Eir Annual Report

Page 1

Ársskýrsla Hjúkrunarheimilisins Eirar 2008

Vorfundur fulltrúaráðs 2009


Ritstjórn: Ljósmyndun og útlit: Prentvinnsla:

2

Gréta Guðmundsdóttir Bjarki Reyr, www.bjarkireyr.com Leturprent

Hjúkrunarheimilið Eir


Efnisyfirlit Aðilar Eirar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Fulltrúaráð Eirar frá vorfundi 2007-2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Rekstur Eirar á árinu 2007 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Hjúkrun og umönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Læknisþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Sjúkraþjálfun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Starfsemi vinnustofu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27 Um prestþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Um djáknaþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 Framleiðslueldhús í Eir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Húsrekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

3


4

Hjúkrunarheimilið Eir


Aðilar Eirar • Reykjavíkurborg

Að Eir standa

• Verzlunarmannafélag Reykjavíkur • Seltjarnarneskaupstaður • Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands • FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga • og annarra minnissjúkra. • Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði • Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól • Brynja Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands • Efling, stéttarfélag • SÍBS, Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga • Mosfellsbær

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

5


Fulltrúar í fulltrúaráði Eirar 2007 – 2011 Reykjavíkurborg

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Seltjarnarneskaupstaður

Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jórunn Frímannsdóttir Sif Sigfúsdóttir Stella K. Víðisdóttir Kristín A. Árnadóttir Stefán Jóhann Stefánsson Þorleifur Gunnlaugsson Gunnar Páll Pálsson Bjarndís Lárusdóttir Magnús L. Sveinsson Jónína Þóra Einarsdóttir Erna Nielsen Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Helga Eysteinsdóttir Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir Friðgeir Jóhannesson Haukur Helgason María Jónsdóttir Soffía Egilsdóttir Guðmundur Hallvarðsson Ásgeir Ingvason Guðjón Ármann Einarsson

Umönnunar – og hjúkrunarheimilið Skjól

Hallgrímur Snorrason Böðvar Pálsson Unnur Halldórsdóttir

Brynja Hússjóður ÖBÍ

Tómas Helgason Garðar Sverrisson Björn Arnar Magnússon

6

Hjúkrunarheimilið Eir


Þórunn Sveinbjörnsdóttir Fanney Friðriksdóttir Svanhildur Hauksdóttir Sigurður R. Sigurjónsson Dagný Erla Lárusdóttir Vilhjálmur B. Vilhjálmsson Herdís Sigurjónsdóttir Jóhanna B. Magnúsdóttir Hanna Bjartmars Arnardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Magnús L. Sveinsson, varafomaður Helga Eysteinsdóttir Haukur Helgason Tómas Helgason Vilhjálmur B. Vilhjálmsson Herdís Sigurjónsdóttir Sigurður Helgi Guðmundsson

Efling stéttarfélag

SÍBS

Mosfellsbær

Stjórn

Forstjóri

Gréta Guðmundsdóttir

Skrifstofustjóri

Birna Kr. Svavarsdóttir

Hjúkrunarforstjóri

Sigurbjörn Björnsson

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

Yfirlæknir

7


Rekstrarþættir Rekstrarumhverfi

Miklar hækkanir urðu á launakostnaði á árinu, auk þeirra launahækkana sem innbyggðar eru í samningum, svo sem hjá Eflingarfólki eftir 3 og 6 ár. Aðföng hækkuðu einnig mikið almennt talað og munar þar mest um gengisþróunina. Allt fram undir árslok var því útlit fyrir rekstrarhalla, en bæting kom á aukafjárlögum sem skilaði rekstrinum yfir núllmarkið. Það er hins vegar bagalegt fyrir allan rekstur að vita ekki fyrr en á síðustu stundu hvort bæting kemur eða ekki.

Mosfellsbær

Eir tók við rekstri Hlaðhamra í Mosfellsbæ í ársbyrjun 2007 og þar með heimaþjónustu sveitarfélagsins. Samningar um yfirtöku Hlaðhamra hafa hins vegar ekki verið gerðir. Lokið var við byggingu öryggisíbúðanna í Mosfellsbæ – Eirhamra á árinu 2007. Kostnaður var vel ásættanlegur eða um 202 þúsund á fermetra miðað við verðlag í apríl 2007. Byggingarvísitalan hefur hins vegar hækkað gífurlega eða um 30% frá árinu 2007 til síðustu áramóta. Þar sem verð íbúða er tryggt með byggingarvísitölu hefur þessi hækkun í för með sér mikla hækkun íbúðaverðs. 38 íbúðir eru í húsinu, en ein íbúð var tekin fyrir aðstöðu starfsfólks. Öllum íbúðunum var ráðstafað og eru þar býsna margir fjölveikir einstaklingar. Tvær íbúðir standa nú auðar og er enginn á biðlista eftir þeim. Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir að Eir tæki að sér aukna þjónustu við aldraða sjúka í Mosfellsbæ og var það gert. Greiðslur hafa hins vegar ekki borist frá því í júní 2008.

8

Hjúkrunarheimilið Eir


Á árinu 2007 var gerður samningur við LSH og heilbrigðisráðuneyti um endurhæfingu á öldruðum sjúkum sem meðal annars hafa lent í liðskiptaaðgerðum. Tekur Eir að sér að sjá um endurhæfingu á 12 einstaklingum og greiðir ráðuneytið sérstaklega fyrir aukið umfang af þessari starfsemi. Þessi þjónusta fór hægt af stað en hefur nú verið rekin á fullu í heilt ár og skilað góðum árangri. Umfang þessarar þjónustu er hins vegar mjög mikið. Þessi rými eru á fjórðu hæðinni en þar eru einnig 6 rými fyrir hvíldarinnlagnir og 6 biðpláss.

Samningur við LSH og Heilbrigðisráðuneyti

Spöngin

Framkvæmdir hófust undir árslok 2007 í Spönginni en borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna í október það ár. Lægsta tilboð í jarðvinnu kom frá Klæðningu hf. Og lægsta tilboð í uppsteypu frá Eykt hf. Framkvæmdum miðaði vel áfram framan af ári, við hrunið í október hægðist á öllu. Skammtímalán til framkvæmda náðist þó undir árslok og er nú allt komið í fullan gang að nýju, en seinkun verður nokkur. Ráðgert er að fyrsti áfangi af sex verði tilbúinn haustið 2009 og verkinu ljúki snemma árs 2011. Reykjavíkurborg ákvað að byggja sjálf menningarhúsið sem rísa mun við öryggisíbúðirnar en það hýsir m.a. Þjónustumiðstöð fyrir íbúðirnar. Þeirri byggingu verður ekki lokið áður en íbúðirnar komast í notkun. Því mun þurfa að taka einar þrjár íbúðir undir þjónustu, þar af tvær litlar til frambúðar. Ein íbúðin verður hins vegar tekin til upphaflegrar notkunar þegar þjónustukjarninn rís.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

9


10

Starfsmannamál

Stöðugleiki í starfsmannamálum hefur ekki verið nægilegur, en þetta breyttist á árinu og undir árslok var fullmannað. Þá voru gerðar nokkrar breytingar m.a. Með því að fella niður yfirvinnu í hagræðingarskyni.

Félagsmál

Margir góðir gestir hafa heimsótt Eir á árinu og skemmt heimilisfólki svo sem verið hefur undanfarin ár. Á þorranum var að venju sett upp leikmynd í fræðslusal. Var leikmyndin að þessu sinni krambúð eins og þær tíðkuðust um aldamótin 1900. Þar var til sýnis nokkuð af þeim munum sem heimilinu hafa áskotnast á undanförnum árum, en einnig munir sem voru fengnir lánaðir af þessu tilefni. Eirarvinir hafa lagt mikið af mörkum með upplestri fyrir heimilisfólk.

Hjúkrunarheimilið Eir


Í Eir finnast nú fjölmörg úrræði í þjónustu við eldri borgara. Þar eru til staðar sérhæfðar deildir svo sem fyrir minnissjúka og blinda, þar er endurhæfing, skammtímavistun, dagdeild, sambýli fyrir minnissjúka, hjúkrunaríbúðir og öryggisíbúðir. Þá er Eir með öryggisíbúðir í Mosfellsbæ og annast þjónustuíbúðirnar í Hlaðhömrum og heimaþjónustu fyrir aldraða sjúka þar í bæ. Á næstunni bætast svo við öryggisíbúðirnar í Spönginni og allt sem þeim tengist.

Öldrunarsetur

Sigurður Helgi Guðmundsson Forstjóri

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

11


Hjúkrun og umönnun Inngangur

Starfsemi Eirar hjúkrunarheimilis er ávallt viðburðarík. Árið 2008 var þar engin undantekning. Breytingar í starfseminni, sem taka mið af því að þróa og bæta þjónustuna, eiga einnig stóran þátt í því að gera störfin áhugaverð og gefandi fyrir starfsfólk. Síðastliðin 15 ár hafa átt sér stað töluverðar breytingar á Eir og tengjast þær meðal annars væntingum og kröfum almennings. Óskir um einbýli eru áberandi en tveggja manna herbergi eru ennþá til staðar á elstu heimilisdeildunum. Samningur sem gerður var milli Landspítalans og Eirar um endurhæfingarþjónustu fyrir eldri sjúklinga með beinbrot og liðskiptaaðgerðir hefur að mati beggja aðila gengið afar vel. Á Eir hjúkrunarheimili eru 155 heimilisrými, 12 endurhæfingarpláss, 6 skammtímapláss, 24 dagdeildarpláss fyrir heilabilaða einstaklinga og samtals 95 öryggisíbúðir.

Móttökudeildin á 4. hæð

Deildin hefur á að skipa 24 leguplássum. Þegar skoðuð er umsetningin á deildinni sést að nýtingin var 100% og voru innskriftir samtals 189 á árinu sem gerir um það bil 4 innskriftir í viku hverri allt árið. Skammtímaplássin eru 6 og biðpláss eftir heimilisrými eru 6. Samningurinn sem gerður var á vordögum 2007 og hefur verið endurnýjaður milli Landspítalans og Eirar tryggði rekstur 12 rýma til viðbótar á deildinni til endurhæfingar fyrir eldri sjúklinga með beinbrot og liðskiptaaðgerðir sem fyrirsjáanlega þyrftu langtímadvöl á sjúkrahúsi. Eins og sést hafði endurhæfingarsamningurinn í för með sér breytt og aukið umfang á deildinni, sérstaklega varðandi mannaráðningar og hefur deildin nú á að skipa fagteymi hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og sjúkraliða auk annarra starfsmanna sem koma að þjónustu deildarinnar. Nauðsynlegt var að leggja í töluverðan kostnað við að endurskipuleggja og breyta deildinni til þess að skapa betri aðstæður fyrir starfsfólkið og einstaklingana sem koma inn á deildina. Starfseminni var skipt í þrennt, endurhæfingarplássin staðsett á norðurgangi við sjúkraþjálfunina og skammtímaplássin og biðplássin voru flutt saman yfir á suðurgang við iðju- og vinnustofuna. Markmið í starfseminni er að veita heildræna og góða fagþjónustu. Hjúkrunin er unnin út frá hjúkrunargreiningum um líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga. Metnaðarfullar og árangursríkar útskriftaráætlanir eru unnar í teymisvinnu. Starfsemi deildarinnar hefur gengið mjög vel á liðnu ári og skilað góðum árangri eins og sést í tölulegum upplýsingum og hefur starfsfólk jákvæða framtíðarsýn á starfsemi deildarinnar.

Öryggisíbúðir á vegum Eirar eru 95

12

Aldraðir einstaklingar sem sækjast eftir því að komast í öryggisíbúðir Eirar eru að tryggja öryggi sitt og aðgengi að fagþjónustu og úrræðum sem þeir þurfa og eiga rétt á. Veitt er við-

Hjúkrunarheimilið Eir


eigandi hjúkrun og umönnun, heimaþjónusta, lyfjaöryggi og eftirlit, blóðprufutökur til dæmis vegna blóðþynningar og meðferð því tengd, sjúkraþjálfun, tengsl við heimilislækni viðkomandi, almennt samningsbundið eftirlit, sem felst í að ef viðkomandi kemur ekki í venjubundinn hádegisverð til dæmis, er farið og kannað hvort allt sé í lagi. Matarþjónusta er veitt út í íbúðir en einnig í sal í hádegi og á kvöldin alla daga vikunnar. Nokkrir þeirra sem nú búa í öryggisíbúðunum eru á svokölluðu gráu svæði. Þeir treysta sér ekki til, vegna alvarlegra veikinda að búa einir heima úti í bæ, þrátt fyrir heimahjúkrun, félagsþjónustu og öryggishnapp, en vilja búa í eigin íbúð eins lengi og unnt er, í vernduðu umhverfi eins og lýst er hér á undan. Gerður var þjónustusamningur í júní við Heilsugæslu Reykjavíkur um hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn fyrir íbúa á Hlað/Eirhömrum í Mosfellsbæ. Vegna skipulagsbreytinga á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur ekki unnist tími til að ganga frá sambærilegum þjónustusamningi vegna Eirarhúsa. Mjög mikið álag hefur verið á starfsfólk í Eirarhúsum vegna aukinnar þjónustu og alvarlegra veikinda hjá íbúum. Þannig sést að í nóvember bjó 41 íbúi í húsinu. Af þeim voru 9 með minnissjúkdóm og 3 íbúar voru á líknandi meðferð. Í nóvember fengu 29 einstaklingar hjúkrun og umönnun og 15 voru með lyfjaþjónustu og eftirlit. Innlagnir á árinu voru 14 á Landspítalann. Þrír íbúar létust á árinu. Í öllum öryggisíbúðunum á vegum Eirar bjuggu í nóvember 114 einstaklingar, 51 karl og 63 konur. Veitt var hjúkrun og umönnun til samtals 64 einstaklinga. Íbúar voru lagðir inn á sjúkrahús samtals í 34 skipti. Íbúar með gilt vistunarmat og vistunarmat í vinnslu eru samtals 9, þeir sem þarfnast vistunarmats til viðbótar að mati hjúkrunarfólks voru í lok ársins 13 og tveir af þeim íbúum hafa fengið höfnun á vistunarmati.

Með þeirri fjölþættu þjónustu og öryggi sem veitt er í íbúðunum hefur komið í ljós að unnt er að seinka verulega hjúkrunarheimilisvistun margra sem búa í öryggisíbúðunum og í nokkrum tilfellum hægt að koma til móts við óskir íbúa um að fá að vera inni á eigin heimili þar til yfir lýkur.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

13


Stuðningsþjónusta við öryggisíbúðirnar eins og skammtímavistun og dagdeildarúrræði er afar nauðsynleg og gerir það mögulegt lengur en ella að styðja til dæmis einstaklinga með heilabilun til búsetu á eigin heimili. Dagvistunarúrræði Eirar voru nýtt af 6 einstaklingum úr öryggisíbúðunum og skammtímapláss á fjórðu hæð nýttu sér 15 einstaklingar. Eir hefur frá upphafi tryggt heimilisaðstoð, þrif og þvott í öryggisíbúðunum bæði í Eirarhúsum og á Hlað/Eirhömrum og var veitt umrædd þjónusta í 61 íbúð í nóvember síðastliðnum. Einnig hefur Eir síðustu ár tryggt í hverjum mánuði sambærilega heimilisþjónustu til aldraðra, öryrkja og sjúkra á að jafnaði 45-50 heimilum í Mosfellsbæ.

Starfsfólk á deildum Eirar

Starfsfólk okkar er samheldinn hópur fagfólks sem hefur mikinn vilja til þess að Eir hjúkrunarheimili sé í fremstu röð í öldrunarþjónustu. Markmið starfseminnar er að tryggja góða andlega og líkamlega líðan, með faglegri hjúkrun og umönnun, að sjálfsákvörðunarréttur sé virtur, að heimilisfólk auki eða viðhaldi sjálfsbjargargetu sinni, að umhverfi sé hlýlegt og heimilislegt inni á hjúkrunarheimilinu með góðum aðbúnaði og að heimilisfólk taki þátt í félagsstarfi. Til þess að ná þessum markmiðum þarf að hafa á að skipa hæfu starfsfólki sem hefur metnað fyrir þjónustunni og hlýja og jákvæða nærveru. Hér meðal annars liggur okkar styrkur, en með samstilltu átaki stjórnenda og starfsmanna höfum við haldið í afbragðs starfsfólk. Ánægjulegt er að sjá að um 30 starfsmenn sem hófu störf á fyrstu rekstrarárum Eirar eru enn í starfi.

Versnandi efnahagsástand á haustmánuðum hefur leitt af sér ný vandamál sem nauðsynlegt er að stjórnendur taki tillit til í starfsmannahaldi og birtist í kvíða og öryggisleysi hjá starfsmönnum. Hjúkrunarstjórnendur hafa sérstaklega fjallað um líðan starfsfólks sem er í erfiðri stöðu og reyna að styðja starfsfólk sitt eftir því sem tök eru á hverju sinni.

14

Hjúkrunarheimilið Eir


Starfsmenn Eirar á hjúkrunarheimilinu og starfsmenn í heimahjúkrun og félagslegri heimilisþjónustu á vegum Eirar voru í nóvember síðastliðnum samtals 292. Hjúkrunarfræðingar voru 39, hjúkrunar- og læknanemar voru 6, sjúkraliðar voru 48, félagsliðar voru 7, starfsfólk við umönnunarstörf var 152, starfsfólk við félagslega heimilisaðstoð 17 og í býtibúri og ræstingum voru 23 starfsmenn.

Heimilisdeildir Eirar eru sjö og skiptast í misstórar einingar. Í A-húsi, sem er elsta húsið, eru stærstu þrjár deildirnar; á annarri hæð suðurgangi, þriðju hæð norðurgangi og þriðju hæð suðurgangi. Allar eru deildirnar með 25 hjúkrunarpláss. Um er að ræða 9 einbýli með ágætis aðstöðu, og 8 tveggja manna herbergi. Reynslan sýnir okkur að starfsfólk óskar frekar eftir því að starfa á minni heimilisdeildum þar sem rólegra yfirbragð er, og þannig fá betra tækifæri til þess að sinna þörfum heimilisfólksins.

Hjúkrunarheimilisdeildir Eirar

Á árinu var ákveðið að ráðast í það verkefni að endurskipuleggja eina af elstu deildunum og var byrjað á 3. hæð suðurgangi sem er deild fyrir einstaklinga með heilabilun, en mjög erfitt er að vera með 25 heilabilaða einstaklinga saman á svo stórri deild. Breytingarnar fólust í því að skipta deildinni með glerrennihurðum í tvær einingar. Matsalir voru settir inn á báðar einingarnar auk setsvæða og möguleika til föndurs og kaffiaðstöðu. Vel tókst til við breytingarnar sem höfðu í för með sér heimilislegra og rólegra umhverfi og hafa ættingjar og starfsmenn lýst yfir ánægju sinni með þær, þó að flestir hefðu viljað sjá eingöngu einbýli á deildinni. Deildin á 3. hæð norðurgangi er blönduð heimilisdeild þar sem íbúar eru með langt gengna líkamlega sjúkdóm svo sem lungnasjúkdóma, parkinsonsveiki, sjúkdóma eftir hjartaáfall

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

15


eða heilablæðingu og einnig eru allmargir íbúar með heilabilun á deildinni. Heimilisfólki sem hefur burði og vilja til er boðið daglega virka daga að fara í vinnustofu og er sú aðstaða á 4. hæð. Þar er ýmislegt föndrað, hlustað á tónlist, farið í bingó, tekið í spil og drukkið kaffi og meðlæti. Á 2. hæð suðurgangi er heimilisdeild fyrir blinda einstaklinga. Þar bjuggu á árinu 10 blindir einstaklingar og til viðbótar 15 íbúar með fjölþætta sjúkdóma. Hönnun deildarinnar er prýðileg þrátt fyrir 25 rúm. Deildin er afmörkuð með nokkrum setsvæðum fyrir heimilisfólk og ættingja. Fuglabúr með kanarífuglum eru á miðsvæði og einnig í innra setrými og gleðja marga sem leið eiga hjá. Matsalur er sér fyrir heimilisfólk þessarar deildar. Eirarvinur, sem er einn af sjálfboðaliðum Eirar til margra ára, les upp úr dagblöðum fyrir íbúa og mætir ætíð fjöldi heimilisfólks á upplestur hans. Einnig er oft spilað af hljóðdiskum síðdegis fyrir þá sem vilja og er þá gjarnan verið að lesa stuttar sögur mörgum til mikillar ánægju. Heimilisfólk tók virkan þátt í skemmtunum sem haldnar voru á torginu og var hið vinsæla bjórball mörgum til ánægju. Sumarferð var farin með rútu og keyrður Þingvallahringurinn með viðkomu í Þrastarlundi þar sem stoppað var og drukkið síðdegiskaffi. Í B-húsi, sem var opnað 2004, eru deildirnar á fyrstu og annarri hæð mjög vel skipulagðar og vinnuaðstæður eins og best verður á kosið. Um er að ræða 20 einbýlisherbergi á hvorri deild, með snyrtingu og vísi að eldhúskróki, unnt er að opna á milli herbergja á tveimur stöðum á hvorri deild þannig að úr verði hjónaíbúðir. Hugguleg setsvæði og garðskáli með fallegu útsýni er á báðum deildunum. Tímabundið hefur þurft að bjóða hjónum að deila saman einbýlisherbergi á báðum hæðunum. Vel hefur gengið að ráða starfsfólk á báðar deildirnar og góður stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Ýmislegt var til gamans gert á árinu með heimilisfólki í B-húsi og starfsfólki. Nýráðinn iðjuþjálfi studdi til dæmis starfsfólk og heimilisfólk með góðum hugmyndum og tillögum til félagslegrar samveru. Farnar voru verslunarferðir í Kringluna og keypt kaffi og meðlæti í lokin. Farið var í Grasagarðinn á góðviðrisdegi og þegar gott var veður var gjarnan drukkið kaffi úti í garði með undirleik Sighvats hljómlistarmanns.

Dagdeild

Deildin er til húsa á þriðju hæð í B-húsi, tók til starfa árið 2004 og hefur starfsleyfi fyrir 24 gesti á dag. Sumir gestir koma alla daga vikunnar en aðrir koma tvisvar til þrisvar í viku. Þannig skipta 32-35 einstaklingar plássunum á milli sín og reynt er að koma til móts við mismunandi þörf fyrir veru á dagdeild. Konur eru í meirihluta, oftast eru þær 23-24 og karlarnir eru 8-9. Til þess að komast á dagdeild Eirar þarf að liggja fyrir greining um minnissjúkdóm, langoftast frá minnismóttökunni á Landakoti, og síðan þarf að berast beiðni frá lækni þar um pláss á dagdeild. Fyrir marga er það stórt skref að taka en langflestir eru fljótir að finna ánægju og öryggi á staðnum. Starfsfólkið leitast við að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem boðið er upp á ýmsa afþreyingu, t.d. létta leikfimi, göngutúra, blaðalestur, handavinnu, söng og spjall, að ógleymdum góðum mat.

16

Hjúkrunarheimilið Eir


Aðstæður og heilsufar dagdeildargesta er mismunandi og eru þeir fæddir á árunum 19171937. Um helmingur hópsins býr með maka, aðrir búa einir. Margir njóta mikils stuðnings barna sinna, aðrir eiga börn/barn í útlöndum og enn aðrir eru barnlausir. Sumir eru býsna hraustir líkamlega en aðrir eiga við fjölbreytilega sjúkdóma að stríða. Allir eiga þó við minnissjúkdóma að stríða.

Það er reynsla dagdeildarinnar að því meiri og betri samskipti sem eru milli starfsfólks og aðstandenda, þeim mun betri þjónustu er hægt að veita gestunum. Einnig eru mikil samskipti af hálfu starfsfólks deildarinnar við heimahjúkrun og félagsþjónustuna til að tryggja þjónustu og öryggi heima fyrir. Árlega er haldinn veglegur jólafagnaður og þá bjóða dagdeildargestir sínum vinum og ættaingjum í heitt súkkulaði og kökuhlaðborð ásamt jóladagskrá. Hefur þessi jólafagnaður verið mjög vel sóttur og kærkomið tækifæri fyrir ættingja að heimsækja deildina. Nýjasta viðbótin okkar er svo sparistofan, en það er lítið herbergi sem búið er húsgögnum og munum frá liðnum árum. Þar inni er ætlunin að skapa notalega stund í litlum hópum og rifja upp gamlar minningar, en minningavinna er eitt af því sem gaman er að nota með þeim sem eiga við minnissjúkdóma að stríða. Hjúkrunarsambýlið er á fyrstu hæð í Eirarhúsi þar sem öryggisíbúðirnar eru einnig. Sambýlið hefur á að skipa 9 einbýlisherbergjum, matsal, setsvæði og útigarði. Íbúar hafa tök á að sækja stoðþjónustu eins og til dæmis sjúkraþjálfun, hárgreiðslu, fótsnyrtingu, tannlæknaþjónustu og augnlæknaþjónustu ásamt þeim fjölmörgu skemmtunum sem haldnar eru á torginu inni í aðalbyggingu Eirar.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

Eirarholt

17


Þegar farið er yfir sjúkdómsástand íbúa í Eirarholti með starfsfólki og stjórnendum er það skoðun þeirra að það fólk sem hefur innritast á sambýlið á liðnum árum sé með lengra gengna heilabilun en á fyrstu starfsárum, hafi jafnvel notið dagdeildarþjónustu eða sambærilegs stuðnings og þannig getað búið heima lengur með stuðningi fjölskyldu sinnar. Félagsstörf á sambýlinu og ýmsar skemmtanir eru stór liður í starfsemi sambýlisins og var farið oft af bæ á liðnu ári til að fá tilbreytingu. Guðsþjónustur voru sóttar inni á Eir þegar þær voru haldnar, en þess utan var farið í Grafarvogskirkju á degi aldraðra, á uppstigningardag og á þorra. Sumarferðin var farin í júní til Keflavíkur, bátasafnið skoðað og snætt í Duushúsum. Einnig var farið í bílferð, komið við í Perlunni og drukkið kaffi og fyrir jólin var snætt af jólahlaðborði í Skrúð á Hótel Sögu. Auk þess var grillað úti í garði og haldið jólaboð fyrir ættingja íbúa og vini.

18

Atvikaskrá

Frá upphafi reksturs Eirar 1993 hefur verið lögð áhersla á að skrá öll óhöpp eða óvænt atvik sem átt hafa sér stað, hvort heldur er hjá heimilisfólki eða starfsfólki, og er það hluti af innra gæðastarfi okkar. Þegar farið er yfir skráningu fyrir liðið ár 2008 kemur í ljós að í 163 tilfellum verða heimilismenn fyrir falli, það getur til dæmis verið að viðkomandi detti eða renni úr stól eða rúmi. Fimm af þessum einstaklingum urðu fyrir því að brotna við þessar byltur, sjö þurfti að sauma en annars urðu afleiðingarnar sem betur fer minni háttar s.s. hrufl og mar en langflestir sluppu án áverka. Við lyfjagjafir þarf að hafa aðgæslu og eru einnig eru gerðar atvikaskrár um allt er misferst tengt þeirri þjónustu. Skráð voru 12 lyfjaóhöpp á árinu og af þeim var eitt tilfelli frá lyfjaafgreiðslu okkar. Sem betur fer voru tilfellin ekki alvarlegs eðlis. Þegar farið er yfir óhöpp sem tengjast starfsmönnum kemur í ljós að starfsmenn sem sinna heimilisfólki með mikla andlega skerðingu fá oftar áverka svo sem að slegið sé til starfsmanns, hann klipinn eða sparkað í hann. Til dæmis sést að á hjúkrunardeild fyrir heilabilaða er skráð 26 atvik en á almennri deild eru skráð 4 óhöpp.

RAI

Þyngdarstuðull umönnunar á Eir fyrir árið 2008 var 1,03 en meðalþyngdarstuðull á höfuðborgarsvæðinu er 1,04. Áður hefur í ársskýrslu verið fjallað um að mælitækið mældi illa hjúkrunarþyngd hjá þeim sem hafa heilabilun.Þegar skoðaðar eru niðurstöður liðins árs sést til dæmis að ein af sérdeildum heimilisins fyrir heilabilaða sýnir lægra mat en hinar. Heilabilunarsjúkdómurinn hjá íbúum á einni sérdeildinni hefur meðal annars leitt til mikillar líkamlegrar færniskerðingar og framtak þeirra er lítið. RAI-mælingin á þeirri deild er 1,09 í meðalgildi. Á annarri sérdeild fyrir heilabilaða sést að íbúar hafa meiri framtakssemi og betri líkamlegri færni. RAI-mælingin á þessari deild er 1,06 í meðalgildi.

Gæðavísar í RAI

Eir sýnir til dæmis færri byltur hjá heimilisfólki en samanburðarheimilin á höfuðborgarsvæðinu. Hugsanlega er það vegna þess að algengara er að öryggisbúnaður sé notaður á Eir. Unnt er að færa rök fyrir því að jákvætt sé í mörgum tilfellum að nota öryggisbúnað og er hægt að styðja það með faglegum umfjöllunum í erlendum fagritum um öldrun.

Hjúkrunarheimilið Eir


Færri heimilismenn eru rúmfastir hjá okkur og einnig eru færri íbúar með sár. Annað sem er ánægjulegt er að færri tapa þyngd hjá okkur og færri þjást af vökvaskorti en allir þessir þættir falla undir gæði í hjúkrun og umönnun. Eir skorar hærra í þáttum sem tengjast heilabiluðum eins og hegðunarvandamálum gagnvart öðrum. Nauðsynlegt er að við skoðum gæðavísana með tilliti til þess sem betur má fara í þjónustu okkar við íbúa og sjáum við þá meðal annars að Eir skorar hátt þegar skoðaður er þvag- og hægðaleki hjá íbúum og einnig að virkni hjá heimilisfólki er minni. Starfsemi fræðsluseturs var með hefðbundnum hætti á árinu. Hjúkrunar- og sjúkraliðanemar komu í starfsnám, ýmsir koma hér í kynningu til að fræðast um starfsemi Eirar og einnig almennt um starfsemi hjúkrunarheimila og mál er tengjast öldrun.

Fræðslusetur

Sandra Hjálmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Fastus, kom sjö sinnum og fór á hjúkrunardeildirnar og fræddi starfsmenn um hjálpartæki og notkun þeirra. Ólafur Samúelsson

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

19


öldrunarlæknir var með fræðslu um lyf og aldraða sem var mjög áhugaverð. Ýmsir aðilar hafa komið til að kynna vörur sínar eins og sáraumbúðir. Til viðbótar við hefðbundið íslenskunám stóð starfsmönnum af erlendum uppruna til boða að stunda íslenskunám við Tungumálaskólann. Það er frábrugðið að því leyti að það fer fram í tölvu, bæði rit og taltímar. Einnig er íslenskukennslan tengd þeim störfum sem starfsmenn ganga til hér á heimilinu, og hefur kennsluefnið verið útbúið með myndum sem teknar hafa verið hér á Eir. Nýliðafræðsla fór fram í fimm skipti og var dreifð yfir árið. Mikill áhugi er hjá umönnunarstarfsmönnum að afla sér frekari menntunar tengdrar störfum sínum og var mikil eftirspurn eftir því að komast á Fagnámskeið I og II. Samráðsfundur var með Eflingu og Mími um hvernig best yrði staðið að þessum námskeiðum fyrir starfsmenn af erlendum uppruna og var ákveðið að könnuð yrði íslenskukunnátta þeirra áður en námskeið hæfist síðan yrði þeim raðað í hópa eftir íslenskukunnáttunni. Með þessu væri auðveldara að styðja við þá starfsmenn sem þyrftu nánari útskýringar vegna málsins. Einnig að reyna að hvetja samstarfsaðila á deildum til að ræða námsefnið með þeim sem eru í námi á hverjum tíma. Vonandi verður það til að efla faglega íslenskukunnáttu starfsmanna af erlendum uppruna og einnig almenna íslenskukunnáttu. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leitaði til okkar um að taka á móti og kynna starfsemi Eirar hjúkrunarfræðingum sem starfa við öldrunarþjónustu og komu frá Noregi. Hjúkrunarforstjóri og fræðslustjóri fóru yfir alla starfsemi Eirar og sýndu heimilið en einnig kynntu gestirnir sambærilegt fyrirkomulag í öldrunarmálum í þeirra heimalandi.

20

Hjúkrunarheimilið Eir


Eir starfrækir öfluga og fjölbreytta öldrunarþjónustu sem hagkvæmt er að nýta enn betur í þjónustu við aldraða. Mætti hugsa sér aukna aðkomu Eirar í þjónustu við aldraða í nálægu hverfi og/eða skyndiinnlagnir einstaklinga, til dæmis vegna félagslegra vandamála, sem kæmi í veg fyrir kostnaðarsama innlögn. Það er styrkur Eirar að hafa í starfi þann metnaðarfulla og samstillta hóp starfsmanna sem raun ber vitni. Ég vil færa starfsfólki þakkir fyrir góð störf á liðnu ári. Eirarvinum þakka ég þeirra dýrmæta innlegg í starfið á heimilinu. Kristínu Högnadóttur, sem lét af starfi deildarstjóra, þakka ég gott starf, býð hana velkomna í verkefnastjórastarfið á fyrstu hæð og Ingibjörgu Ármann Hjálmarsdóttur í deildarstjórastarfið á fjórðu hæð.

Lokaorð

Hjúkrunarstjórn, sem í sitja níu hjúkrunardeildarstjórar ásamt djákna, fræðslustjóra og verkefnastjóra, vil ég sérstaklega þakka frábær störf og veit að þessi sterki hópur mun vinna áfram að því að tryggja, þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem framundan eru, faglega hjúkrun og umönnun til farsældar fyrir heimilisfólk Eirar. Birna Kr. Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

21


Læknisþjónusta Inngangur

Árið 2008 er eitt þeirra ára sem í minnum verður haft bæði hér á Eir og í samfélaginu öllu vegna stórra atburða. Hér á heimilinu stendur upp úr það starf sem bæst hefur við starfsemi okkar á heimilinu. Það er endurhæfing brotasjúklinga frá Landspítala en liðið ár er það fyrsta sem sú starfsemi er rekin með fullum afköstum.

Starfslið

Með tilkomu endurhæfingarstarfsemi á 4. hæð var gert ráð fyrir aukningu í mannafla á heimilinu. Á árinu bættist í hóp lækna Þórarinn Ingólfsson sérfæðingur í heimilislækningum og starfar hann bæði við eina heimilisdeildina og 4. hæðina. Þá bættist í endurhæfingarteymið Jóna Eggertsdóttir, margreyndur félagsráðgjafi í lítið hlutastarf. Þá urðu breytingar í sjúkraþjálfun á árinu, Rannveig Einarsdóttir hætti störfum og Jóhanna Margrét Konráðsdóttir bættist í hóp sjúkraþjáfara. Eru þau öll boðin velkomin til starfa.

Legudagar í Eir 2008

Mánuðir

Legupláss

22

Nýting á rúmum

Nýting %

Janúar

173

31

5363

5350

99,76

Febrúar

173

29

5017

5006

99,78

Mars

173

31

5363

5366

100,06

Apríl

173

30

5190

5178

99,77

Maí

173

31

5363

5350

99,76

Júní

173

30

5190

5177

99,75

Júlí

173

31

5363

5296

98,75

Ágúst

173

31

5363

5353

99,81

September

173

30

5190

5198

100,15

Október

173

31

5363

5350

99,76

Nóvember

173

30

5190

5198

100,15

Desember

173

31

5363

5388

100,47

63318

63210

99,83

Samtals

Starfsemi

Fjöldi rúma

Taflan hér að ofan sýnir legudagafjölda og nýtingu rýma á heimilinu eins og áður og má þar sjá hátt nýtingarhlutfall eins og verið hefur hér á heimilinu allt frá upphafi rekstrar.

Hjúkrunarheimilið Eir


Um áramót 2008/9 voru 173 einstaklingar á heimilinu, þar af 7 í skammtímaplássi og 12 í endurhæfingarplássi. 139 bjuggu á heimilisdeildum á 2., 3. hæð og í B-húsi, í sambýlinu Eirarholti eru 9 einstaklingar. Þá voru 6 einstaklingar í biðplássi á móttökudeild á 4. hæð.

Aldursdreifing heimilismanna

Aldur heimilismanna um áramótin 2008/9 50-59 ára, 1 karl, samt. 1 60-69 ára, 4 konur, 3 karlar, samt. 7 70-79 ára, 18 konur, 12 karlar, samt. 30 80-89 ára, 54 konur, 32 karlar, samt. 86 90-99 ára, 20 konur, 6 karlar, samt. 26 100 + ára, 4 konur Konur 100 (64,9%), karlar 54 (35,1%), samt. 154 Meðalaldur 83,7 ár, konur 84,7 og karlar 81,9 Athygli vekur hækkandi meðalaldur úr 83,2 árið 2007 í 83,7 á síðasta ári og nú í fyrsta skipti 4 einstaklingar yfir eitt hundrað ára gamlir.

Fyrri lögheimili heimilismanna um áramótin 2008/9 Akureyri 1 Egilsstaðir 1 Kópavogur 6 Mosfellsbær 6 Ólafsfjörður 1 Reykjavík 133 Seltjarnarnes 6

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

23


Á árinu létust 35 einstaklingar (22 konur og 13 karl). Þetta er nokkur fækkun á milli ára en árið 2007 létust 44 einstaklingar sem var óvenju há tala. Meðalaldur látinna var 85,1 ár.

Nýir heimilismenn

Alls komu 31 nýr einstaklingur til búsetu á heimilinu á árinu, ýmist beint í heimilispláss eða í biðpláss á 4. hæð. 17 þeirra komu af LSH og 4 af öðrum stofnunum en 10 komu úr heimahúsum. Flestir nýir heimilismenn á heimilisdeildum eða 16 komu úr biðplássi á 4. hæð, 8 komu beint inn á deildir. Lögheimili nýrra heimilismanna skiptast á eftirfarandi hátt Hveragerði 1 Kópavogur 3 Reykjavík 27 Íbúar á heimilisdeildum eftir komuári 31.12.03

31.12.04

31.12.05

31.12.06

31.12.07

1993

3

3

3

3

3

1994

1

1

1

1

1

1995

3

2

0

0

0

1996

5

4

2

2

2

1997

6

6

5

4

2

1998

8

6

3

0

0

1999

8

6

6

6

5

2000

14

12

10

6

3

2001

22

19

14

11

9

2002

22

21

14

13

11

2003

16

29

21

16

13

56

45

36

25

43

34

25

32

28

2004 2005 2006 2007

32

Taflan hér að ofan sýnir fjölda íbúa á heimilisdeildum eftir komuári. Hún sýnir glöggt að einstaka íbúar búa hér mjög lengi og tveir þeirra sem komu hingað við opnun heimilisins 1993 búa hér enn og einn frá árinu 1994.

24

Hjúkrunarheimilið Eir


Á árinu voru komur í skammtímapláss 86, í endurhæfingarpláss 90. 6 einstaklingar voru í biðplássi um áramót 2008/9. Í skammtímaplássi um áramót voru 7 einstaklingar og 12 einstaklingar í endurhæfingarplássi. Af deildinni fóru 16 einstaklingar í varanlegt pláss, 5 í B-hús, 4 á 2. hæð í A-húsi og 6 á 3. hæð, 1 í sambýlið. 11 komu í biðpláss á árinu. Að heiman komu 3 í biðpláss, 8 komu frá LSH. Þeir einstaklingar sem fóru í varanlegt pláss höfðu dvalið að meðaltali í 248 daga á móttökudeildinni í biðplássi (233 daga árið 2007). Á 4. hæðinni fer fram endurhæfing brota- og liðskiptaaðgerða sjúklinga frá LSH. Í endurhæfingarpláss innrituðust 90 einstaklingar á árinu 2008, 20 karlar og 70 konur. Meðallegutími var 48 dagar. 72 (81%) útskrifuðust aftur heim eftir endurhæfingu, 9 (10%) voru aftur lagðir á sjúkrahús, 6 (7%) gátu ekki útskrifast og fóru í biðpláss, 2 einstaklingar létust og einn er enn inniliggjandi þegar upplýsingarnar eru teknar saman.

Móttökudeild 4. hæð

Á biðlista 31.12.08 voru alls 73 skv. nýja vistunarmatskerfinu. Um er að ræða verulega fækkun á biðlistanum eða úr 145 um ármótin á undan. Þessar tölur eru í senn ánægjulegar og jákvæðar ef þær endurspegla í raun minnkandi vanda meðal aldraðra í heimahúsum og sjúkrahúsum. Ljóst er að stífari miðstýring inn á hjúkrunarheimilin getur leitt til að heimilin visti fyrr þá sem í mestu þörfinni eru og þar með dveljast þar skemur vegna meiri vanheilsu þeirra sem vistast. Í ár létust þó færri en árið áður á heimilinu þannig að ekki hefur aukin inntaka á heimilið skýrt hve saxast hefur á listann. Frekar það að önnur heimili hafi aukið umsetningu á biðlista og þá mögulega einnig að færri sæki til heimilisins líklega þá vegna þess að íbúar þurfa að sættast á að búa hér á fjölbýlum á meðan önnur heimili geta boðið einbýli frá fyrsta degi. Það er því brýnt út frá hagsmunum heimilisfólks hér og væntanlegra heimilismanna að stefnan á einbýli fyrir alla verði tekin upp á ný þegar kreppuástand í samfélaginu hefur gengið yfir.

Biðlisti

Dagdeildin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í ár eins og áður. Starfsemin er í sífelldri mótun og meira er gert til að veita gestum okkar með heilabilun þjálfun, jafnt líkamlega sem andlega. Þannig eru göngur úti við fastur liður í starfinu og í árslok var hafinn undirbúningur og söfnun á munum fyrir minningaherbergi á deildinni undir forystu Ragnheiðar deildarstjóra og Guðrúnar Döddu iðjuþjálfa heimilisins. Gerum við okkur vonir um að söfnun muna og tilkoma herbergisins muni bæta við mikilvægum þætti í starfsemi deildarinnar. Á árinu voru 25 einstaklingar nýskráðir á deildina en 5 þeirra sættust síðan ekki á að halda hér áfram. Af deildinni útskrifuðust alls 23 einstaklingar að þessum 5 ofannefndu meðtöldum. Þeir sem útskrifuðust fengu nær allir fast pláss á hjúkrunarheimili en einn þeirra lést. Gengið hefur vel að anna eftirspurn eftir plássum, um áramót voru 19 einstaklingar á biðlista fyrir dagdeildina hér en 77 alls á listum fyrir dagvistanir á höfuðborgarsvæðinu.

Dagdeild

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

25


Lyfjamál

Lyfjanotkun í kr. per legudag árin 1999-2008

Meðfylgjandi súlurit sýnir breytingar á milli ára síðustu 9 ár. Kostnaður af lyfjanotkun hefur vaxið verulega milli ára. Með gengisþróun ársins var ljóst að verðhækkanir yrðu umtalsverðar. Verð á lyfjum per legudag skv. ATC-flokkun hefur farið úr 532 kr. á legudag í 629 kr. á legudag eða um 18,2% á milli ára.

Lyfjanotkun miðað við verð eftir flokkum árið 2008 (% skipting fyrra árs í sviga)

26

Hjúkrunarheimilið Eir


Litlar breytingar hafa orðið á skiptingu lyfjakostnaðar í einstökum flokkum. Þó vekur athygli að kostnaður við blóðlyf hefur rúmlega tvöfaldast (úr 2% í 5%) á milli ára og hormónalyf farið úr 1% í 4% af heildarkostnaði.

Magn DDD í lyfjaflokkum árið 2008 (% skipting fyrra árs í sviga)

Meðfylgjandi kökurit sýnir innbyrðis skiptingu dagskammta eftir lyfjaflokkum. Ritið sýnir að kostnaður í lyfjaflokkum endurspeglar engan veginn fjölda dagskammta í hverjum lyfjaflokki, t.d. er kostnaður af tauga- og verkjalyfjum um 39% af heildarkostnaði en 31% af heildarfjölda dagskammta. Heildarfjöldi dagskammta hefur haldist svipaður milli ára en fer þó lækkandi. Með verðhækkunum undanfarið hefur hins vegar orðið veruleg hækkun á hverjum dagskammti eins og sjá á meðfylgjandi töflu. Ár

DDD

Verð á DDD – kr.

2006

423.402

76,72

2007

436.586

76,70

2008

420.642

94,53

Í ljósi verulega aukins kostnaðar af lyfjameðferð á heimilinu hefur forstjóri skipað sérstaka lyfjanefnd við heimilið sem hóf störf í lok ársins. Gerum við okkur vonir um að störf hennar geti leitt til aukinnar hagkvæmni í lyfjanotkun, sem vonandi mun hamla á móti kostnaðarhækkunum sem fylgt hafa óhagstæðri gengisþróun síðustu misseri.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

27


Lokaorð

Eins og þessi kafli ársskýrslunnar ber með sér litast umræðan í ár af stöðu efnahagsmála í landinu eftir holskefluna á liðnu ári. Rekstur hjúkrunarheimilis getur aldrei farið varhluta af því ástandi sem ríkir í samfélaginu utan heimilisins. Okkur, sem að stjórnun heimilisins komum, ber að reyna að verja þá grunnþjónustu sem veitt er heimilisfólki með því að leitast við að gæta í hvívetna hagkvæmni í rekstri. Á læknum heimilisins liggur höfuðábyrgð á ávísunum lyfja og munu þeir leggja sig fram við að nýta fjárveitingu til heimilisins sem best fyrir skjólstæðingana. Starfið við endurhæfingu brotasjúklinga á 4. hæð hefur augljóslega leitt til mikils þjóðhagslegs sparnaðar og er því brýnt að það starf fái að þróast áfram eins og vilji ráðuneytis og LSH stendur til. Að lokum vil ég þakka samstarfsfólki, þeim Jónínu Jósafatsdóttur læknaritara, Jörgen Halldórssyni bókara, Önnu Sólmundardóttur lyfjafræðingi og Ólafi Samúelssyni öldrunarlækni, fyrir aðstoð við skýrslugerðina svo og öllu öðru samstarfsfólki á heimilinu fyrir gott starf í þágu heimilisfólks Eirar. Sigurbjörn Björnsson yfirlæknir

28

Hjúkrunarheimilið Eir


Sjúkraþjálfun Markmið sjúkraþjálfunar á Eir er sem fyrr að veita íbúum hjúkrunarheimilisins, íbúum Eirarhúsa og skjólstæðingum dagdeildar einstaklingsmiðaða þjálfun og meðferð til að viðhalda og bæta hreyfigetu og færni, minnka verki, stuðla að vellíðan og létta umönnun. Í byrjun árs störfuðu við deildina fjórir sjúkraþjálfarar í 3,75 stöðugildum; Ylfa Þorsteinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Kristín Þ. Valdimarsdóttir og Rannveig Einarsdóttir. Aðstoðarmenn eru tveir, Elín Dóra Baldvinsdóttir og Sigurbjörg Friðgeirsdóttir í 1,63 stöðugildum. Rannveig hætti störfum í lok ágúst og Jóhanna Margrét Konráðsdóttir sjúkraþjálfari kom til starfa í byrjun september. Einnig hóf störf Linda Björk Sveinsdóttir sjúkraþjálfari sem vinnur tvo daga í viku og sinnir göngudeildinni. Í lok árs eru því starfandi á Eir 5 sjúkraþjálfarar í 4.05 stöðugildum. Tveir nemar í sjúkraþjálfun, þær Björg Hákonardóttir og Stella Davíðsdóttir störfuðu við deildina í sumarafleysingum.

Starfsmannahald

Sjúkraþjálfarar deildarinnar sóttu ýmis námskeið og ráðstefnur á árinu. Rannveig fór á námskeið um þjálfun jafnvægis, Kristín fór á sálgæslunámskeið, Sigrún byrjaði í samnorrænu mastersnámi í öldrunarfræðum (NordMaG), Jóhanna fór á Evrópska lungnaþingið í Berlín og Linda fór á námskeið í hreyfistjórnum (kinetic control) og nálastungum. Í mars fóru sjúkraþjálfararnir á dag sjúkraþjálfunar þar sem boðið var upp á ýmsa fyrirlestra og í apríl fór starfsfólk deildarinnar og skoðaði starfsemina í Eirhömrum. Starfsfólk hefur líka sótt fræðslufundi á vegum félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ). Einu sinni í mánuði eru síðan fræðslufundir innan deildarinnar þar sem sjúkraþjálfararnir skiptast á um að kynna eitthvert áhugavert faglegt málefni.

Endurmenntun starfsfólks

Í febrúar voru keypt fjögur ný skrifborð á skrifstofu sjúkraþjálfara og breytti það allri vinnuaðstöðu til hins betra.

Aukning og endurnýjun tækjakosts

Sjúkraþjálfarar skiptu með sér deildum hússins eins og áður. Ylfa sinnti 3. hæðunum og dagdeildinni, Sigrún hluta 4. hæðar, 2. norður, Eirarholti og B2, Rannveig og síðar Jóhanna sá um 2. suður og B1 og Kristín sá að mestu um endurhæfingarsjúklinga 4. hæðar. Linda hefur ásamt öðrum sjúkraþjálfurum sinnt göngudeildinni þar sem kemur fólk af dagdeildinni og íbúar Eirarhúsa.

Starfsemi deildarinnar

Þjálfun fólks fer að mestu leyti fram í húsakynnum sjúkraþjálfunar, allir heimilismenn sem vilja og geta fá 2 tíma á viku í æfingasalnum og margir koma oftar. Sjúkraþjálfarar æfa fólk einnig á deildum. Á morgnana sinna þeir teygjum og kreppuvörnum hjá þeim sem það þurfa og einnig fá þeir sem eru í hættu á að tapa göngufærni gönguæfingar á deildum. Sjúkraþjálfarar stjórna einnig hópleikfimi á flestum deildum, þar með talið dagdeild, einu

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

29


sinni eða oftar í viku. Í desember var tekin upp sú nýbreytni að hafa danshóp í sal sjúkraþjálfunar í lok dags á föstudögum og hefur það mælst vel fyrir. Sjúkraþjálfarar meta þörf fyrir hjálpartæki, sjá um útvegun þeirra og sinna á þeim léttu viðhaldi. Einnig leiðbeina sjúkraþjálfarar starfsfólki um réttar starfsstellingar og notkun ýmissa hjálpartækja. Haldið var áfram samstarfi við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands um verkmenntun sjúkraþjálfunarnema og árið 2008 komu þrír nemar á Eir og störfuðu undir handleiðslu í tvo mánuði hver.

Starfið í tölum

Alls komu íbúar í 10.216 einstaklingsmeðferðir á árinu og 4481 sinnum í hópæfingar. Á göngudeild voru komur í einstaklingsmeðferð 1039 og komur í hópæfingar 757.

Í árslok

Sjúkraþjálfun Eirar hefur á að skipa úrvals starfsfólki og góðri aðstöðu og samstarf við deildir hefur eins og áður verið afar gott. Allt þetta hjálpar okkur að ná því markmiði að veita skjólstæðingum okkar einstaklingsmiðaða og faglega sjúkraþjálfun sem stuðlar að betri færni og líðan þeirra. Ylfa Þorsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari

30

Hjúkrunarheimilið Eir


Vinnustofa Aðalmarkmið með starfsemi vinnustofu er að viðhalda virkni og virðingu heimilismanna. Vinnustofan er opin alla virka daga frá klukkan 13.30-16.30. Starfsemi vinnustofu var með nokkuð hefðbundnu sniði allt árið. Deildarstjóri er Júlíana Árnadóttir og aðrir starfsmenn eru Jófríður Hauksdóttir, Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir og Guðlaug Erlendsdóttir. Auk þeirra hefur Eirarvinurinn Ólína Sigurgeirsdóttir veitt mikinn stuðning með starfi sínu á vinnustofu einn dag í viku. Á liðnu vori breyttist staða Guðlaugar Erlendsdóttur þar sem hún hætti sem fastur starfsmaður og gerðist Eirarvinur og veitti okkur mikinn stuðning með starfi sínu nokkra daga í viku. Og fyrir þetta ber að þakka þeim sérstaklega. Starfsmaður frá vinnustofu fer einn morgun í viku á sambýlið Eirarholt heimilismönnum til aðstoðar með föndur og fleira. Einnig hefur heimilismönnum í sambýlinu verið boðið að taka þátt í ýmsu félagsstarfi sem fram fer í vinnustofu. Starfsmaður fer á dagdeild Eirar daglega eftir hádegi með ýmiss konar afþreyingu fyrir þá sem þar dvelja. Starfsemi á vinnustofu er mjög fjölbreytt, meðal handavinnuverkefna eru gifssteypa og málun, prjón, hekl, dúkamálun, útsaumur og fleira. Sérstakur áhugi er á páska- og jólaföndri. Mikið var spjallað, púslað, spilað á spil, hlustað á tónlist og upplestur. Einnig er dagblaða- og tímaritalestur vinsæll ásamt bingói. Ekki má gleyma vöffludögunum sem eru alltaf vinsælir, og söngnum sem tilheyrir þeim. Það sem hefur verið að gerast yfir árið hefur fléttast inn í þessa dagskrá og er hér stiklað á því helsta. Þorrafagnaðir voru tveir, 30. og 31. janúar, vegna mikilllar aðsóknar heimilismanna. Til skemmtunar var upplestur um þorra og krambúðir fyrri tíma. Krambúðin í fræðslusal var skoðuð, sungin þorralög og dansað undir stjórn Sighvats Sveinssonar. Heimilisfólk, börn úr leikskólanum Brekkuborg og margir utanaðkomandi gestir komu til að skoða krambúðina.

Þorrinn

Í boði Lionsklúbbanna Fjörgynjar og Úlfars var hátíðardagskrá á torginu laugardaginn 23. febrúar. Fram komu Ragnar Bjarnason við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar svo og barnaog unglingakór Grafarvogskirkju undir stjórn Svövu Ingólfsdóttur, undirleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Á eftir voru bornar fram glæsilegar veitingar.

Lionshátíð

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

31


Bjórkvöld

Haldin voru tvö bjórkvöld. Fyrra bjórkvöldið var 27. mars þar sem Hjördís Geirs og Siffi sungu og léku fyrir dansi. Seinna bjórkvöldið var 22. október og þá lék Sighvatur Sveinsson fyrir dansi og skemmti.

Sumarfagnaðir

Sumarfagnaðir voru haldnir í maí og júní á hverri hæð, með sögulestri, söng, dansi, vöfflukaffi og súkkulaði. Húsið var skreytt með blómum og blöðrum og litríkir dúkar á borðum. Sighvatur Sveinsson sá um tónlistina.

Tónleikar

Félagar úr Hjálpræðishernum komu í heimsókn 30. apríl með tónlistarskemmtun og komu svo aftur 20. nóvember. Júlíkvartettinn kom hinn 21. maí og hélt tónleika á dagdeild. Föstudaginn 30. maí komu börn úr Hamraskóla ásamt kennurum, samtals um eitt hundrað manns og héldu tónleika á dagdeild fyrir heimilisfólk og gesti. Gerðubergskórinn kom í heimsókn föstudaginn 19. september og var með fjöldasöng og tónleika á 1. hæð. Og hinn 10. desember komu nokkrir meðlimir úr strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og héldu tónleika. Fréttamaður frá RÚV og tæknimaður tóku tónleikana upp og höfðu viðtal við gest af dagdeildinni og var það sýnt í fréttum um kvöldið.

Danssýning

Dansparið Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir komu og sýndu samkvæmisdansa mánudaginn 18. ágúst.

Kynningar

Fjölbreyttar sölukynningar voru á árinu þar sem boðið var upp á fatnað, perlusaum, skó, indverska skartgripi, snyrtivörur o.fl.

Aðventuhátíð

Aðventuhátíð var haldin 4. desember. Börn frá leikskólanum Brekkuborg fluttu helgileik, séra Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri sagði jólasögu. Sighvatur Sveinsson lék og söng jólalög. Jólasveinninn Stekkjastaur kom í heimsókn og dansað var í kringum jólatréð. Að loknu jólaballi var boðið upp á heitt súkkulaði og meðlæti á deildum. Fimmtudaginn 18. desember voru litlu jólin haldin hátíðleg í sal vinnustofu.

Fyrirlestrar

Haukur Sigurðsson fyrrverandi sögukennari úr Menntaskólanum í Reykjavík heimsótti allar deildir í janúar og lauk við að lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson og stýrði umræðum. Yfir sumarmánuðina mótast starfsemin mikið af veðri. Þegar veður var gott var farið út til að njóta veðurblíðunnar, fá sér kaffi og meðlæti og hlusta á tónlist. Í öllu starfi vinnustofu er lögð áhersla á að skapa vinalegt og þægilegt andrúmsloft þar sem heimilismenn finna sig ávallt velkomna, hvort heldur sem er í starfi eða leik. Júlíana Árnadóttir deildarstjóri félagsstarfs

32

Hjúkrunarheimilið Eir


Um prestþjónustu Séra Vigfús Þór Árnason annast helgistund vikulega. Þær fara fram á hverri hæð á miðvikudögum kl. 10.30. Helgistundin hefst með sameiginlegri bæn, síðan er sunginn sálmur, fluttur texti úr ritningunni og stutt saga eða hugleiðing. Í lokin er sunginn sálmur, sameinast í bæn og blessunarorðin flutt. Ósjaldan situr hópurinn áfram og eru þá dægurmálin og veðurfar síðustu daga krufið til mergjar. Í tengslum við helgistundirnar hafa hjúkrunarfræðingar á vakt oft samband og láta prestinn vita að óskað sé eftir nærveru hans af einstaklingum sem eru ekki færir um að koma fram og eiga sameiginlega helgistund með öðru heimilisfólki.

Þjónusta heimilisprests og helgihald 2008

Samfélagið um Guðs borð. Annan hvern mánuð er boðið til altarisgöngu. Öðru hverju heimsækir heimilisprestur heimilisfólkið og á samtöl við það á þess eigin „heimili“ þess eigin íbúð, þessar heimsóknir ásamt helgistundunum hafa skapað tengsl og kynni sem eru dýrmæt. Nokkrum sinnum í vetur hafa verið haldnar minningarstundir um þá sem kvatt hafa þennan heim. Að öllu jöfnu annast Brynhildur Sigurðardóttir djákni þær stundir, en heimilisprestur hefur einnig sinnt þeim. Þar hafa nánustu ættingjar verið viðstaddir. Þeir og hjúkrunarfólkið er mjög þakklátt fyrir þessar stundir. Nokkrum sinnum hef ég komið á heimilið og átt bænastundir með þeim sem eru þungt haldnir. Fjölskyldur þeirra hafa einnig verið viðstaddar. Einnig hefur færst í vöxt að fjölskyldur kalli á prestinn til að flytja bæn við andlát, áður en hinn látni eða látna eru flutt af heimilinu í Fossvog. Starfsfólki er kunnugt að heimilt er að kalla á heimilisprestinn hvenær sem er, til að annast slíkar stundir. Nýbreytni: Annan hvern mánuð hefur Þorvaldur Halldórsson söngvari tekið þátt í guðsþjónustunni. Þorvaldur er starfsmaður Reykjavíkurprófastsdæmanna. Einu sinni í mánuði, á sunnudögum, eru guðsþjónustur kl. 15.30. Hátíðarguðsþjónustur á Eir eru: Jóladag kl. 15.30 Páskadag kl. 10.30 eða 11.00 Hvítasunnudag kl. 13.30 Guðsþjónustuna annast sóknarprestur, organisti og kirkjukór Grafarvogssóknar. Kostnaður vegna organista og kirkjukórs hefur verið greiddur af Grafarvogssókn. Viðtalstími heimilisprests er á miðvikudögum frá kl. 09.30-10.30. Starfsfólk hefur einnig óskað eftir viðtölum í Grafarvogskirkju. Símar séra Vigfúsar Þórs eru: 587-9070 / 891-6688, heimasími 567-6770 Með blessunaróskum, Vigfús Þór Árnason sóknarprestur

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

33


Um djáknaþjónustu Starf djákna hefur verið með líku sniði og undanfarin ár. Starfið felst í andlegri umhyggju, sálgæslu og að styðja þá sem minna mega sín og tala máli þeirra. Einnig í fyrirbænum, bænastarfi og trúarlegum stuðningi. Starfssviðið er í Eir: A- og B-álmu, Eirarholti og öryggisíbúðum Eirarhúsi. Á síðastliðnu ári annaðist djákni 33 kveðjustundir um 34 látna heimilismenn. Þessar stundir, sem haldnar eru á þeirri deild sem hinn látni hefur dvalið á, eru dýrmætar öllum sem hlut eiga að máli. Aðstandendur fá tækifæri til að kveðja starfsfólkið, sem annast hefur ástvini þeirra síðustu æviárin, heimilisfólkið og deildina, sem það kom svo oft á. Undantekningarlaust láta aðstandendur í ljós þakklæti og ánægju með þá þjónustu sem veitt hefur verið og er það dýrmætur stuðningur fyrir hjúkrunarfólkið og aðra starfsmenn. Djákni fer reglulega í heimsóknir á deildirnar til að heilsa og sinna heimilisfólkinu og fylgjast með líðan þess. Þegar alvarleg veikindi og dauðsföll verða sinnir djákni viðkomandi heimilismanni og aðstandendum eins vel og mögulegt er. Opið hús er fyrir íbúa Eirarhúsa að jafnaði tvisvar í mánuði milli kl. 13.30 og 16.00 og eru þær samverustundir í umsjá djákna. Þá er alltaf eitthvað skemmtilegt á dagskrá svo sem spurn-

34

Hjúkrunarheimilið Eir


ingakeppni, félagsvist, bingó eða upplestur. Eftir dagskrá fær fólk sér kaffisopa og spjallar saman og eflir kynni og samstöðu. Fyrir jól er alltaf sérstök jólasamvera og þá kemur Sighvatur rafvirkjameistari og spilar jólalög og allir taka undir sönginn og að lokum er jólahugvekja. Þessar samverur eru yfirleitt vel sóttar. Einu sinni á sumri er farið í hálfsdagsferð í rútu og drukkið kaffi á einhverjum góðum stað. Djákni heimsækir íbúa eftir því sem tími gefst til og þá gjarnan í samráði við hjúkrunarfræðing. Tilgangur heimsókna er að rjúfa einangrun, veita félagsskap, skapa öryggi og traust og veita andlegan stuðning og sálgæslu. Morgunsöngur og fyrirbænir eru alltaf á þriðjudagsmorgnum kl. 9 í umsjá forstjóra eða djákna og ef þau eru bæði forfölluð sjá aðrir starfsmenn um stundina. Djákni situr í hjúkrunarstjórn Eirar og eru fundir yfirleitt tvisvar í mánuði. Djáknaþjónusta í Eir og Eirarhúsum er eins og verið hefur 60% starf og er það alfarið í þjónustu Eirar, en gott samstarf er við prest heimilisins, sem er jafnframt sóknarprestur Grafarvogssóknar. Brynhildur Ósk Sigurðardóttir djákni

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

35


Framleiðslueldhús í Eir Rekstur framleiðslueldhúss Eirar og Skjóls gekk vel á árinu. Eins og undanfarin ár er eldað eftir 8 vikna rúllandi matseðlum með tilfallandi breytingum. Að jafnaði eru eldaðir u.þ.b. 500 matarskammtar í hvert mál. Tvö kvöld í viku er heimilisfólki boðið upp á fullkomna máltíð, heitan mat eða kaldan, s.s. pottrétti, sviðasultu o.fl. Önnur kvöld er borinn fram léttari matur, brauð með áleggi ásamt grautum eða súpum. Íbúum Eirarhúsa er einnig boðið upp á að kaupa mat. Í matsal Eirarhúsa er afgreiddur heitur matur í hádeginu og borða þar að jafnaði 10-15 manns. Á kvöldin geta íbúar Eirarhúsa komið í matsal starfsfólks Eirar. Einnig er hægt að fá heimsendan mat. Starfsfólki sem er á vakt býðst að koma með fjölskyldu sína og borða í matsal starfsfólks. Aðallega nýtir fólk sér þetta á kvöldin og um helgar. Fjölskyldum heimilisfólks stendur þessi þjónusta einnig til boða, þannig gefast heimilisfólki fleiri kostir til að njóta samvista við sína nánustu bæði í hádegi og á kvöldin.

36

Hjúkrunarheimilið Eir


Einnig þjónustar eldhúsið íbúa í öryggisíbúðum aldraðra í Eirhömrum og þjónustuíbúðum Hlaðhamra í Mosfellsbæ. Að jafnaði borða þar 40 manns í hádegi og um 30 manns á kvöldin. Boðleiðir milli eldhúss og deilda hafa gengið eðlilega. Á heimilinu er starfandi næringaráðgjafinn Borghildur Sigurbergsdóttir. Hún gefur ráðleggingar varðandi sérfæði af ýmsu tagi fyrir heimilisfólk. Tekið er tillit til matarmenningar þjóðarinnar t.d. vegna þorra, jóla og annarra tyllidaga.

Sérfæði og boðleiðir

Innkaup eru endurskoðuð reglulega til að fá bestu fáanleg hráefni og vörur á sem hagkvæmustu verði.

Innkaup

Unnið er eftir Gámes-kerfinu sem er innra eftirlitskerfi fyrir eldhús. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kemur árlega og gerir úttekt á aðstöðu í eldhúsinu. Einnig erum við í samstarfi við Matvælatækni en það fyrirtæki sérhæfir sig í ýmiss konar hreinlætiseftirliti. Á þriggja mánaða fresti eru tekin sýni af hinum ýmsu ílátum í þar til gerðar prufuskálar. Hægt er að lesa úr niðurstöðum eftir 3-4 daga, og þá kemur í ljós hvort þrifnaði sé ábótavant. Þetta samstarf hefur reynst vel og gefið aukið öryggi.

Eftirlit

Engar meiri háttar breytingar eða viðhald var á árinu.

Viðhald og breytingar

Einn starfsmaður sótti námskeið hjá Sýni þar sem sérstaklega var kennt að elda súpur fyrir aldraða.

Námskeið

Nokkur stöðugleiki var í starfsmannahaldi eldhúss á árinu. Samtals unnu 15 starfsmenn á vöktum, 3 matreiðslumenn og 12 almennir starfsmenn. Hlutfall erlendra starfsmanna er um 75% af heildar starfsmannafjölda eldhúss.

Starfsmannahald

Gunnar Jónas Einarsson forstöðumaður eldhúss

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

37


Ársskýrsla iðjuþjálfunar á Eir Iðjuþjálfun á Eir

Guðrún Dadda Ásmundsdóttir er eini starfandi iðjuþjálfinn á Eir og hóf hún 60% stöðu við brotaendurhæfinguna á 4. hæð í nóv. 2007. Frá og með 1. maí 2008 hefur hún starfað í fullu starfi í húsinu. Á árinu 2008 hefur iðjuþjálfun þjónað brotaendurhæfingu eldri borgara á móttökudeild 4. hæðar, deildinni 1B, dagdeild og stöku beiðnum af öðrum deildum hússins. Iðjuþjálfinn veitir einnig kennslu í notkun hjálpartækja fyrir bæði skjólstæðinga og starfsfólk ásamt því að bjóða upp á fyrirlestra um byltuvarnir í heimahúsum fyrir íbúa Eirarhúsa og Eirhamra.

Brotaendurhæfing eldri borgara

Markmið iðjuþjálfa við brotaendurhæfingu eldri borgara er að stuðla að því að einstaklingurinn verði eins sjálfbjarga og mögulegt er. Þarfir, langanir og óskir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi í þjálfuninni sem byggist á samvinnu. Iðjuþjálfi veitir kennslu og ráðgjöf um val og notkun hjálpartækja, fer í heimilisathuganir til að kanna þörf hjálpartækja, veitir fyrirbyggjandi ráðgjöf varðandi slysahættu. Einnig er veittur stuðningur til að takast á við breyttar aðstæður, hvort sem eru líkamlegs, félagslegs og/eða andlegs eðlis. Iðjuþjálfi stuðlar að því að efla virkni einstaklingsins við heimilisstörf og/eða félags- og tómstundastarf. Alls voru 90 eldri borgarar lagðir inn í endurhæfinguna á árinu. Þar af voru 42 aðilar sem fengu heimilisathugun, gerðar voru 77 umsóknir um hjálpartæki til Hjálpartækjamiðstöðvar TR og 17 minnispróf voru lögð fyrir. Þar fyrir utan er veitt einstaklingsþjálfun eftir þörfum hvers og eins.

Deild 1 B

Markmið iðjuþjálfunar er að efla trú á eigin áhrifamátt og lífsgæði yngri íbúa. Þjálfunin tekur mið af þörfum hvers og eins og byggist ávallt á samvinnu. Dæmi um hverju iðjuþjálfi hefur unnið að er að meta þörf fyrir hjálpartæki og/eða endurnýja þau. Félagsfærniþjálfun hefur verið í mörgum tilvikum þar sem bæjarferðir hafa t.d. verið notaðar. Einnig hafa einstaklingar verið efldir í að sækja vinnustofuna, mæta í hóptíma hjá iðjuþjálfa á föstudögum svo dæmi sé tekið.

Dagdeild fyrir minnissjúka

Markmið iðjuþjálfunar er að veita ráðgjöf um hvernig megi efla virkni og iðju gesta deildarinnar. Einnig að efla starfsfólkið til þátttöku í nýjum virkniúrræðum, bæði í samstarfi við iðjuþjálfa og án. Sem dæmi um virkni var sett á laggirnar verkefnið Grænir fingur en það var grænmetisræktun sem fór fram á svölum dagdeildarinnar. Þá koma elstu börn leikskólans Brekkuborgar í heimsókn einu sinni í mánuði og bera heimsóknir þeirra nafnið Vinadagar. Hver heimsókn hefur ákveðið þema eins og t.d. í eitt skiptið fræddu gestir dagdeildarinnar börnin um leik-

38

Hjúkrunarheimilið Eir


föng þeirra tíma. Með því eru gestir dagdeildarinnar þeir sem veita upplýsingar, fræðslu og skemmtun í stað þess að vera þiggjendur. Minningastarf hefur verið sett á laggirnar undir stjórn iðjuþjálfa og tveggja starfsmanna dagdeildarinnar. 4-6 gestum dagdeildarinnar er boðið til þátttöku í hvert sinn. Ýmiss konar minningakveikjur sem tilheyra ákveðnu þema eru notaðar til að vekja umræður í hvert sinn eins og t.d. ljóð og rímur. Minningahóparnir luku starfi ársins 2008 með jólakaffi þar sem drukkið var heitt súkkulaði úr gamaldags dönsku postulínsstelli og smákökur borðaðar með á meðan lesnar voru jólasögur. Vöktu þessar stundir mikla gleði og vellíðan allra þátttakenda. Ákveðið var að hefjast handa við gerð betri stofu á dagdeildinni sem verður opnuð í byrjun ársins 2009. Markmið betri stofunnar er að vera vettvangur minningastarfs fyrir dagdeildina og vonandi fyrir allar deildir heimilisins í framtíðinni. Guðrún Dadda Ásmundsdóttir iðjuþjálfi

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

39


40

Hjúkrunarheimilið Eir


Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar Ársreikningur 2007

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

41


Efnisyfirlit Skýrsla stjórnenda og staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39 Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42

42

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

43


44

Hjúkrunarheimilið Eir


Rekstrarreikningur 2007

Tekjur

Skýr

Fæðissala................................................................................... Seld þjónusta og aðrar tekjur.................................................... 1

2007

2006

2.478.904 87.498.689 89.977.593

2.671.430 25.200.968 27.872.398

1.011.156.435 53.419.867 18.643.613 59.639.812 22.853.942 69.719.310 62.752.118 2.156.758 1.300.341.855

844.428.830 54.067.442 16.270.470 49.126.218 19.640.038 54.072.108 54.894.906 1.904.257 1.094.404.269

(1.210.364.262)

(1.066.531.871)

Gjöld Laun og launatengd gjöld......................................................... Kostnaður vegna eldhúss.......................................................... Lín, fatnaður og þvottur............................................................ Lyf, lækninga- og hjúkrunarvörur............................................. Starfstengdur kostnaður............................................................ Aðkeypt þjónusta...................................................................... Viðhalds- og húsnæðiskostnaður.............................................. Annar rekstrarkostnaður...........................................................

2 3 4 5 6 7 8 9

Tekjuafgangur (tekjuhalli) fyrir hreinar fjármunatekjur Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld )............................................. 10 Tekjuafgangur (-tekjuhalli) fyrir ríkisframlag Ríkisframlag.............................................................................. 17 Tekjuafgangur (tekjuhalli ) ársins

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

15.247.045

14.536.443

(1.195.117.217)

(1.051.995.428)

1.199.038.283

1.053.344.556

3.921.066

1.349.128

5

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

45


Efnahagsreikningur 31. desember 2007 Skýr.

Eignir Veltufjármunir Birgðir................................................................... Skammtímakröfur.................................................. Handbært fé........................................................... Veltufjármunir

11 12 13

Eignir alls

2007

2006

7.503.173 55.852.507 154.040.215 217.395.895

5.733.707 49.889.626 145.313.761 200.937.094

217.395.895

200.937.094

72.669.909 12.481.193 3.921.066 89.072.168

71.320.781 0 1.349.128 72.669.909

41.277.960 87.045.767 128.323.727

52.518.465 75.748.720 128.267.185

217.395.895

200.937.094

Eigið fé og skuldir Eigið fé Höfuðstóll í ársbyrjun........................................... Leiðréttingar vegna fyrri ára................................. Tekjuafgangur ( halli ) á árinu............................. Eigið fé

16

Skuldir Skammtímaskuldir Ýmsar skammtímaskuldir...................................... Ógreidd laun og launatengd gjöld......................... Skuldir

Eigið fé og skuldir

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

46

Hjúkrunarheimilið Eir

6

14 15

Ársreikningur 2007


Sjóðstreymi árið 2007 Skýr.

2007

2006

Rekstrarhreyfingar Veltufé frá rekstri: Tekjuafgangur ( halli )....................................................... Leiðréttingar vegna fyrri ára.............................................. Veltufé frá rekstri

Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: Skammtímakröfur, (hækkun)............................................. Viðskiptaskuldir (lækkun), hækkun.................................. Birgðir (hækkun)...............................................................

16

3.921.066 12.481.192 16.402.258

(5.962.881) 56.543 (1.769.466) (7.675.804)

1.349.128 0 1.349.128

(21.925.660) 26.714.658 (549.530) 4.239.468

Handbært fé frá rekstri

8.726.454

5.588.596

Hækkun (lækkun) á handbæru fé..................................

8.726.454

5.588.596

Handbært fé í ársbyrjun.................................................

145.313.761

139.725.165

Handbært fé í lok ársins

154.040.215

145.313.761

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

7

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

47


Skýringar Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskila Ársreikningur Hjúkrunarheimilisins Eirar, Rekstrarsjóðs er settur fram með sama hætti og almennt tíðkast hjá A-hluta stofnunum. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, lög um ársreikninga, nr. 3/2006 og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga, nr. 696/1996. Samkvæmt fjárreiðulögunum eiga A-hluta ríkisstofnanir ekki að eignfæra varanlega rekstrarfjármuni heldur skulu þeir gjaldfærðir á kaupári. Stofnanirnar eiga almennt ekki að taka lán til langs tíma og mega ekki gangast undir skuldbindingar til lengri tíma nema með heimild í fjárlögum. Breytingar á reikningsskilaaðferðum og framsetningu Á árinu 2007 var kostnaðarþátttaka Skjóls og annarrar starfsemi í launum tiltekinna starfsmanna Eirar tekjufærð í bókhaldi heimilisins en ekki færð til lækkunar á launagjöldum eins og gert var á árinu 2006. Framsetning fjárhæða vegna ársins 2006 er því leiðrétt til samræmis við það en um er að ræða 8,8 millj. kr. sem nú eru tekjufærðar í stað þess að vera færðar til lækkunar launa. Skattar Hjúkrunarheimilið Eir greiðir ekki tekjuskatt. Skráning tekna Tekjur Hjúkrunarheimilisins Eirar eru bókaðar í þeim mánuði sem reikningar eru gefnir út. Skráning gjalda Gjöld eru almennt bókuð þegar reikningar berast heimilinu. Í lok ársins eru áfallin gjöld, er tilheyra viðkomandi rekstrarári, færð á rekstrarreikning og sem ógreidd gjöld í árslok. Birgðir Birgðir samanstanda af lyfjum og rekstrarvörum. Skammtímakröfur Skammtímakröfur eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til áfallinna vaxta þar sem við á. Handbært fé Handbært fé samanstendur af bankainnstæðum.

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

48

Hjúkrunarheimilið Eir

8

Ársreikningur 2007


Skýringar Lífeyrisskuldbinding Lífeyrisskuldbinding vegna hjúkrunarfræðinga hjá Hjúkrunarheimilinu Eir er áhvílandi. Í samræmi við reikningsskilareglu A-hluta ríkissjóðs er lífeyrisskuldbinding ekki færð í ársreikning einstakra A-hluta ríkisstofnana heldur er hún færð í einu lagi hjá ríkissjóði. Skammtímaskuldir Skammtímaskuldir eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til áfallinna vaxta þar sem við á.

Sundurliðanir 1.

Seld þjónusta og aðrar tekjur Seld þjónusta og aðrar tekjur hækka umtalsvert eða um 62,3 millj. kr. frá fyrra ári. Þessi mikla hækkun skýrist fyrst og fremst af samningi sem gerður var við Mosfellsbæ um heimaþjónustu en samningurinn tók gildi í ársbyrjun 2007 og er að stærstu leyti vegna endurgreidds launakostnaðar. Þá hækka ýmsar tekjur töluvert frá fyrra ári en um er að ræða kostnaðarþátttöku Skjóls og húsrekstrarsjóðs í launakostnaði vegna tiltekinna starfsmanna Eirar.

Sértekjur dagdeildar.............................................................................. Endurgreiðslur frá Heilsugæslu og Félagsþjónustu.............................. Endurgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar................................................... Greiðslur vegna vinnusamnings við öryrkja......................................... Endurgr. frá Mosfellsbæ vegna heimaþjónustu.................................... Ýmsar tekjur..........................................................................................

2.

2007

2006

3.337.200 12.179.233 3.953.141 859.524 48.802.281 18.367.310 87.498.689

2.678.400 8.519.904 3.555.754 0 0 10.446.910 25.200.968

Laun og launatengd gjöld Laun og launatengd gjöld hækka um 166,7 millj. kr. eða 19,7% milli áranna 2006 og 2007. Í lok ársins 2007 voru stöðugildi um 226 samanborið við 212 í árslok 2006 sem er fjölgun um 14 eða um 6,6%. Fjölgunin skýrist fyrst og fremst af auknum umsvifum í rekstri Eirar og þá sérstaklega í Mosfellsbæ en á árinu voru þar í starfi um 18 manns í 11 stöðugildum. Að öðru leyti hækkuðu laun í samræmi við stofnana- og kjarasamninga. Hlutdeild Eirar í launum vegna samrekstrar eldhúss er færð hér.

Dagvinnulaun........................................................................................ Aukagreiðslur........................................................................................ Vaktaálag.............................................................................................. Yfirvinna............................................................................................... Greitt orlof............................................................................................ Launatengd gjöld...................................................................................

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

544.207.860 17.998.500 133.077.263 111.011.598 35.228.273 169.632.941 1.011.156.435

9

455.084.722 15.066.518 113.630.233 92.850.082 33.965.525 133.831.750 844.428.830

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

49


Skýringar 3.

Kostnaður vegna eldhúss Kostnaður vegna eldhúss er svipaður og á fyrra ári en skipting kostnaðar milli Eirar og Skjóls er miðuð við fjölda legudaga. Þátttaka annarra í rekstri eldhúss er nokkuð hærri en á síðasta ári en um er að ræða sölu á fæði til dagdeildar svo og íbúa í öryggisíbúðum í Eirarhúsum og Eirhömrum. Sala á fæði til starfsfólks er færð til tekna meðal sértekna. Hlutdeild Skjóls í launum eldhússfólksins er

færð með launum.

Hráefni.................................................................................................. Annar rekstrarkostnaður........................................................................ Þátttaka Skjóls í rekstri eldhúss............................................................ Þátttaka annarra í rekstri eldhúss..........................................................

4.

2007

2006

80.209.470 13.258.939 (31.223.464) (8.825.078) 53.419.867

77.183.521 11.857.937 (31.528.764) (3.445.252) 54.067.442

Lín, fatnaður og þvottur Kostnaður vegna líns, fatnaðar og þvottar hækkar um 2,3 millj. kr. eða 14,5% milli ára. Þvottur................................................................................................... Lín, fatnaður..........................................................................................

5.

18.121.097 522.516 18.643.613

15.404.721 865.749 16.270.470

Lyf, lækninga- og hjúkrunarvörur Lyf, lyfjatengdar vörur og hjúkrunarvörur hækka um 10,5 millj. kr. milli ára eða um 21,4% milli ára en á árinu voru fest kaup á súrefnistækjum auk þess að súrefnisnotkun jókst nokkuð frá fyrra ári.

Lyf og lyfjatengdar vörur...................................................................... Hjúkrunarvörur......................................................................................

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

50

Hjúkrunarheimilið Eir

10

36.420.118 23.219.694 59.639.812

35.583.569 13.542.649 49.126.218

Ársreikningur 2007


Skýringar 6.

Starfstengdur kostnaður Starfstengdur kostnaður hækkar um 3,2 millj. kr. eða 16,3% milli ára. Áfallin eftirvinna og orlof var nokkuð hærri í lok árs 2007 en í lok síðasta árs sem að stórum hluta skýrist af fjölgun starfsmanna hjá stofnuninni. Kostnaður vegna áfallinnar eftirvinnu getur verið breytilegur milli ára m.a. með tilliti til hvernig helgidaga jóla ber upp á vikudaga.

Hækkun vegna áfallinnar eftirvinnu og orlofi....................................... Fræðsla, ferðir og fundir....................................................................... Bifreiðastyrkir og aksturskostnaður...................................................... Tryggingar og annar starfstengdur kostnaður....................................... Kostnaður af árshátíð og jólahaldi........................................................ Risna, gjafir og styrkir..........................................................................

7.

2007

2006

8.346.899 3.128.449 6.702.710 1.505.430 2.940.822 229.632 22.853.942

6.620.162 2.431.340 6.173.336 1.353.730 2.452.055 609.415 19.640.038

Aðkeypt þjónusta Kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu hækkar um 15,6 millj. kr. eða 28,9%. Kostnaður við aðkeypta vinnu lækna hækkaði í kjölfar samninga sjúkrahússlækna auk þess að samið var við lækna um aukna þjónustu við dagdeild. Hækkun á aðkeyptum akstri er að verulegu leyti akstur vegna dagdeildar. Á árinu var hafinn undirbúningur að innleiðingu nýs viðskiptakerfis, sem kallar á aukinn vél- og hugbúnað og skýrir það hærri tölvukostnað á árinu 2007 miðað við árið á undan. Tölvu-og hugbúnaðarkostnaður............................................................ Aðkeypt vinna lækna ............................................................................ Önnur aðkeypt þjónusta........................................................................ Aðkeyptur akstur, sjúklingatr. og sorpgámar........................................ Helgistundir, félagslíf heimilisfólks og endurhæfing........................... Aðkeyptar rannsóknir............................................................................ Prentkostnaður, burðargjöld.................................................................. Síma- og afnotagjöld.............................................................................

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

9.623.730 27.052.893 5.672.007 13.226.882 1.692.028 6.664.850 2.166.327 3.620.593 69.719.310

11

4.247.926 22.487.440 3.197.056 10.572.501 1.678.422 7.522.442 2.327.897 2.038.424 54.072.108

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

51


Skýringar 8.

Viðhalds- og húsnæðiskostnaður Viðhalds og húsnæðiskostnaður hækkar um 7,8 millj kr. eða 14,3%. Kostnaður við viðhald húsnæðis er vegna reglubundins viðhalds og lagfæringa utanhúss og innan og kostnaður vegna gróðurs inni og úti. Hækkun fasteignagjalda skýrist af hækkun fasteignamats og hækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatta.

Viðhald húsnæðis.................................................................................. Viðhald og endurnýjun tækja................................................................ Ræsting.................................................................................................. Fasteignagjöld og önnur opinber gjöld................................................. Tryggingar............................................................................................. Rafmagn, hiti og olía............................................................................. Annað....................................................................................................

9.

2007

2006

13.618.099 3.560.869 7.522.079 24.347.343 3.702.628 8.915.885 1.085.215 62.752.118

12.933.811 8.936.058 6.549.847 13.723.197 3.286.631 8.755.959 709.403 54.894.906

Annar rekstrarkostnaður Annar rekstrarkostnaður er svipaður og á síðasta ári og skiptist með eftirfarandi hætti:

Bækur, ritföng og rekstrarvörur............................................................ Ýmis skrifstofuáhöld............................................................................. Auglýsingar........................................................................................... Annar kostnaður....................................................................................

944.502 134.445 638.884 438.927 2.156.758

1.006.125 123.376 497.589 277.167 1.904.257

16.951.058 (1.704.014) 15.247.044

16.174.889 (1.638.446) 14.536.443

3.353.893 4.149.280 7.503.173

2.825.643 2.908.064 5.733.707

10. Hreinar fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Vaxtatekjur............................................................................................ Vaxtagjöld.............................................................................................

11. Birgðir lyfja og rekstrarvöru Lyf......................................................................................................... Rekstrarvara..........................................................................................

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

52

Hjúkrunarheimilið Eir

12

Ársreikningur 2007


Skýringar 12. Skammtímakröfur Einstaklingar, félög og samtök.............................................................. Rekstrarsjóður Skjóls, viðskiptareikningur........................................... Húsrekstrarsjóður Eirar......................................................................... Eirhamrar í Mosfellsbæ......................................................................... Orlofsdvalarsjóður ............................................................................... Eignfærð rekstrarleiga........................................................................... Fyrirfram greidd laun............................................................................

2007

2006

22.572.236 15.928.769 9.734.954 4.948.028 1.559.534 0 1.108.986 55.852.507

24.093.929 21.803.507 2.276.324 0 42.568 553.488 1.119.810 49.889.626

63.451.349 90.588.866 154.040.215

5.710.182 139.603.579 145.313.761

28.278.591 12.601.475 397.894 41.277.960

22.332.635 26.113.894 4.071.933 52.518.462

30.894.136 21.664.851 30.492.604 3.994.176 87.045.767

25.913.110 17.697.081 28.307.632 3.830.897 75.748.720

13. Handbært fé Bankareikningar.................................................................................... Kbbanki, bústólpi..................................................................................

14. Ýmsar skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir.................................................................................... Tryggingastofnun v/greiðsluþátttöku heimilisfólks.............................. Ýmsar skuldir........................................................................................

15. Ógreidd laun og launatengd gjöld Ógreidd staðgreiðsla og önnur opinber gjöld ....................................... Ógreidd launatengd gjöld...................................................................... Áunnið ógreitt orlof.............................................................................. Ógreitt tryggingagjald...........................................................................

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

13

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

53


Skýringar 16. Eigið fé Skilgreining á framlagi ríkissjóðs og færsluaðferð leiðir það af sér að höfuðstóll stofnunarinnar sýnir uppsafnaðan árangur hennar gagnvart fjárlögum og fjárheimildum. Í lok ársins 2007 hafði hjúkrunarheimilið ráðstafað 89,1 m.kr. minna til útgjalda en heimildir gerðu ráð fyrir. Staðan batnaði um 16,4 millj. kr. frá árinu á undan. Höfuðstóll 1. janúar 2007................................................................................................. Ríkisframlag...................................................................................................................... Bætur vegna fasteignaskatta fyrri ára................................................................................ Framlög frá fyrri árum leiðrétt.......................................................................................... Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld...................................................................................... Tekjuafgangur fyrir ríkisframlag...................................................................................... Höfuðstóll 31. desember 2007..........................................................................................

72.669.909 1.199.038.283 9.065.000 3.416.193 15.247.045 (1.210.364.262) 89.072.168

17. Framlag úr ríkissjóði Framlag úr ríkissjóði er greitt frá Tryggingastofnun ríkisins í formi daggjalda. 2007

2006

Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins................................................. 1.169.538.283 Launabætur............................................................................................. 3.800.000 25.700.000 Viðhaldsstyrkur..................................................................................... 1.199.038.283

999.344.556 29.800.000 24.200.000 1.053.344.556

Rekstrarreikningur ársins 2007 sundurliðaður eftir tegundum er með eftirfarandi hætti: Launagjöld............................................................................................ 1.011.156.435 290.889.434 Önnur rekstrargjöld............................................................................... Sértekjur og fjármagnstekjur................................................................. (106.928.651) 1.195.117.218 Fimm ára yfirlit í þúsundum króna á verðlagi hvers árs: 2007

Rekstur Tekjur.................................... 106.929 Gjöld..................................... (1.302.046) Gjöld umfram tekjur............. (1.195.117) Ríkisframlag ......................... 1.199.038 Tekjuafg. (-halli) ársins 3.921

2006

2004

2003

44.048 (1.096.043) (1.051.995) 1.053.344 1.349

28.029 (970.623) (942.594) 937.216 (5.378)

19.630 (868.367) (848.736) 879.735 30.999

17.158 (633.425) (616.266) 651.512 35.246

Efnahagur Veltufjármunir ..................... Eignir alls

217.396 217.396

200.937 200.937

172.873 172.873

169.543 169.543

110.734 110.734

Höfuðstóll............................. Skuldir og skuldbindingar..... Eigið fé og skuldir alls

89.072 128.324 217.396

72.670 128.267 200.937

71.321 101.552 172.873

76.699 92.844 169.543

6.041 104.693 110.734

Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar

54

2005

844.428.830 251.613.885 (44.047.287) 1.051.995.428

Hjúkrunarheimilið Eir

14

Ársreikningur 2007


Húsrekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar Ársreikningur 2007

Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

55


Efnisyfirlit Staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57

56

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

57


58

Hjúkrunarheimilið Eir


Rekstrarreikningur 2007 Skýr.

2007

2006

Rekstrartekjur Hússjóðir og leigutekjur ............................................. Tekjur vegna búseturéttar ...........................................

1 2

23.783.450 23.241.049 47.024.499

21.201.311 17.661.724 38.863.035

Rekstrargjöld Framreiknaður búseturéttur ........................................ Húsnæðiskostnaður ..................................................... Annar kostnaður .......................................................... Afskriftir .....................................................................

3 4 5 6

31.532.805 16.371.858 1.336.304 35.396.136 84.637.103

31.436.411 8.932.829 63.813 28.645.808 69.078.861

(37.612.604)

(30.215.826)

35.891.960 (98.694.260) (62.802.300)

13.151.392 (69.181.291) (56.029.899)

(100.414.904)

(86.245.725)

Rekstrartap

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur og verðbætur ........................................... Vaxtagjöld og verðbætur ............................................

Tap ársins

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarstjóður

7 7

5

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

59


Efnahagsreikningur 31. desember 2007 Eignir

Skýr.

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir: Hjúkrunarheimili ............................................................................ Öryggisíbúðir .................................................................................. Búnaður, tæki og listaverk .............................................................. Langtímakostnaður - Áhættufjármunir: Undirbúningskostnaður vegna nýrra framkvæmda .........................

Eignir alls

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarsjóður

60

6 Hjúkrunarheimilið Eir

2006

1.585.786.376 1.474.804.291 35.858.732 3.096.449.399

1.567.441.650 603.143.372 39.616.075 2.210.201.097

77.800.364 77.800.364

443.479.754 443.479.754

3.174.249.763

2.653.680.851

9.777.730 69.437.850 25.161.609 545.517.524 649.894.713

5.477.730 51.084.380 3.669.989 172.462.019 232.694.118

3.824.144.476

2.886.374.969

6

8

Fastafjármunir Veltufjármunir Útistandandi hjá búseturétthöfum ................................................... Óinnkomnar tekjur vegna afskrifta búseturéttar ............................. Aðrar kröfur .................................................................................... Bankainnstæður .............................................................................. Veltufjármunir

2007

9

Ársreikningur 2007


Efnahagsreikningur 31. desember 2007 Eigið fé og skuldir

Skýr

Eigið fé Framlög ....................................................................... Annað eigið fé ............................................................. Eigið fé

Skuldir Langtímaskuldir: Íbúðalánasjóður ........................................................... Seldur búseturéttur .......................................................

Skammtímaskuldir: Ýmsar skuldir .............................................................. Kaupþing, lán vegna framkvæmda í Mosfellsbæ .......... Rekstrarsjóður Eirar .................................................... Rekstrarsjóður Skjóls ................................................... Þróunarsjóður .............................................................. Næsta árs afborgun skulda við Íbúðalánasjóð ...............

Skuldir

Eigið fé og skuldir

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarsjóður

12

10 11

2007

2006

1.513.759.975 (259.892.578) 1.253.867.397

1.442.959.975 (159.477.673) 1.283.482.302

1.386.824.202 1.131.549.325 2.518.373.527

602.833.800 562.160.091 1.164.993.891

24.826.486 0 14.682.982 1.048.847 1.553.447 9.791.790 51.903.552

2.623.110 428.893.023 2.276.323 0 503.642 3.602.678 437.898.776

2.570.277.079

1.602.892.667

3.824.144.476

2.886.374.969

7

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

61


Sjóðstreymi árið 2007

Handbært fé frá rekstri Veltufé frá rekstri Tap ársins ................................................................................... Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir ..................................................................................... Verðbætur langtímalána .............................................................. Veltufé frá rekstri

Breytingar rekstrartengdra eigna og skuldaliða Lækkun ( hækkun ) rekstrartengdra eignaliða ............................. Hækkun ( lækkun ) rekstrartengdra skuldaliða ............................

Handbært fé frá rekstri ( til rekstrar )

Fjárfestingarhreyfingar Nýframkvæmdir ...........................................................................

Fjármögnunarhreyfingar Framlög ársins ............................................................................. Breyting langtímaskuldbindinga .................................................. Breyting skammtímalána ............................................................. Afb. lána hjá Íbúðalánasjóði og breyting innheimtubréfa ...........

Hækkun á handbæru fé Handbært fé í ársbyrjun ............................................................... Handbært fé í árslok

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarsjóður

62

8 Hjúkrunarheimilið Eir

2007

2006

(100.414.904)

(86.245.725)

35.396.136 57.149.713 (7.869.055)

28.645.808 41.233.353 (16.366.564)

(44.145.090) 36.708.686 (7.436.404)

(7.640.833) 32.511.510 24.870.677

(15.305.459)

8.504.113

(555.965.048)

(313.585.281)

70.800.000 1.306.714.234 (428.893.023) (4.295.199) 944.326.012

79.008.028 0 312.543.023 (6.805.276) 384.745.775

373.055.505

79.664.607

172.462.019

92.797.412

545.517.524

172.462.019

Ársreikningur 2007


Skýringar Reikningsskilaaðferðir Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Breytingar á reikningsskilaaðferðum og framsetningu Sú breyting var gerð á uppreikningi á seldum búseturétti, að hann er nú skuldfærður m.v. innborganir búseturétthafa og framreiknaður með byggingarvísitölu í stað framreiknings á heildarsamningi um búseturétt. Á móti kemur að svokölluð innheimtubréf hafa verið felld niður á móti. Leiðrétting vegna þessa var færð meðal eiginfjárliða. Að öðru leyti en að framan greinir er ársreikningurinn gerður samkvæmt óverðleiðréttri kostnaðarverðsreglu og er í íslenskum krónum og í meginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og notaðar voru árið áður. Peningalegar eignir og skuldir Peningalegar eignir og skuldir sem bundnar eru verðtryggingu eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi 1. janúar 2008. Breytingar sem myndast eru færðar í rekstrarreikning. 1.

Hússjóðir og leigutekjur Tekjur vegna innheimtu húsgjalda og leigugjalda hækka um 2,6 millj. kr. eða 12,2% milli ára en farið var að innheimta húsgjöld um mitt ár af íbúðunum í Mosfellsbæ.

2.

Tekjur vegna búseturéttar Tekjur vegna búseturéttar hækka um 5,6 millj. kr. eða 31,6% milli ára. Afskriftir vegna búseturéttar eru reiknaðar 2% á ári í samræmi við samninga um búseturétt en byrjað var að selja búseturétt í íbúðunum í Mosfellsbæ um mitt ár 2007.

3.

Framreiknaður búseturéttur Sú breyting sem gerð var á framsetningu búseturéttar vegna íbúðanna í Eirarhúsum hafði það í för með sér að gjaldfærður framreiknaður búseturéttur varð 31,5 millj. kr. í stað 49 millj. kr. sem annars hefði orðið með óbreyttri aðferð.

4.

Húsnæðiskostnaður Húsnæðiskostnaður hækkar um 7,4 millj. kr. eða um 83,3% milli ára en húsnæðiskostnaður vegna Eirhamra var 4,8 millj. kr. og þátttaka húsrekstrarsjóðs í launakostnaði greiddum af rekstrarsjóði Eirar var 3,7 millj. kr.

5.

Annar kostnaður Annar rekstrarkostnaður hækkar um 1,3 millj. kr. en um er að ræða kostnað vegna Eirhamra og vinnu arkitekta í Eirarhúsum.

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarsjóður

9

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

63


Skýringar 6.

Afskriftir og varanlegir rekstrarfjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði. Frá kostnaðarverði eru dregnar reiknaðar afskriftir. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samstendur af kaupverði og kostnaði við að koma eignunum í viðeigandi nothæft ástand. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við áætlaðan endingartíma. 1% 10%

Fasteignir ......................................................................................................................... Áhöld og tæki .................................................................................................................. Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig: Almennur byggingarkostnaður

Öryggisíbúðir

Búnaður, tæki og listaverk

Samtals

Stofnverð 1/1 ......................... Viðbætur ársins ..................... Stofnverð 31/12 .....................

1.725.417.917 34.712.688 1.760.130.605

640.585.117 886.931.742 1.527.516.859

206.668.380 0 206.668.380

2.572.671.414 921.644.430 3.494.315.844

Afskriftir 1/1 ......................... Afskriftir ársins .....................

157.976.259 16.367.970 174.344.229

37.441.745 15.270.823 52.712.568

167.052.305 3.757.343 170.809.648

362.470.309 35.396.136 397.866.445

Bókfært verð .........................

1.585.786.376

1.474.804.291

35.858.732

3.096.449.399

Fasteigna- og brunabótamat eigna í árslok 2007 sundurliðast með efirfarandi hætti (í þús. kr.): Fasteignamat húseigna 1.699.500 847.350 771.250 3.318.100

Hjúkrunarheimili ................... Öryggisíb. Eirarhúsum .......... Öryggisíb. Eirhömrum ..........

7.

Fasteignamat lóða 195.100 76.495 82.170 353.765

Fasteignamat samtals

Brunabótamat húseigna

1.894.600 923.845 853.420 3.671.865

1.776.200 766.050 674.100 3.216.350

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur og verðbætur námu kr. 35,9 millj. kr. og hafa vaxið um 22,7 millj. kr. milli ára en handbært fé jókst úr 172 millj. kr. í upphafi árs í 545,5 millj. kr. í lok árs. Vaxtagjöld námu 98,7 millj. kr. en voru 69 millj. kr. árið áður. Á árinu voru tekin ný langtímalán og voru vaxtagjöld vegna þeirra lána gjaldfærð eftir að byggingu húseignarinnar í Mosfellsbæ lauk.

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarsjóður

64

10 Hjúkrunarheimilið Eir

Ársreikningur 2007


Skýringar 8.

Undirbúningskostnaður vegna nýrra framkvæmda Í árslok 2007 var búið að greiða 77,8 millj. kr. vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Spönginni. Kostnaður vegna undirbúningsframkvæmda í árslok 2006 443,5 millj. kr. var nær alfarið vegna íbúða í Mosfellsbæ sem nú er búið að taka í notkun.

9.

Óinnkomnar tekjur vegna afskrifta búseturéttar Óinnkomnar tekjur vegna afskrifta búseturéttar hækka um 18,3 millj. kr. eða 35,9% sem stafar af fjölgun búseturétthafa í Mosfellsbæ.

10. Langtímaskuldir

Skuldir við Íbúðalánasjóð eru tryggðar með veði í Hlíðarhúsum 3-7 í Reykjavík og Hlaðhömrum 2 í Mosfellsbæ, verðtryggðar með vísitölu neysluverðs og bera 4,5 - 4,95% vexti. Afborganir næstu fimm ára af skuldum við Íbúðalánasjóð sundurliðast með eftirfarandi hætti:. Árið 2008 ....................................................................................................................... Árið 2009 ....................................................................................................................... Árið 2010 ....................................................................................................................... Árið 2011 ....................................................................................................................... Árið 2012 ....................................................................................................................... Síðar .............................................................................................................................. Langtímaskuldir alls ......................................................................................................

9.791.790 10.307.779 10.851.026 11.422.972 12.025.140 1.342.217.285 1.396.615.992

11. Seldur búseturéttur Seldur búseturéttur nam 1,131,5 millj kr. í árslok en nam 562,2 millj. kr. árið áður. Á árinu var seldur búseturéttur í 37 íbúðum að Eirhömrum í Mosfellsbæ fyrir 565,5 millj. kr. Í árslok er seldur búseturéttur uppfærður m.v. byggingarvísitölu. Útistandandi innheimtubréf húsrekstrarsjóðs Eirar á hendur búseturéttuhöfum vegna selds búseturéttar voru 92,3 millj. kr. í árslok 2007.

12. Annað eigið fé Annað eigið fé 1/1 2007 ................................................................................................ Leiðréttingar v. breytingar á framsetningu búseturéttar ................................................ Annað eigið fé 1/1 2007 eftir leiðréttingu ..................................................................... Tap ársins ...................................................................................................................... Eigið fé 31/12 2007 .......................................................................................................

Eir hjúkrunarheimili, Húsrekstrarsjóður

11

(146.311.307) (13.166.367) (159.477.674) (100.414.904) (259.892.578)

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Eirar fyrir 2008

65


66

Hjúkrunarheimilið Eir


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.