Ósvör
Verstöð í Bolungarvík
1
Ósvör er sjóminjasafn og stendur við sjóinn í austanverðri Bolungarvík. Safnið er 19. aldar verbúð með salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Í safninu eru ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun fyrr á öldum ásamt veiðarfærum. Safnvörðurinn tekur á móti gestum íklæddur skinnklæðum þeim sem íslenskir sjómenn klæddust áður fyrr og lýsir því sem fyrir augu ber. Farið er í www.osvor.is
Þurrkhjallinn, salthúsið, verbúðina og einnig er gengið um utandyra. (osvor.is) Skinnklæðin sem sjómennirnir klæddust voru gerð ýmist úr sel eða sauðkind en innan undir klæddust þeir ullarfötum. Margar frækilegar sögur eru til af lendingum áraskipanna í Bolungarvík. Formenn urðu oft á tíðum að beita mikilli snilli við að koma bátunum heilu og höldnu að landi enda vissu menn að lending2
inn væri hættulegasta stund sjóferðarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpast að við að bátarnir kæmust heilu og höldnu að landi. Á sumrin er áraskipið Ölver staðsett í Ósvör. Þar geta menn séð hvernig bátar voru fyrr á árum en báturinn er í fjörunni. Í Bolungarvík voru sexringar kallaðir skip en minni fleytur bátar en til þeirra töldust fjögurramannaför sem oft voru notuð á vorvertíðum .
Ölver er smíðaður árið 1941 af Jóhanni Bárðarsyni frá Bolungarvík. Hann er smíðaður með gömlu bolvísku lagi en það byggði á góðri sjóhæfni, þeir voru hraðskreiðir, létt rónir, góðir til siglinga og léttir og stöðugir í lendingu. (Jón Þ. Þór, saga Bolungarvíkur)
3
www.osvor.is
Fastar hefðir giltu um sjósókn og höfðu sumar orðið til á löngum tíma. Formaðurinn fór oftast á fætur milli tvö og þrjú á næturnar og gáði til veðurs. Voru fleiri en einn formaður í veri „bræddu” þeir með sér hvort vel viðraði til sjósóknar. Ef svo var voru skipverjar vaktir og tekið til við að beita. Að beitningu lokinni skinnklæddust menn, snæddu árbít og héldu til veiða. Ástæða www.osvor.is
þess að menn fóru svo snemma til veiða var fiskveiðisamþykkt frá 15. september 1884, en henni var ætlað að draga úr slysahættu sem fylgt hafði því er menn ýttu of snemma úr vör. Á Vestfjörðum er algengt að veður breytist með dögun, eða á morgnana og því höfðu menn meiri möguleika á að bjarga sér í land í dagsbirtu en í myrkri. Þegar komið var út á sjó og sæmilega rúmt 4
um flotann tóku menn ofan höfuðfötin og fóru með sjóferðarbæn, var það kallað að „gera vanann” að því búnu var siglt á miðin. Fyrst eftir að komið var úr róðri var aflanum skipt og svo var aðgerð, eða gert að fiskinum. Venjulegur fiskiróður gat verið í átta til tíu klukkutíma, en teygst gat úr tímanum ef veður var vont þann daginn. (JónÞ.Þór,SagaBolungarvíkur)
Tvær skipshafnir geta verið í verbúðinni eða tólf til fjórtán manns. Þurfti þá oft að hafa tvær „fanggæslur” eða konur sem hugsuðu um fatnað eða annað fyrir sjómennina, en oft voru erfiðar aðstæður og mikil þrengsli. Fanggæslur fengu vænsta fiskinn úr hverjum róðri í laun fyrir vinnu sína.(Geir Guðmundsson.)
5
www.osvor.is
Verstöðin Ósvör var endurbyggð í kringum 1990 fyrir kvikmynd Erlendar Sveinssonar „Verstöðin Ísland” og hefur síðan verið eftirsótt af ferðamönnum. Verstöðin er undir fjallinu Óshyrnu sem gnæfir yfir verinu og Þuríður sundafyllir landnámskona Bolungarvíkur situr þar og horfir yfir víkina sína. Í hjallinum var þurrkaður fiskur og loftið var notað undir geymslu fyrir útgerðina. www.osvor.is
En oft var mikill mannfjöldi í verinu og þá þurfti stundum að nota loftið í hjallinum sem svefnstað. (Geir Guðmundsson) Um 1900 voru um 70-80 verúðir í Bolungarvík en flestar voru rifnar um 1940. Þegar mest lét er talið að um fimm til átta verbúðir hafi verið staðsettar í Ósvör. (Geir Guðmundsson.)
6
Verbúðin er hlaðin úr torfi og grjóti og sá Sveinn Einarsson frá Hnjóti um hleðsluna. Innviðir eru úr gömlu verbúðinni og marga muni sem tengjast sjónum hefur Geir Guðmundsson gefið safninu. Þar gefur að líta skrínur sjómanna, lýsislampa, ífærur og sóknir hákarlamanna, netflot, sökkur og fleira. (Geir Guðmundsson)
Sagan segir frá því að hálftröll eitt sem var vinnumaður á Ósi hafi viljað fá heimasætunnar og hafi bóndinn sagt að hann fengi hana ef hann gerði vör fyrir skipið í fjörunni í Ósvör. Þegar verkinu var lokið og vinnumaður ætlaði að giftast heimasætunni fékk hann ekki hennar, reiddist hann þá svo að hann setti stóran stein í innsiglinguna. (Jóhann Hannibalsson, munnmælasaga)
7
www.osvor.is
Ósvör sjóminjasafn við Bolungarvík Sími: 892-5744 og 456-7005 Netfang: osvor@osvor.is Heimasíða: www.osvor.is
Vetraropnun: eftir nánari samkomulagi Sumaropnun: sjá nánar á heimasíðu safnsins www.osvor.is
Myndir: Auður Hanna Ragnarsdóttir Heimildir: Jón Þ. Þór, Saga Bolungarvíkur Geir Guðmundsson Jóhann Hannibalsson
Ábyrgðarmaður: Auður Hanna Ragnarsdóttir