Project number: 2015-1-IS01-KA204-013171
FRÉTTABRÉF NR.3
Nóvember 2017
2 » Tengslanet á landsbyggðinni 4 » Hæfnihringir á netinu TM 5 » Sólskinssögur 6 » Fréttir og viðburðir This project has been funded with support from the European Commission. This publication reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.
FRÉTTABRÉF 3 Nóvember 2017
Tengslanet í dreifðum byggðum Mikilvægur hluti af Free verkefninu eru tengslanet sem sett hafa verið á laggirnar í dreifðum byggðum samstarfslanda. Við tókum tali tengslanetsleiðtoga frá hverju landi og deila þær sinni reynslu hér að neðan. Tengslanet – sama aðferð, mismunandi reynsla Allir tengslanetsleiðtogar fengu fimm daga fræðslu í Sheffield, Bretlandi, til að læra aðferðarfræðina. Eftir að heim var komið hófst svo vinnan við að búa til og kynna netin á hverju svæði. Athyglisvert er að sjá hvernig hvert tengslanet þróaðist og hvernig mismunandi nálgun var á hverjum stað. Margar ástæður geta verið fyrir því, meðal annars persónuleiki hvers leiðtoga eða mismunandi aðstæður á hverju svæði og í hverju landi. Á Íslandi eru þrjú tengslanet að störfum: Eitt á Vestfjörðum, annað á Norðurlandi vestra og það þriðja á Austurlandi. Samskipti milli funda eru gjarnan á Facebook en þar hafa allir hóparnir sett upp hóp fyrir sitt svæði. Þó að um mismunandi svæði sé að ræða, deila þátttakendur svipuðum áskorunum svo sem eins og litla markaði sem erfitt getur verið að ná til og mikil einangrun og dreifð búseta sem getur orðið til þess að erfitt sé að efla tengsli. Bretland hefur sett á laggirnar tvö tengslanet sem hafa öðruvísi nálgun. Annað er gönguhópur (netwalk) þar sem hressingarganga í náttúrinni er tengd saman við tengslanetsvinnu kvenna. Útivera krefst ekki mikils af okkur annað en að vera til staðar. Oft koma upp öðruvísi lausnir á vandamálum þegar maður er úti við og einnig er hægt að deila áskorunum og lausnum á frumlegan hátt. Hugsaðu út fyrir er einmitt lýsandi fyrir þetta tengslanet!
Frá fundi í tengslaneti í Litháen
Í Litháen eru tvö tengslanet starfandi á sama svæði. Hver hópur hittist einu sinni í mánuði en einnig hafa verið sameiginlegir fundir með gestafyrirlesara. Árangurinn hefur meðal annars birst í því að orðið hafa til sameiginleg verkefni og fyrirtæki. Einnig var forvitnilegt að sjá að konur höfðu mismunandi væntingar til hópanna, einn hópurinn hafðu áhuga á viðskiptatengdri fræðslu á meðan hinn hafði frekar áhuga á persónulegri hæfni. Í Búlgaría eru einnig tvö tengslanet starfandi. Í fyrstu voru þátttakendur ekki tilbúnar að deila reynslu sinni og væntingum um framtíðina og fór því mikill tími í að byggja upp traust. Það var því mikil áskorun fyrir leiðtogana að fá þær til að opna sig og deila sínum sögum. Í Króatíu eru þrír hópar starfandi, einn leiðir kona frá Síle og hefur hún einblínt á að koma saman konum af erlendum uppruna sem búa í dreifðum byggðum. Einn hópurinn fékk fjárhagsstuðning frá sveitarfélaginu til að vinna og fá fræðslu. Fyrirhugað er að tveir hópar munu hittast á sameiginlegum fundi til að deila sinni reynslu, hittast og tengjsat og jafnvel að vinna saman.
2
FRÉTTABRÉF 3 Nóvember 2017
Tengslanet í dreifðum byggðum
“Ég sé hvernig stuðningurinn er virkilega að koma að gagni og ég sé hvernig konurnar vaxa í sínum störfum og verkefnum” - Anna Katrín Svavarsdóttir, Íslandi
Tengslanetsleiðtogar: Hver er þeirra reynsla? Okkur lék forvitni að vita hvað tengslanetsleiðtogarnir hafa upplifað með þvi að leiða þessa hópa. Hvað lærðir þú af því að vera tengslanetsleiðtogi? Hvað er það mikilvægasta sem þú áorkaðir og hverjar eru þínar ráðleggingar fyrir aðra leiðtoga Tracy Duggan, Bretland “Það sem mér fannst mikilvægast var að nota fjölbreyttar aðferðir til kynningar á fundunum, netpósta Linkedin og Facebook. Það sem skilaði þó mestum árangri að lokum var að taka upp símann og hringja! Jill Turner, einnig frá Bretlandi, segir að hún hafi þróað sína hæfni í að vera auðmjúk og að hlusta, orðið meira skapandi, og einnig öðlast leiðtogahæfni, samskiptahæfni og eflt seiglu. Tengslanetsleiðtogarnir í Búlgaríu hafa lært að það er mikilvægt að vera þolinmóður og leiða þær áfram án þess að ýta þeim og bíða þangað til þær eru tilbúnar að tjá sig og segja sínar sögur. Irma Žilinskaitė frá Lithaén segir að hún hafi lært að styðja við konur og efla þær með sinni þekkingu. Anna Katrín frá Íslandi segir að hún viti að árangur hafi náðst þegar hún sér mun á konum og að þær hafi þroskast og fyrirtækin blómstri. Allir leiðtogarnir eru sammála um að þeir hafi öðlast þekkingu og reynslu sem muni koma þeim að notum í framtíðinni og að þær hafi öðlast persónulega hæfni sem mun nýtast þeim.
SusanCabezas frá Króatíu segir að sín reynlsa hafi gefið henni hugrekki og vilja til að komast út úr einangun og að hitta aðrar konur í hennar nágrenni. Önnur áþreifanleg afrek má telja að allar hafa þær sett upp Facebook hópa og þar með aukið við hæfni í samfélagsmiðlum og markaðsmálum. Jill Turner frá Bretlandi gerði sérstakt kynningarefni fyrir sinn hóp sem hún nýtti í markaðsskyni. Síðan spurðum við leiðtogana “Hvað myndir þú ráðleggja tengslanetsleiðtogum framtíðarinnar? 1. Vertu þolinmóð – fyrstu tveir fundirnir fara oft í að konur kynnist vel og geti slakað á áður en að þær byrja að deila reynslu af fyrirtækjarekstri. 2. Að hlusta – vertu viss um að þú hlustir meira og talir minna ! 3. Hafðu það einfalt – byrjaðu á styttri fundum og hvettu þátttakendur til að hittast oftar. Eftir þriðja fund má búast við lengri fudnum en þá verða konurnar búnar að kynnast betur. 4. Ekki dæma þig ! – hvað sem þú gerir, þá getur þú aldrei gert öllum til hæfis. Ekki dæma þig hart! 5. Magn þýðir endilega ekki gæði þó að þú hafir hundrað konur innanborðs í tengslanetinu þá þýðir það ekki endilega að það sé ekki árangur. Að styðja við bakið á litlum hópi skiptir alveg jafn miklu máli og getur skipt sköpum fyrir samfélagið. Þegar heilt er á litið hafa tengslanetin gengið mjög vel og haft sannarlega áhrif á bæði þátttakendur en ekki síður leiðtogana. Þeim finnst gaman að vera í samskiptum við aðrar konur og hafa sjálfar eflt sig og sína hæfni með því að vera leiðtogar á sínu svæði.
Lithuanian groups met for a joint meeting to get to Frá námskeiði fyrir tengslanetsleiðtoga í Sheffield know each other
3
FRÉTTABRÉF 3 Nóvember 2017
Hæfnihringir á netinu TM Hluti af verkefninu eru hæfnihringir á netinu sem þróaðir hafa verið og aðlagaðir að aðstæðum hjá hverjum samstarfsaðila fyrir sig. Grunnurinn kemur frá hæfnihringjum sem Inova hefur starfrækt í nokkurn tíma og eru kallaðir Enterprise CirclesTM en þeir hafa verið notaðir með ýmsum hópum svo sem langtímaatvinnulausum, ungu fólki og frumkvöðlum. Í þessu verkefni hafa þeir verið sniðnir að þörfum frumkvöðlakvenna á landsbyggðinni og eru haldnir á netinu. Markmiðið er að kanna hvort að hæfnihringirnir séu jafn hagnýtir á netingu eins og augliti til auglitis. Fyrstu tilraunahópar hafa nú lokið störfum og eru samstarfsaaðilar nú að meta árangur. Hér koma nokkur atriði frá samstarfsaðilum: Ísland - Á fundunum ræddu konur um áskoranir og verkefni sem þær standa frammi fyrir í fyrirtækjarekstri sínum. Þar fá þær aðstoð við að snúa þessum áskorunum í markmið og aðgerðir. Þær voru einnig duglegar við að aðstoða hvor aðrar og koma með gagnlegar ábendingar, deila þekkingu og reynslu og hvetja. Áskorun leiðbeinenda var að halda þátttakendum áhugasömum, en þar sem fundirnir voru eingöngu á netinu gat þetta verið krefjandi. Einnig var það áskorun fyrir þátttakendur að vera á fundi í 2-3 tíma fyrir framan tölvuna. Svo er netsambandið einnig misgott eftir svæðum. Þegar allt kemur til alls þá reyndist aðferðin góð og gagnleg og gaf konum í dreifbýli kost á að hittast án þses að ferðast um langan veg. Bretland – þar hefur árangur verið góður og þátttakendur gert raunhæfar áætlarnir til að bæta úr rekstrinum, til dæmis að finna staðsetningu, ráða starfsfólk, og þróa áfram vöru eða þjónustu. Konurnar stefna á að halda áfram að hittast eftir að fundum lýkur og halda þannig áfram að styðja og hvetja hvor aðra.
Króatía – þar hefur reynslan einnig verið með ágætum og telja þátttakendur hana vera góða aðferð til að læra saman og deila þekkingu og áskorunum. Netið kemur að góðum notum en samt finnst sumum betra að hittast augliti til auglítis og sumir hópar hafa einmitt gert það. Búlgaria - þar hefur megin áskorunin verið sú að fá konur til að taka þátt og ræða saman á netinu. Þeim fannst ekki þægilegt að deila sögum, áskorunum og reynslu í gegnum netið. Þær kusu heldur að hittast augliti til auglitis og nota æfingarnar á netinu meðfram því. Almennt voru þátttakendur samt mjög sáttar við reynsluna þegar þær vöndust aðferðinni og því að ræða saman á netinu. Litháen – þar var erfitt að fá þátttakendur til að taka þátt og áskorun að hvetja þær til þess. Því voru fyrstu tveir fundirnir augiliti til auglitis en síðan á netnu. Mikilvægast var að þarna hittust frumkvöðlakonur með svipaða reynslu og væntingar og nýttist tíminn vel til að fara yfir áskoranir, fá hugmyndir og deila reynslu.
Samstarfsaðilar munu nú útbúa skýrslu um hæfnihringina og nýta reynsluna í öðrum prufu fasa verkefnis sem mun hefjast á næstu vikum.
4
FRÉTTABRÉF 3 Nóvember 2017
Sólskinssögur frá frumkvöðlakonum Lilja Gissurardóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en fyrir nokkrum árum fluttist hún að Laugabóli í
Hér má lesa sögu tveggja frumkvöðlakvenna frá Íslandi. Hildur Magnúsdóttir er búsett í Skagafirði og er hugmyndasmiður Pure Natura. Pure Natura er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á fæðuunnum bætiefnum úr lamba-innmat, kirtlum og jurtum. Hildur Þóra segir: “Mér finnst allt í minni vinnu skemmtilegt, frá því að standa í hvítum sloppi með hárnet og prófa vinnsluaðferðir á hinum ýmsu hráefnum, yfir í vöruhönnun, umbúðir, markaðssetningu, áætlanagerð og fl. Ég reyni mikið að sækja í fræðslu og tengslanet, enda held ég að slíkt skipti miklu máli fyrir velgengni í starfi. Ætli skemmtilegasti tíminn sé ekki akkúrat þessa dagana" eftir að hafa lokið við þróun á fyrstu fjórum vörunum okkar og fá loksins að sýna fólki afrakstur þeirrar vinnu. Skoðaðu viðtalið í heild sinni með því að smella hér. http://ruralwomeninbusiness.eu/is/1237/
Arnarfirði. Hún féll alveg fyrir Arnarfirðinum og þrátt fyrir að vera alin upp í Reykjavík vill hún hvergi annarsstaðar vera en í sveitinni. Lilja segir: „Ég fékk styrk til að vinna að eigin viðskiptahugmynd hjá Vinnumálastofnun um þróun ferðaþjónustu á Laugabóli. Þessi styrkur varð til þess að ég fékk tíma til undirbúnings og tók áhættuna á láta reyna á það að fara út í gistirekstur en við búum í stóru húsi auk þess að hér er heitt vatn svo að við erum bæði með sundlaug og pott. En við erum líka með hestana, kindur og ref. Ég ákvað eftir að hafa kynnt mér ýmislegt í tengslum við ferðaþjónustu að búa til upplífun af því að bjóða ferðamönnumi heim til mín. Það er að búa til upplifun af því að vera inn á Íslensku sveitaheimili í ómótstæðilegri náttúru þar sem náttúruperlur eru á hverju strái“. Algjör sprenging varð hjá Lilju fyrsta sumarið sem hún bjóst ekki við en þá komu hvorki fleiri né færri en 700 gestir. „Það að fara út í rekstur er fyrst fremst spurning um að þora að láta slag standa og hafa skýra mynd af því sem . maður vill gera og gefa sér tíma í að þróa viðskiptahugmyndina“. Skoðaðu viðtalið í heild sinn með því að smella hér. http://ruralwomeninbusiness.eu/is/gisting-a-islenskusveitaheimili-i-omotstaedilegri-natturu/
5
FRÉTTABRÉF 03 Nóvember
Á döfinni Staða verkefnis
Fundur samstarfsaðila í Kaunas, Litháen í desember
Lokaráðstefna á Sauðárkróki
Nú hafa samstarfsaðilar verið að prufukeyra námsefnið á námsvefnum (www.ruralwomenacademy.eu). Allar frumkvöðlakonur á landsbyggðinni sem hafa viðskiptahugmynd eða reka nú þegar fyrirtæki, eru hvattar til að skrá sig á vefinn og nýta efnið sem þar er til staðar. Á vefnum má nálgast efni í stefnumótun og útflutningi, netsölu, fjármálum, vöruþróun, markaðssetningu og samfélagsmiðlum. Einnig má nálgast gagnvirkar æfingar á vefnum sem snúast um persónulega hæfni. Fimmti fundur samstarfsaaðila verður haldinn í Kaunas, Litháen í desember. Þar munu aðilar ræða árangur verkefnisins hingað til, námsvefinn, hæfnirhringna, tengslanetin og hvað framundan er. Lokaráðstefna verkefnisins verður haldin þann 18.apríl 2018 á Sauðárkróki og mun Vinnumálastofnun og Byggðastofnun skipuleggja hana. Á ráðstefnunni mun árangur verkefnisins verða kynntur ásamt því sem þátttakendur í verkefninu munu deila reynslu sinni. Á ráðstefnunni verða í boði örvinnustofur þar sem konum gefst tækifæri til að efla hæfni í ýmsum þáttum. Einnig verður konum gert kleift að kynnast og efla tengslanet sitt. Nánari upplýsingar og skráning á lokaráðstefnuna mun verða aðgengileg á heimasíðu Atvinnumála kvenna og Byggðastofnunar fljótlega.
Nánari upplýsingar: Vinnumálastofnun Kringlan 1 103 Reykjavík Sími: 531-7080 asdis.gudmundsdottir@vmst.is atvinnumalkvenna.is
Byggðastofnun Ártorg 1 550 Sauðárkróki Sími 455-5400 anna@byggdastofnun.is www.byggdastofnun.is
Skoðaðu www.ruralwomeninbusiness.eu Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum!
/femaleruralenterpriseempowerment
/FREE_EU_project
/groups/8465963
6