Gláma Kím Arkitektar Laugavegi 164 ehf 105 Reykjavík 530 8100 www.glamakim.is
03 – SJÁLFBÆR ÞRÓUN - SJÁLFBÆRNI Alþjóðastofnanir, íslensk stjórnvöld, umhverfisyfirvöld- og sveitarfélög hafa haft frumkvæði að og undirgengist margskonar sáttmála og kvaðir sem leiða eiga til sjálfbærari lífshátta og minni umhverfisáhrifa athafna þjóðfélagsins. Í skipulagslögum nr. 123/2010 er þetta orðað á svofelldan hátt: “... að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,...”. Framkvæmd laganna er í höndunum á sveitarfélögum landsins. Mikilvægt er að skilgreina hlutverk borgar- og þéttbýlisskipulags í því að ná markmiðum sem þar hafa verið sett, og rannsaka leiðir til þess.
Bæjarhluti http://www.google.com/search?q=sustainability+diagram&hl=en&client=safari&rls=en&source=lnms&tbm=isch&sa=X&ei=m4k0UbujLuqk0QWg54A4&ved=0CAoQ_AUoAQ&biw=1399&bih=952#imgrc=9LNfKoooZwwKM%3A%3B_uqmXY6B01YEYM%3Bhttp%253A%252F%252Fmedia.independent.com%252Fimg%252Fphotos%252F2010%252F07%252F23%252Fmuseum.jpg%3Bhttp%253A%252F%252Fwww.independent.com%252Fnews%252F2010%252Fj ul%252F23%252Fcommissioners-briefed-museum-natural-history-plan%252F%3B1000%3B647
Í stefnumörkun sambands íslenskra sveitarfélaga, 2011-2014, segir m.a.: “Hugsun um sjálfbærni og sjálfbæra þróun er ekki ný af nálinni og hefur þekkst lengi hjá ýmsum þjóðum og þjóðflokkum um allan heim, en var gert að alþjóðlegu viðfangsefni í Brundtland-skýrslu árið 1987 „Our Common Future“ eða „Sameiginleg framtíð okkar“. Í þessari skýrslu er lýst hvernig best sé að bregðast við vaxandi umhverfismengun og fólksfjölgun, hvernig ætti að útrýma fátækt og tryggja jafna félagslega stöðu alls mannkyns. Fimm árum seinna, í júní 1992 var haldin í Rio de Janeiro fyrsta heimsráðstefnan Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Á henni var rætt um aðsteðjandi vandamál sem virða ekki landamæri, svo sem loftslagsbreytingar og fækkun á tegundum lífvera, bæði plantna og dýra. Fólk alls staðar í heiminum var að átta sig á því að plánetan okkar, Jörðin, stædi ekki endalaust undir takmarkalausri nýtingu auðlinda. Lausn þessara mála kallar á samvinnu allra þjóða en strax 1992 varð ljóst að borgir og sveitarfélög myndu gegna mikilvægu hlutverki í að breyta samkvæmt stefnumótun sjálfbærrar þróunar. Stefnumótun á Rioráðstefnunni var sett fram sem dags- eða verkefnaskrá fyrir heiminn í heild (Agenda 21), og í 28. gr. þessarar heimsstefnumótunar um sjálfbærni er minnst á staðardagskrá 21 (Local Agenda 21). Nánar tiltekið var hér um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öld, þ.e.a.s. þróun sem tryggir komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði. Staðardagskrá 21 átti ekki að snúast eingöngu um umhverfismál í venjulegum skilningi, heldur var henni ætlað að taka jafnframt tillit til efnahagslegra og félagslegra þátta. Í raun og veru er Staðardagskrá 21 fyrst og fremst velferðaráætlun. Samkvæmt samþykkt Ríóráðstefnunnar átti að vinna verkið í samráði við íbúana á hverjum stað og með þátttöku atvinnulífs og félagasamtaka sem áætlun alls samfélagsins.
-1-
Gláma Kím Arkitektar Laugavegi 164 ehf 105 Reykjavík 530 8100 www.glamakim.is
Staðardagskrá 21 er stefnumótun sem í raun lýkur aldrei, og hefst með formlegri samþykkt í sveitarstjórn. Á Íslandi hafa mörg sveitarfélög samþykkt staðardagskrá auk þess að undirrita svokallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu sem staðfesting á því að starfa samkvæmt stefnumótun sjálfbærrar þróunar. Nauðsynlegt er að staðardagskráin sé í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Staðardagskrá 21 er með öðrum orðum ekki bara skjal, og ekki bara umhverfisáætlun, heldur fyrst og fremst ferli. Mörg sveitarfélög í heiminum hafa birt þessa stefnumótun undir ýmsum heitum, á Íslandi hefur t.d. Reykjavíkurborg nefnt áætlun sína „Reykjavík í mótun“. Ef ná á markverðum árangri í átt til sjálfbærrar þróunar í byggðu umhverfi þarf að skilgreina aðferðir til að stýra þróun og mæla hana með því að kanna árangursvísa. Með öðrum orðum er hægt að stuðla að sjálfbærri þróun með skipulagsákvörðunum – að teknu tilliti til árangursvísa og vísbendingum sem þeir gefa um tiltekna þætti sem skipulagið varðar. Skipulag er þá unnið á forsendum samfélags sem hefur stefnu um lífsgæði íbúa og hagkvæmni heildarinnar – með sjáfbæra þróun að leiðarljósi – og styðst við margsháttar gagnagrunna, þmt. talnagrunna og mælingar til að meta árangur uppbyggingar. Til þess að þjónusta í hverfum nálgist sjálfbærni þarf nægilega marga notendur þar til að tryggja stöðugleika þess framboðs sem nauðsynlegt er. Eða : að á upptökusvæði skilgreindrar þjónustu í hverfi, búi eða hafist við nægilega margir til að tryggja nauðsynlega eftirspurn. Tiltekin æskileg stærð skóla – fjöldi nemenda og starfsfólks, og stærð mannvirkja – krefst tilsvarandi íbúafjölda / íbúðafjölda innan tilgreindrar fjarlægðar. Tiltekin æskileg þjónusta krefst tilsvarandi íbúafjölda og / eða daggesta innan tilgreindrar fjarlægðar. Gláma•Kím Arkitektar hafa haft frumkvæði að samskiptum við verkfræðistofuna Mannvit ehf sem er skráður tengill í verkefninu. Mannvit hefur tekið saman gögn um forsendur vistvænna samgangna, og um möguleika á og aðferðir til að meta og þróa vistvænar samgöngur – „TOD“ (fjölbreyttar ferðavenjur og minni ferðaþörf osfrv.) innan hverfaeininga og milli þeirra. Samantekt Mannvits hefur verið notuð til þróunar gátlista og gæðamats við mælingar á sjálfbærni hverfis. Í samantektinni kemur m.a. fram að verkfræðistofan hafi “... rýnt helstu áhrifaþætti borgarskipulags sem hefur áhrif á ferðavenjur, þ.e. ferðatíðni, ferðalengd og ferðamátaval í fyrsta hluta verkefnis um vistvænar samgöngur og borgarskipulag. Áhersla var lögð á að finna mælikvarða og töluleg viðmið sem reynst hafa vel við skipulag borga og borgarhluta þar sem markmiðið er að stuðla að vistvænum samgöngum innan þess skipulagseininga og á milli þeirra.” Einnig var Bjarni Reynarsson, Land-ráð,ráðgjafi stofunnar um mat á gæðum borgarskipulags og voru helstu niðurstöður þeirra að .... Hér á eftir er annarsvegar matslisti á visthæfi byggðar og skipulags og mat á möguleika viðkomandi byggðar til aukinnar sjálfbærni og hinsvegar huglægur matslisti yfir 20 atriði sem notað eru til að meta gæði hverfis. Þessir listar eru notaðir við mat á gæðum, stöðu og möguleikum viðkomandi hverfiseiningar til sjálfbærni og frekari þróunar í anda fyrirheita gefnum í Staðardagskrá 21 og skipulagslögum. Aðferðafræðin og ferlið við mat á hverfisskipulagi er að finna í kafla 4. Báðir listarnir eru þróaðir sjálfstætt af Glámu Kími, með vísan í erlendar fyrirmyndir sbr. heimildalista hér á eftir. Að einhverju leyti hafa listarnir verið prufukeyrðir í samstarfi við Skipulagssvið Reykjavíkurborgar, en GK hefur sinnt ráðgjöf á frumstigum við aðferðafræði hverfisskipulags Reykjavíkurborgar. Nauðsynlegt er að þróa frekar aðferðafræði og ferla til að greina núverandi ástand, ástæður þess og meta á hvern hátt er hægt að hafa áhrif á framvindu mála. Heimildir og skilgreiningar. Skipulagslög, 2010 nr. 123 22. september, (taka gildi 1. janúar 2011). http://www.althingi.is/lagas/nuna/2010123.html Erhvervs- og Boligstyrelsen, Danmark. http://www.ebst.dk Nye metoder i renovering af etageboligomraader, fem europæiske eksempler, 2004. FutureBuilt – Klimaeffektiv arkitektur og byutvikling Oslo – Drammen. http://www.futurebuilt.no/?nid=206235 Furuset – Fra senter til sentrum. Idékonkurranse om klimaeffektiv byutvikling paa Furuset, 2010. Drammen – Idékonkurranse om utvikling av Strömsö sentrum i Drammen, 2009. Commission for Architecture and the Built Environment, CABE, Bretland. http://www.cabe.org.uk, http://www.buildingforlife.org Creating Successful Masterplans. A guide for clients, 2004, reprint 2008. Building for Life, National standard for well-designed homes and neighbourhoods, 2008. Vísindavefurinn; http://is.wikipedia.org/wiki/Sjálfbær_þróun , Umhverfisráðuneyti , http://www.ust.is/Frodleikur/ErindiOgGreinar/nr/917 . Norrænt samstarf , http://www.norden.org/is/samstarfssvith/sjalfbaer-throun/um-sjalfbaera-throun
-2-
Gláma Kím Arkitektar Laugavegi 164 ehf
BBB – betri borgarbragur – bbb.is
Gátlist
8.0.00
8.1.02 Íbúðaþéttleiki 8.1.03 Íbúaþéttleiki 8.1.04 Skólahverfið – a 8.1.05 Skólahverfið – b
8.1.06 8.1.07 8.1.08 8.1.09 8.1.10
mínus
Mat á visthæfi byggðar og skipulags
8.1.00 Samfélag 8.1.01 Lýðfræði
Húsnæði fyrir alla – eignarhald Húsnæði fyrir alla – ferlimál Atvinna og störf Framboð verslunar og þjónustu Öryggi og öryggiskennd
skilgreining íbúafjöldi og aldurssamsetning – þróun undanfarið fjöldi íbúða á hektara fjöldi íbúa á hektara samsvarar skólastærðin upptökusvæðinu og fjölda íbúða á því er nægjanlegur íbúðafjöldi innan skólahverfis til að ná fram sem hagkvæmastri nýtingu skólamannvirkja og kjörstærð skóla ~ 7200íbúar / 3200íbúðir / 700nemendur eignarhald á íbúðarhúsnæði aðgengi og lausnir atvinnuhúsnæði – mv. heild verslunarhúsnæði – mv. heild öryggiskennd íbúa / afbrotatíðni
–
0 0
25–35 íb/ha
40+ íb/ha
55-80 íbúar/ha
90+ íbúar/ha
Nei – frávik ≥30 %
frávik 10-30 %
Já frávik ≤ 10 %
2400 íbúðir/skólahverfi (– innan 500m frá skóla)
3200 + íbúðir/skólahverfi (– innan 500m frá skóla)
£
einsleitt en sveigjanlegt
fjölbreytt / blandað
Nei – frávik ≥30 %
frávik 10-30 %
Já frávik ≤ 10 %
Nei – frávik ≥30 %
frávik 10-30 %
Já frávik ≤ 10 % öruggt umhverfi / engin eða mjög fá afbrot virk
lélegt og sjaldan
gott / jafnan
óöruggt umhverfi / há afbrotatíðni ekki til
til en óvirk
samsetning, gerð og fjölbreytileiki
einsleitt íbúðaval / áþekkar stærðir
einsleitt íbúðaval / ýmsar stærðir
8.1.14 Lýðheilsa
hverfislægur vandi – sjúkdómar / heilsutengt íþrótta- og útivistarmöguleiki, heilsurækt menningarframboð – trúfélag, söfn, samkomusalir
heilbrigðis- og félagsleg vandamál
heilbrigðis- og félagsleg vandamál ekki þekkt
8.2.00 Gæði byggðar 8.2.01 Byggðarmynstur 8.2.02 Vegalengdir - hverfisgengd 8.2.03 Götur og stígar sem borgarrými 8.2.04 Almenningsrými - borgarrými 8.2.05 Veðurfar. Skjólmyndun, sól og skuggar. 8.2.06 Útivistar- og leiksvæði 8.2.07 Gróður og umhverfismótun – gæði og fjölbreytni – almenningsrými 8.2.08 Gróður og umhverfismótun – gæði og fjölbreytni – einkarými 8.2.09 Borgarbúskapur 8.2.10 Byggingarlist 8.2.11 Sjónræn upplifun 8.2.12 Staðarandi 8.2.13 Öryggi
8.3.00 8.3.01 8.3.02 8.3.03 8.3.04 8.3.05
Samgöngur Almenningssamgöngur – fjarlægð Almenningssamgöngur – tíðni Bílastæðakvaðir Hjólreiðar Gönguleiðir
8.4.00 8.4.01 8.4.02 8.4.03 8.4.04 8.4.05 8.4.06 8.4.07 8.4.08
Náttúru- og hverfisverndarsvæði Náttúrufar og lífríki Jarðfræði, jarðmyndanir Strandlengja Ár og vötn Vatnsverndarsvæði Ofanvatn Menningarminjar Borgarvernd eldri byggðar
8.5.00 Orka og auðlindir 8.5.01 Orkunotkun 8.5.02 Vatnsnotkun 8.5.03 Úrgangsstjórnun 8.5.04 Land
matjurtaræktun aðlaga skilgreiningu frá SURE áhrif af upplifun borgarrýmis sérkenni og heildarsvipur – stað- eða svæðisbundið öryggi íbúa – lýsing, göngu- og hjólaleiðir, þverun gatna, hraðatakmarkanir umferðar, leiksvæði barna
aðgengi – meðalfjarlægð að biðstöð tíðni – meðaltími milli ferða framboð / stýring
fjölbreytt blandað íbúðaval / allar stærðir og gerðir heilbrigðis- og félagsleg vellíðan
aðstaða engin eða fábrotin
aðstaða góð og fjölbreytt
fábreytt framboð
fjölbreytt framboð
mínus – yfirbragð byggðar, hæð og þéttleiki, heildarmynd óskýr eða ekki til staðar samfella afstaða þjónustu og lykilstofnana til 1000m heimilis stigveldi (hírarkí), yfirbragð og heildarmynd óskýr eða ekki til staðar hlutverk gatna og stíga framboð / fjölbreytni hírarkí / yfirbragð, fábreytt og ruglingslegt hlutverk og nýtanleiki afstaða til höfuðátta og ríkjandi vindátta vindgáttir / skuggasund / yfirþyrmandi / afleiðingar innbyrðis slagskuggar samsetning, gerð og fjölbreytileiki, fábreytt hlutverk og nýtanleiki notkun gróðurs og umhverfismótunar ómarkviss eða ekki til staðar notkun gróðurs og umhverfismótunar
plús + heilbrigt mannfjöldatré
1600 - íbúðir/skólahverfi (– innan 500m frá skóla)
eru hverfissamtök starfandi
8.1.16 Menningarstofnanir
+
45 - íbúar/ha
8.1.11 Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku 8.1.13 Íbúðagerðir, stærðasamsetning
8.1.15 Lýðheilsa – heilsurækt
plús
mínus – sveiflur í fólksfjölda / fúið mannfjöldatré 20 - íb/ha
0 brotakennd mynd
plús + heildarmynd skýr og heilsteypt
650m
300m
brotakennd mynd
heildarmynd skýr og heilsteypt
fábreytt skv. skipulagi
fjölbreytt samkvæmt áætlunum
lágmark
(samfelld) sólrík skjólgóð byggð og gróður fjölbreytt
einkennandi
markvisst og einkennandi
ómarkviss eða ekki til staðar
einkennandi
markvisst og einkennandi
ómöguleg
möguleg en óskipulögð
skipulögð
fá góð dæmi
stök góð dæmi
mörg góð dæmi
fábreytt og leiðinleg
ekki afgerandi
athyglisverð og uppörvandi
ekki til
ekki afgerandi
óöruggt umhverfi / há slysatíðni
einkennandi öruggt umhverfi / engin eða mjög fá slys
mínus – 1000m
0 650m
20 mín
15 mín
ótakmarkað / ekki stýring
plús + 300m 10 mín takmarkað / skilyrt
hjólreiðastígar eða leiðir til staðar
nei
já en ósamfellt
samfellt
göngustígar eða leiðir til staðar
nei
já en ósamfellt
samfellt
mínus – ekki kortlagt / þekkt
0 kortlagt / þekkt
plús + kortlagt / þekkt og kynnt
náttúruminjar
fráveita / yfirborð / hringrás vatns
engar aðgerðir / frárennsli leitt burt
skipulegar aðgerðir / hringrás vatns
menningarminjar
ástand ekki þekkt eða kortlagt
þekkt en ekki tekið tillit til
tekið tillit til
Borgarvernd eldri byggðar
ástand ekki þekkt eða kortlagt
þekkt en ekki tekið tillit til
tekið tillit til
mæling / samanburður við meðaltal
mínus – frávik meira en A% yfir
0 meðaltal
plús + betra
mæling / samanburður við meðaltal
frávik meira en A% yfir
meðaltal
betra
ekki til staðar
til staðar að hluta en ekki kynnt
til staðar og kynnt
sorpflokkun - móttökustaðir aðgengilegir
8.6.00 8.6.01 8.6.02 8.6.03 8.6.04 8.6.05
Mannvirki Opinberar stofnanir Umhverfisvottaðar byggingar Byggingarefni Endurnýting eldra húsnæðis Endurnýting núverandi bygginga
mínus
–
0
plús
+
8.7.00 8.7.01 8.7.02 8.7.03 8.7.04
Náttúruvá Ofanflóð Flóðahætta Hækkun sjávarstöðu Sprungusvæði, jarðhræringar
mínus
–
0
plús
+
8.8.00 Andrúmsloft og umhverfi 8.8.01 Loftgæði 8.8.02 Kolefnisfótspor 8.8.03 Kolefnisbinding 8.8.04 Svifryk
mínus – lakara
0 viðmiðunargildi
plús + betra
mæling í samanburði við viðmiðunarmörk heilbrigðisyfirvalda CO2-ígildi / samanburður við meðaltal
frávik meira en A% yfir
meðaltal
betra
gróðurþekja / tré – hlutfall af yfirborði
lakara en A %
lágmark – B %
betra – C %
mæling í samanburði við viðmiðunarmörk heilbrigðisyfirvalda
lakara
viðmiðunargildi
betra
www.glamakim.is
Gláma Kím Arkitektar Laugavegi 164 ehf 105 Reykjavík 530 8100 www.glamakim.is
GÁTLISTI 2 - 20 ATRIÐI sem notuð eru til að meta gæði hverfis. A. Umhverfi og samfélag.
1. Er hverfið (nýbyggingarnar) nálægt sameiginlegri þjónustu s.s. skólum, almenningsgörðum, verslunum, eða kaffihúsum? 2. Er íbúðaframboð í samræmi við þarfir og væntingar hverfisins? 3. Er samsetning íbúa í samræmi við væntingar hverfissamfélagsins? 4. Eru almenningssamgöngur nærri? 5. Hefur hverfið úrræði sem minnka umhverfisáhrif þess?
B. Yfirbragð.
6. 7. 8. 9. 10.
Er heildarmynd hverfis heildstæð eða brotakennd? Hvernig er samsvörun núverandi byggingum, landslagi eða landformi? Er hverfið staður með eigið sérkenni? Er auðvelt að rata um hverfið? Eru götur vel skilgreindar með byggingum?
C. Götur, bílastæði og gangandi umferð.
11. 12. 13. 14. 15.
Eru byggingar í forgangi þannig að umferð er ekki yfirráðandi? Eru bílastæði vel leyst og styðja götulífið? Eru göturnar vænar gangandi, hjólandi og akandi? Eru góðar og eðlilegar tengingar við núverandi götur, stíga og byggð? Er góð yfirsýn yfir almenningsrými og gönguleiðir og virðast þau örugg?
D. Hönnun og uppbygging.
16. 17. 18. 19. 20.
Eru almenningsrýmin vel hönnuð og umsjón þeirra skilgreind? Er byggingarlist af góðum gæðum? Leyfa innri rými og skipulag aðlögun, breytingar eða stækkun? Eru möguleikar á að skila betri tæknilegum afköstum, gæðum eða fegurð? Eru aðstæður betri eða verri en lágmarkskröfur gera ráð fyrir skv. byggingarreglugerð?
Heimildir og gagnaveitur. Við undirbúning gátlistans var litið til samsvarandi lista auk annarra gagna frá, CABE í Bretlandi. Commission for Architecture and the Built Environment, http://www.cabe.org.uk, http://www.buildingforlife.org Creating Successful Masterplans. A guide for clients, 2004, reprint 2008. Building for Life, National standard for well-designed homes and neighbourhoods, 2008.
-1-