Hringheimar CIRCUL AR DOMAIN
2000 MÍLUR AÐ HEIMAN / 2000 MILES AWAY FROM HOME (Ja n Vos s 1974)
SAFNASAFNIÐ Á SVALBARÐSSTRÖND Í LISTASAFNINU Á AKURE YRI 2. júlí – 22. ágúst 2011
V illimeyja / W ild Girl / W ildweibchen. Vef na冒ur / Gobelin ca 1500. Historisches Museum Ba sel Lj贸smynd / Photo: HMB Maurice Babey
Völundarhús sköpunar, skilnings, upplifunar og djúpheimsku Hvað gerist þegar horft er á listaverk? Ævaforna hellaristu eða lúða teikningu úr gömlu handriti, eða allt eins umturnaða pissuskál hins móderníska byltingarmanns? Eða nýtt málverk, höggmynd, ljósmynd, teikningu, jafnvel hugkvæmt leikfang? Hvernig mætum við hugmynd sem kviknaði fyrir öldum eða fyrir aðeins fáeinum andartökum? Skiptir tíminn máli? Hvernig kviknaði hugmyndin? Hvað segir hún okkur? Völundarhús er þekkt í mörg þúsund ára sögu mannkyns, sem tákn ferðalagsins í gegnum lífið, fangelsi óvætta, felustaður meyja, leiðin að lífsins tré eða sem tákn pílagrímsgöngunnar á gólfum kristinna kirkna. Ævafornt tákn sem vísar í leitina að einhverjum kjarna. Sjálfur tíminn er völundarhús. Leiðin að listaverki er lík leið í gegnum völundarhús. Hús sköpunar og skilnings. Þú stígur inn í það og samtal er hafið. Völundarhús, eins og við þekkjum það, er til þess gert að rugla menn í ríminu en samt byggt eftir rökréttu kerfi. Það er til leið inn í það og leið út úr því. En jafnvel frá sjónarhóli rökhyggjunnar er tæplega hægt að tala um „rétta leið“ í gegnum það, heldur frekar ferli með krókum og útúrdúrum. Líkt er með sköpun listaverks. Og einnig upplifun af listaverki, að því gefnu að verkið nái til áhorfandans og að hann gefi sér tíma í að upplifa og veita verkinu umhugsun. Sköpunar- og upplifunarferlið bjóða opnum og leitandi huga í ferðalag með vangaveltum, krókum, útúrdúrum og blindgötum, jafnvel hugboði um nýjar leiðir og hugmyndir. En engin „rétt leið“ er til, aðeins sú sem hver og einn hefur sköpunargáfu og skilning til að velja. Stysta leiðin þarf ekki endilega að vera sú besta eða frjóasta. En hún gæti verið rökréttust. Og sumir eru alltaf á hraðferð og vilja stytta sér leið, á meðan aðrir kjósa að dvelja við hughrif, hið óvænta og dulda. Í miðju völundarhúsi sköpunarinnar er sakleysið, bernskan, innsæið, sköpunargáfan; tákngert í gömlu íslensku handriti með einhyrningi, dálæti jómfrúa. Þeirri vitru, hvítu skepnu sem ef til vill býr líka yfir djúpheimskunni, eins og myndlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson kýs að nefna ákveðnar forsendur sköpunarinnar sem listamaðurinn þarf að nálgast með sjálfum sér. Hann þarf að finna djúpheimskuna í sér. Eða bernskuna sem alþýðulistamaðurinn býr yfir án áreynslu. Ferlið liggur að miðjunni. Kjarnanum. Í gömlum sögnum er sagt frá því að aðeins ein aðferð dygði til að fanga einhyrning. Veiðimenn með óspjallaða mey í broddi fylkingar færu á fund þessarar sterkustu skepnu jarðar, og þegar einhyrningurinn liti þá hreinu jómfrú og fyndi ilm hennar yrði hann svo ljúfur og spakur að hann legðist við barm stúlkunnar og sygi brjóst hennar. Þannig næði stúlkan taki á horni einhyrningsins og veiðimennirnir feng sínum. En enginn gat drepið þessa göfugu skepnu. Ekkert frekar en það er í mannlegu valdi að uppræta sköpunargáfuna. Í völundarhúsi sköpunarinnar, jafnt og upplifunarinnar, leynast hættur og ógnir. En hverju er ógnað? Innsæi okkar er það sem er ógnað, sköpunargáfu okkar og skilningi, og er sífellt beint inn í miðju þess völundarhúss sem rökhyggjan hefði viljað smíða og lætur sem aðeins ein leið sé fær í gegnum; „rétta leiðin“. Rökhyggjan gefur nefnilega lítið fyrir djúpheimskuna og útúrdúrana. En listagyðjujómfrúin fróma leiðir þær fjarskyldu frænkur saman, leyfir djúpheimskunni að sjúga brjóst sín og rökhyggjunni að fanga hana þar sem hún liggur spök við barminn mjúka. Skilningurinn kviknar. Og listaverkið verður til. Leiðin út úr völundarhúsinu er greið. En óviðráðanleg löngun kviknar nær samstundis um að snúa til baka og kanna hvort ekki sé önnur leið í gegn, ný slóð með öðruvísi útúrdúrum og upplifun. Galdurinn heldur áfram, lausnin liggur í leiðinni. Harpa Björnsdóttir
Völundarhús / Labyrinth Úr handriti Jóns Bjarnasonar frá Þórormstungu 1845-52 Varðveitt í Landsbókasafni Íslands From the Jón Bjarnason manuscripts / The National Library
Vísirós hin fyrsta/ The first Vísirós Bjarni Þórarinsson 1991
The great labyrinth of creativity, understanding, experience and deep nonthought What happens when one views a work of art? Be it a prehistoric cave engraving, a marginal doodle in a Medieval manuscript or an upside-down urinal by an anti-establishment Modernist. Or even a contemporary painting, sculpture, photograph, drawing, or for that matter a clever concept for a toy. How do we respond to ideas that originated far back in time or a mere few seconds ago? Does time really matter? How did the idea come about in the first place? What does it tell us? The labyrinth has been known to many civilizations in human history. In ancient Greece it was where the frightful Minotaur was contained, then over time it would become an analogy for such diverse things as the journey through life, a place
of refuge for virgins, the path leading to the tree of life and found at its centre, or a symbolic pilgrimage done in Medieval Christian churches when the real journey could not be undertaken. This ancient symbol has various forms, but essentially they all symbolize the search that leads from chaos and confusion to solution, understanding and wisdom. Even time is a labyrinth. Approaching a work of art, as its creator or spectator, is like finding one´s way through a labyrinth, a veritable magical maze of discovery and understanding. You step over the threshold and a dialogue is initiated. The labyrinth, as we traditionally know it, is intended to befuddle us and yet its structure is based on a definite logic. There is a way in and out. But even from the point of view of logic, one can hardly talk about there being a single “right way” through it; rather it is a process that involves all sorts of twists and turns and detours. It´s the same with the creation of art and our interaction with it; in the sense that the work of art calls for the viewer´s attention and he must allow himself time to experience and contemplate it. The process of creating and experiencing invites the open and curious mind on a journey through the magical labyrinth with surmisings and digressions, as well as suggestions of possible new pathways and ideas. But there is no predetermined “right way” as we tentatively wind our way through the labyrinth, rather we each choose our own path, based on our individual creative intelligence and understanding. While the shortest route may be the most logical, it is not necessarily the best or the most fertile. Some of us are impatient and wish to hurry along, and so we opt for the short cut; while others choose to dally and ponder the unexpected and the mysterious. At the very core of the labyrinth lies innocence, the child within and creative intelligence; symbolized in an old Icelandic manuscript by the unicorn, a creature favoured by chaste virgins. That wise, white unicorn also possibly had the gift of deep nonthought, as artist Sigurður Guðmundsson chooses to name that particular precondition for creation that the artist must seek from within. In this state of mind there is no gap between the intellect and intuition, one simply breaks free of the restrictions set by knowledge, preconceptions and judgments, and senses intuitively and precisely. An action that comes effortlessly to the child and the naive artist. The journey´s course leads ever closer to the core. According to ancient legend, there was only one method to capture the unicorn. Hunters, accompanied by a chaste virgin, would seek out the creature; when the elusive unicorn caught sight of the maiden and found her scent, he would become docile, rest his head on her lap and suckle her breasts. The maid would then grip the unicorn´s horn and so allow the hunters to capture the beast. However, no one could kill this divine creature, it was beyond the power of man, just as we are incapable of destroying the gift of creativity. In the labyrinth of creativity and experience, dangers lurk. But just what is it that is endangered? Our insight, creativity and understanding are threatened as they are drawn towards the core of the maze that logic wished it had created and insinuates that there is only a single path through it, i.e. the “right way”. Logic has little time for deep nonthought and digressions. But the chaste virgin goddess of the arts leads together the two distant cousins of creativity and logic, allowing the former to suckle her breasts and so be captured by the latter as it reclines on her soft bosom. And so understanding is attained and a work of art is created. The way out of the labyrinth has been found at last. But almost immediately there is an uncontrolable urge to turn back, to find and explore another way through the maze, an alternative pathway with different twists and turns and experiences. The magic continues, the solution is to be found on the journey. Harpa Björnsdóttir / Translation: Neil McMahon
HRINGHEIMAR Sýningarnar búa yfir vitneskju um margs konar hringferla sem hverfast um íslenska myndlist, afmarkaða kima jafnt sem fjölfarin svæði, og birta mismunandi viðhorf, staðhætti og skoðanir. Í gömlu handritunum er heimssýnin ýmist víðtæk eða þröng og sérviskuleg, jafnvel bernsk, í grafíkverkunum og teikningunum kallast markviss vinnubrögð og öguð framsetning hugmynda og val á efni á við tilviljun stundarinnar og hrifnæmi augnabliksins. Í skúlptúrunum er sótt til eldri reynslu og þeir lagaðir að samtímanum, og í einni sérsýningunni er leitast við að gefa myndhugsuninni áþreifanlegan blæ og farið fram á ystu nöf í miðlun áhrifa sem verða til við nýjar lausnir í leikföngum, vísindum og tækni. Svo breitt tjáningarsvið fellur vel að stefnu Safnasafnsins, sem leitast við að eignast verk eftir alþýðulistamenn, börn, hagleiksmenn og einfara, sem og framsækna listamenn sem gera tilraunir sem skara alþýðulist eða eru unnin með þjóðleg minni í huga.
Karlaklefinn / Male Chamber Teikningar, þrykk á pappír, leir og tau. 100 verk eftir 50 höfunda Drawings, graphic print, sculptures, 100 works by 50 artists
Níels Hafstein
CIRCULAR DOMAIN These exhibitions encompass and explore many diverse aspects of Icelandic art, both what is rare and what is familiar, and what is expressed is an array of attitudes and opinions and local conditions. In the Medieval manuscripts the view of the world is either broad, or narrow and eccentric - or for that matter even downright naive. In the graphic works and drawings there are pieces displaying an ordered approach and a disciplined presentation of ideas and the chosen material, in stark contrast to other works which bear the mark of coincidence and the creative urge experienced at a particular moment. Sculpted works however seek inspiration from the distant past and are adapted to the here-and-now. In one of the special exhibitions within the exhibition the intention is to give visual thought a palpable form that pushes boundaries to their limits, under the aesthetic influence derived from toys, technology and scientific achievements. Such a broad platform of expression is perfectly in tune with the Safnasafn´s policy of building up a diverse collection of works by folk artists, craftsmen, children, naivists and outsiders, as well as modern progressive artists who are willing to incorporate into their work elements of folk art and national heritage. Níels Hafstein / Translation: Neil McMahon
Sæmundur Valdimarsson (1918-2008), Reykjavík Strákur / Boy / 2002 Birki, lím, sag, málning Birch, glue, sawdust, paint
Magnús Pálsson, Reykjavík Bréf til Djonna / Letter to Djonni / 1994 Hljóðverks-innsetning, tileinkuð Jóni Gunnari Árnasyni, myndhöggvara og vini (1931-1989) Audio installation, dedicated to sculptor friend Jón Gunnar Árnason (1931-1989)
Kristján Loftur Jónsson, Akureyri Sæskrímsli / Seamonster / 2011. Leir, glerungur / Clay, glaze
LÝSINGAR / ILLUMINATIONS Stækkaðar teikningar úr fornum handritum varðveittum í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Margir höfundar, einn þekktur, Jón Bjarnason (1791-1861), Þórormstungu í Vatnsdal, A-Hún. Teikningar frá árunum 1845-52
Margrét Baldursdóttir, frá Grýtubakka I, Akureyri Sæperla / Seapearl / 2011. Leir, glerungur / Clay, glaze
Enlarged illuminations from old manuscripts in the National and University Library of Iceland. Several unknown artists, except one: Jón Bjarnason (1791-1861) Drawings from 1845-52 Ljósmyndir á álplötum / Photographs printed on aluminium
Ragnheiður Ragnarsdóttir, Reykjavík / “To be continued” / 2011 Olíumálverk og sólsetur á striga Oil paint and sunset on canvas
Ólöf Nordal, Reykjavík Steinbörn / Stone Babies / 2011 Steinsteypa / Concrete
Steinunn Bergsteinsdóttir, Sveinseyri, Mosfellsbæ Hafgúa / Mermaid / 2010 Mósaík sófaborð / Mosaic table tops
Harpa Björnsdóttir, Reykjavík Villimeyjar og völundarhús Wild Girl and Labyrinth / 2011 Blönduð tækni / Mixed media
Níels Hafstein, Þinghúsinu, Svalbarðsströnd Innsetning / Installation / 2011
Safnasafnið – Alþýðulist Íslands Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein, og flutti 1998 í gamla Þinghúsið á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, en síðan hefur það stækkað umtalsvert og starfsemin orðið viðameiri. Sýningar Safnasafnsins hafa byggt á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil, og einstök tengsl heimilis, safns og garðs hafa opnað augu fólks fyrir fegurð mismunandi hluta og innbyrðis samhengis allrar sköpunarþrár. Í Safnasafninu má sjá verk eftir sjálflærða alþýðulistamenn jafnt og framsækna nútímalistamenn, börn sem fullorðna - þar má finna málverk, skúlptúra, útsaum, teikningar, líkön, minjagripi, brúður, verkfæri, leikföng auk áhugaverðs bókasafns. Árlega eru settar upp nýjar sýningar sem hafa það að markmiði að skerpa á myndhugsun eða ögra gestum safnsins og þar er varpað birtu á hina ýmsu kima og hringferli sköpunar.
Söfn í söfnum - Safnasafnið sýnir í Listasafninu á Akureyri Verkefnið Söfn í söfnum byggist á því að að sýna hluti úr safneign eins safns í öðru safni og varpa þannig ljósi á menningarsöguleg tengsl safnanna. Í sumar eru verk Katrínar Jósefdóttur (Kötu saumakonu) sýnd í Safnasafninu en í sölum Listasafnsins á Akureyri eru sýnd fjölmörg verk úr safneign Safnasafnsins undir heitinu Hringheimar. Sýningarstjórar Hringheima eru Harpa Björnsdóttir og Níels Hafstein.
Safnasafnið - The Icelandic Folk and Outsider Art Musem Safnasafnið museum with its old fashioned garden is built on a hill on Svalbarðsströnd, overlooking Eyjafjörður and the town of Akureyri. It was founded in 1995 by Magnhildur Sigurðardóttir and Níels Hafstein, but has since expanded considerably. This unique museum, passionately committed to collecting folk art and exploring the connections between all creative work, presents its collection of folk and outsider art together with progressive modern art, without discrimination – quality and sincerity being the only guidelines and criteria, often creating a surprising and unusual combination, that in itself is a source for creativity and inspiration. In this way Safnasafnið has earned for itself a unique place in the Icelandic and international art arena, and a reputation for exhibiting every year a new combination af artworks that delineate and stress the beauty that lies within all forms of creative work and expression.
Museum in museums – Safnasafn exhibition in Akureyri Art Museum Museum in museums is a project where works from one museum are exhibited in another museum, to cast light on their cultural connections. This summer Safnasafn and Akureyri Art Museum exchange their artwork. The Safnasafn exhibition under the title of Circular Domain is curated by Harpa Björnsdóttir and Níels Hafstein.
Safnasafnid, 601 Akureyri, Iceland - www.safnasafnid.is - www.folkart.is - safngeymsla@simnet.is - Phone + 354 4614066. Upplýsingar/information: Níels Hafstein, safnstjóri/director. Ljósmyndir / photographs: Anna Líndal, Einar Ólason (Ljms.Rvk.), Gunnar Heiðdal (Ljms.Rvk.), HMB Maurice Babey, Harpa Björnsdóttir, Edda Ýr Garðarsdóttir, Landsbókasafn Íslands, Magnhildur Sigurðardóttir, Níels Hafstein, Ólöf Nordal, Páll Jökull Pétursson, Ragnheiður Ragnarsdóttir. Sýningarskrá, útlit og umsjón / Leaflet, design and supervision: Tómas Jónsson, Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein, Sóley Björk Stefánsdóttir. Prentun / Printed by: Ásprent © Allur réttur áskilinn. Lög um höfundar- og sæmdarrétt verka, texta, ljósmynda, hönnunar – © All rights reserved the artists and authors of work, design, text and photos.
Opið alla daga nema mánudaga / Open daily except Mondays 12:00–17:00 Sími /Tel: 461-2610, e-mail: art@art.is, www.listasafn.akureyri.is