Handbook icelandic version

Page 1

Hlúð að kvenfrumkvöðlastarfsemi í gegnum ráðgjöf og fræðslu í Evrópu LLP LLP –– Leonardo Leonardo da da Vinci, Vinci, Transferencia Transferencia de de Innovación Innovación

HANDBÓK FYRIR FRUMKVÖÐLAKONUR



LLP – Leonardo da Vinci, Transferencia de Innovación

Hlúð að kvenfrumkvöðlastarfsemi í gegnum ráðgjöf og fræðslu í Evrópu FFEMALE / 2013-1-IS1-LEO05-02635

HANDBÓK FYRIR FRUMKVÖÐLAKONUR

Umsjón: ATAEM Samtök frumkvöðla- og sjálfstætt starfandi kvenna í Madrid Þetta verkefni er styrkt af Evrópusambandinu. Þessi handbók endurspeglar aðeins viðhorf höfunda og ber framkvæmdastjórnin enga ábyrgð á innihaldi eða notkun hennar.


BE INSPIRED GUIDE © Fyrsta útgáfa, 2015 Höfundar: © Ásdís Guðmundsdóttir, 2015 © Guðrún Stella Gissurardóttir, 2015 © Isabel Contreras Ocaña, 2015 © Gemma Puertas Rodriguez, 2015 Hönnun © Artes Gráficas Unigraf S.L., 2015 Allur réttur áskilinn. Óheimilt er að nota efni úr handbókinni án þess að fá skriflegt leyfi hjá höfundum. Brot á því geta varðað við höfundarlög. Þessi útgáfa er ármögnuð af Menntaáætlun Evrópusambandsins og er hluti af verkefninu Female - Fostering Female Entrepreneurship through Mentoring and learning in Europe. LLP – Leonardo da Vinci, yfirfærsluverkefni


EFNISYFIRLIT 1. Inngangur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 2. Rekstur eigin fyrirtækis sem atvinnumöguleiki kvenna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Hvað er framtakssemi? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Er þetta eitthvað fyrir þig? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Við sem „kvenfrumkvöðlar“: hæfni, þekking og viðhorf. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Okkar nánasta umhverfi: : fjölskylda, vinir og samstarfsfólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Að hefja starfsemina og aðlögun að einkalífi, fjölskyldu- og atvinnulífi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Að vera kvenfrumkvöðull á erfiðleikatímum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 3. Hvað þýðir það að vera kvenfrumkvöðull? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Einkenni samvinnufélaga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Vöruþróun - Frumkvöðull í Hong Kong . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Upplifun í ferðaþjónustu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 4. Hvatingarsögur/sólskinssögur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Valerie Boulding frá Bretlandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Hvatningarsaga, Jessica Zeun frá Stóra Bretlandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Hvatningarsaga, Rosa Jimenez frá Spáni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Hvatningarsaga, Lourdes Garcia frá Spáni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45


Hvatningarsaga, viðtal við Fidu frá Íslandi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Hvatningarsaga, Aðalbjörg frá Ísland. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Hvatningarsaga, Vita frá Litháen . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Hvatningarsaga, Daiva Eledita frá Litháen . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 5. Hvers konar úrræði þarftu? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Viðskiptalíkanið – stefnumótun fyrirtækis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Lykilsamstarfsaðilar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Lykilstarfssemi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 77 Lykilauðlindir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Virðisskapandi þættir/virðisloforðið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Viðskiptasambandið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Að ná til viðskiptavina/dreifileiðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79 Markhópar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Kostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82 Tekjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83 Gátlisti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 6. Hvert geturðu leitað eftir aðstoð?. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87 Ráðgjöf og upplýsingaefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Námskeið fyrir konur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 Almenn fræðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 95 Sérhæfð fræðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Fjármögnun verkefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99 Styrkir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99


Lán . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Hópfjármögnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Fjárfestar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 101 www.fjarfestar.is . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103 Gagnlegir tenglar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104 Ítarefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 7. Hvers konar þekking og færni er nauðsynleg fyrir frumkvöðla?. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 Starfsgildi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 Persónueinkenni athafnakonunnar/frumkvöðulsins. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125 Ert þú efni í frumkvöðul? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 126 Tékklisti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 130 Tengslanetið. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 132 Markmiðasetning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 134 8. Láttu heiminn vita um fyrirtækið þitt ! . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 136 9. Framtíð fyrirtækisins míns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138 Hvernig koma má auga á rétta augnablikið til að stökkva fram og stækka? . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138 Mistök eru möguleikar! . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 138 Rýndu stöðugt í reksturinn. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 140 10. Að lokum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 141


1. Inngangur Handbók þessi hefur verið þróuð með það í huga að nýtast konum sem eru að hugleiða stofnun fyrirtækis eða sem eru nú þegar með rekstur og þurfa á hvatningu að halda. Teymið að baki handbókarinnar eru einnig konur sem vita að konur standa oft ekki frammi fyrir sömu áskorunum og karlmenn þegar hea á rekstur fyrirtækis. Það má vera að þú efist og að þú veltir því fyrir þér hvort hugmynd þín sé góð eða hvort þú eigir að halda áfram rekstri fyrirtækisins á þessari stundu ef þú ert nú þegar með rekstur. Að láta drauminn rætast um rekstur eigin fyrirtækis gæti verið sú besta en jafnframt sú erfiðasta ákvörðun sem hægt er að taka. Mikilvægt er að þekkja þær áskoranir sem þú gætir staðið frammi fyrir og þekkja þína styrkleika og þau úrræði sem standa þér til boða.

08

Með þessari handbók vonumst við til að geta aðstoðað þig við að sigrast á öllum þessum áskorunum og að uppgötva þann styrk og getu sem þú hefur en vissir ef til vill ekki að þú byggir yfir. Í leiðinni ætlum við einnig að benda þér á hvar þú getur bætt hæfni þína til að tryggja enn frekar velgengni þína á vegferð þinni sem sjálfstætt starfandi frumkvöðull. Rekstur fyrirtækis getur verið spurning um heppni en til að vel takist til þarf alltaf mikla vinnu og persónulega hæfni. Ef þú hefur þetta tvennt þá er auðveldara að takast á við þær áskoranir sem gætu mætt þér í framtíðinni. Tilgangur þessarar handbókar er að aðstoða þig í því ferli sem framundan er. Vonandi verður hún sú hvatning sem til þarf til að efla þig sem kvenfrumkvöðull. Úrræði sú sem þróuð hafa verið í FEMALE

verkefninu eiga vonandi eftir að hjálpa þér til að öðlast alla þá nauðsynlegu færni sem þú þarft til að ná árangri í rekstrinum.

« Female verkefnið mun aðstoða þig við að öðlast þá færni og hæfni sem til þarf til að ná árangri í störfum þínum »


2. Rekstur eigin fyrirtækis sem atvinnumöguleiki kvenna Hvað er framtakssemi?

Er þetta eitthvað fyrir þig?

Þegar við tölum um framtakssemi þá tölum við um þá raunverulegu löngun til að reka eigið fyrirtæki og að búa yfir skilningi á því hvað það inniber svo sem ávinning, ábyrgð og áhrif þess á aðra þætti í lífi þínu.

Á síðustu árum og eftir kreppuna hefur orðið mikil vakning í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Á okkar tímum er það mikils virði að vera frumkvöðull, þeir búa til störf og hafa mikla þýðingu fyrir samfélagið í heild.

Margir geta búið yfir framtakssemi og hafa oft sameiginlega eiginleika og færni frumkvöðulsins eins og leiðtogahæfni, hugvit og samningatækni. En það þýðir ekki endilega að þetta fólk vilji og hafi það að persónlegu markmiði að byggja upp eigin rekstur. Framtakssemi er að gera sem mest úr hæfileikum, kunnáttu og getu til að ná markmiðum sem eru vandlega íhuguð og raunsæ, ásamt því að hafa eldmóð fyrir verkefninu.

Að verða frumkvöðull og vinna sjálfstætt getur verið lausn á því að finna starf sem hentar þinni persónulegri stöðu, metnaði, eða þörfum sem gæti verið erfitt að nálgast á hefðbundnum vinnumarkaði. Með því að gerast kvenfrumkvöðull færðu tækifæri á að búa til þitt eigið starf, tækifæri til að öðlast frama og möguleika til að að vaxa í starfi sem er ekki alltaf í boði hjá fyrirtækjum. Einnig gefur það þér tækifæri til sveigjanleika og að aðlaga reksturinn að ölskyldulífinu. Þú er kannski með góða menntun og ert búin að leita að starfi í nokkurn tíma án árangurs. Kannski

ertu búin að stofna ölskyldu og vilt starf þar sem þú getur skipulagt þig sjálf eftir þörfum. Þú gætir haft hugmynd í kollinum sem lætur þig ekki í friði og sem þú vilt koma í framkvæmd. Frumkvöðlastarfsemi er atvinnumöguleiki sem getur hentað mörgum konum með mismunandi persónulegar aðstæður og þarfir. Hagurinn af því að vera með eigin rekstur er augljós: mörgum okkar hefur dreymt um að vera sjálfstæðar og reka fyrirtæki með árangri. Það að starfa sjálfstætt getur veið eftirsóknarvert fyrir marga, en að vera frumkvöðull er ekki alltaf auðvelt né fyrirhafnarlaust. Til þess að verða frumkvöðull þarftu úrræði, ekki aðeins árhagsleg heldur einnig önnur óáþreifanleg úrræði, eins og færni, hæfileika og viðhorf.

09


Við viljum að þú sért raunsæ: að setja á laggirnar eigin rekstur er erfitt og þú þarft á allri þinni þolinmæði, vilja og staðfestu að halda. Þú þarft að vera vel undirbúin og að miðla ákvörðun þinni. Þú verður að hafa það í huga að árangur í rekstri þarfnast 1% af heppni og 99% af vinnusemi.

að þurfa ekki að treysta á neinn annan en sjálfan þig. Ef þér heppnast er það árangursins virði: þú býrð til þitt eigið starf, þú tekur ákvarðanir og um síðir nærðu vonandi árangri og selur vöru eða þjónustu.

Þegar upp er staðið ertu jafnvel að sækjast eftir einhverju sem gæti verið enn dýrmætara en frami: þú ert að skipuleggja að verða óháð, og

Ef þér misheppnast hinsvegar, taparðu bæði tíma og peningum. Að sjálfsögðu geta mistök orðið að jákvæðri upplifun sem þú getur lært mikið af. Þú

þarft ekki að hræðast ófarir, en við viljum að þú vitir að ef þér misheppnast er það ekki endilega af því að þú tókst ekki upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun, eða að þú gerðir ekki hlutina rétt frá upphafi. Ætlun okkar með þessari handbók er að útvega þér þær upplýsingar og stuðning til að þú eigir auðveldara með að taka bestu ákvörðunina ásamt því að útvega þér þá þekkingu, hæfni og getu sem þú þarft í ferlinu til að starfa sjálfstætt.

Við sem „kvenfrumkvöðlar“: hæfni, þekking og viðhorf

10

Á meðan þú lest þetta gætirðu verið að hugsa: „allt í lagi, frumkvöðlastarfsemi er erfiður ferill en gildir ekki það sama um karlmenn? Hver er munurinn á því að vera karlmaður eða kona þegar hea á eigin rekstur?“

eigið fyrirtæki. Hins vegar búa konur einnig yfir hæfileikum, þekkingu og viðhorfi sem skilja þær að frá karlmönnum sem getur verið mjög gagnlegt þegar fyrirtæki er sett á laggirnar, og það er mikilvægt fyrir þig að hafa það í huga.

Munurinn er til staðar og ekki aðeins á neikvæðan hátt. Vegna félagslegra staðalímynda finna konur örugglega fyrir fleiri hindrunum en karlmenn þegar þær setja upp

Raunveruleikinn er sá að jafnvel þó að þessi munur sé að minnka stofna karlmenn fleiri fyrirtæki en konur. Almennt talað eru þeir mentnaðargjarnari, þeir eru áhættusæknari og

fyrirtækin þeirra vaxa einnig hraðar og lenda hugsanlega oftar í vanda og gera mistök oftar en konur. Kvenfrumkvöðlar hafa tilhneigingu til að vera varkárri, eru gætnari, nákvæmari og rannsaka hlutina meira. Við leggjum mikið á okkur og getum unnið að mörgum hlutum í einu sem eru frábærir eiginleikar til að hea rekstur.


Á hinn bóginn, vegna þess hversu mörgum konum vantar sjálfstraust, hættir okkur til að rannsaka, að leita ráða og hlusta á aðra því að það skiptir okkur máli hvað aðrir hafa að segja og hverjar þarfir annara eru. Þannig erum við færari í að eiga samskipti við fólk: viðskiptavini sem eru til staðar og mögulega viðskiptavini, birgja eða starfsfólk.

Útkoman verður sú að færri konur stofna fyrirtæki en karlar, eru lengur að setja á stofn fyrirtæki en þegar við gerum það eru fyrirtæki okkar byggð á sterkum grunni. Hagtölur segja sína sögu og fyrirtæki í eigu kvenna lifa lengur en fyrirtæki karla.

eðlilegur. Þá má jafnvel segja að þessi líðan sé jákvæð, þegar þú hefur losnað við efann og komist yfir óttann ertu komin á rétta braut fyrir að reka árangursríkt fyrirtæki.

Allur efi og ótti sem þú stendur frammi fyrir er

Okkar nánasta umhverfi: : fjölskylda, vinir og samstarfsfólk Að hea rekstur gæti virst vera stórt og erfitt skref að stíga, svo mikið að við gleymum að oftast eru tækifærin í okkar nánasta umhverfi.

Rannsóknir hafa greint hlutverk ölskyldunnar í ferli frumkvöðuls og í birtingu nýrra viðskiptatækifæra.

að þeir myndu viðhalda ölskyldufyrirtækinu þar sem það var hluti af þeirra lífi.

Mikið hefur verið rætt um það hvort fólk fæðist með eiginleika frumkvöðla eða hvort þeir verði til með reynslu. Hvað sem rétta svarið við þessari spurningu er, er sannleikurinn sá að ef þú býrð í umhverfi sem þú þekkir með þeim gildum sem tengjast nýsköpun og rekstri, gætirðu búið yfir náttúrulegri þörf til að vinna að þínu eigin fyrirtæki og að hugsa um að stofna þitt eigið.

Við teljum að lykilhlutverk ölskyldunnar séu tvennskonar:

Kannski ert þú hluti af ölskyldufyrirtæki og ef það er raunin, gríptu þetta tækifæri! Það að halda áfram með ölskyldufyrirtækið þarf ekki að þýða að þú verðir að afsala þér því að vera skapandi, og það gerir þig ekki að annars flokks frumkvöðli. Þvert á móti, þú hefur tækifæri til að leggja til nýjar hugmyndir og vöruþróun, að gera það þínu.

Í upphafi, getur ölskyldan verið brunnur innblásturs og viðskiptatækifæra fyrir þig, sem eru nú þegar til staðar eða eru ný. Hingað til hafa flest fyrirtæki verið ölskyldufyrirtæki þar sem allir ölskyldumeðlimir tóku þátt með þá vissu

11


Hlutverk ölskyldunnar er mikilvægt í byrjun þróunar fyrirtækis. Fjölskyldan gæti hugsanlega útvegað þér ármagnið sem þú þarfnast, og stuðningur þeirra og hvatning er mikilvæg þegar komið er að því að taka ákvöðrun. Annað mikilvægt hlutverk ölskyldunnar tengist rekstrinum og hvernig á að styrkja hann. Það getur verið erfitt að vera frumkvöðull svo að ef þú treystir ekki á stuðning og aðstoð ölskyldunnar gæti það orðið jafnvel erfiðara. Það gæti leitt til þess að fyrr eða síðar verðir þú að gefa reksturinn upp á bátinn þar sem þú guggnar undan togstreitunni milli rekstursins og ölskyldulífsins. Fjölskyldan sér þér fyrir tilfinningalegum stuðningi sem hjálpar þér að halda áfram og horfast í augu við erfiðleikana. · Hugsanlega verður reksturinn svo tímafrekur að þú verðir að draga úr þeim tíma sem þú eyðir með ölskyldunni. Sé það þannig ættirðu sennilega að taka þér tíma í að íhuga betri leið til að koma

12

jafnvægi á líf þitt, þannig að fyrirtæki þitt verði sjál ært. Ennfremur eru vinir þínir og samstarfsfélagar einnig mikilvægir fyrir þróun fyrirtækisins, hvort sem þeir verða viðskiptafélagar, útvega þér árhagslega aðstoð, eða bara rétta þér hjálparhönd þegar þú þarft á því að halda. Þeir eru einnig hluti af þínu nánasta tengslaneti til að koma fyrirtæki þínu á framfæri. Þeir geta orðið þínir fyrstu viðskiptavinir og áhrifaríkasta markaðssetningin, þar sem þeir eiga sennilega eftir að dreifa boðskapinum um fyrirtæki þitt til allra sem þeir eru í sambandi við. Ekki vanmeta hvað vinir þínir og samstarfsfélagar geta gert fyrir þig og reiknaðu með þeim þegar þú setur upp viðskiptaáætlunina.

Að hefja starfsemina og aðlögun að einkalífi, fjölskyldu- og atvinnulífi Áður en þú tekur það skref að stofna þitt eigið fyrirtæki verðurðu að gera þér ljóst hvað ákvörðunin felur í sér, umfram greiningu kostnaðar, áætlun tekna og árfestinga. Það eru margar breytingar í lífi þínu sem þarf að taka með í reikninginn af því að þær eru ekki hluti af hinni eiginlegu viðskiptaáætlun. Vertu meðvituð um að velgengni í rekstri er beintengd þeirri ástríðu sem þú setur í verkefnið. Ef þú hefur eldmóð og reksturinn fer að stækka, eykst tíminn sem þú þarft að setja í fyrirtækið, og tíminn fyrir aðra hluti sem skipta máli minnkar. Þetta gæti haft mikil áhrif á ölskyldulífið og þú þarft að ákveða hvort þú viljir virkilega stytta þann tíma sem þú hefur til aflögu með ástvinum þínum. Skoðaðu þetta niður í kjölinn, ekki aðeins hvort viljinn sé til staðar heldur einnig hvort þú hafir efni á því. Vertu viss um


að þú hafir þann nauðsynlega stuðning til að horfast í augu við allar þær aðstæður þar sem þú gætir þurft auka aðstoð við reksturinn.

frestunaráráttu. Reyndu að forðast tímaþröng eða óþarfa hluti og gerðu sem mest úr þeim tíma sem þú hefur hvern dag í senn.

Jafnvel þó þú eigir ekki ölskyldu þarftu sennilega að minnka þann tíma sem fer í vini og áhugamál þín.

Þessar greinar innihalda nokkur ráð til að hjálpa þér að vinna gegn frestunaráráttu.

Þú munt þurfa að árfesta í tíma þínum við að rækta þig faglega og að vaxa sem manneskja. Hins vegar eru hér ekki bara neikvæðir punktar varðandi tímaþröng! Samkvæmt rannsókn Seðlabankans (Federal Reserve Bank) í St. Louis eru mæður með a.m.k. tvö börn a astamestar allra kvenna, þar á með taldar þær sem eiga engin börn. Það sem þessi niðurstaða virðist gefa til kynna er að þegar þú stendur frammi fyrir þrýstingi og tíminn þrengir að, eykst a astagetan sem viðbragð við þessu álagi. Þess vegna áttu sennilega eftir að finna leiðir til að ráða fram úr öllum þeim persónulegu og faglegu skuldbindingum í verkefnum dagsins. Til að ná þessu verðurðu að berjast gegn

http://addicted2success.com/successadvice/10-effective-strategies-to-fightprocrastination-get-your-groove-back/ http://www.uttekturlausn.is/greinar-almennsalfr%C3%A6%C3%B0i/%C3%BEu-getursigrast-a-frestunararattu.html http://www.pressan.is/pressupennar/Lesagrein /thu-getur-sigrast-a-frestunararattu?page=2&offset=10 http://www.pressan.is/pressupennar/Lesagrein /haettu-ad-flaekjamalin?pressandate=20090603 Hér er einnig að finna myndband um frestunaráráttu: https://vimeo.com/39623387

Ef jafnvægið milli vinnu og lífs er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku um nætur, prófaðu að lesa einhverra þessara bóka: „Startup Life: Surviving and Thriving in a Relationship with an Entrepreneur.“ Brad Feld and Amy Batchelor http://www.amazon.es/Startup-LifeSurviving-RelationshipEntrepreneur/dp/1480563862 „For Better or For Work: A Survival Guide for Entrepreneurs and Their Families.“ Meg Cadoux Hirshberg http://www.amazon.com/For-Better-WorkSurvival-Entrepreneurs/dp/0983934002 Á veraldarefnum má einnig finna áhugaverðar greinar og myndbönd um samþættingu atvinnu- og ölskyldulífs og streitu og kulnun sem geta verið afleiðingar álags af því að ef ekki tekst að samræma ölskyldu og atvinnulífs.

13


http://www.hidgullnajafnvaegi.is/

Að vera kvenfrumkvöðull á erfiðleikatímum

http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadA rticle3&ID=118

Það er segin saga að það að stofna fyrirtæki er mikil vinna. Ef þú ert hinsvegar með hugmynd eða draum, þá er það ekkert sem fær stöðvað þig, hvorki fólk né aðstæður. Ef þú ert nógu skapandi geturðu snúið aðstæðum við og fundið ný tækifæri, jafnvel á erfiðum tímum.

https://www.youtube.com/watch?v=VMIMbnpX Iqk https://www.youtube.com/watch?v=0glnsdY0u wY&list=PLWF9SudIp_tGrDcWhZWdOaBaZloK jwkCB https://www.youtube.com/watch?v=BWWRDic WMDs https://www.youtube.com/watch?v=36KjnVVpa kQ http://doktor.is/doktortv/streita-2 https://vimeo.com/64147261

14

Steve Jobs, sem stofnaði „Apple“, sagði að það sem skilur að þá frumkvöðla sem takast ætlunarverk sitt og þeirra sem gera það ekki er aðeins þrautsegja. Kannski geturðu einnig íhugað stofnun einhverskonar samfélagslegs fyrirtækis. Sannast hefur að sveigjanleiki samfélaglegs fyrirtækja er meiri sem gerir það að góðum valmöguleika. Evrópusambandið mun árfesta meira í samfélagslegum verkefnum á næstu

árum þar sem talið er að það skipti sköpum varðandi efnahagslegan bata í löndum Evrópusambandsins. Á eftirfarandi vefsíðum má finna upplýsingar um samfélagslega frumkvöðla: http://nmi.is/media/26220/samf_lagsleg_n_sk _pun._rd_s_rmannssd_ttir.pdf https://www.vinnumalastofnun.is/media/1498/a rdis2.pdf http://festasamfelagsabyrgd.is/felagslegirfrumkvodlar-og-godgerdasamtok


3. Hvað þýðir það að vera kvenfrumkvöðull?

Frumkvöðlar Viðtal við ýmsa frumkvöðla (margir þættir)

Hefur þú rætt viðskiptahugmynd þína við vini eða ölskyldu? Þú gætir verið hikandi við að ræða um þetta því þú hræðist kannski að þeim mislíki hugmyndin, eða að þú uppfyllir ekki þær væntingar sem þú heldur að þau hafi gagnvart þér. Að tala upphátt um hugmyndir er mjög mikilvægt, og að hlusta á hvað annað fólk segir um hugmyndina er mjög hjálplegt. Besta leiðin til að skoða hvað það að vera kvenfrumkvöðull felur í sér er að hlusta á og læra af því fólki sem þekkir það best. Hér er að finna myndbönd með sögum annara íslenskra frumkvöðla og ýmis önnur mál sem tengjast rekstri og viðskiptum sem geta verið þér hvatning og fræðsla á þessari vegferð þinni sem frumkvöðuls:

Í þessum þáttum ræðir Elínóra Inga Sigurðardóttir við ýmsa frumkvöðla um nýsköpun, rekstur, vöruhönnun o.fl. Elínóra er frumkvöðull og hefur rekið nýsköpunarfyrirtæki í 10 ár. Hún var formaður frumkvöðla og uppfinninga-manna 1998-2007 og stofnaði KVENN, félag kvenna í nýsköpun. Hér að neðan eru slóðir á nokkur viðtöl Elínóru við frumkvöðlakonur sem hafa stofnað fyrirtæki á liðnum árum.

15


16

Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Viðtal við Ragnheiði Ösp um fyrirtæki hennar Umemi, en Ragnheiður er vöruhönnuður sem hefur rekið fyrirtækið Umemi frá árinu 2005

Viðtal við Höllu Siggu Margrétardóttur, vöruhönnuð

Viðtal við Katrínu Elfu Steinsdóttur, sem stofnaði fyrirtæki upp úr atvinnuleysi á sviði bókhaldsþjónustu og ráðgjöf við stofnun fyrirtækja.


Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Viðtal við Þórönnu K. Jónsdóttir, markasfræðöing um viðskiptahugmyndina: Markaðsmál á mannamáli

Viðtal við Gunnhildi Kjartansdóttur, frumkvöðul á sviði hugbúnaðar

Viðtal við Guðrúnu Bergmann, frumkvöðul á sviði heilsu og umhverfisverndar

17


18

Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Rætt við Ingibjörgu Þóru Gestsdóttur og Kristínu Unni Þórarinnsdóttur, frumkvöðla og stofnendur koffort.is

Viðtal við Guðrúnu Tryggvadóttur í Náttúran, natturan.is

Viðtal við Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, námsog starfsráðgjafa og frumkvöðul


Frumkvöðlar

Frumkvöðlar

Frumkvöðlar og framtíðin

Viðtal við Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, náms- og starfsráðgjafa og frumkvöðul og Valgeir Guðjónsson, tónlistarmann hjá Nemaforum

Viðtal við Elínrósu Líndal, frumkvöðul Ellabyel.com

Erindi Margrétar Guðmundsdóttur, forstjóra Kepharma og formanns Félags atvinnurekenda á ráðstefnunni konur og stjórnun.

19


20

Frumkvöðlar og framtíðin

Frumkvöðlar og framtíðin

Frumkvöðlar og framtíðin

Erindi Vilborgar Einarsdóttur í Mentor á ráðstefnunni konur og stjórnun.

Sögustund frumkvöðuls. Erindi Svönu Gunnarsdóttur, frumkvöðuls á ráðstefnunni konur og stjórnun.

Alþjóðafædd: Erindi Margrétar Sigurðardóttur, frumkvöðuls Músík Músík og Svanhildar Pálsdóttur frumkvöðuls hjá Hótelinu Varmahlíð.


Hvað eru markaðsmál

5 leiðir til að spara í markaðs-starfinu

Þú þarft að þekkja markhópinn þinn

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur sem útskýrir hvað markaðsmál eru á einfaldan hátt. Markaðsmál á mannamáli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um leiðir til að spara í markaðsstarfi. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur með útskýringum á markhóp. Markaðsmál á manna máli

21


22

Af hverju þarf maður að greina samkeppnina?

Að fylgjast með samkeppninni

Google Alert - gagnlegt tól í markaðs-starfinu

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um greiningu á samkeppni. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um samkeppni og mykilvægi þess að fylgjast með samkepnnisaðilum. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um hvernig google alert getur nýst í tengslum við markaðsstarf á internetinu. Markaðsmál á manna máli


Þú getur ekki selt öllum

Stundum þarftu að reka viðskiptavini

Draumaviðskiptavinurinn

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um markhópa og greiningu á vænlegum viðskiptavinum fyrirtækja og nálgun við þá. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um 80-20 prósenta regluna um viðskiptavinina. Markaðsmál á manna máli.

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um leiðir til að finna bestu viðskiptavinina. Markaðsmál á manna máli

23


24

Markaðsmálin skipta meginmáli í árangri!

Þú getur sko gert meira en að gúggla!

Markaðsferlið

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um vægi markaðsmála í viðskiptum. Markaðsmál á manna máli.

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um google reikninga og hvernig þeir geta aðstoðað í markaðsstarfinu. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um ferli viðskiptavina áður en þeir verða viðskiptavinir fyrirtækis. Markaðsmál á manna máli


Hvað er brand?

Hvernig kaupirðu þér andlit?

Lykilorð - lykilatriði til að finnast!

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um brand þ.e. hugræna mynd fólks af vörumerki og vörumerkjastjórnun. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um vörumerki. Markaðsmál á manna máli

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um mikilvægi lykilorða í tengslum við markaðssetningu á netinu. Markaðsmál á manna máli

25


26

Kjarni markaðasstarfsins

What is Pinterest?

A Beginners Guide To Using Pinterest

Myndband frá Þórönnu K. Jónsdóttur um kjarnaatriði í markaðsstarfi og meginhlutverk fyrirtækja sem er að þjóna viðskiptavinum. Markaðsmál á manna máli

Einfalt video sem lýsir hvernig samfélagsmiðillinn Pinterest virkar. Markaðsmál á manna máli

Leiðbeiningar fyrir byrjendur á samfélagsmiðlinum Pinterest. Markaðsmál á manna máli


Kynjakvótar í stjórnun fyrirtækja

Fjármögnun og mikilvægi tengslanets

Fjármögnun og mikilvægi tengslaneta

Þóranna Jónsdóttir, doktor í viðskiptafræði og framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar HR allar um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.

Hilmir Ingi Jónsson framkvæmdastjóri ReMake Electric allar um ármögnun og mikilvægi tengslaneta.

Ólafur Pálsson framkvæmdarstjóri Risk Medical Solutions allar um ármögnun og mikilvægi tengslaneta.

27


28

Einkenni samvinnufélaga

Vöruþróun - Frumkvöðull í Hong Kong

Upplifun í ferðaþjónustu

Einar Svansson hjá Háskólanum á Bifröst allar um einkenni samvinnufélaga og tilgang þeirra og umfang í öðrum löndum á kynningarfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 30. okt. 2012

Karl Friðriksson frkv.st. hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Egill Bjarki kvikmyndagerðamaður tóku viðtal við Pétur Hannes Ólafsson, uppfinningamann og frumkvöðul í Hong Kong um vöruþróun og áherslur í rekstri fyrirtækisins.

Hér allar Sigríður Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði um upplifanir í íslenskri ferðaþjónustu.


Samfélagsleg nýsköpun

Tengslanetið

Fjármögnun

Myndband um samfélagslega nýsköpun sem sett var saman til að varpa ljósi á hugtakið og vídd þess

Reynsluboltar úr atvinnulífinu segja sína sögu og deildu gullnum ráðum og reynslu. Hér má sjá reynslubolta tala um tengslanetið.

Reynsluboltar úr atvinnulífinu segja sína sögu og deildu gullnum ráðum og reynslu. Hér má sjá reynslubolta tala um ármögnun.

29


30

Útflutningur

Rannsóknir og nýsköpun

Um viðskiptahugmyndina: Saga Medica

Reynsluboltar úr atvinnulífinu segja sína sögu og deildu gullnum ráðum og reynslu. Hér má sjá reynslubolta tala um útflutning.

Reynsluboltar úr atvinnulífinu segja sína sögu og deildu gullnum ráðum og reynslu. Hér má sjá reynslubolta tala um rannsóknir og nýsköpun.

Saga Medica stundar rannsóknir á íslenskum lækningajurtum og þróar náttúruvörur á grunni þessara rannsókna.


Frá hugmynd að veruleika

Frá hugmynd að veruleika

Um viðskiptahugmyndina: daGeek

Um starfssemi Nýsköpunarmiðstöðvar og aðstoð við frumkvöðla

Um starfssemi Nýsköpunarmiðstöðvar og aðstoð við frumkvöðla

Kynning frá Einari Sigvaldasyni framkvæmdarstjóra DaGeek

31


Viðskiptaþættir á Útvarpi Sögu

Að tala upphátt um hugmyndir er mjög mikilvægt, og að hlusta á hvað annað fólk segir um hugmyndina er mjög hjálplegt. Besta leiðin til að skoða hvað það að vera kvenfrumkvöðull felur í sér er að hlusta á og læra af því fólki sem þekkir það best. Um er að ræða marga útvarpsþætti þar sem rætt er við frumkvöðla og aðra þá sem koma að rekstri og viðskiptum.

32


Þú getur einnig horft á eftirfarandi „TED talks“ myndbönd til að veita þér innblástur:

Kavita Ramdas: Róttækar konur aðhyllast hefðir

Hanna Rosin: Ný gögn vegna uppgangs kvenna

Það að árfesta í konum getur opnað óendanlega möguleika um heim allan. En hvernig geta konur fetað línuna milli vestrænnar valdbeitingar og hefðbundinnar menningar?

Hanna Rosin fer yfir sláandi gögn sem sýna að konur eru í raun komnar fram úr körlum á ýmsum mikilvægum mælikvörðum, eins og í ölda þeirra með háskólagráður. Á þessi stefna eftir að gefa til kynna „endalok karla“, bæði miðað við Bandaríkin og hnattrænt? Örugglega ekki – en þau eru vísir að mikilvægri þjóðfélagslegri hliðrun sem þarf að ræða af gaumgæfni.

Kavita Ramdas hjá „Global Fund for Women“ talar um þrjá fundi við valdamiklar konur sem berjast fyrir betri heimi – jafnframt því að viðhalda hefðunum sem halda þeim gangandi.

33


34

Sheryl Sandberg: Af hverju við eigum of fáa kvenleiðtoga

Majora Carter: 3 sögur staðbundinna vistvænna frumkvöðlastarfsemi

Cameron Herold: Við skulum ala börnin upp í að verða frumkvöðlar.

Framkvæmdarstjóri „Facebook“ Sheryl Sandberg skoðar hvers vegna færri prósentur kvenna en karla ná fremstu röð í sínu fagi – og býður konum sem stefna á toppinn 3 áhrifamikil ráð.

Græn framtíð er staðbundin -- og frumkvöðlamiðuð. Frá „TEDxMidwest“ færir Majora Carter okkur sögurnar af þremur mannennskjum sem eru að bjarga sínu eigin samfélagi jafnframt því að bjarga jörðinni. Kallið þetta „bjargráð heimabæjar“.

Leiðist í skóla, falla í bekkjum, í mótlæti við jafnaldra: þetta barn gæti orðið frumkvöðull, segir Cameron Herold. Hjá „TEDxEdmonton“, ræðir hann málefni uppeldis og menntunnar sem hjálpar verðandi frumkvöðlum að blómstra – börnum og fullorðnum.


Gayle Tzemach Lemmon: Kvenfrumkvöðlar, fordæmi ekki undantekning

Isabel Allende: Sögur eldmóðs

Sheryl Sandberg: Þannig að við lærðum í . . . hvað næst?

Konur eru ekki örsmáar—svo að hvers vegna fá þær aðeins örsmá lán? Hjá „TEDxWomen“ ræðir blaðakonan Gayle Tzemach Lemmon um það að litið er framhjá konum sem stýra ýmiskonar fyrirtækjum— allt frá heimafyrirtækjum að stórum verksmiðjum-sem lykli að efnahagslegri þróun.

Rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Isabel Allende ræðir um konur, sköpun, skilgreiningu femínismans – og að sjálfsögðu eldmóð – í þessari umöllun.

Sheryl Sandberg viðurkennir að hún var skelfingu lostin að stíga á svið „TED“ árið 2010 – af því að hún ætlaði að tala um þá einmannalegu reynslu að vera kona í efstu stjórnendastöðu fyrirtækis. Eftir milljóna áhorf (og metsölu bók), ræðir framkvæmdarstjóri FB við konuna sem ýtti henni út í að fara með þessa fyrstu ræðu, Pat Mitchell. Sandberg opnar sig um viðbrögðin við hugmynd sinni, og skoðar hvernig konur eru enn að berjast fyrir árangri.

35


Maya Penn: Hittu unga Anne-Marie Slaughter: frumkvöðlakonu, skopmynda- Getum við öll „fengið allt“? teiknara, hönnuð, aðgerðasinna ...

Maya Penn stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki þegar hún var 8 ára að aldri, og veltir mjög fyrir sér hvernig taka skal ábyrgð bæði gagnvart viðskiptavinum og jörðinni. Hún deilir sögu sinni – og nokkrum teiknimyndum, hönnunum, og smitandi orku – með þessari heillandi umöllun.

36

Sérfræðingur almannastefnu, Anne-Marie Slaughter, ruggaði bátnum með grein sinni árið 2012, Af hverju konur geta ekki enn fengið allt. En á þessi spurning í raun aðeins við um konur? Slaughter víkkar hér út hugmyndir sínar og útskýrir hvers vegna tilfæringar í vinnumenningu, almannastefnu og félagslegum gildum getur leitt til frekari jafnréttis – fyrir karla, konur, fyrir okkur öll.


4. Hvatingarsögur/sólskinssögur Hér má lesa frásagnir frumkvöðlakvenna sem allar hafa stofnað fyrirtæki og náð árangri. Á leiðinni þurftu þær að sigrast á mörgum hindrunum. Þetta eru konur frá Bretlandi, Íslandi, Spáni og Litháen, þau ögur lönd þar sem Go4It vinnustofan fór fram í.

Valerie Boulding frá Bretlandi Valerie Boulding fæddist í Sheffield árið 1959 og ólst up í Parson Cross, hverfi þar sem margar félagslegar íbúðir eru staðsettar. Hún á 3 bræður og 2 systur og var alin upp við að trúa því að það væru strákarnir sem hefðu öll tækifærin. Eitt af hennar fyrstu störfum var ræstitæknir á skrifstofu. Hún giftist 18 ára og eignaðist tvö börn en skildi við eiginmann sinn 31 árs og gerðist fyrirvinna heimilisins. Hún hafði mjög lítið sjálfstraust en komst yfir það og fékk að lokum stöðuhækkun sem frammistöðustjórnandi/þjálfari. Henni var sagt upp starfinu árið 2001 og fór aftur í nám,og lauk námi í Sjál ær samfélög og fékk þar að auki

kennsluréttindi. Hún hóf störf í fyrirtæki tengdu samfélagsþróun og þegar ármögnun lauk árið 2007 fór hún að íhuga að velja það að starfa sjálfstætt. Hún gerði 18 mánaða samning sem verkefnastjóri í Menntun og þjálfun kvenna í Sheffield (Sheffield Women's Education and Training), þegar því lauk árið 2007 vissi hún að hún vildi láta á það reyna að verða sjálfstætt starfandi í Samfélagsþróun. Eftir að hafa farið í gegnum þjálfun hjá Inova gerðist hún námsráðgjafi og vann sjálfstætt við það fag. Árið 2015 fór hún aftur í gegnum þjálfun áður

37


en hún opnaði verslun með notaða hluti í ágúst 2015. Hún sér sjálfan sig ekki sem frumkvöðul, heldur sem einhvern sem hefur komist yfir lélegt sjálfstraust og ótta til að framkvæma hluti sem hana virkilega langar til að gera. Hugmynd hennar að versluninni kviknaði fyrir nokkrum árum þegar hún fór að safna gömlum munum, sérstaklega tekötlum, bollum og undirskálum. Hún stóð frammi fyrir nokkrum vandamálum áður en hún opnaði búðina. Til dæmis þurfti hún að sækja um sérstök réttindi til að versla með notaða hluti (Second Hand Dealer's licence) og lagerinn virtist mjög lítið þegar hann var kominn í verslunina. Verslunarreksturinn var mikill lærdómur fyrir hana, t.d. að læra um „vörupartí“ þ.e. þegar hópur vara er seldur saman í einum pakka og mismunandi gamlan fatastíl. Lagerstýring og

38

ármálastýring hafa einnig verið áskoranir til að takast á við. Hún komst að því að stuðningur Inova og frá öðrum konum innan þjálfunarhringsins skipti miklu máli og stuðningur ölskyldu og vina hefur verið mikill. Verslunin hefur aðeins verið opin í nokkrar vikur en orðspor hennar hefur borist frá manni til manns. Henni hefur einnig tekist að byggja upp tengslanetið og hefur GO4IT verkefnið hjálpað til við það. Fyrstu skattaskilin voru flókin en verða auðveldari eftir því sem frá líður. Hún stefnir á að reka verslunina í eitt ár að lágmarki. Ef þetta verður lífvænlegur rekstur, og ef hann gengur vel hefur hún hug á að halda áfram næstu árin og jafnvel að flytja verslunina í hentugara pláss.

Varðandi jafnvægi ölskyldu og atvinnulífs reynir hún að skilja vinnuna eftir í vinnunni og passar alltaf að gefa sér tíma fyrir ölskyldu og vini. Reynsla hennar af streituvaldandi vinnu sem framkvæmdarstjóri hjá símafyrirtæki hefur kennt henni að skipuleggja vinnuna og faglegt líf á jákvæðan hátt. Hennar ráð til annarra kvenfrumkvöðla er bara að láta verða af því. Hún segir „það er erfitt en þú veist ekki ef þú reynir ekki, og þú átt alltaf eftir að velta því fyrir þér hvort þú hefðir átt að láta slag standa.“


Hvatningarsaga, Jessica Zeun frá Stóra Bretlandi Jessica Zeun fæddist í Sheffield. Móðir hennar vann hjá Sheffield háskóla og faðir hennar rak sitt eigið fyrirtæki. Hún menntaði sig í Sheffield Hallam háskóla (SHU) á meðan hún vann fulla vinnu á bar. Seinna varð hún yfirkennari hjá SHU samhliða hlutakennslu við háskólann í Sheffield. Fyrirtækjakeppni í Sheffield Hallam var henni hvati til að setja á stofn sitt fyrsta fyrirtæki með einum af sínum bestu vinum. Þau skráðu sig í keppnina upp á grín og til að læra hvernig hea á fyrirtækjarekstur, en enduðu í úrslitakeppnini af 100 viðskiptahugmyndum og urðu í öðru sæti. Þar sem henni hefur alltaf verið umhugað um að aðstoða fyrirtæki í að nýta sem mest tæknina sem stendur þeim til boða, ákvað hún að stofna fyrirtæki sem býður upp á stafræna

markaðssetningu, viðskiptakerfi, upplýsingavörn og þjálfun í upplýsingatækni. Frá henni sjónarhorni , fannst henni ekki að hún hefði átt við einhverja mikla erfiðleika að stríða þegar hún hóf rekstur. Hún hafði þá þegar stýrt og verið tengd nokkrum fyrirtækjum í þau 10 ár sem hún var búin að vera í rekstri. Einnig fékk hún mikinn stuðning frá mörgum umboðsfyrirtækjum og styrktarsamtökum. Það er mikinn stuðning að hafa, ef þú veist hvert þú átt að leita og gott tengslanet hjálpar virkilega. Varðandi stuðning þá sýnir sambýlismaðurinn henni mikinn stuðning og aðstoðar oft í fyrirtækinu þegar hún þarf á honum að halda. Vinir og ölskylda eru einnig mjög mikilvæg. En mestan stuðning finnur hún hjá öðrum frumkvöðlum sem eru á svipuðu róli eða sem hafa svipaða reynslu, í gegnum tengslanet

39


kvenna í fyrirtækjarekstri og ráðgjafahópa. Fyrsta árið í rekstri hefur gengið vel hingað til. Hún vildi stofna það án þess að taka lán, þannig að hún er ekki með yfirdrátt, kreditkort eða viðskiptalán. Fram að þessu hefur allt gengið vel og það hefur verið góð tilfinning að vera skuldlaus. Eftir að hafa nýlega sagt skilið við fasta vinnu og farið á fullt í reksturinn, byggir hún reksturinn hægt upp. En hún býst við að ráða starfsmann fljótlega, og færa sig í atvinnuhúsnæði í stað þess að vinna heiman frá sér. Varðandi jafnvægi milli vinnu og einkalífs, þá finnst henni sjálfstæður rekstur þýða sveigjanleika og gerir henni kleift að vinna í ýmsum verkefnum þegar henni hentar. Jafnframt því að reka sitt fyrirtæki er hún einnig viðriðin rekstur sundfélags sem

40

starfrækt er á félagslegum grunni og án ágóða. Henni líkar þetta áhugamál vel og finnst það virkilega góð leið til að losa um streitu. Ráð hennar til annarra kvenfrumkvöðla eru að spyrja aðra frumkvöðla ráða, ekki hræðast það að biðja um aðstoð, lesa mikið af viðskiptabloggi og hafa trú á sjálfri sér og sínum ákvörðunum.


Hvatningarsaga, Rosa Jimenez frá Spáni Frá starfi sem sjúkraliði í heim tísku og hönnunar Rosa Jimenez Noguera, eigandi „The Dressing room“. Rosa er 42ja ára gömul frá Baza í Granada og er menntaður sjúkraliði. Frá því að hún var barn hefur hún alltaf laðast að frumkvöðlaheiminum. Þegar hún lauk námi sínu hóf hún störf sem sjúkraliði, en henni fannst það ekki freistandi starf. Hún og systir hennar sáu hversu vel móður þeirra hafði gengið í sínum rekstri, og fylgdi hún því hennar fordæmi og ákvað að stíga inn í heim frumkvöðla. Með árhagsaðstoð ölskyldunnar fóru Rosa og systir hennar af stað í nýtt rekstrarævintýri og settu upp húsbúnaðarverslun á Baza svæðinu – „Glass Dekora“. Hún sagði að þetta

hafi verið erfiður tími, þar sem þær þurftu að takast á við eitthvað nýtt. Hún benti á eldmóðinn sem þær bjuggu yfir þegar þær leigðu fyrsta húsnæðið, og hvernig þær fóru að láta fólk vita um fyrirtækið, sem var aðallega með því að bjóða upp á gæða- og nýtískuvörur til húsbúnaðar. Smátt og smátt fór fyrirtækið að vaxa og hún gat keypt sitt eigið húsnæði. Á þeim tíma var Rosa orðinn eini eigandi fyrirtækisins. Árið 2010, þegar efnahagskreppan var í hámarki á Spáni, minnkaði veltan í fyrirtækinu. Vandamálið var að fólk hætti að eyða peningum í að skreyta heimilin sín, þar sem það þurfti að nota peninga sína í aðrar grunn þarfir svo sem að kaupa mat og borga

41


tískutímarit, og þessa dagana á vefnum. Þetta leiddi til þess að hún ákvað að hanna veski, belti, húfur o.fl., sem hún fór svo að selja í húsbúnaðarversluninni. Þessi dri raftur var góður fyrir reksturinn hennar, en því miður gat hún ekki enn náð endum saman. Hins vegar missti hún ekki frumkvöðlaandann. Hún skilgreinir sjálfan sig sem atorkumikla konu sem þarf ný viðfangsefni og nýjar áskoranir í sitt líf.

reikninga. Hún fór að velta fyrir sér hvernig hún gæti bætt veltuna. Áhugamál hennar hafði alltaf verið tengt tískuiðnaðinum en frá því að hún var barn hafði hún fylgst með tískustraumunum í gegnum útvarp, sjónvarp,

42

Þar sem hún átti húsnæðið varði hún meira en ári í að velta fyrir sér hvernig hún gæti nýtt sér það, og notaði alla þá þekkingu sem hún bjó yfir um tísku í nýja fyrirtækið. „Allar konur á Baza svæðinu fara í stórmarkaði til að versla nýjan fatnað og ég skynjaði að það gæti orðið rétti markaðurinn fyrir mig“. Þann 7.mars 2015 opnaði hún aftur dyrnar að fyrirtækinu undir

merkinu „The Dressing room“ „The Dressing Room“ er fyrirtæki sem endurspeglar sterkan persónuleika Rosu og ástríðu hennar fyrir tísku. Þetta er kvenfatatískulína sem sameinar glæsileika og tísku á samkeppnishæfu verði. Hún málaði öll húsgögnin í versluninni sjálf og notaði allt sem hún gat úr fyrri verslun í skreytingarnar til að nýta hlutina sem best. Eftir að fyrra fyrirtækið brást hafði hún misst hvatann, en stuðningur ölskyldunnar var nauðsynlegur fyrir hana svo að hún gæti stofnað nýja fyrirtækið. Hún hefur sjálf ármagnað fyrirtækið að mestu leyti en ennfremur fengið árhagslegan stuðning frá ölskyldu hennar og svo lán hjá bankanum. Rosa útskýrði að ölskyldan væri grunnurinn til að komast yfir óttann við að hea nýjan rekstur. Jafnvel þrátt fyrir að hún reikni með


þessum stuðningi hefur hún alltaf búið yfir leyndum ótta að bregðast þeim, eða að þau styðji hana ekki á sama hátt. Fjárfestingin í nýja fyrirtækinu olli henni svefnleysi, hún var ákaflega stressuð þegar hún hugsaði um hvað hún var búin að leggja mikið á sig og fórna árhagslega og að það gæti hugsanlega mistekist. Aðal áskorunin sem hún stóð frammi fyrir var að sýna viðskiptavinum sínum að þeir þurfi ekki að fara langt til að kaupa hagstæðan og fallegan tískufatnað. Versluninni var vel tekið af konum frá Baza svæðinu og henni fannst stuðningurinn ótrúlega mikill. Viðskiptavinirnir hafa hvatt hana til að halda áfram með nýja fyrirtækið og eru ánægðir með vörurnar. Þeim finnst þjónusta hennar vera mjög persónuleg því hún veit hvernig koma á fram við viðskiptavini til að þeim líði vel, og séu eins og heima hjá sér.

Verslunin hefur verið opin í 6 mánuði og gengur mjög vel, betur en hún hefði getað ímyndað sér. Hún hóf einnig að selja í gegnum vefinn og er nú að skoða þann möguleika að opna netverslun. „Fésbókar síðan mín hefur opnað möguleikana á því að fá viðskiptavini víðsvegar að frá Spáni. Á aðeins 5 mánuðum náði ég 1091 lækum! Frá því að nýja fyrirtækið opnaði hefur sjálfstraust mitt aukist töluvert. Þegar fyrirtæki gengur illa hefur það áhrif á eðlisfar þitt og fjölskyldusamskipti. Núna get ég sagt að ég sé hamingjusöm og aftur komin með ástríðuna. Þetta er ótrúlegt! Fyrir ári síðan hefði ég ekki getað séð þetta fyrir, að þetta myndi raunverulega gerast“. „Þar sem rekstur minn gengur vel, og ég er hamingjusöm að lifa af því sem ég starfa við, ætla ég staðfastlega að aðstoða annað fólk við að gera líf þeirra betra. Fyrir tveimur mánuðum

43


sá ég umfjöllun um fyrstu góðgerðartískusýningu í samvinnu við samtök geðfatlaðra „Jabalcón“. Viðburðurinn var frábær og íbúar í bænum tóku mikinn þátt í honum en allur ágóði sölunnar rann til samtakanna.“

„Ef þú ert kona eins og ég og ert að velta því fyrir þér að setja upp þinn eigin rekstur, horfðu fram á veginn og ekki óttast það. Auðvitað verða ójöfnur á veginum, hins vegar ef þú hefur stuðning fjölskyldunnar og þú leggur alla orkuna í vinnunna, áttu eftir að getað lifað á þessu, á því sem þú elskar og þú verður hamingjusömust í framtíðinni“.

Varðandi jafnvægi milli vinnu og lífs segir Rosa að maður þurfi að stýra tíma sínum. Hún á 6 ára gamla dóttir sem hún þarf að sinna. Hún telur að fyrirtækið hafi mjög góða möguleika og stefnir ótrauð á að opna netverslun í nánustu framtíð.

SIGUE A EL VESTIDOR EN LAS REDES SOCIALES El Vestidor: Alamillo street, 10 Baza (Granada). Spain. - Telephone number: +34 958 86 15 05 Online orders: You can do it by email: elvestidor2015@gmail.com

44


Hvatningarsaga, Lourdes Garcia frá Spáni Lourdes García, 34 ára gömul, er kvenfrumkvöðull frá Kanaríeyjum en býr í Malaga. Á meðan hún menntaði sig vissi hún strax að hún vildi læra það sem við kom auglýsingum. Hún nam verslunarstjórn og markaðssetningu, eftir það tók hún gráðu í auglýsingum og almannatengslum í Madrid. Hún hefur alltaf litið á sjálfan sig sem frumkvöðul. Markaðsrannsóknir heilluðu hana, en þær snúast um að skoða hvers vegna sumum viðskiptavinum líkar sumt en ekki annað, hvað er það við vöruna sem verður til þess að hún slær í gegn, o.s.frv. Eftir námið hóf hún störf við stofnun sem sér um markaðsrannsóknir. Á þessum tíma vann hún verkefni fyrir vörumerki með neytendavörur á alþjóðamarkaði. Lourdes fannst að á einhvern hátt hafði henni tekist að vinna þar sem hún hafði hug á, en eitthvað

innra með henni sagði að þetta væri ekki hennar staður. Ennfremur að þetta væri ekki vinna sem hún vildi starfa við það sem eftir væri af hennar starfsævi, sérstaklega það sem varðaði samþættun vinnu og ölskyldulífs. „Það að vinna í mjög þekktum auglýsingabransa fær þig til að gefa á bátinn suma hluti í lífinu, eins og það að vera móðir . . . ég var ekki tilbúin í þetta“. Vegna persónulegra ástæðna flutti hún til Malaga, og þar stofnaði hún fyrirtæki sitt. Nutlu (nutlu.com) er sprottið upp úr eldmóði Lourdes fyrir tísku og saumaskap, ásamt ástríðu hennar fyrir markaðsrannsóknum. Þegar hún var barn lærði hún að sauma og bjó til sína eigin dúkkukjóla. Hún hafði alltaf verið umkringd sniðum og saumavélum þar sem löng hefð er í ölskyldunni fyrir saumaskap og tísku. „Ég slaka heilmikið á við saumaskap“.

45


Hún hefur nýtt sér kunnáttu sína í markaðssetningu til að hanna nýja barnafatalínu. Hugmyndin að fyrirtækinu kom til hennar eftir að hún byrjaði að hanna og sauma barnaföt fyrir ættingja og vini. Þeir fóru að segja henni að hvað það væri frábært að geta hannað og saumað föt á eigin börn, en aðal vandamál þeirra var að þau kynnu ekki að sauma. „Í dag er litið á saumaskap sem viðfangsefni sem er

46

aðeins fyrir ömmur okkar og mæður“.

Hún hafði ekki góða reynslu af því að láta hanna vefinn og íhugaði hún að gefast upp á

Fólk vill vera í samskiptum við vöruna, og þetta var grunnurinn fyrir viðskiptahugmynd Lourdes, að einbeita sér að hönnun barnafata.

viðskiptahugmynd sinni. „....af því að þrátt fyrir

„Fatnaðurinn er ekki mikið frábrugðinn öðrum fatnaði, en bara það að breyta efninu og einhverju af skrautinu getur gert flíkina allt öðruvísi“. Nutlu uppfyllir þarfir viðskiptavina sinna, hún býður þeim að vera með í hönnun fata barna sinna án þess að þurfa að læra að sauma og þannig fá þeir tækifæri til að taka þátt í hönnun fatnaðarins. Þegar hún fór af stað með viðskiptahugmynd sína stóð hún frammi fyrir ákveðnum áskorunum. Það sem aðallega hefti hana var

peningana sem ég eyddi, fannst mér að allt sem ég lagði á mig hafði mikill tími og áhugi farið í súginn án þess að klára mikilvægasta hluta verkefnisins. Seinna, eftir að þú nærð þér, finnur þú hvatann og hugsar að ef það misheppnaðist, þá hljóti að vera fyrirtæki einhversstaðar eða manneskja sem getur þróað grunninn að vefnum mínum“. Það varð til þess að hún ákvað að undirbúa verkefnið betur, útbjó skjal sem innihélt allar upplýsingar um það hvernig hún vildi hafa grunninn að Nutlu. Aðalmarkmiðið var að hafa þetta einfalt, skiljanlegt og notendavænlegt fyrir viðskiptavinina.

að hanna vefsíðuna og netverslunina. „Ég vissi ekkert um heim netviðskipta, og á skömmum tíma varð ég að læra það sem tengdist tækni og hönnun“.

Að lokum fann hún manneskjuna sem náði kjarna Nutlu og vissi hvernig ætti að setja það upp í grunnvef, einhver sem var með mikla tengingu við verkefni hennar. Núna er vefur


Nutlu tilbúinn en hann var hannaður með það í huga að geta unnið með fatnað í myndrænu formi. Til að hea reksturinn notaði Lourdes sitt eigið ármagn en fékk að auki aðstoð frá ölskyldunni. „Fjölskyldan mín er aðal fjárfestir Nutlu. Fjölskylda mín og vinir sýna mér fullt traust. Núna vil ég rækta fyrirtækið og fara með það á næsta stig, þannig að ég er að leita að nýjum fjárfestum “. Nutlu hefur unnið til ölmargra verðlauna og er Lourdes því mjög meðvituð um að hún er með verkefni sem bjóði mikla möguleika. Í dag eru vefsíður svipaðar Nutlu að skjóta upp kollinum, eins og vefsíður fyrir kvenfatnað, skó, bíla o.fl., en Nutlu er brautryðjandi fyrir hönnun barnafatnaðar. „Þetta er sá sess sem ég vil hagnýta“. Fyrirtæki hennar er 1. árs um þessar mundir og þegar litið er til baka sér hún hvað mikil vinna

47


hefur átt sér stað. Allar tekjur voru settar aftur inn í reksturinn, til að geta átt þann möguleika að styrkja og rækta fyrirtækið enn frekar.

mínum á annan og betri veg. “.

stað með viðskiptahugmynd þína, „...þú þarft

Hún mælir með þeirri reynslu að vinna með öðrum, þar sem það fær þig til að fara út, hitta

Varðandi það að sameina vinnu og ölskyldulíf þá á Lourdes engin börn og þess vegna hefur hún getað helgað sig fyrirtækinu af fullum krafti. Hún telur að sem kvenfrumkvöðull geti hún sameinað vinnu og ölskyldulíf, af því að þú hefur tækifæri til að stýra tíma þínum eftir hentugleika. Næsta persónulega verkefni hennar er að verða móðir.

fólk og deila reynslu. „....andrúmsloft í

ekki að gera faglega rannsókn, aðeins að fara út og spyrja fólk til að vita hvað það vill og hvaða vörur það eru sem það gæti borgað fyrir. Þetta hjálpar þér að hanna viðskiptaáhætlun“.

Til að fá smá frískt loft og að geta betur samræmt vinnu og ölskyldulíf hefur hún nú aðstöðu með öðrum frumkvöðlum í sameiginlegu vinnurými Þegar ég vann heima, fór ég seint og síðar meir á fætur og kveikti strax á fartölvunni, án þess að fá mér morgunmat og enn í náttfötum. . ., það er ekki gott fyrir persónlegt líf mitt, þess vegna ákvað ég að finna vinnurými til að geta stýrt tíma

48

samvinnurými er mjög gott“. Ráð til kvenfrumkvöðla: „Ef þú trúir á verkefni þitt og þú ert virkilega spennt yfir því, þá átt þú eftir að finna nauðsynlega hjálp til að setja það á laggirnar. Enginn veit allt. Ég hef snúið áhugamálinu upp í viðskiptaverkefni, og ég þurfti að læra heilmikið um tískuheiminn. Allar konur geta gert meira en þær halda sjálfar“. Lourdes mælir með því að fá þjálfun. „Áður en farið er inn í atvinnugrein sem þú hefur áhuga á, reyndu þá að þekkja og læra allt um hann“.

„Annað sem er öruggt að þú munt finna fyrir sem frumkvöðull er einmannaleiki og finnast þú vera hjálparvana. Þér finnst þú vera ein í að koma fyrirtækinu áfram, tilfinning sem ég sjálf hef upplifað. Ég mæli með að þú leitir að ráðgjafa með mikla reynslu sem vill skila til baka í samfélagið með því að styðja við frumkvöðla eins og okkur með sinni eigin reynslu. Nú, þær áætlanir til að styðja við frumkvöðlastarfsemi sem ég þekki bjóða ekki upp á þessa þjónustu, en ég tel að það sé okkur nauðsynlegt“. Hittu og gakktu í lið með öðrum kvenfrumkvöðlum. „Til að hafa það tækifæri til

Gerðu markaðsrannsókn áður en þú ferð af

að mynda tengslanet og sameinast öðrum


frumkvöðlum er mjög mikilvægt til að rækta fyrirtæki sitt“. Nutlu hefur unnið til eftirfarandi verðlauna: • • • • • • • •

„Emprende SM“ verðlaunin, fyrir bestu hugmynd frumkvöðuls að netverslunarfyrirtæki. „Startupfighting“ verðlaunin, veitt á Samkomu Sprotafyrirtækja. Verðlaun fyrir besta netfyrirtækið 2013. „Spin off University of Malaga“, verðlaun fyrir nýja samsetningu fyrirtækis Úrslitakeppandi sem eitt af sex bestu verkefnum í „Elevator Pitch National Competition“. TAMDEN verkefnið: Varð eitt af fimm verkefnum valið til að finna árfesta. Tískusýning. Opinber dagskrárliður í „White Night in Málaga“. Úrslitakeppandi að verðlaunum „IMFE Málaga Junior“. Þann 16.maí 2016 verður viðtali við Lourdes sjónvarpað á „Onda Azul TV“ (sjónvarpsstöð Malaga), svo hún eigi séns í lokavinninginn. Þú getur fylgst með viðtalinu á: https://www.facebook.com/imfemalaga?ref=ts&fref=ts og kosið hana.

http://nutlu.com/ - e-mail: info@nultu.com

Follow Nutlu news on social media

49


Hvatningarsaga, viðtal við Fidu frá Íslandi Segðu okkur frá bakgrunni þínum og aðstæðum sem ef til vill varpa ljósi á þig sem frumkvöðul og eiganda fyrirtækis. Ég fæddist í Jerúsalem Palestínu og er tæknifræðingur með MBA (meistaragráðu í rekstarstjórnun). Ég flutti til Íslands 16 ára gömul og var mjög lengi að berjast við að klára menntun mína. Ég þurfti að berjast fyrir öllu því sem ég hef fengið í gegnum árin og hef í dag, ég fékk ekkert upp í hendurnar. Þar af leiðandi var fyrirtækjarekstur og að stofna mitt eigið fyrirtæki aldrei eitthvað sem ég var hrædd við, þar sem ég var búin að ganga í gegnum margt í lífinu. Ég held að fólk fæðist sem frumkvöðlar. Frá því að ég var lítil þá vildi ég alltaf gera hlutina öðruvísi en hinir. Ég tók eftir hlutum sem aðrir tóku/taka ekki eftir. Ég til dæmis taldi alltaf öll ljós í loftinu hvert sem ég fór og var mikið að spá

50

í því af hverju fólk þyrfti svona mikið af ljósum. Ég spáði oft í því hversu mikið fólk gæti sparað með því að hafa minna af ljósum. Fólki fannst ég pæla of mikið í hlutunum. Hvers vegna ákvaðst þú að verða frumkvöðull og reka fyrirtæki? Eins og ég nefndi að ofan, þá er þetta bara ég og hvernig ég hugsa og er. Ég sá ekkert annað í boði en að verða frumkvöðull, mig langaði að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert áður. Ég vil skapa verðmæti og benda fólki á að horfa á allt sem auðlind hvort sem það er þörf fyrir það eða ekki. Ég virði allt í kringum mig og tek ekkert sem sjálfsögðum hlut, hvort sem það eru mannfólk eða hultir. Hver var viðskiptahugmyndin þín, hvernig að þú fékkst hugmyndina?


Hugmyndin er að nýta ónýtta auðlind frá háhitasvæðum Íslands. Í þessu tilfelli er það kísilsteinefni unnið úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Hugmyndin spratt út frá lokaverkefni Preliminary research: The utilization of Silica and Brine from Reykjanes Geothermal Power Plant and their sterilization effect on Human Health sem ég skrifaði í Orku og umhverfistæknifræði. Niðurstaða verkefnisins voru jákvæðar og það var lítið annað í boði en að halda áfram með rannsóknir og þróun á þessari ónýttu auðlind og nýta þessi 40.000 tonn af jarðhitakísili sem falla út árlega á Íslandi. Hvernig var ferlið við að setja á laggirnar fyrirtækið, voru vandamál, hindranir sem þurfti að yfirstíga, áksoranir eða ögranir á leiðinni? Að stofna fyrirtæki er ekkert mál en að reka fyrirtæki og halda því gangandi og á lífi með litlu ármagni er mjög erfitt. Ef ég á að vera

hreinskilin þá hef ég oft verið við það gefast upp á þessu ferðalagi. Þegar við stofnuðum fyrirtækið árið 2012 var frumkvöðlastarfsemi á Íslandi tiltölulega nýleg, sérstaklega fyrir ungt fólk og ég tala nú ekki um fyrir ungar konur. Frumkvöðlar sem ég þekki eru yfirleitt karlmenn sem eru komnir á eftirlaun og eru með mikla reynslu á bakinu sem þeir nýta í ráðgjöf ofl. Ég þurfti ávallt að útskýra að þetta væri ekki draumur eða áhugamál heldur væri þetta hugmynd sem ég ætlaði að framkvæma og fylgja eftir. Sem betur fer hefur frumkvöðlamenning styrkst á Íslandi í gegnum árin. Í dag eru mun fleiri konur partur af þessari flottu menningu með frábærar hugmyndir sem þær eru að framkvæma og fylgja eftir. Hvaða stuðning fékkstu eða úrræði gastu nýtt þér eða voru hjálpleg í ferlinu? Hvað reyndist þér best? Hvernig var byrjunin í rekstrinum? Við fengum verkefnastyrk frá

51


52


Tækniþróunnarsjóði Íslands í upphafi verkefnisins, sem gerði upphaf okkar mun auðveldara fyrir en aðra frumkvöðla. Árið eftir fengum við styrk frá Atvinnumál Kvenna og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Án þessara styrkja og árhagsstuðnings er ég ekki viss um að fyrirtækið væri til í dag. Að fá viðkenningu á hugmyndinni, viðskiptaáætluninni og að framkvæmdaáætlun sé samþykkt frá svona öflugum sjóðum eins og þessum voru forsendur fyrir fæðingu fyrirtækisins. Ég þekkti mjög lítið hvaða úrræði voru í boði fyrir frumkvöðla þannig að ég þurfti að fara lengri og erfiðari leiðina að þessu. Þá ákvað ég að fara í frekara nám til þess að efla þekkingu mína í rekstri fyrirtækja. Til þess að byrja með, eins og hjá svo mörgum öðrum frumkvöðlum byrjaði þetta heima hjá mér og þurfti ég að ármagna verkefnið með eigin ármagni en ég var nýútskrifuð og átti lítið á milli handana. En þessi tími var okkur mjög erfiður þangað til við fengum

verkefnastyrk Tækniþróunarsjóðs þá gátum við byrjað að leigja litla skrifstofu í frumkvöðlasetri Ásbrúar. Þá byrjuðu hlutirnir að ganga hraðar fyrir sér og við fundum fyrir auknum stuðning þar. En vinnutímarnir fyrsta árið voru gríðalega miklir, við vorum að byggja stoð fyrirtækisns og það tók mikið á. Það var mikil pressa á okkur og ekki margir sem skildu að tækniþróun tekur mjög langan tíma en þróun á söluhæfri vöru tekur enn lengri tíma. Á tímum var álagið það mikið að við sjálf vorum farin að efast um hvort þetta var þess virði. Við vorum tvö á þessum tíma og samstarfsaðilinn minn þurfti að fara vinna annarsstaðar til þess að fá tekjur þar sem mjög lítið ármagn var til staðar. Á þeim tíma var ég mikið ein og þurfti að sinna fyrirtækinu ein. Hlutirnir voru flóknari og erfiðari þangað til að við fengum fyrsta starfsmanninn til að aðstoða okkur með umsókn til Atvinnumál Kvenna. Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir fimm og ganga hlutirnir miklu betur. Við vorum heppin með valið á starfsfólki sem eru hluthafar í

53


54


fyrirtækinu líka. Ég væri löngu hætt þessu ef ég hefði ekki haft þetta öfluga teymi mér við hlið. Í hvaða stöðu ertu núna með reksturinn og hvaða framtíðaráform eru um vöxt og viðgang fyrirtækisins? GeoSilica setti vöruna sína á markað í janúar 2015 og hefur verið á mjög mikilli uppleið síðan þá. Salan fimmfaldaðist frá júní til júlímánaðar og var það metsala fyrirtæksisns frá stofnun þess. Móttökurnar sem við höfum fengið eru umfram okkar væntingar. Við höfum í gegnum þetta ferli aflað okkur mjög mikillar þekkingu á tækni og hráefnum sem voru mjög lítið rannsökuð áður og sem þurfa enn fleiri og öflugari rannsóknir að mínu mati. Framtíðarmarkmið fyrirtækisins eru að efla þessar rannsóknir og setja á laggirnar klíníska rannsókn á vörunni okkar. Ásamt því að vera frumkvöðlar að byggja upp fyrirtæki höfum við tekið mikinn tíma í að efla og styðja við aðra frumkvöðla sem eru að taka sín fyrstu skref með

fyrirtæki. Reksturinn hefur gengið mjög vel að undanförnu og er fyrirtækið komið á mjög góðan stað í dag. Við höfum einnig aukið við samstarfsaðila sem styrkir og bætir rekstur og árhagsstöðu fyrirtækisisns til muna. Hvernig ferðu að því að sameina reksturinn og ölskyldulífið og efla þig sem fagmanneskju. Þetta er mjög erfitt ef ég á alveg að vera hreinskilin, en til þess að ná þessu öllu saman er lykillinn í því að fá stuðning frá nánasta fólki. Maðurinn minn og stelpurnar mínar standa eins og klettar við bakið á mér og styðja mig í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég heyrði 8 ára dóttur mína útskýra fyrir vinkonu sinni um árhif kísils á líkamann og a verju mamma hennar ætti að taka það. Einnig tók maðurinn minn sér pásu eftir útskrift frá vinnu og var heima með börnin fyrstu 2 árin þegar var sem mest að gera hjá mér. Að vera kvennfrumkvöðull setur enn meira álag á ölskylduna þar sem mamman

verður mjög lítið heima eða þarf að vinna öll kvöld og um helgar. Innan ölskyldunnar fékk ég mikinn stuðning en ég fann hins vegar fyrir miklum fordómum gagnvart minni ákvörðun frá öðrum í kringum mig. Ég fann sérstaklega fyrir því þegar ég tók ekki fæðingarorlof og ákvað að fara strax að vinna. Ég held að samfélagið samþykki ekki svona ákvarðanir hjá kvennfólki en ég vona hins vegar að þetta muni breytast í framtíðinni, þó svo að það sé langt í land með það. Góð ráð til frumkvöðla sem eru að hea rekstur núna. Ég myndi fyrst og fremst ráðleggja núverandi frumkvöðlum að fá með sér mjög gott teymi til að framkvæma hlutina. Það skiptir gríðalega miklu máli að vera með gott fólk með sér í þessu ferli, það er ekki hægt að vita allt og gera allt einn. Einnig mæli ég með að fá samstarfsaðila sem getur eflt fyrirtækið. Það er mjög mikilvægt

55


að fylgja hugmyndinni sinni eftir og ekki láta neikvæða umræðu eða ytra umhverfi hafa áhrif á sig eða sínar skoðanir og gildi. Það er allt í góðu og jafnvel nauðsynlegt að biðja um aðstoð og nota tengslanetið sem þeir hafa byggt upp í gegnum árin. Og að lokum ekki vinna yfir ykkur elsku frumkvöðlar, gott er að hafa skipulagðan 8 tíma vinnudag. Það er ekki hægt að gera allt á sama tímanum og deginum. Ef dagurinn er vel skipulaggður er hægt að koma miklu í verk og hægt að komast mjög langt. Annað sem þú gætir sagt frá og gæti verið upplýsandi eða hjálplegt þeim sem eru fara í rekstur eða þú hefðir getað gert hlutina öðruvísi og auðveldar? Miðað við árangur fyrirtækisins hef ég greinilega gert margt rétt og það er ekki hægt að vita það fyrirfram. En maður prófar sig áfram og ef það er eitthvað þá hef ég lært mjög mikið af þessari reynslu. Ef það væri eitthvað sem ég hefði viljað gera öðruvísi við stofnun fyrirtækisins þá hefði ég í fyrsta lagi viljað skilgreina eignarhlut og samkomulag betur og taka tillit til ölda vinnutíma sem mótframlag hvers hluthafa til þess að koma í veg fyrir ósætti í framtíðinni. Í öðru lagi ekki skrifa undir samning sem er góður á þeim tíma og skuldbinda fyrirtækið til margra ára, það er að segja samningar sem hagnast stærri aðila, alveg sama hversu örvæntingarfullur frumkvöðullinn er. 56


Þú getur kynnst Fidu betur í eftirfarandi myndbandi

GeoSilica Iceland, Grænásbraut 506, 235 Ásbrú Sími 571-3477 | Netfang: fida@geosilica.com | www.geosilica.com

56

57


Hvatningarsaga, Aðalbjörg frá Ísland Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Villimey (http://villimey.is): Hver er bakgrunnur þinn og hvað varpar ljósi á þig sem frumkvöðul og eiganda fyrirtækis í rekstri? Ég er fædd og uppalin á Tálknafirði til 14 ára aldurs og vann þar öll sumur og í skólafríum í frystihúsinu eftir að ég fluttist til Reykjavíkur 14 ára gömul. Ég gekk í Fjölbrautarskólann í Ármúla og tók verslunarpróf þaðan. Ég hef alltaf unnið mikið og fór að vinna snemma. Sjö ára var ég komin í vist og vann við að passa börn og ég fór að vinna í skreið átta ára. Ég lærði því snemma að vinna mikið. Ég held að mér hafi verið ætlað að verða frumkvöðull en ég hafði áhuga á jurtum allt frá unga aldri og safnaði þekkkingu á virkni jurta. Ég frétti síðar að það hafi verið mikið unnið með jurtir í ölskyldunni og að

58

langamma mín og nafna hefði unnið mikið úr jurtum. Ég var mikið hjá afa mínum og ömmu og fylgdist með afa en hann var sjálfstæður atvinnurekandi. Hann var með vélaverkstæði þar sem ég dvaldi löngum stundum en hann þjónustaði einnig flugfélagið og annaðist fólksflutninga. Ég var oft með honum þarna á verkstæðinu sem hann byggði sjálfur en seinna keypti ég þetta húsnæði af hreppnum og ég rek fyrirtækið nú í því. Það sem mótaði mig ef til vill sem frumkvöðul er að þurfa að bjarga sér við flest og vinna mikið en kannski hefur það líka haft áhrif að hafa fyrirmynd af sjálfstæðum atvinnureksti hjá afa. Hver var viðskiptahugmyndin þín og hvernig fékkst þú hana? Ég byrjaði fyrst og fremst á að skoða og grúska í jurtum fyrir mig. Ég fékk oft vöðvabólgur í axlir-


nar sem ung manneskja og ekkert hafði virkaði af því sem ég prófaði. Ég fór því að leita og afla mér upplýsinga um jurtir sem gætu haft lækningamátt en ég var búin lesa og grúska mikið um áhrif ýmissa jurta. Svo fór þetta að vinda upp á sig til annarra ölskyldumeðlima og stórölskyldunnar. Ég fór að prófa mig áfram með krem og smyrsl við ýmsum kvillum sem hrjáðu einstaklinga í ölskyldunni. Til að byrja með þróaði ég vöðva og liðagaldur, svo kom fótagaldur og sáragaldur, húðgaldur, bossa – og bumbugaldur. Það varð alltaf eitthvað sem gerði það að verkum að ég fór að þróa fleiri afurðir. Ég hafði til að mynda eignaðist 3 stelpur á 4 árum og fann t.d. aldei neitt nógu gott krem á bossann á þeim og þróaði því bossa og bumbugaldur. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á náttúruvörum og fór strax um eða fyrir tvítugt að leita uppi hreinar náttúruafurðir þar sem ekki væru eiturefni eða rotvarnarefni. Vörurnar fóru síðan á markað 2005 en ég er með vörurnar lífrænt vottaðar en mig hefur alltaf skipt máli að hafa afur-

ðirnar hreinar. Hvers vegna ákvaðst þú að verða frumkvöðull og reka fyrirtæki? Fjölskyldan fór að hvetja mig til að gera eitthvað meira úr þessu en fólk utan ölskyldunnar var farið að hringja í mig um árið 2003 og spyrja mig um krem og smyrsl við ýmsum kvillum. Ég fékk mikla hvatningu frá mágkonu minni til að fara út í fyrirtækjarekstrur en upphaflega urðu vörurnar meira til að bæta heilsu mína og annarra ölskyldumeðlima. Hvernig var ferlið í því að setja á laggirnar fyrirtækið, hverjar voru hindranir sem þurfti að yfirstíga? Það voru margar hindranir og ég er ekki viss um að ég hefði farið af stað ef ég vitað hvað þetta væri mikil vinna. Ég fékk mikla aðstoð og upplýsingar hjá Atvinnuþróunarfélagi Suður-

59


60


lands hjá konu sem heitir Bjarnheiður og hún leiddi mig í gegnum þennan frumskóg laga og regluverks og hvert ég gæti sótt um nauðsynleg leyfi. Ég fékk hjá henni upplýsingar um flest það sem ég þurfti að hafa. Það skipti sköpum að fá þessa aðstoð og skilning á því ferli sem ég var að ganga í gegnum. Ef til vill skipti máli að hún var kona en ég hef þó fengið góða ráðgjöf hjá karlmönnum í tengslum við fyrirtækið síðan. Ég byrjaði mjög smátt og vann mikið sjálf þau verk sem þurfti að gera. Þetta var mög mikil vinna ekki síst jurtatínslan og umbúða og vottunarferlið. Ég var oft við að gefast upp. En alltaf þegar svo var komið fékk ég upphringingu frá einhverjum sem var að hæla kremunum og segja mér að þau hafi hjálpað fólki sem gaf mér kraft til að halda áfram. Erfiðleikarnir fólust mest í því hvað þetta var mikil vinna því að ég vann allt sjálf og vinnan var og er alla daga ársins morgna sem kvöld. Við tínum allar jurtir sjálf á vottuðum svæðum og það er oft mjög mikil og erfið vinna líkamlega en líka gefandi. Ég

hef oft þurft að sitja yfir mörgum verkefnum og leita lausna tímum saman en maður hefur oftast fundið lausnirnar á endanum. Hvernig var fysta árið í rekstrinum? Ég byrjaði með fyrirtækið í mínu nafni og setti vörur á markað 2005 en fyrirtækið fékk sér kennitölu 2006. Það var mikil vinna í kringum það að hanna umbúðir og finna hvað mætti og yrði að setja á þær. Salan fór þannig fram í byrjun að ég gekk á milli heilsubúða og bauð vöruna mína en síðan fóru fleiri verslanir að hafa samband við mig því að það var eftirpurn eftir vörum sem þessum og þær höfðu gott orðspor. Ég var þá með þrjú lítil börn svo ég hafði nóg að gera. Ég var því ekki í mikilli markaðsvinnu á þessum tíma. Vörurnar fóru eiginlega að selja sig sjálfar af afspurn og þannig byrjaði þetta i raun eins og þegar að ég var að framleiða smyrsl fyrir ölskylduna og það spurðist út. Ég fór hægt af stað og gerði alla hluti nánast sjálf.

Það nýttist mér flest það sem ég hafði unnið við meðal annars í banka í afgreiðslu og sem útibússtjóri. Ég hafði líka lært bókhald og verið í smábátaútgerð og alla þá reynslu gat ég nýtt mér. Í hvaða stöðu ertu núna með reksturinn og hvaða framtíðaráform eru um vöxt og viðgang fyrirtækisins? Fyrirtækið gengur vel og við erum komin með stóran og góðan kúnnahóp. Matís rannsakaði allar vörurnar hjá okkur og styðja þær vel niðurstöður við þá virkni sem við höfum haldið

61


fram að vörurnar hefðu. Fólk hefur keypt vörurnar vegna þess að þær virkuðu fyrir það en nú höfum við fengið staðfestingarnar á virkni þeirra hjá þriðja aðila sem við erum mjög ánægð með og teljum að það skipti miklu máli. Í dag eru vörurnar í yfir 100 verslunum og apótekum um allt land. Við höfum verið að vinna að því að koma vörunum á erlenda markaði og verið í viðræðum við erlenda dreifingaraðila en það er mikil vinna að finna ábyrga dreifingaraðila. Við höfuð rætt við nokkra en ekkert hefur komið enn út úr því og stundum ekki mikið á bak við þá sem við höfum rætt við. Segja má að við séum komin í nokkurskonar útflutning því að vörurnar fást nú þegar í Leifsstöð og um borð í íslenskum flugvélum en einnig erum við með sölusíðu á ensku http://villimey.is/is/shop/. Við stefnum þó einnig á það að vörurnar verði seldar í erlendum verslunum.

62

Hvernig ferðu að því að sameina rekstur og ölskyldulíf og efla þig sem fagmanneskju. Það hefur alltaf verið erfitt að sameina reksturinn og ölskyldulífið. Ég hef verið ein með þrjár dætur, unglinga heima í fimm ár en ég á órar dætur. Það segir sig sjálft að það er ekki mikill tími fyrir annað en fyrirtækið og ölskylduna og lítill tími til að gera annað. Ég er alltaf þó í mikilli þróunarvinnu með vörur og með margar hugmyndir til að koma í framkvæmd en þróunarferlið er langt. Við höfum unnið í þessu fyrirtæki saman ölskyldan og börnin hafa komið með að týna jurtir. Við höfum t.d. ekki farið í frí síðan 2006 og þá aðeins eina viku og öll sumur fara í jurtaínslu þ.e. að afla hráefnis fyrir framleiðsluna. Stundum höfum við bætt fleirum í þá vinnu og ráðið jafnvel skólafélaga barnanna sem aðstoðarmenn á sumrin. Ég hef lagt óhemju vinnu í þetta og öll ölskyldan. Enn erum við ölskyldan í þessu að mestu, bæði dætur og tengdasynir en ég hef fengið tímabundna aðstoð eða starfsmenn


þegar mikið liggur við. Ég nýti mér líka verktöku ýmissa s.s. hönnuða og ve önnuða en það skiptir mjög miklu máli að fá fagfólk til ákveðinna verka. Góð ráð til frumkvöðla sem eru að hea rekstur núna Ég ráðlegg frumkvöðlum að skoða vel sem flest áður en stokkið er út í djúpu laugina. Ég held að það sé gott að fara rólega af stað, ég læt enga vöru á markað án þess að vera búin að prófa hana í am.k. þrjú ár og skoða hlutina vel. Það er því

mjög gott að taka lítil en örugg skref. Maður getur búist við að vinna mikið og kauplaust jafnvel í mörg ár áður en fyrirtækið fer að gefa laun og því nauðsynlegt að geta gert sem flesta hluti sjálfur til að byrja með. Ég ráðlegg þeim sem eru að fara af stað að fá aðstoð og ráðgjöf t.d. hjá Atvinnuþróunarfélagi. Þar er fólk sem kannt til verka og þekkir þau leyfi og reglur sem uppfylla þarf og til að fá hvatningu og góð ráð. Á eftirfarandi myndbandi er kynning á fyrirtæki Aðalbjargar, Villimey: https://vimeo.com/49381927

Villimey slf. Strandgata 44 460 Tálknaörður sími: +354 892 8273 http://villimey.is/is/shop/ https://www.facebook.com/Villimey.is/?fref=ts

63


Hvatningarsaga, Vita frá Litháen Stutt æviágrip og kynning Ég er Vita Markevičiūtė. Ég er með meistaragráðu í alþjóðlegum viðskiptum (EMBA, IE, Madrid) og bý yfir meira en 20 ára reynslu við mismunandi rekstur og störf hjá ármálafyrirtæki í Litháen. Núna er ég stofnandi og einn af framkvæmdarstjórum hjá Innospark. Ég fylgi þeirri trú að ég skapi hluti sem eru mikilvægir, ekki aðeins fyrir mig, og þeirri löngun til að leggja eitthvað af mörkum í ferlinu. Stutt kynning á viðskiptahugmynd Með uppeldi barna byggjum við framtíðina. Þess vegna hefur hver stund sem við verjum með börnum okkar mikla merkingu og getur ákvarðað þeirra framtíðarmöguleika. Við þróum, framleiðum og bjóðum til kaups skapandi kennslutæki sem færa börnum innblástur í leik,

64

sköpun og að læra samhliða. Þau þróa ímyndunaraflið, rökhugsun og sjálfstæði, og sjálfstraustið eykst. www.edu2.lt/en Af hverju ákvaðst þú að fara út í viðskiptarekstur? Ég tilheyri því fólki sem finnur sterkustu hvatninguna hjá sér sjálfu. Ég gerði mér grein fyrir þessu þegar ég var enn sem launþegi. Þar af leiddi að þegar ég hóf minn eigin rekstur, varð það að ferðalagi að leit að sjálfri mér. Þegar ég var launþegi sagði ég alltaf að ef ég fengi góða hugmynd ætti ég eftir að setja á stofn mitt eigið fyrirtæki. Ég sagði upp mínu síðasta starfi í kreppunni og mér fannst þetta vera síðasta tækifærið að takast á við rekstur – það var nú eða aldrei.


Hvernig fékkstu hugmyndina að fyrirtækinu? Þegar ég fór að hugsa um að reka mitt eigið fyrirtæki, kom í ljós að ég bjó yfir mörgum hugmyndum sem biðu eftir að verða að að veruleika. Seinna meir gerði ég mér grein fyrir að það sem mestu máli skipti var ekki að koma með einstaka hugmynd, heldur að geta sett hugmynd í framkvæmd. Fjölskylda mín stakk upp á edu2 viðskiptahugmyndinni. Móðir mín hefur helgað menntun barna meirihluta af lífí sínu . Hún er sú fyrsta sem fær að sjá vörurnar sem við framleiðum, og ef við sjáum neista í augum hennar vitum við að við erum á réttri leið. Gekk vel að starta fyrirtækinu? Hvaða vandamál og áskoranir tókstu á við? Ég fékk mínar fyrstu tekjur 3 mánuðum eftir að hafa sett upp fyrirtækið. Ég keyrði hlutina hratt áfram af því ég vissi nákvæmlega hvað átti að gera. Upphaflega seldust létt-borðin vel til leikskóla og grunnskóla. Eftir fyrsta árið varð það ljóst að þetta er ekki teygjanlegur markaður – í Litháen vex öldi leikskóla mjög hægt og vegna góðrar endingar þessara létt-borða er ekki þörf á endurnýjun á næstunni. Við erum einnig byrjuð að flytja út létt-borðin til nágranna okkar í Lettlandi, hins vegar er

65


markaðurinn þar jafnvel enn minni, þrátt fyrir að áhuginn sé meiri. Við þurfum að kljást við margar áskoranir en ég er fullviss um að við finnum lausnir á þeim öllum. Hvaða utanaðkomandi aðstoð og stuðning fékkstu? Það virðist vera að það sé mikið um allskonar stuðning, hins vegar hafa lítil fyrirtæki oft bara aðgang að því sem er án ármagns og að ráðgjöf. Það er leitt að segja að þetta skipti mig litlu máli. Þar sem þarf aðstoð eða stuðning við er til að kynnast nýjum mörkuðum því markaðurinn í Litháen er of lítill. Ég er samt sem áður þakklát fyrir tækifærið að fá að nota nýsköpunarvottun fyrir nýja vöruhönnun. Hvernig var fyrsta rekstrarárið? Fyrsta árið var fullt af trú, ákafa og sköpun. Það var auðveldara fyrir mig en árið eftir, þegar lokið var við árfestingar og það varð nauðsynlegt 66

að ná árangri sem myndi staðfesta rekstrarlíkanið og þörfina fyrir nýjar vörur. Hvernig gengur þér í dag og hvert er stefnir þú í framtíðinni? Mér gengur vel í dag – ég er bjartsýnismanneskja. Ár mín í rekstri gerðu mér grein fyrir því að kraftaverk koma í smá skömmtum, og ég get náð markmiðum með því að beita samkvæmni og þrautsegju við vinnuna. Á þessu ári hef ég sett mér það markmið að komast inn á að minnsta kosti einn stóran markað, og eins og er hef ég fundið tengiliði í Þýskalandi, Póllandi og á Spáni. Hvernig tekst þér að sameina fyrirtækið og þitt persónulega líf? Þessi spurning hljómar öðruvísi þegar þú ert launþegi eða þegar þú ert sjálfstætt starfandi. Ef ég væri enn launþegi hefði ég sjálfsagt meiri tíma með ölskyldunni, það yrði allavega starfskrafa mín. Samt sem áður þá tilheyri ég núna hinum


sem starfa sjálfstætt. Ég ræddi við ölskylduna mína, að í nokkur ár gæti ég ekki varið eins miklum tíma með þeim í fríi eða um helgar. Þrátt fyrir allt faðma ég son minn á hverjum degi og segi honum að ég elski hann mjög mikið. Hvaða ráð viltu gefa öðrum konum sem eru að hea eigin rekstur? Þeim sem hafa ekki hafið eigin rekstur en vilja það, myndi ég ráðleggja að ekki leita eða bíða eftir þessari ákveðnu, einstöku hugmynd. Taktu hana bara og gerðu það. Lærðu af mistökum þínum, missi og uppgötvunum. Að framkvæma eitthvað í raun er engu minna mikilvægt, jafnvel enn mikilvægara, en hugmyndin. Upphaf fyrirtækisins minnir oft á flösku með miðum sem flýtur um sjóinn – þú veist aldrei hvaða stefnu hún mun taka, hver kemur til með að lesa á miðana og hvort hún nær að komast að ströndinni yfir höfuð. Því lengur sem þetta gerist, því skýrari verða miðarnir, og því réttari spá er tryggð um strauma hafsins sem umlykja fljótandi flöskuna. Ég myndi vilja óska sjálfri mér og öðru fólki sem er að hea eigin rekstur, að á endanum eigi flaskan með miðunum eftir að ná ákvörðunarstað sínum. Aðrar mikilvægar og áhugaverðar upplýsingar. GSM: +370 699 96092

67


Hvatningarsaga, Daiva Eledita frá Litháen. Stutt æviágrip og kynning Ég er Daiva Eledita - hugmyndasmiður, stofnandi http://www.eleditadesigns.com, fyrirtækis sem gerir handgerða muni fyrir börn og heimili. Ég ólst upp og lærði í Šiauliai. Mitt fyrsta nám tengdist kennslufræði og fyrsta starfið var leikskólakennari. Það var áhugavert starf og tel ég að það hefði verið mitt aðalval ef hefði ekki verið fyrir stjórnarfarslegar og efnahagslegar breytingar. Síðan þá hef ég farið í gegnum mismunandi áfanga og hef einbeitt mér að vinnu við framleiðslu prjónaefna. Upphaflega tengdist þetta öldaframleiðslu sem miðaðist við markaðinn í austri. Því næst tók ég þátt í skapandi og framkvæmdarvinnu http://www.eleditadesigns.com/ http://www.etsy.com/shop/EleditaDesigns/

68

hjá fyrirtæki sem sérhæfði sig í handprjónuðum vörum. Sem stendur er ég viðriðin tækni og framkvæmdarvinnu sem sækist eftir framleiðslu úr prjónaefni. Hérna sakna ég sköpunar mest af öllu, þar af leiðir að fyrirtækið sem ég er að byggja upp fyllir í það skarð. Stutt kynning á viðskiptahugmynd Fyrirtækið mitt felur í sér að skapa frumeintök og hágæða handgerða hluti fyrir börn, heimili og til hátíðarbrigða. Fram að þessu hefur það ekki verið mitt aðalstarf. Það hefur verið áhugamál sem smátt og smátt er að breytast í fyrirtæki.


Af hverju ákvaðst þú að fara út í viðskiptarekstur? Ég hef alltaf verið upptekin af handgerðum hlutum sem hafa tekið mikinn tíma af mínum frístundum. Ég var yfir mig ánægð að sjá fatnað, fylgihluti og innanhúss skreytingar verða til sem virtust spretta upp úr engu. Fyrst gerði ég þá fyrir sjálfa mig og svo fyrir ættingja og vini. Og við að heyra stöðugar uppástungur að ég ætti að deila þessu með öðrum, kom oft þessi hugsun í hugann „af hverju ekki“. Hvernig fékkstu viðskiptahugmynd þína? Þegar ég ákvað að fara út í rekstur hafði ég um marga möguleika að velja sem myndu höfða til mín og viðskiptavina. Ég valdi hluti fyrir börn og heimili. Hugboð mitt sveik mig ekki, ekki aðeins mæður heldur einnig ömmur og frænkur vilja dekra við börn og gefa þeim gjafir. Allir vilja skreyta heimili sín. Ég bý ekki til

69


einstaka hluti, ég geri marga af því að það er mun auðveldara. Þá er ekki þörf fyrir að leita að öðruvísi hráefnum og taka myndir af nýjum hlutum í hvert skipti. Þetta sparar tíma og peninga. Var upphaf rekstursins árangursríkur? Hvaða vandamálum og áskorunum stóðstu frammi fyrir? Upphaflega hafði ég mestar áhyggjur hvort að ég vildi í raun helga frítímann meiri vinnu í stað þess að hvíla og slaka á. Ég velti því einnig fyrir mér hvort hlutirnir sem ég skapaði væru nógu fallegir til að laða að ekki aðeins ættingja mína heldur einnig annað fólk. Annað verkefni var að læra að verðsetja hlutina og láta ættingjana vita um virði hlutanna. Það hefur alltaf verið áhugavert að gera marga eins hluti fyrir sölu, að finna ljósmyndara að búa til vefsíðu upp á eigin spýtur, og að reyna mismunandi aðferðir til auglýsinga og samskipta við viðskiptavini.

70

Hvaða utanaðkomandi aðstoð og stuðning fékkstu? Ég þurfti ekki árhagslegan stuðning þar sem að 300 evrur nægðu fyrir upphaflegri árfestingu, eins og viðhaldi vefsíðu, þjónustu ljósmyndara, afgreiðslugjöldum, lágmarks lager af óunnu efni fyrir hluti, pökkunarefni og auglýsingatækjum. Mikilvægasti hlutinn hefur alltaf verið að ættingjar mínir skilja og styðja mig, og svo skiptir álit núverandi og mögulegra viðskiptavina mig máli. Hvernig var fyrsta árið þitt í rekstri? Hvernig gengur þér í dag og hvað stefnir þú á í framtíðinni? Það eru 1 1/2 ár síðan ég hóf rekstur. Mér gengur frábærlega. Það er ekki aðeins að árfestingarnar hafi borgað sig og hagnaðurinn sem skilar sér, heldur einnig ánægjan sem maður upplifir við að búa til hluti og að fá


71


svörun frá viðskiptavinum, sem gefur nýja reynslu og kunningja.

Hvaða ráð myndir þú vilja gefa konum sem eru að hea rekstur?

Framtíðarstefna mín felur í sér að gera mismunandi hluti og prófa nýjar auglýsingaaðferðir, og þáttaka í mismunandi verkefnum og viðburðum. Ég vona að í tímans rás verði þetta að aðalstarfi hjá mér að skapa frumlega, handgerða hluti fyrir börn, heimili og til hátíðarbrigða við viðburði og hátíðir.

Ég myndi gefa eftirfarandi ráð til kvenna sem eru tilbúnar að hea fyrirtækjarekstur:

Hvernig tekst þér að sameina reksturinn og persónlegt líf? Yfirleitt er aðalvandamálið tímaskortur. Ég myndi forgangsraða á þennan hátt, atvinna, minn eiginn rekstur og persónulegt líf. Ég er ánægð að tilheyra hópi hamingjusamra einstaklinga sem gera engan greinarmun á fyrirtækjarekstri sínum og áhugamáli.

72

Notið getu ættingja ykkar, reynslu og kunningja þegar leitað er að viðskiptahugmynd og setjið hana í framkvæmd. Forðist að æða í framkvæmdir ef þið eruð ekki tilbúnar fyrir þær tilfinningalega og tæknilega, af því að fyrstu hughrif af kynningu ykkar á eftir að endast í langan tíma. Hins vegar, eftir að hafa tekið ákvörðun, ekki fresta því um óákveðinn tíma því annars ferðu að efast. Það er hættulegt að búast við skjótum og miklum gróða þar sem það á eftir að valda þér vonbrigðum.


Það eru mistök að halda að þú þurfir að vinna minna þegar að fyrirtæki þitt er komið af stað. Vegna nýrrar ábyrgðar og löngunnar þinnar til að stækka á allt eftir að vera í hina áttina. Og það mikilvægasta er að hræðast ekki að prófa nýja hluti. Það skiptir ekki máli hversu gömul þú ert - 20, 30, 40, 50... Ef þú býrð ekki yfir nógu miklu hugrekki eða þú hefur ekki möguleikana á að fara úti stór viðskipti, reyndu þá að breyta áhugamálinu í fyrirtæki. :)

73


5. Hvers konar úrræði þarftu?

Hvaða verðmæti hefur fyrirtækið að bjóða og fyrir hvað er viðskiptavinurinn tilbúinn að greiða. Hvernig tekjustreymi, kostnaðarliðir og ármálaliðir eru útfærðir.

Viðskiptalíkanið – stefnumótun fyrirtækis Þegar þú ferð af stað í rekstur þarftu að hafa skýrar hugmyndir um hvað þú vilt gera, hvað þú vilt afreka, það getur skilið á milli þess að ná árangri eða ekki. Hagnýtt tæki til að hea vinnu við að útfæra hugmyndina þína er viðskiptalíkanið „Business Model Canvas“ en það getur einnig nýst við stefnumótunarvinnu í starfandi fyrirtækjum. Viðskiptalíkanið er hagnýtt greiningartæki, því það gerir þér kleift að skoða þá níu grunnþætti sem fyrirtæki byggjast upp á. Viðskiptalíkanið er því gagnlegt fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í að þróa viðskiptahugmynd sína og þá sem nú þegar hafa stofnað fyrirtæki og vilja greina kjarnastarfssemi fyrirtækisins og þróa vöru sína eða þjónustu. Með viðskiptalíkaninu er hægt að greina hvernig rekstri fyrirtækisins er háttað og vinna að stefnumótun og frekari framgangi þess. Í eftirfarandi myndbandi er víðskiptalíkanið útskýrt á ensku: https://youtu.be/QoAOzMTLP5s Í viðskiptalíkaninu skýrir þú skref fyrir skref hvernig verðmæti eru sköpuð fyrir viðskiptavininn og hvernig starfssemin er skipulögð til að skapa tekjur fyrirtækisins. Hvað og hvernig það er sem viðskiptavinir vilja og hvernig fyrirtækið getur skipulagt sig til að mæta þörfum viðskiptavina.

74

Viðskiptalíkanið lýsir þannig hverjum lið í virðiskeðju fyrirtækisins og þeim þáttum sem fyrirtækið leggur megin áherslu á að skapa í framleiðsluferlinu eða þjónustuþætti þess og hvernig samspil allra þátta býr til tekjur fyrirtækisins. Segja má í stuttu máli að viðskiptalíkanið lýsi því hvernig fyrirtækið þitt sem skipulagsheild skapar, a endir og fangar verðmæti. Það aðstoðar þig við að sjá stóru myndina af öllum helstu þáttum fyrirtækisins. Viðskiptalíkaninu má ef til vill líkja við uppskrift, ekkert hráefni má vanta því þá mistekst uppskriftin og það sama gildir um viðskiptalíkanið. Hér eru grunnþættirnir sem líkanið felur í sér samandregnar í fáeinar setningar.

Fyrirtæki þjónustar viðskiptavini. Viðskiptalíkanið reynir að leysa vandamál viðskiptavina og fullnægja þörfum þeirra með virðistilboðum. Virðistilboðin er það sem gerir vöruna þína mikilvægari í augum viðskiptavinarins en aðrar vörur eða þjónusta. Virðistilboð eru a ent til viðskiptavina í gegnum samskipti, dreifingu og sölu. Viðskiptavinasamband byggist upp og varðveitist með hverjum viðskiptavini. Tekjustraumur kemur ef virðistilboð hefur fallið í góðan jarðveg hjá viðskiptavinum. Helstu auðlindir fyrirtækisins eru eignir og þekking. Helstu aðgerðir sjá um að þú framkvæmir það sem framkvæma þarf. Fyrirtæki geta þurft samstarfsaðila til að fyrirtækið gangi upp. Kostnaðarhliðin er tekin saman til að sjá hvort rekstrargrundvöllur er fyrir fyrirtækinu.


Viðskiptalíkanið Canvas er hér að finna í tveimur útfærslum en með sömu efnisþáttum. Unnið er með líkanið frá hægri til vinstri en í þessum kafla verður gerð stuttlega grein fyrir hverjum þætti viðskiptalíkansins. Benda má á að þú getur fengið mikið af upplýsingum á veraldarvefnum um Canvas viðskiptalíkanið.

Viðskiptalíkanið Canvas 1.

75


Viðskiptalíkanið Canvas 2.

76


Lykilsamstarfsaðilar Helstu samstarfsaðilar geta verið af ýmsum toga í fyrirtækinu þínu. Lykilsamstarfsmenn eru þeir sem leggja til forða inn í fyrirtækið í einhverju formi. Þessir aðilar, sem stundum eru nefndir viðskiptafélagar, geta komið að líkaninu með einum eða öðrum hætti, aðstoðað, dregið úr áhættu eða opnað leiðir að einhverskonar auðlindum. Birgjar eru dæmi um samstarfsaðila. Stundum kaupum við vöru eða þjóunustu/þekkingu af öðrum til að geta boðið upp á vöru eða þjónustu vegna þess að það getur verið hagkvæmara en að gera alla þætti framleiðslunnar eða þjónustunnar sjálf og það getur dregið úr árhagslegri áhættu að sumir hluti séu vistaðir annarsstaðar auk þess sem að það gefur færi á meiri sérhæfingu. Hér getur líka verið átt við samstarfsaðila eins og facebook sem við notum til markaðssetningar eða Paypal kerfi sem notað er til að taka við greiðslum í gegnum veraldarvefinn á öruggan máta. Hér greinir þú hverjir eru helstu samstarfsaðilar fyrirtækisins og hvert er framlag þeirra til starfsseminnar þ.e. hvaða verkþætti í starfsseminni þeir sjá um. Hér getur svarað spurningum eins og:

Hverjir eru helstu samstarfsaðilar þínir? Hverjir eru helstu birgjarnir? Hvaða forða eða aðföng leggja þeir til fyrirtækisins? Hvaða verkþætti eða starfssemi sinna þessir samstarfsaðilar? Hvaða lykilupplýsingar þurfum við að fá frá samstarfsaðilum?

Um leið og þú skoðar hverjir eru helstu samstarfsaðilarnir og í hverju samstarfið er fólgið er ef til vill gott að velta fyrir sér í leiðinni hver er áhættan af þeim. Hversu traustur eða áreiðanlegur eða sveigjanlegur er sá forði eða aðföng sem þeir leggja til fyrirtækisins og á hvaða verðum?

Lykilstarfssemi Lykilstarfsemin er sú starfssemi sem fyrirtækið framkvæmir til að skapa virði og að fá inn tekjur þ.e. hvað fyrirtækið gerir og selur. Framleiðslan/þjónustan skiptir hér höfuðmáli, þ.e. hönnun og þróun vöru/vara og framleiðsla þeirra. Líklegt er að í þessu ferli þurfi að leysa ýmis vandamál eða verkefni og finna nýjar lausnir m.a. í gegnum vöruþróunarferli. Annar þáttur í lykilsstarfsseminni er salan. Í tengslum við hana þarf að huga að markaðssetningu vörunnar þ.e. hvernig og með hvaða hætti þú kemur vörunni/þjónustunni á framfæri við líklega kaupendur í samræmi við gildin sem þú hefur sett eða hefur í huga fyrir fyrirtækið. Hér þarf einnig að að skoða þætti eins og hvernig megi viðhalda tryggð viðskiptavina við fyrirtækið þannig að að hægt sé að afla og viðhalda tekjum fyrirtækisins. Á þessu stigi getur verið gagnlegt að svara eftirfarandi spurningum.

Hvað er það sem fyrirtækið framleiðir og selur? Hvaða lykilstarfsemi er nauðsynleg til að uppfylla gildi fyrirtækis ? Hvernig er sambandið við viðskiptavini háttað?

77


Lykilauðlindir

Virðisskapandi þættir/virðisloforðið

Hér er um að ræða auðlindir sem fyrirtækið hefur yfir að ráða en þær hjálpa þér til við að framleiða vöru og bjóða þjónustu, ná til markaðarins og afla fyrirtækinu tekna. Þessar auðlindir geta verið áþreifanlegar eins og eignir eða ármunir eða óáþreifanlegar eins og mannauður eða tengslanet. Auðlindir fyrirtækisins þíns gætu falist í einhverju að eftirfarandi tegundum auðlinda :

Í þessum hluta líkansins er gerð grein fyrir vörunni/þjónustunni þ.e. viðskiptahugmyndinni þinni og hvaða virði fyrirtækið með þessari vöru eða þjónustu hefur fram að færa fyrir viðskiptavininn. Hvað er það við fyrirtækið, þína vöru eða þjónustu sem fær viðskiptavininn til að skipta við fyrirtækið þitt en ekki fyrirtæki samkeppnisaðila? Virðisloforðið er fólgið í því að leysa ákveðin vandamál og uppfylla þarfir viðskiptavinarins. Hér eru talin upp ákveðin einkenni virðisloforða sem gott er að hafa í huga við þessa vinnu við að greina hvaða virði hefur varan/þjónstan þín hefur og aðgreinir hana frá öðrum þ.e. hvaða þjónustu eða sértæku lausnir þú erta að bjóða viðskiptavininum ásamt því hvaða þarfir eða vandamál varan er að uppfylla eða leysa:

Áþreifanlegar t.d. húsnæði, bílar, vélar, tæki, jarðnæði o.fl. Vitsmunalegar t.d. mannauður starfsfólk s.s. þekking starfsmanna, sköpunargáfa þeirra, orðspor og tengslanet, vörumerki, einkaleyfi, þekking, höfundarrétur, samstarf, gagnagrunnar Fjárhagslegar t.d.ármagn, lánstraust, hlutabréf, kaupréttur eða nýtingarréttur Hafðu í huga að svara efirfarandi spurningum til að greina auðlindir fyrirtækisins:

Hverjar eru lykilauðlindir sem þú þarft að hafa yfir að ráða til að fyrirtækið geti framleitt og selt vörur/þjónustu? Hvaða auðlindum hefur þú yfir að ráða?

78

Þægindi – mun varan/þjónustan spara tíma eða fyrirhöfn fyrir viðskiptavininn? Verð – er varan/þjónustan ódýrari en önnur vara/þjónusta? Hönnun – er hönnun vöru/þjónustu betri eða öðruvísi? Vörumerki – er merki vörunnar verðmætt og gefur það viðskiptavini ákveðna stöðu? Kostnaður – er hægt að draga úr kostnaði með því að kaupa vöru/þjónustu og þannig auka tekjur? Hvaða virði skilar varan til viðskiptavinanna? Hvaða vandamál er verið að leysa? Hvaða þarfir erum ég/við í fyrirtækinu að uppfylla?


Veltu fyrir þér hvort að varan þín/þjónustan hafi nægilega mikið virði umfram aðrar vörur/þjónustu til að viðskiptavinurinn kaupi. Ef til vill þarftu að spyrja þig að því hvort að þú hafir áræðni til að vera örðuvísi og bjóða upp á öðruvísi vöru en samkeppnisaðilarnir!

Viðskiptasambandið

gætt er hætta á að fyrirtækið geti orðið fyrir barðinu á illu umtali. Í þessu sambandi getur verið gott að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig er núverandi staða viðskiptavina? Hvaða viðskiptasambanda hefur þú þegar stofnað til, hvaða hópar eru innan viðskiptavinahópsins. Hvaða kostnaður er af því að viðhalda viðskiptasambandi við þessa hópa til að mæta væntingum viðskiptavina og viðhalda ánægju þeirra? Hvernig getur þú ölgað viðskiptavinum. Hver gæti kostnaðurinn verið af því? Hvernig samþættast þessi viðskiptasambönd við aðra þætti í viðskiptalíkaninu?

Viðskiptasambandið felur í sér greiningu á þeim þáttum og kostnaði sem felast í því hvernig þú færð viðskiptavini til að kaupa af vörur eða þjónustu frá fyrirtækinu, hvernig þú heldur tryggð viðskiptavina og hvernig þú aflar nýrra, til að viðskiptin geti vaxið og þar með tekjurnar aukist. Reyndu að greina hvernig núverandi sambandi við viðskiptavinina er háttað og hvernig því ætti að vera háttað. Það er afar mikilvægt að reyna að viðhalda viðskiptasambandi við núverandi viðskiptavini því að það getur verið kostnaðarsamt að ná til nýrra viðskiptavina.

Að ná til viðskiptavina/dreifileiðir

Fyrirtækið þitt hagnast mest ef að það finnur viðskiptavini sem skiptir það mestu máli og getur uppfyllt þarfir þeirra og væntingar. Hafðu í huga að skipta viðskiptavinunum í hópa (markhópa) eftir því hversu arðvænir þeir eru og hagaðu samskiptum við þá eftir því. Það er ekki aðeins mikilvægt að uppfylla þarfir viðskiptavina heldur þarf líka að veita þeim ánægju. Ánægðir viðskiptavinir eru líkegri til að sýna fyrirtækinu þínu tryggð. Ánægja þeirra hefur sterka tengingu við gildi fyrirtækisins. Allar aðgerðir sem að fyrirtækið gerir þurfa að endurspegla þessi gildi og starfsmenn fyrirtækisins þurfa að ganga í takt við þau. Ef þess er ekki

Einn af þáttum viðskiptalíkansins lýtur að því hvernig við dreifum vörunni eða þjónustunni. Oft selja framleiðendur ekki beint til viðskiptavina. Mjög oft er vöru og þjónustu dreift í gegnum aðra aðila og er hugtakið dreifileiðir notað yfir alla mögulega valkosti til að þess að koma vörunni/þjónustunni til kaupandans/neytandans. Í þessum þætti líkansins eru greindar dreifileiðir til viðskiptavina.Hvernig er best að nálgast viðskiptavinina? Hvernig fær viðskiptavinurinn upplýsingar um vöruna og hvernig getur hann fengið vöruna i hendur. Dreifileiðir er mikilvægur þáttur i samskiptum við viðskiptavinina því í gegnum dreifileiðir er

79


snertingin við viðskiptavininn og því nauðsynlegt að vanda valið á þeim. Dreifileiðirnar geta verið einfaldar eða flóknar. Sem dæmi um dreifileiðir er sala í gegnum umboðsaðila, heildsala eða útflytjanda eða einföld dreifileið eins og sending beint til viðskiptavinarins eða sala á rafrænni vöru yfir veraldarvefinn. Það getur verið margt sem hefur áhrif á hvaða dreifileiðir eru valdar s.s. Landfræðileg staðsetning viðskiptavina Eðli vörunnar Tími sem fer í dreifileið Tíðni kaupa Fjöldi viðskiptavina Stærð fyrirtækis og aðstaða Milliliðir Samkeppnisaðilar Kostnaður ofl. Reyndu að greina dreifileiðir fyrirtækisins og veltu fyrir þér mögulegum dreifileiðum með því að svara eftirfarandi spurningum:

Hverjar eru dreifileiðir fyrirtækisins? Af hverju eru þessar dreifileiðir valdar? Henta þær vörunni/þjónustunni,viðskiptavininum?

Hverjir eru kostir og gallar dreifileiðanna? Hver er kostnaðurinn af þessum dreifileiðum. Hvernig eru dreifileiðir samkeppnisaðila? Hefur það áhrif á dreifileiðir þíns fyrirtækis?

Mikilvægt er að íhuga dreifileiðir vel, meta kosti þeirra og galla og kostnaðinn sem þeim fylgir. Oft er um að ræða langtíma samninga fyrirtækisins við dreifingaraðila og getur verið fyrirhafnarmikið, kostnaðarsamt og erfitt að gera breytingar á dreifileiðum. Dreifileiðir þurfa að henta vörunni, viðskiptavininum og fyrirtækinu og vera í samræmi við gildi þess.

Markhópar Í þessum þætti viðskiptalíkansins greinir þú hverjir eru hópar viðskiptavina fyrirtækisins. Fyrir hvaða hópa er fyrirtækið að skapa verðmæti og hver eru einkenni þessara hópa. Viðskiptavinirnir eru það mikilvægasta sem hvert fyrirtæki á. Hvert fyrirtæki hefur ölbreyttan hóp viðskiptavina sem hafa mismunandi einkenni, gildi, þarfir og hegðun. Hluti af stefnumótunarvinnu fyrirtækisins og í raun lykilatriði stefnumótunar er að koma auga á og greina þessa markhópa þ.e. hópa mögulegra eða núverandi viðskiptavina fyrirtækisins því ekkert fyrirtæki getur þjónað öllum markaðnum. Stærð markhópsins ræðst af því hvernig við skilgreinum hann. Með því að

80


greina markhópanna er hægt að finna út hverjar eru þarfir hvers markhóps um sig, hegðun hans, gildi og venjur. Viðskiptavinirnir eða markhóparnir sem fyrirtækið hefur skilgreint eru mismótækilegir fyrir virðisauka fyrirtækisins og eru misfljótir við að tileinka sér þá vöru eða þjónustu sem fyrirtækið er að bjóða fram, sumir er t.d. nýjungagjarnari en aðrir eða hafa meiri árhagslega burði til að kaupa vörurnar. Sumir viðskiptavinirnir eru líka mikilvægari en aðrir og því þurfum við líka að skoða hverjir eru mikilvægastir fyrirtækinu til að fyrirtækið nálgist þá viðskiptavini með viðeigandi hætti. Það að vera með góða greiningu á hverjir markhópar fyrirtækisins eru gerir fyrirtækinu kleyft að nálgast þá með skýrum hætti og aðferðum sem henta hverjum hóp fyrir sig en það getur verið mjög misjafnt hvaða söluaðferðir eða dreifileiðir henta t.d. mismunandi markhópum, viðskiptavinum. Það eru einkum órar leiðir sem eru notaðar til þess að flokka einstaklinga í markhópa: Lýðfræðileg flokkun, það er skilgreining á stöðu einstaklinga innan markhópsins eftir aldri, menntun, tekjum, hjúskaparstöðu og starfi. Landfræðileg flokkun, það er skilgreining einstaklinga innan markhópsins út frá því hvar þeir búa t.d. í drei ýli, þéttbýli eða í ákveðnum landshluta, landi eða álfu.

Vörutengd flokkun, það er skilgreining á einstaklingum í markópi eftir vörunotkun þeirra, s.s. hvort þeir lesa ákveðin blöð, horfa á ákveðnar sjónvarpsstöðvar eða hvort þeir eru meðlimir í ákveðnum félagasamtökum. Þegar þú greinir markhópa fyrirtækisins getur verið gagnlegt að svara eftirfarandi spurningum um núverandi eða framtíðarviðskiptavini:

Hverjir eru viðskiptavinir fyrirtækisins? Hvernig er hægt að skipta þeim upp í hópa? Hafa þeir ákveðinn lífsstíl, gildi, venjur og hegðun, hvaða? Búa þeir við ákveðnar landfræðilegar aðstæður, hvaða? Tilheyra þeir ákveðnum aldursshópi, hverjum? Hafa þeir ákveðna menntun/menntunarstig, hvaða? Eru þeir í tilteknu starfi eða starfsgrein, hvaða? Hafa þeir ákveðna hjúskapar- eða ölskyldustöðu, hverja? Hafa þeir ákveðnar tekjur/efnahag, hvaða? Hafa þeir sérstök áhugamál, hver? Hafa þeir sérstaka persónugerð, hverja? Er eitthvað sem knýr þá áfram s.s. tilgangur eða annað og þá hvað? Nota þeir tilteknar vörur? Hverjir eru mikilvægustu viðskiptavinirnir? Eru aðrir mögulegir viðskiptavinir?

Sálfræðileg flokkun, það er skilgreining á einstaklingum innan markhópsins eftir lífstíl, skoðunum, áhugamálum, dri röftum og persónugerð.

81


Það sem þú þarft að skoða um leið og þú greinir markhópa fyrirtækisins er hvort að hægt sé að finna út hve margir tilheyra markhópnum þ.e. mælanleika hópsins. Hvort að hann sé aðgengilegur eða hvort að hægt sé að nálgast hann og þá hvernig. Hvort að markhópurinn sé nægilega stór til að hægt sé að ná til hans á hagkvæman hátt og hvort að þarfir hans séu mismunandi því að þó að hópur hafi sama lýðfræðilega eða landfræðilega bakgrunn getur hann haft mismunandi þarfir og langanir. Þá þarf að skoða hvort að hópurinn sé endurnýjanlegur eða hvort að hann komi til með að „deyja“ út smátt og smátt. Mikilvægt er að skoða hvort að þarfir mismunandi markhópanna fari ekki saman á einhverjum sviðum og hvort að markhópurinn hæfi starfssemi fyrirtækisins eða aðstöðu þess. Það er einnig gagnlegt að skoða hvort að um er að ræða hagsmunaaðila, hverjir séu áhugasamir um vörur fyrirtækisins eða sýna mesta skilning á því sem fyrirtækið býður upp á eða hagnast mest kaupum. Þá er þarf að raða hópunum eftir því hversu mikilvægur hver hópur um sig er fyrir fyrirtækið. Óljós sýn á því hverjir séu markhópar fyrirtækisins veikir allar aðgerðir fyrirtækisins til að nálgast viðskiptavinina en góð greining er forsenda þess að unnt sé að taka góðar og árangursríkar ákvarðanir um hvernig hægt sé að ná til, selja og dreifa vörum til mismunandi hópa viðskiptavina.

82

Kostnaður Í þessum reit á viðskiptalíkaninu er lýst þeim kostnaði sem leggja þarf út fyrir til að hægt sé að framkvæma það sem lýst er í líkaninu. Hér þarft þú að reyna að greina hverjir eru helstu kostnaðarliðir fyrirtækisins við framleiðslu vöru eða þjónustu. Hvaða lykilauðlindir og lykilaðgerðir eru dýrastar og bera með sér mestan kostnað. Kostnaðarhlið skiptir mismiklu máli í fyrirtækjum og fer það eftir því hvort fyrirtækið er kostnaðardrifið eða virðisdrifið. Ef fyrirtækið er kostnaðardrifið er verið að reyna að halda öllum kostnaði í lágmarki þ.e. verðgrundvallað virðistilboð en ef það er virðisdrifið er það sá virðisauki sem viðskiptavinurinn fær sem skiptir höfuðmáli. Í fyrra tilvikinu er reynt að halda öllum tilkostnaði í lágmarki t.d. hafa sem mesta sjálfvirkni og lítinn launakostnað og reynt að úthýsa sem mestu af verkefnum og halda þannig útgjöldum niðri. Ef fyrirtækið er hinsvegar gildisvirðisdrifið er áherslan á skapa virði fyrir viðskiptavininn og yfirverð og kappkostað að virðisauki viðskiptavinarins verði sem mestur. Þegar kostnaðarhlið fyrirtækisins er greind þarf að greina kostnaðinn eftir því hvort um er að ræðan fastan eða breytilegan kostnað. Fastur kostnaður eru þeir kostnaðarliðir sem breytast ekki eftir t.d. ölda eða magni þess sem framleitt er þ.e. eru óháðir framleiðslumagni og standa í stað þrátt fyrir að framleiðslumagn breytist hvort sem um er að ræða vöru eða þjónustu. Breytilegur kostnaður eru þeir kostnaðarliðir sem breytast þegar framleiðslumagnið eykst. Dæmi um fastan kostnað er t.d. laun og leiga.


Vélar, hiti og rafmagn o.þ.h. Dæmi um breytilegan kostnað væri t.d. hráefni og vörukaup, umbúðir og sú orka sem þarf að nota við framleiðslu. Til að greina mögulegan eða núverandi kostnað í þínu fyrirtæki væri gagnlegt fyrir þig að reyna að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig er samsetning kostnaðar í fyrirtækinu? Hvaða lykilauðlindir eru dýrastar? Hvaða lykilaðgerðir eru dýrastar? Hvaða kostnaður er fastur kostnaður? Hvaða kostnaður er breytilegur? Er fyrirtækið kostnaðardrifið eða virðisdrifið? Hvaða viðskiptavinir/birgjar kosta mest?

Kostnaðurinn er þá allur sá kostnaður sem fellur til við að reyna að skapa tekjur fyrirtækisins s.s.framleiðslukostnaður, kostnaður við dreifileiðir, kostnaður við að afla viðskiptavina og viðhalda viðskiptavinum o.fl.

Tekjur Tekjur viðskiptalíkansins er greining á þeim tekjum sem fyrirtækið fær og þeim tekjustraumum sem eru í fyrirtækinu. Til að fyrirtækið gangi þurfa tekjur að vera meiri en kostnaður. Greina þarf hvar og hvernig tekjurnar verða til í gegnum viðskiptavini fyrirtækisins en tekjustreymið getur verið

margþætt eftir því hvernig tekjurnar verða til. Við greiningu á tekjustraumum skoðar þú m.a. hver er hagnaður af hverjum hópi viðskiptavina fyrir sig (markhópum) og berð saman hlutfall hvers hóps í heildartekjum fyrirtækisins. Helstu tekjustraumar fyrirtækisins er gjarnan skipt í tvær tegundir af tekjustraumum þ.e. tekjur af einskiptisviðskiptum eða reglulegar tekjur sem koma inn vegna stöðugs virðisauka eða vegna eftirkaupaþjónustu. Tekjur geta myndast á ýmsan hátt t.d. eftir því hvernig salan á sér stað. Er um að ræða áskrift eða stakar sölur? Föst verðlagning á vöru eða kvik verðlagning s.s. tilboð eða samningar. Þegar gerð er grein fyrir tekjustreyminu er gerð grein fyrir því í hvað formi tekjur myndast og fyrir hvað. Sem dæmi um hvernig tekjustraumar fyrirtækis geta verið ólíkir eftir því hvernig greitt var fyrir vöruna þá náði eitt fyrirtæki forskoti á samkeppnisaðila sína með því að fá greidda selda vöru áður en hún var framleidd á meðan samkeppnisaðili seldi vöruna í smásölu og varan a ent áður en greiðsla fór fram. Þetta hafði mikil áhrif á tekjustreymi fyrirtækisins og þætti eins og birgðir, ármagnskostnað, þarfir fyrir að lækka verð vegna of mikillar birgðastöðu og hraða við breytingar í framleiðslu s.s. innleiðingar á nýjungum. Tekjustraumar fyrirtækis myndast einkum á eftirfarandi hátt:

83


Áþreifanleg vara: Neytendagjald: Áskriftargjald: Leigugjald: Leyfisgjald: Þóknun : Auglýsing:

Vara sem viðskiptavinir komast í snertingu við og greiða Gjald sem greiðast með ákveðinni þjónustu sem viðskiptavinurinn er að nýta. Gjald sem viðskiptavinur greiðir fyrir áskrift af einhverju ákveðnu. Gjald sem viðskiptavinur greiðir þegar hann leigir einhvern ákveðin hlut í ákveðinn tíma. Gjald sem greiðist þegar leyfi er fengið til að nota ákveðna vöru eða þjónustu. Gjald sem viðskiptavinur greiðir til ákveðinna þjónustuaðila. Gjald sem þriðji aðili greiðir ef hann notar vöru eða þjónustu fyrirtækisins í að auglýsa eitthvað ákveðið

Það gæti verið gagnlegt fyrir þig að reyna að svara eftirfarandi spurningum þegar þú greinir helstu tekjustrauma fyrirtækisins:

Hvaða virði eru viðskiptavinirnir (tilbúnir) að greiða fyrir? Hvernig vilja þeir greiða vöru/þjónustu? Hvernig eru þeir að greiða núna/með hvaða hætti? Hvernig er tekjustaumur mismunandi markhópa?

Ef til vill finnst þér þetta flókið ef þú hefur ekki unnið á þennan hátt áður. En á eftirfarandi líkani um Nespresso kaffikönnuna eru settar inn einfaldar upplýsingar sem ef til vill fá þig til að draga andann léttar. Smám saman getur þú síðan greint enn nákvæmar alla þætti líkansins en aðalatriðið er að þú hafir skýra heildarmynd af rekstri fyrirtækisins til að nýta þér í stefnumótunarvinnunni í fyrirtækinu og auðvelda þér að taka ákvarðanir sem eru vænlegar til árangurs í rekstrinum. Það getur einnig verið gagnlegt að skoða námsefnið um Stefnumótun í GO4IT vinnustofunni á vefsíðunni http://www.femaleproject.eu/

84


Nespresso kaďŹƒkannan

85


Með því að fylla inn í líkanið færðu góða yfirsýn hvaða þætti viðskiptaáætlunar þarf að vinna og hvernig þú ferð að því að koma verkefninu í framkvæmd og bera kennsl á öll þau aðföng sem þú þarft fyrir öll svið rekstursins.

Leiga/kaup á húsgögnum og þess háttar. Fjárfesting í tækni/tækjum sem þarf til að þróa vöru eða þjónustu þína. Það getur verið rafeindabúnaður, hugbúnaður, tæki o.s.frv.

Gátlisti Gott er að gera gátlista yfir öll undirstöðuatriðin og úrræði sem þú þarfnast til að stofna þitt eigið fyrirtæki, sem þú getur síðan skoðað með reglubundnu millibili til að vera viss um að þú sért á réttri leið. Mikilvægt er að leggja áherslu á eftirfarandi atriði: Gerðu lista yfir það ármagn sem þú hefur til umráða. Taktu tillit til sparnaðar og hvort þú hefur aðgang að ármagni frá ölskyldu og vinum. Taktu með í reikininginn önnur úrræði, svo sem: Staðsetningu, tölvubúnað og nauðsynleg áhöld. Útbúðu árhagsáætlun og finndu út hversu háa upphæð þú þarft til árfestingar. Í þessari áætlun þarftu að bera nákvæm kennsl á hvert atriði fyrir sig, hvaða árfestingar eru nauðsynlegar þegar þú hefur rekstur. Algeng atriði: Leiga/kaup húsnæðis

86

Leiga/kaup á farartæki

Hráefni Berðu kennsl á alla þá möguleika til að fá styrki, greindu kosti og galla á hverjum og einum, og farðu svo eftir möguleikanum sem hentar best þínum þörfum, ekki gleyma ölskyldu og vinum sem geta haft góða trú á hugmyndinni. 1. Ef þig vantar ármagn þarft þú hugsanlega að sækja um bankalán. Það er mikilvægt að þú safnir öllum nauðsynlegum upplýsingum hjá bönkunum er varðar tryggingar og skilyrði sem þeir biðja um. Undirbúðu vel kynninguna á fyrirtækjahugmynd þinni áður en þú ferð í bankann til að sækja um lán. 2. Opinber stuðningur er í boði við, hvort sem er að undirbúa viðtal í banka eða veita fræðslu og ráðleggingar. Í kaflanum Hvar getur þú leitað eftir aðstoð? má finna upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er.


3. Gott er að skoða aðra ármögnunarmöguleika sem í boði eru: „Crowd funding“. Fjármögnun almennings á netinu, þar sem almenningur leggur fram ármagn og fær vöru/þjónustu í staðinn. Karolinafund er íslensk síða fyrir hópármögnun en íslenskir frumkvöðlar hafa einnig nýtt sér erlendar síður svo sem Kickstarter og Indiegogo. o „Business angels“: Viðskiptaenglar eru oftast einkaðailar sem ákveða að árfesta peninga sína í stofunun smárra fyrirtækja fyrir sanngjarna hlutdeild í rekstrinum, til dæmis hlutabréf, efnilegum eða setu í stórn. Þeir geta líka verið umhugað að fá góða vöru og efnilegann markaði. Þeir eru oft fúsir að taka áhættu en vilja oft mikið í staðinn. Góð og velunnin viðskiptaáætlun en forsenda þess að engillinn sé tilbúinn að árfesta og vera kann að hann vilji hafa náin afskipti af fyrirtækinu til að tryggja ármagnið. 4. Skoðaðu þá opinberu sjóði sem til eru en í tenglunum hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þá.

Styrkir til atvinnumála kvenna: http://www.atvinnumalkvenna.is/um-atvinnumalkvenna/styrkir-og-umsoknir/ Svanni – lánatryggingasjóður kvenna http://svanni.is/forsida/ Leggðu mat á hæfileika þína og getu á raunsæjann hátt, til að skoða hvort þú þurfir að ráða fólk til að hjálpa þér að þróa starfsemina, eða hvort þú getir gert það á eigin spýtur. Vertu raunsæ og ekki reyna að vera ofurhetja, sérstaklega ef þú átt ölskyldu sem þú þarft að sinna.

6. Hvert geturðu leitað eftir aðstoð? Jafnvel þó þú hafir nauðsynlegt ármagn til staðar er öll hjálp vel þegin í þessu ferli frumkvöðlastarfseminnar. Á Íslandi er boðið upp á ýmsa þjónustu fyrir frumkvöðla án endurgjalds að vissu marki og má þar helst nefna Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Atvinnuþróunarfélögin sem starfa víðsvegar um landið. Einnig er hægt að fá þjónustu frá ýmsum einkareknum ráðgjafafyrirtækjum. Hér fyrir neðan er listi yfir úrræði sem eru í boði fyrir frumkvöðla á Íslandi og þær stofnanir sem leita þarf til til dæmis hvað varðar leyfisveitingar ofl.

87


Ráðgjöf og upplýsingaefni Vinnumálastofnun www.vinnumalastofnun.is

88

Atvinnumál kvenna atvinnumalkvenna.is


Svanni www.svanni.is

Nýsköpunarmiðstöð Íslands www.nmi.is

89


Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra www.ssnv.is

90

Atvinnuþróunarfélag Eyjaarðar www.afe.is


Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga www.atthing.is

Austurbrú, Austörðum www.austurbru.is

91


Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, atvinnuþróun www.sass.is

92

Atvinnuþróunarfélagið Heklan, Suðurnesjum www.heklan.is


Atvinnuráðgjöf Vesturlands www.ssv.is

Atvinnuþróunarfélag Vestarða www.atvest.is

93


Nรกmskeiรฐ fyrir konur Byggรฐastofnun www.byggdastofnun.is

94

Brautargengi nmi.is/studningur/namskeid/brautargengi/


Almenn frรฆรฐsla Mรกttur kvenna www.bifrost.is/namid/simenntun/mattur-kvenna/

Endurmenntun www.endurmenntun.is

95


Sérhæfð fræðsla Símenntunarmiðstöðvar www.fraedslumidstodvar.is

96

Ferðaþjónusta - Ferðamálastofnun www.ferdamalastofa.is


Ferðaþjónusta – Rannsóknarmiðstöð Ferðamála www.rmf.is

Startup tourism - startuptourism.is

97


Samtök kvenfrumkvöðla Útflutningur – Íslandsstofa www.islandsstofa.is (Sjá einnig fleiri aðila undir aðrir gagnlegir tenglar)

98

Félag kvenna í atvinnulífinu www. a.is


Félag frumkvöðlakvenna www.kvenn.is

Fjármögnun verkefna Styrkir Velferðarráðuneytið úthlutar styrkjum til frumkvöðlakvenna einu sinni á ári. Nánari upplýsingar má finna á www.atvinnumalkvenna.is Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir ýmsa styrki til frumkvöðla. Nánari upplýsingar má finna á www.nmi.is Landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög eru aðilar að vaxtarsamningum/uppbyggingarsamningum sem veita styrki í ýmis verkefni á viðkomandi svæðum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum atvinnuþróunarfélaganna (sjá tengla hér að framan) Gott yfirlit yfir ýmsa styrki, innlenda og erlenda, má finna á www.styrkumsoknir.is

99


Lán Fjármálastofnanir s.s. bankar og aðrar stofnanir veita lán til stofnunar fyrirtækja og nýsköpunar. Svanni-lánatryggingasjóður kvenna veitir lán og lánatryggingu til fyrirtækja í eigu kvenna. Nánari upplýsingar má finna á www.svanni.is Byggðastofnun veitir lán til frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni en verkefnið er tímabundið átak. Nánari upplýsingar má finna á www.byggdastofnun.is Fjármálastofnanir s.s. bankar og sparisjóðir veita einnig lán til fyrirtækja

Hópfjármögnun Karolinafund er íslensk hópármögnunarsíða þar sem almenningur getur tekið þátt í að ármagna hin ýmsu verkefni. Nánari upplýsingar má finna á www.karolinafund.com

100


Kick-starter er ármögnunarsíða þar sem almenningur getur tekið þátt í að ármagna hin ýmsu verkefni. Nánari upplýsingar má finna á www.kickstarter.com

Fjárfestar Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins árfestir í nýsköpunarfyrirtækjum. Nánari upplýsingar má finna á www.nsa.is

101


Hvetjandi er árfestingasjóður í eigu aðila á Vestörðum hvetjandi.atvest.is Fjárfestingasjóður V-Barðastrandarsýslu árfestir einnig í verkefnum á Vestörðum.

102

Sumir verðbréfasjóðir eru einnig með árfestingasjóði og fagárfesta og eru hér nokkrir slíkir: Virðing www.virding.is


Íslenskir árfestar www.arfestar.is

Júpíter www.jupiter.is

103


AĂ°rir gagnlegir tenglar Gamma www.gamma.is

104

AlĂžingi www.althingi.is


Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið www.atvinnuvegaraduneyti.is

Bændasamtökin - bondi.is

105


Einkaleyfisstofan www.els.is

106

Fjárfestingastofa www.invest.is


Fyrirtรฆkjaskrรก www.rsk.is/fyrirtaekjaskra

Hafrannsรณknarstofnun www.hafro.is

107


Hagstofa テ行lands www.hagstofa.is

108

Handverk og hテカnnun www.handverkoghonnun.is/


Iceland Trade Directory www.icetradedirectory.com

Klak – Innovit klakinnovit.is/

Indiegogo www.indiegogo.com

109


Kvikmyndamiðstöð/sjóður www.kvikmyndamidstod.is

110

Landbúnaðarstofnun www.lbs.is


MatvĂŚlastofnun - www.mast.is

Orkustofnun www.os.is

111


Ranns贸knarsetur verslunarinnar www.rsv.is

112

Samkeppniseftirliti冒 www.samkeppni.is


Samtök atvinnulífsins www.sa.is

Samtök ferðaþjónustunnar www.saf.is

113


Samtök iðnaðarins www.si.is

114

Samtök verslunarinnar www.fis.is


Samtök verslunar – og þjónustu svth.is

Sendiráð Íslands www.utanrikisraduneyti.is/sendi-og-raedisskrifstofur

115


Sjávarútvegs-lanbúnaðarráðuneytið www.atvinnuvegaraduneyti.is/sjavarutvegs-og-landbunadarmal/

116

Staðlaráð Íslands www.stadlar.is


Styrkums贸knir www.styrkumsoknir.is

Tollstj贸rinn 铆 Reykjav铆k www.tollur.is

117


Viðskiptaráð Íslands www.chamber.is

118

Utanríkisráðuneytið www.utanrikisraduneyti.is


Útflutningsráð www.utflutningsrad.is

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar www.utflutningsrad.is/THjonusta/UTON/

119


Ítarefni Gerð viðskiptaáætlana http://nmi.is/media/4533/GerdVidskiptaa%C3%A6tlana.pdf

7. Hvers konar þekking og færni er nauðsynleg fyrir frumkvöðla?

Efnisgrind viðskiptaáætlana http://nmi.is/media/236973/efnisgrind_vi_skipta__tlunar.texti.pdf

Starfsgildi Markaðsáætlanir http://verslun.nmi.is/index.php?dispatch=products.view&product_id=29900 Stofnun fyrirtækja – formreglur, réttindi og skyldur http://verslun.nmi.is/index.php?dispatch=products.view&product_id=29902 Verkefnastjórnun http://verslun.nmi.is/index.php?dispatch=products.view&product_id=29904 Vöruþróun http://verslun.nmi.is/index.php?dispatch=products.view&product_id=29905 Þjónustugæði http://verslun.nmi.is/index.php?dispatch=products.view&product_id=29903

120

Það að velja sér starfsvettang krefst sjálfsþekkingar á því hvað hentar þér sem einstaklingi. Það á líka við þegar þú stendur frammi fyrir vali á því hvort að þú ákveðir að gerast stjárfstætt starfandi athafnakona og frumkvöðull. Það getur verið gagnlegt fyrir þig að skoða starfsgildi þín til að skoða hvort að starf athafnakonunar og frumkvöðulsins henti þér. Hér er æfing sem þú getur gert til að öðlast meiri sjálfsþekkingu. Merktu við það sem þér finnst skipta máli fyrir þig í starfi og veltu fyrir þér hvort að það fari saman við störf frumkvöðulsins.


Starfsgildi mín

Ég vil...

Ekki mikilvægt

Mikilvægt

Mjög mikilvægt

Líklegt í starfi athafnakonu/ /frumkvöðuls

fá tækifæri til að vera leiðtogi vinna vel með samstarfsfólki mínu fá varanlega vinnu vinnu sem er ekki líkamlega hættuleg finna að ég sé mikilvæg í starfi njóta trausts og vinna sjálfstætt vinna með fólki sem hefur mikla færni fást við ölbreytt viðfangsefni nota færni mína sem best

121


Ég vil...

eiga góð félagsleg samskipti við vinnufélaga snyrtilegt og þægilegt vinnuumhverfi fá góð fríðindi í starfi umfram laun vera skapandi í starfi skila góðu og árangursríku starfi hafa fastákveðinn vinnutíma vinna á fleiri en einni starfsstöð fá laun í samræmi við ábyrð fá betri störf með aukinni menntun taka ákvarðanir um vinnu mína

122

Ekki mikilvægt

Mikilvægt

Mjög mikilvægt

Líklegt í starfi athafnakonu/ /frumkvöðuls


Ég vil...

Ekki mikilvægt

Mikilvægt

Mjög mikilvægt

Líklegt í starfi athafnakonu/ /frumkvöðuls

vita til hvers er vænst af mér í starfi vinna að langtímamarkmiðum mínum leysa sjálf vandamál sem koma upp sjá árangur af starfi mínu fara snemma á eftirlaun hafa góð eftirlaun fá sanngjarnt sumarleyfi vinna í almannaþágu fá meiri laun fyrir meiri vinnu halda einkalífi mínu aðskildu frá starfi

123


Ég vil...

kreandi starf starf sem hentar persónuleika mínum fá fræðslu og þjálfun í starfi að starfið sé vitsmunalega kreandi skilja tilganginn með starfi mínu starf sem samræmist gildismati mínu vinnu sem endurspeglar áhugamál mín fá tækifæri til að stunda nám í skóla fá að vita hvernig ég stend mig vinna fastan vinnutíma þéna nóga peninga til að lifa góðu lífi

124

Ekki mikilvægt

Mikilvægt

Mjög mikilvægt

Líklegt í starfi athafnakonu/ /frumkvöðuls


Persónueinkenni athafnakonunnar/frumkvöðulsins Það getur líka verið ganlegt fyrir sjálfsþekkingu þína að skoða hvort að persónueinkenni athafnakonunnar séu persónueinkenni sem þú hefur til að bera. Eftirfarandi persónueinkenni eru einkenni þeirra sem hafa náð góðum árangri í eigin rekstri. Þetta eru líka eiginleikar sem hægt er að þróa með sér því stundum fæðumst við ekki með alla eiginleika. Margar konur hafa t.d. þróað með sér sjálfsöryggi við að takast á við ögrandi verkefni sbr. hvatningarsögurnar hér að framan. Þú ert ef til ekki viss um að þú hafir þessi einkenni en gætir þá velt fyrir þér hvernig þú telur að aðrir sjái þig eða jafnvel spurt aðra, eða ræktað þau með þér. Hér er æfing fyrir þig að skoða hvort að þú teljir þig hafa persónueinkenni frumkvöðulsins.

Persónueinkenni frumkvöðla Persónueinkenni

Ólíkt mér

Veit ekki

Líkt mér

Ákveðin Áræðin Dugleg Jákvæð Marksækin Orkumikil

125


Persónueinkenni

Ólíkt mér

Veit ekki

Líkt mér

Sjálfstæð Sjálfsörugg Skipulögð Sveigjanleg Vingjarnleg Víðsýn

Ert þú efni í frumkvöðul? Það er mikilvægt að fá það á hreint, áður en stokkið er beint útí ævintýrið að verða sjálfstætt starfandi athafnakona og frumkvöðull hvort þú hafir nauðsynlega áræðni, dug og þekkingu til að takast á við verkefnið að reka fyrirtæki. Það að gera sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og vera skýrt meðvituð um hæfileika þína og þekkingu, ásamt því sem vantar upp á og þá færni sem þú þarft að bæta, er lykilatriði, og getur skorið úr um velgengni fyrirtækisins. Þú hefur nú ef til vill betri

126

hugmyndir eftir að hafa skoðað starfsgildin þín og einkenni athafnakonunnar. Þú getur einnig reynt að finna út hvort þú hafir það sem til þarf eða ekki t.d með að sækja námskeið fyrir frumkvöðlakonur. Þú getur líka notað eftirfarandi könnun til að fá innsýn í það hversu tilbúin þú ert að hea eigin rekstur.


Ertu tilbúin að vinna fyrir sjálfa þig? • •

Fyrir hvert ‚já‘ sem þú merkir við í könnuninni seturðu 2 stig í reitinn fyrir stigaölda, fyrir hvert ‘nei’ seturðu 0 stig. Leggðu saman heildarölda stiga og færðu inn í samtals reitinn.

Ertu tilbúin að vera sjálfstætt starfandi 1

Stig

Viltu vera sjálfstæð, að vera þinn eigin yfirmaður og hafa engan til að svara fyrir nema sjálfan þig (og viðskiptavini þína?

Nei

2

Viltu vinna sveigjanlegan vinnutíma?

Nei

3

Hefurðu ánægju af að taka ákvarðanir?

Nei

4

Hefurðu ánægju af að hugsa á skapandi hátt um vandamál?

Nei

5

Geturðu fundið gloppur í markaðinum?

Nei

6

Finnur þú eða skapar tækifærin?

Nei

7

Þegar þú ert með góða hugmynd eða finnur tækifæri, gerirðu eitthvað við því?

Nei

8

Finnst þér breytingar góðar og hlakkar þú til að breyta?

Nei

127


Ertu tilbúin að vera sjálfstætt starfandi

Stig

Finnst þér gaman að betrumbæta hluti?

Nei

10

Hefurðu einhverntíman unnið í fyrirtæki eins og því sem þú vilt koma á laggirnar? Hefurðu einhverja fyrri reynslu á þessu sviði?

Nei

11

Nýturðu þess að selja og semja um hluti?

Nei

12

Hefurðu stuðning maka eða ölskyldu og vina?

Nei

13

Nærðu að halda áhuganum þegar þú ert ein á báti, jafnvel þegar blæs á móti?

Nei

14

Ertu nógu skipulögð til að geta séð um það sem þarf að gera og forgangsraða tíma þínum? (Mundu, það er enginn að fylgjast með þér!)

Nei

15

Hefurðu sjálfsaga? Lýkur þú því sem þú byrjar á?

Nei

9

Samtals

Skoðaðu niðurstöðurnar á næstu síðu til að sjá hversu tilbúin þú ert að vinna sjálfstætt. 1 © Inova Consultancy - Todos los derechos reservados.

128


Niðurstöður: 0-6: Það virðist ekki sem að þú sért tilbúin að vinna sjálfstætt alveg strax. Kannski þarft þú að tala við ráðgjafa eða leiðbeinanda/þjálfa til að fara gaumgæfilega yfir þá þætti sem þú þarft að fá auka stuðning við. Fáðu reynslu í að þróa þá hæfileika sem geta gefið þér sjálfstraust til að hea vinnuna. Þú gætir einnig velt því fyrir þér að hea rekstur með öðru fólki sem bætir upp þína færni og reynslu. 8-14: Það virðist sem að þér vanti eitthvað af eiginleikum, viðhorfi eða stuðningi til að finnast þú vera tilbúin að hea rekstur. Samt skaltu ekki láta hugfallast! Með vinnu í að þróa hæfni eða að finna viðskiptafélaga sem bætir upp hæfni þína, getur þú enn hafið rekstur sem gengi vel. Viðskiptaleiðbeinandi eða þjálfi gæti einnig gefið þér hvatningu og stuðning til að öðlast sjálfstraust til að setja á stofn fyrirtæki. 16-20: Þú getur látið stofnun fyrirtækis lánast og þú virðist tilbúin að fara af stað. Þú gætir samt viljað setja þig í samband við nokkrar manneskjur til að skoða þá þætti sem þér finnst að þig vanti meiri stuðning eða aðstoð í, áður en þú tekur loka skrefið til að vinna sjálfstætt. 22-30: Gerðu það! Það virðist sem að þú hafir grunnviðhorf og eiginleika sem þarf til að hea farsælan rekstur. Mundu að það er samt allt í lagi að biðja um aðstoð á því sviði sem þú vilt þróa frekar, hvort sem er í rekstri eða persónulega. Þú gætir reynt að finna viðskiptaleiðbeinanda til að aðstoða þig á ferð þinni í rekstri, einhvern sem mun skoða þessi viðfangsefni nánar.

Vertu viss um að þú búir yfir nægilegri þekkingu um reksturinn. Eflaust veist þú margt um þína hugmynd, vöru eða þjónustu. Oft er það samt þannig að frumkvöðla vantar undirstöðuatriðin í rekstri, það fer ekki alltaf saman að vera frumkvöðull og geta rekið fyrirtæki. Það er því mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því hverjir eru styrkleikar manns og veikleikar og vinna frekar með þá þekkingu sem vantar í fyrirtækið. Hér á eftir má finna tékklista um þá þekkingu sem gott er að búa yfir þegar lagt er af stað í rekstur fyrirtækja. Listinn er ef til vill ekki tæmandi fyrir það sem þú ert að fást við og þú getur bætt við atriðum á listann yfir þá þekkingu sem þú þyrftir að afla þér miðað við þinn rekstur. Skoðaðu listann vel og reyndu að vera heiðarleg í svörum því að þetta er fyrst og fremst tæki fyrir þig til að skoða hvaða þekkingu og færni þú þyrftir að afla þér.

129


Tékklisti Þekking á rekstri Þekkir þú til gerðar viðskiptaáætlana? Kannt þú að nota viðskiptalíkanið (Business canvas)? Þekkir þú til gerðar markaðsáætlana? Þekkir þú helstu markaðstólin s.s. samfélagsmiðla? Kannt þú að búa til árhagsáætlun? Þekkir þú helstu hugtök í ármálum? Kannt þú á excel? Veistu hver markhópurinn þinn er? Þekkir þú þarfir markaðarins? Veist þú hvernig á að gera markaðsrannsókn? Veistu hvernig þú átt að ná til markhópsins?

130

Hef

Vantar


Þekking á rekstri

Hef

Vantar

Þekkir þú vöruþróunarferlið? Veist þú hvernig á að flytja út vörur? Veist þú hvernig á að flytja inn vörur? Þekkir þú til framleiðsluferla? Veistu hverjar dreifileiðir vöru þinnar eru? Þekkir þú gæðastaðla? Veistu hvar þú átt að leita aðstoðar? Veistu hvert tengslanetið þitt er? Annað: Annað: Annað: Annað:

131


Hægt er að finna mjög góð námskeið sem aðstoða þig við að efla hæfni þína og færni í þessum atriðum. Helst má nefna Brautargengi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en námskeiðin eru haldin tvisvar á ári á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru einnig haldin á landsbyggðinni eftir þörfum. Markhópurinn eru konur sem eru að vinna að viðskiptahugmynd sinni eða reka nú þegar fyrirtæki og vilja efla færni og hæfni eða þróa nýja vöru/þjónustu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.nmi.is Háskólinn á Bifröst býður einnig upp á námskeið fyrir konur sem kallast Máttur kvenna. Þar eru kenndar ýmsar greinar sem tengjast viðskiptum

en markhópurinn er konur sem annaðhvort reka sín eigin fyrirtæki eða vinna hjá öðrum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.bifrost.is Til að fara dýpra í hlutina höfum við, hjá FEMALE verkefninu, þróað kennsluefni til þjálfunar sem inniheldur sex námsþætti. Námsefnið var notað í GO4IT vinnustofunni sem fram fór á Íslandi árið 2015 en um er að ræða þjálfun fyrir frumkvöðlakonur í rekstri fyrirtækja. Námsþættirnir eru stefnumótun, vöruþróun, bókhald og ármál, markaðssetning, samfélagsmiðlar og útflutningur. Nálgast má verkefni vinnustofunnar á vefsíðunni: www.femaleproject.eu

Tengslanetið Tengslanet eru mjög mikilvæg þegar kemur að viðskiptum og flestir orðnir meðvitaðri um þýðingu þeirra þeirra. Öflugt tengslanet geta skilað fyrirtækinu þínu samkeppnisforskoti á viðskiptamarkaði en góð samskipti eru lykillinn að sterkum tengslum. Því stærra tengslanet sem fyrirtæki og einstaklingar sem þar starfa búa yfir, því sterkara er fyrirtækið en félagsauður sem falin eru í tengslanetum geta oft skýrt velgengi sumra fyrirtækja umfram önnur. Til að sterk tengsl geti myndast þurfa að

132

vera fyrir hendi traust, virðing, orðspor og samskipti. Talsverður munur er á notkun tengslaneta hjá kynjunum og hafa karlar í gegnum tíðina haft meiri hvata til að nota tengslanet sín á skilvirkann hátt til að koma sér á framfæri og ná markmiðum sínum í starfi. Það að hafa tengsl við annað fólk sem getur aðstoðað þig á vegferð þinni sem frumkvöðuls og athafnakonu og er þér mjög mikilvægt. Í gegnum

tengslanetið getur þú fengið aðstoð, upplýsingar, þekkingu, viðskiptavini, endurtekin viðskipti, og sparað þér mikinn tíma og kostnað. Skipulagt tengslanet felur m.a. í sér tengingu milli fyrirtækis og viðskiptavina, birgja, ármálastofnanna, stjórnvalda, ölskyldna, endurskoðenda og annarra. Það þarf að byggja það upp og stjórna eins og annarri starfsemi fyrirtækja. Árangurinn af


tengslanetinu er háður því hvernig því er stjórnað á hverju stigi fyrir sig. Fyrst af öllu þarft þú að kortleggja tengslanetið og skrifa niður alla þá sem þú telur vera í því (sjá mynd). Reyndu þannig að bera kennsl á hvað þitt núverandi tengslanet hefur upp á að bjóða og hvað viðkomandi net getur aðstoðað þig við. Ef þú sérð að þig vantar fólk með ákveðna þekkingu þá skaltu vinna í því að komast í tengsl við þannig fólk. Gott er að hafa í huga að tengslanetið þitt getur t.d. verið foreldrar bekkjafélaga barna þinna, ættingjar, vinir, félagar í ræktinni, félagar í félagasamtökunum sem þú ert aðili að, fyrrum vinnufélagar, gamlir bekkjarfélagar úr skóla eða námskeiðum og jafnvel saumaklúbburinn þinn. Athugaðu einnig að á samfélagmiðlum þínum s.s. facebook o.fl. getur leynst öflugt tengslanet einstaklinga og hópa sem þú hefur tengst í gegnum tíðina.

til tengslamyndanna og annara viðburða jöfnum höndum. •

Útbúið gott nafnspjald til að dreifa og haft vel æfða lyfturæðu til að mynda tengsl fólks sem þú hittir við ýmis tækifæri.

Fundið þér þjálfa eða mentor sem þú getur lært af og fengið aðgang að tengslum í gegnum.

Kortlagt tengslanetið þitt !

Greint hvernig tengslanetið þitt getur nýst þér í rekstrinum á ýmsum sviðum!

Til að bæta hæfni þína til tengslamyndunar og til að vinna að stöðugri aukningu faglegrar tengslamyndunnar geturðu gripið til ýmissa ráða: •

Skráð þig og tekið þátt í FEMALE tengslanetinu til að vera í sambandi við aðrar frumkvöðlakonur frá allri Evrópu. www.femaleproject.eu/connect-in-europe?lang=en

Tekið þátt í kaupstefnum og ráðstefnum sem skipta máli í þínum geira, og sem bjóða upp á tækifæri til að mynda tengsl og auka vöxt fyrirtækisins.

Gengið í frumkvöðlasamtök í þínum heimabæ eða annarsstaðar. Það gerir þér kleift að vera upplýsta um hvað er í gangi, og að vera boðið 133


Markmiðasetning Markmiðasetning er nauðsynleg þegar kemur að fyrirtækjarekstri. Stjórnandi án markmiða er eins og skip án stýrimanns sem siglir stefnulaust um ólgusjó í sífelldri hættu á skipbroti. Stjórnandi með markmið er hinsvegar eins og skip sem stjórnað er af skipstjóra eða stýrimanni. Það er búið stýri, áttvita, korti og siglt er af einbeitingu að ákveðinni höfn. Þeir sem setja sér markmið og vinna samkvæmt þeim geta a astað meiru á stuttum tíma en aðrir gera jafnvel á árum og áratugum saman. Hvert ætlar þú að stefna og innan hvaða tímaramma ætlar þú að ná ákveðnum árangri? Hvaða aðgerða þarf að grípa til? Hvað kosta þau? eru spurningar sem þú þarft að velta fyrir þér í tengslum við markmiðasetninguna og með hvaða hætti þú getir staðfest að þú hafir náð þeim markmiðum sem þú settir. Ef til vill má skýra markmiðssetningu sem ferli frá því ákvörðun hefur verið tekin og þar til að árangur næst. Markmiðum má skipta í langtíma og skammtímamarkmið. Langtímamarkmið eru t.d. eins og ætla sér að ná ákveðinni hlutdeild af ákveðnum vörumarkaði innan fimm ára. Skammtímamarkmið gæti verið að ná 200 like á facebook fyrir lok næsta mánaðar. Þá má ef markmiðin eru stór að setja undirmarkmið og að brjóta markmiðin niður í smærri verkþætti og aðgerðir þeim þeim tengdum. Það er mikilvægt að skrifa markmiðin niður því að ef þú hefur ritað þau niður ertu búin að setja fram n.k. yfirlýsingu um að þú ætlir að ná þeim sem eykur líkur á árangri.

134

Markmið rætast líka frekar ef maður reynir að sjá þau fyrir sér. Það getur verið gott að ímynda sér að þeim hafi verið náð og syrja sig um leið hvað þú yrðir að hafa gert til að ná þessum árangri! Markmiðin þurfa að vera mikilvæg og vel skilgreind en einnig raunhæf þannig að það séu líkur á að ná þeim. Þau þurfa að hafa greinanlega mælikvarða sem geta verið ýmsir svo framarlega sem þeir gefa til kynna hvenær markmiðiðinu sé náð (s.s. tímamörk, öldi, einkunn, ákveðin upphæð eða árhagsáætlun), tímasett og aðgengileg. Þegar markmiðin hafa verið sett, þarf að finna leiðir til að ná þeim og skipuleggja aðgerðir og mat á hvort að þeim hafi verið náð Ef til vill þarf að endurkoða og endurskilgreina þau, ef svo er ekki, og rýna í af hverju. Þú þarft líka að minna þig á markmiðin reglulega og hafa þau sjáanleg því að ef…úr sýn gleymast markmiðin þín (mín)! SMART markmiðaaðferðin er góð aðferð til að setja þér eða fyrirtækinu þínu markmið. Smart-markmiðaaðferðin stendur fyrir:

S: Sértæk M: Mælanleg A: Aðgengileg/ásættanleg R: Raunhæf T: Tímasett


Settu þér og fyrirtækinu bæði langtíma og skammtíma markmið en hér á eftir er æfing sem þú getur notað til að setja þér markmið. Íhugaðu eftirfarandi spurningar áður en þú byrjar að skrá niður markmið þín.

• • • • • • • • • •

• •

Hvaða tíma hefurðu aflögu? Hver er orkan og (brennandi) löngunin til þess að ná þessu markmiði? Hvað kallar það á mikla þekkingu? Þarftu að afla þér nýrrar þekkingar? Hvernig ætlar þú að afla þér hennar? Geturðu giskað á hve mikla vinnu þú þarft að leggja fram miðað við það hve mikils virði útkoman er þér? Er þetta mjög stórt markmið sem skipta þarf í mörg undirmarkmið? Hvaða tímamörk seturðu þér? Skilar það einhverjum hagnaði umsvifalaust? Þarftu að afla þér stuðnings til þess að ná markmiðum þínum? Stuðnings hverra - samstarfsfólks, ættingja, vina? Hvernig ferðu að því? Geturðu flokkað markmiðin í ljósi tímaramma, það er til skamms, meðallangs og langs tíma litið? Þekkirðu einhverja fleiri sem hafa náð sambærilegum markmiðum - geturðu lært af þeim og fellt framkomu þína að velgengni þeirra? Ræður þú við að skrá niður markmið þín með því að nýta þér SMART formið?

Æfing í að setja sér SMART-markmið. Sértækt S

Skilgreinir nákvæmlega á hvað þú einblínir.

Mælanlegt M

Er hægt að mæla og lýsa ákveðinni útkomu.

Aðgengilegt / ásættanlegt A

Er hægt að hrinda því í framkvæmd.

Raunhæft R

Tjáir markmið sem hægt er að ná (gæti þó falið í sér vanda og áskoranir).

Tímasett T

Tilgreinir dagsetningu þegar markmiðið á að hafa náðst.

135


136

Haltu áfram að leita að efni á vefnum eftir nýjungum sem geta aðstoðað þig við að halda rekstrinum nútímalegum og í samræmi við nýjustu þróunina á þínu sviði. Það gæti til dæmis verið blogg, samfélagsmiðlar, vefsíður, greinar og fagtímarit. Alltaf þegar þú hefur tök á ættirðu að lesa um það sem snýr að þínum rekstri og freista þess að hitta aðra frumkvöðla til að fá og miðla upplýsingum. Reyndu að uppgötva nýjungar og sjá fyrir breytingar á því sem fellur í kramið hjá viðskiptavinum þínum og settu þig í þeirra spor. Endurskoðaðu gildi vöru þinnar eða þjónustu og reyndu að skilgreina hvort það sé enn í gildi á markaðnum og hvort það falli enn kröfum og væntingum viðskiptavina þinna. Með því að vinna stöðugt að vöruþróun og nýta tæki hönnunarhugsunar ( Design thinking) er hægt að rýna í þarfir viðskiptavinarins og vinna út frá þeim við þróun eldri

vara eða nýrra. Skoða má myndband um hönnunarhugsun á öðrum stað í handbókinni og einnig má finna ýmsar upplýsingar á vefnum. •

Vertu ávallt upplýst um nýjustu lagasetningar og reglugerðir sem eiga við um þinn viðskiptarekstur.

Haltu áfram að þjálfa þig á öllu sviðum sem gætu reynst þér vel. Á netinu er mikið framboð þjálfunar sem gefur gefur þér kost á að læra hvar og hvenær sem er. Kannaðu möguleikan á „MOOCs“, námskeiðum á netinu sem þú getur haft frjálsan og frían aðgang að í gegnum netið. Margir háskólar bjóða upp á„MOOCs“ yfir öldann allan af viðfangsefnum en hér er slóð sem þú getur leitað að opnum námskeiðum á netinu: www.mooc-list.com

8. Láttu heiminn vita um fyrirtækið þitt !

Greining á þínu fyrirtæki og þínum markaðsaðgerðum

Mundu að markaðssetning er lykillinn að fyrirtækjarekstrinum, og vörumerki þitt (brandið) og orðspor þitt er mjög mikilvægt. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir markaðinum og hverjir þínir viðskiptavinir eru og hvaða miðla þeir eru að nota.

Gott er að við byrja á að líta á stöðuna eins og hún er í dag. Hvernig eru þínar marksaðgerðir? Hvaða tól ertu að nota og hvernig hafa þau reynst? Svaraðu eftirfarandi spurningum um fyrirtækið þitt og markaðsaðgerðirnar en svörin munu hjálpa þér að endurhugsa


markaðsáætlunina þína með hliðsjón af notkun samfélagsmiðla. Það er mikilvægt að þú svarir spurningunum samkvæmt þinni bestu samvisku. Það eru engin rétt eða röng svör en vel ígrunduð svör munu auðvelda þér að bæta og efla fyrirtækið þitt. Hver er markhópurinn þinn? Hvernig eru þær vörur eða þjónusta sem þú býður upp á frábrugðnar því sem keppinautar þínir bjóða? Hvaða leiðir ferðu í dag til að ná sambandi við markhópinn þinn? Hversu vel finnst þér markaðsaðgerðir þínar hafa virkað? Hvað ertu að gera í dag sem virkar vel? Hvað ertu að gera sem virkar ekki vel?

Það er ekki raunhæfur valkostur fyrir fyrirtæki í dag að sneiða hjá samfélagsmiðlum í markaðsaðgerðum sínum. Samfélagsmiðlar eru sá vettvangur sem viðskiptavinir nota hvað mest til að koma skoðunum sínum á vöru og þjónustu á framfæri og það er umræða sem öll fyrirtæki ættu að velja sér að taka þátt í. Samfélagsmiðlar eru jafnframt einföld og ódýr verkfæri sem hægt er að nýta sér til að ná til stórs hóps af fólki. Hugleiðum nokkra kosti og galla þess að nýta samfélagsmiðla í markaðsstarfi: Kostir þess að nota samfélagsmiðla: Beint samband við viðskiptavini Skapar þá ímynd að fyrirtækið sé persónulegt

Einfalt og ódýrt Aukinn sýnileiki Meiri samskipti við viðskiptavini Forgangur á leitarvélum Upplýsingar og skoðanir á fyrirtækinu ferðast hratt Ókostir þess að nota samfélagsmiðla: Tímafrekt Þarf að uppfæra reglulega Upplýsingar og skoðanir á fyrirtækinu ferðast hratt Athugið að það getur bæði verið kostur og ókostur að skoðanir viðskiptavina á fyrirtækinu ferðist hratt manna á milli. Allir sem hafa skoðun á fyrirtækinu þínu geta „taggað“ fyrirtækið og komið skoðunum sínum þannig á framfæri við stóran hóp af fólki. Það er nokkuð misjafnt eftir löndum hvaða samfélagsmiðlar eru útbreiddir og notaðir. Hér á landi er Facebook algengur samskiptamiðill en í sumum örðum löndum er twitter eða aðrir samfélagsmiðlar mun algengari. Helstu samfélagsmiðlarnir eru:

Á heimasíðunni má finna vinnubók um samfélagsmiðla sem getur nýst þér við að búa til áætlun um markaðssetningu á netinu.

137


9. Framtíð fyrirtækisins míns Hvernig koma má auga á rétta augnablikið til að stökkva fram og stækka? Ef til vill hefur þú ekki reiknað með að fyrirtæki þitt ætti eftir að stækka og þú gætir þurft að endurskipuleggja það með tilliti til þess. Það að koma fyrirtæki á laggirnar og koma í rekstur var draumurinn þinn. En ef þú hefur lagt hart að þér getur verið að þú eigir eftir að uppgötva að viðskiptin vaxi og þú þurfir að taka skrefið og færa reksturinn yfir á næsta stig. Það er nauðsynlegt að þú sért vakandi og meðvituð um allar þarfir viðskiptavina og sjáir fyrir breytingar á markaðnum og greinir hvað það er, sem þarf til, til að ráða við þeirra þarfir. Fyrr eða síðar gætir þú þurft að leigja stærra húsnæði, að breyta birgjum eða setja þig í samband við nýja, ráða nýtt starfsfólk, eða taka

138

í gagnið nýja þjónustu samkvæmt kröfum markaðarins. Hvernig vita á hvenær rétti tíminn er kominn til að taka slíkar ákvarðanir? Átt þú eftir að vera nægilega meðvituð til að taka eftir þessum þörfum? Þessum spurningum standa frumkvöðlar stöðugt frammi fyrir en þetta snýst allt um að leysa vandamál, að vera skapandi og hugmyndarík í lausnum! Þú gætir spurt sjálfa þig: hversu mikilli orku, tíma og ármunum er ég að eyða? Gæti ég sparað ármuni og aukið ávinning minn ef ég gerði hlutina öðruvísi? Þetta eru spurningarnar sem verða stöðugt að vera í huga frumkvöðulsins. Þetta er kjarninn í því að vera skapandi og hugsa um hvernig hægt er að gera hlutina öðruvísi til að koma meiru í verk! Sennilega á þér eftir að finnast að þú getir þetta ekki ein, svo enn og aftur, sæktu þér aðstoð!

Mistök eru möguleikar! Enda þótt engum líki mistök er raunveruleikinn sá að þau eru hluti af vaxtarferli fyrirtækja og einstaklinga. Það eru bæði líkur á árangri og árangursleysi. Okkur getur mistekist í persónulegum verkefnum, í ákvörðunum sem við tökum og auðvitað getur okkur mistekist í þeim rekstri sem við tökumst á hendur. Það sem þú þarft að hafa í huga er að þú lærir af þessu! Mistök í rekstri er áhrifaríkur lærdómur um það hvernig á ekki reka fyrirtæki. Allt sem þú þarft að gera er að hafa opinn huga og jákvætt viðhorf til að skilgreina frammistöðu þína og koma auga á hvar þú ert reynslunni ríkari. Það er mikilvægt að þú takir ekki mistök þín í rekstri persónulega. Það er verkefnið þitt sem mistókst, ekki þú. Hins vegar hefur þú vaxið sem persóna, þar sem að þú býrð núna yfir meiri reynslu og hefur lært dýrmætar lexíur. Lykilatriðið er að þú veist núna hvernig á að skilgreina ástæðurnar fyrir því að reksturinn mistókst til að forðast að gera svipuð mistök


aftur í framtíðinni. Kannski er tími til kominn að byrja aftur á réttri braut og forðast þau atriði sem ýttu undir mistökin. Oft er hægt að tengja mistök við: • • •

• • •

• • •

Óskýr markmið og/eða lélegt skipulag. Skort á ármagni. Skort á einbeitingu. Þú varst ekki með alla athyglina á rekstrinum þar sem þú reyndir að gera marga hluti samtímis. Of mikið sjálfstraust eða sjálfsánægju sem fékk þig til að draga úr aðgát. Þú fórst of geyst og vildir láta hlutina gerast áður en það var tímabært. Þú einblíndir á ágóða fyrirtækisins frekar en á að skapa og auka verðmæti vöru eða þjónustu. Skort á þekkingu. Að halda að þú getir gert allt sjálf og að þú getir gert allt rétt. Skortur á skipulagsframsýni til að að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir fyrirtækið.

Já þú hefur rétt fyrir þér, þér finnst þú hafa lagt of mikinn tíma, orku, erfiði, tíma... of mikið af sjálfri þér í þetta en það hefði ekki verið hægt án þess. Þetta er það sem það kostar, áhættan sem þú verður að taka... og það er engin trygging fyrir árangri. Það gæti farið vel eða illa. Hvort heldur sem er, allur þessi tími og erfiði hefur ekki farið til spillis heldur hefur það safnast fyrir sem reynsla og þekking... fyrir annan kafla í sögu lífs þíns. Við eigum það til að dæma aðra fyrir mistök en afleiðingar mistaka eru stærri í þínum huga en í raunveruleikanum. Þrátt fyrir að þú gætir verið að hugsa að þú sért ekki að uppfylla væntingar ölskyldu og vina, halda þau áfram að elska þig á sama hátt, hvort sem þú nærð árangri eða mistekst... þau kunna að meta viðleitni þína sem hefur örugglega verið sú sama hvernig sem svo hefur gengið. Og þrátt fyrir allt verða þau stolt af þér, fyrir hugrekki þitt að hafa að minnsta kosti reynt að láta drauma þína rætast.

ferilskránni, eða lýti á faglegum ferli þínum. Það sama á við hér eins og áður, að bletturinn er stærri og dekkri í þínum huga vegna alls þrýstingsins sem þú beitir sjálfa þig til að gera þitt besta, við að reyna að halda áfram með draumaverkefnið. Ekki hræðast það að reynsla fyrri mistaka verði hindrun í núverandi eða framtíðar viðskiptaáformum þínum. Þín fyrrum mistök í rekstri gætu að sjálfsögðu valdið neikvæðum undirtektum af ármögnunaraðilum, bankafólki, árfestingaraðilum, eða stofnunum styrkveitinga í framtíðinni. En það gæti einnig gerst að þvert á móti, að þau meti reynslugildi mistakanna að verðleikum. Mundu að mistök eru alltaf möguleiki en óttinn við þau mega ekki verða hindrun! Eftirfarandi tilvitnanir eru virkilega skýr og eru mikil hjálp fyrir þig til að skilja gildi mistaka, og að það þýðir ekki að hræðast þau:

Og nei, það verður ekki varanlegur blettur á

139


Rýndu stöðugt í reksturinn „Ég held virkilega að það sé betra að misheppnast í einhverju sem þú hefur dálæti á, heldur en að ná árangri í einhverju sem þú hefur óbeit á.“ George Burns „Velgengni næst oftast hjá þeim sem vita ekki að mistök eru óumflýjanleg.“ Coco Chanel „Gleymdu afleiðingum mistaka. Mistök eru aðeins skammvinnar breytingar á leið þinni beint að næstu velgengni.“ Denis Waitley „Það er erfitt að mistakast, en það er erfiðara að hafa aldrei reynt að ná árangri.“ Theodore Roosevelt „Velgengni er ekki endanleg, mistök eru ekki banvæn, það sem skiptir máli er hugrekkið til að halda áfram.“ Winston Churchill „Velgengni er að krafla sig áfram milli mistaka án þess að missa eldmóðinn.“ Winston S. Churchill „Sá sem óttast mistök takmarkar framkvæmdir sínar. Mistök eru eina tækifærið til að byrja gáfulegar upp á nýtt.“ Henry Ford

Í rekstri fyrirtækis gætir þú staðið frammi fyrir ýmsum aðstæðum. Ef tap er á rekstrinum og þú getur ekki ármagnað fyrirtækið þitt lengur, er augljóst að þú verður að endurskoða hann með það fyrir huga að gera breytingar eða jafnvel að loka fyrirtækinu. Einnig getur fyrirtækið verið í kyrrstöðu og það getur orsakað að þú ferð að finna fyrir leiða. Þegar þú finnur fyrir þessu er kominn tími til að taka ákvörðun. Kannski tekurðu ekki eftir einkennunum sjálf, svo vertu opin og hlutstaðu á þá sem eru í kringum þig og sérstaklega ástvini þína. Það fyrsta sem þarf að gera þegar taka skal slíkar mikilvægar ákvarðanir er að skilgreina aðstæðurnar. Af hverju er þessi staða komin upp ? Hver er aðal ástæðan fyrir þessari stöðu? Hefur orðið breyting af hálfu viðskiptavina, eða er þetta breyting á þínum væntingum? Í þessu ferli verður þú að íhuga það hverju þú ert að fórna til að geta haldið fyrirtækinu gangandi? Kannski taparðu ekki eingöngu peningum heldur tímanum með ölskyldunni, eða hlutum sem þú hefur mesta ánægju af. Þú verður að ákveða hvort það er þess virði að verja allri þinni orku í fyrirtækið og gefa upp aðra mikilvæga hluti. Þú þarft að setja allt á vogarskálarnar og vega og meta! Svör við þessum spurningum þínum ákvarða framhaldið: hvort að lausnin sé framkvæmanleg, hversu miklu þarf að kosta til að leysa þetta og það

140


mikilvægasta, á hvaða stigi er orkan og eldmóðurinn til að standa frammi fyrir þessari lausn. Ef þú sérð að kostnaðurinn er of mikill, eða að þig skortir næga hvatningu, þá er hugsanlega tími til kominn að fara að leggja rekstur fyrirtækisins niður. Á þessum tímapunkti er næsta skref að greina hvort þú getir bjargað hluta fyrirtækisins, eða hvort þú getir breytt rekstrinum þannig að hann gæti mætt betur þörfum markaðarins, eða á þann hátt sem þú ert spenntari fyrir en hinu til að virkja eldmóðinn. Hér er gott að nýta sér þá aðstoð sem í boði er hjá stoðkerfinu, fá tíma hjá ráðgjafa sem getur aðstoðað þig við að greina nánar stöðuna og þá valmöguleika sem þú stendur frammi fyrir. Ef þú ákveður að breyta fyrirtækinu verður þú að byrja á því að taka réttu skrefin til að gera það. Hins vegar, ef þú ákveður að nú sé tími til komin að leggja reksturinn niður og ljúka þessum kafla, verður þú að halda áfram til að loka því, leysa upp fyrirtækið, huga að uppgjöri skulda og afskrá fyrirtækið hjá fyrirtækjaskráningu til að koma í veg fyrir frekara tap.

10. Að lokum Við vonumst til að þessi handbók hafi veitt þér hvatningu til að halda fram á veginn af nýjum krafti og eldmóð óháð í hvaða stöðu þú ert með reksturinn, hvort þú hafir starfrækt fyrirtæki um lengri eða skemmri tíma, eða sért að hugsa um að stofna fyrirtæki. Það af hafa góðar upplýsingar um viðfangsefni frumkvöðulsins, heildarsýn á fyrirtækið eða viðskiptahugmyndina, þekkingu sem er nauðsynleg fyrir reksturinn og þau verkefni eða áskoranir sem geta mætt þér ásamt því hafa upplýsingar um hvar aðstoð og hjálp kunni að vera að finna, geta létt þér sporin sem frumkvöðla- og athafnakonu. Starf athafnakonunnar er kreandi og ögrandi í senn en umbunin fyrir erfiðið er að fá tækifæri til að ná árangri og starfa við það sem knýr þig áfram og veitir þér kraft og ánægju, er þess virði. Mundu þó, að það að biðja um aðstoð á réttri stundu getur skipt sköpum fyrir þig og...þú ert ekki ein! Hafðu samband við þá ráðgjafa sem eru næstir þér og hikaðu ekki við á nokkurn hátt að hafa einnig samband við okkur þurfir þú á hvatningu eða ráðum að halda.

Í hvatningarsögukaflanum má sjá dæmi um konur sem gengu í gengum þessa þróun í sínum rekstri, mættu mótlæti eða gerðu mistök en umbreyttu fyrirtækjunum sínum með góðum árangri.

141


Kringlan 1, Reykjavík Sími 531-7080 asdis.gudmundsdottir@vmst.is gudrun.gissurardottir@vmst.is www.vinnumalstofnun.is www.atvinnumalkvenna.is

Vinnumálastofnun heyrir undir velferðarráðherra og fer m.a. með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu, vinnumarkaðsúrræða fyrir atvinnuleitendur, heldur saman tölulegum upplýsingum um atvinnuástand og vinnumarkað og annast daglega afgreiðslu Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa auk ölmargra annara vinnumarkaðstengdra verkefna eins og Lánatryggingarsjóðsins Svanna og Atvinnumál kvenna sem hafa það að markmiði að auka þátt kvenna í atvinnurekstri.

142


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.