1. TBL. // 101. ÁRGANGUR // DES 2013
Hjálmur óskar félagsmönnum Hlífar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs
Erfið staða í kjarasamnings viðræðum ASÍ ákvað að slíta viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þegar ljóst var að mikið greindi á um launa liði, einkum hvað varðaði hækkun lægstu launa. Í kjaraviðræðunum hafa Flóafélögin lagt áherslu á að í komandi samningi verði sérstaklega horft til launabreytinga sem byggi annars vegar á krónutöluhækkun launa og hins vegar á almennri launa hækkun. Mikilvægt er að tryggja kaupmátt, sérstak lega lægri launataxta, en á síðustu samningstímabilum hefur verið yfirgnæfandi stuðningur við þessi sjónarmið í Flóanum. Flóafélögin telja það algera forsendu
samn inganna að sam ræmd launastefna allra samtaka launafólks verði sett á odd inn í viðræðum. Félögin gera ráð fyrir skammtímasamningi sem þó gæti orðið aðfarasamningur til lengri tíma ef um semst í framhaldinu. Þá vara félögin sveitarfélögin og ríkisvaldið við gjaldskrár hækkunum og skattahækkunum sem geta kippt grundvellinum undan samn ings gerðinni eða jafnvel sett alla samningagerð í uppnám. Grundvöllur stöðugleika er efling atvinnu lífsins með styrkingu krónunnar og stöðugu verðlagi sem með hertu verð lagseftirliti skilar sér í auknum kaupmætti til launafólks.
28
8 Virk - Starfsendurhæfingarsjóður
Draumurinn
Vaxandi áhyggjur af fjárhagsstöðu Í nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Flóafélögin kemur m.a. fram að það hefur dregið úr atvinnuleysi hjá félagsmönnum Flóafélaganna. Vaxandi áhyggjur af fjárhagsstöðu eru hjá öllum aldurshópum. Þannig hafa 18,1% félagsmanna í Hlíf mjög miklar áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni og 41,6% frekar miklar áhyggjur. Samtals eru því tæp 60% félagsmanna með áhyggjur af fjárhagslegri stöðu sinni.
24
20 Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar