Íbúinn 9. september 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

18. tbl. 16. árgangur

9. september 2021

Frá Sviss til Íslands í grænmetisrækt Svissnesk hjón um þrítugt, Laurent og Lola Balmer fluttu til Íslands ásamt þremur ungum sonum sínum og festu kaup á skika úr jörðinni Narfastöðum í Melasveit á síðasta ári og kalla Narfasel. Þar rækta þau fjölmargar tegundir af grænmeti og selja á staðnum, í Ljómalind í Borgarnesi eða afhenda heim að dyrum í nágrannabæjunum. Þau eru með ræktun bæði í beðum utandyra og inni í gróðurhúsi sem er að hluta til upphitað. Þá hafa þau nýlega tekið í notkun söluhús á staðnum. Laurent sagði í samtali við Íbúann að þau hefðu ræktað grænmeti í smærri stíl í Sviss en vildu stækka við sig. Hann sagði

að staðsetningin á Narfastöðum væri góð með tilliti til nágrennis við þéttbýlið. Þeim hefði staðið til boða ódýrara ræktarland annarsstaðar á landinu en staðsetningin hefði ekki hentað eins vel. Hann lætur vel af verunni á Íslandi það sem af er og kaldara veðurfar hafi sína kosti. „Hér er hægt að vinna utandyra allan

daginn, en í Sviss þurftum við að taka „siestu“ að spænskum hætti yfir miðjan daginn vegna hita.“ Þau eru að prófa sig áfram með að rækta ýmsar tegundir af grænmeti utandyra, m.a. allnokkrar tengundir af baunum sem hafa reynst komast mis vel á legg. Þá eru þau einnig að ala upp svín m.a. á afgöngum úr grænmetisræktuninni.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.