Bolófréttir

Page 1

1.tbl 12.11.2021

Lestu Boló fréttirnar 1


Ísland – Bolungarvík Grunnskólinn – Spila fótbolta

Krakkarnir í grunnskóla Bolunarvikur voru að keppa fótbolta. Það voru 6 lið, 3 stelpu lið 3 strákar lið hinir krakkarnir vorú uppi að klappa kvetja og singia log sem liðin sömdu.

rauða liðið

bláa liðið

gula liðið Kevin W, 5. bekk 2


Brandarar 2021

Katrín Lind Rúnarsdóttir

Einu sinni voru 2 strákar þeir hétu Engin og Haltukjafti. Svo byrja ég Engin datt útum gluggann og Haltukjafti hringdi í lögguna og sagði: ,,Engin datt útum gluggann“. Löggan sagði: og það var gott. Haltukjafti sagði: ENGIN DATT ÚTUM GLUGGANN löggan sagði: og það var nú gott en hvað heitiru svo? Haltukjafti. Stína kemur inn í matvörubúðina og segir við kaupmanninn: „Þú gafst mér vitlaust til baka í gær.“ „það er of seint að tala um það núna,“ segir kaupmaðurinn sniðugt.

„Þú hefðir átt að koma strax í gær og láta mig vita af þessu.“ „Ok,“stundi Stína. „Ég held þá bara þúsundkardllinum.“

Hvað varð um strákinn sem var svo flinkur að herma eftir fuglum? – Kötturinn át hann.

3


Súkkulaði bollakökur uppskrift 2 bollar hveiti 1 ½ bolli sykur 6 msk bökunarkakó 1 tsk salt 1 tsk matarsódi 3 egg 2 tsk vanilludropar ¾ bolli olía 1 bolli kalt vatn Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér. Bætið þurrefnunum rólega samanvið og skafið vel niður á milli. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur

Igor og Hubert 5.bekk

4


Í Grunnskóla Bolungarvíkur var haldin íþróttahátíð. 5., 6. og 7. bekk var skipt í 3 lið. Gulaliðið, bláaliðið og rauðaliðið. Keppt var í körfubolta bæði stelpulið og strákalið í öllum litum. Þeir sem voru ekki að keppa hvöttu sín lið til dáða. Það kepptu samt strákar á móti strákum og stelpur á móti stelpum liðið sem vann íþróttahátíðina var bláaliðið. Kristín Líf 5. bekkur

5


Skotbolti – Íþróttahátið Grunnskóli Bolungarvík 5.-6.-7. bekkur Keppt var í þremur liðum í skotbolta á íþróttahátíðinni. Í fyrsta sæti voru gulir, öðru sæti voru bláir, og þriðja sæti voru rauðir. Gulir unnu bæði bláa og rauða liðið. Bláir unnu ekki í skotbolta eins og Rauða liðið.

Skotbolti er leikur. Það eru tvö lið og bolti í miðjunni. Þegar hin liðin fá bolta þá þarf þú að hlaupa og passa að einhver í hinu liðinu myndi ekki skjóta í þig. Alicja 6. bekkur

6


Valgerður Karen Ásgrímsdóttir 5. bekkur

Viðtal við gulla

1.

Hvað heitir þú að fullu nafni og við hvað starfar þú? Gunnlaugur Gunnlaugsson og ég starfa sem kennari í Grunnskóla Bolungarvíkur og ég er líka þjálfari.

2.

Hvernig datt þér í hug að gera litla íþróttarhátíð fyrir miðstig? Íþróttarhátíðin hefur verið til fyrir unglingastig og það er eitthvað sem ég tók þátt í þegar ég var að vinna á unglingastiginu og svo þegar ég byrjaði að vinna á miðstigi þá bara langaði mig að koma með eitthvað.

3.

Hvað hefur litla íþróttahátíðin verið haldin oft? Við vorum að halda hana í fjórða sinn.

4.

Hvernig er skipt í lið? Það er reynt að skipta jafnt strákar og stelpur en við reynum að hafa jafn marga úr hverjum bekk í hverju liði en í raun og veru fer það svolítið eftir því sem krakkarnir velja.

5.

Í hverju var keppt í ár? Já það var keppt í því sem er alltaf keppt í það er körfubolti, fótbolti ,sund og spurningakeppni og svo er skutlukeppni sem hefur reyndar ekki verið áður.

6.

Hvernig kom hugmyndin af skutlu keppninni? Hún kom eiginlega á síðustu stundu í fyrra. Það var verið að gera svo margar skutlur í bekknum mínum og ég var að fara láta það fara í taugarnar á mér. Svo velti ég því fyrir mér hvort það væri ekki bara hægt að gera einhverja keppni úr þessu.

7.

Hverjir unnu í íþróttarhátíðina? Það voru bláir sem tóku sigurinn í ár.

8.

Hvernig helduru að krökkunum finnist litla íþróttahátíðinn? Ég helt að þeim finnist hún alltaf jafn spennandi og skemmtileg.

9.

Eru samskiptinn góð í liðunnum? Já næstum því alltaf.

10. Hvað finnst þér skemmtilegast við íþróttarhátíðina? Mér finnst bara svo gaman að sjá krakkanna í öðrum aðstæðum heldur enn fyrir framan bók.

7


Brandarar Amma hóf að ganga 10 kílómetra á dag þegar hún varð sextug. Í dag höfum við ekki hugmynd um hvar hún er. Hvað verður um ís sem er búinn að vera lengi í boxi? Hann kemst á endanum í form. Sveinbjörg Frigg 6. bekk.

8


Skólaslit-uppvakningar Við hlustuðum á sögu sem heitir Skólaslit og síðan teiknuðum við mynd af upvakningum og settum við myndirnar upp á vegg. Höfundur sögunnar heitir Ævar Þór Benediktsson og hann las söguna sjálfur upp á síðu sem heitir skolaslit.is. Sagan fjallar um krakka sem fara í skólann og það var hrekjuvaka og skólinn var fullur af uppvakningum. Sagan var mjög skemmtileg en smá hryllileg.

Berglind Mánadís 5.bekkur.

9


FABIANS BRANDARAR Hvernig veiðir þú flugfisk? Með loftneti

Hvað gera köngulærnar þegar þeim leiðist? ------ hanga á netinu

Af hverju fenguð þið ykkur Langhund? Svo allir krakkarnir gætu klappað honum i einu.

En á hvað veiðir maður saltfisk? Auðvitað á saltstöng. Fabian 5.bekkur

10


Fótboltaferðin Við lögðum af stað klukkan 6 um morgun til Akureyrar á Goða móti Við gistum í Glerárskóla. Þeir sem voru í liði 1: Sigurður, Grétar, Ísar, Hilmir, Jökull, Aron, patrekur, Símon, Svenni og Jósef. Lið 2 voru: Pétur, Garðar, Húni, Ingvar, Eiður, Magnús, Árni, Birkir og Hávarður.

Sigurður Hólmsteinn, 5. bekk

11


List fyrir alla Við vorum að gera fána. Á fánunum voru dýr, kórallar, jöklar. Alda Rós kom til okkar og var að kenna okkur hvernig á að gera svona fána. Við notuðum bómullarefni, klipptum út munstur sem við settum ofan á efnið og notuðum spray málingu.

Bartek 6.bekkur 12


Halloween Krakkarnir á miðstigi í Grunnskóla Bolungarvíkur skreyttu stofurnar sínar hátt og lágt í tilefni Halloween sem er ekki haldið mikið upp á, á Íslandi. Þau skreyttu með allskonar skreytingum. Sumt fundu þau á netinu , sumt fundu þau í búðum, eins og Kjörbúðini, Nettó, Bónus og Gjafaland. Svo föttuðu þau bara upp á einhverju sjálf. Þau komu líka mað sumt sem þau áttu heima.Halloween stofurnar þeim enduð æðislega. Alberta 6. bekkur

13


Besti búningurinn-halloweenhátíð

Miðstigið hélt Hallowen partý og þau fóru yfir í íþróttahús og þar fengu allir einn miða og skrifuðu þann sem þeim fannst vera í flottasta búningnum og þá fór nefndin að telja stigin og allir hinir fóru á bekkinn og þegar nefndin var búin að telja var kallað sigurnafnið Arnar! Hann var á hest baki á mm álfi. Vagnfridur 5.bekkur

14


Spurningakeppni Á íþróttahátiðinni var spurninga keppni sem kennarar sömdu. Notað var forrit sem heitir Kahhot. Liðin notuðu síma, tölvur og i-pada til að svara. Það voru þrjú lið í keppninni, gulir, bláir og rauðir. Hvert lið var með þrjá hópa innan hvers litar. Þetta var mjög erfið keppni. Spurningarnar voru 41 og þær voru úr öllum flokkum. Bláir voru í 1, 2 og 3 sæti.

°

Olga Nadia Mróz 7.bekkur

15


Skáld í skólum 2. september í Bolungarvík voru krakkar á miðstigi að fá heimsókn frá frægum rithöfundum þeim Kristínu Rögnu og Sveri Norland frá Skáld í skólum.Þau sögðu okkur frá sögunum sínum og svo bjuggu krakkarnir í Grunnskóla Bolungarvík á miðstigi til sögu með þeim.Þar sem þau spurðu okkur hvernig okkur langaði að gera söguna og við komun með hugmyndir.Sagan var um Kjúklinganagga. Höfundur Hugrún Brynja Guðbjartsdóttir. 6.bekkur.

16


Viðtal við Hilmi Hallgrímsson

1 Hvað ertu gamall? Ég er 19 ára gamall.

2 Hvað heitiru? Hilmir Hallgrímsson

3 hvað ertu stór? Ég er 1,97 á hæð. 4 Hvað finnst þér gaman að gera? Mér finst gaman að spila körfubolta og borða mat

.

5 Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Það er kjöt með bernissósu.

6 Æfir þú einhverja íþrótt? Já ég æfi körfubolta með Vestra

7 Finst þér gaman á æfingunum þínum? Já mér finst það rosalega gaman

8 Myndiru borða uppáhalds matinn þinn á hverjum degi? Já kannski gæti ég það.

9 langar þig að fara til útlanda? já mig langar að fara til Bandaríkjana

10 Myndiru vilja búa þar sem þig langar að fara? Já ég myndi gera það

Hafdís 6.bekkur 17


Skólaslit er spennandi, Ævar vísindamaður er að lesa, Ari gerir myndir.

Það eru skrímsli í skólanum og það eru krakkar í skólanum, þau eru að stöðva Skrímslin í Draugahúsinu. Við á miðstiginu í Bolungarvík erum búin að hlusta á alla kaflana. Það eru 32 kaflar bókinni sem að kemur út 2022

Þetta eru tvö skrímsli,

Einar Jóhann Elvarsson 6. bekk

18


Kræsingar miðstigs Grunnskóla Bolungarvíkur Föstudaginn 29. Október í Halloween partýinu hjá miðstigi í Grunnskóla Bolungarvíkur var komið með mjög mikið af kökum og góðgæti til dæmis skúffukökur, muffing og alls konar þannig líka var hægt að drekka sódavatn með rauðum matarlit þannig að það leit út eins og blóð. Miðstig Grunnskóla Bolungarvíkur að njóta kræsingunum.

Ægir Egill 6.bekkur

19


Skólaslit Í Grunnskóla Bolungarvíkur var verið að hlusta á bók sem heitir SKÓLA-SLIT eftir Ævar Þór Benediktsson. Allir á miðstígi hópuðust saman í einni stofu og hlustuðu á tvo kafla annan hvern dag. Mér fannst bókin góð, bókin var um nemendur í Reykjanesskóla sem lenntu í uppvakningum og margt hræðilegt gerðist. Bókin endar á því að Pavel og Æsa eru einu eftir. Pavel var klóraður, Pavel vissi að hann var að fara að breytast í uppvakning hann reyndi að halda í mennskuna. Arnar 6. B

20


List fyrir alla – kassar Það komu konur sem hétu Kristín og Alda. Krökkunum í 5. til 7.bekk var skipt í 2 hópa, í öðrum hópnum voru krakkarnir að búa til fána en við ætlum ekki tala um það. Hinn hópurinn sem við ætlum tala um var að læra um veðrið. Á eftir lærðum við um brælu og öldu. Á eftir fórum við að gera kassa. Fyrst kliftum við út kassa og svo völdum við veður sem átti að vera i kössum, svo gerðum við botninn, ský, bakgrún og auka hluti eins og kalla, tré og fleiri eins og maður vill. Svo á eftir skrifuðum við hvað við gerðum og hvaða veður við vorum að gera og já þetta er allt.

Nikola 7.bekkur

21


Valborg 5. bekkur 22


Í partýinu var farið í leiki. Leikirnir voru stoppdans, stórafiskaleikur, skotbolti og veiðimaður og rjúpurnar. Í stoppdans á maður að dansa á meðan tónlistin er á svo þegar tónlistin stoppar á maður að frjósa ef maður hreifir sig þegar tónlistin er ekki í gangi dettur maður úr leik. Í veiðimenn og rjúpurnar eru tveir veiðimenn og allir hinir eru rjúpurnar. Veiðimennirnir eiga að kasta bolta í rjúpurnar. Hitti veiðimaður rjúpu verður hún veiðimaður. Í skotbolta er skipt í tvö lið og svo á maður að skjóta bolta í þá sem er í hinu liðinu . Í stórafiskaleik er einn hann og á að vera í miðjunni og klappa þá eiga allir að hlaupa yfir og hann á að klukka hina. Alma Katrín 5.bekkur

Halloween skipulagsnefndin

23


Sigurliðið 2021 Tekið var viðtal við sigurlið Litlu íþróttarhátíðarinnar árið 2021. Litla íþróttarhátíðin er íþróttahátíð á miðstigi. Viðtalið Marinó 7. bekkur

24


GEÐLESTIN 1717.is 2. nóvember kom geðlestin til grunnskóla Bolungarvíkur. Geðlestin er fyrirlestur sem ferðast um landið og heldur erindi í grunnskólum fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Tilgangur lestarinnar er að kynna ungu fólki leiðir til að takast á við erfiðar og krefjandi tilfingar. Þau sem voru með fyrirlestra heita Villi, Grímur, Katla og Sandra en það vantaði Gauta útaf því að hann var með ælupest. Það var myndband um að hjálpa vinum sínum, strákur sem náði í fleiri og fleiri töskur og þær voru þungar og vinir hans hjálpuðu honum. Ef okkur líður illa, hringdu bara í 1717 það mega allir hringja. 1717 er hjálparsími Rauðakrossins. Katla sagði okkur reynslu sögu sína hverning lífið hennar var. Hún reyndi að svifta sig lífi. En svo vildi hún lifa og fór á Barnaspítala Hringsins og fékk hjálp. Í dag líður henni vel. Winitha 7. Bekkur

25


Nefnd miðstigs

Fyrir Hrekkjarvökupartýið.

!

Í Grunnskóla Bolungarvikur á miðstigi í 5, 6 og 7. bekk var að fara að koma Hrekkjavökupartí. Hver bekkur kaus tvo einstaklinga, hver bekkur fyrir sig til að vera í Nefndinni. Ég tók viðtal við hana Rakel Evu Ingólfsdóttur hún er í 7. bekk hún var í Nefndinni og ég ætla að spyrja hana nokkra spurninga...

Fannst þér gaman að vera valin í Nefndina? Já! mér fannst það! Varst þú leið að einhver sérstök manneskja var ekki í Nefndinni? Nei... ekkert svoleiðis. Fannst þér skemmtilegt að skipuleggja Hekkjarvökupartýið? JÁ! Það var geggjað! Hvað fannst þér gott af kræsingunum sem að voru þarna? Mér fannst bara allt sko! Hvað gerðir þú í Nefndinni? Ég hjálpaði til að undirbúa leikina, verðlaunin og skreytingar. Hvað fannst þér skemmtilegast að skipuleggja fyrir Hrekkjarvökupartýið? Mér fannst skemmtilegast að undirbúa verðlaunin, annars bara allt! Afhverju vildir þú vera kosin í Nefndina? Af því að mér finnst gaman að undirbúa hluti Hvernig gekk ykkur krökkunum í Nefndinni? Okkur krökkunum gekk bara vel. Myndir þú vilja að vera aftur í svona Nefnd? JÁ! algjörlega já! Hefðir þú viljað að hafa eitthvað öðruvísi? Já... ég hefði viljað að gangurinn yrði meira skreyttur. Stefanía Rún Hjartardóttir 7.Bekkur

26


R.l.P samlokur Arons Fyrst var brauðir tekið og lagt á borðið. Næst var áleggið sett á, skinka, ostur og tómatsósa. Brauðin voru síðan sett saman og skorin út í form sem líktust legsteinum í kirkjugörðum. Síðan var skrifað á samlokurnar R.I.P með blóði! (tómatsósu) R.I.P er stytting fyrir ensku orðinn “rest-in-peace" eða hvíl í friði á íslensku. Þessar samlokur fengu hinsvegar ekki að hvíla í friði þar sem þær voru borðaðar upp til agna!

Nammi Draugar Aron mætti líka með geggjaða drauga sem hægt var að skreyta með. Draugarnir litu út fyrir að vera bara út pappír en ef maður skoðaði betur fann maður sleikjó inni í draugunum!

Draugasnakk í skrímslapokum Gómsætt ostasnakk í skrímslapokum, sumum fannst pokarnir líkjast reiðum graskerum!

27


Skólaslit byrjar í skólanum á hrekkjavöku morgni. Aðalsögupersonur: Meistarinn, Halldór, Arndís, joanna, Pavel, Pétur og Æsa. Skrímsli: Uppvatningar, Vampírur, Varúlfar og Draugar. Hvar þetta gerðist: Skóla í Reykjanesbæ. Sagan gerist á hrekkjavöku í skólanum og þar var búið að setja upp draugahús en stelpan sem bjó til það og ætlaði að láta það vera klikkað gerði það kannski svolítið of klikkað og krakkarnir sem áttu að hræða breyttust í það hvaða búning þau voru í. Mér fannst sagan skemmtileg og spennandi. Finnbjörn 7.bekkur

28


Viðtal við Stefaníu Rún: Hvernig leið þér í foreldra viðtalinu? Fyrst fannst mér þetta vandræðalegt síðan skemmtilegt, mér fannst gaman að sína mömmu minni það sem ég var að gera í skólanum. Varst þú með báða foreldrana? Nei, mamma mín var bara þarna. Hvernig gekk að gera bókina fyrir viðtalið? Ég var mög langt á eftir í verkefninu, ENN! Ég náði að klára verkefnið þannig að það gekk bara ágætlega. Hvað gerðiru í bókina? UMM... Ég gerði sjáfsmynda verkefni, steinaverkefni, goggabók, gildin mín, harmoníkubók, hvar ég bý osf. Og ég man ekki meira. Hversu lengi tók verkefnið? Það tók 5-6 vikur. Hvernig fannst mömmu þinni? Mömmu minni fannst þetta örugglega mjög flott og athugavert. Myndiru vilja hafa þetta svona eða leyfa kennurunum að tala bara alveg? Ég vil tala, að er svo leiðinlegt þegar ég tala aldrei. Eins og mér leiðist mjög mikið ef að kennarinn sé að tala í foreldraviðtölunum. Hvað settiru á forsíðuna? Ég setti uppáhalds kallinn minn úr tölvuleik sem að ég er búin að spila í 11 mánuði. Var erfitt að gera bókina? Já! En það var samt gaman. Hvað vað erfiðast í þessu verkefni? Undirbúningurinn var leiðinlegastur og erfiðastur. Hvað fannst þér um verkefnið sjálf? Mér fannst verkefnið fyrst leiðinlegt enn á endanum skemmtillegt, ég var frekar ánægð með verkefnið og sérstaklega bókakápuna. Sigurborg Sesselía 6. bekkur

29


ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ MIÐSTIGS 2021 Miðstig grunnskóla Bolungarvíkur hélt íþróttahátíð á dögunum. Keppt var í ýmsum greinum s.s. sundi. Grunnskóli Bolungarvíkur vorum að keppa á íþróttahátíðinni í sundi og vorum að synda skriðsund og boðsund gula liðið var í 1 sæti og rauða var í 2 sæti og bláa í 3 sæti og svo kepptum við í helling af öðrum spennandi íþróttum það var mikill hvatningur í sundinu hjá áhorfendum. Í allri keppninu unnu bláa liðið í æsi spennandi 1 sæti meðan gulir voru í 2 sæti og rauðu voru í 3 sæti Anna Dagný 5. bekkur

30


Nemendurnir byrjuðu að kjósa tvo úr hverjum bekk til að vera í nemdinni. Og þeir sem voru valdnir fóru inn á bókasafnið og punktuðu niður hvað hægt væri að gera. Við skrifuðum allt það sem okkur datt í hug.

GRIKK EÐA GOTT Það komu upp margar hugmyndirn en við þurtum að áhveða nokkra leiki og þeir leikir heita: Stoppdans, Skotbolti, Veiðimaðurinn og Rjúpurnar.

Það voru verðlaun fyrir besta búningin og Stoppdansinn.Það sem var í verðlaun var: Tveir borðar og á þeim stendur Besti búningurinn og sigurvegari Stoppdans. En hin verðlaunin voru: Bikar og kórónur. Það mátti koma með kræsingar td kökur,möffins og smákökur. Á lokum skreittum við ganginn með músastigum og beinagrind. Svo stendur á veggnum Happy Halloween.

Rakel Eva Ingólfsdóttir

31 oktober 31


Munurinn á íslenskum skóla og skólanum í Tælandi

Í Tælandi það er ekki svo gott en bara eitthvað gott eitthvað eins og góður vinur gott partý eða eitthvað svoleiðis, en í íslenskum skóla er mjög gaman. Fyrst þegar ég kom fór ég á Reyki í 5 daga. Það er mjög gaman og ég eignaðist marga vini, þeir eru góðir og mér líkar við þessar skólabúðir á íslandi það er eitthvað sérstakt meira en Tæland. Í Tælandi lærði ég í 8 tíma á einum degi og það var mjög erfitt, en á Íslandi læri ég bara 8:00- 14:00 og það er mjög auðvelt að læra og ég mér finnst mjög skemmtileg á Íslandi.

Thammapon Khuiklang, bekkur 7.

32


Fótbolta-íþróttahátíð

Við vorum að keppa íþróttum 5.6. og 7. bekkur það voru þrjú lið, gulir, rauðir og bláir, það voru blönduð lið og þau voru að keppa í fótbolta og það var æsi spennandi og rauðaliðið vann. Öll lið voru að gera plaköt og eftir keppnina máttum við fara í sund. Aron Natthawat Singsawat

33


Í lokin Miðstig Grunnskóla Bolungarvíkur var með læsislotu þar sem þau gerðu þetta frábæra fréttablað, meðal annars byrjaði lotan á nemendastýrðum foreldraviðtölum, litla íþróttahátíðin sem miðstig heldur árlega og Halloween þema var í lok október. Við fengum þrjár heimsóknir, frá List fyrir alla, skáld í skólum og Geðlestinni. Lotunni lýkur með útgáfu þessa fréttablaðs. Sigurborg S.

Takk fyrir að lesa. 34


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.