Ársskýrsla Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls 2009
Vorfundur fulltrúaráðs 2009
Ritstjórn: Ljósmyndun og útlit: Prentvinnsla:
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir Bjarki Reyr, www.bjarkireyr.com Leturprent
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Efnisyfirlit Aðilar Skjóls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fulltrúaráð og stjórn Skjóls 2005 – 2009 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarþættir 2009 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla hjúkrunarforstjóra . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Læknisþjónusta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjúkraþjálfun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Félagsstarf og vinnustofa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starfsskýrsla heimilisprests . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starfsmannafélag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Skjóls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Húsrekstrarsjóður Hjúkrunarheimilisins Skjóls . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
5 7 8 10 15 25 27 29 30 33 47
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Aðilar Skjóls •
Reykjavíkurborg
•
Alþýðusamband Íslands
•
Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði
•
Bændasamtök Íslands
•
Samband lífeyrisþega ríkis og bæja
•
Íslenska þjóðkirkjan
Að Skjóli standa
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
Fulltrúaráð og stjórn Skjóls 2009 – 2013 Fulltrúaráð: Frá Alþýðusambandi Íslands:
Guðmundur Þ Jónsson Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Stefán Ólafsson
Frá Reykjavíkurborg:
Páll Gíslason Stella K. Víðisdóttir Brynjar Fransson
Frá Bændasamtökum Íslands:
Svana Halldórsdóttir Jóhann Ólafsson Halldóra Þ. Ólafsdóttir
Frá sambandi lífeyrisþega ríks og bæja: Frá Sjómannadagsráði:
Frá Þjóðkirkjunni:
Stjórn:
Marías Þ. Guðmundsson Erla Bára Andrésdóttir Þorgrímur Sigurðsson Guðmundur Hallvarðsson Hálfdan Henryson Pétur Magnússon Sr. Sigurður H. Guðmundsson Unnur Halldórsdóttir Hallgrímur Snorrason Halldóra Ólafsdóttir Guðmundur Hallvarðsson Guðmundur Þ Jónsson Unnur Halldórsdóttir Stella Víðisdóttir
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Sigurður Helgi Guðmundsson Emil Theódór Guðjónsson Guðný Guðmundsdóttir Ólafur Mixa Edda Björk Arnardóttir Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
Forstjóri Fjármálastjóri Hjúkrunarforstjóri Yfirlæknir Starfsmannastjóri Rekstrarstjóri
Rekstrarþættir 2009
Rekstrarumhverfi
Engum þarf að koma á óvart þótt rekstrarumhverfi væri erfitt í kjölfar hins svokallaða hruns og þeirri kreppu sem á eftir fylgdi. Fyrirtækinu var gert að spara 25-30 milljónir fyrir utan þær endurgreiðslur sem ekki skiluðu sér nema að hluta. Þá var okkur einnig tjáð að engar bætur mundu skila sér vegna launahækkana, hækkunar á tryggingagjaldi og verðbólgu. Um tíma leit því svo út sem umtalsverður halli myndi verða á rekstri heimilisins. Um síðir skilaði sér þó hluti af þessum hækkunum og þar með tókst að ná jákvæðri niðurstöðu á ársreikningi þó að þar væri aðeins um að ræða 0,3%.
Starfsmannamál
Skortur á stöðugleika í starfsmannamálum hefur lengi háð okkur. Þar hefur orðið breyting á og hægt hefur verið að halda niðri yfirvinnu sem hefur að sjálfsögðu mikla hagræðingu í för með sér.
Ræstingamál
Ræstingafyrirtækið ISS tók við ræstingum á heimilinu þegar hvað erfiðast var að fá fólk til starfa. Það fyrirtæki hefur síðan séð um ræstingar með miklu ágætum.
Fræðslumál
Ætíð hefur verið mikið lagt upp úr fræðslustarfi og tölverður fjöldi fólks jafnan sótt námskeið. Nokkur styrkur hefur fengist til þessa og þá fyrst og fremst úr fagmenntunarsjóði Eflingar.
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Margir góðir gestir hafa sótt heimilið heim á starfsárinu svo sem kórar og einsöngvarar, en einnig hefur verið um fastar heimsóknir að ræða svo sem frá Þór Halldórssyni sem hefur komið og leikið á harmonikku fyrir fólkið. Kunnum við öllum þeim sem hér hafa komið við sögu hinar bestu þakkir.
Félagsmál
Á árinu var skipuð nefnd til þess að yfirfara lyfjamál, verðlagningu og notkun lyfja almennt. Þessi nefnd skilaði prýðilegu starfi sem skilaði sér svo aftur í lækkun lyfjakostnaðar og eiga þeir sem þar komu að máli þakkir skildar fyrir störf sín.
Lyfjanefnd
Lagfæringum sem hófust 2007 og 2008 var haldið áfram á árinu og er ástand hússins nú í allgóðu lagi. Þó er ljóst að bæta verður neyðarlýsingu og gera við minni lyftuna. Allt eru þetta stórir kostnaðarliðir sem ekki verður komist hjá að ráðast í.
Endurbætur
Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
Skýrsla hjúkrunarforstjóra Inngangur
Nú er enn eitt viðburðaríkt ár liðið. 22 ár eru frá opnun heimilisins sem var hið fyrsta sinnar tegundar hér í Reykjavík, þ.e. hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem byggist á lögum um málefni aldraðra, eingöngu með hjúkrunarrýmum. Megináherslan er að skapa einstaklingnum heimili þar sem hjúkrunarþörfum hans er sinnt og áhersla lögð á að viðhalda færni, reisn og virðingu. Vel hefur verið fylgst með nýjungum og þróun í hjúkrun og öðru sem starfsemina varðar og hafa starfsþróun, umbætur og breytingar tekið mið af því. Eftirspurn eftir einbýlum hefur aukist undanfarin ár og greinilegt er að erfiðara verður að nýta þau rými sem losna. Er því verulega brýnt að unnið verði að breytingu þess efnis að eingöngu verði um einbýli að ræða. Aðstæður í samfélaginu hafa í hvívetna mikil áhrif og við förum ekki varhluta af því. Hvað sparnað og hagræðingu varðar hefur starfsfólk okkar alltaf verið vel upplýst og meðvitað um verðmæti þeirra hluta sem við notum við störf okkar og tölur sýna í uppgjörum hve samstilltur hópur starfsfólks okkar skilar þar frábærum árangri. Í sparnaðarskyni hefur verulega verið dregið úr yfirvinnu og hagrætt á ýmsum sviðum og má þar m.a. nefna breytingu á skipulagi viðveru næturvaktar. Mikil og góð samvinna varð milli Skjóls og Heilsugæslustöðvar Glæsibæjar í haust þegar sóttvarnarlæknir mæltist til þess að m.a. heilbrigðisstarfsmenn skyldu bólusettir gegn svínaflensu. Nær allir starfsmenn þáðu bólusetninguna og hefur það sennilega komið okkur til góða því að svo virðist sem allir hafi sloppið við að veikjast. Í framhaldi af því fengu bólusetningu þeir heimilismenn sem voru með undirliggjandi sjúkdóma og öðrum verður boðin bólusetning þegar heimild kemur. Samstarf Skjóls og ISS Íslands hefur gengið vel undanfarin ár, en fyrirtækið hefur séð um daglega ræstingu, vinnu og umsjón í býtibúrum og mötuneyti starfsmanna. Þvottahúsið Fönn hefur annast allan þvott á líni heimilisins sem og starfsmannafatnaði, hefur það gengið með ágætum. Lyfjalausnir og Apótekið Spönginni sjá um alla lyfjaþjónustu heimilisins, hefur samstarfið verið mjög gott þar sem fagmennska og gæði hafa verið í fyrirrúmi. Hér á Skjóli er verið að koma á gæðahandbókum til að mæta faglegum kröfum um lyfsölu. Gæðahandbókin er útfærð með hliðsjón af gæðastaðlinum ÍSÓ 9002 ásamt þeim lögum og reglugerðum sem gilda um lyfsölur. Byrjað verður að vinna samkvæmt því kerfi í byrjun næsta árs.
Mönnun
10
Orð eins og góðæri og kreppa eru mikið notuð til viðmiðunar á þeim breytingum sem hafa átt sér stað í samfélaginu. Við hér á Skjóli finnum muninn en e.t.v. í andhverfu við aðra.
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Vonandi er kreppan liðin hjá okkur því við finnum vel fyrir góðærinu hvað mönnun varðar. Sú var tíðin að góðærið var utan okkar veggja og við máttum horfa á eftir góðu og kröftugu starfsfólki flykkjast í önnur störf, þá skall kreppan á okkur. Eftir stóðum við fámenn með undirmannaðar vaktir og álagið á alla gríðarlegt. Enginn slapp, hvorki starfsfólk, heimilismenn né aðstandendur, ástandið varðaði alla. Í garð fór sá tími er leiddi til ráðningar erlends starfsfólks. Fólk sem vegna erfiðleika heima fyrir flutti í leit að betri lífskjörum sér og sínum til handa. Álagið varaði enn um tíma en mönnunin lagaðist og í ljós kom að til okkar var komið ábyrgt og dugmikið fólk, tilbúið að leggja mikið á sig og leggja okkur lið, um leið og þau voru að koma sér fyrir við nýjar og oft erfiðar aðstæður. Í dag er íslenskukunnátta margra til fyrirmyndar og við setjum það sem skilyrði fyrir vinnu á heimilinu að viðkomandi læri málið. Hjá okkur starfar fólk af ýmsu þjóðerni, 53 frá 17 löndum. En hve lengi getum kallað þau „erlent“ starfsfólk? Margir eru íslenskir ríkisborgarar sem hafa komið sér vel fyrir, eiga börn sem alast upp meðal okkar barna, fá sína ættingja í heimsókn og fara í heimsóknir til ættjarðarinnar og koma síðan „heim“ aftur.
Góðærið sem við finnum fyrir er í auknum mannafla. Aldrei fyrr hafa fyrirspurnir um vinnu við hjúkrunina verið fleiri og hafa þær aukist eftir því sem leið á árið. Á árinu réðu þrír hjúkrunarfræðingar sig til starfa, einn sjúkraliði með öldrunarsérnám, tveir sjúkraliðanemar og um 15 Eflingarstarfsmenn í misháum stöðugildum. Bjóðum við þau öll velkomin til starfa. Þess má geta að sl. vor lauk Sigríður Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur diplómanámi á meistarastigi frá HÍ í öldrunarhjúkrun og Kolbrún Hrafnsdóttir lauk sjúkraliðanámi. Við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að við njótum krafta þeirra sem lengst. Aðalheiður Vilhjálmsdóttir sem verið hefur hjúkrunarforstjóri undanfarin ár lét af störfum og við tók Guðný H. Guðmundsdóttir sem verið hefur deildarstjóri 4. hæðar. Anna Björg Arnljótsdóttir tók við deildarstjórastöðu 4. hæðar en áður starfaði hún sem hjúkr-
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
11
unarfræðingur á 5. hæð. Óska ég henni alls góðs í nýrri stöðu. Aðalheiður hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við heimilið. Árni Jónsson lét af störfum á árinu, en hann hafði verið bílstjóri heimilisins frá opnun þess. Þökkum við honum innilega fyrir vel unnin störf og sérstaka ljúfmennsku í garð heimilismanna og starfsfólks. Einnig lét af störfum í lok árs Gréta Guðmundsdóttir sem hefur verið skrifstofustjóri heimilisins frá árinu 2003. Þökkum við henni góða samvinnu og metnaðarfullt starf í þágu heimilisins. Þeim starfsmönnum sem létu af störfum á árinu þökkum við innilega samstarfið. Við umönnun og hjúkrun 1. desember 2009 voru starfandi á Skjóli 18 hjúkrunarfræðingar, einn læknanemi, 19 sjúkraliðar, þar af tveir með öldrunarsérnám, tveir sjúkraliðanemar, tveir félagsliðar, einn þroskaþjálfi og Eflingarstarfsmenn sem unnu við umönnunarstörf voru 82. Starfshlutföll starfsmanna eru mishá.
Starf á deildum
Starfsemi deilda hefur verið með svipuðu sniði og undanfarin ár. Þar fer fram margvísleg hjúkrun ásamt umönnun og félagsleg þjónusta. Kappkostað er að miða þjónustu við þarfir einstaklingsins, að viðhalda sjálfsbjargargetu og reisn, þannig að hann fái notið lífsgæða eftir því sem kostur er. Til þess að svo geti orðið þarf faglegan og samstilltan hóp allra starfsmanna sem er reiðubúinn að leggja sig fram, svo og notalegt og hlýlegt umhverfi, góðan aðbúnað og góð samskipti aðstandenda og starfsfólks eru mikils virði. Þrátt fyrir erfiðan efnahag var aukið við tækjakost, m.a. voru keyptar loftdýnur, súrefnisvélar, seglalyftari og endurnýjuð segl á eldri lyftara. Ýmsir koma að afþreyingu og félagsstarfi sem fer fram á hjúkrunardeildunum sjálfum og víðar. Sérstaklega ánægjulegt er að geta þess að við höfum notið frábærs framlags og góðvilja Sesselju Magnúsdóttur sem hefur gert það mögulegt að Stefán Helgi Stefánsson tenór kemur og syngur mánaðarlega fyrir heimilismenn vesturganga, 6. hæðar og Laugaskjóls og Steinunn L. Steinsen hefur farið milli deilda tvisvar í viku spjallað og lesið fyrir heimilismenn. Heimsóknir þessar eru Skjóli að kostnaðarlausu og þökkum við hjartanlega vinsemdina.
12
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
RAI-þyngdarstuðull umönnunar árið 2009 sýndi að Skjól var með hjúkrunarmeðaltalið 1,05 en meðalþyngdarstuðull á landinu öllu yfir árið var 1,02. Með tækinu er hægt að gera samanburð á milli Skjóls, meðaltals heimila á höfuðborgarsvæðinu og/eða landsmeðaltals. Umfangsmikil hjúkrun mælist nokkuð hærri á Skjóli en á landsvísu og einnig skert líkamsfærni. Einn af gæðavísum mælitækisins er algengi þyngdartaps, sem sýnir að meðaltal landsins er 8,35 en hér á Skjóli mælist þyngdartapið einungis 0,79. Eru þetta gleðilegar niðurstöður, því á Skjóli hefur alla tíð verið lögð áhersla á að hjúkrunarfræðingar sjái um matarskömmtun og eftirfylgni, því þyngdartap og þyngdaraukning er mikilvægur þáttur í velferð og almennri líðan heimilismanna.
RAI-mat
Nýliðafræðsla er orðin fastur liður á vordögum og var engin breyting þar á. Þrátt fyrir niðurskurð í útgjöldum til fræðslumála hefur starfsfólk átt kost á að sækja hin ýmsu námskeið og fyrirlestra sem vel hefur verið nýtt. Starfsmenn hafa sótt í starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga. Nokkrir sóttu Fagnámskeið Eflingar I og II og erlenda starfsfólkið hefur verið duglegt að sækja íslenskukennslu. Stofnaður var á árinu samstarfshópur sem vinnur sem teymi með það markmið að fræða starfsfólk um notkun og meðferð lyftara. Gert er mat og skráning þannig að rétt val hafi átt sér stað á lyftara fyrir hvern einstakling og að starfsfólk læri og kunni réttu tökin. Í teyminu eru fimm starfsmenn og hefur Sigrún Guðjónsdóttir sjúkraþjálfari farið fyrir hópnum ásamt verkefnastjóra og með þeim eru þrír starfsmenn, einn frá hverri deild, þ.e. einn hjúkrunarfræðingur, einn sjúkraliði og einn Eflingarstarfsmaður. Lyftarar eru einungis notaðir á þremur stóru hjúkrunardeildunum.
Fræðsla
Sandra Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá Fastus hefur komið og haldið nokkur fræðsluerindi um notkun hjálpartækja og um varnir gegn þrýstingssárum. Alltaf er gott þegar fræðsla er hér á staðnum um þau hjálpartæki sem verið er að nota. Sem fyrr hefur Sigrún Guðjónsdóttir séð um fræðslu um líkamsbeitingu og er það nauðsynlegur þáttur í fræðslu sem hefur ýmist farið fram á deildum eða á sal. Hjúkrunarfræðinemar á 4. ári frá HÍ voru í tvær vikur í Laugaskjóli í starfsnámi sl. vor og í byrjun sumars var sjúkraliðanemi í sex vikna starfsnámi á 4. hæð. Það má með sanni segja að ærið starf bíði samheldins hóps. Að takast á við verkefni heimilisins við þær breyttu aðstæður sem nú eru að skapast hvað mönnun varðar er okkur hvatning og áskorun til umbóta og styrktar á öllum sviðum. Að efla starfsánægju og örva starfsfólk til góðra samskipta eykur líkurnar á árangursríku starfi.
Lokaorð
Það er greinilegt að starfsfólk Skjóls er vel upplýst um stöðuna almennt í þjóðfélaginu og hve miklu máli það skiptir að sýna samstöðu. Ef allir leggja sitt af mörkum þegar á reynir má helst búast við árangri. Starfsfólk okkar hefur staðið undir þeirri ábyrgð sem það hefur tekið að sér og er því öllu þakkað hér. Deildarstjórum þakka ég sérstaklega þeirra störf, mikið hefur á þeim hvílt. Áhersla á aukið samstarf og teymisvinnu hefur verið árangursrík. Enginn hlekkur í keðjunni er mikilvægari en annar.
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
13
Hvað mig varðar, er þessi orð rita, hefur orðið mikil breyting á mínu starfi er ég lét af starfi deildarstjóra 4. hæðar eftir rétt tæp 22 farsæl ár og tók við stöðu hjúkrunarforstjóra. Um leið og ég þakka öllu mínu góða samstarfsfólki gott og heillaríkt samstarf í gegnum tíðina vil ég einnig þakka þann stuðning sem ég hef fundið fyrir í nýju starfi og stjórnendum Skjóls fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt. Sérstaklega vil ég þakka Aðalheiði Vilhjálmsdóttur fyrir hennar stuðning og hvatningu og óska henni alls hins besta um ókomin ár. Ég held að á engan sé hallað þó ég segi að Aðalheiður hafi umfram aðra unnið fórnfúst starf og eigi stóran þátt í þeim gæðum sem einkenna Skjól í dag. Guðný H. Guðmundsdóttir hjúkrunarforstjóri
14
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Læknisþjónusta Læknisþjónustan í Skjóli hefur verið með sama sniði og undanfarandi ár og er vísað til fyrri skýrslna um nánari skýringar. Í fyrri skýrslum hafa verið tíunduð ýmis atriði sem bæði hafa átt að varpa ljósi á hið almenna starf og viðfangsefni á hjúkrunarheimili sem Skjóli, sem og einnig hvar stofnunin stendur ef borin eru saman verkefni og gæði miðað við mælingar frá öðrum viðlíka stofnunum með RAI-matinu svonefnda. Ekki verður farið jafnmikið út í þessa sálma nú og fyrr. Þar er enda lítil breyting á milli ára. Í heildina má segja að útkoma af starfi okkar sé verulega góð þegar bornar eru saman allar hjúkrunarstofnanir (nema Sóltún sem ekki er með í almennu árangursmati). Vísað er til fyrri skýrslna um nánari útskýringar.
Formáli
Form læknisþjónustunnar er alveg óbreytt. Eftirfarandi læknar starfa við stofnunina:
Læknar
Yfirlæknir:
Ólafur Mixa heimilislæknir.
Fastráðnir læknar:
Björn Gunnlaugsson heimilislæknir. Haraldur Dungal heimilislæknir. Jón Bjarnarson heimilislæknir. Sigurbjörn Björnsson, öldrunar- og lyflæknir, sem starfar einnig sem sérfræðilegur ráðunautur.
Þjónusta sérfræðinga var óbreytt frá síðasta ári. Reglubundin þjónusta augnlækna sem fyrr, einkum í höndum Þorkels Sigurðssonar. Kristján Kristjánsson sinnir reglubundinni tannlæknaþjónustu. Ólafur Håkansson kvensjúkdómalæknir hefur sinnt íbúum eftir þörfum. Rannveig Pálsdóttir húðsjúkdómalæknir var okkur einnig mjög innan handar varðandi húðsjúkdóma.
Reglubundin sérfræðiaðstoð
Vaktþjónusta er sem fyrr sameiginleg fyrir systurstofnanirnar Skjól og Eir. Allir læknar beggja stofnana sinna þessum vöktum eftir ákveðnu kerfi.
Vaktþjónusta
Um áramótin 2008 - 9 dvöldust 105 heimilismenn í Skjóli og Laugaskjóli. Þar var um að ræða 79 konur (75%) og 26 karla 24,8% (26,9). Hlutfall kvenna stígur hægt og bítandi. Á árinu komu 30 nýir vistmenn, 10 karlar og 20 konur, voru síðast 34. Meðalaldur er 84,1 ár. Um síðustu áramót var meðalaldur á stofnuninni 87 ár. (Karlar 86,5 ár, konur 87,2 ár) var í fyrra 86,5 ár. Meðalaldur hefur nánast ekkert breyst sl. þrjú ár. Segja má að þroski hafi aukist þar sem við höfum nú um áramótin 2008 - 9 þrír einstaklinga sem eru yfir 100 ára. Samkvæmt RAI-mati komu um 43% heimilismanna frá heimili (meðaltal stofnana tæplega 50%). Frá hjúkrunardeild komu tæp 24% (annars staðar 14,21%) svipaður fjöldi kom frá bráðaspítölum 22,05% í Skjóli, (23,07% annars staðar).
Heimilisfólk
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
15
Meðalaldur vistmanna á Skjóli miðað við áramót 2009: 3. hæð 4. hæð 5. hæð 6. hæð Laugaskjól
87,7 ár 89,0 - 88,6 - 84,7 - 75,4 -
Karlar Karlar Karlar Karlar Karlar
88,5 ár 86,6 - 87,9 - 86,0 - 80,3 -
Konur Konur Konur Konur Konur
87,5 ár 90,5 88,6 84,4 73,0 -
Heild
86,5 ár
Karlar
85,9 ár
Konur
87,1 ár
Nánari sundurliðun á meðalaldri um áramótin kemur fram í þessari töflu. Aldursskipting 2009 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90-99 ára 100+ ára Alls
1 1 15 51 34 3
105
Meðaldvalartími íbúa við áramót 2008 – 9 í Skjóli var nákvæmlega eins og síðast eða 3 ár (2,8 í fyrra). Þar voru konurnar seigari og dvöldust í 3,3 ár en karlar dvöldust að meðaltali í 2 ár. Þetta eru svipaðar tölur og í fyrra. Fram að því hafði meðaldvalartíminn verið að styttast. Meðaldvalartími á öllum stofnunum var 3,40. Meðaldvalartími íbúa við áramót á Skjóli.
16
3. hæð 4. hæð 5. hæð 6. hæð Laugaskjól
3,4 ár 3,4 - 2,8 - 3,2 - 1,2 -
Karlar Karlar Karlar Karlar Karlar
2,2 ár 1,8 - 3,1 - 1,5 - 1,9 -
Konur Konur Konur Konur Konur
3,8 ár 4,3 2,8 3,7 0,9 -
Heild
3,0 ár
Karlar
2,0 ár
Konur
3,3 ár
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Í fyrri skýrslu hefur verið rætt um hve skemur fólk dvelst á Laugaskjóli. Kemur þar fram að vegna betri heimaþjónustu hefur tilhneiging verið sú að aldraðir hafa dvalist lengur heima en fyrr. Að sama skapi eru þeir lasnari þegar á stofnun kemur og því ekki langt að bíða þar til full hjúkrunarþörf kemur til. Flytjast þeir þá á hjúkrunardeildirnar. Eins og fyrr hefur verið getið hefur þetta áhrif á það hvaðan sjúklingar koma, þannig koma 10 frá heimili í Skjól, þar af einn sem hafði verið á göngudeild, eða 33%, en um 50% að meðaltali á öðrum deildum. Af deildum Landspítala, þ.m.t. Grund, komu 18, frá Vífilsstöðum einn og af Sjúkrahúsi Akraness einn. Nýtt skipulag í vistunarmati gerir ráð fyrir að sem flestir séu teknir af sjúkradeildum. Þegar um Laugaskjól er að ræða hækkar hlutfallslega tala þeirra sem koma að heiman. Þó er vert að taka fram að á Skjóli í heild hafa komið færri úr heimahúsum en að jafnaði á hjúkrunarheimilunum. Alls létust 28 vistmenn (36 í fyrra). Þessi tala er einum hærri en tala nýrra vistmanna. Stafar það af því að um áramótin 2008 - 9 var eitt pláss laust. Einn vistmaður fluttist á Eir. Meðalaldur látinna Konur (16) Karlar (12)
86,4 ár 88,8 ár 83,7 ár
Aldursskipting látinna 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90-99 ára 100+ ára
0 6 13 8 1
Látnir
Útskrifaðir á árinu:
1 kona fluttist á Eir
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
17
Heilsufar heimilismanna
Skýrslur um heilsufar samkvæmt RAI-mati gefa fyrst og fremst tvennt til kynna: Í fyrsta lagi yfirlit yfir sjúkdóma og læknisfræðileg viðfangsefni og hins vegar umönnunarþyngd af hálfu hjúkrunarliðs. Hið síðarnefnda myndar hluta af ákvörðunum um fjárúthlutun til stofnunarinnar. Samkvæmt RAI- mati nú er þyngdarstuðull hjúkrunar (Case Mix Index) 1,05. Hann hefur verið að hækka síðustu þrjú ár, var í fyrra 1,04 og þar áður 1,02. Þetta kemur ekki á óvart þar sem við vitum og höfum áður reifað að skv. meðatali er fólk lasnara þegar það kemur inn nú en áður. Í heild hefur einnig af þeim orsökum dvalartími styst smám saman þótt raunar sé það ekki tilfellið frá fyrra ári. Vísast næst einhver botn í dvalartíma. Við höfum stundum tínt saman nokkrar upplýsingar um það sem nefnist í RAI-matinu gæðavísar. Þar eins og víða annars staðar eru niðurstöður keimlíkar á stofnununum. Þegar tínd er til þau atriði þar sem Skjól sker sig eitthvað úr má telja: Algengi þunglyndiseinkenna sem eru 37,8% (48,37%). (Svigatölur sýna meðalástand á öllum hjúkrunarheimilum). Algengi þvag- eða hægðaleka án reglubundinna salernisferða 3,94% (11,5%). Algengi þyngdartaps 0,79% (8,35%). Algengi vöðvaskorts 11,02% (4,61%). Algengi róandi lyfja- og svefnlyfja 50,39% (60,16%) Algengi stöðugrar notkunar svefnlyfja eða oftar en 2 í viku 37,01% (50,82%). Eins og langoftast fyrr er algengi vökvaskorts mun meira í Skjóli án þess að okkur hafi tekist að fá á því neinar haldbærar skýringar nema e.t.v. í tengslum við meiri fjölda heilabilaðra hér en annars staðar.
18
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Varðandi hjúkrunarþyngd má nefna fjölda þeirra sem eru alveg sjálfbjarga sem er 11,81% (23,65%). Samsvarandi eru algjörlega ósjálfbjarga 43,31% (28,56%). Þessar tölur og fleiri gefa vísbendingu um þyngri hjúkrunarþörf en meðaltalið.
Sjálfsbjargargeta
Við flutninga þurfa 9,45% enga aðstoð, 17,91% annars staðar. Varðandi sjálfsbjargargetu við einstök störf má segja að þeir séu u.þ.b. helmingi fleiri sem þurfa aðstoð heldur en annars staðar. Ef tekinn er út úr mesti munurinn er hann við hreyfingu milli staða utan deildar þar sem 0,79% þurfa enga aðstoð í Skjóli en 6,85% annars staðar. Meðal annarra aðferða við flutning eru í Skjóli tæp 58% sem þarf að lyfta með handafli og 25% með lyftara (samtals 83%) á móti 41,19% og 18,42% (eða samtals um 60%). Sjúkdómsgreiningar eru svipaðar og áður. Skýrt kemur fram eins og áður að vitglöp eru töluvert algengari í Skjóli en annars staðar. Með Alzheimer eru skráðir 44% (24%) og önnur elliglöp 30% (32%). Málstol 41% (18%). Sjúkleg beinbrot hafa tvöfalda tíðni í Skjóli 15% (7,40%).
Í RAI-matinu kemur svolítið fram hvernig daglegt líf er á deildinni hjá þessu lasna fólki. Það er í einu atriði RAI-matsins þar sem verulegur munur er á Skjóli annars vegar og hinum stofnunum hins vegar. Sá kafli er um endurhæfingu á vegum hjúkrunar við ýmis sértæk verk, svo sem hreyfiferla og hreyfifærni í rúmi, mikil aðstoð með spelku, sjúkrabelti, flutning, göngu, snyrtingu eða borðhald. Samkvæmt RAI-mati á slík endurhæfing sér stað í um 27% tilfella í Skjóli en tæplega 75% á öðrum stofnunum. Þetta er verið að ræða meðal starfsfólks og er næstum örugglega ígrundað vegna mismunandi túlkunar á spurningunum og ekki síst skráningu skv. settum skilgreiningum. Eru mæld samkvæmt RAI-mati nokkur áhorfunaratriði svo sem „vakir frameftir á kvöldin“ (eftir kl. 21) sem nær til tæplega 53% (65%), „fær sér blund daglega“ (a.m.k. 1 klst.) 74% (77%), „fer út oftar en einu sinni í viku“
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
Starfsemi og virkni
19
57% vs. 50%, upptekin af áhugamálum, lestri eða föstum daglegum störfum 31,5% (49%). Um 45% heimilismanna verja mestum tíma einsamlir eða horfa á sjónvarp. Á það við um bæði Skjól og aðrar stofnanir. Næstum þrefalt fleiri reykja á öðrum stofnunum en á Skjóli, þar reykja tæplega 4% (10,8%). Af tómstundum mætti helst nefna leikfimi/hreyfingu um 11% (30%). Töluverður munur er á trúarlegum athöfnum. Í Skjóli 8%, í heildina 17%. Spil, tónlist, lestur, ferðalög og innkaupaferðir er svipað. Daglegt samband við fjölskyldu og nána vini er í 85% tilfella (77%). Fær styrk í gegnum trú 30% (40%). Virkni í félagslífi er 16% (26%). Það sem að ofan er talið eru tilfallandi upplýsingar sem gætu þótt áhugaverðar um lífið á stofnuninni þótt hér sé líka um töluvert gildisbundið mat að ræða. Fyrirmæli varðandi læknismeðferð við lífslok eru 52% í Skjóli, (25%). Fyrirmæli gegn endurlífgun 50% (30%). Fyrirmæli gegn sjúkrahússinnlögn 26% (9%). Töluvert er lagt upp úr þessum upplýsingum til að sýna að þetta hafi verið rætt, ekki síst fyrir vaktlækna til að bregðast rétt við ef á þarf að halda. Alls voru haldnir 43 fjölskyldufundir.
Lyf
Okkur hitnaði töluvert í hamsi fyrir ári þegar geysileg hækkun varð á lyfjakostnaði eða um 44%. Lyfjamagn samkvæmt dagskömmtum (DDD) hafði þó ekki hækkað nema um 8%. Var því nokkuð ljóst að orsök hækkunarinnar var fyrst og fremst hækkandi lyfjaverð. Þá var lofað að við myndum yfirfara þessi mál og reyna enn betur að hagræða og bæta agann í lyfjagjöf. Við erum því með ögn hýrari há nú þegar í ljós kemur að lyfjakostnaður hefur lækkað um 8%. Hann var samtals kr. 23.804.751 en á síðasta ári kr 25.933.302. Svo virðist sem orsakanna sé ekki síst að leita í minni lyfjagjöf. Þegar mældir eru og skilgreindir dagskammtar (DDD) hefur þeim fækkað um 10% (190.978, í fyrra 211.691). Engu að síður hafa verið töluverðar sveiflur á verði einstakara lyfja. T.d. jókst kostnaður H-flokks (hormónar) um ca 80% þótt útgefið magn væri nánast óbreytt frá fyrra ári. Þá má nefna M-flokk (stoðkerfislyf) þar sem skömmtun var nánast eins og í fyrra en verðið lækkaði um 16%. Þá má einnig benda á að lyf úr R-flokki (öndunarlyf) hækkuðu í verði um rúma hálfa milljón. Er þá aðeins um að ræða 5% af heildarlyfjamagni en hafði þó hækkað úr 3% frá því í fyrra. Það munar miklu þegar um dýr lyf er að ræða. Langstærsti lyfjaflokkurinn er eins og ávalt fyrr N-flokkur sem er tauga- og geðlyf. Sú notkun hefur þó aðeins minnkað, var 46% og er nú 44%. Mældir skammtar hafa aukist úr 34% í 38% en verðið lækkað um heil 16%. Eins og sést á samanburði meðfylgjandi „kökurita“ þá er hlutfall kostnaðar við þessi lyf umtalsvert hærra en hlutfall notkunarinnar af heildarlyfjanotkun. Nánast eina umtalsverða
20
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
breytingin á lyfjanotkun er notkun hjartalyfja sem var 20% en er nú 28%. Heildarverðið hefur hins vegar lækkað um 14%. Þessi upptalning á einstökum þáttum er frekar til fróðleiks en að sýna fram á einhver stórtíðindi af útkomunni. Það gefur augaleið að það þarf að vera vel á verði varðandi lyfjagjöf. Þessi breyting til batnaðar á ekki síst rætur að rekja til vinnuhóps sem var settur á fót með fulltrúum frá Skjóli, Eir og Lyfjalausnum sem er okkar lyfjabrunnur. Sigurbjörn Björnsson öldrunarlæknir hefur verið fulltrúi þessarar stofnunar þar. Einnig má geta síbatnandi framsetningar á allri þessari statistik af hálfu Jörgens Halldórssonar. Hefur það hjálpað mikið til. Þessu fólki er þakkað gott starf. Hér á eftir fara nokkrar grafískar myndir til að lýsa þessum staðreyndum betur. Skífurit um skiptingu á kostnaði: S R 5%
� 1%
A
A meltingarlyf (15)
4%
B bló�lyf (3)
16%
C hjartalyf (9)
3% B
D hú�lyf (2) G �vagfæralyf (6)
C
8%
H hormónalyf (1) J s�kingalyf (2)
2% D N
44%
4%
G 1%
5%
2%
5% L M
J
H
L krabbameinslyf (5) M sto�kerfislyf (5) N tauga-og ge�l. (46) R öndunarlyf (2) S augna-og eyrnal. (3) � �mis lyf (1)
!
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
21
1. Hér er skífa sem sýnir dreifingu á eiginlegri lyfjanotkun samkvæmt skilgreindum dagsk.
2. Loks sýnum við súlurit yfir kostnað pr. legudag.
700
600
500
400
300
200
100
0 ´00
22
´01
´02
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
´03
´04
´05
´06
´07
´08
´09
HĂŠr er samanburĂ°armynd ĂĄ kostnaĂ°arĂžrĂłun frĂĄ 2 ĂĄrum, 2008 og 2009. SkjĂłl lyfjakaup frĂĄ jan. 2004 Series1
3500000.0 3000000.0 2500000.0 2000000.0 1500000.0 1000000.0 500000.0 -
Linear(Series1)
Jan Mar MaĂ JĂşl Sep NĂłv janMar MaĂ JĂşlĂ Sep NĂłv janMar MaĂ JĂşlĂ Sep NĂłv janMar MaĂ JĂşlĂ Sep NĂłv janMar MaĂ JĂşlĂ Sep NĂłv janMar MaĂ JĂşlĂ Sep NĂłv
y = 13508x + 1E+06
SkjĂłl lyfjakaup 2008-2009 Series1
4,000,000
Linear(Series1)
3,000,000 2,000,000 1,000,000 y = -527.0x + 2E+06 ja n Fe b M ar A pr M aĂ JĂş n JĂş lĂ Ă gĂş S ep ok t N Ăłv D es ja n Fe b M ar A pr M aĂ JĂş n JĂş lĂ Ă gĂş S ep ok t N Ăłv D es
0
SĂĂ°an er loks hĂŠr er yfirlit yfir lyfjakaup SkjĂłls frĂĄ janĂşar 2004. Kemur Ăžar greinilega fram hvaĂ° sĂĂ°asta ĂĄr sker sig Ăşr meĂ° kryppu Ăşt frĂĄ hinni almennu ĂžrĂłun og Ăžar meĂ° leiĂ°rĂŠttar hina miklu verĂ°hĂŚkkanir sem Ăłneitanlega munu hafa hĂŚkkaĂ° svo kĂşrfuna Ă fyrra.
à rsskýrsla Skjóls fyrir 2009
23
Umræða
Kreppa eins og sú sem nú stendur yfir hér í þjóðfélaginu hlýtur að þrengja að rekstri dvalarheimilis eins og þessa. Yfirvöld sögðu fljótt í upphafi kreppunnar að þau myndu reyna að hlífa öldrunarþjónustunni eins og hægt væri við þessum þrengingum. Það hefur að mestu leyti gengið eftir. Hins vegar er varla hægt að vonast til að unnt verði að betrumbæta ýmislegt sem er að ganga úr sér. Má þar í fyrsta lagi nefna eins og áður hina viðvarandi tvísetningu herbergja. Við þykjumst verða vör við að við séum komin í skugga annarra nýrra stofnana þar sem tvísetning þykir ekki lengur boðleg. Það er ekki góð tilfinning að finnast sem Skjól sé val undir hálfgerðu hallæri. Tækjakostur er býsna fátæklegur. Keypt var notað hjartalínuritstæki sem læknir úti í bæ bauð okkur fyrir lítinn pening. Önnur tæki vantar sárlega. Að einhverju leyti fyllir þetta þá ímynd sem læknar og hjúkrunarlið gerir sér af þessari stofnun, að hún sé frekar heimili en stofnun sem sinnir hetjulækningum. Einfaldleikinn getur í mörgum tilfellum verið ágætur en honum eru líka takmörk sett. Allt þetta reifa ég í síðustu skýrslu og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. Um leið hef ég mært starfsfólk stofnunarinnar, tryggð þess við stofnunina og heilindi í starfi. Það hafa verið forréttindi að vinna með svo góðu fólki. Vil ég enn þakka framlag þess til starfsins og einnig samstarfslæknum og öðru starfsfólki á skrifstofu og í viðhaldi fyrir góða samvinnu og starfsanda á sl. árum. Og loks ber að þakka læknaritaranum Sif Sigurvinsdóttur fyrir mikla hjálp við samantekt ýmissa upplýsinga fyrir skýrslu þessa. Ólafur Mixa yfirlæknir.
24
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Sjúkraþjálfun Markmið sjúkraþjálfunar Skjóls er að bæta líðan og lífsgæði heimilismanna. Öll hreyfing, jafnvel þótt lítil sé, hefur áhrif til góðs hvað varðar líðan eldra fólks. Starfsemi sjúkraþjálfunar var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á árinu 2009 komu heimilismenn samtals 10.917 sinnum í meðferð til sjúkraþjálfara. Sheet1
SJÚKRA JÁLFUN SKJÓLS 2009 Konur Karlar Æfingame fer Bakstrame fer Rafme fer Gönguæfingar Göngubrú Stigi Trissur Fótatæki Axlatæki Sund Hópme fer Rafhjól Rafbraut N ir í me fer Fjöldi me fer a
jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. 55 56 53 55 52 53 52 51 55 18 18 17 18 18 17 19 17 17 281 231 229 204 183 223 239 113 209 67 62 84 63 74 90 92 69 89 12 10 12 14 16 11 26 4 19 208 229 255 227 258 185 221 278 265 121 120 110 99 99 111 116 107 95 145 154 92 127 105 103 107 99 118 15 17 16 14 11 10 13 12 12 222 237 239 203 206 200 197 176 219 242 259 284 250 246 214 277 245 296 18 23 9 17 6 13 8 8 32 8 10 12 7 10 12 8 7 13 307 320 339 251 318 312 346 299 352 11 0 0 0 0 0 11 19 19 3 3 4 5 0 2 4 1 2 893 943 994 834 887 847 934 871 973
okt. nóv. des. 57 52 53 17 19 19 262 251 265 89 74 60 33 26 18 218 194 223 93 89 92 151 111 113 13 12 9 235 211 198 344 252 230 14 26 23 9 10 4 373 359 320 21 21 15 5 0 3 965 917 859
alls 644 214 2690 913 201 2.761 1.252 1425 154 2.543 3.139 197 110 3896 117 32 10.917 RSG
Að meðaltali komu 44 einstaklingar í meðferð á hverjum starfsdegi. Sundþjálfun fer fram í sundlaug Hrafnistu á föstudögum milli klukkan 10 og 11. 11 einstaklingar komu í sundþjálfun á árinu í samtals 197 skipti. 32 nýir heimilismenn komu til sjúkraþjálfara á árinu. Sjúkraþjálfari er með hópþjálfun í Laugaskjóli á þriðjudögum og tvisvar í viku eru hópar í botsía til skiptis uppi á deildum. Sjúkraþjálfari var með fræðslufyrirlestra í líkamsbeitingu og vinnutækni fyrir starfsfólk Page 1 Skjóls eins og undanfarin ár.
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
Fræðsla
25
Skjól sem vinnustaður hefur lagt metnað sinn í að búa vel að starfsfólki hvað lyftitæki varðar, til að létta þeim vinnuna og gæta öryggis heimilismanna. Mikilvægt er að tækin séu rétt notuð og að þarfir heimilismanna ráði hvaða tæki eru valin. Samstarfshópur, sem sjúkraþjálfari stýrir, á að halda utan um lyftaramál í húsinu. Hópur þessi er skipaður starfsfólki frá þriðju, fjórðu og fimmtu hæð ásamt Aðalheiði Vilhjálmsdóttur verkefnastjóra. Markmiðið er að allir starfsmenn vinni í takt, viti hvaða tæki á að nota og hvernig hverjum og einum er best hjálpað við flutning. Sigrún Guðjónsdóttir yfirsjúkraþjálfari
26
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Félagsstarf og vinnustofa Vinnustofan var opin flesta morgna og var starfsemi hennar með hefðbundnum hætti. Viss hópur heimamanna mætti flesta morgna til að sinna hugðarefnum sínum. Margir líta inn í kaffi, spjall og hlusta á upplestur úr dagblöðunum. Vegna veikinda starfsmanna var oft aðeins einn starfsmaður að vinna í senn, en reynt var eftir föngum að neita engum heimilismanni um þátttöku. Bingóið er alltaf jafn vinsælt og er reynt að spila það vikulega. Salurinn á 2. hæð hefur verið nýttur undir bingóið og hafa að meðaltali rúmlega 30 heimilismenn tekið þátt. Þrátt fyrir veikindi undirritaðrar þurfti aldrei að fella niður bingóðið, þökk sé starfsfólki Skjóls. Ættingjar og starfsfólk hefur verið duglegt að aðstoða heimilisfólk við að spila. Reglulegar ferðir í Laugaskjól og upplestur þar féllu að mestu niður vegna aukins álags. Hinsvegar hafa heimilsmenn í Laugaskjóli verið duglegir að mæta í vinnustofuna og á hinar ýmsu skemmtanir sem boðið hefur verið uppá. Á föstudagseftirmiðdögum var haldið áfram með vöfflubakstur og upplestur á einni hæð í senn. Á sama tíma eru á hinum hæðunum kvikmyndasýningar. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og er heimilisfólkið almennt mjög ánægt. Starfsfólkið hefur verið duglegt að taka þátt í bakstrinum. Að vanda var heimilismönnum boðið í kaffi úti í bæ. Eins og undanfarin ár varð Húsdýra- og Grasagarðurinn fyrir valinu og voru ferðir farnar í júlí og ágúst. Alls þáðu 35 heimilismenn boð um að fara í garðinn auk starfsfólks og ættingja, alls 71 manns í fimm ferðum. Almenn ánægja var með þessar ferðir. Fastir þættir í starfseminni: • Skipulagðar mánaðarlegar skemmtanir á sal. • Heimsóknir sjálboðaliða og annara sem koma til að sjá um afþreyingu og skemmtanahald. • Skráningu uppruna og félagsögu heimilismanna. • Hópastarf. • Skráning og skipulag dagskrár mánaðarlega, fyrir hverja hæð fyrir sig. • Harmonikkuleikarinn Þór Halldórsson kom flesta þriðjudaga og spilaði á öllum hæðunum.
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
27
Skemmtanir á árinu voru alls þrettán
Í janúar var árleg þorragleði. Í febrúar komu tónlistamenn frá Hjálpræðishernum. Í mars komu konur frá Bandalagi kvenna. Í apríl kom Karlakór Reykjavíkur sem skemmti okkur með söng á Vorhátíðinni. Hin árlegi Hattadagur var haldin í maí og Gerðubergskórinn söng. Í júní komu leikskólabörnin og sungu uppi á hæðum. Í október kom Kór eldriborgara í heimsókn. Í nóvember komu félagar í Hjálpræðishernum aftur í heimsókn.
Desemberdagskrá
1. desember var haldinn hátíðlegur eins og undanfarin ár, Kátir karlar og stúlknakór Rimaskóla sungu ættjarðarlög. Óskar Pétursson kynnti nýjustu plötuna sína. Aðventuhátíð. Séra Sigurður Helgi flutti hugvekju, Þorvaldur Halldórsson söng og spilaði, leikskólabörn sungu og ungir hljóðfæraleikarar spiluðu. Bökunar og skreytingardagur. Stúlknakór söng og Þór Halldórsson spilaði á nikkuna og píanóið. Veglegt jólabingó var haldið í troðfullum sal. Að lokum skal bent á að undirrituð hefur haldið áfram að taka ljósmyndir hér í húsinu sem vistaðar eru á innra neti Skjóls. Forstöðumaður vinnustofu og félasstarfs Ólöf Dóra Hermannsdóttir
28
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Starfsskýrsla heimilisprests Prestsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli stendur á gömlum merg, ef svo má segja, og frá upphafi vega hafa stjórnendur heimilisins lagt áherslu á hana. Mér, sem þessa þjónustu annast, er mikilvægt að minnast þessa, og leggja rækt við þennan mikilvæga þátt í umönnun heimilisfólksins, sem með öðru stuðlar að velferð þess, öryggi og vellíðan. Þjónustan er í góðum farvegi að mínum dómi, sem mótast hefur á löngum tíma, og á árinu 2009 urðu engin frávik frá því sem tíðkast hefur. Ég húsvitja reglulega í Skjóli á fimmtudögum, hef helgistund fyrir heimilisfólk á einni hæð í senn kl. 11 þá daga, þannig að á hverri hæð er slík þjónusta veitt á fjögurra vikna fresti. Ég kem þó við á hverri hæð alla fimmtudaga og vitja heimilisfólks eftir þörfum, oft eftir ábendingum deildarstjóra og hjúkrunarfræðinga, sem ég leitast við að hitta að máli í hverri vitjun á hverri hæð fyrir sig. Í Laugaskjól kem ég sömu erinda fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl. 10 árdegis. Helgistundirnar eru byggðar upp af sálmasöng, ritningarlestri, hugvekju og bænagjörð. Þær voru alls 55 á árinu 2009. Guðsþjónusta er haldin á sal á 2. hæð Skjóls síðasta sunnudag hvers mánaðar kl. 13, og urðu því tólf yfir árið. Eins og áður fylgdu mér til þessarar þjónustu félagar úr Kór Áskirkju ásamt organista kirkjunnar, Magnúsi Ragnarssyni. Látinna heimilismanna í Skjóli er minnst við bænargjörð í guðsþjónustunum. Ég var kallaður til vegna dauðsfalla á heimilinu nokkrum sinnum á árinu, og annaðist þá bænastund við dánarbeð að viðstöddum vandamönnum hins látna og vakthafandi hjúkrunarfræðingi eða öðrum starfsmanni eftir atvikum. Slíkar kveðjustundir eru að mínum dómi afar mikilvægar aðstandendum, sem kveðja ekki einasta hinn látna ástvin, heldur fá hér einnig tækifæri til að kveðja heimilið með táknrænum hætti, áður en hinn látni er borinn þaðan út í síðasta sinn. Oft er samleið og sambúð viðkomandi sjúklings við Skjól og starfsfólk þess orðin löng, og gagnkvæm kynni og trúnaðartraust hefur myndast. Þjónusta heimilisprests við þessar aðstæður stendur að sjálfsögðu til boða allan sólarhringinn, ef því er að skipta. Ég þakka ánægjulegt samstarf, traust og vinarþel starfsfólks Skjóls á liðnu ári, og vænti góðs af samstarfi og samverustundum í framtíðinni. Sigurður Jónsson heimilisprestur Skjóls og sóknarprestur í Ásprestakalli
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
29
Starfsmannafélag Aðalfundur starfsmannafélags Skjóls var haldinn 15. apríl 2009.
Í stjórn voru kjörin
Í varastjórn
Sif Sigurvinsdóttir, formaður Sveinn Elísson, gjaldkeri Anna Björg Arnljótsdóttir, ritari Kristín Árnadóttir 3. hæð Stefanía Emma Ragnarsdóttir , 4. hæð Marsibil Sigurðardóttir, 6. hæð og Laugaskjól Inna Birjuka Ólöf Dóra Hermannsdóttir
Í orlofshúsanefnd
Guðrún Sigurðardóttir Sveinn Elísson Sigrún Guðjónsdóttir
Skoðunarmenn reikninga
Guðrún Sigurðardóttir Sigrún Guðjónsdóttir Um þessar mundir eru 20 ár frá stofnun Starfsmannafélagsins en margt hefur verið brallað í gegnum tíðina. Endurvakinn var gönguklúbbur á síðasta vori og var ævinlega góð mæting. Víða var farið um nágrenni Reykjavíkur, svo sem í Guðmundarlund í Kópavogi, að Rauðavatni og um Grafarvoginn. Starfræktur verður prjónaklúbbur einu sinni í viku fram á vorið. Í lok sumars var farið út í Viðey og gengið um eyjuna. Leiðsögumaður var Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir staðarhaldari. Metþátttaka var í þessari ferð, alls 15 starfsmenn auk barna og maka.
Skjólborgir
Nýting á bústaðnum var einstaklega góð, sérstaklega yfir sumarmánuðina en þar fengu færri en vildu. Nýtt gólfefni var lagt á stofu, gang og eldhús. Vaskur hópur starfsmanna auk stjórnar fer bæði vor og haust í vinnuferð til þrifa og viðhalds. Umgengni var að vanda til fyrirmyndar.
Skemmtanir og ferðalög
Árlegt páskabingó var haldið 1. apríl og var fullur salur af fólki og vel það, margir fóru heim með páskaegg í farteskinu. Boðið var upp á kaffi í matsal starfsfólks og nýjar kleinur. Engar starfsmannaferðir voru farnar á þessu starfsári. Stjórnin var tímanlega í að undirbúa væntanlega vorferð á Snæfellsnesið en falla þurfti frá þeim áformum vegna ónógrar þátttöku. Haustferðin féll einnig niður af sömu ástæðu.
30
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Stjórnir Skjóls og Eirar buðu starfsfólki sínu upp á glæsilegan haustfagnað fyrstu helgina í nóvember, í húsakynnum veisluþjónustu Gullhamra í Grafarholti. Tveir starfsmenn Skjóls fengu viðurkenningu á 15 ára starfsafmæli sínu. Veislustjóri var Bryndís Ásmundsdóttir og fór hún á kostum. Stór hluti skemmtiatriða var í höndum starfsfólks sem flutti heimatilbúið efni. Hljómsveitin Ingó og veðurguðirnir lék fyrir dansi fram á rauðanótt. Var þetta virkilega vel heppnað kvöld. Að vanda færði heimilið öllum starfsmönnum veglega ostakörfu í jólagjöf. Skapast hefur hefð fyrir jólatrésskemmtun fyrir börn og barnabörn starfsmanna og var hún haldin 28. desember. Eins og undanfarin ár komu yfir 100 manns, bæði börn og fullorðnir. Sighvatur Sveinsson rafvirki í Eir sá um hljóðfæraleik. Stekkjastaur kom í heimsókn og söng og dansaði með börnunum. Boðið var upp á súkkulaði og smákökur í borðstofunni, að því loknu færði Stekkjastaur börnunum sælgætispoka í nesti. Fyrir hönd starfsmannafélagsins þakka ég fyrir gott samstarf á árinu. Sif Sigurvinsdóttir formaður
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
31
32
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Rekstrarsjóður Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls Ársreikningur 2009
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
33
Efnisyfirlit Skýrsla stjórnenda og staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
34
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
3 5 36 37 38 39 40
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
35
36
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
37
38
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
39
40
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
41
42
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
43
44
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
45
46
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Húsrekstrarsjóður Umönnunar- og Hjúkrunarheimilisins Skjóls Ársreikningur 2009
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
47
Efnisyfirlit Staðfesting ársreiknings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Áritun endurskoðenda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Rekstrarreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Efnahagsreikningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjóðstreymi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýringar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .
48
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
4 9 50 51 52 53 54
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
49
50
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
51
52
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól
Ársskýrsla Skjóls fyrir 2009
53
54
Umönnunar- og Hjúkrunarheimilið Skjól