Project number: 2015-1-IS01-KA204-013171
FRÉTTABRÉF FREE
Apríl 2018
Bls. 2 » Lokaráðstefna Free verkefnisins Bls. 3 » Leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila Bls. 3 » Nýting námsefnis og niðurstaðna Bls. 4 » Dream Deco Bls. 5 » Að leiðarlokum This project has been funded with support from the European Commission. This publication reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
FRÉTTABRÉF FREE Apríl 2018
Lokaráðstefna á Sauðárkróki: Frumkvöðlakonur hittast Lokaráðstefna Free verkefnisins var haldin á Sauðárkróki þann 18 apríl, síðasta vetrardag. 62 áhugasamir þátttakendur mættu til leiks, bæði frumkvöðlakonur en einnig aðrir hagsmunaðilar af svæðinu. Ennfremur var frumkvöðlakonum boðið að koma og kynna fyrirtæki sín og vörur og þáðu tíu konur það boð. Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, kynnti niðurstöður verkefnisins og þær afurðir sem þróaðar voru. Marina Larios frá Inova í Bretlandi ræddi um aðferðarfræði hæfnihringjanna sem notaðir voru í verkefninu og Merethe Rabolle sagði frá sinni reynslu sem þáttakandi í hæfnirhring á netinu.
Ráðstefnuna opnaði Ásdís Guðmundsdóttir verkefnastjóri FREE. Verkefnið hefur staðið yfir í tæp þrjú ár og hefur margt áunnist á þeim tíma sem ánægjulegt var að segja frá.
Guðrún Stella Vinnumálastofnunar tengslanetin sem sett Sauðárkróki, og tengslanetsleiðtogar leiðtogar. Fyrir ráðstefnuna gátu þátttakendur rætt saman og skoðað þau fyrirtæki sem sýndu vörur og þjónustu.
Gissurardóttir, forstöðumaður á Vestfjörðum kynnti síðan voru upp og Lilja Gunnlaugsdóttir, Jill Turner, Sheffield, sögðu frá sinni reynslu sem
Boðið var upp á þrjár örvinnustofur, í markaðssetningu á netinu, stefnumótun og hönnunarhugsun í fyrirtækjarekstri. Að lokum kom Sirrý Arnardóttir og fjallaði á lifandi hátt um hvernig á að kynna sig með árangursríkum hætti. Ráðstefnan endaði svo á skemmtilegri tengslanetsæfingu.
Mikil ánægja var meðal þátttakenda eftir ráðstefnuna því mikilvægt er fyrir frumkvöðlakonur að hittast, efla tengslin og fræðast.
Ráðstefnan var vel sótt en 62 þátttakendur sóttu hana.
Þátttakendur voru einnig hvattir til að nýta sér námsefnið en það verður í boði áfram á síðunni www.ruralwomenacademy.eu.
2
FRÉTTABRÉF FREE Apríl 2018
Leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila Hluti af verkefninu var að útbúa leiðbeiningar fyrir stefnumótunaraðila þar sem sagt er frá verkefninu og bent á leiðir til að hvetja konur áfram í sinni atvinnusköpun. Í honum eru afurðir verkefnins kynntar og ennfremur sagt frá þeim áhersluatriðum sem komu fram hjá þeim konum er tóku þátt í könnun og rýnihópavinnu. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar aðilum sem vinna með hópnum, bæði á landsvísu en ekki síður heima í héraði. Mikilvægi þess að efla stuðning við konur á landsbyggðinni er hér sett í forgrunn.
Símenntun er mikilvæg og hluti af því að efla fyrirtækjarekstur kvenna og að vera opin fyrir því að efla sig persónulega og faglega er mikilvægt. Að deila reynslu í tengslanetum og í hæfnirhingjum er einnig góð leið fyrir konur á landsbyggðinni sem oft vinna einar og hafa oft ekki tækifæri til að hittast. Í leiðbeiningunum má finna tilmæli og tillögur frá þátttakendum í verkefninu og samstarfsaðilum sem að gagni geta komið. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á heimasíðu verkefnisins á öllum tungumálum samstarfsaðila hér: http://ruralwomeninbusiness.eu/
Nýting námsefnis og niðurstaðna Á tíma verkefnisins hafa þrjár megin afurðir verið þróaðar í verkefninu: Námsefni í viðskiptatengdum þáttum á netinu, hæfnihringir á netinu og tengslanet á þremur svæðum. Eftir að verkefni lýkur eru möguleikar fyrir hendi að nýta áfram það sem gert hefur verið. Heimasíðan verður virk í að minnsta kosti tvö ár en eftir það þarf að skoða fjármögnun og rekstur á henni. Til að skoða þá möguleika betur hafa samstarfsaðilar útbúið viðskiptaáætlun þar sem rætt er um framhald nýtinga á niðurstöðum og hvernig hægt væri að fjármagna vefinn. Einnig munu samstarfsaðilar útlista þar hvernig þeir skuldbinda sig til að nota efnið áfram fyrir markhópinn.
Stuðning fyrir frumkvöðla má finna víða en óhætt er að segja að ekki sé hægt að finna heildstætt verkefni/afurðir fyrir þennan hóp á landsbyggðinni og því má segja að möguleikarnir á því að halda efninu við séu miklir. Afurðir verkefnisins mætti einnig sníða að þörfum annara hópa og nýta áfram, til dæmis fyrir atvinnulausa og ungt fólk. Samstarfsaðilar hafa skoðað alla möguleika á fjármögnun. Má þar nefna fjármögnun frá samstarfaðilum, að notendur greiði fyrir aðgang að efninu eða að fjármagna vefinn með auglýsingum. Önnur leið væri að leita eftir stuðningi Evrópusambandsins í gegnum önnur Erasmus+ verkefni eða að finna til to aðget halda Lithuanian groups met forstyrktaraðila a joint meeting to vefnum lifandi. know each other
3
FRÉTTABRÉF FREE Apríl 2018
Dream Deco: Saga frá Búlgaríu Desislava Yankova – Kostadinova er 32 kona frá Sandanski í Búlgaríu. Hún á og rekur “Dream Deco Studio”. Desislava er með lögfræðigráðu en hún lítur meira á sig sem listamann en lögfræðing.
“Ég hanna og skapa persónulega hönnunarvöru, ekki bara með höndunum heldur einnig með hjartanu” “Dream Deco” var stofnað fyrir um það bil þremur árum,í fyrstu sem áhugamál en varð brátt að fyrirtæki. Ég hanna ýmiskonar albúm fyrir fjölskyldur, vegna giftinga og annara viðburða, skartgripaskrín, myndaramma, kort af ýmsu tagi, uppskriftabækur og margt fleira. Í gegnum þessa sköpun get ég tjáð mig og skapað fallega vöru. Ég elska að skapa vörur sem snerta við fólki og besta greiðslan eru falleg orð og jafnvel tár !
Desi’s shop
Þegar þú gerir það sem þú elskar þá ertu ekki Til allra þeirra sem hika við að taka flugið og að vinna, heldur að lifa drauminn og láta drauminn rætast segi ég: Það er þess árangurinn mun ekki láta á sér standa! virði! “Allt sem er skapað, hannað og hugsað til með kærleika mun ná árangri fyrr en síðar” Kim Reiki.
Desi’s art creations
Frumkvöðull: Denislava Yankova - Kastadinova Nafn fyrirtækis: Dream Deco Studio Tegund: Hönnun Stofnað: 2015 Staðsetning: Sandanski, Búlgaríu Nánari upplýsingar : https://m.facebook.com/DreamDecoB g/?locale2=bg_BG
4
FRÉTTABRÉF FREE Apríl 2018
Að leiðarlokum
Nú er komið að síðustu síðu þessa fréttabréfs en við vonumst til þess að þetta sé ekki síðasta síðan af verkefninu! Við munum halda áfram að vinna að framgangi frumkvöðlakvenna, í sitthvoru lagi en vonandi einnig saman. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu kærlega fyrir og vonum að þið hafið getað nýtt ykkur stuðninginn.
Sjáumst !
Upplýsingar: Vinnumálastofnun +354 531-7080 asdis.gudmundsdottir@vmst.is www.atvinnumalkvenna.is
BICC – Sandanski, Búlgaríu +359 746 30549 office@bicc-sandanski.org www.bicc-sandanski.org
Byggðastofnun +354 455 5400 postur@byggdastofnun.is www.byggdastofnun.is
Inova Consultancy ltd. Bretlandi +44 (0)114 279 9091 office@inovaconsult.com www.inovaconsult.com
CESI, Króatíu +385 1 2422 800 cesi@cesi.hr www.cesi.hr
Kaunas STP, Litháen +370 37 33 30 36 info@kaunomtp.lt www.kaunomtp.lt
Heimasíða verkefnis: www.ruralwomeninbusiness.eu Fræðsluefni: www.ruralwomenacademy.eu
Fylgdu okkur á Facebook: https://www.facebook.com/femaleruralenterpriseempowerment/ 5