Kata Lógos Theon
Listasafnið á akureyri • akureyri art museum • 25. október – 14. desember 2008
rð
uðs
25. október – 14. desember 2008
Etienne
de
France
Jeannette Castioni
Ólöf Nordal
Arnaldur Máni Finnsson
Steingrímur Eyfjörð
Þóra Þórisdóttir
Ritstjóri
og sýningarstjóri:
Útgefandi: Listasafnið
á
Þóra Þórisdóttir
Akureyri
Hönnun: Erika Lind Isaksen Texti: Þóra Þórisdóttir Prófarkalestur: Uggi Jónsson Prentun: Ásprent, Akureyri Leturgerð: Perpetua Titling, Caecilia, Ruritania Isbn
978-9979-9829-5-1
Verk
á forsíðu:
Mynd
Ólöf Nordal: Volto
á baksíðu:
Blaðsíða
úr
Biblíu
santo, af sýningunni
frá 1957
Ropi. Nýlistasafnið,
2001
Inngangur eftir
Þóru Þórisdóttur
L
istasafnið á Akureyri hefur markað sér sérstöðu meðal íslenskra safna með því að leyfa sér á stundum að fara ótroðnar slóðir, taka púlsinn og setja upp öðruvísi sýningar en hefðin býður. Oft er sagt að listin hafi næmt nef fyrir tíðarandanum og það má með sanni segja að sýningin Bæ bæ Ísland sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri í mars síðastliðnum hafi séð hinn íslenska veruleika í óhugnanlegu en réttu ljósi og verið forspá um þá erfiðu tíma sem allur heimurinn og ekki síst við Íslendingar stöndum frammi fyrir núna. Bæ bæ Ísland var sett upp sem uppgjör við atlögu auðmagnsins að landi þjóðarinnar og eins konar hugmyndafræðileg útför útrásarþjóðarinnar og þeirra gilda sem hún byggði á. Orð Guðs, síðasta sýning Listasafnsins í ár, fjallar um Orðið – Jesú sem boðar upprisu, kærleika, samhjálp og fyrirgefningu. Það að sýningin á sér stað innan listastofnunar en ekki kirkjustofnunar gefur ákveðið svigrúm „listræns frelsis“ til tjáningar um kristna trú og kristna kenningu. Listastofnunin í heild sinni hefur þó ekki síður en trúarstofnanir verið bundin við kreddur ýmiss konar og þrátt fyrir að listhefð síðustu aldar kalli alltaf eftir einhverju nýju og áhugaverðu, þá hafa verið settar upp ákveðnar línur sem má helst ekki stíga yfir. Það eru alltaf óskráðar reglur um hvað sé gjaldgengt í listinni þótt þær breytist og úreldist með tímanum. Reglurnar verða til í flóknu ferli menningarinnar og eiga oft rætur í viðteknum skoðunum frægra heimspekinga eða mikilvægra listamanna í sögunni. Allt frá því að listin lýsti yfir sjálfstæði sínu, fór hún að leita að sjálfri sér og reyna að skilgreina hvað hún væri. Hin opinbera listasaga tuttugustu aldarinnar er mikið til saga átaka um menningarlegt forræðisvald til að skilgreina hvað sé list og hvert sé hlutverk hennar. Línur hins listræna frelsis hafa um langan tíma markast við eftirfarandi bannsvæði: Listin á ekki predika eða fella siðferðislega dóma, hún á hins vegar að spegla samtímann, vekja til umhugsunar og vera rannsakandi eða gagnrýnin. Listin má ekki fjalla um „Sannleika“ með stóru essi, hvorki þykjast vera að leita að honum né þykjast hafa fundið hann, enda er viðurkennt að það er ekki til neinn einn Sannleiki eða sannleiki yfirhöfuð. Samt á listin að vera leitandi í öllum skilningi þess orðs en án þess að bera fram niðurstöður. Listin má ekki vera tilfinningasöm og væmin nema slíkt sé með fyrirvara kaldhæðni eða notað sem sjokkeffekt. („Þetta er tilfinningaklám,“ sagði Ragnar Kjartansson í sjónvarpinu um verk sitt Guð sem tilnefnt var til Sjónlistarverðlaunanna í ár.) Listin er ekki skraut, stofustáss eða söluvarningur þótt hún megi undir ákveðnum kringumstæðum vera falleg, hengd upp í híbýlum og seld á markaði. Það er auðvelt að skipta hér út orðinu list og setja orðið trú í staðinn því
þegar upp er staðið fylgja list og trú svipuðum reglum. Ef það er áræðni hjá Hannesi Sigurðssyni safnstjóra Listasafnsins að fá undirritaða til setja upp sýningu með ekki bara trúarlegu þema heldur með kristilegum útgangspunkti, þá er áhættan ekki fólgin í að sýningin fari inn á þessi bannsvæði listarinnar, sem eru hvort sem er farin að gefa sig, heldur frekar að henni takist það ekki. Sýningin Orð Guðs er í aðra röndina hugsuð sem mótvægi við sýninguna Búdda er á Akureyri sem haldin var í safninu í byrjun ársins. Í texta þeirrar sýningar gagnrýndi Hannes Sigurðsson kristnar kirkjustofnanir fyrir að misbeita valdi í fortíðinni og fyrir að bera fram útvatnaðar og máttlausar kenningar í samtímanum. Trú er hins vegar ekki það sama og trúarbrögð og hinir kristnu einstaklingar samsama sig ekki allir kirkjustofnuninni. Hina trúuðu greinir ekki aðeins á milli trúarbragða eða á við hina vantrúuðu, heldur greinir hina kristnu líka verulega á innbyrðis um túlkun kristinnar kenningar. Þá er einnig munur á því að eiga lifandi trú og að vera nafnkristinn. Að öllu jöfnu hefur trúað fólk jafn mikla andstyggð og aðrir á yfirgangi, ofbeldi og þeim glæpum sem voru og eru í einhverjum tilfellum enn framdir í nafni Guðs eða kirkjunnar. En flestir viðurkenna einnig jákvæð áhrif kristninnar og telja þann þátt vega mun þyngra þegar upp er staðið. Nú á síðustu árum hefur kastljós heimsins beinst í auknum mæli að hinum hefðbundnu trúarbrögðum, sérstaklega vegna átakanna milli kristni og íslams sem margir vilja meina að snúist meira um veraldlegan ágreining fremur en trúarlegan. Í kjölfarið virðist almennur áhugi á trú og trúarbrögðum fara vaxandi. Hver metsölubókin á fætur annarri er gefin út þar sem „gömlu villutrúarkenningarnar“, kenndar við gnostisma sem kirkjan hafnaði og hafði nánast útrýmt, snúa aftur fílefldar í formi leyndardóma um sannleikann. Leitin að hinum heilaga gral hefur borist til Íslands og bara tilhugsunin um að hér gætu mögulega leynst fornir helgigripir eða trúarrit frá miðöldum er ævintýraleg og breytir þeim bakgrunni sem sjálfsmynd okkar er byggð á. Einhverjir eru þegar farnir að lesa í fornritin okkar með allt öðrum augum í von um að sagnaritarinn eða jafnvel fornkapparnir sjálfir lumi á vísbendingum um falda kristna leyndardóma. Dustað hefur verið rykið af bókinni Hin mikla arfleifð Íslands eftir Adam Rutherford frá árinu 1939 sem inniheldur þá kenningu að Íslendingar séu að stærstum hluta hin týnda ætt Benjamíns, ein af tólf ættkvíslum Ísraels. Ísland muni verða hið trúarlega ljós heimsins og á Íslandi muni jafnvel finnast hinn réttborni erfingi að konungdómi í Jerúsalem. Á blogginu má finna umræður þar sem þessum kenningum hefur verið blandað við gnostísku kenningarnar um að Jesú hafi átt afkomanda og samkvæmt því
eru allir Íslendingar orðnir afkomendur Jesú. Þá hefur áhugi á kenningum Einars Pálssonar vaknað en honum tókst að samþætta goðsögulegan bakgrunn og launhelgar ásatrúarinnar, ásamt fornri talnaspeki, við kristna kenningu þar sem táknmyndir umbreytast á margslunginn hátt úr einu trúarkerfinu í annað án þess að rýra gildi kenninganna. Kristin kenning hefur aldrei verið ein né hrein, ekki einu sinni í frumkristni, heldur hefur hún tekið á sig ýmis form og farið í margar áttir. Stundum tekur hún á sig form andhverfu sinnar og er þá réttilega kölluð villukenning frá sjónarhóli Biblíunnar. Oftar virðast það þó vera óveruleg smáatriði í túlkun sem skilja að heilu kirkjukerfin. Stundum breytast áherslur með tímanum innan kirkjustofnunar, hvernig túlka beri kenningarnar, eins og gerðist með tilkomu frjálslyndu guðfræðinnar á sínum tíma. Þrátt fyrir að yfir níutíu af hundraði Íslendinga séu kristnir að nafninu til, þá hefur ótrúlega lítið farið fyrir kristinni guðsvitund í myndlistinni eða persónulegum útleggingum ritninganna meðal myndlistarmanna hérlendis. Þó gæti vel hugsast að einhverjir séu að vinna á þessum slóðum bak við tjöld hins opinbera listheims, því óhætt er að segja að trú og list hafa ekki átt samleið um langt skeið eða allt frá trúin var dæmd til dauða á tímum upplýsingarinnar. Þá tók listin að sér að vera boðberi hins andlega sannleika sem vísindin réðu ekki við. Listin sjálf varð að trúarbrögðum, listasöfnin að musterum, listapáfar sömdu nýjar kenningar og kreddur og innleiddu nýja helgisiði. Innan listarinnar má finna heilög boð og bönn, átrúnað, dýrkun, fórnir og útvalningar eins og í hefðbundnum trúarbrögðum. En listin hefur einnig erft dauðadóm trúarbragðanna, því æ fleiri raddir staðhæfa að listin hafi úrkynjast, sé innihaldslaus og dauð. Einmitt þess vegna er tilvalið að tefla saman trú og list núna á óvissutímum alþjóðlegrar heimskreppu, en slíkir tímar kalla ekki bara á veraldlega uppstokkun heldur einnig endurmat og endurkomu andlegra gilda. Sýningin sem nú fer fram í Listasafninu á Akureyri ber heitið Orð Guðs. Lagt var upp með að finna listamenn sem hafa unnið verk sem eru í skapandi samræðu við kristna kenningu, táknmál hennar og trúarhefð. Þá var lögð áhersla á að forðast að þema sýningarinnar yrði vettvangur skotgrafahernaðar gegn kristni, að sýningin hefði hlutlaust yfirbragð hefðbundinnar kirkjulistar eða félli í farveg þeirrar hugmyndafræði að alla trú beri að sama brunni. Þeir listamenn sem valdir voru til þátttöku hafa allir unnið verk sem setja fram áleitnar spurningar um lífið og tilveruna með ótvíræðri skírskotun í trúarlegt táknmál kristninnar. Listamennirnir á sýningunni eru Ólöf Nordal, Jeannette Castioni, Steingrímur Eyfjörð, Etienne de France, Arnaldur Máni Finnsson og Þóra Þórisdóttir.
3
Hið eftir
Í
lifandi orð
Þóru Þórisdóttur
upphafi var
Orðið
„Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu og Guðs andi sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: „Verði ljós!“ Og það varð ljós. Og Guð sá að ljósið var gott; og Guð greindi ljósið frá myrkrinu: Og Guð kallaði ljósið dag og myrkrið kallaði hann nótt. Og það varð kveld og það varð morgunn, – hinn fyrsti dagur.“ (1. Mós. 1.1) Það eru orð Guðs sem kalla allt fram í skapandi trú og það er tungumálið sem gerir manninum kleift að hugtaka heiminn og skapa sér menningu. Það er hins vegar auga Guðs sem fellir gildisdóminn yfir sköpunarverkinu, hann sér að það er gott. Þegar kemur að því að skapa manninn þá notar Guð hendurnar og mótar hann af leiri jarðar og blæs í hann lífi. Þessi goðsögn um upphafssköpunina rímar við hugmyndir okkar um hvað er að vera skapandi í orði og verki. Sú hugmynd að orðin sjálf séu skapandi kraftur er ævaforn og liggur til grundvallar í trú gyðinga, kristni og íslam. Það kemur því ekki á óvart að bækur, heilagar ritningar þar sem orð Guðs eru rituð, séu undirstaða þessara trúarbragða. Jóhannesarguðspjall hefst á þessum orðum: „Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. ...Og Orðið varð hold.“ (Jóh. 1.1 og 1.14) Orðið er skrifað með stórum staf til að leggja áherslu á að Orðið er persóna, Orðið er Jesús. Í fyrri sköpunarsögunni segir að Guð (Elohim) hafi skapað manninn (Adam sem merkir mannkyn) í sinni mynd, hann hafi skapað þau karl og konu. Orðið Elohim er óvenjulegt, það er kvenkynsorð í eintölu með karlkynsendingu í fleirtölu. Þessa staðreynd benda þeir á sem eru þeirrar skoðunar að ekki sé eðlilegt að tala alltaf um Guð í karlkyni, enda er því oftast haldið fram að Guð sé kynlaus þar eð hann sé andi. Guð skapaði manninn í sinni mynd og hann skapaði þau karl og konu. Eins og allir vita þá óhlýðnuðust Adam og Eva fyrirmælum Guðs og borðuðu ávöxt af skilningstré góðs og ills eftir að höggormurinn hafði véfengt orð Guðs í eyru Evu: „Er það satt að Guð hafi sagt ... Vissulega munuð þið ekki deyja! ... þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.“ (1. Mós. 3.1–6) Sumir kalla höggorminn í Paradís fyrsta frjálslynda guðfræðinginn en afleiðing syndarinnar var dauði. Líkaminn var nú seldur undir hrörnun og dauða og lifandi andi Guðs dó í manninum. Við þekkjum þessa sögu og hún hefur verið túlkuð á margvísleg-
4
an hátt í aldanna rás. Ein lífseigasta túlkunin er að höggormurinn hafi tælt Evu kynferðislega, og Eva hafi síðan tælt Adam og þess vegna hafi þau upplifað nektina sem synd og hulið kynfæri sín með fíkjulaufum. Sumar kirkjur tala þó um að hinn frjálsi vilji sem Guð gaf manninum hafi gert þeim kleift að óhlýðnast orði hans en sjálfsréttlæting þeirra
sem er svo vandmeðfarið. Syndin erfðist til allra mannanna barna og er þess vegna kölluð erfðasynd. Við fæðumst öll syndug, enginn er réttlátur, ekki einn. Þótt fæstir nútímamanna trúi því að sköpunarsagan sé bókstaflegur sannleikur, þá vefst hinn táknræni boðskapur fyrir okkur. Sagan er örstutt og óskýr en fjallar þó um fall mannsins og upphaf allrar ógæfu hans. Guð sagði við Evu að hún myndi nú með þrautum fæða börn sín en hafa samt löngun til manns síns sem myndi drottna yfir henni. Guð sagði við Adam að jörðin væri bölvuð hans vegna og hann skyldi með erfiði af henni sig næra og í sveita andlitis síns neyta brauðs síns og hverfa að lokum til hennar, þaðan sem hann væri kominn. Af moldu væri hann kominn og til moldar skyldi hann aftur hverfa. (1. Mós. 3.16–19) Erfitt er að átta sig á af hverju Adam og Eva máttu ekki vita mun góðs og ills og hvernig þau áttu að verjast höggorminum ef þau gátu ekki gert greinarmun á góðu og illu? Eina svarið virðist: Af því Guð sagði það. Boðskapur sögunnar virðist því vera að orð Guðs eru lög og um leið leyndardómur sem við eigum að beygja okkur undir þótt við skiljum ekki ástæðurnar. Einhver reiknaði það út að Adam og Eva hafi náð að vera í fimm og hálfa klukkustund í aldingarðinum Eden áður en þau féllu í synd.
Adam
og
Eva í Paradís
Það er ekki skrítið að mennirnir hafi talið veruleika brauðstritsins, þjáningu fæðinga og tilgangsleysi dauðans vera óumflýjanlegan galla á tilverunni og tengt hann við refsingu Guðs. Erfiðara er að sjá af hverju undirgefni konunnar ætti að vera eitthvað óumflýjanlegt náttúrulögmál, eða hvers vegna löngun hennar til manns síns ætti að vera neikvæð nema í sambandi við það að hún væri dæmd til æxlunar, viljug eða ekki. Hvað sem þessari gömlu sögu líður þá er ljóst að dómur til dauða, þrælkunar, þjáningar og undirgefni er afnuminn með krossdauða Jesú þar sem hann greiddi gjaldið fyrir synd mannanna. Samt er enn dauði, strit, þjánAltaristafla (hluti) eftir Jón Hallgrímsson, úr Urðarkirkju í ing fæðinga, og konur eru ekki bara undirSvarfaðardal, máluð árið 1791. (Þjms.7764.ÍB) gefnar heldur kúgaðar um allan heim. Ef við samþykkjum að við höfum öðlast hafi verið helsta ástæða syndafallsins. Adam andlegt og eilíft líf í Kristi og sigrað þannig kenndi Guði og Evu um: „Konan sem þú gafst dauðann, þá má segja að Ísland hafi á undanmér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég förnum árum komist nálægt hugmyndinni át.“ En Eva sagði: „Höggormurinn tældi mig, svo um Paradís þar sem almenn vinnuþrælkun að ég át.“ (1. Mós. 3.12–13, leturbr. mín.) Þetta var aflögð í kjölfar efnahagslegrar hagsældar, er kunnuglegt stef þar sem hver bendir á brauðsins notið í þægilegum aðstæðum, þjánannan, en að lokum þá virðist það vera frelsið ingar fæðinga stórminnkaðar með deyfilyfjum
og jafnrétti milli kynjanna nánast orðið að veruleika. Þetta þarf ekki að breytast þrátt fyrir samdrátt og erfiðleika í efnahagslífinu. Seinni sköpunarsagan segir frá því að Guð hafi látið djúpan svefn falla á Adam og tekið úr síðu hans rifbein sem hann skapaði konuna af. Það má skilja þetta þannig að þá hafi mannkyninu verið skipt í karla og konur en upprunalega hafi þau verið eitt hold. Enda segir Guð þeim að þess vegna eigi karlmaðurinn að yfirgefa foreldra sína og búa við eiginkonu og þau tvö verði eitt hold. Listamenn hafa iðulega dregið upp myndir af Adam og Evu sem ímyndum mannlegrar fullkomnunar og fegurðar, sem aftur tengist ríkjandi áherslum á slík gildi. Áhugavert er að bera saman tvö hundruð ára gamla mynd Jóns Hallgrímssonar (sjá mynd) af hinum fyrstu hjónum og samtímaímynd Etienne de France af hinu fullkomna pari sem minnir óneitanlega á plastdúkkur þó af holdi og blóði séu (sjá Síðasta kvöldmáltíðin, bls.18–19).
Hið
heilaga sakramenti,
táknrænt mannát?
Orð Guðs sem varð hold í Jesú umbreytist á táknrænan hátt í mat og drykk þegar Jesús brýtur brauðið og deilir því út ásamt víninu. Í kristinni trú er þessi atburður yfirleitt skilinn á miklu dýpri og andlegri hátt heldur en sem einföld táknmynd og kaþólikkar trúa því til dæmis að brauðið og vínið breytist í raunverulegt hold og blóð Krists um leið og það er meðtekið við altarið. Mynd Etienne de France, Síðasta kvöldmáltíðin, vísar í margar sögur á mismunandi merkingarplönum sem þó eiga sér stað innan þema
kvöldmáltíðarinnar, sögur sem eiga það sameiginlegt að vísa í augljósa eða leyndardómsfulla kóða sem tengjast næringu og mat. Í myndinni sjáum við flókna framsetningu margra samhliða frásagna eða táknsagna sem er blandað saman í leikmynd síðustu kvöldmáltíðarinnar. Um leið er myndin eins konar
postulanna við samfélagsveruleika okkar og þá tortryggni sem skapaðist í kjölfar þess að Jesús sagði að einn þeirra myndi svíkja sig. Hin gerilsneydda og leikræna uppstilling af atburðinum, þar sem „líkaminn“ er fyrirferðamikill en „blóðið“ einungis gefið í skyn, vísar þá líklega til okkar eigin samtíma og líflausu trúar.
Í mynd Etienne er sakleysisleg uppstilling af ungu fólki í látbragðsleik. Snúið er upp á helgimyndina á ýmsan hátt og ekki síst með því hvernig atburðurinn er myndaður og birtist öfugsnúinn á altarinu. Myndatakan sem fer fram inni í myndinni, allt eftirlitskerfið sem er virkjað og það hvernig líkami Jesú birtist á mörgum stöðum þar sem hann er stúderaður, dregur atburðinn nær raunveruleikaþáttum okkar eigin samtíma. Myndbrotið minnir einnig á hið gróteska atriði í Rocky Horror Picture Show þegar dúknum er svipt af matarborðinu og matargestir sjá að þeir hafa verið að borða hinn holduga Meatloaf. En gróteskan í Ólöf Nordal: Corpus dulcis, Gallerí i8 um páska 1999. mynd Etienne felst í ákveðinni kælingu og firringu þar sem kvöldmáltíðarsakramentspegilmynd af samfélagi okkar í hnotskurn ið minnir á vélræna aðgerð á dauðhreinsaðri þar sem hið stórbrotna augnablik kvöldmáltíðskurðstofu. Matarbakkarnir sem sjást á myndarinnar er sviðsett á brotakenndan og súrrealinni eru einnig naumhyggjulegir og minna á ískan hátt. Þungamiðja myndarinnar er táknumbúnað og tilvísun í mat fremur en raunmynd Jesú, nakinn maður sem tvær persónur verulega fæðu. eru um það bil að fara að eta. Táknmyndin vísar til stofnunar hins heilaga sakramentis í samræmi við predikun Jesú. Meðan kvenlega eða kynlausa persónan (sambland af Jóhannesi og Maríu Magdalenu) mundar hnífapörin, myndast Jakob við að draga blóð úr handlegg Jesú. Etienne vill draga athygli okkar að persónum og hlutverki postulanna í mismunandi túlkun þeirra á atburðinum. Þá speglar hann andrúmsloft metings og öfundar meðal
Verk Ólafar Nordal, Corpus dulcis, „hið sæta hold“, sem hún sýndi í Galleríi i8 um páska 1998, var brotin afsteypa af karlmannslíkama í súkkulaði sem var boðin áhorfendum til neyslu. Það var ekkert naumhyggjulegt við yfirfullt trogið af gómsætu súkkulaði. Verkið vísar annars vegar til hins heilaga sakramentis altarisgöngunnar og kvöldmáltíðarinnar, að brjóta niður og
Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans, hafið þér ekki lífið í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, hefur eilíft líf, og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða, og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum. Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og ég lifi fyrir föðurinn, svo mun sá lifa fyrir mig, sem mig etur.“ Jóh. 6.56-59 5
að blóð hans muni ekki hylja synd mannsins heldur afmá hana endanlega. Til að sefa reiði Guðs, er stundum sagt, en einnig til að aflétta dauðadómi og bölvun mannsins. Jesús sem var syndlaus sjálfur tók á sig synd mannsins og varð þannig sjálfur bölvaður í stað mannsins. Táknmynd ormsins á stönginni vísar til atburðar í eyðimörkinni þegar Ísraelsmenn voru bitnir af eitruðum höggormum. Höggormur var settur á stöng og allir sem horfðu á höggorminn sigraðan héldu lífi þrátt fyrir að þeir væru bitnir. Ormurinn er ein af táknmyndunum af Jesú krossfestum og táknar syndina sem dó á krossinum, því á því augnabliki er Jesús ímynd syndarinnar. Hann dó og greiddi lausnargjald fyrir synd Adams með blóði sínu, steig niður til heljar og sigraði Satan og dauðann. Þannig eiga allir menn þann sama sigur í nafni Jesú ef þeir játa þennan nýja sáttmála. Að játa Jesú er að taka á móti Orðinu, að borða hann í táknrænni merkingu og meðtaka anda Guðs með því að drekka blóð hans. Hér er hinn algeri samruni táknaður með áti, þú ert það sem þú borðar og það sem þú borðar ert þú. Hið nána samband blóðfórnarinnar og trúarinnar á hið heilaga tengist hinum frumstæðu náttúrutrúarbrögðum um leið og fórnardauði Jesú Krists á krossinum afhjúpar og afnemur tengslin milli blóðfórnar og trúar í eitt skipti fyrir öll. Á sama hátt og Jesús fullkomnar lögmálið og afnemur það um leið, gildir táknmyndin á andlegu sviði. Siðmenning samtímans á erfitt með að meðtaka svo blóðugar táknmyndir og finnst þær tilheyra eldgrárri forneskju. Sannleikurinn er þó sá að siðmenning okkar er ekki nema örþunn yfirbreiðsla og oft þarf lítið út af að bera til að hinn frumstæði villimaður sem í okkur býr komi fram. Þetta gerist iðulega þegar lög og regla eru afnumin vegna byltinga eða stríðsátaka. Þá er stutt í að fólk bindist ýmiss konar blóðböndum og leiti hefnda og finni fórnarlömb.
Næringarfræði
Þóra Þórisdóttir: Eirormurinn, Portið, Hafnarfirði um páska 2004.
borða líkama Krists og hins vegar til heiðinnar frjósemisdýrkunar sem í táknmáli tímgunar birtist í því að borða súkkulaðiegg. Þegar kristni var gerð að ríkistrú í Róm þá var hún aðlöguð ýmsum heiðnum hátíðum. En út frá biblíulegum boðskap er eggið og áherslan á frjósemina ekki alveg út í hött hvað varðar boðskap páskanna. Verkið vísar í erótík karlmannslíkamans og ein sterkasta táknmynd Biblíunnar af Jesú og kirkju hans er dregin upp sem brúðgumi og brúður, sem aftur vísar í samruna tengdan samræði og getnaði. Maður og kona verða eitt hold. Guð og maður sameinast í anda.
Lambið
heilaga og ormurinn
Páskamáltíðin var gyðingum heilög áður en Jesús stofnaði til hins nýja sáttmála kvöld-
6
máltíðarinnar. Gyðingar slátruðu ávallt fórnarlambi um páska til að minnast þess þegar Guð frelsaði þá og leiddi út úr þrælahúsinu í Egyptalandi. Matfórnir á heilögu altari voru mikilvægur hluti helgihalds gyðinga og tíðkuðust einnig innan annarra trúarbragða á þessum tíma. Siðurinn er ævaforn og talið er að hann eigi upphaf sitt í mannfórn sem táknrænni fórn á guði sem síðan var etinn. Mannát varð almennt tabú meðal þorra mannkyns en menjar um það lifa í mörgum trúarbrögðum. Gyðingar slátruðu lýtalausu hrútlambi á páskum og trúðu því að blóð þess myndi hylja syndir þeirra þar til næsta fórn yrði færð. Í síðustu kvöldmáltíðinni er Jesús að sýna lærisveinunum að hann sjálfur muni verða fórnarlambið sem greiði sekt syndarinnar, og
líkamans og andans
Í kvöldmáltíðarmynd Etienne de France sjáum við móður sem situr með barn og við hlið hennar er mjólk í krús. Frá móðurinni liggur braut að annarri og ólíkri mynd af ungri horaðri stúlku sem stendur á vigt og raðar í kringum sig vatnsflöskum. Stúlkan er vísun í átröskun, sjúkdóm sem nefnist anorexía eða lystarstol. Það sem í byrjun snýst um stjórn á eigin líkama verður að stjórnlausri sjálfseyðileggingu hins sama líkama. Höfnun fæðunnar verður eins og fíkn, fíkn í hreinsun, að afmá holdið sem er upplifað sem viðbjóðslegt. Sjúkdómurinn er andlegur og hann leiðir til dauða ef ekki tekst að lækna hann. Ef þessi óheilbrigða mynd af næringarfræði líkamans er myndhverfð í mynd af næringarfræði andans, þá sjáum við ákveðið meinlætiskennt „biblíulegt“ yfirbragð yfir sjúkdómnum sem minnir óþægilega á trúarlega orðræðu um að andinn þurfi að deyða holdið, ásamt boðum um föstu og hreinsun. Í Gamla testamentinu er oftast talað um sál og líkama en í Nýja testamentinu er farið að
tala um þrískipta veru mannsins í anda, sál og líkama. Það er hinn fallni andi mannsins sem þarf að endurfæðast í anda Guðs og verða leiðandi afl í manninum. Sálin og líkaminn eru holdið í biblíulegum skilningi en sálin samanstendur af vitsmunum og tilfinningum. Anda, sál og líkama mannsins hefur verið líkt við konung, þjón og þræl þar sem þjónninn, sem býr yfir vitsmunum, tilfinningum og samvisku, tekur við stjórn ef andi mannsins er fjarverandi eða of veikburða til að stjórna. Þegar talað er um að deyða holdið í Biblíunni, er ekki átt við að hafna líkama sínum eða refsa honum, heldur að deyða vilja holdsins og lifa í vilja Guðs. Flestar kenningar um sjálfið segja að það sé tilbúið, að það sem við köllum „ég“ sé samsafn eiginleika sem samfélagið hefur eignað okkur og við tekið upp í ferli speglunar við umhverfið sem er sjálfmiðað og einkennist af eigingirni. Ef sjálfið er ekki kjarni persónu okkar, þá verður hugmyndin um að deyða það ekki svo óhugsandi né að leita eftir frelsi andans og vilja Guðs.
Leitin
að gralinum
Leitin að hinum heilaga gral fer fram um allan heim og ótal kenningar eru á kreiki um hvar hann kunni að vera falinn og ekki síst hvað hann merkir. Augljósasta tilgátan er að þar sé átt við bikarinn sem Jesús notaði í síðustu kvöldmáltíðinni undir vínið sem táknaði blóð hans. Sumir segja að gralinn sé bikarinn sem notaður var til að geyma blóðið sem rann úr síðusári hans á krossinum og hann búi yfir krafti eilífrar æsku eða lífs. Ein kenningin er að hann sé dulnefni fyrir Sáttmálsörk gyðinga. Sáttmálsörkin var samkvæmt Gamla testamenti Biblíunnar kista sem Ísraelsmenn höfðu meðferðis á eyðimerkurgöngunni frá Egyptalandi til Landsins helga. Þá er talið að hver sá sem ráði yfir Sáttmálsörkinni, sem kölluð er óskasteinninn, hafi vald til að stjórna öllum heiminum. Að lokum eru hinar umdeildu kenningar um að gralinn standi fyrir einhvers konar heilagar og óvéfengjanlegar upplýsingar um hverjir séu afkomendur Jesú og beri (hið bláa) blóð hans og séu þannig réttbornir erfingjar konungsdóms í Jerúsalem. Leitin að gralinum og hugmyndafræði gnostismans hafa verið í sviðsljósinu undanfarin misseri og vakið upp gríðarlegan áhuga hjá almenningi eftir að saga Dans Brown, The Da Vinci Code, kom út. Sagan byggir á bókinni The Holy Blood and the Holy Grail (eftir Michael Baigent, Richard Leigh og Henry Lincoln, 1982). Í stuttu máli má segja að sögnin snúist um ákveðnar en þó misvísandi kenningar sem varða líf og dauða Jesú Krists. Algengasta útgáfan í dag er að Jesús hafi gifst Maríu Magdalenu og eignast með henni barn eða börn, giftst inn í franska konungsætt kennda við Merovinga og eigi enn afkomendur í samtímanum. Sumar sögurnar segja að Jesús hafi ekki dáið á krossinum, aðrar að hann hafi ekki verið sonur Guðs og enn aðrar að skapari heimsins, Jahweh, Guð Gamla
testamentisins eða Tórunnar, hafi í raun verið djöfullinn og þess vegna sé allt efnislegt af hinu illa en hinn rétti guð sé andi sem er langt yfir heiminn hafinn. Andi eða sál mannsins er því samkvæmt þeirri kenningu föst í líkama sem er af hinu illa og allt líf sem fæðist á jörðinni veldur því að þeim mun fleiri sálir lenda í fangelsi hins efnislega líkama.
kirkjunni með tilkomu miðstýrðrar kirkjustofnunar í Róm. Allt frá miðöldum hafa lifað launsagnir og ævintýri um hinn leyndardómsfulla bikar sem á að varpa nýju ljósi á sannleikann um Krist. Sagan um Parsifal, sem má meðal annars lesa í íslensku riddarasögunum, er ein af fyrstu vísununum í þessa sögn og hefur orðið efniviður og yrkisefni listamanna um aldir. Meðal annars hefur einn af listamönnum sýningarinnar, Steingrímur Eyfjörð, gert stóra myndaröð sem tengist sögunni um Parsifal. Fiskikonungurinn er ein af aðalpersónum sögunnar og vísar til Jósefs frá Arameþíu, þess hins sama og lagði til grafreitinn fyrir Jesú. Fiskikonunginn er einnig að finna í kvöldmáltíðarmynd Etienne de France þar sem hann veiðir gullfiska úr fiskabúri sem einn af þremur riddurunum bátsins heldur á.
Þóra Þórisdótir: Blóð lambsins. Portið, Hafnarfirði um páska 1994.
Eins og komið hefur fram í fréttum þá hefur ítalskur verkfræðingur varið tíma sínum og fjármunum í mörg ár í leitina að hinum heilaga gral á Íslandi. Giancarlo Gianazza fylgir vísbendingum sem hann hefur fundið í frægum verkum frá endurreisnartímabilinu, afkóðað ákveðið táknmál og komist að nákvæmri staðsetningu við Skipholtskrók nálægt Kerlingarfjöllum. Gianazza hefur sérstaklega skoðað vísbendingar í Síðustu kvöldmátíðinni eftir Leonardo da Vinci, Vorinu eftir Botticelli og Hinum guðdómlega gleðileik eftir Dante. Gianazza hefur sagt sögu sína um verkefnið í bók sem á ítölsku heitir I custodi del messaggio sem á íslensku útleggst sem Verðir skilaboðanna. Á síðunni www.gopfrettir.net má lesa viðtal sem var tekið við Gianazza um forsendur leitar hans. Hópur Íslendinga, með Þórarin Þórarinsson arkitekt í broddi fylkingar, hefur aðstoðað Gianazza undanfarin ár við jarðfræðirannsóknir og mælingar á svæðinu. Þórarinn hefur haldið fyrirlestra í Listaháskóla Íslands um þetta verkefni og beint athyglinni að ákveðnum sögnum í Íslendingasögunum sem styðja málflutning Gianazza um að hér hafi hópur musterisriddara komið og grafið niður helga muni á þrettándu öld með hjálp Snorra Sturlusonar.
Listamennirnir á þessari sýningu, utan Arnaldar Mána, slógust í för með Gianazza og fylgdarliði hans í sumar þar sem áætlað var að bora í jörðina í leit að holrúmi sem geymdi fjársjóðinn, hvort sem um væri að ræða helga gripi eða ritað mál í einhverju Þóra Þórisdótir: Rauða tímabilið (hluti), Gallerí Hlemmur 2002. formi. Ekkert fannst í fyrstu borholunni sem var gerð á nákvæmlega þeim gpspunkti sem reiknaður hafði verið út. Þrátt fyrir Kirkjustofnunin í Róm dæmdi söfnuði af þessað vonbrigðin hafi verið mikil fór Gianazza um toga sem villutrúarsöfnuði með, að því er strax að leggja á ráðin um ný plön. Fleiri sögur herma, hörmulegum aðgerðum. Gnostholur voru boraðar til öryggis vegna skekkjuískir söfnuðir voru þó margir í byrjun mjög marka en þegar það bar ekki árangur þá fóru lítið frábrugnir öðrum söfnuðum í frumkristni þegar ýmsar kenningar voru að þróast og engin Gianazza og tæknimenn hans að endurskoða útreikninga sína og eru svo sannarlega ekki ákveðin rit til að styðjast við. Á fyrstu öldum búnir að gefa upp trúna á væntanlegan fund kristninnar voru konur áberandi í starfi kirkjnema síður sé. unnar en svo fer að draga úr frelsi kvenna í
7
Jeannette Castioni: Cosmosmos (hluti). Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands, Hafnarhúsi 2006.
Matur
þarf að vera næringarríkur og
meltingin góð
Biblían er stútfull af táknmáli, hliðstæðum, líkingum og dæmisögum. Matur og drykkur er ítrekað notaður sem myndhverfing fyrir hinar lífsnauðsynlegu gjafir Guðs. Brauðið, ígildi líkama Krists, vísar í kornið og kornið stendur fyrir frumgróðann. Brauðið táknar sáðkornið, hið lifandi orð sem sáð er í hjörtu mannanna og hjartað er ávallt táknmynd fyrir anda mannsins í Biblíunni. Vínið táknar blóð Jesú Krists sem aftur stendur fyrir lífið sjálft, þann kraft sem er fær um að lífga. Orð Guðs og heilagur andi eru því sú fæða sem andi okkar þarf, andinn er í orðinu og orðið vex í andanum. Fleiri táknmyndir, jarðneskar sem himneskar, eru notaðar um andlega fæðu í Biblíunni.
Í trúarlífinu er mjólk notuð til að ala ungbörn sem þurfa auðmeltanlegan mat en síðar kjöt þegar þau hafa vaxið að andlegum þroska og geta melt flóknari fæðu. Það er óhætt að segja að þjóðkirkjan okkar bjóði aðallega upp á næringarskertan mjólkurmat sem er iðulega sykraður. Fullorðið fólk þrífst ekki á slíkri fæðu sem veldur klígju, lystarleysi og útbrotum. Þungmelt fæða eins og kjöt getur hins vegar verið varasöm fyrir óþroskaða og framkallað háan blóðþrýsting og meltingartruflanir. Þurrt brauð leiðir til harðlífis, menn verða skapstyggir og bitrir. Enda notum við í tungumálinu líkingarmyndir á borð við þurran boðskap eða illmeltanlegan ef anda skilnings vantar. Vín í óhófi leiðir hins vegar til ofurölvunar og ábyrgðarleysis. Vatnið góða, sem svalar og
hreinsar, leiðir til ófrjósemi og dauða ef það er það eina sem innbyrt er. Þetta er auðvitað allt svo augljóst og matartákn Biblíunnar eru skiljanleg öllum sem heyra og sjá. Manna, brauðið sem féll af himni ofan, er einnig táknmynd um orð Guðs sem megnar að bjarga frá dauða. Töluð og rituð orð mótast af rödd og röddin segir stundum annað en orðin. Kaldhæðni eða launhæðni gefur til kynna að annað sé meint en það sem orðin segja og er ágætis stílbragð sem á oft við. Hins vegar viljum við síður að það sé ediksbragð af víninu eða myglubragð af brauðinu sem við neytum. Í sögunni af samversku konunni við brunninn tala hún og Jesús um náttúrulegt vatn og
Síðasta daginn, hátíðardaginn mikla, stóð Jesús þar og kallaði: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín og drekki. Sá sem trúir á mig,- frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir.“ Þarna átti hann við andann, er þeir skyldu hljóta, sem á hann trúa. Því enn var andinn ekki gefinn, þar eð Jesús var ekki enn dýrlegur orðinn. Jóh. 7.37-40 8
lifandi vatn í sömu andrá eins og þau séu að tala um sama hlutinn. Jesús var þyrstur og bað samversku konuna um vatn um leið og hann sagðist geta gefið henni lifandi vatn svo hana myndi aldrei aftur þyrsta. Konan vildi fá þetta lifandi vatn svo hún þyrfti ekki framar að burðast með vatn úr brunninum. Þessi dæmisaga sýnir hvernig veraldlegri vídd og andlegri vídd er blandað saman til að sýna fram á ákveðnar hliðstæður. Lærisveinarnir voru hissa á því að Jesús væri að tala við Samverja því Gyðingar höfðu ekkert samneyti við þá. Þó voru þeir enn meira undrandi yfir því að Jesús skyldi tala við konu. Jesús umgekkst bæði konur og karla, hann tók dæmi úr lífi beggja kynja þegar hann útskýrði eðli guðdómsins og boðaði að allir væru jafnir, konur og karlar. Kirkjufeðurnir festu mynd Guðs í föðurímyndinni sem var bæði máttug og mild og innihélt því bæði hefðbundna föður- og móðurímynd. Það má sjá þessa tilhneigingu, að innlima táknmynd hins kvenlega í táknmynd hins karllega, á öllum tímum innan vestrænnar menningar. Þetta hefur leitt til þess að upphafin kvenleg gildi eru tekin eignarnámi og raunverulegar konur látnar standa fyrir utan táknmyndina.
Kvenleg
gildi upphafin og tekin
eignarnámi
Rómantíkin var hreyfing sem spratt upp við hlið upplýsingarinnar og var eins konar andsvar við henni. Meðan upplýsingin byggði á „karllægum gildum“, rökréttri framvindu og vitsmunalegum þroska, upphóf rómantíkin hin „kvenlegu gildi“ og lagði áherslu á hið órökrétta og andlega, svo sem tilfinningar, innsæi og ímyndanir. Þrátt fyrir að rómantíkin hafi lagt áherslu á svokölluð „kvenleg gildi“ þá varð hugmyndafræði rómantíkurinnar kvenfjandsamleg og hafnaði því að raunverulegar konur gætu verið skapandi einstaklingar. Manngildishugsjónir tóku við af trúarbrögðum og maðurinn var talinn góður og saklaus frá náttúrunnar hendi en siðmenningin sjálf rót hins illa í manninum. Hinn rómantíski snillingur kom fram á sjón-
Upplýsingin og rómantíkin voru hliðstæður hins appóloníska og díonýsíska eins og það er skilgreint í verki Friedrichs Nietzsche, Fæðingu harmleiks, þar sem „hið karllega“ og „hið kvenlega“ er skilgreint sem tvenns konar stríðandi eðli og hvort tveggja eignað (karl)snillingnum sem átti að hafa andlega yfirburði yfir aðra menn. Sköpun listamanna hefur ávallt verið líkt við æxlun og þá gjarnan það að geta af sér, en á rómantíska tímanum varð myndmál frjóvgunar, meðgöngu, þjáningafullra hríða og að lokum erfiðrar fæðingar dæmigerð lýsing á sköpun snillingsins. Stundum var honum lýst sem ljósmóður sem hjálpar verkinu að fæðast. Hugur karllistamannsins og sköpun listaverka var ekki bara hliðstæða legs konunnar og barnsburðarins heldur var hvort tveggja upphafið á kostnað konunnar sem einbers æxlunarlíkama og fyrir vikið var sagt um konuna að hún gæti ekki skapað nein menningarleg verðmæti. Í manngildisstefnunni tók karlsnillingurinn sér ímynd guðlegrar sköpunar en Guði var líkt við móður eða ljósmóður í Gamla testamentinu (Jes. 42, 66 og 66, og Sálm. 22) og í Nýja testamentinu (Matt. 28, Mark. 16, og Lúk. 24). Það er þó áhugavert að hið andlega hafi verið kvenkennt og minnir á hvernig kirkjan hefur upphafið myndhverfingu hins kvenlega í trúnni um leið konan er gerð að aukaatriði og guðdómurinn karlgerður að öllu leyti í heilagri þrenningu. Jesús sagði við lærisveinana að hann yrði að deyja svo að hann gæti sent þeim anda sinn og margir túlka blóð Jesú sem úthellt var á krossinum sem táknmynd fyrir lífið sem við eigum í Jesú og andann í trúnni. Mynd af væng altaristöflu eftir Jón Hallgrímsson frá árinu 1791 (sjá mynd) þætti áreiðanlega bæði subbuleg og grótesk ef hún væri gerð sem ljósmyndaverk Altaristafla (hluti) eftir Jón Hallgrímsson, úr Urðarkirkju í Svarfaðardal, máluð árið 1791. (Þjms.7764.ÍB) í dag en þó ber hún í sér boðskap um líf í blóði Krists. Hins vegar sýnir fjarvera blóðsins í táknmyndinni um Jesú í arsviðið og varð á endanum gagntekinn af hinkvöldmáltíðarmynd Etienne veraldlega firringu um dökku sviðum tilverunnar, draumórum um samtímans og um leið ákall eftir raunverulegu illskuna, úrkynjun mannsins, hinu gróteska, og lífi í trúnni. lífinu sem harmleik.
Til er gull og gnægð af perlum, en hið dýrmætasta þing eru vitrar varir. Tak þú skikkjuna af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, tak veð af þeim manni, sem hefir gengið í ábyrgð fyrir útlendinga. Orðskv. 20.15-17
9
María
mey og móðurlíkaminn
Jeannette Castioni, ein af listamönnum sýningarinnar, nýtir sér iðulega myndhverfingar um líkamann og hið innra landslag hans í list sinni. Jeannette vinnur verk fyrir sýninguna sem tengist leit Gianazza að gralinum á Íslandi. Hún hefur verið í nánum samskiptum við Gianazza og hafði tækifæri til að lesa bókina hans á ítölsku um forsendur leitarinnar, enda er ítalska móðurmál þeirra beggja. Jeannette sýnir myndbandsupptöku þar sem myndavélin ferðast niður í borholurnar sem eru allt að tíu metra djúpar. Verkið minnir á myndir sem teknar eru inni í æðum líkamans með hátæknilegum örmyndavélum. Bormennirnir, útreikningarnir og holurnar vitna um óstöðvandi löngun til að leysa tiltekna gátu. Það má segja að leitin sjálf sé áhugaverð burt séð frá því hvort eitthvað finnst, en hins vegar væri ekkert leitað ef vissan um að finna eitthvað væri ekki til staðar.
sem blandar saman táknmiði og tákni til að túlka það þegar yfirnáttúrulegur atburður sameinast náttúrulegum atburði. Um leið og myndin er falleg túlkun á því hvernig orðið verður að barni í Maríu, þá er æxlunarlíkama Maríu sem konu hafnað og gert ráð fyrir að Jesúbarnið hafi skotist í hana fullmótað og hún aðeins lagt því
meitil myndhöggvarans. Stundum er talað um að María mey sé hin nýja lögmálstafla sem hafi verið ritað á. Garðar bendir á að myndhverfingar sem þessar yfirtaki líkamann eins og hverja aðra nýlendu og feli í sér brotthvarf hins raunverulega líkama: „Fyrrnefnt hugtakanet um líkamsopin tvö, leggöng og hlust, má einnig sjá þannig að textalega væri innfelling í líkamann leið til að sýna eitthvað um tungumál og texta. Í slíkum lestri leysir innfelling þó um leið upp líkamann og beinir athyglinni bæði að brotthvarfi líkamans og rofi milli líkamans og þess sviðs sem gert var ráð fyrir að hann þjónaði (skv. myndhverfingunni), þ.e. tungumálinu.“
Heilagur
andi eða heilög önd?
Fyrir nokkrum misserum birtist gein eftir dr. Arnfríði Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Heilög önd“. Ég man að mér fannst kvenkyns mynd andans í hæsta máta kómísk þar sem upp í hugann kemur önd á tjörninni og jafnvel með ungastVerk Jeannette á sýningunni snúast rolluna í eftirdragi. Það er þó alls um móðurlíkamann og sérstaklega ekki fráleit guðsmynd því að Jesús líkama Maríu meyjar, móður Jesú. líkti sjálfum sér við móður þegar Jeannette er alin upp í kaþólskri trú hann sagðist vilja safna börnum og María mey hefur mun meira vægi Jerúsalem undir vængi sína eins í þeirri trúarhefð en lúterskri, reyndar og hæna ungum sínum. (Lúk. svo mikið að mörgum finnst jaðra við 13.34) Rökin sem Arnfríður færði trúvillu. Jeannette skoðar og vinnur fyrir því, að heilagur andi hefði í með gömul verk úr listasögunni sem frumkristni verið skilinn sem hið fjalla um boðun Maríu, hinn heilaga kvenlega element í guðdómnum, getnað, samband Maríu við Jósef og voru þó mjög sannfærandi. Ef að lokum dauða hennar. Ef grannt er leitað er á veraldarvefnum má sjá skoðað þá var María mey fyrst manna Tilman Riemenschneider: Boðun Maríu, ca. 1400. Lágmynd í Wurzburg Marienkapelle, Þýskalandi. að fjölmargar kirkjur (kannski þó til að játa Jesú og trúa á hann þegar til efnið. Aristóteles taldi að konan hefði ekkmjög fáar hlutfallslega?) hafa tekið upp þessa hún samþykkti að frjóvgast, ganga með og fæða ert sæði sjálf og legði sæði mannsins bara til túlkun og færa margvísleg biblíuleg rök fyrir frelsarann í þennan heim og leggja þannig hornefnið. Læknisfræðin á tímum frumkristni gerði henni. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir segir að stein að kristninni. reyndar ráð fyrir því að konan bæri líka í sér kvennaguðfræðin hafi í byrjun hallast að heilsæði, eins og maðurinn, en það væri þó mun ögum anda sem kvenmynd Guðs, en fljótlega Heilagur getnaður ófullkomnara en sæði karlsins. Þessar hughætt að mæla með því vegna þess að: „Ein Í samhengi við að verið er að leita að gralinum myndir voru enn við lýði á endurreisnartímkvenpersóna við hlið tveggja karlpersóna í með því að bora í jörðina, er vart hægt að komanum og talið að bara konur og ófullkomnir þrenningunni myndi brátt verða undirokast undan hugmynd samsvörunar við móður menn fæddust af sæði konunnar. Í fyrstu uð, eins og María var undirokuð og eins og jörð ásamt því sem myndmál samræðis verður Mósebók er sagt að sæði konunnar muni merja konur voru alltaf undirokaðar. Það varð brátt sterkt. (Reyndar eru margir orðnir þreyttir á að höfuð höggormsins og er það yfirleitt túlkað sagt í kvennaguðfræðinni að við skyldum sjá allar holur, hús eða gljúfur tákngeri kvensköp, sem spádómur um hinn nýja Adam sem muni kvenmynd Guðs í allri veru Guðs, við skyldum rétt eins og hver einasti aflangur lóðréttur fæðast af konu, spádómur um frelsarann sjálfsjá að við gátum talað um Guð í kvenkyni, við hlutur að meðtöldum háum fjöllum tákngeri an, Jesú Krist. konur gátum talað um hana sem eina af okkfallus.) Jeannette tengir líkama Maríu meyjar ur.“ (Vinátta Guðs, 2001) við grunnuppsprettu trúarinnar og upplifir Garðar Baldvinsson hefur skrifað áhugaverða höfnun á henni sem konu, sem meðalgangara grein sem nefnist „Meyjarhaft Derrida“ (http:// Heilagur andi hefur enda oft virst hálfgerð milli manns og Guðs, sem höfnun á að trúin www.heimspeki.hi.is) þar sem hann ræðir hugafgangsstærð innan þrenningarinnar, er alltaf eigi sér stað meðal lifandi manna, sem ekki myndir Derrida um skrif og þýðingar. Frumnefndur síðastur og án nokkurra útskýringa. bara búa í líkama heldur eru líkami. Öll upptextinn breytist alltaf í þýðingunni sem heldur Í lúterskri kirkjuhefð er mun meiri áhersla hafning á Maríu sem guðlegri veru í kaþólskri lögð á orðið en andann, hið rökfasta frekar en trú dragi úr líkamleika hennar, þeirri staðreynd honum ekki bara á lífi, heldur bætir alltaf einhverju við. Skrifin eru myndhverfð sem hið óvænta og órökrétta. Heilagur andi stendað þótt hún hafi frjóvgast á yfirnáttúrulegsamræði eða samræður sem ritast á meyjarur meðal annars fyrir óskiljanlegt tungutal, an hátt þá hafi hún gengið með og fætt Jesú haftið eða hljóðhimnuna. Þessi samsvörun spádóma, túlkun orðsins, lækningar og önnur eins og aðrar konur ganga með og fæða börn. kynfæra kvenna og eyrans eru, eins og við kraftaverk. Þessi þáttur kristinnar trúar er ekki Jeannette bendir á dæmi um túlkun á hinum höfum séð, alls ekki ný af nálinni, en konan, áberandi í íslensku þjóðkirkjunni og ekki óeðliheilaga getnaði í gamalli helgimynd þar sem blæjan og sannleikurinn hafa verið heimspeklegt að lítið fari þar fyrir umræðu um eðli og táknmyndin um Orðið sem sæði Guðs er sýnt ingum og skáldum mikið umhugsunarefni. tilvist heilags anda. Það er helst talað um hann sem pínulítið Jesúbarn renna eftir pípu sem Getnaðarlimnum hefur iðulega verið líkt við sem anda helgunar og hreinleika, sem er ágætt Guð blæs niður í gegnum, beint í eyra Maríu penna rithöfundarins, pensil listmálarans eða en mjög takmarkandi. (sjá mynd). Þetta er gott dæmi um myndlist
10
Steingrímur Eyfjörð: Ásjóna Guðs (hluti), Listasafnið á Akureyri 2008.
Í Jóhannesarguðspjalli er lögð mikil áhersla á heilagan anda sem hreyfiafl trúarinnar og í hirðisbréfunum er margoft talað um andann og gáfur/gjafir hans (eða hennar). Heilagur andi er eins og Jesús, sjálfstæð persóna sem sums staðar er gefið jafnt vægi og Guði föður og stundum meira en það, en er á öðrum stöðum undirskipaður honum. Það er heilagur andi sem lætur orð Guðs vaxa innra með okkur og fæðir fram trúna. Þegar við endurfæðumst þá fæðumst við af heilögum anda eins og andlegri móður. Hún er svolítið fyndin sagan af því þegar Jesús er að útskýra fyrir lærisveinunum að þeir þurfi að fæðast að nýju og þeir skilja ekki hvernig það sé hægt. Hvort þeir eigi að fara aftur inn í mæður sínar og fæðast aftur? Verk Steingríms Eyfjörð á sýningunni inniheldur meðal annars himnastiga sem mjókkar þegar ofar dregur þannig að breidd stigans neðst miðast við ytra mál mjaðmagrindarinnar og breiddin efst við hið innra grindarmál. Það að myndgera endurfæðinguna og leiðina upp til Guðs á þennan hátt, að það þurfi að komast um þröngan veg, minnir einnig á söguna um úlfaldann og nálaraugað. Steingrímur vinnur meðvitað með hið ómeðvitaða. Hann ákveður að láta stjórnast af innsæi og láta eitt leiða af öðru. Þessi afstaða minnir ekki bara á trúarlíf sem lætur stjórnast af anda og innsæi, heldur vísar einnig á þekkta aðferðafræði í listinni sem rómantíkin leiddi fram á átjándu öld og sumar listastefnur tuttugustu aldar tóku upp. Munurinn á heilögum anda og öðrum andlegum áherslum er að heilagur andi vitnar ávallt um og staðfestir Orðið, Jesú Krist.
Er
getnaður táknmynd sköpunar?
Í mörgum sköpunarsögum er sköpun heimsins tengd líkama eða tímgun á einhvern hátt. Sköpun heimsins með orði vísar til orðsins sem einhvers konar frækorns eða sæðis sem allt sprettur fram af. Landinu er iðulega líkt við líkama og talað um það sem lifandi veru og jafnvel sem elskaða persónu. Gróður jarðar vaknar til lífsins, vex og dafnar og deyr að lokum. Jörðin gefur af sér og nærir en hún getur líka fengið sár. Burt séð frá öllum sköpunarsög-
Þóra Þórisdóttir: Rauða tímabilið (tíðamynd), Gallerí Hlemmur 2002.
um eða kenningum, þá er það manninum augljóst að hann verður að mold þegar hann er dáinn. Rökrétt ályktun er að hann sé einnig af moldu kominn og lífsandinn sjálfur kraftaverk og leyndardómur. Það er ekkert undarlegt að jörðin hafi orðið myndlíking fyrir móðurlíkamann og þar sem jörðin ber ekki ávöxt nema með þátttöku himinsins sem gefur regnið, þá virðist hugtakaparið móðir jörð og faðir himinn bæði rökrétt og fagurt. Heilagur andi var iðulega álitin móðirin í hinni guðlegu fjölskyldu í frumkristnum söfnuðum, enda er hebreska orðið ruah, sem þýðir andi, kvenkyns. Þegar Biblían var þýdd yfir á latínu var orðið andi hvorugkyns en í grísku þýðingunni er orðið andi karlkyns. Þegar kristni er gerð að ríkistrú í Róm er hætt að tala um heilagan anda í kvenkyni. Ég, Þóra Þórisdóttir, hef unnið verk sem fjalla sérstaklega um táknmyndir heilags anda og eru nokkur þeirra hér á sýningunni. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að getnaður og tilurð nýs lífs hljóti að vera heilagasta mynd mannlegs lífs og ef orði Guðs er líkt við sæði, þá sé hægt að líkja heilögum anda við egg konunnar og móðurlífið. Í þeim anda hef ég unnið verk sem gerð eru með tíðablóði, eldrauðar táknmyndir lífsmagna og hreinsunar sem dofna um leið og þær þorna. Í og með er ég að snúa upp á þá gömlu táknhefð að tengja kynfæri karlmanna við listsköpun. Mikil bannhelgi hvíldi yfir tíðablóði og í Gamla testamentinu eru konur á blæðingum taldar óhreinar og allt óhreint sem þær snerta. Jesús rauf sjálfur þessa bannhelgi Gyðinga þegar hann læknaði konu, sem hafði haft blóðlát í tólf ár, um leið og hún snerti klæði hans.
11
Bæn,
bjalla sem hjörðin lærir að fylgja.
lofgjörð og þakkir
Íslenska forystuféð þarf hins vegar Verk Arnaldar Mána Finnssonar enga bjöllu þótt stundum hafi verið myndlistarmanns, og verðandi guðhengd bjalla í horn þess. Þetta kyn fræðings, á sýningunni er innsetner, að því best er vitað, aðeins til á ing í afmörkuðu rými sem er ætlað Íslandi og hefur verið ræktað sértil hugleiðslu, lofgjörðar, bænar eða staklega allt frá landnámi. Forystufé þakkargjörðar. Þar er hann ekki aðer með afbrigðum vökult, ratvíst, eins að deila með sýningargestum veðraglöggt og næmt á aðstæður, hugmyndum sínum um bænagjörð sem gerir því kleift að forðast hættur til Guðs heldur einnig að bjóða upp á og leiða hjörðina og jafnvel smalann nýstárlega aðstöðu til bæna og hugheim hvort heldur sem er í þoku eða leiðslu í sýningarrýminu þar sem hríðarbyl. Forystufé er ekki endilega grafískar hreyfimyndir umbreyta ríkjandi dýr í hjörðinni, ekki efst í ímyndum í orð. Bænakollar, sem virðingarstiga eða í goggunarröð. En þægilegt er að krjúpa við og voru einu þó fylgir hjörðin forystusauðnum sinni í kapellu hersins á Keflavíkurundantekningarlaust og ef fleiri en flugvelli, þjóna hér sama hlutverki einn forystusauður er í hóp, þá greinog áður, en nú í musteri listarinnar. ir þá aldrei á um hvað sé best að gera Arnaldur hefur unnið á mörkum trúeins og okkur mönnum hættir til, því ar og listar í nýjustu verkum sínum. markmiðið er bara eitt, og það er að Hann veltir því fyrir sér hvort munur finna góð beitilönd eða forðast hættsé á að fremja myndlistargjörning ur. Það er engin furða að eiginleikum eða trúargjörning og hver sá munur forystusauðarins sé haldið á lofti sé. Hvort óvígður maður megi vígja þegar verið er að lýsa góðum leiðtoga vatn, skíra börn, blessa fólk eða helga og kemur ekki á óvart að ímynd forstaði. Sem stendur er hann tæknilega Ólöf Nordal: Bagall af sýningunni Ropi, Nýlistasafnið, 2001 og Listasafnið á Akureyri, 2008. ystusauðarins sé líkt við hinn eina og próflaus, hvort heldur sem hann sanna leiðtoga, Jesú Krist. gerir myndlist eða stundar trúarlega þjónustu. Forystusauðir Spurningarnar sem felast í verkum hans eru Verk Ólafar Nordal á sýningunni er innsetnVolto santo, „hin heilaga ásjóna“, er gagnvirkt sérlega áhugaverðar í samhengi þessarar sýningin Ropi sem hún sýndi áður í Nýlistasafntölvuunnið myndverk sem varpað er á vegg ingar. Þær snúast ekki bara um hver má gera inu árið 1998. Í verkinu er Ólöf að vinna með og sýnir ásjónu forystusauðarins sem leiðir hvað og hver ræður því, heldur einnig hvort hið sérstaka afbrigði íslenska fjárkynsins sem hjörðina. Verkið hefur sterkar skírskotanir það virkar, hvort það sé „alvöru“. Trúin og listin nefnt er forystufé. Forystuhrúturinn Sokki er í mynd Jesú sem bæði hirðisins og einnig hafa ekki átt mikla samleið í nútímanum, enda unnin eftir fyrirmynd, raunverulegum forvarð trúin gamaldags og ónothæf í augum listystuhrút – stór, þróttmikill, fjörugur og vaskur, lambsins. Myndin sem Biblían dregur upp af Jesú er augljóslega af karlmanni og leiðtoga arinnar og listin óforskömmuð og vergjörn í með sín stóru horn, er hann ímynd karllegrar sem leggur allt í sölurnar fyrir hjörðina sína, augum trúarinnar. Þrátt fyrir það deila trúin og tignar í dýraríkinu. Þegar hrútar af forystuhann líkist ímynd forystusauðarins meira en listin ákveðnum líkindum í leit sinni að verðkyni eru geldir kallast þeir forystusauðir og forystuhrútnum, enda er í ritningunni aldrei mætum en ekki síst í formgerð framsetningar. að sjálfsögðu eru líka til forystuær. Forystuféð lögð áhersla á hann sem kynveru. Hins vegar er náttúrulegir leiðtogar sem hjörðin fylgir, er Jesú í yfirfærðri merkingu tákngerður sem Í grein sinni, „The Art Museum As Ritual“ frá enda afburðaskynsöm dýr, sem önnur dýr í brúðgumi og hjörðin sem brúður. Ekki eru allir árinu 1995, ber Carol Duncan helgisiði og hópnum fylgja ósjálfrátt. Erlendis tíðkast að sammála þessari túlkun og augljóslega ekki trúarleg ritúöl saman við helgisiði listasafna. bændur velja ákveðna kind eða sauð til að þeir sem telja að Jesús hafi verið kvæntur. Hún segir að á sama tíma og kristindómur hafi fara fyrir hjörð og er þá hengd á skepnuna Myndmál geldingar er þó áberandi í farið halloka fyrir upplýsingunni, hafi trúarlegri orðræðu sem leiddi marga söfn og listasöfn tekið að sér að uppkirkjunnar þjóna til að stunda einlýsa um sannleika og fegurð á „víslífi og helga sig Guði. Camille Paglia indalegum“ eða hlutlægum grunni. segir í bók sinni Sexual Personae, frá Duncan segir að þrátt fyrir þessa árinu 1990, að karlmenn sem klæðist skörpu andstæðu hins veraldlega og kvenfötum séu að leita að Guði, en trúarlega, endurspegli „helgisiðir“ þegar konur klæðist sem karlmenn safnanna helgisiði trúarinnar sem ýti séu þær að sækjast eftir veraldlegu enn frekar undir þá tilfinningu sem valdi. Kirkja Krists kvengerð sem þar er borin fram um „sannleikann“. brúður og brúðarkjóllinn er fyrirmynd Duncan segir að við nána skoðun skírnarkjólsins, fermingarkirtilsins komi í ljós að hliðstæðurnar séu mjög og kjóla þeirra er prestarnir klæðast. afgerandi og felist ekki síst í arkitektTáknmynd geldingarinnar felst í því úrnum, upphafningunni og andlegum að losa sig við sjálfsmiðaðan vilja, áherslum listasafnanna. Hugmyndin vinna að hag heildarinnar og leita er að gestir listasafnanna fái vitsvilja Guðs. Tengja má hárfórnarathöfn munalega upplýsingu ásamt því að Arnaldar Mána við þessa hugmynd, upplifa andlega hreinsun og næringu. að skera hár sitt tengist afsali valds Ef þessa uppgötvun fagurfræðinnar (sjá mynd). er hægt að skilja sem færslu á andlegum gildum og leyndum vettvangi til veraldlegs tíma og rýmis, þá er fagurfræðileg reynsla látin samsvara trúarlegri reynslu, sérstaklega hvað varðar hugmyndir um afkóðun á leyndum sannleika eða eðli lífsins.
12
Arnaldur Máni Finnson: Hárfórnarathöfn, tengd sýningunni Höfguð í Hlöðunni, 2008.
Í innsetningu Ólafar er einnig að finna hornakórónu sem er vísun í þyrnikórónu Krists. Hornin tákna vald en þyrnarnir tákna konungdóm sársauka og fórnar. Þyrnarnir vernda
Kvöldbæn Í nafni Guðs... ALMÁTTUGI faðir, eilífi Guð. Ég þakka þér daginn, sem ég er að kveðja, þakka alla hjálp þína, bæði þá, sem þú hefur gjört mig varan við, og þá föðurforsjá þíns alskyggna kærleika sem ég hef notið óafvitandi. Gjör mig betur sjáandi á handleiðslu þína og þakklátari þér. Fyrirgef mér, Drottinn, Guð minn, að ég hef syndgað í dag. Ég hef ekki elskað þig af öllu hjarta, allri sálu og mætti, ekki elskað náunga minn eins og sjálfan mig. Fyrirgef allt, sem rifjast upp fyrir þínu augliti og ég veit að er synd. Ég vil játa það fyrir þér, þótt þú þekkir allt, til þess að líkn þín lækni mig. Fyrirgef óhreina hugsun og orð, fyrirgef sjálfselsku mína. Fyrirgef allt sem mér er gleymt eða hulið, en sakar mig eða aðra menn og særir þig. Frelsari minn, Jesús Kristur, kom þú með krossinn þinn, sem þú signdir mig með í heilagri skírn, og set merki hans á þennan dag, svo allt það,sem ég hef gjört mér til saurgunar og sálartjóns, hverfi fyrir því sem þú hefur gjört mér til sáluhjálpar. Lát mig þannig kveðja þennan dag í friði þínum og náð og vakna aftur, ef þú lofar mér að líta nýjan dag á jörð, í nýjum styrk til þess að fylgja þér og feta í fótspor þín. Ég bið þig, algóði Guð, að blessa mig og mína. Ég bið þig að líkna öllum bágstöddum mönnum, sjúkum og hryggum, kvíðafullum, snauðum og vonsviknum. Varna öllum voða, slysum og ógæfu. Hindra öll ill ráð og hjálpa öllum, sem ganga á glapstigum. Vak yfir byggðum landsins og börnum þess og yfir öllum mönnum á jörð. Ég fel þér allt, algóði faðir, þinni alvöldu miskunn, sem varir að eilífu. Í Jesú nafni. Amen.
rósina og hinn bleiki stafur hirðisins táknar konungsvald því bleikur og rauður eru litir konunga. Verk Ólafar er áhugavert í ljósi þess að hún vinnur iðulega með þjóðlega sjálfsmynd okkar Íslendinga sem aftur vísar til þess að við höfum ekkert á móti þeirri hugmynd að við séum sérstök á einhvern hátt, að við séum leiðtogar í eðli okkar og frumkvöðlar. Sú hugmynd hefur verið áberandi undanfarin ár og tengist þeirri staðreynd að við höfum lifað af í harðbýlu landi og lært að bjarga okkur við erfiðar aðstæður. Hátt menntunarstig, ríkidæmi og ekki síst útrás síðustu ára hefur ýtt undir þessa sjálfsmynd. Nú þegar erfiðleikar og mikill samdráttur fer í hönd er þess óskandi að við kunnum enn að bjarga okkur í erfiðleikum og að til forystu þjóðarinnar veljist náttúrulegir leiðtogar sem hafi eingöngu hag hjarðarinnar að leiðarljósi. Reyndar eigum við Íslendingar erfitt með að hugsa um okkur sem hjörð, okkur óar við hugmyndum um hjarðeðli og viljum helst öll vera sterkir einstaklingar og hvert og eitt okkar vill
vera forystusauður í eigin lífi. En jafnvel í hópi forystufjár fylkja allir sér bak við leiðandi einstakling. Sú hugmynd að Ísland eigi að vera leiðandi meðal þjóðanna hefur verið sérstaklega áberandi í góðæri síðustu ára, ekki síst í orðræðu forseta okkar sem og utanríkisráðherra og birtist nú í því að Ísland sækist eftir setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Einnig viljum við vera leiðandi á sérsviðum okkar, í orkumálum, jarðhitarannsóknum, fiskveiðirannsóknum og nú síðast í jafnréttisfræðum. Við getum allavega nýtt fjármálakreppuna til þess að verða sérfræðingar í björgunaraðgerðum og hvernig sigrast eigi á erfiðleikum. Hvort Íslendingar séu sérstakt kyn sem einangraðist á Íslandi eins og íslenska forystuféð er enn óvíst, hins vegar er ágætt að hafa það sem fyrirmynd að því hvernig ber að hegða sér í forystu.
Dómsdagur
Úr Sálmabók íslensku kirkjunnar
tímaskilning kristninnar, heldur og í marksækni hennar. Það hefur verið gagnrýnt að kirkjan leggi áherslu á dómsdag og heimsendi og álitið að slíkt ýti undir geðvillu breyskra manna sem kunni að vilja hjálpa til með spádómunum, eða flýta fyrir því að þeir rætist. Ekki er hægt að andæfa þeirri hættu, en burt séð frá trúarbrögðum sem spá dómsdegi, er nóg af veraldlegum og vísindalegum spádómum um endalok jarðar og mannlífs. Bara lífsstíll okkar og neysluæði á að geta tortímt jörðinni og jafnvel þótt það gerist ekki, þá erum við, trúuð eða ekki, fyllt sektarkennd yfir misskiptingu auðæfa í heiminum, sem og hungri, sjúkdómum og dauða af mannavöldum. Vissulega eigum við að vakna til ábyrgðar gagnvart þessum málum og leggja okkar lóð á þær vogarskálar sem við finnum til að koma réttlæti á í heiminum. En við megum ekki láta sektarbyrðina ræna okkur lífsgleðinni eða trúnni á Guð og möguleika mannkynsins.
og helvíti, sekt og synd
Dómsdagur er eitt þekktasta hugtak kristninnar, hugtak sem vísar ekki bara í línulegan
Dómsdagur og helvíti eru þau hugtök í Biblíunni sem mörgum finnst ekki vera í takt við
Morgunbæn Í nafni Guðs... FAÐIR í himnunum. Ég þakka þér, að þú lofar mér að vakna og gefur mér nýjan dag. Ég þakka þér, að þú hefur skapað mig, að ég er þitt verk og þín eign. Ég þakka þér, að líf mitt og lán er í þinni góðu hendi. Hjálpa mér, Guð minn, að gæta gjafa þinna, sem þú veitir mér umráð yfir. Lát mig muna það, að hvert mitt hjartaslag er náðargjöf frá þér. Blessa mér allar stundir. Lát alla orku sem ég þigg af þér, verða til blessunar mér og öðrum og þér til gleði. Drottinn Jesús Kristur, ég þakka þér, að þú ert með mér alla daga. Ég þakka þér, að þú hefur frelsað mig, fundið mig týndan og leitt mig úr myrkri til ljóss. Ég þakka þér, upprisni Drottinn, að ég má heilsa nýjum degi í trúnni á það líf, sem aldrei deyr. Ég þakka þér, að ég hef verið gefinn þér í heilagri skírn, gróðursettur á lífsstofni þínum. Lát mig í dag eiga lífið, sem þú hefur kallað mig til. Lát mig aldrei afneita því, lát það ekki deyja í mér. Glæð þú kærleik þinn í köldu hjarta mínu, lát ljós þitt lýsa sljóum augum og lífga tregan vilja minn. Ver þú með mér í öllum atvikum dagsins, lát mig finna, að þú ert hjá mér, svo ég verði lærisveinn þinn í hugsun og gjörðum. Heilagi andi, ver þú í hjarta mínu, stýr þú hneigðum og þrám, hjálpa mér að sjá hið rétta og góða og gjöra það af glöðum og fúsum vilja. Vak þú í huga mínum, þegar athygli mín er bundin við skyldur dagsins. Þú hefur gjört líkama minn að musteri þínu. Hjálpa þú mér, að ég helgist þér, vegsami Guð í líkama mínum og andi minn eigi eilífa ríkið, ríkið þitt, algóði þríeini Guð. Dýrð sé Guði, föður syni og heilögum anda, um aldir alda. Amen.
Úr Sálmabók íslensku kirkjunnar
13
Altaristafla eftir Jón Hallgrímsson, úr bænhúsinu á Brú á Jökuldal, frá árinu 1794. (Þjms.6336.ÍB)
kærleiksboðskap hennar. Jesús Kristur boðar fyrst og fremst fyrirgefningu, við eigum að fyrirgefa eins og okkur er fyrirgefið. Sumir glæpir eru þó þess eðlis að ekki er hægt að láta óhegnt fyrir þá. Hugmyndin um dómsdag Guðs yfir öllum mönnum er einmitt til áréttingar því að við eigum ekki sjálf að dæma hvert annað og að hefndarskyldan hefur verið afnumin. Skrifað stendur: „Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem er fagurt fyrir sjónum allra manna. Hafið frið við alla menn; hefnið yðar ekki sjálfir, þér elskaðir, heldur lofið hinni refsandi reiði Guðs að komast að, því að ritað er: „Mín er hefndin, eg mun endurgjalda, segir Drottinn.“ En „ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum.“ Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.“ (Róm. 12.17–21, leturbr. mín.) Guð mun refsa þeim rangláta ef lög og reglur samfélagsins gera það ekki. Það er auðvelt að skilja mikilvægi þessa í ljósi þeirra hörmulegu fregna sem berast af endalausum hefndaraðgerðum í ættbálkastríðum sem eru orðin svo flókin að enginn getur lengur skorist í leikinn og dæmt um hvað sé réttlæti og hvað ranglæti. Útskriftarverkefni Etienne de France, Dómsdagur, (sjá mynd bls. 16 –17) sýnir einmitt upplifun samtímans á hugmyndinni um dómsdag sem við höfum misst alla tiltrú á. Myndin endurspeglar frekar okkar eigin félagslega
14
veruleika þar sem áhugi á félagslegu réttlæti er enginn, þar sem helvíti hefur eftirlit með himnaríki, þar sem hver einasta manneskja er áhugalaus um allt nema sjálfa sig. Skilin milli ills og góðs eru ekki alltaf greinileg því oft skilur aðeins hársbreidd þar á milli. Dómsdagur og helvíti hafa vissulega verið andleg hótunar- og kúgunartæki í höndum trúarvalds og allra verst er þegar slíkt trúarlegt vald ákveður að taka vald Guðs í sínar hendur og ekki bara dæma aðra, heldur raungera þjáningu helvítis með pyntingum og blóðsúthellingum. Þegar grannt er skoðað þá er afar lítið um lýsingar á helvíti í Biblíunni fyrir utan eldsdíkið sem dregið er upp í Opinberunarbókinni.
Kynlíf
og trú
Eins og fram hefur komið í textanum hér á undan þá er táknmyndin um brúðgumann og brúðina sterk í Biblíunni, sem vísar til sambands Guðs við menn. Einnig er myndmál tímgunar notað til að útskýra heilaga leyndardóma. Það er skiljanlegt að hjónabandið og tímgunin séu upphafin í þeirri táknmynd um leið og það er furðulegt hvernig kirkjan hefur í aldanna rás skipt sér af smáatriðum í kynhegðun fólks. Til að mynda dregur kirkjan fram sterka táknmynd andlegrar samkynhneigðar með því að karlgera alla þrenningu guðdómsins en afneitar henni í náttúrulegu lífi. Kaþólska kirkjan er enn að setja reglur um kynlíf og barneignir sem eiga að gilda fyrir alla,
trúaða sem ótrúaða. Óvæntar sendingar geta þó komið úr þeirri áttinni í formi þess að pólskur munkur hefur tekið að sér að gefa hjónum kynlífsráðgjöf þar sem hann útskýrir mikilvægi forleiks fyrir konuna og hin svokallaða trúboðastelling er fráleitt eina stellingin sem hann mælir með (sjá http://www.szansaspotkania.net).
Nýjar
túlkanir á kristni?
Francis McKee sýningarstjóri sýningarinnar Taktföst tortíming, sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri fyrir um ári síðan, segir í sýningarskrá sýningarinnar: „Það er jafnvel enn undraverðara að Síðasta kvöldmáltíðin (eftir Leonardo da Vinci) varð tilefni mikilla vangaveltna í Da Vinci lyklinum, en þar uppgötvaði Dan Brown djúpa þrá meðal almennings eftir nýjum hugmyndum um kristna trú.“ Sú áhersla sem Dan Brown leggur í bók sinni á mikilvægi Maríu Magdalenu sem farveg guðdómlegs eðlis minnir á dýrkun Maríu meyjar sem móður Jesú. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir segir í bók sinni Vinátta Guðs að kollegar sínir í kaþólskum löndum telji ekki að áhersla kirkjunnar á heilagt móðurhlutverk Maríu rétti hlut kvenna í samfélaginu, enda haldi slíkur boðaskapur réttindum kvenna niðri og dragi fram fórnarhlutverk mæðra. Dýrkun kaþólikka á Maríu sé afleiðing þess að guðdómurinn var túlkaður sem strangur, dæmandi og karllægur. Fyrir vikið hafi María
Þegar hann hafði þvegið fætur þeirra, tekið yfirhöfn sína og setst aftur niður, sagði hann við þá: „Skiljið þér, hvað ég hef gjört við yður? Þér kallið mig meistara og herra, og þér mælið rétt, því það er ég. Fyrst ég, sem er herra og meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hver annars fætur. Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður.“
orðið mikilvægur meðalgangari milli Guðs og manna. Auður Eir segir einnig réttilega: „Við skulum hafa það skýrt í huga okkar að Biblían er ekki uppspretta feðraveldisins. Hún mótaði ekki feðraveldið í upphafi, heldur mótaðist hún af feðraveldinu. En hún varð boðberi þess um leið og hún var andmælandi þess. Það er þess vegna sem Biblían var og er notuð bæði til að krefjast jafnréttis kvenna og karla og til að andmæla því.“ (Vinátta Guðs, 2001)
túlka lögmálið og hvernig Jesús ber sig að við slíkar aðstæður. Heiti sýningarinnar Orð Guðs vísar til Jesú, en eins og áður er sagt þá verður orðið ekki lifandi nema fyrir heilagan anda. Margir upplifa rödd kristindómsins sem staðnaða, eintóna og falska þrátt fyrir að mælt sé fram lifandi orð
Þráin sem McKee talar um er þó raunveruleg og beinist að því að finna á ný lífstakt í kristninni sem um leið getur staðfest helgi hins mannlega lífs, en slíkt er nánast ógjörlegt ef hinn kvenlegi þáttur er pressaður niður og lítilsvirtur, hvort heldur sem er í guðdómnum eða í mannlífinu. Það er óhætt að segja að verkin á þessari sýningu endurspegli þessa þrá samtímans til þess að lífga trúna en sýni um leið fram á að kristin kenning, eins og hún hefur verið framreidd, er ekki alltaf í takt við réttlætishugsjón samtímans. Ef pólitískur rétttrúnaður síns tíma var ástæðan fyrir þeim ritningarstöðum í Nýja testamenntinu, sem skerða rétt kvenna, til þess að kristin kirkja lifði af, þá er full ástæða til að horfa fram hjá þessum sömu ritningarstöðum nú af sömu ástæðu. Þeir eru nú helsti ásteytingarsteinn kristinnar trúar og valda því að margir missa lyst á orði Guðs. Þá á kirkjan ekki að breiða yfir glæpi fortíðar heldur frekar að játa og iðrast eins og líka er kennt. Trú er ekki það sama og trúarbrögð eða stofnanir á sama hátt og list er ekki bara það sem listastofnanir hvers tíma samþykkja.
Kristin
trú er ekki bundin við
trúarbrögð og kirkjustofnanir
Kristin trúarbrögð spretta upp úr jarðvegi þar sem mismunandi menningarheimar mætast. Fornar táknsögur og hugmyndakerfi, m.a. Gyðinga, Persa, Egypta, Rómverja og Grikkja, eru samþætt í eina heild sem fellur að kjarna kristninnar. Stundum virðast þessir mismunandi hugmyndaheimar sem finna má í Biblíunni lýsa innra ósamræmi og jafnvel óásættanlegum þverstæðum. Það sýnir ljóslega að sannleikurinn um ákveðna hluti er ekki alltaf einn og ekki alltaf augljós, heldur fer eftir aðstæðum og sjónarhorni. Hér skiptir máli að hafa þroskað innsæi, samvisku, réttlætishugsjón, kærleika, víðsýni og visku. Margar sögur í Biblíunni segja frá baráttu um hvernig beri að
Hnútur úr Biblíu Guðbrands biskups, mögulega skorinn út af Guðbrandi.
Guðs. Það virðist svo oft vanta tilfinningu fyrir nærveru Guðs, lifandi anda. Þetta leiðir eðlilega til þess að upp spretta söfnuðir sem þyrstir í andlegt líf og margir halda sinni trú fyrir sig og afla sér sjálfir fróðleiks um merkingu hennar. Ekki er þó hægt að gagnrýna þjóðkirkjuna eins og að hún sé alls staðar eins. Vissulega eru til kirkjur sem bera fram lifandi boðskap en oftar finnst manni prestarnir sjálfir ekki trúa þeim orðum sem þeir boða og vefja boðskapinn í veraldlegan eða heimspekilegan búning. Kirkjur landsins eru eign fólksins og kjörinn vettvangur til hvers konar samkomuhalds í nafni Drottins. Ekki er ólíklegt að fólk eigi eftir að leita í auknum mæli til kirkjunnar á þeim erfiðu og umbrotasömu tímum sem nú fara í hönd. Þá er vonandi að kirkjan sé þess megnug að mæla fram það líf og þann kraft sem felst í trúnni. Orð, hin venjulegu orð sem við mennirnir mælum fram, eru bæði máttug og skapandi eins og orð Guðs. Orð milli manna og traust eru undirstöður samfélagsgerðarinnar og eins og augljóst hefur orðið nýlega þá geta orð verið hættuleg, valdið misskilningi og leitt til fjandskapar hvort heldur milli manna eða þjóða. Það er ástæða til að varast ónytjuorð, bölbænir og baktal því orð eru til alls fyrst og orðstír manna og þjóða mikilvægur. Hvernig listin og listastofnunin munu bregðast við breyttri veröld er erfitt að segja til um. Líklegt er þó að aukin krafa verði gerð um
Jóh. 13.12-16
innihald í listinni og hugmyndir um fagurfræði breytist. Tími hvers konar afbyggingar og niðurbrots er liðinn og tími uppbyggingar hafinn. Heimsbyggðin öll mun leita að andlegum verðmætum og einhverjum grunni til að byggja á. Í svolítið afkáralegri en þó ótrúlega fallegri altaristöflu eftir Jón Hallgrímsson frá árinu 1794 sjáum við hvernig mennirnir á myndinni vilja gefa Jesú hjarta sitt og Jesús lætur sitt hjartablóð flæða yfir í þeirra hjörtu. Vínið táknar blóðið og blóðið táknar lífið í líkamanum, andann í orðinu. Brauð og vín tákna því orð sem er fyllt af anda og anda sem vitnar um orðið og skapar lifandi trú. Jesús sagði: „Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.“ (Jóh. 6.63) Túlkun kristinnar kenningar er opin í samtíma okkar eins og á öllum öðrum tímum og það sem meira er þá er ekki lengur neitt virkt trúarlegt yfirvald sem hefur einkarétt á útleggingum orðsins. Ef við viljum eftir sem áður að kristnin túlkun byggi á Biblíunni fyrst og fremst þá þarf það ekki að þýða að við séum sammála kirkjufeðrunum í öllu. Ágæt regla Ágústínusar kirkjuföður (sem hann fór þó ekki alltaf eftir) er að það beri að hafa samræmi í aðalatriðum trúarinnar, umburðarlyndi í aukaatriðum og kærleika í öllum atriðum. Auðvitað er fólki frjálst að eiga sér guðsmynd sem er ekki kristin eða sem er hálfkristin eða kristin að nafninu til. Fólki er einnig frjálst að hafna allri guðsmynd, líta á manninn sem guðsmynd eða trúa á vísindi, peninga eða listina. Þetta frelsi manna þýðir ekki að hægt sé að gera kröfu um eina lögbundna kristna kenningu sem þurfi að útþynna boðskap sinn svo hann henti öllum. Lögmálið, boð og bönn Biblíunnar, eru orð Guðs en eru þó sögð dauður bókstafur án anda opinberunar. Bókstafurinn deyðir en andinn lífgar. Jesús sagðist myndu senda okkur andann heilaga, hjálparann og huggarann, til að minna okkur á allt sem hann sagði og kenna okkur á því sviði. Það má sjá í Biblíunni hvernig fram hefur farið í tímans rás ákveðin aðlögun, endurtúlkun og málamiðlun arfsagna. Þetta er mikilvægt atriði sem segir okkur að trúarkenningarnar eru lifandi og við kristnir menn hljótum enn að leita og finna, læra og túlka, sortera og endurraða, með tilliti til útkomu sem rímar við boðskap Jesú og sannleikans sem heilagur andi vitnar um í hjarta okkar.
15
Etienne
de
France
Etienne de France (f. 1984) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Hann nam áður listasögu við Háskólann í París og útskrifaðist þaðan árið 2005. Etienne dvelur um óákveðinn tíma á Íslandi og starfar m.a. fyrir Listasafn Íslands. Verkin Dómsdagur (The Last Judgement) og Síðasta kvöldmáltíðin (The Last Supper) eru hlutar af áframhaldandi myndröð sem Etienne de France vinnur að og kallar „Babel Bible“, þar sem hann freistar þess að setja á svið persónulega túlkun á nokkrum lýsingum úr Biblíunni. Hann bregður á leik með klassískar fyrirmyndir í ítalska og flæmska endurreisnarmálverkinu, og myndröðin sýnir þessar sviðsmyndir á súrrealískan og gamansaman hátt. Etienne heillast af hinum sameiginlega skilningi, af klisjunum, hinni hefðbundnu samsetningu, sjónrænu kóðunum, litunum, táknunum og allegoríunni ásamt innihaldi og merkingu
16
hins alþjóðlega myndmáls og hinna alþjóðlegu skilaboða. Þessu myndmáli blandar hann saman við myndmál auglýsinga og kvikmynda í samtímanum. Etienne er upptekinn af möguleikum frásagnar í myndlistinni og hlutverki sögumanns í því ferli. Án þess að hafa í hyggju að móðga, ráðast á eða óvirða hina persónulegu trú, þá reynir Etienne að snúa upp á þessa sjónhefð ásamt því að bæta við hana sínu persónulega tungutaki og skilaboðum. Dómsdagur er mjög algengt viðfangsefni í trúarlegri helgimyndagerð endurreisnarinnar, og sýnir oft sömu frumatriðin: dóminn með himin og helvíti til vinstri og hægri. Það eru staðlaðar persónur: Kristur, Gabríel erkiengill, dýrlingarnir, englar og mannkyn. Verkið, Dómsdagur, samanstendur af sjö ljósmyndum sem eru settar fram eins og altari. Við sjáum sviðsmyndina af dómnum, himin og helvíti, ferðalag mannsins á tvo
ólíka áfangastaði, og tvo engla sem skoða áhorfanda verksins. Etienne de France vill undirstrika fáránleika kreddukenndrar skiptingar milli heljar og himna eða góðs og ills með því að sviðsetja dóminn sem súrrealískt augnablik: Gabríel erkiengill sinnir ekki skyldum sínum og sefur, dýrlingarnir horfa hver á annan og Jesús er algjörlega fjarverandi. Himinninn sýnir tvær mannverur umlykja jarðarkringluna eins og himinhvolf, sem vísar í fagra tálsýn og hugmyndir um jarðlífið sem fangelsisvist eða innilokun. Helvíti sýnir tvær mannverur horfa í gegnum stækkunargler á þrjá skjái sem sýna himneskt sögusvið: helvíti hefur þannig eftirlit með himnaríki, og endurvekur þá hugmynd að helvíti muni vera annar vettvangur samsíða himninum. Í verkinu reynir Etienne að þynna út hugmyndina um aðgreiningu góðs og ills, ásamt því að koma að gagnrýni á fyrirbærið narsissisma í samfélagi okkar, sem nærvera spegilsins
Etienne de France: The Last Judgement, 2008. Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands, Kjarvalstöðum 2008.
vitnar um sem og áhugaleysi leikpersónanna. Englarnir, hefðbundnir aðilar í frásögninni leika ekki neina tónlist framar, þeir hafa meiri áhuga á tölvunum, þessum kraftmiklu miðlum sem leiða til sterkrar sjálfsástar. Það að staðsetja aðalsenuna fyrir aftan dýragirðingu, og að setja sauðinn og hálfnakinn ljósmyndara í forgrunn „sjónarspilsins“, gefur færi á að brjóta upp alvöruleika verksins sem heildar. Viðsnúningur á röð eða stöðu manns og táknrænna dýra fær áhorfandann til spyrja sjálfan sig um gildi aðstæðnanna, en einnig um það hvernig hann skoðar listaverk og veltir upp hugmyndinni um bæði dómgreind og túlkun. Síðasta kvöldmáltíðin er í meðförum Etienne sviðsetning þar sem margar sögur Biblíunnar eru speglaðar í samtímanum og sagðar innan þema kvöldmáltíðarinnar. Síðasta kvöldmáltíðin, ein stór ljósmynd af stofnun hins heilaga sakramentis, er gerð sérstaklega fyrir sýninguna á Akureyri. Á myndinni eru tveir
postular að munda sig til að borða líkama Jesú í orðsins fyllstu merkingu. Hið heilaga sakramenti sem byggir á táknmynd mannáts verður raunverulegt og óaðlaðandi. Í Biblíunni er sagt frá því að jafnvel postularnir hafi hneykslast á samlíkingunni. Etienne dregur fram í myndinni að andrúmsloft síðustu kvöldmáltíðarinnar var litað metingi milli postulanna og þrungið óvissu og tortryggni eftir að Jesús tilkynnti að einn af þeim myndi svíkja hann. Þetta vísar aftur til mismunandi túlkunar þeirra á atburðinum og merkingu hans sem kristallast í þeim ólíka skilningi og átökum sem urðu seinna tengd skilgreiningum kirkjunnar á hvað sé hin rétta kenning. Ein af sterkustu táknmyndum kvöldmáltíðarinnar er kaleikurinn með blóði Jesú og hann er einnig uppspretta þeirra gralsagna sem eru tengdar riddurum trúarinnar. Kaleikurinn er hér orðinn að lítilli sprautu sem nota á til að draga blóð úr líkama Krists. Verkið endurspeglar átök milli kristinna trúarkenninga og Etienne vefur inn í frásögn sína
gagnrýni á birtingarmynd mannlegs samfélags sem einkennist af sundrung og sjálflægni í stað þeirrar samkenndar og einingar sem kristin kenning býður. Yfirheiti myndraðarinnar sem verkið er hluti af, „Babel Biblía“, undirstrikar þann rugling og misskilning sem verður til í tungumálinu milli manna, hópa og þjóða. Hin mörgu og flóknu merkingarplön sem eru í myndinni koma til móts við þörf okkar fyrir að lesa inn í myndir leynd skilaboð og tákn. Etienne setur söguna fram sem blandaða táknsögu hins heilaga og hins forboðna, hins leyfilega og hins óleyfilega, um leið og mörkin verða óljós. Myndatökumaðurinn sem myndar aðalatburðinn varpar bæði réttri en þó öfugsnúinni mynd upp á skjái sem eru staðsettir á ölturum. Þar er myndin skoðuð og skilgreind af fólki sem virðist ekki taka hana alvarlega Áhorfandinn sjálfur er endurspeglaður með áhorfandanum inni í myndinni sem undirstrikar að myndin öll er sviðsettur tilbúningur.
17
18
Etienne de France: The Last Supper, 2008. Listasafniรฐ รก Akureyri, 2008.
19
Jeannette Castioni: the Entrophy of Landscape. Listasafniรฐ รก Akureyri, 2008.
Jeannette Castioni Jeannette Castioni (f. 1968) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006, en áður stundaði hún listnám við Listaakademíuna í Bologna ásamt því að nema forvörslu listaverka í Flórens. Jeannette stundar nú Ma.Phil.-nám í listasögu við háskólann í Verona, fæðingarbæ sínum á Ítalíu. Jeannette starfar sem forvörður hjá Listasafni Reykjavíkur og er einnig stundakennari hjá Listaháskóla Íslands, auk þess sem hún er virk á vettvangi myndlistarinnar. Jeannette hefur haldið sýningar hérlendis sem erlendis undanfarin ár og hefur auk þess unnið að ljósmyndarannsóknum og tekið stafræn vídeóviðtöl um ástand unglinga í Nuuk þar sem hún dvaldi í vinnustofu. Jeannette vinnur oftast innsetningar með blandaðri tækni þar sem myndbönd og ljósmyndir leika oft stórt hlutverk. Í verkum sínum dregur hún gjarnan upp ákafa persónulega nánd eins og í nýlegu verki sem hún sýndi í Grafíksal Íslands, My sky, þar sem áhorfandanum var á nokkuð kómískan hátt boðið að skyggnast inn í afmarkað og persónulegt rými. Áferð líkamans varð nánast snertanleg í myndbandsupptökunni og innileikinn sem felst í nærmyndum af
rúmfatnaði og mannshúð kallaðist á við klassískar marmarastyttur sem ná að skila til áhorfandans, þegar best lætur, þeim tjáningarríku boðum sem má finna í líkamsmyndmáli og hreyfingum. Jeannette er sérlega næm þegar kemur að skrásetningum á samskiptum fólks í millum, þar sem andrúmsloftið, röddin og líkamsmyndmálið eru merkingarbærustu þættirnir í verkinu. Á sýningunni Orð Guðs í Listasafninu á Akureyri beinir Jeannette sjónum sínum að líkama Maríu meyjar í sögu jafnt sem samtíma, bæði Maríu sem himnadrottningu og meðalgangara milli manna og Guðs föður og Maríu sem erkitáknmynd konunnar af lifandi holdi og blóði. Með tilliti til þess að jörðin sjálf er iðulega kvenkennd sem móðir jörð, þá nýtir Jeannette sér myndmál, fengið frá ítölskum leitarmönnum hins heilaga grals á Íslandi, sem táknræna hliðstæðu við líkama Maríu. Jeannette fylgdist með þegar hópur leitarmanna beitti stórum bor í Skipholtskróki við Kerlingarfjöll. Jeannette sýnir meðal annars myndbönd þar sem myndavélin fer niður í holurnar og skrásetur það sem fyrir auga hennar ber. Verk hennar ber titilinn the Entrophy of Landscape.
21
,
Olöf Nordal Ólöf Nordal (f. 1961) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk síðan mastersprófi frá Cranbrook Academy of Art í Michigan og MFA-prófi frá höggmyndadeild Yale-háskólans í New Haven, Bandaríkjunum. Verk Ólafar er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins auk einkasafna í ýmsum löndum. Hún hefur verið gestaprófessor og stundakennari við Listaháskóla Íslands frá stofnun skólans. Ólöf hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis sem erlendis. Af einkasýningum má nefna sýningarnar Corpus dulcis árið 1998 og Íslenskt dýrasafn árið 2005 í Galleríi i8, Ropi árið 2001 í Nýlistasafninu Gull í Galleríi Hlemmi árið 2002 og Hanaegg árið 2005 í Listasafni ASÍ. Af verkum í almannarými má nefna Geirfugl frá árinu 1997, sem stendur í Skerjafirðinum í Reykjavík, Vituð ér enn – eða hvað? frá árinu 2002, í Alþingishúsinu og Bollastein frá árinu 2005, á Seltjarnarnesi. Á síðasta ári voru vígð verkin Bríetarbrekka, minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í Þingholtsstræti í Reykjavík, og Fuglar himinsins, altarisverk í Ísafjarðarkirkju sem unnið var í náinni samvinnu við sóknarbörn kirkjunnar. Verk Ólafar byggja iðulega á táknmáli sem á sér djúpar rætur í bæði þjóðlegum og trúarlegum menningararfi og eru eins konar leit að menningarlegri sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar. Með því að draga táknmyndirnar fram, afhjúpar hún hvernig þær hafa glatað upprunalegri merkingu sinni í tímans rás. Um leið sýnir Ólöf hvernig ímyndir þjóðlegra og trúarlegra verðmæta hafa og geta runnið saman í blandaðar táknmyndir en slíkur samruni og samsömun hefur haldið kristnum sem þjóðlegum táknmyndum lifandi um aldir. Ólöf sýnir fram á að táknmyndir eru ekki endilega dauðar heldur eins konar form í dvala sem hægt er að leika sér með og jafnvel lífga með þessum hætti. Það má sjá glögglega í verkinu Fuglar himinsins, altarisverki í Ísafjarðarkirkju þar sem kristnu táknmáli dúfunnar eða svölunnar er umbreytt í ímynd lóunnar sem er Íslendingum svo hjartkær sem vorboðinn ljúfi. Lóurnar verða síðan að táknmynd fyrir söfnuðinn, enda eru þær mótaðar af safnaðarmeðlimum kirkjunnar sem tóku þannig þátt í gerð verksins. Fyrir vikið fær verkið þrefalda vídd,
22
þjóðlega, trúarlega og samfélagslega, og sem táknmynd er það því dýrmætara fyrir vikið. Á þessari sýningu í Listasafninu á Akureyri er til sýnis verkið Volto santo frá árinu 2001, en í því verki er einnig unnið með þjóðernislegt inntak trúarinnar. Íslendingar
hafa trúað á sauðkindina sem sitt helsta lífsviðurværi frá því hér var numið land og er stutt á milli þeirrar trúar og trúarinnar á Krist í líki lambsins eða hirðisins. Forystusauðurinn er eiginlega sambland af lambinu og hirðinum, og vísunin í hina heilagu ásjónu upphefur hvort tveggja, sauðkindina sem veraldlegan bjargvætt og Krist sem þann andlega. Verkið vísar líka í sjálfsmynd Íslendinga sem gjarnan vilja spegla sig í ímynd forystusauðarins.
Ólöf Nordal: Frá sýningunni Ropi, Nýlistasafnið, 2001. Næsta opna: Ólöf Nordal: Fuglar himinsins, altaristafla í Ísafjarðakirkju vígð 2007. Ljósm. Vigfús Birgisson.
23
Arnaldur Máni Finnsson: Í leit að ljóm, 2008. Ljósm. Marta María Jónsdóttir.
26
Bænhús af sýningunni Höfguð í Hlöðunni, 2008.
Arnaldur Máni Finnsson í samvinnu við Mörtu Maríu Jónsdóttur. Brot úr hreyfimyndinni give in to for giving / lifa fyrir gefa, 2008.
Arnaldur Máni Finnsson Arnaldur Máni Finnsson (f. 1978) stundar nám við guðfræðideild Háskóla Íslands. Árið 2003 byrjaði hann að vinna að myndlist sem hann sýndi á hálfopinberum vettvangi, svo sem í heimilisgalleríum Reykjavíkurborgar, ásamt því að stunda ritstörf á eigin vegum og annarra, t.a.m. í vefmiðlinum Kistunni (www.kistan.is). Arnaldur hafði áður starfað sem dagskrárgerðarmaður fyrir Ríkisútvarpið, m.a. að heimildarþætti um Skáleyjar á Breiðafirði og þáttunum Jónas! og Ó, hve glöð er vor æska. Árið 2005 tók Arnaldur Máni þátt í grasrótarsýningu Nýlistasafnsins og hélt úti opinni vinnustofu í Klink og Bank. Hann hélt þrjár einkasýningar, gerði gagnvirkar innsetningar með ýmsum miðlum í Link Spunk, kjallara Hampiðjuhússins þar sem Klink og Bank var til húsa. Einnig hélt hann hefðbundna málverkasýningu á Babalú og vann tvö stór veggverk (15x15 m) í almannarými. Innsetningar og gjörningar Arnaldar Mána hafa sterk tengsl við leikhúsið og hið leikræna, þar sem hið óvænta liggur í andrúmsloftinu. Verkin voru upphaflega sprottin úr götulist, pólitískum aktívisma og nostalgískum hugmyndum um „vonlausan málstað“. Draumórar og rómantík þeirra verka hafa nú tekið á sig áþreifanlegra form í hugtökum og athöfnum sem tengjast víðum grundvelli kristninnar; fantasían er orðin að
von, æðruleysið að náð, hömluleysið að kærleika, upphafningin að lofgjörð og því má segja að gjörningurinn allur í heild sinni sé orðinn að guðsþjónustu. Í raun má vitna til hans sjálfs, þar sem hann túlkar „teikninguna“ sem form af bænagjörð, og greina þar með alla myndlistarvinnuna sem „trúariðkun“, því ljóst er að í hans tilfelli er allri skapandi vinnu á einhvern hátt ætlað að vegsama skaparann, eins og sólargeislarnir bera vitni um uppsprettu sína. Í Slúnkaríki jarðaði Arnaldur Máni fatlað lamb árið 2006 og vann með bænaform múslíma á áhrifaríkan hátt, í Dandruff Space sýndi hann „helgirit“ árið 2007 og stóð fyrir „fjölbragðamessu“ en nú síðastliðið sumar reisti hann bænahús í sýningarrýminu Hlöðunni yfir Hálsi í Öxnadal og opnaði þá sýningu annars vegar með vígslu- og blessunarathöfn af alkristnum toga en hins vegar með frumstæðri „hárfórnarathöfn“ með forngrísku ívafi. Hér, í Listasafninu á Akureyri, býður hann áhorfendum upp á að njóta bænakolla sinna og beitir þannig aldagamalli en þó sínýrri aðferð til að endurskapa tengsl við guðdóminn, auk þess sem textaverk mun gæla við og skerpa skynfærin með aðstoð hreyfimyndalistar Mörtu Maríu Jónsdóttur. Einnig mun Arnaldur Máni fremja trúarlegan gjörning við opnun sýningarinnar.
27
Samtal: Arnaldur Máni talar við Steingrím Eyfjörð Arnaldur: Orð Guðs skal hún heita, veistu hvort það er með litlu eða stóru? Steingrímur: Ég held að það sé stórt g en lítið o, sko, eins og mörg orð en ekki þetta Eina. Lógosið? Já, hvernig líst þér á það – er þetta nógu margræður titill? Þarf hann að vera það, endilega? Ég hef fengið dáldið nóg af sniðugheitum. Já, þetta er svona respektabul titill án þess að verða tilgerðarlegur, en í ljósi þess hefði maður kannski búist við svona „textalegri“ verkum. Ertu með texta? Ég er nú eiginlega alltaf með einhvern texta, þannig, ég undirbý mig þannig. Skrifa texta og pæli í honum, reyni að greina hvernig hugmyndir eru í gangi. Mér skildist að þú ætlaðir að vinna með vilja Guðs í þessu verki? Já, það byrjaði þannig, eða sem sagt Þóra sagði mér hún hefði valið mig því ég hefði gert verk sem tengjast kristinni trú, svo ég fór að leita að texta, einhverjum texta sem ég gæti gengið út frá og fann texta sem lýsti aðferðum til að finna út vilja Guðs út frá innsæinu, en textinn var ætlaður fólki sem er kannski í söfnuði, er starfandi í bænahópi, eða kann Biblíuna utan að... Leiðbeiningar fyrir svona heilags-anda-bókstafstrúar-týpur? Já. Í raun og veru, en ég er reyndar ekki þannig. En þú fylgdir samt leiðbeiningunum, og hvernig virkaði það? Ég ákvað að gefa mér svona ramma, tíu daga, þar sem ég myndi hlusta á innsæið varðandi hvaða efni sem kæmi upp á þeim tíma. Og á þessum tíma komu svona til mín ákveðin efni sem nýttust mér vel … Er það ekki eins og þú hefur unnið áður, eða hingað til? Jú, en ég var samt frekar hissa á því hvernig þetta virkaði. Kom stiginn í heild sinni til þín, eins og trúður upp úr kassa? Nei, ég fór síðan yfir allt aftur og endurhugsaði það, eftir þennan tíma, því fyrst voru þetta bara skrif, og myndir; en upp úr því setti ég upp þessi verk sem síðan leiða af sér guðsmyndavélina, þegar allt er komið saman, leiðbeiningarnar, stiginn hér, og boxið. Nú er stiginn kannski það eina virkilega kristna, sem tákn á ég við, í verkinu, ef maður kýs að lesa það þannig, þó Oprah sé þarna að tala um Guð oní kassanum … Og hugformin, ég er viss um að það er til einhver kristin tegund af þeim. Já, við komum kannski að þeim á eftir, þau eru svo tengd bæninni þannig, eða… Secretinu (hlær). Nei, kannski ekki þeirri útþynntu kapítalista-óskhyggju heldur tegund af galdri. Já, þetta er skyldara því kannski, svona tulba, eins og ég hef talað um við þig. Ég var sem sagt að velta fyrir mér táknfræði stigans, 77 þrep og þetta, er þarna einhver meining á bak við sem tengist þessari íhugunarhefð grískortódoxu kirkjunnar, þagnarskólans & philokaliunni sem notar stigann sem mótív? Nei, þetta er bara úr sjónvarpsmyndinni Vikivaka, sérðu, en þar er stiginn samt alveg kristinn. Þetta er þrælkristið, sko, presturinn ríður síðastur upp á hvítum hesti (hlær). Nú, já, jájá, ég skil, samt kristið, já. Jújú, við getum verið sammála um það; þetta er svona forsenda, húmorísk en leiðir samt til þessa mjög svo alvarlega verks. Já, Guð leiðir mann að því sem hann vill að gerist, skilurðu, þó það sé eftir einhverri undarlegri leið, jafnvel ógöngum. Það er mjög viðurkennt í dag, bæði í hönnun og svona skapandi vinnu, sko, að lengri leiðin sé betri, sko, short-köttið er alveg out
28
og jafnvel talið að til að eitthvað virkilega spennandi gerist þurfi ógöngur til. Það er mjög kristilegt, hið þrönga einstigi fremur en breiði vegurinn, við getum verið sammála um það. Var ekki eitt og annað sem við vorum alveg sammála um? Jújú, þarna, eða þú sagðist líka vera á móti öllu svona trúboði, boðun trúar… Já, hún mælir svoleiðis algjörlega með sér sjálf, það þarf ekkert trúboð til. Svo vorum við sammála um þetta viðhorf, að bera virðingu fyrir öllum leiðum annarra í andlegum málum, þetta snýst ekki um réttar og rangar leiðir… Já, svo vorum við sammála um, og það tengist í raun Guðsviljanum þannig, að allt hefur gerst, við erum búnir að tala saman og sýningin gekk vel og það allt. Við fórum ekkert út í skammtafræðina í því, að vísu, en jú, það er svona viðhorf til þess sem er handan fjórðu víddarinnar, en vorum við sammála um að staðsetja Guð þar? Nei, en við viljum báðir koma sjónarhorninu þangað, manninum sjálfum og þú sagðir mér að þú horfðir á öll þessi verk sem þú hefur verið að vinna á síðustu árum þaðan, ekki sem línulega þróun heldur heild sem maður gæti skoðað óháð tímanum. Ekki satt? Já og guðfræði hversdagsins, þetta með samhæfingu reynslu, styrks og vonar, það fannst mér mjög gott. Þetta er svona mottó sem fyrir mér ber vitni um sterka trú. Ég hef alltaf verið mjög trúaður, alveg frá því að ég var barn, á andlegan heim, já, eitthvað sem tengist Guði, og gæti helst trúað því að það væri bara eitthvað erfðafræðilegt, þar sem ég kem ekki úr trúarlegu umhverfi, þó amma mín hafi verið áskrifandi að Dagrenningu… (hlær). Ég hef alltaf beðið eftir því einhvern veginn að fá að svífa um, skilurðu, þráð að losna undan einhverjum klafa efnisheimsins og finnst í raun að maðurinn sé einhvern veginn settur í þennan heim, og eigi alls ekki heima í honum. Skilurðu, því þetta er einhvern veginn alltof takmarkaður heimur. Miðað við, sjáðu til, einhverjar óravíddir hugans. Samt hef ég áttað mig á því, í sambandi við hugmyndir, t.d. eins og Paradís, að hún er hér, þú veist, núna, og þú þarft ekki að bíða, og þetta veit ég því mér finnst eins og biðin hafi verið fundin upp sem stjórntæki, skilurðu, sú Paradísarhugmynd er eins og þjóðarsáttin í pólitíkinni, þar sem hlutirnir eru settir upp eins og að ef þú þjáist núna, ef þú lætur kúga þig og bíður, þá munirðu seinna fá eitthvað æðislegt… Ég vil hafna þessu. Það er núna, skilurðu, við viljum fá kaup núna. Og þá fáum við kaupið. Halelúja! Og við vorum líka sammála um ákveðna möguleika innan guðfræðilegrar orðræðu, ef klassískir guðfræðingar reyna að viðurkenna samt sem áður ákveðið process-theologískt sjónarhorn á það sem annars stíar fólki í sundur. Eftir því sem ég skildi þig, já, þá hljómaði það eins og lýðræðislega góð þróun. A! Svo má ekki gleyma þessu með lýðræðið, við vorum alveg sammála um það! Já, lýðræðið er komið á endapunkt, og það er náttúrulega alveg augljóst. Trúin á að það virki er stórkostleg blekking einhvern veginn, að þú getir haft áhrif… Sú tilfinning er farin, þú gerir alltaf ráð fyrir svikum, það er bara þannig; stjórnmálamenn almennt verða svo uppvísir að eiginhagsmunapoti og því að geta ekki sett sig í spor almennings. Þeir eru næstum því allir orðnir að einhverjum fórnarlömbum tölfræðinnar. Og hvernig ríkið virkar ekki nema út frá tölfræði eða tölum. Samanber hvernig ríkið er í mótsögn við sjálft sig gagnvart börnum, fjölskyldum og þess vegna ljósmæðrum; það er hægt að koma
fram við þetta fólk á ákveðinn hátt því tölfræðin er góð, skilurðu, börnin eru að fæðast og þetta allt, en sjáðu til, ef tölfræðin færi eitthvað niður og fólk hætti að eignast börn, þá myndi ríkið breytast í einhvern frjósemisdýrkanda og færi að gera hvað sem er fyrir þennan hóp. Margir stjórnmálamenn eru orðnir svo fastir í þessari stöðu, einhverju talnafræðilegu fangelsi og segja bara: „Ég get ekkert gert“; sem er aftur mjög fyndið, þannig séð. En síðan er enn verri þessi undirliggjandi tilhneiging, í þágu efnahagskerfisins, að sundra öllu; til að fá einhvern veginn minni einingar, helst er viljað að allir eigi a.m.k. eina þvottavél. Við erum þarna komnir að einhverju einsleitu algildis-markmiði dagsins í dag, er það ekki? Úr sér gengnu ástandi sem virðist handan viðbjörgunar. Já, og þess vegna er endalokaþráin orðin svona áþreifanleg í samfélaginu, allt virðist hafa gengið sér svo gjörsamlega til húðar að fólk er bara fegið yfir því að kreppan sé komin. Það getur einhvern veginn tekið til í hausnum og endurmetið … En þegar þú segir endalokaþrá, áttu þá við einhvers konar afleidda heimsendaspá og þar með væntingar hinna kenningarlegu trúarbragða um Endurkomuna, Messías? Neinei, það er heldur ekki það sem gjaldfelling kapítalismans þýðir, þannig. Þú átt þá við einhverja svona innri „lúppu“ í tímanum, eins og Zizek talar um í samhengi „messíanskra tíma“, þar sem hlutgerving Sögunnar og Náttúrunnar er ekki lengur möguleg, eða það að óhjákvæmileg huglægni þröngvar hlutgervingaröflunum úr áhrifastöðum sínum; tíminn og rúmið opnast fyrir einhvers konar umbreytanleika? Þetta er kannski, já, tímabil sem verður undir áhrifum af þessu „Event“ og verður teygjanlegt, eða „mýkra“ en samt ekki neitt nýtt eða beint „Annað“ þó trúarbrögðin... Ja, kristnin hefur náttúrulega, allavega reformeruðu kirkjudeildirnar, hafa „realized“ allan messíanisma þannig, „Atburðurinn“ hefur þegar átt sér stað, í þeirri heimspekilegu grunngerð sem greinir kristnina frá gyðingdómnum eða íslam. Sem er samt ekki í „okkar“ skilningi; vegna þess að allt hefur nú þegar skeð. Nei, kenningarlega er það öðruvísi útskýring og byggir á endurlausn Krists. Fyrir mér er það grundvallaratriði að Guð hefur orðið maður og þar með sett málin í okkar hendur, við gerum það sem er rangt og stundum eitthvað rétt, en fyrst og fremst gerist alltaf bara það sem er okkur fyrir bestu. Guð er alls ekki vitsmunalegt. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að þinn Guð sé mjög samrýmanlegur kristinni kenningu, samrýmanlegri henni heldur en t.d. einhvers konar dúalisma. Þetta byggir allt saman bara á reynslu, ég bara veit, ég bara finn það. En um leið heldurðu því í raun og veru fram að allt sé í Guði á einhvern hátt. Ég held að það sé þannig hjá mjög mörgum, þessi hugmynd er vinsæl. En er hægt að ná mynd, með myndavélinni þinni, af þessum Guði í öllu? Þetta er meira svona process-guðfræði eins og þú varst að nefna; að fólk fái að tjá sig og sé ekki bundið einhverri ímynd, fyrirfram gefinni, skilurðu, eða ég vona fólk gangi ekki að þessu bara til að skrásetja það sem það veit, sem er náttúrulega klisjan, og kannski sumir horfi bara alls ekki upp stigann, en allavega, þó fólk þrái ástand, þá hræðist það oft upplifanir, og eins og hefur verið sýnt fram á, þá eru birtingarmyndirnar í Bíblíunni margar, það er ekki bara einhver ein. Guðinn Guð er einn af mörgum og er miðlað á marga vegu. Og ég meina, fyrir mér, hinn kristni Guð, af honum er ekki hægt að gera
mynd þannig eða myndir – en það verður samt að gera það. Er ekki hætta á því, í þessu samhengi, að fólk geri sér mynd af guði, sem tæknilega séð væri einn af þessum guðum sem talað er um að sitji þessi guðaþing í Biblíunni en sé ekki Guðinn Jahve sem situr í forsvari og er æðstur, sá guð sem gyðingaþjóðin valdi sem ramma sem það ætlaði sér að lifa í samhengi við? Ég nefni sérstaklega Mammon sem væntanlega hefur setið þessi guðaþing. Er hætt við að fólk geri myndir af honum? Í mínum skilningi er Guð allir þessir guðir, hver og einn þeirra í raun hluti af honum og henta hver í sínu samhengi; það fer í raun eftir því hvaða mál er í gangi. Guð er í mínum huga algjörlega siðlaus; hann hefur ekkert siðferði. Aftur á móti eru ákveðnir hlutir sem koma manni í koll, það virðist vera ákveðið lögmál. Ég held að hann eða hún eða það sé ekki með neitt sérstakt attítjúd… en samt, og það er alveg skiljanlegt og hægt að taka það með að margir hafa þá hugmynd að Guð geti reiðst, eða verði glaður eða sorgmæddur, að hann hafi tilfinningar, og það er bara mjög gott. Hefur þú aldrei reiðst yfir Guðsmynd einhvers annars? Nei, aldrei, en maður skynjar þegar fólk er á fallbraut, skilurðu, þegar einhver ofuráhersla fer í gang og dópið fer í gang, fíknin tekur bara á sig annað form. Ertu ekkert hræddur um að einhverjir tæpir einstaklingar geti fest í verkinu hjá þér, sitji bara og stari upp í tómið fyrir ofan stigann, nú eða sjái þar fullt af demónum? Það verður náttúrulega bara að gerast, það hefur hvort sem er gerst, nú þegar, og eins og þú manst þá gekk sýningin vel, vorum við ekki sammála um það? Jújú, einmitt, og eins með kaþólskuna, þó um hana megi segja margt ljótt… Þó hún hafi stundum verið verri en Þriðja ríkið, þá er meira gott við hana heldur en hitt. Það er þessi tilfinning fyrir því að upplifa eitthvað mörg þúsund
ára gamalt, eldra en kristnin næstum því. Þeir hafa líka öll listform í gangi, myndir og tónlist og texta; mér finnst oft í gangi ótrúlegt ólæsi á svona tákneiningar hjá okkur í prótestantismanum sem er ekki hjá kaþólikkum. Þeir geta lesið saman svona symbol og symbol út af hefðinni, sumir eru bara alltaf í einhverju svona „Er þetta ljósmynd?“ Nú, eða spyrja sig: Er þetta kristin myndlist? Já, einmitt, eins og það sé ekki augljóst. Mig langar að spyrja þig að einu svona að lokum: Ertu hamingjusamur maður? Það er alltaf verið að segja okkur að við fáum ekki hamingjuna í gegnum hluti; en það eru margar leiðir til samt sem við notum ekki. Búddistar segja t.d. að eina leiðin til að verða hamingjusamur sé að gera aðra hamingjusama, og það er eins auðvitað í kristninni, þú hjálpar sjálfum þér með því að hjálpa öðrum. Getur þú gengist við því þá að það vaki fyrir þér, haldandi áfram í listinni, að „vinna þér inn“ með því að hjálpa öðrum að njóta listarinnar? Nei, það hljómar náttúrulega svo yfirlætislega ef maður segir já, því þetta er svo stór spurning, skilurðu, en það að búa til list er fyrir mér líffræðilegt, þannig að maður fær hér og nú verðlaun, boðefnafræðileg verðlaun, þegar maður er að vinna og virkar á einhverju nýju svæði í heilanum. Það er gefandi. Einhvers konar hamingja.
(Þar sem ég lít oft á listsköpun sem ákveðna tegund af bænagjörð, leyfi ég mér að setja þetta í samhengi við ákveðna líffræðilega ferla sem geta fylgt „skapandi“ bænum, einhverri einbeitingu og flæðandi ferli sem á sér stað og getur losað um spennu á ákveðnum svæðum í heilanum, en um leið er „gjörningurinn“ hluti af manni sjálfum og vilja manns, og skapar þannig vellíðan, alveg burtséð frá því hvort „einhver annar“ er að hlusta á bænina.)
S teingrímur E yfjörð Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1971–1975 og 1978. Hann var við nám í Ateneum í Helsinki, Finnlandi, árið 1979–1980 og við Jan van Eyckakademíuna í Maastricht, Hollandi, árin 1980–1983. Verk Steingríms er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins auk margra einkasafna. Hann hefur starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands og verið virkur í umræðum um íslenskan myndlistarvettvang. Steingrímur hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis sem erlendis. Af nýlegum einkasýningum á Íslandi má nefna Projection í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni árið 2001, Maður og borg í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum árið 2001, of nam hjá fiðurfé og van í Galleríi Hlemmi árið 2002, Fýkur yfir hæðir í 101 gallery árið 2003, Afterimage í Kling og Bang galleríi árið 2004, Bein í skriðu í Galleríi + og 101 gallery árið 2005 og yfirlitssýninguna Steingrímur Eyfjörð í Listasafni Íslands árið 2006. Steingrímur er einn þekktasti núlifandi myndlistarmaður þjóðarinnar og hefur verið sérstaklega áberandi í íslensku menningarlífi undanfarin misseri sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2007 þar sem hann sýndi verkið Lóan er komin. Það verk var tilnefnt til Íslensku sjónlistarverðlaunanna í Listasafninu á Akureyri nú fyrir skemmstu þar sem Steingrímur hlaut Sjónlistarorðuna 2008.
Steingrímur Eyfjörð: Blóð krists – Bænaklefi, frá sýningunni Skúlptúr, Kjarvalsstaðir 1994.
Steingrímur er upptekinn af aðgerðargildi myndlistarinnar, hvernig verkin verða til í ferli aðfanga og úrvinnslu þar sem innsæið er leiðandi afl í framvindu þeirra. Hann hefur áhuga á sjálfsmynd og ímynd hinnar íslensku þjóðar í fortíð og nútíð, hvernig þjóðarsálin lagar sig að heimsmyndinni með mismunandi hætti. Fyrir Steingrími verður þjóðin næstum því að sjálfstæðri persónu þar sem ákveðnir menn og málefni verða að sameiginlegum líkamseinkennum eða sérvisku. Verk Steingríms á þessari sýningu ber titilinn Ásjóna Guðs, en þar sýnir Steingrímur skúlptúr af himnastiga sem á sér fyrirmynd í kvikmyndinni Vikivaka, sjónvarpsuppfærslu sem var gerð eftir sögu Gunnars Gunnarssonar. Steingrímur vinnur alla innsetninguna í ferli sem svipar til hugmynda trúarsöfnuðar um hvernig megi finna vilja Guðs. Þar sem innsæi, innblástur og ákveðið ómeðvitað tilviljunarferli er virkjað og allri rökhugsun hafnað, þá vaxa fram hin einkennilegustu verk sem byggja á vangaveltum um nafngreinda íslenska listamenn. Í samhengi við titil sýningarinnar má ímynda sér að hinn skapandi listamaður komist næst því að líkja eftir ásjónu Guðs, en Steingrímur býður áhorfendum upp á pappír og teikniáhöld svo þeir geti tjáð sig um hvað og hver Guð er fyrir þeim.
29
Steingrímur Eyfjörð: Ásjóna Guðs, Listasafnið á Akureyri 2008. Ljósm. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
30
Steingrímur Eyfjörð: Ásjóna Guðs, Listasafnið á Akureyri 2008. Ljósm. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson.
31
Þóra Þórisdóttir: Rauða tímabilið, Gallerí Hlemmur 2002.
óra
Þ órisdóttir
Þóra Þórisdóttir (f. 1962) útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Á páskum það ár sýndi hún útskriftarverk sitt, Blóð lambsins, brotning brauðsins og eirormurinn, í Portinu, Hafnarfirði. Sýningin stóð aðeins yfir bænadagana og innihélt þrjú verk sem tengjast krossdauða Jesú Krists. Þar sýndi Þóra lamb sem hafði verið slátrað og vakti sterk viðbrögð í þjóðfélaginu – það var meðal annars gagnrýnt í páskamessu Ríkisútvarpsins. Sýning Þóru, Heilagur andi, í Listhúsinu við Hamarinn í Hafnarfirði árið 1995, var innsetning sem samanstóð af brunni sem rigndi í sjálfkrafa um leið og einhver nálgaðist, tíu hvítum dúfum sem bjuggu í innsetningunni allan sýningartímann, sófa og nokkrum sófamálverkum með sjálfsmyndum, útsaumuðum hvítum gluggatjöldum sem bærðust fyrir vindi, tíu olíulömpum í formi íslensku kolunnar ásamt útbúnaði fyrir fuglana, korni, baðaðstöðu og fuglapriki. Þóra reyndi að fanga sem flestar táknmyndir heilags anda og gera lifandi innsetningu sem fyllti áhorfendur andagift. Það var ekki fyrr en seinna að Þóra tengdi rautt vín og blóð við táknmynd heilags anda, en í myndbandsgjörningi sem gerður var í Ungverja-
32
Þóra Þórisdóttir: Rauða tímabilið – tíðamyndir, Gallerí Hlemmur 2002.
landi baðar Þóra sig upp úr hundrað lítrum af rauðvíni í stórri víntunnu úti á vínakri. Gjörningurinn vísar til þeirrar hugmyndar að maður hreinsist í blóði Krists. Blóðið verður að táknmynd andans ekki síður en vatnið og skírnin í víninu vísar til niðurdýfingarskírnar. Sýning sem bar titilinn Rauða tímabilið, í Galleríi Hlemmi árið 2002, fjallaði einnig um vínið, en því til viðbótar kynnti Þóra til sögunnar nýjar táknmyndir tíðagjörða. Tíðablóð, sem heilagt tákn hreinsunar og minning um sæði konunnar sem talað er um í fyrstu Mósebók, hefur orðið að helsta viðfangsefni Þóru á síðustu árum. Myndlist Þóru litast mjög af trúarlegum og femínískum áherslum, tveimur þáttum sem sumum finnst ósamrýmanlegir. Þóra stofnaði Gallerí Hlemm ásamt Valgerði Guðlaugsdóttur árið 1999 og rak það til byrjunar árs 2004. Hún úskrifaðist árið 2006 með BA-gráðu í listfræði, frá Háskóla Íslands. Þóra starfar sem myndlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu, stundakennari hjá Listaháskóla Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands, ásamt því að annast tilfallandi menningarskrif og sýningarstjórn.
Þóra Þórisdóttir: Frá sýningunni Heilagur Andi, Listhúsið við Hamarinn Hafnarfirði 1995.
33
Útskorinn og málaður róðukross úr Húsavíkurkirkju frá upphafi 14.aldar. (Þjms.2397)
34
Sálmur 519 Upp, þúsund ára þjóð, með þúsund radda ljóð. Upp allt, sem er og hrærist og allt, sem lífi nærist. Upp, harpa Guðs, þú heimur. Upp, haf og landageimur. Skín, sól, á sumarfjöll, og signdu vatnaföll, breið geisla guðvefsklæði á grundir, skóg og flæði, gjör fjöll að kristallskirkjum og kór úr bjarga virkjum. Krjúp lágt, þú litla þjóð, við lífsins náðarflóð. Eilífum Guði alda þú átt í dag að gjalda allt lánsfé lífs þíns stunda með leigum þúsund punda. Upp, upp, þú Íslands þjóð með eldheitt hjartablóð, Guðs sólu signd er foldin, öll sekt í miskunn goldin: Þú átt, þú átt að lifa öll ár og tákn það skrifa. Kom, Jesú Kristí trú, kom, kom og í oss bú, kom, sterki kærleiks kraftur, þú kveikir dáið aftur. Ein trú, eitt ljós, einn andi í einu fósturlandi. Guð faðir, lífs vors líf, þú lands vors eilíf hlíf, sjá, í þér erum, hrærumst, og af þér lifum, nærumst, þú telur minnstu tárin og tímans þúsund árin.
23.
Davíðssálmur Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
Matthías Jochumsson Úr Sálmabók íslensku kirkjunnar
35