VERNDARBLAÐIÐ UM AFBROT, FANGA OG FANGELSISMÁL
42. árg. 2014
Litla-Hraun 85 ára Afstaða í áratug Um húðflúr rússneskra glæpamanna Nefndin með langa nafnið
SAMTAL ER ALLRA HAGUR
Verndarblaðið – Um afbrot, fanga og fangelsismál 42. árg. 2014 Útgefandi: Félagasamtökin Vernd, Borgartúni 6, 105 Reykjavík Sími: 562-3003; fax: 562-3004 Netfang: vernd@vernd.is Heimasíða Verndar: http:/www.vernd.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hreinn S. Hákonarson Stjórn Verndar: Elsa Dóra Grétarsdóttir, sviðsstjóri, formaður Ragnheiður Elfa Arnardóttir, félagsráðgjafi Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir, félagsráðgjafi Ólafur Þröstur Sveinbjörnsson, kerfisfræðingur Björg Lárusdóttir, bankastarfsmaður og leikskólakennari Húsnefnd áfangaheimilis Verndar: Þráinn B. Farestveit, framkvæmdastjóri Erlendur S. Baldursson, deildarstjóri Guðjón Sveinsson, forstöðumaður Ragnheiður Elfa Arnardóttir, félagsráðgjafi María Steinþórsdóttir, matráðskona Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur Framkvæmdastjóri: Þráinn B. Farestveit Endurskoðendur: Arthur K. Farestveit, fyrrv. forstjóri Varaendurskoðandi: Birgir Ottósson, forstöðumaður Umbrot, prentun og bókband: Prentmet Auglýsingar: Markaðsmenn
Forsíðumynd: Forsíða: Lífsins tré í fangelsisgarðinum eftir Sigtrygg Mána Runólfsson.
VERNDARBLAÐIÐ 2014
Mikilvægt er að samskipti milli fanga og allra þeirra er koma að fangelsismálum séu greið og skynsamleg. Fangar eru þeir einu sem hafa reynslu af því að vera fangar. Allir aðrir standa utan þeirrar reynslu enda þótt þeir standi á hverjum degi vakt við sinn póst innan fangelsiskerfisins. Þeir eru sem virkir áhorfendur innan kerfisins og eiga í daglegum samskiptum við þau sem fangelsiskerfið sinnir þá stundina og hefur yfir að ráða. Þessi samskipti eru vandasöm og ganga sem betur fer vel fyrir sig í flestum tilvikum. Stundum jafnvel mjög vel - og stundum miður. Þess vegna verður að leggja við hlustir þegar fangar greina frá því hvernig þeir upplifa fangavistina en þá verða þeir líka að vera heiðarlegir og einlægir í frásögn sinni. Tortryggni yfirvalda er skiljanleg í ljósi þess að fangar eru ærukrenktir menn og orð þeirra ekki talin vega jafn þungt og þeirra sem utan múra standa. Þetta er staðreynd sem fangar verða að horfast í augu við og ætti jafnframt að vera þeim og öllum öðrum hvatning til að setja heiðarleikann í fyrirrúm. Fangar verða líka að gæta að því að sýn þeirra til fangelsiskerfisins getur mótast fyrst og fremst af einkahagsmunum þeirra og er það mjög svo skiljanlegt. Eldurinn brennur heitast á sjálfum manni. En um leið getur skilningur þeirra dofnað á því til hvers þetta kerfi var sett á laggirnar í öndverðu. Kerfið á ekki einasta að tryggja hagsmuni þeirra heldur og samfélagsins sem stendur utan fangelsiskerfisins, það er að segja borgaranna. Þetta getur verið beiskt í munni fyrir fanga en verður engu að síðar að kyngja. Fangelsiskerfið verður hins vegar að skilja að frelsissviptar manneskjur eru vandmeðfarinn hópur og svo hefur ætíð verið í sögunni. Sérstakrar aðgæslu er þörf í samskiptum við frelsissvipt fólk og er brýnt að gæta vel að öllum réttindum þess og gaumgæfa vel allar breytingar sem þrengja hag þess. Það er alkunn saga að margvísleg mannréttindi geta reynst ótrygg hjá þeim sem einhverra hluta vegna standa höllum fæti í samfélaginu – stundum er jafnvel um grundvallarmannréttindi að ræða. Hversdagsleg réttindi þurfa menn oft að sækja með harðfylgni og halda fast í hlunnindi sem veitt hafa verið. Í fangelsi er það hins vegar svo að mörg „hversdagsleg“ réttindi eru horfin vegna þess að frelsissviptingin felur það einfaldlega í sér. Engu að síður er skiljanlegt að fangar mótmæli fangelsisreglum sem þeir telja vera íþyngjandi og á skjön á við markmið betrunar. Menn hyllast til að dásama undrahraða þróun samfélagsins í nútímanum. Og víst er að margt sem þróunin færir okkur er til gagns og nytsemdar. Annað getur reynst vera til óþurftar og sem köttur í sekk. Enginn fær stöðvað þróunina og tækni hennar opnar almenningi nýjan veruleika. Allt er orðið svo snjallt! Og veruleiki nútímans er veruleiki þeirra sem eru sítengdir. Eftir því sem gæði samfélagsins verða meiri hvort heldur að teknu tilliti til tækni eða samskipta fólks verður það afdrifaríkara en áður að brjóta landsins lög og komast á bak við lás og slá. En það er gömul saga og ný að menn hugsa ekki út í það þá þeir brjóta lögin. Sá böggull kemur í fangið eftir á og verður lítið að gert við því: sömu gæði er ekki að finna innan fangelsis sem utan. Fangelsi er í eðli sínu takmörkun á gæðum. Svo hefur ætíð verið og þessi skortur á gæðum í húsum hins opinbera á að fæla menn frá því að sækja þau heim. Og víst er að enginn er ánægður að lenda þar innan dyra og heyra úr fjarska ys og þys samfélags frjálsra manna. Samfélags sem fangar horfa til og vilja innst inni samlagast en finna ekki alltaf festu fyrir fætur sína og þurfa dygga aðstoð við. Samtal er mikilvægt. Það eyðir misskilningi og það upplýsir. Samtal getur reynt á þá sem tala saman – stundum getur samtal leitt til átaka og verið byrði. Samtalið getur verið ófyrir leitið en þá afhjúpar það hinn ófyrirleitna og segir sögu hans. Samtal er líka eitthvað sem þú getur slitið eða slegið á frest ef þér finnst komið fram af óvirðingu við þig. Samtal er líka þáttur í uppeldi sem aldrei tekur enda – það tekur tíma. Samtal getur líka lýst umhyggju og þrá hins beygða eftir einhverjum skilningi. Samtal getur vakið skilning og aukið umburðarlyndi. Samtal er mikilvæg samskiptaleið – það er vandasamt en nauðsynlegt. Hreinn S. Hákonarson
2
Sr. Hreinn S. Hákonarson:
LITLA-HRAUN 85 ÁRA 1929-2014 Sjúkrahúsið sem varð vinnuhæli og fangelsi
Þann 8. mars 1929 voru fyrstu fangarnir skráðir í dagbók Litla-Hrauns. Það voru tveir danskir fangar og einn íslenskur og komu þeir úr Hegningarhúsinu í Reykjavík.1 Sennilega var það fyrsti forstöðmaður hælisins, Sigurður Heiðdal, sem ritaði nöfn þessara manna í dagbókina. Mörg fleiri nöfn áttu eftir að fylgja. Þetta vor var „fremur kalt. Sumarið í góðu meðallagi. Haustið ekki gott, og fremur rysjótt veðurfar úr því árið út.“2 Svo sagði í Árbók Íslands fyrir það ár. Þar er getið ýmissa tíðinda eins og vígslu nýja Kleppsspítalans og kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík og björgunarstöðvar í Sandgerði, tveggja „landskjálftakippa“ í Kolbeinsstaðahreppi, húsbruna á Hornafirði og nauðlendingar sænskrar flugvélar, og að hlaða hafi fokið í Hnappadalssýslu og önnur í Mýrasýslu.3 Ekki er eitt aukatekið orð um að í marsmánuði þetta ár hafi vinnuhælið að Litla-Hrauni verið tekið í notkun. Hvernig stóð á því að þetta hús austur á Eyrarbakka var tekið undir vinnuhæli?
Konur taka til sinna ráða Það var líka 8. mars sem kona nokkur spurði á kvenfélagsfundi á Eyrarbakka í hvaða tilgangi félagið hefði verið stofnað. Það var reyndar fimmtán árum áður en Vinnuhælið tók til starfa, árið 1914. Nokkrar félagskonur urðu til svara og sögðu að félagið hefði upphaflega verið stofnað með það í huga „að hjálpa bágstöddum sængurkonum og sjúklingum í hreppnum og hlúa að þeim á ýmsan hátt eftir föngum.“4 Í ljósi þessa var ekki fráleitt að við lát gjaldkera kvenfélagsins, Ástríðar Guðmundsdóttur, árið 1904, væri stofnaður sérstakur spítalasjóður sem kallaður var Ástríðarminning. Sam-
Byggingar á Litla-Hrauni 2014. kvæmt 1. gr. um sjóðinn var honum ætlað að styrkja og efla sjúkrahúsbyggingu á Eyrarbakka.5 Þetta var konunum hjartans mál. Ein þeirra skrifaði í blaðið Ingólf 1909 með hógværri undirritun: kona fyrir austan. Hún segir önnur héruð senda sjúklinga sína um sjóveg en spyr hvað þau hin eigi að gera sem hafa „beljandi brimgarð fam undan öllum lendingum!“ Konan að austan tekur ekki afstöðu til þess hvar reisa skuli sjúkrahús því um það verði aðrir henni „fróðari og hagsýnni að dæma“ en finna mætti fyrir það stað í „heppilegri krossgötu.“6 Sama kona stígur svo ári síðar fram í blaðinu Suðurlandi með sömu grein og Ingólfur birti en með smávægilegri viðbót. Konan var Eugenia J. Nielsen.7 Hún var forystukona kvenfélagsins á Eyrarbakka fyrstu 25 ár þess og einn af stofnendum þess8 og var kölluð af sumu vinafólki sínu „Bakkadrottningin“.9 Hún lét ekki deigann síga í þessu máli og skrifaði að nýju hvatningargrein um sjúkrahúsmálið í Suðurland 1911.10 Henni auðnaðist ekki að sjá þetta hús rísa af grunni
3
en hún lést árið 1916.11 Í eftirmælum um hana var sagt að hún hefði haft mikinn hug á að koma upp sjúkraskýli, jafnvel „stórum spítala“ en eyru manna hefðu verið „lokuð – harðlokuð.“12 Næstu áratugina héldu kvenfélagskonur margvíslegar skemmtanir og ágóðinn rann iðulega í sjóðinn góða sem kosta átti sjúkrahús á Eyrarbakka. Þegar kvenfélagið varð fjörtíu ára árið 1928 lögðu konurnar fé í sjóð sem „yrði notaður til sjúkraskýlis hjer í þorpinu ef ekkert yrði úr gamla spítalamálinu og spítalabyggingin notuð í aðrar þarfir“. 13 Og nú var fyrirhugað sjúkrahús á Eyrarbakka orðið að „gamla spítalamálinu“. Enda hafa konurnar líklega vitað hvað stjórnvöld höfðu á prjónunum. Athyglisvert er að sjá að ekkert er minnst á fangelsið í fundargerðarbókum 1928 og 1929 þegar verið er að taka það í notkun. Það er eins og það megi ekki nefna það á nafn. Enda þótt söfnunin gengi hægt fyrir sig þá voru þær fullar af baráttuhug fyrir málstað sínum og minntu einatt á hann. Vissulega voru sumar konur efins um VERNDARBLAÐIÐ 2014
Í septembermánuði 1928 seldi Landsbanki Íslands sem eigandi Sparisjóðs Árnessýslu á Eyrarbakka, Ríkissjóði Íslands, svonefndan „Eyrarspítala“ í Árnessýslu, með „öllu múr-og naglföstu ásamt tilheyrandi lóð, eins og nánar er tilgreint í gjafabréfi dags. 18. janúar 1918, alt eins og hann hefur eignast eign þessa með útlagningarafsalsbréfi sýslumannsins í Árnessýslu, dags. 13. september 1927.“ Kaupverðið var kr. 30.000 og var að fullu greitt. Þessu var þinglýst á næsta manntalsþingi í Eyrarbakka, 16. júlí 1929.23
Datt í hug Eyrarbakkaspítali
Tíminn sagði 2. mars 1929 frá framkvæmdum á Litla-Hrauni. tiltækið og ýmsir áhrifamenn í plássinu eins og til dæmis héraðslæknirinn, Gísli Pétursson. Hann taldi bygginguna vera of stóra.14 Ljósmóðirin Þórdís Símonardóttir var heldur ekki alveg sátt við byggingu spítalans.15 Hjónin Guðmundur Ísleifsson, óðalsbóndi á Háeyri við Eyrarbakka og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir, gáfu lóð undir Eyrarspítala. Lóðin lá að Steinkotshrauni í Háeyrartorfulandi. Gefendur gerðu það að skilyrði að spítalinn yrði nefndur Eyrarspítali.16 Vorið 1920 var byrjað að reisa sjúkrahúsið á Eyrarbakka. Um haustið var það komið undir þak en þá var hætt vinnu. Húsameistarinn sagði kostnaðinn vera kr. 100.000.17 Nánari lýsingu Guðjóns Samúelssonar, húsameistara, mátti svo lesa í Tímarit verkfræðingafjelagsins: „Húsið er 8,00x18,60 m. að stærð....Í sjúkrahúsinu er ætlað rúm fyrir 25 sjúklinga.“18 Guðmundur Hannesson, læknir og prófessor, skrifaði um sjúkrahúsið í LæknaVERNDARBLAÐIÐ 2014
blaðið árið 1922. Hann var greinilega hrifinn byggingunni: „Það er engin smáræðisbygging nýja sjúkrahúsið á Eyrarbakka,“ segir hann í upphafi greinar sinnar og lýsir henni svo í fáeinum orðum. Guðmundur er ekki bjartsýnn með rekstur þessa sjúkrahúss. Það verði erfitt að reka svo dýrt hús. Byggingarkostnað telur hann verða rúmar 200.000 kr.19
Sjúkrahúsbygging strandar Bygging sjúkrahússins, eða Eyrar(bakka) spítala eins og hann var kallaður, reyndist kostnaðarsamari en ráð hafði verið fyrir gert. Hreppurinn ákvað 1917 að halda áfram byggingunni og fékk styrk úr ríkissjóði. Leitað var eftir stuðningi sýslunefndar og fékkst hann en þó með skilyrðum. 20 Enda þótt skuldir við sjúkrahúsbygginguna hefðu hlaðist upp var ákveðið á hreppsfundi árið 1922 að halda áfram með bygginguna.21 En bygging sjúkrahússins strandaði.22
4
Ríkisstjórnin24 flutti í ársbyrjun 1928 frumvarp um heimild til að reisa betrunarhús og letigarð. Það var stutt: „Landsstjórninni skal heimilt að verja af ríkisfje alt að 100 þús. kr. til að kaupa land og láta reisa betrunarhús og letigarð, þar sem skilyrði þykja góð, til að fangar, og slæpingar, sem ekki vilja vinna fyrir sjer eða sínum, geti stundað holla og gagnlega vinnu.“25 Dómsmálaráðherra, Jónas Jónsson frá Hriflu, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Ráðherrann sagði að stjórnin hefði látið detta sér í hug að nota mætti Eyrarbakkaspítala þar sem ljóst væri að þeir sem að honum stóðu réðu ekki við verkið og hann væri nú kominn í eigu Landsbankans. Tugir þúsunda króna hefðu verið lagðar í þá byggingu úr ríkissjóði. Betrunarhúsið nýja yrði vinnustofnun fyrir þá menn sem ekki fengust til að vinna sökum „leti og ómennsku.“ Fangahúsið myndi samrýmast kröfum nútímans og yrði óumflýjanlegt að hafa þar sjúkradeild. Það væri brýnt að reisa nýtt fangelsi og sennilega hefði engum dottið í hug að Eyrarbakki væri heppilegur staður nema vegna þess að spítalinn stæði þar. Nýtt fangelsi hefði í för með sér breytta meðferð á afbrotamönnum frá því sem nú væri og í samræmi við hugsunarhátt nútímans.26 Dró hann fram kosti þess að nota Eyrarbakkaspítalann sem fangelsi enda væri það sannað að hann gæti aldrei orðið spítali vegna þess að húsið hafi verið byggt óhæfilega stórt. Auk þess mætti stunda þarna almennan búskap föngunum til framfærslu. Á veturna gætu þeir stundað smíðar, vefnað o.fl. Þá gætu þeir unnið að vegagerð, sjóvarnargörðum, girðingum,
sandgræðslu o.fl.27 Vistin á þessu vinnuheimili myndi líklega hafa bætandi áhrif hugi „siðferðislegra sjúklinga, heldur en innilokun og iðjuleysi.“28
Ósætti um málið á Alþingi Jón Þorláksson, fyrrv. forsætisráðherra, og formaður Sjálfstæðisflokksins,29 hafði ýmislegt við frumvarpið að athuga. Hann taldi Eyrarbakkaspítala afar óheppilegan fyrir betrunarhús og letigarð. Hann lægi í útjaðri fjölmenns þorps og rétt við fjölfarinn veg, landið væri afleitt til jarðræktunar og annarrar vinnu; hann væri alltof langt frá Reykjavík. Stofnun sem þessi ætti að ætti að vera á hæfilega afskekktun stað þar sem fangar gætu stundað útivinnu án þess að vera beinlínis á almannafæri. 30 Fleiri þingmenn tjáðu sig um málið. Einn gerði mun á betrunarhúsi og letigarði. Eyrarbakkaspítali væri hentugur fyrir það síðarnefnda en betrunarhús þyrfti að vera annars staðar.31 Annar vildi byggja sameiginlega betrunarhús og letigarð á eiinhverjum afviknum stað – þó nálægt Reykjavík. Eyrarbakkaspítali væri til bráðabirgða.32 Sá þriðji taldi þörf á nýju hegningarhúsi en ekki væri mikil þörf fyrir letigarð - sagði of mikla hörku ríkja gagnvart letingjum, þeir væru sjúkir eða „úrættaðir“ - þyrftu annað en hegningarlagaákvæði.33 Enn annar taldi ekki þörf á að stofna neina sérstaka deild handa slæpingjum því þeir væru í raun og veru ekkert annað en glæpamenn og þyrfti engan greinarmun á þeim að gera.34 Var hann á móti því að reisa letigarð vegna þess að á þinginu væri verið að gera slæpingsskapin að sérstakri tegund glæpa og þá ættu þeir
Eyrarspítali í byggingu 1920. Guðjón Samúelsson (1883–1950), húsameistari ríkisins, vinstra megin, og Guðmundur Ísleifsson (1850–1937), hægra megin, en hann gaf lóðina undir spítalann. Mynd: Þjóðminjasafn Íslands. Geir Zoëga tók myndina. heima með öðrum föngum sem vinnuskylda hvíldi á.35 Orðið letigarður var fellt út úr frumvarpinu og þess í stað kom vinnuhæli. Það minnti ekki á góðan tilgang en orðið vinnuhæli minnti á uppeldishlið stofnunarinnar. Réttara væri að kenna stofnunina við tilgang sinn heldur en að gefa henni óvirðulegt nafn.36 Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi 12. mars 1928.
Hafist handa Blaðið Dagur sagði frá því í október 1928 að Jónas Jónsson, dómsmálaráðherra, hefði heimsótt um sumarið fjölmargar stofnanir í Danmörku sem svipaði til fyrir hugaðs vinnuhælis í Eyrarbakka spítala. Skoðaði ráðherra eink um þær
stofnanir þar sem útivinna fór fram og hafi hann sannfærst að Eyrarbakkaspítali „væri prýðilegt hús í þessum efnum.“ Að lokinni þeirri för hafi ráðherrann farið austur og og athugað jörðina Litla-Hraun sem liggur að vinnuhælinu. Jörðina ætti Landsbankinn og væri vel fallin til kartöfluræktar.37 Jónas bætti um betur og sagði á Alþingi þegar rætt var um stækkun á vinnuhælinu 1947 að húsið að Litla-Hrauni væri eitt hið fegursta á Eyrarbakka. Fagurt Suðurlandið blasti við úr gluggunum: „Ef ég hefði átt að velja stað fyrir vinnuhæli, þá held ég að vart hefði fundizt heppilegri staður.“38 Jónas sagði ríkið hafa nú eignast „steinkassa“ á Eyrarbakka og „hússkrokk til fangelsis.“39
Blaðamannafundur
Vinnuhælið Litla-Hrauni. Vatnslitamynd eftir Höskuld Björnsson (1907-1963). Eigandi: Litla-Hraun.
5
Dómsmálaráðherrann frá Hriflu bauð blaðamönnum að skoða vinnuhælið 26. febrúar 1929. Ráðherrann útskýrði fyrirætlun ríkisstjórnarinnar með hælið eftir að menn höfðu skoðað það. Blaðamaður Alþýðublaðsins sagði hælið að mestu fullbúið en þó væri eftir að ljúka við efri hæðirnar tvær. Hann hefur eftir landlækni sem var þar einnig staddur að allur útbúnaður hælisins væri hinn besti.40 Tíminn, blað dómsmálaráðherrans, birti veglega frétt frá þessum blaðamannafundi á forsíðu sinni 2. mars. Þar gat að líta mynd af vinnuhælinu sem er ein af fáum myndum af því frá VERNDARBLAÐIÐ 2014
Forstöðumaður skipaður
Litla-Hraun um 1940–1950 (?). Mynd: Héraðsskjalasafn Árnessýslu. þessum tíma og e.t.v. tekin á þessum blaðamannafundi í lok febrúar 1929. Einnig birti blaðið mynd af fyrsta forstöðumanninum. Í frétt Tímans er sagt að landstjórin hafi gert hið mesta „reyfarakaup“ á húsinu. – Þá verði föngunum haldið til hæfilegrar vinnu, byrjað verði á netagerð og síðan hafin útivinna því jörðin sé í besta lagi fallin til túnræktar og garðræktar. Sú hugsun að nota mætti vinnuafl fanganna til ýmissa verka fyrir ríkið hefur þegar verið komin á hreyfingu því samkvæmt fréttinni liggi fyrir „ærið verkefni að byggja vegi í Flóanum.“ Kostnaður ríkisins við refsingar verði mun minni vegna þess að fangarnir muni sinna „hagnýtum störfum.“ Ráðherra var greinilega nokkuð stoltur af þessari framkvæmd á Litla-Hrauni. Blaðið (ekki ólíklegt að Jónas Jónsson hafi sjálfur ritað fréttina(?)) hefur eftir honum að fangahúsið og staðurinn fullnægðu á viðundandi hátt kröfum um árangursríka fangavist og myndu jafnvel taka fram „mörgum fangelsum nágrannalandanna.“41 Ekki í fyrsta sinn sem mörlandinn skarar hugsanlega fram úr öðrum…! Blaðamannafundir á vegum ráðherra voru sjaldgæfir ef ekki óþekktir á þessum tíma.42 En Jónas frá Hriflu var nútíma legur í hugsun hvað margt snerti og bryddaði upp á ýmsu nýjungum. Blaðamannafundurinn á Litla-Hrauni h efur sennilega verið með þeim fyrstu sem hann hélt ef ekki sá fyrsti. En ekki þekktust allir boðið um að koma austur til að VERNDARBLAÐIÐ 2014
skoða vinnuhælið. Tíminn getur þess neðanmáls að Morgunblaðið hafi ekki þegið boð dómsmálaráðherrans og gefur eftirfarandi skýringu: „Er hvorttveggja, að blaðið hefir jafnan vítt þá ráðstöfun hans, að tryggja landinu viðunandi fangahús, enda mun það telja sér hægra um vik, að segja ósatt um þá stofnun, sem það hefir aldrei augum litið.“43 Svo römm var pólitíkin í þá daga. Aftur er það blaðið Dagur, sem gefið var út á Akureyri, sem segir frá framvindu mála á vinnuhælinu tæpri viku eftir að fyrstu fangarnir komu. Samkvæmt blaðinu eru í kjallara hússins tilbúnir fjórir eins manns klefar og tveir tveggja manna. Í kjallaranum eru auk þess eldhús, búr, þvottahús, borðstofa, miðstöðvarklefi og geymsluherbergi. Á fyrstu hæð eru fjórir eins manns klefar tilbúnir til notkunar. Þar er og herbergi varðmanns og rúmgóð vinnustofa fanga. Á fyrstu hæð verður einnig baðherbergi og fjórir eða fimm eins manns klefar. Þá verður sjúkrastofa á sömu hæð. Síðan verða gerðir ellefu eins manns klefar á annarri hæð, tveir tveggja manna og vinnustofa. Lesstofa fanga verður undir súð. Blaðið segir að allt húsið sé raflýst. Miðstöðvarhitun er þar sem og vatnsleiðsla. Klefarnir voru málaðir og dúklagðir. Samkvæmt þessu voru alls tólf fangarými tilbúin við opnun hússins. Járngrindur voru fyrir gluggum og voru það eina samkvæmt blaðinu sem minnti á að húsið væri fangahús 44 – átt er við að járnrimlar hafi verið innan á gluggakörmunum.45
6
Dómsmálaráðherra nefndi í umræðum á Alþingi þegar frumvarpið um betrunarhús og letigarð var rætt að senda þyrfti mann til útlanda til að kynna sér málin og undirbúa starfsemi slíkra stofnana.46 Þessi maður var Sigurður Heiðdal, (1884-1972) kennari og síðar fyrsti forstöðumaður vinnuhælisins á Litla-Hrauni. Hann hafði og dvalist í Skotlandi og Danmörku 1920 við nám. Frá 1919 -1929 var hann skólastjóri á Stokkseyri.47 Fór hann haustið 1928 til Noregs og kynnti sér rekstur vinnuhælis í Opstad á Jaðri en þar var rekinn mikill búskapur. Á þriðja hundrað fangar voru þar þegar Sigurður kom þangað í kynnisför sína.48 Morgunblaðið var með lítinn fréttadálk á þessum tíma og var þar greint frá ýmsu er snerti menn og málefni og m.a. utanförum manna og heimkomu. Um för Sigurðar sagði svo: „Sigurður Heiðdal er af stjórninni ráðinn umsjónarmaður eða framkvæmdastjóri Letigarðsins. – Sigldi hann með Lyra í fyrrakvöld og ætlar að dvelja á milli ferða á letigarði í Noregi til að afla sjer nauðsynlegrar þekkingar.“49 Tíminn sagði frá því 2. mars 1929 að Sigurður væri „mannúðarmaður og vel menntur og hefir sem sagnaskáld lagt sig eftir að skilja sálarlíf manna.“50 Sigurður hélt til Opstad í Noregi en þar var vinnuhæli rekið í Nærbø á Jaðri í Rogalandsfylki og hafði verið sett á laggirnar árið 1915. Það var starfrækt allt til ársins 1970. Þetta vinnuhæli vakti á sínum tíma töluverða athygli bæði innan lands sem og utan. Kjarni málsins var sá að vinnan göfgaði manninn. Allur gangur var á því hvernig mönnum farnaðist eftir vistina í Opstad.51 Búið í Opstad var um tíma stærsti búgarður Noregs. Fangarnir sinntu bústörfum en þar voru kýr, svín, fé og hross. Þeir lögðu vegi og unnu við jarðarbætur. Gerðu við bíla og unnu í vélsmiðju staðarins. Opstad var „hið norska LitlaHraun.“52 Þess má til gamans geta að Helgi Gunnarsson, forstjóri Litla-Hrauns á árunum 1974-1982, sagði frá því í tímaritsgrein 1976 að frá Opstad stafaði kannski sú „árátta Sigurðar Heiðdal að láta sína fanga hlaða garða, t.d. sjávargarða og fyrir hleðslugarða.“53
Rammi utan um starfsemina Bráðabirgðareglugerð var sett um skylduvinnu fanga á vinnuhælinu á Litla-Hrauni 4. mars 1929. Fram kemur í reglugerðinni að föngum sé skylt að vinna og þeim skal sagt til við vinnuna eftir því sem þurfa þykir. Föngunum skulu útveguð „slitföt“ og nauðsynleg áhöld til vinnunnar. Þeir eiga einnig að fá laun fyrir vinnuna sem nema frá 50 aurum og upp í 110 aura eftir því hvaða tíma ársins vinnan var unnin. Þeir fangar sem sýndu leti eð hyskni fengu ekki laun greidd. Ekki heldur þeir sem unnu illa eða töfðu aðra fanga með „málæði og öðru.“ Þeir fangar sem ekki unnu skyldu hvorki fá föt né laun. Fangar gátu fengið hærri laun en reglugerðin kvað á um ef þeir sýndu framúr skarandi trúmennsku, væru vandvirkir og mikilvirkir. Það sama gilti um fanga sem höfðu verkstjórn með hendi eða var trúað fyrir því að vinna einir án eftirlits. Laun voru greidd við brottför fangans af vinnuhælinu. Fanginn fékk aðeins í hendur nauðsynlega ferðapeninga en afgangurinn var sendur til lögreglustjóra í heimahéraði fangans. Skyldi lögreglustjórinn sjá til þess að peningarnir kæmu fanganum að gagni og afhenti honum þá eftir þörfum. Vinnudagurinn var strangur samkvæmt reglugerðinnni. Áttu þeir að vera komnir til vinnu kl. 7.00 að morgni og lauk henni kl. 18.30. Morgunverður var í hálftíma frá kl. 10.00-10.20. Miðdegisverður var kl. 14.00-15.00. Kvöldmatur kl. 19.00 og kl. 22.00 skyldu allir fangar vera „háttaðir“ og þá voru ljós slökkt. Á laugardögum lauk vinnu kl. 14.30 nema frá 1. júlí til 15. september. Fangar fengu að fara á fætur á sunnudögum klukkustund síðar en virka daga vikunnar.54
Fyrstu árin
Umfjöllun Spegilsins 9. mars 1929 um vígslu „Letigarðsins“. F.v. á teikningunni: Guðmundur Björnsson landlæknir, Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, og Magnús Torfason sýslumaður. Sá sem sefur vært er Sigurður Heiðdal, forstöðumaður Litla-Hrauns.
7
Sigurður Heiðdal var forstöðumaður á Litla-Hrauni frá stofnun þess og til 1939. Fátæklega var farið af stað með vinnuhælið að hans sögn og skýrir það út með því að staða ríkissjóðs hafi verið bág en brýn þörf fyrir hælið. Segir hann frá því að níu klefar hafi verið tilbúnir við opnun vinnuhælisins. Fleiri klefar voru ekki fullgerðir en ætlunin var að ljúka smám saman því sem eftir var. Vatni var veitt inn í húsið VERNDARBLAÐIÐ 2014
úr brunni með handknúinni dælu. Salerni var á stofuhæð - engar skólpleiðslur höfðu verið lagðar. Í kjallara hússins var lítil miðstöð sem nægði aðeins til að hita þær vistarverur sem þegar voru komnar í notkun.55 Aðstæður voru því nokkuð frumstæðar eða eins og Jónas Jónsson frá Hriflu orðaði það nokkrum áratugum síðar: „Margt var ef svo má segja með bjálkahúsblæ í starfrækslunni en á þessu tíma bili var meginstefnan mörkuð: Heimili, vinnustöð og skóli.“56 Höfundur er fangaprestur þjóðkirkjunnar.
Heimildir
1 Dagbók Litla-Hrauns, 1929 til … 8. mars 1929, bls.1. Ljósrit í eigu höf. Dagbækur L.H. eru á Þjóðskjalasafni Íslands. 2 Almanak hins íslenzka þjóðvinafélags um árið 1931, fimmtugasti og sjöundi árgangur, Reykjavík 1930, Árbók Íslands 1929, (Benedikt Gabríel Benediktsson tók saman), bls. 41. 3 Sama bls. 41-46. 4 Héraðsskjalasafn Árnesinga: Kvenfélag Eyrarbakka 1888-1955: Fundargerð, aukafundur 8. marz 1914, 4. liður, bls. 61, undirr. af Eugeniu Nielsen og Guðlaugu Aradóttur. 5 Skipulagsskrá fyrir spítalasjóðinn „Ástríðar minning“, nr. 112, 2. nóvember 1917, Stjórnartíðindi B-deild 1917, bls. 305-306. Skipulagsskránni var svo breytt 14. ágúst 1961 og þá orðin nr. 88. Sjá: Stjórnartíðindi 1961, bls. 187-188. 6 Ingólfur, Sjúkrahæli austan fjalls, 7. árg. 47. tbl. 1909, bls. 187. 7 Suðurland, Sjúkrahæli austanfjalls, 13. júní 1. tbl. 1910, bls. 1-2. 8 Héraðsskjalasafn Árnesinga 1956-1956: Sögulegt yfirlit: Elínborg Kristjánsdóttir. 9 Tuttugu og fimm ára minningarrit Góðtemplara á Íslandi 1884-1909, Reykjavík 1909: Indriði Einarsson: Frú Eugenia Nielsen, bls. 146. 10 Suðurland, Margt smátt gerir eitt stórt, 33. tbl. 13. janúar 1912, bls. 129. 11 Morgunblaðið 13. júlí 1916 – hún lést 9. júlí. 12 Suðurland, Sjúkrahússmálið, 6. ár. 1916-1917, 26 tbl. bls. 92. 13 Héraðsskjalasafn Árnesinga: Kvenfélag Eyrarbakka 1900-1995: Fundur 1. apríl 1928. 14 Þorfinnur Kristjánsson, Í útlegð, Reykjavík 1956 (?), bls. 127-128. 15 Héraðsskjalasafn Árnesinga: Kvenfélag Eyrar bakka 1900-1995: Fundur 2. janúar 1912, 4. liður: „Ljósmóðir Þórdís Símonardóttir kom með þá tillögu að hætta að leggja í spítalasjóðinn Ástríðarminning, síðan hann var stofnaður hefir kvennfjélagið borgað í hann 10% af skuldlausri eign sinni. Þórdís áleit bezt að láta sjóðinn eiga sig, og hugsa meir um þá sem nú
lifðu enn eftirkomendur, tillagan var samþykt af þeim konum sem mættar voru á fundinum, en það er ekki gildandi nema 4/5 hutar allra fjelagskvenna sje með því.“ 16 Þjóðskjalasafn Íslands: Stj. Í. I. Db 9, nr. 441453 92. Stjórnarráð Íslands, 1. Skrifstofa, B/379 1 1931-1931. 17 Tímarit verkfræðingafjelags Íslands, 6. árg. Reykjavík (?) 1921: Guðjón Samúelsson: Yfirlit yfir helstu mannvirki á Íslandi 1920, bls. 22. 18 Tímarit verkfræðingafjelags Íslands, 5. árg. 1920, 2. hefti. Reykjavík 1920 (?), Fyrirhuguð mannvirki sumarið 1920, bls. 16. 19 Læknablaðið, 8. árg. mars 1922, 3. blað: Reykjavík 1922 (?): Sjúkrahúsið á Eyrarbakka, bls. 40-41. Greinin er undirrituð með fangamarkinu G.H. (Guðmundur Hannesson?). 20 Inga Lára Baldvinsdóttir: Margur í sandinn hér markaði slóð. Eyrarbakkahreppur 1897-1998. Útgefanda ekki sérstaklega getið en telst sennilegast vera Eyarbakkahreppur, 1998. Bls. 24. 21 Vigfús Guðmundsson, Saga Eyrarbakka, síðara bindi, fyrra hefti, Reykjavík 1949, bls. 277-278. 22 Að sinni er ekki rými hér í blaðinu til að fara nánar ofan í saumana á orsökum þess. Vigfús Guðmundsson ræðir það lítillega í bók sinni (sjá neðanmálsgrein nr. 21). Einnig má benda á grein Þórðar Jónssonar í Þjóðviljanum 12. mars 1939 (þá var vinnuhælið 10 ára), bls. 6. Hann nefnir efnahagsörðugleika og að „þing og þjóð og stjórn var andvíg byggingunni og ófús að veita henni fjárhagslegan stuðning…“ Kreppa ríkti hér 1920-1921 („krakkið mikla“ varð árið 1919), sbr. Guðmundur Jónsson, Hagþróun og hagvöxtur á Íslandi 1914-1960, í: Frá kreppu til viðreisnar, Þættir um hagstjórn á Íslandi ár árunum 1930-1960, Reykjavík 2002, ritstj. Jónas H. Haralz, bls. 33. 23 Þjóðskjalasafn Íslands: Stj. Í. I. Db 9, nr. 441453 92. Stjórnarráð Íslands, 1. Skrifstofa, B/379 1 1931-1931. 24 Ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar frá 28. ágúst 1927- 3. júní 1932. Þessi stjórn hófst anda um margvíslegar framkvæmdir og: „…var þá sjaldan horft í kostnaðinn. Margt þótti kalla að, og hafði ekki verið farið svo geyst í opinberum framkvæmdu síðan á fyrri stjórnarárum Hannesar Hafsteins. Nýir vegir og brýr, hafnarmannvirki og vitar þutu upp, skólabyggingar handa eldri skólum og nýjum t.d. alþýðuskólum í sveitum, byggingar fyrir stjórnarskrifstofur, er þá fátt eitt talið.“ Björn Þorsteinsson, Bergsteinn Jónsson: Íslandssaga til okkar daga, Reykjavík 1991, bls. 391. 25 Alþingistíðindi 1928, fertugasta löggjafarþing. A. Þingskjöl með málaskrá, Reykjavík 1928, 12. mál, bls. 86. 26 Alþingistíðindi 1928, fertugasta löggjafarþing, B. Umræður um samþykkt lagafrumvörp með aðalefnisyfirliti, Reykjavík 1928, bls. 14981522, 1538. 27 Sama, bls. 1550. 28 Sama, bls. 87. 29 Alþingismannatal 1845-1975, Reykjavík 1978, bls. 247.
30 Alþingistíðindi 1928, fertugasta löggjafarþing. A. Þingskjöl með málaskrá, Reykjavík 1928, bls. 249-250. 31 Alþingistíðindi 1928, fertugasta löggjafarþing, B. Umræður um samþykkt lagafrumvörp með aðalefnisyfirliti, Reykjavík 1928, bls. 1523 (Jóhannes Jóhannesson). 32 Sama bls. 1542 (Gunnar Sigurðsson). 33 Sama bls. 1542-43 (Sigurður Eggerz). 34 Sama bls. 1545 (Magnús Guðmundsson). 35 Sama bls. 1556. 36 Sama, bls. 1557,1545. 37 Dagur, Á víðavangi, Vinnuhælið, 11. október 1928, 44. tbl. bls. 173. 38 Alþingistíðindi 1947, sextugasta oog sjöunda löggjafarþing, D, umræður um þingsályktunartillögur og fyrirspurnir, Reykjavík 1951, bls. 430. – Þessu voru ekki allir sammála. Þórður Jónsson á Eyrarbakka skrifaði þetta í Þjóðviljann 12. mars 1939, Saga Letigarðsins: „Húsið var byggt á þeim alversta stað, sem til var á Eyrarbakka.“ 39 Sama bls. 1500,1539. 40 Alþýðublaðið, Vinnuhælið, 28. febrúar 1929. 41 Tíminn 2. mars 1929: Vinnuhæli á LitlaHrauni. 42 Guðjón Friðriksson: Dómsmálaráðherrann, Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu, II. Reykjavík 1992, bls. 26. 43 Tíminn 2. mars 1929: Vinnuhæli á LitlaHrauni. 44 Dagur, 14. mars , 1929, 11. tbl. bls. 43 – mjög svipaða lýsingu á húsinu má lesa í Tímanum 2. mars 1929 45 Morgunblaðið 29. apríl 1957. 46 Alþingistíðindi 1928, fertugasta löggjafarþing, B. Umræður um samþykkt lagafrumvörp með aðalefnisyfirliti, Reykjavík 1928, bls. 1530. 47 Ólafur Þ. Kristjánsson: Kennaratal á Íslandi, II. Reykjavík 1965, bls. 124-125 og: Ólafur Þ. Kristjánsson og Sigrún Harðardóttir: Kennaratal á Íslandi, V. Reykjavík 1988, bls. 157. 48 Sigurður Heiðdal: Örlög á Litla-Hrauni, Reykjavík 1957, bls. 159. 49 Morgunblaðið 20. október 1928. 50 Tíminn 2. mars 1929. 51 http://www.aanafengsel.no/images/stories/ eithusforseg.pdf - Grein eftir Ståle Olsen: „Opstad tvangsarbeidshus – eit hus for seg sjølv.“ Sótt 1. mars 2009. Sjá einnig: Olsen, Ståle: Til Jæderen for å trille tåke – Historien om Opstad tvangsarbeidshus, Ósló 2010, bls. 15-38. 52 Árni Óla: Á ferð um Noreg með forsetahjónunum, Stafangur og Jaðar, Lesbók Morgunblaðsins 28. ágúst 1955, bls. 460-461. 53 Helgi Gunnarsson: Ágrip af sögu LitlaHrauns, Vernd 1976, 13. árg. bls. 12. 54 Stjórnartíðindi fyrir Ísland, árið 1929, B-deild, Reykjavík 1929, bls. 39-42. 55 Sigurður Heiðdal: Örlög á Litla-Hrauni, Reykjavík 1957, bls. 159-160 56 Alþýðublaðið 6. september 1956: Jónas Jónsson frá Hriflu: Athugasemdir um fangelsismál – fyrri hluti – bls. 7
FANGAR HVATTIR TIL AÐ KJÓSA VERNDARBLAÐIÐ hvetur alla fanga til að nýta sér atkvæðisrétt sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í mörgum löndum hafa fangar ekki rétt til að taka þátt í kosningum. Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí n.k. Fangar fá að kjósa í fangelsunum nokkru fyrir kjördag eins og áður.
VERNDARBLAÐIÐ 2014
8
LISTAVERK Í HÓLMSHEIÐARFANGELSINU Umhverfi hins nýja fangelsis í Hólmsheiði er fallegt að mati margra. Nýja fangelsið mun standa í dálítilli lægð umgirt skógi og kjarri. Samkeppni fór fram um listaverk í Hólmsheiðarfangelsinu. Áður hafði verið efnt til hugmyndasamkeppni um byggingu nýja fangelsisins og hrepptu Arkís arkitektar ehf. verkið. Bygging fangelsisins er hafin og verklok áætluð 2016. Þrettán tillögur bárust í samkeppnina. Listaverkið sem vann samkeppninga er eftir Olgu S. Bergmann og Önnu Hallin. Hugmynd þess er sú að plantað verði níu
trjám í aðkomugarði fangelsisins. Smíðuð verði lítil fuglahús á Litla-Hrauni og þeim komið fyrir í trjánum sem verða þá nokkurs konar fuglahótel. Í sumum fuglahúsanna verða vefmyndavélar. Fangar geta þá fylgst á skjá með fuglunum inni í bókasafni fangelsisins. Teikningar af flugmynstri nokkurra fugla verða fræstar inn í nokkra veggi. Verkið mun ná til flestra garða fangelsisins og að mati dómnefndar mun það auka fuglalíf við fangelsið og reynast dægrastytting. Formaður dómnefndar var Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borg-
arstjóri, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu. Í nefndinni með henni var einn arkitekt, einn lögfræðingur, og tveir myndlistarmenn. Ekki hefði verið fráleitt að í nefndinni hefði setið fulltrúi starfsmanna á vettvangi, þ.e. fangavarða, og jafnvel fanga, þeirra sem hugsanlega muni „sitja í heiðinni“. Spennandi verður að sjá hvernig til tekst með þetta listaverk og verður það vonandi hvatning til þess að koma fyrir listaverkum í öðrum fangelsum. Gera þarf skurk í því lífga fangelsin með listaverkum.
FRÉTTIR AF KVÍABRYGGJU Búskapurinn gengur vel þar vestra. Nú eru 136 ær í húsum og von er á 156 lömbum í vor. Reyndar bar ein ærin strax í marsmánuði og dafnar lambið vel. Fangarnir sinna búskapnum og standa þeir sig með prýði. Mikið er að gera um sauðburðinn og koma þá flestir fangar að vinnu í fjárhúsunum. Á sumrin þarf að heyja og binda í rúllur. Fangarnir sjá um það ásamt fangavörðum. Kjötið af fénu gengur til mötuneytisins á Kvíabryggju og er það fyrsta flokks ket. Það dugar langt fram á vor og er því fangelsið sjálfu sér nægt um lambakjöt. Beitning hefur undanfarin ár verið veigamikill þáttur í atvinnu fanga á Kvíabryggju. Nú hefur stórlega dregið úr beitningu vegna breyttra hátta í sjávarútvegi. Það er mikill missir fyrir fangelsið
og verður að finna atvinnu í staðinn fyrir hana. Margir fangar á Kvíabryggju stunda fjarnám á ýmsum skólastigum. Fjórar konur hafa verið á Kvíabryggju í nokkurn tíma og gengur það mjög vel. Konum stendur nú til boða vistun í opnun fangelsum, Kvíabryggju og Sogni, til jafns á við karla. Fjöldi fangaplássa á Kvíabryggju er 23. Áhugasömum lesendum skal bent á nýlega ritgerð í sagnfræði um Kvíabryggju. Nafn hennar er Tilurð og saga stofnunarinnar, og er eftir Helenu Konráðsdóttur. Ritgerðin kom út í fyrra og má finna hér: http://skemman.is/stream/ get/1946/15059/35898/1/Helena_Konr%C3%A1%C3%B0sd%C3%B3ttir_ Kv%C3%ADabryggja.pdf
9
Sauðburður er hafinn á Kvíabryggju.
VERNDARBLAÐIÐ 2014
CPT-skýrslan:
NEFNDIN MEÐ LANGA NAFNIÐ… Athugasemdir, spurningar og svör um íslenskt fangelsiskerfi
Til er nefnd á vegum Evrópuráðsins sem Eftirlit með stofnunum ber það mikla nafn: „European CommNefndin mælist til þess að einhver aðili ittee for the Prevention of Torture and hafi eftirlit með þeim stofnunum sem Inhuman or Degrading Treatment or vista frelsissvipt fólk. Engu slíku er fyrir Punishment,“ og útleggst á íslensku: að fara á Íslandi að mati nefndarinnar. Evrópunefnd Evrópuráðsins um forvarnir Haft er eftir umboðsmanni Alþingis að gegn pyntingum og ómannúðlegri eða niðstofnun hans hafi hvorki fjármuni né urlægjandi meðferð eða refsingu.1 mannafla til að sinna slíku eftirliti enda Þessi nefnd hefur nokkrum sinnum beini hún kröftum sínum að umkvörtkomið til Íslands. Hún skrifar skýrslu2 um unum einstaklinga. Nefndin bendir á að ástand mála og sendir íslenskum yfirvöldíslensk stjórnvöld hafi undirritað alþjóðMerki Evrópuráðsins. CONSEIL um sem veita síðan andsvör. Síðast kom COUNCIL lega yfirlýsingu er snertir slíkt eftirlit þessi nefnd til Íslands 18.–24. september (Optional Protocol to the United Nations DE L'EUROPE OF EUROPE árið 2012 og skilaði skýrslu ári síðar. Ís- „Plankinn“ frægi Conventions against Torture (OPCAT)). lensk stjórnvöld svöruðu fyrir sitt leyti Nefndin datt um „planka“ (wooden bo- Nefndin hvetur eindregið íslensk stjórnmeð skýrslu sem birt var 19. nóvember á ard)4 nokkurn á Litla-Hrauni sem fjöl- völd til að koma slíku eftirliti á. síðasta ári. miðlar ræddu dálítið um vorið 2013. Íslensk stjórnvöld svara þessu svo að Svör íslenskra stjórnvalda má lesa í: Þegar hún var hér á ferð árið 2004 mælt- ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvenær Response of the Icelandic Government to ist hún til þess að járnhringir sem festir staðfesta skuli nefnda yfirlýsingu. Málið the report of the European Committee for voru í gólf í öryggisklefa á Litla-Hrauni hafi verið til athugunar að í nokkur ár. the Prevention of Torture and Inhuman yrðu fjarlægðir. Þessa hringi átti að nota or Degrading Treatment or Punishment til að binda fanga niður undir ákveðnum Samfélagsþjónusta (CPT) on its visit to Iceland from 18 to 24 kringumstæðum. Þeir voru fjarlægðir. Nú aukin – og ungmenni September 2012.3 rak nefndin augun í viðarplötu nokkra Nefndin hvetur íslensk stjórnvöld til Nefndarmenn fara í fangelsi, lögreglu- með sex járnhringjum og var hún ætluð að halda áfram byggingu nýs fangelsis í stöðvar og geðdeildir, til að skoða aðbún- til sömu nota og hringirnir forðum í gólf- Reykjavík. Íslensk stjórnvöld svara að að þar og aðstæður. Rætt er við forstöðu- inu. Jafnframt sagðist nefndin hafa fengið verkið standi yfir, búið sé að bjóða það út menn viðkomandi stofnana, ráðamenn og upplýsingar um að fangi nokkur hefði í og að fangelsið verði tilbúið til notkunar fleiri um ástand í þessum málaflokkum. júlímánuði verið festur við hringina. Bað árið 2015.5 Nefndin ræddi meðal annars við nokkra nefndin um skýringar á þessu og að rannÞá segir nefndin að unnið hafi verið að fanga til að heyra sjónarhorn þeirra í sam- sókn færi fram á því atviki. því að fækka á fangabiðlistanum. Oft er bandi við fangelsismálin. Íslensk stjórnvöld fullyrtu í bréfi til talað um að 400 manns bíði afplánunarVERNDARBLAÐIÐ leit í skýrslu nefndarinnar í janúar á síðasta ári að þessi vistar. Inni í þeirri tölu eru einnig þau sem nefndar innar og svör íslenskra stjórn viðarplata hefði verið tekin og væri ekki sækja um samfélagsþjónustu. Nú geta þau valda á þeim þáttum er snerta fangelsi lengur notuð. Nefndin fagnaði því. Þá var sótt um sem eru með níu mánaða dóm og fangelsismál. Ekki er vitað hve margir útskýrt fyrir nefndinni hvernig platan hefði eða skemmri. Vonir stóðu til að það færi kynna sér efni skýrslu sem þessarar og verið notuð. Á henni var dýna og lá um- upp í tólf mánuði en það gekk ekki eftir. því ekki úr vegi að stikla á því helsta sem ræddur fangi á henni. Nefndin fékk send Nefndin gerir athugasemd við vistun þar er að finna sem og í svörum stjórn- myndskeið úr öryggismyndavélum til að ungmenna í fangelsum undir 18 ára aldri valda. skoða hvernig atvikið átti sér stað og þá en það komi fyrir og þá séu þau ekki aðÞessi nefnd Evrópuráðsins hefur komið fylgdi með umsögn læknis. Meðan fang- skilin frá eldri föngum. hingað til lands áður: 1993, 1998 og 2004. inn lá á dýnunni voru á staðnum hjúkr Svar stjórnvalda til nefndarinnar um Heimsóknin 2012 var því fjórða heim unarfræðingur og læknir. Í ljósi þessa þyrfti þetta er afdráttarlaust. Þetta mun ekki gersóknin. málið ekki frekari rannsóknar við. ast. Ungmenni á þessum aldri munu verða VERNDARBLAÐIÐ 2014
10
vistuð á viðeigandi stofnunum, uppeldisheimilum í umsjón Barnaverndarstofu.
Áfangaheimili Verndar Nefndin fer nokkrum orðum um losun fanga og hvernig að henni er staðið. Fangar fara úr lokuðu fangelsi í opið, Kvíabryggju eða Sogn, og þaðan á áfangaheimili Verndar. Afplánun lýkur svo að jafnaði með rafrænu eftirliti, ökklabandi. Nefndin bendir á að ekki sé að finna áfangaheimili fyrir konur og fangar verði að greiða fyrir dvöl sína á Vernd þar sem um sé að ræða einkarekna stofnun. Nefndin biður íslensk stjórnvöld að skoða þessa þætti nánar.6 Íslensk stjórnvöld benda á að kvenfangar séu að jafnaði fáir og afpláni ekki einir og sér. Karlar afpláni líka í kvennafangelsinu. Ekki sé rétt að aðeins eitt áfangaheimili sé á Íslandi. Þau séu nokkur og rekin af sjálfstæðum félögum sem fái fjármagn frá ríki og sveitarfélögum. Benda íslensk stjórnvöld nefndinni á að Fangelsismálastofnun hafi gert samning við Dyngjuna, sem sé áfangaheimili fyrir konur. Þar hafi þá þegar tvær konur dvalist á vegum fangelsisyfirvalda. Auk þessi hafi verið gerðir samningar við fleiri áfangaheimili. Bent er á að Fangelsismálastofnun greiði árlega gjald til Verndar sem gangi til niðurgreiðslu á viðverugjaldi fanga þar (sem sé kr. 60.000). Þá geti fangar sem þar dveljast sótt um styrk til sveitarfélags síns.
Öryggisgæsla Nefndin fékk örfáar athugasemdir um ætlað harðræði gagnvart föngum af hálfu fangavarða í fangelsum landsins. Segir hún fanga hafa hrósað starfsmönnum fangelsiskerfisins. Þá segist nefndin hafa séð að andrúmsloft í fangelsunum hafi verið almennt jákvætt. Nefndin getur þess að starfsfólk á LitlaHrauni hafi getið þess að engar nákvæmar reglur giltu um öryggisgæslu þar eystra og engin sérstök þjálfun stæði því til boða sem að notum kæmi hvað þann þátt snertir. Heilbrigðisstarfsfólk hafði líka orð á þessu. Lagt er til að íslensk stjórnvöld komi þessu í skikkanlegt horf. Jafnframt hefur nefndin fullan skilning á því að slíkar aðstæður geti skapast í fangelsi að grípa þurfi til vissra þvingunarúrræða. En þau úrræði eigi aðeins rétt á sér þegar um
neyð er að ræða, koma t.d. í veg fyrir að fangi skaði sjálfan sig og aðra. Ætíð skuli gera lækni viðvart þegar svo stendur á. Starfsfólk skal vera þjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og um þær gildi skýrar reglur. Íslensk stjórnvöld svara þessu til með því að í bígerð sé að setja reglur um verklag í þessum aðstæðum og að þjálfa starfsfólk.
Ofbeldi fanga gagnvart samföngum Það vakti athygli nefndarinnar að fangar á kynferðisbrotadeild Litla-Hrauns óttuðust aðra fanga og einnig þeir fangar sem voru í fíkniefnaskuld (drug-related debts) við samfanga sína. Þeir hafi t.d. neitað að fara í útivist á sama tíma og aðrir fangar. Hjúkrunarfræðingar töldu sig hafa séð merki um líkamsmeiðsl á föngum sem þeir hefðu hugsanlega orðið fyrir af hendi samfanga sinna. Að meðaltali vikulega. Nefndinni var tjáð á Litla-Hrauni að ef fangi segði hjúkrunarfræðingi frá meiðslum sem samfangi veitti honum þá væri um að ræða trúnaðarmál milli hans og heilbrigðisstarfsmannsins. Þá getur nefndin um það atvik er fangi fannst látinn inni á klefa sínum í maí 2012. Óskar nefndin eftir upplýsingum um það hvernig rannsókn á því máli miði. Einnig getur nefndin um atvik í fangelsinu á Akureyri þá fangi ógnaði öðrum fanga með hnífi. Engin meiðsl urðu en fórnarlambið kærði viðkomandi fanga. Óskar nefndin eftir upplýsingum um málalok atviksins á Akureyri. Ennfremur að yfirvöldum sé tilkynnt um öll alvarleg ofbeldisbrot fanga í fangelsum hvort heldur líkamstjón hlýst af eða að fórnarlamb kjósi aðeins að kæra. Atvik þessi skuli öll skráð. Hvatt er til að koma upp miðlægum gagnagrunni í fangelsiskerfinu sem geymi slík tilvik o.fl. Íslensk stjórnvöld segja að reglum hafi verið breytt þannig að fangar á kynferðis-
brotadeild hafi fengið sérútivistartíma og geti verið óttalausir. Aðrir fangar eru inni á meðan. Hjúkrunarfræðingar á LitlaHrauni hafi tjáð Fangelsismálastofnun að þeir hafi ekki séð líkamsmeiðsl að jafnaði vikulega á föngum sem rekja megi til samfanga. Þvert á móti hafi mjög fá slík tilvik orðið hin síðari ár. Auk þess er bent á ríka þagnarskyldu heilbrigðisstarfsfólks um allt er það verður áskynja um í starfi sínu, eins og t.d. ofbeldi, og geti ekki sagt frá því nema um ríka almenningshagsmuni sé að ræða eða tilvikið mjög alvarlegt. Þá reyni fangelsisyfirvöld að tryggja að fangar geti leitað sér aðstoðar fangavarða og annars starfsfólk verði þeir fyrir ofbeldi. Slík ofbeldisbrot eru öll tilkynnt til lögreglu. Heilbrigðisstarfsfólk sé að kanna hvort hægt sé að halda skrá um slík tilvik. Skráin yrði með þeim hætti að ekki væri hægt að greina hvaða fangi ætti í hlut hverju sinni og yfirvöldum væri tilkynnt jafnharðan um slík mál. Þá standi yfir vinna við að koma upp miðlægum gagnagrunni (centralised record system) fyrir öll fangelsin þar sem hægt verði að tengja saman rafrænar sjúkraskrár fanga (to interconnect the electronic medical record system of all healthcare staff involved with prisoners.) Einnig muni fangelsisyfirvöld sjá til þess að öll brot innan fangelsis sem og grunur um þau séu tilkynnt lögreglu og reyni þau að tryggja sem best öryggi fanganna. Um atvikið á Akureyri segir að viðkomandi fangi hafi hlotið dóm fyrir, tveggja mánaða óskilorðsbundinn dóm.
Skráning meiðsla Nefndin vekur athygli á því að engin fyrirmæli fyrirfinnist um hvernig skrá skulu meiðsli sem fangar kunna að verða fyrir, meiðsl sem t.d. samfangar eru valdir að, eða starfsmenn fangelsisins eða lögregla. Nefndin hefur eftir lækni á Litla-Hrauni að fangi sem kæmi til hans og sýndi hon-
Blómaker á útivistarsvæði á Litla-Hrauni lífgar upp á gráan hversdagsleikann.
11
VERNDARBLAÐIÐ 2014
Númeradeildin á Litla-Hrauni. um sár og meiðsli sem hann fullyrti að samfangi eða starfsmaður fangelsis eða lögreglumaður, tiltekinn einstaklingur/ starfsmaður væri valdur að þá myndi hann ekki skýra neinum frá þessum atvikum. Hann myndi aðeins skrá þessar ásakanir og lýsa sárum sjúklingsins. Sömu sögu höfðu læknar í öðrum fangelsum að segja. Nefndin telur að skrá verði öll slík tilvik hið fyrsta og greina viðeigandi yfirvöldum frá þeim. Íslensk stjórnvöld svara þessu síðasta svo að öll tilvik um ofbeldi innan fangelsa séu meðhöndluð í samræmi við íslensk lög. Fangar geti treyst því að fangelsislæknar rjúfi ekki trúnað við þá.
Framboð á störfum og aðstaða í fangelsunum Þetta er í fjórða skiptið sem nefndin kemur til Íslands eins og áður var g etið. Hún telur að framfarir hafi orðið þó nokkrar á Litla-Hrauni og gerir engar athugasemdir við aðbúnað í fangelsinu nema að þar þurfi að koma upp skjóli á íþróttavellinum. Annars sé allur aðbúnaður í góðu lagi: „…a generally high standard.“ Nefndin minnir þó á að fjölga þurfi starfstækifærum fyrir alla fanga á LitlaHrauni og auka framboð á afþreyingu. Einkum eigi þetta við langatímafanga. Svar íslenskra stjórnvalda hvað skjólið snertir er að þau muni bæta aðstöðuna í ljósi athugasemda nefndarinnar. Stjórnendur fangelsisins á Litla-Hrauni kosta kapps um það í hverri viku að útvega föngum vinnu, segir í svari stjórnvalda. Öllum föngum stendur og nám til boða. Fangelsið hefur staðið fyrir námskeiðum eins og í matreiðslu, silfursmíði, skapandi skrifum, tölvu, jóga o.fl. Afþreying stendVERNDARBLAÐIÐ 2014
ur öllum föngum til boða hvort heldur hún er runnin frá föngunum sjálfum eða stjórnendum fangelsisins. Þeir fangar sem vilja sinna eigin afþreyingu fá til þess aðstöðu.
Hegningarhúsið Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9 var auðvitað heimsótt. Nefndin telur allt þar með svipuðu sniði þá hún var hér árið 2004. Sumt hefur þó breyst ögn til hins betra. Einn tveggja manna klefi var tekinn úr notkun og nokkurs konar dagstofa búin til úr honum þar sem horfa má á sjónvarp, spila, lesa blöðin o.s.frv. Hvatt er til þess að fjölga tækifærum til afþreyingar, náms og vinnu. Íslensk stjórnvöld svara því til með Hegningarhúsið að því eigi að loka á næstunni. Það sé ótækt sem fangelsi.
Kópavogsfangelsið Kópavogsfangelsið var og heimsótt. Þar var allt við það sama frá því í heimsókn-
inni 2004. Nefndin gerir ekki almennar athugasemdir við aðstæður í fangelsinu. Hún telur að koma þurfi upp skjóli í útvistargarði fangelsisins og fjölga vinnutækifærum. Hins vegar gerir nefndin eins og áður athugasemdir við það að ekki sé aðskilnaður milli kynjanna í fangelsinu. Konur eigi að áliti hennar að afplána sér. Fyrst svo sé ekki verði að tryggja að allir fangar samþykki að karlar og konur afpláni með þeim hætti sem þar er gert. Nefndin hvetur til þess að í nýja fangelsinu á Hólmsheiði verði tryggt að konur afpláni sér og karlar sér. Íslensk stjórnvöld svara nefndinni svo hvað Kópavogsfangelsið snertir: Vinnuframboðið þar er stundum meira en nóg og stundum lítið sem ekkert. Önnur störf í fangelsinu eru þrif, eldhúsvinna og matseld. Í mörg ár hefur sameiginleg afplánun karla og kvenna tíðkast í fangelsinu. Samgangur milli kynjanna er töluverður. Karlfangarnir eru sérvaldir til afplánunar í Kópavogsfangelsinu og fari ekki þangað fyrr en eftir nokkra dvöl í öðru fangelsi. Þeir skulu vera hæfir til vinnu og vera í jafnvægi, mega ekki hafa fengið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konum. Karlfangar eru látnir víkja úr fangelsinu komi til einhverra samskiptaörðugleika milli þeirra og kvenfanga. Fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði verður með sérstakri álmu fyrir konur en gert er ráð fyrir því að samgangur verði milli kynjanna í starfi, námi og afþreyingu. Blöndun kynja í afplánun hefur gengið vel að mati íslenskra yfirvalda. Konum er heimilt að afplána jafnt á við karla í opnum fangelsum.
Kópavogsfangelsið - Evrópunefndin vill skjól í kringum húsið.
12
Fangelsið á Akureyri Fangelsið á Akureyri var heimsótt 1998 af nefndinni og hafði í þessari heimsókn heldur betur tekið stakkaskiptum frá þeim tíma. Það var allt tekið í gegn 2008. Nefndin er ánægð með fangelsið út af fyrir sig en telur að bæta þurfi lýsingu í gæsluvarðhaldsklefanum og ótækt sé að útivist gæsluvarðhaldsfanga fari fram að kvöld- eða næturlagi. Þá þarf að fjölga atvinnutækifærum í fangelsinu. Gæsluvarðhaldsklefinn á Akureyri er gluggalaus. Íslensk stjórnvöld telja klefann gluggalausa hins vegar góðan fyrir sinn hatt en gluggaleysið er vissulega ókostur. Hyggj ast þau jafnframt bjóða gæsluvarðhaldsföngum sem það kjósa að vera í klefum sem eru í kjallara hússins enda þótt þeir séu ekki eins góðir og sá gluggalausi. Um atvinnu er því svarað til að á sumrin sé vinna líflegri en í annan tíma. Verið sé að setja saman grill, bílar þrifnir o.fl. Þá er unnið við útistörf við fangelsið. Námsframboð hafi og aukist. Útivist gæsluvarðhaldsfanga verði tekin til alvarlegrar athugunar. Þess er þó getið að ekki sé algengt að fangelsið hýsi gæsluvarðhaldsfanga.
Heilsugæsla - læknisrannsóknir Hún er með svipuðu sniðu og þá nefndin heimsótti Ísland síðast. Nefndin telur að hjúkrunarfræðingur eigi að koma í Hegningarhúsið, Kópavogsfangelsið og Akureyrarfangelsið á hverjum degi. Einnig mælir hún með því að læknir komi oftar á Litla-Hraun en nú er og æskilegast væri að hann kæmi á hverjum degi. Þá leggur nefndin til að aðstaða heilbrigðisstarfsfólks í Hegningarhúsinu, Kópavogsfangelsinu og Akureyrarfangelsinu, verði bætt. Hugað verði að tækjakosti – nefndinni var tjáð að blóðþrýstingsmælir í Hegningarhúsinu væri iðulega óvirkur. Þá tók nefndin eftir því að ekki færi fram skipuleg læknisrannsókn á nýjum föngum á Litla-Hrauni. Í öðrum fangelsum gæti jafnvel slík rannsókn dregist í tvær vikur. Nefndin telur þetta ótækt og skorar á íslensk yfirvöld að bæta úr þessu svo allir fangar gangist undir læknisrannsókn 24 klst. eftir komu. Íslensk stjórnvöld svara þessu svo að þau muni nýta sér þessar athugasemdir ef
skipulag heilbrigðismálanna verði breytt – eða meira fjármagni verði varið til þeirra.
Geðheilbrigðisþjónusta og vímuefnameðferð Nefndin hefur miklar áhyggjur af því að geðlæknir kemur aðeins tvisvar í mánuði á Litla-Hraun. Þetta er slök þjónusta að mati hennar. Eins telur nefndin að auka þurfi sálfræðiþjónustu í fangelsunum. Sálfræðingur kemur vikulega í Hegningarhúsið og verkefni hans þar sé annars vegar áhættumat og hins vegar meðferðarsamtöl. Í Kópavogsfangelsið kemur hann einu sinu sinni á tveggja vikna fresti. Akureyrarfangelsið er heimsótt af sálfræðingi á þriggja mánaða fresti. Nefndin óskar jafnframt eftir upplýsingum um fund á vegum fangelsisyfirvalda og heilbrigðiskerfisins um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum. Hún mælist til þess að geðheilbrigðisþjónusta verði bætt svo muni í öllum fangelsunum sem heimsótt voru og sömuleiðis sálfræðiþjónusta og þá einkum við Akureyrarfangelsið. Lýst er ánægju með vímuefnameðferð á Litla-Hrauni og hvatt til þess að svipuð meðferð fari fram í öðrum fangelsum. Íslensk stjórnvöld svara þessu svo með því að benda á að meðaltími innlagna á geðdeildir séu 14 dagar og 11 dagar á bráðageðdeild. Síðan er fólki vísað til göngudeilda. Þetta á líka við um fanga, þeir dveljast ekki að meðaltali lengur á geðdeildum en hinn almenni borgari. Viðræður standi yfir milli fangelsis yfirvalda og heilbrigðiskerfisins um þessi mál og óskað er eftir meiri samvinnu um þau. Geðheilbrigðiskerfið og fangelsis yfirvöld hafa fundað um aðgengi fanga að geðlæknisþjónustu. Ekkert formlegt sam komulag hefur enn verið gert um þessa þjónustu. Sálfræðingur á Litla-Hrauni og starfandi geðlæknir þar þá nefndin var hér í heimsókn eru tengiliðir við geðsvið Landspítala-háskólasjúkrahús. Ábending um meðferðarstarf í öðrum fangelsum verður tekin til athugunar.
Sitthvað til athugunar Nefndin er ánægð með heimsóknaraðstöðu fanga og að heimilt sé að heimsækja þá í tvær klukkustundir einu sinni í viku. Um 10% fanga fá s.k. glerheimsóknir og væntir nefndin þess að það heyri til undantekninga. Heimsóknir í slíkum að-
13
Herbergi glerheimsókna. Talast er við í dyrasíma. stæðum eigi þá einkum að tryggja öryggi eða rannsóknarhagsmuni í einstökum málum. Ánægju er lýst með aðgengi að síma og bréfasambandi. Nefndin telur að einangrunarvist í refsingarskyni í fangelsunum sé hæfileg. Hún telur þó að bæta þurfi útivistaraðstöðu fanga sem eru í einangrun á Litla-Hrauni, hana þurfi að stækka. Þá þurfi að bæta skráningu á agabrotum í fangelsunum sem heimsótt voru. Ekki hefur dregið úr fjölda þeirra sem sæta einangrunarvist miðað við árið 2004 heldur hefur hann aukist. Nefndin ítrekar að einangrunarvist geti reynst föngum hættuleg og hún eigi að standa yfir eins stutt og hægt er. Fangar sem vistaðir eru í öryggisálmu njóta ekki eins mikils aðgengis að íþróttum og námi eins og aðrir fangar. Þá hafi þeir ekki haft neina vinnu. Nefndin telur að þeir eigi ekki að búa við slíkar aðstæður umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja öryggi þeirra og annarra. Hvetur hún fangelsisyfirvöld á Litla-Hrauni til að endurskoða þetta. Þá telur nefndin að læknir eigi helst að vitja fanga í einangrunarvist á hverjum degi. Hvað útivistaraðstöðu í einangrun á Litla-Hrauni þá svara íslensk stjórnvöld því til að ekki standi til að bæta þá aðstöðu. Aðeins einn fangi í senn noti þá aðstöðu og rými sé nægilegt. Nefndin rak augun í að ýmsar auglýsingar og bæklingar væru aðeins á íslensku. Íslensk stjórnvöld segja skrá um agabrot fanga á Litla-Hrauni nái allt aftur til ársins VERNDARBLAÐIÐ 2014
1998. Slíkar skrár sé einnig að finna um agabrot í öðrum fangelsum. Fangar sem eru í einangrun vegna agabrota hafa heimild til útivistar á hverjum degi. Séu þeir í námi þegar þeim er gerð refsing mega þeir hafa námsgögn hjá sér inni á klefa. Fangar á öryggisdeild eru vistaðir þar allt að þrjá mánuði í senn. Slíka vist má framlengja ef nauðsyn krefur. Þeir njóta sömu réttinda og aðrir fangar hvað snertir t.d. nám og vinnu. Tómstundum sínum verja þeir hins vegar ekki með öðrum föngum. Hvað snertir athugasemdir nefndarinnar um daglega læknisvitjun til fanga í einangrun þá hefur verið stofnaður vinnuhópur sem fer yfir vistun í einangrun og tekur heilsuteymið á Litla-Hrauni þátt í því starfi. Þegar er byrjað að þýða bæklinga og annað efni á önnur tungumál.
Eftirlit með fangelsum Nefndin segir að allt frá árinu 1999 hafi íslensk stjórnvöld greint frá því að þau væru með áætlanir um að setja á laggirnar sérstaka stofnun sem hefði eftirlit með fangelsum. Áður hefur verið minnst á að umboðsmaður Alþingis hafi engin tök á að sinna slíku eftirliti. Nefndin hvetur íslensk stjórnvöld til að koma þess háttar eftirliti á og sinni það öllum fangelsum landsins. Það skuli vera sjálfstætt, skoða fangelsi og aðbúnað fanga, taka við kvörtunum frá þeim sem lúta að meðferð á þeim í fangelsunum. Íslensk stjórnvöld svara þessu svo að málið sé enn í athugun og með hvaða hætti slíku eftirliti yrði komið á. Engin lausn hefur fundist. Jafnframt er bent á að umboðsmaður Alþingis hafi visst eftirlit með stofnunum hins opinbera og þar með fangelsum landsins.
Meðferð kynferðis brotamanna Nefndin telur skorta almennt (general absence) meðferð í fangelsunum sem ætluð séð kynferðisbrotamönnum. Hvetur hún íslensk stjórnvöld til að vinda bráðan bug að því til að draga úr ítrekunartíðni kynferðisbrota og að undirbúa fangana fyrir þann dag þá þeir losna. Þessu svara íslensk stjórnvöld svo: Kynferðisbrotamönnum er boðin einstaklingsmiðuð aðstoð sem byggir á hugrænni VERNDARBLAÐIÐ 2014
Hvað kallast nefndin á íslensku?
Evrópunefnd Evrópuráðsins um forvarnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu. atferlismeðferð. Stundum er viðkomandi fangi ekki fús að taka þátt í slíkri meðferð og er þá reynt að ræða við hann og fá hann til þátttöku. Meðferðin felst í tveimur þáttum: að beina kynlöngun viðkomandi í annan farveg en þann óæskilega og að koma í veg fyrir að hann brjóti aftur af sér. Þeir brotamenn sem glíma við barnagirnd hafa forgang að sálfræðimeðferð í fangelsum. Hugræn atferlismeðferð er notuð í fangelsunum og rannsóknir sýna að hún gefur góða raun.
Um nefndina Nefndin heimsækir Evrópulönd til að kynna sér aðstæður þeirra sem svipt hafa verið frelsi. Þetta fólk er hýst í fangelsum, geðsjúkrahúsum, lögreglustöðvum, upptökuheimilum og flóttamannasetrum. Nefndin hefur ótakmarkaðan aðgang að slíkum stöðum og getur skoðað þá hindrunarlaust. Hún ræðir einslega við þau sem svipt hafa verið frelsi og við hverja þá sem veitt geta upplýsingar. Þegar heimsókn er lokið semur nefndin skýrslu og sendir til viðkomandi yfirvalda í því landi sem heimsótt var. Í skýrslunni er að finna athugasemdir nefndarinnar, tilmæli og fyrirspurnir. Nefndin óskar jafnframt eftir svari við skýrslu sinni frá viðkomandi landi. Nefndin heimsækir löndin á nokkurra ára fresti. Hún getur líka komið í skyndiheimsókn. Nefndin hefur samvinnu við löndin enda er það markmið hennar að sjá til þess að frelsissvipt fólk sæti mannúðlegri meðferð. Hún fordæmir ekki löndin enda þótt þau kunni að brjóta á fólki.
Verslunin Rimlakjör á Litla-Hrauni.
14
Evrópuráðið Nefndin var stofnuð af Evrópuráðinu 1989. Nefndarmenn koma úr ýmsum áttum. Eru lögfræðingar, læknar, sérfræðingar í fangelsis- og lögreglumálum. Þeir eru ekki fulltrúar þeirra landa sem velja þá heldur koma fram sem einstaklingar. Þeir taka ekki þátt í heimsókn til þess lands þar sem þeir eiga ríkisborgararétt. Einn Íslendingur hefur setið í nefnd inni, sr. Jón Bjarman. Starfaði hann í nefndinni frá 1992 og til 2000 og fór í alls þrettán opinberar vitjanir með henni til landa sem heyra undir Evrópuráðið. Nefndin er á vegum Evrópuráðsins en það eru alþjóðasamtök 47 ríkja Evrópu sem stofnað var 1949. Öll Evrópuríki geta sótt um aðild að ráðinu ef þau teljast vera réttarríki byggð á lögum og virða grundvallar mannréttindi og frelsi borgara sinna. Evrópuráðið er með höfuðstöðvar í Strassborg, nálægt landamærum Þýskalands og Frakklands. Evrópuráðin tengist ekkert Evrópusambandinu og er ekki á vegum þess enda þótt öll aðildarríki þess séu í Evrópuráðinu. HSH tók saman úr skýrslunni og úr svörum íslenskra stjórnvalda.
Heimildir
1 Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar íslenska utanríkisráðuneytisins: http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is/leit-nidurstodur.adp?leitarord=tort&tungumal=en 2 Skýrsluna má finna hér: http://www.cpt.coe.int/ documents/isl/2013-37-inf-eng.htm 3 Svör íslenskra stjórnvalda má lesa í: Response of the Icelandic Government to the report of the European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment (CPT) on its visit to Iceland from 18 to 24 September 2012 (Sjá: http://www. cpt.coe.int/documents/isl/2013-38-inf-eng.pdf) 4 Hér er í raun ekki um „planka“ að ræða, heldur miklu fremur plötu úr hörðum viði með áföstum hringjum. 5 Verður árið 2016 skv. nýjum áætlunum. 6 Nefndin ræddi ekki við stjórnendur Verndar um þessi mál. Hefði hún gjarnan mátt gera það.
In memoriam
KVEÐJA FRÁ STJÓRN VERNDAR
Bjarki Elíasson
Hermann Gunnarsson
Hannes Þ. Sigurðsson
Bjarki Elíasson gegndi formennsku í Vernd frá desember 1981 fram til aðalfundar vorið 1982. Hann kom að starfi Verndar árið 1962 og sat í stjórn samtakanna til 1984. Bjarki fæddist á Dalvík 15. maí 1923 og lést í Reykjavík 21. janúar 2013. Hann var vélstjóri að mennt og stýrimaður. Stundaði sjómennsku í nokkur ár bæði sem stýrimaður og skipstjóri. Síðar lauk hann prófi frá Lögregluskólanum 1954 og fór til framhaldsnáms í lögreglufræðum til Bandaríkjanna og Bretlands. Hann starfaði hjá lögreglunni frá 1953 og til 1993. Bjarki var yfirlögregluþjónn árið 1966 og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins 1993. Þegar starfsævinni lauk hjá lögreglunni sneri hann sér að vaktmannsstörfum hjá Þjóðarbókhlöðunni. Bjarki var maður friðar og sátta og var formaður Verndar um skamma hríð á erfiðaleikatíma í samtökunum. Enginn var betri mannasættir en hann þar sem allrar sanngirni var gætt. Hann var mannvinur og beitti sér mjög fyrir bættum hag þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu. Hann var kjörinn heiðursfélagi Verndar árið 2010. Félagasamtökin Vernd kveðja Bjarka Elíasson, með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans.
Hermann Gunnarsson sat um árabil í aðalstjórn Verndar á níunda áratug síðustu aldar og var í íþróttaráði samtakanna um hríð. Hann fæddist í Reykjavík 9. desember 1946 og lést á Tælandi 4. júní 2013. Hermann var þjóðkunnur maður. Knattspyrnumaður, íþróttafréttamaður, skemmtikraftur og þáttastjórnandi. Fyrir síðustu jól kom út ævisaga Hermanns, Á tali hjá Hemma Gunn. Hana skráði Orri Páll Ormarsson, blaðamaður. Hermann var öflugur liðsmaður Verndar og mikill mannvinur. Hann var óþreytandi baráttumaður gegn óreglusömu líferni og háði þá baráttu ekki aðeins fyrir aðra heldur og í eigin lífi. Þegar gervigrasvöllurinn var tekinn formlega í notkun á Litla-Hrauni 2012 kom Hermann með lið vaskra manna til að spila fótbolta við strákana á Hrauninu. Hann lék á als oddi og höfðu fangar gaman af heimsókn hans. Fangar mátu Hermann mikils og hann náði vel til þeirra. Félagasamtökin Vernd minnast Hermanns Gunnarssonar með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hans.
Hannes var mikill Verndarvinur og þeir voru margir aðalfundirnir sem hann stýrði. Alltaf mátti treysta því að allt færi vel fram þegar hann var við fundarstjórnina. Auk þess var að félagslegur endurskoðandi Verndar í mörg ár og gerði það af mikilli prýði og samviskusemi. Hannes Þorsteinn var fæddur í Reykjavík 3. júlí 1929 og lést 17. apríl 2014. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1948 og fékkst við margvísleg störf. Lengst af starfaði hann hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. Kunn astur er hann eflaust fyrir störf sín í íþróttahreyfingunni en hann var knattspyrnu – og handknattleiksdómari. Hann sat í fjölda nefnda á vegum íþróttahreyfingarinnar og var virtur vel á þeim bæ sem og annars staðar þar sem hann lét að sér kveða. Hannes var ætíð hress í framgöngu, bjartsýnn og brosleitur. Fangahjálpin Vernd er þakklát fyrir að hafa notið starfa hans. Guð blessi minningu Hannesar Þ. Sigurðssonar.
15
VERNDARBLAÐIÐ 2014
FYRSTI BÍLL LITLA-HRAUNS Nauðsynlegt var fyrir vinnuhælið á Litla-Hrauni að eiga bíl. Í lok febrúar 1929 pantaði hælið bíl, nánar til tekið Chevrolet-vörubifreið, LQ. Hann kostaði kr. 3.470 og var keyptur af Jóh. Ólafssyni og Co, Reykjavík. Þá var pantað tæki til að velta af hlassi og kostaði það kr. 375. Þetta voru staðgreiðsluviðskipti hins opinbera og veitti fyrirtækið 200 kr. afslátt. Gert var ráð fyrir að bifreiðin og tækið kæmu þann 10. mars 1929 með e.s. Gullfossi. Byggður var bíl- og geymsluskúr við vinnuhælið á Litla-Hrauni í maí 1929.
Chevrolet LQ vörubifreið árg. 1929.
SLAPP MEÐ SKREKKINN! Dauðarefsing er umdeild og henni er beitt í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna, Kína og víðar. Fréttir berast stundum af því að menn séu leystir úr haldi af dauðadeildum eftir að hafa setið í fangelsi í mörg ár. Ný gögn hafa þá komið upp og sannað sakleysi manna. Löng bið á dauðadeild hefur oft verið gagnrýnd og talið að hún farið illa með sálarlíf manna (og skyldi engan undra). En hún getur komið sér vel ef unnið er í málum hinna sakfelldu og leitað nýrra gagna og sannana fyrir sakleysi viðkomandi. Í marsmánuði s.l. var maður að nafni Glenn Ford sýknaður af morðákæru.
Hann hafði setið inni á dauðadeild Angola fangelsisins í Louisianaríki í Bandaríkjunum í þrjátíu ár. Ekki þarf að spyrja að því að hann er blökkumaður og var dæmdur af hvítum kviðdómi. Hann var dæmdur 1984 fyrir morð á hvítum manni en hann neitaði ætíð sök. Réttarhöldin voru ekki réttlát og meðal annars borin fram ljúgvitni sem síðar játuðu að hafa logið. Enginn hefur setið jafnlengi á dauðadeild í Bandaríkjunum þar til dómi var snúið við. Ford er sá 144. í röð dauðadæmdra manna sem leystur er úr haldi síðustu fjörutíu árin vegna þess að dómur
reyndist vera rangur. Hann er 64 ára gamall og sagði við fréttamenn þegar hann var leystur úr haldi: „Þetta er frábært. Hugurinn leitar í ýmsar áttir. Ekki get ég snúið aftur til þess tíma þegar ég var 35 ára, 38 og 40 ára.“ Um þetta má lesa nánar í vefútgáfu The Guardian: theguardian.com (frá 12. mars s.l.). Lista yfir þá sem dæmdir hafa verið til dauða og síðan sýknaðir eða leystir úr haldi þar sem þeir voru saklausir, má finna hér: http://www.deathpenaltyinfo. org/innocence-list-those-freed-deathrow
MINNT Á FANGELSISMINJASAFNIÐ Nú eru sveitarstjórnarkosningar á næsta leiti. VERNDARBLAÐIÐ hefur áður minnt á að tímabært sé að huga að því að koma upp safni sem geymi sögu fangelsa og refsinga á Íslandi. Eyrarbakki hefur verið nefndur sem heppilegur staður og þarf ekki að hafa mörg orð um það. Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins og hefur starfað á þessu ári í 85 ár. En til þess að koma upp fangelsisminjasafni á Eyrarbakka þarf sveitarfélagið að hafa forystu um málið. Fangelsisminjasöfn eru víða til og draga til sín fjölda manna.
VERNDARBLAÐIÐ 2014
Slík söfn eru gjarnan sett upp í gömlum fangelsum þar sem rekstri hefur verið hætt. Nærtækt dæmi um slíkt er gamla Horsens fangelsið í Danmörku en því var lokað 2006 og hafði verið í notkun frá árinu 1853. Þar er myndarlegt fangelsisminjasafn. Þegar Hólmsheiðarfangelsið verður tekið í notkun árið 2015 mun Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg 9 verða lokað. Sagt er að margir hafi augastað á því húsi undir margvíslegan rekstur. Kannski væri við hæfi að nota það sem
16
safn fyrir fangelsi og refsingar á Íslandi ef önnur sveitarfélög stökkva ekki á hugmyndina. Hver veit. Ekki ætti fjöldi ferðamanna í Reykjavík og nágrenni að standa þar í vegi. Þeir fyrir austan gætu jafnvel aukið ögn við straum ferðamanna þar með því að koma upp einstöku safni. Í lokin skal áhugasömum bent á fínan vef um danska fangelsissögu: http://faengselshistorie.dk/ Þá er og hér gagnvirkur vefur: http://www.faengslet2.dk/
BLINDUR ER BÓKLAUS FANGI... Bóklestur er hluti af afþreyingu fólks. Bókin hefur átt aðeins undir högg að sækja í nútímanum og þá er gjarnan bent á tölvur sem sökudólg. Á undan þeim héldu menn að sjónvarpsáhorf myndi ganga frá bókinni. Svo varð ekki enda þótt drægi úr bóklestri. Í fangelsi er afþreying af skornum skammti en þó er hún misjöfn milli fangelsa. Opnu fangelsin á Kvíabryggju og Sogni hafa sérstöðu þar sem fangar hafa netaðgang mestan hluta sólarhringsins. Eins er netaðgangur takmarkaður í fangelsinu á Akureyri. Almennt tengist netaðgangur í fangelsum námi fanga. Rafbækur eru eflaust komnar til sögu í fangelsum landsins hjá þeim föngum sem eru með tölvur. Þegar spurt er hvernig bóklestur sé í fangelsum þá er því gjarnan svarað svo að það séu einkum eldri fangar sem lesa. Annars er bóklestur upp og ofan, kemur stundum í hviðum að sögn og er minni þess á milli. Margir fangar eiga að sjálfsögðu sjálfir bækur sem þeir koma með eða fá að gjöf og eru í hillu inni á klefa þeirra. Nýjar bækur berast furðu fjótt inn í fangelsin. Rauði krossinn hefur gefið bækur og sumir útgefendur. Þá hafa aðrir velunnarar fangelsa gefið bækur. Bókakosturinn stendur fyrst og fremst saman af skáldsögum og þjóðlegum fróðleik.
Aðstaða fyrir geymslu bóka í fangelsum er misjöfn. Í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 eru bækur geymdar í einum skáp frammi á gangi. Þar er bjart og auðvelt að lesa á kili bókanna. Á Kvíabryggju eru bækur líka geymdar í skápum frammi á gangi. Í Kópavogsfangelsi eru bækur geymdar í skápum í kjallara. Bækur á Sogni eru í herbergi inn af kennslustofu. Á Akureyri eru bækur í vinnuherbergi á jarðhæð og sömuleiðis á fangadeildinni sjálfri. Bókasafnsaðstaða er sennilega best á Litla-Hrauni en safnið er þar í kjallara gamla hússins sem tekið var í notkun 1929. Þar er jafnframt vinnuaðstaða fyrir þá sem koma á safnið. Fangar hafa ágætt aðgengi að bókum þó að bókakostur sé misjafn frá einu fangelsi til annars. Í gæsluvarðhaldsvist lesa fangar töluvert en þeim gefst líka kostur á að horfa á DVD-myndir í litlum tækjum. Í fyrra kom út BA-ritgerð í bókasafns- og upplýsingafræði sem fjallaði um Bókasafnsþjónustu í fangelsum – menntun og starfsþjálfun fanga. Höfundur er Kolbrún Edda C. Sigurhansdóttir. Það er fróðleg ritgerð og þar kemur m.a. fram að bókasöfn í fangelsum hafi jákvæð áhrif á fanga og eru mikilvæg fyrir félagslega endurhæfingu þeirra. Bækur geti virkað sem andleg meðferð fyrir fanga og fengið þá til að
Úr bókasafninu á Litla-Hrauni. slaka á, dreifa huganum og þróa gagnrýna hugsun. Í lokaorðum sínum telur Kolbrún Edda að bókasafnsþjónustu við fanga á Íslandi sé að mörgu leyti ábótavant og sé þróun þeirra mála komin lengra hjá nágrannaþjóðum okkar. Telur hún að þessu valdi m.a. fjármagnsskortur og hugsanlegt vanmat yfirvalda á mikilvægi bókasafna í vistun og endurhæfingaferli fanga. Hún segir: „Með því að efla hlutverk og starfsemi bókasafna í fangelsum geta þau haft jákvæð áhrif á fanga á meðan á vist þeirra stendur og bætt þekkingu og færni einstaklinganna. Söfnin geta aukið áhuga fanga á bókum og hvatt þá til yndislesturs og náms.“ Þessa athyglisverðu ritgerð má lesa á þessari slóð: http://skemman.is/en/ stream/get/1946/14976/35603/1/Lokaritgerdin_vei..pdf
NÝTT VISTVÆNT VERKEFNI Á LITLA-HRAUNI Fyrir nokkru hófst samvinna milli fangelsisins á Litla-Hrauni og fyrirtækisins Fengs í Hveragerði um sekkjun á vistvænum spæni sem notaður er í landbúnaði. Fyrirtækið Fengur var stofnað 2009 og rekur meðal annars endurvinnslu. Spænir þessi eru úr timbri sem fellur til hér á landi og það er þurrkað með jarðgufu. Þess vegna er fyrirtækið með höfuð stöðvar sínar í Hveragerði.
Spænirinn er síðan fluttur á Litla-Hraun. Þar sjá þrír fangar um að koma honum í neytendavænar umbúðir. Í bígerð er að framleiða 3000 tonn af spæninum fyrir íslenskan markað.
17
VERNDARBLAÐIÐ 2014
RADDIR FANGA
AFSTAÐA Í ÁRATUG Trúnaðarráð fanga hóf árið 2001 hagsmunabaráttu fyrir réttindum fanga á Íslandi. Fyrstu árin voru eins og að berja hausnum við vegg. Spurðu stjórnarmenn trúnaðarráðs sig oft hvort baráttan væri fyrirhafnarinnar virði enda svörin sem bárust frá mismunandi stofnunum flest á sama veg: „Þið eruð fangar og eigið ekkert gott skilið.“ Fangelsismálastofnun neitaði að hitta trúnaðarráðið og ræða okkar helstu hagsmunamál. Framkoma stjórnenda á Litla-Hrauni var á svipuðum nótum, þrátt fyrir að framkvæmdastjóri fangelsisins hitti trúnaðarráðið reglulega til málamynda. Eftir að trúnaðarráðið hafði starfað í eitt ár hafði fjöldinn allur af bréfum, kvörtunum og fyrirspurnum verið sendur á aðila í stjórnkerfinu og virtist sem glitti í hugarfarsbreytingu. Dómsmálaráðuneytið1 lýsti þeirri afstöðu sinni í bréfi til trúnaðarráðsins að það teldi eðlilegt að fangelsismálastofnun fundaði reglulega með okkur. Úr varð að forstjóri stofnunarinnar mætti á LitlaHraun ásamt starfsmönnum sínum til fundar, sem reyndist þó eingöngu vera til málamynda enda einkenndist hann af hroka, yfirgangi og eintali.
Skipt um forstjóra Eftirlitsnefnd Evrópuráðsins (CPT)2 kom til fundar við trúnaðarráðið auk þess sem fundað var með umboðsmanni Alþingis, allsherjarnefnd Alþingis, ráðherra, félagsþjónustunni og fleiri opinberum aðilum. Í kjölfarið var skipt um forstjóra og urðu við það miklar breytingar til batnaðar. Nýr forstjóri fangelsismálastofnunar, Valtýr Sigurðsson, var skipaður árið 2004 og kom hann á virku samstarfi við trúnaðarráðið sem fékk þá nafnið Afstaða. Lög um fullnustu refsinga, sem þá voru í vinnslu, voru send Afstöðu til umsagnar og leiddu athugasemdir til þess að breytingar til batnaðar urðu á frumvarpinu. Mannréttindaskrifstofa Íslands vann VERNDARBLAÐIÐ 2014
Matarbakkar á leið í fangahús nr. 3 á Litla-Hrauni. úttekt á málefnum fanga til að hægt yrði að bæta úr brotalömum í fangelsismálum, m.a. til að koma í veg fyrir sjálfsvíg sem höfðu verið nokkur á Litla-Hrauni. Afstaða vann í framhaldinu, ásamt fangelsisyfirvöldum, að úrlausnum á eineltismálum og stóð fyrir auglýsingaherferð gegn notkun fíkniefna. Mikill árangur varð af slíku sameiginlegu átaki sem leiddi til betra umhverfis fyrir bæði starfsfólk og fanga, auk þess sem sett var í lög ákvæði um talsmenn fanga.
Aftur í gamla farið Nú árið 2014 virðist eins og snúið hafi verið frá því starfi sem var byggt upp í tíð Valtýs Sigurðssonar, til hins fyrra horfs. Núverandi forstjóri fangelsismálastofnunar sendi stjórn Afstöðu nýlega bréf, í anda nýrra stjórnunarhátta, að hann hyggist ekki funda með talsmönnum fanga. Innanríkisráðuneytið svaraði kvörtun Afstöðu um þetta efni á þann veg að fangelsismálastofnun væri ekki skylt að funda með talsmönnum fanga! þrátt fyrir að í skýringum með frumvarpi til laga um
18
fullnustu refsinga komi fram að ætlun löggjafans sé að hlutverk slíkra talsmanna sé að „vinna að málefnum fanga og koma fram fyrir þeirra hönd í viðræðum við fangelsisyfirvöld og út á við”. Afstöðu hefur verið bannað að ræða við þá einstaklinga sem koma nýir á LitlaHraun, þrátt fyrir ákvæðið um talsmenn fanga. Sett hefur verið þak á alla vinnu og þóknun lækkuð fyrir tiltekin störf. Langtímafangar fá ekki lengur fjárhagsaðstoð til að standa undir kostnaði við tannlækningar og lögbundnum dagpeningum, sem eiga að duga fyrir helstu hreinlætisvörum, verið breytt í atvinnuleysisbætur sem falla niður stimpli fangi sig ekki fyrir kl. 10.00 hjá verkstjóra. Dagpeningar og þóknun fyrir vinnu hafa ekkert hækkað síðan 2006, þrátt fyrir að allt hafi hækkað úti í samfélaginu og verslun Litla-Hrauns leggi aukalega 20% álagningu á allar vörur. Símkort eru síðan seld með álagningu hjá dýrasta símafyrirtækinu, sem gerir föngum erfitt fyrir að viðhalda samskiptum við fjölskyldu og vini.
Mannleg reisn Árið 2005 var unnin skýrsla um sjálfsvíg fanga þar sem fram kom að mikilvægt sé að fangar séu ekki einangraðir frá samskiptum, enda sé slíkt líklegt til auka hættu á sjálfsvígshugsunum og leiða hugsanlega til sjálfsvíga. Undanfarin ár virðist þó allt hafa miðað að því að þrengja að föngum. Allir eiga rétt til að lifa með mannlegri reisn, líka fangar! Til þess að það megi verða þurfa þeir að hafa tök á að kaupa sér skó, fatnað og huga að tannheilsu sinni. Ekkert af þessu er inni í þeim viðmiðum sem fangelsisyfirvöld hafa til hliðsjónar þegar lögbundin árleg endurskoðun dagpeninga og þóknunar hefur farið fram enda hefur hún ekki hækkað frá því að Páll Winkel tók við sem forstjóri fangelsismálastofnunar. Ekki er tekið tillit til þess, þegar forstjórinn leggst yfir árlega endurskoðun á gjaldskrá þóknunar fyrir vinnu og nám, að fangar sjái í
auknu mæli um að standa undir rekstri fangelsa, t.d. með kaupum á sængurverum og okurverði á símkortum, né að þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn til að fara, oft um langan veg, í dagsleyfi og geta gefið börnum sínum gjafir á tímamótum. Reyndar hefur verið gengið svo langt í að einangra fanga á Litla-Hrauni að þeir mega ekki lengur sitja saman inni á klefum og er þannig meinað að fara um stóran hluta þess litla rýmis sem þeir eru lokaðir inni í stóran hluta dagsins. Stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum hafa verið að færa stefnu sína í átt til betrunar enda stuðlar hún að mannlegri reisn og tækifærum sem gera einstaklingum, sem hafa farið út af beinu brautinni, mögulegt að verða hluti af samfélaginu á ný. Íslensk stjórnvöld eiga langt í land með að standa jafnfætis hinum Norðurlöndunum þegar kemur að fangelsismálum og við eigum langt í land til
að vera einhvers staðar nálægt því að geta borið okkur saman við þau. Enda er eins og fangelsiskerfið hafi farið áratug aftur í tímann og hlutverki Afstöðu, sem brautryðjanda í réttindabaráttu fanga, því fjarri lokið. Á sama tíma vinna þó fangelsisyfirvöld hörðum höndum að því að uppræta þetta mikilvæga hlutverk Afstöðu, sem hefur það þó að markmiði að fangar komi sem betri einstaklingar úr fangelsi – samfélaginu öllu í hag. Guðmundur Ingi Þóroddsson, kjörinn talsmaður fanga og formaður Afstöðu – félags fanga. www.afstada.org
Heimildir 1 2
Nú innanríkisráðuneytið. European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment (Evrópunefnd Evrópuráðsins um forvarnir gegn pyntingum og ómannúðlegri eða niðurlægjandi meðferð eða refsingu).
FANGELSI OG NYTJAMARKAÐUR ÆÐIS R P L HJÁHERINN
-
Frést hefur af góðri samvinnu milli Hjálpræðishersins á Akureyri og fangelsisins þar í bæ. Fangar flokka tvisvar í viku föt fyrir nytjamarkað Hjálpræðishersins og hefur það gengið afar vel. Fangarnir eru mjög ánægðir með að
fá vinnu en vinnutækifæri í fangelsinu hafa ekki verið mörg. Hannes Bjarnason, yfirmaður Hjálpræðishersins á Akueyri starfaði í Noregi um árabil og kom þar að starfi Hjálpræðishersins meðal fanga. Hertex-búðin á Akueyri er í Hrísalundi 1b. Hjálpræðisherinn rekur einnig slíkar verslanir í Reykjavík og Reykjanesbæ.
NÝ BÓK: ÞÚ SKRÍNLAGÐA HEIMSKA Í fyrra kom þessi bók út og fór ekki mjög hátt. Hún er verk tveggja manna, þeirra Þorsteins Antonssonar og Sævars Marinós Ciecielskis en sá síðarnefndi lést 2011. Áður hafði komið út bók eftir Þorstein, það var árið 1991, og heitir hún Áminntur um sannsögli og fjallaði um Geirfinnsmálið. Þættir úr lífi Sævar komu út á bók 1980 í bókinni Stattu þig drengur, eftir Stefán Unnsteinsson. Sævar barðist mjög ásamt öðrum fyrir endurupptöku Guðmundar – og Geirfinnsmála. Skýrsla starfshóps um þau mál kom út í mars 2013 og var meginniðurstaða hans að framburður vitna í þeim málum á sínum tíma hafi verið óáreiðanlegur og málið þyrfti að taka upp á nýtt. En þessi bók, Þú skrín-
lagða heimska, byggir á texta sem Sævar skrifaði og Þorsteinn vinnur úr nýjan texta. Bókin er beinskeytt og hlífir engum, hvorki sagnamanninum eða öðrum. Verndarblaðið mælir með þessari litlu bók, 187 bls., sem Skrudda gaf út. Á bls. 115-116 má lesa þetta: „Í einangruninni í Síðumúla heimsóttu mig ekki aðrir en fangelsisprestur einu sinni í viku, 15 mínútur í senn, og endrum og eins lögfræðingur, sem þó var bannað allt samneyti við mig fyrstu fjóra mánuðina. Þegar fór að líða á dvöl mína í Síðumúlafangelsinu fór ég að kenna þess að ég var orðinn málhaltur, sérstaklega undir miklu tilfinningalegu álagi, og væru spurningar loðnar sem fyrir mig voru lagðar vafðist mér tunga um tönn.
19
Allt hafði verið m iðað við sekt, og ég átti æ meir í vök að verjast eftir því sem lengra leið.“
VERNDARBLAÐIÐ 2014
RADDIR FANGA Í fjötrum Þegar málefni fanga ber á góma virðast rimlar vera vinsæl táknmynd, meðal annars þegar íslenskir fjölmiðlar fjalla um fangelsismál. Er þá oft reynt að fanga rimlamyndir og hafa jafnvel góða girðingu í bakgrunni þegar fréttamaður talar. Þetta sást líka vel þegar fjallað var um réttargeðdeildina er hún var að Sogni í Ölfusi, enda var þar öflug girðing yfir steinsteyptum garði. Svipað var uppi á teningnum þegar hugað var að opnun réttargeðdeildar á Kleppsspítala, en þá voru reglulega sýndar myndir af renglulegri girðingu
Fangelsið er samtengt lögreglustöðinni við Þórunnarstræti á Akureyri
Aðstaða í Akureyrarfangelsi er góð. sem átti að halda einstaklingum inni. Nýlega veitti Alþingi fjárveitingu til fangelsismála upp á 150 milljónir, en þeir sem fara með þann málaflokk ákváðu að þarfasta verkefnið væri að setja góðan hluta af fjárveitingunni í nýtísku girðingu á Litla-Hrauni til viðbótar þeim tveimur sem þar eru fyrir. Sú tvöfalda girðing sem þar er fyrir nær reyndar jafn langt niður í jörðu og hún nær upp í loft. Fékkst nokkur fjölmiðlaumfjöllun um þessa nýju viðbótargirðingu.
fyrst og fremst að veita nágrönnum, sem voru mjög andsnúnir starfseminni í upphafi, og almenningi, í gegnum fjölmiðla, einhverja ímyndaða öryggistilfinningu. Sama má segja um hina nýju girðingu á Litla-Hrauni og reyndar að hluta til einnig þær sem þar eru fyrir. Líkt og einstaklingurinn sem fór í hársnyrtinguna hafði, hafa aðrir fjölmörg tækifæri til að labba í burtu – kjósi þeir það. Myndefnið sem sýnt er af víggirðingum og öðru sambærilegu er sýndarmennska ein.
Fjötrar hugans
Betrunarstofa
Sennilega var hinn víggirti garður á Sogni aldrei notaður. Eitt sinn bárust þær fréttir að einstaklingur sem þar var vistaður hefði farið ásamt starfsmanni á Selfoss í hársnyrtingu. Einhverjir voru hissa – jafnvel hneykslaðir. Héldu þessir einstaklingar að þeir sem væru á Sogni væru lokaðir inni í búri? Það sem er kannski hræðilegra: ætluðust þeir virkilega til þess að þannig væri komið fram við einstaklinga þó þeir væru frelsissviptir tímabundið? Tilgangurinn með umræddum garði var
Líkt og forstöðumaðurinn á Litla-Hrauni hefur sýnt fram á minnkar neysla vímuefna og annarra vandamála í fangelsum við það eitt að þar fari fram uppbyggilegt starf; öflugt skólastarf, íþrótta- og tómstundastarf auk tækifæra til alvöru vinnu. Þó hefur skort verulega á framboð á fjölbreyttri vinnu og aðstöðu til að stunda starfstengt nám. Um þetta á umræða um fangelsismál að snúast – betrun! – og hvernig hægt er að standa betur að því að tryggja að einstaklingar geti aftur aðlagast
KAUPANGUR eignarhaldsfélag
VERNDARBLAÐIÐ 2014
20
Merki dönsku fangelsismálastofnunarinnar.
Merki norsku fangelsismálastofnunarinnar. eðlilegu og jákvæðu hversdagslífi. Í Noregi og Danmörku heita þær stofnanir sem fara með málefni fanga svipuðum nöfnum; „kriminalomsorgen“ og „kriminal forsorg“, sem mætti útleggjast á íslensku sem „betrunarstofa“. Merki þeirrar norsku er auk þess tákn um útrétta hönd meðan það danska sýnir einstakling sem blómstrar. Slík nálgun í nafngift og táknum endurspeglar starf þar sem betrum einstaklingsins er í forgrunni. Það sem meira er, að það er táknmynd þroskaðrar stefnumótunar, umræðu og viðhorfa. Höfundur er talsmaður fanga á Akureyri.
Laugardalslaug
VERND ÞAKKAR STUÐNINGINN Alþýðusamband Íslands
Garðsapótek
Íþróttamiðstöð Glerárskóla
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
Árvík hf
Garður fasteignasala
Jakob og Valgeir
Sauðaskinn ehf.
Ás - Fasteignasala
Garður - sveitarfélag
Jarðtækni ehf.
Betri Bílar ehf
Gjögur
Jón Egilsson ehf.
Bifeiðastöð ÞÞÞ
Glæðir - blómaáburður
Kaupfélag Skagfirðinga
Bílaleiga JÞ
GP Arkitektar
Knarrareyri hf.
Bílasmiðurinn hf
Guðmundur Jónasson, ferðaskrifstofa
Kumbaravogur
Bjarni Einarsson
Gullsmiðurinn í Mjódd
Lagnalagerinn
Brekkugötu 9, 625 Ólafsfjörður
Bjarni S. Hákonarson
Hafgæði sf.
Leikskólinn Gefnarborg
v/Silfurtorg, 400 Ísafjörður
Björnsbakarí
Hagall ehf.
Litir og föndur
Kirkjubraut 28, 300 Akranes
Blikksmiðja Harðar
Hamraborg hf.
Lína Lokkafína
Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd
Blikksmiðjan Vík
Háreki
Löndun ehf.
Borgarbyggð
Háskólabíó
Margmiðlun Jóhannesar
Bókasafn Garðabæjar
Hegningarhúsið
Menntaskólinn á Akureyri
Bókasafn Kópavogs
Heiðar W Jones
Mirandes á Íslandi
Brauðhúsið
Helga Bjarnadóttir
Mosfellsbær v/Reykjakots-leikskólans
Bruggsmiðjan
Henson sports hf.
Nesbrú
Suzuki bílar hf.
BSRB
Herrafataverslun Birgis
Nesey ehf.
Sýslumaðurinn á Akranesi
Búaðföng
Héðinn Schindler
Nethamar
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Flötum 31, 900 Vestmannaeyjar
Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður
Búnaðarsamband
Hérðasbókasafn
Neytendasamtökin
Tor ehf.
Byggðaþjónustan
Hjálparstarf kirkjunnar
Nýi Tónlistarskólinn
Tómas og Sesselja
Dalakofinn
Hlaðbær Colas
Nýji Ökuskólinn
DMM Lausnir
Hjólbarðaverstæði
O Johnson og Kaaber
Dýralæknirinn Hákon Hansson
Hofsstaðaskóli
Orkuvirkni
Efling stéttarfélag
H-O-H
Ólafur Þorsteinsson
Efnalaugin Glæsir
Hótel Djúpavík
Ósal ehf.
Eignamiðlun ehf.
Hótel Framnes
P.G .Stálsmíði
Framnesvegi 19, 230 Keflavík
Eldhestar ehf.
Hótel Stykkishólmur
Passamyndir ehf.
Borgartúni 36, 105 Reykjavík
Endurskoðun Vestfjarða
Hulda Rúnarsdóttir
Plastiðjan Bjarg
Strandgötu 13, 600 Akureyri
Farice hf.
Húsið - fasteignasala
Rafeindastofan
Krossmóum 4a, 260 Njarðvík
Faxaflóahafnir
Höfnin, veitingastaður
Rafgeymslan hf.
Ferskfiskur ehf.
Hörður V. Sigmarsson
Rafsvið
Fínpússning
Ísafoldarprentsmiðja
Raförninn
Veitst. við fjöruborðið
Ísfélag Vestmannaeyja
Rarik
Flúðir stangaveiðifélag
Ísgát
RB Rúm
Frár ehf.
Íslandsspil
Reiknistofa Fiskmarkaða
Vísir hf.
Frost Culture Company
Íslensk - Ameríska
Reykjanesbær
Þorbjörn
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Íslenska Gámafélagið
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
Þrastarhóll ehf.
Garðar Sigurgeirsson
Íspan
Samhentir
Ögurvík
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík Garðatorgi 3, 210 Garðabær Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfjörður Skeifunni 5c, 108 Reykjavík Dalbraut 6, 300 Akranes Eyrarvegi 15, 800 Selfoss Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík Fjarðargötu 49, 470 Þingeyri Haga, 451 Patreksfjörður
Efstalandi 26, 101 Reykjavík Eldshöfða 15, 112 Reykjavík Skemmuvegi 42, 200 Kópavogur Borgarbraut 11, 310 Borgarnes Garðatorgi 7, 210 Garðabær Fannborg 3-5, 200 Kópavogur Efstalandi 26, 108 Reykjavík Árskógarsandi, 621 Dalvík Grettisgötu 89, 105 Reykjavík Stórólfsvöllum, 860 Hvolsvöllur Húnabraut 13, 530 Hvammstangi Box 97, 202 Kópavogur Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfjörður Iðavöllum 9b, 230 Keflavík Ásvegi 31, 760 Breiðdalsvík
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík Bæjarhrauni 4, 220 Hafnarfjörður Síðumúla 21, 108 Reykjavík Völlum, 810 Hveragerði Aðalstræti 19, 415 Bolungarvík Smáratorgi 3, 201 Kópavogur Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfjörður Rauðhellu 13, 221 Hafnarfjörður Eyrarbraut 3a, 825 Stokkseyri Box 381, 602 Akureyri
Hásteinsvegi 49, 900 Vestmannaeyjar Furugrund 40, 200 Kópavogur Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður Vallargötu 5, 420 Súðavík
Sogavegi 108, 108 Reykjavík Skipholti 5, 105 Reykjavík Sunnubraut 4 , 250 Garður Kringlunni 7, 103 Reykjavík Hellisbraut 18, 380 Króksfjarðarnes Austurstræti 6, 101 Reykjavík Borgartúni 34, 105 Reykjavík Álfabakka 14, 101 Reykjavík Fiskislóð 47, 101 Reykjavík Box 1166, 121 Reykjavík Hafnarstræti 7, 400 Ísafjörður Digranesvegi 70, 200 Kópavogur v/Hagatorg, 107 Reykjavík Skólavörðustíg, 101 Reykjavík Dalatanga, 715 Mjóifjörður Holtaseli, 781 Höfn í Hornafirði Brautarholti 8, 105 Reykjavík Fákafeni 11, 108 Reykjavík Lyngási 8, 210 Garðabær Vallarbraut 16, 860 Hvolsvöllur Háaleitisbraut 66 , 103 Reykjavík Marbakka 1, 220 Hafnarfjörður Sindragötu 14, 400 Ísafjörður v/Skólabraut, 210 Garðabær Bergstaðarstræti 9, 101 Reykjavík Árneshreppi, 522 Kjörvogur Nesvegi 6, 350 Grundafjörður Borgarbraut 8, 340 Stykkishólmur Lundarhólum 6, 111 Reykjavík Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík Geirsgötu 7, 101 Reykjavík Reykjavíkirvegi 66, 220 Hafnarfjörður Suðurhrauni 1, 210 Garðabær Strandvegi 28, 900 Vestmannaeyjar Austurtanga 2, 600 Akureyri Smiðjuvegi 11a, 200 Kópavogur Box 10200, 130 Reykjavík Gufunesi, 112 Reykjavík
Smiðjuvegi 7, 200 Kópavogur
v/Höfðahlíð, 603 Akureyri
Grundarstíg 5, 415 Bolungarvík Þorrasölum 1, 200 Kópavogur Knarrarvogi 4, 104 Reykjavík Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur
Garðarsbraut 18, 640 Húsavík Kumbaravogi, 825 Stokkseyri Fosshálsi 27, 110 Reykjavík Sunnubraut 3, 250 Garður
Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfjörður Kjalarvogi 21, 101 Reykjavík Frostafold 20, 112 Reykjavík
v/Eyrarlandsveg, 600 Akureyri
Lækjargötu 34, 220 Hafnarfjörður Krókabyggð 2, 270 Mosfellsbær Nesbrú 3, 820 Eyrarbakki Suðurbraut 7, 801 Selfoss
Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Grensávegi 3, 108 Reykjavík Klettagörðum 11, 104 Reykjavík Tunguhálsi 1, 110 Reykjavík Tunguhálsi 3, 110 Reykjavík Vatnagörðum 4, 104 Reykjavík Tangarhöfða 4, 110 Reykjavík Árbakka 3, 710 Seyðisfjörður Sundaborg 79, 104 Reykjavík Furuvöllum 1, 600 Akureyri Faxafeni 12, 108 Reykjavík Dalshrauni 17, 220 Hafnarfjörður Þorláksgeisla 100, 113 Reykjavík Suðurhlíð 35, 105 Reykjavík Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík Dalshrauni 8, 220 Hafnarfjörður Iðavöllum 7, 230 Keflavík
Tjarnargötu 12, 230 Keflavík Gagnheiði 35, 800 Selfoss
Austurhrauni 7, 210 Garðabær
21
Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes Borgarmýri, 550 Sauðárkrókur
SBS Innréttingar
Hyrjarhöfða 3, 112 Reykjavík
Set ehf.
Eyrarvegi 41, 800 Selfoss
Seyðisfjarðarkaupstaður
Hafnargötu 44, 710 Seyðisfjörður
Síldarvinnslan
Hafnarbraut 6, 740 Neskaupstaður
Sjómannafélag Ólafsfjarðar Sjóvá Ísafirði
Sjúkraþjálfun Georgs Skagaströnd
Skógrækt ríkisins
Miðvangi 2-8, 700 Egilsstaðir
Smárinn, söluturninn
Dalvegi 16c, 200 Kópavogur
Smith og Norland
Nóatúni 4, 105 Reykjavík
Sólheimar SAS
Grímsneshrepp, 801 Selfoss
Sólrún ehf.
Sjávargötu 2, 621 Dalvík Skeifunni 17, 108 Reykjavík Stillholti 16, 300 Akranes
Eyrartröð, 220 Hafnarfjörður Austurgötu, 230 Keflavík
Tónastöðin ehf.
Skipholti 50d, 105 Reykjavík
Útgerð Agnars
Ægisgötu 8, 340 Stykkishólmur
Vagnar og þjónusta
Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík
Vaki
Akralind 4, 201 Kópavogur
Varmamót ehf.
VDO Verslun ehf.
Veitingahús Krúa Siam
Verkalýðs- og sjómannafélag Suðurnesja Verkalýðsfélagið Hlíf
Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfjörður
Vélsmiðjan Ásverk
Grímseyjargötu, 600 Akureyri
Vélvík ehf.
Höfðabakka 1, 112 Reykjavík
Víkurprjón-Drífan ehf
Suðurhrauni 120, 210 Garðabær
Vísir félag skipstjórnarmanna Hafnargötu 90, 230 Keflavík
Hafnargötu 16, 240 Grindavík Hafnargötu 12, 240 Grindavík Kirkjubraut 10, 780 Höfn í Hornafirði Týsgötu 1, 101 Reykjavík
VERNDARBLAÐIÐ 2014
UM HÚÐFLÚR RÚSSNESKRA GLÆPAMANNA Saga húðflúrs er ævagömul. Leifar af fimm þúsund ára gömlum bronsaldarmanni fundust fyrir rúmlega tuttugu árum. Sá maður hafði orðið úti og hjá honum fannst og bogi og örvar. Hann hafði orðið úti á veiðum. Nokkur húðflúr voru á húð þessa manns en lík hans varðveittist það vel að sjá má þau á fótum og kvið. Í Egyptalandi til forna hafa fundist múmíur sem bera húðflúr. Þær eru frá því um 2000 f. Kr. Múmíur með húðflúr hafa einnig fundist í Suður-Ameríku og Rússlandi. Þegar kristin trú breiddist út dró smám saman úr því að þrælar og glæpamenn væru húðflúraðir af yfirvöldum í refs ingarskyni en slíkar merkingar voru algengar. Skylmingaþrælar voru húðflúraðir á fótum og höndum en ekki í andliti. Á áttundu öld var húflúr bannað af Hadríanusi páfa og næstu páfum á eftir honum. Það er ástæða þess að húðflúr var nánast óþekkt meðal kristinna manna þar til á 18. öld. En það kom að því að kristnir menn kynntust húðflúrinu á nýjan leik. Þeir sigldu um höf, leituðu nýrra landa og álfa. Hittu nýtt fólk. Kynntust nýjum siðum og báru þá heim til sín. Þeir létu húðflúra sig og státuðu sig af því. Húðflúrið sýndi að þeir höfðu farið víða og jafnvel lent í mannraunum. Húðflúrið var stöðutákn því það voru aðeins göfugir og vel stæðir menn sem gátu farið í heimsreisur og fundið lönd og álfur. Frá þessum sjófarendum barst húðflúrið víða og meðal annars til sjóræningja og afbrotamanna. Margir þeirra sem sem leituðu eftir skipsrúmi áttu sér skrautlega fortíð og oft vafasama. Þeir leituðu eftir ævintýrum og því var upplagt að ráða sig á skip sem var að sigla á ókunnar slóðir. Húðflúr glæpamannanna var því undir miklum áhrifum frá húðflúri rússneskra og enskra sjómanna: tígrisdýr, hauskúpa, rýtingur í hjarta, fljúgandi skip, höggormur o.fl. í svipuðum dúr. Rússar brennumerktu glæpamenn frá fornu fari. Allt frá miðri nítjándu öld VERNDARBLAÐIÐ 2014
voru dæmdir glæpamenn brennimerktir í andliti (enni og kinnar) með bókstöfum sem vísuðu til brota þeirra sem þeir höfðu framið. Handleggir flóttamanna voru brennimerktir. Síbrotamenn voru brennimerktir hvað eftir annað. Auðvitað þurftu þessir menn að bera þetta alla ævi eftir að afplánun var lokið. Þessar brennimerkingar ýttu undir það enn frekar að þeir litu á sjálfa sem jaðarmenn í sam félaginu – þeir báru jú merki fangavistarinnar hvort heldur þeir höfðu nú afplánað í þrælkunarbúðum eða fangelsum. Brennimerkingarnar greindu þá frá samfélagi sómakærra manna. Í gúlagi (fangabúðum, þrælkunarbúð um) Stalíns var húðflúrið notað til að flokka fanga. Míkael Demín lýsir þessu í ævisögu sinni en hann dvaldist í fanga búðum Stalíns frá 1930-1950. Þegar fang arnir komu var þeim skipað að fara í raðir og afklæðast skyrtunni. Leitað var að gömlu húðflúri og síðan nýju k omið fyrir. Menn með sama húðflúr fóru á sama staðinn. Á þessum tímum fólu húðflúr almennt ekki í sér neina leynda merkingu. Þó er undantekning á húðflúruðum myndum af Lenín og Stalín. Þær áttu að sýna tengsl og tryggð við sovétskipulagið. Sumir létu enda húðflúra sig með myndum af leiðtogunum í þeirri von að þeir yrðu ekki teknir af lífi. Myndin var þá gjarnan við hjartastað eða á baki eða brjósti. Enginn þyrði að skjóta mann með þessum myndum eða reka hníf í gegnum hann. Böðlarnir sáu við því og skutu viðkomandi í hnakkann.
Húðflúr: María Guðsmóðir bjargar syndugum sálum
22
Húðflúr þjófanna (áttavitinn, þjófastjarnan): „Frelsa mig, Drottinn, frá hungri, fátækt, lögreglu og kommúnistum“ Það voru því nánast aðeins sæferendur og glæpamenn sem báru húðflúr. En auk þeirra voru margir hermenn í Rauða hernum eftir ósigurinn mikla 1919 brennimerktir með rauðri stjörnu til þess að koma í veg fyrir liðhlaup eða að þeir gengju til liðs við andstæðinginn. Rússar tala um síðari heimsstyrjöldina sem hið mikla stríð fyrir móður Rúss lands. Fyrir þann tíma var allt húðflúr órækt merki um að viðkomandi væri glæpamaður. Einu undantekningar frá því voru sjómenn, en húðflúr þeirra voru nánast n.k. sjóferðarskírteini! Í síðari heimsstyrjöldinni voru sérstakar hersveitir settar á laggirnar og voru þær skipaðar dæmdum glæpamönnum og börðust gegn nasistum. Hermenn þessara deilda voru húðflúraðir með myndum sem fólu í sér leynitákn vegna átaka í undirheimum. Í fyrstu skipuðu þessar hersveitir menn sem höfðu óhlýðnast yfirforingjum eða höfðu sýnt mikið hugleysi. Síðar voru sendir í þessar hersveitir andstæðingar Stalíns og mörgum þeirra fannst það ekki verri kostur að verða skotnir á vígvellinum en að svelta í hel í fangabúðum. En viðhorf rússneskra glæpamanna til ríkisins var með þeim hætti að t.d. harðsvíraður þjófur gegndi ekki herþjónustu jafnvel þótt verið væri að berjast fyrir móður Rússland. Það voru talin svik við málstað glæpamanna og gat kostað útlegð þeirra úr samfélagi undirheimanna. Þeir sem héldu út á vígstöðvarnar og unnu einhver hetjudáð uppskáru ekki neina virðingu í samfélagi glæpamanna. Sá sem tók á móti vopni frá ríkisvaldinu taldist vera svikari. Þessir svikarar voru litnir hornauga af öðrum glæpamönnum sem vildu
Vinsælt húðflúr kvenþjófa: „Móðir, fyrirgef mér, þetta er allt mér að kenna. Fyrirgefðu mér.“ helst ekki neitt af þeim vita. Svikararnir voru látnir þræla í vinnubúðum en undu því ekki. Þeir ákváðu að búa til sína eigin glæpaelítu og sömdu við stjórnendur Gúlagfangabúðanna um að þeir skyldu halda öðrum glæpamönnum í búðunum í skefjum – með sínum ráðum. Húðflúrið varð að nokkurs konar leyniletri hjá þessum glæpamönnum, eða leynisögu einstaklingsins. Það sagði til um stöðu viðkomandi innan undirheimanna, verk hans þar, hvort hann væri t.d. innbrotsþjófur eða vasaþjófur, sagði sögu hans, dró fram karaktereinkenni hans o.fl. Menn urðu að svara sjálfir fyrir húðflúr sín og í sumum tilvikum með blóði sínu. Húðflúr á hnjám sagði til um að viðkomandi myndi aldrei krjúpa fyrir lögreglunni. Þjófar báru húðflúr sem sýndi áttavita (kallað: þjófastjarnan) og vasaþjófar létu húðflúra sig ýmist með mynd af maur, bjöllu, kakkalakka eða hunangsflugu. Trúarlegt húðflúr á sér líka sína sögu í rússnesku undirheimunum. Kirkja og trú var ekki hátt skrifuð meðal glæpamanna á tíma Rússakeisarans (keisaradæmið féll 1918) vegna þess hve þétt hún stóð við bak hans. Kommúnistarnir börðust gegn trú og kirkju og undirheimarnir fögnuðu því. Trúin var troðin niður í svaðið og prestar hæddir. Þegar undirbúningur var hafinn fyrir stríð gegn Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni sáu menn að kirkjan hafði þó nokkurn slagkraft samhliða sterkri þjóðerniskennd Rússa. Þetta nýttu stjórnvöld sér og hægðu á ofsóknum sínum gegn kirkjunni. Undirheimarnir urðu líka jákvæðari gagnvart kirkju og trú. Trúarleg húðflúr urðu vinsæl og þá helst krossar, englar, kirkjur og Guðsmóðir með Jesúbarnið. Þessi húðflúr báru í sér leynda
merkingu, t.d. krossfestingin og Guðsmóðir þýddu: „Samviska mín er hrein gagnvart vinum mínum – ég mun ekki svíkja,“ og húðflúr af Maríu mey þýddi: „Ég á heima í fangelsi,“ (þ.e. fanginn væri síbrotamaður). Fjöldi turna á kirkju sem menn létu húðflúra á sig sýndi í hve mörg ár viðkomandi hafði verið dæmdur í fangelsi. Væri kross á turni merkti það að dómur hafði verið tekinn allur út, engin reynslulausn hefði fengist. Ekki heldur náðun. Og tímarnir breytast. Stalín andaðist 1953 og Nikita Krútsjoff tók við – og flutti hina frægu leyniræðu um forvera sinn – afhjúpaði hann sem glæpamann. Krútsjoff náðaði þúsundir fanga sem nú streymdu til síns heima. Þeir báru fjölbreytileg húðflúr sem fengu fólk til að fella tár, þeir sungu tregafulla söngva um nauðungarvist sína í þrælkunarbúðum, töluðu undarlegar mállýskur – þeir urðu á vissan hátt hetjur. Ungt fólk hreifst af þessum nýju hetjum og til að sýna samstöðu með þeim létu margir húðflúra sig. Um miðja síðustu öld létu stjórnvöld þau boð út ganga að nú skyldu glæpir upprættir í Sovétríkjunum. Krútsjoff lofaði lýðnum því að hann skyldi sýna þeim síðasta glæpamanninn. Mikil herferð fór í gang og nokkrar áróðursmyndir gerðar til að fylgja átakinu eftir. Í einni þeirra lék frægasti leikari Rússa, sá var af gyðingaættum og góðu söngvari – ekki ólíkur Bing Grosby. Hann hét Mark Bernes. Myndin fjallaði um glæpamann sem sagði skilið við undirheimana. Hún hafði gífurlega mikil áhrif. Fjöldi brotamanna steig fram og játaði brot sín og benti hiklaust á ýmsa höfuðpaura. Sama gerðu margir sem setið höfðu inni. Orðrómur gekk um að undirheimar ætluðu sér að koma leikaranum fræga fyrir kattarnef en ekki gekk það eftir. Þessi herferð skilaði ekki miklu þó miklu væri til kostað. Yfirvöld komu upp fangabúðum fyrir harðsvíraða glæpamenn, atvinnuglæpamenn. Markmiðið var að koma þeim til manns svo þeir yrðu heiðarlegir borgarar. Þetta var um 1960. Grimmúðlegar aðferðir voru notaðar til að aga þá, meðal annars barsmíðar og pyntingar. En margir þeirra voru ekki tilbúnir til að gefast upp og b juggu sér til sínar eigin reglur og leynikerfi. Bræðralag þeirra var mjög sterkt. Í undirheimunum þótti það mikill heiður að komast í flokk hinna harðsvír-
23
Dæmdur til að fá húðflúr á enni: „Óvinur ríkisins.“ uðu. Og hver sá sem ætlaði sér að smygla sér inn í raðir þeirra alls óverðugur átti ekki von á góðu. Húðflúrið var fjarlægt af viðkomandi með sandpappír eða rakvélarblaði – það var heldur ekki óalgengt að hann væri drepinn eða honum nauðgað. Sá sem reyndi að upphefja sig og ljúga til um afplánun sína í gegnum húðflúrið (þ.e. bæta því við húðflúr sitt sem átti að sýna að hann hefði verið lengur í fangelsi en hann var) fékk að kenna á því hjá hinum harðsvíruðu. Einnig var það algengt að húðflúra þá sem reyndu að smeygja sér inn fyrir raðir hinna „innvígðu“ með niðurlægjandi myndum á enni, kinnar eða efri vör. Nýir fangar voru látnir gangast undir níðþung próf og miklar raunir. Stóðust þeir það ekki var þeim refsað grimmilega og niðurlægðir af hinum harðsvíraða flokki. En allt getur snúist í höndum manna. Hinir harðsvíraði flokkur rússneskra glæpamanna hafði gengið svo harkalega fram gegn öðrum föngum með nauðgunum og grófu ofbeldi að tími uppgjörs hlaut að koma. Yfirvöld gripu til þess gamalkunna ráðs að fleygja öllum þeim föngum sem orðið höfðu fyrir barðinu á hinum harðsvíruðu í klefana til þeirra. Fórnarlömbin voru full af hefndarhug – og höfðu engu að tapa. Það var blóðugt tímabil í rússneskum fangelsum. Kom svo að hinn harðsvíraði flokkur baðst vægðar og gekk til samninga við fangelsisyfirvöld. Ofbeldinu skyldi linna. Og hætt var að refsa fyrir að bera húðflúr sem var ekki þóknanlegt hinum harðsvíraða glæpaflokki. Eftir það varð mikil uppsveifla í húðflúri meðal ungra fanga. Allt var leyfilegt. Enginn gat lengur haft stjórn á því hvað húðflúrað var á hvern. HSH tók saman úr bókinni: Russian criminal tattoo, volume 3, eftir Alexander Sidorov og teikningar eftir Danzig Baldaev, útg. 2012
VERNDARBLAÐIÐ 2014
THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS
Opiรฐ virka daga 9-18 og laugardaga 11-15