson undirleikara og stúlknakór Stóru-Vogaskóla. Efnisvalið er aðgengilegt og eitthvað sem allir þekkja. Við hittum Rúnar Þór og spurðum hann spjörunum úr.
„Við hjónin fluttum hingað heim með fjölskylduna okkar frá Danmörku sumarið 2017. Við vorum þá tilbúin að koma heim aftur eftir ævintýri í útlöndum með alla fjölskylduna en við fórum fyrst til Noregs árið 2010 og bjuggum þar í fjögur ár. Þar var ég að smíða og frúin að skrifa bækur ásamt því að hugsa um heimilið en hún hefur gefið út tvær barnabækur sem urðu til hjá henni erlendis. Veit ekki hvort hún fái næði til að skrifa meira hér heima, það er allt annað tempó í þessum löndum en hérna. Þó að okkur hafi liðið mjög vel úti þá fannst okkur tími til kominn að snúa heim með krakkana sem eru á aldrinum sjö til 25 ára, fjórir strákar og stelpan yngst. Maður finnur það
að það vantar alltaf stórfjölskylduna og vini þegar maður býr erlendis.“
Byggingarfræðinám í Danmörku
„Þegar við vorum búin að vera í Noregi þessi fjögur ár þá langaði mig að læra meira en ég er trésmiður í grunninn og við fluttum til Horsens í Danmörku. Ég er að útskrifast sem byggingarfræðingur úr tækniskóla þaðan núna um áramót. Ég vildi taka verknámið hér heima og það var ekkert mál svo ég réði mig á Verkfræðistofu Suðurnesja og starfa þar í dag. Ég hef gaman af því starfi en vil einnig syngja og gríp hvert tækifæri sem ég fæ til þess við jarðarfarir, brúðkaup og tónleika sem ég og fleiri stöndum fyrir eins og nú um áramót.
Um síðustu helgi var ég beðinn að syngja á aðventutónleikum í Kópavogi en þar söng ég við undirleik eins færasta organista landsins hennar Láru Bryndísar Eggertsdóttur en henni kynntist ég í Danmörku. Þar í landi komum við stundum fram saman. Hún hafði orð á því þegar ég var fluttur heim að Danirnir vildu heyra meira í mér því þeir voru svo hrifnir af söngnum mínum og það þótti mér mjög vænt um.“
Trésmiðurinn syngjandi í Noregi
„Okkur líkaði einnig mjög vel í Noregi og þar tók ég þátt í mörgum viðburðum með fagfólki innan söngs og tónlistar ásamt því að vinna við smíðar. Mjög gaman að taka þátt þar með góðu fólki. Við bjuggum á milli Stavanger og Bergen en í þeim stóru borgum er mikil tónlistarmenning. Meðan ég bjó í Skandinavíu var ég að syngja töluvert mikið við allskonar uppákomur og fór meðal annars alveg niður til Frakklands, til Ruen, Normandy og Parísar, til að syngja og er sennilega eini
Keflvíkingurinn sem hefur sungið einsöng í kirkjunni Cathédrale Notre Dame de Rouen. Hér heima er ég farin að gefa mér tíma aftur til að syngja opinberlega og við Alexandra ætlum að bjóða gestum okkar upp á perlur úr óperuheiminum þann 1. janúar í Njarðvíkurkirkju og einnig dægurlög, söngleikjalög og fleira sem er aðgengilegt og skemmtilegt fyrir hlustendur okkar. Hún hafði samband við mig en þessir nýárstónleikar eru hugmyndin hennar. Gaman að byrja nýtt ár með fallegri tónlist og ljúfri stund í kirkjunni. Sannkölluð fjölskyldustund en það er frítt inn fyrir börn.“
Kíkið við og gerið verðsamanburð!
Njarðarbraut 1
Opnunartími: Föstudagur 28.des. 10:00 - 22:00 Laugardagur 29.des. 10:00 - 22:00 Sunnudagur 30.des. 10:00 - 22:00 Mánudagur 31.des. 10:00 - 16:00
marta@vf.is
FRÁBÆRU FLUGELDANA FÆRÐU HJÁ OKKUR! STYÐJUM OKKAR LIÐ
ÁFRAM KEFLAVÍK!
SKOTKÖKUR Í HEIMSKLASSA!
K-HÚSIÐ,
HRINGBRAUT 108, KEFLAVÍK
OPIÐ: 28.des. 15 – 22 29.des. 15 – 22 30.des. 12 – 22 31.des. 10 – 16
14
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
Jólastemning
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Það er alltaf líf og fjör í grunnskólum landsins í desembermánuði. Þá finnst mörgum nemendum mjög gaman að taka þátt í öllu því skemmtilega og skapandi starfi sem tengist jólahaldinu. Þennan mánuð er óvenju mikið föndrað í skólum, sungnir jólasöngvar og helgileikur æfður. Svo endar þetta yfirleitt allt í einum stórum viðburði á sal skólans þar sem dansað er í kringum jólatréð, horft á helgileik eða það er alla vegana gert í Njarðvíkurskóla. Þangað fórum við og forvitnuðumst aðeins um jólahald skólans.
í N j a rð ví ku rs kó l a
Gleði og eftirvænting
„Hér er mikið fjör í desember en við ákváðum að dempa okkur aðeins niður fyrstu vikuna í desember þetta árið til að halda nemendum einbeittum við námsefnið. Eftir annan í aðventu byrjuðum við svo með jólasöngva á sal í ár. Nemendur hafa svo gaman af jólastemningunni í skólanum í desember og taka virkan þátt. Verkefnin eru oft jólatengd en þá búa kennarar til sérstök vinnuhefti tengd hátíðarhaldinu. Það skiptir einnig máli að kennararnir séu jákvæðir gagnvart jólafjörinu í desember. Maður upplifir meira af anda jólanna þegar við erum í kringum börnin í desember, því þau eru svo spennt. Að vinna í skóla í desember skapar jólagleði fyrir börnin og okkur í leiðinni. Það er markmiðið að allir komist í jólaskap,“ segir Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri.
Við erum með mjög hátíðlegan dag rétt fyrir jól þegar allir nemendur setjast til borðs í tveimur hollum á matsal og við starfsfólkið þjónum þeim til borðs. Þetta er mjög skemmtileg stund ...
num okkar n ö m s f r a t s m Sendu úum öllum b ja s e n r u ð u S og óskum g o r ju ð e v k r a hátíð á nýju ári r a ld æ s r a f im þe
Margir gluggar í Njarðvíkurskóla eru sérlega fallega skreyttir með litríkum klippimyndum sem sýna ýmis tákn tengd jólum. Þessar gluggaskreytingar eiga sína sögu fékk blaðamaður að vita en Guðný heitin Þorsteinsdóttir, fyrrum myndmenntakennari við skólann, útbjó þær og hannaði árið 1985. Hún fékk nemendur til liðs við sig ásamt Helgu heitinni Magnúsdóttur sem einnig var þá kennari við skólann. „Við fengum athugasemdir frá íbúum þegar við settum ekki upp þessar klippimyndir ein jólin því fólki finnst þetta svo hátíðlegt. Það finnst okkur einnig. Um jólin eru ákveðnar hefðir og þegar einhverri hefð er sleppt þá saknar fólk þess yfirleitt. Í desember erum við með gamlar, góðar hefðir og svo búum við stundum til nýjar. Ein af þeim nýrri er samkeppni sem við köllum jólalegasta jólahurðin en þá skreyta nemendur dyrnar að skólastofunni sinni eins flotta og þeim dettur í hug. Það skapast einskonar hópefli innan hvers bekkjar og mikill spenningur í nemendum um hvaða jólahurð vinnur það árið. Unglingunum okkar finnst þetta ógurlega gaman. Viðurkenning er veitt þeim bekk sem sigrar en úrslitin í ár eru ráðinn með rafrænni kosningu meðal starfsfólks,“ segir Ásgerður sposk. Hefðirnar eru fleiri hjá Njarðvíkurskóla og ein þeirra er sérlega skemmtileg en það er hátíðarmatur á sal þegar kennarar þjóna til borðs. „Við erum með mjög hátíðlegan dag rétt fyrir jól þegar allir nemendur setjast til borðs í tveimur hollum á matsal og við starfsfólkið þjónum þeim til borðs. Þetta er mjög skemmtileg stund. Svo erum við einnig með nýja hefð en það er þegar nemendur mæta í jólalegum fötum og það þurfa ekki að vera jólapeysur þó að margir mæti í þeim en þau mega teygja þetta hugtak og mæta í grænum eða rauðum sokkum ef þau vilja. Þeim finnst þetta
VIÐTAL
Jólalegasta jólahurðin
Marta Eiríksdóttir marta@vf.is
mjög gaman. Jólasöngvar á sal nokkra morgna í desember er einnig vinsælt en það er undirbúningur fyrir jólaballið síðasta daginn fyrir jól þegar allir nemendur dansa í kringum jólatréð á sal. Gamaldags og skemmtilegt jólaball. Svo er ein hefð sem við höfum alltaf haldið inni en það er aðventustund í kirkjunni. Við sjáum að krökkunum finnst þetta hátíðleg stund og þau upplifa ró og frið.“
Lesum fleiri bækur
Margir grunnskólar eru með allskonar átak í gangi til að fá nemendur til að lesa meira af bókum. Það er sagt að ef nemendur fá ekki ást á bókum þegar þau eru yngri þá verður seint hægt að fá þau til þess að sækja í bókalestur seinna. Bókalestur skiptir máli og að nemendur sjái foreldra sína blaða í bók skiptir einnig máli því þau eru fyrirmyndirnar sem börnin horfa til. Ef þau sjá foreldra sína bara hlusta á bækur þá vilja þau einnig bara vera með hljóðbók en undirstaðan verður að byrja í venjulegri bók og að lesa upphátt til að byrja með. Það er lestrarþjálfun sem skilar meiri árangri seinna meir. „Við erum búin að fá ótalmarga höfunda í heimsókn. Þetta fólk sem skrifar fyrir krakkana er svo skemmtilegt fólk og nær svo vel til nemendanna. Þetta eru hálfgerðir skemmtikraftar. Skólinn fær þessa höfunda í heimsókn því það hefur sýnt sig að nemendur vilja frekar lesa bækur eftir að hafa hlustað á höfundana lesa sjálfa upp úr bókum sínum. Þetta örvar og hvetur nemendur til að lesa meira af bókum og það viljum við að þau geri. Börn verða að þjálfast í lestri á meðan þau eru ung svo þau hafi góðan lestrargrunn í framtíðinni,“ segir Ágerður að lokum.
JÓLADAGAR Í REYKJANESBÆ
ÞAKKA FYRIR SIG! Samtökin Betri bær óska Suðurnesjamönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og jólasveinum samstarfið í desember. Færum öllum aðilum sem studdu verkefnið „Jóladagar í Reykjanesbæ“ bestu þakkir.
1. JANÚAR KL.20:00
Blik frá Suðurnesjum TÓNLISTARVEISLA FRÁ SUÐURNESJUM Á HRINGBRAUT OG VF.IS AÐ KVÖLDI NÝÁRSDAGS ÞRIÐJUDAGINN 1. JANÚAR 2019 KL. 20:00
16
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Í heimsreisu með eiginmanninum Myndir: VogarTV
Fjármögnuðu utanyfirgalla fyrir iðkendur Þróttar Vogum - Stofnfiskur styðja barna- og unglingastarf Þróttar Vogum
Rannveig Lilja Garðarsdóttir tók stóra ákvörðun á árinu. Hún er lögð af stað í heimsreisu með eiginmanni sínum. Hún seldi húsið sitt og keypti farmiða aðra leiðina til Tælands og er nú á ferðalagi um Asíu. Rannveig svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Það sem stendur upp úr í einkalífinu á árinu er hvað ég er þakklát fyrir að hafa áttað mig á að ég væri að byrja á nýju æviskeiði með öllum þeim kostum sem því fylgir. Ég ætla að njóta þess og nota það vel m.a. ætla ég að láta alla drauma mína rætast, allavega þá sem ég ræð við að láta rætast. Ég byrjaði árið á að bjóða upp á yoganámskeið heima í stofu og það var svolítið mikið dásamlegt í dimmum janúar, febrúar og mars. Annað sem ég gerði nýtt á árinu var að ég gekk í Oddfellow regluna og hlakka mikið til samverunnar með því góða fólki. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Við hjónakornin tókum stóra ákvörðun á árinu. Eftir nokkurra ára vangaveltur ákváðum við að fá okkur eins árs frí frá vinnu, seldum húsið okkar, keyptum okkur litla íbúð og farmiða aðra leiðina til Bangkok í Tælandi. Við ætlum að ferðast um Asíu fram á vor. Við lögðum af stað 3. nóvember og erum búin að vera í Tælandi í mánuð og erum núna á Filippseyjum á leiðinni til Malasíu. Við erum með Facebooksíðu sem ber nafnið “Staðið uppúr sófanum” fyrir vini, kunningja og alla þá sem hafa áhuga á að fylgjast með þessu ferðalagi. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Klausturbars málið því ég held að bæði al-
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
menningur og stjórnmálafólk eigi eftir að læra margt af því. Mér fannst líka áhugavert og mjög neikvætt að það skuli enn standa til að starta upp Kísilveri í Helguvík eftir allt sem á undan er gengið og vona innilega að það verði ekki af því. Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Hversu lánsöm við hjónin erum því við eigum litríka, fjölbreytta og fallega fjölskyldu. Það er svo ótrúlega gaman að fylgjast með barnabörnunum sem eru að vinna sigra á hverjum degi hvort sem það er sá ársgamli að taka fyrstu skrefin sín eða sá 8 ára einhverfur sem er að læra að fóta sig í lífinu. Stelpuhnokki sem spilar fótbolta með KR, knár drengur sem elskar að veiða, annar sem hugsar einsog heimspekingur og leysir þrautir á methraða og svo eigum við mikið í einni lítilli systurdóttur sem dansar, syngur og bræðir alla í kringum sig.
Barna- og unglingastarfið hjá Þrótti Vogum fékk glæsilegan styrk á dögunum frá Stofnfiski þegar allir iðkendur í knattspyrnu, júdó og sundi hjá Þrótti, fengu gefins utanyfirgalla sem þau munu vera í á mótum og leikjum. Stofnfiskur, sem er með starfsemi í bæjarfélaginu, vildi leggja sitt af mörkum til stuðnings við heilsueflandi samfélag og ákvað að styrkja barnastarfið með veglegum styrk handa iðkendum til kaupa á utanyfirgalla. Marteinn Ægisson hjá Þrótti í Vogum segir þetta dýrmæta gjöf fyrir félagið, því að mæta til keppni sem eitt lið, ein Þróttara-fjölskylda, eflir samheldnina
og liðsheildina hjá félaginu. „Þetta er frábær stuðningur við það starf sem fram fer hjá félaginu og rausnarlegur styrkur sem við hjá Þrótti erum afar þakklát fyrir,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Víkurfréttir. Stofnfiskur á mikinn þátt í þeim uppgangi sem hefur átt sér stað hjá félaginu undanfarin árin. Fyrirtækið hefur styrkt knattspyrnu-
Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Það verður eitthvað gott að hætti þeirra þarna í Malasíu því trúlega verðum við nálægt Kuala Lumpur um áramótin. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Áramótahefðirnar hafa breyst með árunum. Í mörg ár var alltaf borðuð purusteik að hætti húsbóndans og humar í hvítlauksrjómasósu í forrétt sem er algjört lostæti. Nú í seinni tíð hefur þetta breyst í að borða góða nautasteik og jafnvel hnetusteik fyrir húsmóðurina.
deildina síðustu ár með fjárframlagi sem hefur hjálpað til við að styðja við uppgang meistaraflokks félagsins. Einnig kom Stofnfiskur að byggingu stúkunnar við Vogabæjarvöll á sínum tíma. „Það er okkur ómetanlegt að geta leitað til þeirra með verkefni sem stuðla að frekari eflingu félagsins,“ segir Marteinn. Stofnfiskur leggur til 80% af kostnaðinum og foreldrafélagið hjá Þrótti er að koma með 20% af fjármagninu í verkefnið. Á foreldrafélagið miklar þakkir skilið fyrir alla þá vinnu að láta verkefnið ganga upp að sögn Marteins. Guðbjörg Jónasdóttir hjá Stofnfiski segir að það sé mikilvægt að styðja við bakið á íþróttalífinu í Vogum og Stofnfiskur vildi með þessum hætti styðja við bakið á félaginu, yngri iðkendum og foreldrafélaginu hjá Þrótti. Forvarnargildi íþrótta er mikið og þess vegna eigi að styðja vel við þann málaflokk. „Við höfum alltaf litið á okkur sem Þróttara, þetta er félagið okkar. Við þurfum að hlúa að félaginu og fólkinu sem gerir félagið svona frábært eins og það er,“ sagði Guðbjörg að lokum.
Frá afhendingu nýja bílsins á dögunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Strengir þú áramótaheit? Já ég strengi áramótaheit og það snýr alltaf að sjálfri mér. Ég set mér einskonar umhugsunar - verkefni sem ég reyni að hafa í huga allt árið og fer svo yfir það að ári liðnu og athuga hvernig mér hefur tekist og laga það ef þarf.
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
DÓSASEL FÉKK NÝJAN FLUTNINGABÍL Þroskahjálp á Suðurnesjum hefur engið afhenta nýja bifreið fyrir Dósasel sem Þroskahjálp rekur. Bifreiðin er notuð til að sækja gjafadósir og flöskur sem Þroskahjálp á Suðurnesjum áskotnast en t.a.m. þarf að fara alla daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á fleiri staði til að sækja einnota drykkjarumbúðir með skilagjaldi sem gefnar eru til Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Bifreiðin er af gerðinni Ford Transit og er með sérsmíðuðum kassa og vörulyftu. Bíllinn er innfluttur fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum frá Póllandi, þar sem smíðað var á bílinn. Pólska fyrirtækið gaf myndarlegan afslátt af vinnu sinni við bílinn og
velunnarar Þroskahjálpar sáu um innflutning á bílnum án þess að taka þóknanir fyrir. Þá hefur Þroskahjálp á Suðurnesjum staðið straum af kostnaði við að mennta bílstjóra á bílinn sem þurfti aukin ökuréttindi. Mikil afkastaaukning hefur orðið
í Dósaseli í Reykjanesbæ á síðustu vikum eftir að móttökuvélum fyrir flösku- og dósamóttöku var fjölgað úr einni í tvær. Mikið magn einnota drykkjarumbúða fer þar í gegn á hverjum degi en Dósasel getur tekið við meiru og eru Suðurnesjabúar hvattir til að koma með umbúðir sínar þangað og fá greitt skilagjaldið þar. Það skiptir Þroskahjálp miklu því Þroskahjálp á Suðurnesjum fær greitt gjald fyrir hverja einingu sem fer í gegnum móttökustöðina.
18
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Ekki jól án skötu
Margir halda því fram að það séu ekki jól án skötu og aldrei er borðað meira af henni en á Þorláksmessu. Þar sem lyktin er sterk við eldamennskuna kýs fólk frekar að fara á veitingahús eða aðrar samkomur þar sem boðið er upp á skötu á Þorláksmessu. Meðfylgjandi myndir voru teknar annars vegar í Leirunni þar sem ungir kylfingar buðu til skötuveislu og öfluðu fjár til æfingaferðar. Einnig eru myndir frá Réttinum í Reykjanesbæ þar sem fjölmargir komu og gæddu sér á skötu. Sumir létu saltfiskinn duga og enn aðrir fengu sér bara hangikjöt. VF-myndir: Jóhann Páll og Hilmar Bragi
Smáfréttir urðu að stórfréttum Ólafía Ólafsdóttir fer yfir árið á lokadegi ársins með sjálfri sér og skoðar hvað hefur verið gott og hvað hefði mátt fara betur. Hún stefnir alltaf að því að verða betri í dag en í gær. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Þetta ár hefur verið viðburðarríkt í lífi mínu og ég fengið verkefni sem mig hafði ekki órað fyrir að ég myndi nokkurn tímann reyna. Ég hef t.d. fengið að kynnast dómskerfinu okkar og komist að því að það er allt öðruvísi en ég hafði ætlað. Það eru forréttindi í þessu landi okkar að hver og einn getur leitað réttar síns. Þetta snýst allt um réttindi okkar og skyldur. Þannig birtist ábyrgð okkar á eigin lífi. Vorið 2017 lauk ég námi til löggildingar fasteigna, fyrirtækja- og skipasala og það sem stendur helst uppúr á þessu ári er hversu mikið ég hef þroskast í því starfi og hversu færni mín hefur aukist. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Já, ég skipti um vinnustað og færði mig yfir á Fasteignasöluna Bæ í Kópavogi. Þar starfa ég sem löggiltur fasteignasali og líkar vel og keyri á milli frá heimili mínu í Garðinum. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Engin sem kemur mér í hug. Margar smáfréttir voru gerðar að stórfréttum. Þetta eru allt verkefni sem þarf að vinna og í sumum tilfellum gera betur. Þegar smáfrétt verður að stórfrétt þá ættum við öll að líta í eigin barm og reyna að gera betur því þá batnar heimurinn smátt og smátt.
Skjóða og jólasveinar kíktu á jólaball Garðasels Krakkarnir á leikskólanum Garðaseli í Reykjanesbæ tóku jólasveinunum vel á jólaballi sem haldið var í Heiðarskóla. Systir þeirra, hún Skjóða, kom líka og skemmti krökkunum vel. Dansað var í kringum í jólatréð og sungin jólalög. Krakkarnir voru ánægðir með gestina og ljósmyndari Víkurfrétta leit við og smellti nokkrum myndum.
Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Stóra fréttin í mínu nærumhverfi er að kísilverksmiðjan eigi hugsanlega að fara aftur í gang. Ekki líst mér á það enda verksmiðjan allt of nálægt íbúðabyggð. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það velferð fólksins sem skiptir meira máli. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Kalkún enda ekki mikið fyrir reyktan mat. Þykir reyktur matur góður en hann fer ekki vel í mig. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Á lokadegi ársins fer ég yfir árið og skoða hvernig árið hefur verið, hvað hefur verið gott og hvað hefði mátt betur fara. Strengir þú áramótaheit? Ekki beint en ég set mér raunhæf markmið sem ég stend oftast við. Ég stefni alltaf að því að verða betri í dag en í gær.
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
19
Stórir áfangar á árinu Það sem stendur upp úr var að verða afi á árinu og eignast nafna, segir Ólafur Árni Halldórsson sem strengir ávallt áramótaheit sem snýst um það að bæta sjálfan sig.
Eykt byggir fyrsta áfanga Stapaskóla Reykjanesbær og Eykt ehf. hafa undirritað samning um byggingu fyrsta áfanga Stapaskóla. Framkvæmdir eru hafnar en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tilbúinn haustið 2020. Börn á yngri skólastigum munu þá hefja nám við Stapaskóla. birgðahúsnæði. Áætlað er að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun árið 2020. Vinna við þann áfanga er nú hafin. Í janúar 2019 verður haldinn kynningarfundur um nýja skólann, þar sem
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Íbúðarhúsið sem við hjónin byggðum og höfum búið í síðustu 11 ár var selt og nýtt keypt. Rekstur fyrirtækis okkar Sápan er nú að klára tíunda árið sitt og flutti í nýtt rými í sama húsi. Þetta eru stórir áfangar á árinu. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Fréttir af því að nú ætli ríkið að setja upp veggjöld á öllum hornum í gatnakerfinu. Að mínu mati óþarft ef fjármunum er ráðstafað eins og eðlilegt væri miðað við þau gjöld sem þegar eru tekin af okkur. Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Það eru váleg tíðindi þegar við fréttum af uppsögnum fólks svo hundruðum skiptir í okkar nærumhverfi. Sorglegt og tekur tíma að laga.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar undirrita samninginn.
a s s am s a p a n?
v m ið a u r E ð
Undirbúningur við nýjan skóla í Dalshverfi hófst árið 2016 með vinnu undirbúningshóps sem skilaði skýrslu í júní 2016. Niðurstaða hópsins var sú að byggður yrði heildstæður skóli, leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaskóli og félagsmiðstöð. Skólinn, sem staðsettur er í austasta hluta bæjarins, á jafnframt að geta þjónað grenndarsamfélaginu sem einskonar menningarmiðstöð. Fullbúinn verður hann rúmlega 10.000 m² að stærð. Farið var í útboð um hönnun nýja skólans og varð samkeppnistillaga Arkís arkitekta fyrir valinu. Skólinn á að bera þess merki að horft sé til framtíðar um leið og kröfum samtímans er mætt. Megin einkenni skólans verður sveigjanleiki, í kennsluháttum, í nýtingu rýmis, í skipulagi vinnudags og skilum á milli skólastiga. Efnt var til samkeppni um nafn á nýja skólann haustið 2017 og varð Stapaskóli fyrir valinu. Á lóð skólans er nú rekið útibú frá Akurskóla í bráða-
hönnun skólans verður sýnd, staðan tekin og farið yfir næstu áfanga. Nú er unnið að því að setja upp aðstöðu fyrir starfsmenn á byggingarstað og að girða af framkvæmdasvæðið en í samtali við Víkurfréttir sagðist Páll Daníel Sigurðsson framkvæmdastjóri Eyktar vonast til þess að geta hafið byggingaframkvæmdir strax í fyrstu viku á nýju ári.
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Ekkert stendur hærra en að fá nýjan nafna og ná loks þroska til að bera nafnbótina „afi“.
Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Um áramót höfum við hjónin oft reynt að
hafa eitthvað í matinn sem við höfum ekki borðað áður. Vandi er því um slíkt að spá að þessu sinni. Til vara er þó alltaf biti af hamborgarhrygg. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Síðustu 10 ár hefur það verið hefð að endurskipuleggja rekstur heimilis og fyrirtækis strax í byrjun janúar með það að markmiði að ná betri árangri á nýju ári. Strengir þú áramótaheit? Já, hef gert það í mörg ár. Alltaf snýst það um að bæta sjálfan mig á einhvern hátt. Þannig ákvað ég fyrir mörgum árum að fara t.d. í nám. Fyrst framhaldsskólanám og síðar áfram til náms í nokkrum háskólum.
Aðstoðarverslunarstjóri óskast í Krónuna Fitjum Menntunar- og hæfniskröfur • • • •
Menntun í viðskiptafræði eða verslunarstjórnun er kostur Reynsla af matvörumarkaði er kostur Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2019 Umsækjendur sækja um á: kronan.is/atvinna
kronan.is
20
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Uppskrift að ljúffengri máltíð á gamlárskvöld Við fréttum að Bidda væri sannkallaður listakokkur og ákváðum að leita til hennar og biðja um góða uppskrift að hátíðarmat um áramót. Hún sagðist elda mikið eftir tilfinningunni og að uppskriftir væru aðeins innblástur. Bryndís Rúnarsdóttir er menntuð í matseld og lauk námi í matartækni frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2015. Bidda býður lesendum Víkurfrétta upp á heimagerðan, girnilegan graflax í forrétt, safaríka kalkúnabringu í aðalrétt og unaðslegan núggatís í eftirrétt. Verði ykkur að góðu!
Jakub Grojs. Bidda gerir glæsileg veisluborð.
Graflax
2 fersk, beinhreinsuð laxaflök með roði
Kryddlögur:
blanda saman í skál: 4 msk. salt 8 msk. sykur 2 msk. pipar smá aniskrydd 1 bolli dill 1 heil krukka graflaxblanda frá Pottagöldrum 1 stk. smátt saxaður laukur
Aðferð:
Setjið laxaflökin í eldfast mót, snúið roði annars flaksins niður og smyrjið kryddleginum yfir,
Spennandi réttir um áramót
leggið hitt flakið ofan á svo roðið snúi upp. Kryddlögurinn er nú á milli flakanna. Snúið þessari samloku einu sinni á sólarhring í fjóra daga en Bidda vil hafa þetta vel grafið.
Graflaxsósa:
6 msk. majónes sem þeytt er eitt og sér fyrst 3 msk. sýrður rjómi 18% 6 msk. danskt, sætt sinnep 1 msk. hunang smá salt og pipar 2 msk. dill Öllu hrært saman deginum áður því þá verður sósan bragðbetri segir Bidda.
Fylltir hálfmánar.
Pólskur jólamatur er forvitnilegur fyrir okkur sem erum vön íslenskum hátíðarmat. Við fengum Jakub Grojs, matreiðslunema hjá SOHO, til að deila með okkur uppskriftum frá heimalandi hans, sem gaman væri að prófa um hátíðarnar. Verði ykkur að góðu!
Fylltir hálfmánar 500 gr súrkál 50 gr þurrkaðir sveppir 1 laukur meðalstór salt og pipar eftir smekk 1 msk. olía
Deigið:
500 gr hveiti 1 eggjarauða heitt soðið vatn
Aðferð:
Hreinsið sveppina og setjið í pott og hellið yfir köldu vatni. Látið standa í nokkrar klst. (þrjár til sex klst.) Sjóðið sveppina í sama vatni og þeir lágu í, setjið lok á pottinn svo sveppirnir mýkist. Síið soðna vatnið frá og geymið soðið þar til á eftir. Skerið soðnu sveppina í litla bita. Látið vatn síast einnig frá súrkálinu, sérstaklega ef það er of súrt og skerið í litla
bita. Setjið í pott og hellið vatni yfir og sjóðið þar til mjúkt í 45 mínútur til eina klukkustund. Eftir suðu sía vökvann vel frá. Saxið laukinn í smáa bita og steikið í olíunni. Bætið sveppunum saman við og steikið létt saman. Eftir litla stund bætið súrkálinu saman við. Kryddið með salti og pipar. Steikið allt saman í tvær til fjórar mínútur. Leyfið þessu öllu að kólna. Fyllingin er bragðmikil.
Undirbúið deigið á meðan innihaldið kólnar.
Kalkúnabringur 2 stk. 3,5 kg
Kryddlögur:
Bræða 250 gr af íslensku smjöri 3 msk. sojasósa sett út smjörbráðið 1 msk. paprikuduft ½ krukka kalkúnakrydd Pottagaldrar Veltið þiðnum kalkúnabringum upp úr þessum kryddlegi ofan í ofnskúffu. Bakið í ofni á 170°C í 30–40 mínútur á hvert kíló Penslið kjötið með soðinu aftur og aftur á hálftíma fresti því þá helst kjötið safaríkt og mjúkt. Það verður einnig fallegt á litinn af soðinu.
Heit sósa:
3 stilkar af sellerí skornir smátt 2 gulrætur smátt skorið 1 laukur saxaður smátt 1 msk. kalkúnakraftur vatn soð úr ofnskúffunni
Hitið olíu í potti og léttsteikið sellerí, gulrætur og lauk. Hellið smá vatni út í og kalkúnakrafti. Sigtið einn bolla af soði út í og látið sjóða í 35–40 mínútur. Sjóðið saman og þykkið með smjörbollu (smjör og hveiti). Setjið smá sósulit í restina ásamt 1 msk. af gráðosti, 1 msk. af rifsberjasultu og hátt í pela af rjóma. Hitinn lækkaður í lokin.
Fylling:
10 brauðsneiðar skornar í teninga 1 box sveppir, smátt skornir 1 laukur, smátt skorinn 3–4 sellerí stilkar Steikt upp úr smjöri og brauð sett út í Þeyta fimm egg á móti 250 gr af rjóma salt og pipar sett í eggjablönduna 2 tsk. Poultry Seasoning frá McCormick smá rósmarínkrydd Eggjablöndunni hellt yfir brauðið og bakað í ofnskúffu í 30–40 mínútur á 180°C Berið fram með td. brúnuðum kartöflum og Waldorf-salati, grænum baunum, maískorni og rauðkáli.
Núggatís Bræðið tvo bolla af sykri beint á pönnu við vægan hita, hrærið í og hellið á bökunarpappír, látið harðna og kólna. Setjið í plastpoka og myljið smátt með kjöthamri. 5 eggjarauður 125 gr flórsykur Hrært saman 5 eggjahvítur, stífþeyttar sér 2 pelar rjómi, þeytt sér
Blandið öllu varlega saman með sleif, eggjahvítan stífþeytta næstsíðust út í og endið á að bæta brædda sykrinum saman við.
Setjið hveiti í skál, bætið eggjarauðu saman við og hrærið. Hellið heitu vatni rólega saman við frá katlinum, ekki sjóðandi vatn þó. Blandið vel saman við vatnið. Deigið á ekki að vera klístrað. Búið til litlar deigkúlur. Fletjið út eina í einu á hveitistráðu borði en geymið á meðan hitt deigið í skál og setjið viskustykki yfir svo deigið þorni ekki. Búið til litla hringlaga deighringi og setjið fyllingu í miðjuna með teskeið. Notið lítið kökukefli til að fletja hvern deigbolta í litla köku á hveitistráðu borði. Brjótið saman deigið í hálfmána og þrýstið kantana vel saman strax. Þegar hver hálfmáni er klár þá raðið þeim upp, stráið hveiti yfir og leggið viskustykki ofan á svo hálfmánarnir þorni ekki. Hitið stóra pönnu með nokkrum matskeiðum af olíu. Raðið hálfmánum varlega í pönnuna og hellið 50 ml af vatni yfir. Setið lok yfir pönnuna og steikið á miðlungshita í um tíu mínútur.
Fylltar pönnukökur uppskrift að 8–10 stk.
Fylling með sveppum og hvítkáli 300 gr súrkál 300 gr sveppir 350 ml kjötsoð 1–2 hvítlauksrif steinselja 2–3 tsk. Allspice (krydd) 2 stk. lárviðarlauf olífuolía salt og pipar
Pönnukökur 250 ml hveiti 1 bolli mjólk 1 bolli vatn 2 egg 2 msk. olía salt Brauðmylsna: egg brauðrasp
Aðferð:
Fylling Skera lauk og hvítlauk í smáa bita. Skera sveppina til hálfs. Setjið lauk, hvítlauk og sveppi á pönnu og steikið. Skerið súrkál í smátt. Steikið á pönnunni í fimm mínútur og bætið við kjötsoði, súrkáli, kryddi, steinselju, salti og pipar. Steikið með lokinu á við lægri hita í 35–40 mínútur.
Fylltar pönnukökur. Pönnukökur
Blandið saman hveiti, vatni, mjólk og eggjum. Meðalhiti á pönnunni. Minna en meira af olíu.
Pönnukökur með fyllingu
Setjið 1½ til 2 matskeiðar af fyllingu ofan á hverja pönnuköku. Rúllið pönnukökunni saman og dýfið ofan í eggjahræru með brauðmylsnu. Steikið í olíu þar til gullið á litinn.
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
21
Alltaf lærdómur fólginn í öllu „Þetta ár er búið að vera mjög viðburðarríkt, krefjandi og skemmtilegt,“ segir Elenora Rós Georgesdóttir en hún var valinn maður ársins 2017. Víkurfréttir litu til hennar núna rétt fyrir jól en þá var hún nýbúin að baka stóra súkkulaðitertu sem lesendur vefsíðu Víkurfrétta fengu að bjóða í. Keilir á Ásbrú bauð 30 þús. kr. í kökuna flottu og gaf hana svo til leikskólabarnanna á Velli. Allur ágóði rann í Velferðarsjóð Suðurnesja. Ætlar að verða bakari
Elenora Rós „Maður ársins á Suðurnesjum 2017“ með glæsilega jólatertu sem hún bakaði. VF-mynd/Marta.
Sissi fór loksins á skeljarnar Hjá fjölskyldu Fríðu Stefánsdóttur var einu sinni alltaf farið í áramótaleik þar sem allir skrifuðu niður áramótaheit sem var svo skoðað ári seinna til að gá hvernig til hafi tekist. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Sissi maðurinn minn fór loksins á skeljarnar og trúlofuðumst við núna í nóvember. Ég fékk nýja vinnu sem deildastjóri við Sandgerðisskóla en ég hef verið kennari þar í tíu ár. Svo náði ég líka inn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum en þar hafa verkefnin verið mörg og þá sérstaklega í kringum sameininguna. Það sem stóð líka upp úr er árangur stjúpbarna minna. Elsti strákurinn útskrifaðist og hóf nám við Háskólann á Akureyri og elsta stelpan útskrifaðist sem stúdent núna í desember úr FS. Þetta árið fermdist líka næst yngsta stelpan og yngsta skottan er alltaf að slá í gegn í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. 2018 var í alla staði alveg frábært og afreksmikið ár. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Ég byrjaði í nýrri vinnu og hóf lokaáfangann í meistaranámi mínu MPA í opinberri stjórnsýslu. Ég byrjaði líka í Alpha gym sem er klárlega ein besta ákvörðun 2018. Frábær staður sem ræktar mann að innan sem utan. Alveg æðislegt starfsfólk. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Leiðinlegt hvað neikvæðar fréttir sitja lengur í manni en ég verð að nefna að Klausturmálið hafi verið það fréttaefni sem situr hvað mest í mér.
„Ég vildi fara í framhaldsnám tengt áhugamáli mínu en það er að baka. Ég hef bakað síðan ég var ellefu ára. Mamma fékk aldrei að hjálpa mér að baka en hún fékk að þrífa eftir mig,“ segir Elenora hlæjandi og verður dálítið grallaraleg á svipinn þegar hún segir þetta. „Ég er bakaranemi hjá Brauð & Co og það er rosalega gaman að læra þar. Þó að námið sé mjög krefjandi þá er það einnig gefandi og þroskandi. Þetta er verklegt nám og skiptist þannig í bóklegt nám í MK og verklegt nám á vinnustað sem er í mínu tilfelli Brauð & Co. Ég læri að aga sjálfa mig í þessu námi því ég verð að mæta á réttum tíma og ef ekki, þá er talað við mann. Þetta er aðeins öðruvísi þegar maður er í skóla, aðeins strangara að vera á vinnustað. Núna er ég að keyra inneftir til Reykjavíkur á hverjum degi og ég viðurkenni að ég verð stundum svolítið þreytt og hlakka til þegar ég fer í MK næsta haust og hitti vini mína þar. Ég þarf alveg að skipuleggja tíma minn þegar ég vil hitta vini mína núna því stundum á ég að vera mætt í vinnu eldsnemma og þá er betra að fara að sofa fyrr um kvöldið. Ég þarf samt ekki að mæta í bakaríið eins snemma og bakararnir sjálfir en þeir eru að mæta frá miðnætti til klukkan þrjú um nóttina. Það er unnið á vöktum.“
Tertan flotta var boðin upp á Facebook-síðu Víkurfrétta og Keilir á Ásbrú bauð hæst, 30 þúsund kr. Keilisfólk ákvað hins vegar að gefa leikskólakrökkum á leikskólanum Velli í þar næsta húsi kökuna flottu. Hér eru fulltrúar Vallar, þær Steinunn Gyða Guðmundsdóttir og Ragnheiður Sölvadóttir ásamt Hjálmari með kökuna góðu. VF-mynd/pket. mjög gaman að búa til uppskriftir en það er alltaf ákveðið sem þarf að vera í uppskrift til þess að hún heppnist. Það er ákveðin eðlisfræði og ég prófa mig áfram, finnst gaman að því. Draumur minn er að opna bakarí hérna suðurfrá og kaffihús þegar ég er búin að læra. Það væri mjög skemmtilegt.“
Finnst skemmtilegt að hjálpa fólki
Elenora Rós hefur sjálf reynslu af því að liggja á sjúkrahúsi sem lítið barn og hefur staðið fyrir Guðfinna besta söfnun handa Barnavinkona mín. Gaman að búa til uppskrift spítala Hringsins. „Ég var „Þetta er búið að vera mjög svo mikið veik sem barn og viðburðarríkt ár. Ég tók þátt í veit að hver króna skiptir máli kökublaði Vikunnar um daginn og sem safnað er fyrir spítalann. Mér vann smákökukeppni sem Nói Síríus finnst ótrúlega skemmtilegt að hjálpa og Kornax stóðu fyrir. Mér finnst fólki. Ég fékk um síðustu helgi hóp af fólki og fyrirtækjum í lið með mér og hélt viðburð til styrktar minningarsjóði Einars Darra í Fríkirkjunni Reykjavík. Þar söfnuðust 200.000 krónur sem mér fannst alveg frábært en þessir peningar fara í forvarnarfræðslu á vegum minningarsjóðs Einars Darra.“
Dale Carnegie-þjálfari
Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Klárlega að Reynismenn unnu alla leikina sína í sumar og urðu Íslandsmeistarar í 4. deild karla. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Ég bara veit það ekki. Ég er í mat hjá tengdó um áramótin og hefur matseld þeirra aldrei klikkað. Júlla og Jón Bjarni eru algjörir snillingar í eldhúsinu. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Hjá fjölskyldu minni var einu sinni alltaf farið í áramótaleik. Allir skrifuðu niður eitt áramótaheit og svo voru þau lesin upp ári seinna og giskaði þá hver og einn, á það hvað hver hafði sett sér sem áramótaheit síðast. Strengir þú áramótaheit? Nei ég get ekki sagt það. En ég er mjög dugleg í markmiðasetningu og set mér lengri og styttri tima markmið regulega. Svo er bara stærsta markmiðið að læra af hverjum degi og alltaf að horfa fram á veginn.
Ragnhildur Lilja bróðurdóttir mín og ég í Danmörku.
„Já, árið 2018 var ótrúlega spennandi. Ég fór til Danmerkur að heimsækja bróður minn og fjölskyldu hans. Svo fékk ég að skoða bakarí á Englandi. Ég fékk allskonar skemmtileg verkefni
sem bara komu til mín. Ég var beðin um að vera Dale Carnegie-þjálfari en það hafði verið draumur minn alveg síðan ég fór sjálf á námskeið hjá þeim. Mér fannst rosalega skemmtilegt að vera þjálfari og styðja aðra í að verða sjálfsöruggari. Svo var mér boðið að vera með í Girls for Girls-verkefni sem kemur frá Harvard-háskóla sem var haldið hér á Íslandi. Þar er verið að koma ungum stelpum saman sem hvetja hver aðra, hlusta og læra af hver annarri. Það var mjög lærdómsríkt og hvetjandi. Ég ákvað að segja JÁ við áskorunum á þessu ári, ekki segja nei. Það skiptir máli að vera opin fyrir tækifærum.“
Tekur sér stundum hvíldardag
Þegar hlustað er á Elenoru Rós finnur maður glöggt hvað hún er orkumikil og dugleg að hrinda verkefnum í framkvæmd. „Stundum verð ég þó að eiga dag með sjálfri mér. Ef ég vil slaka á tek ég dag í það og þá ligg ég í rúminu og finnst best að lesa í bók. Það er svo róandi. Ég hef það huggulegt með sjálfri mér því ég veit að til þess að halda það út í svona mörgu þá verð ég líka að fá hvíld. Mamma minnir mig líka á það þegar hún sér að ég er að gera of mikið. Amma er líka góð og hefur kennt mér slökun. Það er mjög gott og þá slaka ég vel á og nota þetta stundum til að sofa vel. Það er svo gott að kunna slökun og svo finnst mér æðislegt að fara í rólegan jógatíma.“ marta@vf.is
Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs. Með þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. Mikið úrval af ljúffengu sjávarfangi í áramótamatinn.
22
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
Frá bestu loftgæðum í öfgar þeirra verstu „Samanlögð losun Helguvíkurkísilveranna verður ef allt fer sem horfir nokkuð yfir 2.000 tonnum á sólarhring. Það verður þá sérstakt andsvar Reykjanesbæjar til Parísarsamkomulagsins um minni losun gróðurhúsalofttegunda“
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum – áskoranir og tækifæri Sterk og örugg heilbrigðisþjónusta er mikilvæg fyrir samfélagið allt, vinnustaði, sveitarfélög og einstaklinga. Um langt árabil hefur útgjaldaaukning til heilbrigðismála runnið fyrst og fremst til einkaaðila og annarra sem veita þjónustu samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands en opinber þjónusta setið á hakanum. Þessu hefur nú verið snúið við með eflingu heilsugæslunnar um land allt, fjármögnun geðheilbrigðisáætlunar og skóflustungu að nýjum Landspítala við Hringbraut en betur má ef duga skal. Ítrekað hefur verið bent á mikilvægi þess að við horfum heildstætt á heilbrigðiskerfið okkar og ríkið sé meðvitað um það hvaða þjónustu verið er að kaupa, hver skuli vera gæði hennar og hvaða árangurs sé vænst. Grundvöllur þess að svo megi vera er skýr heilbrigðisstefna þar sem heildarsýn liggur fyrir og horft er til lengri framtíðar en fjárlaga næsta árs. Í drögum að heilbrigðisstefnu er fjallað um þrjú stig heilbrigðisþjónustu þar sem heilsugæslan er skilgreind sem fyrsta stigs þjónusta, Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri sem þriðja stigs þjónusta. Annars stig þjónusta er er sú heilbrigðisþjónusta sem veitt er þar á milli. Á því stigi er mikilvægt að þjónustan sé skilgreind, hver hún skuli vera og númer eitt hverjar séu þarfir íbúanna sjálfra, sjúklinganna, fyrir þjónustu. Til grundvallar liggur sú sýn að þjónustan sé veitt á réttum stað, að ekki sé um tvíverknað að ræða eða óhóflega bið eftir þjónustu. Það er löngu vitað að plástrar og skammtímalausnir duga ekki. Allt heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur búið við viðvarandi álag um langt árabil og þótt kerfið sé
í meginatriðum að skila mjög góðum árangri þá er ljóst að við getum að svo mörgu leyti gert betur. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur ekki farið varhluta af þeim áskorunum sem heilbrigðiskerfið hefur staðið frammi fyrir. Að auki er um að ræða gríðarlega fjölgun íbúa og mikið álag vegna ferðamanna ekki síst vegna nálægðarinnar við alþjóðaflugvöllinn. Suðurnesin eru í mikilli nálægð við höfuðborgarsvæðið og njóta þess að hluta en hafa líka í vissum skilningi goldið þess. Nálægðin veldur því að það er styttra að sækja þjónustuna inn á höfuðborgarsvæðið en líka því að heilbrigðisstofnanir á svæðinu eru að hluta til í samkeppni við höfuðborgarsvæðið um starfsfólk til að manna þau störf í heilbrigðisþjónustu sem þar er að finna. Frá því ég tók við í embætti heilbrigðisráðherra hefur fjöldi fólks frá Suðurnesjum komið að máli við mig; öldungaráðið, starfsfólk og stjórnendur heilbrigðisstofnunarinnar, sveitarstjórnarmenn, þingmenn, félagasamtök og íbúar. Auk þess sat ég opinn fund með íbúum þar sem þessi mál bar öll á góma. Áhyggjurnar af heilbrigðisþjónustunni sem fram hafa komið á þessum fundum eru margþættar og lúta að þeim áskorunum sem hér hafa verið nefndar auk annarra þátta. Nýs forstjóra bíða fjölmörg verkefni; áskoranir en ekki síður sóknarfæri í því að efla stofnunina sem lykilstofnun á svæðinu. Mikilvægt er að í slíku uppbyggingarstarfi sé samstarf öflugt við alla þá aðila sem vilja veg stofnunarinnar sem mestan og bæta heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
Íbúar Reykjanesbæjar eru afar lánsamir að njóta mikilla loftgæða, þrátt fyrir að vera í næsta nágrenni við umsvifamikinn alþjóðaflugvöll og hafa einu sorpbrennslustöð landsins í bæjarfélaginu (Kalka í Helguvík). Að öðru leyti deila þeir sömu umhverfisáhrifum, t.d. frá umferð, og önnur þéttbýlissvæði í landinu. Þeir njóta jafnframt, með öðrum í byggðum landsins, eins hreinasta orkugjafa sem völ er á í heiminum til húshitunar og raforkuþarfar samfélagsins. Á hinum enda orkugjafa heimsins, þ.e. þess óhreinasta, eru kol. Brennsla þeirra veldur einna mestum mengunar- og eituráhrifum einstakra orkugjafa í andrúmsloftinu.
Tíföldun kolabrennslu
Á vef RÚV þann 12. febrúar 2017 var umfjöllun um áætlaða kolanotkun kísilvera í framtíðinni á Íslandi. Þar kemur fram að heildarársbrennsla kola við kísilframleiðslur verði rúmlega 380 þúsund tonn. Þar af verði brennd 195 þúsund tonn hjá Thorsil og 120 þúsund tonn hjá United Silicon (núna Stakksberg, næst?). Í tölum frá Hagstofunni má sjá að brennsla kola á Íslandi var í 150 ár (1840–1990) að meðaltali 39 þúsund tonn á ári. Mest var flutt inn árið 1937, um 178 þúsund tonn. Áformað er sem sagt að nánast tífalda árs brennslu kola á Íslandi og bróðurpartinn í Helguvík.
Gróðurhúsa- og eituráhrifin
Við brennslu á kolum myndast mörg mishættuleg efnasambönd. Tvö afar skaðleg efnasambönd eru í mestu magni. I. Koltvísýringur/Koldíoxíð (CO2) og II. Brennisteinstvíoxið (SO2). Fyrir hvert eitt tonn af kolum má gera ráð fyrir að allt að 2,86 tonn af koldíoxíð (CO2) fari út í andrúmsloftið. Samanlögð losun Helguvíkurkísilveranna verður ef allt fer sem horfir nokkuð yfir 2.000 tonnum á sólarhring. Það verður þá sérstakt andsvar Reykjanesbæjar til Parísarsamkomulagsins um minni losun gróðurhúsalofttegunda. Bítla- og
íþróttabærinn okkar verður þá einnig frægur fyrir að menga mest og vera skítugast sveitarfélaga á Íslandi. Þegar kemur að brennisteinstvíoxíð (SO2) ræðst það af hreinleika kolanna og brennsluhitanum hversu miklu eitri verksmiðjurnar munu dreifa út frá Helguvík. Matsáætlun Verkís verkfræðistofu gerir ráð fyrir 1,5% af hverju tonni brenndra kola hjá Stakksbergi, sem verða rúmlega fjögur tonn á dag. Þekkt er losun allt að 6% af hverju tonni við lágan brennsluhita og óhrein kol. Við bestu nýtingu, en að viðbættri losun Thorsil mun losunin þá verða tólf tonn á dag og verður, ef nýtingin er 6%, tæp 49 tonn. Það er meiri SO2-losun en allur skipafloti og flugfloti landsins losar að meðaltali á dag. Í skýrslu sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið/Velferðarráðuneytið gáfu út: Hreint loft, betri heilsa í apríl 2013, á bls. 17, er athyglisverð málsgrein um áhrif m.a. kolabrennslu (bruna jarðefnaeldsneytis). „Brennisteinsdíoxíð hefur slæm áhrif á öndunarfæri, einkum hjá þeim sem eru undir líkamlegu álagi vegna þess að þá er öndunin tíðari og SO2 mengaða loftið gengur lengra niður í lungu. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni frá 2011 gætir heilsufarsáhrifa brenni-
steinsdíoxíðs við mun lægri styrk en áður var haldið. Um er að ræða styrk sem er talsvert lægri en núgildandi mörk samkvæmt reglum Evrópusambandsins sem íslensk mörk byggja á. Mikilvægt er því að halda styrk þess eins lágum og kostur er.“ Svo má einnig benda á mikinn tæringarmátt brennisteinsoxíðeitursins. Á sólskinsdögum, þegar hæga norðanáttin leikur við menn og málleysingja í Reykjanesbæ, er viðbúið að máttur SO2 verði mestur við að tæra silfrið og aðra góðmálma bæjarbúa. Verða loftgæði og heilsa íbúa látin í hendur fjárfesta í Helguvík? Frá bestu lífsgæðum í öfgar þeirra verstu er baráttan um þessar mundir. Fylgjendur og talsmenn kísilvinnslu í Helguvík minnast varla orði á kolefnisspor og því síður á versnandi loftgæði og afleiðingar þess. Benda á kísilver sem eru í miðbæjum norskra bæja, tala um hveitifræ litlu gulu hænunnar og mikilvægi framlags Helguvíkurkísilveranna til tækniframfara í heiminum. Þeir gefa lítið fyrir upplýsingar um framlagið til ört vaxandi gróðurhúsaáhrifa, aukningu á súrnun sjávar hér á norðurhveli eða neikvæðum heilsufarsáhrifum á fólkið og dýrin sem ala sinn aldur í nágrenninu.
Skrifað er (Matteus 7.6):
„Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig“. Við eigum eftir að sjá hvort „kerfið“ og fulltrúar íbúa Reykjanesbæjar meta meira þær heilögu perlur, sem loftgæði og heilsa íbúanna er, eða hundsbitin og meðferðina á perlunum ef þeir láta það í hendur fjárfesta í Helguvík. Þetta árið og vonandi til framtíðar munum við halda ó-eitruð gleðileg jól. Reykjanesbæ 16. desember 2018. Tómas Láruson.
UPPTAKA Á VF.IS
Jólatónleikar Vox Felix KLUKKUSTUNDAR LÖNG ÚTGÁFA TÓNLEIKANNA Á HRINGBRAUT FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 27. DESEMBER KL.20:00
ATHUGIÐ AÐ TÓNLEIKANA MÁ SJÁ Í HEILD SINNI Á VF.IS
Suðurnesjamagasín ER NÆST Á DAGSKRÁ HRINGBRAUTAR OG VF.IS 3. JANÚAR KL. 20:30
JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA
fimmtudagur 27. desember 2018 // 50. tbl. // 39. árg.
23
Alltaf í kirkju á gamlársdag Guðný Ásberg Björnsdóttir ólst upp í Keflavík og á sterkar rætur hingað. Hún eldar einfalda uppskrift af humar á gamlárskvöld eftir messuferð með eiginmanninum Árna Samúelssyni.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Nei ekki get ég sagt það. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Fjöldi ferðamanna til landsins.
Nærumhverfið
Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Útilistaverk Elísabetar dóttur minnar við Duus hús í Keflavík. Það yljaði okkur fjölskyldunni um hjartarætur. Hvað ætlar þú að borða um áramót? Humar. Uppskriftin er sáraeinföld. Pönnusteiktur upp úr smjöri. Hvítlauksrif, salt og pipar, sítrónupipar og steinselja. Gott salat og kannski hrísgrjón. Þar sem við förum í messu á gamlárskvöld þá byrjaði ég á því að hafa eitthvað einfalt og fljótlegt.
Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Við Árni förum alltaf í kirkju á gamlársdag. Við förum svo heim til yngri systur Árna um miðnætti og hittum systur hans, eftir að hafa hitt börnin okkar en þetta höfum við gert í mörg ár að hitta systur hans og maka og spjöllum við saman til rúmlega klukkan tvö um nóttina. Strengir þú áramótaheit? Ég bið alltaf um hjálp til að verða betri manneskja.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Ferðalag aftur í tímann
Grindavík
Förum til 2003 og byrjum í Grindavík. Á þessum tíma var Samherji búinn að taka yfir loðnubræðsluna og árið 2003 var gríðarlega miklu magni af uppsjávarfiski landað í Grindavík. Heildarafli sem landaður var í Grindavík árið 2003 var 148 þúsund tonn sem er gríðarlega mikill afli og má nefna að Grindavík var árið 2003 með aflahæstu löndunarhöfnum á Íslandi. Alls lönduðu 145 bátar í Grindavík árið 2003 og var þetta í 3629 löndunum. Af þessum 137 þúsund tonna afla þá voru 105 þúsund tonn af loðnu og síld. Svo eins og sést þá munar gríðarlega um þennan uppsjávarfisk sem er núna, árið 2018, horfinn úr löndunartölum í Grindavík. Aflahæsta skipið sem landaði í Grindavík árið 2003 Vilhelm Þorsteinsson EA með 25 þúsund tonna afla. Þar á eftir kom Bergur VE með 14 þúsund tonn. Þorsteinn VE 13 þúsund tonn, Baldvin Þorsteinsson EA 10 þúsund tonn. Júpiter ÞH 8200 tonn, Svanur RE 5000 tonn. Þetta er gríðarlega mikill missir fyrir Grindavíkurhöfn að hafa þessar landanir ekki lengur. Ef við horfum aðeins á botnfiskskipin þá var t.d. Gnúpur GK með 6100 tonn, Tómas Þorvaldsson GK um 2400 tonn, Valdimar GK um 2100 tonn, Albatros GK 2000 tonn, Freyr GK 1785 tonn, Hrungnir GK 1500 tonn, Þuríður Halldórsdóttir GK 1000 tonn, Oddgeir ÞH 800 tonn, Þor-
steinn Gíslasson GK 580 tonn og Farsæll GK 383 tonn. Af smábátunum þá var Gísli Einars GK aflahæstur með 336 tonn, það má geta þess að þessi bátur er í dag Addi Afi GK, næstur kom Dúddi Gísla GK með 322 tonn, þessi bátur er í dag Ölli Krókur GK frá Sandgerði, smábáutrinn Maron GK kom númer þrjú með 250 tonn.
Sandgerði.
Þá snúum við okkur til Sandgerðis. Árið 2003 var Sandgerði ekki sú höfn sem tók á móti mestum lönduðum afla en aftur á móti var Sandgerði í efsta sæti yfir landanir því að landanir árið 2003 í Sandgerði voru alls um sex þúsund talsins og heildaraflinn sem landaður var í Sandgerði árið 2003 var alls 19 þúsund tonn. Engum uppsjávarfiski var landað í Sandgerði árið 2003. Bátafjöldinn sem landaði afla í Sandgerði þetta árið var líka mjög mikill eða alls 175 bátar. Aflahæsta skipið í Sandgerði það ár var Sóley Sigurjóns GK með 3700 tonn, Berglín GK kom þar rétt á eftir með 3200 tonn, Örn KE var með 870 tonn, Benni Sæm GK 670 tonn, Siggi Bjarna GK 534 tonn, Kristinn Lárusson GK 425 tonn og má geta þess að báturinn landaði einungis um haustið 2003, Árni KE 395 tonn og Njáll RE 393 tonn. Aflahæsti smábáturinn var Monika GK með 340 tonn, Staðarberg GK kom þar á eftir með 298 tonn, Mummi GK með 260 tonn. Nokkrir bátar frá Færeyjum lönduðu Sandgerði þetta ár, t.d. Roc Amadour FO sem kom með 218 tonn í einni löndun, Bakur FO kom með 120 tonn í einni en í heildina þá voru sjö bátar sem komu til Sandgerðis árið 2003 og lönduðu þeir samtals um 600 tonnum af fiski. Gríðarlegur fjöldi smábáta landaði í Sandgerði og er of langt mál að telja þá upp hérna.
AFLA
Svona áður en við höldum áfram þá gætu einhverjir spurt af hverju ég sé að fara að skoða fimmtán ár aftur í tímann, af hverju ekki að skoða og renna yfir árið 2018. Jú, því er til að svara að árið 2018, þegar þessi pistill er skrifaður, ekki búið og ennþá munu einhverjir bátar róa á milli hátíða.
FRÉTTIR
Síðasti pistill þessa árs 2018 og hann eins og fram kom í jólapistlinum að þá munum við fara í smá ferðalag aftur í tímann, þó ekki neitt sérstaklega langt aftur í tímann. Förum aftur til ársins 2003 eða fimmtán ár aftur í tímann og skoðum þessi þrjú bæjarfélög sem eru ennþá útgerðarbæir hérna á Suðurnesjum, Grindavík, Sandgerði og Keflavík.
Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is
Keflavík, Helguvík og Njarðvík
Höfnin í Keflavík, sem samanstendur af þremur höfnum, er eina höfnin árið 2018 sem hefur þá sérstöðu að þar er landað uppsjávarfiski og er það í gegnum höfnina í Helguvík. Árið 2003 var landaður afli í þessum þremur höfnum alls 26 þúsund tonn, af því þá var uppsjávarfiskur 21 þúsund tonn og því var bolfiskur ekki nema um fimm þúsund tonn sem er mjög lítð. Þessum afla var landað af 89 bátum og í samtals 1330 löndunum, eða um fimm sinnum færri landanir enn í Sandgerði. Athygli vekur að aflahæsta skipið þetta árið í þessum höfnum var ekki íslensk skip heldur var það loðnuskipið Siku GR sem var skráður á Grænlandi en hafði samt eigendatengls við Ísland. Landaði Siku alls 12 þúsund tonnum af loðnu í Helguvík og var mjög langt ofan við næsta skip sem var Hákon EA með 3500 tonn og Súlan EA var með 1600 tonn. Af bolfiskbátunum þá var Happasæll KE aflahæstur með um 1100 tonn, Gunnar Hámundarsson GK var með 350 tonn, Njáll RE 288 tonn, Árni KE 258 tonn, Örn KE 256 tonn, Farsæll GK 244 tonn, Valur HF 233 tonn og Þröstur RE 214 tonn. Allir þessir bátar að ofan nema Happasæll KE og Gunnar Hámundarsson GK voru bátar sem voru á veiðum í Faxaflóanum og voru einfaldlega bugtarbátar. Núna árið 2018 eru má segja allir þessir bátar horfnir af svæðinu. Eini af þessum bátum sem að ofan eru nefndir sem kemur í hafnir á Suðurnesjum og þá til Sandgerðis er báturinn sem hét Valur HF árið 2003 en í dag er Hafdís SU og hefur stundað línuveiðar frá Sandgerði undanfarnar vertíðir. Og talandi um vertíðir þá byrjar árið 2019 á vetrarvertíð og þá verður nú mikið líf í bæði Grindavík og Sandgerði. Vil ég að lokum óska lesendum gleðilegs nýs árs.
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222
Árið 1994 varð Reykjanesbær til með sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Á næsta ári fagnar þetta sameinaða sveitarfélag aldarfjórðungsafmæli. Upphaflega hugmyndin var sú að sameina öll sveitarfélögin á Suðurnesjum en það var ekki fyrr en í ár sem Garður og Sandgerði voru sameinuð í Suðurnesjabæ. Grindavík er ennþá Grindavík og Vogar eru Vogar. Uppbyggingin í Reykjanesbæ á þessum 25 árum hefur verið mest á Njarðvíkursvæðinu. Hafnir eru að mestu gleymdar og yngri kynslóðin telur að sameining sveitarfélaganna þriggja hafi verið Keflavík, Njarðvík og Innri-Njarðvík. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir Höfnunum og sú mynd sem þar er að sjá er Reykjanesbæ til háborinnar skammar. Af hverju er einn bæjarhluti látinn vera í niðurníðslu? Er það meðvituð ákvörðun? Eru Hafnirnar það illa staðsettar að þar sé ekkert hægt að gera? Nær hugmyndaflug bæjarfulltrúa og starfsmanna bæjarins ekki lengra en sem nemur útsýninu um skrifstofugluggann? Það er gamall siður að staldra við um áramót og setja sér markmið fyrir komandi ár. Áramótaheit. Ég hvet íbúa Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Voga og Grindavíkur til að kynna sér nærumhverfið á nýju ári. Það er sagt að Reykjanesið hafi allt
LOKAORÐ
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Ferðalög með Árna manninum mínum. Við fórum nokkrum sinnum til Los Angeles en það var mikið vegna vinnu og svo í frí í bland. Í október flugum við til Vancouver og sigldum með Emerald Princess til Los Angeles. Við höfum gert mikið af því að sigla með Princess Cruises víða um heim en það er svo þægilegur ferðamáti því hótelið er um borð og engin bið á flugvöllum. Bara fara í land þar sem stoppað er og svo aftur um borð.
Margeirs Vilhjálmssonar nema jökul og foss. Sé ferðamannaperla. Erum við eitthvað að njóta hennar sjálf? Vert er að minnast á nýútgefna bók Ellerts Grétarssonar „Reykjanesskagi - Náttúra og undur“. Kaupið hana. Hún ætti að vera öllum hvatning til að ferðast um skagann og kynnast stórbrotinni náttúru. Keyrið í gegnum Suðurnesjabæ um Ósabotnaveg að Höfnum. Þaðan að Brúnni milli heimsálfa og svo út á Reykjanes og til Grindavíkur. Farið í göngutúr einhvers staðar á leiðinni. Það sem betra er, farið þennan hring eða hluta af honum á reiðhjóli. Náttúruöflin fylla ykkur krafti og þið komist að því að heimahagarnir eru frábærir, jafnvel stórkostlegir. Tækifærin liggja víða, það eina sem þarf að gera er opna augun og láta svo hendur standa framúr ermum.
Átökin um gömlu sundlaugina Guðbrandur J. Stefánsson er ánægður með að vera orðinn afi og líka það að vera farinn starfa aftur við grunnskóla sem honum finnst gaman og gefandi. Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu? Það að börn okkar Lindu haldi áfram að gera okkur að afa og ömmu. Ferð til Kanaríeyja með betri helmingnum, útskrift úr VOGL námi í verkefnastjórnun, fjárleitir á hestbaki sem ég fór í tvær helgar í september með keflvískum stórbændum að Hróðnýjarstöðum í Dölum. Ekki síst að ég sé enn að fá marbletti á upphandleggina vegna frákasta baráttu í körfubolta. Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018? Já ég skipti um starf og er aftur farinn að starfa við grunnskóla sem mér finnst gefandi og skemmtilegt. Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? Endalaus fórnfýsi fólks í björgunarsveitum. Ég hef aldrei verið í björgunarsveit en finnst þetta fólk ótrúlegt og hjálpsemi þeirra gefa íslensku samfélagi jákvæða ímynd. Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu? Margt sem kemur upp í hugann en nefni helst: Átak Janusar Guðlaugssonar í heilsueflingu eldri borgara sem er magnað framtak og jákvætt að bæjaryfirvöld standi svona vel að baki því. Átökin um gömlu sundlaugina og að mínu mati sorglegt ef niðurstaðan
verður sú að hún fari. Sameining Garðs og Sandgerðis sem ég tel jákvæða og eigi eftir að efla báða byggðakjarna þegar til lengri tíma er litið. Hvað ætlar þú að borða um áramótin? Kalkún með ýmsu góðu meðlæti. Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? Ég held að við fögnum áramótum nokkuð svipað og aðrir á Íslandi. Fjölskyldan borðar saman, við horfum á skaupið, skálum við bjölluhljóminn í útvarpinu á miðnætti og skjótum upp nokkrum “spragellum” eins og yngri dóttir mín kallaði þær. Strengir þú áramótaheit? Nei en mig langar að nota tækifærið hér og þakka öllum samstarfið á árinu og óska landsmönnum farsæls nýs árs.
RISAFLUGELDAMARKAÐUR SUÐURNESJA
OPNUNARTÍMARNIR: 28. DES. FRÁ 13 TIL 22 29. DES. FRÁ 13 TIL 22 30. DES. FRÁ 10 TIL 22 31. DES. FRÁ 10 TIL 16
SÖLUSTAÐUR: HOLTSGATA 51