B+
BLAÐ BIBLÍUFÉLAGSINS 2019
Biblían á hljóðbók BIBLÍAN OG __ díakonían __ líknarmálin __ iðnaðarmaðurinn __ fanginn __ fornmálin __ tónlistin __ barnið
Silfurbiblían
2 B+
Því skyldum við láta svona gamla bók skipta okkur einhverju máli? Er hún ekki full af goðsögum og ævintýrum? Hvað með allt ofbeldið? Og hvað með mótsagnirnar? Er ekki beinlínis hættulegt að taka hana alvarlega? Er hún ekki bara fyrir kristið fólk? Getur hún hjálpað okkur? Hvað í ósköpunum er Biblían? ROB BELL er heimsþekktur rithöfundur og þáttastjórnandi í Bandaríkjunum. Hann hefur oft komið fram í sjónvarpsþáttum Oprah Winfrey og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar. Vikuritið TIME skipaði honum á lista 100 áhrifamestu manna heims árið 2011.
Þýðandi: Þorvaldur Víðisson
inu, Fæst í Kirkjuhús , 31 i eg av Laug á kirkjuhusid.is ING), (FRÍ HEIMSEND dsson, Jötunni, Eymun ins bókabúð Forlags slunum og Hagkaupsver
B+ BLAÐ BIBLÍUFÉLAGSINS 2019 Hið íslenska biblíufélag Lækjargötu 14b 101 Reykjavík Forseti Hins íslenska biblíufélags Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Aðrir í stjórn félagsins Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, lögfræðingur Fjalar Freyr Einarsson, kennari Grétar Halldór Gunnarsson, prestur Guðni Már Harðarson, prestur Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur Kristján Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sveinn Valgeirsson, prestur Framkvæmdastjóri Guðmundur Brynjólfsson Póstáritun Pósthólf 243 121 Reykjavík Sími 845-1815 Netfang hib@biblian.is Veffang www.biblian.is Ritstjóri Guðmundur Brynjólfsson Prófarkalestur Þorgils Hlynur Þorbergsson Hönnun og umbrot Brynjólfur Ólason Prentun Ísafoldarprentsmiðja Forsíðumyndin Hlustað í flugvél. Nú er Biblían komin út á hljóðbók á íslensku og öllum aðgengileg — alls staðar. Sjá umfjöllun á bls. 5. Mynd: Shutterstock.
Fylgt úr hlaði
B+
Fylgt úr hlaði Ágætu lesendur! Enn og aftur kemur B+ og enn og aftur með ný viðmið og nýjar fréttir. Nú höfum við ákveðið að létta blaðið, það er að segja nú er það ekki með akademískum brag eins og stundum áður heldur er það með stuttum hnitmiðuðum greinum. Við „alþýðuskap“ eins og stundum var sagt. Það fer vel á því, þannig vill undirritaður hafa það. Ég sem ritstjóri ákvað að hafa eins konar þema í blaðinu, við gætum kallað það þema: „Biblían og ...“ Ég vona að ykkur hugnist þessi breyting. Af okkur — og þá ekki síst YKKUR — er það að segja að söfnun okkar fyrir Kína er magnaðasta söfnun okkar frá upphafi, ÞIÐ gáfuð svo mörgum börnum í Kína Biblíur að um það er talað í alþjóðasamfélaginu! Og ekki var það mikið verra þegar við ákváðum að safna handa vinum okkar í Konsó, fólkinu sem fékk að kynnast Jesú Kristi vegna þess að þangað fóru íslenskir trúboðar! Við þökkum og þökkum, þökkum auðmjúk. Ég vona að þetta blað sé uppbyggilegt og hvetjandi. Ég þakka ykkur stuðning í orði og verki, bæn og boðun. Saman erum við ágæt. Með Jesú Kristi getum við allt. Með Orði hans erum við óstöðvandi! Kær kveðja og Guðs blessun, Guðmundur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri HÍB
MUNIÐ SÖFNUNARREIKNING BIBLÍUFÉLAGSINS Reikningur 0101-26-003555 Kennitala 620169-7739
3
4 B+
Ný Biblía á norður-samísku Árið 2019 er alþjóðlegt ár frumbyggjamála hjá UNESCO og því er ekki úr vegi að biblíufélögin í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi kynni til sögunnar nýja, norður-samíska biblíuþýðingu, Biibbal 2019. Hin gríðarmikla vinna við þýðinguna hefur tekið rösk 30 ár.
Þ
essi biblíuþýðing er á ósvikinni norðursamísku og er af allt öðrum toga en sú gamla frá árinu 1895 sem var áberandi lituð af norsku máli. Auk þess innihélt gamla Biblían texta frá áttunda áratug nítjándu aldar sem var ekki lengur auðvelt að skilja,“ segir þýðingastjórinn Mikael Winninge hjá Hinu sænska biblíufélagi. Ný biblíuþýðing hefur keðjuverkandi áhrif á alla kima samískrar menningar, ekki aðeins þann sem varðar kirkjuna. Þetta á meðal annars við um stöðlun norður-samísks ritmáls. Þýðendateymið hefur samanstaðið af fólki sem býr í norska, finnska og sænska hluta landamæranna. Það hefur varið mörgum stundum í að finna sameiginlegt stafsetningar- og málsnið sem nær yfir allt norðursamíska málsvæðið. Í dag tala um 16.000 til 17.000 manns norður-samísku og þar af 5.000 til 6.000 manns í Svíþjóð. Kynningin á Biibbal 2019 er stóratburður innan kirkjunnar í
Sápmi og væntingarnar til nýju þýðingarinnar eru miklar. Þar sem textar Biblíunnar fylgja fólki í gegnum stóráfanga á borð við skírn, fermingu, brúðkaup og útför bera þeir einnig með sér sérstakan hljóm inn í menningu og samfélag. Það hefur mikla þýðingu fyrir sjálfsmynd og manngildi að geta sett traust sitt á heilsteypta biblíuþýðingu þar sem sameiginlegt tungumál situr í fyrirrúmi. Dagskrá kynningarinnar í Kautekeino dagana 23. til 25. ágúst fór fram í samstarfi við samíska háskólann sem bauð upp á fjölbreyttar fræðslustundir. Í einni fræðslustundinni voru einnig kynnt biblíuþýðing og vinna við fleiri samísk tungumál á borð við suður-samísku og lulesamísku. Á sunnudeginum var síðan hátíðarguðsþjónusta í Kautokeinokirkju. Dagana 5. og 6. október sl. var norður-samíska Biblían ennfremur kynnt á sænskri grundu á sérstakri fagnaðarhátíð í Kiruna.
Frá starfinu við að samþykkja biblíutextann. Hér má sjá Ole Henrik Magga og Berit Frøydis Svineng Johnsen.
Þýðing: Þorgils Hlynur Þorbergsson
Nýja norður-samíska B iblían, Biibal 2019, kemur í þremur útgáfum. Merkið á staðal útgáfunni (í miðjunni) hannaði Britta Marakatt-Labba.
B+
5
NÝJA TESTAMENTIÐ Á HLJÓÐBÓK
Með orð Guðs í eyrunum Hvar sem er og hvenær sem er!
M
iklar breytingar hafa orðið á lesvenjum fólks undanfarin árin. Flest höfum við tekið eftir því að lestur fólks færist í auknum mæli á snjalltæki og tölvur. Hvert sem við förum sjáum við fólk með símann. Og á sama tíma er algengt að fólk sé að hlusta á hljóðbækur í gegnum þessi sömu tæki, þá með heyrnatól á eyrum. Upptekið nútímafólk ferðast á milli staða eða sinnir heimilisverkum á meðan snjalltækið les fyrir það góða bók. Þetta eru breyttir tímar. Miklar breytingar Í raun má segja að við stöndum frammi fyrir mikilli byltingu er varðar miðlun texta, ekki minni en þeirri sem varð þegar menn tileinkuðu sér prentverkið sem skilaði prentunum af Biblíunni til alls almennings á þeirra eigin móðurmáli. Biblíuvinir um allan heim voru þá fljótir að koma Guðs orði á framfæri með þeim nýju aðferðum. Nýtt átak Nú þörfnumst við samskonar átaks. Sú breyting sem er í dag að verða á lesvenjum nútímafólks hefur ýtt undir mikilvægi þess að Nýja testamentið verði gert aðgengilegt á íslensku til hlustunar á snjalltækjum og snjallforritum. Það er sú leið sem Biblíufélög annarra þjóða hafa farið og merkja þau öll aukinn lestur, áhuga og eftirspurn eftir Biblíunni í kjölfarið. Af þeirri ástæðu hafa erlend Bibíufélög eindregið hvatt Hið íslenska biblíufélag til að fara að þessu fordæmi. Hið íslenska biblíufélag er því stolt og þakklátt að hafa staðið fyrir því að nú er hægt að hlusta á Nýja testamentið með biblíuappi Youversion og á biblian. is, heimasíðu félagsins. Íslendingar eru flestir með snjalltæki í vasanum eða aðgang að tölvu. Nú munu þeir geta
gífurlegt fagnaðarefni fyrir Biblíufélagið og alla unnendur Biblíunnar.
biblian.is/hljodbok
hlustað á Nýja testamentið hvar sem er og hvenær sem er, í gegnum þessi tæki. Þörfin var til staðar Undanfarin misseri hefur fólk ítrekað haft samband við Biblíufélagið og beðið um að hafa aðgang að hljóðritun Biblíunnar í snjalltækjum sínum. Fólk sem er á ferð og flugi vill svo gjarnan geta hlustað á Biblíuna í dagsins önn. Þá
Fjármögnunin gekk vonum framar Hið íslenska biblíufélag fjármagnaði þetta góða verkefni með hópfjármögnun á Karolina Fund vorið 2019 sem tókst gríðarlega vel. Fjölmargir Íslendingar og kirkjur lögðu verkefninu lið og safnaðist upphæðin sem þurfti til, hratt og örugglega. Sérstök athygli var vakin á söfnuninni á sjálfan Biblíudaginn í kirkjum víða um land og varð mikill slagkraftur af því. Það kom bersýnilega í ljós að Biblíuvinir í landinu láta hendur standa fram úr ermum þegar Biblían er annars vegar. Orðið að veruleika Nú er afurðin orðin til, hljóðbók Nýja testamentisins sem er aðgengileg öllum endurgjaldslaust. Einvalalið íslenskra leikara las inn: Arnar Jónsson, Kristján Franklín Magnúss, Guðjón
„Fólk sem er á ferð og flugi vill svo gjarnan geta hlustað á Biblíuna í dagsins önn. Þá hefur fullorðið fólk sem er orðið sjóndapurt af því mikið gagn.“ hefur fullorðið fólk sem er orðið sjóndapurt af því mikið gagn. Sömuleiðis er það mikilvægt fyrir barnafólk sem hefur sjaldan stund til að lesa, nema kannski rétt á meðan það lagar kvöldmat, straujar eða keyrir á milli staða. Auk þess er fólk með lestrarörðugleika með ríka þörf fyrir að fá aðgang að Ritningunni í snjalltækjum og tölvum. Það var því Hinu íslenska biblíufélagi mikið kappsmál að koma því við að svo mætti verða og mæta þannig þeim stóru hópum sem vilja hlusta á Biblíuna í snjalltækum sínum. Að það skuli vera orðið að raunveruleika að Nýja testamentið sé nú aðgengilegt með þessum hætti er því
Davíð Karlsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir. Það voru Herdís Hallvarðsdóttir og Gísli Helgason hjá Hljóðbók.is sem önnuðust upptökur og er mikil ánægja með afurðina. Íslendingar munu því nú geta hlustað á Guðs orð á meðan þeir ganga, keyra eða brjóta saman þvottinn. Með orð Guðs í eyrunum — hvar sem er og hvenær sem er!
Grétar Halldór Gunnarsson tók saman
6 B+
ELÍSABET GÍSLADÓTTIR
Biblían og díakonían
Þ Elísabet Gísladóttir
egar ég var beðin um að skrifa stuttan pistil um díakoníuna í Biblíunni velti ég því fyrir mér með hvaða hætti ég ætti að fjalla um hana. Fyrir það fyrsta höfum við djáknar oft orðið vör við að margir þekkja ekki orðið díakonía, og vita ekki fyrir hvað djákni stendur. Djáknar eru því oft spurðir, hvað þeir geri? Þá má líka spyrja sig hvort að þau sem sjaldan lesa eða fletta upp í Biblíunni, átti sig á því að díakonían liggur eins og rauður þráður í gegnum allar bækur Biblíunnar og er undirstaðan í kennslu Jesú Krists? Þetta er kannski ekki undarlegt því þegar leitað er að orðinu „djákni“ á biblíuvefnum kemur upp einn staður þar sem orðið djákni kemur fyrir, það er í Rómverjabréfinu, sem fjallar um það þegar Páll biður söfnuðinn í Kenkreu að taka vel á móti djáknanum Föbe og styðja hana í starfi, þar sem hún
gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla‘‘ (Matt 20.28). Djákninn/kærleiksþjónninn hefur þá köllun að þjónusta þá sem mest þjást í þessum heimi, einnig alla sem þurfa stuðning. Sá stuðningur getur verið með ólíkum hætti, en það hefur oft gert okkur, djáknum á Íslandi, erfitt um vik að skilgreina eitthvað eitt sem við störfum við enda hafa okkur verið gefnar ólíkar náðargjafir og við störfum samkvæmt þeim (Róm 12.4–8). Við störfum t.d. í kirkjum, á sjúkrahúsum, í skólum og á hjúkrunarheimilum, og við ýmsar stofnanir, í kennslu, boðun, sálgæslu, hjúkrun, liðveislu o.fl. Það sem sameinar okkur er að í verkfærakistu okkar höfum við kærleikann, bænina og fylgjum þeirri starfslýsingu sem skráð er í Biblíunni. Frá mínum bæjardyrum séð er Jesús yfirdjákninn, fyrirmynd djáknans (díakoníunnar), líf hans, starf og kennsla.
„Í hraða nútímans og hnattvæddum heimi hefur kannski aldrei verið meiri þörf fyrir störf djákna.“ hafði verið bjargvættur hans sjálfs og margra annarra (Róm 16.1). Þar er hún sögð bjargvættur. Lýsing á eiginleikum og skyldum djáknans, sem oftast er nefndur þjónn í Biblíunni, er kannski sú lýsing og þær kröfur sem frumsöfnuðurinn gerði til djákna og byggði á díakoníunni. Við erum því fyrst og fremst þjónar sem störfum í kærleika og fyrirmynd okkar er Jesú. Eins og Jesú segir: „Mannssonurinn er ekki komin til að láta þjóna sér heldur til að þjóna og
Allt sem hann kenndi lærisveinum sínum, allt sem hann sjálfur stóð fyrir, alla leyndardómana sem hann upplýsti er fyrirmynd og grundvöllur í starfslýsingu djákna sem er jafnmikið í gildi í dag og fyrir rúmum 2000 árum. Allt gert í þeim tilgangi að allar manneskjur fái stuðning, fræðslu um frelsun og kærleika Guðs. Hver og einn getur stefnt að því að lifa sem djákni og upplifa, með þeim lífsstíl, frið sálarinnar og gleði sem það gefur í þessu lífi. Í Postulasögunni
B+
„Páll biður söfnuðinn í Kenkreu að taka vel á móti djáknanum Föbe og styðja hana í starfi, þar sem hún hafði verið bjargvættur hans sjálfs og margra annarra.“ koma fram þær kröfur sem gerðar voru/ eru til þeirra sem starfa sem djáknar í kærleiksþjónustu í nafni Krists: Þau skulu: 1) Hafa góðan orðstír, 2) vera full af heilögum anda, 3) vera full af visku (Post 6.3). Einnig eru gerðar kröfur um að við tökum öllum manneskjum með opnum örmum sem börnum Guðs. Í bréfi Páls til Galatamanna segir, að með kristninni voru fjarlægð öll landamæri kynþátta og þjóðernisgirðingar voru brotnar niður. ,,Hér er hvorki gyðingur né annarrar þjóðar maður, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll jöfn í Kristi Jesú“ (Gal 3.28–29). Í hraða nútímans og hnattvæddum heimi hefur kannski aldrei verið meiri þörf fyrir störf djákna og við höfum þá skyldu að bregðast við því ákalli að svara grundvallarköllun okkar sem er að sinna kærleiksþjónustunni í sinni víðtækustu mynd. Aðgreining samræmist því ekki hinum kristna heimi. Við þurfum miklu fleiri sem hafa það hugarfar sem þessi lífsstíll krefst. Diakonían er kjarninn í verkefnum kirkjunnar sem er að mæta náunga okkar þar sem hann er, ekki síst að líta til þeirra sem minnst mega sín og útrýma einsemd og ótta. Þegar við lítum til náunga okkar mætum við Jesú Kristi (Matt 25.34–40). Því lögmálið er, að við erum hluti af kristsheildinni, limir sem eiga að starfa í líkama Krists í samræmi við kennslu
hans, með áherslu á kærleikshugsun og -verk. Við þurfum að vera mjög meðvituð þegar við biðjum, en umfram allt að vera brennandi í kærleikanum því að margar syndir okkar brenna upp í ljósi þess sem ER, sem er hreinn kærleikur (1Jóh 4.7–11). Það er hvergi betur gerð grein fyrir eðli og ávöxtum kristilegs kærleika en í þrettánda kafla fyrra bréfs Páls til Korintumanna sem er sá texti sem gefur okkur sem störfum oft við erfiðar aðstæður kraft, von, bjartsýni og gleði (1Kor 13). Þegar við lesum textann innblásinn heilögum anda, í andartakinu, finnum við fyrir hinni óskýranlegu nærveru og elsku Guðs til okkar, sem börn Guðs í Kristi. Stundum skilgreind sem ,,agape‘‘. Þá finnum við hve auðvelt er að elska náunga okkar sem gefur okkur hugrekki að mæta honum hver eða hvar sem hann er. Það er sagt að það sé hægt að upplifa sólarlagið með þrenns konar mismunandi hætti, eins er það með lestur Biblíunnar. Hér er dæmisaga um það: Þrír menn stóðu og horfðu á sama tíma á sama sólarlagið. Sá fyrsti virti fyrir sér fegurðina og landið og naut þess. Hann er eins og 80% fólks notaði skynfæri sín í formi sjónar, heyrnar, snertingar, lyktar og bragðs. Annar naut alls þessa líka, ásamt
7
því að virða fyrir sér náttúruna í ljósi tækni og vísinda svo sem jarðfræði og þróunarsögu jarðarinnar. Hinn þriðji naut alls þess sem hinir tveir nutu, ásamt því að skynja hinn undirliggjandi leyndardóm sem tengdi hann við sköpunarverkið, samkennd manna í milli, kærleikann og almættið. Biblían er mikill stuðningur fyrir djákna, einnig alla þá sem þrá andlegan þroska. En við getum lesið og upplifað boðskap Biblíunnar með ólíkum hætti eins og þeir þrír sem horfðu á sama sólarlag og hér var sagt frá. Því að það er hægt að lesa textann eins og hann stendur skrifaður í Biblíunni eins og langflestir gera. Það er hægt að lesa textann og greina aðstæður og bakgrunn og sögu hans, eins og margir fræðimenn gera. Og það er hægt að lesa textann innblásinn af heilögum anda og fá aðgang að andlegri þekkingu og sjá samhengið í öllu og finna hinn mikla, guðlega kærleika, ,,agape“. Hann er okkur þó í raun jafnóskiljanlegur og hugmyndin um guðlega tilveru í hinum minnsta daggardropa til óravídda alheims. Með andlegum lestri finnum við hvernig við verðum innblásin og fáum hjálp við að skilja ,,hinn sanna“ boðskap þess sem, ER, finna hvernig hismið fellur af hinum leynda dómi, ávexti, sem okkur er öllum boðið til að njóta. Því eru lokaorðin mín á þá leið að Biblían fjallar um díakoníuna í sinni víðustu mynd og er farvegur okkar til að þroska andann og elskuna til okkar sjálfra, náunga okkar og síðast en ekki síst til Guðs sem er allt sem skiptir máli í þessu lífi. Höfundur er djákni og formaður Djáknafélags Íslands
8 B+
BIBLÍAN OG FANGINN HREINN S. HÁKONARSON
Svört með krossi Ræddi ekki frelsarinn við tvo brotamenn skömmu fyrir andlát sitt? Öðrum var lofuð vist í Paradís. Ekkert útihús þar eða smáhýsi úti á Granda.
M
argur fanginn vill hafa Biblíuna nálægt sér. Fæstir koma reyndar með hana í fangelsið, það kemur þó fyrir. Þeir spyrja prestinn hvort hann geti ekki útvegað þeim Biblíuna. Nú eigi að taka törn og lesa hana eða þá að eintak hans eða hennar sé týnt, hafi orðið eftir einhvers staðar úti. Jafnvel eintak sem var þeim kært. Það fylgir hins vegar lífsstílnum að margt verður eftir hér og þar. Svokallað utanumhald er fjarlægur draumur og innra eftirlit enn fjarlægara að svo stöddu. Nei, Nýja testamenti Gídeons gamla nægir ekki nema í fæstum tilvikum. Menn vilja Biblíuna alla. Engar refjar með það. Og helst með svartri kápu og gylltum krossi. Mjúk leðurkápa skaðar ekki. Það er magnað. Menn á jaðrinum vilja ekkert hálfkák, eru á vissan hátt menn hinna hæstu hæða eða lægstu þrepa. Það er allt eða ekkert. Þeim finnst Biblía í svartri kápu og með logagylltum krossi vera dálítið öflug út af fyrir sig. Finna fyrir ákveðinni vernd sem er gott út af fyrir sig. Þarna er orðið um frelsarann sem elskar syndarann — elskar þá. Þeim er það oft óskiljanlegt að nokkur geti elskað þá og virt sem manneskjur og þegar þeir finna það á holdi sínu og huga getur líf þeirra snúist við. Og það hefur gerst. Það sem er þó leyndardómsfyllst er að það getur gerst aftur. Þeir spyrja stundum: Verður það ég? Opnast augu mín?
Hreinn S. Hákonarson
En hvað með lestur? Jú, margir þeirra hefja lestur en sækist seint. Kemur kannski ekki alveg á óvart. En athöfnin sjálf að lesa í helgri bók enda þótt stautað sé er í hugum sumra þeirra nauðsynleg ímynd um stund sem fanga. Hvar á að byrja? Og lesblindir menn og lesóvanir — hvílík torf og hvaða saga er þetta og eilífu ættartölur og þar fram eftir götunum. Biblían reynist þeim líka oft of stór biti. Þá er gott að eiga hana í hæfilegum neysluumbúðum eins og mannakorni. Þau eru enda sérvalin — sem er gott. Hlýleg og hvetjandi, umvefjandi og jákvæð. Enginn helvítisboðskapur þar á ferð, heldur ætíð kærleikurinn, enda hann sterkastur. Hann stenst allt og fellur aldrei úr gildi. Jesús Kristur er vinur hinna hrjáðu.
Hinna umkomulausu sem ráfa um á jaðrinum. Vinur þeirra með útréttar hendur, en þeir eru ekki alltaf tilbúnir að taka í hönd hans. Ekki strax því heimur Mammons og Bakkusar hefur fjárfest í þeim með þolinmóðu fjármagni. Fanginn og Jesús Kristur. Finnur samkennd með honum í mörgu. Hann var jú í varðhaldi um hríð. Saklaus — meira en hann getur sagt þó svo að honum finnist sakleysið oft ekki vera langt undan í svörum sínum frammi fyrir hinum jarðnesku dómurum — en það er víst önnur saga og illa ígrunduð. Já, og ræddi ekki frelsarinn við tvo brotamenn skömmu fyrir andlát sitt? Öðrum var lofuð vist í Paradís. Ekkert útihús þar eða smáhýsi úti á Granda. Paradís er eins ólík fangelsi og hugsast getur. Ólík öllu. Þar er Guð í öllu veldi sínu og menn koma ekki orðum að því. Biblían reynir að segja þá sögu þó í litlu sé. Þess vegna höfðar hún líka til brotamannsins sem og hins sómakæra borgara. Þeir eru nefnilega í sömu gönguferðinni enda þótt þeir gangi ekki hlið við hlið. Hver bjóst reyndar við því? En það skyldi þó ekki leynast Biblía í bakpokum beggja með vegvísi að Paradís?
Höfundur er sérþjónustuprestur á Biskupsstofu
B+
9
Albert Thorvaldsen myndhöggvari (1770–1844) Listgáfa var vel þekkt í íslenskri föðurætt þessa mikla höggmyndasmiðs
Á
næsta ári, 2020, verða 250 ár liðin frá fæðingu hins stórmerka listamanns Alberts Thorvaldsen (1770– 1844), sem ásamt Ítalanum Antonio Canova (1757– 1822) er talinn faðir nútíma höggmyndalistar. Albert var einkasonur Gottskálks Þorvaldssonar (1741–1806) myndskera úr Skagafirði og jóskrar konu hans Karenar Dagnes. Frábær listgáfa Alberts kom í ljós þegar faðir hans fór að taka hann með sér til starfa í skipasmíðastöð í Kaupmannahöfn, þar sem Gottskálk vann við útskurð stafnmynda og annars skrauts á skipin. Vakti fljótt athygli hve snjall teiknari sonurinn var. Listhneigð er hins vegar vel þekkt í íslenskri ætt þeirra feðga, m.a. eiga þeir ætt sína að rekja til Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hólum sem sjálfur tók þátt í að myndskreyta fyrstu íslensku þýðinguna á Biblíunni er hann gaf út árið 1584. Aðeins 11 ára var Albert settur til náms í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn, sem þá var líka iðnskóli, og vann þar til allra helstu verðlauna. Eftir að námi lauk settist hann árið 1796 að í Róm, sem miklir menningarstraumar léku um. Bjó hann þar og starfaði í 40 ár. Þegar hann kom til Rómar var Canova Sjálfsmynd Thorvaldsens og lágmynd á hinni yfirgripsmiklu sýningu í Mílanó, ásamt málverkum sem honum tengjast.
Kristsstytta Thorvaldsens.
frægastur myndhöggvara, en með verki sínu „Jason með gullna reyfið“ sló Thorvaldsen í gegn og var brátt litið á þá sem jafningja. Meðal verka sem Albert Thorvaldsen er frægastur fyrir eru höggmyndir hans af Jesú Kristi og postulunum í Vor Frue Kirke, dómkirkju Kaupmannahafnar.
Kristsmyndin þykir mörgum vera sú fegursta sem gerð hefur verið. Jóhanna dóttir Gunnlaugs Briem, ættföður Briemanna sem stundaði listnám samtímis Thorvaldsen, sá hana í vinnustofu listamannsins í Róm um jólin 1826 og skrifaði foreldrum sínum: „Í etatsráðs Thorvaldsens húsi hef ég verið og séð þar … líkneskju lausnarans. Hefur meistaranum svo aðdáanlega tekist, eftir því sem mér fannst, að láta andlitið lýsa frelsarans innra manni, að það yfirgekk stórum alla mína ímyndun.“ Nýlega hófst í einu helsta safni Mílanó, Gallerie d‘Italie við Scalatorg, sýning undir heitinu „CANOVA THORVALD SEN — upphaf nútíma höggmyndalistar“; þar eru yfir 150 listaverk eftir eða um þá snillingana tvo. Sýningin mun standa til 15. mars nk. Meðal verka á sýningunni er sjálfsmynd Alberts, en bronssteypu hennar gaf Kaupmannahöfn Íslendingum 1874 og stendur hún í Hljómskálagarðinum. Nú er einnig til sýnis í Safnahúsinu við Hverfisgötu kjörgripur úr fórum Listasafns Íslands, styttan „Ganýmedes“ eftir Thorvaldsen.
Ólafur Egilsson tók saman
10 B+
BIBLÍAN OG LÍKNARÞJÓNUSTAN
DÍANA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR
Leiðarljós við lífslok
Þ
ví að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans“ (Heb 4.12).
Sr. Díana Ósk Óskarsdóttir
Fyrir nokkrum árum fékk ég það hlutverk að annast frænda minn sem var mikið veikur af krabbameini. Ég man enn þá stund þegar okkur var tilkynnt að nú væri hann ekki lengur meðferðartækur. Að allri meðferð sem miðaði að bata yrði hætt og við tæki líknandi meðferð. Frændi minn tók þessu af meira jafnaðargeði en ég, þó ég héldi að mestu andliti af tillitsemi við hann. Ég var komin á nýjan stað í tilverunni, var orðin umönnunar- og stuðningsaðili frænda míns sem hafði rétt mér styrka hönd við ýmsar uppákomur lífsins. Nú hélt ég í veika hönd hans og furðaði mig á því að styrkurinn var aðeins minning. Hann var verkjaður, áhyggjufullur og lítill í sér þó svo hann óttaðist ekki dauðann. Áhrif Biblíunnar þegar dauðinn vofir yfir Frændi minn sótti andlegan styrk sinn í Biblíuna og hann fékk líknandi þjónustu í gegnum heimahjúkrun til að byrja með og svo á spítalanum. Sú þjónusta sneri að því að sinna einkennum sjúkdómsins, lina verki og mæta tilfinningalegum og andlegum þörfum eins og hægt var. Þessi styrking andlega og líkamlega gerði það að verkum að hann gat átt sína síðustu mánuði á spítalanum,
jákvæður og þakklátur eins og hann hafði alltaf verið. Hann lá veikur og verkjaður, langt genginn í sínum sjúkdómi en tók eftir öllu í sínu umhverfi og setti orku í það að hlúa að samferðafólki sínu á spítalanum; hvern vantaði göngugrind, hverjum þyrfti að biðja fyrir, hvern vantaði félagsskap, hvern þyrfti að uppörva og svo hugsaði hann um fólkið sitt utan spítalaveggjanna, hvernig hann gæti létt þeim eigin dauða. Fyrirmyndina finnum við í sögunum um Jesú Biblían hafði mikil áhrif á frænda minn, hvernig hann sá lífið og tilveruna og hvernig hann valdi að koma fram við fólk. Biblían hafði líka áhrif á það hvernig frænda mínum var sinnt þegar hann þurfti á því að halda síðasta spölinn. Þar sem Orð Guðs er lifandi og kröftugt og smýgur inn í innstu fylgsni anda og sálar hefur það haft gríðarleg áhrif á hvernig við manneskjur sinnum náunga okkar, hvernig við hlúum að þeim sem þjást, sjúkum og deyjandi. Fyrirmyndina finnum við í sögunum um Jesú sem ferðast um og mætir þeim sem minna mega sín, læknar, líknar og reisir upp, hann hvetur lærisveina sína að fara út, boða ríki Guðs og lækna eða græða sjúka (t.d. Lúk 9.1–2). Einnig leggur hann áherslu á boðorðin: „Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum; Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig” (Mrk 12.30–31). Síðan gefur hann okkur gott ráð: „Allt sem þér viljið, að aðrir
B+
„Trúin er mikilvægt haldreipi við lífslok og í ferlinu sem líknandi þjónusta er, bæði fyrir þau sem eru deyjandi, fyrir aðstandendur þeirra og þau sem annast um þau.“ menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ (Matt 7.12). Hvernig lifum við eftir þessu eða tjáum þessa elsku? Einn möguleikinn er að stíga fram og hlúa að sköpun Guðs, elska náungann sem er skapaður í Guðs mynd og annast öll þau sem eru berskjölduð og viðkvæm. Til dæmis með líknandi þjónustu. Guð í hinu smáa Það eru oft litlu hlutirnir sem endurspegla góðmennskuna eða hið kristilega hugarfar, heit máltíð, hlý orð, mjúk snerting sem minna sjúklinginn og fjölskyldu hans á að þau eru ekki ein. Við endalok lífsins birta vinir og vandamenn oft kærleika Guðs með verkum sínum. Ég á dýrmæta minningu um það þegar hjúkrunarfræðingur á líknardeildinni í Kópavogi rak augun í að fótur frænda míns var að renna af fótastandi hjólastólsins, hún beygði sig niður og kom fæti frænda míns betur fyrir. Ég varð snortin yfir umhyggjunni og þar sem þetta var fyrsti dagurinn á líknardeildinni þá gaf þessi litla athöfn bæði mér og frænda mínum mikið öryggi, hann var ekki bara næsti sjúklingur heldur manneskja sem vert var að hlúa að.
Upplýsingar um nærveru við hina deyjandi, þarfir og langanir þeirra til að eiga samtöl við sína nánustu og að ganga frá ákveðnum málum, sjáum við í sögunum um síðustu stundir Móse og Jakobs. Þar má einnig finna ábendingar um hvernig aðstandendum hinna deyjandi líður og hvaða umönnun þau þurfa. Þó að dauðinn sé bundinn við einstaklinginn tengist hann samböndum og tengslum og snertir því aldrei bara eina manneskju. Síðustu stundir Móse og Jakobs Jakob fékk afkomendur sína til sín á dánarbeðið, blessaði þá (1Mós 48) ásamt því að bera fram ósk um það hvar hann yrði grafinn (1Mós 47.29–30). Við lífslok Móse sagði Guð honum að færa forystuna yfir til Jósúa sem myndi taka við því að leiða Ísraelsmenn inn í fyrirheitna landið (5Mós 31.14), það hefur eflaust reynt á Móse að sleppa takinu líkt og það reyndist frænda mínum erfitt að kveðja fólkið sitt, hlutina sína og heimilið. Stundum er dauðinn óvæntur og ófyrirséður þannig að fólk nær ekki að kveðja, hvað þá að ræða málin. Í þeim tilfellum þar sem fólk fær líknandi þjónustu skapast gjarnan stundir þar sem fólk getur stýrt því hvaða ástvini
11
það kallar til sín, hvaða hluti það skilur eftir sig og hvernig það kveður, slíkar stundir geta sefað kvíða og dregið úr sársauka ásamt því að styðja við sátt og frið við lífslokin. Sannleikurinn kallar fram auðmýkt og frelsi og auðveldar flestum að sleppa takinu. Guð hefur búið okkur stað Fyrir mörg okkar er dauðinn óvissa, óöryggi og tengslarof en öll þráum við öryggi, elsku og að tilheyra. Trúin er mikilvægt haldreipi við lífslok og í ferlinu sem líknandi þjónusta er, bæði fyrir þau sem eru deyjandi, fyrir aðstandendur þeirra og þau sem annast um þau. Að vita það að Guð hefur búið okkur öllum stað, að vistarverurnar eru margar (Jóh 14.2), að treysta því að Heilagur andi er með okkur (Jóh 14.26) og að Kristur gaf líf sitt svo við gætum öðlast eilíft líf er ómetanlegt. Biblían er leiðarljós og inniheldur dýrmætar leiðbeiningar fyrir okkur mannverur um hvernig við getum valið að lifa lífinu. Þar er talað umbúðalaust um það sem skiptir máli, þar finnum við orð innblásin af Guði, grunn trúarinnar, brunn hins lifandi vatns þar sem gildi einstaklinga og samfélaga mótast.
Höfundur er sjúkrahúsprestur, handleiðari, ráðgjafi og doktorsnemi við Háskóla Íslands
12 B+
SILFURBIBLÍAN Codex Argenteus
GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON rekur sögu eins merkasta handrits allra handrita sem varðveist hefur í veraldarsögunni, sem jafnframt er merkasti vitnisburðurinn um hið horfna tungumál, gotnesku.
Í
aðalbyggingu háskólabókasafns Uppsalaháskóla, Carolina Rediviva, er að finna eitt merkasta handrit allra handrita sem varðveist hefur í veraldarsögunni. Handrit sem unesco setti á heimsminjaskrá árið 2011. Fræðiheitið er Codex Argenteus, en manna á meðal og í daglegu tali er það kallað Silfurbiblían. Reyndar er ofmælt að um Biblíu sé að ræða því uppistaða textans eru vænir kaflar úr guðspjöllunum. Handritið er merkasti vitnisburðurinn um hið horfna tungumál, gotnesku, sem hægt er að nálgast. Silfurbiblían er skrifuð á því máli mjög nálægt árinu 520, letrið er allt með silfurbleki og á stöku stað með gullbleki, hvort tveggja af vönduðstu gerð. Síðurnar eru pergament sem lengi vel var trúað að hefði verið unnið úr skinni mjög ungra kálfa, jafnvel ófæddra. En síðar hefur tekist að sanna að um kiðlingaskinn er að ræða. Brotið er folio og varðveittar eru 188 síður af þeim,
B+
Brotið er folio og varðveittar eru 188 síður af þeim, að minnsta kosti, 336 sem líklega voru upphaflega í handritinu. Síðurnar eru purpuralitar og er þar um að ræða jurtalit. Mynd: Magnus Hjalmarsson. Háskólabókasafn Uppsalaháskóla.
að minnsta kosti, 336 sem líklega voru upphaflega í handritinu. Síðurnar eru purpuralitar og er þar um að ræða jurtalit. Textinn sem þýddur er úr frummálinu, grísku, er nokkru eldri en þessi rómaða Biblía. Það var gotneski biskupinn Wulfila (Litli Úlfur) sem þýddi á fjórðu öld, en þessi mæti maður er talinn hafa skipulagt og skapað hið gotneska stafróf. Austurgotar þeir sem voru kristnir og fylgdu Wulfila voru Aríanusarsinnar og svo voru og margir samferðamenn þeirra á fyrri hluta fjórðu aldar enda ekki fyrr en á kirkjuþinginu í Níkeu árið 325 að Aríus var fordæmdur en Constans I. sem ríkti frá 337–350 var frekar hliðhollur Aríanusarsinnum þrátt fyrir 325 bannfæringuna þannig að þeir voru á ferli langt fram eftir öldinni. Allar líkur eru á því að Silfurbiblían hafi verið skrifuð í Ravenna á Ítalíu og þá að öllum líkindum fyrir AusturGotann Þjóðrek mikla, en eftir hans dag runnu áfram í munnlegri geymd sögur af þeim skörungi og er Þiðriks saga af Bern einn ávöxtur þess. Handrit fer á flakk En þá er það að þetta merka handrit hverfur sjónum manna og er þess hvergi getið í um 1000 ár. En rétt um aldamótin 1500 berast fregnir af því að þetta „týnda“ handrit sé í Benediktaklaustrinu Werden í Ruhr, en til þess að staðsetja betur fyrir lesendum er það nálægt borginni Essen. En þá voru á ferð tveir belgískir endurreisnarmenn, fræðimenn sem vildu skoða og grafast fyrir um forna klassík í gömlum skræðum. Ekki er vitað hvernig það kom til að Silfurbiblían hafnaði á þessum stað. Margar
13
„Hann setti Silfurbiblíuna í eikarkassa, eikarkassann í blýkassa og lokaði honum öllum með vönduðum lóðningum. Setti svo um borð í skipið Phoenix og komst það alla leið til Svíþjóðar.“
kenningar eru uppi og væri of langt mál að rekja þær hér en ekki er ólíklegt að það hafi komið þangað sem gjöf til Vestgotanna í suðurhluta Frakklands eða á Spáni. Þá er athyglivert að handritið „lifði af“ tvo fræga eldsvoða sem komu upp í Werden, svo skæða að þar brann nánast allt sem brunnið gat. Næst fréttist af handritinu í Prag. Ekki vita menn hvernig það endaði þar, en allt í einu er Silfurbiblían í bókasafni Rúdólfs II. Engar heimildir eru um það hvort Rúdolf keypti handritið, fékk það lánað eða einfaldlega hirti það. Hann var gríðarlegur bóka- og listmunasafnari. Hann safnaði og margvíslegum hlutum, forvitnilegum og hluti bókasafns hans var helgað göldrum og magísku efni. En það átti ekki fyrir þessu handriti að liggja að vera um kyrrt í Prag því að við lok Þrjátíu ára stríðsins árið 1648 réðust franskar og sænskar hersveitir inn í Prag og það kom í hlut Svía að taka kastala Rúdolfs II. Þar fóru þeir ránshendi og hirtu gríðarlegt magn listmuna og handrita — og þar á meðal var Silfurbiblían. Hið merka handrit og margt annað bóka, handrita og listaverka endaði í safni Kristínar drottningar sem var mikill aðdáandi lista og var á stundum talin hafa mun meiri áhuga á slíku en ríkinu sem hún fór fyrir. Bókavörður drottningar eignast handritið Við hirð Kristínar var hollenskur maður að nafni Isaac Vossius, sá var bókavörður drottningar og var hann valdur að því að enn á ný fór þetta handrit á flakk. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna hann eignaðist Silfurbiblíuna, sumir segja að hún hafi lent hjá honum
því drottning hafi skuldað honum laun. Hvað um það, hann fór með margt bóka úr safni Kristínar þegar hann sneri heim til Hollands eftir að Kristín Svíadrottning sté niður af valdastóli — svo sem frægt er. En þegar til kom þá hafði Vossius ekkert sérstakan áhuga á þessu handriti, hans hugur stóð til klassískra rita frá fornöld. Sér í lagi ágirntist hann forna gríska texta. De la Gardie kaupir Silfurbiblíuna Maður er nefndur því langa og virðulega nafni, Magnus Gabriel De la Gardie. Hann hafði um langa hríð verið uppáhald drottningar en féll þó að lokum í ónáð og þurfti að draga sig í hlé. Hann bar marga titla og var bæði stjórnmála- og stríðsmaður, menntamaður og -framkvæmda. Þegar arftaki og frændi Kristínar tók við völdum, kom það sér vel fyrir De la Gardie að nokkrum árum fyrr hafði drottningin komið honum í hjónaband með frænku sinni sem var einmitt systir hins nýja kóngs. Upphófst því persóna De la Gardie á ný innan sænskra stjórnmála. Þrátt fyrir að sá mágur, Karl X. Gústav, væri nú dauður var De la Gardie enn í lykilstöðu og árið 1662 kaupir hann Silfurbiblíuna af Vossius og hefur milligöngu um kaupin ambassador Svía í Amsterdam. Sá hét Peter Trotzig og setti hann handritið góða i eikarkassa og um borð í skipið St. Joris. Ekki endaði sá leiðangur vel því skipið strandaði við smáeyju í Zuiderzee. Trotzig var verulega brugðið og sendi bát í skyndi til þess að kanna hvort í lagi væri með kassann góða — og innihaldið. Svo reyndist vera og undirbjó nú Peter Trotzig sendingu sína enn betur en áður. Hann setti
14 B+
187 fol. 24,5 cm (hæð) 20 cm (breidd)
sögu Silfurbiblíunnar sem hefur nú verið varðveitt í Carolina Rediviva frá árinu 1669. Eða hvað? Nei, ekki alveg.
„Aðeins örfáir fræðimenn fá að skoða handritið og þurfa þeir að sækja um það sérstaklega.“ Silfurbiblíuna í eikarkassa, eikarkassann í blýkassa og lokaði honum öllum með vönduðum lóðningum. Setti svo um borð í skipið Phoenix og komst það alla leið til Svíþjóðar með þennan verðmæta feng og Magnus Gabriel De la Gardie fékk sitt. Maðurinn með langa nafnið má eiga það að hann ætlaði sér líklega ekki að eiga þetta handrit sjálfur. Hann var auk fleiri embættistitla um þetta leyti
kanslari háskólans í Uppsölum og það er sagt að saman hafi hann og rektor skólans á þeirri tíð, Olof Rudbeck, ráðslagað með það að De la Gardie gaf Uppsalaháskóla þetta merka handrit, auk fjölda annarra merkra skinnhandrita. De la Gardie lét gera kápu úr silfri utan um handritið — fallegt handverk sem auðvitað er ekki neitt sérstakt verðmæti miðað við handritið, en er til prýði og setur skemmtilegan blæ á
Handritinu stolið Árið 1995 varð sá atburður að þeim hlutum Codex Argenteus sem voru til sýnis og silfurkápunni fögru var stolið í grófu og ofbeldisfullu ráni. Þannig að enn á ný fór þessi gersemi, eða hluti af henni, á flakk. Sem betur fer náðist ránsfengurinn, sem reyndar kom sem ránsfengur til Svíþjóðar í upphafi, aftur og eftir þennan atburð var allt sýningarrými bókasafnsins endurskipulagt og gert upp. Silfurbiblían hefur nú sitt eigið herbergi í salnum, innarlega og er vel gætt. Þó er aðeins ein opna til sýnis, inni í glerskáp, og er afar erfitt að fá að skoða handritið allt, og allt er það aldrei til sýnis í einu. Aðeins örfáir fræðimenn fá að skoða handritið og þurfa þeir að sækja um það sérstaklega og geta gefið góða ástæðu fyrir því að þeir þurfi í frumritið en geti ekki notast við ýmsar útgáfur sem til eru af Codex Argenteus. Saga Silfurbiblíunnar er enn stórfenglegri og dularfyllri en hér hefur verið rakið í fátæklegum orðum og fáum. En óhætt er að hvetja alla þá sem heimsækja Uppsali í Svíþjóð að gera sér ferð á bóksafnið fagra, Carolina Rediviva, skoða Silfurbiblíuna, Codex Argenteus.
B+
15
BIBLÍAN OG IÐNAÐARMAÐURINN ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON
Smiðurinn Jesús
V
itið þið ekki að mér ber að vera í húsi föður míns?“ Við heilsum Jesú sem manni þar sem hann kveður smíðatólin, þessa traustu félaga sem faðir hans hafði kennt honum að þekkja nöfnin á og umgangast af virðingu. Hann rifjar upp stutt æviskeiðið sitt. Atvik frá bernskuárum í Egyptalandi og þegar hann týndist 12 ára í mannlega samfélaginu og foreldrar hans fundu hann í musterinu hjá fræðimönnunum, sem undruðust þekkingu hans á Ritningunni. Eftir það atvik kappkostaði hann að reynast foreldrum sínum hlýðinn sonur. Foreldrarnir vissu að hann var Messías og Guð faðir gaf þeim visku og náð til að búa Jesú undir að skilja og meðtaka guðlegt hlutverk sitt í umhverfi manna. Jesús hélt alltaf tryggð við fjölskyldu sína, hún var honum kær og hann tengdist móður sinni sterkum tilfinningaböndum alla tíð. Faðir hans á himnum valdi hann Ungi maðurinn þekkti nærumhverfi sitt í samfélagi verkamannsins, kær fjölskylda, nágrannar og vinir voru hvarvetna. Hann þekkti sögu feðranna sem hirðingja og garðyrkjumanna. Hann þekkti byggingarsögu tjaldbúðarinnar og musterisins og hvernig Guð faðir hafði sett hagleik og listfengi í suma menn öðrum fremur til að vinna vandasöm verk, þeir voru útvaldir af Guði til ákveðinna
starfa. Hann fylgdist með störfum iðnaðarmannanna og handlék smíðatól föður síns og lærði að brúka þau til verka. Jesús vissi að honum var ekki ætlað að vinna sem smiður eða listhönnuður við mannvirkjagerð. Útvalning hans var himnesk fórn. Guð sköpunarinnar var hans raunverulegi faðir sem fylgt hafði honum frá móðurlífi og gerði sig æ sterkari í vitund hans. Spádómar ritninganna voru honum kunnir og ljósir, þar las hann um það sem beið hans. Faðir hans á himnum hafði valið hann sem lausnara syndugra manna og hann hefði aðeins ákveðinn tíma sem holdi klæddur maður til að undirbúa sáttafórnina stóru að fórna lífi sínu til að leysa mannanna börn frá syndum. Lokaprófið fólst í því að standast freistingar Satans og sigrast á holdlegum tilfinningum til munaðarlífs. Hann stóðst prófið og lét skírast af Jóhannesi frænda sínum. Höfundur kristninnar vildi helga skírnarathöfnina með því að gangast sjálfur sem maður undir andlega athöfn syndajátningar og hreinsunar. Bæði Guð og maður Í jarðlífi sínu var Jesús bæði Guð og maður og nú var komið að því að sinna guðlega þættinum. Jesús þurfti að sanna að hann var sá sem ritningarnar spáðu fyrir um. Jesús fór ekki til nágrannanna eða gömlu vinnufélaganna til að safna að sér lærisveinum. Guð sagði honum að fara á ströndina og þar sá hann fiskimenn í bátum sínum. Hann bauð þeim að koma og fylgja sér og þeir
iðnaðarmaður, eitthvað mannlegt æviskeið? Sumir tala um týndu árin í lífi Jesú og vilja fylla þau upp með því að setja hann á skólabekk hjá trúarsöfnuði. Biblían talar ekki um týnd ár í lífi hans heldur segir að þegar hann fór að kenna hafi samferðamenn þekkt hann og fjölskyldu hans og orðið undrandi á að ,,hann sem enga fræðslu hefur hlotið“ bjó yfir slíkri andagift. Jesús var sonur Guðs sem var hans fræðari og eftir að hann safnaði að sér lærisveinum var hann titlaður sem meistari. Ársæll Þórðarson
hlýddu. Faðirinn á himnum réði ferðinni og hafði talað til fiskimannanna og útvaldi þá sem kjarnann í lærisveinahóp frelsarans, af því hlýddu þeir kalli hans og höfðu trú á verkefninu. Veraldleg störf eru af Guði gefin en Jósef var varla valinn til að vera faðir frelsarans vegna þess að hann var iðnaðarmaður heldur vegna þess að Guð hafði gefið honum góðar gjafir mannkosta og sterka trú. María móðir Jesú þurfti á slíkum manni að halda. Það eru margir sem láta mannleg sjónarmið rugla dómgreindina þegar kemur að guðdómnum og setja tilfinningarnar ofar trúnni en forgangsröðin hjá Guði er fyrst trú, svo tilfinningar. Þegar Jesús valdi lærisveinanna valdi hann þá ekki eftir ytra útliti, menntun eða öðru atgervi. Hann valdi þá eftir boði Guðs. Átti Jesús einhver ár sem
Sendur í heiminn sem Guð Það er mannlegt að trúa því að Jesús hafi hjálpað föður sínum við smíðar og lært þá iðn. Jesús var elstur barnanna og bar sem frumburður vissa ábyrgð og hvað er líklegra en að Jesús hafi lagt fjölskyldunni lið í lífsbaráttunni? Alltaf verður þó að hafa í huga að Jesús var sendur í heiminn sem Guð en ekki sem læknir, stjórnmálamaður eða smiður. Jesús var sendur í heiminn sem frelsari manna frá syndum. Hann skrifaði aldrei neitt en gaf þó Nýja testamentið og nýjan sáttmála á milli Guðs og manna. Hann titlaði sig aldrei sjálfur en var þó sagður meistari. Smíðatólin sem hann handlék sem ungur maður eru ekki hans minnisvarði, heldur krossinn á Golgata þar sem hann gaf sitt líf og úthellti sínu blóði mönnum til sáluhjálpar.
Höfundur er öldungur
16 B+
Þýðingin 1981 komin á appið
AF VETTVANGI STARFSINS
Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup, Guðni Einarsson og Rúnar Vilhjálmsson.
A
Breytingar í stjórn HÍB
aðalfundur HÍB fór fram í Neskirkju fyrr á árinu. Helstu fréttir af fundinum eru þær að úr stjórn gengu þeir Guðni Einarsson og Rúnar Vilhjálmsson. Guðni hefur verið í stjórn félagsins í áraraðir og unnið þar afskaplega gott starf og eru honum færðar þakkir við þau tímamót. Rúnar hefur verið skemur í stjórn félagsins en hefur verið afar sterkur stjórnarmaður og valist til ábyrgðar. Sömuleiðis eru honum færðar þakkir fyrir góð störf. HÍB óskar og þeim félögum velfarnaðar í
hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. Nýir stjórnarmenn voru kosnir: Fjalar Freyr Einarsson og Hrönn Svansdóttir. Eru þau boðin velkomin til starfa. Á aðalfundinum var og tekin ákvörðun um að hækka félagsgjaldið úr 2000 krónum — en þannig hefur það verið óbreytt í mörg ár — í 3000 krónur. Meðfylgjandi mynd sýnir frú Agnesi M. Sigurðardóttur biskup og forseta HÍB, Guðna Einarsson og Rúnar Vilhjálmsson, en forseti færði þeim gjafir og flutti þeim þakkir fyrir frábært starf.
Eftir að Biblían 2007 var gerð aðgengileg á snjallforritum árið 2018 hafa sífellt fleiri nýtt sér þann möguleika og hlaðið niður appinu. Á sama tíma hafa margir viljað gera fleiri íslenskar þýðingar aðgengilegar á snjallforritinu. Fólk vill gjarnan geta flett á milli þýðinga og borið saman. Um langan tíma hefur það verið hægt á heimasíðu félagsins biblian.is. En nú hefur Biblíufélagið séð til þess að 1981-þýðing Biblíunnar á íslensku er einnig aðgengileg á snjallforriti Youversion. Sá skemmtilegi valmöguleiki á appinu „að bera saman þýðingar“ er því orðinn enn meira lifandi en áður. Nú er ekki aðeins hægt að bara saman nýju þýðinguna við erlendar biblíuþýðingar. Nú má einnig bera saman 1981-þýðinguna við hina nýju frá 2007.
Glimrandi hópfjármögnun Til að fjármagna útgáfu Nýja testamentisins á hljóðbók setti Biblíufélagið af stað hópfjármögnunarsíðu hjá Karolina Fund í febrúar 2019. Ekki stóð á viðbrögðum hjá Biblíuvinum þessa lands en það safnaðist fyrir verkefninu og gott betur. Þegar söfnuninni var lokið höfðu safnast rúmar tvær milljónir króna. Takk fyrir ómetanlegan stuðning við verkefni sem nú þegar er byrjað að hafa jákvæð áhrif.
B+
17
Sigurðar Pálssonar minnst
Frábær þátttaka í söfnunum
Biblían á Facebook
Biblían og nýir miðlar
Hið íslenska biblíufélag minnir fólk á að það er til fésbókarsíða Biblíunnar, „Biblían.“ Á síðunni birtast daglega falleg ritningarvers og jafnvel stundum fréttir frá Biblíufélaginu. Við hvetjum þig til að fylgjast með og vera í hópi þeirra sem fá hið daglega vers og sýna það á samfélagsmiðlum að þeim þykir vænt um Biblíuna.
Fyrr á árinu boðaði Hið íslenska biblíufélag til kynningarfundar í Háteigskirkju. Á fundinum vildi HÍB gera grein fyrir fyrirætlunum sínum um nýja sókn Biblíunnar inn á nýja miðla. Komu fulltrúar á fundinn frá mörgum kristilegum samtökum og samfélögum sem hafa einnig þá hugsjón að sjá veg Biblíunnar sem mestan. Sögðu þar fulltrúar Biblíufélagsins frá þeim spennandi verkefnum sem nú eru sum hver orðin að veruleika, s.s. því að gera Biblíuna aðgengilega bæði með texta og hljóði á snjallsímum og tölvum. Jafnframt voru fundarmenn hvattir til að hjálpa Biblíufélaginu með því að safna meðlimum með því að hafa fyrirætlanir félagsins í bænum sínum.
Frábær þátttaka hefur verið í söfnunum Biblíufélagsins undanfarna mánuði. Má þar sérstaklega nefna góð viðbrögð félagsmanna við Kínasöfnuninni, en þar var safnað fyrir Biblíum sem áttu að fara til Kína. Í Kína er ekki eins auðsótt að fá Biblíu eins og í okkar heimshluta. Hinsvegar er það svo að kristin trú vex með miklum hraða í Kína og eykst því eftirspurnin eftir bókinni góðu, dag frá degi. Það er Biblíufélaginu mikill heiður að fá að taka þátt í verkefninu og er það þakkarvert hversu vel félagsmenn lögðu hendur á plóg. Íslendingar megnuðu þannig að safna ríflega 8000 Biblíum sem síðan voru gefnar til Kína. Megi þær gjafir verða mörgum til blessunar.
H
eiðursfélagi Hins íslenska biblíufélags (HÍB), séra Sigurður Pálsson, kvaddi þennan heim 2. mars síðastliðinn á Dvalarog hjúkrunarheimilinu Grund, 82 ára gamall. Sigurður var mikilvirkur guðfræðingur og prestur sem lauk doktorsprófi í menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands (KHÍ) 2008. Sigurður var höfundur mikils kennsluefnis í kristinfræði, kennari við KHÍ og námsstjóri í kristnum fræðum og fíknivörnum um árabil. Sigurður var sóknarprestur við Hallgrímskirkju og virkur í starfi KFUM og KFUK og KSH auk þess að vera formaður Listvinafélags Hallgríms-kirkju, ásamt ótal fleiri trúnaðarstörfum. Sigurði var Biblían mjög hjartfólgin sem og starf Hins íslenska biblíufélags. Hann var í þýðingarnefnd Gamla testamentisins 1990–2007, framkvæmdastjóri HÍB 1990–1997 og sat í stjórn HÍB 1998–2012. Sigurður var kjörinn heiðursfélagi í HÍB árið 2015. Sóknarnefnd Hallgrímskirkju ákvað á fundi sínum í vor að gefa HÍB 250.000 króna minningargjöf um Sigurð Pálsson. Stjórn HÍB hefur ákveðið að nýta þá fjármuni í upptöku hljóðbókar af Davíðssálmum Biblíunnar sem Guðjón Davíð Karlsson leikari mun lesa. Heildarkostnaður við upptöku þessa lengsta rits Biblíunnar, og að tengja hljóðbókina við smáforrit og heimasíðu, má reikna með að verði um 700.000 krónur. Þau sem vilja styðja við það verðuga verkefni geta lagt verkefninu lið með því að leggja inn á eftirfarandi reikning: Kennitala: 620169-7739 Bankareikningur: 0101-26-622200 Merkt: Sálmar Blessuð sé minning Sigurðar Pálssonar.
Biblíulestrar 2020 Nú sem fyrr gefur Hið íslenska biblíufélag út biblíulestraskrá þar sem tilgreindir eru textar fyrir hvern dag ársins til að lesa og hugleiða. Félagsmenn fá skrána senda og hún liggur einnig frammi í flestum kirkjum landsins. Þau sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fengið skrána eru hvött til að hafa samband við skrifstofu HÍB og fá hana senda sér að kostnaðarlausu. Starfsfólk kirkna og trúfélaga er einnig hvatt til að gera viðvart ef eintökin klárast.
© GÍGJA EINARSDÓTTIR
18   B+
BIBLĂ?AN OG BARNIĂ?
Af Samverjum fyrr og nú RÆTT VI� MAR�U GUNNARSDÓTTUR
H
vaĂ° heitirĂ°u? Ég heiti MarĂa GunnarsÂdĂłttir fĂŚdd og uppalin Ă BreiĂ°holtinu. Ăžannig aĂ° passaĂ°u Ăžig, ĂŠg er „streetwise“!
ViĂ° hvaĂ° vinnurĂ°u? Ég starfa hjĂĄ Biskupsstofu viĂ° aĂ° setja inn efni ĂĄ efnisveituna sem er gagnabanki fyrir starfsfĂłlk kirkjunnar um allt land. Ăžar geta Ăžeir sem eru aĂ° taka ĂĄ mĂłti bĂśrnum og fullorĂ°num fundiĂ° efni viĂ° sitt hĂŚfi. Ăžetta er eins og aĂ° fara ĂĄ nammibarinn Ă búðunum og velja sĂŠr eitthvaĂ° gott Ă gogginn. Ăžarf maĂ°ur aĂ° vera eitthvaĂ° lĂŚrĂ°ur til Ăžess aĂ° vinna ĂĄ Biskupsstofu? ĂžaĂ° er alls konar fĂłlk sem vinnur ĂĄ Biskupsstofu meĂ° alls konar menntun sem gerir vinnustaĂ°inn skemmtilegan og fjĂślbreyttan. Ég er lĂŚrĂ°ur guĂ°frĂŚĂ°ingur og bakgrunnur minn hefur hjĂĄlpaĂ° mĂŠr aĂ° tĂşlka biblĂusĂśgur fyrir bĂśrn ĂĄ Ăśllum aldri Ăžannig aĂ° Ăžau tengi sĂśgurnar viĂ° sig og sitt umhverfi. HefurĂ°u alltaf unniĂ° ĂĄ Biskupsstofu? Nei, ĂŠg hef unniĂ° ĂĄ Ăłtal mĂśrgum stÜðum, enda er ĂŠg orĂ°in verulega gĂśmul. ĂžaĂ° skemmtilegasta sem ĂŠg hef samt gert er aĂ° vinna meĂ° bĂśrnum og segja Ăžeim frĂĄ JesĂş og kenna Ăžeim kĂŚrleiksboĂ°skap hans. ViĂ° finnum sĂśgurnar um JesĂş og JesĂşs aĂ° segja sĂśgur Ă BiblĂunni. Ég segi bĂśrnunum einnig hvernig JesĂşs hefur haft jĂĄkvĂŚĂ° og góð ĂĄhrif ĂĄ lĂf mitt. Hvernig megi lĂŚra af sĂśgum JesĂş og taka ÞÌr meĂ° sĂŠr inn Ă hversdaginn. BiblĂusĂśgurnar sem eru sagĂ°ar Ă sunnudagaskĂłlanum eru t.d. góðar til Ăžess aĂ° kanna eigin lĂfsgildi. Stundum Ăžegar ĂŠg hef veriĂ° lĂśt aĂ° lesa Ă BiblĂunni, tek ĂŠg hana upp til Ăžess aĂ° stemma mig af. AĂ° kjarna mig og endurmeta, og Ăžakka ĂžaĂ° sem lĂfiĂ° hefur upp ĂĄ aĂ° bjóða. ĂžaĂ° er mjĂśg mikilvĂŚgt fyrir mig aĂ° rĂŚkta andlega nĂŚringu mĂna. AĂ° ĂŠg rĂŚkta ekki bara lĂkamann meĂ° Ăştivist og hreyfingu heldur einnig andann. ĂžvĂ ĂžaĂ° gerir mann andlega sterkari Ăžegar viĂ° gĂśngum Ăşt Ă lĂfiĂ° og Ăžurfum aĂ° mĂŚta mĂłtlĂŚti. —ViĂ° myndum tapa Ăśllum fĂłtboltaeĂ°a handboltaleikjum ef viĂ° myndum ekki passa upp ĂĄ andlega heilsu okkar. HvaĂ°a biblĂusaga er uppĂĄhaldssagan ĂžĂn? ĂžvĂ er auĂ°velt aĂ° svara. ĂžaĂ° er Miskunnsami Samverjinn. Af hverju? ĂžaĂ° er vegna Ăžess aĂ° viĂ° getum Ăžekkt okkur Ă Ăśllum Ăžessum hlutverkum sem koma fyrir Ă
sĂśgunni. —ViĂ° fĂśrum stundum Ă ferĂ°alĂśg sem ĂžrĂłast ekki alveg eins og viĂ° ĂŚtluĂ°um Ă upphafi. — ViĂ° getum meitt fĂłlk, Þå meina ĂŠg ekki endilega meĂ° ofbeldi heldur orĂ°um okkar. —ViĂ° eigum ĂžaĂ° til aĂ° hunsa fĂłlk sem virkilega Ăžarf ĂĄ okkur aĂ° halda. Þå meina ĂŠg aĂ° viĂ° hjĂĄlpum ekki vini eĂ°a skĂłlafĂŠlaga Ăžegar hann eĂ°a hĂşn lenda Ă vandrĂŚĂ°um eĂ°a einelti. EĂ°a viĂ° hjĂĄlpum ekki Ăłkunnugum Ă vanda. — Og viĂ° getum veitt hjĂĄlp ĂĄn Ăžess aĂ° gera okkur grein fyrir ĂžvĂ. Bara meĂ° ĂžvĂ aĂ° segja einhver hughreystandi orĂ°. OrĂ° sem urĂ°u til Ăžess aĂ° ĂłvĂŚnt straumhvĂśrf urĂ°u Ă lĂfi viĂ°komandi. Ă–rfĂĄ kĂŚrleiksÂorĂ° geta haft svo sterk og kraftmikil ĂĄhrif aĂ° Ăžau geta bjargaĂ° lĂfi. ViĂ° Ăžurfum reyndar aĂ° muna aĂ° orĂ° eru til alls fyrst, en ĂžaĂ° sem Samverjinn gerĂ°i bar honum engin skylda til. Hann kom ferĂ°alanginum Ă skjĂłl meĂ° ĂžvĂ aĂ° ferĂ°ast meĂ° hann aĂ° nĂŚsta gistiskĂ˝li. Borga fyrir hann og hann baĂ° um aĂ° honum yrĂ°i hjĂşkraĂ° til heilsu aĂ° nĂ˝ju. — Þó svo aĂ° viĂ° teljum okkur ekki geta bjargaĂ° heiminum Þå getum viĂ° alltaf gert smĂĄvegis og fengiĂ° aĂ°stoĂ° viĂ° ĂžaĂ°. Ăžetta vissi Samverjinn. — JesĂşs er aĂ° segja okkur meĂ° Ăžessari dĂŚmisĂśgu aĂ° viĂ° getum alltaf lĂĄtiĂ° gott af okkur leiĂ°a. HvaĂ° er Samverji? ĂžaĂ° er von aĂ° Þú spyrjir. Ă tĂmum JesĂş var Samverji Ăştlendingur. En ‌ ĂžaĂ° er hĂŚgt aĂ° tengja Samverjann viĂ° alla minnihlutahĂłpa Ă samfĂŠlaginu Ă dag. — Ăžar sem GleĂ°igangan Ă ReykjavĂk er nĂ˝afstaĂ°in gĂŚtum viĂ° sagt aĂ° samkynhneigĂ°ir vĂŚru eins og Samverjinn Ă gamla daga og Ă sumum lĂśndum er ennÞå hĂŚttulegt aĂ° vera hinsegin og Ăžar er fĂłlk ennÞå stimplaĂ° Samverjar. ĂžaĂ° er ĂştilokaĂ° og jafnvel beitt ofbeldi eĂ°a ĂžaĂ° fĂŚr dauĂ°adĂłm vegna kynhneigĂ°ar eĂ°a kynvitundar sinnar. ĂžvĂ miĂ°ur hefur BiblĂan veriĂ° notuĂ° sem valdatĂŚki til aĂ° halda minnihlutahĂłpum niĂ°ri og hĂşn hefur veriĂ° notuĂ° gegn fĂłlki sem er ÜðruvĂsi. ViĂ° Ăžurfum samt ekki aĂ° fletta lengi Ă BiblĂunni til Ăžess aĂ° lesa um kĂŚrleiksboĂ°skap JesĂş. Hann vildi breyta hjartalagi fĂłlks Ăžannig aĂ° samlĂĂ°an og hluttekning Ă daglegu amstri var hans hjartans mĂĄl. — ViĂ° ĂĄ Ă?slandi hĂśfum veriĂ° svo heppin aĂ° undanfarna ĂĄratugi hafa unnist mĂśrg vĂgin og viĂ° finnum ĂžaĂ° Ă boĂ°skapi JesĂş. GuĂ° elskar alla skilyrĂ°islaust og Ăžess vegna elskar hann Ăžig eins og Þú ert. HvaĂ° er kĂŚrleiksboĂ°skapur nema aĂ° allir sĂŠu meĂ°teknir eins og Ăžeir eru? Takk fyrir aĂ° vera Þú sjĂĄlf/ur.đ&#x;˜Š
B+
TVÆR ÓMISSANDI SKÁLHOLTSÚTGÁFAN KYNNIR
Hollt og nærandi veganesti KARL SIGURBJÖRNSSON biskup er meistari orðsins og kann þá list öðrum fremur að setja fram á hrífandi hátt kjarna kristinnar trúar í grípandi hugleiðingum og frásögnum. DAG Í SENN er hollt og nærandi veganesti fyrir hvern dag ársins. Stuttar og grípandi íhuganir miðla von í önnum hversdagsins. Þær eru bornar uppi af reynslu, kærleika, glaðværð og glettni.
„Ein af bestu bókum ársins!“ Library Journal
BÓKIN UM FYRIRGEFNINGUNA eftir Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku, og dóttur hans, Mpho Tutu, hefur farið sigurför um heiminn og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Þessi einstaka bók kemur nú út í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar biskups. Báðar bæku rnar fást í Kirkjuhú sinu, Laugavegi 31 , á kirkjuhusid. is (FRÍ HEIMSE NDING), Jötunni, Eym undsson, bókabúð Fo rlagsins og Hagkaupsver slunum
19
20 B+
BIBLÍAN OG FORNMÁLIN
SVEINN VALGEIRSSON
Skilaboð á máli sem við þekkjum ekki Það getur verið vandasamt að snara textum, ná öllum blæbrigðum þeirra, hvað þá að gera grein fyrir menningarbundnum tilvísunum í þeim
U
m daginn, meðan ég beið eftir afgreiðslu í bókabúð, tók ég eftir ferðamanni sem var að skoða geisladiska á borðinu. Hann tók upp einn disk með Prins Póló og spurði hvernig hann væri. „Algerlega frábær,“ svaraði ég. „Og textarnir hans eru dúndrandi speki.“ En áttaði mig á því um leið að kynni að vera ákveðnum vandkvæðum bundið fyrir hann að njóta þeirra; því jafnvel þótt ég reyndi að snara textunum fyrir hann, þá var ég ekki viss um að ná öllum blæbrigðum textans, hvað þá að gera grein fyrir menningarbundnum tilvísunum og öllu því sem í sjálfu sér er ósagt en er samt gefið í skyn. Þetta sýnir að nokkru leyti þann vanda sem mætir okkur þegar við eigum þess kost að fá skilaboð á máli sem okkur er ekki tamt eða kunnum jafnvel alls ekki. Hebreska, gríska og latína Það er kunnara en frá þurfi að segja að frummál Gamla testamentisins er hebreska — auk fáeinna tilfella þar sem arameíska er notuð — en Nýja testamentið er ritað á grísku. Hvort tveggja tungumál sem óhætt er að segja að séu fæstum Íslendingum töm.
Við erum því langflest í þeirri stöðu að þurfa að reiða okkur á þýðingar. Og sem betur fer hafa langflestir þýðendur Ritningarinnar verið starfi sínu vel vaxnir. Þriðja fornmálið sem óneitanlega snertir sögu biblíuþýðinga á Vesturlöndum er latína. Biblíuþýðing Híerónímusar yfir á latínu frá því um aldamótin 400 var gríðarlegt afrek en sumt í þeirri þýðingu var nú umdeilt á sínum tíma. Til að mynda hafði hebreski texti Gamla testamentisins minnst verið notaður meðal safnaðanna, heldur sjötíumannaþýðingin sem svo er nefnd, grísk þýðing hinna fornu hebresku texta. Þeir deildu svolítið um þetta tveir risar í kristnisögu Vesturlanda, Híer ónímus og Ágústínus, og var Ágústínus þeirrar skoðunar að Híerónímus ætti að hætta þessu brölti. Sjötíumannaþýðingin hefði unnið sér sess í helgihaldi kristinna manna og raunar væri hebreska biblían svo frábrugðin sjötíumannaþýðingunni að ný þýðing myndi bara stuða menn. Þýðingar víkja frá vana En það held ég einmitt eðli nýrra þýðinga, að ef þær víkja frá því sem maður hefur vanist, þá tekur maður þeim með fyrirvara. Og því miður hafa
B+
21
Sr. Sveinn Valgeirsson
„Við erum langflest í þeirri stöðu að þurfa að reiða okkur á þýðingar. Og sem betur fer hafa langflestir þýðendur Ritningarinnar verið starfi sínu vel vaxnir.“
heyrst þess dæmi að til að forðast nýbreytni og einhverjar nútímakenjar þýðenda, þá sé best að leita í Jakobsbiblíuna ensku (King James’s v ersion). Sannarlega var sú þýðing úr frummálunum, Gamla testamentið úr hebresku og arameísku, Nýja testamentið úr grísku og Apókrýfu bækurnar úr grísku og latínu, en hins vegar voru biblíufræðin, handritin og allar þær hjálpargreinar sem þýðendur styðjast nú við, komin svo miklu skemmra á veg en nú er, að raunar er ekki líku saman að jafna. Biblíuvísindum vindur fram Grundvallaratriði við siðbótina var að fá Biblíuna á móðurmálið og komast í gríska og hebreska texta. Biblíuvísindunum vindur stöðugt fram og ég er þeirrar skoðunar að allt sé það til bóta fyrir þýðingarstarfið. Og ég
get bent á að einn af mínum gömlu kennurum, mikill grískumaður, kemur stundum til kirkju til mín og um jólaleytið segir hann gjarnan: „Hvenær ætlið þið að fara að þýða dýrðarsöng englanna á Bethlehemsvöllum rétt?” Gaf hann mér síðan bók nokkra þar sem farið er í gríska textann lið fyrir lið og þar kemur býsna margt fróðlegt fram; t.a.m. að engin umsögn er í textanum, þ.e. sögn í persónuhætti. Vandast þá heldur málið. Ennfremur er þar bent á að samtengingin kai (& „og”) er ekki samtenging þar, heldur atviksorðið „einnig”. Þannig að hér væri eðlilegra að þýða svo: „Dýrð Guðs í upphæðum er (nú) einnig á jörðu.” Holdtekning sonarins sýnir það. Ég ætla ekki að taka afstöðu hér hvort þetta sé tilfellið, þó að þessi nálgun sé að mörgu leyti sannfærandi. Hér er aðeins eitt af fjöldamörgum
álitamálum um þýðingar úr frummálunum, í þessu tilfelli grísku. Og auðvitað þarf alltaf að vega og meta hvort rökin sem borin eru á borð haldi þræði. Og til þess að geta það er óhjákvæmilegt annað en að kunna skil á þeirri tungu sem hin upphaflegu skilaboð voru rituð á. Að draga úr misskilningi Einn félagi minn hélt því einu sinni fram að 40% allra tjáskipta mannsins væru misskilningur. Ég veit reyndar ekki hvernig hann fékk þessa tölu út; kannski misskildi ég hann eitthvað — og þar að auki veit ég ekki beint hvernig þetta er mælt; en hitt veit ég að við misskiljum svo margt og ættum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr misskilningi. Góð kunnátta í fornmálunum skiptir þar töluverðu máli.
Höfundur er Dómkirkjuprestur í Reykjavík og situr í stjórn Hins íslenska biblíufélags
22 B+
BIBLÍAN OG TÓNLISTIN
HRÖNN SVANSDÓTTIR
Söngtextar og ritningarvers
T Hrönn Svansdóttir
© HÁKON DAVÍÐ BJÖRNSSON
„Tónlist er tungumál hjartans og getur haft mikil áhrif á tilfinningar okkar, hún tekur þátt í gleði okkar.“
ónlist er stór hluti af menningu okkar og samfélagi. Eins og með allt annað í lífinu höfum við þó mismikinn áhuga á þessu viðfangsefni, sumir hlusta á tónlist allan daginn, aðrir skapa tónlist og enn aðrir hafa lítinn áhuga á því undri sem tónlist er. Hvar sem þú finnur þig í þessari lýsingu er það samt þannig að tónlist er hluti af daglegu lífi og hefur mikil áhrif á okkur með beinum eða óbeinum hætti og þannig hefur það verið um aldir. Tónlist er tungumál hjartans og getur haft mikil áhrif á tilfinningar okkar, hún tekur þátt í gleði okkar, sefar þegar sorgin bankar upp á, hún umvefur og spilar stórt hlutverk í að skapa minningar. Víða í Biblíunni er fjallað um tónlist og lofgjörð, bæði í Gamla og Nýja testamentinu og tónlist hefur alla tíð verið ríkur þáttur í kirkjustarfi. Í Kólossubréfinu 3.16 segir: „Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.“ Lögin sem við syngjum geta fjallað um hvað sem er, orðin í textunum hafa vægi og taka festu í hjarta og huga og oft öðlast þau líf, margir kannast við það að fá lag á heilann þar sem lag eða hluti úr lagi hljómar í huganum aftur og aftur. Það er mikilvægt að textarnir séu innihaldsríkir, byggðir á orði Guðs og fyrirheitum sem við lesum um í Biblíunni, þannig getum við meðal annars uppfyllt versið í Kólossubréfinu að Orð Guðs búi ríkulega hjá okkur. Við notum lögin til fræðslu og gott dæmi um það er lag sem fjallar um Davíð konung og margir lærðu í sunnudagaskólanum. „Hann Davíð var lítill drengur, á Drottins vegum hann gekk. Hann fór til að fella risann og fimm litla steina hann fékk. Einn lítinn stein í slönguna lét og slangan fór hring eftir
B+
„Oft skortir okkur orð til að móta samtal okkar við Guð og lög og textar geta hjálpað okkur í bæn og játningu.“ hring. Upp í loftið hentist hann og hæfði þennan risamann.“ Við notum lög til áminningar og hvatningar. Nýlega lærði ég erlent lag sem heitir „For the One“ og það er sungið hér í íslenskri þýðingu Árnýjar Jóhannsdóttur. Í textanum felst áskorun og hvatning og á sama tíma er hann bæn til Guðs. Slík áskorun getur reynst okkur erfið, stundum felst í henni krafa um að við breytum verkum okkar og bregðumst við, þannig eiga textar að hreyfa við okkur. Textinn í þessu lagi minnir mig á versin í Rómverjabréfinu 12.9–17. Þar segir: Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni. Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. Berið sama hug til allra, verið ekki stórlát, umgangist fúslega lítilmagna. Oftreystið ekki eigin hyggindum. Gjaldið engum illt fyrir illt. Söngtextar og ritningarvers vinna saman, minna hvort á annað. Mikilvægt er að það sem sungið er í kirkjunum sé byggt á Orði Guðs, þannig öðlast
söngtextanir meira vægi. Fyrsta vers og viðlag í fyrrnefndu lagi er: „Guð fylltu mig, með góðvild og með samúð gagnvart þeim, þeim sem þú gafst þinn son í þennan heim, til alls mannkynsins, auk kærleik minn. Hjálpaðu mér að elska þau, eins og þú, með kærleik sem tengir mann við mann og byggir brú. Þegar þau horf'í augu mín, sjá þar ert þú, aðeins við lítið bros, finni þau kærleik þinn.“ Við lærum af Davíð konungi að hann kom fram fyrir Guð með lofsöng og bæn í öllum kringumstæðum, á góðum stundum með gleði og einnig þegar erfiðleikar og hættur steðja að og allt virðist vonlaust þá er líka hægt að syngja Guði lof. Góður vinur minn, Hjalti Gunnlaugsson, samdi lag og texta sem oft kemur upp í huga minn: „Alveg sama hvernig lífið virðist vera þennan dag, þá skal ég lofa, lofa aðeins þig. Þó ekki virðist neitt í heimi geta hamingju mér veitt, þá mun ég lofa, lofa aðeins þig.“ Oft skortir okkur orð til að móta samtal okkar við Guð og lög og textar geta hjálpað okkur í bæn og játningu, komið hugsun okkar og tilfinningum í orð. Það eru til textar og lög sem fjalla um nánast allt sem við göngum í gegnum í lífinu og það er dýrmætt að geta notað tónlistina og textana okkur til huggunar og hvatningar. Lokaorð versins í Kólossubréfinu sem ég nefndi í upphafi, „syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar“, er samt sem áður það sem flest laga okkar ganga út á og ætti að vera kjarninn í allri okkar veru; það er lofsöngur og þakklæti til Guðs fyrir allt það sem hann er og hefur
23
gert fyrir okkur. Því það er alveg sama hvernig okkur líður, hvort trú okkar er sterk eða hugur okkar fyllist af efasemdum, þá er Guð alltaf hinn sami, hann er kletturinn sem bifast aldrei, kletturinn sem við getum byggt líf okkar á og fyrir það á hann skilið allan okkar lofsöng. Mér finnst viðeigandi að enda á versum úr Sálmi 145 sem inniheldur lofsöng Davíðs: Ég tigna þig, Guð minn og konungur, og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Ég vegsama þig hvern dag og lofa nafn þitt um aldur og ævi. Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, veldi hans er órannsakanlegt. Kynslóð eftir kynslóð vegsamar verk þín, segir frá máttarverkum þínum … Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Drottinn er öllum góður og miskunn hans hvílir yfir allri sköpun hans. Öll verk þín lofa þig, Drottinn, og dýrkendur þínir vegsama þig … Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni … Drottinn varðveitir þá sem elska hann en eyðir öllum óguðlegum. Munnur minn skal syngja Drottni lof, allt hold skal lofa hans heilaga nafn um aldur og ævi.
Höfundur er framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavíkur og situr í stjórn Hins íslenska biblíufélags
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–19 | Um helgar 11–16