Hvernig á að gera límmiða í inkskape

Page 1

Grunnskóli Bolungarvíkur

FabLab 2015

Hvernig á að gera límmiða í Inkskape 1.Ef búa á til límmiða í forritinu Inkscape er byrjað á að ákveða hvað skrifa skal og hvar límmiðinn eigi að vera. Ef límmiðinn á að vera í glugga þarf að athuga hvort hann sé innan á eða utan á. Ef límmiðinn er innan á þarf að spegla textanum en ekki ef hann er utan á. Gott er að setja ramma utan um textann til að afmarka svæðið sem á að prenta og nýta þannig límmiðann sem á að prenta á. (1) Texti settur á blað. Farið í (2) Fill and Stroke(Shift+Crtl+F)(eða tvíklikka neðst í vinstra hornið(2)). Til að fá rauða litafyllingu í textann er skrifað 255 í þennan (3)reit.

2. Betra er að hafa stafina litlausa (1) fara frekar í Stroke paint flipann og valinn (2)kassinn við hliðina á Xinu og enginn litur er í stöfunum, en skrifa þarf 9 í þennan kassa (3)til að fá svartar útlínur.

Auður Hanna Ragnarsdóttir


Grunnskóli Bolungarvíkur

FabLab 2015

3. Þegar textinn er tilbúinn er farið í Fill and stroke, ýtt á (1) Fill flipann og (2)X valið. Þá er (3)Stroke style flipinn valinn og þar á að skrifa skurðdýptina (4)0,01 í (5)mm

Þegar límmiðinn er tilbúinn er farið í „Document Properties“ (Shift+Crtl+D), í (1)Custom size kassanum þarf að velja (2) hæð og lengd textans, (3) setja 1 í Top margin, Right, Left og Bottom og ýta svo á (4)Resize page to drawing or selection. Blaðsíðan aðlagar sig að textanum við þessa aðgerð.

Auður Hanna Ragnarsdóttir


Grunnskóli Bolungarvíkur

FabLab 2015

Þá er komið að því að vista verkið okkar. Farið er í File og valið Save (vistun). Þegar ýtt er á vistun(save) kemur þessi kassi upp. Þar þarf að: Haka við í (1)Convert text to path og (2)Rasterize filter effects og hafa (3)Resolution for rasterization(dpi) stillt á 600 og ýta á (4)OK takkann.

Góða skemmtun!

Auður Hanna Ragnarsdóttir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.