Íbúinn 9. september 2021

Page 1

ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað

Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.

Auglýsingasími: 437 2360

ÍBÚINN

frétta- og auglýsingablað

18. tbl. 16. árgangur

9. september 2021

Frá Sviss til Íslands í grænmetisrækt Svissnesk hjón um þrítugt, Laurent og Lola Balmer fluttu til Íslands ásamt þremur ungum sonum sínum og festu kaup á skika úr jörðinni Narfastöðum í Melasveit á síðasta ári og kalla Narfasel. Þar rækta þau fjölmargar tegundir af grænmeti og selja á staðnum, í Ljómalind í Borgarnesi eða afhenda heim að dyrum í nágrannabæjunum. Þau eru með ræktun bæði í beðum utandyra og inni í gróðurhúsi sem er að hluta til upphitað. Þá hafa þau nýlega tekið í notkun söluhús á staðnum. Laurent sagði í samtali við Íbúann að þau hefðu ræktað grænmeti í smærri stíl í Sviss en vildu stækka við sig. Hann sagði

að staðsetningin á Narfastöðum væri góð með tilliti til nágrennis við þéttbýlið. Þeim hefði staðið til boða ódýrara ræktarland annarsstaðar á landinu en staðsetningin hefði ekki hentað eins vel. Hann lætur vel af verunni á Íslandi það sem af er og kaldara veðurfar hafi sína kosti. „Hér er hægt að vinna utandyra allan

daginn, en í Sviss þurftum við að taka „siestu“ að spænskum hætti yfir miðjan daginn vegna hita.“ Þau eru að prófa sig áfram með að rækta ýmsar tegundir af grænmeti utandyra, m.a. allnokkrar tengundir af baunum sem hafa reynst komast mis vel á legg. Þá eru þau einnig að ala upp svín m.a. á afgöngum úr grænmetisræktuninni.


Viðburðadagatal

BARNAHORNIÐ

fö 10/9-20:00 Söguloft Landnámsseturs; Gítartónleikar Gunnars Ringsted og Reynis Haukssonar la 11 & 12/9 Fljótstungurétt su 12/9 Brekkurétt má 13/9 Hítardalsrétt má 13/9 Svignaskarðsrétt má 13/9 Þverárrétt þr 14/9 Grímsstaðarétt mi 15/9 Oddsstaðarétt mi 15/9-16:00 Hjálmaklettur; Kynningarfundur á Nýsköpunarneti Vesturlands - NÝVEST la 18/9-14 FFB ganga Einkunnir ævintýri í skóginum - ferð tileinkuð börnum su 19/9 Rauðsgilsrétt má 20/9 Þverárrétt, önnur þr 21/9 Mýrdalsrétt

Umsjón: Hanna Ágústa

(E4?;E 7oD1

Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar

Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur

Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is

Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Boccia - Ringó Æfingar byrja í september í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi

Boccia á laugardögum kl. 11:00 Ringó á sunnudögum kl. 10:00 Nú mætum við og höfum gaman - saman NÝSKÖPUNARNET VESTURLANDS Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningur að stofnun Nýsköpunarnets Vesturlands (NÝVEST). Markmiðið með stofnun netsins er að tengja saman alla þá sem vilja vinna að nýsköpun á Vesturlandi, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Dagana 13, 15 og 16. september verður farið vítt og breytt um Vesturland til að kynna hugmyndina að stofnun NÝVEST.

NÝVEST

Kynningarfundir verða á eftirtöldum stöðum: • • • • • •

Akranes Búðardalur Borgarnes Hellissandur Stykkishólmur Grundarfjörður

Breið (HB húsið) mánudaginn 13. september kl. 12:00 Vínlandssetrið miðvikudaginn 15. september kl. 12:00 Hjálmaklettur (MB) miðvikudaginn 15. september kl. 16:00 Röstin fimmtudaginn 16. september kl. 12:00 Árnasetur fimmtudaginn 16. september kl. 12:00 Sögumiðstöðin fimmtudaginn 16. september kl. 16:00

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á nýsköpun á Vesturlandi að mæta á fundina Allir velkomnir

VERTU MEÐ NÝVEST- NET TÆKIFÆRA


Gítartónleikar á Sögulofti Gunnar Ringsted og Reynir Hauksson leiða saman hesta sína á tónleikum á Sögulofti Landnámsseturssins föstudaginn 10. sept. kl. 20.00. Þeir munu renna í gegnum marga stíla tónlistarinnar eins og Jazz, Blús, Flamenco, Rokk og íslensk þjóðlög með lögum frá Django Reinhardt, Mezzoforte, The Beatles og mörgum fleirum.

Félagarnir lofa mikilli skemmtun og góðum sögum milli laga. Gunnar Ringsted hóf feril sinn ungur að árum með hljómsveitinni Bravó sem hitaði meðal annars upp fyrir The Kinks. Síðan þá hefur hann spilað með helstu tónlistarmönnum landsins s.s. Ingimar Eydal, Björgvini Halldórssyni, Roof Tops og fleirum.

Reynir Hauksson hefur búið síðustu árin í Granada, Spáni þar sem hann starfar sem Flamenco gítarleikari. Hann hefur verið duglegur við að kynna þetta magnaða listform fyrir Íslendingum með tónleikum og námskeiðum. Aðgangseyrir er 3000 kr.

Láttu okkur prenta skýrslurnar fyrir þig

Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: olgeirhelgi@islandia.is

Hágæðaprentun í vönduðum stafrænum prentvélum Innbinding að þínum óskum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.