Eir Annual Report 2009

Page 1



Ársskýrsla Hjúkrunarheimilisins Eirar 2009

Vorfundur fulltrúaráðs 2009


Ritstjórn: Ljósmyndun og útlit: Prentvinnsla:

Gréta Guðmundsdóttir Bjarki Reyr, www.bjarkireyr.com Leturprent

Hjúkrunarheimilið Eir


Efnisyfirlit Aðilar Eirar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Fulltrúar í fulltrúaráði Eirar 2007 – 2011 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Rekstrarþættir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Hjúkrun og umönnun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Læknisþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Sjúkraþjálfun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Ársskýrsla iðjuþjálfunar á Eir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Starfsemi vinnustofu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33 Um prestþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Um djáknaþjónustu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Framleiðslueldhús í Eir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Húsrekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009


Hjúkrunarheimilið Eir


Aðilar Eirar •

Reykjavíkurborg

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

Seltjarnarneskaupstaður

Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga

og annarra minnissjúkra.

Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði

Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól

Brynja Hússjóður Öryrkjabandalags Íslands

Efling, stéttarfélag

SÍBS, Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga

Mosfellsbær

Að Eir standa

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009


Fulltrúar í fulltrúaráði Eirar 2007 – 2011 Reykjavíkurborg

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Seltjarnarneskaupstaður

Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jórunn Frímannsdóttir Sif Sigfúsdóttir Stella K. Víðisdóttir Kristín A. Árnadóttir Stefán Jóhann Stefánsson Þorleifur Gunnlaugsson Magnús L. Sveinsson Steinar Kristjánsson Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Jónína Þóra Einarsdóttir Erna Nielsen Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Helga Eysteinsdóttir Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir Friðgeir Jóhannesson Haukur Helgason María Jónsdóttir Soffía Egilsdóttir Guðmundur Hallvarðsson Ásgeir Ingvason Guðjón Ármann Einarsson

Umönnunar – og hjúkrunarheimilið Skjól

Hallgrímur Snorrason Böðvar Pálsson Unnur Halldórsdóttir

Brynja Hússjóður ÖBÍ

Tómas Helgason Garðar Sverrisson Björn Arnar Magnússon

Hjúkrunarheimilið Eir


Þórunn Sveinbjörnsdóttir Fanney Friðriksdóttir Svanhildur Hauksdóttir Sigurður R. Sigurjónsson Dagný Erla Lárusdóttir Vilhjálmur B. Vilhjálmsson Herdís Sigurjónsdóttir Jóhanna B. Magnúsdóttir Hanna Bjartmars Arnardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Magnús L. Sveinsson, varafomaður Helga Eysteinsdóttir Haukur Helgason Tómas Helgason Vilhjálmur B. Vilhjálmsson Herdís Sigurjónsdóttir Sigurður Helgi Guðmundsson Emil Theódór Guðjónsson Birna Kr. Svavarsdóttir Sigurbjörn Björnsson Edda Björk Arnardóttir

Vilborg Ólöf Sigurðardóttir

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

Efling stéttarfélag

SÍBS

Mosfellsbær

Stjórn

Forstjóri Fjármálastjóri Hjúkrunarforstjóri Yfirlæknir Starfsmannastjóri Rekstrarstjóri


Rekstrarþættir Rekstrarumhverfi

Engum þarf að koma á óvart þó að rekstrarumhverfi væri erfitt í kjölfar hins svokallaða hruns og þeirri kreppu sem á eftir fylgdi. Hjúkrunarheimilinu var gert að spara um 50 milljónir með ákvörðun daggjalda fyrir utan þær endurgreiðslur sem ekki skiluðu sér nema að hluta. Þá var okkur einnig tjáð að engar bætur myndu skila sér vegna launahækkana, hækkunar á tryggingagjaldi og verðbólgu. Um tíma leit því svo út að ekki yrði komist hjá umtalsverðum halla. Um síðir skilaði sér þó hluti af þessum hækkunum sem varð til þess að reksturinn var aðeins neikvæður um 0,09%.

Mosfellsbær

Eir tók við rekstri Hlaðhamra í ársbyrjun 2007. Samningur um kaup Eirar á Hlaðhömrum var svo gerður fyrri hluta árs 2009 og þá þegar tekið til við endurbætur. Nánast allt var rifið innan úr elsta húsinu, skipt um þak, lagnir o.fl. sem var úr sér gengið. Eftir þessar framkvæmdir má segja að elsta húsið sé eins og nýtt og haldið verður áfram með endurbætur á miðhúsinu eftir því sem íbúðir þar losna. Á árinu 2010 er gert ráð fyrir að Eir hefjist handa við byggingu hjúkrunarheimilis í samvinnu og samráði við Mosfellsbæ. Heimilið mun hýsa 30 vistmenn auk þess sem þar verður rými fyrir félagsstarf aldraðra í Mosfellsbæ. Sem sjálfstæð rekstrareining eru 30 rými ekki fýsilegur kostur, en með samrekstri öryggisíbúðanna, sem nú eru 58, og annarri þjónustu á dæmið að geta gengið upp. Öll einingin verður rekin undir nafni Eirhamra til þess að fyrirbyggja misskilning.

Hjúkrunarheimilið Eir


Framkvæmdir við Spöngina hófust undir árslok 2007 og miðaði svo vel áfram að 1. desember 2009 var hægt að vígja fyrstu tvo áfangana af sex. Framkvæmdin gengur undir nafninu Eirborgir. Við ótrúlega erfiðleika hefur verið að etja og má í raun segja að eitt hafi rekið sig á annars horn. Þriðji áfanginn er að verða tilbúinn og á verkinu í heild að ljúka haustið 2010. Íbúðirnar eru hinar glæsilegustu og fyrirkomulag allt þannig að þær geti fyllilega staðið undir nafni. Þjónustumiðstöðin, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, hefur frestast og var fyrsta skóflustunga að henni tekin 1. desember 2009. Þessi frestun hefur það í för með

Spöngin

sér að við verðum að taka 5 íbúðir undir þjónustu. Eina fyrir húsvörslu og ræstibúnað, eina fyrir vaktþjónustu, tvær fyrir borðstofu og matarþjónustu og eina fyrir hreyfingu og félagsstarf. Þrem síðasttöldu íbúðunum verður aftur breytt í sitt upprunalega horf þegar þjónustumiðstöðin rís, en hinar tvær gegna hlutverki sínu til frambúðar. Flutt er inn í nokkrar íbúðir en dregist hefur úr hömlu að ganga frá ýmsum formsatriðum svo að fleiri geti komið inn. Staðarhaldari verður Ragnheiður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur sem einnig mun hafa umsjón með hjúkrunar- og umönnunarstarfi. Stöðugleiki hefur ríkt í starfsmannahaldi sem meðal annars hefur leitt til þess að hægt hefur verið að draga verulega úr yfirvinnu sem hefur að sjálfsögðu skilað sér í bættum rekstri.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

Starfsmannamál


10

Félagsmál

Jafnan hefur verið reynt að halda uppi samkomuhaldi, svo sem í vetrar- og sumarbyrjun, á aðventu og þorra. Á þorranum hefur jafnan verið sett upp leikmynd í fræðslusal, ekki síst með það í huga að vekja gamlar minningar. Að þessu sinni var sett upp baðstofa og fengnir til þess munir, bæði frá starfsfólki og eins af því sem við höfum safnað að okkur gegnum tíðina. Þá hafa fjölmargir gestir komið í heimsókn og skemmt heilmilisfólki. Eirarvinir hafa lagt mikið af mörkum með upplestri fyrir heimilisfólk.

Lyfjamál

Forstjóri skipaði á árinu nefnd til þess að yfirfara lyfjamál í heild sinni, bæði verð og notkun á lyfjum. Mjög góður árangur varð af starfi nefndarinnar sem meðal annars kom fram í því að lyfjakostnaður jókst ekki þrátt fyrir erfiða gengisstöðu sem olli hækkun lyfjaverðs. Slíkt ber að þakka, ekki aðeins af rekstrarlegum sjónarmiðum heldur einnig vegna þess að líklegt er að breyting á lyfjanotkun komi heimilismönnum einnig til góða.

Viðhald

Mikil vinna er fólgin í viðhaldi á húsnæði og tækjum þar sem fljótt sér á ef því er ekki vel sinnt. Sérstaklega hafa lyftur í aðalbyggingu verið erfiðar hvað viðhald snertir, svo og gólfdúkar, en það er afleiðing af röngu undirlagi í upphafi.

Hjúkrunarheimilið Eir


Segja má að óvenjumargir hafi látist á árinu eða samtals 58. Þróunin hefur orðið sú að fólk dvelur æ skemur á heimilinu. Sú þróun útheimtir aftur mikla vinnu starfsfólks þar sem nýir heimilismenn koma í þau rými sem losna. Þetta er svo sem fyrirsjáanleg þróun, en gerir reksturinn ekki auðveldari.

Nýir heimilismenn

Í Eir finnast nú fjölmörg úrræði í þjónustu við eldri borgara. Þar er um að ræða sérhæfðar hjúkrunardeildir, en einnig öryggisíbúðir sem nú eru um eitt hundrað en sú tala nær tvöfaldast þegar Eirborgir komast í notkun. Þá má ekki gleyma að Eir annast heimaþjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ.

Öldrunarsetur

Sigurður Helgi Guðmundsson Forstjóri

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

11


Hjúkrun og umönnun Inngangur

Fagleg hjúkrun og umönnun sem veitt er af alúð og trausti skiptir miklu máli fyrir aldraða einstaklinga og heimilismenn sem njóta þjónustu frá Eir. Enn fremur er afar dýrmæt umhyggja sú og stuðningur sem starfsfólk veitir ættingjum og heimilismönnum á viðkvæmum og erfiðum stundum. Til þess að mæta fjölþættum þörfum íbúa og ættingja þarf að hlúa að starfsfólkinu og ná fram hæfileikum þess til þess að sinna góðum verkum íbúum til handa. Það er því nauðsynlegt að Eir sé góður og áhugaverður vinnustaður sem sýni faglega og fjárhagslega ábyrgð en ábyrgðin á starfsmannamálum er afar mikilvæg í starfinu. Starfsemi Eirar hefur á liðnum árum þróast á framsækinn hátt þar sem aukin hefur verið fjölbreytni úrræða ásamt meðferðarúrræðum fyrir aldraða einstaklinga. Nýliðið ár var þar engin undantekning þrátt fyrir að það hafi verið erfitt í 16 ára sögu Eirar. Þeir efnahagsörðugleikar sem íslenskt samfélag stendur nú frammi fyrir kalla á endurskoðun flestra rekstrarþátta í starfseminni þar sem tryggt er gott aðhald án þess að ganga á öryggi og gæði þjónustunnar. Eir sinnir nú fjölþættri þjónustu við aldraða og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 173 sólarhringspláss sem skiptast þannig að heimilispláss eru 155, endurhæfingarpláss eru 12 og skammtímapláss 6. Dagdeildarpláss fyrir einstaklinga sem búa á eigin heimilum og eru með greinda heilabilun eru samtals 24. Á hjúkrunarheimilinu er unnt að bjóða 87 heimilismönnum að búa á einbýlisherbergjum en 86 einstaklingar deila herbergi með öðrum. Vegna ástands á vinnumarkaði á liðnu ári urðu straumhvörf í starfsmannahaldi sem skilaði sér í meiri stöðugleika í öllum starfshópum. Töluverður fjöldi starfsmanna velur að vera í hlutastarfi og eru við þjónustu um 30 einstaklingar á hverri deild. Þannig störfuðu á Eir í desember sl. samtals 298 starfsmenn við hjúkrun og þjónustu á deildum og í öryggisíbúðunum.

12

Hjúkrunarheimilið Eir


HjúkrunarfrÌðingar voru 35. Sjúkraliðar voru 48. FÊlagsliðar í stÜðum 7. Hjúkrunar- og lÌknanemar voru 5. Eflingarstarfsmenn við umÜnnun voru 172. Eflingarstarfsmenn við eldhús og rÌstingar å deildum voru 22.

TÜluverð umsýsla fylgir råðningum og útskriftum starfsfólks. à årinu hófu stÜrf við sumarafleysingar å deildum 71 einstaklingur og 70 starfsmenn hÌttu í sumarlok. Starfsmenn sem hins vegar hófu stÜrf og voru råðnir í fastar stÜður yfir årið voru samtals 51 og starfsmenn sem hÌttu voru samtals 53. Råðningar yfir årið å deildir Eirar voru Því samtals 122 og útskriftir 123. Erlendir starfsmenn voru samtals 112 og stÜrfuðu flestir við hjúkrun og umÜnnun en einnig við rÌstingar og eldhússtÜrf å deildum. Starfsmenn Eirar af erlendum uppruna hafa reynst afar vel, eins og innlendir starfsmenn sem hafa lÊð okkur starfskrafta sína í gegnum tíðina. FramkvÌmdastjóri hjúkrunar ber åbyrgð gagnvart forstjóra å yfirstjórn, stefnumÜrkun og heildarrekstri hjúkrunarÞjónustu Eirar. Hjúkrunarstjórn Eirar er skipuð auk framkvÌmdastjóra hjúkrunar tíu hjúkrunar­ deildarstjórum, tveimur hjúkrunarverkefnastjórum og einum hjúkrunarfrÌðingi með djåknamenntun. Meginverkefni hjúkrunarstjórnar er m.a. að bera åbyrgð å og veita stuðning við hjúkrun og aðra Þå nÌrÞjónustu sem veitt er å vegum Eirar. Hjúkrunarstjórn tryggir starfsmannahald, ÞekkingarÞróun, gÌðamål og viðeigandi aðfÜng tengd starfseminni.

à rsskýrsla Eirar fyrir 2009

13


Hjúkrunarstjórn

Hjúkrunarstjórn

Framkvæmdarstjóri hjúkrunar Birna Kr. Svavarsdóttir

Djákni Brynhildur Sigurðardóttir

Umsjón með: Fræðslu Mannauð Innkaupum Tilfallandi verkefni

Verkefnastjóri hjúkrunar Jóna H. Magnúsdóttir

Verkefnastjóri hjúkrunar Kristín Högnadóttir

Eirborgir Staðarhaldari / Yfirmaður Hjúkrunar Ragnheiður Gunnarsdóttir

Eirarhús Og Eirhamrar Hjúkrunardeildarstjóri Kristjana Gigja

1 B Hjúkrunardeildarstjóri Kristín Aðalsteinsdóttir

2 B og Lyfjabúr Hjúkrunardeildarstjóri Sigurbjörg Einarsdóttir

3 B - Dagdeild Hjúkrunardeildarstjóri Hafdís J. Stefánsdóttir

4 hæð. Móttökudeild Hjúkrunardeildarstjóri Ingibjörg Hjálmarsdóttir

3 S Hjúkrunardeildarstjóri Jóhanna H. Hólmsteinsdóttirr

3 N Hjúkrunardeildarstjóri Sigríður J. Kjartansdóttir

2 S Hjúkrunardeildarstjóri Sigríður Sigurðardóttir

2 N og Sambýli Hjúkrunardeildarstjóri H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir

RAI-mælitækið

Öryggisíbúðir Umsjón með: Acut töskum Tækjum tengt hjúkrun og lækningum Tilfallandi verkefni

Til að meta gæði og umfang starfsemi á heimilisdeildum Eirar er notað svokallað RAI-mat. Þetta mat á jafnframt að gagnast vel í samanburði okkar heimilis við önnur hjúkrunarheimili í landinu. Til margra ára hafa stjórnendur Eirar kallað eftir skýringum á nokkrum þáttum þessa gæðamælitækis. Þrátt fyrir að starfsfólk okkar hafi leitað margra leiða til þess að vinna faglega og rétt að því að skrá inn í RAI-kerfið hefur það verið okkar mat að kerf-

ið sýni ekki raunhæfar niðurstöður gagnvart heilabiluðum einstaklingum. En meirihluti heimilisrýma á Eir er fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma. Nú hefur það fengist staðfest af þeim sem þróa RAI-mælitækið að það mæli illa einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.

14

Hjúkrunarheimilið Eir


Fastur liður í starfsemi Eirar er að taka á móti nýju starfsfólki og uppfræða það um starfsemina og starfsaðferðir, en Jóna Magnúsdóttir ber ábyrgð á nýliðafræðslu. Þessi liður hafði minna vægi en árin á undan þar sem dregið hefur úr starfsmannaveltu og eins komu fleiri til starfa yfir sumarið sem höfðu unnið hjá okkur áður. Ákveðið var að reyna svokölluð örnámskeið þar sem ákveðin atriði í umönnun eru tekin fyrir og reyndist það vel. Ýmis fræðsluerindi sem tengjast starfseminni voru í gangi yfir árið og voru að jafnaði flutt tvö fræðsluerindi á mánuði. Boðið var upp á fræðslu til starfsfólks tengda ákveðnum tilfallandi sjúkdómum eins og árvissri inflúensu og svínaflensu (H1N1). Í framhaldi af því var öllu starfsfólki og heimilisfólki boðið að fá bóluefnissprautur sem hjúkrunarfræðingar Eirar sáu um að gefa. Gefnir voru 380 skammtar af inflúensuefninu Flurarix og 320 skammtar af bóluefni gegn svínaflensu. Tekið var á móti hjúkrunarnemum, sjúkraliðanemum og öðrum til námsdvalar eða í kynningu. Hjúkrunarnemar frá Háskóla Íslands komu í starfsnám í öldrunarhjúkrun á dagdeildinni á vorönn. Á haustönn komu í fyrsta skipti hjúkrunarnemar í heimahjúkrun og fór námið fram í öryggisíbúðunum. Einnig kom einn nemi frá Háskólanum á Akureyri í öldrunarhjúkrun og var hún á 2. suður. Sjúkraliði í sérhæfðu öldrunarsjúkraliðanámi var hjá okkur í verknámi á vorönn á 2. hæð í A-húsi. Sjúkraliðanemar komu bæði frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla og Breiðholti í verknám í öldrunarhjúkrun. Einn nemanda í sjúkraliðanámi fengum við frá SUSnord í Danmörku en hún var fyrir með sambærilega menntun og félagsliði. Hún var hjá okkur í tvo mánuði og var þetta í annað sinn sem við tökum á móti nema frá Danmörku. Á hverju ári koma þeir nemendur úr 10. bekkjum grunnskóla í Grafarvogi, sem eru í námi við Borgarholtsskóla í ýmsu er tengist samfélagsþjónustu, hingað í kynningu á starfseminni og fá þau síðan að dvelja hálfan dag á deild. Oft taka þau viðtal við einhvern heimilismann. Ýmsir hópar og nemar koma hér í kynningar um starfsemi Eirar og eins til að fræðast um öldrun og málefni aldraðra. Á árinu 2009 létust 58 einstaklingar á Eir. Í byrjun ársins var ákveðið á hjúkrunarstjórnarfundi að innleiða meðferðarferli fyrir deyjandi sem þróað hefur verið í Bretlandi og kallast The Liverpool Care Pathway. LCP-ferlið hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 1997. Ferlið er notað víða á sjúkrahúsum við líknandi meðferð, við þjónustu í heimahúsum, á hjúkrunarheimilum í Bretlandi og í um 19 öðrum Evrópulöndum. Á Íslandi var meðferðarferlið tekið upp á árunum 2007-2008 á líknardeildum LSH. Eir er fyrsta hjúkrunarheimilið á Íslandi sem innleiðir það. Meðferðarferlið var þróað til að flytja hugmyndafræði líknarmeðferðar frá líknardeildum yfir á aðrar deildir og stofnanir. Meðferðarferlið er sett í gang þegar allir fagaðilar eru sammála um að viðkomandi sjúklingur er deyjandi og er ætlað að tryggja reglulegt mat á ástandi og þörfum sjúklings og þörfum aðstandenda fyrir og eftir andlát.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

Meðferðarferli fyrir deyjandi einstaklinga

15


Markmið ferlisins er m.a. að tryggja ákveðin gæði í umönnun og meðferð við lífslok. Skráningin verður markvissari og mat og meðferð sjúkdómseinkenna betri. Betra skipulag fæst, aukinn stuðningur og fræðsla verður til aðstandenda og starfsmanna ásamt faglegri vinnubrögðum. Mikil undirbúningsvinna fór fram og bar Kristín Högnadóttir ábyrgð á innleiðingu og ítarlegri fræðslu um meðferðarferlið sem var skipulögð og haldin fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og umönnunarstarfsfólk og sóttu samtals 137 starfsmenn fræðsluna. Fyrsta ferlið var síðan sett í gang 16. nóv. sl.

Móttökudeild á 4. hæð

Þegar skoðuð er umsetning deildarinnar sést að hún er mikil, nýtingin var 100%. Innskriftir voru 241 á árinu og í hverri viku eru 4-5 inn- og útskriftir. Deildin hefur á að skipa 25 leguplássum sem skiptast í þrennt; 12 endurhæfingarpláss fyrir eldri einstaklinga með beinbrot og stoðkerfisvandamál, samkvæmt samstarfssamningi við LSH, 6 skammtímapláss í 4-6 vikur, fyrir einstaklinga sem búa heima og 7 biðpláss fyrir einstaklinga sem eru komnir með samþykkt vistunarmat og bíða eftir varanlegu heimilisplássi. Heildarfjöldi í endurhæfingarplássin var 110 á árinu; af þeim útskrifuðust 98 heim til sín, 9 fóru í biðpláss eftir varanlegri vistun og 3 létust. Í skammtímaplássin innskrifuðust 92 og af þeim fengu 10 annað úrræði, en 82 fóru heim til sín. Í biðplássin innskrifuðust 39 manns sem hafa beðið frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði eftir varanlegri vistun. Metnaðarfull og árangursrík útskriftaráætlun er unnin í teymisvinnu hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa, í samráði við skjólstæðinginn, ættingja og utanaðkomandi umönnunaraðila s.s. heimahjúkrun, félagsþjónustu, tryggingastofnun og fleiri. Stöðugleiki í starfsmannahaldi hefur verið með ágætum. Starfsemin hefur hins vegar verið mjög umfangsmikil sem skýrist m.a. af auknum heilsufarsvandamálum skjólstæðinga og aðhaldsaðgerðum innan Eirar.

Dagdeildin

Á Eir er rekin sérhæfð dagdeild fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Þangað koma að jafnaði 24 gestir á dag, sumir alla virka daga en aðrir 2-3 daga í viku. Þannig skipta 32-35 einstaklingar þessum 24 plássum á milli sín. Aldur dagdeildargesta er á breiðu bili, þeir elstu eru fæddir 1917 og þeir yngstu 1945. Almennt heilsufar er misjafnt. Margir eru líkamlega hraustir en aðrir eiga við fjölbreytilega sjúkdóma að stríða þó allir eigi það sameiginlegt að glíma við heilabilunarsjúkdóm af einhverju tagi. Persónulegar aðstæður eru einnig ólíkar. Tæpur helmingur hópsins býr með maka en hinir búa einir. Sumir njóta mikils stuðnings barna sinna eða annarra aðstandenda en aðrir eru barnlausir, eiga fáa nákomna að eða börn þeirra búa erlendis. Samstarf starfsfólks og aðstandenda er grundvallarstoð í starfi deildarinnar, einnig samstarf við heimahjúkrun og félagsþjónustuna.

16

Hjúkrunarheimilið Eir


Til þess að komast að á dagdeildinni þarf að liggja fyrir greining um heilabilunarsjúkdóm. Starfsfólk leitast við að skapa heimilislegt andrúmsloft þar sem í boði er ýmis afþreying, t.d. létt leikfimi, göngutúrar, blaðalestur og handavinna. Einnig er boðið upp á aðstoð við persónulegt hreinlæti og hægt er að kaupa þjónustu hárgreiðslufólks og fótaaðgerðafræðings. Mikilvægur þáttur í að viðhalda heilsu er góð næring og er vel hugsað um það. Á líðandi ári var svo bryddað upp á nýjung sem kallast minningavinna. Hún fer þannig fram að dagdeildargestum er boðið í litlum fyrirfram ákveðnum hópum í Sparistofuna á dagdeildinni, sem búin er húsgögnum og munum frá liðnum árum. Þar eru markvisst rifjaðar upp gamlar minningar sem vekja gleði og öryggi gestanna. Þessar stundir njóta mjög mikilla vinsælda allra, bæði gesta og þeirra starfsmanna sem hafa hlotið þjálfun í þessari vinnu.

Öryggisíbúðir Eirar eru nú starfræktar á þremur stöðum, í Eirarhúsum þar sem eru 37 íbúðir, Eirhömrum í Mosfellsbæ með 58 íbúðir, Eirborgum í Fróðengi í Grafarvogi, en flutt var inn í fyrstu íbúðirnar í desember á sl. ári.

Öryggisíbúðir Eirar

Aldraðir einstaklingar sem sækjast eftir því að komast í öryggisíbúðir Eirar eru að tryggja öryggi sitt, aðkomu að fagþjónustu og úrræðum sem þeir þurfa og eiga rétt á. Veitt er viðeigandi hjúkrun og umönnun, heimaþjónusta, lyfjaöryggi og eftirlit, blóðprufutökur, sjúkraþjálfun, örugg tengsl við heimilislækni viðkomandi og almennt samningsbundið eftirlit. Matarþjónusta er veitt út í íbúðir en einnig í sal í hádegi og á kvöldin alla daga vikunnar. Reynslan hefur sýnt að þeir einstaklingar sem treysta sé ekki vegna alvarlegra veikinda að búa einir úti í bæ, þrátt fyrir heimahjúkrun, félagsþjónustu og öryggishnapp, en vilja búa í eigin íbúð sem lengst, geta í vernduðu umhverfi eins og er í öryggisíbúðum Eirar búið heima mun lengur.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

17


Í gildi er þjónustusamningur við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn fyrir íbúa á Eirhömrum í Mosfellsbæ. Þjónustusamningur er einnig í gildi við Heimaþjónustu Reykjavíkur vegna félags/heimahjúkrunar í öryggisíbúðum Eirarhúsa við Eir.

18

Eirhamrar

Eirarhús

Fjöldi íbúa

73

42

Fjöldi íbúa í heimahjúkrun

38

23

Fjöldi íbúa í heimaþjónustu

30

33

Lyfjatiltekt/eftirlit

32

23

Eftirlit og stuðningur við íbúa

10

18

Sjúkrahúsinnlagnir

17

18

Skammtímadvöl á Eir

6

10

Endurhæfing á Eir

3

4

Hjúkrunarheimili

3

5

Dagvistun

3

4

Andlát

1

5

Í bið eftir vistunarmati

7

2

Minnisskertir

15

8

Hjúkrunarheimilið Eir


Hægt er að taka undir með fulltrúum vistunarmatsnefndar um nauðsyn þess að í samfélaginu séu fjölþætt stuðningsúrræði sem standi einstaklingum til boða og séu fullreynd áður en til kemur framtíðarvistun á hjúkrunarheimili. Öryggisíbúðir Eirar eru mikilvæg stuðningsúrræði og þar er veitt fjölþætt þjónusta og öryggi sem veldur því að unnt er að seinka verulega hjúkrunarheimilisvistun hjá mörgum. Skammtímavistun og dagdeildarúrræði eru einnig afar nauðsynleg í tengslum við öryggisíbúðirnar og gerir það mögulegt lengur en ella að styðja til dæmis einstaklinga með heilabilun til búsetu á eigin heimili. Eir tryggir félagslega heimaþjónustu á heimili í Mosfellbæ utan Eirhamra. Gerðir voru þjónustusamningar um félagslega heimaþjónustu vegna 51 einstaklings. Af þeim voru 19 einstaklingar undir 67 ára aldri. Heimilisdeildir Eirar eru sjö og skiptast í misstórar einingar. Í A-húsi, sem er elsta húsið, eru stærstu fjórar deildirnar, á annarri hæð suðurgangi, þriðju hæð norðurgangi, þriðju hæð suðurgangi og á annarri hæð norðurgangi. Á deildunum eru 22-25 heimilispláss.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

Hjúkrunarheimilisdeildir Eirar

19


Á 3. hæð suðurgangi er heimilisdeild fyrir einstaklinga með heilabilun. Deildin er nú tvískipt með matsali á báðum einingum sem einnig eru nýttir til samverustunda. Lokanlegar glerhurðir eru milli eininga til þess að skapa m.a. rólegra og heimilislegra yfirbragð. Deildin á 3. hæð norðurgangi er heimilisdeild þar sem íbúar með langt gengna líkamlega sjúkdóma s.s. hjartasjúkdóma, Parkinson o.fl. búa. Einnig eru á deildinni einstaklingar með heilabilun sem geta búið á opinni deild. Á 2. hæð suðurgangi er almenn heimilisdeild sem einnig er fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Þar bjuggu á árinu 7 blindir einstaklingar. Deildin er afmörkuð með nokkrum setsvæðum fyrir heimilisfólk og ættingja sem hefur stuðlað að góðum samverustundum. Deild 2. norðurgangi er hjúkrunardeild með 22 heimilismönnum sem eru með heilabilun. Á deildinni er lögð áhersla á að styrkja sjálfsbjargargetu einstaklingsins með nærfærinni nálgun, alúð og umhyggju. Dægrastytting fer að miklu leyti fram innan deildarinnar. Mikill metnaður er lagður í að styrkja tengsl við aðstandendur. Í B-húsi eru heimilisdeildir á fyrstu og annarri hæð með 20 einbýlisherbergjum á hvorri deild en á sl. ári var aukahjúkrunarpláss á hvorri deild þannig að tveir einstaklingar deildu herbergi. Snyrting er í hverju herbergi, einnig er í innréttingu kælir og möguleiki að hella upp á kaffi. Unnt er að opna á milli herbergja á tveimur stöðum á hvorri deild þannig að úr verði hjónaeining. Notaleg setsvæði og glerskáli með fallegu útsýni er á báðum hæðum.

Eirarholt

Hjúkrunarsambýlið fyrir heilabilaða einstaklinga er á fyrstu hæð í Eirarhúsi þar sem öryggisíbúðirnar eru einnig til staðar. Sambýlið hefur á að skipa 9 einbýlisherbergjum, matsal, setsvæði og útigarði. Íbúar njóta sömu þjónustu og aðrir sem eru í hjúkrunarheimilisplássi á Eir. Þegar farið er yfir sjúkdómsástand íbúa í Eirarholti með starfsfólki og stjórnendum er það skoðun þeirra að það fólk sem hefur innskrifast á sambýlið á síðustu árum sé með lengra gengna heilabilun en á fyrstu starfsárum.

Lyfjanefnd

Lyfjanefnd var sett á laggirnar 2007. Í nefndinni sitja framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri lækninga ásamt hjúkrunarfræðingi. Nefndin fundar reglulega og fer m.a. yfir lyfjakostnað Eirar og hvernig leita megi leiða til að hafa lyfjainnkaup sem hagkvæmust. Miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið undanfarin 2 ár og hafa þær skilað sér í lægri lyfjakostnaði fyrir Eir. Einn hjúkrunarfræðingur heldur utan um miðlægan lyfjalager á Eir og reynt er að hafa þann lager sem minnstan en tryggja samt að nauðsynlegustu lyf, eins og t.d. sýklalyf, séu alltaf til. Þess er gætt að hver og ein deild safni ekki upp eigin lyfjalager, heldur eru flest lyfin sem nota þarf umfram pokaskömmtun geymd á miðlægum lyfjalager. Hjúkrunarfræðingar gæta þess að setja lyf sem ekki eru lengur í notkun á deildum á mið-

20

Hjúkrunarheimilið Eir


læga lagerinn til að aðrar deildir geti nýtt þau. Læknar og hjúkrunarfræðingar fylgjast eins vel og unnt er með lyfjaverði og gæta þess að panta það sem hagkvæmast er. Lyfjanefnd fer yfir allar frávikaskráningar, en það er þegar mistök eiga sér stað í lyfjatiltekt eða lyfjagjöfum og fer nefndin yfir verklagsreglur til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Eirarvinir hafa, eins og síðastliðin ár, lagt til sjálfboðavinnu á deildum heimilisins með því að lesa úr blöðum eða bókum í um það bil klukkustund virka daga. Þetta framlag er afar mikils virði fyrir íbúa sem leggja mikla áherslu á að komast í setustofur deildanna til þess að hlýða á upplesturinn hverju sinni. Ég vil þakka þeim þetta dýrmæta framlag til starfsemi heimilisins.

Eirarvinir

Það er styrkur Eirar að hafa í starfi þann metnaðarfulla og samstillta hóp starfsmanna sem raun ber vitni. Ég vil færa starfsfólki þakkir fyrir störf þess á liðnu ári.

Lokaorð

Ragnheiði Gunnarsdóttur, sem lét af starfi deildarstjóra dagdeildar, þakka ég gott starf og býð hana velkomna sem staðarhaldara í Eirborgum og Hafdísi Jónu Stefánsdóttur sem deildarstjóra á dagdeildinni. Hjúkrunarstjórn vil ég þakka sérstaklega fyrir frábær störf og veit að þessi samhenti faghópur mun vinna áfram að því að tryggja, þrátt fyrir þá erfiðu tíma sem framundan eru, faglega hjúkrun og umönnun til farsældar fyrir einstaklinga sem njóta þjónustu á vegum Eirar. Birna Kr. Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

21


Læknisþjónusta Inngangur

Starfið á nýliðnu ári var farsælt sem endranær. Afleiðingar kreppunnar hafa birst með ýmsu móti bæði starfsfólki og heimilismönnum. Góð samstaða hefur myndast um að herða ólar og leitast við að nýta fjármagn sem til heimilisins er úthlutað á sem bestan hátt í þágu heimilisfólks. Læknar heimilisins hafa lagt sitt af mörkum með enn frekari skoðun á lyfjameðferð heimilisfólks sem gjarnan fylgir því þegar hingað kemur. Með markvissri vinnu hefur náðst árangur á þessu sviði eins og komið er að síðar í skýrslunni.

Starfslið

Á árinu lét Guðbrandur Kjartanson læknir af störfum og eru honum færðar góðar kveðjur og þakkir fyrir einstakt starf. Undirritaður leysti hann af hluta ársins en í árslok tók við starfi hans á deild 2S Baldur Thorstensen heimilislæknir. Þá lét Guðrún Dadda Ásmundsdóttir iðjuþjálfi af störfum en Ása Lind Þorgeirsdóttir iðjuþjálfi var ráðin í hennar stað, og vinnur hún að stærstum hluta í brota- og endurhæfingarteymi á 4. hæð. Eru þau boðin velkomin til starfa. Aðrir læknar heimilisins eru, eins og áður, Ólafur H. Samúelsson öldrunarlæknir, Hjörtur Þ. Hauksson, Þórarinn Þorbergsson og Þórarinn Ingólfsson, allir heimilislæknar, auk undirritaðs.

Legudagar í Eir 2009

Mánuðir

Legupláss

Nýting á rúmum

Nýting %

Janúar

173

31

5363

5411

100,90

Febrúar

173

28

4844

4886

100,87

Mars

173

31

5363

5354

99,83

Apríl

173

30

5190

5169

99,60

Maí

173

31

5363

5345

99,66

Júní

173

30

5190

5180

99,81

Júlí

173

31

5363

5360

99,94

Ágúst

173

31

5363

5335

99,48

September

173

30

5190

5193

100,06

Október

173

31

5363

5356

99,87

Nóvember

173

30

5190

5187

99,94

Desember

173

31

5363

5368

100,09

63145

63144

100,00

Samtals

22

Fjöldi rúma

Hjúkrunarheimilið Eir


Taflan að ofan sýnir fjölda legudaga og heildarnýtingu plássa sem er eins og endranær einstaklega góð. Um áramót 2009/10 voru 173 einstaklingar á heimilinu, þar af 6 í skammtímaplássi og 12 í endurhæfingarplássi. 139 bjuggu á heimilisdeildum á 2., 3. hæð og í B-húsi, í sambýlinu Eirarholti eru 9 einstaklingar. Þá voru 7 einstaklingar í biðplássi á móttökudeild á 4. hæð.

Starfsemi

Á árinu var hafið sérstakt gæðaátak varðandi meðferð deyjandi sjúklinga á heimilinu. Er verkefnið unnið í samstarfi við líknarteymi LSH og kallast það Liverpool Care Pathway (LCP). Eir er fyrsta hjúkrunarheimilið hér á landi sem innleiðir þetta kerfi. Kristín Högnadóttir verkefnisstjóri hefur haft yfirumsjón með verkinu en nánari umfjöllun um það er að finna í kafla hjúkrunarforstjóra. Aldur heimilismanna um áramótin 2009/10 Konur Karlar 50-59 1 60-69 5 2 70-79 18 14 80-89 60 22 90-99 21 7 100+ 4 1

Samtals 1 7 32 82 28 5

Konur 108 (69,7%), karlar 47 (30,3%), samt. 155

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

23


Meðalaldur 84 ár (83,7 árið 2008), konur 84,9 (84,7 árið 2008) og karlar 81,9 (81,9 árið 2008). Athygli vekur hækkandi hlutfall kvenna, var 64,9% um áramótin 2008-2009. Fyrri lögheimili heimilismanna um áramótin 2009/10 Egilsstaðir 1 Kópavogur 7 Mosfellsbær 6 Ólafsfjörður 1 Reykjavík 132 Seltjarnarnes 5 Siglufjörður 1 Stöðvarfjörður 1 Þórshöfn 1 Á árinu létust 58 einstaklingar, 34 konur og 24 karlar (35 árið 2008). Meðalaldur látinna var 86,1 ár.

Nýir heimilismenn

Alls komu 62 nýir einstaklingar til búsetu á heimilinu á árinu, ýmist beint í heimilispláss eða í biðpláss á 4. hæð. 31 þeirra kom af LSH og 15 af öðrum stofnunum en 16 komu úr heimahúsum. Flestir nýir heimilismenn á heimilisdeildum eða 30 komu úr biðplássi á 4. hæð, 9 komu beint inn á deildir. Lögheimili nýrra heimilismanna skiptast á eftirfarandi hátt Garðabær 1 Kópavogur 1 Mosfellsbær 5 Reykjavík 50 Seltjarnarnes 2 Siglufjörður 1 Stöðvarfjörður 1 Þórshöfn 1

24

Hjúkrunarheimilið Eir


Íbúar á heimilisdeildum eftir komuári 31.12.04 31.12.05 31.12.06 31.12.07 31.12.08 31.12.09 1993

3

3

3

3

2

2

1994

1

1

1

1

1

1

1996

4

2

2

2

1

1

1999

6

6

6

5

5

3

2000

12

10

6

3

2

1

2001

19

14

11

9

5

3

2002

21

14

13

11

9

7

2003

29

21

16

13

11

8

2004

56

45

36

25

21

9

43

34

25

19

12

32

28

21

13

32

28

19

28

23

2005 2006 2007 2008 2009

53

Þessi tafla sýnir að enn dvelja hér íbúar allt frá opnunarári heimilisins. Samkvæmt RAI-mati var meðallegutími heimilisfólks á Eir 3,24 ár en landsmeðaltal var 3,4 ár. Á 4. hæðinni fer fram endurhæfing brota- og liðskiptaaðgerðasjúklinga frá LSH eins og kynnt var í síðustu ársskýrslu. Starfsemin hefur gengið vel og hafa vel flestir útskrifast heim en átta einstaklingar höfðu á árinu ekki getu til að útskrifast heim og fóru því í biðpláss eftir varanlegri vistun. Þá eru á deildinni sex skammtímapláss með endurhæfingaráherslu og sjö biðpláss eftir heimilisplássi á Eir eða annarri öldrunarstofnun.

Móttökudeild 4. hæð

Á árinu voru komur í endurhæfingarpláss 95, í skammtímapláss 80. Sjö einstaklingar voru í biðplássi um áramót 2009/10. Í skammtímaplássi um áramót voru sex einstaklingar og 12 einstaklingar í endurhæfingarplássi. Af deildinni fóru 30 einstaklingar í varanlegt pláss, níu í B-hús, átta á 2. hæð í A-húsi og 10 á 3. hæð, 1 í sambýlið. Tveir einstaklingar fóru á önnur hjúkrunarheimili úr biðplássi. 30 komu í biðpláss á árinu. Að heiman komu 5 í biðpláss, 11 komu af LSH og átta fóru í biðpláss úr endurhæfingarplássi og sex komu af öðrum stofnunum. Þeir einstaklingar sem fóru í varanlegt pláss höfðu dvalið að meðaltali í 80 daga á móttökudeildinni í biðplássi (248 dagar árið 2008). Á dagdeild eru 24 pláss, en nú skipta 35 einstaklingar þessum plássum með sér. 17 einstaklingar útskrifuðust af deildinni á árinu, þrír aðlöguðust ekki, átta fluttu í hjúkrunarpláss

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

Dagdeild

25


å Eir og sex å Ünnur hjúkrunarheimili. à årinu voru 23 nýir einstaklingar nýinnskråðir å dagdeildina og um síðustu åramót voru 25 å biðlista.

BiĂ°listi

Ă biĂ°lista 31.12.09 voru alls 31 skv. nĂ˝ja vistunarmatskerfinu. MeĂ°fylgjandi sĂşlurit sĂ˝nir ĂžrĂłun biĂ°listans frĂĄ ĂĄrinu 2001. Flestir voru ĂĄ biĂ°lista ĂĄriĂ° 2002 en hefur fariĂ° fĂŚkkandi sĂ­Ă°an. NĂ˝tt vistunarmatskerfi tĂłk gildi fyrir 2 ĂĄrum en fyrir Þå breytingu hafĂ°i fĂŚkkaĂ° ĂĄ biĂ°lista ĂĄriĂ° 2002 Ăşr 278 Ă­ 145 ĂĄriĂ° 2007. Ăžannig hafĂ°i ĂžrĂłunin hafist ĂĄĂ°ur en hiĂ° nĂ˝ja kerfi var sett ĂĄ stofn en ĂžaĂ° ĂĄ Þó aĂ° Ăśllum lĂ­kindum Þått Ă­ frekari ĂžrĂłun til fĂŚkkunar vegna breyttra og strangari matsskilyrĂ°a. Sama ĂžrĂłun ĂĄ sĂŠr staĂ° ĂĄ Üðrum hjĂşkrunarheimilum jafnvel Þótt ĂĄ Ăžeim sumum sĂŠ boĂ°iĂ° upp ĂĄ einbĂ˝lisherbergi allt frĂĄ komu.

LyfjamĂĄl

700 600 500 400 300 200 100 0 ´00

´01

´02

´03

´04

´05

´06

Súluritið sýnir Þróun lyfjakostnaðar per legudag síðustu 10 år.

26

HjĂşkrunarheimiliĂ° Eir

´07

´08

´09


Sem fyrr er náið fylgst með þróun lyfjanotkunar og lyfjakostnaðar á heimilinu. Í byrjun árs var sett af stað átaksverkefni sem á rætur að rekja til Öldrunarlækningadeildar LSH á Landakoti. Lyfjanefnd heimilisins setti málið síðan í farveg. Markmið þess átaks var að leita leiða til frekari hagræðingar í lyfjameðferð samtímis því að skoða meðferðarúrræði sem best eiga við fyrir aldraða. Samtímis gerðu Sjúkratryggingar Íslands átak úti í samfélaginu með því að ákvarða eða hætta niðurgreiðslu ákveðinna lyfja sem aftur hefur leitt til aukinnar verðsamkeppni hjá framleiðendum og innflytjendum sem leitt hefur til verðlækkunar. Þeirrar verðlækkunar hefur heimilið einnig notið. Átakið hér innanhúss hófst í byrjun árs og fór áhrifa þess að gæta í mars/apríl. Niðurstaða ársins var sú að marktæk kostnaðarlækkun náðist, kostnaður var árið 2009 kr. 614 á legudag miðað við lyf sem falla undir ATC-kerfið og lækkaði á milli ára um 2,4%, en rúm 18% hækkun varð á milli áranna á undan.

S

A meltingarlyf (15)

A

2% R

5% 6%

B bló lyf (5) C hjartalyf (10)

14%

B

D hú lyf (2) G vagfæralyf (4)

5% C 9%

4%

42%

4%

N 4%

2% L

M

H hormónalyf (1) J s kingalyf (4)

D 2% G

1%H J

L krabbameinslyf (3) M sto kerfislyf (5) N tauga-og ge l. (39) R öndunarlyf (7) S augna-og eyrnal. (4) mis lyf (1)

Lyfjanotkun miðað við verð eftir flokkum árið 2009 (% skipting fyrra árs í sviga)

Ár

DDD

Verð á DDD – kr.

2007

324.390

64.47

2008

318.495

84.31

2009

281.257

87.64

Fjöldi dagskammta (DDD) hefur á undanförnum árum farið lækkandi eins og meðfylgjandi tafla sýnir. Sýna þessar tölur að virkar aðgerðir hafa skilað árangri hvað lyfjanotkun snertir. Verð á dagskammti hefur hins vegar farið hækkandi með hækkandi verðlagi en mun meiri hækkun varð milli árana 2007/8 en 2008/9.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

27


Lokaorð

Á Eir hefur frá upphafi starfað samstilltur hópur starfsfólks sem hefur haft metnað til að skapa heimilisfólki og „gestum“ heimilislegt umhverfi og notalegt andrúmsloft. Það hefur verið gert þótt í grunninn sé heimilið byggt upp til að veita heilbrigðisþjónustu í víðasta skilningi þess orðs. Hingað leitar fólk vegna hverskonar heilsubrests en ekki vegna elli eins og ætla mætti af ummælum sumra ráðamanna. Það skýtur því skökku við að fyrirhugað sé að flytja þessa heilbrigðisstarfsemi og allt það heilbrigðisstarfsfólk sem hér starfar undir umsjón félagmálaráðuneytisins. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir þeim flutningi. Það er því óskandi að ráðamenn sjái sig um hönd og láti þessa heilbrigðisstarfsemi áfram tilheyra viðeigandi ráðuneyti. Í lokin vil ég þakka öllu góðu samstarfsfólki fyrir ánægjulegt samstarf á árinu en þó sérstaklega þeim Jónínu Jósafatsdóttur, Jörgen Halldórssyni og Önnu Sólmundardóttur fyrir gagnaöflun og aðstoð við uppsetningu þessarar skýrslu. Sigurbjörn Björnsson yfirlæknir

28

Hjúkrunarheimilið Eir


Sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfun Eirar veitir íbúum hjúkrunarheimilisins, íbúum Eirarhúsa og skjólstæðingum dagdeildar þjónustu. Markmið deildarinnar er sem fyrr að veita þeim einstaklingsmiðaða þjálfun og meðferð til að viðhalda og bæta hreyfigetu og færni, minnka verki, stuðla að vellíðan og auðvelda umönnun. Á deildinni starfa fimm sjúkraþjálfarar í 4,05 stöðugildum; Ylfa Þorsteinsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Kristín Þórdís Valdimarsdóttir, Jóhanna Margrét Konráðsdóttir og Linda Björk Sveinsdóttir. Aðstoðarmenn eru tveir, Elín Dóra Baldvinsdóttir og Sigurbjörg Friðgeirsdóttir í 1,63 stöðugildum. Tveir nemar í sjúkraþjálfun, þær Björg Hákonardóttir og Sólveig Dröfn Andrésdóttir störfuðu við deildina í sumarafleysingum. Linda Björk fór í fæðingarorlof í maí og er væntanleg aftur til starfa í febrúar 2010.

Starfsmannahald

Sjúkraþjálfarar deildarinnar reyna eftir föngum að sækja ýmis námskeið og fræðslufundi og miðla þeim fróðleik til samstarfsfólks. Sigrún stundar samnorrænt mastersnám í öldrunarfræðum (NordMaG) og fór í febrúar í tengslum við það í viku til Finnlands. Í mars fóru sjúkraþjálfararnir á dag sjúkraþjálfunar þar sem boðið var upp á ýmsa fyrirlestra. Starfsfólk hefur líka sótt fræðslufundi á vegum félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ).

Endurmenntun starfsfólks

Ekki hefur verið möguleiki á tækjakaupum á árinu fyrir utan endurnýjun á ýmsum smærri æfingatækjum og heitum bökstrum.

Aukning og endurnýjun tækjakosts

Sjúkraþjálfarar skiptu með sér deildum hússins eins og áður. Ylfa sinnti 3. hæðunum og dagdeildinni, Sigrún hluta 4. hæðar, 2. norður, Eirarholti og B2, Jóhanna sá um 2. suður og B1 og Kristín sá að mestu um endurhæfingarsjúklinga 4. hæðar. Linda hefur ásamt öðrum sjúkraþjálfurum sinnt göngudeildinni þar sem kemur fólk af dagdeildinni og íbúar Eirarhúsa.

Starfsemi deildarinnar

Þjálfun fer að mestu leyti fram í húsakynnum sjúkraþjálfunar. Allir heimilismenn sem vilja og geta koma tvisvar í viku eða oftar upp í æfingasalinn og gera þar æfingar til að auka og viðhalda vöðvastyrk, úthaldi, jafnvægi og almennri færni. Margir fá einnig rafmagnsmeðferð, aðra verkjameðferð og heita bakstra. Sjúkraþjálfarar æfa fólk einnig á deildum. Á morgnana sinna þeir teygjum og kreppuvörnum hjá þeim sem þess þurfa og einnig fá þeir sem hætta er á að tapi göngufærni gönguæfingar á deildum. Sjúkraþjálfarar stjórna einnig hópleikfimi á flestum deildum, einu sinni í viku eða oftar. Sjúkraþjálfarar meta þörf fyrir hjálpartæki, sjá um að útvega þau og sinna á þeim léttu viðhaldi. Einnig leiðbeina sjúkraþjálfarar starfsfólki um réttar starfsstellingar og notkun ýmissa hjálpartækja.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

29


Haldið var áfram samstarfi við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands um verkmenntun sjúkraþjálfunarnema. Árið 2009 komu tveir þriðja árs nemar á Eir og störfuðu undir handleiðslu í tvo mánuði hvor.

Starfið í tölum

Alls komu íbúar í 10.433 einstaklingsmeðferðir á árinu og 5.090 sinnum í hópæfingar. Á göngudeild voru komur í einstaklingsmeðferð 1.178 og komur í hópæfingar 700.

Í árslok

Starfsemi sjúkraþjálfunar gekk mjög vel á árinu 2009. Hæft starfsfólk, stöðugleiki í starfsmannahaldi og góður andi á vinnustaðnum skiptir þar miklu máli. Einnig það góða samstarf sem sjúkraþjálfun á við aðrar deildir í húsinu. Þetta er grundvöllur þess að deildin nái því markmiði að veita skjólstæðingum sínum góða og faglega sjúkraþjálfun til að bæta líðan þeirra og færni. Ylfa Þorsteinsdóttir yfirsjúkraþjálfari

30

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla iðjuþjálfunar á Eir Starf iðjuþjálfa á Eir er tvíþætt. Annars vegar að sinna heimilisfólki og hins vegar að sinna skjólstæðingum endurhæfingardeildarinnar á 4. hæð. Undirrituð er eini iðjuþjálfinn sem er starfandi á Eir og tók við af Guðrúnu Döddu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa í lok ágúst 2009. Undirrituð er í 80% starfshlutfalli. 60% af því tilheyra endurhæfingardeildinni og deilast hin 20% á heimilisdeildirnar og dagdeildina, en þeim deildum/einstaklingum er sinnt samkvæmt beiðni frá lækni.

Starfsmannahald

Markmið iðjuþjálfa á endurhæfingardeildinni er að stuðla að því að einstaklingurinn verði eins sjálfbjarga og mögulegt er.

Endurhæfingardeildin 4. hæð

Iðjuþjálfi metur líkamlega færni einstaklingsins (ADL barthel) og vitræna getu (MMSE), veitir kennslu og ráðgjöf um val og notkun hjálpartækja. Fer í heimilisathuganir til að meta þörf fyrir hjálpartæki og veita ráðgjöf til að fyrirbyggja byltuhættur á heimilinu. Sækir um hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands og hefur eftirfylgni með þeim umsóknum. Að auki sér iðjuþjálfi um samverur á deildinni sem efla hug og hönd, gátu dagsins, boccia, heita bakstra og léttar æfingar fyrir hendur og eitt og annað óvænt. Alls voru 110 einstaklingar lagðir inn á endurhæfingardeildina árið 2009, sem öllum var eitthvað sinnt af iðjuþjálfa. Farið var í heimilisathuganir til flestra, hjálpartæki pöntuð og þeim fylgt eftir. Mat á vitrænni og líkamlegri getu er stór þáttur í starfinu eins og fram kemur hér að ofan. Markmið iðjuþjálfunar á heimilisdeildum er að veita skjólstæðingum tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir hann og veitir honum ánægju og lífsfyllingu.

Heimilisdeildir/dagdeild

Á dagdeild metur iðjuþjálfi þarfir, langanir og óskir skjólstæðingsins og veitir ráðgjöf um hvernig megi efla þátttöku hans á deildinni í því starfi sem þar fer fram. Keypt voru inn æfingartæki til þjálfunar á höndum, æfingaleir, nuddboltar o.fl. sem hafa komið að góðum notum. Einnig hafa verið búnir til 4 bakstrar sem hægt er að hita og eru ætlaðir til meðferðar á höndum.

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

Aukning/endurnýjun tækjakosts

31


Endurmenntun/kynningar

Undirrituð hefur sótt fræðslufyrirlestur um markþjálfun á vegum Iðjuþjálfafélags Íslands, farið á kynningu á hjólastólum og gönguhjálparækjum hjá Stoð og kynningu á baðhjálpartækjum og snúningslökum hjá Eirbergi.

Í árslok/lokaorð

Undirrituð þakkar góðar viðtökur á árinu og hlakkar til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. Ása Lind Þorgeirsdóttir Iðjuþjálfi

32

Hjúkrunarheimilið Eir


Starfsemi vinnustofu Aðalmarkmið með starfsemi vinnustofu er að viðhalda virkni og virðingu heimilismanna. Vinnustofan er opin alla virka daga frá klukkan 13.30-16.30. Starfsemi vinnustofu var með nokkuð hefðbundnu sniði allt árið þó að samdráttur hafi orðið í starfsmannahaldi. Dagbjört Sólrún Guðmundsdóttir hætti að loknu sumarfríi, starf Jófríðar Hauksdóttur var minnkað í 20% og Guðlaug Erlendsdóttir Eirarvinur hætti í byrjun vetrar. Auk þeirra hefur Eirarvinurinn Ólína Sigurgeirsdóttur veitt mikinn stuðning með starfi sínu í vinnustofu einn dag í viku. Starfsmaður vinnustofu fór einn morgun í viku í sambýlið Eirarholt, heimilismönnum til aðstoðar með föndur og fleira. Einnig hefur heimilismönnum í sambýlinu verið boðið að taka þátt í ýmsu félagsstarfi sem fram fer í vinnustofu. Starfsmenn vinnustofu skipuleggja að hluta til afþreyingu á dagdeild Eirar. Þar sem breytingar urðu á starfsmannahaldi á haustmánuðum tóku starfsmenn á dagdeild við umsjón þess. Starfsemi á vinnustofu var mjög fjölbreytt, meðal handavinnuverkefna voru gifssteypa og málun, prjón, hekl, dúkamálun, föndur af ýmsu tagi, útsaumur og fleira. Sérstakur áhugi er á páska- og jólaföndri. Mikið var spjallað saman, púslað, spilað á spil, hlustað á tónlist og upplestur á sögum. Einnig er dagblaða- og tímaritalestur vinsæll. Mikil þátttaka er í bingói sem haldið er einu sinni í viku. Ekki má gleyma vöffludögunum, sem eru alltaf vinsælir, og söngnum sem tilheyrir þeim. Vinnustofan var lokuð í júlímánuði vegna sumarleyfa. Hér á eftir verður stiklað á stóru í dagskrá ársins. Í tilefni þorra var sett upp í fræðslusal baðstofa og þar voru haldnar 14 kynningar í janúar og febrúar þar sem komu um það bil 350 manns sem voru heimilismenn, gestir og starfsfólk. Starfsmenn voru klæddir í þjóðlega búninga. Upplestur var um baðstofur fyrri tíma og þorrann, síðan var baðstofan skoðuð, sungin þorralög og boðið upp á kaffi og veitingar. Tveir starfsmenn vinnustofu sáu að mestu um allar kynningar og Sighvatur Sveinsson aðstoðaði með undirleik og söng.

Þorrinn

Haldið var bjórball 29. apríl þar sem Sighvatur Sveinsson skemmti og lék fyrir dansi, mjög góð þátttaka var hjá heimilisfólki, starfsfólki og gestum.

Bjórball

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

33


Sumarfagnaðir

Sumarfagnaðir voru haldnir í maí og júní á hverri hæð í A- og B-húsi, samtals 6 fagnaðir með söng og dansi, síðan var boðið upp á súkkulaði og vöfflur. Húsið var skreytt með litríkum dúkum, blómum og blöðrum. Sighvatur Sveinsson sá um tónlistina.

Tónleikar

Félagar úr Hjálpræðishernum komu í heimsókn 5. mars og 10. nóvember og skemmtu við góðar undirtektir að venju. Börn úr Rimaskóla komu í heimsókn 17. mars, sungu og spjölluðu við gesti á dagdeild og heimilisfólk af sambýli. Lesið var um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og var þetta hluti af verkefninu barnaþing. Einnig kom sönghópur frá Rimaskóla í heimsókn í vinnustofu 23. nóvember og söng fyrir heimilisfólk og gesti við góðar undirtektir. Hinn 18. maí fengum við í heimsókn Kammertríó Kópavogs. Það skipa Guðrún Sigríður Birgisdóttir (flauta), Martial Nardeau (flauta) og Peter Máté (píanó). Léku þau verk eftir Doppler, Köhler, Ravel, Þórarin Guðmundsson og Sigfús Halldórsson í útsetningum Atla Heimis Sveinssonar. Hinn 19. október voru haldnir tónleikar þar sem fram komu feðginin Ingibjörg Aldís sópransöngkona og Ólafur B. Ólafsson tónlistarmaður. Fluttu þau innlenda og erlenda tónlist ásamt því að stýra hópsöng. Tónleikarnir voru í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Frænkukórinn, frænkur Jórunnar Viðar, kom í heimsókn þriðjudaginn 27. október og voru með tvenna tónleika, annars vegar á 4. hæð og síðan á 3. hæð norður. Söngur og grín, tónlist eftir Björgvin Þ. Valdimarsson í útsetningum Karls Olgeirssonar. Óskar Pétursson söng, kynnti og áritaði nýjan geisladisk Allt sem ég er hinn 4. nóvember. Strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands kom í heimsókn og hélt tónleika 15. desember á dagdeild 3. hæð. Margir gestir komu á tónleikana.

Elligleði

Á miðju sumri hóf Margrét Sesselja Magnúsdóttir samvinnu við Stefán Helga Stefánsson tenórsöngvara um mánaðarlegar heimsóknir fyrir heilabilaða á dagdeild, 2. hæð norður, og 3. hæð suður. Þessar heimsóknir Stefáns Helga hafa vakið mikla ánægju hjá heimilisfólki og gestum.

New England Youth Chamber Ensemble

12. júní kom strengjahljómsveitin „New England Youth Chamber Ensemble“ í heimsókn og hélt tónleika á torginu undir stjórn Connie Rittenhouse Drexler. Hljómsveit þessi, sem er frá Bandaríkjunum, er skipuð unglingum á aldrinum 11-20 ára. Þeirra á meðal eru Íslendingar og íslenskættuð ungmenni ásamt Bandaríkjamönnum, samtals 24 hljóðfæraleikarar.

Kynningar

Fjölbreyttar sölukynningar voru á árinu, t.d. fatnaður, perlusaumur, skór, íslenskt handverk, indverskur markaður, skartgripir, snyrtivörur og fleira.

34

Hjúkrunarheimilið Eir


Haldin var aðventuhátíð 8. desember, börn frá leikskólanum Brekkuborg fluttu helgileik, Már Þorvaldsson las jólasögu. Sighvatur Sveinsson lék og söng jólalög. Jólasveinninn Stekkjastaur kom í heimsókn og dansað var í kringum jólatréð. Að loknu jólaballi var boðið upp á súkkulaði og meðlæti á deildum.

Aðventuhátíð Eirar

Jólasamverustund og skemmtanir voru haldnar í desember á ýmsum deildum, jólasaga var lesin og jólalög sungin þar sem Sighvatur Sveinsson lék undir ásamt því að feðginin Agnes Drífa og Páll Magnússonsungu saman. Boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur. Voru haldin í vinnustofu 17. desember, sönghópur frá Rimaskóla kom ásamt gestum. Þá komu fram Þórunn Helgadóttir sellóleikari og Finnur Jónsson píanóleikari. Boðið var upp á heitt súkkulaði, rjómatertu og smákökur.

Litlu jólin

Í öllu starfi vinnustofu er lögð áhersla á að skapa vinalegt og þægilegt andrúmsloft þar sem heimilismenn finna sig ávallt velkomna, hvort heldur sem er í starfi eða leik. Júlíana Árnadóttir deildarstjóri félagsstarfs

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

35


Um prestþjónustu Þjónusta heimilisprests og helgihald 2009

Séra Vigfús Þór Árnason annast helgistund vikulega. Þær fara fram á hverri hæð á miðvikudögum kl. 10:30. Helgistundin hefst með sameiginlegri bæn, síðan er sunginn sálmur, fluttur texti úr ritningunni og stutt saga eða hugleiðing flutt. Í lokin er sunginn sálmur, sameinast í bæn og blessunarorðin flutt. Ekki ósjaldan setur hópurinn áfram og eru þá dægurmálin og veðurfar síðustu dag krufin til mergjar. Í tengslum við helgistundirnar hafa hjúkrunarfræðingar á vakt oft samband og láta prestinn vita að óskað sé eftir nærveru hans af einstaklingum sem eru ekki færir að koma fram og eiga sameiginlega helgistund með öðru heimilisfólki. Samfélagið um Guðs borð. Annan hvern mánuð, er boðið til altarisgöngu. Öðru hvoru heimsækir heimilisprestur heimilisfólkið og á samtöl við það á þeirra eigin „heimili“ þeirra eigin íbúð, þessar heimsóknir ásamt helgistundunum hafa skapað tengsl og kynni, sem eru dýrmæt. Nokkru sinnum í vetur hafa verið haldnar minningarstundir um þá sem kvatt hafa þennan heim. Að öllu jöfnu annast Brynhildur Sigurðardóttir djákni þær stundir, en heimilisprestur hefur einnig sinnt þeim. Þar hafa nánustu ættingjar verið viðstaddir. Þeir og hjúkrunarfólkið er mjög þakklátt fyrir þessar stundir. Nokkrum sinnum hefi ég komið á heimilið og átt bænastundir með þeim sem eru þungt haldnir. Fjölskyldur þeirra hafa einnig verið viðstaddar, einnig hefur færst í vöxt, að fjölskyldur kalli á prestinn til að flytja bæn við andlát, áður en hin látni eða látna eru flutt af heimilinu í Fossvog. Starfsfólki er kunnugt að heimilt er, að kalla á heimilisprestinn hvenær sem er, til að annast slíkar stundir. Nýbreytni: Annan hvern mánuð hefur Þorvaldur Halldórsson söngvari tekið átt í guðsþjónustunni. Þorvaldur er starfsmaður Reykjavíkurprófastsdæmanna. Einu sinni í mánuði, á sunnudögum eru guðsþjónustur kl. 15:30. Hátíðarguðsþjónustur á Eir eru: Jóladag kl. 15:30 Páskadag kl. 10:30 eða 11:00 Hvítasunnudag kl. 13:30 Guðsþjónustuna annast sóknarprestur, organisti og kirkjukór Grafarvogssóknar. Kostnað vegna organista og kirkjukórs hefur verið greiddur af Grafarvogssókn. Viðtalstími heimilisprests er á miðvikudögum frá kl. 09:30 – 10:30. Starfsfólk hefur einnig óskað eftir viðtölum í Grafarvogskirkju. Símar séra Vigfúsar Þórs eru: 587-9070 / 891-6688 heimasími: 567-6770 Með blessunaróskum, Vigfús Þór Árnason sóknarprestur

36

Hjúkrunarheimilið Eir


Um djáknaþjónustu Starf djákna hefur verið með líku sniði og undanfarin ár. Sem fyrr felst starfið í andlegri umhyggju, sálgæslu og að styðja þá sem minna mega sín og tala máli þeirra. Einnig í fyrirbænum, bænastarfi og trúarlegum stuðningi. Starfssviðið er í Eir A og B álmu, Eirarholti og öryggisíbúðum í Eirarhúsum. Á síðastliðnu ári annaðist djákni 40 kveðjustundir um 43 látna heimilismenn. Þessar stundir, sem haldnar eru á viðkomandi deild, eru dýrmætar öllum sem hlut eiga að máli. Aðstandendur fá tækifæri til að kveðja starfsfólkið sem annast hefur ástvini þeirra síðustu æviárin, heimilisfólkið og deildina sem það kom svo oft á. Undantekningarlaust eru aðstandendur þakklátir og sáttir við þá þjónustu sem veitt hefur verið og er það dýrmætur stuðningur fyrir hjúkrunarfólkið og alla starfsmenn. Djákni fer reglulega á deildirnar til heilsa og sinna heimilisfólkinu og fylgjast með líðan þess. Þegar alvarleg veikindi og dauðsföll verða sinnir djákni viðkomandi heimilismanni og aðstandendum eins vel og mögulegt er. Djákni sótti námskeið um líknandi meðferð í febrúar á sl. ári. Það voru samtökin Lífið sem héldu það námskeið. Og núna er farið að vinna eftir nýju meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga hérna á Eir, og snertir það starf djákna líka. Opið hús er fyrir íbúa Eirarhúsa að jafnaði tvisvar í mánuði og eru þær samverustundir í umsjá djákna. Fyrir jól er alltaf jólasamvera og þá kemur Sighvatur rafvirkjameistari og spilar jólalög og allir taka undir sönginn og að lokum er jólahugvekja. Þessar samverustundir eru yfirleitt vel sóttar. Einu sinni á sumri er farið í hálfsdagsferð í rútu og drukkið kaffi á einhverjum góðum stað. Djákni heimsækir íbúa í Eirarhúsum eftir því sem tími og tilefni gefst til og þá gjarnan í samráði við hjúkrunarfræðing. Morgunsöngur og fyrirbænir eru alltaf á þriðjudagsmorgnum kl. 9 í umsjá forstjóra eða djákna, og ef þau eru forfölluð hlaupa aðrir í skarðið. Djákni situr í hjúkrunarstjórn Eirar og eru fundir yfirleitt tvisvar í mánuði. Djáknaþjónusta í Eir og Eirarhúsum er 60% starf og er það alfarið á vegum Eirar, en gott samstarf er við prest heimilisins, sem er sóknarprestur Grafarvogssóknar. Brynhildur Ósk Sigurðardóttir djákni

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

37


Framleiðslueldhús í Eir Rekstur framleiðslueldhúss Eirar og Skjóls hefur gengið vel. Eins og undanfarin ár er eldað eftir 8 vikna rúllandi matseðlum með tilfallandi breytingum. Að jafnaði eru eldaðir u.þ.b. 500 matarskammtar í hvert mál. Tvö kvöld í viku er heimilisfólki boðið upp á fullkomna máltíð, heitan eða kaldan mat, s.s. pottrétt, sviðasultu o.fl. Önnur kvöld er borinn fram léttari matur, brauð með áleggi ásamt grautum eða súpum. Íbúum Eirarhúsa stendur einnig til boða að kaupa mat. Í matsal Eirarhúsa er afgreiddur heitur matur í hádeginu og borða þar að jafnaði 10-15 manns. Á kvöldin geta íbúar Eirarhúsa komið í matsal starfsfólks Eirar. Einnig er hægt að fá heimsendan mat. Starfsfólki sem er á vakt býðst að koma með fjölskyldu sína og borða í matsal starfsfólks. Aðallega nýtir fólk sér þetta á kvöldin og um helgar. Fjölskyldum heimilisfólks stendur þessi þjónusta einnig til boða, þannig gefst heimilisfólki kostur á að njóta samvista við sína nánustu bæði í hádegi og á kvöldin. Einnig þjónustar eldhúsið íbúa í öryggisíbúðum aldraðra í Eirhömrum og þjónustuíbúðum Hlaðhamra í Mosfellsbæ. Að jafnaði borða þar 40 manns í hádegi og um 30 manns á kvöldin.

38

Hjúkrunarheimilið Eir


Boðleiðir milli eldhúss og deilda hafa gengið eðlilega. Á heimilinu er starfandi næringaráðgjafinn Borghildur Sigurbergsdóttir. Hún gefur ráðleggingar varðandi sérfæði af ýmsu tagi fyrir heimilisfólk. Tekið er tillit til matarmenningar þjóðarinnar t.d. vegna þorra, jóla og annarra tyllidaga.

Sérfæði og boðleiðir

Innkaup eru endurskoðuð reglulega til að fá bestu fáanleg hráefni og vörur á sem hagkvæmustu verði.

Innkaup

Unnið er eftir Gámes-kerfinu sem er innra eftirlitskerfi fyrir eldhús. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kemur árlega og gerir úttekt á aðstöðu í eldhúsinu. Einnig erum við í samstarfi við Matvælatækni en það fyrirtæki sérhæfir sig í hreinlætiseftirliti. Á þriggja mánaða fresti eru tekin sýni af hinum ýmsu ílátum í þar til gerðar prufuskálar. Hægt er að lesa úr niðurstöðum eftir 3-4 daga, og þá kemur í ljós hvort þrifnaði er ábótavant. Þetta samstarf hefur reynst vel og gefið aukið öryggi.

Eftirlit

Engar meiri háttar breytingar eða viðhald hefur verið á árinu.

Viðhald og breytingar

Einn starfsmaður sótti námskeið hjá Sýni í brauðbakstri og ýmsum tengdum fróðleik. Forstöðumaður eldhúss sótti ráðstefnu hjá yfirmönnum eldhúsa á heilbrigðisstofnunum sem haldið var á Grand hótel. Ráðstefnan var tengd sýningunni stóreldhúsið 2009.

Námskeið

Nokkur stöðugleiki var í starfsmannahaldi eldhúss á árinu. Þær breytingar urðu að Fanney Sumarliðadóttir lét af störfum eftir 15 ár á Eir og kunnum við henni bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Ragnar Th. Atlason var ráðinn í hennar stað, en hann er menntaður bakari. Getum við þarafleiðandi hætt að kaupa tilbúnar kökur úr bakaríi nema í sérstökum tilfellum. Samtals unnu 15 starfsmenn á vöktum, 3 matreiðslumenn og 12 almennir starfsmenn. Hlutfall erlendra starfsmanna er um 75% af heildarstarfsmannafjölda eldhúss.

Starfsmannahald

Gunnar Jónas Einarsson forstöðumaður eldhúss

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

39


40

Hjúkrunarheimilið Eir


Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar Ársreikningur 2009

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

41


Efnisyfirlit Skýrsla stjórnenda og staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45 Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 47 Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48

42

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

43


44

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

45


46

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

47


48

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

49


50

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

51


52

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

53


54

Hjúkrunarheimilið Eir


Húsrekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Eirar Ársreikningur 2009

Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

55


Efnisyfirlit Staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57 Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63

56

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

57


58

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

59


60

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

61


62

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

63


64

Hjúkrunarheimilið Eir


Ársskýrsla Eirar fyrir 2009

65


66

Hjúkrunarheimilið Eir




Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.