ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað
Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Prentþjónusta Vesturlands Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson Íbúanum er dreift með Íslandspósti á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmer 301, 310, 311, 320 & 356. Upplag 2.000 eintök. Íbúinn kemur að jafnaði út á fimmtudögum. Skilafrestur auglýsinga kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingasími: 437 2360
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
13. tbl. 16. árgangur
1. júlí 2021
Viðburðadagatal la 3/7 Brákarhátíð: Bjargslandsdagur 13:00-15:00 Söguganga með Heiðari Lind um Bjargsland. 14:00-17:00 Vöfflukaffi Nýbakaðar vöfflur ásamt brauði á grein til að grilla úti gegn vægu gjaldi. Allur ágóði rennur í skógarsjóð til að gera skóginn á Bjargi aðgengilegan fyrir almenning. su 4/7-13&15 Óðal Bgn; Ef ég væri tígrisdýr er nýtt leikverk eftir Flækju. Sýningin hentar börnum á öllum aldri. Miðasala á tix.is og við innganginn su 4/7-16 Reykholtskirkja; Sumartónleikar Borgarfjarðardætra la 10/7-14:00 Borgarnes; Gleðiganga la 10/7-15:00 Borgarnes; Skemmtidagskrá við Dalhallann. Í Skallagrímsgarði verða sölutjöld og hoppukastalar að lokinni skemmtidagskrá við Dalhallann. la 10/7-17:00 Skallagrímsgarður; Hinseginsyrpa frá Leikhópnum Lottu
BARNAHORNIÐ
Umsjón: Hanna Ágústa
Sudoku gáta
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
Alhliða prentþjónusta! Dreifibréf - Bæklingar - Einblöðungar Nafnspjöld - Fréttabréf - Skýrslur
Prentþjónusta Vesturlands Kveldúlfsgötu 23 - Borgarnesi sími 437 2360 / 893 2361 Netfang: prentun@vesturland.is
Hágæðaprentun í vönduðum prentvélum Innbinding að þínum óskum
Nýr skólastjóri ráðinn til Tónlistarskóla Borgarfjarðar Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn sl., þann 24. júní að veita sveitarstjóra umboð til þess að ganga til samninga við Sigfríði Björnsdóttur til þess að gegna starfi skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Theodóra Þorsteinsdóttir lætur af störfum í haust sem skólastjóri eftir þrjátíu ára starf. Sigfríður útskrifaðist sem grunnskóla- og tónmenntakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1986 og með meistarapróf í sagnfræði á sviði tónlistar frá Yale háskóla í Bandaríkjunum árið 1989. Auk þess er hún að ljúka meistaragráðu frá Háskólanum á Bifröst í mennta- og menningarstjórnun.
Sigfríður Björnsdóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Sigfríður hefur í tæpan áratug starfað á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og gegnt þar starfi deildarstjóra listfræðslu. Þar hefur hún meðal annars séð um samninga og samskipti við tónlistarskóla í borginni og verið
yfirmaður skólahljómsveita í Reykjavík. Þar á undan var hún framkvæmdastjóri Íslenskrar Tónverkamiðstöðvar í ríflega áratug auk starfa sinna sem tónlistargagnrýnandi. Sigfríður hefur samhliða kennt tónlistarsögu og kenndi áður kennslufræði tónmenntar á Menntavísindasviði HÍ og við Listaháskóla Íslands. Sigfríður er ekki ókunnug Borgarfirðinum en hún bjó um nokkkurra ára skeið á Tungufelli í Lundarreykjadal, kenndi tímabundið á Kleppjárnsreykjum og á hlut í jörð í Reykholtsdal. Alls bárust 15 umsóknir um stöðu skólastjóra og þakkar Borgarbyggð fyrir sýndan áhuga. Sigfríður hefur störf í ágúst.
Borgarfjarðarblómi Sýning á verkum Viktors Péturs Hannessonar 26.06. - 29.07. 2021 Laugardaginn 26. júní var fyrsti dagur sýningarinnar Borgarfjarðarblóma í Hallsteinssal. Á sýningunni má sjá verk sem myndlistarmaðurinn Viktor Pétur Hannesson hefur unnið á ferðum sínum um héraðið, m.a. frá miðnæturflakki um Kaldadal og fjörugöngu í Borgarnesi. Verkin eru unnin með jurtum sem hann safnar á svæðinu, allt frá njólarótum og hundasúrufræjum yfir í dimmblá krækiberin. Ekki var um formlega opnun að ræða vegna aðstæðna en stefnt er að því að auglýsa viðveru listamannsins síðar. - Verið velkomin ! Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er 13.00-18.00 virka daga og 13.00 til 17.00 um helgar. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum.
Safnahús Borgarfjarðar 433 7200 - www.safnahus.is
Ánægðari viðskiptavinir Útibú Borgarnesi 440 2390 | borgarnes@sjova.is