Opið alla daga til kl 21:00 Verið velkomin!
ÍBÚINN
frétta- og auglýsingablað
10. tbl. 8. árgangur
11. apríl 2013
Klettaborg tilraunaleikskóli Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi hefur verið valinn tilraunaleikskóli fyrir verkefnið „Heilsueflandi leikskóli“ sem nú er unnið að hjá embætti Landlæknis. Verkefnið felst m.a. í að taka þátt í að gera handbók þar sem unnið verður með eftirfarandi þætti: Hreyfingu, næringu, tannvernd, geðrækt, öryggi, starfsfólk, fjölskyldu og
nærsamfélag. Haustið 2011 var byrjað að vinna að heilsueflingu í leikskólanum Klettaborg en þá var notuð handbók fyrir grunnskóla. „Það er því sérstaklega ánægjulegt að vera valinn tilraunaleikskóli við gerð handbókar fyrir heilsueflandi leikskóla,“ segir í frétt frá Klettaborg.
Í vinnuhóp heilsueflandi leikskóla eru stýrihópur frá Embætti landlæknis auk leikskólastjóra 2-3 leikskóla sem munu taka þátt í að tilraunakeyra verkefnið. Næstu skref eru að setja saman drög að handbók með viðmiðum og gátlistum sem tilraunaleikskólar munu prófa væntanlega í haust.
Garðaþjónustan Sigur-garðar s/f auglýsir
Tökum að okkur klippingar á trjám og runnum, einnig trjáfellingar og grisjun. Klipping trjágróðurs er vandaverk, til að klippingin njóti sín sem best þarf að ígrunda vel vaxtaeðli plantna og blómgun þeirra.
Fjarlægi afklippur ef óskað er. Allar nánari upplýsingar í síma 892-7663 & 435-1435 eða á netfangið sindri@vesturland.is Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður Laufskálum
Viðburðadagatal fi 11/4-18:30 Hjálmaklettur; Bingó útskrifarhóps Menntaskóla Borgarfjarðar fi 11/4-20:00 Logaland; Framboðsfundur fö 12/4-20:00 Félagsbær; Félagsvist fö 12/4-20:00 Landnámssetur; Saga þjóðar, Íslandssagan á hundavaði frums. la 13/4-17:00 Landnámssetur; Skáldið Sturla - síðasta sýning la 13/4-20:00 Landnámssetur; Saga þjóðar, Íslandssagan á hundavaði la 13/4-20:30 Brautartunga; Hagyrðingakvöld su 14/4-14:00 Borgarneskirkja; Messa má 15/4-12:00 Kollubar Hvanneyri; Framboðsfundur Framsóknarflokksins þr 16/4-20:30 Snorrastofa; Raspútín og hrun Rússneska keisaradæmisins fö 19/4 15:00-18:00 Hjálmaklettur; Menntaþing í Borgarbyggð fi 25/4 Safnahús Borgarfjarðar; opnun sýningar á verkum Tolla Morthens fi 25/4-14:00 Borgarneskirkja; Skátaguðsþjónusta la 4/5 Reykholtskirkja; Tónleikar Söngsveitarinnar Fílharmoníu Annað í gangi: Börn í 100 ár í Safnahúsi 13-18 alla daga Edduveröld o.vd. 10-23 & 10-01 helgar Risið; pútt fyrir eldri borgara fimmtudaga kl. 11.00 RKÍ fatabúð Bgn o. fö 12-18 & lau 12-15 Heiðarborg; Vatnsleikfimi opin öllum þri kl. 15 og lau kl. 10 Hverinn opið fö-su 12-18:30 Íþróttamiðst.Bgn. Frjálsíþróttaæfingar þri & fi kl. 17.00-18.30 Íþróttamiðst.Bgn. Boccia lau 11-12 Landbúnaðarsafnið opið eftir samkomul. Landnámssetur opið daglega 10-21 Laxárbakki opið alla daga 10-22 Nytjamarkaður Brákarey laugd. 12-16 Páll á Húsafelli opið eftir samkomulagi Samgöngusafnið fi 20-22, lau 13-17 Snorrastofa sýningar alla daga Veiðisafnið Ferjukoti eftir samkomulagi Þórisstaðir húsdýragarður fö 15-18 laugard. og sunnud. 10-16 Samantekt: Borgarbyggð og Íbúinn
Birting viðburða er án endurgjalds og tímasetningar ekki sannreyndar
BARNAHORNIÐ Endir
Upphaf
Geturðu fylgt Kalla að skoða dýrin á myndinni?
Hagyrðingakvöld að hætti Lunddælinga! Þann 13. apríl næstkomandi blása Lunddælingar til hagyrðingakvölds í samkomuhúsinu Brautartungu. Mun samkoma þessi hefjast kl 20:30. Aðgangseyrir eru 2000kr og innifalið í því einstök skemmtun en jafnframt kökur og kaffi í hléi. Gísli Einarsson mun stjórna samkomunni. Hagyrðingar verða þau Helgi Björnsson á Snartarstöðum, Þórdís Sigurbjörnsdóttir á Hrísum, Ásmundur Óskar Einarsson í Grænuhlíð, Stefán Skafti Steinólfsson Akranesi og jafnvel fleiri til!
Reikningar Nótubækur Eyðublöð Fjölritunar- og útgáfuþjónustan s: 437 2360
ÍBÚINN frétta- og auglýsingablað Netfang: olgeirhelgi@islandia.is Útgefandi: Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Ritstj. og áb.: Olgeir Helgi Ragnarsson
Auglýsingasími: 437 2360
Logaland á fimmtudaginn:
Boðnar fram hugmyndir Frambjóðendur flestra þeirra framboða sem bjóða fram til alþingis í kosningunum í vor taka þátt í umræðu um atvinnuuppbyggingu í Borgarfirði á fundi sem haldinn verður í Logalandi í kvökd, fimmtudaginn 11. apríl og hefst kl. 20. Það eru félög Borgfirðinga, Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi og Framfarafélag Borgfirðinga sem standa að þessum fundi um framtíðina í Borgarfirði. Á fundinum gefst fólki kostur á að kynna fyrir frambjóðendum hugmyndir um nýsköpun í atvinnulífi héraðsins og kanna hug frambjóðenda til þeirra áforma sem menn hafa
á prjónunum. Þannig vonast skipuleggjendur til að fundurinn gagnist bæði frambjóðendum og
almennum kjósendum héraðsins, auk þess sem hægt verði að hafa bæði gagn og gaman af.
Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt breytt fyrirkomulag varðandi styrkveitingar. Núna er öllum styrkbeiðnum vísað til Styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar. Á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar varðandi reglur styrktarsjóðsins er óskað eftir umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk og reglur
sjóðsins er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar. Á vef Hvalfjarðarsveitar segir að styrkumsóknir skuli berast sveitarsjóði, undirritaðar af umsækjanda og/eða aðila sem heimild hefur að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjanda ef um félag eða hópa er að ræða. Mikilvægt sé að greinargóðar upplýsingar komi fram í umsókn.
ÍBÚINN fer inn á öll heimili og fyrirtæki í póstnúmerum 301, 310, 311, 320 og 356
Láttu vita af þér! - Auglýsing í Íbúanum kemst til skila Auglýsingasími: 437 2360
Við viljum ráða starfsmann á útisvæði Stöðvarinnar í Borgarnesi Við leggjum áherslu á að í starf hjá okkur veljist glaðlegir, dugmiklir og þjónustulundaðir einstaklingar sem eru reiðubúnir að leggja sig fram um að mæta kröfum og væntingum viðskiptavina okkar Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
Umsóknir berist á netfangið: jb@skeljungur.is
Opinn fundur Frambjóðendur Framsóknarflokksins boða til fundar á Hvanneyri
Mánudaginn 15. apríl kl. 12:00 Kollubar á Hvanneyri Hvetjum alla til að koma og ræða við frambjóðendur um málefni og útfærslur. Gunnar Bragi Sveinsson Ásmundur Einar Daðason Elsa Lára Arnardóttir Jóhanna María Sigmundsdóttir
1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti
Norðvesturkjördæmi Norðvesturkördæmi Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi