Opið alla daga til kl 21:00 Verið velkomin!
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
2. tbl. 8. árgangur
31. janúar 2013
Aukasýningar á Nönnu systur Leikdeild Umf. Skallagríms verður með aukasýningar á gleðileiknum Nönnu systur í Lyngbrekku í kvöld kl. 20:30 og á sunnudag kl. 15:00. Hér eru dæmi um ummæli gesta: “Þessi sýning er bara frábær og margir sem brillera í henni, ég er ennþá sár í kjálkunum af hlátri...” “Ég mæli klárlega með því að fara, ég skemmti mér allavega konunglega.”
Ása Dóra Garðarsdóttir er óborganleg í hlutverki hinnar sídrukknu Nönnu systur og Ástríður Rós Gísladóttir fer á kostum í hlutverki aðkomukonunnar lofthræddu Álfdísar í gleðileiknum Nönnu systur sem Leikdeild Umf. Skallagríms sýnir nú í Lyngbrekku. Miðapantanir eru í síma 846 2293.
Aðalfundur Borgarnesdeildar Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2013 í Alþýðuhúsinu, við Sæunnargötu. Fundurinn hefst kl: 20:00. Í upphafi fundar verða kosnir fulltrúar á aðlafund félagsins, auk deildarstjóra og varadeildarstjóra.
Kaffiveitingar í boði félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta vel. Kjörstjórn.
Viðburðadagatal fi 31/1-20:30 Lyngbrekka; Nanna systir fö 1/2-20:00 Landnámssetur; Skáldið fö 1/2-20:30 Brúarás; Félagsvist fö 1/2-21:00 Lyngbrekka; Þorrablót la 2/2-10:00 Íþróttamiðstöðin Bgn; Íþróttahátíð UMSB la 2/2-20:00 Landnámssetur; Skáldið su 3/2-11:15 Borgarneskirkja; Barnaguðsþjónusta su 3/2-15:00 Lyngbrekka; Nanna systir fi 7/2-20:00 Alþýðuhúsið; Aðalfundur Borgarnesdeildar KB la 9/2-16:00 Landnámssetur; Geðveiki í Egilssögu su 10/2-11:00 Borgarneskirkja; Messa fi 14/2-20:00 Skátahúsið; Aðalfundur Skátafélags Borgarness Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-18 alla daga Risið; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 11.00 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16 Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplagið er 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Auglýsingasími: 437 2360
BARNAHORNIÐ Geturðu fundið leiðina í gegn um kisuna?
Borgarnes í myndum
Í Safnahúsi Borgarfjarðar stendur nú yfir sýningin Borgarnes í myndum. Sýningin er haldin í tilefni af því að í ár eru liðin hundrað ár síðan Borgarneshreppur varð til sem sérstakt sveitarfélag. Á sýningunni má sjá málverk og ljósmyndir eftir ýmsa listamenn en öll eiga verkin það sameiginlegt að á þeim er Borgarnes myndefnið. Sýningin Getum við aðstoðað þig?
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan sími: 437 2360
stendur til 27. mars n.k. Þá verður upptaka af gamaleiknum Ingríður Óskarsdóttir eftir Trausta Jónsson sýnd í Safnahúsi alla virka daga á Þorranum. Upptakan er frá uppfærslu leikdeildar Skallagríms á verkinu árið 1985. Fyrsta sýning var á bóndadaginn, 25. febrúar en sýningarnar hefjast kl. 16.00.
Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta: Dreifibréf - Boðsbréf Reikningseyðublöð Ritgerðir - Skýrslur
Deiliskipulag Einkunna Gerð hefur verið svokölluð lýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir fólkvanginn í Einkunnum í landi Hamars í Borgarbyggð. Skipulagsáformin eru í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 og voru þau samþykkt á fundi sveitarstjórnar í september. Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga nær m.a. til 272 hektara svæðis sem var friðlýst af umhverfisráðherra árið 2006. Markmið skipulagsins er m.a. að lagfæra aðkomuveg, útbúa bílastæði, fjölga gönguleiðum, breyta reiðleiðakerfi á svæðinu, byggja upp áningastað fyrir hestamenn, skilgreina lóðir og byggingarreiti ofl.
MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR
Frá Menntaskóla Borgarfjarðar Innritun á starfsbraut fyrir skólaárið 2013 til 2014 er hafin og stendur frá 1. febrúar til 28. febrúar 2013. Innritun er rafræn og sækja umsækjendur veflykil á menntagatt.is. Nemendum og forráðamönnum þeirra er velkomið að hafa samband eða koma í skólann og fá frekari upplýsingar um námið á starfsbrautinni. Upplýsingar veitir umsjónarmaður starfsbrautar í síma 433 7700
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Ert þú atvinnulaus?
Kristjana Stefánsdóttir mun leiðbeina syngjandi konum á Vesturlandi í söngbúðum Freyjukórsins í byrjun mars.
Ef svo er vertu velkomin/n í kaffispjall í húsnæði Rauða krossins í Borgarfirði, Félagsbæ, að Borgarbraut 4 í Borgarnesi, á fimmtudögum á milli kl. 10-12.
Umsjón með þessu starfi hefur Helga Björk Bjarnadóttir, þroskaþjálfi.
Við ætlum að byrja fimmtudaginn 31. janúar nk. Allir velkomnir.
Stjórn RKB
Aðalfundur Skátafélags Borgarness verður haldinn í Skátahúsinu Skallagrímsgarði fimmtudaginn 14. febrúar nk. kl. 20.00 Kjör til stjórnar og venjuleg aðalfundarstörf Allir skátar, forráðamenn skáta og aðrir velunnarar velkomnir
Skátafélag Borgarness www.skatar.is/borgarnes
Syngjandi konur Helgina 2.-3. mars nk. mun Freyjukórinn í Borgarfirði standa fyrir söngbúðum í Hjálmakletti í Borgarnesi. Söngbúðirnar bera heitið Syngjandi konur á Vesturlandi. Markmiðið er að efla söng og söngþjálfun meðal kvenna á Vesturlandi, dýpka og breikka sviðið með því að fá djass söngkonuna Kristjönu Stefánsdóttur til að leiðbeina.
Kynjafræði kennd í MB Á vorönn er nú í fyrsta sinn kenndur kynjafræðiáfangi við Menntaskóla Borgarfjarðar. Þetta er skylduáfangi á báðum brautum og er ætlaður fyrir annars árs nema. Virk umræða hefur átt sér stað síðan áfanginn hóf göngu sína enda eru málefni kynjanna ofarlega á baugi í samfélaginu nú um stundir. Meðal annars hefur verið fjallað um stöðu kynjanna í skólablaðinu, fjölbreytileika fjölskyldna, mótunarhyggju og eðlishyggju. Kennari í áfanganum er Ívar Örn Reynisson.