1. TBL. // 103. ÁRGANGUR // DES 2015
Verkalýðsfélagið Hlíf óskar félagsmönnum og Hafnfirðingum öllum gleðilegrar aðventu og hamingjuríkra jóla!
„Við fórnum ekki eigin fólki í kjarabaráttu“ „Deilan er einfaldlega í miklum hnút. Ferlið er þannig að núna ber ríkissáttasemjara að boða aðila til fundar á 14 daga fresti. Ríkið sjálft skiptir sér ekkert af málinu, jafnvel þótt það sé risastórt – það er bara litið á þetta sem kjaradeilu á milli aðila,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar, um stöðuna í flókinni og hatrammri deilu sem fram fer í álveri Rio Tinto í Straumsvík. Deilan hefur ekki farið framhjá Hafnfirðingum og varla neinum þeim landsmanni sem á annað borð fylgist með fréttum. Sú harka sem einkennt hefur kjarabaráttuna af hálfu Rio Tinto þykir nokkuð undarleg, en fyrirtækið hefur lagt alla áherslu á að færa 30– 40 störf úr fastráðningum í verktöku. Að mati Kolbeins er afar óeðlilegt að blanda þessum
20 Samningsárið mikla
Við stólum á þig
kröfum saman við venjulega kjarasamninga og í raun sé verið að krefja þá um að fórna tilteknum hluta skjólstæðinga sinna. Ítarlega er fjallað um málið í Hjálmi og rætt við Kolbein og Eyþór Þ. Árnason, en hann er aðaltrúnaðarmaður í Straumsvík og hefur starfað þar um árabil.
„ Við vorum aldrei á neinni vegferð um að loka álverinu. Aðalslagurinn er að ná kjarasamningum fyrir okkar félagsmenn“
11 Kjaradeilan í Straumsvík
Stofnuð hafa verið ný samtök sem bera heitið „Við stólum á þig“, en markmið þeirra er að koma á laggirnir árlegri söfnun til að styrkja fólk sem er bundið við hjólastól til að gera nauðsynlegar aðgengisbreytingar heima við. Þörfin á þessu er brýn því að enginn sjóður er lengur til á vegum hins opinbera sem fólk getur sótt styrk í því hann var lagður niður í lok síðustu aldar. Söfnunin hófst í Hafnarfirði þann 4. desember og mun breiðast út um allt land. Seldar verða margnota innkaupatöskur ásamt rúllu með 20 maíspokum undir heimilissorp. Allur ágóði rennur í sjóðinn „Við stólum á þig“. Verkalýðsfélagið Hlíf er stoltur styrktaraðili verkefnisins, nánar á bls.
5
28 Kraftmikil gaflaramenning