Göngutúr um Setbergið
Í dag skelltum við okkur í göngutúr um Setbergið. Við löbbuðum um hraunið og lékum okkur í grasinu. Við sáum fugla að leita að ormum og endur að synda. Við fundum risa kastala með langri rennibraut sem var svakalega gaman að leika í.