ryggvi hefur fyrir löngu skipað sér í framvarðasveit íslenskrar myndlistar með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl sínum og er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslands. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og Kaupmannahöfn í Danmörku, þar sem hann hefur búið í yfir 40 ár. Tryggvi hefur haldið fjölda einkasýninga á löngum ferli sínum og tekið þátt í samsýningum í fjölmörgum löndum. Verk hans prýða bækur og blöð og hann hefur skreytt byggingar bæði hér á landi og erlendis.