2. TBL. // 96. ÁRGANGUR // NÓV 2011
St. Jósefsspítala lokað um áramótin Hafnfirðingar eru flestir ósáttir við ákvörðunina og telja að illa sé komið fyrir þessari merku stofnun sem á sér svo mikla sögu.
2
Ár kjarasamninganna
85.8% sögðu já
Auk heildarkjarasamnings SA og aðildarsamtaka ASÍ var gerður kjarasamningur milli Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins. Launahækkanir í samningnum eru eftirfarandi: Þann 1. júní 2011 hækkuðu laun um 4.25% , þann 1.febrúar 2012 munu laun hækka um 3,5% og þann 1. febrúar 2013 um 3,25% . Einnig kemur til eingreiðsla að upphæð kr. 38.000 og miðast hún við fullt starf en minnkar hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi. Samningur við starfsmenn hjá Rio Tinto Alcan var samþykktur með minnsta mögulega mun í seinni atkvæðagreiðslu.
Samningur Flóabandalagsins við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 85,8% atkvæða. Á kjörskrá voru 15.614. Atkvæði greiddu 3.034, rúm 19,4%. Já sögðu 2.603 eða 85,8%. Nei sögðu 423 eða 13,9%. Samningurinn var því samþykktur með miklum meirihluta atkvæða.
175 sögðu já en 175 sögðu nei, einn skilaði auðu. Samkvæmt lögum 80 /1936 þarf fleiri mótakvæði á móti samningnum til að fella samning.
Gengið hefur verið frá samningum á almennum markaði. Samningarnir voru undirritaðir þann 5. maí sl. og gilda til loka janúar 2014 Allir samningar og launatöflur eru í heild sinni á heimasíðu félagsins www.hlif.is
8 Ekki alltaf þótt heppilegur
22 Mjatlað af öllu
20 Atvinnuöryggi minna