Hjálmur

Page 1

2. tbl.

97. árg.

Desember 2008

Hann kom.... Hann kom hér í heiminn frá himnanna rann. Hann kom til að náða hinn synduga mann. Hann kom til að opna hið himneska hlið. Hann kom til að blessa og boða okkur frið. Hann kom til að hugga og þerra hvert tár. Hann kom til að líkna og lækna öll sár. Hann kom til að vera þinn skjöldur og hlíf. Hann kom til að deyja svo ættirðu líf.

Hann kom til að hrekja burt heimskunnar mátt. Hann kom til að boða þér himneska sátt. Hann kom til þín maður í kærleikans mynd. Hann kom til að afplána sekt þína og synd. Hann kom hingað til þín frá himnanna stól. Hann kom til að veita þér syndugum skjól. Hann kom til að frelsa þig helfjötrum frá. Hann kom til að fórna sér krossinum á. S.T.S

Óskum félagsmönnum Hlífar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Hjálmur 2008des.indd 1

11/18/08 2:42:35 PM


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.