Ferð í söfnunargám fyrir plast þann 27. nóv 2015
Í leikskólanum fellur til mikið af plasti. Undanfarin ár hefur því sem við náum ekki að endurnota verið skilað í söfnunargám við 10-11 verslunina hér í Setberginu. Farið er að jafnaði einu sinni í mánuði með tvo fulla poka af plasti. Ferðirnar eru liður í Græn fána verkefninu og taka börnin virkan þátt í ferðunum. Deildarnar skiptast á að fara með plastið.