Dularfullar húsið 2
Sagan á bak við Dularfullar húsið ;)
Einu sinni var stelpa sem var kölluð Salvör. Dag einn leiddist henni afskaplega mikið og hún vissi ekkert hvað hún átti af sér að gera. Salvör var heppin, því mömmu hennar datt alltaf eitthvað sniðugt í hug fyrir hana að gera, þegar henni leiddist.
Mamma, mér leiddist svo mikið.
"Salvör", sagði mamma hennar, "nú skalt þú fara og leita að rauðu húsi sem hefur hvorki dyr né glugga og stjörnu innan í".
Elskan mín farðu og leita að rauðu húsi sem hefur hvorki dyr né glugga og stjörnu innan í.
Salvör fór út og gekk af stað eftir gangstéttinni og þar hitti hún vin sinn Jónmund litla. Hann var að sparka fótbolta.
Jónmundur, veist þú úm rautt hús án dyr og glugga og með stjörnu innan í .
"Jónmundur," sagði Salvör, "veistu hvar ég gæti fundið rautt hús sem hefur hvorki dyr né glugga og stjörnu innan í ?" Jónmundur klóraði sér í höfðinu og hugsaði. "Nei, Salvör, ég hef aldrei séð rautt hús sem hefur hvorki dyr né glugga og með stjörnu innan í."
Ég hef aldrei séð svoleiðis hús
Farðu og tala við bóndann, ég hélt að hann veit það. Hann veit hvernig á að rækta
"Ef þú ferð og spyrð bóndann, er ég viss um að hann viti það. Bóndinn veit hvernig á að rækta gulrætur og kartöflur og hveiti. Hann veit ýmislegt."
Þá hljóp Salvör eftir götunni og endur á veginn við engið þar sem bóndinn var að plægja á traktornum sínum.
Afsakið, veistu hvar ég fin rautt hús án hurð, án glugga og stjörnu innan í ?
Þegar traktorinn stöðvaði hljóp Salvör yfir plógförin og kallaði upp til bóndans: "Afsakið, veistu nokkuð hvar ég gæti fundið rautt hús sem hefur hvorki dyr né glugga og stjörnu innan í ."
Bóndinn klóraði sér á hökunni og hugsaði og hugsaði og sagði svo: "Nei, Salvör mín. Ég hef ekki hugmynd um hvar svoleiðis hús er að finna, en ef þú ferð til gömlu konunnar sem býr í ysta húsi þorpsins, er ég viss um að hún veit það. Hún veit nefnilega hvernig á að búa til lyf úr plöntum og hún kann að búa til ljúffengan brómberjasafa."
Salvör fór þá til gömlu konunnar í ysta húsi þorpsins. Hún barði að dyrum. Þegar gamla konan kom til dyra, sagði hún: "Komdu margblessuð og sæl, Salvör. Jæja, rýjan mín. Það er langt síðan ég hef séð þig, þú hefur stækkað svo mikið, vinan."
Jæja, rýjan mín
Salvör og gamla konan fengu sér te og köku og Salvör spurði: "Veistu hvar ég gæti fundið rautt hús sem hefur hvorki dyr né glugga og með stjörnu innan í ?"
Gamla konan brosti og hristi höfuðið. "Nei, Salvör mín. Ég veit það ekki sjálf. Þú ættir að fara og spyrja vindinn. Hann veit það örugglega, því hann hefur verið í öllum fjórum hornum heimsins og hann veit allt.
Salvör brá sér útfyrir og kallaði upp í vindinn: "Vindur, vindur geturðu sagt mér hvar ég finn rautt hús sem hefur hvorki dyr né glugga og stjörnu innan í ?
"Komdu með mér," kallaði vindurinn tilbaka. Hann blés undir pilsfaldinn hennar Salvarar og flutti hana þannig upp á fjallstind. Á fjallstindinum óx tré sem var þakið rauðum eplum. Vindurinn blés varlega á greinar trésins og eitt epli lenti í hendi Salvarar.
"Þetta er rauða húsið," hugsaði Salvör þegar hún horfði á eplið. "Það hefur hvorki dyr né glugga, en skyldi vera stjarna innan í því ?"
Salvör hljóp nú sem hraðast heim á leið og hélt þéttingsfast um eplið. Þegar hún kom heim sýndi hún mömmu sinni eplið og spurði: " En mamma, hvernig get ég vitað hvort það sé stjarna inni í epli nú?" Mamma Salvarar tók eplið og skar það í tvennt, svona. Þegar Salvör kíkti var stjarna innan í því.
Sagan heitir "Stjรถrnuepliรฐ"