Á Akureyrarvöku laugardaginn 29. ágúst 2009 opnaði sýningin Úrvalið: íslenskar ljósmyndir 1866–2009 í Listasafninu á Akureyri. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari hefur valið verk eftir þrettán kollega sína á sýninguna, og skrifar jafnframt um þá, sem og rökin fyrir vali sínu, í texta sem birtist í vandaðri sýningarskrá.