Arnarberg

Page 1

Skrímslaþema á Króki


Í bókinni Skrímslakisi eignast litla skrímslið lítinn kettling. Hann er ógurlega sætur og mjúkur og litla skrímslið er alltaf með hann og hefur því engan tíma til að leika við stóra skrímslið sem á engan kettling.


Stóra skrímslinu finnst allir eiga gæludýr, nema það. Allskonar gæludýr!

En einn góðan veðurdag, hverfur skrímslakisi! Litla skrímslið er ósköp leitt og saknar litla kettlingsins síns, og saman fara stóra og litla skrímslið og leita að skrímslakisa útum allt!


En afhverju er stóra skrímslið svona þögult? Loksins kemur í ljós að skrímslakisi var bara heima hjá stóra skrímslinu. Það langaði nefnileg líka í lítinn kettling. Að lokum eru bæði skrímslin komin með lítinn kettling, litla skrímslið á Glóa, en stóra skrímslið á Blíðu.


Rauði hópur litaði bæði Blíðu og Glóa og hengdu uppá vegg.


Við fórum í salinn og lékum skrímsli og kisur.



Blái hópur bjó til eiturslöngur, því sumir eiga eiturslöngur fyrir gæludýr.


Blái hópur er líka búinn að lesa bókina Skrímsli í myrkrinu mikið í vetur. Þar koma líka eiturslöngur fyrir og börnin hafa skemmt sér vel við lestur þeirrar bokar eins og sjá má.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.