Art from the Great Depression
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI ~ AKUREYRI ART MUSEUM ~ 11. JÚLÍ – 23. ÁGÚST 2009
2~kreppumAlararnir
Gunnlaugur Scheving Jón Engilberts Snorri Arinbjarnar Þorvaldur Skúlason
1. maí 1936 eða 1937, kröfuganga í porti verkamannabústaðana við Hringbraut. / 1. May 1936 or 1937, protest march in the port of workersflats in Reykjavík. Á mótmælaborðum stendur m.a. „Fullkomna mæðrastyrki“,„Fullkomið jafnrétti karla og kvenna“ og „Frelsi, jafnrétti og bræðralag“. Ljósmyndari óþekktur / Photographer unknown.
Ritstjóri: Hannes Sigurðsson Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram Útgefandi: Listasafnið á Akureyri Hönnun: Erika Lind Isaksen Texti: Hrafnhildur Schram Þýðandi: Anna Yates Prófarkalestur: Uggi Jónsson Prentun: Ásprent, Akureyri Isbn: 978-9979-9829-8-2
R
Verk á forsíðu: Jón Engilberts: Kröfuganga, 1934. Kol á pappír, 140 x 193 cm. Eigandi: Listasafn ASÍ.
R – e r að alsty rkt araði l i sýni ngari nnar Verkamaðurinn, 7. janúar 1939.
a rt from the great depression~3
Eftir Hrafnhildi Schram sýningarstjóra Ísland hóf göngu sína sem þátttakandi í alþjóðasamfélaginu með nýju sniði í upphafi 20. aldar með heimastjórn 1904 og síðan fullveldi 1918. Umráð yfir atvinnu- og efnahagsmálum færðu mönnum aukna möguleika til viðskipta við önnur lönd, eflingu útflutnings og uppbyggingu innanlands. Allan þriðja áratug 20. aldarinnar ríkti mikil bjartsýni í atvinnulífi, sveitir tóku stakkaskiptum og íbúum kaupstaða fjölgaði. Þessi þróun stöðvaðist skyndilega með hruni verðbréfamarkaðarins í New York í árslok 1929. Íslandsbanki, sem stofnaður var í upphafi aldarinnar og hafði lánað ótæpilega fé til atvinnustarfsemi og uppbyggingar, varð gjaldþrota í febrúar 1930. Ríkið yfirtók bankann og breytti honum sama ár í tvo banka, Útvegsbanka og Búnaðarbanka. Alþýðuflokkurinn klofnaði og Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður árið 1930. Efnahagskreppan skall á af fullum þunga árið 1931, fyrirtæki urðu gjaldþrota, gjaldeyrishömlur drógu úr innflutningi og atvinnuleysi jókst. Erlend viðskipti drógust verulega saman og landið safnaði miklum erlendum skuldum og undir lok áratugarins varð ríkissjóður nær gjaldþrota. Framsóknarflokkurinn klofnaði 1933 og Bændaflokkur var stofnaður. „Stjórn hinna vinnandi stétta“ tók við völdum 1934 og kom á fyrsta almannatryggingakerfi landsins árið 1936. Ólafur Thors tók við forystu Sjálfstæðisflokksins árið 1934 og leiddi flokkinn í tæpa þrjá áratugi. Mynduð var þjóðstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í apríl 1939. Við þessar aðstæður hörðnuðu deilur milli samtaka launafólks og atvinnurekenda og leiddu átökin til uppþota og verkfalla. Þar bar hæst Krossanesdeiluna 1930, Gúttóslaginn 1932, sem snerist um rétt norskra verkamanna
til sömu launa og Íslendinga, og Novudeiluna á Torfunesbryggju á Akureyri í lok mars 1933, milli Verkamannafélags Akureyrar og bæjarstjórnar Akureyrar, en þar var deilt um kaup hafnarverkamanna fyrir uppskipunarvinnu. Verkalýðshreyfingin á Norðurlandi var í fremstu víglínu í baráttunni fyrir bættum og mannsæmandi kjörum íslenskrar alþýðu. Þrátt fyrir erfiðan efnahag á þessum áratug áttu sér samt stað ýmsar merkar framfarir í atvinnulífi landsmanna. Hornsteinn var lagður að stöðvarhúsi Ljósafossvirkjunar, stofnað var Flugfélag Akureyrar h.f. sem var fyrsti vísirinn að Flugfélagi Íslands og Landspítalinn var reistur fyrir söfnunarfé íslenskra kvenna
Verkamaðurinn, forsíðugrein 5. janúar 1935.
Alþingishátíðin sem haldin var á Þingvöllum árið 1930 til að minnast 1000 ára afmælis Alþingis kynti undir öldu þjóðernisvakningar og í verkum íslenskra myndlistarmanna urðu Þingvellir táknmynd glæstrar fortíðar og hinnar hreinu og óspilltu náttúru. Þangað flykktust landslagsmálararnir á góðviðrisdögum og sameinuðu sögu og náttúru staðarins með því að mála kirkjuna og gamla bæinn inn í landslagið. Frá aldamótunum 1900 hafði landslagið verið ráðandi viðfangsefni myndlistarmanna og varð svo áfram en upp úr 1930 kom fram ný kynslóð ungra listamanna sem leit svo á að með efnahagskreppunni og þeim þjóðfélagsátökum sem henni fylgdu hefði hugmyndagrundvelli landslagsmálverksins verið svipt burt. Þegar svo mikið hafði breyst var ekki hægt að halda áfram sem fyrr. Þeir fundu knýjandi þörf fyrir túlkun nýrra tíma
í breyttu þjóðfélagi og litu til manneskjunnar í umhverfi sínu sem fram að þeim tíma hafði verið svo til fjarverandi í íslenskri myndlist. Með vaxandi þéttbýlismyndun fluttu listamennirnir á mölina, eins og svo margir og fóru að yrkja um sinn nýja veruleika. Málararnir munduðu pensla sína við myndríkan heim Reykjavíkurhafnar, hugtökin kreppumálari og kreppuskáld urðu til og vísir að borgarvitund tók að myndast. Kreppumálararnir sem hér eru kynntir, þeir Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Snorri Arinbjarnar og Þorvaldur Skúlason, beindu sjónum sínum að hinum vinnandi manni og sögusviðið er oft þorpið sem einnig verður rithöfundum og skáldum að yrkisefni á þessum áratug. Þessir fjórir málarar áttu þó í tímans rás eftir að vinna að fjölbreytilegum viðfangsefnum, jafnvel þjóðlegum og má í því sambandi nefna myndskreytingar við Íslendingasögurnar. Allir numu þeir, nema Gunnlaugur, hjá Axel Revold, hinum norska nemanda Henris Matisse, sem miðlaði til þeirra róttækri arfleifð læriföður síns, hinum franska expressjónisma sem byggði á því að nota litinn sem tæki til að tjá tilfinningar og skoðanir. Margir aðilar hafa lánað verk á sýninguna. Minjasafnið á Akureyri hefur lagt til menningarsögulega muni ásamt ljósmyndum sem ætlað er að ríma við myndlistarverkin og beina sjónum sýningargesta að umhverfi og kjörum norðlenskrar alþýðu á fjórða áratug síðustu aldar. Listasafnið á Akureyri þakkar starfsmönnum Minjasafnsins ánægjulegt samstarf. Listasafni Íslands, Listasafni ASÍ, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Menntaskólanum á Akureyri, NBI h.f., Eflingu stéttarfélagi, Stúdíó Stafni ehf, Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Síldarminjasafninu á Siglufirði, og þeim einstaklingum sem góðfúslega hafa lánað verk til sýningarinnar eru fluttar alúðarþakkir.
Í ófærð á vetrum gat verið erfitt að koma mjólk til Akureyrar, og var þá brugðið á það ráð að safna saman á sleða mjólkubrúsunum og fara með þá í sleðalest til bæjar. Ljósmynd / Photographer: Eðavarð Sigurgeirsson.
Það snjóaði oft í frostköldu og rysjóttu tíðarfari þennan vetur og því voru nýjar slóðir troðnar á hverjum degi og sífellt varð að moka frá, það var unnið og stritað án inntekta. Alþýðublaðið, 11. nóvember 1930.
Úr bókinni „Baráttan um brauðið“ eftir Tryggva Emilsson, bls. 185. Reykjavík, 1978.
4~kreppumAlararnir
Eftir Hrafnhildi Schram sýningarstjóra
Þorvaldur Skúlason: Frá Reykjavíkurhöfn / Reykjavik Harbour, 1931. Olía á striga / Oil on Canvas, 80 x 95 cm. Með leyfi Listasafns Íslands / Courtesy of the National Gallery of Iceland.
ÞORVALDUR SKÚLASON 1906–1984 Þorvaldur Skúlason, sem er eini Norðlendingurinn meðal þessara fjögurra málara, fæddist á Borðeyri en ólst að mestu upp á Blönduósi. Löng rúmlega á unglingsaldri varð til þess að hann að fór að teikna og sýna myndlist áhuga og ekki varð koma Snorra Arinbjarnar í plássið, sumarið 1923, til að gera hann fráhverfan listagyðjunni. Snorri var þá þegar forframaður í myndlistinni og hafði sýnt verk opinberlega og næstu tvö sumur fóru þeir Þorvaldur saman í málaraleiðangra um sveitina og nærliggjandi byggðir. Undir árslok 1928 sigldu þeir Snorri utan til náms við Ríkislistaháskólann í Ósló, fyrstir íslenskra listamanna. Prófessor þeirra, Axel Revold, hafði verið nemandi Henris Matisse í París 1908–1910, á sama tíma og Íslendingurinn Jón Stefánsson en þar voru Norðmenn fjölmennastir af norrænum nemendum franska meistarans. Þeir fluttu áfram arfinn frá læriföður sínum sem hafði umbylt ríkjandi viðhorfi til litarins og voru allir kennsluhættir þar nútímalegri en tíðkaðist í dönsku listaakademíunni. Sumarið 1931 sneri Þorvaldur heim og vann myndina Frá Reykjavíkurhöfn en höfnin er áberandi í verkum kreppumálaranna. Þar sló hjarta bæjarins og dró þá að sér með ólgandi lífi, sterkum litum og tækni-
Morgunblaðið, 1. maí 1935.
undrum á borð við kolakranann, slippinn og togarana. Höfnin var líka birtingarmynd hins fjarlæga og óþekkta líkt og frönsku duggurnar sem birtust forðum undir þöndum seglum við sjóndeildarhring og kveiktu vonir í ungum brjóstum. Það er þó ekki iðandi mannlífið sem Þorvaldur túlkar í þessu hafnarmálverki, heldur kyrrðin sem þar ríkir þegar höfnin er mannlaus. Sjónarhornið er hátt þar sem fyrstu drögin að myndinni voru unnin við þakglugga í Tryggvagötu og gefa því áhorfandanum víða sýn yfir sviðið. Kannski er þetta lognið fyrir storminn því kyrrðinni er ógnað af þungum skýjabakka í bakgrunni og gárum sem ýfast á haffletinum. Klær atvinnuleysis hafa læst sig um bæinn og í forgrunni híma verkamenn og minna á aðgerðaleysið sem einkenndi þessa tíma. Á þessum árum var París nafli listaheimsins og dró að sér unga listamenn eins og segull. Á fjórða áratugnum dvaldi Þorvaldur að mestu erlendis og nam á árunum 1930–1933 við einkaskóla Marcels Gromaire í París. Þar kynntist hann m.a. síðkúbismanum og á næstu árum fer hann að einfalda og þjappa betur saman myndefninu og afmáir um leið öll smáatriði. Hann er ekki lengur eins háður sjónáhrifum og fer um leið að fjarlægjast fyrirmyndina og öðlast með því meira frelsi. Þorvaldur var búsettur í Kaupmannahöfn frá 1933–1938 en sneri að lokum heim frá Frakklandi og stríðshrjáðu meginlandi álfunnar árið 1940. Hann vandi komur sínar Unuhús en þar söfnuðust saman listamenn og annað fólk með óhefðbundnar lífsskoðanir. Þar hitti hann Stein Steinarr og varð þeim vel til vina en síðar urðu þeir nágrannar í Kamp Knox.
Hugtakið kreppuskáld festist við Stein en árið 1934 kom út fyrsta ljóðabók hans, Rauður loginn brann, þar sem hann, sem aðfluttur maður, yrkir m.a. um lífið í þéttbýlinu. Því hefur Steinn fengið tækifæri til að kynnast vel myndlist Þorvaldar og ekki er ósennilegt að hin móderníska myndhugsun málarans hafi haft áhrif á skáldið. Steinn skrifaði grein um Þorvald þar sem hann lýsir vinnubrögðum hans: „Málaralistin er ekki lengur dauð eftirlíking lifandi umhverfis, sem aðeins verður skilin bókmenntalegum skilningi, þegar bezt lætur. Í stað þess að fá lit sinn og ljóma frá fjarskyldari sögu eða annarlegum tilfinningum áhorfandans, krefst hún þess að vera eitthvað sjálf, án alls annars. Hún á sér í raun og veru ekkert markmið annað en túlkun höfundarins á sjálfum sér.“ (Steinn Steinarr: Þorvaldur Skúlason málari. Helgafell, júní– ágúst 1942). Í þessum fáu orðum kemst Steinn nærri kjarnanum í því viðhorfi sem kennt hefur verið við expressjónisma, að listin eigi sér ekkert markmið annað en túlkun höfundarins á sjálfum sér. Og listaverkið er meðalið sem þjónar þeim tilgangi að vera vitnisburður um hugarheim hans og tæki til að hafa áhrif á tilfinningar áhorfandans. Í list sinni sneru Steinn og Þorvaldur baki við hinum ytri veruleika og tjáðu hughrif sín í myndum í afar knöppu formi og hjá Steini Steinarr kemur það m.a. fram í ljóðaflokknum Tíminn og vatnið. Næstu fjóra áratugina átti Þorvaldur eftir að kryfja abstraktmyndmál sitt, trúr þeirri skoðun sinni að málverk væri sérheimur sem lyti sínum eigin lögmálum og snerist fyrst og fremst um línur, form og liti á lérefti – ekki viðfangsefni.
Þjóðviljinn, 31. október 1936.
a rt from the great depression~5 Myndin ber heitið Bergstaðastræti og er máluð í Reykjavík árið 1938 af Snorra Arinbjarnar sem er sá málari sem einna helst hefur verið tengdur við þéttbýlið en hann fæddist við sjálfan Laugaveginn, slagæð hins vaxandi bæjar sem á þeim árum var í senn bær og sveit. Snorri ólst upp við góð efni og fékk fyrstu teiknikennsluna hjá Stefáni Eiríkssyni myndskera og síðar hjá hinum fjölhæfa Guðmundi Thorsteinssyni, Muggi, sem varð einna fyrstur íslenskra listamanna til að túlka félagslegt raunsæi í myndum sínum af konum við saltfiskverkun og kolaburð. Snorri lifði lengi í vitund landsmanna sem málari þorpsins þar sem hann dregur fram daglegt líf alþýðufólks í nánum Snorri Arinbjarnar: Bergstaðastræti, 1938. Olía á striga / Oil on Canvas, 95 x 85 cm. tengslum við náttúruna. Með leyfi Listasafns Íslands / Courtesy of the National Gallery of Iceland. Þar túlkar hann myndríkan heim með lágreistum og kubbslegum SNORRI ARINBJARNAR húsum sem kúra við bugðótta þorpsgötuna 1901–1958 og smábáta á uppsátri meðfram fjörukambGatan leiðir augað eftir skáhallandi línum inum. Kolareykurinn liðast um loftið eins og inn í myndrýmið þar sem húsin raða sér þétt, leiðarstef og læðist inn í hvern krók og kima hlið við hlið, og varpa frá sér löngum skamm- og dökkt litrófið í brúnum og gráum litatóndegisskuggum. Í bakgrunni ber snævi þakta um, með einstaka bjartari blæbrigðum, endÖskjuhlíðina við himin en í forgrunni hneigir sig urspeglar andrúmsloft þessara ára. Mannljósastaur. Rauð luktin er eins og högg í sam- eskjurnar sem eru á stjái í þessum verkum eru stillt veldi grátóna götunnar og verður til þess fremur tákn um mannlega návist en persónuað snjórinn fær enn svalara yfirbragð. Fjórar gerðir einstaklingar. Þorpið birtist í hugverkum margra listamannverur, sem skera sig líkt og skuggar í dökku litrófi frá heitum jarðlitum húsanna, manna á þessum tíma og í upphafi fjórða áratugarins komu einnig út tvær skáldsögur standa aðgerðalausar við götuna.
GUNNLAUGUR SCHEVING 1904–1972 Með Gunnlaugi Scheving eignaðist íslensk alþýða sinn sögumálara. Með verkum sínum af vinnandi fólki mótaði hann snemma stíl í anda félagsraunsæis og er þekktastur fyrir raunsæjar sjávarlýsingar en myndir hans af bændafólki til sveita eru hins vegar ljóðrænar og oft þrungnar töfrum þjóðsögunnar. Gunnlaugur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Austurlandi, lengst af á Seyðisfirði. Nítján ára sigldi hann til Kaupmannahafnar og hóf undirbúningsnám og árið 1925 var honum veitt innganga í Hina konunglegu dönsku listaakademíu þar sem hann nam fram til 1929. Hann hóf nám hjá Ejnari Nielsen, en þeir Gunnlaugur áttu ekki skap saman og því leitaði Gunnlaugur eftir fyrsta veturinn á akademíunni til prófessors Aksels Jørgensen. Báðir þessir kennarar Jóns voru miklir aðdáendur ítalskrar endurreisnar, en þar er maðurinn í forgrunni og Gunnlaugur skynjaði tengsl nútímalistarinnar við hina rismiklu fornu list, ekki hvað síst veggmyndir og freskur. Áhugi Gunnlaugs beindist frá upphafi að manneskjunni, til að mynda sjómönnum og atvinnuumhverfi þeirra og hann notaði hvert tækifæri til að teikna, meðal annars í
fríum heima á Seyðisfirði. Það sem gerir atvinnulífslýsingar hans óvenju trúverðugar er sú staðreynd að hann sem alþýðupiltur þekkti sjálfur mæta vel þau vinnubrögð sem hann lýsir í verkum sínum. Síðar á ævinni átti Gunnlaugur eftir að vinna afar stór verk fyrir opinberar byggingar sem endurspegla sannfæringu hans og viðleitni til að gera listina í ríkara mæli aðgengilega almenningi. Mikill fjöldi mannamynda liggur eftir Gunnlaug en þar er félagsstaða einstaklingsins gefin í skyn á hógværan hátt með einhverju í bakgrunninum. Um er að ræða afar raunsæjar persónulýsingar og áhorfandinn skynjar einlæga virðingu málarans fyrir viðfangsefninu. Í olíumálverkinu Konur við þvotta bogra tvær konur við þvottalaug og grámóskulegir litatónarnir í
Halldórs Laxness sem síðar fengu heitið Salka Valka en þar er sögusviðið þorpið Óseyri við Axlarfjörð. Þegar Snorri snýr heim frá námi eftir seinni vetur sinn við Ríkislistaháskólann í Ósló vorið 1931 er formlegu listnámi hans lokið. Á næstu árum málar hann töluvert við slippinn og höfnina í Reykjavík þar sem hann tekst á við þétt form skipanna sem hann einfaldar og stílfærir þannig að þau líkjast einna helst leikfangabátum. Stolt þjóðarflotans, gamli Gullfoss, siglir úr höfn og á gömlu steinbryggjunni í Reykjavík bogra erfiðis-menn undir lóðréttum formum siglutrjáa sem skerast af láréttum línum dottandi smábátanna við bryggjuna. Myndheimur Snorra er ekki stór en hann takmarkast við þrjú þéttbýli: Blönduós og Ísafjörð þar sem hann dvaldi tímabundið í skjóli fjölskyldu sinnar og Reykjavík þar sem hann bjó lengst af. Á annarri einkasýningu hans í Reykjavík árið 1936 voru áberandi verk úr sjávarplássum og á þessum tíma vann hann einnig dúkristur með svipuðu myndefni sem birtust á forsíðu sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins. Á næstu árum eiga sér stað töluverðar breytingar í málverki Snorra og það birtir yfir litaspjaldinu við endalok kreppunnar og með hernámi landsins og fram undan voru nýir og breyttir tímar. Í umsögn Þorvaldar Skúlasonar um þriðju einkasýningu Snorra í hinum nýreista Listamannaskála árið 1945 segir að barátta hans hafi einkennst af því að útrýma dökkum, dauðum litum en nú byggi hann á samstillingu bjartra litaflata sem taki hver við af öðrum og breiði birtu um léreftið (Þorvaldur Skúlason: Málverkasýning Snorra Arinbjarnar. Þjóðviljinn, 9. 9. 1945). Þar með var komið fram á sjónarsviðið eitt næmasta litaskáld meðal íslenskra málara og næsta áratuginn hélt hann áfram að einbeita sér að birtunni sem umlykur eða leysir sundur myndefnið jafnframt því sem verk hans þróuðust í átt til einföldunar og ljóðrænna inntaks.
Gunnlaugur Scheving: Sjómaður / Fisherman, 1934. Olía á striga / Oil on Canvas, 89.5 x 75.5 cm. Með leyfi Listasafns Íslands / Courtesy of the National Gallery of Iceland.
6~kreppumAlararnir Manneskjan í forgrunni frh.
fatnaði þeirra tengja þær bæði landslaginu og lauginni. Myndin Sjómaður sýnir aldraðan mann sitja andspænis áhorfandanum sem nær þó ekki við hann augnsambandi heldur hvarfla augu mannsins fram hjá honum. Gunnlaugi var tamt að ýkja líkamshluta til áherslu, svo sem hendur og fætur, og hér hvíla vinnulúnar hendur mannsins líkt og hrammar í skauti hans. Undir lok fjórða áratugarins tókust á þjóðleg viðhorf fylgjenda hins upphafna, rómantíska landslagsmálverks og ferskir nýir straumar sem hinir ungu listamenn, sem nú sneru heim einn af öðrum, höfðu kynnst í námi sínu á meginlandi Evrópu. Þetta varð kveikjan að miklum átökum í menningarlífinu og listamannadeilur settu svip sinn á upphaf fimmta áratugarins þegar Bandalag íslenskra listamanna fór fram á breytt og réttlátari innkaup á vegum Menntamálaráðs sem var ríkisstofnun sem sá um kaup hins opinbera á myndlist. Deilan náði hámarki með alræmdri háðungarsýningu formanns Menntamálaráðs, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, á verkum fimm listamanna í sýningarglugga Gefjunar við Aðalstræti í Reykjavík árið 1942, til að vara almenning við úrkynjun og klessumyndagerð. Meðal myndlistarmanna sem þar áttu verk eru allir þeir sem hér eiga verk, að Snorra Arinbjarnar undanskildum. Á fimmta og sjötta áratugnum vann Gunnlaugur að umfangsmiklum myndaflokki sem skapaði honum sérstöðu í íslenskri listasögu en um er að ræða sjávarmyndir sem sýna báta á rúmsjó og stakkklædda, hetjulega menn að draga inn afla.
JÓN ENGILBERTS 1908–1972 Nítján ára gamall hélt Jón Engilberts til Kaupmannahafnar með vænan peningaarf upp á vasann sem gerði honum kleift að setjast í Hina konunglegu dönsku listaakademíu og nema þar á árunum 1928–1931. Kennari hans, prófessor Ejnar Nielsen, hafði sem ungur maður orðið fyrir áhrifum frá symbólismanum og var þekktur fyrir sterka og áhrifamikla túlkun á alþýðufólki til sveita, í skugga veikinda og dauða. Hann var strangur kennari sem gerði kröfur til nemenda sinna og lagði mikla áherslu á teikninguna, sem nefnd hefur verið
Skömmtunarmiðar frá 1939 / Rationing ticked from 1939.
móðir allra sjónlista. Síðar meir lýsti Jón náminu með jákvæðum undirtóni sem „harðsvíraðri þjálfun“ en að þessari undirstöðu bjó hann alla tíð og varð með tímanum afbragðsteiknari (Jóhannes Helgi: Hús málarans, Setberg. 1961). Teiknikunnáttan nýttist honum líka vel í náminu hjá prófessor Aksel Jørgensen, einum merkasta grafíklistamanni Dana. Undir lok þriðja áratugarins voru kröfugöngur daglegt brauð í Danmörku en þar einkenndist líf margra af skorti og atvinnuleysi Jón Engilberts: Kvöld í sjávarþorpi /Evening in a Coastal Village, 1937. Olía á striga / Oil on Canvas, 116 x 142 cm. sem átti eftir að áge- Með leyfi Listasafns Íslands / Courtesy of the National Gallery of Iceland. rast næsta áratuginn, í heimskreppunni miklu. Á akademíunni laust öll blæbrigði hins daglega lífs, lífsbarkynntist Jón róttækum námsmönnum sem áttu fjöldans og stríðið við hvatir og kenndir beindu sjónum sínum að baráttu verkalýðsins án þess að draga nokkuð úr (Alþýðublaðið, 15. og sýndu samstöðu, meðal annars með því að 9. 1934). mála áróðursmyndir og kröfuspjöld. Segja má Afar stór kolateikning, Kröfuganga, sem sýnir að í Danmörku og síðar í Noregi hafi Jón feng- íslenska verkamenn og fjölskyldur þeirra, var ið sitt pólitíska uppeldi. „Og þegar verkalýð- borin í kröfugöngu í Reykjavík fyrsta maí árið ur Danmerkur vaknaði til vitundar um rétt 1934 og kemur hér fyrir sjónir sýningargesta. sinn og mátt og kröfugöngumenn þrömmuðu Einnig gefur að líta túskteikninguna Fátækt göturnar í Höfn, þá kastaði maður sér af lífi fólk sem járnsmiðurinn og listaverkasafnarinn og sál út í baráttuna ...“ (Jóhannes Helgi: Hús Markús Ívarsson falaði af listamanninum en málarans, Setberg. 1961). Á þessu skeiði var Verkamannafélagið Dagsbrún eignaðist síðar. unnið árangursríkt starf við að greiða götu Pólitísk verk Jóns má sjá sem mikilvægt listarinnar til almennings. Jón gerðist stór- innlegg í kröfuna um lýðræðislegra samfélag virkur í grafíkinni, sem hann beitti til jafns við og orðræðuna um hlutverk listarinnar í sammálverkið, og tré- og dúkristur hans, einfald- félaginu, sem átti sér stað á fjórða og fimmta ar og hráar, miðluðu boðskapnum á sterkan áratugnum. Árið 1934 hélt Jón, ásamt Sigurjóni og beinskeyttan hátt. Ólafssyni myndhöggvara, Þorvaldi Skúlasyni og tveimur dönskum skólasystkinum þeirra, Eftir þriðja veturinn á akademíunni færði sýningu á Charlottenborg í Kaupmannahöfn. Jón sig um set og hélt til Óslóar þar sem hann Verk hans vöktu athygli sem leiddi til þess að nam við Ríkislistaháskólann hjá prófessor honum var boðið að ganga í listamannasamAxel Revold á árunum 1931–1933. Revold tökin Kammeraterne sem stofnuð höfðu verið hafði verið nemandi Henris Matisse, upphafs- árið 1934. Markmið félaganna, sem aðhylltust manns fauvismans, sem var fyrsta alþjóðlega óhefðbundin lífsviðhorf, var fyrst og fremst listastefna 20. aldarinnar og sérfrönsk útgáfa listræn túlkun á manneskjunni í félagslegu og expressjónismans. Fauvisminn náði hámarki pólitísku samhengi hennar. Félagarnir voru árið 1905 og hafði, andstætt við hinn tilfinn- orðnir þreyttir á landslagshefðinni og vildu ingaþrungna þýska expressjónisma, næsta setja manneskjurnar í forgrunn. „Ekki einklassískt yfirbragð, byggði á hreinu og and- ungis sem puntdúkkur heldur fólk í athöfn, stæðuríku litrófi, kraftmikilli hrynjandi, leik- alþýðuna, verkamenn að starfi, hið lifandi líf.“ andi línuspili og dökkri umritun forma. Þessi (Jóhannes Helgi: Hús málarans, Setberg. 1961). listastefna gegndi mikilvægu hlutverki í þróun módernisma en allir ofangreindir þættir áttu eftir að einkenna verk Jóns. Þegar Jón kom til Óslóar var Edvard Munch enn lifandi þjóðsagnapersóna og risinn sem allir litu upp til og í skugga hans hefur eflaust mörgum listamanninum verið hrollkalt. Ljóst er að Jón hefur litið upp til Munchs, ekki hvað síst í grafíkverkum sínum, þótt í þeim sé ekki að finna hið djúpa sálfræðilega inntak sem einkenndi svo mjög verk hins norska meistara framan af ferli hans. Jón var einn af stofnendum Kommúnistaflokks Íslands árið 1930 og á einkasýningum hans í Reykjavík árin 1933 og 1934 sýndi hann m.a. verk af pólitískum toga. Í nafnlausri umsögn um sýninguna árið 1934 er hann sagður tvímælalaust djarfasti málari okkar Íslendinga, sem fari sínar eigin leiðir og sýni hikMorgunblaðið 30. ágúst 1933.
a rt from the great depression~7
THE HUMAN SCALE THE DEPRESSION IN ICELAND 1930-1940 By Hrafnhildi Schram Curator At the beginning of the 20th century, Iceland made its entrance on the international scene in a new guise – gaining Home Rule in 1904 and independence from Danish rule in 1918 (though still under the Danish crown). With authority over their own economic and employment affairs, Icelanders could now undertake international trade, expand exports and focus on development at home. The 1920s were a period of great optimism about economic affairs; rural Iceland was transformed, and people flooded into the growing urban communities. This all came to sudden halt with the New York Stock Market crash at the end of 1929. Íslandsbanki (the Bank of Iceland), founded at the beginning of the new century, had been lending prodigally for business and development, and in February 1930 it failed. It was taken over by the state, which converted it that year into two new banks: Útvegsbanki (Fisheries Bank) and Búnaðarbanki (Agricultural Bank). The Social Democratic Party split, and the Icelandic Communist Party was formed, in 1930. The Depression struck Iceland with full force in 1931: companies went out of business, restrictions on foreign exchange led to a fall in imports, and unemployment rose. Exports declined drastically, and Iceland accumulated large foreign debts; by the end of the decade the Treasury was all but bankrupt. The severe economic situation led to worsening industrial relations between employers and trade unions, which gave rise to strikes and confrontations. The trade union movement in north Iceland was in the forefront of the campaign to protect and improve the conditions of
Icelandic workers. In spite of the difficult economic climate of the 1930s, important progress was made: the cornerstone of the Ljósafoss hydro plant was laid; Flugfélag Akureyrar (Akureyri Airlines, the forerunner of Icelandair) was founded; and the National Hospital was built, funded by donations from the women of Iceland. In 1930 the Icelanders commemorated the millennium of the foundation of the Alþingi, their ancient parliament, at Þingvellir. The festivities gave rise to a wave of patriotic enthusiasm, and the historic parliamentary site at Þingvellir became, in the work of Icelandic artists, a symbol of the nation's glorious past, and of pure, unspoilt Icelandic nature. Landscape artists flocked to Þingvellir on fine days, and combined the history of the place with its nature by painting the church and manorhouse in the historic landscape. Since about 1900, landscape had been the leading subject in Icelandic art, and this remained the case; but after 1930 a new generation of artists appeared, for whom the Depression and its concomitant social conflicts had swept away the ideological basis of landscape painting. In such uncertain times, nothing could go on as before. These artists felt compelled to interpret changing times in a society in turmoil, and they turned to the human figure in his/her surroundings – a motif which had been almost entirely absent from Icelandic art. With growing urban development, artists, like other Icelanders, made the move from the countryside to towns and villages, and started to depict the new reality of their lives. They painted the colourful world of Reykjavík Harbour; the
Saltfiskur var vaskaður á Oddeyrartanga og stóðu konur oftast í öllum veðrum við það verk sem var kalsamt og erfitt. Ljósmynd / Photographer: Hallgrímur Einarsson.
Alþýðublaðið, 2. febrúar 1931.
terms Depression artist and Depression poet were coined; and a new urban consciousness began to evolve. The artists of the Depression presented here – Gunnlaugur Scheving, Jón Engilberts, Snorri Arinbjarnar and Þorvaldur Skúlason – focussed on the working man. Their paintings are often set in fishing villages, which also provided inspiration to poets and novelist during the 1930s. These four painters would go on to undertake the most diverse projects, even with patriotic overtones, such as illustrations for the Icelandic sagas. All of them but Gunnlaugur Scheving had studied with Norwegian artist Axel Revold, a pupil of Henri Matisse; he had passed on to them the radical ideology of his mentor, French Expressionism, in which colour is used as a means of expressing emotions and views. Akureyri Museum has contributed cultural artefacts and photographs which provide context for the paintings and deepen the viewers’ understanding of the life and conditions of working people in north Iceland in the 1930s.
Dagur, 17 ágúst 1933.
ÞAÐ VAR VONT, ÞAÐ ER VONT OG ÞAÐ VERSNAR
8~kreppumAlararnir
HL Á TURKV Ö LD lenska V e l j u m ís
k r e pp u
!
í boði Listasafnsins á Akureyri
R
Að e i n s þ etta ein a kvöld !
Ketilhús kl. 21 laugardaginn 11. júlÍ
R
Stöðutaka gegn ástandinu uppistand með Mið-Íslandi Listasafnið á Akureyri er kolkrabbi með þúsund augu sem unir sér einna best við að busla í hinum sögulegum höfum. Eftir hressilega köfun ofan í kreppuna miklu á fjórða áratugnum rís hann úr djúpinu til að anda að sér fersku hruni, á hjartaslaginu kl. 21 í Ketilhúsi laugardaginn 11. júlí. Ertu nokkuð búinn að fá nóg af að gráta, gnísta tönnum og svekkja þig í hel á ástandinu? Ábyggilega ekki, en núna er komið að milliuppgjöri þjóðarinnar í baneitruðum húmor, sem framreiknast á sexföldum stýrivöxtum og í þúsund ára „ógesslega einlægri“ viðskiptavild. Við opnum ótakmarkaðar lánalínur á hláturgas, allt á kostnað annarra að sjálfsögðu. Húmorinn kostar líka sitt enda getur hann ekki án okkar vitleysu verið. Það minnsta sem við getum fengið fyrir „kreppuna“ er að hlæja dátt og slá okkur á lær svo úr blæðir. Við sjáum engan haldbærari eða áþreifanlegri hagnað í stöðunni. Listasafnið á Akureyri kynnir með stolti einn af okkar síðustu vonarneistum og nýjustu línuna í konseptlist, sem í fyrsta sinn fær að tjá sig án sýnilegrar forystu, lands og vætta, og situr núna í
súpunni með sinn háþróaða heila fullkomlega steiktan í örbylgjuofni tölvutækninnar. Við erum að tala um „Topof-the-pops“, geggjaðan örbylgjuhúmor, brimsaltaðan með íslensku smjöri. Þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú gleypir við hinu glóandi opinskáa poppkorni þeirra, þótt hláturinn sé algjörlega þess virði. Brandarakarlarnir taka líka fúslega við skuldaviðurkenningum, svo fremi sem vinir og ættingjar ábyrgjast víxilinn. Kúlulán af þessum toga eru þó háð því að lánshæfiseinkunn viðkomandi fari ekki yfir BBB-, eða upp fyrir það sem þekkist hjá þróaðri ríkjum á borð við Króatíu og Kasakstan. Uppistandararnir – Bergur Ebbi, Dóri DNA, Árni Vill, Jóhann Alfreð og Ari Eldjárn – bruna norður yfir heiðar með fagnaðarboðskap sinn. Þeir hafa þegar haldið þrjú uppistandskvöld í Reykjavík og hefur verið svo troðið á þeim öllum að fólk hefur staðið úti á gangstétt og mænt á leikbrögð þeirra í gegnum rúðurnar. Í Ketilhúsinu munu strákarnir fjalla um allt sem þeim dettur í hug. Ekkert er þeim heilagt,
Aðgangur ókeypis
ekki einu sinni Listasafnið á Akureyri, hvað þá Norðlendingar enda munu þeir framkvæma sérstakt álagspróf á „norðlenskt skopskyn“. Meðal þess sem fjallað verður um í uppistandinu eru fjölmiðlar, listalíf, kexruglað kynlíf, Bubbi Morthens, íþróttir og uppeldismál, að ógleymdum útrásarvíkingum og efnahagsmálum. Saman við þetta allt blandast svo persónuleg reynsla og lífssýn hinna ungu sveina. Á uppistandskvöldum getur þó allt gerst og það er allt eins líklegt að fréttir dagsins eða drykkir kvöldsins verði einnig teknir til umræðu. Þó skal tekið fram að þannig var samið við strákana að þeir mættu ekki gera algjört stólpagrín að Akureyri. Of beinskeyttar pillur verða dregnar frá þóknun og þeir dregnir fyrir Héraðsdóm Norðurlands verði ekki gerður góður rómur að þeirra prívat bulli. Listasafnið á Akureyri ber alla ábyrgð á þessum viðburði en enga ábyrgð á því sem þar verður sagt. Forstöðumaður.
Ekki fyrir viðkvæma Eftirtalin fyrirtæki styrkja Hláturkvöldið:
Rub23 ✦ Ásprent ✦ Hótel Akureyri ✦ Menningarmiðstöðin í Listagili
ÓKEYPIS AÐGANGUR Í LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI SÍÐAN Í OKTÓBER 2008 Í BOÐI AKUREYRARBÆJAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17 ~ www.listasafn.akureyri.is Sýningin er unnin í samstarfi við:
Listasafn Íslands ˜ Listasafn ASÍ ˜ Stúdío Stafn ˜ NBI h.f. Eflingu stéttarfélag ˜ Menntaskólann á Akureyri
Ljósmyndasafn Reykjavíkur ˜ Síldarminjasafnið á Siglufirði Borgarskjalasafn Reykjavíkur ˜ Tímarit.is ˜ Ektafisk ehf. Ríkisútvarpið & fjölmarga einstaklinga.
– s tyr ki r L i s ta s a f ni ð á Aku reyr i
Dagur, 18. september 1936
Tíminn, 24. mars 1938.