1. TBL. // 100. ÁRGANGUR // DES 2012
Hjálmur 100 ára
Hjálmur, málgagn og fréttablað Hlífar á aldarafmæli um þessar mundir. Blaðið hefur gegnt mikilvægu hlutverki allt frá því það hóf göngu sína þ. 25. nóvember 1912.
6
Breytt hugarfar Fullyrðingar um að lífeyrissjóðirnir vilji ekki taka þátt í uppbyggingunni með því að lána til framkvæmda eða koma til móts við sjóðfélaga með niðurfellingu lána standast ekki nánari skoðun. Það snýst ekki um hvað lífeyrissjóðirnir vilja gera heldur fyrst og fremst um það hvaða heimildir þeir hafa. Að mínu mati hafa lífeyrissjóðirnir komið til móts við sjóðfélaga og lagt sig fram um að leysa vanda þeirra innan þess ramma sem lög og reglur setja sjóðunum, segir Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis m.a. í viðtali í blaðinu um stöðu lífeyrissjóðanna eftir hrun. Gildi – lífeyrissjóður tapaði miklum fjármunum í hruninu, en þrátt fyrir tapið stóð hann af sér hrunið betur en margur annar vegna dreifingar eignasafns sjóðsins. Árni segir að viðbrögð lífeyrissjóðanna við hlutabréfaútboði Eimskips sé að til marks um breytt hugarfar en
5 Undirbúningur kjarasamninga
einnig það að lífeyrissjóðirnir séu að koma með miklu virkari hætti inn í fyrirtækin og eigi stærri hlut í þeim en áður. Stærri eignarhlutur sjóðanna valdi því að sjóðirnir eru farnir að skipta sér meira
Stærri eignarhlutur sjóðanna veldur því að sjóðirnir eru farnir að skipta sér meira af því hvernig fyrirtækjunum er stýrt. Jafnframt er krafan um að þetta fari ekki í sama far og fyrir hrun mjög sterk. af því hvernig fyrirtækjunum er stýrt. Jafnframt er krafan um að þetta fari ekki í sama far og fyrir hrun mjög sterk.
10 Námskeið hjá Hlíf
Atvinnuleysi minnst hjá félagsmönnum Hlífar
Í nýrri Gallup könnun Flóafélaganna kemur fram að átvinnuástand á félagssvæði Hlífar er betra en hjá hinum Flóafélögunum. Þegar spurt er hvort viðkomandi hafi verið atvinnulaus í mánuð eða lengur á sl. tveimur árum kemur í ljós að félagar í Híf hafa sloppið mun betur en í hinum félögunum. Hjá Hlíf höfðu 6,5% verið atvinnulausir, hjá Eflíngu 16,1% og hjá VSFK 20,8% en það er vitað að atvinnuástand á Suðurnesjum hefur verið mun verra en annars staðar á landinu.
14 Ný orlofshús í Stykkishólmi