Hollari kostur - Healtier choice

Page 1

Áhrif matarræðis á heilsuna

HOLLARI KOSTUR

Fró ðlei kur

G ó ð ráð

Uppsk r if t ir


Áhrif matarræðis

Efnisyfirlit Áhrif matarræðis Sykur-Hveiti-Ger Candida gersveppur Hollari hráefni Hollar uppskriftir Hvað segir líkaminn

Miklar breytingar hafa orðið á daglegu fæði Íslendinga síðustu hundrað árin sem svo má tengja við breytt heilsufar Íslendinga. Aðgengi, framboð og kostnaður hafa áhrif á fæðuval ásamt leikreglum samfélagsins og félagslegri stöðu. Þegar verslun var gefin frjáls fór neysla fyrst á flug. Fyrst og fremst hefur neysla einstaklinga aukist, vöruframboð jókst og skyndibiti varð vinsæll. Svokallaðir lífsstílssjúkdómar eru algengari nú en áður en undir þá flokkast m.a. alzheimer, æðakölkun, krabbamein, skorpulifur, langvinn lungnateppa, sykursýki tvö, hjartveiki, nýrnabólga eða langvinn nýrnabilun, beinþynning, þunglyndi og offita. Sumir fræðimenn hafa talið mögulegt að langvinnar bólgur séu mikilvæg orsök allra þessara sjúkdóma. Hvítur sykur, hvítt hveiti og ger hafa slæm áhrif á ýmsa kvilla og hegðunarraskanir sem eru taldar eiga rætur í meltingarkerfinu s.s. ADHD, raskanir á einhverfurófi, Tourette og sveppasýkingar. Mikil vitundarvakning er nú í þjóðfélaginu um hreint mataræði. Forðast allar unnar matvörur, sykur, gosdrykki, tilbúnar sósur og svo mætti lengi telja. Áhersla er lögð á að borða grænmeti, ávexti, hvetur og fræ, kjöt, fisk og drekka vatn.

Bæklingur þessi er unnin sem verkefni í margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla vorönn 2014. Myndirnar eru ýmist teknar af netinu eða í einkaeigu. Efnið er einnig tekið af netinu


H veiti S ykur G er Hvítur sykur

Mikil neysla á fínunnum sykri (hvítum sykri) getur haft í för með sér að næringarþéttni fæðisins verði lítil og að þörf kyrrsetufólks fyrir næringarefni sé ekki fullnægt. Ástæðan er sú að hvítum sykri fylgja engin lífsnauðsynleg vítamín né steinefni - aðeins orka. Ef þörf okkar fyrir næringarefni er ekki fullnægt, getur það leitt til næringarefnaskorts sem getur haft slæm áhrif á líkamann. Hvítur sykur er einnig slæmur fyrir tennurnar.

Hvítt hveiti

Hvítt hveiti inniheldur ýmis lífnauðsynleg næringarefni en þó í mun minna magni heldur en er til staðar í heilu hveiti. Hvítt hveiti er því snauðara af vítamínum, steinefnum og trefjum heldur en heilhveiti eða hveitiklíð. Þetta er meginástæða þess að hvítt hveiti hefur verið talið óhollt, þó svo að það hafi ekki beint slæm áhrif á líkamann - er það bara ekki eins hollt og heilkorn. Þar sem uppistaðan í fæði fólks er brauð, þá gæti verið hætta á næringarefnaskorti ef aðeins hvítt hveiti er notað í baksturinn.

Ger

Kenningin sem líklega er verið að vitna til í spurningunni er sú að stundum sé til staðar ákveðinn sveppur í meltingarvegi sem nærist á hvítum sykri og hvítu hveiti og að hann geti haft slæm áhrif á líkamann. Þessi kenning á ekki við vísindaleg rök að styðjast og ekki hefur verið hægt að sýna fram á með vísindalegum rannsóknum að hvítur sykur og hvítt hveiti séu beinlínis skaðleg fyrir líkamann (nema hvað þau geta hugsanlega stuðlað að því að næringarþéttni fæðisins verði ekki fullnægjandi eins og áður er sagt). Áhrif gers á líkamann hafa ekki verið rannsökuð nægjanlega mikið til að hægt sé að fullyrða að það hafi ekki slæm áhrif. Hvítur sykur er ekki ofnæmisvaldur. Glútein í hveiti getur valdið ofnæmiseinkennum í þeim sem þjást af glúteinóþoli. En ef viðkomandi hefur glúteinóþol á annað borð þá þolir hann hvorki hvítt hveiti né heilhveiti, því að ofnæmi fyrir hvítu hveiti eingöngu þekkist ekki. Í geri eru prótein sem geta verið ofnæmisvaldar, en ger er mjög fátíður ofnæmisvaldur hér á landi.


Candida albicans

Candida er gersveppur sem dafnar víða, m.a. í meltingarfærum, leggöngum og á húð. Undir eðlilegum kringumstæðum er þessum sveppi haldið í skefjum af bakteríum sem lifa á sömu slóðum. Verði bakteríurnar fyrir röskun, t.d. vegna fúkkalyfja getur sveppavöxturinn hins vegar farið úr böndunum. Einkenni

Hjá konum eru algengustu einkenni candida ofvaxtar sveppasýking í leggöngum sem orsakar kláða, roða, sviða við þvaglát og óþef. Ofvöxtur sveppa getur einnig gert vart við sig í munni, á milli tánna og undir nöglum bæði fingra og táa. Mikið hefur verið ritað um sveppasýkingu síðustu 15 ár og hallast margir að því að hún geti verið orsök allnokkurra annarra sjúkdóma, m.a. truflana í meltingarfærum svo sem þembu, magakrampa og niðurgangs, en einnig hósta, hæsis, eyrnaverkja, kyndeyfðar, þunglyndis, ofnæmis og síþreytu, svo nokkuð sé nefnt.

Orsakir

Orsakir sveppasýkingar geta verið allnokkrar og er að mati þeirra sem hafa sérhæft sig í þessum sjúkdómi, oft að leita í sjúkrasögu eða öllu heldur lyfjasögu viðkomandi. Þeim sem notað hafa eitthvert eftirtalinna lyfja er hættara við sveppasýkingu en ella: steralyf (eins og kortison), langvarandi eða endurtekin notkun fúkkalyfja, magasárslyf og jafnvel eru getnaðarvarnalyf sögð auka hættu á þessum þráláta sjúkdómi. Óhófleg sykurneysla gefur þessum sjúkdómi einnig byr undir báða vængi, enda nærist sveppurinn á sykri. Oft eru fleiri samverkandi þættir valdir að sjúkdómnum, t.d. gæti sjúklingurinn verið kona sem er á pillunni, hugsanlega þurft að nota fúkkalyf um tíma og innbyrðir þar að auki hátt hlutfall af sykri í fæðunni (sykur er ekki aðeins í gosi, kökum og sætindum, heldur einnig afar mörgum unnum matvörum). Þetta er kjöraðstæður fyrir sveppasýkingu til að ná sér á strik. Einnig geta þættir sem veikja ónæmiskerfið skapað kjörlendi fyrir sjúkdóminn, svo sem lélegt fæði, óhófleg sykurneysla, mikil áfengisneysla, umhverfismengun, geislameðferð og streita.

Fæða og lífsstíll

Til að vinna á sjúkdómnum er mikilvægt að færa til betri vegar alla þá þætti sem stuðla að honum. Einkum ber að forðast sykur í öllu formi, sem innifelur þá einnig ávaxtasafa og niðursoðna ávexti, hunang og mjólkurvörur, en mjólkin inniheldur laktósa og er auk þess einn algengasti valdur að fæðuofnæmi. Áfengi er jafnframt á bannlista. Þó að candida albicans gersveppurinn sé allt annars eðlis en matvælager, ráðleggja læknar sem fást við þennan sjúkdóm, sjúklingum að forðast það sem inniheldur ger eða örvar gerjun, svo sem gerbakstur og áfengi. Mygla er einnig talin óæskileg, en matvælamyglu er t.d. að finna í ostum, þrúgum, sveppum, þurrkuðum ávöxtum og gerjaðri fæðu. Lykilatriði er að endurheimta kröftugt ónæmiskerfi. Það er ekki gert með neinni töfralausn, heldur þarf að vinna að því með margþættum aðgerðum eins og æfingum, minnkaðri streitu, breyttri fæðu, og einnig því að byggja sig upp með bætiefnum og ráðast að sýkingunni með viðeigandi jurtum.


Bætiefni Acidophilus.

Fyrst og fremst þarf að byggja

heilbrigðan gerlagróður meltingarfæranna upp á ný með acidophilus, bifidobaktería og öðrum mikilvægum meltingafæragerlum. Best er að nota fjölgerlahylki, þ.e.a.s. acidophilus með bulgaricus og fleiri gerlum, oft eru 4-5 gerlategundir saman í hylki.

Greipaldinkjarnaþykkni

hefur verið rannsakað af lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, Pasteur stofnuninni í Frakklandi auk annarra stofnana og ótal lækna. Það hefur víðtæk jákvæð áhrif og vinnur m. a. á candida albicans. Fjöldi lækna hefur staðfest öfluga virkni þess á sjúkdóminn og má m.a. vitna í Dr. Leo Galland M.D. í New York, en af 297 candida tilfellum sem hann skráði, voru aðeins 2 þar sem þykknið gagnaðist ekki.

Hvítlaukur

er ekki einungis góður til að styrkja ónæmiskerfið og halda aftur af bakteríuvexti, heldur hefur hann einnig gagnast vel í baráttunni við candida. Tilraunir, bæði á dýrum og í tilraunaglösum sýna að hvítlaukur er einstaklega virkur.

Aloe vera

eyðir Candida sveppnum og hefur einnig góð áhrif á sýrur í ristlinum sem bætir hreyfingargetu hans.

Colon Cleanser.

Gott er að hreinsa eða afeitra kroppinn með því að nota trefjar sem draga í sig mikinn vökva eins og hýði af psyllíum fræum eða Glucomannan. Colon Cleanser inniheldur bæði acidophilus og syllíumhýði. Til að efla hreinsunina er gott að örva starfsemi lifrarinnar með mjólkurþistli.1

Mysuþykkni (Molkosan)

inniheldur gerla í ætt við acidophilus og hefur reynst afar öflugt efni gegn sveppasýkingu.

Spilanthes

er upplausn úr jurt sem svissneski náttúrulæknirinn Dr. h.c. A. Vogel mælti eindregið með að fenginni reynslu, til útvortis notkunar gegn sveppasýkingu. Er það þá notað daglega til skiptis við Molkosan, annað á kvöldin og hitt á morgnana.

Tetrésolía (Tea Tree Oil)

er mjög virk gegn sveppum á húð og í nöglum. Hún er mjög sterk og þarf því að blanda hana nuddolíu áður en hún er borin á.

Piparmyntu- og óreganoolía

hafa í tilraunum gefið einstaklega góða raun í baráttunni við sveppasýkingu,reynst margfallt öflugri en mörg önnur efni sem notuð eru gegn sjúkdómnum. Þar sem þær geta valdið brjóstsviða við inntöku, er ráðlagt að nota húðaðar töflur eða hylki.

Í bókinni “Candida sveppasýking” eftir Hallgrím Magnússon lækni og Guðrúnu G. Bergmann er heilmikill fróðleikur um sjúkdóminn og ráð við honum. Auk þess fást í sumum heilsuvöruverslunum og bókabúðum allnokkrar bækur á ensku með frekari upplýsingum fyrir candida sjúklinga, einnig uppskriftabækur fyrir þá.


HOLLARI VALKOSTUR - BETRI HEILSA

Hvítur sykur 1 dl. = hrásykur ½-1 dl.

Smjörlíki 100 gr. / Smjör 100 gr.

Hvítur sykur 1 dl. = agave sýróp ½-3/4 dl.

Smjörlíki 100 gr. / Kókosolía eða ólífuolía 1 dl.

Hvítur sykur 1 dl. = kókospálmasykur ½-1 dl.

Smjörlíki 10 gr. / Kókosolía eða ólífuolía 1 msk.

Hvítur sykur 1 dl. = 11/4 dl. Döðlumauk

Lyftiduft 1 tsk. / vínsteinslyftiduft rúmlega 1 tsk.

Hvítur sykur 2 msk. = Stevía 1 gramm í duftformi

Mjólk 1 dl. / Möndlu, soyja, hrís, hemp

Hvítur sykur 1 tsk. = Stevía 2-3 dropar

eða haframjólk 1 dl.

Athugið að sykur er aldrei hollur. Hvítan sykur forðast ég en hann er mikið

Nota aðrar kaldpressaðar olíur eins og ólífuolíu, hnetuolíu,

hreinsaður (oft bleiktur) og inniheldur ekki vott af

repjuolíu, hnetuolíu o.fl. á það sem er kalt (óhitað).

næringarefnum. Notið alltaf minnsta magn af

Það má nota repjuolíu og vínberjakjarnaolíu í staðinn

sykri sem þið komist af með Svo er hægt að nota

fyrir kókosolíu, þær þola hita vel. Vínsteinslyftiduft

lítinn hrásykur eða einhvern annan og bæta svo

er gott fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteini og einnig

smá stevíu við til að fá meiri sætu. Um að gera

getur venjulegt lyftiduft innihaldið ál sem við viljum ekki.

að blanda þessu saman á allan hugsanlegan hátt.

Í staðinn fyrir hefðbundinn hvítan sykur má agavesíróp, hlynsíróp, byggmaltsíróp (enska: barley malt syrup), döðlusíróp, hunang, barnamat, hrísgrjónasíróp, Rapadura hrásykur, muscovado eða annan hrásykur. Einnig má mauka döðlur, aprikósur og rúsínur sem sætugjafa. Það fer þó allt eftir uppskriftinni hvað nota má því t.d. í marengs þýðir ekki að nota agavesíróp en nota má hrásykur sem búið er að mala eins fínt og hægt er.

Yfirleitt má nota sama magn af undanrennu, léttmjólk, nýmjólk eða fjörmjólk. Mikill munur er á bragði hvort að t.d. sojamjólk er sætt með einhverju eins og eplasafa eða ekki. Ef þið notið ósæta mjólk, bætið þá aðeins af sætu í uppskriftina (t.d. 0.5 tsk agavesíróp á 100 ml)

Hvítt hveiti 100 gr. = Fínt spelt 100 gr.

Nota má sama magn af spelti og hveiti þ.e. 100 gr

Hvítt hveiti 100 gr. = Fínt spelt 80 gr. og

fínmalað spelti fyrir 100 gr fínmalað hveiti.

20.gr kókoshveiti eða möndlumjöl Heilhveiti 100 gr. = Grófmalað spelt 100 gr. Heilhveiti 100 gr. = Grófmalað spelt 80 gr. og bygg, bókhveiti, hrísmjöl 20 gr.

Gott ráð til að drýgja spelti því það er afar dýrt á Íslandi,er að nota byggmjöl. Ég nota fjórðung af byggmjöli á móti speltinu þ.e. fyrir 00 gr af spelti myndi ég skipta út 25 gr af speltinu og nota 25 gr byggmjöl.


HOLLAR UPPSKRIFTIR Hollar uppskriftir eru nú mjög aðgengilegar á netinu og er hægt að gera dýrindis brauð og kökur úr hollu hráefni. Eins er hægt að skipta óholla hráefninu út fyrir hollari kost eins og sjá má á síðunni hér til vinstri. Hafra- og speltbrauð 4 dl spelt (ég nota fínmalað) 1 dl graskersfræ 1 dl hörfræ 1 dl sólblómafræ 1 dl tröllahafrar eða haframjöl 1 msk vínsteinslyftiduft 1 1/2 tsk kúmen 1/2 tsk salt 2-3 msk hunang 2 1/2 dl vatn 1 msk sítrónusafi

Botninn: 1 bolli döðlur (látið liggja í bleyti í ca 20 mín svo verði mjúkar) Vatn, eins lítið og þarf til að mauka döðlurnar 3 bollar kókosmjöl 1/4 bolli kókosolía (við stofuhita) 1/2 bolli malaðar kasjúhnétur 1 tsk vanilla smá salt 3-4 msk kókospálmasykur

Aðferð:

Byrjið á því að búa til döðlumauk, blandið saman vatninu og döðlunum í matvinnsluvél, í mini-matvinnsluvél, með töfrasprota eða blandara, bara það sem ykkur finnst þægilegast. Reynið að nota eins lítið vatn og þið komist af með svo kakan verði ekki of blaut. Maukið Kasjúhneturnar . Blandið öllu saman við döðlumaukið og vinnið vel saman. Setjið deigið á bökunarpappír og kælið. Bræðið ca 150 gr af 70 % súkkulaði eða búið til ykkar eigið súkkulaði og setjið yfir kökuna. Gott að setja 1-2 msk af kókosolíu út í svo það verði ekki of hart og verði erfitt að skera í litla bita.

Gott fyrir hjartað

Speltvöfflur

200 g spelti 1 tsk vínsteinslyftiduft 2 msk agavesíróp 3 egg 0,5 tsk vanilludropar (úr heilsubúð) 2 msk kókosolía 150-200 ml sojamjólk (eða önnur mjólk)

Aðferð

Sigtið saman í stóra skál spelti og vínsteinslyftiduft. Hrærið saman í annarri skál; egg, agavesíróp, vanilludropa og svolítið af sojamjólk (100 ml eða svo en bætið við eftir þörfum, allt að tvöfalt meira til viðbótar). Hrærið aðeins og bætið kókosolíunni út í. Hrærið vel. Hellið varlega út í stóru skálina og notið sósupískara til að allt verði kekkjalaust. Áferðin á að vera svona eins og á mjög þykkri súpu en ekki eins og á t.d. graut. Það er best að prófa sig áfram með þykktina á deiginu. Best er að deigið sé kekkjalaust. Best er að baka eina vöfflu í einu fyrir hvern og einn því þær eru svo miklu betri nýbakaðar heldur en kaldar. Það má einnig frysta vöfflur og setja þær kaldar í brauðristina! Þær verða hér um bil eins og nýbakaðar!


Hjarta

Óreglulegur hjartsláttur, hár blóðþrýstingur eða hjartastækkun: Magnesíum skortur, Q10 skortur eða viðkvæmni fyrir koffeini

Húð

Óútskýrð slitför : Zink skortur Siggmein : A vítamínskortur Skyndileg blæðing: A eða K vítamín skortur Gulir lófar: Of mikil inntaka á beta carotene(A vítamín) Gróf húð ofarlega á handleggjum: skortur á hollum fitusýrum

Fætur

Kaldar hendur

Aumir kálfar : Magnesíum skortur

Magnesíum skortur Vanvirkur skjaldkirtill Síþreyta

HVAÐ SEGIR LÍKAMINN ? Andlit

Rauð flagnandi húð : B2 vítamín skortur Flösuþref kringum nef og útbrot við enni : B6 vítamínskortur

Munnur

Föl,spurning tunga: járnskortur Föl, sprungin og sár tunga: B3 vítamínskortur Mjög sár tunga og sprungnar varir: B2 vítamínskortur Bólgin tunga með tannaförum á hliðum: fæðuóþol Sár tunga með flauelsáferð: skortur á fólinsýru Sprungnar varir : skortur á B2 vítamíni eða þruska

Neglur

Hvítir blettir : Steinefnaskortur, t.d. zink Klofnar : Zink skortur Mjúkar eða stökkar : Magnesíum skortur

Augu

Starblinda: Króm skortur Bauga/pokar : ofnæmi eða óþol fyrir mat


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.