Skjól Annual Report

Page 1

Ársskýrsla Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls 2008

Vorfundur fulltrúaráðs 2009


Ritstjórn: Ljósmyndun og útlit: Prentvinnsla:

Gréta Guðmundsdóttir Bjarki Reyr, www.bjarkireyr.com Leturprent

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Efnisyfirlit Aðilar Skjóls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fulltrúaráð og stjórn Skjóls 2005 – 2009 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarþættir 2008 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla hjúkrunarforstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Læknisþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjúkraþjálfun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Félagsstarf og vinnustofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starfsskýrsla heimilisprests . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starfsmannafélag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Skjóls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Húsrekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Skjóls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

5 7 8 10 15 25 27 29 30 33 47

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008


Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Aðilar Skjóls •

Reykjavíkurborg

Alþýðusamband Íslands

Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði

Bændasamtök Íslands

Samband lífeyrisþega ríkis og bæja

Íslenska þjóðkirkjan

Að Skjóli standa

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008


Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Fulltrúaráð og stjórn Skjóls 2005 – 2009 Fulltrúaráð: Guðmundur Þ. Jónsson Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Frá Alþýðusambandi Íslands:

Helgi S. Guðmundsson Stella Víðisdóttir Páll Gíslason

Frá Reykjavíkurborg:

Bjarni Helgason Böðvar Pálsson Halldóra Ólafsdóttir

Frá Bændasamtökum Íslands:

Erla Bára Andrésdóttir Þorgrímur Sigurðsson Marías Þ. Guðmundsson Guðmundur Hallvarðsson Hálfdán Henrysson Sveinn H. Skúlason Hallgrímur Snorrason Sigurður Helgi Guðmundsson Unnur Halldórsdóttir Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Halldóra Ólafsdóttir, varaformaður Guðmundur Hallvarðsson Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Unnur Halldórsdóttir Sigurður Helgi Guðmundsson Gréta Guðmundsdóttir Aðalheiður Vilhjálmsdóttir Ólafur Mixa

Frá sambandi lífeyrisþega ríks og bæja: Frá Sjómannadagsráði:

Frá Þjóðkirkjunni:

Stjórn:

Forstjóri: Skrifstofustjóri: Hjúkrunarforstjóri: Yfirlæknir:

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

Fulltrúaráð og stjórn Skjóls 2005 – 2009


Rekstrarþættir 2008

Rekstrarumhverfi

Miklar hækkanir urðu á launakostnaði á árinu auk þeirra launahækkana sem innbyggðar eru í samningum, svo sem hjá Eflingarfólki eftir 3 og 6 ár. Aðföng hækkuðu einnig mikið almennt talað og munar þar mestu um gengisþróunina. Allt fram undir árslok var því útlit fyir rekstrarhalla, en bæting kom á aukafjárlögum sem skilaði rekstrinum yfir 0 markið. Það er hins vegar bagalegt fyrir allan rekstur að vita ekki fyr en á síðustu stundu hvort bæting kemur eða ekki.

Starfsmannamál

Stöðugleiki í starfsmannamálum hefur ekki verið nægilegur, en þetta beyttist á árinu og undir árslok var fullmannað. Þá voru gerðar nokkrar breytingar m.a. með því að fella niður yfirvinnu í hagræðingar skini.

Ræstingamál

Á sínum tíma var horfið að því ráði að kaupa ræstingu af ISS vegna þess hve erfitt var að manna í ræstingu og býtibúrum. Þetta hefur gefið góða raun og standa breytingar ekki til.

Fræðslumál

Mikið hefur verið lagt upp úr fræðslustarfi og töluverður fjöldi fólks jafnan sótt námskeið. Allmargir útlendingar hafa sótt íslenskunámskeið og fékkst nokkur styrkur til þess frá mennamálaráðunytinu auk þesss sem fagmenntunarsjóður Eflingar hefur tekið þátt í kostnaði.

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Margir góðir gestir hafa heimsótt Skjól á árinu og skemmt heimilisfólki svo sem verið hefur undanfarin ár. Kunnum við öllum þeim sem þar hafa lagt hönd á plóginn hinar mestu þakkir.

Félagsmál

Miklar endurbætur voru gerðar á 6. hæð. Hæðin var skipulögð upp á nýtt, vakt færð til svo hún yrði miðsvæðis og allt húsnæði mikið endurnýjað. Breytingar þessar hófust 2007 og var lokið 2008. Mjög erfiðlega gekk að fá iðnaðarmenn til starfa og drógst því úr hömlu að ljúka verkinu, en án efa munu þessar framkvæmdir bæta aðstöðuna til muna. Þá var einnig lagt í framkvæmdir til að bæta aðstöðu heimilisfólks utanhúss. Framkvæmdir hafa tekist vel og verður aðstaða til samveru utandyra á góðviðrisdögum allt önnur en verið hefur. Utanhúss voru gerðar miklar lagfæringar, bæði á húsinu sjálfu og einnig á þakinu. Þá var hús og þak málað.

Endurbætur

Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008


Skýrsla hjúkrunarforstjóra Inngangur

Þegar litið er til baka yfir árið sem nýliðið er kemur ýmislegt upp í hugann, því margt gerist á stóru heimili á heilu ári. Segja má að starfsemin sé eftir öll þessi ár að mestu leyti í nokkuð föstum skorðum, en áfram er unnið með opnum huga að umbótum og nýjungum í hjúkrun aldraðra og annarri meðferð, sem kann að bæta líðan og aðbúnað heimilisfólks. Breyting á fjölda heimilismanna frá síðasta ári er að 2 rými hafa verið lögð af. Nú eru 106 heimilismenn í stað 108, 97 í Skjóli og 9 í Laugaskjóli. Nýting á rýmum hefur flesta mánuði ársins verið 100%. Það eina sem hefur skekkt nýtingu er þegar heimilismenn þurfa að dvelja á sjúkrahúsi um einhvern tíma. Þó má segja að þeir 7 dagar sem ætlaðir eru til umskipta séu of fáir, einkum eftir að fara þarf í gegnum vistunarmatsnefndina til að fá einstaklinga tilnefnda í rými sem losnar. Á árinu létust 36 heimilismenn, 26 konur og 9 karlar. 2 heimilismenn fluttu héðan í Eir hjúkrunarheimili. Inn fluttu á árinu 34 heimilismenn, 21 kona og 13 karlar. Ekki var búið að ráðstafa tveimur rýmum um áramótin. Meðalaldur heimilismanna um áramót var 86,5 ár og meðaldvalartími 2,8 ár. Í vor var lokið við gerð útivistaraðstöðu sem gengið er út á af 2. hæðinni. Mjög vel tókst til og var hún mikið notuð í sumar, bæði til að njóta sólarinnar og einnig var oft drukkið kaffi úti og bakaðar vöfflur. Einnig var spilað botsía nokkrum sinnum úti og vakti það mikla kátínu. ISS Ísland hefur séð um daglega ræstingu í Skjóli ásamt umsjón og vinnu í býtibúrum, á deildum og í mötuneyti starfsmanna mörg undanfarin ár. Það samstarf gengur vel. Þvottahúsið Fönn sér áfram um að þvo allt lín og gengur það vel.

Mönnun

Með hækkandi hlutfalli erlendra starfsmanna hefur stöðugleiki aukist í starfsmannahaldi, en vissulega er þó alltaf einhver hreyfing á starfsfólki. Ráðning á fólki í umönnunarstörf gekk frekar illa fram til hausts og mjög mikil vinna fór í að fullmanna í sumar, á meðan starfsfólk var í sumarfríum. En frá því í september hafa nær allar stöður verið setnar þrátt fyrir síðbúin sumarfrí og annað sem leysa þurfti. Í langan tíma hefur verið viðvarandi skortur á hjúkrunar- fræðingum. Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum mæðir mest á deildarstjórunum, sem oftar en ekki eru þá einu hjúkrunar- fræðingarnir á vöktum. Það er erfitt til lengdar að þurfa bæði að stjórna hinu daglega lífi á deildinni svo og að sjá um sérstök verk deildarstjórans. Einnig varð að kaupa vinnu hjúkrunarfræðinga að frá Alhjúkrun verktakafyrirtæki, til að manna þær vaktir sem engan veginn var hægt að manna.

10

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Frá því í haust hefur staðan heldur batnað, því bæði hafa komið til starfa hjúkrunarfræðingar og einnig hafa þeir sem fyrir voru aukið stöðuhlutfall sitt. Við umönnun og hjúkrun 1. desember 2008 voru starfandi í Skjóli 21 hjúkrunarfræðingur, 2 læknanemar, 17 sjúkraliðar, 2 sjúkraliðanemar og 2 félagsliðar. Eflingarstarfsmenn við umönnunarstörf voru 78. Stöðuhlutföll starfsmanna eru misjöfn. Starfsemi hjúkrunardeildanna hefur verið mikil og fjölbreytt að venju. Þar fer fram hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn ásamt ýmsu sem til fellur. Á stóru deildunum, sem eru 3, búa 29 heimilismenn með ýmsa sjúkdóma sem valda því að viðkomandi þarf mikla hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn. Deildarstjóri 3. hæðar er Kristín Árnadóttir, deildarstjóri 4. hæðar er Guðný Guðmundsdóttir og deildarstjóri 5. hæðar er Elínborg Angantýsdóttir.

Starf á deildum

Á 6. hæð og í Laugaskjóli búa 19 heimilismenn sem einkum hafa ýmsa minnissjúkdóma við að glíma. Umönnun þessara heimilismanna er hefðbundin í grunninn en mikil áhersla er lögð á hlýja nærveru og stuðning. Deildarstjóri á þessum deildum er Svava Ingimarsdóttir. RAI er fjölþjóðlegt mælitæki sem metur fjölmörg atriði sem lúta að hjúkrunarþörf og heilsufari (um það bil 400 atriði) heimilismanna á hjúkrunarheimilum og metur þannig gæði og þyngdarstuðul umönnunarinnar. Með þessu mati á að vera hægt að gera ýmsan samanburð á milli Skjóls og annarra hjúkrunarheimila í landinu. Skráning er gerð þrisvar á ári og er hún gerð rafrænt. Skráning hverju sinni er á herðum hjúkrunarfræðinga, einkum deildarstjóranna og lækna heimilismannanna. Mikil vinna er við þessa skráningu og að ansi mörgu að hyggja.

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

RAI-mat

11


Út úr RAI-matinu er hægt að skoða vissa kafla sem segja til um gæði þjónustunnar, svonefnda gæðavísa. Við yfirlestur á niðurstöðum frá árinu sést að ýmsir gæðavísar koma nokkuð vel út í Skjóli.

Fræðsla

Starfsfólk hefur átt þess kost að sækja námskeið og fyrirlestra út fyrir stofnunina til þess að auka þekkingu sína og færni í starfi. Flest þessara námskeiða stóðu aðeins einn dag. Fastur liður er Fagnámskeið I og II sem Efling stendur fyrir og er það gott, það sýnir áhuga þeirra sem þau sækja á aukinni menntun sem gerir þá að hæfari starfsmönnum. Þessi námskeið eiga starfsmenn rétt á að sækja í vinnutíma og því þarf að skipuleggja vel hverjir geta farið hverju sinni. Einnig voru starfsmenn í félagsliða- og sjúkraliðanámi, ásamt því að stunda hér sína vinnu og er reynt eins og hægt er að koma til móts við þarfir þeirra ef saman rekst vinna og nám. Þessir starfsmenn hafa verið í Skjóli um nokkurn tíma og er það einkum gleðilegt þegar starfsmenn leggja á sig fagmenntun til að sinna starfi sínu enn betur Á vorönn voru hér 3 sjúkraliðanemar í starfsnámi sínu í 6 vikur og voru þeir ánægðir með veru sína í Skjóli. Þann tíma voru þeir í umsjá kennara frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Einnig höfðu þeir leiðbeinanda frá deildinni sem þeir störfuðu á. Leiðbeinendur voru sjúkraliðar. Fjórir hjúkrunarnemar frá HÍ voru í Laugaskjóli í tvær vikur hver. Þessir nemar voru einkum að kanna upplifun heimilismanna og aðstandenda þeirra á því að búa á sambýli. Kom

12

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


þar vel í ljós almenn ánægja með heimilisbraginn og að heimilismenn hafa sitt herbergi til umráða. Einnig gleði yfir því að geta verið í fámenni frekar en þurfa að fara strax á stóra fjölmenna hjúkrunardeild. Einnig er alltaf talsvert af stuttum heimsóknum þar sem nemar, einkum utan af landi, koma til að kynna sér starfsemina. Á árinu komu meðal annarra til okkar sjúkraliðanemar frá Akureyri og félagsliðanemar af Suðurnesjum. Stella Margrét Sigurjónsdótir tannfræðingur kynnti DVD-disk sem er um tannvernd og var það Lýðheilsustöð sem gaf diskinn út. Þetta fræðsluefni er gott og hefur það mikið verið notað. Í lok maí var tveggja daga fræðsla nýliða, einkum fyrir þá sem komu inn til sumarafleysinga og þá sem nýlega höfðu hafið störf. Farið var yfir áhersluþætti í umönnun aldraðra, sýkingarvarnir, framkomu við heimilismenn og aðstandendur svo og framkomu og samvinnu milli starfshópa og deilda. Þessi fræðsla hjálpar nýju starfsfólki við að ná betra valdi á starfinu. Sigrún Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari hefur verið ötul sem fyrr við að kenna og leiðbeina starfsfólki um líkamsbeitingu við umönnunarstörfin. Bæði hefur hún haft þetta sem verklega fræðslu í aðstöðu sjúkraþjálfunar og tekið fyrir einstök verk á deildum. Mjög þörf og góð fræðsla og hafi Sigrún þakkir fyrir. Í vinnustofu á 2. hæð fer fram ýmis starfsemi eftir færni og löngun þeirra sem þangað koma. Margir bíða eftir því að komast þangað á hverjum degi og vinna hörðum höndum en aðrir koma aðallega til að njóta samveru, hlusta á blaðalestur og fá sér kaffisopa. Ólöf Dóra Hermannsdóttir sér um vinnustofuna, ásamt því að sjá um ýmsar skemmtanir og fær hún þá góða gesti til að skemmta heimilismönnum. Einnig sér hún um ýmsa afþreyingu sem fram fer á deildunum, stjórnar þar bingóspili sem veitir mörgum mjög mikla gleði. Einnig fer hún til skiptis á deildirnar og bakar með heimilisfólki ýmist pönnukökur eða vöfflur. Það kætast margir þegar bökunarlyktin fer um deildina.

Félagsstarf, afþreying og skemmtanir

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson vísiteraði Skjól 25. maí ásamt eiginkonu sinni, frú Kristínu Guðjónsdóttur. Haldin var guðsþjónusta í sal á 2.hæð og var hún öll hin hátíðlegasta. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónaði fyrir altari og herra Karl Sigurbjörnsson prédikaði. Organisti og félagar úr kór Áskirkju sáu um tónlist og söng. Messusókn var með því mesta á þessum fagra degi. Sá skemmtilegi siður tíðkast á 4. hæðinni dag einn að vori, að brugðið út af matseðli og soðin sigin grásleppa. Er það deildarstjórinn sem bregður sér í hlutverk kokksins , stendur úti á svölum og sýður grásleppu í stórum potti. Vissulega eru alltaf einhverjir heimilismenn sem ekki vilja borða grásleppuna og jafnvel taka fyrir nefið þegar ilmurinn fyllir loftið, en þeir fá þá annað í matinn. Þessu fylgir mikil gleði fyrir þá sem vilja njóta.

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

13


Hattadagurinn í maí er orðinn fastur liður. Flestir taka þátt í að hafa einhvers konar höfuð­ fat þennan dag og í marga kemur kapp um að hafa nú fínastan hattinn. Árvissar skemmtanir voru haldnar, s.s. þorraskemmtun með hákarli og brennivíni og sumri var fagnað með góðum skemmtiatriðum, súkkulaði með rjóma og pönnukökum. Konur úr Lionsklúbbnum Eir halda sömu tryggð við Skjól og koma nokkrum sinnum yfir veturinn í heimsókn á deildirnar til skiptis. Skemmta þær heimilismönnum með söng og hljóðfæraslætti og bjóða síðan upp á mjög gott meðlæti með kaffinu. Í desember voru jólin undirbúin eins og á öðrum heimilum. Bakaðar voru smákökur sem brögðuðust afar vel og einnig voru útbúnar fallegar greniskreytingar. Haldin var jólaskemmtun að vanda með góðum gestum. Í mörg ár hefur komið til okkar í desember elsti hópur barnanna í leikskólanum Laugaborg og svo var einnig nú. Mikil gleði fylgir alltaf þessari heimsókn. Aðsókn á þessar skemmtanir er yfirleitt mjög góð, um 60-70 heimilismenn, og erum við mjög glöð yfir því. En þess ber þó að geta að stundum er heldur þröngt um heimilisfólkið í salnum, því notkun hjólastóla og annarra hjálpartækja hefur aukist.

Lokaorð

Í þessari skýrslu hef ég dregið fram helstu þætti úr daglegu starfi heimilisins. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í mönnun og rekstri gekk starfsemin á heimilinu á margan hátt vel. En eitt er það mál sem mig langar til að nefna í lokin. Það er sú staðreynd að leggja þarf mikla áherslu á að fækka tvíbýlum. Í dag er það ein af aðalóskum þeirra sem hér búa og þeirra sem vilja búa í Skjóli að fá að vera einir í sínu herbergi. Líklega fer svo, að einstaklingar sækja síður um dvöl á heimili þar sem ekki er eingöngu um einbýli að ræða og vistmenn þurfa að hefja sína vistun á tvíbýli eins og hér er. Styrkur stofnunarinnar liggur í því að hafa stóran góðan hóp af frábæru, ábyrgðarfullu og einlægu starfsfólki sem stendur vörð um hag heimilisfólksins í Skjóli. Ég vil þakka því þrautseigju, dugnað og þolinmæði. Ég vil sérstaklega þakka deildarstjórunum fyrir þeirra farsælu störf og miklu vinnu á árinu, því á þeirra herðum hefur mikið hvílt. Segja má að góðir stjórnendur séu gulli betri. Vonandi eru bjartir tímar framundan með varanlegar lausnir í stöðugra starfsmannahaldi og um leið enn betri umönnun heimilismanna. Aðalheiður Vilhjálmsdóttir hjúkrunarforstjóri

14

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Læknisþjónusta Læknisþjónustan í Skjóli hefur verið með sama sniði og undanfarandi ár og er vísað til fyrri skýrslna um nánari skýringar. Í fyrri skýrslum hafa verið tíunduð ýmis atriði sem bæði hafa átt að varpa ljósi á hið almenna starf og viðfangsefni á hjúkrunarheimili sem Skjóli sem og einnig hvar stofnunin stendur ef borin eru saman verkefni og gæði miðað við mælingar frá öðrum viðlíka stofnunum með RAI-matinu svonefnda. Ekki verður farið jafnmikið út í þessa sálma nú eins og fyrr. Þar er enda lítil breyting milli ára. Staða okkar er svipuð og fyrr og viðfangsefni sömuleiðis. Vísa til fyrri skýrslna um nánari útskýringar.

Formáli

Form læknisþjónustunnar er alveg óbreytt. Eftirfarandi læknar starfa við stofnunina:

Læknar

Yfirlæknir:

Ólafur Mixa heimilislæknir.

Fastráðnir læknar:

Björn Gunnlaugsson heimilislæknir. Haraldur Dungal heimilislæknir. Jón Bjarnarson heimilislæknir. Sigurbjörn Björnsson, öldrunar- og lyflæknir, sem starfar einnig sem sérfræðilegur ráðunautur.

Þjónusta sérfræðinga var óbreytt frá síðasta ári. Reglubundin þjónusta augnlækna sem fyrr, einkum í höndum Þorkels Sigurðssonar. Kristján Kristjánsson sinnir reglubundinni tannlæknaþjónustu. Einnig hefur Ólafur Håkansson kvensjúkdómalæknir sinnt íbúum eftir þörfum. Rannveig Pálsdóttir húðsjúkdómalæknir var okkur einnig mjög innan handar varðandi húðsjúkdóma.

Reglubundin sérfræðiaðstoð

Vaktþjónusta hefur sömuleiðis verið sem fyrr sameiginleg fyrir systurstofnanirnar Skjól og Eir. Allir læknar beggja stofnana sinna þessum vöktum eftir ákveðnu kerfi.

Vaktþjónusta

Árið 2008 dvöldust 106 heimilismenn í Skjóli og Laugaskjóli. Var um að ræða 76 konur (73,1%) og 28 karla (26,9%). Á árinu komu 34 nýir vistmenn. Um síðustu áramót var meðalaldur á stofnuninni 86,5 ár (karlar 85 ár, konur 87,1 ár) og hefur nánast ekkert breyst, var 86,1 ár í fyrra.

Heimilisfólk

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

15


Meðalaldur kvenna var 87,1 ár (86,2) og karla 85,9 (85,0): 3. hæð 4. hæð 5. hæð 6. hæð Laugaskjól

86,6 ár 87,6 - 88,5 - 83,9 - 79,7 -

Karlar Karlar Karlar Karlar Karlar

86,3 ár 85,1 - 89,5 - 80,7 - 81,6 -

Konur Konur Konur Konur Konur

86,7 ár 89,6 88,4 84,6 78,2 -

Heild

86,5 ár

Karlar

85,9 ár

Konur

87,1 ár

Nánari sundurliðun á meðalaldri um áramótin kemur fram í þessari töflu. Aldursskipting 2008 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90-99 ára 100+ ára

0 21 50 33 0

Alls

104

Meðaldvalartími íbúa var nákvæmlega eins og síðast eða 2,8 ár. Þar voru konurnar seigari og dvöldust í 3,1 ár (3,1) en karlar dvöldust í 2 ár (2,2 ár). Meðaldvalartími íbúa við áramót á Skjóli. 3. hæð 4. hæð 5. hæð 6. hæð Laugaskjól

3,2 ár 3,0 - 2,8 - 2,8 - 1,0 -

Karlar Karlar Karlar Karlar Karlar

2,1 ár 2,0 - 4,3 - 0,7 - 0,7 -

Konur Konur Konur Konur Konur

3,5 ár 3,7 2,7 3,3 1,2 -

Heild

2,8 ár

Karlar

2,0 ár

Konur

3,1 ár

Meðaldvalartíminn hefur verið að styttast undanfarandi ár. Kemur þar hvort tveggja til sú stefna stjórnvalda að gefa fólki kost á að dveljast heima eins lengi og kostur er með heimilishjálp af ýmsu tagi – kjölfar þess kemur það mun veikara inn á stofnunina en fyrr.

16

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Eins og undanfarið stingur í augu að meðaldvalartími þeirra sem búa í Laugaskjóli er mun styttri heldur en á heimilinu, væntanlega af sömu ástæðu og ofan er getið. Það liggur í hlutarins eðli að þaðan koma vistmenn inn á Skjól þegar þeir fara að þarfnast meiri hjúkrunar og umsjár en unnt er að veita á sambýlinu. Í þau pláss sem þannig losna í Laugaskjóli koma nýir einstaklingar sem enn eru hæfir í sambýli, oftast af heimilum sínum. Við það skekkist svolítið heildaryfirlit yfir það hvaðan vistmenn koma við innlagningu. Það hefur þýðingu þegar litið er til þeirrar stefnu yfirvalda og m.a. tilefnis þeirra til að gera vistunarmat og ákvarðanir um innlagningu miðlægar en ekki lengur á vegum sjálfra stofnananna, svo að fulltryggt yrði að fyrst og fremst þeir sem dveldust á sjúkrahúsum yrðu innkallaðir fyrr en þeir sem dveldust heima. Var þá gengið út frá því að þeir síðarnefndu gætu ekki verið eins veikir og hinir. Ein kona og einn karl voru útskrifuð (fluttu á Eir). Eins og sjá má hér að ofan eru íbúar 106 samtals, en voru í fyrra 108 um áramót. Heimild fékkst til að fækka um 2 pláss í janúar. Hinir nýju vistmenn komu flestir af ýmsum deildum Landspítalans, einkum þó öldrunardeildum Landakots. Ellefu komu að heiman (um 30%), einn kom af Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og einn vistmaður kom af dvalarheimilinu Felli. Sex manneskjur úr þessum hópi fóru í Laugaskjól og þá væntanlega þeir sem komu að heiman eins og drepið hefur verið á hér að ofan. Samkvæmt RAI-mati komu 22,73% af hjúkrunardeild (en 12,15% á öllum viðmiðunarstofnunum). Af eigin heimili „án stuðnings“ komu 28,18% (15,64%), en þetta snýst við þegar um er að ræða eigið heimili „með stuðningi“ eða 17,27% (34,51%). Þetta er nú reifað hér vegna þess að stöðugt er umræða um nauðsyn þess að losa biðpláss á spítaladeildum og því meðal annars framkvæmd ofangreind kerfisbreyting. Svo virðist samt skv. ofangreindri sundurliðun á innlögnum, sem eru til komnar skv. hinu nýja kerfi, að nauðsyn þess að vista úr heimahúsi sé umtalsverð, og að heima séu líka verulega veikir einstaklingar. Tíu vistmenn þurftu á sjúkrahúsvist að halda, alls 12 sinnum, samanlagt í 79 daga. Einn skildi við á leið í sjúkrahús. Því verður ekki á móti mælt að biðlistar hafa styst umtalsvert á umliðnum árum, a.m.k. í Skjóli. Um sl. áramót var biðlisti í Skjóli 59 manns. Margt

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

17


kann að hafa þar áhrif, hraðari umsetning, þrengri skilyrði til að komast á listann og e.t.v. tregða umsækjanda til að forgangsraða í Skjóli vegna fjölda tvíbýla þar.

Látnir

Alls létust 36 vistmenn. Skeikar þar um 2 pláss á milli þeirra sem létust og þeirra sem komu en það stafar af því að 2 hinna látnu létust skömmu fyrir áramót svo að plássin stóðu auð í lok árs. Þess má þó geta að mannfallið var af einhverjum ástæðum langmest fyrri hluta ársins. Þetta var af yfirvöldum túlkað sem árangursrík afleiðing af kerfisbreytingunni sem gerð var í fyrra og getið er hér að ofan. Spunnust af því nokkrar orðræður. Engu að síður er tala hinna látnu mun hærri en í fyrra en þá létust 27 vistmenn. Er hér eins og vænta mátti afleiðing þess að fólk kemur inn veikbyggðara heldur en fyrr. Meðalaldur látinna Konur (26) Karlar (10)

87,3 ár 87,1 ár 87,7 ár

Aldursskipting látinna 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90-99 ára 100+ ára

0 5 15 16 0

Útskrifaðir á árinu:

Heilsufar heimilismanna

1 kona og 1 karl.

Undanfarin ár hefur töluverðu púðri verið eytt í að meta stöðu Skjóls í samanburði við aðrar stofnanir með tilvísun í RAI-matið. Má því bæði lesa um viðfangsefni stofnunarinnar og hjúkrunarálag og hins vegar um árangur í starfi. Ekki verður farið út í þessa sálma eins mikið nú. Þó má geta þess að það sem einkum kann að vekja athygli er hversu flestar niðurstöður eru keimlíkar öðrum stofnunum á flesta vísu. Öll atriði RAI-matsins, sem er ítarlegt, gefa niðurstöðu sem á að lýsa þyngdarstuðli hjúkrunar (Case Mix Index). Hann reyndist nú ögn hærri í Skjóli en meðaltalið eða 1,04 (1,02). Við spáum töluvert í svokallaða „gæðavísa“ sem ná til ástands vistmanna á margvíslegu sviði. Geta má þeirra fáu atriða þar sem Skjól víkur að einhverju marki frá meðaltalinu. (Svigatölur tákna meðaltalið.) Algengi þvag- og hægðaleka án reglubundinna salernisferða 5,84% (14,45%). Algengi þvagleggja 3,65% (6,91%). Algengi stöðugrar notkunar svefnlyfja eða oftar en tvisvar í viku 40,18% (50,77%). Það kann að vera áhugavert að skoða algengi róandi lyfja og svefnlyfja sem er 56,93% (61,67%).

18

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Geðlyfjameðferð 12,73% (9,9%). Einnig er mjög svipað algengi á notkun 9 eða fleiri lyfja 67,15% (69,68%). Sumum kann að þykja þetta svolítið rosalegt en þá er að hafa í huga að talin eru fæðubótarefni, vítamín og þess háttar. Geta skal þess að algengi vökvaskorts var talið meira í Skjóli en annars staðar eða 10,95% (3,95%). Einhverra hluta vegna hefur þetta verið svona á umliðnum árum án þess að við höfum fundið nægjanlega skýringu. Sem vísbendingu um hjúkrunarþörf má vitna í RAI-matið varðandi sjálfsbjargargetu: Við hreyfifærni í rúmi eru 11,82% sjálfbjarga (28,55%) en 38,18% algjörlega ósjálfbjarga (24,79%). Við flutning eru 9,09% sjálfbjarga (21,74%) en 35,45% algjörlega ósjálfbjarga (27,84%). Við flutning þurfa 10,91% enga aðstoð (22,71%), en við hreyfingu á milli staða á deild þurfa 9,09% enga aðstoð (18,07%). Þessum vistmönnum er veitt líkamleg aðstoð af 2 eða fleiri í 11,82% tilfella (7,47%).

Aðeins 1,82% eru sjálfbjarga við að klæðast (5,48%). Algjörlega ósjálfbjarga við að klæðast eru 53,64% (37,6%). Svipuð hlutföll eru við að matast og salernisferðir. Algjörlega ósjálfbjarga við böðun er 87,27% (64,83%). Þula þessi er til komin vegna þess að svo virðist sem Skjól liggi ekki á liði sínu við hjúkrun þar sem í öllum þessum atriðum er sjálfsbjargargeta vistmanna mun minni heldur en meðaltalið segir til um og umönnunarþörf að sama skapi meiri. Í Skjóli eru um 80% í hjólastól. Fyrirmæli varðandi læknismeðferð við lífslok 54,55% (24,92%). Fundir með aðstandendum 53 (voru 43 í fyrra).

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

19


Hvað varðar sjúkdómsmynstur almennt má segja eins og fyrri daginn að myndin er næsta keimlík því sem gerist á öðrum stofnunum og hefur verið um langa hríð. Eina undantekningin er eins og áður hin mikla tíðni elliglapa og Alzheimers-sjúkdóms hjá okkur annars vegar (tæplega 89,09%) og miðað við meðaltal (65,64%) annars staðar. Við höfum lengi skorið okkur töluvert úr hvað þetta snertir. Hefur það kostað umbreytingu deilda, afmarkaða lokun þeirra og sérstaka nálgun. Tíðni þunglyndis er nánast hin sama og annars staðar, um 50%, en þar höfum við fyrr verið í hærri kantinum. Önnur atriði þar sem einhverju munar: Vefjaþurrkur 9,09% (3,31%). Svelgist á endurtekið 3,64% (7,64%). Eins og áður gefur nákvæmt yfirlit yfir RAI-matið upplýsingar um að Skjól virðist standa vel í ístaðinu þegar miðað er við aðrar stofnanir. Áður hefur verið reifað að býsna erfitt er að setja sig inn í kerfisuppbyggingu RAI-matsins og matsaðferðir. Höfum við oft nefnt hvað okkur þykir heilabilun og Alzheimers-sjúkdómur vera lágt metið, en sömuleiðis finnst manni heildarmatið vera óþægilega lágt miðað við ástand og sjálfsbjargargetu vistmanna. Virðist helst sem hin níu manna deild í Laugaskjóli dragi meðaltalið verulega niður.

Lyf

Það er ekki laust við að hrollur hríslist um mann þegar litið er yfir lyfjakostnað umrædds árs. Við höfum stært okkur af því að kostnaður hefur hækkað lítið og jafnvel lækkað milli ára í hittifyrra (sjá stuðlamynd hér að neðan).

Lyfjanotkun í kr. pr. legudag árin 1999-2008

20

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


En nú er öldin önnur. Sjá þróun kostnaðar frá 2004 á þessu línuriti.

Þróun innan síðasta árs er sýnd í eftirfarandi línuriti:

Geta má þess að umreikningur um eiginlega lyfjanotkun skv. svokölluðum skilgreindum dagskömmtum (e. defined daily dosage, DDD) hófst ekki fyrr en á nýliðnum árum og hefur verið að þróast, svo að umreiknaðar tölur frá fyrri árum falla ekki nákvæmlega inn í samanburðinn. Lyfjakostnaður var á síðasta ári samtals kr. 25.933.302, en árið áður kr. 17.908.516 og hafði því hækkað milli ára um kr. 8.024.786 eða 44%.

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

21


Þegar nánar er rýnt í tölurnar má sjá samkvæmt umreikningi í skilgreinda dagskammta að lyfjanotkun (magn) hefur ekki hækkað meira en um 8%. Þessi mikla kostnaðaraukning virðist því að mestu leyti til komin vegna verðhækkana og falls krónunnar. Hér hefur orðið mikil hækkun þrátt fyrir mjög gott samstarf við fyrirtækið Lyfjalausnir, sem tekið hefur að sér skömmtun lyfjanna og hjálpað okkur samviskusamlega við ,,bestukaupalyf”. Taka má nokkur dæmi um þetta: Notkun lyfja úr C-flokki (hjartalyf) jókst um 2%. Verðið um 54%. Notkun lyfja úr L-flokki (æxlishemjandi lyf) minnkaði um 20% en verðið jókst um 88%. Í M-flokki (stoðkerfislyf) minnkaði notkun um 7% en verðið jókst um 50%. Notkun lyfja í R-flokki (öndunarfæralyf) minnkaði um 13%, verðið jókst um 34%. Við birtum hérna „ kökurit“ um hlutfall heildarkostnaðar lyfja annars vegar og notkun einstakra flokka skv. DDD hins vegar.

Lyfjakaup eftir DDD-flokkun árið 2008 % tölur fyrra árs í sviga.

22

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Lyfjanotkun eftir ATC-flokkun árið 2008 % tölur fyrra árs í sviga.

Það kemur í ljós að lyf í N-flokki hefur langmesta notkun eins og alltaf áður, nú 46% af heildarkostnaði (43%). Í þessu samhengi má nefna að t.d. lyf gegn minnisglöpum (Aricept) hækkaði um 45% í verði. Næststærsti flokkurinn, A-flokkur (meltingar- og efnaskiptalyf), er nú 15% af heildarnotkun, var 19%. A.ö.l. eru ekki umtalsverðar breytingar á lyfjadreifingu. Þessi aukning á lyfjakostnaði er engu að síður nokkuð hrikaleg. Lögð er nú áhersla á að reyna að klóra í bakkann. Klínískur lyfjafræðingur er um þessar mundir að fara yfir lyfjagjafir og gefa góð ráð, bæði að því er varðar milliverkanir lyfja og einnig aðra valkosti vegna lyfjakostnaðar. Við höfum einnig fengið að nota skrár yfir samræmingu og bestulyfjakaup sem læknar öldrunardeildar LSH hafa eljusamlega unnið að. Þessi mál eru því í gerjun, og stefnt verður að því að reyna að nýta þessar upplýsingar eins og unnt er og halda þessum kostnaði í skefjum. Ef einhver les skýrslu þessa kann hinum sama að finnast að hann sé alltaf að lesa sömu skýrsluna hafi hann einnig lesið fyrri skýrslur. Það lýsir einmitt því að starfið hér er í föstum skorðum að mestu leyti, svo og viðfangsefnin. Ber ársskýrslan merki þess. Þegar hefur verið fjallað um okkar eigið mat á þyngd hjúkrunar. Hins vegar hafa öldrunarmál í þjóðfélaginu almennt þróast verulega á undanförnum árum og áratugum. Fólk er nú almennt mun heilsuveilla þegar það kemur inn heldur en áður, og eldri hugtök eins og „elliheimili“ koma ekki við sögu hér. Ég hef þegar getið umræðunnar um vistunarmatið. Nú eru erfiðir tímar, kreppa. Stjórnvöld hafa gefið í skyn að þau muni reyna að draga ekki úr þjónustu við aldraða. Guð láti gott á vita. Hins vegar er ekki unnt að gera sér vonir um að umönnunarmál aldraðra geti breyst til batnaðar á þessum tímum. Þar á ég til dæmis við áður fyrirhugaðar breytingar í þá átt að fækka tvíbýlum eða leggja þau niður, en þar hefur

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

Umræða

23


ekkert breyst, og eru núna sem fyrr 46 vistmenn sem þurfa að deila herbergi með öðrum. Sömuleiðis er tækjakostur að úreldast, en ekki fyrirsjáanlegt að unnt verði að bæta mikið úr því á næstunni. Það er dagljóst að niðurskurður í heilbrigðismálum sem öðrum málum getur ekki annað en leitt af sér þverrandi þjónustu. Þetta eru staðreyndir sem við þurfum nú öll að vinna með. Í ljósi reynslu tveggja áratuga kvíði ég því ekki að starfsmenn stofnunarinnar láti sitt eftir liggja. Þvert á móti vil ég endurtaka það sem ég hef oft sagt í skýrslum þessum, að Skjól hefur fyrst og fremst dafnað vegna starfsáhuga og tryggðar þeirra starfsmanna sem hér hafa unnið að hjúkrun og umönnun. Þetta er mesti styrkur stofnunarinnar. Ég vil þakka öllum fyrir framlag þeirra til starfsins og þakka samstarfslæknum og öðru starfsfólki fyrir samvinnu og góðan starfsanda á sl. ári. Auk þess vil ég þakka ritara fyrir samantekt á ýmsum upplýsingum fyrir skýrslu þessa. Ólafur Mixa yfirlæknir

24

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Sjúkraþjálfun Markmið sjúkraþjálfunar Skjóls er að bæta líðan og lífsgæði heimilismanna. Það er gert með því meðal annars að hvetja íbúa til hreyfingar og aðstoða þá við æfingar. Á árinu 2008 voru liðin 20 ár síðan sjúkraþjálfari kom til starfa í Skjóli. Á þessum árum hefur starfsemin þróast og aðlagast þörfum heimilismanna hverju sinni. Enn sem fyrr er starfsemin öflugust í salnum fyrir hádegi, en talsverður fjöldi kemur í æfingar, bakstra og rafmagnsmeðferðir eftir hádegi. Einnig er gengið með heimilismönnum samkvæmt göngulista uppi á hæðum og tvisvar í viku eru hópar í botsía til skiptis á deildunum. Sjúkraþjálfari er með hópþjálfun í Laugaskjóli á þriðjudögum. Á árinu komu heimilismenn samtals 10.404 sinnum í meðferð til sjúkraþjálfara (sjá töflu Sheet1 sjúkraþjálfara) og er það aukning frá fyrri árum. SJÚKRA JÁLFUN SKJÓLS 2008 Konur Karlar Æfingame fer Bakstrame fer Rafme fer Gönguæfingar Göngubrú Stigi Trissur Fótatæki Axlatæki Sund Hópur Rafhjól Standur Rafbraut N ir í me fer Fjöldi me fer a

jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. 51 52 52 56 57 61 58 57 57 16 16 14 16 16 18 17 18 19 215 207 180 291 213 282 264 181 315 70 84 85 68 84 72 66 63 147 11 13 8 10 5 7 7 7 21 222 139 182 190 158 153 150 142 240 133 158 117 167 171 122 167 114 116 107 81 60 91 98 129 148 123 167 19 17 18 20 19 18 20 16 20 185 140 105 164 147 175 210 166 217 229 199 178 255 234 254 261 215 265 10 8 7 26 37 15 22 18 21 10 8 8 13 8 11 11 9 11 287 247 222 313 296 246 292 249 355 7 13 0 11 12 9 10 9 27 0 0 0 0 9 16 19 13 18 2 1 4 10 3 4 1 3 0 885 775 710 934 886 832 919 773 1076

okt. nóv. des. 56 57 53 16 16 16 231 230 207 95 73 63 10 8 9 179 157 167 105 118 104 130 129 109 10 16 14 195 185 176 247 237 199 28 21 20 13 10 4 332 302 276 23 20 16 16 15 16 1 1 0 959 860 795

alls 667 198 2816 970 116 2,079 1,592 1372 207 2,065 2,773 233 116 3417 157 122 30 10,404 RSG

Að meðaltali komu 42 einstaklingar í sjúkraþjálfun á hverjum starfsdegi. Einu sinni í viku er sjúkraþjálfari með þjálfun í sundlaug Hrafnistu. 13 einstaklingar komu í sundþjálfun á árinu í samtals 233 skipti. 30 nýir heimilismenn komu til sjúkraþjálfara á árinu. Sjúkraþjálfari var með fræðslufyrirlestur í líkamsbeitingu og vinnutækni fyrir starfsfólk Skjóls eins og undanfarin ár. Einnig fór sjúkraþjálfari upp á deildir til að ræða vinnuaðferðir starfsmanna og ráðleggja við lausn sérstakra vandamála við flutning heimilismanna.

Námskeið og fræðsla

Í mars sótti sjúkraþjálfari námstefnu á vegum Öldrunarfræðafélags Íslands í samvinnu við Page 1 Endurmenntun Háskóla Íslands um sjálfsvanrækslu aldraðra.

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

25


Í maí sótti sjúkraþjálfari samnorræna öldrunarráðstefnu í Ósló. Þarna voru mörg efni til umfjöllunar, en áhersla var lögð á virðingu aldraðra og fjölbreytileika ellinnar. Í nóvember fór sjúkraþjálfari á námskeið á Landakoti í þjálfun jafnvægis í umsjón dr. Ellu Kolbrúnar Kristinsdóttur dósents og Bergþóru Baldursdóttur, sjúkraþjálfara MSc, Sigrún Guðjónsdóttir yfirsjúkraþjálfari

26

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Félagsstarf og vinnustofa Starfsemin á árinu var að mestu leyti svipuð og árið á undan: • Vinnustofan var opin alla morgna og starfsemi hennar var með hefðbundnum hætti og er alltaf jafnvinsælt hjá vissum hópi heimamanna að mæta. Eins og í fyrra komu 1520 manns flesta morgna og sinntu hugðarefnum sínum. Margir líta einnig inn í kaffi, spjall og til að hlusta á upplestur úr dagblöðunum. • Bingóið er alltaf afar vinsælt en reynt er að spila það vikulega á hæðunum til skiptis og er hópurinn sem spilar að meðaltali rúmlega 30 heimilismenn, auk gesta og starfsfólks sem hefur verið duglegt að aðstoða heimilisfólk við að spila. • Farið var reglulega í Laugaskjól og spilað bingó, einnig hefur færst í aukana að heimilsfólk þaðan sæki vinnustofuna á morgnana. • Á föstudagseftirmiðdögum var hefðbundinn vöfflubakstur og upplestur á einni hæðinni og myndasýningar á hinum hæðunum. Þess má geta að í góðu veðri síðastliðið sumar vorum við iðin við að nota nýja útivistarsvæðið og áttum það til að slá þar upp kaffihúsi og bjóða upp á kaffi og nýbakaðar vöfflur. • Að vanda var heimilismönnum boðið í kaffi úti í bæ, í ár varð Húsdýra- og Grasagarðurinn fyrir valinu eins og undanfarin ár og voru farnar ferðir þangað í júní og júlí. Til gamans má geta þess að það var metþátttaka heimilismanna í ferðirnar, fóru alls 48 manns í garðinn auk starfsfólks og nokkurra ættingja, alls tæplega 100 manns. Fólk var almennt mjög ánægt og þakklátt. Þar að auki var haldið áfram eftirfarandi starfsemi: • Skipulagðar voru skemmtanir á sal í samráði við forstöðumenn. • Haldið var utan um heimsóknir sjálfboðaliða og annarra sem komu til að sjá um afþreyingu og skemmtanahald. • Skráningu uppruna og félagssögu heimilismanna. • Séð um hópastarf. • Skráð og skipulögð dagskrá hvers mánaðar, á hverri hæð fyrir sig. Nýjungar í starfinu eru eftirfarandi: • Í janúar fengum við fastan harmóníkuleikara í húsið, Þór Halldórsson, sem kemur alla þriðjudaga og spilar á öllum hæðum. Undirrituð hefur tekið að sér að vera tengiliður hans. • Síðastliðið haust var stofnaður hér bókmenntaklúbbur sem er starfræktur einu sinni í viku og er lesið upp og rætt um skáldskap, alls eru 17 manns skráðir í klúbbinn og hefur mætingin verið mjög góð.

Breytingar á árinu

Skemmtanir á árinu voru alls tólf: • Í janúar komu konur frá Bandalagi kvenna og skemmtu með söng og spili.

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

27


• Í febrúar héldum við upp á þorra, Sighvatur rafvirki spilaði og söng, nemendur úr Tónskóla Sigursveins spiluðu og sungu og leikhópurinn Snúður og Snælda lék leikrit. • Í mars komu tónlistarmenn úr Hjálpræðishernum og skemmtu með lestri, hljóðfæraleik og söng.

• Í apríl var haldin vorhátíð þar sem leikskólabörn og Fríðuhúskórinn sungu fyrir okkur. • Í maí héldum við upp á okkar árlega hattadag og Gerðubergskórinn söng. • Einnig kom Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri til okkar í maí með barnakór Ártúnsskóla. • Í júní kom svo Diddú í boði ættingja heimilismanns og söng fyrir okkur. • Í október kom kór eldri borgara og söng fyrir okkur. • Í nóvember komu svo aftur tónlistarmenn úr Hjálpræðishernum í heimsókn. • Í desember héldum við hátíðlegan fullveldisdaginn 1. des. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri flutti hugvekju, leikskólabörn og karlakór sungu ættjarðarlög. • Á árlegu aðventuhátíðinni skemmtu Þorvaldur Halldórsson, listdansarar, barnakór og ungir hljóðfæraleikarar. • Hinn árlegi bökunardagur var haldinn að vanda. Ragnar Bjarnason tónlistarmaður heimsótti okkur og spilaði og söng fyrir viðstadda. Undirrituð fór á námskeið um minningavinnu á vegum Landspítalans. Ólöf Dóra Hermannsdóttir forstöðumaður vinnustofu og félagsstarfs

28

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Starfsskýrsla heimilisprests Prestsþjónustu í Skjóli á árinu 2008 var að mestu leyti hagað eins og tíðkast hefur á liðnum árum, og fólst einkum í reglulegum húsvitjunum og helgihaldi. Meginreglan er sú að messað sé síðasta sunnudag hvers mánaðar í salnum á 2. hæð. Þetta árið bar guðsþjónustu marsmánaðar upp á skírdag. Látins heimilisfólks er minnst við bænargjörð í guðsþjónustunum. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn við undirleik Magnúsar Ragnarssonar, organista kirkjunnar. Tvívegis hittist svo á að ég var staddur erlendis á messudegi, og hljóp þá séra Svanhildur Blöndal, heimilisprestur á Hrafnistu, í skarðið. Sömuleiðis húsvitjaði Margrét Svavarsdóttir, djákni Áskirkju, í minn stað um þriggja vikna skeið er ég ferðaðist til Afríku í haust er leið. Kann ég þeim báðum þakkir fyrir. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson vísiteraði Ásprestakall í maímánuði. Hann prédikaði við guðsþjónustu í Skjóli sunnudaginn 25. maí og ræddi við heimilisfólk, sem kunni vel að meta heimsókn hans og uppörvandi nærveru. Þessi fallegi messudagur er bjartur í minningunni. Karl biskup húsvitjaði einnig í Laugaskjóli og annaðist þar helgistund. Ég húsvitjaði í Skjóli á hverjum fimmtudagsmorgni á liðnu ári. Haldin var morgunandakt kl. 11 í setustofu á einni hæð til skiptis í senn, með sálmasöng, ritningarlestri, hugleiðingu og bænagjörð. Í framhaldi af helgistundinni vitjaði ég heimilisfólks á öllum hæðum eftir þörfum. Jafnframt húsvitjaði ég í Laugaskjóli fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, annaðist þar morgunbæn og spjallaði við heimafólk og starfsmenn. Ég met mikils gott samband við deildarstjórana á hverri hæð og ræði við þá í hverri heimsókn eftir því sem tími og aðstæður leyfa. Þigg ég gjarnan af þeim góð ráð og ábendingar sem varða hag og líðan heimilisfólks, og vitja þeirra sem þess óska. Heimilisprestur er að sjálfsögðu tiltækur heimilisfólki og starfsfólki þegar veikindi eða andlát ber að höndum á heimilinu, og hefur verið til mín leitað við slíkar aðstæður eftir því sem þörf hefur krafið. Góð samvinna og samstaða innan húss um það sem lýtur að velferð, öryggi og vellíðan þeirra sem búa og starfa í Skjóli varðar miklu. Samstarf mitt við starfsfólk Skjóls hefur verið með mestu ágætum, jafnt í gleði og raun, og þar þykir mér ævinlega gott að koma. Fyrir það þakka ég heils hugar, sem og fyrir allar ánægjulegar og uppbyggjandi samverustundir á liðnu ári. Sigurður Jónsson, heimilisprestur Skjóls og sóknarprestur í Ásprestakalli

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

29


Starfsmannafélag Aðalfundur starfsmannafélags Skjóls var haldinn 22. mars 2007.

Í stjórn voru kjörin

Í varastjórn

Sif Sigurvinsdóttir, formaður Sveinn Elísson, gjaldkeri Anna Björg Arnljótsdóttir, ritari Kristín Árnadóttir 3. hæð Stefanía Emma Ragnarsdóttir , 4. hæð Marsibil Sigurðardóttir, 6. hæð og Laugaskjól Inna Birjuka Ólöf Dóra Hermannsdóttir

Í orlofshúsanefnd

Guðrún Sigurðardóttir Sveinn Elísson Sigrún Guðjónsdóttir

Skoðunarmenn reikninga

Guðrún Sigurðardóttir Sigrún Guðjónsdóttir

Skjólborgir

Nýting á bústaðnum var með ágætum allt árið, vetrarleiga góð. Haldið var áfram að endurnýja og lagfæra það sem þörf var á, sófinn var yfirdekktur, nýjar dýnur keyptar, og nýr stutuklefi settur á baðherbergið. Settar voru rólur og sandkassi á leiksvæðið og gúmmímottur settar undir rólurnar, sem auka öryggi. Stjórnin fór síðan í venjubundnar vinnuferðir til þrifa og viðhalds.

Skemmtanir og ferðalög

Árlega páskabingóið var haldið 12. mars og var fullur salur af fólki og vel það, margir fóru heim með páskaegg í farteskinu. Boðið var upp á kaffi í matsal starfsfólks og nýjar kleinur. Starfsmannafélagið fór í vel heppnaða ferð inn í Þórsmörk. Lagt var af stað frá Skjóli kl. 9 stundvíslega á 2 rútubílum. Fyrr um morguninn voru vangaveltur um það hvort hægt væri yfirhöfuð að leggja af stað því það hafði rignt svo mikið dagana á undan að mikið var í ám og sprænum og spurning var hvort hægt væri að keyra yfir þær. Áætlað var að fara inn í Langadal þannig að við þurftum að breyta ferðaáætlun okkar hið snarasta og fara inn í Húsadal því okkur var ráðlagt að fara ekki inn í Langadal vegna vatnavaxta. Þegar komið var austur tók landvörður úr Húsadal á móti okkur og var hann búinn að kanna vaðið og tryggja bestu leið fyrir rútubílstjórana svo að allt væri öruggt. Allir komust inneftir og var frjáls tími til kl. 16. Fóru margir gangandi yfir í Langadal og aðrir fóru í berjamó, enn aðrir

30

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


fóru í sveppamó. Nóg var að skoða. Síðan var grillað í boði hússins. Að því búnu var ekið til byggða og komu allir þreyttir og mjög sáttir heim eftir skemmtilegan dag og góða útiveru. Að vanda buðu stjórnir Skjóls og Eirar starfsfólki sínu á glæsilegan haustfagnað fyrstu helgina í nóvember í húsakynnum veisluþjónustunnar Gullhamra í Grafarholtinu og var það virkilega vel heppnað og skemmtilegt kvöld. Veislustjóri var Freyr Eyjólfsson og fór hann á kostum. Síðan skemmtu núverandi og fyrrverandi starfsmenn okkur. Að þessu sinni voru heimatilbúin skemmtiatriði að mestu. Sveinn Elísson og hans ágæta kona Stefanía Sigurðardóttir dönsuðu við undirleik harmóníkuleikarans Þórleifs Finnssonar. Þá lék hljómsveitin Úlfarnir fyrir dansi fram á rauðanótt. Sunnudaginn 28. desember var hið árlega jólaball haldið fyrir börn og barnabörn starfsfólks. Yfir 100 manns mættu, bæði börn og fullorðnir. Sighvatur Sveinsson, rafvirki í Eir, sá um hljóðfæraleik og Stekkjastaur kom í heimsókn og söng hann og dansaði með börnunum. Að vanda var boðið upp á súkkulaði og smákökur í borðstofunni. Að því loknu færði Stekkjastaur börnunum sælgætispoka í nesti. Fyrir hönd starfsmannafélagsins þakka ég fyrir gott samstarf á árinu. Sif Sigurvinsdóttir formaður

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

31


32

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Rekstrarsjóður Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls Ársreikningur 2008

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

33


Efnisyfirlit Skýrsla stjórnenda og staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

34

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

35 36 37 38 39 40


Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

35


36

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Rekstrarreikningur árið 2007

Tekjur

Skýr.

Fæðissala................................................................................. Aðrar tekjur.............................................................................

1

2007

2006

1.941.184 7.435.324 9.376.508

2.047.085 5.322.335 7.369.420

511.120.836 31.407.922 7.915.226 26.497.900 7.795.152 47.323.085 97.647.776 1.032.691 730.740.588

464.122.981 31.780.826 7.031.808 26.588.041 8.535.563 43.862.951 61.488.576 1.448.491 644.859.237

Gjöld Laun og launatengd gjöld........................................................ Kostnaður vegna eldhúss......................................................... Lín, fatnaður og þvottur.......................................................... Lyf, lækninga- og hjúkrunarvörur........................................... Starfstengdur kostnaður.......................................................... Aðkeypt þjónusta.................................................................... Viðhalds- og húsnæðiskostnaður............................................ Annar rekstrarkostnaður..........................................................

2 3 4 5 6 7 8 9

Tekjuafgangur (tekjuhalli) fyrir hreinar fjármunatekjur Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld )...........................................

( 721.364.080 ) ( 637.489.817 ) 10

Tekjuafgangur (tekjuhalli) fyrir ríkisframlag

6.273.020

( 711.775.495 ) ( 631.216.797 )

Ríkisframlag ........................................................................... Tekjuafgangur ársins

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

9.588.585

17

721.547.168

633.965.521

9.771.673

2.748.724

5

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

37


Efnahagsreikningur 31. desember 2007 Skýr.

Eignir Veltufjármunir Birgðir......................................................................... Skammtímakröfur........................................................ Handbært fé................................................................. Veltufjármunir

11 12 13

Eignir alls

2007

2006

2.117.380 17.968.457 112.279.612 132.365.449

2.127.631 15.665.416 79.988.515 97.781.562

132.365.449

97.781.562

13.981.054 8.452.080 9.771.673 32.204.807

11.232.330 0 2.748.724 13.981.054

57.797.521 42.363.121 100.160.642

44.387.396 39.413.112 83.800.508

132.365.449

97.781.562

Eigið fé og skuldir Eigið fé Höfuðstóll í ársbyrjun.................................................. Bætur vegna fasteignaskatta fyrri ára.......................... Tekjuafgangur á árinu................................................ Eigið fé

16

Skuldir

Skammtímaskuldir Ýmsar skammtímaskuldir............................................ Ógreidd laun og launatengd gjöld............................... Skuldir

Eigið fé og skuldir alls

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

38

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

6

14 15

Ársreikningur 2007


Sjóðstreymi árið 2007 2007

Skýr.

Rekstrarhreyfingar Veltufé frá rekstri: Tekjuafgangur ( halli ).................................................. Bætur vegna fasteignaskatta fyrri ára........................... Veltufé frá rekstri Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: Skammtímakröfur, (hækkun)........................................ Viðskiptaskuldir (lækkun)............................................ Birgðir ( hækkun ).........................................................

9.771.673 8.452.080 18.223.753

2.748.724 0 2.748.724

2.303.041 ) ( 16.360.134 10.251 ( 14.067.344

1.758.595 ) 19.638.370 166.567 ) 17.713.208

Handbært fé frá rekstri

32.291.097

20.461.932

Hækkun (lækkun) á handbæru fé.............................

32.291.097

20.461.932

Handbært fé í ársbyrjun............................................

79.988.515

59.526.583

112.279.612

79.988.515

Handbært fé í lok ársins

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

(

2006

7

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

39


Skýringar Reikningsskilaaðferðir Grundvöllur reikningsskila Ársreikningur Rekstrarsjóðs Umönnunar- og hjúkrunarheimilsins Skjóls er settur fram með sama hætti og almennt tíðkast hjá A-hluta stofnunum. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, lög ársreikninga, nr. 3/2006 og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga, nr. 696/1996. Samkvæmt fjárreiðulögunum eiga A-hluta ríkisstofnanir ekki að eignfæra varanlega rekstrarfjármuni heldur skulu þeir gjaldfærðir á kaupári. Stofnanirnar eiga almennt ekki að taka lán til langs tíma og mega ekki gangast undir skuldbindingar til lengri tíma nema með heimild í fjárlögum. Breytingar á reikningsskilaaðferðum og framsetningu Á árinu 2007 var kostnaðarþátttaka Skjóls í launum tiltekinna starfsmanna Eirar færð sem aðkeypt þjónusta í bókhaldi heimilisins en ekki til lækkunar á launagjöldum eins og gert var á árinu 2006. Framsetning fjárhæða vegna ársins 2006 er því leiðrétt til samræmis við það en um er að ræða 8,8 millj. kr. sem nú eru færðar sem aðkeypt þjónusta í stað launa. Skattar Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól greiðir ekki tekjuskatta. Skráning tekna Tekjur Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls eru bókaðar í þeim mánuði sem reikningar eru gefnir út. Skráning gjalda Gjöld eru almennt bókuð þegar reikningar berast heimilinu. Í lok ársins eru áfallin gjöld, er tilheyra viðkomandi rekstrarári, færð á rekstrarreikning og sem ógreidd gjöld í árslok, þar sem það á við. Birgðir Birgðir samanstanda af lyfjum og rekstrarvörum. Skammtímakröfur Skammtímakröfur eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til áfallinna vaxta þar sem við á. Handbært fé Handbært fé samanstendur af bankainnstæðum. Lífeyrisskuldbinding Lífeyrisskuldbinding vegna hjúkrunarfræðinga hjá Umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli er áhvílandi. Í samræmi við reikningsskilareglu A-hluta ríkissjóðs er lífeyrisskuldbinding ekki færð í ársreikning einstakra Ahluta ríkisstofnana heldur er hún færð í einu lagi hjá ríkissjóði. Skammtímaskuldir Skammtímaskuldir eru færðar á nafnverði að teknu tilliti til áfallinna vaxta þar sem við á.

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

40

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

8

Ársreikningur 2007


Skýringar 1. Aðrar tekjur Helstu tekjuliðirnir eru hlutdeild heimilisfólks í kostnaði hárgreiðslustofu, styrkir og kostnaðarþátttaka annarra tengdra deilda og hækka því um 2,1 millj. kr. eða 39,7% frá fyrra ári. Hlutdeild heimilisfólks í kostnaði hárgreiðslustofu.............................................. Aðrar tekjur..........................................................................................................

2007 6.025.464 1.409.860 7.435.324

2006 4.836.300 486.035 5.322.335

2. Launagjöld Launagjöld hækka um 47 millj. kr. eða 10,1% milli áranna 2006 og 2007. Stöðugildi í árslok 2007 voru nánast þau sömu og í árslok 2006 eða 96,6 samanborið við 97 í árslok 2006. Hækkun launa skýrist af hækkunum sem urðu hjá öllum starfshópum hjúkrunarheimilisins í samræmi við kjara- og stofnanasamninga og þá einkum hjá starfsmönnum í Eflingu. Eldhúsið hefur verið rekið í samvinnu við Eir og er hlutdeild Skjóls í launum eldhúsfólks hér meðtalinn. Dagvinnulaun........................................................................................................ Aukagreiðslur....................................................................................................... Vaktaálag.............................................................................................................. Yfirvinna............................................................................................................... Greitt orlof............................................................................................................ Launatengd gjöld..................................................................................................

266.345.272 10.372.632 59.542.518 72.326.482 19.352.385 83.181.547 511.120.836

239.188.816 9.011.864 51.348.864 70.859.533 18.605.196 75.108.708 464.122.981

3. Kostnaður vegna eldhúss Kostnaður vegna eldhúss er svipaður og á fyrra ári en skipting kostnaðar milli Eirar og Skjóls er miðuð við fjölda legudaga. Sala á fæði til starfsfólks er færð til tekna á meðal sértekna. Hlutdeild Skjóls í launum eldhúsfólksins er færð með launum. Þátttaka Skjóls í samrekstri eldhúss...................................................................... 49.322.071 47.671.978 Þar af hlutdeild í launum eldhúss.......................................................................... ( 18.098.607 ) ( 16.143.427 ) Annar fæðiskostnaður........................................................................................... 184.458 252.275 31.407.922 31.780.826 4. Lín, fatnaður og þvottur Kostnaður við lín, fatnað og þvott er svipaður og á fyrra ári ef miðað er við krónutölu. Þvottur.................................................................................................................. Lín og fatnaður.....................................................................................................

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

6.877.862 1.037.364 7.915.226

9

6.104.672 927.136 7.031.808

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

41


Skýringar 5. Lyf, lækninga- og hjúkrunarvörur Kostnaður við lyf- og hjúkrunarvörur er svipaðar og á síðasta ári en hjúkrunarþyngd heimilisins hefur töluverð áhrif á þann kostnað sem hér er færður.

Lyf........................................................................................................................ Hjúkrunarvörur.....................................................................................................

2007

2006

19.497.281 7.000.619 26.497.900

18.738.041 7.850.000 26.588.041

6. Starfstengdur kostnaður Starfstengdur kostnaður lækkar um 0,7 m.kr. milli ára sem skýrist af því að áfallin eftirvinna og orlof í lok árs hækkar minna en á síðasta ári. Þessi kostnaður er breytilegur milli ára m.a. með tilliti til hvernig helgidaga jóla ber upp á vikudaga. Hækkun á áfallinni eftirvinnu og orlofi................................................................. Bifreiðastyrkir og aksturskostnaður...................................................................... Tryggingar og annar starfstengdur kostnaður....................................................... Kostnaður af árshátíð og jólahaldi........................................................................ Risna, gjafir og styrkir..........................................................................................

1.885.946 3.605.165 860.093 1.286.373 157.575 7.795.152

3.255.634 3.696.592 402.236 1.066.330 114.771 8.535.563

7. Aðkeypt þjónusta Kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu hækkar um 3,4 millj. kr. eða 7,9% milli ára. Það er einkum tölvu- og hugbúnaðarkostnaður sem hækkar en verið er að endurnýja tölvu- og hugbúnað heimilisins m.a. vegna fjárhagsbókhalds. Aðkeypt vinna lækna hækkaði í kjölfar samninga sjúkrahúslækna auk þess sem kaupa þurfti út þjónustu hjúkrunarfræðinga að einhverju leyti.

Tölvu-og hugbúnaðarkostnaður............................................................................ Aðkeypt vinna lækna og hjúkrunarfræðinga........................................................ Önnur aðkeypt þjónusta........................................................................................ Aðkeyptur akstur, sorpgámar og tryggingar.......................................................... Endurhæfing, félagslíf og helgistundir.................................................................. Aðkeyptar rannsóknir........................................................................................... Prentkostnaður, burðargjöld og auglýsingar......................................................... Síma- og afnotagjöld.............................................................................................

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

42

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

10

6.362.527 22.018.553 9.018.804 2.772.408 1.506.300 2.313.884 1.447.845 1.882.764 47.323.085

2.345.682 18.913.554 10.860.592 2.874.011 1.752.791 2.922.209 1.846.414 2.347.698 43.862.951

Ársreikningur 2007


Skýringar 8. Viðhalds- og húsnæðiskostnaður Viðhalds- og húsnæðiskostnaður hækkar um 36,2 m.kr. eða 58,8% milli ára sem skýrist einkum af lagfæringum sem unnið var að á 6. hæð og á lóð fyrir aftan húsið en þeirri vinnu er ekki að fullu lokið. Lán var tekið hjá Styrktarsjóði Skjóls vegna óvenju kostnaðarsamra framkvæmda á árinu. Hækkun fasteignagjalda skýrist af hækkun á fasteignamati og álagningarhlutfalli fasteignaskatta frá fyrra ári. 2007 32.781.447 5.136.111 40.207.092 13.107.526 1.833.580 3.922.284 659.736 97.647.776

Viðhald húsnæðis.................................................................................................. Viðhald og endurnýjun tækja................................................................................ Ræsting................................................................................................................. Fasteignagjöld og önnur opinb. gjöld................................................................... Tryggingar............................................................................................................ Rafmagn og hiti.................................................................................................... Annað...................................................................................................................

2006 6.420.033 5.321.479 36.020.489 6.728.643 1.504.742 4.725.856 767.334 61.488.576

9. Annar rekstrarkostnaður Annar rekstrarkostnaður hækkar um 0,4 m.kr. milli ára og skiptist með eftirfarandi hætti: Bækur, ritföng og rekstrarvörur............................................................................ Fræðsla, ferðir og fundir....................................................................................... Annar kostnaður....................................................................................................

579.233 236.917 216.541 1.032.691

554.744 681.913 211.834 1.448.491

10 Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld ) Vaxtatekjur........................................................................................................... Vaxtagjöld............................................................................................................

(

10.683.223 1.094.638 ) ( 9.588.585

6.998.019 724.999 ) 6.273.020

11. Birgðir Lyf........................................................................................................................ Rekstrarvara..........................................................................................................

1.171.370 946.010 2.117.380

1.019.622 1.108.009 2.127.631

14.975.703 585.686 316.800 732.047 1.358.221 17.968.457

14.092.872 0 0 0 1.572.544 15.665.416

12. Skammtímakröfur Einstaklingar, félög og samtök.............................................................................. Orlofsdvalarsjóður ............................................................................................... Húsrekstrarsjóður Eirar......................................................................................... Eirhamrar Mosfellsbæ........................................................................................... Fyrirframgreidd laun.............................................................................................

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

11

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

43


Skýringar 13. Handbært fé Bankareikningar.................................................................................................... Kaupþing, bústólpi................................................................................................

2007

2006

30.577.725 81.701.887 112.279.612

13.627.416 66.361.099 79.988.515

8.097.416 9.036.586 15.761.061 0 15.928.769 8.973.689 57.797.521

8.235.334 1.348.309 1.897.524 119.270 21.803.503 10.983.456 44.387.396

14.049.259 5.783.771 6.811.802 14.016.129 1.702.160 42.363.121

12.896.396 5.648.381 5.932.118 13.283.046 1.653.171 39.413.112

14. Ýmsar skammtímaskuldir Viðskiptaskuldir.................................................................................................... Húsrekstrarsjóður Skjóls....................................................................................... Styrktarsjóður Skjóls............................................................................................ Orlofsdvalarsjóður Skjóls..................................................................................... Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar........................................................... Tryggingastofnun vegna greiðsluþátttöku heimilisfólks....................................... 15. Ógreidd laun og launatengd gjöld Ógreidd laun......................................................................................................... Ógreidd staðgreiðsla og önnur opinb. gj............................................................... Ógreidd launatengd gjöld..................................................................................... Áunnið ógreitt orlof.............................................................................................. Ógreitt tryggingagjald...........................................................................................

16. Eigið fé Skilgreining á framlagi ríkissjóðs og færsluaðferð leiðir það af sér, að höfuðstóll hjúkrunarheimilisins sýnir upppsafnaðan árangur þess gagnvart fjárlögum og fjárheimildum. Í lok ársins 2007 hafði hjúkrunarheimilið ráðstafað um 32,2 millj. kr. minna til útgjalda en heimildir gerðu ráð fyrir. Staðan batnaði um 18,2 millj. kr. frá árinu á undan. Höfuðstóll 1. janúar 2007................................................................................................................ 13.981.054 Ríkisframlag.................................................................................................................................... 721.547.168 Bætur vegna fasteignaskatta fyrri ára............................................................................................... 8.452.080 Fjármagnstekjur............................................................................................................................... 9.588.585 Tekjuafgangur fyrir ríkisframlag..................................................................................................... ( 721.364.080 ) Höfuðstóll 31. desember 2007......................................................................................................... 32.204.807 17. Framlag úr ríkissjóði Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins................................................................ Viðhaldsstyrkir.....................................................................................................

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

44

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

12

706.147.168 15.400.000 721.547.168

619.365.521 14.600.000 633.965.521

Ársreikningur 2007


Skýringar Fimm ára yfirlit í þúsundum króna á verðlagi hvers árs 2007

2006

2005

2004

Rekstur Tekjur.................................... Gjöld...................................... ( Gjöld umfram tekjur.............. ( Ríkisframlag .......................... Tekjuafgangur (-halli) ársins

19.354 731.129 ) ( 711.775 ) ( 721.547 9.772

13.894 645.111 ) ( 631.217 ) ( 633.966 2.749 (

12.152 582.547 ) ( 570.394 ) ( 563.720 6.674 )

8.632 537.636 ) ( 529.004 ) ( 534.643 5.639

Efnahagur Eignir..................................... Eignir alls

132.365 132.365

97.782 97.782

75.394 75.394

81.377 81.377

Höfuðstóll.............................. Skuldir og skuldbindingar...... Eigið fé og skuldir alls

32.205 100.161 132.365

13.981 83.801 97.782

11.232 64.162 75.394

17.906 63.471 81.377

Rekstrarsj. Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls

13

2003 7.324 405.663 ) 497.339 ) 515.928 18.589

60.810 60.810 (

35.292 ) 96.102 60.810

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

45


46

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Húsrekstrarsjóður Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls Ársreikningur 2007

Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

47


Efnisyfirlit Staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .

48

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

4 9 50 51 52 53 54


Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

49


50

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól


Rekstrarreikningur ársins 2007 Skýr. Rekstrargjöld Afskriftir rekstrarfjármuna ..........................................

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Vaxtatekjur .................................................................

Halli ársins ( hreinar tekjur )

1

2007

2006

8.816.048 8.816.048

8.816.048 8.816.048

694.424 694.424

717.448 717.448

8.121.624

8.098.600

Húsrekstrarsj. Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls 5

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

51


Efnahagsreikningur 31. desember 2007 Eignir

Skýr.

2007

2006

708.118.418 708.118.418

716.934.467 716.934.467

9.036.586 871.794 9.908.380

1.348.309 7.865.646 9.213.955

718.026.798

726.148.422

Eigið fé Framlög ....................................................................... Óráðstafað eigið fé ..................................................... Eigið fé

478.189.417 239.837.381 718.026.798

478.199.417 247.959.005 726.158.422

Eigið fé og skuldir

718.026.798

726.158.422

Fastafjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir: Fasteignir Kleppsvegur 64 .......................................... Fastafjármunir

Veltufjármunir Rekstrarsjóður Skjóls .................................................. Handbært fé ................................................................. Veltufjármunir

Eignir alls

1

Skuldir og eigið fé

Húsrekstrarsj. Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls 6

52

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

Ársreikningur 2007


Sjóðstreymi árið 2007

Handbært fé frá rekstri Veltufé frá rekstri Rekstrarafgangur ( halli ) ............................................ Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: Afskriftir ..................................................................... Veltufé frá rekstri Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum Hjúkrunarheimilið Skjól

Handbært fé frá rekstri Breyting á handbæru fé Handbært fé í árbyrjun ......................................................... Handbært fé í árslok

2007

2006

(8.121.624)

(8.098.600)

8.816.047 694.423

8.816.047 717.447

(7.688.275)

0

(6.993.852)

717.447

(6.993.852)

717.447

7.865.646

7.148.199

871.794

7.865.646

Húsrekstrarsj. Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls 7

Ársreikningur 2007 Ársskýrsla Skjóls fyrir 2008

53


Skýringar Reikningsskilaaðferðir Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð um framsetningu og innihald ársreikninga. Peningalegar eignir og skuldir Peningalegar eignir og skuldir sem bundnar eru verðtryggingu eru færðar miðað við vísitölur sem tóku gildi 1. janúar 2008. Breytingar sem myndast eru færðar í rekstrarreikning. 1.

Varanlegir rekstrarfjármunir Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði. Frá kostnaðarverði eru dregnar reiknaðar afskriftir. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af kostnaðarverði miðað við áætlaðan endingartíma. Varanlegir rekstrarfjármunir greinast þannig: Fasteignin Kleppsvegur 64

Áhöld

Samtals

Heildarverð 1.1.2007 ........................................ Viðbætur ársins ................................................. Heildarverð 31.12.2007

881.604.763 881.604.763

39.915.576 0 39.915.576

921.520.339 0 921.520.339

Afskriftir 1.1.2007 ............................................ Afskrifað á árinu ...............................................

165.331.642 8.816.048 174.147.690

39.254.231 0 39.254.231

204.585.873 8.816.048 213.401.921

Bókfært verð 31.12.2007 ..................................

707.457.073

661.345

708.118.418

Fasteignamat húseignarinnar að Kleppsvegi 64 var 1.117.750 þús. kr. og lóðar 116.900 þús. kr. þann 31. desember 2007. Brunabótamat var 1.173.850 þús.kr.

Húsrekstrarsj. Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls 8

54

Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól

Ársreikningur 2007


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.